24.1.2014 | 22:44
Óvænt hræðslukast á alþjóðamörkuðum!
Meginskýringin virðist vera slæmar fréttir frá Kína. En skv. nýlegum óháðum mælingum mældist óvenjulágur hagvöxtur í Kína í desember og síðan nú aftur í janúar skv. bráðabirgðatölum. Þessi tveggja mánaða samdráttur í pantanavísitölu kínverskra iðnfyrirtækja virðist hafa hleypt íllu blóði í fjárfesta - segir a.m.k. í frétt Financial Times að verðfallið hafi hafist þá þegar, fréttirnar bárust sl. fimmtudag af slæmum janúar ofan á slæman desember.
Á sama tíma hafa borist fréttir af vandræðum innan "skuggabankakerfis" Kína nú í janúar. En stór lánavöndull sbr. "Loan-trust" - - virðist við það að rúlla. Þarna virðist á ferðinni áhugaverð aðferð við lánveitingar - - þ.e. fyrirtæki falast eftir fé, bankar taka að sér að vera milliliðir, og menn kaupa sig inn í gegnt því að fá vexti bankinn sér um að halda utan um dæmið - - fyrirtækið lofar að borga eins og um venjulegt lán sé að ræða.
"The Rmb3bn ($500m) loan, to a now-defunct Shanxi coal mining company, is due to be repaid on January 31. When it was packaged as a trust product and sold in 2010, it promised investors a yield of 10 per cent. However, in 2012 it became clear that the company, Zhenfu Energy, was struggling for cash after the coal sector was hit hard by Beijings efforts to reduce pollution levels across the country."
Nýlega kynnti síðan bankinn að hann mundi hætta að styðja við "dæmið" eftir að ljóst er að fyrirtækið er komið í vandræði - og getur ekki staðið við sitt.
Fjárfestar standa þá frammi fyrir tapi, bankinn tapar þá ekki fé beint - - en fær þá ekki frekar "commission."
- Spurning um það hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn fyrir þetta lánsform - ef allt í einu í fyrsta sinn verður stórt tap?
"Trust loans, which are typically two years in duration, make up the largest slice of Chinas vast shadow banking sector." - - "Trusts currently have around Rmb7tn ($1.2tn) in assets, up from just Rmb2tn three years ago."
Svo það hefur verið gríðarlegur vöxtur í þessu lánaformi - - áhugaverð aðferð hjá bönkunum.
Kannski eru þeir einnig með þessu, að íta "hæpnum" lánaviðskiptum - yfir á kaupendur.
Bankinn sleppur sjálfur við skaða, en kaupendurnir taka áhættuna í staðinn.
- Sem beinir aftur sjónum að því hvað getur hugsanlega gerst, ef það verður - - paník á þeim markaði.
En þ.s. mér dettur í hug er samanburður við "undirlánakrísuna" í Bandar., þegar afleiður sem innihéldu slík húsnæðislán - - verðféllu í stórum stíl er markaðurinn varð allt í einu hræddur. Og mikill fj. aðila neyddist til að verðfella afleiður innan sinna eignasafna - - sem leiddi til þess að fj. einkaaðila er hafði keypt mikið af slíkum afleiðum, lentu allt í einu í því að þeirra eigið fjár hlutfall varð mun óhagstæðara allt í einu - jafnvel neikvætt í einhverjum tilvikum í hlutfalli við skuldir.
- Í gegnum afleiðustorminn - - varð undirlánakrísan að alþjóða fjármálakrísu.
Failing trust loans pose severe test for Beijing
China races to prevent trust loan default
"Chinese authorities are racing to prevent the default of a soured $500m high-yield investment trust, in a closely watched test case for the countrys shadow banking sector."
Það eru vangaveltur í gangi um meint viðbrögð kínv. ríkisins - - hvort það standi til að framkvæma einhverskonar björgun á fjárfestum - - eða ekki. Enginn veit!
------------------------------------------------
- Hvort sem akkúrat þetta er ástæðan ofan í fréttir af minnkuðum hagvexti - - þá varð verðfall mörkuðum víða um heim.
- En sérstaklega var áberandi - - gengisfall gjaldmiðla svokallaðra nýmarkaðs landa.
- En þ.e. með vissum hætti rökrétt að þeir gjaldmiðlar falli - - eftir slæmar fregnir af Kína, því Kína hefur á seinni árum gerst mjög mikilvægur viðskiptavinur margra þeirra landa.
Emerging markets sell-off spreads
Investors dump equities and EM currencies
- "In New York, the S&P 500 equity index dived 2.1 per cent on Friday, leaving it 2.6 per cent lower over the holiday-shortened week its worst weekly performance since June 2012."
- "In Europe, the FTSE Eurofirst 300 index tumbled 2.4 per cent on Friday its worst session in seven months for a weekly slide of 3.2 per cent."
- "In Tokyo, a 1.9 per cent fall for the Nikkei 225 left the indicator at a one-month low and nursing a 2.2 per cent drop over the five-day period."
- "investors poured money into US Treasuries, the yield on 10-year US government debt falling to 2.73 per cent."
- "Tellingly, the CBOE Vix volatility index, which gauges the cost of US equity portfolio protection and is often called Wall Streets fear gauge, soared nearly 30 per cent on Friday to its highest since mid-October."
Lækkanir voru á gengi tyrknesku lírunnar, suður afríska randsins, mexikóska pesósins, brasilíska realsins, en enginn gjaldmiðill féll meir - - en argentísta persóið.
Hefur argentíska pesóið nú fallið rúm 20% á tveim dögum.
Argentina woes weigh on EM currencies
Það stafar þó líklegar af vandamálum í Argentínu, en því að minnkaður vöxtur í Kína bitni harkalegar á því landi en öðrum löndum.
Um aðra gjaldmiðla er ekki um risafall - - þ.e. nokkur prósent.
Reyndar hefur tyrkneska líran fallið töluvert umtalsvert nú á nokkrum vikum, kannski lagt saman svo mikið.
Niðurstaða
Spurning hvort að kínverska hagkerfið sé við það að bræða úr sér, eins og margir hafa óttast. Eða hvort að þessi óttabylgja muni sefast yfir helgina. Og næsta mánudag verði allt með kyrrð á mörkuðum.
Þessari stund hefur maður ekki minnstu hugmynd.
En vandræði í Kína ef þau eru raunverulega að hefjast, gæti skapað dálítið stórt rugg innan alþjóða kerfisins, vegna þess hve gríðar stórt kínv. hagkerfið er orðið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2014 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2014 | 22:06
Leggja til afnám Íslandslánsins
Það virðist vera einna áhugaverðasta tillaga "Sérfræðihóps um afnám verðtryggingar." Að leggja til afnám hins svokallaða "Íslandsláns" þ.e. 40 ára verðtryggðs jafngreiðsluláns. Eigi verði heimiluð lengri verðtryggð lán en til 25 ára. Þau megi ekki heldur vera til skemmri tíma en 10 ára. Og að auki er lagt til að heimilað hlutfall í veðsetningu verði lækkað.
Skýrsla sérfræðihópsins. (pdf)
Áhrif?
Líklega til lækkunar á fasteignaverði - sérstaklega á húsnæði í stærra kantinum. Á móti gætu smærri íbúðir og smærri raðhús, jafnvel hækkað í verði.
Kostur við 25 ára lán er auðvitað að, fólk mun greiða þau upp á endanum. Í stað þess að lán séu stundum að ganga á milli kynslóða.
Annar kostur er væntanlega að sennilega er auðveldar að áætla fram í tímann, hver líkleg framvinda efnahagsmála verður - en þegar lán er veitt til 40 ára. Því ættu áhættureikningar fjármálastofnana að vera ívið nákvæmari. Það þarf því ekki endilega vera, að raunvextir 25 ára láns væru hærri.
Á móti kemur, þ.s. lagt er til að heimilt veðhlutfall sé lækkað, að fólk þarf að eiga meira fé - áður en það leggur í íbúðakaup. Sem er bæði gott og slæmt.
- Góði hlutinn er að slíkt hvetur til sparnaðar hjá ungu fólki.
- Slæmi hlutinn að líklega við það hækkar aldur fyrstu kaupenda þ.s. væntanlega tekur það lengri tíma fyrir fólk að eignast sína fyrstu íbúð.
- Að auki líklega leiðir það til þess að kaupendur hafa síður efni á stærri eignum - frekar þeim smærri.
Fólk í lágtekjuhópum - - gæti lent í vanda!
Tími því kominn til að endurvekja - - gamla verkamannabústaðakerfið.
Þetta gæti þítt að Reykjavíkurborg þarf að breyta sínu glænýja skipulagi!
En skipulagið gerir ráð fyrir tiltekinni eftirspurn. T.d. vegna þess að nýir hópar koma inn á markaðinn. En þessar breytingar gætu - -:
- Seinkað því að nýir hópar kaupi sér húsnæði og því minnkað eftirspurn þá sem búist er við.
- Að auki gæti eftirspurn eftir stærra húsnæði orðið umtalsvert minni en borgin gerir ráð fyrir, en að sama skapi aukist hlutfallslega a.m.k. eftir smærra.
- Það þarf kannski ekki að fara svo að um eiginlega aukningu á eftirspurn eftir smærra húsnæði væri að ræða, heldur að aukið hlutfall þeirra sem sækjast eftir húsnæði væru að leita eftir smærra húsnæði, þannig að eftirspurnin verði í öðrum hlutföllum en reiknað er með.
- Þetta gæti leitt til þess að næstu borgarstjórnarkosningar snúist einkum um, aukinn stuðning við "fátækari kaupendur."
- Eða þá sem sækjast eftir sinni fyrstu íbúð.
Niðurstaða
Ef þessar tillögur ríkisstjórnar verða að veruleika. Mun Framsóknarfélag Reykjavíkur, þurfa að íhuga mjög vendilega hvernig það bregst við þeim. En það mun þurfa að móta nýja kosningastefnu.
Ef tillögur nefndarinnar ná allar fram að ganga, gætu þær verulega breytt húsnæðismarkaðinum hérlendis, hugsanlega það mikið að glænýtt skipulag Reykjavíkur sé þegar orðið úrelt.
Yfir þetta allt þarf þá að fara, væntanlega einnig af öðrum flokkum sem ætla að bjóða fram í Reykjavík. Það gæti vel farið svo að kosningarnar snúist einna helst um það, hvernig borgin geti stutt við fátækari hópa í húsnæðisvandræðum sem og þá sem þurfa að eignast sitt fyrsta húsnæði.
Það að sjálfsögðu brennur á Velferðarráðuneytinu, að taka af skarið með það hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra stuðning við þá sem eru í lægri tekjum, og/eða fyrstu kaupendur.
Kv.
23.1.2014 | 00:12
Getur hin óvænta bjartsýnisbylgja á evrusvæði í augnablikinu haldist?
Það hefur á nýárinu verið í gangi umtalsvert bjartsýniskast á lánamörkuðum, síðan Írland seldi ríkisbréf og fékk mjög hagstæð verð. Nærri 3,4% fyrir 5 ára ríkisbréf. Eftir það hefur gengið í gegn bylgja. Þ.s. vaxtakrafa aðildarlanda í efnahagsvanda hefur lækkað töluvert. Meira að segja Portúgal getur selt nú 10 ára ríkisbréf á rétt rúmlega 5%, í stað þess að ekki svo löngu áður kostaði það rúmlega 6% vexti.
Og nú hefur ríkisstjórn Spánar notfært sér þessa óvæntu bylgju - - með metsölu á ríkisbréfum!
10ma. seldir í einu. Þetta kvá vera stærsta einstaka salan á ríkisbréfum í sögu slíkra sala a.m.k. síðan stofnað var til svokallaðs evrusvæðis. Og verðið fyrir þau var að meðaltali 3,85%.
Spains blockbuster 10-year bond raised to 10bn on huge demand
"Some 65 per cent of the bonds were sold to investors outside the country."
Það er áhugavert! En á sl. 2-ár hefur það einmitt verið áberandi. Að fjárfestar utan evrusvæðis, hundsuðu evr. ríkisbréf.
"Spain returned to growth in the third quarter of last year, and saw gross domestic product rise 0.3 per cent in the last three months of 2013 the fastest rate of quarterly growth in more than six years."
Þetta eru ekki beint svakalegur hagvöxtur - - þannig að þeir sem keyptu þessi bréf. Eru væntanlega bjartsýnir um að ríkisstjórn Spánar - muni takast að bæta í þann hagvöxt síðar meir.
Á sama tíma eru starfsmenn Framkvæmdastjórnar ESB ekkert sérdeilis bjartsýnir sbr. spá þeirra um vöxt fram til 2023!
Quarterly Report on the Euro Area.
- "...actual GDP growth rates are expected to be slightly higher than potential rates over the coming decade since the euro area will still be faced with a significant negative output gap at the end of the short term forecasts in 2015, of the order of 1.5 %."
- "Once the gap is closed, actual GDP growth rates will then simply equal the potential growth rates for the period 2019 up to 2023."
Sem sagt, þeir spá því að hagvöxtur verði einungis 0,9% að meðaltali á evrusvæði - flest ár þess tímabils.
Það þíðir, að mjög erfitt verður fyrir aðildarþjóðir evrusvæðis - - að lækka skuldir.
Meðalskuldastaða í kringum 100% gæti orðið hið nýja norm - - þrátt fyrir að reglur evrusvæðis kveði á um 60% hámark.
Að auki, svo lítill hagvöxtur líklega mun í besta falli draga mjög hægt úr atvinnuleysi.
Áhugaverð ummæli eru höfð eftir Axel Weber fyrrum yfirmanni Bundesbank - á Davos ráðstefnunni!
"Europe is under threat. I am still really concerned. Markets have improved but the economic situation for most countries has not improved," - "Markets are currently disregarding risks, particularly in the periphery. I expect some banks not to pass the test despite political pressure. As that becomes clear, there will be a financial reaction in markets," - "We may see that speculators do not wait until November, but bet on winners and losers before that," - "This is the key issue this year," - "Things feel better than they are. The recovery too weak to generate jobs. It's not about whether things are improving: the levels of growth, jobs, and GDP are way worse than before the crisis," - "The music is now playing in the US and in China. There is a whole world out there that is more competitive,"
---------------------------------------
Hann virðist hafa áhyggjur af svokölluðum "áreynslu-prófum" Seðlabanka Evrópu, sem fyrirhuguð eru á helstu bankastofnunum Evrópu - eins og kemur fram hjá Weber, í nóvember nk.
Hann er ekki sá fyrsti sem ég hef séð nefna slíkar áhyggjur.
En prófin eiga að vera "alvöru áreynslupróf" og meira að segja Draghi hefur varað við því, að einhverjir bankar muni ekki standast það próf.
Reiknað er með því að einhverjir stórir bankar - - fái fyrirmæli um að útvega sér aukið fé. Verði veittur frestur kannski 6 mánuðir.
Líkur eru mestar á því að þeir bankar verði í S-Evrópu.
- Weber er þá að spá því að eftir því sem dregur nær, muni markaðir fara að fókusa meir á þau próf.
- Og líklega fara að veðja á líklega "sigurvegara" og "tapara."
Þ.s. líkur séu einna helstar að þá banka verði að finna í S-Evr. Hafi þetta a.m.k. möguleika á því, að endurreisa áhyggjur af stöðu landa sérstaklega í S-Evr.
Niðurstaða
Ef má lesa eitthvað úr viðvörunum manna eins og Weber, og aðvörun starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB. Þá er það aðvörun um "hlutfallslega afturför." En ef það stenst að hagvöxtur verði einungis kringum 0,9% að meðaltali. Þá mun Evrópa dragast aftur úr lífskjaralega í hlutfalli við önnur heimssvæði þ.s. hagvöxtur verði meiri, sem er eiginlega þá nærri því alls staðar annars staðar.
Með svo lítinn hagvöxt - séu líkur yfirgnæfandi á viðvarandi skuldakreppu.
Og auðvitað atvinnuleysisvanda!
Spurning hvort hann varir eins lengi og í Japan þ.e. 20 ár, áður en loksins er kosinn til valda einhver róttækur sem þorir að taka áhættuna af stærri breytingum.
En ef svo fer, mundi landslagið í heiminum verða gerbreytt. Evrópa væri ekki lengur eitt af mikilvægustu svæðum heimsins. Meira að segja Afríka Sunnan Sahara gæti verið orðin mikilvægari efnahagslega fyrir heiminn. En þar mælist nú síðan ca. 2000 mesti mældi hagvöxtur í heimi hér.
Þetta væri eiginlegt fall "into obscurity."
Kv.
22.1.2014 | 01:31
Napolí - mengaðasta borg Evrópu?
Der Spiegel var með mjög áhugaverða grein um mjög alvarlegt mengunarhneyksli sem því miður er enn í fullum gangi. En vandinn er sá að í tvo til þrjá áratugi. Hefur mafían í nágrenni Napolí urðað með ólöglegum hætti - milljónir tonna af úrgangi allt frá venjulegu heimilissorpi, iðnaðarúrgangi yfir í stórhættuleg spilliefni - jafnvel í hættulegasta dæminu, hágeislavirk efni. Megnið á svæði nærri undirhlíðum Vesúvíusar norðan við fjallið, svæði kallað Campania.
Málið er að þessi ólöglega urðun virðist enn í fullum gangi. Og einhvern veginn ekki til staðar nægilega mikill vilji meðal yfirvalda á Ítalíu til að stöðva þetta - sem að sjálfsögðu er hratt vaxandi hætta fyrir íbúa í næsta nágrenni við Napolí.
Þessi ólöglega urðun hefur skapað mjög alvarlega grunnvatnsmengun skv. bandarískri skýrslu, sem unnin var fyrir bandaríska herinn - er rekur herstöð í næsta nágrenni við Napolí.
Á herstöðinni hafa verið settar upp mjög strangar reglur til hermanna, um það hvernig þeir eiga að hegða sér á svæðinu ef þeir hætta sér út fyrir herstöðina - - til þess að forðast heilsufarstjón.
The Mafia's Deadly Garbage: Italy's Growing Toxic Waste Scandal
Titill bandarísku skýrslunnar vekur athygli - - "Drink Naples and die." Ekki hægt að vera meir stuðandi en það.
"...everyone on the base, including Admiral Bruce Clingan, who commands US and Allied forces in Europe and Asia -- and resides in the "Villa Capri" with its view of Mt. Vesuvius -- must obey strict rules. Tap water may no longer be used on base, not even for brushing teeth. Even the Naval Support Activity commander's cat drinks bottled water."
- "The Americans took soil, water and air samples from the thousands of square kilometers surrounding the base, with 5,281 contaminated or suspicious locations being identified."
- "It was found that water from 92 percent of the private wells sampled outside the base posed an "unacceptable health risk.""
- "In 5 percent of the samples, uranium levels were found to be "unacceptably high.""
- "Should a soldier elect to live off base, he or she is advised to live in a multi-story building and to avoid ground-floor apartments; contamination from toxic gases is lower on upper floors."
- "Three areas not far from the base have been declared completely off-limits."
Hermönnum er bannað að koma á tiltekin svæði nærri herstöðinni vegna þess að þau séu of hættuleg - en á sömu svæðum, hafa ítölsk yfirvöld ekki gefið út nokkrar heilsuviðvaranir til íbúa.
Engar aðvaranir svo vitað sé til bænda - eða til Ítala almennt um afurðir frá svæðinu. Né að því er virðist til almennings, um hættuna af vatninu á svæðinu.
"As early as 2004, the British medical journal The Lancet Oncology described the area around Acerra as a "triangle of death" where sheep with two heads were born."
"Antonio Marfella from the Italian Cancer Research Institute in Naples offers other sober findings: Tumors have increased by 47 percent among men in the province of Naples within the past two decades."
"Above all, the occurrence of lung carcinoma is increasing, even among non-smokers -- a rarity in Europe."
"The region of Campania now has the highest infertility rate in Italy and also leads in cases of severe autism -- triggered, experts suspect, by increased exposure to mercury."
- "The pastor of Caivano is a symbol of resistance in the toxic belt around Naples,..." - ""Early on, we didn't even know what was happening in the next parish," says the pastor, "until we began to organize ourselves. Since we started adding up the cancer deaths, there is fear -- and despair is spreading.""
- "More than 100,000 people attended a protest march in November in Naples -- solidarity with the Land of Fires."
- "The petite Anna was on the front line of demonstrators. Her son Riccardo, a "boy who smiled constantly," was 20 months old when he died of leukemia in 2009. The children in this area have been "murdered, you understand? Murdered!""
Niðurstaða
Ef marka má skýrslu unna á vegum bandar. hersins. Sem ég sé enga ástæðu til að draga í efa. Þá gæti Napolí og næsta nágrenni, verið eins hættulega menguð - - og virkilega slæm dæmi um hamfaramengun sem gerðust á tímum "Sovétríkjanna" og íbúar á nokkrum svæðum í Rússlandi eru enn að súpa seyðið af. En í Rússlandi eru nokkrar mjög hættulega mengaðar borgir - vegna uppsöfnunar jarðvegs mengunar.
Síðan kemur fram að enn er verið að urða gríðarlegt magn af rusli á Ítalíu - með ólöglegum hætti.
Íbúar í Napolí og næsta nágrenni, virðast þó vera vaknaðir af værum blundi. Farnir að berjast fyrir sínum rétti.
En líklegt magn mengaðs jarðvegs gæti verið það svakalegt - að engin leið sé að hreinsa hann upp. Fjárhæðir væru svo risavaxnar.
--------------------------
Ef maður heimsækir Ítalíu - - staldra stutt við í Napolí og næsta nágrenni.
Ekki drekka eða nota neitt vatn úr krönum eða brunnum eða vatnsföllum á Napolísvæðinu.
Ég mundi fylgja reglum þeim sem bandar. herstöðin áréttar sínu fólki.
Kv.
21.1.2014 | 03:01
Spegillinn þurfti auðvitað að skjóta á krónuna í umfjöllun um Kýpur!
Sú umfjöllun annars sagði frá merkilegri staðreynd - - nefnilega að Kýpur mun ekki afnema höft á fjármagnsflæði í janúar eins og áður var auglýst, heldur hafa þau verið framlengd frá og með 20. jan í 21 dag til viðbótar.
Ekki fylgdi sögunni neitt frekar um málið í tilkynningu ráðuneytisins á Kýpur:
New decrees by Cyprus FinMin maintain capital controls
Það var einnig sagt frá því að 2-áfangaskýrsla AGS um Kýpur er komin út: SECOND REVIEW UNDER THE EXTENDED ARRANGEMENT UNDER THE EXTENDED FUND FACILITY AND REQUEST FOR MODIFICATION OF PE RFORMANCE CRITERIA
Skv. AGS er "program on track" þ.e. stjórnvöld eru iðin og dugleg við það að framkvæma aðgerðir þær sem stjv. Kýpur hafa skuldbundið sig til að framkvæma skv. prógramminu, í reynd virðist þetta minna meir á Ísland en Grikkland. Áhugavert að skattar skila sér á tíma, skatttekjur reyndust ívið betri en áætlað var vegna ívið grynnri kreppu fyrsta kreppuárið og ríkið sparaði íivð meir í rekstri en meira að segja AGS hafði beðið það um, svo heildarstaða fjárlaga er skárri en reiknað var með, þannig að halli sl. árs er áætlaður 2,6%. Sem er merkilega gott miðað við aðstæður! Vonast til að hallinn verði ekki meiri en 3,3% á þessu ári.
Kýpv. stjv. hljóta að vera að skera virkilega grimmt niður - - til að ná svo litlum halla miðað við það hve djúpt hagkerfið er að falla!
Greinilega að Kýpur er miklu betur stjórnað en Grikklandi, kannski vegna þess að Kýpur var stjórnað af Bretum á sínum tíma meðan að Grikklandi var stjórnað af Tyrklandi.
Það kemur fram flr. sbr:
- 17% atvinnuleysi.
- Kreppan á umliðnu ári var grynnri en áður var áætlað eða samdráttur upp á 5,5% fyrstu 3. ársfjórðungana. Tölur fyrir síðasta fjórðung ekki enn komnar fram.
- En einnig kemur fram að í staðinn er reiknað með að kreppan í ár verði ívið dýpri. En samanlagður samdráttur áranna tveggja er áætlaður 14%. Þ.e. 7,7% fyrir 2013 og 4,8% fyrir 2014. Síðan verður að koma í ljós hvort að hagkerfið nálgast jafnvægi 2015.
- Neysla hefur dregist saman - innflutningur hefur dregist saman, en útflutningur og ferðamennska aukist - m.a. vegna þess að laun hafa þegar lækkað um 8% í opinera geiranum e-h minna í einka. En í farvatninu eru stórar launalækkanir sbr: "Indications are that wages have continued to adjust in the third quarter, as additional wage cuts of 5-15 percent were agreed in BoC and cuts of 25 percent were negotiated in new collective agreements in the construction sector." Þetta virðist sýna sveigjanlegan vinnumarkað. Sem er nær bresku hefðinni heldur en hinni dæmigerðu S-Evr. Laun á Írlandi fóru t.d. fljótt að lækka eftir að kreppan hófst.
- Hagkerfið er auðvitað komið í verðhjöðnun - "Core inflation stood at -0.1 percent at end-October." Hún mun auðvitað ágerast hratt á þessu ári. Þegar lækkanir á margíslegum vörum og þjónustu ganga í gegn, í kjölfar launalækkana. Og að sjálfsögðu, munu eignir lækka.
- Vegna minnkaðs innflutnings að stærstum hluta en einnig að einhverju leiti vegna aukinnar ferðamennsku og útflutnings - er hagkerfið komið með afgang af utanríkisviðskiptum. Mig grunar að höftin hafi mikið um þetta að segja - þ.s. hverjum og einum er skammtað fé: "The current account moved to a surplus of 7.4 percent of GDP in the second quarter . This compares with deficits of about 11.4 (revised from 12.4) and 4 percent of GDP a quarter and a year ago, respectively."
- Ein ástæða fyrir að losa ekki höftin, gæti verið sú að laun þurfi að lækka fyrst nægilega mikið, svo að losun hafta ógni ekki viðskiptajöfnuðinum - - en landið skuldar nú miklu meir en áður og eins og Ísland þarf að viðhalda digrum viðskiptaafgangi til að geta greitt af þeim skuldum.
- Akkúrat - - minnkun á innflutningi um 21%, þetta hljómar mjög líkt samdrættinum er varð á Íslandi fyrsta árið í kjölfar gengisfallsins: "The turnaround was largely driven by an improvement in the trade balance, which registered a surplus of 6.5 percent of GDP on the back of a sharp import compression (of 21 percent y-o-y). "
Hvað með fjármagnsútstreymi? Það var 9,7ma. milli marsloka til nóvemberloka. Sem er helvíti mikið ef maður hefur í samhengi að björgunarlán þ.s. Kýpur tók er upp á 10ma.. En fram kemur að upp á síðkastið, virðist útflæðið vera að minnka.
"System-wide average weekly deposit outflows are now about a quarter of the average observed during April-July, and continue to show signs of stabilization."
Skv. því virðist staðan sú upp á síðkastið að allir bankarnir nema "Bank of Cyprus" hafi getað fjármagnað útflæði í allra síðustu tíð án þess að þurfa að fá neyðarstuðning frá Seðlabankanum.
Sá er auðvitað langsamlega stærsti bankinn - - hinir dvergar þar við hlið.
Það ætti ekki að koma nokkrum á óvart að það sé samdráttur í útlánum - "In October, private non- financial credit contracted by 10.4 percent year-on-year (5.6 percent for residents), with corporate credit falling by 13.3 percent (4.7 percent fo r residents) and household credit declining by 6.7 percent (6.5 percent for residents)."
Úff 46% lána í vandræðum - tja, frekar svipað og var ástatt hérlendis. Hér fór hlutfallið hæst í 60% segir AGS. Lánavandræði á Kýpur eiga örugglega enn eftir að ágerast. Þannig að líklega hækkar hlutfallið þ.e. 46% sé líklega ekki toppurinn á þeim vanda.
- "Banks asset quality continues to deteriorate, with NPLs of domestic banks reaching 46 percent of gross loans at end-September, broadly in line with the PIMCO projections under the adverse scenario.
Hvað með skuldastöðu? Áhugavert að húseigendur skulda ca. 140% af þjóðarframleiðslu, en fyrirtæki um 300%. Þetta hljómar eitthvað svo - - íslenskt. Síðan skuldar ríkið í kringum 120% spáð að hámarkið verði 126% 2015. Það á eftir að koma í ljós. Sem gerir heildarskuldir nærri því eins háar og á Íslandi áður en allt hrundi. En stærsti hluti þeirra skulda hjá okkur hvarf sjálfvirkt er bankarnir hrundu.
- "...stress analysis indicates that debt dynamics are particularly susceptible to growth shocks: a deeper or more protract ed recession would lead to a debt ratio of 130-145 percent of GDP by 2020. "
- "Such a shock, if also associated with a fiscal shock (higher interest rates and a lower primary surplus) would result in an unsustainable debt ratio of about 160 percent of GDP by 2020;
- similarly, when combined with higher financial sector needs (twice as large as identified needs for the coops), the shock would exhaust the program buffer and result in a debt ratio of close to 170 percent of GDP by the end of the program period..."
Það er galli við prógrammið - - hve snemma Kýpur á að hefja að greiða af skuldum!
- "...repay the Laiki recapitalization bond of 2.3 billion (principal plus capitalized interest) coming due in mid-2017 and about 5.6 billion of existing medi um- and long-term debt maturing during 2016- 2020)..."
2 heil ár sem þeir eiga eftir í friði fyrir þeim kröfum! Það er ekki það langur tími - miðað við hina ótrúlega svörtu skuldastöðu hagkerfisins.
----------------------------------
Þetta er mjög áhugaverð mynd - - bláu súlurnar hægra megin sína stöðuna í dag á Íslandi og Írlandi til samanburðar við stöðuna í dag á Kýpur. Rauði punkturinn ofan við bláu súluna fyrir Ísland er toppurinn sem hlutfall lána í vandræðum fór hæst í.
Síðan má sjá á súlunum til vinstri, hver þróunin var frá upphafi kreppunnar með löndin hlið við hlið.
Hér Íslandi var það einnig þannig að skuldir atvinnulífsins voru stjarnfræðilega háar. Um of yfir 60% skulda atvinnulífs voru í vanda við upphaf afskrifta- og endurskipulagningarferlis. Kýpv. bankarnir munu þurfa að ganga í gegnum allt sama ferlið og ísl. bankarnir þurftu að ganga í gegnum í kjölfar endurreisnarinnar eftir hrun. Og hlutfall slæmra lána gæti alveg farið í 60%.
Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvernig það afskriftarferli skulda fyrirtækja mun ganga.
Heimili líklega verða í sambærilegum vanda og heimili á Íslandi hafa verið - - a.m.k. á ég ekki von á skárri lendingu hjá þeim.
- Hafið í huga að eignir ísl. bankanna á sínum tíma voru færðar yfir á "hálfvirði" ca. bout. Það þíddi að endurreistu bankarnir höfðu verulegt borð fyrir báru til að afskrifa skuldir fyrirtækja.
- En flestir kýpv. bankarnir eru enn starfandi - - og þeir hafa ekki fengið slíka þægilega "afskrift."
Verða einhvern veginn, að gleypa sitt hruntjón - án þess að fara á hausinn!
Staða hinna bankanna gæti því reynst áhugaverð síðar meir! Þó þeir virðast virka í augnablikinu.
Ég velti fyrir mér hvort það sé nokkur möguleiki á því að Kýpur geti losað höft - - fyrr en afskriftaferlið er stórum hluta gengið yfir?
En getur nokkuð vitað fyrr, hvort unnt er að treysta fjármálakerfinu?
Losun hafta dregst því örugglega töluvert lengur en bara - - einn mánuð enn.
Það var blessunin Sigrún Davíðsdóttir sem lét flögra þau ummæli sem ég geri athugasemd við!
"...til að styðja við aðgerðirnar þurfti fjármagnshöft, ekki eins og á Íslandi að ekki væri til nægur erlendur gjaldeyrir til að skipta fé sem leitaði þar út - Kýpur nýtur þar evrunnar, heldur þurfti að varna því að skelfdir innistæðueigendur tækju allt sitt fé úr bönkunum og felldu þá þar með alla, það voru því sett höft á úttektir og millifærslur milli banka sem olli bæði einstaklingum og fyrirtækjum miklum vandræðum..."
- Ehem, þ.s. bersýnilega Sigrún áttar sig ekki á.
- Er að vandi Kýpur stafar einnig af skorti á gjaldeyri.
- Að sjálfsögðu er nóg til af evrum á evrusvæði.
- En það skiptir ekki máli í samhengi Kýpur.
- Þ.s. skiptir máli í þessu tilviki - - var og er hvort þ.e. nóg af evrum á Kýpur!
Þess vegna þurfti höft! Að það er ekki nóg til af evrum á Kýpur þ.e. lausafé, til að borga út allar þessar innistæður. Og á sama tíma, eru kýpv. stjv. komin í vandræði með lánstraust svo þau gátu eingöngu útvegað sér evrur á ofurkjörum á markaði - - eða í gegnum svokallað "neyðarlán." Sem var gert.
Þ.s. margt fólk sem aðhyllist þá hugmynd að öll lönd eigi að nota sama gjaldmiðilinn skilur gjarnan ekki.
Er að það eitt að mörg lönd nota sama gjaldmiðil, þíðir ekki að þá sé það sama og að tilheyra t.d. Bandaríkjunum og vera fylki þar. Þegar fylki kemst í vandræði, þá kemur alríkið fylkinu til aðstoðar, og alríkið hefur drjúgan hluta skattfjár Bandar. til umráða.
Síðan veitir Seðlabanki Bandar. miklu umfangsmeiri aðstoð heldur en Seðlabanki Evrópu gerir, öfugt Seðlabanka Evrópu - - er Seðlabanki Bandar. til í að endurfjármagna banka með prentuðu fé.
En þ.e. ekki heimilt í evr. samhengi, heldur ef banki þarf endurfjármögnun sem ríki eins og Kýpur ber ábyrgð á, þá ef það tiltekna ríki þ.e. í þessu tilviki Kýpur á ekki nóg af í þessu tilviki evrum til að fjármagna þá aðgerð, og getur ekki útvegað það fé á lánamörkuðum. Og að auki, viðkomandi banki er það stór á Kýpur að landið bersýnilega getur aldrei skuldsett sig fyrir það hárri upphæð að unnt verði alfarið að bjarga honum. Þá þarf að grípa til slíkra afarkosta eins og var gripið til á Kýpur.
Höftin voru vegna þess að Kýpur eins og Ísland, gat ekki útvegað sér nægilegt fjármagn.
- Öfugt við þ.s. hún heldur fram, er hún segir Kýpur njóta kostanna af evrunni.
- Þá getur Ísland í reynd losað höftin ef þjóðin er til í að færa þá fórn, með því að frysta lánskjaravísitöluna - - og láta allt féð sem er fast inni í landinu verðfalla í takt við þá annað bundið í krónum. Höftin eru eiginlega uppi enn, vegna þess að við höfum ekki enn verið til í að færa þá fórn. Þetta er auðvitað töluverð fórn.
- En það þíðir að ef þjóðin getur fundið hjá sér viljann til að færa þá fórn - er unnt að losa höftin hér alfarið án nokkurrar viðbótar skuldsetningar þjóðarbúsins í formi gjaldeyris.
Í reynd er ég ekki viss um það hvernig Kýpur mun fara að því að losa höft. En vandinn var stóru bankarnir tveir sem voru risar í samanburði við hina bankana.
Annar var aflagður, gerður að "slæmum banka" en eignir voru færðar yfir í "Bank of Cyprus" sem gerður var að "góðum banka."
Í leiðinni þurrkaðar að megni til út ótryggðar innistæður. Og á sama tíma, sett höft við því hve mikið fé af reikningi hver og einn má taka út.
Það voru þessir tveir risabankar í samhengi Kýpur er voru vandinn að stærstum hluta, og nú þegar leyfunum af öðrum voru sameinaðar "Bank of Cyprus" þá er hann stóra vandamálið. Í dag er inni í hinum skv. AGS ca. 50% af öllum banka eignum, sem sagt hann er hálfdrættingur á móti öllum hinum.
Þannig að það segir ekki endilega mikið, þó hinir bankarnir geti starfað.
- Mig hefur lengi grunað, að kýpv. stjv. muni þurfa að ganga lengra með afskriftir í samhengi "BoC" - og afskrifa að auki að hlutfalli a.m.k. "tryggðar innistæður."
Kýpur getur vart dregið sér meira lánsfé - - þannig að slík leið getur verið eina leiðin ef landið á að geta komist úr höftum.
Þ.e. að slátra því fé að stórum hluta sem mun vilja út. En hitt er annað mál, hvort þ.e. mögulegt að gera það með löglegum hætti.
Það getur verið að Kýpur verði fast innan hafta eins og við erum enn, vegna þess að Kýpur getur ekki fundið leið til að framkvæma slíka aðgerð löglega - - þannig að Kýpur muni, eins og Ísland virðist vera að gera tilraun til, ætla sér að vaxa út úr vandamálinu með hagvexti, og þannig smám saman útvega það fé sem upp á vantar.
Nema að á Kýpur á enn eftir að framkalla viðsnúning. Kannski tekst það.
En ég á eftir virkilega að sjá það svo ég trúi, að Kýpur verði á undan okkur úr höftum.
Niðurstaða
Ég vona sannarlega að Kýpur muni ganga vel. En hafandi í huga að - enn er að mestu eftir að kemba lánabækurnar, skoða hvert tilvik fyrir sig þ.e. áætla hvað hver getur borgað mikið miðað við núverandi aðstæður og líklegar framtíðar. Hvort sem viðkomandi er einstaklingur eða fyrirtæki.
Að það blasir við að afskriftir eiga eftir að verða miklar. En Kýpur er líklega enn statt í fyrri hluta kreppu. Með langt í frá allar slæmar fréttir frá hagkerfinu komnar fram.
Þá velti ég fyrir mér - - hvernig bankarnir munu fara að því að fjármagna afskriftir. En það hjálpaði eins og ég nefndi ísl. endurreistu bönkunum, að hafa fengið eignasöfnin á hálfvirði jafnvel minna en það, og hafa því drjúgt borð fyrir báru fyrir líklegum afskriftum.
En bankarnir á Kýpur starfa flestir enn. Þeir tveir langstærstu komust í vanda. Sá stærsti var lagður niður "Laiki Bank" og sameinaður "Bank of Cyprus" þ.e. í reynd - - tryggðar innistæður auk tiltekins hluta eignasafns. Sumu leiti svipað og hér var gert.
Þ.e. munurinn að ca. helmingurinn af bankakerfinu miðað við eignir er enn uppistandandi. Ef maður telur ekki "BoC" með. Það verður áhugavert að sjá hvernig þeim bönkum mun ganga. En það virðist verið er að leitast við að halda sem flestu gangandi. Þannig lágmarka efnahagstjón.
Þ.e. spurning hvernig ástand eignasafns "BoC" raunverulega er? Hve mikið hinir þurfa að afskrifa? Hvort þeir ráði við það?
Ég eiginlega efa að höftin á Kýpur geti fyrsta lagi farið niður - - fyrr en þetta endurskipulagningarferli eigna bankanna er lokið.
Þetta tók dágóðan tíma hér þ.e. rúm 2 ár nærri 3 eiginlega.
Ljóst virðist að Kýpur getur ekki fengið meira lánsfé, þannig að ef endurreisnin er dýrari en áætlað er. Þá muni það líklega þíða - - vandræði við haftalosun muni verða áframhaldandi.
En vilji til að lána Kýpur meiri pening virðist ekki fyrir hendi. Og restin af evrusvæði virðist telja Kýpur það lítið land, að líklega lætur það Kýpur frekar róa - detta út úr evrunni. En að taka þá áhættu að lána Kýpur meira fé, sem þeir mundu vita að líklega yrði ekki endurgreitt.
Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með sögu Kýpur innan evrunnar.
Og sjá hvort þ.e. virkilega svo sem Sigrún Davíðsdóttir heldur - að Kýpur njóti kostanna af evrunni.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2014 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2014 | 02:41
Það þarf ekki frekari vitnan við, evran var mistök - en ég held að hún verði ekki afnumin, a.m.k. ekki í náinni framtíð
Þetta er í 3-sinn sem ég segi frá glænýrri skýrslu starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB, en þetta er barasta svo mögnuð skýrsla, að ég eiginlega verða að tala um hana í eitt skipti enn. Segjum að allt er þegar þrennt er!
Það er mynd á bls. 12 sem er svo mögnuð að hún segir nánast ein og sér allt sem þarf að segja!
Quarterly Report on the Euro Area.
Ég er ekki að halda því fram að allt sé evrunni að kenna - - en það sést vel á myndinni að ofan að mögulegur hagvöxtur sbr. "Euro Area Potential Growth" var í minnkun, tja áður en evran var búin til.
Ég veit að það hljómar sérkennilegt, en þeir þ.e. starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar, hljóta að hafa sett inn tölur fyrir sömu meðlimalönd árin á undan áður en evrusvæðið varð til.
Og eins og sjá má lesa í að til staðar hafi verið niðursveifla þá þegar í mögulegum vexti. Það trend varð að sjálfsögðu ekki til af völdum evrunnar.
Þ.e. ekkert sem kemur reyndar á óvart, en Evrópa var farin að finna harkalega fyrir samkeppni frá Asíu þegar á 9. áratugnum, þegar um var að ræða samkeppni frá Japan og S-Kóreu, ásamt svokölluðum Asíu tígrum þ.e. Tævan, Malasíu, Indónesíu og Singapore. Ef einhver man eftir því, voru þau lönd kölluð ásamt S-Kóreu en mínus Japan, asísku tígur hagkerfin.
Innri markaðurinn í Evrópu er búinn til ca. í niðursveiflunni í mögulegum vexti sem var í gangi á 10. áratugnum - - sjá fyrri dalinn.
Og mögulegur vöxtur fer nokkuð upp - höfum í huga að þetta er meðaltal yfir öll þau lönd sem eru í dag í evru.
En síðan er Kína að berja harkalega að dyrum á seinni hl. 10. áratugarins. Og þ.e. í framhaldi af myndum innri markaðarins, sem hugmyndir um stofnun evru komust á flug.
- Og hugmyndin var sem sagt, að toppa 10. áratuginn í hagvexti.
- Að áratugurinn eftir upptöku evru, mundi bæta rjómanum ofan á, þ.s. virtist hafa verið uppsveifla síðan innri markaðurinn varð til.
En eins og þið sjáið, fer mögulegur vöxtur aftur að dala nokkurn veginn um svipað leitið og evrusvæði verður til!
Það er þetta sem er svo kaldhæðið!
Svo endar dæmið í verstu kreppu sem Evrópa hefur gengið í gegnum í um 80 ár!
- Er einhver möguleiki á því að þeir sem bjuggu til evruna - komi og biðjist afsökunar?
- Nei, ekki nokkur hinn minnsti möguleiki.
Ég var í gærkveldi á mynd "The Wolf Of Wall Street" með Leonardo Di Caprio.
Fín mynd - - en þ.e. skemmtilega að íhuga að sá náungi er hann leikur á að vera sölumaður dauðans, þ.e. hann getur selt hvað sem er og mun segja þér hvað sem hann þarf að segja þér - til að selja.
Þ.e. einmitt þ.s. gerðist þegar evrunni var komið á fót, það fór fram eitt allsherjar "sales pitch" þ.s. fólki var sagt, að allt yrði betra.
Evran mundi fela í sér meiri hagvöxt - meiri stöðugleika - minna atvinnuleysi - betri lífskjör og ekki síst "ódýrari" lán.
Öllu þessu var lofað til aðildarþjóðanna, þ.e. einmitt þ.s. ég fór að hugsa er ég horfði á þessa mynd, þetta "sales pitch" þ.s. virkilega er verið að selja "draum" um framtíð eins og bestu sölumenn gera, en eins og á við um sölur glæpamannsins á Wall Street, er ekki um að ræða draum sem verður að veruleika.
Þ.e. draumurinn um betra líf - meiri hagvöxt - minna atvinnuleysi - meiri stöðugleika o.s.frv.
Kemur líklega ekki til að rætast - - nema kannski draumurinn um stöðugleika.
En þá erum við að tala um stöðugleika í ástandi svipuðu því sem Japan gekk í gegnum í 20 ár.
Sem er meir eins og martraðarútgáfan af draumnum, sem þjóðum Evrópu var seldur.
Nema að þ.e. enn verið að selja þennan draum, eftir að hann er þegar orðinn að martröð innan Evrópu, nánar tiltekið á Íslandi.
Eins og ekkert af því sem myndin að ofan sýnir hafi gerst!
Ég segi því við ykkur - - dreifið þessum upplísingum!
Því þær eru raunverulega og nánar tilekið - óhrekjanlegar!
Niðurstaða
Hvað mun þá gerast á evrusvæði. Ég er farinn að hallast að því að það verði ekkert snöggt hrun. Heldur séum við að horfa fram á einmitt - japanskt ástand. Þ.e. mörg ár af stöðugleika í ástandi sem verður svipað og í Japan milli ca. 1990 - 2010. Þ.e. ástand þ.s. skiptist á örlítinn hagvöxt milli 0,5-1%, sem öðru hvoru líklega hverfur. En það eiga örugglega eftir að verða frekari krísur. Því að í ástandi líkt og Japan þ.s. verðbólga er mjög nærri líklega "0%" jafnvel verðhjöðnun sum ár og lág verðbólga sum önnur, en kannski meðaltal mjög nærri "0%." Verður fjandanum erfiðara fyrir löndin í S-Evrópu að greiða lánin sín til baka. Það mun þurfa til að dæmið gangi upp, fáránlega háan afgang af ríkisútgjöldum. Og það mun verða erfitt að viðhalda honum ár eftir ár - tja nk. áratugi.
Sem segir að ég tel að þetta geti ekki gengið án enda. En að endirinn geti verið langt undan.
Svo það má velta fyrir sér hvort þetta endist eins lengi og í Japan, þ.e. það taki 20 ár eins og í Japan, áður en kosinn er til valda. Sá sem þorir að skipta um stefnu.
Eða hvort það verður fyrr.
Þ.e. engin leið að segja fyrir það með vissu - hve lengi. Enda virðast pólit. elíturnar sem eru ráðandi í löndunum, vera allar samdauna um það að vilja láta "projectið" ganga upp. Sem þíðir að þeir munu ætlast til að þjóðirnar gangi í gegnum endalausa röð fórna. Og alltaf sagt að ljósið sé rétt handan við hornið.
Það virðist nánast ekkert eftir af þessu - - nema hinn pólitíski vilji að halda áfram.
Því efnahagslega séð - - væri mun skynsamara að taka evruna niður. Skipulega að sjálfsögðu, best í samkomulagi - þannig að þá væri skuldum hverrar þjóðar einnig skipt í hina endurreisu gömlu gjaldmiðla þannig að engin þjóð þyrfti frekar að vera í þeim vanda, að skulda of mikið í gjaldmiðli sem viðkomandi þjóð ekki ræður yfir.
Kv.
19.1.2014 | 02:25
Ráðlegast að halda þjóðaratkvæðagreiðslu tengda spurningunni um aðildarviðræður samhliða nk. Alþingiskosningum!
Rifrildið um þjóðaratkvæði um það hvort þjóðin vill ræða við ESB eða ekki. Er augljóslega vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki kynnt nokkra dagsetningu. Um það hvenær sú atkvæðagreiðsla skala fara fram.
Það væri augljóslega ekki nokkrum manni í hag að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu innan kjörtímabilsins, þ.e. ekki heldur viðræðusinnum.
Því að ríkisstjórn skipuð ráðherrum og með þingmeirihluta sem er andvígur aðild, mun bersýnilega aldrei ljúka samningum á kjörtímabilinu. Þó svo að niðurstaða atkvæðagreiðslu um þá spurningu hvort þjóðin vill að viðræður fari fram - hafi skilað meirihluta "já."
- Til þess að binda enda á þetta rifrildi - - væri einfaldast að kynna dagsetningu.
- Og þ.e. langsamlega skynsamast að halda þá atkvæðagreiðslu samhliða nk. þingkosningum.
Þetta ætti að geta virkað fyrir alla - þ.e. andstæðinga aðildar, þá sem eru áhugasamir um viðræður en ekki endilega aðild, og þá sem eru áhugasamir um aðild og vilja þess vegna viðræður.
En þ.e. ekki nokkur möguleiki á annarri útkomu en algerum farsa, ef ríkisstjórnin væri knúin til að hefja viðræður.
Þ.s. hún mundi að sjálfsögðu aldrei treysta sér til að ljúka þeim, þ.s. stjórnin er eftir allt saman andvíg aðild.
Þannig, að aðildarviðræður væru látnar fara af stað, en engar ákvarðanir gætu verið teknar - - því ráðherrarnir sem væru ósammála þeirri líklegu niðurstöðu sem viðræðurnar leiða fram, gætu aldrei samþykkt þær útkomur - þannig að engum útistandandi köflum væri lokað.
- Þannig séð gæti stjórnin hangið á því, að þó svo að hún sé knúin til viðræðna!
- Þá sé hún ekki endilega skuldbundin til að ljúka þeim.
Ég held að meira að segja aðildarsinnar og viðræðusinnar, ættu að geta orðið sammála um það - - að við Íslendingar ættum ekki að gera mótherjum okkar við samningaborðið það, að neyða þá til að upplifa slíkan farsa.
Það væri augljóslega þjóðinni til minnkunar - - gerði hana að atlægi.
En þ.e. enginn möguleiki á því, að ríkisstjórnin sem er andvíg aðild, samþykki að setja samninganefnd skipuð pólitískum andstæðingum hennar - - síðasta samninganefnd var að sjálfsögðu skipuð einlægum aðildarsinnum, "ekki hlautlausum fræðimönnum."
Það eru engir hlutlausir fræðimenn - sem unnt væri að afhenda málið, og láta afgreiða það með algerlega óhlutdrægum hætti.
Málið er stórpólitískt hvernig sem á það er litið! Það eru engir sem geta verið hlutlausir í því. Þ.s. eftir allt saman, allir þættir málsins eru háðir mati þess útkoma byggir algerlega á sýn viðkomandi.
Hvað næst fram ef atkvæðagreiðslan er haldin samhliða þingkosningum?
Nú, ef þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort þjóðin vill setja viðræðurnar aftur af stað, er haldin samhliða nk. Alþingiskosningum 2017. Þannig að þjóðin er að greiða er hver og einn gengur inn í kjörklefa, fær 2-stk. atkvæðaseðla.- Annar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
- Hinn fyrir Alþingiskosningarnar.
Þá kemst þjóðin ekki hjá því, að hafa spurninguna um aðild í huga inni í kjörklefanum. Og því ofarlega í huga, þegar hún í það skiptið - velur hverjir eiga að stjórna landinu næst.
Það að sjálfsögðu tryggir það ekki 100% að þjóðin muni velja ríkisstjórnarflokka, út frá spurningunni um aðildarviðræður, þetta eingöngu eins og ég sagði - hámarkar líkur þess að svo verði.
Þannig að þá mundu nk. Alþingiskosningar um leið verða að þjóðaratkvæðagreiðslu um spurninguna um aðildarviðræður.
Ég mundi líta svo á, að ef núverandi stjórnarflokkar í það sinnið halda áfram - þá væri það svar þjóðarinnar við aðildarspurningunni, jafnvel þó svo að um þá spurningu hefði þjóðin í reynd sagt "já" en samt kosið núverandi stjórnarflokka til valda. En þá teldist ekki mikil alvara að baki því "já."
Á hinn bóginn, væri þetta tækifæri aðildarsinna, og einnig viðræðusinna sem kannski eru ekki endilega aðildarsinnar, að sannfæra þjóðina.
- Höfum í huga að 2017 ætti margt um Evrópusambandið vera farið að skýrast, þ.e. hvert sambandið sjálft er að fara á sinni vegferð, er hófst þegar kreppan í Evrópu byrjaði.
- Þannig séð því, ætti þjóðin að vera betur upplýst um framtíðarstöðu ESB en hún gat áður verið.
- Því hennar upplýsta ákvörðun af hærri gæðum, en hún hefði áður getað verið.
Ég bendi að auki á mjög áhugaverða skýrslu starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB fyrir þá sem ekki enn hafa séð hana, og nánar tiltekið á mjög áhugaverða mynd sem sjá má á bls. 11.
Quarterly Report on the Euro Area.
Takið sérstaklega eftir línunni sem er merkt "Euro area potential growth." Og enn fremur, sjáið hvernig "potential growth" minnkar stöðugt árin eftir 2000.
Það sem þetta segir okkur er að evran hafi alfarið misheppnast sem aðferð til hagvaxtarlegs viðsnúnings fyrir ESB.
Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar - - bendi fólki einnig á að lesa nánar þetta plagg, en þar kemur enn fremur fram spá sérfræðinga Framkvæmdastjórnarinnar, þess efnis að 2023 verði lífskjör evrusvæðisríkja einungis 60% af lífskjörum í Bandaríkjunum, vegna þess hve afskaplega lélegur meðalhagvöxtur evrusvæðis verði í millitíðinni þ.e. 0,9% sbr. á bilinu rúmlega 2% til 3% fyrir Bandaríkin.
2017 ætti það þegar verið að sjást vel - hvort þessi spá sé ekki örugglega að rætast.
Þ.s. ég er að segja, er að við sjálfstæðissinnar höfum ekkert að óttast með því, að lísa því yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram samhliða nk. kosningum til Alþingis.
Legg ég því til að ríkisstjórnin tilkynni sína fyrirætlan, að halda þá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum 2017. Og málið er dautt og rifrildið koðnar niður.
Líkur eru mjög miklar á því að það blasi við árið 2017 að ESB sé ekki sérdeilis spennandi valkostur.
Niðurstaða
Ríkisstjórnin tilkynni að þjóðaratkvæðagreiðsla um þá spurningu hvort þjóðin vill að viðræðum um aðild að ESB sé framhaldið eða ekki - fari fram samhliða kosningum til Alþingis árið 2017. Þetta sé niðurstaða sem sé sú besta í boði fyrir alla miðað við núverandi aðstæður og síðustu kosningaúrslit. Þessi niðurstaða mundi ekki seinka aðildarviðræðum miðað við þá seinkun sem orðin er og er óhjákvæmileg vegna úrslita Alþingiskosninganna 2013. En þ.e. ekki nokkur möguleiki að núverandi stjórnarflokkar mundu klára viðræður þó þeir væru knúnir til að halda þær. Með þessu væri aðildarsinnum veitt afskaplega sanngjarnt tækifæri til að sannfæra þjóðina um það - að sá valkostur sem þeir bjóða upp á sé hinn rétti fyrir land og þjóð. Og þetta væri raunverulegt tækifæri!
Ég persónulega tel að 2017 verði það kýrskýrt að ESB sé ekki hagstæður valkostur fyrir land og þjóð. Þannig að sjálfstæðissinnar séu ekki að taka neina umtalsverða áhættu með því að skuldbinda sig til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður samhliða nk. þingkosningum.
Best sé fyrir alla einmitt, að lísa þessu yfir sem fyrst - - til þess að binda enda á rifrildið um það, hvenær skal kjósa um málið.
Þessi tímasetning sé sú besta fyrir alla!
Kv.
18.1.2014 | 00:17
Er kominn tíma á innflutning á kínverskum bílum?
Íslendingar hafa lengi verið djarfir í því að flytja inn ný merki á markaðinn hér á landi. T.d. hófst innflutningur á bílum frá S-Kóreu á 9. áratugnum. Frá Japan í kringum 1966 eiginlega sama ár og Japan hóf útflutning bíla til Evrópu. Nú er glænýr bifreiðaframleiðandi frá Kína, með áætlanir um að hefja innreið á Evrópumarkað. Merki sem enginn á Íslandi hefur líklega heyrt um!
Tegundin heitir - - > Qoros
Þetta er fyrirtæki sem stofnað var 2007 í Sjanghæ, um er að ræða samstarf tveggja fyrirtækja þ.e. fyrirtækis er áður hét Chery Automotive Inc. sem framleiddi línu af afskaplega hráum og ódýrum bílum undir nafninu Chery, og ónefnds ísraelsks tækni-fyrirtækis. Fyrirtækið fékk nafnið "Qoros Auto Co., Ltd."
Mynd - Qoros 3 sedan
Fyrsti bíllinn var settur á markað 2013 þ.e. Qoros 3. Og sá hefur gengið í gegnum "krass próf" í Evrópu sjá: EuroNcap-Qoros 3 Sedan.
Skv. tölunum á síðu EuroNcap, virðist sá bíll hafa staðist prófið - með A+ eða hér um bil.
Þannig að hann er ákaflega öruggur í árekstri skv. því.
Hann er greinilega engin fjaðurvigt, en á síðu EuroNcap kemur fram: 1425 kg.
Hérna er umfjöllun frá "HonestJohn" síðunni: Qoros Qoros 3
Skv. því sem þar kemur fram, mun sala á Qoros sedan hefjast á meginlandi Evrópu á þessu ári.
Hann virðist hafa tvær vélar í boði, báðar 1.6l bensín. Önnur með túrbó hin án túrbó. Sú aflminni 124 hestöfl en sú aflmeiri 154 hestöfl.
Síðan er 2015 á leiðinni smærri útgáfa, en þó á sama undirvagni:
Qoros 3 hatchback to make world debut in Geneva
Sá er afskaplega huggulegur bíll ef marka má myndir sbr:
Einnig þessi mynd:
Sá virðist nota sömu vélar og sedaninn, í reynd virðast þeir náskyldir. Þ.e. hlaðbakurinn sé einfaldlega stytt útgáfa af sama bíl.
Einnig er fyrirhugaður - station bíll, sjá:
Og að auki, jepplíngur. Allt á sama undirvagni sbr. "modular platform":
Ég á von á því að í öllum tilvikum verði boðið upp á sömu 1.6cc bensínvélina í túrbó formi eða án túrbó.
Eðlilega er sá aflminni enginn sportbíll, skv. Autocar áætluð hröðun hlaðbaks með þeirri vél 11,6 í hundraðið, meðan að túrbó vélin gefi hröðun upp á 9,7 sekúndur.
Það virðist einnig töluvert lagt í innréttingar, sjá:
Þó hún líklega sé ekki að setja neinn nýjan standard - - virðist a.m.k. á mynd, að hún líti þokkalega út þó svo að hönnunin sé ekki eins nýstárleg og í nýjustu bílum t.d. frá S-Kóreu.
En sjálfsagt gildir í fyrstu tilraun, að ná öllum grunnatriðum réttum, og samsetningargæðum einnig.
Ég á ekki heldur von á því að þessir bílar setji nýjan standard í aksturseiginleikum, en miðað við útlit þeirra - þá ættu a.m.k. aksturseiginleikar að vera samkeppnisfærir.
Miðað við það hve þungur "sedaninn" er, þá er líklega nóg af hljóðeinangrandi efnum, þannig að veghljóð - vindhljóð og annað þess háttar, ætti að vera innan bærilegra marka.
Reyndar grunar mig, að þessir bílar gætu verið nánast jafn góðir - og t.d. S-kóreanskir bílar svona ca. eina kynslóð aftur.
Framleiðandinn með því að koma þegar í stað fram með "fallega" hönnun - - vill að tegundin fái sem fyrst "gæðastimpil." Verði ekki álitin "ódýrt rusl." Eða eitthvað þess konar.
- Enn veit ég ekki um neinn vestrænan fréttamiðil sem hefur reynsluekið Qoros 3.
Þannig akkúrat hvernig þeir eru, er enn dálítið - - óvisst.
En þ.e. a.m.k. mjög traustvekjandi, hve vel "sedaninn" kemur út úr árekstraprófi EuroNcap.
Það bendir til þess að allt "basic engineering" sé líklega á ágætum gæðastandard, sem ég túlka sem vísbendingu þess - - að undirvagnshönnun og tjúnnun, sé líklega á sambærilegum gæðum eða nærri þeim.
Svo mig grunar að það sé því ekkert að því að keyra þessa bíla. Það verði engar slæmar fréttir.
Þá er það spurning um - - verð!
En nýr framleiðandi sem ekki hefur enn neitt orðspor á markaði, verður að halda sig á Jörðinni með verð, þ.e. bjóða bílana á hagstæðum verðum miðað við gæði og búnað.
Niðurstaða
Nei ég er ekki með neitt umboð á Íslandi. En þessir bílar eru þeir huggulegustu sem ég hef séð frá Kína. Þessir bílar verða allir seldir í Evrópu á næstu árum. Sem þíðir að ef þarna úti er "enterpricing" íslendingur, þá gæti verið erfiðisins virði - að setja sig í samband við Qoros Auto Co., Ltd. í Sjanghæ. Og kanna það á hvaða verði í "júönum" þessir bílar bjóðast.
En ég bendi á að á sl. kjörtímabili, var komið á gjaldeyrisskiptasamningi milli Íslands og Kína. Þ.e. Kína tekur við ísl. krónum í skiptum fyrir júön. Sem þíðir að þ.e. ekkert sem kemur í veg fyrir að sá eða þeir íslendingar sem eru að pæla í þessu hugsanlega, kaupi bílana beint frá Kína milliliðalaust.
Tja svipað og mér skilst að Toyota á Íslandi hefur lengst af gert eða kannski alltaf, þ.e. verslað beint við framleiðandann í Japan.
Kv.
Samgöngur | Breytt 19.1.2014 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2014 | 23:41
Samkomulag aðildarríkja ESB um Bankasamband í vandræðum vegna deilna við Evrópuþingið!
Þarna kemur til það - að þingið er ósátt við samkomulag sem leiðtogar aðildarþjóðanna og ráðherrar aðildarþjóðanna komust að sín á milli, um sameiginlegan "slitasjóð."
Þingið er ósátt, að það samkomulag var gert beint milli ríkisstjórna aðildarríkjanna og þar með algerlega framhjá hinu venjubundna ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins, þ.s. þingið hefur mikilvægt hlutverk.
Þingið er sem sagt "ósátt við aðferðina" sem það telur "ólöglega" og hins vegar er það ósátt við sjálft samkomulagið, þ.e. fyrirkomulag þess "sameiginlega slitasjóðs" sem ríkin samþykktu að koma á fót.
European Parliament challenges plan for 55bn bank rescue fund
- Þingið vill að sjóðurinn taki til starfa 2018 en ekki 2026.
- Það vill einnig að sjóðurinn verði betur fjármagnaður, þ.e. telur hann of veikan.
- Það vill að sjóðurinn hafi aðgang að "lánalínu" til að draga sér fé - - ef sjóðurinn þarf á meira fé að halda. Líklega er verið að tala um þá hugmynd að sjóðurinn hafi lánalínu við Seðlabanka Evrópu. Þannig aðgang að "tæknilega séð" takmarkalausri fjármögnun.
- Ekki síst að þingið vill einfalda ákvarðanatökuferlið sem snýr að beitingu fjármuna sjóðsins, gera hann að sjálfstæðari stofnun en núverandi samkomulag hljóðar upp á.
Þarna er núverandi þing komið í bein átök við ríkisstjórn Þýskalands. En það samkomulag sem aðildarþjóðirnar náðu sín á milli í desember sl., var það mesta sem ríkisstjórn Þýskalands var til í að sætta sig við.
En skv. því verður svokallaður "slitasjóður" sem fjármagnaður á að vera af bönkum í aðildarríkjum, búinn til 2026 með því að "slitasjóðir" einstakra landa sem fram að þeim tíma verða fyrir hendi og fjármagnaðir eingöngu af bönkum í hverju landi fyrir sig renna saman í einn sameiginlegan.
Skv. því leggja aðildarríkisstjórnirnar því sjóðakerfi ekki til neitt fé - með beinum hætti. Skv. stefnu ríkisstjórnar Þýskalands, að kerfið verði eingöngu fjármagnað af bönkunum.
Að auki, er ríkisstjórn andvíg því að sjóðurinn fái lánalínu hjá Seðlabanka Evrópu, því það mundi fela í sér þá hættu - - að opna bakdyraleið að því að Seðlabanki Evrópu endurfjármagni bankakerfi Evrópu í gegnum þann slitasjóð með "seðlaprentun."
Tja eins og "US Federal Reserve" og "Bank of England" gerðu á sínum tíma.
Þjóðverjar eru og hafa verið mjög andvígir seðlaprentun af nokkru tagi - - vegna eindreginnar andstöðu við allt það sem getur stuðlað að aukinni "verðbólgu."
En það væri að sjálfsögðu mjög sterk freisting að nota lánalínuna ef í óefni er komið, þ.s. eftir allt saman er bankakerfið aðildarþjóða ESB það risastórt þ.e. ca. 3-föld þjóðarframleiðsla ESB, að ef meiriháttar fjármálaóstöðugleiki steðjar að getur fjármögnun í gegnum Seðlabankann með beinni prentun verið eina leiðin sem fær mundi vera til þess að verja kerfið falli.
- Ég sé ekki fyrir mér að ríkisstjórn Þýskalands muni láta undan kröfu Evrópuþingsins, en það hótar að kæra núverandi málsmeðferð fyrir Evrópudómstólnum.
-------------------------------------
Á hinn bóginn munu kosningar til Evrópuþings fara fram í aðildarríkjum ESB dagana 22-25 maí nk. Og það má vænta nokkurra breytinga á liðsskipan þingsins í þeim kosningum.
T.d. eru líkur á að næsta þing verði "síður" Evrópusinnað, og ef til vill - hallara undir sjónarmið ríkisstjórnar Þýskalands en núverandi liðsskipan þess.
Þannig að verið getur, að ríkisstjórn Þýskalands muni sætta sig við það, að deilan milli þingsins og aðildarríkjanna um endanlega niðurstöðu mála verði í hnút þangað til a.m.k. að afstaða nýkjörins þings liggur fyrir einhvertíma síðsumars nk. sumar.
Niðurstaða
Ég tek reyndar undir að mörgu leiti sjónarmið þingmannanna. En þ.e. alveg rétt að sjóðurinn verður alltof veikur - með einungis 55 milljarða evra. Sem dæmi kostaði hrun "Anglo Irish" bankans eins og sér um 30 milljarða evra. Og það eru margir miklu stærri bankar en "Anglo Irish" bankinn sálugi innan aðildarríkjanna. Þannig að sjóðurinn mundi geta mjög augljóslega þurrkast út.
Síðan mundu geta skapast vandræði milli 2014 og 2026 áður en einstakir "slitasjóðir" fjármagnaðir innan einstakra aðildarríkja eiga að renna saman og mynda þann sameiginlega sjóð. Og ekki augljóst hvernig þau vandræði mundu leysast.
Þó skv. núverandi samkomulagi hafi sjóðir einstakra landa rétt á að fá lán frá eigin ríkissjóð eða frá slitasjóði næsta lands, þá virðist augljós hætta á því að ef vandi verði inna einstaks lands eða einstakra landa. Að eina leiðin verði að leita til björgunarsjóðs evrusvæðis sbr. "ESM." Þannig að skattborgarar þess lands eða þeirra landa, muni verða knúnir til að taka á sig skellinn eins og varð í tilviki Írlands um áriö.
Þannig að innan núverandi fyrirkomulags, eru tengslin milli banka og ríkja ekki enn rofin. Þannig að bankavandræði geta enn leitt til skuldavandræða ríkissjóða, og víxlverkast og skapað nýja fjármálakreppu innan Evrópu.
Ég hef því vissa samúð með afstöðu þingmannanna, að eina leiðin sé líklega að næst endurfjármagna bankana með seðlaprentun - - þó að ég á sama tíma sjái engan möguleika á því að ríkisstjórn Þýskaland muni gefa sína afstöðu eftir.
Kv.
15.1.2014 | 19:05
Heimsbankinn varar við möguleika á kreppu í nýmarkaðslöndum!
"World Bank" varar við þeim möguleika að peningastreymi til svokallaðra "nýmarkaðslanda" geti skroppið saman um allt að 80%, svartsýnasta spá - eða 50% miðspá eða einungis 20% þeirra "góða" spá. Mestu um þetta valdi peningastefna á dollarasvæðinu - - en þ.s. dollarinn hefur um 80% heims viðskipta. Hafa breytingar á peningastefnu Seðlabanka Bandaríkjanna eðs "US Federal Reserve" mjög umfangsmikil áhrif innan peningakerfis heimsins.
Sjá mynd sem sjá má á síðu "World Bank":
Developing economies need robust blueprints to sustain growth
- In a disorderly adjustment scenario, financial inflows to developing countries could decline by as much as 80 per cent for several months, falling to about 0.6 per cent of developing country gross domestic product,"
- Nearly a quarter of developing countries could experience sudden stops in their access to global capital, substantially increasing the probability of economic and financial instability . . . For some countries, the effects of a rapid adjustment in global interest rates and a pullback in capital flows could trigger a balance of payments or domestic financial crisis.
Punkturinn er sá - að hin mikla seðlaprentun í Bandaríkjunum, ásamt mjög lágum vöxtum. Hafi haft þau áhrif að fé hafi leitað til - nýmarkaðslandanna. Í leit að betri ávöxtun, en hefur verið í boði innan Bandar. meðan "US Federal" reserve hefur verið á sama tíma að hamast við að viðhalda lágu vaxtastigi sem víðast innan bandar. hagkerfisins.
Það sem menn óttast er, að það takist ekki að gera sveifluna "mjúka" þ.e. hæga en aflíðandi brekku. Eins og til stendur.
Heldur verði á einhverjum punkti innan ferlisins - snögg sveifla á flæði fjármagns til nýmarkaðs landanna - vegna markaðshræðslu. Þannig að það snögg minnki í einhverjum fjölda ríkja.
Þ.s. nokkur þessara hagkerfa hafi upp á síðkastið viðhaldið "viðskiptahalla" sbr. Indónesía og einnig Tyrkland, og nokkur flr. svo sem Malasía og Tæland.
Að auki hefur töluvert verið ástundað í fj. þessara landa, að taka dollaralán - til að hagnýta sér hina hagstæðu vexti á dollarasvæðinu. En í staðinn taka menn gengisáhættu - tja eins og Íslendingar lærðu 2008 að getur skapað vissa tegund af hættu.
Líkur eru auk þessa taldar á því að nokkuð sé um skuldug til ofurskuldug fyrirtæki innan þeirra hagkerfa.
Með öðrum orðum, að í nokkrum fj. þessara landa - - sé möguleiki á svokölluðu "snögg stoppi" þ.e. "sudden stop" þegar peningaflæðið allt í einu snýr við eins og við t.d. fundum harkalega fyrir hérlendis 2008.
Vandinn við þetta, að slíkar hreyfinga er erfitt að - spá fyrir um. Menn geta bent á hættur, en hvar punktarnir liggja þegar hreyfingar hætta að vera mjúkar og verða allt í einu hraðar - veit í reynd enginn.
Fjöldi hagfræðinga hefur bent á að ástand í nýmarkaðslöndum í dag líkist um margt ástandinu rétt fyrir svokallaða Asíufjármálakreppu upp úr miðjum 10. áratugnum, sem þá skók nýmarkaðslönd Asíu svokallaða "asíu tígur hagkerfi."
- Nú hefur Heimsbankinn, bæst í hóp þeirra radda. Sem vara við þessum möguleika.
Niðurstaða
Heimsbankinn er ekki að spá nýmarkaðslanda-kreppu. Telur að það verði neikvæð áhrif, þegar dragi úr peningastreymi til þeirra. Það er talið öruggt, að úr því muni draga, eftir því sem "US Federal Reserve" minnkar prentun og síðan lýkur henni við árslok - ef allt fer skv. áætlun. Þau neikvæðu áhrif verði skammvinn - þ.e. eftir 6 mánuði muni þau líklegast vera liðin hjá.
Auðvitað annað verður uppi á teningnum, ef einhver þessara hagkerfa detta í snögga kreppu, jafnvel nokkur þeirra.
Hún gæti þá lýst sér svipað og Asíukreppan á 10. áratugnum. Ef versta sviðsmyndin verður ofan á.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 866437
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar