Af hverju eru markaðir svo bjartsýnir?

Þetta er eiginlega orðin töluvert áhugaverð spurning. Sem dæmi komu tölur frá ESB um stöðu efnahagsmála, sjá: Eurostat - Flash estimate for the first quarter of 2013.

  • Það sem þetta staðfestir, er hæg en stöðug kreppa.
  • Eins og einn hagfræðingurinn setti fram í gríni "Shallow grave."

Því miður er ekki neitt, og ég virkilega meina - ekki neitt. Sem bendir til viðsnúnings undir lok þessa árs. Fremur en árið á undan, en þá einnig spáðu stofnanir ESB viðsnúningi á síðari árshluta.

En í staðinn, dýpkaði kreppan frekar um haustið. Ég á ekki endilega von á því, að slík hreyfing verði. Heldur allt eins því, að núverandi ástand sé fremur - stöðugt. A.m.k. þetta árið.

Fyrri súlan er samanburður við ársfjórðunginn á undan.

Seinni er samanburður við sama fjórðung árið á undan!

  • Belgium.....................0.1............-0.5
  • Bulgaria.....................0.1.............0.4
  • Czech Republic..........-0.8............-1.9
  • Denmark....................   :  ..........  :
  • Germany...................0.1............-0.3
  • Estonia....................-1.0..............1.2
  • Ireland...................... : ................ :
  • Greece**................... : .............-5.3
  • Spain.......................-0.5............-2.0
  • France......................-0.2............-0.4
  • Italy.........................-0.5............-2.3
  • Cyprus......................-1.3............-4.1
  • Latvia........................1.2..............5.6
  • Lithuania....................1.3.............4.1
  • Luxembourg............... : ............... :
  • Hungary.....................0.7............-0.3
  • Malta......................... : ............... :
  • Netherlands*** .........-0.1............-1.3
  • Austria****................0.0.............0.0
  • Poland........................0.1.............0.4
  • Portugal....................-0.3............-3.9
  • Romania.....................0.5.............1.3
  • Slovenia.................... : ................ :
  • Slovakia.....................0.3.............0.9
  • Finland......................-0.1............-2.0
  • Sweden..................... : ................ :
  • United Kingdom...........0.3..............0.6
-------------------------------
  • United States.............0.6.................1.8

Takið eftir, að tölurnar frá Bandaríkjunum, eru ekkert rosalegar - - þ.e. 1. fjórðungur þessa árs 1,8% ofan við 1. fjórðung sl. árs.

Á sama tíma, eru svokallaðar "earnings reports" að sýna að fyrir stærstu fyrirtæki er gróði, undir væntingum.

Fyrsti fjórðungur er ekki vísbending um aukinn hagvöxt miðað við sl. ár - sem er þvert á vonir.

Og 1. fjórðungur gefur sannarlega engar vísbendingar um - viðsnúning fyrir Evrópu.

 

Hvað veldur því að markaðir eru í hæstu hæðum?

Það er kreppa í Evrópu, flest bendir til þess að hún sé ekki að hætta.

Hagvöxtur í Bandar. stefnir í að vera svipaður þetta ár og sl. ár, sem er OK - en samt undir væntingum.

Gróði fyrirtækja er ekkert spes, þ.e. undir væntingum

En samt náði Wall-Street vísitalan nýju hámarki um daginn.

Markaðir í Evrópu, féllu ekkert við niðurstöðu spádeildar ESB. Heldur ef e-h, hækkuðu verð hluta.

-------------------------------

Sumir vilja meina. Að um sé að kenna - - sjálfri peningaprentuninni. Sem seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands, ástunda.

En Seðlabanki Evrópu hefur ekkert prentað í meir en ár, þ.e. bara útistandandi loforð um prentun gegn tilteknum skilyrðum, sem ekkert hefur reynt á.

  • Ef þ.e. peningaprentunin sem er ástæðan - - er þetta þá ekki form af verðbólgu? :)
  • En skv. allra nýjustu tölum frá Bandaríkjunum, er mæld verðbólga reyndar óvenju lág þessa stundina, eða 1,1%. Sem er lægra en nýleg mæling Seðlabanka Evrópu innan evrusvæðis: US consumer prices drop most in four years
  • Þ.e. reyndar magnað, að það sé svo sterk hjöðnun enn til staðar í Bandar., að stöðug prentun megni ekki að halda verðbólgunni hærri en þetta.

Phony QE peace masks rising risk of instability

Áhugaverð skýring greinanda Financial Times, bendir á nokkrar áhugaverðar staðreyndir:

-------------------------------------------

  • "Between 1997 and 2011 the level of unemployment in the eurozone was always inversely correlated to the Stoxx index."
  • "However, since 2011 the eurozone jobless rate has jumped from 10 to 12 per cent - even as the Stoxx has risen 10 per cent."
  • "In recent decades, US earnings revisions have tracked swings in the stock market."
  • "But since the start of 2012 there have been net downward earnings revisions – while US stocks have soared."
  • "In the past two decades, spreads on investment grade companies have always widened when corporate debt levels rose."
  • "But since 2011 the leverage ratio of eurozone companies has risen from 1.4 times to 1.7 times, while spreads have declined from around 210 basis points towards 120bp."
  • "But while uncertainty has (unsurprisingly) remained elevated since 2011, spreads have tumbled.
  • Or to put it another way, the behaviour of credit and equity markets has moved the opposite direction from fundamentals - on multiple data points."
  • "A similar pattern is at work in the US."

-------------------------------------------

Það er einhver undarleg jafnvel furðuleg slit í gangi milli stöðu markaða, sem virðist ágerast stöðugt.

Við hinn undirliggjandi veruleika.

Einhvern veginn, er erfitt að ímynda sér annað en að þetta sé einhvers konar verðbóla.

En hvenær hún hjaðnar, er ekki gott að segja.

Kannski þarf einhvern stóran rugg atburð - - það var nefnd samlíking við það að markaðirnir væru eins og kúla inni í glerskál. 

Lítið rugg, þíddi að kúlan ruggaði ávallt í átt að miðju skálarinnar á ný.

En stórt rugg, gæti velt kúlunni alfarið út fyrir - í stórt fall.

 

Niðurstaða

Þegar maður sér markaði hegða sér þetta undarlega, þá fer maður að velta fyrir sér kenningum þeirra. Sem vilja meina að markaðirnir hafi alltaf rétt fyrir sér - - naív frjálshyggjusýn með öðrum orðum. Slíkir eru til enn þann dag í dag, sem hafa þá "náívu" nálgun.

En markaðir eru samsettir af fólki, og fólk er breiskt. Það getur verið haldið ranghugmyndum. Meira að segja getur skapast fyrirbærið "groupthink" þegar allir eru einhverra hluta vegna sammála - en síðar kemur í ljós að þeir höfðu rangt fyrir sér. En enginn innan hópsins, var nægilega hávær um aðrar hugmyndir.

Markaðirnir virðast bjartsýnir - af því bara!

 

Kv.


Neysludrifinn hagvöxtur er virkilega ekki fær leið á Íslandi!

Dr. Stefán Ólafsson, þreytist ekki á að halda á lofti hugmyndinni, að hækka laun - til þess að skapa störf, koma atvinnulífinu af stað, skapa hagvöxt. Ásakar menn um "láglaunastefnu."

Þjóðarsátt um lág laun næstu 3-4 árin? "Raunar hefur Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, lagt áherslu á að hækkun launa (ekki þó hæstu launa) sé góð leið út úr kreppu. Þegar heimilin eru á kafi í afborgunum of mikilla skulda hjálpar kauphækkun við að auka eftirspurnina í hagkerfinu. Hún örvar einkaneysluna og hagvöxtinn. Snýr hjólum atvinnulífsins hraðar. Býr til störf."

Ég ætla ekkert sérstaklega að hnýta í Krugman, en vara við þeirri hugsun að álíta hagfræðikenningar "algildar."

Þvert á móti þurfi ávallt að skoða samhengið, í þessu tilviki þá leggur Krugman þetta til í Bandaríkjunum, sem eru 1.000 falt stærra samfélag en Ísland.

Sem er dvergríki með innan við milljón íbúa.

Þetta skipti öllu máli - - en líklega er nægilega hátt hlutfall neysluvara framleiddar innan Bandaríkjanna, til þess að "hækkun launa" geti hugsanlega virkað sem - innspýting fyrir hagvöxt.

------------------------------

En það skiptir öllu máli í þessu samhengi, hve mikið af neysluvarningi er innfluttur!

Á Íslandi, þ.s. 90% alls neysluvarnings er fluttur inn, fyrir utan mat.

Myndi launahækkun, fyrst og fremst búa til - viðskiptahalla.

En ekki hagvöxt!

  1. Við þekkjum hvað gerist - að í viðskiptahalla gengur á gjaldeyri í gjaldeyrissjóði Seðlabanka.
  2. Að lokum er hann of smár til að tryggja innflutning, þá stöndum við alltaf frammi fyrir valkostunum, að fella gengið eða taka upp innflutningshöft. 
  • Hugmynd Dr. Stefáns væri uppskrift að kollsteypu - í samhengi Íslands.

 

Stefán Ólafsson - "Við sáum það gerast hér á Íslandi á árinu 2011. Þá var góður hagvöxtur í tengslum við góða kaupmáttaraukningu." - "Kaupmátturinn hefur batnað lítillega, einkum á árinu 2011, en alltof hægt 2012 og 2013. Við erum enn of nálægt botni kjaraskerðingarinnar. Þess vegna eru allir óhressir með kjör sín."

Þarna er Stefán mjög íllilega að misskilja samhengi hlutanna!

Það var ekki vegna kaupmáttaraukningarinnar - sem það var hagvöxtur!

Heldur, var það ár mjög góð makrílganga + mjög góð loðnuveiði + verð á fiskmörkuðum fóru upp það ár + auk þess að það var gott ferðamanna ár.

Næstu ár á eftir, hefur ekki vegnað eins vel, því að kreppan í Evrópu hefur ágerst þannig að fiskverð hafa ekki verið eins hagstæð - síðan þó makríllinn hafi verið hér enn, fengum við einungis góðu loðnuveiðina að auki það árið, þó hefur enn verið aukning í ferðamennsku.

Síðan sl. ár, hafa fiskverð farið niður, það hefur enn frekar hægt á hagvexti því það hægði á aukningu gjaldeyristekna, og þá að sjálfsögðu - er ekki eins mikil kaupmáttaraukning.

 

Stefán Ólafsson - "Það þarf ekki slíka láglaunastefnu í grannríkjunum til að ná stöðugleika eða samkeppnishæfni – eða hagvexti."

Stefán hefur gaman að bera saman epli og appelsínur, fyrir utan að einhverra hluta vegna - virðist hann ekki telja Írland með þegar hann talar um "nágrannaríki." En þá virðist hann eiga við Norðurlönd.

Sem eru lönd, sem ekki lentu í alvarlegri efnahagskreppu og að auki ekki eru í skuldakreppu.

Ég hef margbent Stefáni á að, skuldakreppa og efnahagskreppa, vanalega hafi mjög neikvæð áhrif á lífskjör almennings.

Og hann þarf ekki að fara lengra en til nágrannalandsins Írlands.

En skv. Stefáni "...með hruninu gekk mesta kaupmáttarskerðing sem orðið hefur í Evrópu yfir íslensk heimili, með um 20% rýrnum ráðstöfunartekna."

Ég ætla ekkert sérstaklega að rengja þær tölur, en ég bendi á að laun ríkisstarfsmanna voru lækkuð um 30% á Írlandi. Þ.e. ekki víst að laun hafi lækkað eins mikið meðal atvinnulífs. 

Laun ríkisstarfsmanna voru lækkuð um ca. 40% í Eistlandi, það voru einnig miklar launalækkanir í hinum Eystrasaltríkjunum - - og ég hef heyrt tölur nefndar um kjaraskerðingu að meðaltali sem er kringum 25%. En í þessum löndum var fyrir kreppu hressilegur viðskiptahalli þ.e. á bilinu 8-12% af þjóðarframleiðslu. Halla sem eytt var með kjaraskerðingu.

Ég er næsta viss, að hún var a.m.k. ekki smærri en sú tala sem Stefán nefnir.

Að auki hafa orðið miklar kjaraskerðingar í Grikklandi og Portúgal - ég efa að það sé minni skerðing en sú sem Stefán nefnir.

  • Þannig, að ef tala Stefáns er rétt, er það örugglega ekki rétt lengur - - að hér hafi orðið mesta kjaraskerðingin.

 

Stefán Ólafsson - "Nú vilja atvinnurekendur framlengja það ástand um þrjú til fjögur ár til viðbótar – til að auka “stöðugleika”. Ef það gengi eftir væri búið að festa þjóðina á láglaunakjörum í hátt í áratug."

Nú verð ég að halda til haga, aðvörun Seðlabanka Íslands: Fjármálastöðugleiki!

  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

--------------------------------------

Ég verð að gera ráð fyrir að Stefán hafi ekki kynnt sér þessar aðvaranir!

En skv. þessu, blasir við landinu - kjaraskerðing.

Á sama tíma á augljóslega við, að ekki er grundvöllur fyrir launahækkunum.

  1. Þess í stað þarf ný ríkisstjórn að fara í hreina björgunaraðgerð, til þess að koma í veg fyrir hina yfirvofandi lífskjarakserðingu. Á meðan verður Stefán, líklega í fylkingarbrjósti þeirra, sem í fullkomnu skeytingarleysi við veruleikann. Munu heimta launahækkanir.
  2. En einungis með því að framlengja þau lán sem Seðlabankinn vísar til annaðhvort með beinum samningum við eigendur þeirra lána, eða með því að útvega önnur lán með hagstæðari greiðslukjör greiða hin fyrri upp; er hugsanlega unnt að forða þeirri kjaraskerðingu.
  • En þá er ekki enn búið að skapa nokkrar forsendur - lífskjaraaukningar.
  • Og þvert ofan í þ.s. Stefán heldur, er virkilega ekki fær leið - að einfaldlega hækka launin.

En ég held að við getum ekki treyst því, þó að okkar samningamenn verði allir af vilja gerðir, að þeim takist að ná fram meiri lækkun greiðslubyrði en þeirri - sem dugar til þess að verjast hinni yfirvofandi kjaraskerðingu.

En það mun ekki duga hrópendum eins og Stefáni, sem munu benda á miklu mun betur stæð lönd eins og Noreg eða Svíþjóð, og hrópa. Af hverju eru launin ekki eins góð og þar?

Algerlega halda áfram að leiða hjá sér ítrekaðar ábendingar þess - - að erlendu gjaldeyrisskuldirnar, virkilega raunverulega séu að lækka lífskjörin okkar.

Hvernig geta menn verið svona sprenglærðir!

En svona arfa vitlausir á sama tíma?

 

Niðurstaða

Maður verður nánast dasaður yfir vitleysunni sem dettur upp úr mínum gamla kennara í HÍ. En hann hefur ágæta þekkingu á því að gera spurningakannanir, á því að vinna félagsfræðilega rannsóknir. En þegar kemur að hagfræðilegum málefnum. Þá er eins og að öll hans skynsemi - fari út um gluggann.

Það virðist ekki mögulegt að ná til hans með einfalda hluti eins og, að þegar þjóð skuldar mikið, þá hefur það neikvæð áhrif á lífskjör.

Það sé ekki mögulegt, að hafa hér hærri lífskjör en svo, að það sé til nægur afgangur af gjaldeyristekjum, til að greiða af þeim skuldum - svo landið verði ekki gjaldþrota.

--------------------

Ps: Hagvaxtartölur fyrir evrusvæði fyrir áhugasama:

Eurostat - Flash estimate for the first quarter of 2013

 

Kv.


Stuðningur minnkar í Evrópu við svokallað "Evrópuferli"

Það kom fram í heimsfjölmiðlum, að ný könnun Pew rannsóknarseturs bandaríska þingsins í Washington City, hefði sýnt minnkaðan stuðning við - frekari dýpun samstarfsins meðal aðildarþjóða ESB.

Ég tek hérna gott yfirlit yfir þær myndir sem fram koma í könnuninni!

The New Sick Man of Europe: the European Union

Sérstaklega er áhugavert hve stuðningur við Evrópusambandið hefur minnkað á einu ári!

Jafnvel enn áhugaverðara, hve hratt hann minnkar við frekari dýpkun samstarfsins.

2013-EU-01

  • Ótrúlegt hrun stuðnings í Frakklandi, hlýtur að vera stuðningsmönnum ESB í Evrópu, áhyggjuefni.
  • En þetta getur staðið í samhengi, við það - - - að Frakkar virðast einna svartsýnastir allra.
Sjáið síðan hrun í stuðningi við - Dýpkun samstarfsins!

2013-EU-25

Einnig verulegt fall í trausti Evrópumanna á stofnunum ESB.

Þó of langt væri enn gengið að tala um hrun, þá hlýtur sú þróun að vekja áhyggjur í Brussel!

2013-EU-26

  • En sérstaklega hlýtur það vekja ugg í Brussel, að stuðningur við ESB hrapar jafnvel enn meir meðal ungra Evrópumanna!
  • Það er ekki gott fyrir framtíðina, en þekkt er að fólk mótar skoðanir gjarnan á yngri árum, sem sitja síðan eftir er það fullorðnast!

2013-EU-29

Evran hefur samt enn mikinn stuðning Evrópubúa!

Þrátt fyrir kreppu og atvinnuleysi, það hlýtur þá að vera, að almenningur sé ekki að tengja evruna við vandamál Evrusvæðis. Öðrum þáttum sé kennt um, af almennum borgurum.

2013-EU-30

  1. Sérstök athygli er vakin á stöðu Þýskalands annars vegar og hins vegar Frakklands.
  2. En þ.e. eins og Frakkar og þjóðverjar séu staddir inni í sitt hvorum veruleikanum.
  3. Svo ólík er sýn þeirra.

2013-EU-02

  • Takið eftir að 91% Frakka eru þeirrar skoðunar að staða efnahagsmála í Frakklandi sé slæm, og þ.e. aukning um 10% milli ára. 
  • Stuðningur Frakka við ESB hefur einnig minnkað verulega milli ára.
  • Og ótrúlegt að 77% Frakka telja að aukin efnahagsleg tengsl innan Evrópu, hafi veikt stöðu Frakklands - efnahagslega.
  • Engum kemur á óvart, að Hollande nýtur lítils álits í dag.

Áhugaverð mæling sýnir að bilið á milli afstöðu Frakka og Þjóðverja - breikkar!

Rétta orðið er frekar - gjá, en bil!

2013-EU-34

Annar áhugaverður samanburður er sýnir svart á hvítu hve líkt afstaða almennings í Frakklandi er að þróast afstöðu almennings í S-Evrópu!

2013-EU-36

En ástæðan kemur líklega til, vegna þess að franska hagkerfið hefur sl. rúmt hálft ár, virst vera nánast í frjálsu falli.

Sterkar vísbendingar eru uppi, að Frakkland sé komið yfir í samdrátt, og sé líklega á leið inn í suður hópinn.

Í stað þess að hafa fram að þessu, verið líkari Norður hópnum.

Takið eftir hvernig Frakkar hugsa líkt S-Evrópu þjóðunum!
Þeir eru mjög svipað bölsýnir um Framtíðina og þær!
2013-EU-16
En skv. næstu mynd, eru Frakkar líka farnir að finna fyrir kreppunni!

  • Fækkun þeirra sem telja sig í góðum málum, segir áhugaverða sögu.
  • Aftur, takið eftir Þýskalandi! 
Ekki furða að Þjóðverjar líta öðrum augum á málin, þ.s. efnahagslegar aðstæður almennings hafa batnað, meðan yfir sama tímabil fara þær versnandi hjá hinum þjóðunum!

2013-EU-17

Þetta skýrir örugglega af hverju sýn Þjóðverja er svo ólík sýn hinna þjóðanna!

Takið eftir órúlegri svartsýni í öðrum löndum en Þýskalandi!

Hérna má sjá, að Þýskaland í reynd skilur hinar þjóðirnar eftir - frá og með 2010.

2013-EU-15

Hvað ætli sé efnahagsvandamál nr. 1 hjá Evrópubúum?

  • Atvinnumál að sjálfsögðu! 
  • Aftur skera Þjóðverjar sig frá, hafa litlar áhyggjur af atvinnumálum.

2013-EU-23

Næsta mynd, finnst mér - skuggaleg!

  • Magnað að 37% svarenda sem segjast lág innkomu, samtímis segjast í vandræðum með það að eiga fyrir mat.
  • Að hlutfallið sé 32% á Spáni, kemur mér ekki á óvart.
En ég er undrandi að hlutfallið sé þetta hátt í Frakklandi!
Frakkland kemur einnig ílla út í öðrum liðum, þegar kemur að kjörum lág innkomu.

2013-EU-22

 

Niðurstaða

Ég hugsa að hættulegasta ástandið fyrir framtíð ESB, geti verið hið hratt vaxandi bil milli Frakklands og Þýskalands. En hingað til, hefur það verið svo að samstarfið um ESB hefur getað haldið áfram. Þegar Frakkar og Þjóðverjar voru sammála eða a.m.k. gátu náð samkomulagi, um sameiginlega stefnu.

Frakkland virðist með mjög ákveðnum hætti, vera á leið í Suður hópinn. 

Meðan að hópur fylgiþjóða Þýskalands, flest ríki af smærra taginu í N-Evr. er enn fyrir hendi.

Miðað við þessa könnun, mun það vera ákaflega erfitt fyrir Hollande forseta, að fá fram stuðning innan Frakklands. Fyrir frekari dýpkun samstarfsins um - evruna.

Þó fylgið við hinn sameiginlega gjaldmiðil sé enn sterkt. Þá er andstaðan við, frekari yfirfærslu til Brussel. Greinilega orðin mikil - - til mjög mikil. Einna mest í Frakklandi.

Þetta hlýtur eiginlega að vera vatn á myllu "Front National" í Frakklandi og leiðtoga þess flokks, Marine Le Pen.

Þetta niðurbrot samskipta Frakka og Þjóðverja, getur leitt til vaxandi sundrungar og sundurþykkju innan sambandsins - skilað því að mikilvægar ákvarðanir verði ekki teknar. 

Sem getur stuðlað að því, að vandamál evrusvæðis verði ekki leyst!

 

Kv.


Munu lífeyrissjóðirnir ógna gengi krónunnar þegar höftin eru losuð?

Eitt sem hefur ekki farið hátt í umræðunni um svokallaða skafla eða snjóhengjur, þegar kemur að umræðu um það fjármagn sem líklega mun vilja út úr landinu. Þegar höftin eru losuð. Er fjármagn lífeyrissjóðanna. En það var áhugaverð grein á Bloomberg fréttaveitunni, sem kom einmitt inn á snjóhengjuvanda á Íslandi.

Swelling Iceland Cash Raises Capital Control Risks, TM CEO Says

En blaðamaður tók viðtal við forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, Sigurð Viðarsson. Sigurður gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. En hann benti á að háir vextir - gerðu í reynd íllt verra.

Því að þeir stækkuðu hraðar en ella, þá snjóhengju sem þyrfti hleypa út. En meðan að höft eru til staðar, þá þyrfti allt fé sem til verður hérlendis að ávaxta sig hér innanlands.

Hann bendir á, að Seðlabankinn sé farinn að óttast verðþróun á hlutabréfamarkaði hér, en ummerki séu uppi um að verðhækkanir sem hafi átt sér stað undanfarið, séu hugsanlega ekki raunhæfar.

  1. "“All the valuables that are created in Iceland are stuck in Iceland,” he said. “If you take the pension funds, they alone have to invest for 134 billion kronur every year -- net. To put this figure into perspective, the combined value of the shares offered in TM Insurance and VIS Insurance, which also recently went public, was 19 billion kronur.”"
  2. "“When the capital controls are abolished, the pension funds should be among the first ones to get out,” said Vidarsson."

Það er einmitt seinni punkturinn hjá honum sem vakti athygli mína - - en ef við erum að tala um árlega fjármögnunarþörf vel yfir 100ma.kr. hjá lífeyrissjóðunum.

Þá getur verið um frekar skuggalegar upphæðir að ræða - sem sjóðirnir geta haft áhuga á að senda úr landinu, miðað við að höftin hafa verið á síðan hrunið átti sér stað í október 2008.

  • Til samanburðar, er upphæðin sem leitast er við að fá kröfuhafa til að afskrifa að sem stærstum hluta, 800ma.kr.
  • Þarna sé um að ræða - aðra snjóhengju.

 

Hvað á ég við!

Í ritinu Fjármálastöðugleiki kom fram eftirfarandi aðvörun frá Má Guðmundss.

  1. "Að sama skapi liggur ljóst fyrir að gjaldeyrir til að losa úr landi krónueignir gömlu bankanna og núverandi kvikar krónueignir erlendra aðila getur ekki komið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og krefst því annars gjaldeyrisinnstreymis. "
  2. "Hröð losun þessara eigna, t.d. í tengslum við nauðasamninga, getur þannig ekki átt sér stað nema verðlagning og viðskiptagengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum feli í sér verulega lækkun frá mælingu þessara eigna nú í erlendum gjaldmiðlum miðað við bókfært verð þeirra og álandsgengi krónunnar. "
  3. "Takist vel til varðandi þetta gæti eftirleikurinn við losun fjármagnshafta orðið mun auðveldari fyrir vikið. "

-----------------------------------

Þetta er aðvörun þess efnis, að ekki sé nægur gjaldeyrir til að borga út hinum erlendu eigendum 800ma.kr. snjóskaflsins sem vitað er, að þeir hafa áhuga á að færa úr landinu.

Málið er, að það sama hlýtur rökrétt að eiga við um peningalegar eignir sem lífeyrissjóðirnir, líklega munu hafa áhuga á að færa úr landi. Ef höft eru losuð.

  • Þetta þíðir að gengið lækkar, ef leitast er við að færa þá peninga úr landi!

Það er eiginlega algerlega öruggt, að sjóðirnir muni vilja færa þá peninga einmitt úr landi.

Nema, að eitthvert tilboð komi til frá stjórnvöldum, sem sé svo áhugavert fyrir sjóðina.

Eða auðvitað, að þeim verði bannað sérstaklega að færa sitt fé úr landi.

  1. Einn möguleiki enn, er að vísitalan verði fryst - tímabundið eða sett á hana þak, einnig tímabundið (eða varanlega ef út í þ.e. farið).
  2. Þannig, að ef sjóðirnir kjósa að færa sitt fé úr landi, þá samtímis virðislækki þeir það fé sem þeir eiga hér heima. 
  • Þá væru þeir þannig settir milli tveggja elda!

En ég er á því að þetta geti verið nauðsynlegt, því ef vísitalan væri ekki fryst eða sett á hana þak, gætu þeir fært sitt fé úr landi - án þess að taka eigin áhættu með það fé sem þeir eiga hér heima.

Þ.s. verðtryggingin þá sjálfvirkt passar upp á að þeir tapi engu, þá líklega myndu þeir færa mun meira fé úr landinu, en ef þeir eru með ofangreindum hætti - settir í spennu.

En það væri mjög slæmt að leyfa þeim, að hækka kannski lán heimila 20%-30%.

Ekki síst vegna þess, hve ílla það myndi fara með nýlega veitt loforð Framsóknarflokksins til heimila, um leiðréttingu skulda :)

En auðvitað ekki síður, vegna þess að við slíka hækkun skulda heimila, yrðu líklega mjög mörg heimili hreinlega gjaldþrota.

-----------------------------------

Þarna er í reynd komið enn eitt vandamálið fyrir nýja ríkisstjórn, voru þó önnur vandamál ærin.

Þetta þíðir þó ekki, að tilgangslaust sé að semja við eigendur 800ma.kr. um sem mesta niðurfærslu af þeirra hálfu á því fé, því að minnka það fjármagn sem mest að umfangi.

Að sjálfsögðu smættar verulega þá gengissveiflu sem annars verður.

  • Ég er ekki með heildartölu á það fé sjóðanna sem má vera að vilji út.
  • En það getur vel verið hátt á 4 hundrað milljarð króna.

 

Væri þetta betra innan annars gjaldmiðils?

Vandamálið snýst um það, að meira fjármagn vill út úr landinu. En raunverulega er til staðar - innistæða fyrir að greiða á "réttu" virði - rétt skoðast þá sem núverandi virði. 

Ég bendi á Kýpur sem lenti í því nýverið, að þar skapaðist vandamál innan fjármálakerfisins - og þar varð að setja á höft. Til að takmarka streymi peninga úr landi.

Það er einmitt vegna þess, að meir fé vill úr landi en þjóðin í reynd getur staðið við, að borga út á "réttu andvirði."

  • Innan evru er til staðar nokkurs konar yfirdráttarheimild aðildarþjóða þ.e. "Target 2."
  • Vandi við allar yfirdráttarheimildir, er að þ.e. takmarkað hve mikið hver og einn ræður við að skulda.
  • Það á alls ekki síður við um þjóðríki en um einstaklinga.

Kýpur var einmitt búið að sprengja sig á yfirdrættinum, búð að taka yfirdráttarlán upp á nærri 60% af þjóðarframleiðslu, er aðildarþjóðirnar settu Kýpur stólinn fyrir dyrnar, og heimtuðu að Kýpur tæki annarskonar fjármögnun þ.e. "björgunarlán" ásamt ýmsum afarströngum skilyrðum.

Ég sannast sagna - sé ekki með hvaða hætti Kýpverjar geta afnumið sín höft.

Nema þeir hreinlega stærstum hluta afskrifi "sparifé þjóðarinnar" sem og fyrirtækja.

Það þíðir væntanlega að auki, að lífeyrissparnaður væri stærstum hluta farinn í glatkistuna.

En kýpverska ríkið er orðið það skuldsett, að það getur ekki gert meir til að baktryggja fjármálakerfi eyjaskeggja.

-------------------------------------

Ef við værum búin að taka upp einhliða t.d. dollar, en hefðum lent í sambærilegum snjóhengjuvanda, vegna þess að bankar hefðu fallið - við sett á höft til að stöðva útstreymi.

En værum að velta fyrir okkur því, að taka þau af.

Þ.s. þá gerist auðvitað er að ekkert verður gengisfallið - - en á móti, þá snýst útvegun peninga aftur um getu ríkissjóðs til að skuldsetja sig, svo fjármagn í umferð sé tryggt að nægilegt sé.

Hún er - takmörkuð getan sú.

Ef hann verður krunk - þ.e. springur á limminu.

Getur landið hreinlega - tæmst af peningum í kjölfarið. Og tekið við ástand peningaþurrðar.

En þá er ekki til peningur í umferð sem er nægur, til þess að nærri öll þau viðskipti sem vilja fara fram, það geti gert í því formi. Að peningar skipti um hendur.

Ég er að tala um, að landið gæti endað í "barter."

-------------------------------------

  • Punkturinn er að áhættan er langt í frá augljóslega minni, ef við værum með gjaldmiðil í notkun hérlendis, sem við sjálf ráðum ekki yfir.
  • Vandinn gæti þvert á móti orðið erfiðari úrlausnar, en við getum ávallt t.d. tryggt að nægt fé sé í umferð hérlendis, en Seðlabankinn getur ávallt séð um að fé í umferð sé til staðar án þess að skuldsetning ríkisins þurfi til.
  • Þannig að það reynir ekki á - styrk ríkisins frá þeim sjónarhól.

Við höfum fræðileg neyðarúrræði - tja, eins og "gjaldmiðilsskipti."

Þ.e. skipta úr krónum í nýjar krónur, eða "ríkisdal."

Þetta að mínu viti, skapar okkur - betri samningsstöðu gagnvart eigendum fjármagns. 

En ef við værum búin að taka upp gjaldmiðil, sem við höfum ekki full umráð yfir.

 

Niðurstaða

Það hefur enginn haldið því fram að það verði auðvelt verk að afnema höftin. En hve lengi þau hafa verið uppi. Hefur stækkað mjög verulega þá gengissveiflu sem af hlýst - sbr. peningar lífeyrissjóðanna. Og það vandamál versnar að sjálfsögðu áfram, ef höftin verða ekki tekin af frekar fljótlega.

En slík uppsöfnun að sjálfsögðu gengur ekki, það hlýtur að enda með einhverjum hætti - ílla.

En mér virðist líklegt - - að nauðsynlegt sé að hafa vísitöluna a.m.k. tímabundið í frysti, meðan höftin eru tekin af.

Þó svo að 800ma.kr. í eigu kröfuhafa, séu að stórum eða jafnvel stærstum hluta afskrifaðir.

Á móti kemur, að afskrift þeirra eykur traust, sem ætti að fækka þeim sem ákveða að færa sína peninga úr landi.

En um það verður óhjákvæmilega óvissa. En þ.e. ekki síður út af þeirri óvissu, ekki einungis út af því að miklar líkur eru á miklu fjármagnsútstreymi af hálfu lífeyrissjóðanna, að líklega þarf að hafa vísitöluna í frysti meðan höftin eru aflnumin og um einhverja hríð á eftir.

---------------------------

Þ.e. ekki fyrr en rykið sest eftir losun hafta, að staðan verður ljós.

Nokkrum mánuðum eftir þá stund, ættu málin vera farin að skírast.

 

Kv.


Atvinnuleysi hafi gert S-Evrópu mögulegt að stöðva viðskiptahallann!

Ég rakst á mjög áhugaverða grein eftir hagfræðinginn Gavyn Davies: The dramatic adjustment in eurozone trade imbalances. En samkvæmt nýlega fram komnum tölum virðist Suður Evrópa við það að vera að klára að loka gati sem nefnist - viðskiptahalli. En ég er ekki bara að tala um vöruskiptahalla, heldur að þær séu að ná því að jafna heildarviðskipti sín með teknu tilliti til fjármagnshreyfinga þ.e. svokallaður "Current Account."

Gavyn Davies vitnar í annan hagfræðing, Raphael Auer:

Rapid current-account rebalancing in the southern Eurozone

Raphael Auer hefur teiknað upp neðangreinda mynd, sem sýnir ferla 4 landa, þ.e. Grikklands, Ítalíu, Spánar og Portúgals.

  1. "Current-account deficits have been the smallest in Italy (red dotted line), where the deficit was in the range of -2 to -4% of current GDP during 2008 to 2011. Reflecting the low need for adjustment, the country’s CA deficit has only improved somewhat during the second half of 2012, nearly reaching 0 during July 2012."
  2. The monthly current-account deficit of Spain (blue dashed line) peaked at over -10% of GDP in 2008 and substantially improved to -5% in the course of 2009. During the third quarter of 2012, the magnitude of the deficit has been lower than a per cent of GDP, on a seasonally adjusted basis even reaching positive territory in October.
  3. The monthly current-account deficit of Portugal (orange dash-dotted line) had exceeded -10% of GDP for large parts of 2008 and 2009. It has substantially improved thereafter and, during the third quarter of 2012, it was less than -2% of GDP on a seasonally adjusted basis.
    In 2007 and 2008, the monthly current-account deficit of Greece (green solid line) had at times exceeded -15% of GDP. The country’s current account improved to the -10% region during 2010 and then rapidly improved to a deficit of around a per cent of GDP during the third quarter of 2012 (when adjusted seasonally).

Portúgal og Grikkland voru ekki alveg komin í höfn skv. tölum lokamánaða sl. árs, en sannarlega - verður því ekki neitað, að gott er að vera laus við halla á jöfnuðinum gagnvart útlöndum.

En þ.e. mikilvægt að því leiti, að þá getur verið að viðkomandi land hætti að safna skuldum gagnvart útlöndum.

Það er gott - - það reyndar í besta falli heldur hlutum í járnum. En heildarafgang þarf, ef á að minnka skuldir. En þ.e. önnur saga.

 

Svo hvernig hafa löndin farið að þessu?

Niðurstaða greiningar Gavyn Davies, er að löndin hafi stærstum hluta náð þessu fram með minnkun innflutnings - - eins og er í tilviki Íslands.

Mjög óverulega, með aukningu útflutnings. Það sama á við okkur einnig.

En óhugnanlegi þátturinn er - - að atvinnuleysið er stór þáttur í þessu.

Neysla þeirra sem séu atvinnulausir, hafi minnkað mjög mikið, og það sé líklega stór þáttur í jöfnun þ.e. minnkun innflutnings.

Þetta er mynd sem Gavyn Davies hefur teiknað upp, og eins og sjá má - - þá hefur orðið töluverð lækkun á kostnaði per vinnustund "labour costs" á Spáni, en flest löndin eigi þó enn langt í land með það, að ná Þýskalandi.

En eins og sést, þá eru löndin í besta falli að nálgast að ná til baka hækkun kostnaðar per vinnustund, sem átti sér stað frá og með í kringum 2000.

En á sama tíma, hefur Þýskaland ekki staðið kyrrt, þar hafi á sama tíma dregið úr kostnaði per vinnustund, Þjóðverjar yfir sama tímabil lækkað verulega sinn kostnað per vinnustund.

Þannig að enn er breitt bil! 

Þó það hafi mjókkað!

Gavyn Davies:

  1. "...it is implausible to attribute the huge improvement in trade deficits to the decline in relative labour costs, even though all of the troubled economies have taken strides in that direction."
  2. "The deterioration in competitiveness relative to Germany was so large during the boom years that much of it still remains in place despite the good work of recent times."

Gavyn Davies:
  • "If the troubled economies were to reverse their fiscal tightening in order to try to reduce unemployment, there would probably be a rapid return to rising trade deficits as imports grow more rapidly than domestic demand."
  • " Without the option of devaluing their nominal exchange rates to improve their competitiveness in one fell swoop, they are faced with a choice which is familiar to many deficit nations in the past: high unemployment, or trade imbalances which are difficult to finance within the euro."

Með öðrum orðum, þau hafi slegið af viðskiptahallann með atvinnuleysi í bland við launahækkanir, og niðurskurð ríkisins.

Ef þau myndu grípa til aðgerða, til að örva atvinnulífið þannig að störfum fjölgaði, myndi viðskiptahallinn koma aftur.

  1. Skv. þessu, verða þau að viðhalda háu atvinnuleysi, svo unnt verði áfram að knýja fram launalækkanir.
  2. Því það sé eina leiðin að geta útrýmt því einhverntíma, að loka samkeppnishæfnisgatinu við Þýskaland.

Miðað við það hve vítt það gat enn er, virðist ljóst að ennþá eru "ár" mikils atvinnuleysis framundan.

Meðan, enn verður þrýst á launalækkanir, neysla mun jafnhliða áfram dragast saman.

Ef einhver von á að vera um hagvöxt, mun þurfa að auka útflutning - - því meðan að neysla dregst áfram saman, verður það sem rekakkeri á hagvöxt.

 

Niðurstaða

OK, þ.e. árangur að hafa ekki lengur viðskiptahalla. Það þíðir að halli innan svokallaðs Target 2 millifærslukerfis evrusvæðis. Er þá væntanlega hættur að aukast. Getur meira að segja verið að sá sé eitthvað farinn að minnka.

En vegna þess hve atvinnuleysi virðist stór þáttur í því að minnka neyslu, sem dregur úr innflutningi.

Og vegna þess að löndin eiga enn töluvert langt í land með að loka samkeppnishæfnis gatinu við Þýskaland.

Virðast enn vera einhver ár framundan, á meðan löndin munu enn þurfa að þvinga fram frekari launalækkanir, sem mun halda áfram að draga úr neyslu. Sem getur fræðilega a.m.k. skapað einhvern viðskiptaafgang - með tíð og tíma.

Stóra vonin um viðsnúning virðist beinast að útflutningi.

En höfum í huga, þó að löndin séu ef til vill ca. hætt að safna skuldum út á við, eru ríkissjóðirnir enn reknir með umtalsverðum halla. Skuldir þeirra eru enn að hlaðast upp.

Og meðan að neysla er enn að minnka, þá eru þau samdráttaráhrif enn til staðar. Spurning hvenær utanríkisviðskipti hafa náð því að vaxa að nægilegu marki, að hagkerfið kemst upp fyrir "0".

  • Eitt virðist þó klárt, að nokkur ár eru enn eftir af þessari kreppu. 
  • En miðað við þann hraða sem til staðar um lækkun launakostnaðar, tekur vart minna en 3-4 ár til viðbótar fyrir þau, að loka samkeppnishæfnisgatinu við Þýskaland.

Það verður áhugavert áfram að fylgjast með því, hvernig almenningur í þessum löndum, tekur því að upplifa ár eftir ár eftir ár, af versnandi kjörum.

----------------------------------

Nýleg skýrsla ESB virðist staðfesta að jöfnun ójafnaðarins, hafi einkum verið í formi lækkunar lífskjara: COUNTRY ADJUSTMENT IN THE EURO AREA: WHERE DO WE STAND? 

Í þessari áhugaverðu ritgerð, kemur fram að í þeim löndum sem hafi sveigjanlegan gjaldmiðil, hafi aðlögun ójafnaðar í viðskiptum út á við, leitt til mun minna atvinnuleysi:

Rethinking Exchange Rate Arrangements after the Crisis

 

Kv.


Spánn virðist stefna í öruggt skv. gögnum AGS!

Þetta má lesa út úr nýlegu plaggi AGS þ.e. "IMF Fiscal Monitor." Jeremy Warner hjá Daily Telegraph vakti athygli á þessu Spain is officially insolvent: get your money out while you still can. Ég las pistilinn hans, og fór síðan sjálfur í gegnum plagg AGS. 

  • Og viti menn, ég sé ekki betur en að herra Warner hafi rétt fyrir sér.
  • En tölurnar tók ég út úr töflum sem finna má aftast í skjalinu.

Ég hef sett bláan lit - á tölur fyrir Spán fyrir árin rétt fyrir hrun.

Sett rauðan lit - - eftir að kreppan er skollin á.

  1. Sjáið hve hratt sígur á ógæfuhliðina, þegar ríkistekjur skreppa saman þegar spænska hagkerfið fellur ofan í kreppu.
  2. Ekki síður er áhugavert að sjá þróun skulda spænska ríkisins - - sjálfsagt halda margir að spænska ríkið hafi verið skuldum hlaðið fyrir kreppu. En eins og sjá má, var það alls ekki þannig.
  • Þ.e. nefnilega mjög áhugaverð niðurstaða, að þrátt fyrir upphafstöðu í innan við 40%, er Spánn að því er best verður séð, að stefna í nærri því öruggt ríkisþrot.

En spátímabil AGS endar við 2018, þá hefur hallinn á spænska ríkinu lítið minnkað enn - ekkert sérstakt bendir til þess að það séu endamörk hallarekstrar spænska ríkisins.

Hvað veldur? Það verður að hafa í huga hið óskaplega alvarlega vandamál á Spáni þ.e. 26% rúmlega atvinnuleysi, og síðan hátt á 60% ungra án atvinnu - skv. opinberum tölum. 

Sennilega er samfélagið á Spáni í það alvarlegri kreppu, að ríkissóði er ekki mögulegt, að hefja sig upp úr hallarekstri. En alvarleg samfélagsvandamál, valda ríkinu miklum kostnaði af eðlilegum ástæðum.

Bendi á, að skv. tölum úr öðrum töflum, er Spánn ekki einu sinni að hefja sig upp í jákvæðan frumjöfnuð yfir spátímabilið - - það einfaldlega segir að, Spánn sé gjaldþrota.

  1. Þetta er mjög áhugaverð útkoma!
  2. Því fall Spánar er vegna hruns í einkahagkerfinu, sem hefur valdið svo miklu atvinnuleysi og alvarlegum samfélagsvandamálum, að kostnaður hrannast upp hjá ríkinu.
  3. Á sama tíma og tekjur þess skreppa stöðugt saman.
  4. Fyrir bragðið skellur á því óskaplegur hallarekstur.
  • Afleiðing - - gjaldþrota á nokkrum árum

Þetta segir okkur eitt einnig - - að svokölluð "frjálshyggja" er hreint brjálæði!

En skv. henni, á ríkið helst sem allra minnst að skipta sér af einkahagkerfinu, það á að sjá um sitt þ.e. halda niðri skuldum - reka sig með afgangi. 

En það einmitt gerði spænska ríkið á sl. áratug.

Og það var rekin einmitt - eftirlitsleysis-/afskiptaleysisstefna!

Og við sjáum árangurinn!

Gjaldþrot þrátt fyrir að hafa fylgt öllum reglum fyrir hrun þ.e. digur afgangur - stöðug skuldalækkun, meðan vel gekk.

  • Ísland og Írland eru mjög sambærileg dæmi! Um árangurinn af nýfrjálshyggjunni.

Eitt sem hafa þarf í huga, er hve viðkvæm nútímasamfélög eru gagnvart djúpum niðursveiflum, en þ.e. vegna þess hve umsvifamikið ríkið er orðið, þ.e. hve mikla þjónustu það innir af hendi við samfélagið, mjög kostnaðarsöm þjónusta.

  • Má líkja nútímasamfélagi við - - spilaborg!

En viðkvæma hliðin lýtur einmitt að þessum miklu útgjöldum á félagslega sviðinu, að þegar skellur á djúp efnahagsleg kreppa og skatttekjur dragast saman, er hætta á mjög miklum hallarekstri.

Og fyrir bragðið hraðri uppsöfnun skulda, sem mjög hratt getur ógnað sjálfum grunni velferðarkerfisins - en þ.e. einmitt að gerast í kreppunni í S-Evr. að sjálft velferðarkerfið er að láta hratt undan, og fyrir bragðið er að draga mjög mikið úr millifærslum til þeirra sem minna mega sín, svo fátækt er í hraðri aukningu meðal hópa sem hallar á. Milljónir á Spáni eru á matargjöfum frá Rauða Krossinum.

  1. Ekki síst vegna þeirra hagsmuna að verja velferðarkerfið!
  2. Er mjög mikilvægt að skapa sem skjótastan efnahagslegan viðsnúning.
  • Þ.e. mjög merkilegt hve lítt þetta er skilið á vinstri vængnum á Íslandi í dag.
  • Og reyndar í Evrópu allri.

 

Hvert er hlutverk evrunnar í þessu?

Helst það, hve hún gerir djúpa aðlögunarkreppu eins og þá sem Spánn lenti í, og Írland lenti í og sambærileg þeirri er Ísland einnig lenti í; mjög erfiða viðfangs

En eins og sjá má á hallarekstri ríkissjóðs Spánar, er gríðarlega mikilvægt að framkalla efnahagslegan viðsnúning, því fyrr - því betra.

Því þ.e. lamandi hönd kreppunnar, sem skapar viðvarandi tekjumissi ríkisins ár eftir ár, sem er stór þáttur í þessum óviðráðanlega hallarekstri - -> Því stjórnlausri skuldauppsöfnun.

Málið er, að aðlögun með "launalækkunum" sem er þá eina leiðin - er mun tafsamari í framkvæmd.

  • Ef það liggur ekki fyrir undirbúið fyrirfram samkomulag ríkis - aðila atvinnuvega og atvinnulífs, að leysa aðlögunarkeppu með þeim hætti.
  • Verður slík framkvæmd ákaflega tafsöm - en einnig óviss.
  • En slík aðlögun getur mistekist, ef ekki hefur verið fyrirfram gengið frá sátt um slíka útleið. Ef menn voru sofandi í góðærinu gerðu ekki ráð fyrir kreppuhættunni.

Þá þarf að þvinga fram lækkanir, líklega í andstöðu við aðila vinnumarkaðar, sem þíðir að launalækkanir nást ekki fram - muna að þetta eru lýðræðisríki; fyrr en atvinnuleysi er orðið mikið til mjög mikið.

Það er þessi töf - - að aðlögun taki t.d. 3 eða 4 ár í stað þess að eiga sér stað á einni klukkustund sbr. gengisfall, sem skapar heilmikið viðbótar tjón fyrir hagkerfið - en lengri kreppa þíðir eins og sést á tölunum að meðan, áframhaldandi skuldasöfnun og hallarekstur

Því lengur sem það ástand varir, því alvarlegri verður staðan því meir tjónið fyrir samfélagið allt - fyrir samfélagsþjónustu ríkisins, getu þess til að styðja við hagkerfið og samfélagið.

  • Því fyrr sem hagkerfið kemst upp úr kreppu, því fyrr getur ríkissjóður lokað fjárlagagatinu! 
  • Þá um leið, snýst skuldaþróunin við!
  1. En ekki er síst mikilvægt, að því minna sem tjónið er -- þegar viðsnúningur á sér stað, því fyrr kemst hagkerfið upp úr holunni sem varð til.
  2. Ekki fyrr en að atvinnulífið sjálft kemst upp úr taprekstri, getur það farið að spinna sig upp, og skapa samfélaginu tekjuaukningu.

Slíkrar þróunar er eitthvað farið að gæta á Spáni - í hluta atvinnulífsins, en aukning útflutnings hefur verið í prósentum sambærileg við aukningu útflutnings Þýskalands sl. 2 ár, en hafa ber í huga að útfl. atvinnuvegir Spánar eru hlutfallslega miklu minni - auðvelt að hafa háa prósentu aukningu úr því sem er lítið.

Mér skilst að vöruskiptajöfnuður sé ekki lengur neikvæður - - en þá auðvitað er enn til staðar mikið nettó fjármagnsstreymi úr landi, vegna hárra skulda við útlönd.

  • Stóra vandamálið fyrir Spán innan evrunnar!
  • Virðist vera, hve vonlítið það virðist vera, að Spáni takist að skapa á ný hagvöxt! 

Meðan kreppan viðhelst - er fátt sem bendir til endaloka hallarekstrar.

Þá einnig stefnir í mjög mikið hrun þjónustukerfis við almenning á Spáni.

Líklega mjög útbreidda sára fátækt fyrir rest!

-----------------------------------------------Töflur teknar úr IMF Fiscal Monitor!

Heildarhalli á eftirfarandi ríkissjóðum!

................2006..2007..2008..2009..2010..2011..2012..2013..2014..2015..2016..2017..2018

Belgium.......0.3..–0.1...–1.1...–5.6....–3.9...–3.9..–4.0...–2.6...–2.1..–1.7..–1.0....–0.4....0.0
France........–2.4..–2.8...–3.3...–7.6...–7.1...–5.2..–4.6....–3.7..–3.5...–2.6..–1.8...–1.1...–0.6
Germany....–1.7....0.2...–0.1...–3.1....–4.1..–0.8....0.2....–0.3..–0.1....0.0....0.0.....0.0.....0.1
Greece.......–6.0..–6.8...–9.9..–15.6...–10.7.–9.4..–6.4....–4.6..–3.4..–2.2...–0.6...–0.7...–0.6
Ireland1.......2.9....0.1...–7.4..–13.9..–30.9.–13.4.–7.7....–7.5..–4.5..-2.4...–1.7...–1.1...–0.7
Italy...........–3.4..–1.6...–2.7...–5.4...–4.3...–3.7..–3.0....–2.6..–2.3..–2.1..–1.8....–1.4...–1.1
Netherlands..0.5....0.2....0.5...–5.6....–5.1...–4.5..–4.1....–3.4..–3.7..–3.3..–3.1....–2.4...-1.8
Portugal2....–3.8..–3.2...–3.7..–10.2...–9.8..–4.4...–4.9...–5.5..–4.0...-2.5...-1.9...–1.6...–1.2
Slovak Rep..–2.6..–1.6...–2.0...–8.0...–7.7...–4.9..–4.9...–3.2...–3.0..–2.9..–2.9....–2.9...–2.9
Slovenia......-0.8....0.3...–0.3...–5.5...–5.3...–5.6..–3.2...–6.9...–4.3..–4.1..–3.8....–3.3...–2.9
Spain1.........2.4....1.9....–4.5..–11.2..–9.7..–9.4..–10.3..–6.6...–6.9..–6.6..–6.2....–5.9...–5.6
Unit. Kingd..–2.7..–2.9...–5.1..–11.4..–10.1.–7.9...–8.3..–7.0....–6.4..–5.6..–4.2...–3.0....-2.6
United St......2.0...–2.7...–6.7..–13.3..–11.1.–10.0.–8.5..–6.5...–5.4..–4.1..–4.1....–4.2...–4.2

 

Heildarskuldir ríkissjóða eftirfarandi ríkja!

...............2006...2007...2008...2009...2010...2011...2012...2013...2014...2015...2016...2017...2018
Belgium.....88.0...84.0....89.2....95.7....95.5....97.8....99.6..100.3...99.8....99.0....97.5...95.3...92.7
France.......64.1...64.2....68.2....79.2....82.3....86.0....90.3...92.7....94.0....94.1....92.8...90.7...88.1
Germany....67.9...65.4....66.8....74.5....82.5...80.5....82.0....80.4...78.3....75.7....72.7....70.7...68.7
Greece.....107.5..107.3..112.5..129.3..147.9..170.6..158.5..179.5..175.6..170.8..163.5..153.9..144.3
Ireland......24.6....25.0....44.5...64.9....92.2..106.5..117.1..122.0..120.2..116.4..113.3..109.6..105.8
Italy........106.3..103.3...106.1..116.4..119.3..120.8..127.0..130.6..130.8..129.7..127.9..125.6..123.4
Netherl......47.4....45.3....58.5...60.8....63.1....65.5....71.7....74.5...75.9....75.1....75.7...75.5....74.8
Portugal.....63.7...68.3....71.6....83.1....93.2..108.0..123.0..122.3..123.7..122.5..119.9..117.2..114.2
Slovak Rep.30.5...29.4....27.9....35.6....41.0....43.3...52.3....55.3...56.4....56.6....56.7....56.6....56.6
Slovenia.....26.4...23.1....22.0....35.0....38.6....46.9...52.6....68.8...71.7....73.7....75.0....75.8....76.2
Spain.........39.7...36.3....40.2....53.9....61.3....69.1...84.1....91.8....97.6..101.6..105.1..108.0..110.6
U.K............43.0...43.7....52.2....68.1....79.4....85.4...90.3....93.6....97.1...99.7...100.7..100.2...98.2
USA............66.1...66.5...75.5....89.1....98.2...102.5..106.5..108.1..109.2..108.4..107.5..106.9..106.7

-----------------------------------------------

 

Mjög áhugaverð söguleg greining er í ";IMF Fiscal Monitor.";

Spurning - - hvernig gengur ríkjum í sögulegu samhengi, að hefja sig upp úr miklum skuldavanda!

  1. Það ætti að koma fáum á óvart, að niðurstaða af sögulegri greiningu er, að hagvöxtur virkar best til þess að hefja ríki upp úr kreppuskuldum.
  2. Næstbest, er að miða við að ríkissjóðir séu reknir með stöðugum afgangi yfir langt árabil. En niðurstaða AGS er að gríðarl. erfitt sé að viðhalda afgangi af ríkisrekstri í kreppu - í sögulegu ljósi, sem einmitt er að koma í ljós í evrukreppunni. Ef þ.e. efnahagsleg kyrrstaða sé sögulegur afgangur sem ríkisvaldi tekst að viðhalda lágur sem skilar hægri skuldalækkun en getur þítt að skuldir séu óviðráðanlegar ef þær eru mjög miklar. Ég fæ ekki betur séð, en að fjöldi þróaðra ríkja sé miðað við sögulega greiningu AGS í nær óleysanlegum langtímavanda, því skv. niðurstöðunni sem mér virðist réttur skilningur - - þarf ca. 30 ár af stöðugri skuldalækkun í a.m.k. hagvexti ekki undir milli 2-3%, miðað við að statt og stöðug sé viðhaldið afgangi af ríkisrekstri af því tagi sem greining AGS bendir til þess að þjóðir sem í fortíðinni náðu umtalsverðri langtímaskuldalækkun hafi getað viðhaldið yfir árabil; svo skuldum sé náð niður í 60%. 
  3. AGS mælir ekki með verðbólguleið, en skv. greiningu AGS eru 2 af meginskuldurum heimsins þ.e. Ítalía og Japan sem gætu náð meir en 10% skuldalækkun þ.e. Japan 20% en Ítalía 15% með því að búa um árabil við verðbólgu ca. 6-8%. Fyrir flesta aðra, sé um vart meir að ræða en 10% lækkun. Þeir telja að meir náist ekki fram, því vextir muni hækka á nýjar skuldir og aðilar muni beita úrræðum sem til staðar eru á markaði til þess, að lágmarka sína áhættu. Síðan geti það verið langvarandi erfið barátta að ná bólgunni aftur niður. En hver veit - - mér virðist Bretland vera á mildri verðbólguleið sbr. 4% verðbólgu ca. á 0% stýrivöxtum. Sennilega Bandar. einnig með 2% verðbólgu, á 0% stýrivöxtum. Og Japan einnig, viljandi stefnumörkun um að auka verðbólgu í 2% á sama tíma og vöxtum sé haldið í 0%. Það er auðvitað engin góð leið í boði - - ef niðurstaða AGS er rétt, að fjöldi ríkja sé líklega í íll leysanlegum vanda. Þá þarf að íhuga óyndisúrræði.
  4. AGS mælir í reynd ekki heldur með skulda-afskriftum, þó starfsm. AGS bendi á móti á að stundum sé slíkt óumflýjanlegt. Þá séu afleiðingar umtalsverðar af greiðsluþroti. Þ.e. um langa hríð á eftir sé líklegt að viðkomandi land sé í vandamálum gagnvart kröfuhöfum t.d. má nefna Argentínu. Að auki, muni aðilar á markaði vita af því að viðkomandi land greiddi ekki sínar skuldir, og hafa þá staðreynd í huga þegar þeir meta áhættu á veitingu lán eða fjármagns til fjárfestinga. En ekki síst er vandinn sá - - að gjaldþrot setur svo mikla pressu á sjálfforræði þjóðar. Í samanburði, virðist mér - verðbólguleið a.m.k. þegar kemur að skuldbindingum í eigin gjaldmiðli skárri lausn. En varðandi skuldbindingar í öðrum gjaldmiðlum, er verðbólga ekki möguleg útleið. Og þá getur gjaldþrot verið síðasta úrræðið - þ.s. allt endar á.

Það er kannski - lokapunkturinn.

Að skulda sem allra - allra minnst, í öðrum gjaldmiðli en þínum eigin.

En þegar skuldir eru í öðrum gjaldmiðlum, þá er samningsstaða viðkomandi lands svo miklu mun veikari gagnvart eigendum skulda, en ef skuldir eru í þeim gjaldmiðli sem viðkomandi land ræður yfir.

-----------------------------------------------

Sjá bls. 27 - Historical evidence on fiscal adjustments

The adjustment strategy and magnitude of debt reduction varied across advanced and emerging market economies, but there were some common elements too:

  • In advanced economies, more than 75 percent of the improvement in primary balances was driven by a reduction in primary expenditure as a share of GDP; the situation was more diverse among emerging market economies.
  • Debt reduction was much larger for some emerging market economies, above 60 percent of GDP, compared to about 15 percent for advanced economies, but this was in some cases associated with debt restructuring (for example, in Argentina and Bulgaria).26
  • Across advanced and emerging market economies, extraordinary improvers typically did better not because of one exceptional year, but rather because of an extended period of larger annual increases in their primary balances (Figure 13). Whereas large improvers gave back gains in their balances relatively quickly, possibly because cyclical effects played an important role in their good performance, extraordinary improvers managed to preserve some of their gains, sustaining a net increase in their primary balances of about 2–3 percentage points 10 years after beginning their adjustment efforts.
  • Both country groups benefited from high growth rates (up to 6 percent during the event study periods). The event study also suggests that large adjustments were based on improvements in the primary balances that took place over six to eight years. A natural question to ask is to what extent current 26 In the case of Argentina, the event study covers the period 1998–2011. The large debt reduction from a peak of over 160 percent of GDP in 2002 reflects, in addition to debt restructuring, continued primary surpluses coupled with high real GDP growth rates and persistently negative real interest rates. adjustment needs in high-debt advanced economies would be consistent with what is observed in the historical evidence.
To address this question, illustrative scenarios are presented for a sample of six representative countries. The historical database is used to generate medians of the maximum historical primary balances over windows varying in length from 10 to 30 years. These medians are then juxtaposed against the average cyclically adjusted primary balance that each country would have to maintain in order to bring its debt ratio down to 60 percent of GDP over the corresponding time frame. Other things being equal, the longer the period over which the debt ratio is to decline to the target, the smaller the primary surplus that would need to be maintained over this period.
Three alternative scenarios are considered, each corresponding to different assumptions about the interest rate–growth differential.27 Figure 14 shows that with an interest rate–growth differential of 1, most of the high-debt advanced economies could achieve the benchmark target while maintaining primary surpluses consistent with previous historical maximums, but only if they choose a very long horizon (of the order of about 30 years) over which to achieve the debt target.
Shorter horizons would demand primary surpluses that are larger than those that have been maintained by any advanced economy in the past over the relevant period. To the extent that policies can contribute to lower interest rate–growth differentials—for example, by boosting credibility and growth—the required adjustment would become more consistent with past experience, thereby allowing debt ratios to converge to prudent levels earlier on. If, on the other hand, plans are not credible, and as a result the interest rate–growth differential increases above 1, most countries would not be able to achieve the 60 percent debt ratio even in 30 years without fiscal efforts that would be without historical precedent.

Sjá bls. 33. --The spoonful of sugar: Faster growth

The historical evidence reviewed earlier suggests that growth is key for sustained fiscal consolidation.

Empirical studies have found that a 1 percentage point increase in growth has led on average to an improvement in the headline primary balance of about ½ percent of GDP (see, for example, Woo, 2003, and Zeng, 2013).

In an economy with revenues equivalent to 40 percent of GDP, a 1 percentage point increase in potential economic growth would result in an improvement of 0.4 percent of GDP in the structural fiscal balance if the resulting higher revenue were entirely saved. In addition, the denominator of the debt-to-GDP ratio would also rise.

Through these two channels, a country with a debt ratio of 100 percent of GDP could reduce its debt by 30 percent of GDP in 10 years with one additional percentage point of potential growth. This could eventually give rise to a virtuous circle in which lower debt levels would raise potential growth, further facilitating debt reduction.

One critical assumption in this scenario is that the higher revenues associated with faster growth are saved. In practice rising revenue may lead to strong spending pressures that would have to be resisted. Moreover, raising potential growth may not be an easy task, as some advanced economies are already at the production possibility frontier. Boosting growth in these countries will require the introduction of extensive structural reforms that, in any event, may take time to have an effect.

-----------------------------------------------

 

Hérna fyrir neðan er áhugaverð umræða, en AGS virðist komast að þeirri niðurstöðu:

  • Að vextir verði að vera últra lágir í mjög - mjög langan tíma í hinum skuldugu vestrænu löndum.
  • Segir eiginlega það, að löndin séu komin í aðstæður, sem íllframkvæmanlegt er að losna út úr.

Niðurskurður vegna þess hve hann sé samdráttaraukandi, verði að vera mildur - dreifður á langan tíma.

Markmiðið að snúa við, verði að vera langtímamarkmið. Þeir eru í reynd að tala í áratugum, frekar en árum - eftir því sem ég best fæ séð.

Sjálfsagt bendir einhver á hættuna sem lágir vextir skapa - - já, þeir geta skapað fjárfestingarbólur. Því lánsfé er svo ódýrt - að það verður áhugavert að slá lán t.d. fyrir hlutafjárkaupum, fyrir neyslu, og auðvitað fyrir húsnæði. 

Há skuldsetning verður tiltölulega - viðráðanleg.

  • Á hinn bóginn bendi ég á Japan, að þar hafa vextir verið mjög lágir meir en 20 ár, án þess að skapa nýjar bólur.
  • En ástand verðhjöðnunar hefur líklega hindrað hugsanlega bólumyndun. 
  • Því þegar verð fara lækkandi, felst í því öflug hvatning fyrir fólk til að eyða ekki, heldur varðveita peninginn.
  • Lágu vextirnir einir sér - virðast ekki hafa dugað til að skapa nýjan fjárfestingaáhuga innan Japans, heldur kusu aðilar að fjárfesta í öðrum löndum frekar en heima fyrir. Almenningur hefur frekar setið á sínu fé.
  • Afleiðing - áframhaldandi stöðnun.

Það einmitt er punkturinn á móti, þegar einmitt há skuldsetning er mjög útbreitt vandamál, að ef vextir væru hækkaðir verulega. En afleiðingu þess má einmitt sjá stað í S-Evrópu.

Þá þegar mjög miklar skuldir eru útbreiddar víða um hagkerfin hjá almenningi, hjá sveitafélögum, hjá ríki og hjá atvinnulífi - - eiginlega allt samfélagið er skuldum vafið. 

Þá magnast gríðarlega hratt upp samdráttaráhrif af hverju prósenti sem vextir fara upp um. Hagkerfin geta farið í viðvarandi samdráttar og hjöðnunarspíral, með gjaldþrot og fjármálahrun sem líklegastan endapunkt slíks spírals.

Sem lærdóm af ástandi mála í Japan, hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi verið að prenta stöðugt fé, til að "örva hagkerfið." Til að hindra þróun yfir í verðhjöðnun!

Ef verðhjöðnunin í Japan kom í veg fyrir hugsanlega bólumyndun vegna lágu vaxtanna, þarf líklega að fylgjast mjög náið með þeirri mögulegu hættu að nýjar bólur geti skapast, ef peningaprentun skal áfram haldið í Bandar. og Bretlandi. Nýleg frétt frá Bandar. sýnir að Bernanke er á varðbergi - einmitt gagnvart þeirri hættu: Bernanke warns on excessive risk - Bernanke warns shadow banking risks persist.

Þeir sem eru á móti peningaprentun, og samtímis á móti lágum vöxtum - tala mjög upp þessa hættu af bólumyndun, ganga jafnvel svo langt að halda því fram að tjónið af Bernanke verði fyrir rest meira en af undirlánakrísunni; þá sjáum við merki um afleiðingar þeirrar stefnu í S-Evrópu að láta vexti fara upp. 

  • Kannski er gjaldþrot og allsherjar fjármálahrun betra í einhverjum skilningi.
  • En ég fæ ekki séð annað, en það yrði útkoman af stefnumótuninni, upp með vextina og engin prentun, alls engin.

En er þá ekki þetta skuldasúpudæmi komið til að vera?

Kannski! Eins og sést hefur af Japan. Þá er þar enn skuldasúpa rúmlega 20 árum eftir upphaf kreppu - en ath. þ.e. fyrst og fremst súpa ríkisins sem stendur eftir. Japan einmitt fylgdi þeirri stefnu sem AGS nefnir - sbr. land með skuldasvigrúm, að Japan frestaði því að taka á vanda ríkisins, varði að auki miklu fjármagni til framkvæmda af margvíslegu tagi til að auka skilvirkni, var í hallarekstri eiginlega samfellt sl. rúm 20 ár. Á hinn bóginn, hefur restin af hagkerfinu náð sér að miklu leiti á meðan - í dag er atvinnulífið í góðri fjárhagslegri stöðu, almenningur er ekki lengur í djúpri holu heldur með umtalsverð fjárráð. En þó hefur hagvöxtur ekki hafist - sjálfvirkt. Samkvæmt greiningu nýrra stjórnenda Japansbanka er ástæðan - of lág verðbólga þ.e. við 0% eða jafnvel neikvæð sl. rúm 20 ár, sem gerir það of hagstætt fyrir aðila að eiga peninginn í stað þess að nota hann til nokkurs hlutar. Japansbanki hefur nýlega ákveðið, að hvetja almenning með sitt lausafé sitjandi kyrrt og fyrirtæki sem hafa kosið frekar að fjárfesta í öðrum löndum, til að fjárfesta heima fyrir. Japansbanki ætlar að gera þetta með því að hækka verðbólgu úr nærri því 0% í 2%. Þannig að reka peningana, í vinnu. Miðað við fyrstu vísbendingar - - er þetta að virka. Þ.e. hlutafé stærstu fyrirtækja hefur hækkað 60%, mesta aukning neyslu er að mælast í mörg ár, verð á landi og fasteignum er að stíga aftur. Spurning hvort þetta var svarið! Mun koma frekar í ljós eftir sem á líður.

Að taka 4. áratugs stíl hrun, myndi auðvitað hreinsa rækilega borðið - - en hafa verður í huga, þá stæði mjög fátt eftir uppistandandi í skóginum. Eldurinn hefði nærri því brennt allt til grunna - sviðin jörð.

Hafa ber í huga að þeir sem eiga peninga í dag, finnst þeir fá litlar rentur, myndu líklega sjálfir verða fyrir eldhafinu og þeirra eignir að engu verða.

Menn verða að hafa það til samanburðar við það ástand, hugsanlega eða jafnvel líklega langtímastöðnun í fjötrum skulda - - að kannski er stöðnunin ekki svo íkja slæm eftir allt saman.

Kannski er Japan að sína okkur, hvernig síðar meir er unnt að komast upp úr holunni - Japan sé að marka veginn.

Þ.e. ríkið þurfi að verja hagkerfið, safna skuldum meðan hagkerfið er að ná sér - - síðan þurfi það að íta aðilum út í það að fjárfesta að nýju, vekja þá úr drunganum. Svo sá hagvöxtur skapist, sem fyrir rest geri ríkinu mögulegt, að losna úr klemmunni.

En ath. - - þetta eiginlega krefst þess að ríkið hafi eigin gjaldmiðil. Eigin peningastjórn - eigin seðlabanka.

-----------------------------------------------

Sjá bls. 37. -- The Appropriate Pace of Short-Term Fiscal Adjustment

Whereas there was broad agreement among economists at the height of the financial crisis about the need for expansionary fiscal policies to help support demand, there has been no consensus about how rapidly—if at all—fiscal stimulus should now be unwound.

Some point to still-high unemployment rates and other indicators of weak demand to argue against deficit reduction, which would hurt output in the short run, or even in support of additional fiscal stimulus.

Others see the rapid buildup of debt and still-high deficits in some of the largest advanced economies as harbingers of a future fiscal crisis, especially in the context of projected trend increases in pension and health care spending.

Do policymakers really face a choice between inflicting high social costs on their populations through fiscal austerity to bring down deficits and debt and playing with fire by delaying adjustment to support growth and employment?

There is now considerable evidence that fiscal multipliers—which measure the impact on output of discretionary changes in the fiscal balance—could be large in the current environment. There are two main reasons for this.

  1. First, during a recession, when there is already significant unused productive capacity in the economy, cuts in demand caused by fiscal tightening will have a large impact on real activity. This is in contrast to periods of very strong demand and high capacity utilization, when some of the impact of fiscal tightening will show up in reduced pressure on prices, rather than lower output.
  2. Second, with nominal interest rates already close to zero and credit channels impaired in many advanced economies, there is limited scope for monetary policy to offset the contractionary impact of fiscal tightening.
But this situation is unlikely to persist indefinitely. As private sector balance sheets are mended and banks recover their lending capacity, private demand and capacity utilization should pick up, helping fiscal multipliers decline to more moderate levels.
This suggests that for many countries, deficit reduction would ideally be deferred to the future, when its output costs would likely be lower. Of course, countries under market pressure may find that limited access to financing leaves them with no option but to front-load their adjustment. Even countries with relatively unimpeded market access operate under some constraints, however.
A mere promise to reduce deficits at some point in the future is unlikely to be seen by markets as credible, especially if debt ratios continue to spiral in the meantime. Concerns about credibility may be especially acute in countries where political gridlock may stand in the way of any consensus on fiscal policy.
The fact that many advanced economies are still able to borrow at historically low interest rates means that market confidence in these sovereigns remains intact for now. However, this should not be interpreted as evidence of permanent immunity from costly rises in the risk premium. After all, many of the advanced economies now facing market pressures were recently seen as risk-free bets, too.
For countries with adequate financing space, then, the safest course of action is to undertake a path of gradual but sustained adjustment that aims at steady progress over the medium term toward a clearly defined objective. In this context, the adjustment undertaken in the advanced economies over the last three years, averaging about 1 percent of GDP annually in cyclically adjusted terms, seems about right. Where needed, measures to address rising entitlement costs could also contribute to building confidence.
Of course, even modest up-front adjustment will involve output and employment costs, and it will therefore be essential to ensure that other policies remain as supportive as possible.
In particular, monetary policy should remain accommodative for the foreseeable future, and structural policies to promote growth should also be pursued. The composition of fiscal adjustment could also be tilted to mitigate its adverse impact on the most vulnerable.

-----------------------------------------------

 

Niðurstaða

Ég hvet alla til að kíkja á þennan nýlega ";Fiscal Monitor"; en þó svo þetta sé engin skemmtilestur, þó kemur þarna margt mjög forvitnilegt fram. Sérstaklega er áhugaverð hin sögulega greining. En þó starfsmenn AGS taki fram að ";history is not destiny."; Þá gefur sagan mjög skýrar vísbendingar um það hvað er raunverulega mögulegt. En það hafa verið margar kreppur - - og margar tilraunir verið gerðar til að hefja ríki upp úr kreppum. Þ.e. einmitt svo, að stúdía á sögunni, veitir margan lærdóminn.

Hagsaga er eiginlega bráðnauðsynleg þekking fyrir þá sem hafa með að gera stjórnun efnahagsmála í þjóðríkjum.

Það er svo margt bullið í umræðunni, því aðilar komast upp með að fullyrða þ.s. fljótleg söguleg greining sýnir fram á að hefur jafnvel verið margreint áður, með lélegum árangri jafnvel í öll fyrri skipti.

En það virðist ekki koma í veg fyrir að, sannfærðir ídeólógar endurtaki sömu fullyrðingarnar í dag, og þær sem voru hraktar svo langt aftur og fyrir 100 árum eða svo.

-------------------------------

Einkum er svakaleg staða Spánar bersýnileg af gögnum AGS.

Hún ætti að vera mörgum víti til aðvörunar! 

Þetta gætu svo auðveldlega verið við að ganga í gegnum það sama helvíti!

 

Kv.

 


S-Evrópa er í hættu á því að enda í fátæktargildru!

Hugmyndin sem virðist vera uppi innan stofnana sambandsins er afskaplega einföld í reynd. En hún er sú að S-Evrópa skuli endurreisa samkeppnisgetu sína, með innri aðlögun þ.e. lækkun launa og samtímis auka skilvirkni. Skuldavanda skuli leysa með því að skera niður útgjöld, og endurgreiða skuldir.

Til þess að borga þann halla sem óhjákvæmilega skapast, þegar slík innri aðlögun á sér stað þ.e. launalækkanir draga úr eftirspurn og samdráttur ríkisútgjalda minnkar umsvif þess; þannig að heildarhagkerfið dregst saman.

Þarf þá að fá inn fjármagn einhvers staðar annars staðar að, þegar lokað er á leiðir eins og peningaprentun - - þannig að áherslan er á útflutning.

Þetta er í reynd "Þýska módelið" sem ætlast er til að öll Evrópa eða a.m.k. allt evrusvæði, api eftir og fylgi fram.

Martin Wolf er með áhugaverða grein um þetta atriði:

The German model is not for export

 

Gallinn við þýska módelið!

Á árunum 2000-2007 færði Þýskaland sig úr viðskiptahalla upp á 1,7% skv. Martin Wolf, yfir í afgang upp á 7,5%. Þannig tókst Þýskalandi þrátt fyrir aðhald í launum sem hélt niðri neyslu heima fyrir, að skapa nægilegan hagvöxt til þess að þýska hagkerfinu tókst að ná sér upp úr dívunni sem það lenti í. Við upphaf sl. áratugar og komast aftur til álna.

Takið eftir, að viðskipta-afgangurinn er í reynd aðferð, til þess að láta restina af heiminum borga fyrir þína efnahagslegu viðreisn!

Þú færð í gegnum hann, viðbótar hagvöxt sem er ekki í boði, ef þú ert eingöngu að treysta á innri eftirspurn.

---------------------------------

Það má einnig nefna Japan, en að mörgu leiti er Japan áhugaverðara dæmi, en Japan síðla haust 1989 lenti í mjög stóru bólukrassi, er risastór efnahagsbóla sprakk með látum. Og Japan lenti í djúpri efnahagslegri niðursveiflu.

Japan eins og Þýskaland er aftur á móti með mjög sterkt útflutningshagkerfi, og beitti í reynd sömu aðferð - - að senda reikninginn til heimsins.

Það með því að viðhalda margra prósenta viðskipta-afgangi, tókst að halda uppi nægum hagvexti til að halda sjó efnahagslega þrátt fyrir mjög alvarlega innri stöðu, þ.e. víðtæks skuldavanda sem var útbreiddur innan hagkerfisins ástand sem líkist því ástandinu innan evrusvæðis í dag

 

Stóra spurningin er - - getur evrusvæði sent heiminum reikninginn?

Ég á raun og veru við, getur heimurinn borið þann reikning. En menn eru að tala um það, að heimurinn geti ekki lengur borið uppi Kína sem risahagkerfi sem viðheldur stöðugum útflutningsafgangi.

En afgangur þíðir að einhver annar þarf að hafa viðskiptahalla á móti. 

Annars gengur dæmið ekki upp, en þjóðir með afgang ryksuga í reynd fjármagn til sín frá alþjóða kerfinu, þaðan sem það þarf þá að leita aftur með einhverjum hætti.

T.d. í dag eru Kínverjar mjög að kaupa upp eignir víða um lönd, alveg eins og Japanir voru að gera áratuginn milli 1980-krassins síðla árs 1989.

  • Hver getur haft nægilega stórann afgang á móti, til þess að mæta tilraun evrusvæðis sem heild, til þess að fjármagna sína innri aðlögun með stórum viðskiptaafgangi við önnur svæði í heiminum?

Martin Wolf - "The eurozone as a whole is forecast to run a current account surplus of 2.5 per cent of GDP. Such reliance on balancing via external demand is what one would expect of a Germanic eurozone."

2,5% afgangur er ekki nægur, hann þyrfti að verða a.m.k. eins hlutfallslega stór og sá afgangur sem Þýskaland viðhélt á sl. áratug, þ.s. taka verður tillit til þess að efnahagstjón þ.s. Evrópa þarf að borga fyrir er í reynd miklu mun stærra, en þ.s. Þýskaland var að fjármagna á sl. áratug.

Hvað kom fyrir S-Evrópuþjóðirnar á sl. áratug er áhugavert að muna, meðan þær bjuggu með Þýskalandi innan sama gjaldmiðils.

Martin Wolf - "Between 2007 and 2009, the fiscal balance shifted from a surplus of 1.9 per cent of GDP to a deficit of 11.2 per cent in Spain, from a surplus of 0.1 per cent to a deficit of 13.9 per cent in Ireland, from a deficit of 3.2 per cent to one of 10.2 per cent in Portugal and from a deficit of 6.8 per cent to one of 15.6 per cent in Greece."

Skuldakreppan er mikið til einmitt tilkomin vegna skulda sem hlóðust upp, vegna þessa viðskiptahalla.

Takið eftir því, að allar þjóðirnar sem voru með stóran viðskiptahalla lentu í alvarlegri kreppu síðar, og náttúrulega heimtar sá sem veitti lánin Þýskaland peningana til baka. Með vöxtum takk fyrir.

Nefni einnig, að Eystrasaltlöndin voru ekki með minni halla á sl. áratug. Og þau einnig lentu í djúpri kreppu.

  • Punkturinn er sá, að þið getir séð þessa sviðsmynd endurtekna fyrir heiminn allan, gersamlega fyrirsjáanlega, ef Evrópa myndi komast upp með að gera þessa tilraun.
  • Hinn bóginn held ég, að Evrópa í reynd komist aldrei upp með þessa tilraun.

 
Fleiri vandamál við sviðsmyndina, innri aðlögun!

Vandinn er sá, að stefnan er alfarið á grunni hagsmuna ráðandi afla innan N-Evr. ríkjanna. Þeirra örfáu ríkja í ESB sem enn vegnar vel. En þau eins og Þýskaland, eiga skuldir v. S-Evrópu og löndin í vanda. Þó svo að Þýskaland sé langsamlega stærsti einstaki eigandi skulda.

S-Evrópuþjóðir eru ekki blindar frammi fyrir því atriði, þess vegna fer hatur á Þjóðverjum svo hratt vaxandi, en um leið "andúð" á stofnunum ESB - sem virðast haldnar þráhyggju um þýska módelið.

----------------------------------

Ekki síst að ég fæ ekki séð, að S-Evrópa geti enst mörg ár til viðbótar í því að fylgja fram innri aðlögunar módelinu!

  1. Þýskaland og Japan gátu eflt sinn útflutnings svo stórfellt sem þau gátu. Vegna þess að aðstæður í alþjóða hagkerfinu voru hagstæðari en þær eru í dag. En ekki síst einnig vegna þess, að þessi 2-lönd áttu fyrir mjög öflug og gríðarlega samkeppnisfær útflutningsfyrirtæki.
  2. Ef þú átt ekki slíkan öflugan útflutningsiðnað fyrir, vandast málið stórum. En þá bætist við vandamálið, að skapa slíkan iðnað samtímis því að þú ert í innri aðlögunarkreppu. Og að skapa iðnað frá "0" eða a.m.k. stækka stórfellt lítinn útflutningsiðnað gera lítinn að stórum, allt tekur tíma. Svo þá er búið líklega að lengja kreppuna um - - > A.m.k. áratug.
  3. En ef þú færð enga aðstoð, til að fjármagna þann kostnað sem hagkerfið stendur frammi fyrir að utan, og samtímis þú ert með veikan útflutningsiðnað - - og þar ofan í hagkerfið er mjög skuldugt. Ekki síst stjórnvöld eru það einnig. Þá þarf ferlega djúpann niðurskurð alls þess sem heitir velferðarkerfi - í reynd stærstum hluta, afnám þess. Mikill fj. skuldara líklega verður gjaldþrota, sem veldur vandamálum í bankakerfinu. Og ríkið líklega einnig lendir í miklum vandræðum með sín eigin skuldamál. Sem líklega kallar fram kröfu eigenda skulda, um að það selji allt steini léttara til að greiða fyrir með.
  4. Líklega rúllar bankakerfið fyrir rest, og öll S-Evr. endar í svipuðum vanda og Kýpur í dag. Og ílla mun eins og þar ganga, að endurreisa traust á fjármálakerfinu, meðan enn gengur ílla að skapa forsendur fyrir endurreisn úr efnahagslegu holunni sem landið er komið í.
  5. Þá ertu kominn með þ.s. ég var að vísa til - - fátæktargildru

Við erum í reynd að tala um að færa S-Evrópu aftur í ástand af því tagi sem var til staðar á 4. áratugnum, þegar fátækir fengu í reynd nær enga aðstoð frá stjórnvöldum.

  • Að vera fátækur þíddi að eiga ekki neitt. Ég meina, ekki neitt.
  • Að vera atvinnulaus, þíddi að vera fátækur.
  • Að vera ekki fær um að vinna, þ.e. t.d. fatlaður eða veikur, þíddi að vera fátækur.
  • Að vera aldraður, ef þú hafðir ekki einhverra hluta vegna sparað nægilega til ellinnar, þíddi að vera fátækur. 

----------------------------------

Það þarf að muna, að á 4. áratugnum óðu upp alls kyns vafasamir karakterar, menn eins og Mussolini og fjöldi einræðisherra í Miðevrópu, það var borgarastyrjöld á Spáni.

  1. En það þarf að muna, að fátækir hafa kosningarétt.
  2. Að því leiti er tíminn frá 20. öld öðruvísi tímanum á t.d. 19. öld.

Eftir því sem fátækum fjölgar, því vex stuðningur við sjónarmið þeirra sem hafa ekki neitt að hverfa.

Og sjá enga vona, í núverandi stefnu.

Spurningin er þá einfaldlega um það, hvenær fátækir kjósendur ná meirihluta.

 

Í raun og veru er núverandi stefna stórhættulegt tilræði við framtíð Evrópu, en einnig heimsins alls!

Það verður í reynd mjög erfitt að skilja af hverju þetta er með þessum hætti, fyrr en maður skilur að Þýskalandi sjálfu er stjórnað af fámennri ofsalega ríkri elítu.

Prófessor Paul De Grauwe: Are Germans really poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Hana má einnig finna: Ágæt umfjöllun á Wall Street Journal - útskýrir ágætlega hversu villandi þessi greining er!

Figure 4. Wealth top 20% / wealth bottom 20%

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Takið eftir, ríkustu 20% eiga 140 falt meira en 20% fátækustu innan Þýskalands.

Það er þessi 20% hópur sem virðist í reynd ráða öllu innan Þýskalands, og síðan í reynd óskaplega miklu einnig innan stofnana ESB.

Í reynd er þessi stefna ekki heldur þýsku þjóðinni í hag, heldur eingöngu sérhagsmunum 20% hópsins.

Því þýska þjóðin mun stórfellt tapa á því hatri sem er að byggjast upp gagnvart Þjóðverjum í S-Evrópu.

En þýska elítan stórgræðir á núverandi ástandi:

  1. Lánskjör til þýskra fyrirtækja hafa aldrei verið hagstæðari.
  2. Evran er mun gengislægri en þýska markið væri, og þar með eru launin sem elítan þarf að greiða raunverulega einnig minna virði, en annars væri. Meiri hagnaður og gróði.
  3. Vaxandi fátækt og örbyrgð í S-Evrópu, er að auka samkeppnishæfni þýsku fyrirtækjanna, en t.d. á sl. ári streymdi yfir milljón manns í atvinnuleit til Þýskalands frá ríkjum í efnahagsvanda þ.e. frá S-Evr. og A-Evr. Það þíðir, að þýska efnahagsvélin hefur aðgang að hæfu verkafólki á lágum launum, en það eru engin lágmarklaun í þýskalandi. Eingöngu lágmarkslaun stéttarfélaga, en ef þú ert ekki hluti af því þá ertu ekki á þeim lágmarklaunum. Hæfir verkamenn frá S-Evr. og A-Evr. eru að falbjóða sig á undirverði. Þetta auðvitað þíðir, að hæfa fólkið streymir frá löndunum í vanda.
  4. Þó svo að Þýskaland sé að tapa mörkuðum í S-Evr., vegna hratt minnkandi eftirspurnar þar. Þá hefur samkeppnisstaða þýsku iðnvélarinnar aldrei verið betri, gagnvart fyrirtækjum utan við Evrópu. Það er til samkeppni við Japan, Bandaríkin og Kína. Sem þýska iðnvélin í reynd horfir.

Í dag hefur 20% hópurinn nánast enga hagsmuni gagnvart S-Evr. en þá, að fá peningana til baka með vöxtum, og að fá eignir fyrir lítið - sbr. krafa um brunaútsölur eigna ríkissjóða S-Evr.

S-Evr. sé afskrifuð að öðru leiti, þannig séð.

-----------------------------------------

Það er sem sagt málið, að evrusvæði er í reynd að haga stefnu sinni skv. sérhagsmunum þröngs hóps, ofsaríkra einstaklinga sem hafa yfir að ráða óskaplega miklu fjármagni.

Þeir eru eingöngu að hugsa um eigin rass!

Ekki um hagsmuni þjóðanna, ekki einu sinni - eigin þjóðar.

  • Ef menn skilja þetta ekki, verður stefnumörkunin, óskiljanleg. 
  • En verður skiljanlegri, þegar þetta skilst! 

Þessi hópur virðist einfaldlega hafa frekar þrönga sýn - - það er hag sinna fyrirtækja - punktur.

Þeim virðist slétt sama um þá sem minna mega sín. Eða einstakar þjóðir.

Á 19. öld voru kreppur alltaf leystar þannig, að laun voru lækkuð - - það varð alltaf mikið atvinnuleysi í kreppum - - þær voru alltaf mjög djúpar - - það var ekkert velferðarkerfi - - skattar voru lágir - - ríkisvaldið gegndi einungis sínu klassíska hlutverki.

  • Á þessum tíma, var kosningaréttur einnig takmarkaður við eign!
  • Svo fátækir gátu ekki kosið.

Draumur elítunnar virðist alltaf vera að fara aftur á 19. öld, hvað samfélagsuppbyggingu varðar.

  1. En eins og 4. áratugurinn sýnir, í ástandi þ.s. fátækir geta kosið, munu kjósa.
  2. Þá velja fátækir fyrir rest, þá sem lofa þeim að hverfa frá ríkjandi stefnu!

-----------------------------------------

Hættan er með öðrum orðum, að það verði endurtekning 4. áratugarins, þegar síðast var haldið fram sambærilegri stefnumörkun, þ.e. hinna klassísku íhaldssömu hagfræði.

Að beita innri aðlögun - - samtímis því að ofuráhersla er lögð á lága verðbólgu.

Engin tilraun gerð til að hindra - - verðhjöðnun.

Hættan fyrir heiminn, er í því ástandi sem getur skapast innan Evrópu.

En það þarf að hafa í huga, að innan Evrópu áttu sér upphaf báðar heims styrjaldirnar.

En þ.e. einnig í því djúpa efnahagshruni sem getur átt sér stað.

Evrópa er í dag - - langsamlega mesta kerfislega hættan, fyrir heimshagkerfið. En einnig fyrir peningakerfi heimsins.

  • Það er í reynd verið að keyra fram stefnu sem getur ekki gengið upp.
  • Og mun enda með ósköpum, ef hún er ekki stöðvuð í tíma.


Niðurstaða

Vandamálið er "per se" ekki evran sem slík. Heldur sú efnahagsstefna sem fram er haldið á evrusvæði. Og virðist eingöngu henta sérhagsmunum 20% hópsins innan Þýskalands. Og einhverra tiltölulega ríkra innan þröngs hóps ríkja. En 20% hópurinn í Þýskalandi er sá sem ræður. Hinir eru fylgisveinar.

Það væri unnt að stjórna evrusvæði með afskaplega ólíkum hætti, þ.e. meir í átt við þá hagstjórn sem ástunduð er í Bandaríkjunum. 

Þ.s. stöðugt var með virkum hætti barist við þá niðursveiflu er átti sér stað. Og enn er verið að berjast með mjög virkum hætti, við afleiðingar þess hruns sem átti sér stað fyrir nokkrum árum.

Af því leiddi, er að í dag eru Bandaríkin sem heild búin í að lyfta sér upp fyrir þann topp, sem þau voru stödd á. Áður en kreppan hófst.

  • Þ.e. í reynd stefna 20% hópsins sem er að keyra S-Evr. niður í svaðið.
  • Og mun fyrir rest valda niðurbroti evrunnar, ef stefnunni er ekki hrundið á bak aftur.
  • Valda óskaplegu efnahagstjóni fyrir heiminn allan, þegar það niðurbrot á sér stað, með uppreisn almennings í S-Evr. Þegar hún loks kemst yfir þann hjalla, að yfirvinna það gríðarlega tak sem hin ofsaríka elíta hefur á stofnunum ESB sem og stærstu fjölmiðlum.

-----------------------------------------

Sú hugmynd að S-Evr. þjóðirnar fylgi fordæmi þýska módelsins, með því að gervallt evrusvæði fari í útflutningsdrifinn vöxt - eiginlega eingöngu.

Því meðan skuldakreppan ágerist, er stöðugt verið að drepa innri eftirspurn. 

Getur ekki gengið upp í dag, hefði líklega ekki heldur getað gengið upp í gær, en evrusvæði sem heild er hagkerfi svipað að stærð og hagkerfi Bandaríkjanna.

Það þíðir eiginlega, að það stefnir líklega í viðskiptastríð.

Ef raunverulega er leitast við að beita þeirri stefnu, en Bandaríkin eru bún að fá nóg af viðskiptahalla gagnvart Kína. Þau munu ekki sætta sig við að fá sambærilegan halla við Evrópu.

Né sé ég nokkrar líkur þess, að Kína sé til í að gerast nettó kaupandi í miklum mæli á varningi frá Evrópu, en hingað til hefur það haft þá stefnu að halda Evrópu sem nettó kaupanda á varningi frá Kína.

Ekki ætlar Japan að gerast slíkur nettó kaupandi heldur, en ný stjórn ætlar að efla japanska hagkerfið - takk fyrir.

Ekki getur Afríka eða S-Ameríka sýnist mér, tekið af sér hlutverk nettó kaupanda.

  • Það myndi soga til sín fé frá Afríku og frá S-Evr., með sama hætti og Þýskaland á umliðnum áratug sogaði til sín fé frá S-Evr.
  • Afleiðing, S-Evr. í kreppu í dag.
  • Afríka og S-Ameríka myndi lenda í sambæril. skuldakreppu v. skuldakreppu S-Evr. einnig á ca. áratug.

Það þíðir - að engin leið verður fyrir Evrópu að byggja upp nægilega stóran afgang.

Til að búa til vöxt, meðan að innri aðlögunarferlið heldur áfram.

Sem segir eiginlega það, að S-Evr. sé nánast fordæmd til kreppunnar löngu, meðan að S-Evr. heldur sér innan evrunnar, svo lengi sem evrusvæði er stjórnað af 20% hópnum þýska.

Ef S-Evr. getur ekki tekið stjórnina á evrusvæði yfir til sín, þá þarf S-Evr. að fara út úr evru.

Flóknara er það ekki, að svo lengi sem stefna 20% hópsins er viðhaldið, á S-Evr. ekki sér viðreisnar von innan evrunnar!


Kv.


Viðskiptastríð að skella á milli Kína og ESB?

Evrópusambandið hefur ákveðið að skella á háum tollum á kínversk framleiddar sólar-rafhlöður. Mig grunar að ekki sé unnt að leiða hjá sér samhengi kreppunnar í Evrópu. En eitt af því sem evrópsk stjórnvöld hafa verið að skera niður. Eru styrkir til evrópskra framleiðenda sólarhlaða, og samtímis einnig minnkað niðurgreiðslur á kostnaði við uppsetningu hlaða. Evrópskir framleiðendur hafa  í seinni tíð margir hverjir orðið gjaldþrota vegna taprekstrar. En þeir eru í harðri samkeppni við kínverska framleiðendur, sem sagðir eru njóta margvíslegra fríðinda frá kínverskum stjórnvöldum, sem hafa stöðugt einnig verið að keyra niður verðlag á sólarhlöðum - verðsamkeppni sem evr. framleiðendur viðrðast ekki vera að standast, þegar þeir á sama tíma eru að lenda í niðurskurði evr. stjórnvalda.

Kínversk stjórnvöld hafa umliðinn áratug eins og þau evrópsku, einnig litið á sólarhlöður sem strategíska framtíðar framleiðslu, mikilvægt að efla Kína sem mest á því sviði.

Innan Evrópu hefur grænn iðnaður ekki síst framleiðsla og uppsetning sólarhlaða, verið "hæpaður" sem ný von, ný hátæknigrein sem Evrópa geti haslað sér völl innan. Pólitískar áherslur á svokallaða "græna tækni" hafa notið vinsælda. Evrópa hefur viljað skapa sér samkeppnisforskot á því sviði. Framleiðendur í Evrópu, hafa notið þess að uppsetning sólarhlaða hefur verið styrkt víða um aðildarlönd Evrópusambandsins, á sama tíma og sjálf framleiðslan einnig hefur notið margvíslegra fríðinda.

  • En í kreppunni í síðustu tíð, eru allir þessir styrkir á undanhaldi.
  • Og allt í einu, óttast menn að evrópskir framleiðendur verði undir - hreinlega.
  • Hvað með framtíð græns iðnaðar, sem pólitíkin hefur verið að halda á lofti seinni árin?
  • Þá kemur, klassísk "protectionism" stemming!

Solar power installations fall in Europe as PV market shifts

EU To Impose Tariffs on Chinese Solar Panels

EU Plans Tariffs of Up to 67.9% on Chinese Solar Panels

Europe on verge of trade war with China over cheap solar panels

  • The tariffs, which will come into effect by June 6, will range from 37.3% to 67.9%, according to the document, drafted by the European Commission.
  • Some of the largest Chinese manufacturers will face duties on the higher end of that range.
  • "Dozens of European manufacturers have shut production or gone out of business as solar-panel prices have plummeted; the industry says unfairly priced imports from China are the cause."
  • The commission document portrays an industry that managed to expand in recent years despite rising Chinese imports but was particularly hard hit by Chinese competition starting in the middle of 2011.
  • "The price of Chinese solar panels imported into the EU fell nearly 75% between 2009 and last year."
  • "Solar-panel equipment has grown to become a significant chunk of China's exports to the EU, which is the world's largest solar market."
  • "The amount of new solar power installed in Europe fell sharply for the first time in more than a decade last year...New installation fell from 22.4GW in 2011 to 17GW in 2012, taking Europe’s share of new capacity down from 74 per cent to 55 per cent in what the solar industry said was a “turning point in the global PV [photovoltaic] market that will have profound implications in coming years”."

 

Evrópskir framleiðendur virðast hafa lent milli tveggja elda!

Eins og fram kemur í frétt Financial Times, varð viðsnúningur 2012 í uppsetningu nýrra sólarhlaða í Evrópu. Þeim fækkaði!

Þar ræður örugglega miklu, lækkun niðurgreiðslu kostnaðar við uppsetningu - samtímis því að kjör neytenda hafa verið í hnignun vegna kreppunnar.

Það má fastlega gera ráð fyrir því, að umtalsverðar verðhækkanir á sólarhlöðum í Evrópu sem tollarnir munu framkalla, muni valda frekari samdrætti í nýuppsetningum sólarhlaða.

Evrópsk fyrirtæki virðast hafa lent í verulegum taprekstri ca. frá og með 2011, og síðan það ár virðist fjöldi fyrirtækja hafa rúllað eða að móðurfélög hafa hætt framleiðslu sólarhlaða.

  • Líklega munu kínversk fyrirtæki, koma sér upp framleiðslulínum í löndum utan Kína.
  • Til að komast framhjá tollverndinni.

Og þá örugglega, í einhverju öðru láglaunalandi - t.d. Víetnam. Þannig, að líklega sé sú vernd sem evrópskir framleiðendur fá - skammlíf.

  • Niðurstaðan sé líklega sú, að enn eina ferðina sé Evrópa að verða undir, í samkeppninni við Asíu.
  • Þær vonir sem gerðar voru um uppbyggingu græns iðnaðar, sem nýrra framtíðarhátæknigreina, sé líklega að bregðast.

 

Niðurstaða

Evrópa virðist standa frammi fyrir brostnum vonum eina ferðina enn, en áður hefur Evrópa gert tilraun til að keppa í hátæknigreinum í tölvugeiranum, en Asía er í dag nærri algerlega dóminerandi í framleiðslu á tölvubúnaði - fyrir utan að Bandaríkin enn hafa töluverðan iðnað í Kaliforníu.

Grænn iðnaður var mjög "hæpaður" á umliðnum árum, sem hin nýja von. Framtíðargrein sem gæti vaxið án takmarkana - þ.s. augljóst virðist að heimurinn þurfi í vaxandi mæli á því að halda, að framleiða hærra hlutfall af sinni orku með meir umhverfisvænum aðferðum.

Mikið fjármagn hefur verið lagt í stuðning við uppbyggingu framleiðslu sólarhlaða. Ekki síst, fjármagni verið varið til að niðurgreiða kostnað við uppsetningu.

En enn eina ferðina, stefnir í það að asískir framleiðendur verði yfirsterkari.

Enn ein iðngreinin flytjist til Asíulanda!

Ef þetta heldur áfram, er erfitt að sjá hvernig Evrópa kemst hjá verulegu hrapi lífskjara fyrir rest. En þegar það dugar ekki framleiðendum að vera skilvirkir - því keppinautarnir eru það einnig, þá verður samkeppnin að beinni samkeppni um launakostnað.

Og þá tapar Evrópa óhjákvæmilega!

 

Kv.


Neyðist David Cameron að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB fyrir þingkosningar 2015?

Það er búin að eiga sér stað atburðarás í Bretlandi undanfarnar 2-vikur sem verður að líkja við pólitískan jarðskjálfta.

Ég virkilega velti fyrir mér því sem möguleika, að Bretar ákveði að yfirgefa ESB fyrir þingkosningarnar 2015.

 

Fyrst er stórsigur "United Kingdom Independence Party" eða "UKIP" í sveitastjórnarkosningum sem haldnar voru fyrir rúmri viku.

En skv. lauslegri áætlun, virðist UKIP hafa fengið um 23% atkvæða landið vítt, Íhaldsflokkurinn 25% og Verkmannaflokkurinn um 29%. Þetta sé talin sérdeilis léleg kosning beggja stóru flokkanna.

Local election results are good for Ukip, not so good for Labour

"Ukip did well, though they came nowhere near winning a county outright. There were surges in Kent (+17 seats), Lincolnshire (+16), Norfolk (+14), Cambridgeshire (+11), Hampshire (+10) and West Sussex (+10). The party looks on course to win over 140 seats, well above any expert prediction. They will be the biggest opposition party in a number of places."

Skv. þessu er UKIP orðinn 3-stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Fylgi Frjálslynda flokksins virðist hafa hrunið, samstarfsflokks Íhaldsflokks í ríkisstjórninni.

Þessi sigur virðist hafa komið mönnum í opna skjöldu, meira að segja Nigel Farage sjálfum skv.:

""I don't know what's going on," he told his press officers after emerging at 11.30am from the sixth or seventh TV interview of the morning. "How many seats? Are we losing seats?" He had to break off from his interview schedule to go and check out of his hotel, having apparently failed to anticipate that he would be in such demand."

Síðan talaði hann nokkuð digurbarkalega í viðtali eftir að úrslitin voru ljós:

Farage calls for EU referendum 'before next election'

Einnig er áhugavert, að 100 þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við kröfuna um, þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir þingkosningar 2015.

Rattled Tories talk up EU 'in-out' referendum to keep UKIP at bay ahead of 2015 election

Viðbrögð David Cameron voru áhugaverð, en fyrir kosningarnar var hann dónalegur við fylgismenn UKIP en eftir að kosningarnar voru afstaðnar, kvað við töluvert annan tón.

Anti-EU party shakes British PM's Conservatives in local vote

  • "Cameron...dismissed UKIP as "a bunch of fruitcakes, loonies and closet racists", and a senior Conservative minister called the party "a collection of clowns" before the vote."
  • "Speaking after the vote, Cameron changed his tone, saying it was "no good" to insult a party that people had voted for and had contributed to his own party losing 335 council seats." - ""We need to show respect for people who've taken the choice to support this party and we're going to work really hard to win them back," he said."

Tjón Íhaldsflokksins var mikið eins og sést, 335 töpuð sæti í sveitastjórnum. En Íhaldsfl. tapaði einnig sætum sem UKIP vann ekki, út á það að UKIP tók atkvæði frá Íhaldsflokknum. Svo að Verkmannaflokkurinn tók sætið í staðinn.

Það er eiginlega atriði sem fjöldi Íhaldsmanna er farinn að óttast.

Að UKIP veiki stöðu Íhaldsflokksins í þingkosningunum 2015, jafnvel þó að UKIP fái fáa eða jafnvel engan þingmann.

En skv. greiningu þarf UKIP ca. 24% atkvæða á landsvísu til að vera líklegur að ná inn á þing.

Lord Nigel Lawson: There is no way there will be a UKIP govenment in 2015

"“We see that UKIP only gets its first few MPs at 24 per cent. 

 

Jarðskjálfti 2, Nigel Lawson leggur til að Bretland yfirgefi ESB!

Nigel Lawson - I’ll be voting to quit the EU

En Lawson er ekki hver sem er, heldur var hann Fjármálaráðherra Thatcher stjórnarinnar í 6 ár. Hann studdi inngöngu Bretlands í ESB á sínum tíma. Hann studdi á sínum tíma stefnu, þ.s. breska pundið var tengt við þýska markið í tilraun til að lækka verðbólgu í Bretlandi. Tilraun sem hrundi fyrir rest, þegar Soros eins og frægt er - felldi breska pundið. En hann talaði ávallt gegn hugmyndinni um evru, taldi evruna slæma hugmynd og samtímis barðist gegn hugmyndum um evruupptöku Bretlands.

Í lesendagrein í blaðinu Times sem hlekkjað er á að ofan, þá segir Lawson fullum fetum, að Bretland eigi að yfirgefa ESB.

Skrif Lawson í Times vöktu auðvitað athygli annarra fjölmiðla:

Lord Lawson’s declaration throws EU rejection in spotlight

Nigel Lawson calls for UK exit from EU

Britain should quit European Union - former finance minister

Former Chancellor Nigel Lawson calls for UK to leave European Union

Með þessu er þungavigtarmaður innan Íhaldsflokksins kominn í raðir þeirra sem hafa þ.s. yfirlíst markmið, að Bretland skuli yfirgefa ESB.

Lord Lawson, virðist skv. skrifum sínum, álíta að Bretland myndi ekki nettó tapa á því að yfirgefa ESB, vegna þess hve lamandi hönd ESB regluverks sé orðin yfirgripsmikil.

Hann segir ólíklegt að áætlun Camerons, að semja við ESB um eftirgjöf valds sem Bretland hafi fært yfir til ESB, muni ganga upp. Bretar muni sjá í gegnum hvaða hálfbakað samkomulag sem gert verði, og kjósa - Nei.

Hann segist hafa kosið inngöngu 1975 en muni kjósa útgöngu 2015.

 

Niðurstaða

Það sem liggur að baki þessu er tvennt, þ.e. auðvitað kreppan í Evrópu. Afskaplega slök framtíðar hagvaxtartækifæri Evrópu. 

En ekki síst, þ.s. Bretar upplifa sem atlögu stofnana sambandsins að fjármálahverfinu í London, þ.e. "City."

Þar getur legið að baki, sú hugsun að Bretland muni eiga betri tækifæri utan við ESB, með fókus á restina af heiminum. En fræðilega getur Bretland alveg tekið slíka stefnu. 

Þ.s. eftir allt saman er ekki nema tæpur helmingur viðskipta Breta við Evrópu. Þá veðji Bretland á vöxt viðskipta sinna utan Evrópu.

Á sama tíma, líklega kallar kreppan í Evrópu - - sem virðist stefna í það að vera langvarandi, hvort sem er á aukinn fókus Bretlands á aðrar heimsálfur á næstu árum, ef skapa á þann hagvöxt sem Bretland þarf á að halda til að komast út úr eigin vandræðum. En ekki virðist sérdeilis líklegt að Evrópa verði uppspretta vaxandi tækifæra á viðskiptasviðinu á næstunni.

Bretland hefur alltaf verið alþjóðlega sinnað, hafandi í huga lélegar framtíðar hagvaxtar forsendur Evrópu, er það ekki neitt útilokað að hagnaður Breta af aðild. 

Sé við það að hverfa - ef hann sé ekki þegar horfinn. En þó svo að Bretar fari út, er ekki eins og að þá rofni öll viðskiptatengsl. Bretar verða enn meðlimir að Heims-Viðskiptastofnuninni, ásamt flestum aðildarríkjum ESB. Í gegnum þann klúbb, er áfram til staðar gagnkvæmur aðgangur. Þó sá sé ekki tollfrír. Þó er það lágtollaumhverfi.

 

Kv.


Ný ríkisstjórn verður að hefja verk á umfangsmiklum björgunaraðgerðum!

Þetta er í reynd sannleikurinn að baki þjóðsögunni um hinn meinta árangur ríkisstjórnarinnar. En skv. nýlega útkomnu riti Seðlabanka Fjármálastöðugleiki þá stöndum við Íslendingar frammi fyrir mjög krefjandi verkefni.

Sem er það - - að koma í veg fyrir yfirvofandi lífskjarahrun!

En það er yfirvofandi - - nema að ný ríkisstjórn taki til hendinni, svo um munar.

  • Takið eftir - - framreiknaður kostnaður af skuldum er 5½%, en áætlaður gjaldeyrisafgangur yfir sama tímabil, einungis 3%.
  • Þetta þíðir einfaldlega að öllu óbreyttu, að gengisfall er yfirvofandi og þar með lækkun lífskjara. 

Á hinn bóginn er enn tími til stefnu. En ekki mikill tími.

Þann tíma þarf að nota vel - - þ.e. að semja um þær skuldir.

Nokkurs konar nauðasamningaleið, eða slá ný lán til að borga upp gömul sem hefðu hagstæðari kjör.

 

Tekið úr ritinu Fjármálastöðugleiki:
  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

 

Svo má líka álykta það, að Seðlabanki Ísland sé að segja - - Landsbanka Íslands Hf í reynd vera ógjaldfæran?

En ef ekki er nægur gjaldeyrir fyrir hvort tveggja í senn ríkið og Landsbanka, þá auðvitað tryggir ríkið sjálft sig. Lætur LB sitja eftir.

Það getur því vel verið, að LB geti ekki tryggt sér nægan gjaldeyri til að standa undir þeirri skuld.

Atriði sem þingmenn Framsóknarfl. bentu á í nokkur skipti á umliðnu kjörtímabili - - man ég.

Sem betur fer, eru neyðarlögin enn í gildi, þannig ef allt fer á versta veg - getur ríkið látið FME taka LB yfir, og ríkið getur þá sjálft séð um að endursemja um það lán.

Enda fellur það hvort sem er á ríkið, ef LB fer í þrot. Sem raunverulega virðist ástæða að ætla að geti gerst.

 

Tekið úr ritinu Fjármálastöðugleiki:

  1. Áætlaðar afborganir fara úr 87 ma.kr. árið 2014 í 128 ma.kr. árið 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans hefjast af fullum þunga.
  2. Til samanburðar er áætlað að undirliggjandi viðskiptaafgangur ársins 2012 hafi verið 52 ma.kr.
  3. Verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið á sl. árum, um 3-3,5% af landsframleiðslu, þurfa aðrir aðilar en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna sem nemur um 265 ma.kr. fram til ársins 2018.
  • Afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans er of þungur fyrir hagkerfið í heild.
  • Lengja verður í bréfunum eða endurfjármagna þau.
  • Án lengingar eða umtalsverðrar endurfjármögnunar er ljóst að ekkert svigrúm er til þess að nýta viðskiptaafgang í því skyni að hleypa út krónueignum erlendra aðila á næstu árum.
  • Samspil losunar hafta og endurgreiðslna á erlendum lánum er helsta áhættan í kerfinu.

 

Þetta ástand sýnir einnig hve brjáluð hugmynd það var, að ætlast til að Ísland borgaði Icesave.

En ekki síst, færir það okkur heim sanninn um - - popúlisma ríkisstjórnarinnar.

Því var einfaldlega trekk í trekk, þverneitað að nokkuð væri að óttast - - fyrirspurnum þingmanna Framsóknarfl. t.d. um stöðu Landsbanka, var ávallt svarað á þá leið. 

Að staða LB væri traust.

Ég tek þó fram, að ofangreindur sannleikur hefur ekkert verið falinn í þeim skilningi að enginn hafi vitað af honum, þeir sem fylgdust vel með. Vissu af þessu.

Hafa vitað þetta aum töluverðan tíma.

En vandinn er sá, að almenningur veit þetta ekki - - hefur verið fylltur af ranghugmyndum um stöðuna. Og því, röngum væntingum um framvindu mála næstu misserin.

Það er yfirvofandi, að mikið verði þrýst á hækkun lífskjara - - en á sama tíma, er algerlega augljóst skv. tölum Seðlabanka, að engin - alls engin, forsenda ennþá er fyrir slíkri hækkun.

Í reynd, þ.s. ný ríkisstjórn þarf að fara í, er hrein varnaraðgerð.

Til þess að verja núverandi stöðu!

 

Niðurstaða

Staðan er mjög dökk. En hún er ekki vonlaus. Ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Sem er það, að semja um lækkun greiðslubyrði erlendra gjaldeyrislána.

Þá þarf að taka með í reikninginn, gjaldeyrisþörf allra aðila sem tengjast ríkinu eða hinu opinbera beint eða óbeint, þá á ég við aðila eins og LB og OR.

OR er í gjörgæslu Reykjavíkurborgar, en ríkið þarf í reynd að taka á vanda LB samtímis því, að það tekst á við sinn eigin.

Það á ekki að hika við að taka LB yfir, ef það gerir leiðina að markmiðinu greiðfærari.

----------------------

Hvað með loforðið um lækkun lána? Ég held að ljóst sé að bíða þurfi með að greiða út til lánþega það fé sem hugsanlega semst við eigendur 800ma.kr. lausafjár hérlendis að afskrifa, þar til í ljós kemur hvernig gengur að semja um endurfjármögnun lána ríkisins.

Á hinn bóginn liggur á að afgreiða öll þessi mál - - rétt að stefna að því að klára þau öll á fyrsta starfsárinu.

En ef tekst vel til, verður unnt að afnema höft - án umtalsverðra boðafalla.

Þá ætti vel vera hægt, að greiða út það fé sem lagt verður væntanlega inn á lán einstaklinga sem til stendur, að lækka að hlutfalli.

  • Málið er einnig að þegar höftin verða komin af, þá er svo margt í því framhaldi sem verður mögulegt.
  • Sú aðgerð er eiginlega forsenda þeirrar atvinnu-uppbyggingar sem ný stjv. þurfa að ráðast í.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 402
  • Frá upphafi: 871501

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 375
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband