7.10.2013 | 01:01
Líkur á samkomulagi á Bandaríkjaþingi gætu hafa aukist!
Það er spurning hvernig maður les orð þingleiðtoga Repúblikana. En það má a.m.k. lesa þau með þeim hætti - að hann sé að bjóða upp á hugsanlega leið að samkomulagi.
Sú leið mundi þá geta falið í sér, að Obama samþykki viðbótar útgjalda niðurskurð samanborið við þann niðurskurð er þegar hefur verið boðaður og samþykktur.
En Repúblikanar í staðinn, lyfti skuldaþakinu og "Obama Care" fari á framkvæmdastig.
Slíkt samkomulag væri aldrei í sátt við "Te Hreyfinguna" sem virðist ekkert samkomulag vilja.
En það gæti verið að hófsamari hluti Repúblikana og Demókratar, geti myndað sátt einhvern veginn á þeim nótum.
Boehner Ties Deal to Talks on Debt
"House Speaker John Boehner (R., Ohio) said Sunday" - "The votes are not in the House to pass a clean debt limit, and the president is risking default by not having a conversation with us," - "I'm not going to raise the debt limit without a serious conversation about dealing with problems that are driving the debt up."
Ef umræðan er færð yfir á það plan, að snúast almennt um skuldastöðu Bandaríkjanna.
Stöðu fjárlaga - - í stað þess að snúast um "OB" sérstaklega.
Þá gæti vel myndast forsenda fyrir samkomulag einhvern tíma áður en næstu vika er á enda.
En þ.e. nauðsynlegt að a.m.k. útlínur samkomulags blasi við, þegar endir næstu viku nálgast.
Annars væri raunveruleg hætta á umtalsverðri paník á mörkuðum.
Niðurstaða
Ég held að heimurinn og Bandaríkin geti vel unað sátt einhvern veginn á þeim nótum. Að Obama samþykki viðbótar niðurskurð fjárlaga. En Repúblikanar á móti, umberi það að "Affordable Care Act" eða "Obama Care" komist til framkvæmda, þ.e. verði fjármagnað. Skuldaþakinu verði lyft í tæka tíð.
Einhver viðbótar niðurskurður, mun ekki binda enda á hagvöxt í Bandaríkjunum.
Hann er reyndar ekki hraður. Hefur þ.s. af er ári ekki mælst yfir 1,5%. Frekari niðurskurður getur hægt á enn frekar.
En svo fremi sem hagvöxturinn hverfur ekki alfarið, þá munu allir anda léttar.
Þessari deilu lýkur þá án umtalsverðra boðafalla.
Annað verður auðvitað, ef í ljós kemur í vikulok - að ekkert samkomulag er í augsýn. Þá yrði fjandinn laus.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2013 | 18:56
Lækkum frekar virðisaukaskatt en að hækka laun!
Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka Verslunar og Þjónustu SVÞ stakk upp á sambærilegri hugmynd fyrr á árinu. En nú dregur nær kjarasamningum. Eins og allir vita - þá hækka launahækkanir ávalt verðbólgu. Þetta er gersamlega óhjákvæmilegt.
En fyrir þá sem segja að þetta sanni hve við búum við lélegan gjaldmiðil, bendi ég á móti á - að verðbólguaukning mundi einnig verða þó við værum t.d. með Kanada dollar.
En verðbólga er ekkert annað en verðhækkanir - verslanir sem greiða sínu fólki laun af sölutekjum, eru gjarnar á að hækka álagningu, til að mæta hækkun launakostnað.
Ríkið með hallarekstur, þó stefnt sé að afgangi á næstu fjárlagaári er sú útkoma langt í frá gefin, líkur eru einnig miklar á því að ríkið hækki "gjöld" á móti hækkun launakostnaðar.
Sama um sveitafélög.
Ég sé ekki af hverju augljóslega slíkar hækkanir mundu ekki gerast, ef við skiptum um gjaldmiðil.
Hverjir væru kostir við kaupmáttaraukningu með lækkun virðisaukaskatts?
Sá augljósi er sjálfsögðu að þá verða engar verð- eða gjaldahækkanir, þ.s. launakostnaður hækkar ekki. Sem að auki hjálpar ríkinu við það verk að skila hallalausum fjárlögum.
Vísitalan ófræga hækkar þá ekki lán landsmanna, sem verður að skoðast sem sterk rök.
Að auki - minnkar VSK lækkun verðbólgu, í stað þess að auka hana, þ.s. verðlag lækkar í stað þess að hækka.
Kannski lækka meira að segja lán smávegis, í skamman tíma, ef við náum niður í verðhjöðnun.
Þetta er fræðilega unnt að gera í eitt skipti þ.e. þetta kjörtímabil, bjóða langtíma samning við verkalýðsfélögin, gegnt því að VSK sé lækkað t.d. úr 24,5% í t.d. 14,5%.
Þetta getur farið fram í áföngum, má vel skipta lækkuninni í t.d. þrennt eða jafnvel fernt.
- Þá ætti dæmið að haldast innan ramma þeirrar kaupmáttaraukningar sem ríkisstjórnin miðar t.d. við í núverandi fjárlagaramma.
Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar eru að segja að höfuðmáli skipti - - að standa vörð um kaupmátt, framkalla a.m.k. einhverja raunverulega aukningu hans.
Það virðist benda til þess að þeirra væntingar til kaupmáttaraukningar séu hóflegar.
Sem aftur er vísbending þess, að slík skipting á svo stórri VSK lækkun, gæti vel verið ásættanleg.
- Ekki má heldur gleyma þeim mikilvæga punkti, að VSK lækkun mun bæta samkeppnishæfni innlendrar verslunar.
- Sennilega dragar úr þeim mun á almennu vöruverði sem er hér vs. þau lönd sem eru tiltölulega nærri okkur.
- Sem gæti leitt til þess, að verslunarferðum erlendis fækkar.
- Þannig að verslunin fari frekar fram hér innanlands.
- Þannig að kaupgleði landans, skapi frekar störf hér en erlendis.
Fjölgun starfa við verslun gæti hjálpar til við að minnka atvinnuleysi.
- Þetta er að sjálfsögðu aðeins unnt að gera í eitt skipti.
- En hví ekki?
Munu kaupmenn hirða lækkunina?
Ég bendi fólki áður en lengra er haldið, að íhuga dæmigerðar launahækkun. Hvað gerist.
Stofnanir ríkisins undir stífu aðhaldi, munu og ég virkilega segi - munu hækka gjöld, til þess að standa undir launakostnaðarhækkunum.
En eins og á sl. kjörtímabili, hefur í fjárlögum verið ákveðin - krafa um aðhald. Fljótt á litið hljómar þetta svipað og flati niðurskurðurinn á sl. kjörtímabili. En ég vona að dýpri hugsun sé að baki niðurskurðinum í þetta sinn.
En punkturinn í samhenginu er sá, að án þess að forsvarsmenn stofnana fái fyrirmæli um það - að skera frekar niður í starfsemi stofnana sinna, en að hækka gjöld. Þá hækka þeir gjöld.
Fjárlög miða við 2% aukningu launakostnaðar á nk. ári, hefur komið fram í fréttum.
- Síðan má ekki gleyma að verslanir munu hækka verð, til að standa straum að launakostnaðarhækkunum.
- Mjög líklega hækka sveitafélög gjöld.
- Útkoman að vísitala hækkar lán.
------------------------------------
Sannarlega getur það verið að kaupmenn taki hlutfall af lækkun VSK til sín, en í staðinn sleppum við kannski við:
- Tap launþega vegna hækkunar lána.
- Tap launþega vegna gjaldahækkana ríkisins.
- Tap launþega vegna gjaldahækkana sveitafélaga.
- Og tap launþega vegna verðhækkana verslana.
Miðað við það að í gegnum þessi ferli tapast gjarnan um helmingur af launahækkun, þá sé ég ekki að það sé endilega svo að það eyðileggi fyrirfram þá tilraun, að líklega taka kaupmenn til sín hlutfall af þeim gróða sem til verður.
Ef þessi tilraun er gerð með það að lækka VSK.
Niðurstaða
Að sjálfsögðu gildir það sama um kaupmáttaraukningu með lækkun VSK og með launahækkunum, að borð þarf að vera fyrir báru á gjaldeyristekjum okkar. Einmitt vegna þess hve viðkvæm sú staða er, legg ég til að lækkun VSK sé dreift yfir kjörtímabilið.
Að það verði gerður langtímasamningur um þetta.
Ekki skammtímasamningur í 1 ár eins og sumir vilja.
Það mun þá vera verkefni ríkisstjórnarinnar að skaffa grundvöll fyrir þá kaupmáttaraukningu, sanna stóri orðin um það - að það hafi verið léleg ríkisstjórn á sl. kjörtímabili sem sóaði tækifærum í stað þess að nýta þau.
Ef tekst að auka gjaldeyristekjur, á þessi VSK lækkun alveg að geta gengið upp.
Bætt samkeppnisskilyrði innlendrar verslunar ætti þá virkilega að skila sér í fjölgun starfa.
Verðbólga ætti þá að geta verið, ekki bara lát út kjörtímabilið, heldur jafnvel - ákaflega lág.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2013 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2013 | 22:52
Viðræður ESB og Bandar. um fríverslun - tefjast!
Skv. frétt Financial Times frestaði Obama forseti "annarri lotu" samningaferlis Bandaríkjanna og ESB um fríverslun. Skv. fréttinni, frestast sú samningslota svo lengi sem þingið heldur áfram að mistakast að ná samkomulagi um fjárlög. Þannig að fjármögnun alríkisstjórnarinnar sé tryggð næsta fjárlagatímabil.
Ekki er búist við því að þessi töf á viðræðunum muni reynast örlagarík.
Shutdown puts trade talks on ice
Það sem er talið alvarlegra, er að Obama hefur aflýst opinberri reisu til Asíulanda, sem lengi var búið að planleggja.
Þar á meðal, átti hann að koma við á ráðstefnu sem talin er mikilvæg fyrir framtíðar stefnumótun Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum, en þetta snýst einnig um viðræður tengdar verslun.
Þetta er tengd viðræðuferli sem Obama hefur kallað "Trans-Pacific Partnership" sem snýst um eflingu viðskipta, 12 svokallaðra "Pacific Rim" landa þ.e. Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malaysia, Mexikó, Nýja Sjáland, Perú, Singapore, Bandaríkin og Víetnam.
Þetta snýst um "strategíu" Obama um að efla samskiptin við þessi lönd á verslunarsviðinu m.a., en þetta er að sjálfsögðu þáttur í þeirri stefnu Obama að viðhalda áhrifum Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir vaxandi veldi Kína.
Ferð Obama átti að vera í þeim tilgangi að hitta leiðtoga þessara ríkja, á sameiginlegri ráðstefnu sem fer fram í næstu viku í Jakarta í Indónesíu.
Viðræður eru enn á viðkvæmu stigi, og vonast var til þess að þátttaka Obama á ráðstefnunni, mundi gefa það mögulegt - að ná frekari árangri í þeim viðræðum.
Þetta gæti valdið töluverðum töfum á þessu viðræðuferli, kemur fram í fréttaskýringu FT.
Ástæða þess af hverju þetta gerist, er auðvitað deilan á Bandaríkjaþingi!
Lawmakers Step Up Blame in Shutdown Fight
Republicans hang tough in standoff over U.S. government shutdown
Aðilar á markaði eru enn pollrólegir, en skv. Reuters eru þó aðilar á markaði farnir að íhuga þann möguleika, að deilan verði ekki leyst - áður en dæmið skellur á skuldaþakinu þann 17/10.
Deilur um skuldaþak hafa gerst nokkrum sinnum áður, og í nokkur skipti hafa leitt til "partial gov.shutdown" í nokkra daga. Ef deilan verður enn óleyst í lok næstu viku.
Fer þessi deila að nálgast að vera söguleg, og ef hún klárast ekki fyrir 17/10 verður það í fyrsta sinn, sem skuldaþaks dagurinn dettur á - án þess að ný fjárlög liggi fyrir.
Þá mun alríkisstjórnin ekki lengur hafa fjármagn til þess að standa straum af öllum skuldbindingum sínum - - en þá þarf Alríkið að ná jafnvægi milli tekna og gjalda, þegar í stað.
Punkturinn er, að þó svo að skuldaþaks dagurinn skelli á, þá eru alríkið enn með fjármagn.
Þ.e. skatttekjur, þ.s. Alríkið getur ekki gert ef skuldaþakinu er ekki lyft, er að gefa út ný skuldabréf.
Því verður alríkið þá að ná jafnvægi á útgjöld vs. tekjur "samstundis" - - hugmynd sem sumum Repúblikunum skilst mér, einfaldlega lýitist vel á.
Sbr. Krugman Rebels Without a Clue, þarf þá þegar rúmlega 4% af þjóðarframleiðslu niðurskurð, ef þetta gerist og ekki er nokkur von á samkomlagi.
Fræðilega er þetta hægt, en ekki án þess að mjög mikið sjái á verkefnum alríkisins.
Að auki mundi svo skarpur niðurskurður, leiða Bandaríkin inn í nýjan efnahagssamdrátt, líklega a.m.k. út nk. ár.
----------------------------
Enn reikna nánast allir með því að þetta gerist ekki.
Tja, einfaldlega vegna þess að þetta hefur aldrei gerst áður.
Mörg þau verkefni sem alríkið þá ekki getur nema að hluta fjármagnað, eru lögbundin verkefni - í reynd væri það lögbrot að fjármagna þau ekki að fullu.
Fræðilega geta Bandar. sleppt því að borga af skuldabréfum í eigu margvíslegra aðila um víðan heim, en það er talið muni valda mjög miklum óróleika innan alþjóða fjármálakerfisins, ef sá valkostur væri valinn. Því er sá að sjálfsögðu talinn minnst líklegur.
Líklegast ef á þetta reyni, að skorið verði á starfsemi alríkisins innan Bandaríkjanna sjálfra, en þess gætt að greiða að fullu af útgefnum ríkisbréfum alríkisins.
Niðurstaða
Deilan á Bandaríkjaþingi er farin að hafa sínar fyrstu heimspólitísku afleiðingar sbr. frestun á viðræðum Bandaríkjanna við Evrópusambandið um fríverslun, og það að Obama neyddist til að aflýsa mikilvægri viðskiptaráðstefnu í Indónesíu.
Enn virðist enginn bilbugur á deiluaðilum á Bandaríkjaþingi. Fátt benda til annars en að deilan haldi áfram a.m.k. fram í næstu viku.
Ég held að markaðir verði líklega rólegir a.m.k. fram eftir nk. viku, en það má vera að ef enn er staðan við það sama nk. föstudag. Þá hefjist eitthvert verðfall á mörkuðum fljótlega í kjölfarið á því.
Og ef 17/10 lýður án þess að deilan sé leyst, yrði líklega umtalsvert verðfall á mörkuðum, en þá líklega fara markaðir líklega að reikna með snöggum viðsnúningi Bandaríkjanna yfir í - samdrátt.
Ef það gerist, hefði það víðtækar afleiðingar. Ég er ekki að tala endilega um djúpa kreppu. Nema að deilan verði alls ekki leyst svona yfirleitt.
En meira að segja ég á von á því að hún endi með samkomulagi fyrir nk. mánaðamót, og ef það gerist. Þá muni markaðir róast fljótt, þó svo að greiðslur á einhverjum bréfum alríkisins dragist í nokkra daga.
En ef það gerist ekki, væru mál komin yfir á ókortlagt svæði - eins og sagt er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 02:13
Spánn á uppleið?
Sá áhugaverða umfjöllun á vef Financial Times um meintan efnahagsuppgang á Spáni. En stjórnmálamenn í ESB eru farnir að horfa til Spánar sem "success" þ.e. eins og sjá má á mynd að neðan. Hefur tekist að ná nokkuð niður launakostnaði per einingu.
Eins og einnig sjá má, er farin af stað nokkur aukning á útflutningi, á sama tíma og einnig sjá má að öfugþróun hefur verið í gangi með útflutning Þýskalands - Frakklands og Ítalíu. Eitthvað hefur verið um það, að fyrirtæki hafi fært sig til Spánar frá nágrannalöndum.
Að auki hefur tekist að ná fram um 2% afgangi á viðskiptajöfnuði landsins.
Kannski - en Luis de Guindos efnahagsráðherra telur, að það muni mælast smávægilegur hagvöxtur á Spáni á 3. ársfjórðungi þessa árs, sjá tilvitnun í orð hans:
- "In past crises, he argues, Spain would habitually fall back on currency devaluations to bolster exports and draw more tourists to the beaches of Benidorm and Mallorca. Whatever advantage the economy gained, however, was soon eaten up by wage increases and inflation."
- "The [current] gain in competitiveness has been obtained not through currency devaluation but through internal devaluation, through a process of lowering unit labour costs, he said recently. This gain in competitiveness is much more permanent and much more sustainable than when you simply devalue your currency."
Þetta er hin dæmigerði fullyrðing evrusinna - - að gengisfelling sé að "pissa í skóinn sinn."
Einhverra hluta vegna, virðast þeir sannfærðir um það, að engin leið sé að varðveita hagnað af gengisfellingu, en greinilega er ómögulegt að hindra launahækkanir.
Meðan þeir álykta, með því að benda á tilvik Spánar, að víst sé unnt að pína niður laun.
Og sannarlega er það rétt - - að á Spáni er lítil verðbólga?
- En hvað um atvinnuleysið?
- Spánn...........27,9%.
- Ítalía.............12,2%.
- Frakkland.......11%
- Þýskalan..........5,2%
Því er þakkað að launakostnaður hefur lækkað að ríkisstjórn Rajoy gerði lagabreytingar, er auðveldaði vinnuveitendum það að reka fólk.
Gott og vel, þ.e. rökrétt að það hafi áhrif.
En málið er að til þess að slík breyting skili sér, þarf að auki að vera til staðar umtalsvert atvinnuleysi, þ.e. misjafnt eftir löndum líklega - en því minna sveigjanlegur sem vinnumarkaður er því meira.
- Það að tekist hafi að lækka launakostnað á Spáni, getur verið einfaldlega vegna þess, að atvinnuleysi er svo miklu - miklu meira. Þó það sé slæmt á Ítalíu og í Frakklandi.
- Hvað kostar þetta gríðarlega atvinnuleysi samfélagið?
Ef til þess að innri aðlögun virki það þarf því til að kosta, að það verði til mikið atvinnuleysi.
Þá er það eitt og sér mjög alvarlegt hagkerfistjón!
Þ.e. milljónir verkamanna eru án atvinnu - þeirra færni hrakar, þeirra þekking úreltist; á endanum verða mjög margir þeirra gersamlega ófærir yfirleitt um það að afla sér atvinnu.
Þannig, að þeir sem eru virkir á vinnumarkaði, fækkar.
Sem þíðir að það dregur úr mögulegum framtíðar hagvexti.
Að auki fylgir þessu aukin örorka, en fjöldi atvinnulausra veslast upp í orðsins fyllstu merkingu, hætta að vera virkir í samfélaginu.
Ekki gleyma hættu á samfélagsvandamálum sbr. glæpir og aukin róttækni þ.e. fylgi við öfgahreyfingar.
- Viðskiptajöfnuðinum var einkum snúið við - með sjálfu atvinnuleysinu.
Takið eftir því að atvinnuleysi rúmlega 2-faldaðist á Spáni þegar kreppan hófst. Síðan sem þáttur í útgjaldasparnaði ríkis og héraðastjórna, hafa bætur verið lækkaðar umtalsvert.
Þetta þíðir það að atvinnuleysis-aukningin hefur skilað heilmiklum samdrætti í neyslu.
Sá samdráttur í neyslu, hefur skilað minni innflutningi.
Sem þíðir að samanlögð áhrif atvinnuleysis og niðurskurðar bóta til atvinnulausra og öryrkja, hafa í megindráttum framkallað þann viðsnúning á viðskiptajöfnuðinum sem átt hefur stað á Spáni.
Þetta er afskaplega grimm aðferð við það að rétta af ytri jöfnuð landsins - - er hún virkilega, virkilega minna grimm?
Heldur en sú aðferð, að ná fram sama árangri með - gengisfellingu?
En miklu minni aukningu atvinnuleysis í staðinn?
- Útflutningur er að aukast!
Hann hefur aukist um 6% síðan á sl. ári, og menn búast við 5% aukningu þetta ár.
Útflutningur Spánar var 20% af hagkerfinu 2007 þegar byggingarstarfsemi var 13% af hagkerfinu, en er í dag 35% af hagkerfinu á sama tíma og byggingarstarfsemi hefur skroppið saman niður í að vera 5% af hagkerfinu. Að auki hefur verið umtalsverður samdráttur í neyslu og því í verslun.
Það er vandi fyrir Spán, að ætla að byggja sig upp á útflutningsdrifnum vexti skv. þýskri fyrirmynd.
Að útflutningshagkerfið er þetta lítið!
Á sama tíma er verslun og neysla enn í samdrætti, þ.e. byggingariðnaðurinn einnig.
Skuldir ríkisins eru í stöðugri aukningu, þ.e. nálgast hratt 100%.
Og Spánn þrátt fyrir harkalegan niðurskurð er enn statt í halla á frumjöfnuði fjárlaga, það þíðir að Spánn á engan afgang til þess að hefja niðurgreiðslu skulda.
Heldur bætist hallinn stöðugt ofan á þær skuldir sem fyrir eru.
Staðan með svo afspyrnu lélegar hagvaxarhorfur er sú, að skuldastaðan verður ákaflega viðkvæm gagnvart ytri áföllum af hverju tagi.
Ef Spánn hefði enn haft pesóinn?
Málið af hverju laun yfirleitt hækka aftur næstu ár í kjölfar gengisfellingar. Er vegna þess, að hagkerfið kemst miklu fyrr til baka í ástand hagvaxtar. Þá er meiri eftirspurn eftir vinnuafli.
Og því hækka laun aftur! Þetta er gott - ekki slæmt.
Það "gain" eða árangur sem Luis de Guindos er að vitna til, getur einungis haldist - - ef það mikla atvinnuleysi sem viðheldur þrýstingi á launþegar. Heldur áfram!
Hans fullyrðing því að sá árangur sé mun líklegri að haldast, en ef það hefði verið gengisfelling. Er þá rétt - ef þ.e. svo að mjög mikið atvinnuleysi verði áfram í mörg ár til viðbótar.
Og málið er, að það er akkúrat líklegt að svo verði.
----------------------------------
Það er rétt hjá Luis de Guindos að ef það hefði verið stór gengisfelling 2008, þá hefði störfum fjölgað verulega í ferðamannageiranum.
Það hljómar þannig að Luis de Guindos hafi nokkra fyrirlitningu á þeim störfum, en vandinn er sá að Spán skortir störf í dag, og mun skorta störf með þessu áframhaldi í mörg ár til viðbótar.
En útflutningsdrifinn hagvöxtur með svo lítið útflutningshagkerfi, mun taka mjög langan tíma að eyða upp atvinnuleysinu - ef það þá tekst yfirleitt.
- Ekki síst - - margir þeir sem töpuðu störfum í byggingariðnaði, og fá þau líklega aldrei aftur.
Þeir búa ekki yfir þekkingu sem útflutningsfyrirtækin í vexti líklega geta hagnýtt sér, en þeir hefðu getað fengið störf við ferðamennsku - sem eru verður að viðurkennast að eru "low skill" eða lágþekkingarstörf mikið til.
En það hefði ekki verið slæmt, því þá a.m.k. er staða þeirra skárri, en að vera án vinnu. Og líklega aldrei geta fengið vinnu.
Aukning í ferðamannaiðnaðinum, er hefði getað tekið við mörgum þeim, sem ekki hafa þekkingu fyrir þau nýju störf sem er að skapast við útflutning, hefði að auki með því að takmarka atvinnuleysi almennt.- Einnig viðhaldið neyslu.
- Og því að auki, viðhaldið betur störfum við verslun.
Með öðrum orðum - - umsvifin í hagkerfinu hefðu verið meiri.
Sem hefði þítt, að skattstofn ríkisins hefði verið styrkari, og því ríkið betur fært um að standa undir skuldum.
Að auki hefðu skuldirnar aldrei hlaðist eins ört upp, því hallinn á ríkinu hefði verið minni.
Líklega væri enginn að tala um hugsanlegt gjaldþrot Spánar.
- Gjaldið fyrr allt þetta hagræði - - hefði sannarlega verið allnokkur verðbólga.
- Líklega einnig - - hærri vextir á lánsfé.
Og það þíðir auðvitað að miklu skárra er að hafa 27% atvinnuleysi í stað þess að hafa kannski bara svipað atvinnuleysi og í Frakklandi. En atvinnuleysi var ca. það áður en kreppan hófst. Og að auki hættuna sem vaxandi fer á greiðsluþroti Spánar.
Svo mikið böl sé verðbólga og hærri vextir.
Niðurstaða
Er þessi stefna líkleg að virka á Spáni? Ég hef ekki enn nefnt einn veikleika til viðbótar. En líklega er stór hluti ástæðu þess, að útflutningur er að aukast þetta mikið á Spáni sá. Að Spánn er nokkuð á undan með það að framkvæma þær lagabreytingar, sem Ítalía og Frakkland eiga eftir - sem gera vinnuveitendum auðveldar um vik með að reka fólk.
Ef launakostnaður per einingu í Frakklandi og Ítalíu mundi fara í lækkunarferli, ætti maður að búast við því. Að fyriræki í Frakklandi og Ítalíu. Mundu hætta að færa sig til Spánar.
- Punkturinn er sá, að í eðli sínu er "innri aðlögun" ekkert öðruvísi en "gengisfelling" með það, að fleiri geta gert svipað og þar með étið upp það forskot sem þú hefur náð.
Það getur verið einnig hluti af svari við fullyrðingu Luis de Guindos.
--------------------------
Síðan að auki má nefna það, að minnkun neyslu í S-Evrópu vegna hins aukna atvinnuleysis, hefur leitt til minnkunar á innflutningi varnings frá Kína og öðrum Asíu ríkjum. Sem hefur dregið úr þeirra hagstæða viðskiptajöfnuði er þau fram að þessu hafa haft.
Það blasir við sá möguleiki, að Asíuríkin svari með því - að lækka gengi sinna gjaldmiðla.
Til þess að auka aftur innflutning Evrópuríkja, þar með endurreisa sinn stóra jákvæða viðskiptajöfnuð.
Það áhugaverða er að Indland sem komið var í viðskiptahalla, hefur séð gjaldmiðil sinn falla nærri 30% á þessu ári.
- Ég er ekkert endilega sammála því að "internal devaluation" sé "immune" gagnvart sambærilegri samkeppni, og gengisfellingar geta lent í þ.e. "competitive devaluation."
Höfum ekki síst í huga, að Evrópa er nú sem heild komin með stærsta jákvæða viðskiptajöfnuð í heimi, löndin í N-Evr. eru ekki að auka sinn innflutning á móti.
Þ.e. lélegur hagvöxtur í Bandaríkjunum, og havarýið í gangi þar getur skaðað þann vöxt frekar.
Samdráttur útflutnings til Evrópu leiðir einnig til minnkaðs hagvaxtar í Asíu. Kaupmáttur eykst þar þá minna, störfum fækkar þá jafnvel við útflutning.
- Evrópa er ekki að búa til nýja eftirspurn - til að mæta þörf S-Evrópu fyrir nýja eftirspurn.
- Evrópa virðist ætlast til þess, að restin af heiminum borgi fyrir efnahagslega endurreisn Evrópu í gegnum hagstæðan viðskiptajöfnuð Evrópu.
Ég er eiginlega handviss að þetta gengur alls ekki upp.
Það geti ekki gengið upp, að gervöll S-Evrópa api eftir Þýskaland, þ.e. að lama innri eftirspurn - tékk - og á sama tíma auka sem mest útflutning - tékk.
Þetta hljóti að enda í viðskiptaárekstrum milli Evrópu og Asíu. Einhvers konar viðskiptastríði. Sem líklega tekur það form, að þau mæta Evrópu með því að hagræða sínu gegni.
Þannig að gengi Evrunnar muni styrkjast þá gegn asískum gjaldmiðlum, og það éta upp tilraunir S-Evr. til þess að skapa viðsnúning í gegnum útflutning.
Þetta sé kannski ekki að gæta ýkja mikið enn, meðan þ.e. nær einungis Spánn sem sé farinn af stað í þá tilraun. En þ.e. stöðugt verið að þrýsta á hin löndin, að apa eftir Spáni ef þau geta.
Kv.
2.10.2013 | 22:30
Silvio Berlusconi endanlega búinn að vera?
Dramað á Ítalíu hefur fallið í skuggann af atburðum í Bandaríkjunum, en í sl. viku skipaði Berlusconi ráðherrum flokks síns að hverfa úr samsteypustjórn Enrico Letta. Flestir held ég að hafi búist við að stjórn Letta væri þar með fallin, og það stefndi í kosningar. En Letta var ekki að baki dottinn, heldur ákvað að halda atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu sem haldin var á miðvikudag.
Það merkilega er, að stjórn Letta stóðst - er ekki fallin.
En sl. sunnudag fór að bera á sterkum orðrómi um uppreisn meðal hluta þingmanna og ráðherra flokks Berlusconi. Á mánudag varð sú uppreisn opinber.
Fyrir atkvæðagreiðsluna á þingfundi sl. miðvikudag, bakkaði Berlusconi með allt málið - og lýsti yfir stuðningi við stjórn Letta.
- Útkoman virðist benda til þess að Berlusconi sé að missa tökin á eigin flokki.
- Sem hann hefur fram að þessu stjórnað með járnaga.
Berlusconi U-turn secures Italian government survival
Silvio Berlusconi weakened after U-turn on Letta support
Letta Hangs On but Bigger Challenges Abound
Berlusconi's About-Face: A Vote of Confidence Will Not Suffice
Sá sem leiddi uppreisnina gegn Berlusconi er hans eigin skjólstæðingur í gegnum árin, maður að nafni Angelino Alfano!
Sjálfsagt hugsar Alfano, framkvæmdastjóri flokks Berlusconi, nú gott til glóðarinnar, eftir að uppreisnin heppnaðist - stefnir jafnvel á að verða nýr leiðtogi flokksins. Meðan að Berlusconi fari í fangelsi í 2 ár.
Ég reikna með því að Berlusconi líti á þetta sem rýtingsstungu. En sennilega eru þingmenn og ráðherrar, farnir að íhuga eigin hagsmuni. Í ljósi þess að karlinn er á leið í fangelsi.
Svo fremi sem meirihluti þingsins svipir hann þinghelgi, eins og til stendur.
En kannski bendir nú þessi skyndilega innanflokks uppreisn, til þess - að flokkurinn ætli ekki að hindra þá útkomu, þ.e. sviptingu þinghelgi svo gamli maðurinn fái að sitja af sér dóminn.
- Málið er að þegar Berlusconi gaf sig, þá var orðið ljóst að stjórn Letta mundi ekki falla, og þegar Berlusconi lét uppi að hann mundi styðja stjórnina eftir allt saman á háværum þingfundi á miðvikudag, voru viðbrögð Letta:
"Letta...reacted with visible surprise to Berlusconi's climbdown, laughing slightly and shaking his head in disbelief."
Það hefði sennilega litið enn verr út - að hluti flokksins hefði kosið gegn stjórn Letta ásamt Berlusconi sjálfum, en nægilega stór hluti með stuðningsmönnum Letta til þess að yfirlýsing um stuðning væri samt samþykkt.
"Berlusconi covered his face with his hands after he sat down; in what may be one of his last acts in the Senate before the procedure for his removal begins on Friday, the 77-year-old then cast his vote for Letta, a prime minister whom he had accused a day earlier of lacking credibility."
- "An opinion poll by the Ipsos institute conducted on Tuesday showed 61 percent of PDL voters felt the party should back Letta..."
- "...and 51 percent that it should pick a new leader to take over from Berlusconi and renew the party."
"Berlusconis humiliating U-turn, in the face of the impending defection of some two dozen of his partys senators, is an enormous boost to the prime minister and to his government. It leaves Berlusconi greatly weakened, and with the judicial noose tightening around him, his political star now looks to be firmly waning, commented Christopher Duggan, history professor at Reading university."
Eftir klofninginn í flokki Berlusconi, virðist að sögn fréttaskýrenda - umtalsverð hætta á endanlegum klofningi.
Það kemur í ljós á næstu dögum, en einn möguleikinn til að lægja öldurnar, væri einmitt hugsanlega sa, að Berlusconi - láti formlega af völdum yfir flokkinum.
Það má vera að eftir átökin, væri það ekki til að halda flokknum saman, að Alfano taki við - fyrst hann leiddi uppreisnina gegn karlinum.
Fyrir það er ekki ólíklegt, að einlægir stuðningsmenn sem þar er enn að finna, geti ekki fyrirgefið honum.
Þannig að það yrði þá vera einhver 3-maður, nema að Berlusconi sjálfur mundi ákveða að styðja Alfano, ef hann segir allt fyrirgefið.
Hver veit! Það á örugglega eftir að vera verulegt drama innan flokksins fram á föstudag.
- En á föstudag, verður greitt atkvæði um að - reka Berlusconi af þingi.
- Kannski Berlusconi geti selt það til Alfano, að sá styðji sinn mann í þeirri atkvæðagreiðslu, og klofningsmennirnir - gegn því að Alfano verði næsti leiðtogi.
Niðurstaða
Sá sem tapaði stórt er augljóslega Berlusconi. Eftir að innanflokksátök gusu upp, í kjölfar þess að Berlusconi ætlaði að fella stjórn Enrico Letta og þvinga fram þingkosningar. Þá hefur staða gamla mannsins veikst afskaplega mikið. Og möguleikar hans því sennilega til þess - að forða sér frá því að vera rekinn af þingi nk. föstudag. Sennilega orðnir litlir.
Það er vart nema sá eini gambíttur eftir, að halda sér á þingi.
Nánast það eina sem hann enn á eftir til að versla með, er ef til vill - leiðtogasætið í eigin flokki.
Spurning hver fær það hnoss? Og ekki síst, hvort flokkurinn helst saman?
Eitt virðist þó nær öruggt, að Berlusconi sé loksins - loksins á leið út úr pólitík.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2013 | 00:40
Obama ætlar sennilega að keyra harkalega yfir Repúblikana!
Ég las áhugaverða greiningu eftir Jack Balkin við Yale háskóla: Shutdown versus default.
- Hann bendir á það, að Obama sé líklegur að hafa undirbúið neyðaráætlun, eftir sambærileg átök fyrir tveim árum. Þegar kom í ljós, að meirihluti þingmanna Repúblikana. Var tilbúinn að beita alríkið hótuninni um "tæknilegt" gjaldþrot, í pólitískum tilgangi.
- En að á sama skapi, til þess að hámarka samningsstöðu sína, sé líklegt - að hann segi ekki Repúblikönum frá þeim neyðaráætlunum.
- Þær neyðaráætlanir, líklega fela í sér - áætlun um það, að velja hverjum er borgað. Fræðilega er það ólöglegt að borga ekki öllum þeim sem teljast "mandatory" en bersýnilega í ástandi þegar peningur er ekki til fyrir öllum þeim greiðslum. Er ekki lengur hægt að greiða allar slíkar. Þá sé líklegt, að Obama og hans aðstoðarmenn. Séu búnir að sjóða saman áætlun - - um það hverjum er ekki greitt, sem líklegust sé að hámarka líkur þess. Að Repúblikanar neyðist fljótt til að láta undan.
- Eins og ég sagði, fræðilega er slíkur gerningur ólöglegur, en hugsanleg dómsmál munu taka langan tíma að fara í gegnum Hæstarétt "US Supreme Court" þannig að krísan verður löngu liðin, áður en dómararnir svara því - hvort Obama mátti þetta eða ekki.
- Eða eins og Balkin orðar þetta; "After all, if you stop paying Social Security and Medicare checks, lots of people in the Tea Party/ Republican coalition will start pushing for a quick settlement."
Það má jafnvel líta svo á, að Obama hafi undirbúið "gildru" fyrir Repúblikana.
Hann þurfi ekkert annað að gera til þess að smala þeim í hana, en að neita að semja um skuldaþakið - með öðrum orðum, akkúrat það sem hann er að gera.
Hann heimtar að Repúblikanar lyfti skuldaþakinu.
Hann hafnar því að semja um, hvort "Obama Care" fer í gegn, og verði fjármagnað.
Repúblikanar eru að beita skuldaþakinu, til þess að stöðva "OB" en Obama er líklega búinn að undirbúa krók á móti bragði. Sú taktík feli beinlínis í sér - að hann ætli að keyra málið alla leið.
Þ.e. alla leið að skuldaþaks deginum þann 17/10, þegar bandar. alríkið mun ekki hafa peninga til að greiða af öllum sínum skuldbindingum.
Því hann sé búinn að hanna sérstaklega fyrir Repbúlikana afleiðingar í gegnum vel ígrundað val á því, akkúrat hvaða prógrömm verða ekki lengur - fjármögnuð.
Sem muni leiða til þess að þeirra eigin kjósendur, muni hringja í sína þingmenn - - og sjá um að smala Repúblikunum til eftirgjafar.
Núverandi meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni virðist fljótt á litið ekki líklegur að gefa eftir!
For House Republicans, confrontation is safer than compromise
Skv. greiningu Reuters, þá eru langflest þingsæti núverandi meirihluta Repúblikana algerlega örugg, þ.e. 205 af 232. Þeirra kjósendur séu haldnir viðhorfum sem séu mjög neikvæð til alríkisstjórnarinnar - - þeir þingmenn séu því ólíklegir að sýna nokkurn hinn minnsta samningsvilja.
Þeir vilja ekki sjá neitt nýtt alrikisprógramm - punktur. Og séu til að taka áhættu á tæknilegur greiðsluþroti Bandar., ef það skaðar hina hötuðu alríkisstjórn.
Þetta séu með öðrum orðum, aðilar komnir vel út fyrir meginstraum stjórnmála, en með snjöllum hagræðingum á kjördæmamörkum. Hafi tekist að búa til traust þingsæti um slíka afstöðu.
- Það væri mun áhættumeira fyrir þessa Repúblikana, að virðast auðsýna alríkisstjórninni í Washington hina minnstu linkind.
Þetta sé vísbending þess, að Obama eigi í reynd ekki neinn úrkosta annan.
En að spila "hardball" og hafa sjálfur líklega ákveðið, að lofa Repúblikunum að súpa að fullu það seyði sem þeir eru að búa til. Og komast að því, hve þægilegt það í reynd er.
Skv. The Economis: Will voters punish the Republicans?
Hefur meðalkjósandinn þegar mikið ógeð á þingmeirihluta Repúblikana - - "Republicans in Congress already have a -44% unfavourable rating (68% unfavourable to 24% favourable),"
En þetta sé svipað og var fyrir síðustu þingkosningar, Repúblikanarnir eru kosnir í sínum héröðum, ekki af meðal-Bandaríkjamanninum. Þeim sé því líklega slétt sama um viðhorf hins þögla meirihluta.
Skv. Reuters: "A CNN poll released on Monday found that 46 percent of those surveyed would hold Republicans responsible, while 36 would blame Obama. The poll also found that two of three voters say it's more important to keep the government open than to block Obamacare."
Obama virðist kominn í "political campaign mode"
Hafið í huga, að sennilega sér Obama tækifæri að velgja Repúblikunum eftirminnilega undir uggum. Hann hélt ræðu í Washington, til að fagna lögunum um "Obama Care" eða "Affordable Care Act" þ.s. hann hélt eina af sínum tilfinningaþrungnu ræðum, og skoraði á Repúblikana. Að svipta ekki 30 milljón Bandaríkjamenn - aðgangi að heilsugæslu. Sem gert er ráð fyrir að þeim sé tryggður.
Obama er sennilega í afskaplega góðri stöðu, til þess að tryggja - - að almenningur muni kenna Repúblikunum um allt klabbið, þegar neyðarprógrammið sem Obama hefur örugglega rækilega undirbúið kemst til framkvæmda.
Afleiðingin fyrir flokk Repúblikana, verði sú - að fækka stuðningsmönnum enn frekar en orðið er. Minnka enn frekar líkur á því að Repúblikanar eignist forseta í náinni framtíð. Og að auki tryggja áframhaldandi meirihluta Demókrata í Öldungadeild.
En þ.e. aldrei að vita, kannski dugar "fallout"-ið til þess, að Repúblikanar sjálfir. Fái nóg af Tehreyfingunni.
- Ef þ.e. svo að ofangreind kenning er rétt, að Obama er með tilbúna neyðaráætlun, sem er hönnuð til að skapa hávært ramakvein meðal kjósenda þingmanna í Fulltrúadeild, svo þeir smali þingmönnum sínum til að semja.
- Þá er það alveg í samræmi við hana, að Obama sé nú dagana fram að 17/10 í "campaign mode" að smala þjóðinni, utan um sína afstöðu. Styrkja þá "impression" sem mest hann má, áður en hann reiðir til höggs - að þetta sé Repúblikönum að kenna.
Niðurstaða
Neikvæða hliðin á því - að ef kenningin er rétt. Að Obama sé með það undirbúið að sverfa til stáls við Repúblikana. Og keyra málið alla leið að 17/10 og jafnvel daga umfram það.
Að það verður ekki hjá því líklega komist, að afleiðingar þess "brinkmanship" verði umtalsverðar fyrir bandarískan efnahag.
Skv. lauslegu mati erlendra matsaðila, mun ein vika af núverandi ástandi - að ríkið er í lágmarksrekstri áður en kemur að 17/10. Skaða hagvöxt í Bandar. þetta ár um 0,3%.
Sem þíðir væntanlega, að þegar að stoppdeginum kemur þann 17/10 er alríkið á ekki lengur fé til að greiða af öllum skuldbindingum, og það þarf að velja þá þær sem mikilvægast er að greiða.
Þá mun efnahagslegt tjón klárt verða töluvert meira en ofangreind 0,3%. Hafandi í huga að hagvöxtur þ.s. af er ári hefur einungis verið milli 1,3-1,5%. Er vel hugsanlegt að við þetta högg, fari Bandaríkin í samdrátt lokamánuði ársins.
Þau muni þá væntanlega rétta aftur við sér upphafsmánuði nk. árs, en það getur vel verið að tjónsins muni áfram gæta í því að hagvöxtur verði lakari þá útmánuði, en nú er reiknað með.
Ég á þá von á því, ef kenning Balkin er rétt, að Obama hafi hannað slíka neyðaráætlun, að hún sé þannig útfærð að tryggt sé að greitt sé af skuldabréfum í eigu erlendra aðila, til að lágmarka hættu á alþjóðlegri fjármálakrísu. Hann beiti frekar svipunni heima fyrir, til að neyða þingmenn með hraði til uppgjafar.
En á móti með þeirri leið, hármarkar hann líklega efnahagstjón heima fyrir. Þannig að það má jafnvel vera, að Bandaríkin hefji nýárið í samdrætti, séu ekki nema að smáskríða til baka um mitt ár.
- Áhrif á Evrópu verða að sjálfsögðu slæm, þá fer hún örugglega einnig aftur til baka yfir í samdrátt fyrir lok þessa árs, ef Bandaríkin það gera. Að auki skaðar málið einnig hagvöxt í Asíu og víðar. Það yrði stórt verðfall á mörkuðum o.s.frv.
- Varðandi Ísland, þá örugglega rætist ekki spá í nýju fjárlagafrumvarpi um hagvöxt milli 2-3%. Það er þá frekar svo að við værum heppin að mælast með nokkurn hinn minnsta hagvöxt, fyrstu mánuði nk. árs.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.10.2013 | 00:27
Hverjar verða afleiðingar af "US Gov. shut-down"?
Flestir hagfræðingar virðast telja að lítið muni gerast. Skv. fjármálaráðherra Bandar. er kritíski dagurinn 17. október. Skv. því hafa Demókratar og Repúblikanar þann tíma. Til að halda rifrildinu áfram.
Chance of U.S. government default less than 10 percent, economists say: Reuters poll
Eftir þann tíma, fari "stoppið" að hafa a.m.k. einhverjar raunverulegar afleiðingar.
Paul Krugman, lýsir sennilega þeim verstu mögulegu: Rebels Without a Clue
Þetta er kannski klassíska vandamálið lýst í Gríms-ævintýrinu "Úlfur, úlfur."
Þ.e. "Gov.shutdown" hefur gerst áður, og það oftar en einu sinni.
Og í fyrri skiptin án umtalsverðra afleiðinga, þannig að menn reikna með því að sagan endurtaki sig, þ.e. að áður en raunverulega er farið fram af bjargbrúninni - semji menn.
Annar aðilinn blikki, og storminn lægi - sá skilji lítið eftir sig.
- Í ævintýrinu kom úlfurinn fyrir rest, og söguhetjunni varð ekki bjargað.
- Það má segja, að ævintýrið tjái okkur, að leiða ekki aðvaranir hjá okkur - þó við séum vön því, að ekkert gerist.
- Þíði það ekki, að ekki endilega að ekkert sé líklegt að gerast.
- Sennilega þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig.
Það fer því eftir því hve lengi "gov. shut-down" varir!
Markaðir eru rólegir ennþá. Sennilega verða þeir það a.m.k. út þessa viku. Og jafnvel út hin næstu næstu einni. En ef enn er pattstaða mánudaginn 14. Gæti taugaveiklunar farið að gæta.
Að sögn matsfyrirtækja, mun tveggja vikna stopp - litlum usla valda.
Hvor ætli sé líklegri að blikka?
Ég held að það verði ekki Obama, en málið er að hann hefur ekkert 3. kjörtímabil. Svo þ.e. ekkert endurkjör sem hann þarf að velta fyrir sér.
En aftur á móti, þurfa þingmenn að hafa áhyggjur af slíkum hlutum.
Þannig að líklegra sé að Repúblikanar - blikki fyrir rest.
Eða það ætti að gerast - svo fremi sem þeir hafa ekki skilið rökhyggjuna alfarið eftir.
Repúblikanar hafa alltaf sögulega séð - gert út á að vera ábyrgir, þannig að það lýtur ílla út. Að láta alríkið verða "tæknilega" gjaldþrota.
En greiðsluþrot alríkisins - væri 100% pólitísk ákvörðun. Ákvörðun, að láta skuldir alríkisins við aðila lönd og leið, hvort sem þær eru í eigu innlendra eða erlendra aðila.
Hver yrði fyrir tjóni? National debt of the United States
Svk. upplýsingum á wikipedia síðunni, eiga aðilar á vegum ríkisins sjálfs - þá einna helst Seðlabanki Bandaríkjanna, um helming skulda alríkisins.
Skv. sömu síðu eiga erlendir aðilar 32% af skuldum bandaríska alríkisins, eða 9.490ma.$.
Þar af er Kína stærsti einstaki erlendi eigandi bandar. ríkisskulda, þ.e. 26% af erlendri eign, sem samsvarar því, að Kína á 8% af heildarskuldum bandar. alríkisins.
Sem virðist svona frekar - eyða þeirri vinsælu sögu, að Kína eigi nærri allar skuldir Bandaríkjanna.
--------------------------------------------
Ég held við getum alveg leitt hjá okkur tjón Seðlabanka Bandaríkjanna, enda getur sá prentað fé að vild - hans staða lendir ekki í nokkurri hættu, þó svo að bandar. þingið mundi láta alríkið verða "tæknilega" gjaldþrota.
- Þá náttúrulega þíðir það, að meginhöggið lendir á öllum þeim fjölda útlendinga, hvort sem það eru bankar eða lífeyrissjóðir eða einstakir ríkissjóðir - - sem eiga bandar. ríkisbréf.
Það er þannig séð - endurtekning þess fornkveðna, að þegar Bandaríkin fá kvef fái heimurinn flensu.
Það getur því vel verið, að höggið yrði - stórt fyrir margvíslega alþjóðlega banka, fjármálastofnanir og sjóði.
Sem hafi keypt bandar. ríkisbréf.
Samt skulum við ekki mála skrattann á vegginn!
Það getur nefnilega vel verið, að þó "shut down" standi lengur en til 17/10. Þá fari ekki allt á hliðina strax. Því að erlendir aðilar vita, að Bandaríkin í raun og veru, geta borgað.
Málið snúist um pólitík og greiðsluvilja.
Þannig séð, að þó svo að það líði t.d. ein vika til viðbótar. Og ekki er greitt af ríkisbréfi á réttum tíma.
Þá gerist ekki mikið, þó að "Shut down" taki enda vikunni á eftir, og greiðsla berist seint.
Það sé líklega einungis, ef eftir þá viðbótar viku - - og engan bilbug væri að sjá á deilendum á Bandaríkjaþingi, að aðilar úti í heimi. Færu kannski að nálgast verulegt paníkástand.
- Kannski sé því hinn krítíski tími í reynd þegar dregur að mánaðamótum okt./nóv.
- Ef þá er enn ekki neitt samkomulag í augsýn.
Þá fari kannski allt dæmið af stað - sem Krugman lýsir.
Niðurstaða
Niðurstaða mín er sú. Að líklegt sé að menn sýni Bandaríkjunum töluvert langt langlundargeð. En það þíði þó ekki að það langlundargeð sé án enda. Það sé þarna úti endapunktur. Það sé mögulegt fyrir Bandaríkin að fara fram af því hengiflugi.
Svo að ég skil alveg af hverju flestir hagfræðingar eiga ekki von á því að "shut down" hafi miklar afleiðingar.
Það verður áhugavert að fylgjast með atburðum á "Capitol hill Washington" næstu daga og kannski jafnvel - vikur.
Ég hugsa samt sem áður, að einhver paník fari að sjást. Ef ljóst verður að ekki náist samkomulag fyrir 17/10 nk. Síðan fari sú vaxandi, dagana eftir það.
En "no return" sé kannski ekki fyrr en - "shut down" hefur gengið allan október til enda.
Kemur í ljós!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2013 | 21:53
1 sólarhringur eftir af fjármögnun bandaríska alríkisins!
Á miðnætti mánudaginn 30. september, hefst svokallað "shutdown" þegar rekstur alríkisins fer yfir í neyðarstjórnun. Þá verða allt að 1 milljón starfsmanna alríkisins "furloughed" þ.e. settir á launalaust leyfi. Til þess að spara rekstrarkostnað. Á meðan verður ríkið rekið - með lágmarksstarfslið.
Washington faces shutdown in budget stand-off
Capitol building eerily quiet as government shutdown nears
Eins og sakir standa, virðast verulegar líkur á því að "shutdown" hefjist, því miðað út frá útkomu sunnudagsins, er engan bilbug var að finna á þingmönnum beggja fylkinga.
Báðar ætlast til að hin fylkingin gefi eftir, og ásökunin flýgur á báða bóga, að hin fylkingin ætli að koma af stað neyðarástandi.
- "The last government shutdown ran from December 16, 1995, to January 6, 1996, and was the product of a budget battle between Democratic President Bill Clinton and Republicans, led by then-Speaker Newt Gingrich." - eða í 21 dag.
Eins og kemur fram, er þetta ekki í fyrsta sinn sem að alríkið fer í "shutdown."
Átök Clinton og Gingrich, voru heimsfræg - - sérstaklega tilraunir Gingrich til að rétta yfir Clinton út af Lewinsky málinu, þegar Clinton virðist hafa leitað á ungling. Það var út af meintri eða raunverulegri ósannsögli Clinton, í samhengi við hans samskipti við Lewinsky.
Átök Clinton og Gingrich virtust ákaflega persónuleg - - meðan að í dag, eru átökin ekki síst - hugmyndafræðileg. Þ.e. hægri Repúblikanar vilja minnka ríkið, eru algerlega andvígir "Obama-care" frumvarpinu, sem eykur þátttöku alríkisins í heilsufarsmálum þjóðarinnar, býr til nýtt alríkisprógramm.
Á að fækka þeim Bandaríkjamönnum, sem ekki hafa aðgang að heilsugæslu.
-----------------------------
Það eru ekki síst þau átök, þ.e. um "Obama-care" frumvarpið, sem komið er á lokapunkt, er tilbúið - Obama og Demókratar ætlast til, að þingið afgreiði það mál.
Sem gerir deiluna um svokallað skuldaþak - varasama.
En augljóst er, að hægri sinnaðir Repúblikanar eru að beita skuldaþaksmálinu fyrir sig, til þess að fella "Obama-care" frumvarpið eða a.m.k. - til að fresta málinu. Í von um að drepa það síðar.
Þess vegna samþykktu Repúblikanar á sunnudagsmorgun:
- "Republican-controlled House of Representatives voted to renew funding for the government until December 15,
- but maintained a tough line in tying the measure to a one-year delay in the healthcare law known as Obamacare. "
Akkúrat, á sama tíma liggur fyrir hótun Obama. Að beita neitunarvaldi á hvaða þá lausn, sem felur í sér það - að "Obama-care" sé tafið - fellt eða afgreitt án fjármögnunar.
Þetta var ekki það eina:
- "...the House also voted to repeal a medical device tax that would generate about $30 billion over 10 years to help fund the healthcare program."
Svo þeir einnig samþykktu, að hafna skatti - sem Demókratar vilja innleiða. Sem þátt í fjármögnun "Obama-care."
Að auki samþykkti meirihluti Repúblikana í Fulltrúadeildinni:
- "...the House unanimously approved a bill to keep paying U.S. soldiers in the event the government runs out of money October 1, the start of the new fiscal year."
Akkúrat - vísbending um það, að þeir reikni nú með því, að þetta "game of chicken" haldi áfram, eftir að "shutdown" er formlega hafið, á miðnætti nk. mánudag.
-----------------------------
Áhugavert að meirihluti Demókrata í Öldungadeildinni, ákvað að funda ekki á sunnudag. Svo fundað verður á morgun mánudag.
Þá má væntanlega reikna með því, að Demókrata - hafni útspili meirihluta Repúblikana í Fulltrúadeildinni.
Síðan standi mál þannig, á miðnætti á morgun mánudag.
- Þá hafa þingdeildirnar ca. tvær vikur til að deila, áður en ástandið fer að hafa alvarlegar afleiðingar.
" Failure to raise the $16.7 trillion debt ceiling by mid-October would force the United States to default on some payment obligations - an event that could cripple the U.S. economy and send shockwaves around the globe."
Ef Bandaríkin mundu ekki greiða af skuldbindingum sem falla á gjalddaga um miðjan október, þá veit í reynd enginn hvað gerist.
En "shutdown" hefur hingað til ekki verið tekið alla leið - að "tæknilegu" gjaldþroti.
En svo alvarleg virðast átök fylkinganna vera, að það má velta því fyrir sér - hvort slíkt gerist í þetta sinn.
En ef demókratar gefa eftir, verður það stór ósigur.
En undirbúningur fyrir "Obama-care" hefur tekið 3 ár.
Núna loksins er málið tilbúið - frágengið, bara að klára það með þinglegri meðferð. Repúblikanar bjóða frestun í 1 ár, sem er kannski ein fingurnögl í eftirgjöf eða hálf. En það er allt eins líklegt, að þeir endurtaki sama leikinn að ári.
Ég þori því ekki að spá því, á hvaða punkti verður gefið eftir - né, hvor muni gefa eftir.
Niðurstaða
Þó deilur um skuldaþakið hafi nú virst um nokkurt skeið í endurtekningu, án alvarlegra afleiðinga. Virðist deilan nú, enn bitrari en í fyrri 2. skiptin. Á milli Obama og Repúblikana. Ekki síst er það stóra málið, "Obama-care" sem Obama hyggst gera að sínu "legacy" eða bautasteini eða minnisvarða - um sína forsetatíð. Sem styr stendur um.
Og þ.e. einmitt vegna þess, hve báðir aðilar eru ákveðnir.
Að skuldaþaksdeilan virðist hættulegri nú, en í hin 2 skiptin.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2013 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.9.2013 | 23:57
Ríkisstjórn Ítalíu fallin - stefnir Ítalía í björgunarprógramm?
Áhugavert pólitískt drama í gangi á Ítalíu. Á laugardag dró Silvio Berlusconi ráðherra flokks síns út úr samsteypustjórn 3. flokka, er setið hafði verið við völd um nokkurt skeið. Nú ganga ásakanir á víxl.
En Letta nú fyrrum forsætisráðherra sakaði Berlusconi um stórfelldar lygar, en uppgefin ástæða Berlusconi er sú að málið snúist um deilu um skattamál.
En Letta vill meina að þetta snúist um annað mál, nefnilega það - að í næstu viku á öldungadeild ítalska þingsins, að greiða atkvæði um vantraust á Berlusconi sem þingmann, með öðrum orðum, um sviptingu hans á þinghelgi og þingsæti. Svo hann geti setið af sér 2-ára fangelsisdóm.
Italian government breaks up after Berlusconi pulls out ministers
Italian coalition in disarray after Berlusconis ministers quit
- "Late on Friday, the cabinet failed to agree vital fiscal measures to bring the budget deficit within European Union limits, leaving the fragile coalition of traditional rivals from the left and right near total breakdown."
- "The Friday cabinet meeting had been intended to find funding to avert an increase in sales tax from 21 percent to 22 percent. That increase, which has been fiercely opposed by Berlusconi's party, will now kick in from Tuesday."
- ""The decision taken by Prime Minister Enrico Letta to freeze government activities, and therefore setting off an increase in sales tax, is a serious violation of the pacts on which this government was formed," Berlusconi said in a statement on Saturday."
- "Letta shot back later in the evening, accusing the former prime minister of telling a "huge lie" and of using the sales tax issue as an alibi for an action motivated by his legal problems."
Það sem vekur áhyggjur eru óskaplegar skuldir Ítalíu sem eru yfir 2.000 milljörðum evra.
Eða upphæð langt yfir þeim mörkum, að Ítalíu verði bjargað - með björgunarlánsaðferðinni.
Einungis Seðlabanki Evrópu skv. loforði Mario Draghi um kaup án takmarkana, getur mögulega haft nægilegt fjárhagslegt afl, til að vera bakhjarl
Og þá aðeins, ef "ECB" fær fulla - prentunarheimild.
-------------------------------------
- "Rumours were already spreading last week that Italy was heading for another downgrade by a major rating agency."
- "In downgrading Italy to just two levels above junk status in July, Standard & Poors warned of a further downgrade by one notch or more if Italy could not demonstrate institutional and governance effectiveness."
Þarna er komin krísa - sem getur vel mögulega endurræst evrukrísuna!
En möguleikar á nýrri stjórn - líta virkilega ílla út.
Þó fræðilega sé unnt að mynda annan meirihluta, ef menn íhuga þingmenn "5-Stjörnu hreyfingarinnar" sem er mótmælaflokkur undir vinsælasta bloggara Ítalíu, Beppe Grillo.
Sá aftur á móti, hefur hafnað öllum möguleikum á stjórnarþátttöku - heimtar kosningar.
Líkur eru á því að hlutabréf muni falla verulega a.m.k. á Ítalíu nk. mánudag.
Það verður síðan að koma í ljós, hvort Enrico Letta getur mögulega fundið þingmenn til að fylla í þau skörð, sem þingmenn flokks Berlusconi skilja eftir.
En einhverjir þeirra sem voru kosnir á þing fyrir "5-Stjörnu Hreyfinguna" hafa síðan verið reknir úr flokknum, fyrir óhlýðni við foringjann.
Þ.e. a.m.k. fræðilegur möguleiki á því, að þeir styðji nýja stjórn - ásamt þingmönnum smáflokks, er lýtur foistu Mario Monti.
Myndun slíkrar stjórnar gæti tekið einhverjar vikur, þ.e. ef slík stjórn er raunverulega til sem möguleiki.
-------------------------------------
Ef stefnir í kosningar - geta mál orðið áhugaverð á ný.
En spennan snýst þá um, hvaða fylgi "5 Stjörnu-hreyfingin" fær.
Síðast fékk hún mest allra flokka, er fjölmennasti þingflokkurinn.
Engin leið að vita hvort fylgið hefur minnkað eða aukist, en þ.e. a.m.k. hugsanlegt að drama undanfarinna vikna, muni leiða til aukins fylgis flokksins, sem stofnaður er sem mótmæli gagnvart hinni "spilltu" og gagnslausu pólitík.
Niðurstaða
Ef einhver krísa getur startað evrukrísunni. Þá er það Ítalíukrísa. En skuldir Ítalíu eru þær 3. stærstu í heimi. Þ.e. einungis Japan og Bandaríkin skulda hærri upphæðir. Ítalía er þannig séð - fíllinn í postulínsbúðinni.
Það getur því verið virkilega áhugavert að fylgjast með málum Ítalíu nk. vikur.
-------------------------------------
Það getur farið svo að í fyrsta sinn, reyni á loforð Mario Draghi - um kaup án takmarkana.
En þannig yrði að fjármagna björgunarprógramm Ítalíu. Skuldir allt of stórar, svo að aðildarríkin geti fjármagnað björgunarlánapakka.
Kv.
28.9.2013 | 00:28
Washington og Teheran, gætu grætt mikið á endalokum óvináttu!
Hassan Rouhani, hinn nýi forseti Írans, hefur að sögn Financial Times - 6 mánuði til að skila árangri. En þá muni hefjast barátta fylkinga innan Írans, fyrir næstu þingkosningar í Íran. Og ef Rouhani sé ekki búinn að ná nokkru fram, í viðræðum sínum við ráðandi ríki Vesturlanda, þ.e. einhverskonar tilslökun á viðskiptabanni. Muni það verða vatn á myllu pólit. andstæðinga Rouhani innan Írans. Þeirra sem eru sannfærðir um það, að vesturlönd hafi ekkert annað en "illt" í hyggju gagnvart Íran.
Tja ef menn vilja, er unnt að sjóða saman frekar dökka mynd af samskiptum Írans við vesturveldin, þ.e. stuðningur Breta og Bandaríkjanna við byltingu 1953 gegn þáverandi forsætisráðherra Írans Mohammad Mossadegh, sem hafði þá verið forsætisráðherra Írans í 2 ár.
Hann fór fyrir flokki er vildi þjóðnýta eignir erlendra olíufyrirtækja - og í krafti þingmeirihluta, formlega tók yfir eignir hinna bresku olíufyrirtækja er höfðu fram að þessu átt og rekið íranska olíuvinnslu. Í kjölfarið brugðust bresk stjv. ókvæða við, settu viðskiptabann á Íran, hvöttu starfsmenn sína heim - hindruðu Íran í því að eiga olíuviðskipti.
Afleiðing, tekjuhrun af olíuvinnslu - að olíuvinnsla hrundi saman um ca. 90% þ.s. Íranar áttu þá ekki nægilega marga með réttu þekkinguna, til að halda vinnslunni gangandi. Stjórn Írans, gatt ekki nýtt gróða af vinnslu. Þessi deila stóð um nokkurn tíma - - í bland við þetta, blönduðust deilur um samfélagsmál, en Mossadegh vildi taka upp samyrkjubúarekstur, takmarka mjög réttindi landeigendaaðals, og keisarans.
Fyrir rest, virðist sem að, Bretar og Bandaríkin, hafi hagnýtt sér það ástand sem skapaðist, þ.e. vaxandi fátækt og atvinnuleysi vegna viðskiptabannsins, og samfélagsdeilur sem fyrirhugaðar breytingar líklega sköpuðu. Í samkrulli andstæðinga þeirra breytinga, var gerð bylting gegn Mossadegh.
Og einræðisstjórn komið á fót í staðinn. Þeirri var síðan ekki steypt fyrr en 1979.
Það er ein uppspretta haturs Írana á Bandaríkjunum, stuðningur við lögregluríki Resa Palavi frá 1953-1979.
Næsta var stríð Írans og Íraks, frá 1980-1988, í kjölfar árásar Saddam Hussain. En vesturveldin sáu írönsku byltinguna sem ógn við sína hagsmuni, íranski olíuiðnaðurinn var þá þjóðnýttur m.a. í annað sinn. Vesturlönd ásamt ríkjum Araba - studdu stríð Saddam Hussain gegn Íran. Um eða yfir milljón Íranar létu lífið.
Þetta stríð er alveg örugglega enn þann dag í dag, að hafa mikil áhrif á þjóðarsál Írana.
- Íranar örugglega upplifa sig - umsetna óvinum.
- Þ.e. Saudi Arabía og Persaflóa Arabar, er dældu milljörðum dollara í stuðning við Saddam Hussain á sinum tíma, meðan hann stóð í stríði við Íran.
- Ekki gleyma Ísrael og Bandaríkjunum, þarna eru einnig Bretar og Frakkar í aukahlutverki.
Ég held að viðskiptabannið sem í gildi hefur verið síðan gíslatökumálið fræga hófst nokkrum mánuðum eftir byltinguna og flótta keisarans. Sé mjög áhrifaríkt um það, að viðhalda þeirri sýn Írana, að þeir séu umkringdir óvinum.
Það er margt sem báðar þjóðir geta grætt á mun betri samskiptum!
Iran-US relations: Behind the smiles
Obama Speaks With Iranian President
Obama speaks by phone to Iran's Rouhani, sees chance for progress
Vesturlönd, þurfa eiginlega að skipta um hlutverk, þ.e. í stað þess að vera - taka þátt í því að magna spennu á Mið-Austurlanda svæðinu, þ.s. átök súnníta og shíta fara stig magnandi.
Ef e-h er hættulegt, þá er það "trúarbragðastríð."
Þá þurfa vesturlönd, að fara að "bera klæði á vopnin" - eða "róa ástandið."
- Ég sé ekki nokkra leið fyrir vesturlönd að græða á því, ef það brýst út stríð við Íran.
- Þ.e. eiginlega vart unnt að ímynda sér annað, en slíkt stríð endurræsi heimskreppuna - en áhrif á olíumarkaði af stórstyrjöld við Persaflóa. Yrðu frekar "svakaleg."
- Að auki, sjá kortið að ofan, er Íran líkara Afganistan en Írak, þ.e. ákaflega fjöllótt meðan að stærsti hluti Íraks er sléttlendi. Ég efa að stríð innan Írans væri þægilegra, en stríð innan Afganistan. Íranar eru að auki töluvert fjölmennari, betur vopnum búnir til mikilla muna en Talíbanar.
Vesturveldin sjálfra sín vegna, rökrétt - ættu að vilja forða þróun sem leiðir til slíks stríðs.
Það getur einmitt verið, að tækifæri til slíks - sé að opnast.
En Hassan Rouhani er að bjóða upp á nýjar viðræður - eins og fram kemur í erlendum fréttum, átti hann kurteist spjall í gegnum síma við Obama sjálfan, þ.e. í fyrsta sinn sem íranskur leiðtogi ræðir við forseta Bandaríkjanna síðan á 8. áratugnum.
Að auki var staðfest sl. fimmtudag, að formlegar viðræður vesturveldanna og Írans, hefjist 15. október nk. í New York.
- Friðarsamkomulag við Íran, getur leitt til þess - að unnt verði að binda enda á átökin í Sýrlandi.
- Að sjálfsögðu þarf samkomulag, að leiða til a.m.k. afléttingar viðskiptabanns að hluta. Þ.e. þ.s. Rouhani þarf á að halda - - en Íran er ekki "monolith" stefna Rouhani á sína andstæðinga innan Írans, þeirra sem eru sannfærðir um að - vesturlönd stefni eingöngu að því að klekkja á Íran.
- Ef ég mundi vera í aðstöðu til að ráðleggja Obama. Þá mundi ég ráðleggja Obama, að beita "gulrótum" í stað hótana. Þær geta komið í skrefum, þ.e. gulrót fyrir hvert skref.
- En hótanir muni hjálpa andstæðingum Rouhani, meðan að gulrætur muni styrkja hann í sessi. Og það sé ef til vill einmitt þ.s. - við ættum að vilja.
Sannarlega þarf að sannfæra Íran um það, að hætta stuðningi við stjórn Assads.
En Íran er ekki síst að styðja Assad, vegna þess að Íran á nánast enga bandamenn í heiminum.
Það er mikilvægt að Obama skuli hafa sagt - - að Bandaríkin stefni ekki að "regime change."
En það hefur gjarnan áður verið stefna Bandaríkjanna.
----------------------------------
Það er margt sem Bandaríkin geta veitt Íran, þ.e. ekki eingöngu aðgang að mörkuðum - í skrefum. Heldur einnig margvíslega tæknilega aðstoð við þróun olíuvinnslu. En Bandaríkin hafa betri tækni á þeim sviðum en Íranar ráða yfir. Tækni-aðstoð gæti einmitt verið "stór gulrót."
Þ.e. einnig vesturveldunum í hag, að kæla niður það ástand óvináttu og fjandskapar, sem ríkir milli Arabaríkjanna og Írans.
Í tengslum við þetta, væri hugsanlega mögulegt að skapa einhverskonar "öryggiskerfi" í samvinnu þjóðanna á svæðinu, þ.e. Írana ekki síður en Arabaríkjanna.
Rouhani fyrir sitt leiti, hefur sagt - helför gyðinga glæp sem ekki sé unnt að gleyma.
Sem greinilega er ætlað að milda andstöðu þeirra, sem styðja Ísrael.
- Ef fjandskapur vesturlanda og Írans hættir.
- Þá að auki vinnst það, að lönd eins og Rússland eða Kína, geta þá ekki lengur fært sér slíkt ástand sér í nyt. Sér til framdráttar. Vesturlöndum hugsanlega til tjóns.
Niðurstaða
Ég held nefnilega, að það sé ótti Írana sem reki þá til að halda kjarnorkuprógrammi sínu í gangi. Ef þeir sannfærast um það, að vesturveldin hafi ekki illt í hyggju gagnvart Íran. Viðskiptabanninu ljúki í tengslum við samninga um - frið. Þá líklega séu írönsk stjv. til í að - binda enda á tilraunir til þess að þróa kjarnavopn.
Þetta geti samt reynst langt ferli - þ.e. menn verði að klifra í smá skrefum frá því ástandi sem ríkir í dag.
Vesturveldin geta þá í hvert sinn - veitt eina gulrót.
Gulrætur séu líklegri til að hjálpa vilja Írana til þess að halda áfram slíku ferli, heldur en hótanir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 300
- Sl. sólarhring: 333
- Sl. viku: 363
- Frá upphafi: 871446
Annað
- Innlit í dag: 286
- Innlit sl. viku: 338
- Gestir í dag: 282
- IP-tölur í dag: 274
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar