Spilling í Þýskalandi - hrun í fjárfestingum innan Þýskalands!

Tvær áhugaverðar fréttir. Báðar um Þýskaland. Önnur frá Wall Street Journal - hin frá Der Spiegel.

WSJ: Corporate Germany Looks to Invest Overseas—Not at Home

Spiegel: Donation from BMW Owners Raises Eyebrows

Fyrst um þann skort á fjárfestingum sem hefur vakið ugg þýskra stjórnvalda. En það er ekki bara á Íslandi þar sem skortur á ný-fjárfestingum veldur áhyggjum. Innan Þýskalands er einnig ný-fjárfestingaþurrð af hálfu þýskra fyrirtækja. 

Wall Street Journal skv. frétt, lét framkvæma skoðanakönnun meðal forsvarsmanna þýskra fyrirtækja fyrir skömmu. Hún er unnin að afloknum þingkosningum í Þýskalandi.

Niðurstöður hennar eru áhugaverðar - sjá mynd!

Niðurstaðan er skýr - - þýskt atvinnulíf ætlar að forðast Evrópu eins og heitan eldinn!

Einungis 15% fjárfestinga þeirra munu fara fram innan Þýskalands á þessu ári.

---------------------------------------------

"If the low rate of investment continues much longer, "it will put the competitiveness of the whole of German industry at risk," said Ralph Wiechers, chief economist of the VDMA engineering federation, which represents more than 3,000 Mittelstand companies."

  • "Most of the companies that responded to The Wall Street Journal survey—all of them nonfinancial companies from among the leading German corporations that make up the DAX-30 stock-market index—say they are aiming to maintain or slightly increase their overall investment in the year ahead."
  • "But they are mostly planning to spend money on maintaining rather than significantly upgrading their domestic production facilities."

"The survey's findings challenge hopes in Germany that investment will take off in coming months, following two years of weakness that has held down Germany's growth rate."

"German GDP is projected to increase by about 0.4% this year, due in part to companies' reluctance to invest."

  • "Meanwhile, foreign companies' appetite for investing in Germany is also waning. Foreign direct investment in Germany plummeted to €5.1 billion ($6.9 billion) in 2012, from €58.6 billion in 2007, according to data from Germany's central bank."
  • "The decline continued in the first six months of this year, when a mere €800,000 of FDI landed in Germany."

--------------------------------------------- 

Ráðandi þættir virðast vera:

  1. Arfa slakar horfur varðandi framtíðar vöxt eftirspurnar innan Evrópu.
  2. Stöðug hækkun raforkuverðs innan Þýskalands sem þegar hefur hækkað um 30% á 6 árum, og frekari hækkanir í sigtinu.

Stefnumörkun sú sem Angela Merkel hefur haldið á lofti á sl. kjörtímabili, hefur einmitt verið ákaflega eftirspurnar bælandi - innan Evrópu.

En fyrir tilstuðlan þrýstings hennar ríkisstjórnar, var svokallaður "Stöðugleika Sáttmáli" þvingaður í gegn, en hann felur í sér að þrengt hefur verið að heimild aðildarríkja evrusvæðis. Til að reka ríkissjóði með halla.

Að auki hafa aðildarlönd evrusvæðis, verið beitt mjög hörðum þrýstingi til þess, að fara leið verðhjöðnunar - til að aðlaga eigin hagkerfi.

Það hefur beinlínis falið í sér - - skipulagða eyðileggingu á eftirspurn innan þeirra hagkerfa.

Ekkert hefur komið á móti, þ.e. löndin í N-Evrópu hafa ekki í staðinn, hvatt til eftirspurnar aukningar innan eigin hagkerfa. Til að mæta eftirspurnar minnkun í S-Evrópu.

Þannig að útkoman hefur verið, mjög veruleg minnkun á eftirspurn í Evrópu heilt yfir.

  • Það þíðir, að eftir minna er að slægjast fyrir fyrirtæki.
  1. Þegar rætt er um skort á fjárfestingum á Íslandi, bæði að hálfu erlendra sem innlendra fyrirtækja, þá nota aðildarsinnar ávallt tækifærið, til þess að benda á skort á aðild - sem að þeirra mati, skýringu.
  2. Þeir vilja meina, að það eitt að viðhalda aðildarferlinu, hvetji til ný fjárfestinga.
  3. Vegna þess, að þá hafi menn von um aðild í náinni framtíð.
  4. En hvernig bregðast þeir við fréttum af því, að meira að segja í sterkasta hagkerfi Evrópu, hefur orðið mjög mikill samdráttur í ný-fjárfestingum síðan 2007.

Og fátt bendir til þess, að stórfelld aukning verði þar í nýjum fjárfestingum í bráð.

 

Hneyksli í Þýskalandi - tengt ríkisstjórn Angelu Merkel!

Þetta tengist stórri peningagjöf frá Quandt/Klatten fjölskyldunni sem enn þann dag ræður yfir ráðandi hlut í BMW fyrirtækinu í kosningasjóð Kristilegra Demókrata, flokk Angelu Merkel.

690.000€ * 163,75 = 112.987.500Kr.

Quandt fjölskyldan sem sagt gaf tæpar 113 milljónir króna.

Af hverju þetta vekur athygli er að þetta kemur fram örskömmu eftir að í ljós er komið, að innan Evrópusambandsins hefur verið tekin ákvörðun.

Sem er ákaflega hagstæð fyrir einmitt BMW!

--------------------------------------------- 

"On Monday, European Union environment ministers gave in to German demands to scrap an agreement to cap EU car emissions."

Peningagjöfin fer fram þann 9. október, þann 14. október er kynnt um ákvörðun framkvæmdastjóra ESB - - 5 dagar á milli.

Líklegt virðist að ákvörðunin hafi þá þegar legið fyrir, þó hún hafi ekki formlega verið kynnt - fyrr en þennan dag.

  1. "After months of forceful lobbying from Germany, the ministers from the 28 EU member states agreed to reopen a deal sealed in June."
  2. "German carmakers Daimler and BMW produce heavier vehicles that consume more fuel than vehicles made by firms such as Italy's Fiat."
  3. "That means they would find it harder to meet a proposed EU cap on carbon emissions of 95 grams per kilometer for all new cars from 2020, analysts say." 
  • "First, Germany browbeat smaller countries like Hungary, Portugal and Slovakia into supporting its line. German car firms run factories in those countries."
  • "Then Germany started working on the big EU nations. At the June EU summit, diplomats noticed that Merkel didn't object to Britain keeping its EU rebate intact in a dispute over a proposed new method to calculate the sum. The revised calculation would have slashed the rebate by 1.5 billion pounds (€1.8 billion) over the 2014-2020 budget period."

---------------------------------------------

Tek fram að ég hef nokkra samúð með þýsku lúxusbíla framleiðendunum.

En t.d. eina útgáfa af Porche sem skv. opinberum mælingum stenst þetta viðmið, er "hybrid" útgáfa af Panamera, en engin útgáfa af þeirra sportílum gerir það né af þeirra jeppum.

Porche yrði þá að framleiða eingöngu - - tvinnbíla.

Það sama ætti við BMW og líklega einnig Mercedes Bens. 

Mundi líklega drepa alla þeirra framleiðslu á bílum með bensín eða dísil vélar af stærri gerðinni.

Og örugglega alla þeirra jeppa.

Með öðrum orðum, þeir gætu a.m.k. ekki innan Evrópu framleitt þá bíla, sem þær verksmiðjur græða mest á.

  • Það getur auðvitað verið, að baki hafi legið hótun - - um að færa alla framleiðslu á bifreiðum frá Þýskalandi, á næstu árum.

Að þýskir bílar hættu að vera - þýskir.

"Klaus Ernst, a lawmaker for the opposition Left Party, said it was "the most blatant case of purchased policymaking in a long time. BMW has Merkel in the bag. No one's done it that openly so far.""

Umhverfisverndarsinnar eru brjálaðir.

En ég velti fyrir mér hvernig Þýskaland væri án Bens og BMW?

Hvort þetta er spilling - - fer auðvitað eftir því hver talar.

Í augum þeirra sem studdu þessa breytingu, þá er þetta bakslag í baráttunni fyrir verndun umhverfisins, og í þeirra augum keypti þýski bílaiðnaðurinn tiltekna stefnumörkun!

Umhverfissinnar í reynd saka Angelu Merkel um spillingu.

 

Niðurstaða

Málið varðandi fjárfestingu er það, að fjárfesting hefur minnkað mjög mikið í Evrópu allri síðan 2007. Mis mikið að sjálfsögðu. En mikil minnkun í öllum löndum. En þó mest innan landa í efnahagsvandræðum.

Ísland er því ekki eitt á báti. 

Það eru einmitt daprar framtíðar hagvaxtarhorfur sem letja mjög til ný-fjárfestinga innan Evrópu.

Þetta ástand virðist ekki líklegt til að skána á næstunni.

---------------------------------------------

Ég hugsa að stuðningur Angelu Merkel við þarfir þýska bílaiðnaðarins hafi verið nauðsynlegur. 

En það mundi ekki koma mér mjög á óvart, ef það lá að baki hótun frá þýska bílaiðnaðinum, um flutning starfseminnar úr landi.

Rétt er að halda á lofti, að töluvert af bílaframleiðslu er t.d. komin til Tyrklands.

S-kóreskir framleiðendur hafa verið að setja þar upp verksmiðjur á sl. árum, til að framleiða fyrir Evrópumarkað.

Það gætu fleiri framleiðendur flutt sig þangað. 

 

Kv.


Stutt í að Fitch Rating lækki lánshæfi Bandaríkjanna!

Skv. erlendum fjölmiðlum hefur fyrirtækið Fitch Rating sett Bandaríkin á neikvæðar horfur. Út af ítrekuðum deilum í tengslum við svokallað skuldaþak. Skv. fréttum af atburðum dagsins á Bandaríkjaþingi. Liggur samkomulag ekki enn fyrir. En tilraunir til þess að ná fram einhverju samkomulagi, hafa þó ekki hætt. En það lýtur því miður þannig út - - að það getur verið að þingmennirnir nái ekki að klára málið fyrir miðnætti á miðvikudag. Þó það sé hugsanlegt að þeir nái því innan einhverra daga þaðan í frá, eða jafnvel fyrir helgi. Ef það ástand varir bara í örfáa daga - - getur vel verið að hlutir sleppi fyrir horn. En skv. erlendum fréttum er áætlað að alríkið eigi 30ma.$ lausafé á miðvikudag. Það þíðir, að eiginleg vandræði hefjast ekki endilega á fimmtudaginn, Þó Bandaríkin skelli á skuldaþakinu. En talið er þó að lausaféð klárist fyrir mánaðamót hið minnsta.

US rating put on negative watch on default fears

Fitch warns it may cut U.S. credit rating from AAA

  1. “The repeated brinkmanship over raising the debt ceiling also dents confidence in the effectiveness of the US government and political institutions, and in the coherence and credibility of economic policy."
  2. "It will also have some detrimental effect on the US economy.”
  3. “In the event of a deal to raise the debt ceiling and to resolve the government shutdown, which Fitch expects, the outcome of a subsequent review of the ratings would take into account the manner and duration of the agreement and the perceived risk of a similar episode occurring in the future.
  • Þetta þíðir líklega að mjög miklar líkur séu á lækkun lánshæfis ríkissjóðs Bandaríkjanna.
  • Vegna þess að allt útlit er einmitt fyrir að þessar deilur haldi áfram, þær halda þá áfram að skaða efnahag Bandar. 
  • Líkur að auki á að þessar síendurteknu deilur um skuldaþakið, leiði til hækkunar vaxta á bandar. ríkisbréf - - álags vegna pólitískrar áhættu.

En skv. þeim hugmyndum sem eru til umræði, stendur til að hækka skuldaþakið einungis fram til febrúar 2014.

Það myndaðist deila á þriðjudag milli Repúblikana í Fulltrúadeild annars vegar og hins vegar í Öldungadeild, en það virðist að Repúblikanar í Fulltrúadeild treysti sér ekki að ganga alveg eins langt til móts við Obama og Repúblikanar í Öldungadeild.

Skv. tillögu Repúblikana í Öldungadeild. Felur framlenging skuldaþaks til febrúar nk. í sér fulla fjármögnun alríkisins á meðan.

Sem er töluverð eftirgjöf gagnvart Obama, sem ávallt hefur heimtað "fulla fjármögnun" svo að starfsmenn alríkisins sem hafa nú verið í launalausu leyfi í nærri 2. vikur, komi til starfa.

En Repúblikanar í Fulltrúadeild, vilja ekki bjóða fulla fjármögnun nema fram í desember, þ.e. mánuði skemur. Þó skuldaþakinu væri lyft fram í febrúar.

Að auki eru þeir enn að þvælast með hugmyndir, sem þrengja að heimildum alríkisins til að forgangsraða greiðslum, sem alríkið hefur getað beitt - - til að spara sér fé svo það hafi meira svigrúm í samningum af þessu tagi áður en peningarnir klárast.

Viðbrögð demókrata við tillögunum voru:

"Democrats quickly rejected details of the latest plan from House Republicans. "The bill the Republicans are putting on the floor today is a decision to default," House Minority Leader Nancy Pelosi (D., Calif.) said after a White House meeting between Democrats and President Barack Obama. Among other objections, Democrats have resisted efforts to limit the Treasury's abilities to maneuver around the debt ceiling. House Minority Whip Steny Hoyer (D., Md.) called the latest provision on that front "very, very damaging.""

Markaðir eru farnir að sýna fyrstu greinilegu óttamerkin, þetta sést á því að vaxtakrafa fyrir skammtíma ríkisbréf frá alríkinu hefur rokið upp, vegna þess að eftirspurn er að þorna hratt upp.

Bankar eru nú á fullu að takmarka sína áhættu, og hafa t.d. stöðvað frekari kaup á bandar. skammtímabréfum.

Það er þó ekki eiginleg paník enn - - en skammt er í hana, held ég.

 

Niðurstaða

Þó svo að bandar. þingið nái 11. stundar samkomulagi á morgun. Þá í ljósi þess, að það samkomulag sem er líklegast, framlengir deilurnar um skuldaþakið fram á nk. ár. Þannig að óvissan sem þeim fylgir heldur þá áfram að skaða bandar. efnahag. Þá líklega mun Fitch Rating láta verða af hótun sinni um lækkun lánshæfis Bandaríkjanna.

Mér virðist einnig líklegt að þessar síendureknu hörðu deilur, muni að auki hækka vaxtakröfu á bandar. ríkisbréf - - af völdum þeirrar pólitísku áhættu sem fylgir þessum deilum.

Það muni skaða getu alríkisins til að lækka niður, þann halla á rekstri alríkisins sem deilan ekki síst snýst um. En hækkaðir vextir, munu auka þann halla með því að gera nýtt lánsfé dýrara. Þau áhrif muni þó skila sér einungis smám saman, eftir því sem ríkisbréf renna út og ný eru gefin út í staðinn.

Að auki séu hin neikvæðu efnahagslegu áhrif þeirra deilna, skaðleg tilraunum til að vinna á ríkishallanum. En öflugur hagvöxtur mundi afnema hann fljótt.

 

Kv.


Kosningasigur flokks Marine Le Pen skapar titring í Frakklandi!

Fljótt á litið virðist þetta úlfaldi úr mýflugu. En flokkur Marine Le Pen "National Front" á einungis 2 þingmenn á þjóðþingi Frakklands, þar á meðal Marine Le Pen sjálfa. Nú eftir sigur helgarinnar, á flokkurinn nú 2 sæti af 4000 meðal svæðisstjórna Frakklands. Ef sigurinn er settur í samhengi.

French far-right victory stirs fear among mainstream parties

Þessi sigur vakti samt mikla athygli fjölmiðla:

French far-right pulls ahead in local election -"Its candidate Laurent Lopez took 40.4 percent of the vote in the canton of Brignoles, near Toulon, late on Sunday versus 20.7 percent for the UMP candidate and 14.6 percent for the Communist."

Það sem er áhugavert við þessa kosningu - - er að leiðtogar stærstu flokkanna í Frakklandi, þ.e. forseti Frakklands sjálfur og leiðtogi stærsta hægri flokksins í Frakklandi, beittu sér með formlegum hætti gegn "National Front."

Eftir að Laurent Lopez hafði auðveldlega fellt út frambjóðanda sósíalista, þá skoraði Hollande á sitt fólk að láta frambjóðanda hægri manna fá sín atkvæði í seinni umferð kosninganna.

En allt kom fyrir ekki, og frambjóðandi flokks Marine Le Pen vann öruggan sigur.

Kastljósi fjölmiðla var með öðrum orðum beint að þessari kosningu. Og helstu heims fjölmiðlar hafa fjallað um hana.

  • Þetta virðist vera klassísk óánægjukosning.

En skv. fréttaskýrendum, hefur Marine Le Pen verið að sækja mjög fylgi til vinstri kjósenda. Þó einhverjum geti virst það koma spánskt fyrir sjónir.

En hún hefur beint gagnrýni sinni mjög harkalega gegn niðurskurðastefnu stjórnarinnar, kennir henni um aukið atvinnuleysi - - hafandi í huga vonbrigði margra franskra kjósenda með Hollande.

Getur verið að þessi kosningaáróður Le Pen sé að virka.

Skv. skoðanakönnunum hefur fylgi National Front rokið upp.

En á næstunni verður kosið til Evrópuþingsins, og "NF" hefur verið að mælast með allt að 24% fylgi. Gæti orðið stærsti þingflokkurinn frá Frakklandi á Evrópuþinginu." 

Sem væri skemmtileg kaldhæðni.

Best að muna að Marine Le Pen fékk 18% sem forsetaframbjóðandi.

"NF" virðist um þessar mundir vera sá flokkur er helst græðir á almennri óánægju með svokallaða "hefðbundna flokka."

En hægri flokkarnir hafa ekki náð sér eftir tapið í síðustu forsetakosningum, og sjaldan hafa vinsældir fallið eins hratt hjá nokkrum forseta eins og Hollande.

Nú þegar á lýður virðist sífellt minni munur á stefnu hans og Sarkozy, sem kannski hvetur óánægju kjósendur til að flykkjast um flokk Marine Le Pen.

 

Niðurstaða

Flokkur Marine Le Pen er ósvikinn "þjóðernissinnaður" flokkur hvort sem hann telst öfga slíkur eða ekki. Hann hefur lengst af talist til öfgaflokka til hægri ekki síst í tíð stofnanda síns, föður Marine Le Pen. Þá má einnig segja að þjóðernissinnuð afstaða flokksins hafi verið ákaflega hörð á þeim árum. En síðan Marine tók við flokknum, hefur hún tónað niður þann harða tón er áður var á honum. Til að breikka hans fylgisgrundvöll. Það er umdeilt hvort það sé raunveruleg breyting eða "cosmetísk."

"FN" a.m.k. er enn með þá stefnu, að herða innflytjendalöggjöf. Hann er ekki frjálslyndur í efnahagsstefnu, heldur vill verja þ.s. franskt er - er því hallur undir verndarstefnu.

Og hann hefur í seinni tíð verið að leitast við að veiða einnig fylgi frá vinstri flokkum, svo það á ekki að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, eða losa um tök verkalýðsfélaga.

Spurning hvort þetta geti gengið upp, að veiða jafnt fylgi frá vinstri sem hægri.

  •  Þetta er a.m.k. ekki ný nasistaflokkur í stíl við Gullna Dögun.
Flokkurinn er alls ekki að boða einhverja byltingu. Heldur virðist hann höfða til frekar "íhaldssamra" kjósenda hvort sem er til hægri eða vinstri. Þá sem eru andvígir þeim breytingum sem eru í gangi. Þá sem óttast að halli á hefðbundin frönsk gildi.
  • Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Marine Le Pen verði næsti forseti Frakklands.
  • Ef allt gengur áfram á afturfótunum.

Bendi á umfjöllun Ambrose Evans-Pritchard um "Front National" eins og flokkurinn heitir á frönsku:

Time to take bets on Frexit and the French franc?

Hann fjallar nokkuð ítarlegar um stefnu Marine Le Pen.

 

Kv. 


Áhugi kínverja á risahöfn við Finnafjörð er áhugaverður!

Þetta kom fram í fréttum RÚV: Spáir því að Ísland verði í alfaraleið. Það sem mér finnst merkilegast er hin óskaplega bjartsýni sem gætir í orðum talsmanna hins kínverska skipafélags Cosco Shipping og hins rússneska flutningafyrirtækis. Fyrir skömmu, lauk Cosco Shipping merkilegri siglingu kaupskips yfir N-Íshafið frá borginni Pusan í S-Kóreu alla leið til Rotterdam, sjá umfjöllun mína: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!.

Áhugi Cosco Shipping á þeirri siglingaleið er því mjög raunverulegur. Og líklega ber því að taka því fullkomlega alvarlega, þegar talsmaður þess fyrirtækis - tjáir áhuga á Finnafjarðarhöfn.

Sjá mína umfjöllun um Finnafjarðarhöfn: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?.

Eins og þar kemur fram hefur Langanesbyggð gert samning við rekstrarfélag Brimarhafna "Bremenports" og það félag hefur tekið að sér, að láta framkvæma ítarlega rannsókn á aðstæðum við Finnafjörð, út frá þeirri hugmynd að reisa þar risastóra umskipunargámahöfn.

Rekstrarfélag Brimarhafna þekkir vel til rekstrar gámahafna, það er því augljós fengur af áhuga þess félags - - eins og fram kom hjá talsmönnum þess fyrirtækis, er áætlað að rannsóknirnar taki 3-4 ár og kosti nokkur hundruð milljónir ísl.kr.

Ef niðurstaðan er jákvæð, mun Bremenports hafa áhuga á þátttöku í verkefninu, og því hafa áhuga á að aðstoða við það verkefni, að útvega "fjárfesta" - en þetta sé það stórt verkefni að rekstrarfélag Brimarhafnar ræður ekki eitt um sig við það að fjármagna það.

Þannig, að í því ljósi er áhugavert að frétta af áhuga kínverska skipafélagsins, en þar er hugsanlega kominn fram - áhugasamur fjárfestir.

Ekki þekki ég fjárhagslegan styrk þess félags, en þ.e. a.m.k. í kaupskipasiglingum um heimhöfin.

Ef e-h er að marka áætlun talsmanns Cosco Shipping að allt að 15% flutninga kínv. varnings muni streyma yfir N-Íshafið svo snemma sem kringum 2020, eða innan 7 ára.

Þá er eftir miklu að slæðast, og í reynd farið að liggja á því að hefja framkvæmdir - jafnvel.

Hið minnsta þá a.m.k. ekki seinna vænna, að rannsóknir séu hafnar.

En hingað til hef ég sjálfur talið, að raunhæfara væri að miða við ca. 2030.

En líklega hafa kinv. aðilar og rússn. sem stunda siglingar á þessu svæði, meira vit á þessu - tja, heldur en ísl. "vitringar" sem haldið hafa því fram, að þetta gerist ekki fyrr en jafnvel eftir áratugi.

"Hafsteinn segir Kínverjana áhugasama um höfn í Finnafirði.„Þeir horfa til þess að árið 2020 - sem er nú ekki langt þangað til - geti allt að 10-15 prósent af vöruflutningum frá Kína á Atlantshafinu farið um þessar norðurslóðir. Þeir sýna Finnafjarðarverkefninu mikinn áhuga og það var ákveðið að hitta þá aftur og fara yfir þetta á breiðari grundvelli. En ekkert hefur verið ákveðið.“"

  • Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur yfir því, ef kínv. aðilar gerast með-eigendur að Finnafjarðar verkefninu.
  • En rökrétt er að Bremenports sjái um rekstur sjálfrar hafnarinnar, en Cosco Shipping líklega yrði þá áhugasamt um að eiga birgðaaðstöðu og kannski skika innan hafnarinnar þ.s. skip í þeirra eigu, mundu eiga regluleg stopp.
  • Það kemur ekkert í veg fyrir, að fjöldi annarra aðila, séu einnig á svæðinu.

En Kina er rísandi stórveldi hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Ef þeir fjárfesta ekki hér, þá fjárfesta þeir hjá einhverjum keppinaut okkar.

Ef kínv. fjárfesting, skapar fjölda varanlegra starfa á Íslandi, sé ég ekkert annað en gott við það.

En ég held að áhyggjur af kínv. áhrifum séu dálítið yfirdrifnar, en mín skoðun er að Kína muni fara að hér gætilega, vegna þess að Ísland er á yfirráðasvæði Bandaríkjanna.

Ísland hefur varnarsamning við Bandaríkin, sem er í fullu gildi. Þó enginn bandar. her sé staddur hérlendis á seinni árum, kom það fram skýrt af hálfu bandar. talsmanna þegar verið var að kveðja herinn heim - - að skuldbinding Bandar. varðandi varnir Ísland væri skýr.

Málið er að Ísland skiptir máli fyrir varnir Bandar. sjálfra, þetta er vegna staðsetningar Íslands - en aðstaða óvinar Bandar. hér, mundi geta ógnað öllum siglingum yfir N-Atlantshaf, einnig flugleiðum yfir N-Atlantshaf. Að auki, væri her - floti og flugher staddur hér, mun nær ströndum Bandar. en ef sá her - floti eða flugher væri staddur mörg þúsund km. lengra frá.

Bandar. gerðu auðvitað varnarsamning við Ísland ekki vegna sérstaks velvilja gagnvart Íslandi, heldur vegna þess að það þjónaði hagsmunum Bandar.

Ef varnarsamningurinn væri orðinn tilgangslaus, hefðu Bandar. sagt honum upp er þau kvöddu her sinn heim héðan.

  1. Það er algerlega öruggt að Bandar. munu virða þann samning, svo lengi sem hann er í gildi - eigin hagsmuna sinna vegna.
  2. En málið er, að þetta snýst um trúverðugleika Bandar. sjálfra, en þau hafa gert margvíslegar skuldbindingar við ríki víða um heim.
  3. Ef Bandar. mundu allt í einu vanvirða slíka skuldbindingu gagnvart Íslandi, mundi það framkalla óvissu um trúverðugleika skuldbindinga Bandar. t.d. gagnvart Tævan. Það mundi engu máli skipta, þó svo Bandar. þá mundu gefa út yfirlýsingu þess efni, að skuldbinding gagnvart Tævan væri þá enn í gildi. En þá mundi rifjast upp sambærileg yfirlýsing gagnvart okkur.

Það er Bandar. alltof - alltof mikilvægt að trúverðugleiki þeirra skuldbindinga sé hafinn yfir hinn minnsta vafa.

Að það komi því ekki annað til greina að þau virði áfram skuldbindingu sína gagnvart Íslandi.

  • Það skipti þannig séð ekki máli, að hér sé enginn her.
  • Skuldbindingin ein og sér, nægir.

Punkturinn er ekki síst sá, að Kínverjum geti vart annað en verið þetta kunnugt.

  1. Þannig að svo lengi sem Bandar. eru áfram öflugasta herveldi heims, þá sé alveg ljóst að Kína muni virða sjálfstæði Íslands.
  2. Og ekki síst, virða það að Bandaríkin hafi hér mikilvæga hagsmuni.

Svo fremi sem Bandaríkin gersamlega klúðra ekki efnahagsmálum sínum, þá ætti það að taka enn - nokkra áratugi fyrir Kína að fullu ná Bandaríkjunum í herstyrk.

Þetta eru ástæður þess, hvers vegna ég óttast ekki áhuga kínv. fyrirtækja hér á landi.

 

Niðurstaða

Finnafjarðarverkefnið gæti komist á flug miklu mun fyrr, en ég hef áður haldið. Draumur Íslands um það að komast í alfararleið heimsverslunar. Gæti því orðið að veruleika miklu mun fyrr en ég hef fram að þessu haldið. Ef það gerist, verða jákvæð efnahags áhrif á Ísland mjög mikil. Eins og ég útskýri í fyrri umfjöllun, vísa á þá umfjöllun um það atriði. Ekki ástæða að endurtaka það allt: 

Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

 

Kv.


Spennan magnast í 3-hliða samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana!

Nú hefur boltinn færst frá neðri deild Bandaríkjaþings yfir í þá efri, eftir að Obama hafnaði tillögu Repúblikana úr neðri deild, um 6 vikna framlengingu greiðsluþaks alríkisstjórnarinnar - en sú tillaga fól ekki í sér svokallaða "fulla opnun" alríkissins þannig að 800þ. starfsmenn þess hefðu haldist áfram í launalausu leyfi, og auk þess ætluðu Repúblikanar í neðri deild að þrengja að framtíðar samningsstöðu Alríkisins í deilum af þessu tagi með sbr:

"House GOP aides said their debt-ceiling proposal would include a permanent ban on the Treasury Department's use of extraordinary measures to avoid default." - "The provision would block practices, used by Democratic and Republican administrations for decades, which have effectively allowed the Treasury to limit investments in pensions and other funds when the government bumps up against its borrowing limit. These steps have extended the time that Treasury could continue borrowing and paying the nation's bills while Congress debated terms for raising the debt ceiling."

Obama skv. fréttum hefur ekki gefið eftir kröfuna um fulla opnun alríkisins án skilyrða.

Reid, McConnell Meet in Bid to End Impasse

US budget talks break down

"The talks between Senate Majority Leader Harry Reid (D., Nev.) and Minority Leader Mitch McConnell (R., Ky.) were their first face-to-face negotiations since the government shutdown began on Oct. 1, and they showed a changed dynamic in the Capitol."

Það sem er nýtt í þessu, er að nú eru viðræðurnar 2-ja manna tal, foringja Demókrata í efri deild, og foringja Repúblikana í sömu deild. Forsetinn er síðan áfram 3. aðilinn.

  • Eitt sem útkoman sýnir, er að Obama er alls engin liðleskja í samningum.

Hann ætlast greinilega til þess að Repúblikanar í efri deild gefi meira eftir, en Repúblikanar í neðri deild voru til í fyrir helgi. Þó fól tillaga þeirra í sér stóra eftirgjöf.

En Obama vill bersýnilega að Repúblikanar blikki tvisvar í þessu "game of chicken" - hann bersýnilega telur sig hafa sterkari samningsstöðu. Hvort sem þ.e. rétt hjá honum eða ekki.

En skv. skoðanakönnunum, virðist Obama hafa tekist það ætlunarverk sitt, að fá bandar. almenning til að kenna Repúblikönum fyrst og fremst um deiluna í tengslum við skuldaþakið, og því um líklegar afleiðingar hennar.

En ef samkomulag næst milli Reid og McDonnell, þá verður það líklega - með frekari eftirgjöf til forsetaembættisins.

Hvort sem það verður full eftirgjöf eða ekki.

Og þá munu Repúblikanar í neðri deild eða Fulltrúadeild, standa frammi fyrir mjög áhugaverðu vali, en ef samkomulag næst milli Repbúblikana og Demókrata í efri deild sem Obama er til í að samþykkja.

Þá mun það líklega koma seint fram, kannski jafnvel ekki fyrr en á miðvikudags morgun - sama daginn og báðar deildir þurfa að vera búnar að samþykkja hækkun skuldaþaks í síðasta lagi.

Og þá munu Repúblikanar í fulltrúadeild ekki eiga neitt svigrúm til að leggja fram breytingatillögur, og varpa boltanum til baka yfir til efri deildar. Þeir munu þurfa að samþykkja eða hafna.

Það gæti því orðið mjög áhugavert að fylgjast með fréttum nk. þriðjudags og miðvikudags.

 

Niðurstaða

Alríkið mun klára lánsheimildir þann 17/10. Það þíðir ekki endilega að alríkið klári allt sitt fé þann dag. Skv. fréttum klárast það þó líklega fyrir mánaðamót október/nóvember. En ekki unnt að tímasetja það nákvæmlega. Því það séu daglegar sveiflur bæði í skatttekjum og því sem fer út.

Það yrði þó samt alveg örugglega mikil hræðsla á mörkuðum í næstu viku, ef ljóst verður að Repúblikar í efri deild fella samkomulag Demókrata og Repúblikana í efri deild.

 

Kv.


Kannski ástæða til hóflegrar bjartsýni um lausn deilunnar í Washington

Það getur vel verið að úr deilunni milli Demókrata og Reúblikana, komi gagnlegar breytingar. En Bandaríkin eins og á við um nokkurn fj. annara ríkja, standa frammi fyrir öldrunarvanda. Það þíðir m.a. að framreiknað hleðst upp kostnaður við öldrunarkerfið þar Vestan hafs, sbr. MedicCare og MedicAid, þangað til að tæknilega séð má halda því fram að ríkið sjálft geti sligast. 

 

Slíkum framreikningi þarf þó alltaf að taka með fyrirvara, þ.e. hann er gríðarlega háður því hver framtíðar hagvöxtur akkúrat verður og hvernig fólkfj. þróun raunverulega reynist vera.

En þ.e. samt ekki umdeilt, að það þarf að breyta kerfinu - til að draga úr kostnaðarhækkunum framtíðar, þegar fjölmennasti aldurshópur núlifandi Bandaríkjamanna gerist aldraður.

Fyrir utan þetta er umfang bandar. ríkisins ekkert sérlega mikið borið saman við aðrar vestrænar þjóðir, þvert á móti sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er það einna minnst.

Og miðað við þegar samþykkar niðurskurðaraðgerðir framtíðar, verður það komið að umfangi á þessum áratug niður í ca. sitt meðalumfang, miðað við sl. 40 ár. 

"US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics 

Skv. fréttum virðast deiluaðilar komnir úr skotgröfunum og farnir að ræða tillögur um framtíðar tilhögun fjárlaga, og breytingar á m.a. MedicAid og MedicCare.

Republicans retreat from US budget hard line

ObamaRepublicans seek an end to fiscal impasse

Líklegt virðist að þær viðræður standi alla helgi, og líklega fram a.m.k. á mánudag, en málið þarf að afgreiða ekki síðar en nk. miðvikudag.

Svo skammur tími er til stefnu.

Skv. fréttum hafa tvær nýlegar skoðanakannanir hreyft við Repúblikönum, önnur könnunin sýndi að 2-falt flr. Bandar.menn höfðu ógeð á Repúblikanaflokknum, en þeir sem sögðust styðja þá - - hin stóra könnunin sýndi þá með hið minnsta fylgi sem þeir höfðu mælst hjá því fyrirtæki nokkru sinni, þ.e. hjá Gallup. 

Eins og þekkt er, er fátt sem stjórnmálamenn óttast meir en fréttir af fylgishruni.

Fjöldi fréttaskýrenda grunar að þessar tvær kannanir séu a.m.k. hluta skýring þess, að Repúblikanar sýna allt í einu aukinn sveigjanleika.

Þetta þíðir þó alls ekki að samkomulag sé öruggt.

En það gefur kannski - ástæðu til "hóflegrar bjartsýni."

En breytingar á "MedicCare" og "MedcAid" sem bæta framreiknaða sjálfbærni þeirra kerfa, munu að sjálfsögðu bæta traust á Bandaríkjunum.

Ef deilan leysist með þeim hætti, þá gæti sú útkoma - elft bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna..

Og það þannig séð sloppið fyrir horn, að þessi deila valdi einhverjum umtalsverðum skaða.

 

Niðurstaða

Ef þess verður gætt, að leggja ekki í nýjar niðurskurðar aðgerðir það skarpt, að það drepi hagvöxtinn sjálfan í Bandaríkjunum. En þ.e. mikilvægt að þjóðarkakan haldi áfram að stækka, þó svo það sé hægur vöxtur - er það betra en enginn, og miklu betra en samdráttur.

Svo fremi sem nýjar niðurskurðar aðgerðir drekkja ekki hagvextinum vestan hafs, ef slíkt samkomulag leiðir til þess að það verður betri friður um þau mál á Bandar.þingi þaðan á frá.

Og þær einnig fela í sér gagnlegar umbætur á "MedicCare" og "MedicAid" kerfunum. Þá má vel vera, að útkoman verði til þess að efla bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna á næstu mánuðum.

En staðan er virkilega viðkvæm. Þ.e. vel hægt að klúðra stöðunni yfir í kreppu, sú útkoma mundi skaða langtímahorfur Bandar. mjög hressilega, þegar kemur að skuldamálum. Alveg burtséð frá því, hver harður niðurskurður væri lagður til. Enda er ákaflega erfitt að endurgreiða skuldir, þegar þjóðarkakan fer minnkandi, því þá stækka skuldirnar stöðugt í hlutfalli við kökuna vegna minnkunar hennar einnar, og við bætist að hrun í skatttekjum eykur hallarekstur - - þrátt fyrir niðurskurð.

Sú útkoma mundi örugglega leiða fram heimskreppu.

Þessi verri útkoma virðist þó minna líkleg nú en leit út fyrir um miðja vikuna. 

 

Kv. 


Spurning um skammtíma framlengingu skuldaþaks!

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Repúblikanar boðið 5 vikna framlengingu á skuldaþakinu svokallaða, en þeirra tilboð hafi 2 galla:

  1. Svokallað "stopp" heldur áfram, þ.e. að alríkið reki sig á lágmarks fj. starfsfólks.
  2. Síðan, líklega stærri gallinn - "House GOP aides said their debt-ceiling proposal would include a permanent ban on the Treasury Department's use of extraordinary measures to avoid default." - "The provision would block practices, used by Democratic and Republican administrations for decades, which have effectively allowed the Treasury to limit investments in pensions and other funds when the government bumps up against its borrowing limit. These steps have extended the time that Treasury could continue borrowing and paying the nation's bills while Congress debated terms for raising the debt ceiling."

Seinni gallinn mun veikja varanlega samningsstöðu Alríkisins, í framtíðar skuldaþaks deilum. 

Áframhald svokallaðs "stopps" þíðir að rúml. 800þ. starfsm. alríkisins verða áfram í launalausu leyfi. Sem hlýtur að vera bagalegt. En þetta lamar margvíslega þjónustu á vegum þess, gerir þá starfsemi sem er í gangi - svifaseinni og minna skilvirka.

Það viðheldur einnig óvissuástandinu - - en skv. fréttum, hefur forsetinn ekki beint samþykkt þessa tillögu.

Ekki heldur hafnað henni, heldur boðið áframhaldandi samninga um málið.

Skv. fréttum vill Obama fá fram frekari tilslakanir þ.e. að svokallað "stopp" taki enda eða með öðrum orðum, að alríkisstjórnin verði fullfjármögnuð - á meðan.

Repúblikanar virðast hafa gefið eftir kröfuna tengda "Obama Care" þannig að það mál hefur verið aðskilið, sem hlýtur að vera viss ósugur "Te Hreyfingar-sinna."

Obama, GOP Open Talks Over Temporary Debt Fix

 

Þessi tillaga virðist þó duga til að gefa mörkuðum von!

Fyrstu óttamerki voru farin að sjást, en þegar fréttirnar bárust um formlegar viðræður Demókrata og Repúblikana, ásamt embætti forseta. Þá hækkuðu markaðir í Bandar. og dollarinn styrktist.

Þó svo að ekkert samkomulag verði klárað á morgun, þá sennilega dugar það að ekki slitni úr viðræðum yfir helgina, til þess að halda mönnum rólegum a.m.k. fram á mánudag.

En ef slitnar upp úr viðræðum fyrir nk. mánudag, þá má líklega reikna með - - stóru verðfalli þann dag.

Og öfugt, ef útlit er fyrir að samkomulag verði klárað um þessa framlengingu skuldaþaks, þá ganga hlutirnir væntanlega alveg í hina áttina.

  • Engin leið að átta sig á því eða spá fyrir hvort slíkt samkomulag verður klárað.
  • Eða hvort það virkilega stefnir í að alríkið rekist á skuldaþakið í næstu viku.

Repúblikanar verða þó örugglega tregir til að - sleppa alveg beislinu. Svo að líklega samþykkja þeir ekki, fulla fjármögnun þannig að svokallað "stopp" viðhaldist.

En það má vera, að Obama nái að knýja þá til að bakka frá seinna skilyrðinu.

En ég held að hann þurfi að a.m.k. fá þá til að falla frá því. Vegna þess hve það verður bagalegt fyrir framtíðina - - að veikja svo samningsstöðu Alríkisins gagnvart þinginu.

  • Rétt er að halda til haga að bandar. ríkið er alls ekki stórt á evr. mælikvarða eða "US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics

Skv. því stefnir í að það verði ca. svipað að umfangi miðað við þjóðarframleiðslu, og meðaltal sl. 40 ára.

Stóri vandinn er ekki umfang hefðbundinna þjónustuverkefna ríkisins, heldur tengist hann "MedicCare" og "MedicAid" stuðningsprógrömmunum að stærstum hluta.

Kemur þarna til að stærsti aldurshópurinn í sögu bandar. er að nálgast ellilífeyrisaldur. Þá mun kostnaðurinn við það stuðningskerfi blása út - - vel umfram áætlaðar skatttekjur framtíðar.

Þetta er þó ekki sér bandar. vandamál, ríki Evr. eru einnig mörg hver í vanda með sín þjónustukerfi við aldraða.

Þetta krefst lausnar á allra næstu árum - - það absolút verður ekki að leysa það þetta kjörtímabil, þó það líklega væri kostur. Að stíga a.m.k. eitthvert skref í þá átt.

 

Niðurstaða

Rétt er að halda því til haga. Að sú staðreynd að Bandaríkin eiga sínar skuldir allar í eigin gjaldmiðli skiptir miklu máli. En það skapar Bandaríkjunum allt aðra stöðu gagnvart þeim skuldum. En tja löndum sem skulda í gjaldmiðlum sem þau ekki ráða yfir.

Þetta þíðir að Bandaríkin hafa valkosti sem slík lönd hafa ekki, þetta þíðir að samn. staða Bandar. er mun sterkari en annars væri, en einnig að þau geta beitt margvíslegum lagalegum úrræðum í neyð jafnvel ákveðið að virðislækka þær ef út í þ.e. farið með því að virðislækka gjaldmiðilinn sjálfan. Sem aftur beinir sjónum að sterkri stöðu þeirra gagnvar sínum skuldum.

Að auki er Bandaríkjamönnum enn að fjölga, og flest bendir til þess að það haldi áfram. Það skiptir einnig máli, því að lönd sem haldast í mannfjölgun fyrir það eitt - hafa hagstæðari framtíðar hagvaxtarstöðu. Þetta einnig dregur úr áhyggjum manns vegna framtíðar skuldastöðu Bandar.

En sögulega séð gengur löndum best að losna úr skuldum þegar hagvöxtur er til staðar.

Atriði sem allir ættu að geta séð! Meðan að skortur á hagvexti, ýtir undir skuldafjötra.

Stóra atriðið er að gæta þess að kæfa ekki hagvöxtinn sjálfan! Svo lengi sem sá viðhelst, þá geta Bandar. vaxið frá sínum skuldum.

Ef menn ganga of hratt fram í niðurskurði, þannig að hagvöxtur kæfist - - þá er hætta á því að Bandar. falli yfir i hjöðnunarspíral, við það geta skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vaxið hratt.

Ef Repúblikanar knýja slíkt fram, með því að þvinga fram of hraðan niðurskurð þ.e. svo hraðan að hagvöxtur kafni, og samdráttur hefjist að nýju - - þá í kaldhæðni örlaganna.

Gætu þeir gulltryggt þá niðurstöðu að dæmið endi í óðaverðbólgu fyrir rest. En í slíkum spíral myndi dollarinn verðfalla stórt á einhverjum enda.

  • Meðan að leið varfærins niðurskurðar, sem gætir að því að kæfa ekki hagvöxt - - getur skilað hægri en öruggri skuldaminnkun.

Með offorsi geta menn skaðað sjálfa sig!

 

Kv.


Repúblikanar bjóða skammtíma skuldaþaks hækkanir!

Ég efast reyndar að Obama sé til í að fylgja þessari nýju hugmynd þingmanna Repúblikana, sem Paul Ryan stakk upp á. En hugmyndin í grófum dráttum virðist vera - - að framlengja krísuna. Án þess að enda hana!

Það er, skuldaþaki verði lyft í t.d. 3 vikur eða 4 eða jafnvel e-h lengur, allt eftir því hvernig þeir sjálfir meta viðbrögð ríkisstjórnar Obama. 

Hugmyndin virðist líkjast þeirri hugsun, að líta á Obama eins og fisk, og að Repúblikanar séu þá í hlutverki veiðimanns, sem ímyst gefi eftir línuna þegar fiskurinn streitist undan, eða hala inn þegar fiskurinn gefur eftir - - þangað til að á einhverjum endapunkti, sé fiskurinn halaður alla leið inn.

Shutdown Standoff Shows Signs of a Thaw

Obama steps up discussions with Congress to end budget stand-off

  • "Those talks would consider proposals to overhaul the tax code and rein in entitlement programs, according to lawmakers briefed on the proposal." 
  • "The length of the next debt-limit extension would depend upon the size of cuts. "Small reforms, small extension; medium reform, medium extension," Mr. Ryan told the group of conservatives, according to one participant."

Þannig verði smám saman þvingað fram - - miklu mun dýpri niðurskurður á þjónustuprógrömmum við almenning, eins og MedicCare og MedicAid, og breytingar á skötum og öðrum þáttum - í þá átt sem þóknast afstöðu hægri sinnaðra Repúblikana; en Demókratar hingað til hafa getað sætt sig við.

Það væri ákaflega sár ósigur fyrir afstöðu Demókrata.

En Repúblikanar virðast vilja leysa skuldastöðu og ríkishalla, með niðurskurði eingöngu.

Meðan að Demókratar fókusa á að gera það með hagvexti.

Enn séu Repúblikanar með áherslu á að drepa "Affordable Care Act" eða "Obama Care" sem ég á mjög erfitt með að sjá, Obama samþykkja eftir 3-ára baráttu, og eftir að hafa náð lögunum sjálfum í gegnum þingið; að verði í reynd eyðilögð.

----------------------------------

Það geti samt verið að Obama samþykki eina lengingu - af slíku tagi. Sem þíðir þá mánuð í viðbótar á svokölluðu "government shut down" þ.e. ríkið rekið með lágmarks fjölda starfsmanna.

Helsta gagnið væri að kaupa tíma til frekari samninga við Repúblikana, en hann þarf þá líklega að sjá leið til þess, að nægilega margir Repúblikanar á þingi séu til í að mætast einhvers staðar, í ástandi þ.s. "OC" er ekki drepið. En viðbótar útgjalda niðurskurður í öðrum málum er framkvæmdur í staðinn.

Þetta er ein fræðileg leið að samkomulagi, Obama fái að halda "OC" það verði fjármagnað, en í staðinn verði framkv. einhver stór viðbótar niðurskurður útgjalda, á einhverju öðru sviði.

  • Ef Obama sér slíka tengingu sem mögulega.
  • En ef slíkur sveigjanleiki er ekki til staðar - - sé ég ekki að Obama græði neitt á því, að samþykkja slíka 3-vikna lengingu eða ef hún verður 4. eða 5. vikur.

Það gæti þess í stað höfðað frekar til Obama, að láta skuldaþaksdaginn líða hjá í fyrsta sinn, þannig að hverjar afleiðingar þess verða, að Alríkið ekki lengur eigi nægilegt fé. Komi þá fram.

 

En það ætti vel vera mögulegt að ákveða fyrirfram viðbrögð Alríkisins, við alvarlegum fjárskorti!

Við þær aðstæður að alríkið hefur ekki lengur heimildir til að gefa út nýjar skuldir. Og þarf að lifa á skatttekjum eingöngu. 

Þá þarf það að ná jafnvægi á eyðslu - á 1. degi.

Sem felur í sér mjög harkalegan niðurskurð, líklega hef ég heyrt milli 4-5% af þjóðarframleiðslu.

Það djúpur að þá hefst aftur efnahagskreppa í Bandaríkjunum, algerlega án nokkurs vafa.

----------------------------------

Það sem Obama getur gert, er að velja að standa við greiðslur af ríkisbréfum. Þannig að það verði ekki eiginlegur "default" atburður.

Það þíðir þá í staðinn, að allur niðurskurðurinn þarf að bitna á kostnaði alríkisins - innanlands.

  • Vandinn er þá auðvitað sá, að þá er ríkið ekki að standa við - bindandi samninga um greiðslur, t.d. til verktaka sem eru að vinna verk fyrir það.
  • Slíkt augljóslega mun leiða til dómsmála síðar, og skaðabóta.
  • Svo er líklegt að skorið verði mjög verulega á bætur til lífeyrisþega, sjúklinga og jafnvel ekkja hermanna.

Hann getur með öðrum orðum valið aðgerðir, sem lágmarka skaða á alþjóða fjármálakerfið, en hámarka hagkerfisskaða innan Bandaríkjanna.

Það eitt að sjálfsögðu mun hafa alvarlegar efnahagsafleiðingar víða um lönd, jafnvel þó að Bandar. standi v. allar greiðslur af ríkisbréfum.

----------------------------------

Þetta þíðir auðvitað að það dregur mjög úr neyslu í Bandar. og atvinnuleysi eykst aftur hröðum skrefum, verðfall hefst væntanlega aftur á húseignum og öðrum eignum.

Eins og var þegar kreppan þar var í hámarki ca. mitt ár 2008.

Slík efnahagskreppa án vafa, togar alþjóðahagkerfið með inn í þá kreppu.

  • Þetta getur samt verið skárri kosturinn í augum Demókrata og Obama.
  • En að láta Repúblikana teyma þá á asnaeyrum skv. hugmynd Paul Ryan.


Niðurstaða

Ég verð að segja að mál eru farin að verða nokkuð spennandi. Enn virðist markaðurinn hanga á þeirri von. Að samið verði áður en alríkið skellur harkalega á skuldaþakinu. 

Hugmynd Paul Ryan, getur fræðilega gefið nytsaman frest til að semja, um víðtækari útgjalda niðurskurð - - ef Repúblikanar geta sætt sig við það að "OC" verði framkvæmt.

Þeir þurfa þá að auki, að sætta sig við það - að sá viðbótar niðurskurður sem náist fram, verði líklega ekki byltingakenndur.

Á hinn bóginn, eins og Repúblikanarnir hljóma í viðtölum Wall Street Journal, þá er tónninn ekki sérdeilis sveigjanlegur - - krafa þeirra um djúpan niðurskurð virðist ákaflega stíf.

Og þeir virðast enn hanga á þeirri hugmynd, að fjármagna ekki "OC." 

Ef þeir gefa ekki eftir andstöðuna við "OC" þá virðist mér slíkt samkomulag minna líklegt en ekki, og að þess í stað - líklega virkilega stefni í að alríkið skelli á skuldaþakinu einhvern tíma í næstu viku eða fyrri hluta vikunnar á eftir.

Þá fara tímarnir í efnahagsmálum heimsins, virkilega að vera óþægilega áhugaverðir.

 

Kv.


Gylfi Arnbjörnsson vill festa gengi krónunnar!

Ég alltof oft botna virkilega alls ekkert í því hvernig hann Gylfi hugsar. En hann er hagfræðingur að mennt. En spurningin sem ég velti upp er - - hvernig í ósköpunum á að tengja krónuna við annan gjaldmiðil. Við núverandi aðstæður? Þetta er algerlega galin hugmynd.

-----------------------------------------

Atvinnuleysið í raun 10 til 12 prósent

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin að gera langtíma kjarasamninga sem byggðir verði á fljótandi gengi krónunnar. Til að ná tökum á stöðunni verði að byrja á því að festa gengi krónunnar"

-----------------------------------------

Vandinn er sá að það er ekki fluguséns í helvíti, að unnt sé að skapa trúverðuga tengingu krónunnar við þær aðstæður sem ríkja í dag.

Hagfræðingur ætti að sjá þetta á innan við 5 sekúndum.

  • Þ.e. rétt að gengi krónunnar liggur undir miklum þrýstingi, vegna erfiðrar gjaldeyrisstöðu.
  • Ekki síst vegna þess að framundan eru þungar greiðslur fjölda aðila sem tilheyra hagkerfinu, en sem ekki ráða yfir eigin gjaldeyristekjum.
  • Og keppa því við ríkið um takmarkað framboð þeirra.

Hugmynd Gylfa að lausn í slíku ástandi er - - að festa gengið.

Sér enginn af hverju þetta er snargeggjað?

  1. Punkturinn er einfaldur, nefnilega sá - - að tenging verður að hafa trúverðugleika.
  2. Sá getur ekki verið fyrir hendi, í ástandi eins og nú ríkir, að gjaldeyristekjur landsins eru ekki nema rétt svo nægar, og lítið má út af bregða.
  3. Og þegar slíkt ástand að auki fer saman við það ástand, að gjaldeyrissjóðir landsmanna eru nærri því tómir - - en þú telur ekki sjóð tekinn að láni með. Eingöngu þann hluta sem er eign.

Til þess að tenging geti verið trúverðug:

  • Þarf greiðslustaða landsins að vera traust, þannig að óvænt efnahagsáföll ógni ekki þeirri stöðu.
  • Gjaldeyrissjóður þarf að vera nægur í nútíð - þá meina ég eignasjóður - til þess að duga 100% fyrir öllum skammtímaskuldbindingum. Þ.e. greiðslum næstu þriggja ára.
  • Og að sjálfsögðu, má ekki hanga yfir fallöxi í formi - fjármagns sem er fast inni í landinu, sérstaklega má ekki stöðugt vera að bætast í það fjármagn er vill út, eins og er reyndin.

Þetta þíðir með öðrum orðum - - að losun hafta sé frumforsenda þess.

Að mögulegt sé að tengja krónuna við aðra gjaldmiðla með trúverðugum hætti.

En augljóslega mun markaðurinn tafarlaust ráðast að gersamlega ótrúverðugri tengingu, og Seðlabankinn með nær engan eignasjóð til umráða.

Mun ekki geta varið þá tengingu, ekki einu sinni í einn dag - kannski ekki einu sinni í heila klukkustund.

Tenging sem væri búin til skv. kröfu Gylfa, án þess að losað sé fyrst um stífluna að baki - - verður ca. svipað trúverðug og tilraun Davíðs Oddsonar sem stóð í nokkrar klukkustundir til að tengja krónuna, í miðju hruninu.

 

Niðurstaða

Stundum virkilega langar mann til að öskra mann hásan. Þegar Gylfi opnar munninn. Hvernig getur hagfræðimenntaður maður, sem að auki gegnir svo mikilvægri stöðu, komist upp með slikt bull? Og það án þess, að nokkur í stétt innlendra blaðamanna. Gangi að honum með erfiðar spurningar?

 

Kv.


Gengi krónunnar of hátt - Robert Aliber

Eins og títt er, þá hélt hinn þekkti hagfræðingur Robert Aliber fyrirlestur í HÍ í dag, sjá: Hagstjórn á Íslandi með krónuna sem gjaldmiðil. Skoðanir hans og hugmyndir vekja að sjálfsögðu athygli vegna þess, að hann var einn af þeim fáu sem spáði falli bankanna íslensku fyrir hrun.

  • Gengi krónunnar of hátt!

Þetta fannst mér eitt af því skemmtilegasta sem fram kom hjá honum, en hann vill meina að krónan sé of hátt skráð í dag. Sem mig grunar að mjög margir muni mótmæla.

En hann nefndi kostnaðinn við leigubíla-akstur héðan. Væri töluvert dýrara að vera ekið á leigubíl frá Flugstöð Leifs Eíríkssonar heldur en frá Kennedy Flugvelli í Washington og niður í miðborg þar. 

Sagði að Seðlabanki Íslands ætti að kaupa gjaldeyri - til þess að lækka gengið.

  • Mistök að hafa haft flotgengi!

Ég tek eiginlega undir þá gagnrýni, verð að segja að ég hef efasemdir um hans uppástungu, að Seðlabankinn kaupi í dag fullt af erlendum gjaldeyri, líklega sé ekki slíkt svigrúm til gjaldeyriskaupa til staðar eins og staðan er í dag, en það hefði ekki verið neitt vandamál árin 2002-2006 t.d., þegar Ísland hafði AAA stimpil helstu matsfyrirtækja. 

Seðlabankinn hefði þá ekki átt í neinum vandræðum með það, að kaupa fyrir útgefnar krónur þá dollara eða þau pund eða þær evrur, sem hann hefði þurft. Til að halda niðri gengi krónunnar.

Til að stemma stigu við tilraunum annarra aðila, m.a. fjármálafyrirtækja - til að hækka gengið. Svo eftirspurn eftir lánum mundi aukast, innflutningur aukast.

  • Setja krónuna í myntkörfu!

Alveg til í það. Hann leggur til þess, að karfan sé með rúmu svigrúmi. Þannig að gengið sé "semi" fljótandi, Seðlabankinn kaupi krónur eða selur, eftir því sem við á. 

Þetta krefst þess þó að höft séu losuð og lágmarks traust sé endurreist. En leiðin til þess, er að endurreisa trúverðuga gengisskráningu. Sem er einungis mögulegt ef höft eru losuð, og sú peningastífla sem hér er til staðar.

Að viðhalda körfu krefst þess að hagkerfinu sé stjórnað sæmilega vel, en Seðlabankinn getur ekki varið hana - þá meina ég virkilega getur það ekki, ef stjórnvöld sinna ekki hagstjórn af viti.

Seðlabankinn getur ekki einn setið vaktina, stjórnvöld verða að spila með.

  1. Eitt mikilvægasta atriðið er, að kjarasamningar hér á landi séu innan raunhæfra marka.
  2. En ef þeir verða of kostnaðarsamir, mun gengið á endanum þurfa að falla niður fyrir sett viðmið körfunnar, þetta hefur gerst áður.

Lífskjör geta ekki sjálfært aukist hraðar en þjóðartekjur. Þ.e. málið, síðan þarf einnig að muna að ef stór skellur verður þ.e. þjóðartekjur verða fyrir verulegu áfalli. Þá getur einnig allt í einu skapast þörf fyrir gengið að falla umfram svigrúm körfunnar.

Þá standa menn frammi fyrir valkostum. En ef Seðlabankinn á verulegt magn af gjaldeyri, þá á landið fyrir viðskiptahalla a.m.k. um einhverja hríð.

Þá er a.m.k. tæknilega til staðar sá möguleiki, að framkvæma beinar launalækkanir - - til að viðhalda tengingunni við myntkörfuna.

Við höfum hingað til alltaf valið að yfirgefa slíkar tengingar, vegna þess að hingað til hefur annaðhvort skort vilja eða framtakssemi, til þess að framkvæma hina aðferðina.

En hún krefst þess að nægur eignagjaldeyrissjóður sé til staðar svo það sé tími til þess að framkvæma slíka "innri aðlögun" með beinum launalækkunum.

  • Aliber mælir sem sagt ekki með því að Ísland taki upp erlendan gjaldmiðil.

Vegna þess hve Ísland sé háð hrávöru útflutningi, sem séu í eðli sínu mjög sveiflukenndar greinar. Hafi Ísland þörf fyrir að framkvæma snöggar aðlaganir.

Þau orð eru áhugaverð - en það vekur spurningar um það. Hversu vítt svigrúm myntkörfu hann var að tala um.

Hann vil sem sagt meina, að annar gjaldmiðill væri of stíf leið fyrir Ísland með svo sveiflukennda atvinnuvegi.

  • Gallar í alþjóða fjármálakerfinu!

Hann vísar til hins gríðarlega fjármagns sem streymir um alþjóðakerfið, og getur á skömmum tíma skekkt mjög verðmyndun innan einstakra hagkerfa. Ég tek alveg heils hugar undir þá gagnrýni á alþjóðakerfið.

Ég held að við verðum að gæta okkar í vaxtaákvörðunum, þ.e. Seðlabankinn þurfi að íhuga aðrar leiðir en vexti. Til að stýra innlenda peningakerfinu.

Vegna þess hvernig háir vextir á sl. áratug, löðuðu að fjármagn - sem fór síðan jafn snöggt út aftur.

Þetta sé einmitt einkenni þessa fjármagns, og þetta sé sífellt að gerast út um heim.

Það sé að sækjast eftir skammtíma ávöxtun, við eigum ekki að laða það að okkur með því að viðhalda mjög háum stýrivöxtum.

Það sé mögulegt að beita öðrum úrræðum, svo sem eiginfjárbindingu viðskiptabanka og/eða lausafjárbindingu sömu aðila. Síðan ef stjv. og Seðlabankinn vinna saman, geta stjv. einnig beitt úrræðum t.d. sköttum - eigin sparnaði o.s.frv. Ég held að vexti ætti að nota mun sparlegar.

----------------------------

Vandamálið er að annar gjaldmiðill leysir ekki endilega vandann með alþjóðlega flæðandi fjármagnið, ok þá hreyfa þeir ekki við genginu.

En það þíðir ekki að slíkt fjármagn geti ekki sett allt fjármálakerfið meira eða minna á annan endann, eða raskað verðmyndun hér á landi.

Ef einhverra hluta vegna Ísland er tímabundið hagstæður skammtímafjárfestingarkostur í augum þess. Menn hafa stundum talað um það, að Ísland geti þurft að hafa þann möguleika að setja tímabundin höft á aðstreymi fjármagns - vega þess hve krónan sé lítil.

En ég held að Seðlabankinn geti vel keypt pund eða evrur eða dollara, þegar slíkt er í gangi þegar fé vill streyma inn í landið - þá sé hann ekki í vandræðum með það að útvega sér þann gjaldeyri er þarf. Þannig hindrað gengishækkun. 

Á hinn bóginn aðstreymi kviks fjármagns er samt talið hættulega mikið þó genginu sé haldið innan vikmarka með kaupum, held ég að sami vandi væri til staðar og hætta þó svo að landið hefði tekið upp annan gjaldmiðil - þ.e. hætta fyrir innlenda hagkerfið.

Seðlabankinn á -tel ég- alltaf að geta varist gengishækkun, en það er helst að gerast við aðstæður þegar hagkerfið er i vexti, hingað er að streyma fjármagn - - þá á Seðlabankinn ekki að eiga í vandræðum með það, að kaupa gjaldeyri fyrir krónur.

Og getur keypt eins mikið af þeim og hann þarf. 

Vandinn kemur þegar dæmið verkar í hina áttina, þ.e. gengið vill lækka.

Hann á þá alltaf takmarkaða sjóði, en ef Seðlabankinn gætir þess að gengið hækki ekki umfram tiltekið viðmið t.d. ef gengið er innan vikmarka í körfu.

Þá að auki ætti ekki sambærileg neyslubóla að endurtaka sig og gerðist á sl. áratug. Er síhækkandi gengi. Magnaði neyslubólu í hærri hæðir.

Á endanum stóðst að sjálfsögðu ekki ofurgengið, eða sá kaupmáttur er þá myndaðist um skamma hríð. Hann gat að sjálfsögðu ekki staðist.

  • Slík stýring er þá hluti af jafnvægisstýringu á hagkerfinu.

Ef hann verst hækkun, þá um leið hefur hann safnað nokkuð í gjaldeyrissjóð til að verjast lækkun. En auðvitað, getur hann ekki varist lækkun - - ef stjv. hafa hagað hagstjórn of óskynsamlega, eða heimilað of miklar kauphækkanir eða ef risa áfall dynur yfir.

Þá í mesta lagi kaupir sá stækkaði gjaldeyrissjóður smá svigrúm til athafna, fræðilega er þá hægt að velja snögga kauplækkun. Annars fellur gengið fyrir rest, ef ekki tekst að afnema viðskiptahallann.

En þ.e. aldrei unnt að fjármagna viðskiptahalla hér nema í mjög takmarkaðan tíma.

 

Niðurstaða

Robert Aliber sagði okkur svo sem ekkert sem við vitum ekki. Það er þó alltaf fengur að því að heyra í einstaklingum sem hafa svo góðan þekkingar bakgrunn sem hann hefur.

Ráðleggingar hans undirstrika eina ferðina enn mikilvægi þess að losa höftin. Þ.e. ekkert að því í sjálfu sér að tengja við myntkörfu. Höfum gert það áður. Tengingar hafa aldrei þó haldið til lengdar.

Málið er að þ.e. okkur sjálfum að kenna, stjórnvöldum - samtökum atvinnulífsins og að einhverju leiti þjóðinni einnig.

Lífskjör geta ekki sjálfbært aukist hraðar en nemur árlegri aukningu þjóðartekna, ef leitast er til við að hækka þau hraðar en grundvöllur er fyrir. Skapast viðskiptahalli, og eins og ég benti á að ofan, getum við ekki fjármagnað viðskiptahalla nema í takmarkaðan tíma. Á endanum af fullkomnu öryggi, fellur krónan úr myntkörfunni ef slíkur halli er ekki stöðvaður með öðrum ráðum en gengisfellingu.

Það eru ekki bara stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að skapa ekki óraunhæfar væntingar, það á einnig við um aðila vinnumarkaðar að þeir einnig bera á því ábyrgð - að dæmið ísl. hagkerfið gangi upp.

Við þurfum að taka þá umræðu, með aðilum vinnumarkaðarins. Hvort ekki sé unnt að koma sér saman um að beita beinum launalækkunum. Þegar það á við. En Seðlabankinn á aldrei endalausan gjaldeyrissjóð til að verja gjaldmiðilinn innan myntkörfu. 

Við þurfum alltaf að tryggja að hér sé annaðhvort smávægilegur viðskiptaafgangur eða viðskiptajöfnuðurinn sé nærri "0" mörgum þ.e. hvorki halli né afgangur.

Ef okkur tekt það - - þetta er lykilatriðið.

Getur tenging krónu staðist þess vegna um áratugi.

Stöðugleikinn snýst mest um okkar eigin vilja. Erum við til í að færa þær fórnir sem þarf?

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 236
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 871382

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 280
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 221

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband