Vangaveltur um neikvæða vexti Seðlabanka Evrópu á innlánsreikningum, valda smávegis lækkun evrunnar

Það eru bersýnilega vaxandi væntingar uppi um að Mario Draghi yfirmaður Seðlabanka Evrópu muni grípa til frekari aðgerða, til þess að hindra þróun í átt að verðhjöðnun á evrusvæði. Einn möguleiki er "QE" þ.e. kaup prógramm Seðlabanka Evrópu í stíl við sambærileg á vegum "US Federal Reserve" - "Bank of England" og Japansbanka; fjármögnuð með prentun.

ECB Said to Consider Minus 0.1 Percent Deposit Rate

German Notes Advance as ECB Said to Mull Negative Deposit Rate

En vægari aðgerð er sú, að leggja á neikvæða vexti, á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu.

Þ.e. á þá reikninga sem evr. bankastofnanir eiga í "ECB" til að letja þá í því atferli að varðveita stórar fjárhæðir þar í öruggu skjóli - - en hagkerfum eigin landa til einskis gagns.

Hugmyndin er að slíkir neikvæðir vexti, neyði banka til að - nota það fé til einhvers.

  1. Reyndar held ég, miðað við núverandi aðstæður á evrusvæði, sé langlíklegast að S-evr. bankar mundu bregðast við, með því að kaupa enn - enn meir af ríkisbréfum eigin landa.
  2. Frekar en að, bjóða upp á aukin útlán - - > Sem eru þau áhrif sem menn dreymir um að af verði.

En eins og ég sagði frá í gær: Hið vanheilaga samband banka og ríkissjóða hefur ágerst á evrusvæði síðan 2012

Virðast bankar í S-Evr. að vera bregðast við óvissuástandinu innan eigin hagkerfa, með því að - - kaupa, kaupa og kaupa - ríkisbréf eigin landa.

En vandinn í S-Evr. er að eignaverð er líklegt að lækka, þannig að líklega sé ekki góður "bissness" að bjóða upp á lán með veðum t.d. í húseignum þessa stundina.

Atvinnulíf sé megni til enn í hnignun - fyrir utan einhverja aukningu í útflutningi sérstaklega á Spáni. Almenningur einnig skuldi mikið - nema á Ítalíu einna helst. En þar í staðinn er hnignun í atvinnulífinu alls staðar í augsýn. Aukning í útflutningi virðist ekki duga til þess að koma heildarhagkerfinu af stað.

  • Málið sé að almennt í þeim löndum sé ekki að sjá mikinn gróða í því að auka útlán hvorki til almennings né til fyrirtækja á næstunni.
  • Skársti kosturinn sé líklega því -> enn meiri ríkisbréf.
  • 10 ára spönsk og ítölsk eru þessa stundina á kringum 4% vöxtum á markaði.
  • Meðan að Seðlabankainn býður 0,25% stýrivexti.
  • Virðist það besti "díllinn" líklega í boði fyrir þessa banka, að kaupa enn meir af ríkisbréfum.

Þetta sé líklega af hverju bankar í löndum eins og Spáni, Portúgal, Ítalíu og Írland - hafi verið að auka mjög á ríkisbréfaeign sína síðan veturinn 2011.

Í þeirri óvissu sem sé til staðar í atvinnulífinu, sé þetta skársti kosturinn af slæmum.

----------------------------

Þess vegna væri miklu betra að hefja "QE" eins og einn bankaráðsmanna innan Seðlabanka Evrópu ræddi sem möguleika um daginn sbr:

Stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta? Skv. EUROSTAT mældist hagvöxtur einungis 0,1%

Það sem þetta sýnir þó er að mikil umræða er í gangi innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, og sitt sýnist hverjum.

Sjálfsagt styðja einhverjir "QE" kannski Peter Praet, en ýmsir aðrir líklega vilja fara þá vægari leið að setja neikvæða vexti á innlánsreikningana - - svo er þriðji hópurinn sem fulltrúa Þýskalands í broddi fylkingar sem vill alls - alls ekki, fara lengra í þá átt að losa um peningastefnuna.

Eins og ég sagði um daginn - getur næsta vaxtaákvörðun verið áhugaverð.

 

Niðurstaða

Ég held ekki að það muni skila árangri að setja neikvæða vexti á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu, vegna þess að ég tel að það trend að bankar í S-Evr. kaupi eins og óðir ríkisbréf eigin landa, muni þá einfaldlega ágerast enn frekar.

Þeir með öðrum orðum, muni ekki auka útlán - ekki heldur lækka vexti á lán til að auka eftirspurn; með öðrum orðum, stíflan innan bankakerfis S-Evr. muni ekki losna við þá aðgerð.

Og þróun yfir í verðhjöðnun muni þá halda áfram af sama krafti!

Þannig að ef Draghi tekur þá tilteknu ákvörðun í desember, þá mun hann líklega standa frammi fyrir fyrstu vísbendingum um gagnsleysi þeirrar ákvörðunar í byrjun janúar. 

Þá kannski frestast "prentun" með "QE" einfaldlega um mánuð.

En ég sé ekki að prentun verði umflúin á evrusvæði - mikið lengur.

Kemur í ljós - - kannski gerist hann róttækur þegar í desember í stað þess að neyðast til þess síðar.

 

Kv.


Hið vanheilaga samband banka og ríkissjóða hefur ágerst á evrusvæði síðan 2012

Þetta virðist niðurstaða Deutche Bank, en þetta má sjá í mynd er finna má í þeirra nýjustu ársskýrslu. En eitt af því sem maður hefur velt fyrir sér er - - af hverju hefur vaxtakrafa á lönd eins og Ítalíu og Spán lækkað svo mikið síðan 2012? Að sjálfsögðu hefur loforð Mario Draghi svokallað "OMT" eða "Outright Monetary Transactions" haft heilmikið að segja.

En margir hafa einnig bent á "LTRO" eða mjög hagstæð lán til evrópskra banka, sem Mario Draghi veitti til evr. banka það sama ár - - þ.e. til 3. ára á um 1% vöxtum, og mjög hagstæðum greiðslukjörum.

Margir vilja meina, að þetta fé hafi stórum hluta farið í að kaupa ríkisbréf eigin landa.

Og bankarnir græði heilmikið á því að fá fé á 1% vöxtum, kaupa ríkisbréf á kannski á bilinu 3-5%. Græða þá 2-4%.

Takið eftir því hve eign banka á ríkisbréfum eigin lands vex!

 

Það eru sérstaklega súlurnar fyrir Spán og Ítalíu er vekja athygli!
  1. "Italian banks have increased their holdings of Italian public debt from €240bn to €415bn since November 2011 (+ 73pc)."
  2. "Spanish banks have raised their holdings of Spanish debt €166bn to €299. (+81pc)."
  3. "Ditto Irish banks, up 60pc; and Portuguese banks, up 51pc."

Sennilega drógu sér engir bankar meira fé hlutfallslega frá Seðlabanka Evr. með "LTRO" neyðarlánunum heldur en spænskir bankar.

  • Það sem þetta segir - er að ríkissjóðir þessara landa, séu í stórauknum mæli, háðir kaupum innlendu bankanna í eigin landi, á útgáfum ríkisbréfa. (Sem getur verið m.a. skýr vísbending þess, að kaupendum hafi fækkað)
  • Þessir bankar eiga nú verulega meira af ríkisbréfum eigin lands en áður - - sem þíðir væntanlega, að ef áhyggjur af stöðu þessara landa ágerast aftur.
  • Sem getur vel gerst þ.s. skuldir þessara landa eru í stöðugu hækkunarferli.
  • Þá sé hugsanlegt tap þeirra, þar með enn meira en áður.

Að einhverju leiti má líkja stöðu bankanna á Spáni og Ítalíu, við hluthafa fyrirtækis - sem hafa trekk í trekk tekið þátt í aukningu hlutafjár, þó tapreksturinn haldi stöðugt áfram.

Og hafi nú hætt svo miklu fé, að þeir hafa ekki efni á að tapa því.

En það virðist afskaplega líklegt að hræðsla um stöðu þeirra landa, ef hún tekur sig upp að nýju - - geti sett stórt spurningamerki um stöðu akkúrat sömu banka.

Þar sem þeir líklega hafa ekki efni á því, ef virði þeirra bréfa reynist vera verulega minna virði - en upphaflegt kaupvirði.

---------------------------

Í ljósi þessa, verður áhugavert að fylgjast með stöðu Ítalíu og Spánar sérstaklega, en líklega Portúgals einnig. En tölur um verðbólgu á evrusvæði hafa sýnt Portúgal og Spán alveg við - verðhjöðnun. Mæling verðbólgu "0%" í október í báðum löndum.

Ef verðhjöðnun tekur sig upp, þá hlýtur það ástand að auka vandamál þeirra sem skulda innan landanna tveggja þ.e. allra aðila - > ríkissjóða, sveitafélaga, héraðsstjórna, einstaklinga og fyrirtækja.

Þar með væntanlega eykst tap banka í Portúgal og Spáni, þ.e. afskriftir aukast. 

Þá gæti skapast mjög áhugaverð staða í fjármálakerfi þeirra landa, ef markaðurinn fer að óttast um greiðslustöðu ríkissjóða Portúgals og Spánar. Alls ekki út í hött.

Ef bæði löndin lenda í verðhjöðnun.

  • Auðvitað Ítalíu einnig - en Ítalía virðist ekki alveg á verðhjöðnunar barminum enn.

En ótti gagnvart stöðu Spánar gæti spillt yfir til Ítalíu, þannig séð.

 

Niðurstaða

Punkturinn er sá að staðan á evrusvæði er enn virkilega viðkvæm. Sá litli hagvöxtur er mældist á Spáni á 3. fjórðungi þ.e. 0,1% er hvergi nálægt því sem þarf. Ítalía mælist enn í samdrætti. Portúgal hélst í 0,2% eftir 1,1% yfir sumarmánuðina. En einnig er það líklega ekki nægur vöxtur til að ráða fram úr skuldavanda.

Í ljósi þessarar óvissu - virðist það vart vera góðar fréttir.

Að bankar í sömu löndum sem eiga í skuldavanda, skuli hafa stórfellt aukið eign sína í ríkisbréfum eigin landa.

Það virðist augljós áhættuþáttur. Ásamt stöðugt vaxandi skuldum ríkissjóða sömu landa.

Þannig að óvissa um stöðu þessara ríkissjóða muni líklega óhjákvæmilega "spilla" yfir í óvissum um stöðu fjármálakerfis sömu landa. 

Evrusvæði hafi ekki tekist að vinna sig út úr sínum vanda. Heldur hafi hann dýpkað.

Verðhjöðnun ef hún mælist á nk. ári á Spáni sérstaklega - en hún virðist sérdeilis líkleg í því landi, gæti einmitt sett óttann af stað að nýju.

  • Það getur orðið virkilega forvitnilegt að sjá hvað Mario Draghi gerir - - en hann mun væntanlega fyrir næst vaxtaákvörðun, hafa í höndunum skýrar vísbendingar um stöðu mála lokamánuði þessa árs, þó þær tölur hafi þá ekki enn verið gerðar opinberar. Hann muni vita, hvort að hagkerfi evrusvæði er dottið yfir í samdrátt, í lok þessa árs.
  • En vöxtur var bara 0,1% skv. síðustu mælingu.

Nýr samdráttur + verðhjöðnun, væri virkilega eitraður kokteill.

Mario Draghi gæti hafið prentun jafnvel í desember, eða í upphafi nk. árs.

Það gæti verið eina leiðin til að halda dæminu á floti áfram.

 

Kv.


Olíuæðið í Bandaríkjunum verður ekki langlíft!

Financial Times sagði frá nýlegri árskýrslu Alþjóða Orkustofnunarinnar eða "International Energy Agency - IEA." Það sem er merkilegt er frekari umfjöllun um olíuæðið í Bandaríkjunum. Þar má finna nokkra áhugaverða punkta.

  1. "The IEA...now forecasts that the US will displace Saudi Arabia as the world’s biggest oil producer in 2015."
  2. "But it expects US light tight oil production, which includes shale, to peak in 2020 and decline thereafter, even as global demand continues to grow to 101m barrels a day by 2035, from about 90m b/d today."
  3. "The shale gas boom will boost US manufacturing and jobs until at least 2035..."

Ef maður les úr þessu, þá nær olíuæðið í Bandaríkjunum hámarki kringum 2020, síðan byrjar framleiðsla smá að fjara út - - og kringum 2035 sé æðið að nálgast endamörk.

En yfir þetta tímabil gefi olíuæðið mikinn kraft til orkufrekrar framleiðslu af margvíslegu tagi sbr. stálver, efnaverksmiðjur, álver o.s.frv.

Bandaríska stálbeltið svokallaða gæti a.m.k. um hríð gengið í endurnýjun lífdaga.

International Energy Agency warns of future oil supply crunch

Shale gas boom to fuel US lead over Europe and Asia for decades

Seinni fyrirsögnin eru smá ýkjur þ.s. eftir allt saman erum við einungis að tala um 20 ár rúm.

Þetta er heldur skammlífara "oil boom" en ég hélt að væri á ferðinni.

En sjálfsagt er það vegna þess að "shale" eða leirsteinn, myndar ekki stór forðabúr heldur eru þetta þunn jarðlög á víðu svæði þess vegna þarf svo margar holur, og hver hola um sig nær upp frekar litlu magni.

Það sé frekar fljótlegt að tæma hið vinnanlega magn hvort sem þ.e. olía eða gas.

Hið rússneska Bazhenov svæði er reyndar gríðar stórt, gæti því haft lengri endingartíma en Bakken svæðið í Bandaríkjunum.

 
Niðurstaða

Það sem "fracking" líklega gerir er að kaupa mannkyni tíma, til að þróa betur aðrar aðferðir við það að vinna orku. En eins og útskýrt í síðustu færslu, "Krafa um umtalsverða lífskjaralækkun á Vesturlöndum, felst í þeirri kröfu að Vesturlönd taki hitann og þungann af því að hindra hitun loftslags á Jörðinni," þá eru aðrar aðferðir til að vinna orku töluvert dýrari, það getur vel verið að mannkyn komi til með að sjá eftir því síðar, en eins og er þá mundi það dýpka mjög verulega heimskreppuna og draga mjög úr getu iðnríkjanna til að vaxa frá skuldunum; að ganga mjög langt í því að skipta út olíu og gasi á allra næstu árum - þá bætast áhrifin af auknum orkukostnaði ofan á skuldavandann, og hvort tveggja til samans gæti þá lækkað verulega lífskjör á Vesturlöndum. 

Það virðist ólíklegt að almenningur sé til í að færa slíkar fórnir.

Þannig að líkur séu sterkar á því, að mannkyn velji að kaupa sé þann viðbótar tíma. 

Sem felst í "fracking" aðferðinni.

Það verður að koma í ljós síðar meir hvort það var rangt val. Fell engan dóm á það nú.

 

Kv.


Krafa um umtalsverða lífskjaralækkun á Vesturlöndum, felst í þeirri kröfu að Vesturlönd taki hitann og þungann af því að hindra hitun loftslags á Jörðinni!

Það var töluvert áberandi frétt í hádegisfréttum RÚV: Ríkari lönd gagnrýnd á loftslagsráðstefnu. Það virðist að Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, sé að leisast upp í eitthvert allsherjar rifrildi milli svokallaðra þróaðra iðnríkja gjarnan nefnd "Vesturlönd" þó þar á meðal teljist lönd eins og Ástralía, Nýja Sjáland og Japan, kannski S-Kórea einnig - og nýiðnvæddra landa. Í reynd eru Vesturlönd hið gamla bandalag myndað í Kalda Stríðinu gegn tilraun kommúnisma til drottnunar. En þessi lönd hafa haldið áfram að vera í umtalsvert nánu samstarfi í mörgum atriðum, hafa myndað ákveðinn "samstarfs kjarna" innan alþjóða kerfisins t.d. í gegnum Heims Viðskiptastofnunina og/eða í gegnum AGS. Síðan að einhverju umtalsverðu leiti einnig í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar.

  • Vandinn er sá að það er til staðar sú skoðun er á vaxandi fylgi, að loftslagsvandinn sé á ábyrgð Vesturlanda - því sé það á ábyrgð þeirra að hindra hann.
  • En, jafnvel þó að Vesturlönd mundu ákveða einn daginn, að taka upp lifnaðarhætti 17. aldar, án allra nútímaþæginda og CO2 losandi tækni er þá var ekki til, ásamt því að taka aftur upp lífskjör þess tíma - - þá mundi það ekki duga til þess að hindra hækkun hita á Jörðinni.
  • Það mundi einungis hægja á hitun.

Risahagkerfi Asíu verða taka mjög virkan þátt, en ef á annað borð á að vera mögulegt að standa við þau markmið, að hnattræn hitun verði einungis 2°C fyrir aldamót.

Mín skoðun er að það sé algerlega öruggt, þá er ég að meina milli 90-95%, að það markmið náist ekki.

Og ég er nokkuð öruggur einnig, að hitun verði nokkuð nærri svartsýnum spám, um e-h í kringum 6°C.

 

Af hverju vilja ríki heims ekki taka á þessum vanda?

Það er einfalt - þetta snýst um lífskjör. 

Ef Asíulönd ættu að grípa til aðgerða sem til þarf, ásamt því að Vesturlönd mundu taka til hendinni - eins og sagt er, þá er það ekki spurning að lífskjör verða lægri en annars.

Skilvirk tækni sem losar minna er miklu dýrari, t.d. ef maður hugsar um Kína, þar er notað gríðarlega mikið af kolum, sem skapar óskaplega mengun í fjölda borga - - þ.e. gert vegna þess að kínv. hagkerfið ræður ekki við það, að viðhalda hagvexti - sem eykur lífskjör og á sama tíma hætta að nota kol.

Kína getur einungis kúplað kol út smám saman á mörgum árum, en það þíðir líklega að í raun og veru minnkar ekki kolanotkun, heldur einungis verður meiri áhersla lögð á aðra orkugjafa - þannig að notkun kola minnkar einungis hlutfallslega.

Vandinn er sá að hinn hraði hagvöxtur þíðir að orkunotkun eykst það hratt, að þó unnið sé að því að reisa orkuver af öðru tagi, þá eykst eftirspurn eftir orku það mikið, að kolanotkun minnkar ekki.

Það er sennilega ekki fyrr að það fer að hægja verulega á vexti í Kína, eftir 2020 lauslega áætlað af AGS: Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!. Að Kína getur byrjað að ná fyrir endann á þessu, og fara raunverulega að hefja útkúplun kola.

Það mundi sennilega þíða einhverja áratugi þaðan í frá.

Við erum að tala líklega að heildar losun Kína sennilega a.m.k. 2-faldist í millitíðinni, þar til að það verulega hefur hægt á vexti í Kína, að þar sé unnt að huga að því að minnka losun.

Og Kína getur ekki tekið ákvarðanir sem verulega hægja á lífskjara-aukningu, þ.e. hagvexti - einfaldlega vegna þess að það mundi líklega á endanum leiða til innanlands uppreisnar gegn stjv.

En fátækir Kínverjar krefjast þess að hafa það betra!

 

Hinn raunverulegi fórnarkostnaður felst í lífskjaralækkun!

Við erum að tala um líklega mjög verulega lífskjaralækkun, ef Vesturlönd gerðu raunverulega tilraun til þess að ná markmiðum um loftslagshækkun.

Vandinn er að það er ekki nóg að skipta yfir í rafbíla, en víðast hvar á Vesturlöndum er orka framleidd með olíu eða gasi, í bland við kol og kjarnorku. Af þeim orkugjöfum er það einungis kjarnorka sem ekki veldur hitastigshækkun. En samt vilja umhverfisverndarmenn yfirleitt einnig - afleggja kjarnorkuverin. En þeim fylgja önnur vandamál.

Kjarninn er orkuframleiðslan sjálf - - ef á að minnka losun, þarf að skipta um orkuframleiðsluaðferðir.

Það þarf í reynd að skipta um orkukerfið sjálft, Þjóðverjar með sitt "Energy Wende" eru einmitt að þessu, a.m.k. að hluta. Ætla að skipta út ca. 1/3 sinnar orkuframleiðslu.

Þar eru þeir að skipta út kjarnorku - frekar en að þetta snúist beint um að minnka losun.

En ef þeir hefðu ætlað sér að standa við loftslagsmarkmiðin, hefðu þeir haldið kjarnorkuverunum, en ætlað sér samt að ná fram sömu markmiðum um að skipta úr 1/3 af orkukerfinu.

En það mundi sennilega ekki duga minna, en að skipta út allri annarri orkuframleiðslu - - en vandinn við kerfi þ.s. hátt hlutfall orku er framleitt með sólarhlöðum og vindi.

Er hve sveiflukenndir þeir orkukostir eru - þ.e. suma dagana engin orka, aðra mikil - það þíðir að innan orkukerfisins þurfa að vera til staðar "orkugjafar" sem unnt er að kúpla inn/út eftir þörfum, til að jafna sveiflur.

Ég sé því ekki að þetta sé mögulegt í landi eins og Þýskalandi, án kjarnorku.

Þ.e. nefnilega það kaldhæðna, að "Energy Wende" er að færa Þjóðverja frá markmiðum í loftslagsmálum, því að orkukerfið er að brenna kolum í meira mæli til að mæta þessum sveiflum.

Þannig séð má segja - - að Merkel hafi í reynd ákveðið að yfirgefa Loftslagsmarkmið SÞ er hún ákvað að loka kjarnorkuverunum á liðlega áratug.

  • Hafið samt í huga, að svo mikill er kostnaðurinn við þessa kerfisbreytingu í Þýskalandi, að sennilega mun orkukostnaður heimila a.m.k. 2-faldast áður en yfir líkur.

Það auðvitað minnkar aðra neyslu í Þýskalandi, gæti verið hluti skíringarinnar af hverju afgangur af utanríkisviðskiptum Þýskalands er að vaxa allra síðustu misserin.

Þetta minnkar auðvitað neyslu, vegna þess að þetta lækkar lífskjör.

  • Ef Þjóðverjar hefðu verið að stefna að Loftslagsmarkmiðunum, sem hefði þítt að skipta út kolum - gasi og olíu, halda kjarnorkunni sennilega fjölga kjarnorkuverum.
  • Í reynd skipta út a.m.k. 2/3 af sinni orkuframleiðslu.
  • Yrði náttúrulega kostnaðarhækkun til heimila, að sama skapi meiri.

 

Mér sýnist augljóst að Loftslagsmarkmiðin kalli á mikla fjölgun kjarnorkuvera!

En eitthvað þarf að framkalla stöðugleika í orkukerfum landa, vindur og sólarorka eru of óstöðugir kostir. Viðkvæm tæki eins og tölvubúnaður, þolir ekki miklar spennusveiflur.

Vegna þess að það verða alltaf svæði sem ekki njóta sólar eða vinds, þarf að vera mikil umfram framleiðslugeta innan kerfisins. Ef hátt hlutfall orku á að vera í bland framleidd með sól og vindi.

Að auki þarf að vera mikil flutningsgeta á orku, þ.e. mikið af raflínum því möstrum. Því að orku þarf að flytja inn á svæði þ.s. framleiðslan er lítil þá stundina, og öfugt af þeim svæðum þ.s. hún er mikil þá stundina. Síðan kannski daginn eftir snýst það allt við.

En þú þarft einnig að geta mætt álagi t.d. vetri þegar snjóar og stór hluti af kerfinu er ekki að framleiða, þá þurfa að vera til staðar stórir orkugjafar sem unnt er að kúpla inn. Sem unnt er að slökkva á í millitíðinni.

Kola-, gas- og olíurafstöðvar eru mun ódýrari kostir. En eins og Þjóðverjar hafa komist af, þegar notkun þeirra eykst. Þá vinnur það gegn markmiðum um losun.

Þannig að þá þarf eins og ég sagði, kjarnorku í staðinn - - sem varaafl.

  • En kjarnorkustöðvar eru einnig dýrar, ef á að fjölga þeim.
  • Og auðvitað, að leggja þúsundir km. af nýjum raflínum, eins og Þjóðverjar eru að komast að, er óskaplega dýrt.
  • Síðan kostar það ekki heldur smáaura að setja upp heilu skógana af risavindmyllum, og sólarhlöður alls staðar þ.s. þeim verður komið fyrir.

Það er einmitt málið - - kostnaðurinn er óskaplegur.

Sem þíðir að orkuverðið fer fer upp, þ.e. 3-faldast eða 4-faldast.

Það er sennilega að 2-faldast í Þýskalandi við það að skipta út 1/3 af orkunni, en að skipta út 2/3 örugglega a.m.k. 3-faldar orkukostnað heimila og annarra aðila.

 

Það er einmitt málið, lægri lífskjör!

Við skulum ekki gleyma því að Vesturlönd eru í skuldakreppu, þannig að við erum að tala um að 2 - 3 falda orkukostnað, ofan í hana. Heimili eru víð stórskuldug, fyrirtæki það, og ríki sem og sveitafélög.

  1. Að auki má ekki gleyma því, að ef orkukostnaður 2-3 faldast, þá minnkar hagnaður fyrirtækja.
  2. Svo að laun lækka.
  3. Sem kemur þá ofan í hækkun orkukostnaðar til heimila.
  4. Líklega hækkar matvælaverð að auki, því að matvæli eru á mörgum framleiðslustigum og einnig í verslunum, varðveitt í kælum.
  5. Náttúrulega, minnka skatttekjur ríkisins - vegna minnkaðs hagnaðar fyrirtækja, vegna líklega mikil samdráttar í neyslu þegar áhrif launalækkunar, matvælaverðlagshækkunar og rafmagnshækkunar dynur yfir heimili.

Þegar er meðalatvinnuleysi á evrusvæði 12,2%.

Að sjálfsögðu, þíddi það að hrun yrði í svokölluðum velferðarkerfum.

Það sem ég er að leitast við að setja fram - - er hve krafan um losun byggð á Loftslagsmarkmiðum SÞ er óraunsæ.

  • En ef Asíulöndin á sama tíma, en fátt bendir til annars, mundu lítinn eða engan þátt taka í þessu verkefni, þ.e. þau viðhorf sem þar eru að þetta sé Vesturlöndum að kenna.
  • Þau beri ábyrgð á losun þeirri sem sé að valda vanda í dag.
  • Það sé ósanngjörn krafa gagnvart Asíu, að þau lönd reddi vanda sem Vesturlönd bjuggu til.
  • Nú sé komið að þeim að byggja sig upp, Vesturlönd hafi fengið frítt spil fram að þessu - þeim beri að taka á sig hitann og þungann af því að leysa vandann.
  • Þá yrði þetta ekkert minna en efnahagslegt sjálfsmorð Vesturlanda.

Asía mundi einfaldlega keyra framúr Vesturlöndum og það rækilega, sennilega í lífskjörum einnig.

Og auðvitað, losun Asíu mundi aukast það mikið - - að minnkun Vesturlanda er kostaði þeirra efnahagslega sjálfsmorð. Mundi hvort eð er ekki hindra hækkun lofthita á Jörðinni.

 

Niðurstaða

Vandinn í hnotskurn er einfaldlega sá að Loftslagsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna eru óraunsæ, vegna þess að efnahagslegur kostnaður landa heims - þó verið geti að hann muni verða meiri seinna - yrði það mikill ef á að leitast við að ná þeim markmiðum, að mjög mikið mundi sjá á lífskjörum í löndum heims.

En Vesturlönd geta ekki ein reddað þessu, heldur þurfa lönd Asíu eins og Kína, þegar að stefna að minnkun á losun. Land eins og Indland, yrði að finna leið til að auka sín efnahagslegu umsvif án þess að auka losun. Sama um land eins og Filippseyjar, o.flr. 

Það mundi óhjákvæmilega hægja mjög mikið á efnahagsuppbyggingu í Asíu vegna þess hve miklu dýrari þeir orkukostir eru, sem ekki losa CO2. Og Vesturlönd á sama tíma yrðu að sætta sig við mjög verulega skerðingu lífskjara - þ.e. almenningur.

Sennilega frekar djúpa efnahagslega niðursveiflu á sama tíma.

Það ofan í þá skerðingu sem líklega verður vegna skuldakreppu.

  • Það þarf vart að taka fram, að þetta þíddi í reynd efnahagslegt kreppu ástand til mjög margra ára í heiminum, ef raunverulega á að ná þeim markmiðum fram.
  1. Þar liggur einmitt vandinn, almenningur - sættir sig ekki við þá lífskjaralækkun.
  2. Hvorki á Vesturlöndum eða í löndum Asíu. 

Almenningur mundi kjósa til valda þá sem mundu lofa þeim bættum kjörum.

Lýðræðisríkin geta einfaldlega ekki knúið þessi markmið fram.

Og líklega eiga einræðisríki einnig mjög erfitt með það.

Ég er ekki efasemdarmaður hvað það varðar, að ég er nokkuð viss um það að hitun af manna völdum er virkilega í gangi. Ég hef lesið nægilega mikið af sannfærandi gögnum, þ.e. sem ég tel sannfærandi. Aftur á móti, er ég mjög skeptískur á það að mögulegt sé að hindra þá hækkun.

Tel að augljóst sé að mannkyn standi frammi fyrir aðlögun að þeim breytingum á loftslagi Jarðar sem eru framundan, og þ.e. líklega rétt að líklega mun mikið á ganga þegar þær fara fram.

Ég held samt að þeir svartsýnustu máli of dökka mynd, t.d. mun Grænlandsjökull taka árhundruð að bráðna, S-Skautsjöklar a.m.k. árþúsund. Það er því svigrúm til að hindra bráðnun þeirra jökla.

Þó hitun loftshjúps Jarðar sé ekki hinduð með því að minnka losun, þess í stað á ég von á því að tæknilegum lausnum verði beitt, kenndar við: Geo Engineering.

 

Kv.


Íberíuskaginn á leið í verðhjöðnun ef marka má gögn EUROSTAT

Hagstofa ESB þ.e. EUROSTAT birti í dag uppgjör verðbólgu í ESB og á evrusvæði í október. Það er áhugavert að skoða lokatölur. En fyrr í mánuðinum kom bráðabirgðaniðurstaða.

Sjá: Euro area annual inflation down to 0.7%

Ég er með tvær myndir, því þ.e. áhugavert að bera saman uppgjör október mánaðar við uppgjör september mánaðar.

Myndin að neðan sýnir uppgjör Eurostat á verðbólgu október mánaðar.

Er meðalverðbólga evrusvæðis mældist 0,7%.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ez_inflation.jpg

Myndin að neðan sýnir uppgjör Eurostat á verðbólgu október mánaðar.

Þá mældist meðalverðbólgan 1,1%.http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/verdbolga_evrusv.jpg

Á myndinni fyrir neðan má sjá feril yfir verðbólgu á evrusvæði, frá 2005 fram til í lok október 2013.

Weak Eurozone Inflation Outlook Raise Speculations Of Further ECB Easing

Eins og sést er mjög skír þróun til lækkunar, er virðist hafa hafist 2011, en síðan 2012 virðist lækkun verðbólgu hæg og að mestu stöðug, miðað við það hve þróunin er skír - - stefnir í verðhjöðnun.

Nema að til róttækra aðgerða verði gripið.

.lll

Íberíuskaginn á leið í verðhjöðnun?

Mér virðist þetta fréttin sem maður á að lesa úr tölum EUROSTAT, en lækkun verðbólgu á Spáni og í Portúgal í 0% úr 0,5% annars vegar og 0,3% hins vegar mánuðinn á undan - - getur þítt að lönd Íberíuskaga séu við það að sökkva inn í ástand verðhjöðnunar.

Hin áhugaverðu tíðindin eru þá, að Ítalía er enn ekki í bráðri hættu á verðhjöðnun, með mælda verðbólgu upp á 0,8%. En þ.e. mjög lítil breyting miðað við mánuðinn á undan.

Þar virðist því ekki vera hröð niðursveifla í verðbólguhraða.

Það þannig séð eru góð tíðindi fyrir evrusvæði þ.s. skuldir Ítalíu eru þegar ill viðráðanlegar við 133%. Verðhjöðnun mundi gera það ástand enn erfiðar viðureignar.

En á sama tíma er útlitið ekki bjart á Spáni, en þó skuldir ríkissjóðs Spánar séu ívið lægri þ.e. rétt undir 100%, þá er ríkissjóður Spánar með í reynd - - verra rekstrarhalla vandamál en ríkissjóður Ítalíu.

Þar sem að ríkissjóður Ítalíu hefur afgang af frumjöfnuði fjárlaga - bara ekki nógu stóran til að eiga fyrir öllum vaxtagjöldum nema slá lán því hækka enn skuldir ríkissjóðs Ítalíu.

En á sama tíma er ennþá halli á frumjöfnuði fjárlaga á Spáni, það þíðir að spænska ríkið þarf að slá lán fyrir eigin rekstri og á ekki neitt upp í vaxtagjöld - sambærilegur vandi við það ástand sem ríkissjóður Grikklands hefur verið að vandræðast með.

Skv. skýrslu AGS fyrr á árinu, var ekki útlit fyrir að þetta breyttist fyrir 2018. Auðvitað gæti tæknilega séð ríkisstjórn Marihano Rajoy beitt frekari útgjalda niðurskurði, en það verða þingkosningar veturinn 2015. Þannig að Rajoy þarf þá að hamra það stál á nk. ári, en vart sé að ætla annað en að fókusinn árið 2015 verði á annað en kosningarnar þá um veturinn.

Spánn gæti því lent í óþægilegri stöðu þ.e. verðhjöðnun + áframhaldandi halli á frumjöfnuði fjárlaga, að það vandamál væri enn óleyst fyrir kosningar.

  • En með því áframhaldi gætu skuldir spænska ríkisins hratt náð skuldastöðu Ítalíu - - en ég bendi á að v. upphaf 2007 var skuldastaða spænska ríkisins rétt neðan við 40%.
  • Ótrúlegt en satt.

Það sem ekki síst hindrar spænska ríkið, er að það hefur mikilvægar samfélagslega skyldur - en með nærri 27% atvinnuleysi, þá er til staðar mikill fjöldi einstaklinga og fjölskylda, sem eru háðir/háðar að öllu leiti stuðningi ríkis og héraða, borga og bæja.

Það eru einhver takmörk við því, hve mikið er unnt að lækka bætur, áður en samfélagslegar hörmungar fara að valda raunverulegu neyðarástandi.

Hin eiginlega von spænska ríkisins virðist vera - að hagvöxtur lagi stöðuna.

Vonin að áætlunin virki, þ.e. niðurskurður í bland við umbætur á vinnumarkaði, einföldun regla - endurreisi áhuga fjárfesta á Spáni. Og skili ekki síst, auknum útflutningi.

Nokkur aukning útflutnings hefur verið í gangi, en vandi að útflutningshagkerfið við upphaf þessa árs var einungis 35% af heildarhagkerfinu, meðan að aðrir þættir þess eru annaðhvort í samdrætti eða stöðnun, þá líklega dugar ekki stækkun útflutningshagkerfisins nema fyrir mjög litlum hagvexti í besta falli.

Það sé líklega hvers vegna AGS sá ekki að hallinn spænska ríkisins mundi minnka að ráði fyrir 2018.

 

Niðurstaða

Íberíuskagi í mjög raunhæfri hætti á að detta niður í verðhjöðnun, meðan að Ítalía a.m.k. ekki enn virðist á þeirri brún. 

Á hinn bóginn er ákveðin ný þróun í gangi í sambandi við Ítalíu - en í dag þá sendi Framkvæmdastjórn ESB aðvörun til Ítalíu, þess efnis að nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri ekki ásættanlegt.

EU Commission warns Italy on 2014 budget

EU uses new budget powers to demand more austerity in Italy and Spain

En skv. svokölluðum Stöðugleika Sáttmála, hefur ESB í dag rétt til að koma með slíkar athugasemdir við fjárlög áður en þau hafa verið samþykkt af þingum viðkomandi aðildarríkja. Tæknilega getur Framkvæmdastjórnin farið lengra með málið - beitt sektum, jafnvel lagt inn kæru til Evrópudómstóls. En það má vera, að Framkvæmdastjórnin ákveði að beita ekki úrræðum sem fram til þessa hafa ekki verið notuð. En með Stöðugleika Sáttmálanum, getur Framkvæmdastjórnin samt beitt miklum þrístingi.

Skv. viðbrögðum fjármálaráðherra Ítalíu - virtist ekki vera útlit fyrir að hann mundi gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu: ""We could have taken even more restrictive measures to reduce our public spending, but I imagine there would be even more cries of pain. I believe our approach is balanced," he said. "It is not necessary to change the budget.""

Það getur verið áhugavert að fylgjast með þessu, hvort það sprettur upp deila milli Ítalíu og Framkvæmdastjórnarinnar - - en ef Ítalía er þvinguð til viðbótar niðurskurðaraðgerða, þá gæti það aukið snarlega líkur á því að ítalska hagkerfið falli einnig í ástand verðhjöðnunar.

Og ef Ollie Rehn beitir spænsk stjv. sambærilegum þrístingi, en eftir allt saman er meira hallarekstrarvandamál á Spáni eins og ég benti á, þá gæti Spánn súnkað dýpra í þá líklegu verðhjöðnun sem virðist þar nú framundan.

 

Kv.


Stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta? Skv. EUROSTAT mældist hagvöxtur einungis 0,1%

Í dag kom fram fréttatilkynning frá EUROSTAT þess efnis, að hagvöxtur á evrusvæði hafi einungis verið 0,1% á 3. ársfjórðungi 2013, það þíðir að vonir um að hagvöxtur mundi glæðast með haustinu hafa brostið. Þess í stað hefur hægt á aftur eftir að vöxtur mældist 0,4% yfir sumarmánuðina. Þetta kemur sjálfsagt ekki á óvart, en mig grunaði að þetta hefði að umtalsverðu leiti verið góð ferðamannavertíð, þarna á 2. ársfjórðungi, og að síðan mundi vöxtur minnka aftur.

Það verður síðan forvitnilegt hvort samdráttur mælist að nýju lokamánuði ársins, en ég stakk einnig upp á þeim möguleika, þegar vöxtur mældist 0,4% skv. skv. tölum fyrir 2. fjórðung.

Málið er að það voru einnig ýmsar aðrar vísbendingar komnar fram, ekki síst að verðbólga á evrusvæði hafi súnkað niður í 0,7% eða skv. mælingu á svokallaðri kjarnaverðbólgu, í 0,8%.

Það var vísbending þess, efnahagsleg umsvif væru líklega í kólnun - einnig.

Ekki síst, voru komnar fram tölur frá Spáni er sýndu 0,1% vöxt einungis.

Eurostat - Euro area GDP up by 0.1%

 

Er stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta?

Það var mjög forvitnilegt viðtal í Wall Street Journal í gær við einn af meðlimum stjórnar Seðlabanka Evrópu, nánar tiltekið Peter Praet.

ECB's Praet: All Options on Table

En hann var spurður nánar út í það af blaðamanni WSJ hvað Mario Draghi átti akkúrat við, er hann um daginn, þegar vaxtaákvörðun stjórnar Seðlabanka Evr. var kynnt - sagði að ráðið mundi halda áfram að fylgjast með málum, og það réði yfir þeim tækum sem til þyrfti ef ástandið versnaði.

"The balance-sheet capacity of the central bank can also be used," - "This includes outright purchases that any central bank can do."

Þetta eru án vafa merkilegustu ummælin, en þetta er svokallað "Asset Purchasing" gjarnan kallað "QE - Quantitative easing" frasi sem Bernanke notaði, meðan hann var yfirmaður "US Federal Reserve." 

Ég hef nefnt það um töluvert skeið, að Seðlabanki Evr. þurfi einmitt að hefja sambærilegt "kaupa" prógramm, og Seðlabankar Bandar. og Bretlands hafa verið að ástunda nú í nokkur ár samfleytt.

Málið er að ég sé ekki með hvaða hætti öðrum, losað verði um stífluna innan bankakerfis S-Evr.

En stór hluti vandans þar, er að bankarnir eiga of mikið af lélegum eignum - - þannig að þeir hafa neyðst til að skrúfa fyrir útlán, hækka vexti á ný lán, og innkalla eftir getu eldri lán. Til þess að fjármagna þá miklu afskriftir sem þeir hafa búið við.

Þetta auðvitað ýtir undir samdráttartilhneigingar í ríkjum S-Evr.

Seðlabanki Evrópu er í reynd eini aðilinn sem getur leyst þann vanda.

Því einungis Seðlabanki Evrópu, getur keypt upp allt verðlausa draslið sem stíflar útlánagetu banka í S-Evr., neyðir þá til að halda uppi vöxtum á útlán - - sú aðstoð mundi hjálpa verulega hagkerfunum í S-Evr.

Því þá gætu lán aftur orðið ódýrari, bankar gætu orðið sveigjanlegri við viðskiptavini í greiðsluvanda, og ekki síst - gætu aukið framboð af lánsfé.

  • En þ.e. algerlega óhjákvæmilegt, að þessi aðgerð sé framkvæmd með seðlaprentun að vopni, en þó að "ECB" mundi prenta til að kaupa verðlausar eignir.
  • Þá þarf það ekki að vera verðbólguvaldandi við núverandi aðstæður, því eins og var í Bandar. er "US Federal Reserve" hóf prentun, var hætta á þróun yfir í verðhjöðnun.
  • Þ.s. verðbólguáhrif prentunarinnar mundu gera, væri að halda henni uppi við 2% mörkin, eins og gert hefur verið í Bandar. - reyndar þrátt fyrir prentun hefur verðbólga í Bandar. oft mælst undir 2% í núverandi kreppu, þó ekki langt undir eins og mælingar á verðbólgu á evrusvæði sýna.
Það er að vísu það, að ef Seðlabanka Evr. mundi með prentun takast að koma meðalverðbólgu evrusvæðis í um 2%, þá væri hún á sama tíma nær 4% í Þýskalandi.

------------------------------------

Það verður forvitnilegt að fylgjast með vaxtaákvörðunum Seðlabanka Evrópu það sem eftir er af árinu, en miðað við nýjustu hagtölur og þróun verðbólgu á evrusvæði.

Væri ekki spurning að Bernanke hefði sett seðlaprentvélar á útopnu, ef hann væri við stjórn Seðlabanka Evrópu.

En það hefur verið harður kjarni innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu með Þjóðverja í forystu, er hafa staðið fyrir hugmyndir sem upphaflega kenndar eru við svokallaðan Austurríkis hagfræði skóla, en sem Seðlabanki Þýskalands síðar meir tók upp á sína arma - og er meir kennt við Þýskaland í dag.

Sá skóli er alfarið á móti prentun, leggur höfuð áherslu á lága verðbólgu og í reynd er ekki andvígur verðhjöðnun, mikill fókus á það að "peningar haldi verðgildi sínu" en þessar hugmyndir virðast njóta töluverðra vinsælda meðal bankamanna á meginlandi Evr. - sem ætti ekki að koma á óvart.

Þ.s. bankar eru gjarnan með mikla peningasjóði í spilum, eru því rökrétt hallir undir hagfræðilega hugmyndafræði er predikar - sem stöðugast verðgildi peninga.

Sá skóli virðist ekki andvígur atvinnuleysi eða efnahagssamdrætti, eða sá vill ekki beita peningastjórnun til að berjast við slíka þætti, heldur treystir á að hagkerfið rétti við sér - þegar það geri það að sjálfu sér.

Mikil áhersla á að ríkið gæti að sér við skuldasöfnun, mikil trú á niðurskurð - halla eigi alltaf að mæta með niðurskurði, með öðrum orðum - - alveg þveröfug hugsun við Keynesíska hagfræði.

  •  Vandinn er að þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur - - þýsku hagfræðingarnir telja prentun aldrei réttu leiðina, þá meina ég virkilega, aldrei.

Það má gera ráð fyrir því að ágreiningurinn innan bankaráðsins muni fara vaxandi á næstunni.

Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig andstæðingar prentunar bregðast við - þegar þeir standa frammi fyrir henni, t.d. við upphaf nk. árs.

Það gæti það alveg gerst, að meirihluti myndist innan bankaráðsins fyrir - "QE."

Undir lok þessa árs.

  • Hversu vitlausir verða Þjóðverjar, ef Draghi hefur fulla prentunaraðgerð?

 

Niðurstaða

Vonir um það að hagtölur sumarsins í Evrópu sýndu að evr. hagkerfið væri við það að taka a.m.k. á loft í lágflug, virðast vera að bregðast. Miðað við mælingu EUROSTAT upp á 0,1% vöxt fyrir evrusvæði fyrir - júlí, ágúst, september.

Í þessu ljósi er þróun verðbólgu evrusvæðis áhugaverð, það að hún hefur falli skarpt í haust og í vetur. Það bendir til þess, að þessi sama þróun að það hægi á sé enn í gangi í október, þegar síðasta verðbólgumæling kom fram. Líklegt að nóvember sýni það sama.

Mario Draghi tók í desember 2011, dramatíska ákvörðun. En þá var hann nýtekinn við sem yfirmaður "ECB." Þ.e. svokallað "LTRO" sem voru lán til banka á evrusvæði til 3-ára með mjög vægum skilyrðum og ekki nema um 1% vöxtum. A.m.k. hluti af því lánsfé var prentað.

Spurning hvort að Draghi taki aftur dramatíska ákvörðun í desember 2013?

 

Kv.


Framkvæmdastjórn ESB ætlar að rannsaka "of mikinn viðskiptaafgang Þýskalands"

Málið er að Þýskaland er farið að brjóta reglur sambandsins, sem það sjálft átti mikinn þátt í að setja. Nefnilega reglur svokallaðs "Stöðugleika Sáttmála." En þegar Merkel samdi við aðildarríkin um hann, þá tókst þeim að fá inn reglu um - hámarks heimilann viðskiptaafgang.

Þetta er ekki sérlega stíf regla, hámarkið sem er heimilað, er 6% af þjóðarframleiðslu.

Sem eiginlega er alltof há heimild, en Þjóðverjar samþykktu þetta ákvæði þó, sennilega til að hindra að stífari regla væri sett upp. 

Málið er að viðskiptajöfnuður Þjóðverja, hefur verið yfir settum mörkum nægilega lengi samfellt, að reglan telst nú formlega vera brotin - - þannig að Framkvæmdastjórn ESB er í fullum rétti að hefja rannsókn.

Ég velti fyrir mér af hverju Merkel samþykkti 6% regluna, sjá mynd, en eins og sjá má hefur Þýskaland verið rétt ofan við 6% múrinn, fremur reglulega síðan 2006.

Brussels launches inquiry into Germany’s current account surplus

Surplus Debate: Berlin's Export Whining Shows Double Standard

Mér líkar sérstaklega viðhorf blaðamanns Der Spiegel, Gregor Peter Schmitz, en hann bendir á það augljósa - - að Þýskaland verði að virða reglur.

Sérstaklega þegar Þýskaland hefur á undanförnum árum eftir að evrukreppan hófst, margítrekað sett sjálft sig á nokkurn háhest, við það að predika yfir öðrum aðildarlöndum - um "góða stjórnun."

Nú sér José Manuel Barroso forseti Framkvæmdastjórnar ESB sér ákveðinn leik á borði, að beita þýsk stjórnvöld þrístingi.

Beina mórölskum ljóskastara að þýskum stjórnvöldum.

En það eru margir þeirrar skoðunar að þýsk stjórnvöld geti gert miklu meira en þau fram að þessu hafa viljað, til að örva eftirspurn innan Þýskalands.

Barroso - “Our problem could never be German competitiveness but whether Germany, the EU’s economic powerhouse, could do more to help the rebalancing of the EU economy.”  - “If there is a country that has emphasised the need to be objective, to respect the rules, it has been Germany.“

Svo er ekki síst sá mikilvægi punktur, að hinn mikli útflutningshagnaður Þýskalands, geti átt sinn þátt í því að gengi evrunnar hefur verið í fremur ákveðinni uppsveiflu sl. ár eða svo, og það skaðar möguleika landa í S-Evr. til að skapa efnahagslegan viðsnúning með því að efla eigin útflutning.

Skv. Financial Times, hafa foringjar helstu stjórnmálaflokka Þýskalands risið upp einni röddu, og hafnað því að nokkur ástæða sé að fetta fingur út stöðu viðskiptahagnaðar Þýskalands.

En eins og þetta hljómar gjarnan í Þýskalandi, að verið sé að gagnrýna - - viðskiptaárangur Þýskalands.

En þ.e. viljandi afflutningur hvers er verið að gagnrýna - - en viðskiptaafgangur þíðir að neysla í Þýskalandi er óþarflega lítil.

Þessi rúmu 6% af þjóðarframleiðslu sem viðskiptaafgangur Þýskalands nemur, má kalla lífskjör sem þýskur almenningur fær ekki að njóta.

Það er í reynd merkilegt að innan Þýskalands skuli vera nær fullkominn "policital concensus" fyrir því, að lífskjör almennings skuli vera lægri en þau þurfa að vera, svo nemi ca. 6% af þjóðarframleiðslu.

  • Ég á ekki von á því að þrístingur Framkvæmdastjórnarinnar muni skila miklu.
  • Pólitíska elítan í Þýskalandi virðist tala þarna nánast öll einni röddu.
  • Alveg sama í hvaða flokki nánast, en líklega hlustar enginn á talsmann "Die Linke."
 

Niðurstaða

Það merkilega er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þýskaland sjálft brýtur stöðugleika reglur sambandsins, á sl. áratug um tíma brutu bæði Þýskaland og Frakkland reglur um ríkishalla, margir telja að það hafi sett slæmt fordæmi um slaka eftirfylgni á þeirri reglu - að 2 öflugustu löndin skuli hafa sett það fordæmi. 

Nú er Þýskaland sjálft að brjóta "Stöðugleika Sáttmálann" sem var settur skv. þrístingi Þýskalands sjálfs.

Ríkin í S-Evr. munu náttúrulega fylgjast vel með þessari rannsókn Framkvæmdastjórnarinnar, en sjálfsagt með einhverju glotti þó. Barroso mun þurfa að ná fram einhverri tilslökun frá nýrri ríkisstjórn Þýskalands. Til að það líti ekki svo út, að "það sé ekki sama Jón og Séra Jón."

 

Kv.


Hugmyndin að ESB aðstoði við losun hafta dúkkar allaf upp öðru hvoru!

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn gaf út skýrslu snemma á árinu sem fjallaði um losun hafta, og komst að því að kostnaðurinn við það væri ekki undir 35% af þjóðarframleiðslu. Hafið í huga, að 35% er gólfið í þeirra áætlun. Sjá athugun AGS á losun hafta: Selected Issues.

Ég bendi á þennan áætlaða kostnað, vegna þess að þetta er vandinn í hnotskurn.

Bloomberg tók viðtal við íslenska forstjóra um daginn, og þeir eru bersýnilega á böggum hildar yfir því, að þeim virðist margt benda til þess að losun hafta geti dregist úr hömlu.

Iceland’s EU Snub Provokes CEO Backlash as Euro Dreams Crushed

Forstjórarnir voru greinilega ekki alltof kátir yfir því að aðildarferlið var stöðvað, en mesta athygli vakti þó svar Helga S. Gunnarssonar forstjóra Regins:

"“Removing capital controls is going to be a lot more challenging than people allege these days. It’s going to be painful. It would be easier if we were assisted by the EU.

 

Ég hef aldrei almennilega séð fyrir mér hvernig ESB mundi aðstoða við losun hafta!

Ég hef aldrei heyrt neina skýra hugmynd eða tillögu um akkúrat hvernig af hálfu aðildarsinna, mér virðist hugmyndir gjarnan frekar - þokukenndar.

En málið er að það eru ekki endalausar útgáfur af því hvernig höft eru losuð.

  1. Það er tæknilega séð unnt að skuldsetja ríkið upp á 30-40% til að tryggja þannig losun hafta, með sem minnstum kostnaði fyrir einkaaðila. Sú viðbótar skuldsetning ofan á núverandi skuldsetningu upp á ca. 100% hefði þó margar alvarlegar afleiðingar. Og auðvitað skipta vextir lánsins miklu máli. Það þarf þá að lágmarka þá lánsfjárhæð eins og mögulegt er.
  2. Það má ímynda sér að einhver afskaplega góðviljaður, veiti Íslandi stuðning - t.d. að Seðlabanki Evrópu samþykkti tengingu krónu á hagstæðu gengi. Þá mundi Evrópa borga þennan kostnað að mestu leiti. Mig hefur grunað að þetta sé draumur einhverra aðildarsinna. En ég efa að forstjórinn sé þetta óraunhæfur.
  3. Tæknilega er unnt að "frysta lánskjaravísitöluna" og losa síðan höft, þá er kostnaðurinn áfram sá sami, en í stað þess að tekið sé lán þá er þeim kostnaði dreift á alla landsmenn sem og eigendur fjármagns til jafns - svona nokkurn veginn. Það felur í sér verulega lífskjaralækkun a.m.k. um skamman tíma, vandinn er að lánaleiðin - einnig felur í sér umtalsverða lífskjaralækkun.
  4. Væri skiptigengisleiðin, sú einnig felur í sér umtalsverða lækkun lífskjara en hefur þann kost, að ekki verður nein verðbólga, en þá væri tekinn upp nýr gjaldmiðill t.d. Ríkisdalur, og síðan færi fram skipti á honum og núverandi fjármagni - í fyrirfram ákveðnum skiptihlutföllum. Þetta verður að gilda jafnt fyrir alla til að standast stjórnarskrá, en það mætti hafa þá almennu reglu t.d. að lágar upphæðir t.d. upp í 10 eða 20 milljónir, fari á hagstæðara skiptihlutfalli.
  • Málið er að ég kem ekki auga á nokkra leið til losunar hafta - - sem ekki leiðir til lífskjaralækkunar er væri umtalsverð.
  • Þess vegna auðvitað hika stjórnvöld.

 

En losun hafta kostar alltaf þessi 35-40% af þjóðarframleiðslu, burtséð frá því hvaða aðferð er beitt!

Varðandi birtingarmynd hugsanlegrar aðstoðar ESB - - sé ég ekki fyrir mér nokkra raunhæfa leið aðra en lán.

Það sé algerlega af og frá að það geti komið til greina, að Íslandi verði veitt hagstæð tenging, þannig að kostnaður við losun hafta lendi á Seðlabank Evrópu - - þó ekki væri nema fyrir það, að honum er bannað algerlega skv. sáttmálanum um Evrópusambandið að "fjármagna ríki."

Bannið gagnvart því að fjármagna ríki hefur einnig aðra afdrifaríka afleiðingu!

Nefnilega þá, að Seðlabanka Evrópu væri óheimilt að lána aðildarríki fé undir markaðsvöxtum.

Það er mjög mikilvægur punktur, en ég sé ekki nokkra leið fyrir Ísland að komast af, eftir að hafa tekið lán upp á 35-40% af þjóðarframleiðslu á 7% vöxtum eða þar um bil.

Tæknilega gæti Ísland gert a.m.k. tilraun, til að fá "aðildarríkin" til þess að lána Íslandi fyrir losun hafta, á lægri vöxtum en markaðs.

Ísland er þó ekki meðlimur að evrusvæði, jafnvel þó það væri gengið í ESB - en um upptöku evru gilda sér reglur, og vanalega tekur það nýtt land fleiri ár að komast inn í evruna, eftir að það er gengið inn.

Utan við evrusvæði, er ég ekki viss að greið leið væri að láni frá "neyðarlánasjóði evrusvæðis" en ef maður ímyndar sér, að í aðildarferlinu legði Ísland megin áherslu á það - að öðlast "hagstæða lánsfjármögnun" - og aðildarríkin fyrir rest samþykkja að veita hana.

Ímyndum okkur það, þá hef ég miklar efasemdir um það, að Ísland mundi sleppa við sambærileg ströng skilyrði um þá lánveitingu, og tja ríki eins og Portúgal eða Grikkland eða Írland.

  • Kannski er það þetta sem þessir ágætu herramenn sjá fyrir sér, að Ísland gangi inn - - svo það geti fengið "neyðarlán" frá aðildarríkjum ESB.
  • Til að fjármagna með þeim hætti, losun hafta sbr. kostnaður upp á 35-40% af þjóðarframleiðslu.


Hvaða afleiðingar hefði það að skuldsetja landið fyrir 35-40%?

Þær væru auðvitað svakalega, en þá um leið verður skuldastaða ríkissjóðs þyngri heldur en skuldastaða Ítalíu, svipuð og skuldastaða Portúgals.

En það tekur ekki alfarið tillit til þess hvaða hagkerfislegar afleiðingar það hefði, en augljóslega mundi hagkerfið við þetta - skreppa töluvert saman.

En það þarf að minnka verulega neyslu, svo nægur afgangur sé af viðskiptum við útlönd til að ráða við hækkaða skuldastöðu, það minnkar hagkerfið.

Ríkið þarf líklega að hækka skatta verulega, hirða umtalsvert aukið hlutfall tekna almennings, tæknilega væri unnt að hirða þá lífskjaralækkun sem mundi þurfa til - með skattahækkun einni sér.

Ríkið þarf þá auðvitað einnig, að skera mikið niður til viðbótar því, sem í dag er útlit fyrir að það þurfi að skera niður.

Þannig að þjónusta við almenning - gæti beðið mjög umtalsverðan hnekki, þ.e. atvinnuleysisbætur - tryggingabætur - vaxtabætur - örorkubætur - framkvæmdir á vegum ríkisins - viðhald vega og margt fleira.

  • Ég er að tala um það, að eftir minnkun hagkerfisins yrði skuldastaðan líklega á bilinu 150-160%.

Eða á svipuðum slóðum og á Grikklandi.

Það mundi síðan taka líklega áratugi að borga þetta til baka.

Við værum því að tala um lækkun lífskjara er mundi vara sennilega a.m.k. 30 ár.

Nema auðvitað, að rosalega yrði mikið um nýjar fjárfestingar - - en ég sé ekki alveg fyrir mér að áhugi fjárfesta mundi vakna á hagkerfi, þess ríkissjóður rambar á hyldýpi gjaldþrots.

En ofur skuldastaða virðist á evrusvæði valda því, að fjárfestar leggja á flótta - fjármagn fremur en hitt leitar annað. Auðvitað mundi fólksflótti af landinu allur færast stórfellt í aukana.

Þannig að ég sé ekki alveg fyrir mér, að þessi skuldsetningar leið - jafnvel þó hún tryggði haftalosun.

Að hún mundi leiða til aukinna fjárfestinga eða aukins trausts.

Ég held að viðbótar skuldsetningin vegi á móti og gott betur.

 

Niðurstaða

Punkturinn er sá, að það er ekki sama hvernig höftin eru losuð. Stjórnvöld verða auðvitað að íhuga sinn gang. Ég get vel skilið að menn hiki þegar staðið er frammi fyrir þessum kaleik. En ef lífskjör lækka um helming aftur - sem getur vel gerst. Þá má reikna með því að almenningur mæti á Austurvöll með potta og tunnur. Það hefur einhvern veginn enginn, leitt almenningi það fyrir sjónir - að losun hafta sé líkleg að vera kostnaðarsöm með þeim hætti, að erfitt verði að forða því að sá kostnaður bitni á almenningi.

Að semja við erlenda eigendur fjármagns sem fast er hérlendis um niðurfærslu þess, getur verið gott - - en ég segi einungis "getur verið" því að mér virðist óhjákvæmilegt að stjórnvöld ætli á endanum að borga þá út, eftir að samið hefur verið um nægilega mikla niðurfærslu.

Viðbótar skuldsetning þannig lágmörkuð. Á hinn bóginn, eins og AGS bendir á sjá hlekk á umfjöllun AGS að ofan þá er það fjármagn einungis ca. "hálfur skaflinn." Hinn helmingur hans er uppsafnað fé lífeyrissjóðanna, og sá skafl hleðst stöðugt hærra því lengur sem höftin eru.

Það verður áhugavert að sjá hvernig menn ætla að glíma við þá hundruð milljarða króna, sem sjóðirnir líklega vilja færa út - - en ef höft eru losuð mun það útstreymi lækka gengi krónunnar mjög verulega.

Þó við tölum eingöngu um útstreymi fjármagns sjóðanna. Þá hækka lán landsmanna hressilega, og það akkúrat gengur ekki.

  • Þess vegna er á því, að fyrir rest - þurfi að losa höft með lánskjaravísitöluna í frystingu.

Þá virðislækka sjóðirnir sitt eigið fé hér heima fyrir, er þeir senda fé úr landi. Og jafnframt þá lán landsmanna.

En vegna þess að sá skafl sem hleðst upp af peningum sjóðanna hækkar stöðugt, má þessi losun ekki bíða mjög mikið lengur.

------------------------------

Mér líst eiginlega ekki sérdeilis vel á hugmyndir um aðstoð ESB. Ekki vegna þess að mér sé sérdeilis í nöp við ESB. Heldur vegna þess, að mér líst alls ekki á það hvaða afleiðingar það hefði - að fjármagna losun hafta með skuldsetningu. En við sjáum hve vel Grikklandi vegnar - ekki satt?

 

Kv.


Risahöfn á Austurlandi gæti aukið mjög erlenda fjárfestingu á Íslandi!

Mín kenning um það af hverju ekki hefur verið mikið um erlenda fjárfestingu hérlendis, er töluvert önnur en áhugamanna um aðild að ESB og um upptöku evru.

En ég fókusa á "flutningskostnað" til og frá landinu. Grunar að sá skipti miklu máli.

Það sem hefur lengi vantað hérlendis, er aukin samkeppni í siglingum hingað til lands, en ekki síst. Aukin umferð flutninga um landið.

Þetta skiptir máli, því hvort tveggja aukin umferð og aukin samkeppni, leiðir til minni kostnaðar í flutningum til og frá landinu.

Minni kostnaður, þíðir að ódýrara verður fyrir erlend fyrirtæki að starfa hér á landi.

Ísland verður samkeppnishæfara sem land til að framleiða varning til útflutnings.

Mig grunar einmitt, að stórskipahöfn geti verið lykill að því, að gera Ísland samkeppnishæft, sem "manufacturing" eða framleiðsluland.

Auðvitað skiptir flr. máli - eins og skattaumhverfi, lagaleg umgjörð, jafnvel innanlands pólitík.

Ég legg auðvitað til, að við aðlögum skatta á fyrirtæki að því sem tíðkast á Írlandi, ef við gerum það í ofanálag við það að höfn kemur, þá virkilega gæti opnast fyrir gáttir erlendrar fjárfestingar hér.

Mynd sýnir Langanes og hvar Finnafjörður er!

Það var áhugaverð frétt á Ruv.is í dag: Höfnin í Finnafirði þykir góður kostur

"Hafsteinn Helgason...sagði að þýska höfnin Bremanports hefði valið Finnafjörð vegna þess að þar er mjög aðdjúpt, lítið um vindhviður og ölduhæð lítil."

"Í Finnafirði er nóg flatlendi og það þykir kostur að ekkert fjölmennt þéttbýli sé í grennd. Hafsteinn segir að krafa þýska fyrirtækisins sé sú að hægt sé að byggja óhindrað upp starfsemi á u.þ.b. 1.000 hekturum lands."

"Einnig kom fram í máli Hafsteins að Bremenports ætlaði að ráðast í mikla skógrækt allt í kringum höfnina til að draga úr skafrenningi og snjósöfnun. Enn einn kostur Finnarfjarðar sé að þar er lítil úrkoma og snjólétt. Í upphafi hafi  Bremenports talið að framkvæmdir gætu hafist eftir 10-12 ár en nú hafi sá tími verið styttur í 5-8 ár."

"„Fyrsta fjárfestingin verður um 18 milljarðar íslenskra króna, segja þeir og það er um það bil 1,6 km langur viðlegukantur. Þeir segja að ekki sé byrjað með minna,“ segir Hafsteinn."

"Tveir stórir viðskiptavinir þýsku hafnarinnar Bremenports vilja koma með starfsemi hingað til lands ef áform um stórskipahöfn í Finnafirði verða að veruleika. Fyrirtækin sækjast eftir beinni siglingaleið á Asíumarkað. "

Eðlilegt er að taka slíkum málflutningi með einhverjum fyrirvara, á hinn bóginn bendir margt til þess að siglingar yfir Pólinn séu að vaxa mun hraðar - en svartsýnismenn töldu víst einungis fyrir ári.

Bremenports rekstrarfélag Brimarhafna, hefur tekið að sér að rannsaka aðstöðuna við Finnafjörð, og einnig það að athuga með áhuga annarra fyrirtækja, með þátttöku í verkefninu.

Kínv. félag sem nýverið sigldi yfir pólinn sbr: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!. Um er að ræða fyrirtækið Cosco Shipping. Aðilar á vegum þess hafa komið hingað, og virðast hafa áhuga á verkefninu fyrir Austan. Þeir tóku þátt kynningu á þessari hugsanlegu höfn, þ.e. ekkert út í hött að það geti verið, að það höfði til Cosco Shipping, að gerast meðfjárfestig og eiga síðar meir aðstöðu á svæðinu.

  • Það virðast a.m.k. ekki blasa við neinar tæknilegar ástæður af hverju risahöfn við Finnafjörð geti ekki orðið að veruleika, það að búið sé að skoða gögn um vind og öldumælingar, sem og úrkomu og snjóalög, bendir til þess að full alvara sé með athuguninni.

Og ef framkvæmdir hefjast eftir 5-8 ár, þá erum við að tala um næsta kjörtímabil - herrar mínir og frúr, sem upphafspunkt framkvæmda.

Ég er þess fullviss að tilkoma slíkrar hafnar verður alger bylting fyrir Ísland, meiri bylting heldur en tilkoma Reykjavíkurhafnar var: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

Reykjavíkurhöfn var ástæða þess að þéttbýlið við Reykjavík varð að þungamiðju byggðar á Íslandi.

Þ.e. ekki ástæða að ætla að Finnafjarðarhöfn hafi smærri áhrif, reyndar tel ég þau stærri.

Þarna þarf auðvitað að tala um áhrif nk. 30-40 ára, en á þeim tíma grunar mig að eftir tilkomu Finnafjarðarhafnar, byggist upp í grennd við höfnina, þéttbýli fjölmennara en þéttbýlið við Eyjafjörð.

Þarna verði iðnaðarsvæði tengt fyrirtækjum sem framleiða varning til útflutnings til Asíu, svei mér þá að ég held að það geti virkilega gerst, fyrst að 2-þýsk fyrirtæki eru þegar hálfvolg.

  • Reykjavík getur orðið hátæknimiðstöð Íslands, þ.e. hugbúnaðargeirinn.
  • En Austurland, gæti orðið "manufacturing center of Iceland" þ.e. framleiðsla á varningi, tækjabúnaði, ekki hugbúnaði. Álverið getur tæknilega spilað rullu þar, en framleiðsla á hlutum úr áli gæti orðið vænlegur iðnaður.
  • Ég er ekki viss hvað Eyjafjarðarsvæðið getur gert, þar verður mikill landbúnaður áfram, þar er háskóli, þeir geta haft einhvern hugbúnaðariðnað, en mig grunar að það svæði geti hugsanlega grætt á þjónustu við Grænland. Þ.s. námufyrirtæki sem ætla að hafa starfsemi þar í framtíðinni.

Ég hef ekki nefnt olíu og gas.

Það er einfaldlega vegna þess, hve óvissan um það er risastór.

Tel það ekki með að sinni, nema frekari fréttir berist.

 

Niðurstaða

Málið að ég tel að lykilatriðið fyrir erlenda fjárfestingu hér, sé ekki að taka upp erlendan gjaldmiðil, það sé ekki heldur aðild að ESB, heldur sé það lækkun á flutningskostnaði til og frá landinu.

Í reynd sé hár flutningskostnaður ígildi umtalsverðrar viðskiptahindrunar fyrir Ísland.

Þetta sé í bland vegna fákeppni í flutningum til og frá landinu, en ekki síst vegna lítils flutningsmagns er gerir það að verkum að fáir aðilar hafa áhuga á því að sigla hingað.

Með tilkomu risahafnar sé ég allt það leysast, þ.e. magn þ.s. streymir hér um margfaldast, þannig að við það fara erlend skipafélög að sjá hag sinn af því að sigla hingað.

Þá bæði lækkar kostnaður af völdum þeirrar auknu samkeppni, og vegna þess að aukið magn í flutningum þíðir, að hagkvæmari flutningatæki verða notuð.

Þá um leið, snarbatnar samkeppnishæfni Íslands - gagnvart möguleikanum á erlendum fjárfestingum.

 

Kv.


Klofningur innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu vekur athygli!

Það er ekki síst fulltrúar hvaða ríkja greiddu atkvæði gegn tillögu Mario Draghi innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, um 0,25% stýrivaxtalækkun.

Punkturinn er, að þetta eru einmitt fulltrúar þeirra tilteknu ríkja, sem tæknilega eiga auðveldast með það að yfirgefa evruna, stofna sinn eigin gjaldmiðil.

En Mario Draghi varð að gera eitthvað, til að sporna við þróuninni í átt að verðhjöðnun, vegna þess hve hættuleg sú þróun er fyrir - - framtíð evrunnar.

En þ.e. einmitt málið, Mario Draghi er að berjast fyrir áframhaldi evrunnar.

Það eru tiltekin ríki sem nauðsynlega verða að vera meðlimir áfram, og Ítalía er sannarlega eitt þeirra.

Ítalía er sennilega í augnablikinu það land, sem mest á í hættu að hrökklast út, hafandi í huga að evran líklega getur ekki lifað brotthvarf Ítalíu af. Þá er það virkilegt alvörumál að tryggja stöðu lykillandsins Ítalíu. En Ítalía getur hæglega farið ekki síst vegna þess að Ítalía á öflugt útflutningshagkerfi, er mundi geta náð sér hratt í kjölfar gengisfellingar.

Sannarlega er Þýskaland einnig lykilland - en Þýskaland er ekki við það að hrekjast út, það getur auðvitað sjálfviljugt tekið aðra ákvörðun. En þ.e. ekki að hrekjast út.

ECB split stokes German backlash fears

  1. "Last week, two German members of the ECB’s 23-member governing council led a six-man revolt against Thursday’s move to cut the bank’s benchmark lending rate by 25 basis points."
  2. "Among those who voted with the two Germans on Thursday were the heads of the Dutch and Austrian central banks."

Tæknilega geta; Þýskaland, Austurríki, Finnland, Holland + hugsanlega einhver flr. ríki mjög nátengd inn í hagkerfi Þýskalands eins og Slóvakía, myndað sinn eigin gjaldmiðil.

Sá mundi verða sterkur - og líklega hækka verulega í virði sbr. v. evruna.

Málið er að þessi tilteknu lönd geta farið án þess að verða gjaldþrota, brotthvart þeirra er því ekki ógn við stöðugleika fjármálakerfis Evr. og þar með ekki við tilvist evrunnar, öfugt við brotthvarf Ítalíu. Þess vegna verður Ítalía að vera innan evrunnar ef evran á að vera til áfram, meðan að ríku löndin geta farið án þess að evran líði undir lok. Ef út í þ.e. farið er Ítalía sennilega hið eiginlega lykilland evrunnar.

  • Það áhugaverða er, að ef þessi ríku tiltölulega vel stæðu lönd fara - þá líklega forðar það greiðsluþroti allra ríkjanna í S-Evr. þ.s. við gengisfall evrunnar er af yrði, mundu skuldir þeirra landa er eftir verða þar innan "raunlækka."
  • Gengisfallið mundi líklega að auki duga til að endurreisa samkeppnishæfni þeirra landa.

Það verður áhugavert að fylgjast áfram með framvindu mála, en ég er fullviss um að þessi ákvörðun þ.e. stýrivaxtalækkun í 0,25% úr 0,5% dugar ekki til að stöðva þróunina yfir í verðhjöðnunarástand í S-Evrópu.

Mun róttækari aðgerðir þurfi til, en Mario Draghi gaf í skyn að hann ætti meira í pokahorninu sbr.:

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 7 November 2013

"we continue to monitor closely money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance. We are ready to consider all available instruments...."

Draghi getur ekki sagt það skírar, að hann fyrirfram útiloki enga þá aðgerð - sem "ECB" er fær um að grípa til.

Rétt er að muna loforð hans frá 2012 um að gera allt þ.s. til þarf til að tryggja framtíð evrunnar.

Ef evran á sér einhvern "champion" er það Mario Draghi. 

Hann ætlar sér að halda þeirri baráttu áfram, en þ.e. líklegt að þær aðferðir sem hann mun þurfa að beita muni mæta síharðnandi andstöðu.

Og hann verður að halda Ítalíu á floti! Hann örugglega skilur það.

Ákvörðunin um lækkun vaxta, var mjög harkalega gagnrýnd innan Þýskalands meðal hægri sinnaðra hagfræðinga og hægri sinna í Þýskalandi almennt.

  • Það er dýpkandi gjá milli Draghi, og þess sem þarf líklega til.
  • Og þeirra sem vilja halda sig við hina gömlu stefnu Seðlabanka Þýskalands. 

Og eins og ég sagði, verður þessi vaxtaákvörðun líklega hvergi næg eins og sér, þannig að Draghi mun þurfa að seilast dýpra í tólakistuna sína.

Spurningin er hvað gerist - þegar hann fer að prenta peninga?

Bendi einnig á áhugaverða grein í Telegraph:

Reports of the survival of the eurozone may have been greatly exaggerated

Ég er alveg sammála Roger Bootle að klofningurinn sem upp er kominn, muni líklega halda áfram að ágerast.

Það kaldhæðnislega er - að það besta sem hugsanlega getur komið fyrir evruna, er að best stæðu löndin í N-Evrópu fari út.

Að Evran verði að því sem mætti kallað "Líru hina meiri" eða "The Greater Lira."

 

Niðurstaða

Mér virðist líklegt að næsta ár geti verið örlagarýkt. En þróunin yfir í verðhjöðnun virðist líkleg að halda áfram. Munum að hluti af þessu eru vandræðin á Bandaríkjaþingi deilan um ríkishallann og beiting Repúblikana á skuldaþakinu svokallaða sem svipu. Þessi deila mun taka sig upp snemma á nýárinu. Ekkert er í kortunum annað en að hún haldi síðan áfram með hléum eins og á sl. ári. Og að sú deila þar með haldi áfram að skaða bandar. efnahag. Punkturinn er að þetta víxlverkar við vandræðin í Evrópu, minni neysla og hagvöxtur í Bandar. - - þíðir lakari útflutnings tækifæri fyrir Evrópu. Þetta með öðrum orðum á sinn þátt í því að skaða möguleika ríkjanna í vanda, að hefja sig upp.

Þetta þíðir líklega að "US Federal Reserve" heldur líklega prentun áfram á fullum dampi út næsta ár, þrátt fyrir vangaveltur um svokallað "taper."

Sem þíðir, að peningastefna Bandar. verði áfram "lausari" en peningastefna Seðlabanka Evrópu, svo að evran líklega heldur áfram að hækka á kostnað dollarsins.

Nema að Draghi geri e-h virkilega róttækt, eins og að hefja sjálfur - massíva prentun.

En getur hann það, án þess að valda mjög miklum klofningi meðal aðildarríkja evru um peningastefnuna?

Þetta er eins af þessum mikilvægu spurningum sem ekkert augljóst fyrirfram svar er við.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 326
  • Frá upphafi: 866750

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 297
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband