Vaxandi lántökukostnaður smáfyrirtækja, getur verið einn helsti drifkraftur kreppunnar í Suður Evrópu!

The Economist er með tvær mjög áhugaverðar greiningar. Sem ég ætla að vekja athygli á:

  1. Broken transmission 
  2. Mend the money machine

Vandamálið er það, að þó svo að Seðlabanki Evrópu hafi lækkað vexti í dag, alla leið í 0,25%. Hefur það ekki lengur sjáanleg áhrif til lækkunar vaxta í S-Evrópu.

Eins og sjá má vinstra megin á þessari mynd, sem sýnir virkni vaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu, þá hafa útlán ekki orðið ódýrari á Ítalíu þvert á móti eins og sjá má fer sá kostnaður vaxandi, á sama tíma og lán í Frakklandi hafa lækkað í verði eftir því sem "ECB" lækkar vexti.

Takið eftir, að það kostar kringum 6% að fá lán á Ítalíu í dag. Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessi kjör eru enn óhagstæðari í löndum sem standa verr en Ítalía.

Hægra megin á myndinni, má sjá þróun í magni veittra lána til smárra sem og meðalstórra fyrirtækja, eins og sjá má er mikill samdráttur í veitingu lána á Spáni, og sífellt vaxandi samdráttur. 

Þetta gefur vísbendingu um alvarlega og versnandi stöðu smárra sem og meðalstórra fyrirtækja á Spáni, en skv. þessu hljóta þau í vaxandi mæli að vera að halda að sér með allar nýfjárfestingar - - en í Evrópu fjármagna smá og meðalstór fyrirtæki sig einkum með lánsfé.

 

Ofan á bætist, eins og fram kemur í The Economist:

"Half of America’s jobs are in small and medium-sized firms (SMEs). In Europe such firms play a far bigger role. In France SMEs employ 60% of workers, in Spain the figure is 67%—and in Italy, 80%."

Þannig, að vaxandi aðhald smáfyrirtækja á Spáni, eru slæmar fréttir fyrir Spán.

Á Ítalíu, er einnig samdráttur í lánum til smáfyrirtækja, sem einnig er vísbending þess að þau séu að halda við sig í fjárfestingum, fókusa á niðurgreiðslu lána - - en eins og sjá má á myndinni, er sá samdráttur þó ekki nærri eins mikill eins og á Spáni.

En á móti kemur, að smáfyrirtæki til meðalstór, eru ennþá hærra hlutfall atvinnulífs á Ítalíu, þ.e. skapa enn hærra hlutfall starfa.

Þannig, að þó aðhald sé hlutfallslega minna en á Spáni, er þetta þó líklega einnig að auka á samdrátt á Ítalíu - íta undir atvinnuleysi.

 

The Economist bendir á eina aðferð, sem "Bank of England" hafi gripið til:

"a new tool, the Funding for Lending scheme (FLS), was created in 2012. Banks first swap their assets, including bundles of SME loans, with the central bank. In return they get ultra-safe treasury bills. Banks can then offer this good collateral as security when they borrow. Because the bank’s creditor gets the safe assets if the bank defaults, this form of funding is cheap."

En Englandsbanki hafi tekið eftir því, að þó svo að vextir væru 0, væru bankar samt sem áður að halda í við sig við útlán eða ekki bjóða nægilega hagstæð kjör.

Englandsbanki, ákvað þá að eiga skipti á eignum við banka þ.e. í reynd taka yfir verðminni eignir sem voru að auka eigin áhættu þeirra banka, gera þá trega til að lána; í staðinn láta þá fá verðmeiri eign.

Ef skiptin eru hagstæð fyrir bankann, þ.e. verðmeiri eignin er látin yfir á sama andvirði og í reynd sú verðminni, er staða viðkomandi banka styrkt.

Og viðkomandi banki, getur aftur á ný boðið lægri vexti.

------------------------------------

Englandsbanki hefur stöðugt verið með inngrip inn á markaðinn í Bretlandi, til þess að tryggja það að vextir væru lágir innan hagkerfisins.

Það er reyndar ekki mjög einfalt fyrir Seðlabanka Evrópu að endurtaka þann leik, en Englandsbanki hefur látið bankstofnun sem hann vildi styrkja til að auka útlán í té ríkisbréf sem Englandsbanki hafði áður keypt af ríkinu.

En þ.e. ekkert sambærilegt sameiginlegt ríkisskuldabréf til fyrir "ECB".

Og ég efa það, að Angela Merkel myndi vera til í að láta "ECB" dreifa þýskum ríkisbréfum út um allt.

  • Ríkin þyrftu eiginlega að heimila útgáfu sameiginlegra ríkisbréfa - - til þess að gera þessa aðferð sem Englandsbanki hefur beitt með árangri, til að halda niðri lántökukostnaði til smárra og meðalstórra fyrirtæka á Bretlandseyjum; mögulega.
  • Síðan virðist vilji ríkjanna ekki enn vera fyrir hendi.
  • Og einnig, Mario Draghi sagði um daginn - Mario Draghi, President of the ECB -  "Secondly, the ECB cannot clean banks’ balance sheets. And third, the ECB is not in the business of monetary financing, i.e. buying government bonds."

 

Niðurstaða

Vandi smáfyrirtækja er viðbótar vandi fyrir ríkin í S-Evr. En eins og við þekkjum, hafa þau verið að beita sig hörðu þ.e. lækka laun - skera niður hjá sér. En samt sem áður, neita hagkerfi S-Evr. að snúa við úr því kreppuástandi sem er til staðar.

Mér virðist líklegt, að hækkandi útlánavextir í S-Evr. ráði miklu um það. En það skapar viðbótar samdráttaráhrif, ofan á niðurskurð stjórnvalda og ofan á áhrif launalækkana.

En þó svo að The Economist horfi þarna á vanda smáfyrirtækja og meðalstórra, þá er almenningur einnig að verða fyrir þessu. Og hækkandi bankavextir og vaxandi útlánatregða, er einnig að skapa viðbótar samdrátt neyslu ofan á þann samdrátt - sem niðurskurður ríkisins og launalækkanir skapa.

Þegar öllum þessum vandamálum er slegið saman, fáum við þann stöðuga og líklega meiri þetta ár en síðasta ár, samdrátt hagkerfa S-Evrópu. Ásamt vaxandi atvinnuleysi.

Ég sé enga snögga leið til að draga úr lántökukostnaðarvandanum, sem ekki væri framkvæmdur með því að beita Seðlabanka Evrópu. En ef maður les svör Mario Draghi, en hann svaraði ýmsu. Þá kemur einnig fram í þeim svörum. Að Seðlabankinn vonast eftir því - - að sameiginlegt bankasamband muni leysa vandann.

En því miður hafa Þjóðverjar hingað til sett góðan tappa í, en þeir náðu inn klausunni "no legacy costs." Þ.e. að bankasambandið, taki ekki tillit til áður fallins kostnaðar. Heldur eingöngu til framtíðar kostnaðar sem til verði, eftir að því er komið á fót.

Þetta minnir mig á deiluna milli "ECB" og ríkisstjórna Evrusvæðis árin 2010 og 2011 og fram á mitt ár 2012 þ.s. "ECB" vildi statt og stöðugt að ríkisstjórnirnar redduðu með því að stækka björgunarsjóðinn, á endanum um mitt sl. ár, gafst ECB upp og veitti loforð um kaup án takmarkana.

Spurning hvort þetta sé upphaf að annarri slíkri þ.e. "ECB" vilji að aðildarríkisstjórnirnar leysi útlánavanda S-Evr. með "bankasambandi" en á endanum, verði það niðurstaðan að kaleikurinn endi hjá "ECB" fyrr rest, því samstaða stjv. evrusvæðisríkja muni ekki nást - um næganlega virkar aðgerðir.

Spurning hvort að evran hafi tíma til að bíða eftir því - að aðildarríkin og ECB taki þá deilu.

En, ef engar aðgerðir koma fyrr en segjum síðla árs 2015. Hvert verður ástandið þá?

 

Kv.


Er til hagkvæm lausn á brennisteinsmengun frá gufuvirkjunum?

Eins og ef til vill margir sáu, þá var áhugaverð grein á forsíðu Morgunblaðsins sl. föstudag, þ.s. fram kom að fyrirtækið Carbon Recycling International. Sem er reyndar íslenskt hátæknifyrirtæki. Hefur lagt það til við Orkuveitu Reykjavíkur. Að Carbon Recycling reisi verksmiðju við hlið Hellisheiðarvirkjunar, sem muni hafa það verkefni, að nýta brennisteininn sem í dag fer beint út í andrúmsloftið frá Hellisheiðarvirkjun. Til þess að framleiða metanól og brennisteinssýru.

Skv. fréttinni er áætlað útflutningsverðmæti 4ma.kr. per ár, af afurðum verksmiðjunnar miðað við magn það af brennisteini sem losað sé ár hvert af Hellisheiðarvirkjun.

Kostnaður við verkmiðju, á bilinu 6-7ma.kr. skv. frétt, væntanlega skv. áætlun Carbon Recycling. En fyrirtækið á eina slíka verksmiðju fyrir þ.e. í Svartsengi á Reykjanesi, en áður var rekin tilraunaverksmiðja í mjög smáum stíl í samvinnu við OR. Þannig að líklega þekkja þeir til þess, hvað kostar að reisa eina slíka.

  • Á vefsíðu fyrirtækisins er einnig frétt um málið Converting pollution into billions of value. Þar kemur fram að slík verksmiðja þurfi 45 mw af orku. Og þar muni líklega 45 manns starfa.
  • Á vef OR kemur fram að Hellisheiðarvirkjun framleiðir 303 MW. Svo verksmiðjan þarf tæp 1/7 af raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar.

 

Er þetta lausnin á því að losna við brennisteininn úr útblæstri gufuvirkjana?

Menn hafa eðlilega haft nokkrar áhyggjur af umhverfisáhrifum gufuvirkjana, út af þessum brennisteinsútblæstri. Þó það sé ekki eina vandamálið við gufuvirkjanir.

  1. Það væri óneitanlega gagnlegt, að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum.
  2. En ennþá sniðugra, ef sá nýtist til að framleiða verðmæta afurð á sama tíma. 
  • En auðvitað spurning um hvert það verðmæti sé.

En rætt er um þetta í tengslum við svokallað "biofuel" eða lífrænt eldsneyti, en töluvert hefur verið í sókn á seinni árum, að blanda hlutfall af ræktuðu eldsneyti við venjulegt bensín eða dísil.

Talað þá um "lífeldsneyti" - "lífdísil." 

Fræðilega, væri unnt að íblanda metanóli í bifreiðar hérlendis í litlu magni, t.d. 5%. Og lækka a.m.k. eitthvað, gjaldeyriskostnað við eldsneytisbrennslu hérlendis.

Okkar metanól í þessu tilviki, væri þá ekki talið vera "lífeldsneyti."

-------------------------------------

Rétt er þó að halda til haga, að erlendis er mun algengara að nota etanól til íblöndunar í eldsneyti á bifreiðar, en metanól er samt - nothæft.

Eldsneyti með etanóli heitir gjarnan nafni er hefst á E, t.d. E10 sbr. 10% íblöndun.

Eldneyti íblandað með metanóli, hefur þá nafn er hefst á M, t.d. M5 fyrir 5%.

Common ethanol fuel mixtures

Methanol

Metanól er enn töluvert notað í Bandaríkjunum, tengslum við kappakstur og kvartmílu. 

En þekkt er að menn bæti við metanól innsprautun í vélar, til að gefa þeim aukið afl. Gamalt trix.

Ekki ráðlegt þó í nútíma vélum, nema þær séu gerðar til að þola metanól. En þ.e. víst töluvert tærandi sérstaklega fyrir vélar úr áli. Alls ekki ráðlegt að nota það, ef bíll er með vél sem hefur blokk úr áli.

Svo má ekki gleyma að metanól eða tréspíritus er eitrað efni! Sannarlega er bensín ekki hollt til neyslu né dísil.

En það er líklega samt meginástæða þess, að menn kjósa að nota frekar etanól. Eða venjulegt alkóhól.

-------------------------------------

Vegna þess hve miklu mun algengara er að etanól sé notað, þá má líklega hafa einhverjar efasemdir um raunverðmæti slíkrar framleiðslu.

En vélar í dag eru framleiddar a.m.k. í Evrópu, til að þola etanól. En þ.e. ekki endilega víst, að það þíði að þá einnig þoli þær metanól.

Þó líklega séu það efnafræðilega séð efni sem hafa líka eiginleika.

 

Hvað með afgangsvatnið?

Við þekkjum að það hefur ekki verið vinsælt af Hvergerðingum, að OR skuli dæla vatninu aftur niður í borholur á Hengilssvæðinu. En gætt hefur smáskjálfta af þess sökum, þegar vatnið leikur um sprungur og losar um spennu. Hefur víst verið töluvert um þá í Hveragerði og nágrenni.

Fljótt á litið virðist það áhugaverð leið, til þess að losna við afgangsvatnið sem gjarnan er nokkuð mengað af efnum sem eru íblönduð, sem blandast hafa við vatnið neðanjarðar.

---------------------------

En fræðilega er unnt að gera fleiri hluti við það - - en um er að ræða töluvert mikið magn af heitu vatni.

  1. Hugsa sér má stórfellda ylrækt þ.e. upphituð gróðurhús. Ylrækt gerð að stóriðju. Við þurfum hvort sem er að auka útflutning héðan til þess að bæta lífskjör.
  2. Búa til sambærileg lón eða laugar við Bláa Lónið fræga, heit böð - potta, fyrir ferðamenn. Einhvers konar heilsuferðamennska. 
  • Spurning hvort unnt er að nýta þ.s. til fellur frá gufuvirkjununum, og þannig lágmarka umhverfisáhrif þeirra?
  • Auðvitað eru borholurnar enn til staðar, raskið frá þeim, pípur til að leiða heita vatnið, stöðvarhúsin, vegir þessu tengt - raflínur o.s.frv.


Niðurstaða

Ég set fram spurninguna á vefinn til þeirra sem telja sig hafa vit á þessu. Hvort það sé gagn af hugmyndum Carbon Recycling að taka brennisteininn út úr útblæstri gufuvirkjana. Framleiða metanól, til m.a. íblöndunar í eldsneyti?

En það mun alltaf kosta að hreinsa brennisteininn út, ef þ.e. unnt að gera samtímis því að framleitt sé verðmæt afurð, þá virðist mér fljótt á litið það geta verið áhugaverð leið.

Síðan má ef til vill hugsa gufuvirkjanir í tengslum við nýtingu á heitu vatni ofanjarðar, vegna galla sem komið hafa fram með dælingu á vatninu aftur niður í jörðina.

En hugmyndir hafa komið fram um stóriðju á sviði ylræktar, sem væntanlega þarf nokkuð af heitu vatni, auk þess að krefjast rafmagns til lýsingar. En Ísland eins og þekkt er, þarf á auknum gjaldeyristekjum að halda á næstu árum.

Síðan, er ein hugmynd sem heyrst hefur um svokallaða heilsuferðamennsku, en þ.e. ekki svo að það sé eingöngu unnt að búa til Blá Lón á Reykjanesi.

En kannski má slá nokkrar flugur samtímis! Auka tekjur af orkuframleiðslunni með því að framleiða vörur til útflutnings sbr. ylrækt - metanól, jafnvel - heilsuferðamennska. 

 

Kv.


Kreppa í Evrópu, hagvöxtur í Bandaríkjunum!

Áhugavert að bera saman fréttir frá Bandaríkjunum og Evrópu. En Framkvæmdastjórn ESB birti nýja efnahagsspá Spring 2013 forecast. Magnað eiginlega, en spáin minnir mann á spána frá sl. ári, en þá var einnig spáð uppgangi seinni part árs og samfelldum hagvexti árið eftir - sem hefði verið þetta ár. Það er engin sérstök ástæða fyrir slíkum viðsnúningi - - hvergi sjáanleg nokkur hin minnstu teikn slíks. Þvert á móti, virðist niðursveiflan stöðug eða lítið eitt á verri kantinn.

Til samanburðar í Bandaríkjunum, er frétt vikunnar Job Gains Calm Slump Worries. Einmitt, það fjölgar störfum í Bandaríkjunum - ekki með ógnarhraða, en nægum dampi til að samsvara hægum en öruggum hagvexti í stað hægrar en öruggrar kreppu í Evrópu.

Þessi mynd tekin af síðu Wall Street Journal sýnir þetta vel, eins og sjá má hafa komið tímabil þ.s. störf voru að tapast, en síðan seinni part 2010 hefur fjölgun starfa verið stöðugt til staðar, á ca. sama hæga dampinum.

1,5-2% hagvöxtur er mun betri staða en það ástand sem Evrópumenn eru að glíma við.

Myndina að neðan má sjá í skírslu Framkvæmdastjórnarinnar, en eins og sjá má þá er Frakkland í kreppu, þ.e. skv. áætlun Framkvæmdastjórnar, í 0,1% samdrætti þetta ár. Þýskaland á að haldast í 0,4% hagvexti, sem er þó minni vöxtur en skv. fyrri spá. 

Svo má sjá draumana um hagvöxt næsta árs, en þá skv. þeirri draumsýn verður nærri því eins mikill vöxtur í Evrópu, eins og menn reikna með að verði í Bandaríkjunum þetta ár.

Að sjálfsögðu er það - "draumsýn."

En án þess að veruleg stefnubreyting verði, þá sé ég ekki skv. hvaða forsendum sé nokkur hinn minnsti möguleiki á slíkum viðsnúningi.

Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal - EU Suggests More Time for Deficit Reduction.

Hefur Framkvæmdastjórnin ákveðið að heimila nokkrum löndum að slaka á í niðurskurði, þannig er Frakklandi gefin 2-viðbótar ár til að ná sínum halla niður, Spáni aftur gefið 1 viðbótar ár, Hollandi einnig en skv. spánni mun hagkerfið í Hollandi dragast saman um 0,8% í ár og Slóvenía einnig verið gefið 1 viðbótar ár.

En Framkvæmdastjórnin er væntanlega að mæta með þessu, vaxandi þrýstingi frá löndum í vanda, um það að slaka á klónni um útgjaldaniðurskurð - - en sem dæmi, er alls óvíst að niðurskurður sl. árs hafi í reynd skilað minni ríkishalla á Spáni. Skv. nýjustu spá stjv. þar var halli sl. árs 6,4% meðan skv. spá Framkv.stj. fyrr á þessu ári, er spáð að sá halli hafi verið 6,7%. Hann gæti endað í 7%.

Pólit. þrýstingur hefur skapast vegna þess, hve andstaða innan aðildarlandanna frá almeninningi, hefur vaxið. 

Takið eftir myndinni hægra megin, en þarna sést heildarsamdráttur í nokkrum löndum frá því að kreppan hófst.

Evrusvæði sem heild eins og sést, er einnig neðan við stöðuna v. upphaf árs 2008.

Ítalía og Spánn á mjög svipuðu róli. En Portúgal er greinilega að fara frekar skarpt niður samfellt frá miðju ári 2010.

Írland hefur e-h rétt við sér, en er ennþá vel fyrir neðan 2008.

Grikkland í ákveðnum sérflokki, en þó á ég von á því að Kýpur eigi eftir að lenda með hraði a.m.k. ca í þeirri stöðu.

----------------------------------------

 

Áhugavert er að taka eftir hratt minnkandi vinsældum Hollande forseta Frakklands sbr. French Leader François Hollande's Woes Fan European Fears.

Ég hef sagt það áður, en það myndi ekki koma mér á óvart, ef Marine Le Pen verður næsti forseti Frakklands.

En hún fékk 17% atkvæða ca. í kosningunum fyrir ári.

Það eru auðvitað nokkur ár enn í næstu kosningar.

En Frakkland er í mjög slæmum málum, með húsnæðisbólu sem er að byrja að springa, samtímis því að neysla er í frjálsu falli sl. rúmlega hálft ár, og iðnframleiðsla hefur frekar en hitt einnig dregist saman.

Ég er því ekki hissa að Frakkland mælist í samdrætti heilt yfir - - eina þ.s. ég er hissa á, er að tölurnar yfir þann samdrátt séu ekki hærri.

En mig grunar að þegar lengra fram líður á árið, þá verði tölurnar fyrir Frakkland reiknaðar frekar niður.

 

Af hverju munar svo miklu á Bandaríkjunum og Evrópu?

Munum að Bandaríkin einnig hafa einn sameiginlegan gjaldmiðil. Það er ekki endilega málið að til sé staðar sameiginlegur gjaldmiðill.

Þarna ræður að verulegu leiti, röng efnahagsstefna í Evrópu. Tel ég.

En mjög stórt atriði sem ég tel vera mjög samdráttaraukandi nú í Evrópu, er sú staðreynd að bilið milli vaxta sem fyrirtækjum og einstaklingum stendur til boða í Evrópu. 

Hefur verið að breikka - - skv. nýlegri skýrslu Deutche Bank er meðalvaxtamunur milli Þýskalands og Ítalíu/Spánar. Milli 3,5-4%.

  • Þetta er munur sem skiptir verulegu máli.
  • Ég tók eftir því að Mario Draghi hafnaði því að beita "QE."

Sjá vef Seðlabanka Evrópu: Mario Draghi, President of the ECB.

Mario Draghi - "Secondly, the ECB cannot clean banks’ balance sheets. And third, the ECB is not in the business of monetary financing, i.e. buying government bonds."

Þetta er einmitt þ.s."ECB"þyrfti að vera að gera!

En ef Seðlabanki Evrópu myndi hefja stófellda kaup aðgerð sbr. "QE" þ.s hann myndi akkúrat hreinsa út slæmar eignir í S-evr. bönkum.

Þá væri unnt að stöðva þann vítahring sem er í gangi, og stöðugt magnar niðursveifluna í S-Evr., að bankavextir eru á uppleið.

Að auki, þá væri það mjög gagnleg aðstoð v. ríkissjóði í skuldavanda, ef "ECB" eins og Japansbanki hefur ákveðið að gera, myndi kaupa með beinum hætti ríkisbréf ríkja í vanda - - þannig tryggja þeim "ódýrustu" fjármögnun sem möguleg er.

  1. Með því að lækka vaxtakostnað almennings, myndi hægja á jafnvel stöðvast samdrátturinn í neyslu sem er í gangi, að auki fækka gjaldþrotum og vanskilum húsnæðiseigenda.
  2. Að auki myndi það sama gerast í atvinnulífinu, að gjaldþrotum fækkar, fyrirtæki þurfa minna að skera niður; færri störf tapast.
  3. Ef ríkið einnig fær ódýrari fjármögnun, þá einnig þarf það minna að skera niður og færri störf tapast.
  • Til samans, minni samdráttur jafnvel stöðvun samdráttar, þíðir betri skatttekjustöðu ríkisins en ella, sem aftur leiðir til minni niðurskurðar og færri tapaðra starfa. Að auki því að hallarekstur þess verður viðráðanlegri, því skuldir lægri.

 

Niðurstaða

S-Evr. þarf öfluga aðstoð til að brjóta upp þann vítahring sem hún er stödd í. En ákveðin neitun Draghi sýnir þó að líklega mun evrusvæði ekki í neinni náinni framtíð, læra af vanda Japans- - sem hefur nýlega ákveðið að umpóla sínum kúrs. Og taka upp hagvaxtarhvetjandi stefnu.

Það hve augljóst virðist, að fátt bendir til þess að gripið verði til aðgerða sem geta virkað innan nytsams tímaramma, til að brjóta niður vítahring þann sem S-Evr. er stödd í.

Er stór ástæða þess, hvers vegna ég er þess fullviss. Að meintur viðsnúningur næsta árs sé tálsýn.

En ég er þess fullviss, að stór ástæða munarins á Evr. og Bandar, sé vegna ólíkrar stefnu Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. 

En það að tryggja lága vexti innan hagkerfisins, er gríðarlega mikilvægt - - þegar mikil skuldsetning er útbreitt vandamál.

Við slíkar aðstæður, geta hækkandi vextir skapað mjög erfiða hagkerfishjöðnun - - í reynd hættulegan sjálfmagnandi spíral, er getur orðið að dauðaspíral.

Þessi veiki er að breiða út í Evrópu - hún er ekki í rénun.

Án öflugra inngripa í ákvarðanir markaðarins, óttast ég það versta. En ein útleið ríkja er að yfirgefa evruna, taka áhættuna á líklegu greiðsluþroti.

Það þó greinilega mun mikið þurfa til, svo það gerist - miðað við það að enn er Grikkland inni.

En meðan vítahringurinn malar og malar, magnast upp andstaða almennigs, og fylgi öfgaflokka.

Það er því hættulegt - að heimila því ástandi að grassera, þegar í reynd er ákaflega auðvelt að brjóta upp þann vítahring.

Viljinn er allt sem þarf - - og þ.e. einmitt þann vilja sem virðist skorta.

Uppbrot evrunnar ef verður - - væri óþörf tragedía.

 

Kv.


Erlendir kröfuhafar til í viðræður - - eins og Sigmundur Davíð hefur haldið fram!

Ég skal viðurkenna, að lítil rödd hefur nagað mig varðandi þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs, að kröfuhafar væru óþolinmóðir, og vildu losna héðan. Þeir hefðu meira að segja verið að þrýsta á stjórnvöld hérlendis, um að hefja viðræður við þá. Þó ekkert hafi gengið.

 

Svo það er viss léttir - - þegar Financial Times segir frá viðbrögðum kröfuhafa, sem eiga 800ma.kr. krónueign hérlendis!

Iceland’s creditors braced for losses

"A person close to the creditors said: “The foreign creditors are organised, the banks have not been able to distribute their money for four years, and clearly there is a negotiation to be had between the creditors and whoever forms the new Icelandic government. The eyes of the international financial community will be on that negotiation.”"

Þessi aðvörun, er eiginlega fremur hlægileg. 

En ég bendi fólki á, að Evrópusambandið sjálft gerði mjög sambærilegan hlut fyrir rúmu ári, þegar það neyddi kröfuhafa Grikklands til að afskrifa þ.s. áætlað er 70% framreiknaðs andvirðis skulda Grikklands í eigu einka-aðila.

Evrópusambandið, lagði þá fram kröfu um 50% afskrift áður en "svokallaðar" viðræður hófust. 

Það var undirliggjandi hótun, þ.e. gjaldþrot Grikklands.

Kröfuhafar gáfu eftir, ferlið tók innan við 6 mánuði.

--------------------------------

Alþjóða samfélagið mun yppa öxlum.

Þarna er um að ræða peningalegar eignir - - sem augljóst geta ógnað gengi krónunnar, ef þeim er hleypt öllum út í einu. 

Sem einmitt þíðir, að þær eru í reynd minna virði en núverandi gengi gefur til kynna.

Már Guðmundsson, hefur einnig ítrekað áréttað nauðsyn þess að afskrifa þetta fé!

 

Haft er eftir Má Guðmundssyni: Iceland Lacks Currency for Easy Exit of Krona Creditors

"“A speedy release of those assets, e.g. in relation to composition agreements, can only take place” if creditors agree on a “considerably lower” rate than the current onshore exchange rate, he said."

Þetta er tekið úr ritinu Fjármálastöðugleiki!

  1. "Að sama skapi liggur ljóst fyrir að gjaldeyrir til að losa úr landi krónueignir gömlu bankanna og núverandi kvikar krónueignir erlendra aðila getur ekki komið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og krefst því annars gjaldeyrisinnstreymis. "
  2. "Hröð losun þessara eigna, t.d. í tengslum við nauðasamninga, getur þannig ekki átt sér stað nema verðlagning og viðskiptagengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum feli í sér verulega lækkun frá mælingu þessara eigna nú í erlendum gjaldmiðlum miðað við bókfært verð þeirra og álandsgengi krónunnar. "
  3. "Takist vel til varðandi þetta gæti eftirleikurinn við losun fjármagnshafta orðið mun auðveldari fyrir vikið. "

 

Annað sem kemur fram í Fjármálastöðugleika:

Már Guðmundsson, er að segja okkur að gjaldeyristekjur okkar standi ekki undir núverandi gjaldeyrisskuldum!

Það þurfi að endurfjármagna þær.

Eða fara fram á nauðasamninga við eigendur þeirra skulda!

  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

--------------------------------------

Það sem Már er að segja okkur er að staðan sé ákaflega slæm, við eigum ekki fyrir skuldunum - þegar tekjustreymið er reiknað fram.

Nema að gengið lækki verulega - - þetta er þ.s. t.d. Þorsteinn Pálsson hefur bent á, og varað við yfirvofandi lággengi krónunnar.

Boðskapurinn að baki því, var sá að það þurfi nýjan gjaldmiðil.

En ég sé þó ekki hvernig það væri lausn á þeim grunnvanda sem er í gangi, að það eru tekjurnar sjálfar sem eru ónógar.

Sigmundur Davíð hefur einmitt nefnt þörfina fyrir því að endurfjármagna skuldirnar, en vaxtabyrðin er ákaflega þung af erlendum gjaldeyrislánum.

Ef hægt væri að lækka vaxtagjöld þau sem ríkið þarf að standa straum af ár hvert, þá um leið minnkar þörf ríkisins fyrir afgang af gjaldeyri.

Sem mun minnka pressuna á gengi krónunnar.

Það þíðir einnig lægri verðbólgu - - en fólk hefur örugglega veitt því athygli hvernig gengið reis sl. sumar og lækkaði svo aftur sl. haust, en lækkun þess var örugglega v. stöðu ríkissjóðs.

En gengið getur í reynd ekki verið hærra en svo, að ríkissjóður sé ekki gjaldþrota, þannig hefur Þorsteinn á sínum Kögunarhól rétt fyrir sér að vissu marki!

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá að staða Íslands er enn ákaflega þung. Þetta var einmitt hvers vegna Ísland varð að hafna Icesave. Sjálfs sín vegna. En þið sjáið nú ákaflega vel miðað við aðvaranir Seðlabankastjóra, hve fjarstæðukennt það var. Að Íslandi væri mögulegt að bæta við sig umtalsverðum viðbótar gjaldeyrisskuldum.

Við rétt svo höldum sjó - hingað til. Staðan er langt í frá vonlaus. En hún krefst nærgætni meðan verið er að sigla þessu skipi úr því brimróti sem það enn er fast í.

Einn mikilvægur þáttur verður einmitt að losa höftin, en samningar við kröfuhafa um losun eigna þeirra og afskrift sem hæst hlutfalls hinna 800ma.kr. lausafjár sem þeir eiga hérlendis. 

Verður mikilvægur þáttur í þessu.

Næsti þáttur á eftir, verður að vera að vinda sér í að endurfjármagna gjaldeyrisskuldir ríkisins.

En eins og sjá má af aðvörunum Más, er ekki möguleiki að greiða þær hratt niður -- eins og sumir vilja.

Við getum einungis gert það á lengri tíma!

--------------------------------

Ps:  Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti í 0,25% úr 0,5%.

Sjá vef Seðlabanka Evrópu: Mario Draghi, President of the ECB.

Vandi fyrir evrusvæði er að sú lækkun mun nærri því engu máli skipta.

En evrusvæði er skipt í Suður/Norður í dag. Virkar ekki sem heild. Þetta gerir ekkert fyrir þann alvarlega vanda, að vaxtakostnaður atvinnulífs í S-Evr. fer vaxandi. Kostnaður v. lánsfjármögnun er enn á uppleið í S-Evr. meðan að fyrirtæki í N-Evr. geta enn útvegað sér ódýrt lánsfé.

Þetta er örugglega stór þáttur í því, að ekkert gengur eða rekur með það að snúa kreppunni í S-Evr. við.

Sjá einnig grein Wall Street Journal: ECB Eases as Downturn in Europe Spreads

 

 

Kv.


Skuldavandi heimila í Hollandi!

Ambrose Evans-Pritchard vakti athygli á þessu, og ég endurflyt þ.s. hann hefur fram að færa. En ég hef einnig verið að veita Hollandi athygli. En þ.e. vegna þess að í Hollandi var húsnæðisbóla eins og víða á sl. áratug innan Evrópu. En meðan við erum hneyksluð á 90% lánum, þá mátti lána 110% í Hollandi.

Ég hef verið að fylgjast með þessu vegna þess að skv. Eurostat eru hollenskir íbúðahúsnæðiseigendur ótrúlega skuldseigir!

Að auki, hefur Holland verið í samdrætti nú samfellt rúmlega hálft ár, og þ.e. rökrétt þegar saman fer samdráttur og gríðarl. skuldsetning - - þá leiði það til skuldakreppu!

Debt-crippled Holland falls victim to EMU blunders as property slump deepens

EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households

Tölur frá 2011.

Þar kemur fram að skuldugustu íbúðaeigendur eru í:

  1. Danmörku: 267,67%
  2. Hollandi: 250,46%

Til sbr. skulda íbúðaeigendur í:

  1. Ítalíu: 65,19%
  2. Spáni: 125,45%
  3. Portúgal: 126,46%
  4. Írlandi: 205,86%

Þessar tölur koma ef til vill fólki á óvart - - þetta sýnir hvað ég á við!

Myndin sem Brósi hefur á sinni síðu segir svipaða sögu, sem er þá að húsnæðiseigendur í Hollandi séu ótrúlega skuldseigir!

Næsta mynd hjá Brósa segir síðan aðra sögu, nefnilega þá að kreppan í Hollandi sé farin að bíta - - þ.e. neysla sé að hrynja saman.

Þá getur vart verið annað en að, slæmir hlutir séu einnig að gerast á húsnæðismarkaðinum.

Ég bendi fólki á, að fyrir hrunið á Írlandi og Spáni, skuldaði bæði írska og spænska ríkið vel innan við það hámark sem mest má skulda skv. reglum um evruna.

Að auki voru báðir ríkissjóðir reknir með afgangi á árunum fyrir hrun.

Sama má segja um ríkissjóð Íslands, einnig lága skuldastöðu fyrir hrun.

  1. "“The Netherlands bears striking resemblance to Spain and Ireland two or so years ago,” says Stephen Jen from SLJ Macro Partners.
  2. Holland has a fat current account surplus of 8.3pc of GDP and a savings rate of 26pc, but Mr Jen says such “virtues” did not prevent Japan succumbing to the after-shocks of its housing crash."
  3. "Dutch house prices have fallen 18pc, leaving a quarter of all mortgages “onder water”"

Það áhugaverða er, að þó svo að hollenskir bankar séu ekki risastórir miðað við hagkerfið eins og þeir íslensku voru, þá virðist skv. neðangreindu að þeir séu að fjármagna sig að miklu leiti með lánum af millibankamarkaði.

Hættan er sú, að ef þeir lenda í því sem ísl. bankarnir lentu í eftir litlu kreppuna 2006 er erlendir bankar hættu að veita þeim ný lán, að þá lendi þeir í lausafjárvanda.

Sérstaklega þegar á sama tíma, að útlánatöp eru í hraðri aukningu.

  1. Dutch banks are up to their necks in mortgage portfolios. They face a huge “funding gap”.
  2. The loan-deposit ratio (LTD) is 183pc, compared with roughly 70pc in the US and Japan, 100pc in Germany or 120pc in Britain.

Við erum ekki endilega að tala um það, að Holland verði allt í einu nærri því greiðsluþrota eins og Írland varð, enda hollensku bankarnir miklu hlutfallslega minni.

En, skuldir hollenska ríkisins munu samt örugglega fara upp yfir hið skilyrta 60% hámark, tja eins og í einu landi enn, þ.e. Slóvakíu. En þar hefur verið hæg bankakreppa í gangi, en það land hefur reddast án neyðarlána vegna þess, að bankakerfið hefur ekki verið risastórt og áður en kreppan hófst skuldaði ríkið lítið.

  • En Holland getur lent inn í sambærilegum hægum dauðaspíral eins og Spánn.
  • En skuldir ríkisins hafa verið að hækka hvert ár á Spáni, þ.e. ekki fyrr en eftir 4 ár í kreppu að landið er nálgast 100% í skuldastöðu.

En þegar heimilin í landinu verða gjaldþrota!

Getur nútímahagkerfi sem er mikið háð innlendri neyslu, ekki þrifist.

Að sjálfsögðu getur ríkið þá ekki heldur komist hjá skakkaföllum.

Ég stórfellt efa það - - að ríkið komist hjá því að bjarga almenningi.

Áhugavert að nákvæmlega sama deila er í gangi á Íslandi, sem mér virðist alveg blasa við að Holland er að fara einnig að lenda í.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ástand mála í Hollandi sé við það að enda ílla. En hingað til hafði Holland ekki lent í vandræðum vegna þess að hagvöxtur hafði viðhaldist þrátt fyrir allt sem á hefur gengið, en á miðju sl. ári fór hollenska hagkerfið yfir í samdrátt. Síðan þá, hefur sá samdráttur verið nærri því samfelldur.

Þá þegar fór ég að hafa áhyggjur af stöðu heimila í Hollandi. Því ég hafði í skoðun á upplýsingum um stöðu heimila innan Evrópu. Rekið augun í svakalega stöðu heimila innan Hollands.

 

Kv.


Er evrusvæði að stefna í verðhjöðnun?

Tvær áhugaverðar tilkynningar komu í gær frá EUROSTAT þ.e. um hratt lækkandi verðbólgu og hin um aukið atvinnuleysi:

  1. Euro area annual inflation down to 1.2%
  2. Euro area unemployment rate at 12.1%

Ambrose Evans-Pritchard fjallaði um þetta á sinn hátt: Eurozone risks Japan-style trap as deflation grinds closer

En hann kemur með áhugaverðan punkt -

  1. "The region’s core inflation rate – which strips out food and energy – fell to 1pc in March."
  2. "...the current figure is distorted by the one-off effects of VAT increases and levies linked to austerity. Adjusting for these taxes, the rate is now running at 0.4pc"

Hann segir að svokölluð "kjarna" verðbólga, sé einungis 0,4%.

Síðan greinilega ræddi hann við mann sem við þekkjum:

Lars Christensen, a monetary theorist at Danske Bank: “The eurozone is tracking the experience in Japan in mid-1990s. there is a very high risk of a slide into deflation,”

Þið munið eftir honum Lars, sem varaði við hruninu hér - nokkrum mánuðum áður en það varð!

  • Vandinn við verðhjöðnun er sú mögnun á samdrætti sem hún getur framkallað.
  • Því hún hvetur fólk til að hætta að eiða peningum, varðveita þá þess í stað - - en þó vextir séu lágir, þá er samt hagstæðara að eiga peninginn ef verðin eru lægri á morgun.
  • Þetta á einnig við þá sem eru áhugasamir hugsanlega um fjárfestingar - - þeir bíða frekar eftir því að eignirnar lækki frekar.

Það eru einnig vísbendingar um það, að samdráttur í efnahagsmálum sé á allra síðustu mánuðum, að ná til þeirra landa sem hingað til hafa ekki verið í samdrætti.

Það eru skýrar vísbendingar um samdrátt í neyslu t.d. innan Þýskalands nú fyrri hl. þessa árs. Þegar greinilega hefur verið að draga úr pöntunum til þýskra iðnfyrirtækja á sama tíma. Er vel hugsanlegt að þýska hagkerfið sé við það að enda röngu megin við núllið.

---------------------------------------

Það þarf vart að koma á óvart að enn eina ferðina er atvinnuleysi að aukast:

  • 19,211 milljón manns eru atvinnulausir á evrusvæði.
  • 24.0% ungmenna eru án atvinnu. 

Áhugavert er að skoða töfluna á hlekk Eurostat, en þar kemur fram að atvinnuleysi er:

  • 8,4% í Svíþjóð.
  • 8,2% í Finnlandi.
  • 7,2% í Danmörku.

Áhugavert hve mikið atvinnuleysið er á Norðurlöndum. En þau eru ekki eylönd í þeim skilningi, að þau óhjákvæmilega verða fyrir barðinu á kreppunni í Evrópu.

Þau skv. því sem ég hef heyrt eru ekki í samdrætti, en vöxtur er kominn vel niður fyrir 1%. Það virðist helst útflutningur út fyrir Evrópu sem heldur löndum eins og Norðurlöndum enn uppi. 

Mesta og minnsta atvinnuleysið i ESB.

"Among the Member States, the lowest unemployment rates were recorded in Austria (4.7%), Germany (5.4%) and Luxembourg (5.7%), and the highest in Greece (27.2% in January), Spain (26.7%) and Portugal (17.5%)."

Til samanburðar, atvinnuleysi ungs fólks.

"In March 2013, the lowest rates were observed in Germany and Austria (both 7.6%) and the Netherlands (10.5%), and the highest in Greece (59.1% in January 2013), Spain (55.9%), Italy (38.4%) and Portugal (38.3%)."

 

Til samanburðar var frétt í dag í Financial Times:

Japanese shoppers loosen purse strings

En þar kemur fram að prentunaraðgerð Seðlabanka Japans er farin að virka, þ.e. Japanir eru aftur farnir að eyða peningum.

Neysla er með öðrum orðum í aukningu, síðan hafa verð á hlutafjármörkuðum í Japan hækkað mikið. 

  1. "...share prices of the biggest Japanese companies have risen more than 60 per cent."
  2. "Data released on Tuesday showed that household spending rose 5.2 per cent in March, its highest year-on-year growth in nine years."
  3. "Excluding the effects of a tax increase in 1997 and the 2011 earthquake, sales at large retailers posted their biggest gain in 20 years, rising 2.4 per cent."
  • "Hajime Takata, chief economist at the Mizuho Research Institute in Tokyo - “In a deflationary environment, delaying spending was wise. Now, people are starting to think that things will no longer get cheaper,

Þetta sýnir hvað það getur verið afskaplega öflugt - - að stýra væntingum!

Með því að tilkynna um massífa prentunaraðgerð, með það að markmiði að auka verðbólgu úr ástandi kyrrstöðu til verðhjöðnunar, í verðbólgu upp á 2%.

Hefur hinn nýi seðlabankastjóri Japans - - breytt hegðunarmynstri Japana á nánast einni nóttu.

Áður varðveittu menn peninginn, því væntingar voru ríkjandi um það að vörur og/eða eignir yrðu ódýrari á morgun.

  • En með því að auka verðbólgu!
  • Með því að kaupa í hlutabréfasjóðum.
  • Með því að kaupa í sjóðum sem eiga og versla með fasteignir.

Er Japansbanki að stýra hinu áður kyrrstæða fjármagni í Japan, einmitt í það að fjárfesta í fasteignum - hlutabréfum og ekki síst - - hreinni neyslu.

 

Niðurstaða

Japan er nýlega búið að gefast upp á meir en 20 árum af efnahagslegri kyrrstöðu og doða. En megnið af þeim tíma hefur verðlag ýmist verið nærri kyrrstöðu eða í hjöðnun. Þessi litla verðbólga er einmitt talin hafa haft mikið að gera með það kyrrstöðuástand sem ríkt hefur í Japan.

En af hagfræðingum þeim sem ráða í N-Evr. mætti ætla, að ekkert ástand sé eins gott og lág verðbólga.

Maður heyrir hina og þessa jafnvel halda því dómadagskjaftæði fram, að helsta hlutverk gjaldmiðla sé að varðveita verðmæti.

Þá auðvitað er verðhjöðnun hreint frábær - - því þá eykst sífellt raunvirði þess penings sem þú átt.

En þú ert þá alltaf að bíða með að eiða honum eða nota hann til að fjárfesta, því meðan það ástand varir að verðmæti peningsins er alltaf meira á morgun því eignaverð fellur og sama gerir verðlag; þá sýnir ástand mála í Japan sl. 20 ár að slíkt ástand þegar það er komið af stað á annað borð getur verið langvarandi.

Í reynd var ekkert sérstakt sem benti til þess að það myndi hætta af sjálfu sér - - er Japansbanki hóf prentun nýverið. Hefði allt eins getað staðið 20 ár til viðbótar.

  • Spurning hvort Evrópa getur lært af reynslu Japans.
  • Eða hvort að Evrópa verður sjálf að upplifa 20 ár af stöðnun, áður en hún kemst að sömu niðurstöðu og Japan.

 

Kv.


Nýr forsætisráðherra Ítalíu ætlar að leggja áherslu á hagvöxt!

Það eru að verða straumhvörf í Evrópusambandinu, en það hlýtur að hafa mikil áhrif, að nýr forsætisráðherra 3-stærsta hagkerfis evrusvæðis; ætlar að taka upp stefnu sem ég fæ vart betur séð. En að gangi þvert á anda þeirrar niðurskurðar og hjöðnunar stefnu sem Angela Merkel og stofnanir ESB hafa verið að knýja fram - nánast þröngva upp á evrusvæði.

Það nefnilega átti sér stað óvænt atburðarás um helgina og undir lok sl. viku, að hin háaldraði forseti Ítalíu - - skipaði lítt þekktan pólitíkus Enrico Letta frá litlum miðjuflokki; forsætisráðherra.

Virðist að Letta og Napolitano forseti hafi sameiginlega tekist, að fá stóru flokkana 2 - þ.e. hægri fylkingu Berlusconi og vinstri fylkingu sem akkúrat þessa stundina er leiðtogalaus til þess að sameinast um ráðuneyti Letta.

Svo eftir allt saman lítur út fyrir að Ítalíu verði stjórnað - - á hinn bóginn á eftir að koma í ljós, hvernig forsætisráðherra frá litlum miðjuflokki gangi, að ráða við stóru flokkana og deilur þeirra á milli.

Letta virðist meir vera ráðinn sem nokkurs konar - sáttasemjari.

Italy's New Premier Lays Out Ambitious Agenda

Italy premier Enrico Letta tears up €6bn in tax rises

Italian showdown with Germany as Enrico Letta rejects 'death by austerity'


Samkvæmt orðum Letta virðist að stefnan verði ákveðinn viðsnúningur frá niðurskurði - - og í staðinn verði fókusað á hagvöxt!

Enrico Letta - "I'll speak to you in the subversive language of truth," ... “We will die of fiscal consolidation alone. Growth policies cannot wait any longer,” - “Europe can return to be the engine of sustainable growth, the engine of hope and future, only if it opens up . . . There cannot be winners and losers,”

  • Hætt hefur verið við fyrirhugaðar 6 ma.€ skattahækkanir.
  • Skv. fréttaskýrendum, þó svo Letta hafi sagst munu standa við skilyrði ESB um hallarekstur, hafi hann lítt tjáð sig um hugsanlegan niðurskurð á móti.

"...Mr Letta said Italy’s inadequate welfare system had to be broadened to include more provisions for young people, women and workers on temporary contracts."

"Businesses would be given tax incentives to hire young workers, Mr Letta said, stressing that job creation was his government’s priority."

Skv. fréttum mun Letta ferðast til Berlínar á þriðjudag, til að ræða við ríkisstjórn Þýskalands.

Hvergi kom fram skv. fréttaskýrendum neitt um hugsanlegar umbætur á reglum um stéttafélög eða um breytingar á reglum sem takmarka samkeppni.

-----------------------------

En líklega er Letta í mjög þröngri stöðu - - hann hefur þurft að gefa Berlusconi eftir fyrirhugaðar hækkanir skatta.

Á sama tíma, og hann hefur þurft að samþykkja væntanlega kröfu frá vinstrifylkingunni um það, að auka velferðarútgjöld til fólks í hálfsdags vinnu sem er víst fjölmargt - sem fær ekki heilsdags.

Svo á að bjóða fyrirtækjum að borga fyrir hluta af launum ungra atvinnulausra - til að koma Þeim í vinnu. Tilraun til að slá á gríðarl. atvinnuleysi meðal ungra.

  • Allt þetta gengur augljóst á svig við stefnuna frá Berlín.
  • Óhjákvæmilega mun a.m.k. til skamms tíma, hallinn á ítalska ríkinu aukast - en hver veit, kannski stjórnin finni e-h til að auka hagvöxt.
  • En ef ekki, þá munu skuldir ítalska ríkisins vaxa enn hraðar en áður.

En hinn eiginlegi vandi er að Ítalía er ósamkeppnisfær.

Ef Ítalía hefði líruna, væri hún löngu búin að falla sennilega 30% og atvinnuleysið væri þegar í minnkun.

En þegar ekki er unnt að gengisfella, þarf að framkvæma aðrar aðgerðir - - sem allar eru verulega erfiðari í framkvæmd.

Sbr. að lækka laun en slíkt er alltaf mjög óvinsælt, einnig að finna leiðir til að auka skilvirkni þ.e. brjóta upp lokaða klúbba sem nóg er víst af á Ítalíu þ.s. tilteknar stéttir hafa aðgangstakmarkanir, þannig auka skilvirkni með aukinni samkeppni - en slíkt er einnig óvinsælt því lokuðu klúbbarnir berjast um hæl og hnakka, síðan ef á að auðvelda fyrirtækjum að reka fólk svo auðveldara sé að lækka laun, þá einnig verða stéttafélögin bandvitlaus.

Best að muna að þessar aðgerðir í besta falli - - taka tíma að virka.

Ef þetta er allt í gangi á sama tíma, og atvinnuleysi er í hraðri aukningu því þ.e. kreppa, þá bætist það við sem ástæða - fyrir stigmögnun óánægju.

Og ef samtímis hið pólitíska kerfi er sundurgrafið af ágreiningi og samstaða milli aðila lítil sem engin, getur það verið svo að hið pólit. kerfi takist ekki að taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa úr vandanum.

Og í því tilviki, getur landið staðið frammi fyrir stigmagnandi kreppu - - en innri aðlögun getur eftir allt saman mistekist!


Evran er í þessu tilviki fyrir Ítalíu eins og - - Gildra!

Ég átta mig ekki á því til hvaða hagvaxtarhvetjandi aðgerða Letta getur gripið - - ég sé engar sem geta virkað innan skamms tíma.

Meðan Ítalía er innan evrunnar.

En þ.e. til stofnun innan evrunnar, sem getur gert eitthvað. Seðlabanki Evrópu.

Kannski að Letta ætli að ræða það við Angelu Merkel á þriðjudag.

  • Punkturinn er sá að einungis seðlabankinn getur gripið til aðgerða, sem mögulega geta virkað strax eða nærri því strax.
  • En það eru einmitt aðgerðir af því tagi, sem ríkisstjórn Angelu Merkel hefur ekki tekið í mál.

Þess vegna er það algerlega rökrétt af Letta að fara til Berlínar.

Hverskonar aðgerðir?

  • Aðgerð sem fengið hefur þekkta skammstöfun - "QE"
  • En mikilvægur vandi á Ítalíu og reyndar í allri S-Evrópu, er að vaxtastig á lán til atvinnulífs, hefur farið stig hækkandi síðan kreppan hófst.
  • Skv. nýlegu mati Deutche Bank eru meðalvextir 3,5% ca. hærri á Ítalíu en til sambærilegra þýskra fyrirtækja.
  • Einungis Seðlabanki Evrópu getur gripið til aðgerða til að stemma stigu við þeirri öfugþróun. 

En ég sé ekki Merkel gefa eftir andstöðuna við prentun - - a.m.k. ekki fyrir kosningar í september.

 

Niðurstaða

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fyrir rest verði Seðlabanki Evrópu að prenta evrusvæði út úr vandanum, eins og gert er í Bandaríkjunum og Bretlandi. 

Stóra spurningin - hjöðnun eða verðbólga. Þýskaland hefur heimtað "hjöðnun" en andstaðan við þá leið hefur farið stigmagnandi. Og nú virðist uppreisnin gegn þeirri stefnu vera að hefjast virkilega fyrir alvöru.

En ef stórfellt kaup Seðlabanka Evrópu hefjast, verða þau að vera af þeim skala - - að einungis prentun kemur til greina. Og það þíðir aukning peningamagns sem er eitur í beinum þýskra hægri manna.

En til þess eyða vaxtamun milli Suður og Norður Evrópu. Þyrfti líklega að prenta frekar mikið. Það mikið, að líklega verður aukning í verðbólgu -- ekki í Suður Evrópu, en þar er næg hjöðnun í gangi til að gleypa verðbólguáhrif prentunar, heldur í N-Evrópu.

N-Evrópubúar verða ekki hrifnir af verðbólgu kannski á bilinu 4-5%. Kannski jafnvel 6%. Meðan hún væri samtímis ekki mikið meir en 2% í S-Evrópu.

En hagfræðingar hafa bent á það sem mögulega leið, að hækka verðbólgu innan evrusvæðis, sem myndi stórfellt auðvelda aðlögun S-Evrópuþjóða. En geta N-Evr. þjóðir sætt sig við það?

Ef N-Evr. þjóðunum tekst áfram að spyrna við fótum, mun andstaðan í S-Evr. halda áfram að stigmagnast. Samtímis því að ekkert lát verður þá á kreppunni þar.

En ég sé ekki að S-Evr. þjóðirnar geti í reynd komist hjálparlaust út úr kreppunni, meðan þær eru innan evrunnar - - en vaxandi vaxtamunur gerir stöðugt íllt verra því hann er mjög samdráttaraukandi.

En þ.e. einmitt atriði sem "ECB" getur kippt í liðinn, en það að losna við þau viðbótar samdráttaráhrif ofan á önnur vegna niðurskurðar og launalækkana, hjöðnunar atvinnugreina sem lítil framtíð er í; gæti gert það raunverulega framkvæmanlegt fyrir S-Evr. þjóðirnar að ná viðspyrnu.

En ef þ.e. engin leið að fá N-Evr. þjóðirnar til að heimila inngrip Seðlabanka Evrópu, af því tagi sem þá þarf til; á ég mjög erfitt með að sjá hvernig S-Evr. þjóðirnar geta þá mögulega forðast að flosna út úr evrunni fyrir rest. En kveikiþráðurinn í S-Evr. er greinilega farinn að styttast verulega. 

 

Kv.


Staðan í kjölfar kosninga getur reynst flóknari en margir halda!

Það kemur engum á óvart að ríkisstjórnin verður fyrir miklu afhroði í nýliðnum kosningum. Það verður samt að segja að áfallið er bersýnilega mun þyngra fyrir Samfylkingu (Sjá Wiki síðu). Sem var stofnuð til að - loksins, loksins - sameina vinstri menn í einum stórum flokki, sem átti að verða helsti keppninautur Sjálfstæðisflokksins. Í svipuðum stíl og í Svíþjóð hefur stór krataflokkur verið annar megin flokkur landsins, mótvægi við megin hægri flokk þess lands.

Að einhverju leiti má það vera að stefna Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins á sama áratug sem tók nokkra hægri sveiflu með Framsóknarflokkinn hafi hjálpað Samfylkingu að ná þeim árangri sem varð hjá Samfylkingunni 1. áratug núverandi aldar.

Sjá kosningaárangur á 10. áratugnum og 1. áratug þessarar aldar!

.....................Framsóknarflokkurinn......................Samfylking

1995.........................23,3%...............11,4% Alþýðufl. + 7,2% Þjóðvaki + 4,9% Kvennal)= 23,5%

1999.........................18,4%.....................................26,8%

2003..........................17,7%....................................31%

2007..........................11,7%...................................26,8%

2009..........................14,8%...................................29,8%

Ef við tökum úrlit sömu flokka 2013

2012...........................24,4%...................................12,9%

Þá er það ægilegur ósigur, en samtímis er Björt Framtíð að fá 8,3% og Lýðræðisvaktin 2,5%.

Fylgi sem öllu jöfnu hefði ratað til Samfylkingar, meina þetta séu óánægðir Samfylkingarsinnar upp til hópa, sem hafa lagt þeim tveim flokkum sitt atkvæði: 12,9% + 8,3% + 2,5%: 23,7%.

  • Kosningaófarir Samfylkingar snúast því meir um klofning en samt er þetta verulegur ósigur þó tekið sé tillit til þeirra talna. 
  • Takið eftir því, hve nærri því sama fylgi og þetta er 1995 skv. samlagningunni fyrir það ár á fylgi Alþýðuflokks, Þjóðvaka og Kvennalista.

Alþýðubandalag náði það ár 14,3% fylgi. Sumir myndu sjálfsagt bæta því fylgi einnig við fræðilegt fylgi Samfylkingar 1995, en hafa ber í huga að þegar Samfylking varð til árið 2000 og Alþýðubandalagið var einn af þeim flokkum sannarlega sem rann þá þar í púkkið, var stofnaður nýr vinstriflokkur Vinstri-Grænir, sem ég lít á sem arftaka Alþýðubandalags. 

Fylgi VG í gegnum árin er ívið minna að jafnaði en fylgi Alþýðubandalags var, það má því hugsanlega færa hluta fylgis Alþýðubandalags yfir það ár, og fá svipaða tölu og Samfylking náði 1999. 

Miðað við samanburð á 1995 og 2013 virðist manni að Framsóknarflokknum, hafi nú ef til vill tekist að ná til baka því vinstri fylgi sem hann hafði fyrir þann tíma.

Á sama tíma og hann einnig fær einhverja Sjálfstæðismenn með í púkkið, sem skilar örlítið meira fylgi en 1995 þ.e. 24,4% í stað 23,3%.

Það getur þó verið, að hlutfallslega séu Sjálfstæðismennirnir ívið fleiri en þetta virðist gefa vísbendingar um, og vinstrimennirnir sem Framsókn hefur bætt við sig - örlítið færri.

Þannig að samsetning Framsóknarflokksins 2013 sé ekki akkúrat hin sama og 1995.

Það er þó spurning hvort Sigmundi Davíð sé ekki að takast að færa Framsóknarflokkinn aftur inn á miðjuna, í íslenskum stjórnmálum svo að eins og í tíð Steingríms Hermannssonar, sé hann að teygja sig nokkurn veginn jafnt í báðar áttir yfir hina pólitísku miðju.

Með því að horfa jafnt til beggja átta, vera hófsamur miðjuflokkur, tókst Framsóknarflokknum í tíð Steingríms, að hafa bæði vinstri-menn og hægri-menn meðal sinna raða.

Meðan að almennt er talið að Halldór Ásgrímsson, hafi með þeirri hægri sveiflu er hann fór með Framsóknarflokkinn í, reitt af honum vinstri mennina - - sem hafi farið yfir til Samfylkingar.

Sem hafi gert Samfylkingu kleyft að stækka úr fræðilegu fylgi 1995, kosningafylgi 1999, í það að fara mest í kringum eða rétt rúmlega 30%.

  • Eftir þessar kosningar er megin spurningin fyrir vinstri vænginn, hve varanlegur klofningur Samfylkingar verður!
  • En endursameining, myndi sennilega endurreisa Samfylkingu sem a.m.k. flokk með ekki minna fylgi en það fræðilega fylgi sem ég fann til með samlagningu fyrir árið 1995. 

 

Úrslit kosninganna!

  1. Sjálfstæðisflokkurinn.......26,7%.............19 þingmenn.......bætir við sig  3
  2. Framsóknarflokkurinn......24,4%.............19 þingmenn......bætir við sig 10
  3. Samfylkingin..................12,9%...............9 þingmenn...............missir 11
  4. Vinstri-græn...................10,9%...............7 þingmenn................missir 7
  5. Björt framtíð....................8,3%...............6 þingmenn
  6. Píratar.............................5,1%...............3 þingmenn
  7. Dögun.............................3,1%
  8. Flokkur heimilanna............3,0%
  9. Lýðræðisvaktin.................2,5%
  10. Hægri-grænir...................1,7%
  11. Regnboginn.....................1,0%
  12. Landsbyggðaflokkurinn......0,2%
  13. Alþýðufylkingin.................0,1%
  14. Húmanistaflokkurinn.........0,1%
  15. Sturla Jónsson..................0,1%
  16. Auð og ógild.....................2,5%
  • Kjörsókn var 81,4% þ.e. 193.792 miðað við 237.957 á kjörskrá.
  • Síðustu 3 flokkunum raðað í stafrófsröð.
  • Flokkar sem ekki ná inn manni voru samtals með 11,8%.
  • 11,8% + 2,5% = 14,3%. Atkvæði sem ekki nýtast.
  • 4 flokkur samtals = 74,9%.
  • En ef við bætum BF við: 83,2%.
En mér finnst það ekki ósanngjarnt, þ.s. ég lít ekki á BF sem nýframboð, heldur mótmælaframboð við Samfylkingu. BF muni líklega aftur renna saman við Samfylkingu á kjörtímabilinu.
Þá er staða 4 flokks ekkert veikari en oft áður.

Fræðilegar meirihlutastjórnir - EF SDG fær umboð.

  1. Mið-Vinstri: Framsóknarflokks, Samfylkingar  + VG: 35 þingmenn.
  2. Miðjustjórn: Framsóknarflokks, Samfylkingar + BF: 34 þingmenn.
  3. Mið-Hægri: Framsóknarflokks + Sjálfstæðisflokks: 38 þingmenn.

Fræðilegar meirihlutastjórnir - Ef BB fær umboð.

  1. Mið-Hægri: Framsóknarflokks + Sjálfstæðisflokks: 38 þingmenn.
  2. Mið-Hægri2: Sjálfstæðisflokks + Samfylkingar + BF: 34 þingmenn.
  3. Hægri-Vinstri: Sjálfstæðisflokks + Samfylkingar + VG: 35 þingmenn.
  • Minnsti starfhæfi meirihluti er 33 eins og við þekkjum.

Rétt er að halda til haga - - Að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar getur reynst minna tryggur en fljótt á virðist, því tveir þingmenn:

  1. Brynjar Þór Níelsson nú 5 þingmaður Rvk. norður.
  2. Vilhjálmur Bjarnason, nú 9. þingmaður Suðvestur.

Hafa báðir gagnrýnt harkalega stefnu Framsóknar í málefnum heimila.
Brynjar tók mjög djúpt í árinni í pistli á pressunni: Að gefnu tilefni

Telur hugmyndir Framsóknar um leiðréttingu til heimilanna, bersýnilega algerlega óásættanlegar. 

Vilhjálmur virðist einnig telja að tillögur Framsóknar flækist fyrir sbr.: „Syndir framsóknarmanna eru stórar“. Þetta er ein tegund af gagnrýni - að leiðrétting heimila sé "stundarlausn."

Ef báðir fá að ráða - - væri innan stjórnarsáttmála, eingöngu sett inn almennt markmið um leiðréttingu stöðu skuldara - - en í reynd ekki farið í þá aðgerð sem Framsóknarfl. leggur á áherslu.

  • Þ.e. ekki víst, hve ákveðnir þeir tveir eru í þeirri andstöðu - - t.d. hvort þeir myndu ekki treysta sér til að styðja ríkisstjórn, sem fer fram með slíka stefnu. 
  • Það væri einnig hugsanlegt, að þeir lýstu yfir andstöðu við tiltekin mál, styddu þau ekki. 

En þó svo að öruggur meirihluti sé ef vil vill einungis 36, þá er það samt öruggasti meirihlutinn í boði.

Ef aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, sætta sig við stefnuna.


Fljótt á litið virðist það borðleggjandi, eiginlega fátt annað koma til greina, en að mynda stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks!

En dýpra skoðað, er staðan ekki endilega þetta einföld.

Ríkisstjórnarumleitanir ekki hafnar

Málið er að í öllum þeim samtölum sem ég hef átt sjálfur við SDG hefur hann verið sammála því, að Framsóknarflokkurinn - hefur alls ekki efni á því að fara í stjórn.

Ef ekki tekst að ná fram þeim málum, sem Framsóknarflokkurinn leggur á höfuðáherslu.

Það eru málefni heimilanna - - þ.e. skuldaleiðréttingin.

En hérna kemur til fortíð flokksins, margir upplifðu það að Framsóknarflokkurinn hafi ílla brugðist í tíð Halldórs Ásgrímssonar, það viðbótar fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur nú fengið.

Er ekki enn orðið neinskonar "fastafylgi" og er alveg ljóst að það tapast um leið, og í ljós kemur að Framsókn fer í stjórn - án þess að ná fram þeim markmiðum sem það ágæta fólk, lítur á með réttu að Framsókn sé búin að lofa því.

Að auki, skiptir miklu máli hvort SDG eða BB verði forsætisráðherra - - ef það fer saman að BB verður forsætisráðherra, og Framsókn nær ekki að koma málefnunum nægjanlega til skila inn í stjórnarsamstarfið - - gæti Framsókn endað töluvert neðar en þau 13-14% sem Framsókn mældist með, áður en fylgissveiflan hófst í kjölfar Icesave dómsins.

Síðan er einnig rétt að árétta, að Sigmundur Davíð hefur mikinn metnað fyrir hönd Framsóknarflokks, hann vill endurtaka gullöld flokksins er hann var lengi vel með að jafnaði 20% + og jafnvel upp í 30% + hlutfall atkvæða.

Hann hefur einnig metnað til að verða formaður Framsóknarflokksins til langs tíma, með öðrum orðum - - þ.e. einfaldlega ekki rétt sem gagnrýnendur íja að.

Að tillögur Framsóknar snúist um skammtímasjónarmið - - þvert á móti sjá margir innan Framsóknarflokksins, þau málefni sem brenna á kjósendum.

Sem stórfellt tækifæri fyrir flokkinn, til þess að komast í þann drauma sess, sem virðist mögulega vera innan seilingar - - ef tekst að standa við stóri orðin.

  • Þ.e. þessi draumur - sem mun þíða að Framsókn verður í þetta sinn!
  • Mjög staðföst á markaðri stefnu um sérstaka aðstoð við skuldug heimili, og aðra skulduga Íslendinga.
  • Framsóknarmenn vita einnig algerlega fyrir víst, um það getur ekki verið hinn minnsti vafi, að fylgið fer burt ef ekki er staðið við fyrirheitin.

Séð í þeim langtíma-tímaramma, er mun betri kostur fyrir Framsóknarflokkinn.

Að vera utan við næstu ríkisstjórn.

Leyfa BB að mynda stjórn með vinstriflokkunum.

Ef þ.e. ljóst að skuldaleiðréttingin - fær ekki brautargengi!

Sú ríkisstjórn yrði mjög óvinsæl - - óhjákvæmilega, ef hún fer fram skv. vilja þeirra, sem eru; andvígir skuldaleiðréttingu, andvígir afnámi verðtryggingar.

Framsóknarflokkurinn veit - - að eftir slíka andstöðu, myndi hann að líkindum stækka aftur um ca. 10%.

  • Það er vegna þess, að þrautin þyngri getur reynst, að yfirvinna andstöðu gagnvart skuldaleiðréttingu, innan Sjálfstæðisflokks eða vinstriflokkanna.
  • Að samningaviðræður um myndun stjórnar, geta dregist - jafnvel mánuði.

 

Niðurstaða

Þeir sem eru vanir þeim dæmigerðu pólitísku skammtímasjónarmiðum sem hér ríkja gjarnan. Reikna nær allir með því að SDG og BB myndi stjórn á næstu dögum, jafnvel fyrir næstu helgi.

Það verði saminn stjórnarsáttmáli, þ.s. skuldaleiðrétting verði sett inn í fremur óljósu orðalagi, þannig að lítið þurfi í reynd gera af hálfu stjórnarinnar til að uppfylla ákvæðin í stjórnarsáttmálanum.

En til þess að svo verði, þarf SDG í reynd að svíkja stóru loforðin strax með sambærilegum hætti og VG gerði þegar VG myndaði stjórn með Samfylkingu, þó svo VG hafi hátíðlega lofað fyrir kosningar að vera brjóstvörn íslenskra kjósenda gagnvart aðild að ESB.

Í öllum þeim samtölum sem ég hef átt við SDG og aðra þá sem eru að verða þingmenn Framsóknarflokksins, hafa slík svik alltaf verið séð sem framkvæmd sem ekki komi til greina.

Allir sem ég hef rætt við, hafa verið sammála um það - að svik myndu leiða til stórfellds taps Framsóknarflokks, í næstu kosningum.

Framsóknarmenn hafa ekki áhuga á að endurtaka þá vegferð sem flokkurinn gekk í gegnum á umliðnum áratug, að njóta lítils fylgis - lítils stuðnings - búa við mikla tortryggni; þetta er eignlega "brennt barn" forðast eldinn. Slæmi tíminn er of ferskur. Og við bætist að hafa horft á útkomu VG nú.

Þess vegna held ég að stjórnarmyndun taki líklega mun lengri tíma en gamalreyndir og kannski smávegis kaldhæðnir einstaklingar eins og Gunnar Helgi, halda líklegt.

Og það getur vel farið svo, að á endanum verði mynduð stjórn Sjálfstæðisflokks yfir til vinstri eða yfir til aðildarsinna. Því ekki reynist unnt að ná samstöðu um hugmyndir Framsóknarfl. um leiðréttingu.

Skv. nýjustu fréttum - hefur Ólafur Ragnar samþykkt lausnarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttir.

Embætti forseta hefur kynnt að fundur forseta með leiðtogum stjórnmálaflokka fari fram mánudagsmorgun.

Jóhanna leiðir starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við: Fundað með formönnum á morgun

 

Kv.


Gleðilegar kosningar!

Þá verður kjördagurinn runninn upp þegar flestir lesa þessa færslu. Rétt er í því samhengi að rifja upp úrslit kosninga vorið 2009 því að nú virðast ætla að eiga sér stað á ný umbrotakosningar. Með öðrum orðum - stór fylgissveifla:

 

Kosningarnar 2009

  1. Samfylking................29,8%.......20 þingmenn.
  2. Sjálfstæðisflokkur.......23,7%.......16 þingmenn.
  3. Vinstri-Grænir............21,7%.......14 þingmenn.
  4. Framsóknarflokkurinn..14,8%........9 þingmenn.
  5. Borgarahreyfingin.........7,2%........4 þingmenn.

 

Könnun Capacent Gallup á föstudag

  1. Sjálfstæðisflokkur.......27,9%
  2. Framsóknarflokkur......24,7%
  3. Samfylking.................14,6%
  4. Vinstri Grænir.............10%.
  5. Björt Framtíð................6,6%
  6. Pírata..........................6,1%
  7. Lýðræðisvaktin.............2,8%
  8. Hægri Grænir...............2,6%
  9. Dögun.........................2,6%
  10. Flokkur Heimilanna........1,3%
  11. Önnur framboð innan v. 1%.

 

Tíðindi kosninganna geta verið þau að Bjarni Ben haldi velli!

Þetta virðist blasa við ef úrslitin eru í takt við könnun Gallup. En þá er Sjálfstæðisflokkurinn skv. því að bæta aðeins við sig fylgi miðað við kosningarnar 2009. 

BB mun líklega beita fyrir sig frasanum "varnarsigur."

Ég er búinn að vera um nokkra hríð, nærri því sannfærður að BB falli eftir kosningar, en ef flokkurinn bætir smávegis við sig fylgi á kjördag.

Getur það vel farið svo, að BB takist að klóra sig áfram á formannsstóli.

------------------------------

Síðan er það mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins er virðist blasa við, og ef Framsókn endar í ca. 25% eða jafnvel rétt rúmlega 25% þá hefur flokkurinn bætt við sig liðlega 10%.

Sem ætti að teljast í flestu eðlilegu samhengi - fínn kosningasigur.

Eftir að BB sagðist vera að íhuga að hætta, kynnti síðan á fundi með flokksfélögum laugardaginn eftir að hann ætlaði sér að vera áfram formaður og leiða flokkinn til sigurs - - - hefur BB að því er best verður séð tekist að sækja til baka þá Sjálfstæðismenn sem um tíma, voru komnir yfir á Framsókn.

Sumir hafa verið að halda því fram að öll fylgisaukning Framsóknar væri frá Sjálfstæðisflokknum komin, en ég er handviss um að það er ekki rétt.

Heldur sé Framsókn að sækja sér heilmikið fylgi til vinstri flokkanna - sem þeir hafa tapað.

Enda sést að þeir tapa miklu fylgi. Eitthvert fer það fylgi.

Að auki slurk af þeim sem áður voru í hóp óákveðinna, sem hafa ákveðið að kjósa Framsókn út á það loforð, að standa sig fyrir heimilin í landinu.

------------------------------

Þriðji megintíðindin eru að sjálfsögðu, mikið afhroð stjórnarflokkanna. Sem eins og sést af samanburði við úrslitin 2009, stefnir í að tapi meir en 10% hvor flokkur.

Líklega er þó slurkur af því flóttafylgi Samfylkingar farið yfir á Bjarta Framtíð, en þó geti einnig verið að Lýðræðisvaktin sé auk þessa einnig að fá flóttafylgi frá Samfylkingu.

Líklega er Framsókn að fá töluvert af landsbyggðarfylgi Vinstri Grænna, þá þeirra sem kusu VG 2009 út af loforðinu þess efnis, að VG ætlaði að verða sérstakur verndari landsins gegn ESB aðild.

En kjörfylgi VG var þá sögulegur toppur sem mjög ólíklegt er að VG endurtaki nokkru sinni.

------------------------------

Fjórðu megin tíðindin er að það virðist einungis líta út fyrir að Píratar fari inn af nýju framboðunum. En ég lít á BF sem fyrst og fremst mótmælaframboð við Samfylkingu. Snjall leikur þannig séð. Enda augljóst fyrir margt löngu að tækifæri væri einmitt fyrir slíkt framboð - að ná á þing með því að stela fylgi af Samfylkingu. Magnað hve lengi vel forysta Samfylkingar virtist vera blind á það hvað Guðmundur Steingrímsson í reynd var að gera - þ.e. að stinga undan Samfylkingu.

 

Ef einungis Píratar fara inn!

Þá líklega falla óvenju mörg atkvæði dauð - sem getur skapað undarlega útkomu. Þá að fræðilega verði unnt að mynda meirihluta stjórn þingmanna án þess að baki henni sé meirihluti kjósenda.

Slík stjórn hefði þó augljóslega mjög veikt umboð - - ef sú yrði niðurstaðan.

 

Niðurstaða

Það verður spennandi að fylgjast með kosningunum. En 2-atriði skapa spennu sýnist mér. Hvort verður Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur stærri. Síðan, ná einhver litlu framboðanna inn? Það er einhver þeirra sem skv. Gallup eru á milli 2-3% í fylgi?

Þetta getur orðið áhugaverð kosninganótt.

Eitt er þó víst að sigur Framsóknar blasir við - einungis ekki ljóst hve stór sá sigur verður. En það myndi koma mér virkilega mjög á óvart ef fylgið fer undir 20%. Mér finnst líklegt miðað við kannanir þessarar viku og þeirrar síðustu. Að fylgið verði nærri 25%.

Sjáumst á kosninganótt!

 

Kv.


Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!

Ég tók eftir ummælum formanns Bjartrar Framtíðar í gærkveldi á Stöð2. En hann ásamt formanni Pírata flokks. Talaði um nauðsyn þess - að hækka orkuverð til stóriðju. Hann vitnaði í það að Landsvirkjun hefði verið með áhugaverða stefnumótun á því sviði. Birgitta tók ekki undir seinna atriðið, en mótmælti því ekki heldur.

Það er fjöldi fólks sem er í reynd andsnúið þeim stóriðjuverum sem eru til staðar hérlendis.

Sem raunverlega virðist halda það, að góð hugmynd væri að tengja orkukerfi Íslands við orkukerfi Evrópu.

En það hefði ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn - - sem ég einfaldlega efast um að margt af því fólki sem styður þær hugmyndir geri sér fyllilega grein fyrir.

Maður heyrir frasa eins og - - við fáum ekkert fyrir auðlindirnar okkar?

Þetta er síendurtekinn frasi - - raunverulega lítt rökstuddur!

  • En að sjálfsögðu felur það í sér umtalsverða óbeina arðgreiðslu til almennings - að búa við mun lægra orkuverð en tíðkast í Evrópu.

Ég hef áður fjallað um þetta atriði:

Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

 

Tenging við orkunet Evrópu er sennilega allra versta hugmyndin í umræðunni hérlendis!

  1. Það er alveg af og frá, að það borgi sig að leggja streng til Evrópu, samkvæmt þeirri hugmynd að nota einungis afgangsrafmagn - - en þetta er nefnt af Landsvirkjun. En það þarf að halda til haga, að þetta væri lengsti sæorkustrengur heims. Ég hef því augljósar efasemdir um kostnaðartölur nefndar hjá LV. En þegar verið er að gera nýja og áður óþekkta hluti - kemur alltaf verulegur viðbótar kostnaður. Það þarf ekki að efa - - að slíkur sæstrengur yrði mjög dýr! Og til þess að hann borgaði sig, þyrfti að virkja mun meir en nú hefur þegar verið gert, líklega a.m.k. þ.s. áformað hefur verið að virkja vegna hugsanlegra viðbóta álvera fyrir Norðan og við Helguvík. En mig grunar, að í reynd þyrfti enn meira til.
  2. Síðan þarf að árétta það, að með tengingu við orkunet Evrópu færi rafmagnsverð hérlendis í það að vera hið sama og í Evrópu - þ.s. verð á rafmagni er með því allra hæsta sem gerist í heiminum. Ég hef heyrt fólk kvarta yfir því að dýrt sé að kinda hús á köldum svæðum þ.s. ekki er heitt vatn og þarf að kinda með rafmagni. En hvernig væri ástandið þar ef þar væri það rafmagnsverð sem tíðkast á meginlandi Evrópu? Ekki gleyma því, að stórfelld hækkun rafmagnsverðs til almennings - myndi lækka lífskjör almennings einnig um lands allt. En þetta myndi koma þó harðast niður á köldu svæðunum.
  3. Auk þessa þarf að nefna hækkun matvælaverðs hérlendis - - en flestar matvörur þarf að varðveita í frystum eða kælum þangað til að þær fara til neytenda. Sumar vörur eru varðveittar jafnvel allt að því ár. T.d. mjólk þarf vart að nefna, að hana þarf að kæla á öllum stigum vinnslu, en einnig í verslunum. Þetta auðvitað mun einnig lækka lífskjör hérlendis.
  4. Síðan, töpuð störf - - en með 3-földun orkuverðs. Þá leggst af allur orkufrekur iðnaður hérlendis þegar samningar langtímaorkukaupenda við LV renna út, og fer t.d. yfir til Bandaríkjanna þ.s. orkuverð er einnig lágt eins og hér tíðkast. (Mér skilst reyndar að það sé mjög svipað því sem tíðkast hérlendis. Sem setur fullyrðingar um það að við fáum ekkert fyrir orkuna í áhugavert samhengi.) En einnig leggst af öll gróðurhúsaræktun hérlendis - sem treystir á lýsingu árið um kring. En það væri ekki möguleiki að hún geti borið sig á 3-földu orkuverði. Að auki má nefna, að öll vinnsla af öðru tagi sem treystir á lágt orkuverð, fer þá einnig í súginn - sbr. málmblendi, kísilmálmverksmiðjur o.s.frv. Að sjálfsögðu tapast að auki öll afleidd störf sem tengjast beint eða óbeint allri þessari starfsemi - þ.e. þau þjónustufyrirtæki sem þjóna þessum greinum.
  5. Kostnaður eykst fyrir allar innlendar greinar er nýta rafmagn, en það má einnig nefna að fiskvinnsla nota mikið af kælum og frystum, á hinum ýmsu stigum vinnslu, og einnig við það að varðveita tilbúna vöru. Áður en henni er skipað til flutnings úr landi. Þarna versnar því afkoma landvinnslu.

 

Hver græðir?

  1. Ekki almenningur - - en hækkun orkuverðs bitnar á almenningi með beinum hætti í gegnum dýrari rafmagnsreikning, en einnig í gegnum hækkað matvælaverð, og ekki síst í gegnum umtalsvert aukið atvinnuleysi.
  2. Atvinnulífið stórfellt tapar - - en öll starfsemi sem nýtir rafmagn, verður fyrir meiri kostnaði. Nokkrar greinar munu leggjast af með öllu. En t.d. landvinnsla fiskvinnslu verður minna hagkvæm og því fyrir bragðið mun verða að lækka laun.
  3. Ekki græðir umhverfið, því það yrði að virkja nánast allt virkjanlegt á sviði vatnsafls og að auki líklega nánast alla virkjanlega gufuorku.
  4. En Landsvirkjun, já þar myndast óskaplegur gróði.

 

Spillingarhætta!

Það getur verið að hluti af hinni pólitísku stétt - sjái gróðavon. En Landsvirkjun hefur pólitískt kjörna stjórn. Sú mun verða óskaplega pólitískt mikilvæg ef af rafstreng verður.

En leitast verður líklega við það að selja þessa hugmynd - í gegnum það að endurdreifa hagnaðinum a.m.k. að einhverju leiti til baka, til almennings.

  1. En fræðilega, er mögulegt að niðurgreiða kostnað til almanna veitna - þannig minnka þá kostnaðarhækkun og því lífskjaraskerðingu er verður.
  2. Að auki. Væri fræðilega unnt einnig að niðurgreiða kostnað til landbúnaðar með sama hætti, til að draga úr þeirri hækkun sem yrði á matvælaverði.
  • Punkturinn er sá - - að það yrði óhjákvæmilega mikil togstreita um þessa endurdreifingu.
  • Pólitísk umræða - færi meira eða minna að snúast um, reipitog um þessa peninga milli hópa.
  • Megin kosningamál - getur verið einmitt, að færa til milli hópa.

Ég þarf vart að nefna, að spillingarhætta í slíku samhengi meðal hinna kjörnu fulltrúa í stjórninni - væri óskapleg.

Þetta gæti orðið eins slæmt, og úthlutunarnefnd innflutningsleyfa á tímum innflutningshaftanna á 6. áratugnum.

En í eðli sínu væri hin pólitíska stjórn einmitt - úthlutunarnefnd.

Stór hluti þjóðarinnar - - yrði að nokkurs konar ómögum. 

Sem væru að rífast um - rífast um, næstu úthlutun.

 

Það sem ég vil gera, er að skapa útflutningsstörf!

  1. Fullvinnsla áls! En ef við framleiðum úr álinu sem er flutt út héðan. Þá er með því unnt að búa til mun verðmætari vöru. Með þeim hætti, fá meira fyrir rafmagnið - en þ.e. eftir allt saman grundvöllur þess að það sé til staðar ál. Og að auki skapa verðmæt störf, sem krefjast munu þekkingar. Í því samhengi vil ég efla verkmenntaskóla. Sé fyrir mér, atvinnusvæði í kringum hvert álver, þ.e. þau 3-sem þegar eru til. Og ef einu til er bætt við, þá við það einnig. Þetta ímynda ég mér að geti skapað þúsundir starfa fyrir rest. Og stórfellt aukið útflutningstekjur okkar.
  2. Ný stóriðja, þ.e. ylrækt í stórum stíl. En þetta er ekkert útilokað af möguleika 1. En það er möguleiki til staðar á því að stórfellt auka við gróðurhúsa ræktun hérlendis. Gera hana að starfsemi sem veitir meir en þúsund störf, jafnvel 2 eða 3 þúsund. Kannski jafnvel enn fleiri en það. Ylrækt þarf ekki háhita - heldur duga svokölluð lághitasvæði. Reynd er hún því möguleg hvar sem til er nóg af heitu vatni þ.e. því sama og notað er til húshitunar. Í þessu samhengi þyrfti að efla menntun á því sviði, en þegar er til ágætur skóli - á Hvanneyri. Hann þarf þá að stækka verulega.
  • Báðir þessir möguleikar eru fullkomlega útilokaðir ef Ísland væri tengt við Evrópu með rafstreng.
  1. En með því að skapa verðmæt störf.
  2. Væri að sjálfsögðu gróðinn, færður til almennings.

 

Niðurstaða

Ég skil ekki af hverju formaður Bjartar Framtíðar tekur undir hugmyndir Landsvirkjunar um rafstreng. En rafstrengur er algerlega út úr kú, miðað við tal BF um svokallaða "Græna stefnumótun." 

En þær virkjanir sem nauðsynlegt væri að hrinda í framkvæmd. Eru slíks eðlis. Að líklega má treysta því fullkomlega að ekki sé raunhæfur möguleiki á því að hrinda þessu í framkvæmd.

Það ágæta fólk sem sumt hvert aðhyllist þessa hugmynd, af andstöðu við stóriðju. Held ég að geri sér engan veginn grein fyrir því - hve óskaplega slæm þessi hugmynd er.

Sannarlega myndu stóriðjuverin fara - en vart er unnt að segja að heilt séð sé rafstrengur "græn lausn."

  • En ef t.d. er mynduð stjórn Hægri-Vinstri þ.e. Sjálfstæðisflokks og Samfó/BF.
  • Þá getur verið, að þessi hugmynd fari lengra en að vera á hugmyndastigi eingöngu.

Ef hún fer að nálgast framkvæmdastig, þá er fullkomlega ljóst - að þetta yrði að stöðva með öllum tiltækum ráðum.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 402
  • Frá upphafi: 871501

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 375
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband