Skv. erlendum fréttum kynnti Hollande tvær meginaðgerðir til sögunnar. Það er, 50ma. útgjaldaniðurskurð hjá franska ríkinu - dreift á nk. 3 ár. Þetta skilst mér að samsvari rúmlega 2% af þjóðarframleiðslu Frakklands. Hin aðgerðin var að losa frönsk fyrirtæki undan kostnaði upp á 30ma. per ár af félagslegum stuðningi við fjölskyldur verkamanna sem þau hingað til hafa verið knúin til að fjármagna. Um þetta munar nokkuð skv:
"Mr Hollandes promise of a 30bn cut in social charges would shave some 5.4 per cent off average total wage bills for employers."
Skv. fréttum, á þetta að tengjast svokölluðum "responsibility pact" milli atvinnulífs og stjórnvalda, sem ekki kom beint fram nein lýsing á í fréttum helstu fjölmiðla.
En sjálfsagt þarf Hollande að halda jafnvægi milli hægri og vinstrivængs eigin flokks.
Síðan sagði hann einnig - - "Mr Hollande said he would propose three initiatives for the EU with Germany, to harmonise economic policies, including corporate taxes, to co-ordinate energy policy and to forge a European defence policy all longstanding French policy wishes."
- Hugmyndir Frakka um samræmda fyrirtækja skatta innan Evrópu - hafa þó hingað til ekki fengið jákvæða áheyrn. Efa t.d. að Norðurlönd væru hrifin af því, að samræma sína skatta upp á við.
- Það hefur verið augljós ágreiningur milli Frakka og Þjóðverja um varnarmál og hernaðarmál, Þjóðverjar t.d. ekki tekið í mál að skipta sér af átökunum í Sýrlandi sem hafa verið hjartans mál Hollande, Þjóðverjar þverneituðu einnig að skipta sér af átökum í Líbýu á sínum tíma - t.d. neituðu að lána flutningavélar í eigu þýska hersins til að flytja hergögn á sínum tíma, eða lána eigin orrustuvélar til þess verkefnis. Ólík afstaða Frakka og þjóðverja í utanríkismálum - hefur verið ein af ástæðum þess, að það hefur virst vera minnkandi hlýja í samskiptum landanna.
- Síðan er viss togstreita um orkumál, sem m.a. hefur orðið til vegna "energy wende" stefnu Þýskalands þ.e. þeirrar ákvörðunar Þjóðverja að loka öllum þýskum kjarnorkuverum, meðan að kjarnorka er megingrunnur rafmagnsframleiðslu Frakka og Frakkar líklega vilja - - að kjarnorka sé áfram skilgreind sem "græn" orka.
Í öllum þrem málum virðist stefna landanna ekki samrýmanleg.
Hollande stonewalls on private life to make reform pitch
François Hollande promises tax cuts for French business
Hvaða þýðingu hefur þetta?
Sparnaðaraðgerðirnar eru líklega ekki eins róttækar og virðist við fyrstu sín - - en rétt er að benda á að Hollande átti eftir að bregðast við kröfu Framkvæmdastjórnar ESB um það, að rétta af kúrsinn hvað þróun ríkishalla Frakklands varðar svo að hallinn stefndi í rétta átt - - þ.e. inn fyrir 3% múrinn sem skv. reglum ESB er hámarks heimilaður ríkishalli.
Þær niðurskurðaraðgerðir tóna við aðgerðir t.d. Mariano Rajoy á Spáni - - og þ.e. alveg ljóst, að niðurskurðurinn mun auka á efnahagslegar samdráttarlíkur í Frakklandi yfir þau 3 ár sem niðurskurðurinn dreifist.
Þ.e. þessar aðgerðir bætast ofan á 15ma. niðurskurð áður kynntur fyrir þetta ár. Og sá 50ma. viðbótar niðurskurður dreifist þá á árin 2015 - 2016 og 2017.
- Það er þá spurning að hvaða marki hin aðgerðin - - þ.e. að minnka kostnað atvinnulífsins af eigin starfsmönnum, vegur upp á móti.
En ef þetta dugar til þess að nýr vöxtur getur hlaupið í franskan einka-atvinnurekstur, á meðan að ríkið er að draga saman segl.
Þá gæti nettó útkoman forðast það að vera - samdráttaraukandi. Jafnvel með smá heppni, ef Þýskaland heldur áfram að auka á orkukostnað Þýskara fyrirtækja, með "energy wende" stefnunni þar í landi.
Þá er a.m.k. hugsanlegt að, lagt saman, þá dugi áhrif hvors tveggja til að brúa nokkuð bilið í samkeppnishæfni fransks atvinnulífs samanborið við þýskt.
--------------------------------------
Það mikilvægasta sem þarf að gerast fyrir Hollande, er að sú hnignun fransks atvinnulífs er hefur verið í gangi - síðan hann komst til valda. Verði stöðvuð.
Það verður að koma í ljós hvort að minnkun á kostnaði fyrirtækja af eigin starfsmönnum, með því að franska ríkið létti af atvinnulífinu tilteknum félagslegum útgjöldum, dugi til þess að snúa vörn í sókn.
Að algeru lágmarki, þarf hnignunin að stöðvast!
Það kemur þá væntanlega fram á næstu mánuðum, hvort að þessi breyting hleypir frönsku atvinnulífi kapp í kynn.
Niðurstaða
Sennilega hefur enginn franskur forseti í tíð 5 Lýðveldis Frakklands, glatað vinsældum eins hratt. Að auki skilst mér að skv. nýlegum tölum sé hann sá óvinsælasti, síðan stofnað var til 5 Lýðveldisins - fylgi komið niður undir 20%. Sem eru hreint magnaðar óvinsældir.
Annað sem hefur hrjáð hann, er stöðugur samdráttur í einkahagkerfinu í Frakklandi er virðist hafa hafist fljótlega eftir að hann tók við völdum. Líklega er það ásamt vaxandi atvinnuleysi af völdum þess samdráttar, stór hluti í hratt vaxandi óvinsældum forseta Frakklands.
Það verður að koma í ljós, hvort að aðgerðir Hollande dugi til að hleypa frönsku atvinnulífi kapp í kinn. En Hollande virkilega má ekki við því að árið 2014 verði ár efnahags samdráttar.
Með þetta miklar óvinsældir, væri mjög veruleg hætta á félagslegri ókyrrð - ef það væri útkoman. En Frakkar eru þekktir fyrir gríðarleg fjöldamótmæli - öðru hvoru í gegnum árin. Við gætum séð milljónir á götum borga Frakklands. Jafnvel sjálft 5. Lýðveldið riða til falls.
Kv.
13.1.2014 | 23:30
Lífskjör á evrusvæði verða 60% af lífskjörum í Bandaríkjunum 2023
Þetta er niðurstaða starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB. En þessi útkoma kemur fram í stórmerkilegri skýrslu: Quarterly Report on the Euro Area. Margt mjög merkilegt kemur fram - t.d. að það hefur orðið alvarleg hnignun í vexti "Total Factor Productivity" eða "TFP" eða "framleiðni í Evrópu. Sem rekja má a.m.k. aftur á miðjan 10. áratuginn.
Þ.s. áhugavert er að sú hnignun virðist hafa haldið áfram eftir 2000!
- Takið eftir línunum tveim - önnur sýnir meðaltal framleiðniaukningar 3-bestu landanna á evrusvæði.
- Meðan sú neðri sýnir þróun framleiðni hjá 3-lökustu meðlimalöndum evrusvæðis.
Þessi mikla hnignun í vexti framleiðni - - getur verið skýring að einhverju verulegu leiti þeirrar miklu hnignunar sem hefur síðan 1995 verið í gangi innan framleiðsluhagkerfið Evrópu.
Á myndinni að neðan, sést að aukið atvinnuleysi dregur úr þátttöku vinnumarkaðar í hagvexti.
Þeir áætla að þetta lagist smám saman á næstu árum, en þó verði atvinnuleysi 2023 samt líklega meira en það var 2007.
Og hvað með áhrif á hagvöxt - - sjá næstu mynd!
Aftur vekja þeir athygli á þeim mikla mun sem er á milli 3-bestu landa og þeirra 3-verstu. Þau 3 bestu séu skv. spánni að sleppa nokkurn veginn án umtalsverðs hagkerfistjóns, og viðhaldi áfram nokkurn veginn fyrri hagvaxtargetu.
Meðan að fyrir þau 3 verstu, sé hagvaxtargeta umtalsvert sköðuð og vöxtur í framhaldi af kreppu umtalsvert lakari en fyrir kreppu.
- Að meðaltali sé vöxtur evrusvæðis eftir kreppu áætlaður - ca. prósenti lakari en fyrir kreppu.
Síðan er önnur yfirlitsmynd ekki síður áhugaverð!
- Takið eftir að mögulegur vöxtur hrapar úr 1,6% í 0,4% meðan kreppan stendur yfir, en réttir við sér einungis upp í 0,9%.
- En samt áætla þeir raunverulegan vöxt örlítið betri þ.s. framan af tímabilinu, verði evrusvæði að vinna upp slaka sem kreppan bjó til.
- "...actual GDP growth rates are expected to be slightly higher than potential rates over the coming decade since the euro area will still be faced with a significant negative output gap at the end of the short term forecasts in 2015, of the order of 1.5 %."
- "Once the gap is closed, actual GDP growth rates will then simply equal the potential growth rates for the period 2019 up to 2023."
Einmitt, hagvöxtur til skamms tíma 2016-2018 verði 1,5% en lækki eftir það í 0,9%.
Samanburður við Bandaríkin!
Þetta er punktur sem starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar kjósa sjálfi að koma fram með.
- "The evidence provided in the table and graph suggests that not only has the US's growth performance been relatively less affected by the financial crisis but also that the US is expected to emerge from the crisis in a stronger position compared with the euro area."
- "Following the inevitable rebalancing / restructuring of their respective economies in the immediate post - cr isis period (i.e. 2008 - 2013), the US is expected to achieve average potential and per capita income growth rates over the period 2014 - 2023 which are broadly comparable with the pre - crisis decade, whereas the euro area's equivalent growth rates are expected to be halved. "

- "On the assumption that the euro area and US forecasts underpinning this scenario prove accurate, the euro area is forecast to end up in 2023 with liv ing standards relative to the US which would be lower than in the mid - 1960's ."
- "If this was to materialise, euro area living standards (potential GDP per capita) would be at only around 60% of US levels in 2023, with close to 2/3 of the gap in living standar ds due to lower labour productivity levels, and with the remaining 1/3 due to differences in the utilisation of labour (i.e. differences in hours worked per worker and the employment rate). "
- Mín skoðun er að starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar séu þarna líklega að vanmeta líklegan mun á framtíðar hagvexti Bandaríkjanna vs. Evrusvæðis.
- En ég bendi á að "fracking" ævintýrið í Bandar. hefur valdið því að verð á náttúrugasi sl. 7 ár hefur hrapað innan Bandar. um 70%. Að auki er olíuframleiðsla í aukningu, stefnir í að Bandar. fari langleiðina með að anna eigin eftirspurn. Mig grunar að þetta til samans muni lyfta meðal hagvexti Bandaríkjanna - - upp um 1% prósent. Þannig að hagvaxtarmunurinn verði heilu prósenti meiri a.m.k. en þeir gera ráð fyrir.
- Að auki er ég ekki viss um að þeir geri fulla grein fyrir neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni atvinnulífs innan evrusvæðis. af stöðugt hærra orkuverði þar, eða líklegum neikvæðum áhrifum á hagvöxt af því - ef fyrirtæki fara í vaxandi mæli að leita til svæða þ.s. orka kostar minna.
Þannig að ef þeir telja - skv. sínum niðurstöðum, að lífskjaramunur milli evrusvæðis og Bandar. verði 40%.
Þá grunar mig að útkoman verði nær 50% eða jafnvel 55% þ.e. að lífskjör á evrusvæði verði einungis 50% eða 45% af lífskjörum í Bandar. árið 2023.
--------------------------------------
Að lokum bendi ég á eina mynd enn:
´
- Það sem ég vek athygli á - - er hið hraða hrun á "mögulegum" vexti eða "potential growth" eftir 2000, þegar evran er tekin upp.
- Þetta er mjög sérstakt, en það virðist að ákveðinn hápunktur sé ca. 1998. Síðan sígur á ógæfuhliðina, og algerlega öfugt við þ.s. haldið var fram - að evran mundi bæta samkeppnishæfni og skilvirkni hagkerfis Evrópu. Virðist hún í besta falli, engin jákvæð áhrif hafa til þeirrar bættu samkeppnisstöðu eða skilvirkni, þannig að þróunin batni.
Það má eiginlega segja - - að þessi mynd undirstriki miklu betur en mörg orð. Hve gersamlega mislukkuð sú tilraun að skapa efnahagslega viðspyrnu fyrir Evrópu með því að búa til sameiginlegan gjaldmiðil hefur reynst vera.
- Þvert á móti er hagvöxtur áranna 2000-2007 einungis svipað góður og árin 1990-2000.
- Þetta eru árin sem evran á að vera að sanna sig!
- Þvert á móti, þ.s. við vitum að innan nokkurra landa þau ár voru í gangi fjárfestingarbólur er voru ósjálfbærar og að þær bólur voru hluti af mældum hagvexti þeirra ára; þá var í reynd hinn sjálfbæri hagvöxtur áranna 2000-2007 minni en áratuginn á undan.
- Myndin að ofan er sýnir stöðugan samdrátt í mögulegum hagvexti, að hann er þau sömu ár minni en áratuginn á undan - - sannar þessa tilfynningu mína.
Tilraunin með evruna misheppnaðist því gersamlega!
Niðurstaða
Það er auðvitað ægilegur hagvaxtarlegur ósigur fyrir Evrópu að skv. niðurstöðu eigin hagfræðinga Framkvæmdastjórnar ESB. Sé evrusvæði að dragast næsta áratug svo harkalega aftur úr Bandaríkjunum hvað lífskjör varðar - - að þeir meta að þau verði 40% lakari en lífskjör í Bandar. að líkindum árið 2023.
Ég held reyndar að munurinn verði líklega vart minni en 50%. Þ.s. hagvöxtur í Bandar. verði líklega nær 3% en þeim rúmum 2% sem þeir áætla.
Þetta þíðir auðvitað að evrusvæði er að dragast hlutfallslega enn herfilegar aftur úr í hlutfallslegu samhengi miðað við heimssvæði - - þ.s. hagvöxtur verður enn meiri á nk. áratug en í Bandar.
- Tek fram að starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar setja þetta fram - sem aðvörun. Og skora í framhaldinu á aðildarþjóðir evrusvæðis, að sjá til þess að þetta verði ekki niðurstaðan.
- En þeir telja að Evrópa verði að vinna upp þann vaxandi mun á framleiðni milli Evrópu og Bandaríkjanna, sem hafi verið að ágerast eftir 1995. Ef fram fer sem horfir, verði framleiðni á evrusvæði einungis 73% af framleiðni í Bandar. árið 2023.
- Evrusvæði hafi dregist aftur úr Bandar. í þróun framleiðni um 10% síðan 1995, og síðan kreppan hófst hafi sú neikvæða þróun ágerst enn frekar. Þjóðir evrusvæðis verði að taka á stóra sínum, og vinna upp þennan mun - stöðva þessa öfugþróun.
Ég legg það í mat hvers og eins af lesendum, hversu líklegt það sé að leiðtogar aðildarþjóða evrusvæðis takist að yfirvinna glataða samkeppnisfærni miðað við Bandaríkin, að þeim takist jafnvel að yfirvinna þá gjá sem hefur verið að myndast milli samkeppnishæfni evrusvæðis og Bandar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2014 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.1.2014 | 22:32
Væri það mjög sanngjarnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá spurningu hvort þjóðin vill hefja aðildarviðræður á ný?
Ég ætla aðeins að leiða hjá mér allra nýjustu umræðuna, þ.s. stungið er upp á því að spurt sé beint "vill þjóðin aðild að ESB." En ég er eiginlega sammála því, að eðlilega spurningin sé - - "vill fólk hefja viðræður um aðild að nýju." Skoðanakannanir hafa hingað til sýnt meirihluta stuðning fyrir viðræðum um aðild, en sem er áhugavert - að þegar spurt er beint jafnvel í sömu könnum sama hóp hvort menn vilja aðild að ESB, þá er niðurstaðan oftast nær á annan veg - að þá segir meirihlutinn "nei."
- En það gæti verið óheppilegt - að binda hendur samninganefndar, með því að spyrja áður en samið er um aðild, beint um það hvort fólk vill aðild eða ekki.
- Á hinn bóginn er seinni spurningin, hvort fólk vill viðræður eða ekki, ekki þess eðlis að samninganefnd væri með nokkrum hætti bundin af öðru en því, að láta viðræður fara fram!
- Viðræður skv. því, þurfa þá ekki einu sinni að klárast!
- Þ.e. einmitt sá seinni punktur sem ég vill vekja athygli á!
Hvað mundi gerast ef haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla, og niðurstaða meirihlutans er sú - að skipa núverandi ríkisstjórn að hefja viðræður að nýju?
Það sem fólk þarf að átta sig á er að þetta væri algerlega absúrd útkoma - að ætla stjórnarflokkum sem eru andvígir aðild það, að klára viðræður fyrir lok kjörtímabils.
Það er gersamlega kýrskýrt að - að sjálfsögðu, mundu stjórnarflokkarnir þá mæta þeirri tilskipun þjóðarinnar að hefja viðræður - - en þ.e. ekki séns í helvíti að þær yrðu kláraðar innan ramma kjörtímabilsins.
Að auki mundu stjórnarflokkarnir skipa sitt eigið fólk í samninganefnd, ekki mundi koma til greina að skipa þá nefnd sem samdi fyrir hönd síðustu ríkisstjórnar. En ef einhver telur þetta ósanngjarna afstöðu, bendi ég viðkomandi á það - - að sá viðkomandi mundi líklega ekki ráða þá samninganefnd til verka sem stjórnarflokkarnir núverandi mundu skipa. Það sé ekki sanngjarnt að ætla, stjórnarflokkunum að ráða samninganefnd sinna pólit. andstæðinga.
Sú nefnd mundi auðvitað fylgja öðrum samningsmarkmiðum en þeim sem fylgt var þegar samið var við ESB í tíð síðustu ríkisstjórnar, þeim sem stjórnarflokkarnir sem andvígir eru aðild - mundu setja.
Ég get algerlega ábyrgst það, að útkoman yrði - - löng röð árangurslausra samningafunda. Þ.s. mjög ólíklegt er að hugmyndir stjórnarflokkanna um það hvað sé ásættanleg samningsútkoma, sé samrýmanleg við hugmyndir samningamanna ESB um þau atriði eða líklega afstöðu aðildarþjóðanna til þeirra sömu atriða.
Niðurstaða
Punkturinn er einfaldlega sá. Að langsamlega skynsamlegast er að láta þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja skal viðræður að nýju. Fara fram samhliða kosningum til Alþingis 2017. Þar sem að engar líkur eru hvort sem er á því að núverandi stjórnarflokkar mundu skila af sér samningi fyrir lok kjörtímabils. Þá felst ekki í því nokkur viðbótar töf á samningaferlinu, ef niðurstaða þjóðarinnar verður sú 2017 að hefja viðræður að nýju - - samhliða því að hún hefur þá "svo fremi sem þjóðinni er alvara með það að láta viðræður klárast" væntanlega kosið aftur til valda meirihluta sem er aðildarsinnaður.
Þó tæknilega geti kosningar farið þannig, að þjóðaratkvæðagreiðslan fer með þeim hætti að meirihlutinn samþykki að hefja viðræður að nýju, meðan að núverandi stjórnarflokkar allt eins þess vegna geta fengið svipað fylgi og í kosningunum 2013.
Á hinn bóginn, þá þíðir það ekki endilega það að sama ríkisstjórn verði mynduð. Þá er a.m.k. tækifæri til þess fyrir aðildarsinna - - að mynda stjórn annaðhvort með Sjálfstæðisfl. eða Framsóknarfl.
Ef niðurstaðan um það að hefja viðræður liggur þegar fyrir - - þá mundu hugsanlegir stjórnarflokkar þurfa að semja sín á milli um samningsmarkmið, og það að fá sitt fólk í samningsnefnd.
Þ.e. auðvitað ekki fyrirfram öruggt að kosningarnar 2017 tryggi sömu flokkum sem nú stjórna, getu til áframhaldandi stjórnarsetu.
Þ.e. því alls ekki fyrirfram öruggt. Að aðildarsinnar geti ekki mögulega náð fram niðurstöðu sem þeir geta sætt sig við - þannig að viðræður geti hafist á næsta kjörtímabili eins og þá dreymir um.
En ég get algerlega ábyrgst það að ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um málið á þessu kjörtímabili, þá hefst ekkert annað út úr því en að nokkrir einstaklingar á vegum núverandi stjórnarflokka, fá vel launað starf sem litla vinnu þarf að leggja í. Sem þeir mundu auk þess hugsanlega eiga möguleika á að halda þess vegna út næsta kjörtímabil einnig, ef þingkosningar 2017 mundu staðfesta núverandi meirihluta.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2014 kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2014 | 01:04
Verða gjaldeyrishöftin út kjörtímabilið?
Ég er farinn að óttast þetta. Eitt af því sem núverandi stjórnarflokkar gagnrýndu síðustu ríkisstjórn fyrir. Var linkind við losun hafta. En miðað við umræðuna í þjóðfélaginu í dag og milli stjórnarflokkanna - - virðist flest benda til þess. Að losun hafta sé bersýnilega ekki á næstunni. Muni líklega taka flr. ár.
Sem bendir til þess að þau geti enn verið uppi við lok kjörtímabil.
- Vandamálið við losun hafta er - - að það mun verða mjög kostnaðarsamt.
AGS útskýrði málið fyrir tæpu ári síðan í skýrslu: Selected Issues
Rétt að árétta að tölur skýrslunnar byggja á tölum frá 2011. Með öðrum orðum, tveggja ára gömlum.
Punkturinn er sá, að snjóskaflinn - - hefur stækkað síðan þá. Þannig að kostnaðurinn er líklega meiri í dag, en þá og líklega verður meiri á morgun.
- "...the potential capital outflows from residents portfolio rebalancing could range from 30 to 45 percent of 2011 GDP"
Og rúmur helmingur af þessu fé, er skv. áætlun AGS skv. tölum 2011, fé lífeyrissjóðanna.
- "...with non - pension - fund residents contributing to slightly below half of the outflows. "
Ástæða þess að skaflinn stækkar - ekki síst vegna upphleðslu fjármagns á vegum lífeyriskerfisins - er sú að sjóðakerfið þarf 3% nettó ávöxtun. Svo það gangi upp. Sem krefst þess m.a. að hagvöxtur á Íslandi sé ekki undir 3%.
Það er hugsanlegt að vegna mjög mikillar aukningar í ferðamennsku á sl. ári, hafi náðst 3% hagvöxtur árið 2013 skv. niðurstöðu Hagstofu, að fyrstu 9 mánuði ársins hafi hagvöxtur verið 3,1%: Hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins 3,1% drifinn áfram af utanríkisverslun.
Svo þ.e. hugsanlegt, að sjóðirnir hafi fundið nægar fjárfestingar sem skiluðu tilskyldri ávöxtun á sl. ári innan hafta, en vöxtur ársins á undan var mun lélegri. Og 3% vöxtur á sl. ári þíðir einfaldlega að hagkerfið hélt í við ávöxtunarþörf sjóðanna það tiltekna ár. En dugar ekki til að jafna út halla áranna á undan þ.s. hagvöxturinn var mun minni en 3% - - en fjármagn sjóðanna sem lokað hefur verið af hér innanlands. Hefur líklega ekki nærri allt verið á tilskyldri raunávöxtun - það sé fé sem sjóðirnir líklega muni vilja flytja út um leið og höft eru losuð.
Sennilega þyrfti hagvöxtur hér að vera út kjörtímabilið nær 5% en 3%, til þess að jafna þann halla út. Svo uppsafnað fé sjóðanna finni nægilega mikið af góðum fjárfestingarkostum.
Tæknilega gæti ísl. hagkerfið stækkað, og síðan losað höft eftir nokkur ár án boðafalla - - ef hagvöxtur yfir þau ár væri á því bili.
- En hverjar eru líkurnar á slíkum hagvexti?
Kostnaður við losun hafta gæti verið ca. 40% af þjóðarframleiðslu!
AGS eins og kemur fram að ofan skv. tölum frá 2011 áætlaði kostnað á bilinu 30-45% af þjóðarframleiðslu. Ef við reiknum með því að skaflinn hafi stækkað 2012. En staðið í stað 2013.
Gæti miðtala verið 40%.
Augljóslega er ekki til gjaldeyrir til að hleypa svo miklu fé út - - sem er það sama og að segja, að það sé miklu mun minna virði - en gengisskráning dagsins í dag segir til um.
En ef höft væru losuð t.d. fljótlega, og sú gengisskráning birtist - - þá lækka lífskjör á landinu fremur duglega. A.m.k. um tíma, meðan féð er að streyma út - meðan að jafnvægi er aftur að komast á hagkerfið.
Síðan tæki nokkurn tíma a.m.k. fyrir kjörin að ná aftur ca. sömu stöðu.
-------------------------
Þegar maður fylgist með ummælum talsmanna Samtaka Iðnaðarins og Alþýðusambands Íslands, og fleiri aðila - m.a. verkalýðsforingja, talsmanna hagsmunasamtaka.
Þá virðist hvergi sjást í þeim ummælum, þó t.d. talsmenn SA og ASÍ reglulega nefni mikilvægi losunar hafta; viðurkenningu á því - að losun mundi líklega hafa í för með sér umtalsverðan kostnað í lífskjörum.
A.m.k. einhverja hríð, sem gæti mælst í árum. Á móti kemur, að Ísland mundi sennilega fá enn öflugari aukningu frá ferðamennsku. Og sennilega mundi ekki taka mörg ár fyrir lífskjör þau sem eru í dag að snúa til baka.
Þess í stað, eru allir að tala um - - lífskjaraaukningu strax!
Sem mér virðist að sé líklega ekki "compatible" við losun hafta í nálægri framtíð.
Ráðherrar ríkisstjórnar, taka undir þessa stefnu!
Þannig, að það er eins og að til staðar sé, þegjandi samþykki - um að halda höftum áfram um óákveðinn tíma. Sem eins og ég sagði, getur þítt til loka kjörtímabils.
Það er eins og það sé til staðar - - þagnarbindindi, þess efnis að nefna ekki - lífskjarakostnaðinn sem því mundi líklega læiklega fylgja, að losa höft.
Ég sé engan - þá meina ég engan meðal helstu hagsmunasamtaka né áhrifamikilla stjórnmálamanna, nefna þetta atriði.
Gengur það upp að halda höftum út kjörtímabilið?
Það gæti þannig séð - lafað. Ef hagvöxtur þetta ár og næstu 2 er 3%. Þá ætti lífeyriskerfið halda sjó, þ.e. ætti að finna fjárfestingartækifæri hér innanlands fyrir allt nýtt fé, þó áfram verði vandi með það fé sem var að safnast upp árin 2008-2012 þegar hagvöxtur var meðaltali mun minni en 3%.
En ef það koma upp ný vandræði í alþjóðahagkerfinu - - t.d. að evrukreppan versnar aftur, t.d. vegna þess að evrukerfið dettur í verðhjöðnun og S-Evr. dettur inn í versnandi hættuspíral.
Þá gæti Ísland lent í nýju efnahagsáfalli.
Það má einnig nefna Kína, en þar hafa verið vísbendingar um áhættu innan hagkerfisins, vísbendingar um það að mörg fyrirtæki þar séu yfirskuldsett, að líkur fari vaxandi á snarpri kreppu - þegar yfirskuldsett fyrirtæki mundu fara á hausinn að líkindum. Hagvöxtur í Kína gæti þá dottið niður í 2-3 ár. Áður en hann mundi líklega snúa við af krafti að nýju.
Þetta mundi einnig geta skapað efnahagsáfall hér - vegna mikilvægis kínv. hagkerfisins í dag.
- Það er einmitt punkturinn, að mál geta lafað meðan hagvöxtur helst nægur - - en kreppa eða ef hægir verulega á hagvexti að nýju.
- Gæti flýtt fyrir því að uppsöfnun skafls innan innlenda fjármálakerfisins, valdi krísuástandi í innanlandskerfinu.
Ef hagvöxtur helst góður út kjörtímabilið - - er hugsanlegt að ríkisstjórnin geti fylgt ráðleggingu AGS um það, að tappa smám saman af skaflinum.
En það verður mjög erfitt, ef hagvexti hnignar aftur!
- Það virðist vera draumurinn, að tappa hægt og rólega af skaflinum - - án þess að það verði neikvæð áhrif á lífskjör fyrir rest.
Þ.e. fræðilega mögulegt, að tappa af honum á nokkrum árum, ef hagvöxtur er nægur - - en þá grunar mig að hann þurfi í reynd að vera ívið betri en 3%. Svo að sjóðirnir geti farið að finna næg fjárfestingartækifæri hér innanlands, fyrir sinn uppsafnaða skafl.
Ríkisstjórnin þarf þá virkilega að hafa heppnina með sér - - ef hagvöxtur á að vera þetta góður þessi 3 ár.
Niðurstaða
Mér virðist að við verðum öll að leggjast á bæn um góðan hagvöxt í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu nk. ár. Svo að hagvöxtur á Íslandi geti verið nægur. Til þess að hér skapist nægur gjaldeyrir til að smá tappa af hinum uppsafnaða skafli - yfir nk. 3 ár.
Þ.e. þó augljós hætta á að hlutir fari ekki þetta vel - - þannig að áætlun um það að smá tappa af skaflinum, nái ekki að klára málið fyrir lok kjörtímabils.
Ef hagvöxtur fer niður fyrir 3%. Þá mun aftur fara að safnast að nýju upp skafl á vegum lífeyrissjóðanna. Þ.s. þá er innanlands hagkerfið ekki að standa undir þeirri ávöxtunarþörf er sjóðakerfið þarf þ.e. 3% raunávöxtun.
Þá auðvitað mun ganga mjög erfiðlega að hleypa fé sjóðanna út.
Það gæti skapast mjög áhugaverð umræða fyrir kosningarnar 2017. Ef höftin verða þá enn uppi.
Þeir sem halda því fram, að ESB muni redda þessu fyrir okkur. Bara ef við höldum áfram með umsóknarferlið að ESB - - gætu þá fengið umtalsverða áheyrn meðal þjóðarinnar.
Þó það sé öldungis órökrétt, að búast við því að aðildarþjóðir ESB séu til í að gefa okkur óinnfyllta ávísun.
Það gætu einnig komið þeir fram, sem muni benda á þ.s. lausn - - að taka þegar í stað einhliða upp annan gjaldmiðil. En það væri óskaplega áhættusöm aðgerð, að losa höftin með þeirri aðferð. Gæti tel ég leitt til allsherjar hruns í innanlandsfjármálakerfinu. Ásamt miklu verri útkomu fyrir lífskjör landsmanna, en ef við t.d. á morgun mundum losa höftin strax um leið og vísitalan væri fryst.
En þeir sem mundu trúa á þá leið, mundu halda því blákalt fram - að það eitt að skipta yfir í alþjóðlegan gjaldmiðil, mundi endurreisa trúverðugleika. Þó það standist í reynd ekki.
- Það er því nokkur áhætta sem ríkisstjórnin tekur fyrir framtíðina, með því að taka þ.s. kannski virðist hin smærri áhætta til skamms tíma, að losa ekki höftin í fyrri lestinni.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.1.2014 | 01:07
Bretar ákveðnir í að hefja sitt "shale boom" þrátt fyrir harða andstöðu umhverfisverndarmanna gegn "fracking"!
Auðvitað er og verður "fracking" aðferðin umdeild. En hún felur í sér að gríðarlegu magni af vökva gjarnan milljónum lítra er dælt ofan í borholur undir þrýstingi. Vökvaþrýstingurinn síðan losar um olíu eða gas eða hvort tveggja úr "leirsteinslögum" sbr. "shale."
Þessi aðferð hefur margvíslega galla í för með sér sem eru þekktir:
- Það þarf einhvern veginn að losna við vökvann eftir að búið er að nota hann. Og þá er hann gjarnan mengaður margvíslegum efnum úr jarðlögunum sjálfum, sem losnuðu úr læðingi vegna vökvaþrýstingsins er losaði um hárfínar sprungur. En þ.e. ekki endilega bara olía eða gas sem losnar, og berst með vatninu upp á yfirborð. Að auki eru gjarnan notuð efni sem blandað er í vökvann, sem ætlað er að auka hæfni vökvans til að opna hárfínar sprungur í jarðlögunum. Þau efni hafa a.m.k. sum hver verið varasöm umhverfinu! Tæknilega er sjálfsagt unnt að láta vökvann streyma í gegnum skólphreinsikerfi - - þekki ekki hvaða lausn á þessu vandamáli stendur til að beita í Bretlandi.
- Það er óvefengjanlegt, að vatnið er það streymir um jarðlögin, þá gjarnan verða tugir jafnvel hundruðir smáskjálfta, en vökvinn losar spennu í jarðlögum. Þetta t.d. gerðist í Hveragerði á Íslandi er heitu vatni var dælt aftur niður í sprungur til losna við það að nýju. Á hinn bóginn, þá líður þessi skjálftavirkni hjá - - nær hámarki, eftir að spennan er farin úr berginu er þetta búið. En tjón er auðvitað hugsanlegt, þó flestir skjálftarnir séu líklega það smáir að þeir finnist ekki á yfirborðinu.
- Það þriðja er umdeilt, hvort eða hve mikil hætta er á mengun grunnvatns. Ég á von á því að þetta fari eftir aðstæðum á hverju svæði. Þ.e. t.d. hve djúpt er niður á þau jarðlög sem til stendur að nýta. Ef þau eru á verulegu dýpi. Er líklega slík hætta óveruleg eða jafnvel engin. Ég þekki ekki akkúrat hvernig berglögum er háttað í "the British Midlands region" þ.s. til stendur að nýta gas úr "shale" eða leirsteini.
- Sennilega er alvarlegasta vandamálið - - að losna við vökvann eftir að hann er aftur kominn upp á yfirborðið! Ef þ.e. gert klúðurslega, gæti vökvinn mengað auðvitað grunnvant. En mig grunar, að dæmi um mengun grunnvatns frá Bandar. standi fyrst og fremst í tengslum við, klúður í tengslum við förgun á vökvanum - - eftir að honum hefur aftur verið dælt upp á yfirborðið.
- Það hafi ekki verið eiginlega af völdum "fracking" sem tjónið varð, heldur vegna þess að ekki hafði verið hugsað nægilega vel fyrir því, hvað á síðan að gera við allan vökvann. Eftir að hann er aftur kominn upp á yfirborðið. Tæknilega er unnt að varðveita hann í tilbúnum lónum á yfirborðinu. Það held ég að hafi verið gert í einhverjum tilvikum í Bandar.
- Ef það hefur lekið t.d. úr stíflu, eða ef jarðlög undir slíku lóni hafa ekki verið nægilega þétt, þá gæti það skýrt tjón á grunnvatni.
Þetta er verkfræðilegt vandamál sem er leysanlegt. En þarf að rannsaka eins og öll slík - - nægilega vel.
Hverjir eru kostirnir á móti göllunum?
- Í Bandar. síðan "fracking" ævintýrið hófst, hefur verð á náttúrugasi lækkað um 70%. Í dag er það um 1/4 af gasverði í Evrópu. Þetta hefur komið almenningi á svæðum þ.s. gasnotkun á heimilum er útbreidd - - mjög vel.
- Það þíðir - - lægri hitunarkostnað. Lægri eldunarkostnað. Og gjarnan að auki, mun lægri rafmagnsreikning. Því á gassvæðunum í Bandar. er rafmagn gjarnan einnig framleitt í gasorkuverum. Og rafmagnsverð hefur þá eðlilega lækkað mjög verulega á þeim svæðum.
- Þetta eykur sem sagt kaupmátt almennings - - umtalsvert!
- Þá er ekki tekið tillit til þeirrar auknu fjárfestingar, sem hið hagstæða orkuverð á gassvæðunum er að skapa, þ.e. ódýr orka. Er að laða ti gassvæðanna í Bandar. fjölmörg fyrirtæki, sem reka starfsemi t.d. álver sem þarf mikið af rafmagni. En þetta skiptir einnig máli fyrir stálver og aðrar málmbræðslur, og efnaverksmiðjur sem geta notað náttúrugas alveg eins og olíu, til að framleiða plastefni.
- Svo að lífskjör almennings á gassvæðunum í Bandar. eru líka að batna, vegna fjölgunar starfa. Laun fara líka hækkandi, vegna aukinnar eftirspurnar eftir vinnuafli á þeim svæðum.
Þetta er þ.s. Bretar eru að sækjast eftir!
Total joins UKs pursuit of shale boom
- "Total of France is to become the first major oil company to explore for shale gas in the UK,..."
- "Total will announce on Monday a deal to join a shale gas exploration licence in the Midlands currently operated by Ecorp of the US, according to people familiar with the matter. "
Breska ríkisstjórnin segir - " It points to recent estimates that there could be as much as 1,300tn cubic feet of shale gas lying under just 11 English counties in the north and Midlands. Even if just one-10th of that is ultimately extracted, it would be the equivalent of 51 years gas supply for the UK."
Ef þetta er rétt - - þá sé ég ekki hvernig umhverfisverndarmenn geta stöðvað þetta!
En 51 ár af gasi, af miðað er við að 1/10 af áætluðu gasi sé vinnanlegt.
Er líklega það mikilvægt atriði fyrir framtíðar lífskjör Breta, að ég á alls ekki von á öðru, en að málið gangi fram.
En vert er að muna, að olíulyndir Breta í Norðursjó eru að þverra, meira að segja gasið sem þaðan kemur. Er er að klárast á næstu árum.
Ef Bretar finna ekki nýja orkulynd í staðinn - - þá hreinlega skortir Bretland orku.
Gallinn við svokallaðar "náttúruvænar" aðferðir, er að orka framleidd með þeim hætti - - er mjög dýr.
Hátt rafmagnsverð jafngildir - - lægri lífskjörum. Og líklega að auki, lakari samkeppnishæfni framleiðsluatvinnuvega, og því færri störfum - lægri launum og meira framtíðar atvinnuleysi.
- Jafnvel þó það megi vera að umhverfiskostnaður sé verulegur - - þá eru hagsmunir Bretar ef áætlun um framtíðar forða er nærri lagi um gasforða til 51 árs það miklir.
- Að ég sé jafnvel ekki að ábyrg stjórnvöld, geti tekið aðra ákvörðun. En að nýta!
Niðurstaða
Ég á von á því að "fracking" ævintýrið sé rétt að hefjast í Bretlandi. Flr. lönd eru með "fracking" drauma. Erlendir aðilar hafa verið að leita í Póllandi, ekki enn fundið vinnanlegt magn sem skiptir máli. Þó svo að talið sé að mikið magn sé hugsanlega til staðar undir fótunum á Pólverjum víða um Pólland. Og það væri mjög hentugt fyrir Pólland. Að þurfa ekki lengur að kaupa orku frá Rússum.
Ef Bretum gengur vel, þá á ég mikla von á því - að þrýstingur um "fracking" víðsvegar um Evrópu. Verði gríðarlega sterkur í kjölfarið!
Krafan um störf - um lægra orkuverð; verði erfitt að hindra!
- Ég skal ekki neita því, að "fracking" mun valda aukinni losun "CO2" - - það má vera að til lengri tíma litið, þá skaði það Jarðarbúa meir. En þann punkt er engin leið að sanna í dag. Hitt er algerlega öruggt, að hátt orkuverð skaðar lífskjör með margvíslegum hætti, og á móti að lágt orkuverð bætir þau að sama skapi!
- Hlýnun lofthjúps Jarðar er óvefengjanlega, að hluta a.m.k. af manna völdum. Og frekari losun "CO2" mun bæta enn meir í.
- En samt er engin leið að sanna - - að nettó tap almennings sé meir af því að nýta olíu og gas næstu áratugi, en að sleppa að nýta það. Þegar haft er í huga, þau hærri lífskjör sem almenningur getur haft yfir það tímabil.
- Sannarlega bráðna jöklar ef ekkert er að gert. En menn þurfa að átta sig á tímarammanum. Ég neita að trúa því að mannkyn geti ekki nk. 300 ár leyst vandann, áður en Grænlandsjökull er bráðnaður. Eða nk. 1000 ár sem það tekur ísa S-skauts að bráðna. En þessir ísmassar eru það "gígantískir" að þeir taka langan tíma að bráðna. Þó svo við miðum við verstu spár um hitun.
Jöklar á Íslandi bráðna líklega á nk. 100 árum og verða horfnir. En þeir eru of smáir til að skipta máli fyrir yfirborð heimshafa. Og ísinn á N-skautinu að sjálfsögðu, skiptir engu máli frá þeim sjónarhóli þ.s. hann er þegar á floti!
Kv.
10.1.2014 | 00:49
Mario Draghi segir Evrópu að kreppan sé ekki búin, meðan hann heldur stýrivöxtum í 0,25%
Það hefur nefnilega verið í gangi óvenjulega mikil bjartsýni innan Evrópu í janúar. Þessi bylgja hófst eftir að Írland seldi slurk af ríkisbréfum á hagstæðu verði þ.e. 3,54% fyrir 10 ára bréf. Þetta vakti óneitanlega mikla athygli - - í ljósi þess að þessa dagana eru bandar. ríkisbréf að fara á ca. 3%.
Í framhaldinu lækkaði vaxtakrafa á ríkisbréf almennt í S-Evrópu, krafan á spænsk 10. ára bréf datt niður í 3,8% - - meira að segja 10. ára bréf Portúgals eru kominn niður fyrir 6% duttu niður í 5,4%. Krafan fyrir grísk 10 ára, fór í 7,8%. Ítölsk eru í rúmlega 4%.
Áhugavert að Írland er enn með lægri lánshæfismat en Spánn og Ítalía, þó svo að markaðurinn bersýnilega í dag - - meti írsk bréf öruggari.
- Best að árétta að krafan fyrir bandar. bréf, sem hefur hækkað í seinni tíð upp í 3%. Það stafar ekki af ótta fjárfesta um stöðu Bandar. Þegar markaðurinn var í óttakasti sumarið 2012. Þá var krafan a.m.k. prósent lægri. En þegar markaðurinn óttast fjármálahrun - - virðast menn kaupa bandar. ríkisbréf. Því þau séu talin "örugg eign."
- Þetta er ekki óttabylgja - - heldur "traustyfirlýsing" - - þ.e. markaðurinn telur að hagvöxtur í Bandar. sé virkilega að fara af stað.
Meðan að enginn er að búast við 3% hagvexti í Evrópu!
Svo þar markast verðlag ríkisbréfa af öðrum þáttum!
- Áhugavert er t.d. að Portúgal sem seldi 5 ára bréf á fimmtudag, á 4,657%. Seldi umtalsvert til fjárfesta utan evrusvæðis. Sem er áhugavert!
Svo það er greinilegt að dregið hefur úr ótta fjárfesta um stöðu S-Evrópu. Þannig að markaðurinn úti í heimi, er farinn að nýju að kaupa ríkisbréf S-evr. ríkja, en ekki síst - - Írlands.
En þ.s. verðbólgan á evrusvæði er nú kominn í ca. 0,7% skv. nýjustu fréttum. Og þ.s. flest bendir til þess að hagvöxtur í Evrópu muni ströggla að ná þó ekki nema 0,5%.
Þá væntanlega telja fjárfestarnir sig vera að gera hagstæð kaup, þ.e. bréf á bilinu 3,54% upp í 5,4% í verðbólgu sem er vel innan við 1%.
Mörgum finnst orð Mario Draghi bera vott um auknar áhyggjur af verðhjöðnun
Takið eftir - - undirstrikuðu og feitletruðu hlutunum af textanum!
Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 9 January 2014
- "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term. In keeping with this picture, monetary and credit dynamics remain subdued."
- "Such a constellation continues to suggest that we may experience a prolonged period of low inflation, to be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below, but close to, 2% later on."
- "Against this background, the Governing Council strongly emphasises that it will maintain an accommodative stance of monetary policy for as long as necessary, which will assist the gradual economic recovery in the euro area."
- "Accordingly, we firmly reiterate our forward guidance that we continue to expect the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time.
- "With regard to money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance, we are monitoring developments closely and are ready to consider all available instruments. "
- "Overall, we remain determined to maintain the high degree of monetary accommodation and to take further decisive action if required. "
Eins og Draghi talar í þessum texta - - þá er hann að segja að verðbólga verði ofsalega lág a.m.k. nk. 2-3 ár sbr. orðalagið "medium term."
Hann á einnig von á því bersýnilega, að framboð af lánum og eftirspurn, verði einnig "subdued over the medium term" - - sem bersýnilega sýnir, að Draghi veit mæta vel. Að nk. 2-3 ár a.m.k. verði hagvöxtur í Evrópu afskaplega slakur!
Hann lofar því að halda stýrivöxtum mjög lágum "eins lengi og þörf er fyrir" sem væntanlega má taka sem loforð um það, að þeir verði það a.m.k. nk. 2-3 ár.
Síðan er spurning um orðalagið "ready to consider all available instruments" taka a.m.k. sumir sem vísbendingu, að bankaráð "ECB" sé virkilega að íhuga - - prentun.
- "Annual growth in M3 was broadly unchanged at 1.5% in November, after 1.4% in October, following two consecutive declines in September and August."
Áhugavert hve aukning peningamagns er lítil, og enn áhugaverðara að sú litla aukning virðist skýrast af evrum sem leita inn í evruhagkerfið að utan. Spurning hvort það skýrist ekki af því að eftirspurn innan evrusvæðis hefur skroppið saman á sama tíma og útflutningur hefur aðeins aukist. Útkoma, nettó viðskiptajöfnuður evrusvæðis alls er í plús.
Evrur eru þá væntanlega meir að streyma inn í evruhagkerfið að utan, fremur en út! Vegna þeirrar stöðu viðskipta við lönd utan evrulands.
- "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -3.1% in November, following -3.0% in October. "
Enn eru lán til fyrirtækja stöðugt að skreppa saman. Þ.s. fyrirtæki í Evr. eru mun háðari lánsfé - - heldur en tíðkast t.d. í Bandar. eða Bretlandi. Þ.s. fyrirtæki stunda meir að útvega sér rekstrarfé frá fjárfestum - á mörkuðum.
Þá er þetta vísbending um viðvarandi samdráttarheilkenni innan mikilvægra þátta atvinnulífs.
Svar við spurningunni - er kreppan búin:
- "The recovery is there, but it is weak, it is modest. As I have said many times, it is also fragile..." - "But it is still premature to declare victory."
Draghi telur of snemmt að lísa yfir sigri á kreppunni! Þetta kemur fram í svörum við spurningu blaðamanns.
Niðurstaða
Af orðum Draghi bæði í undirbúnum texta og svörum til blaðamanna. Er ljóst að Draghi hefur mjög hóflegar væntingar um framhaldið. Hann telur að hagvöxtur muni smá batna þ.e. hægt og rólega. Bersýnilega telur hann að vöxtur verði mjög hægur a.m.k. nk. 2-3 ár. Að verðbólga verði mjög lítil yfir sama tímabil. Að atvinnuleysi verði áfram mjög mikið þau sömu ár. Að aðhaldsstefnan stunduð af ríkjum innan evrusvæðis sem og áframhaldandi tilraunir fyrirtækja sem og almennings, að lækka skuldir. Muni halda áfram a.m.k. þessi 2-3 nk. ár, að halda aftur af hagvexti.
Yfir þetta tímabil verði staðan - - viðkvæm. Þess vegna loforðið að halda vöxtum lágum áfram og líklega út þetta skilgreinda viðkvæma timabil.
Í svörum til blaðamanns hafnaði Draghi eina ferðina enn, að Evrusvæði væri að stefna í sambærilega átt og Japan á 10. áratugnum.
Hann taldi það vera vegna þess, að evrusvæði væri að leggja svo mikla áherslu á "balance sheet repairment" banka!
Skv. þeirri "analísu" að svokölluð japönsk veiki, hafi einkum stafað af ílla stöddum bönkum, er hafi staðið uppi með mikið af lélegum óafskrifuðum lánum, og verið ófærir um að styðja við atvinnulífið.
- Reyndar má benda á móti á, að einmitt krafa Seðlabanka Evr. til banka, að þeir hreinsi til í sínu bókhaldi - - er líklega þessi misseri.
- Að hafa þau áhrif, að draga úr framboði á lánsfé til fyrirtækja. Hvetja þá til að ganga harðar fram gegn skuldugum einstaklingum og fyrirtækjum.
- Auk þess að bankar, hafi hækkað vexti á ný lán.
Þessi áhrif er einkar að sjá í S-Evrópu. Þessi "balance sheet repairment" krafa, getur einmitt verið mikilvægur þáttur í því að halda aftur af hagvexti í S-Evrópu, þ.s. bankar hafa orðið fyrir mestu tjóni, þ.s. framkölluð þörf fyrir afskriftir eru líklega mestar.
Þetta getur stórum hluta skýrt af hverju útlán til fyrirtækja eru í stöðugum samdrætti.
-------------------------------------
Seðlabankar Bandar. og Bretlands, hafa mætt þessari "balance sheet repairment" kröfu með töluvert öðrum hætti!
En svokallað "QE" - "Quantitative easing" hefur einmitt verið mikilvægur liður. Með því að seðlabankar Bandar. og Bretlands, hafa keypt upp mikið til - þær slæmu eignir sem bankar hafa þurft að losna við.
Þannig tekið þann kaleik af bönkunum í Bandar. og Bretlandi, að þeir yrðu að láta afskriftakostnað bitna - - á sinni útlánastarfsemi!
Sem einmitt hefur verið mikilvægur þáttur í því innan Bandar. og Bretlands, að lágmarka efnahagstjón af skuldakreppu ástandinu er skall yfir.
Þetta hefur Seðlabanki Evrópu ekki gert - - þess í stað krefst hann þess að evr. bankar leysi vandann sjálfir. Sem þannig séð út frá hugmyndafræði um markaðsfrelsi - - er hin rétta ákvörðun. Meðan að seðlabankar Bretland og Bandar., stunduðu "markaðsinngrip í stórum stíl."
Áhugavert að engilsaxnesku löndin skuli hafa gripið inn í ákvarðanir markaðarins. Meðan að Seðlabanki Evrópu, hefur ekki fengið sig til slíks a.m.k. ekki í nándar nærri þeim mæli sem "US Federal Reserve" og "Bank of England" hafa!
- Seðlabanki Evrópu virðist hafa innanborðs miklu harðari kapítalista, skv. því.
Kv.
9.1.2014 | 00:23
Þýskaland hefur ekki brennt meir af kolum í 20 ár
Dálítið sérstök staðreynd sem blaðamenn þýsku fréttaveitunnar "Der Spiegal" vöktu athygli á. En þ.e. mikil kaldhæðni í hinu þýska "energy wende" að þeirri aðgerð hefur fylgt - stöðug aukning í brennslu kola. Fyrir bragðið er CO2 losun þýska orkukerfisins í stöðugri aukningu, þrátt fyrir að framleiðsla rafmagns með svokölluðum umhverfisvænum aðferðum sé komin í ca. 25%.
Kolaorkuver nærri Brandenburg
Sjá frétt Der Spiegel: German Brown Coal Power Output Hits New High
En þ.e. mjög sérkennileg staðreynd - - að í augnablikinu geta kolastöðvar framleitt raforku með minni tilkostnaði, en aðrar tegundir af orkustöðvum sem losa CO2. Þar með þær sem brenna dísil eða gasi.
Þ.s. orkukerfið í Þýskalandi er rekið af einkafyrirtækjum eins og tja í Bandar., þá fjölgar kolastöðvum meðan að gasorkuverum er lokað - þó svo gasorkuver losi miklu minna CO2 per framleidda kílóvattstund af rafmagni.
Þarna kemur líklega til óvænt hliðarverkun af gasævintýrinu í Bandaríkjunum, en sl. 6 ár hefur verð á náttúrugasi lækkað um 70%. Sem þíðir að innan Bandar. eru gasorkuver allt í einu gríðarlega samkeppnisfær - - svo að kolaorkuver hafa verið að loka því þau geta ekki keppt við hið ódýra gas.
En þeir sem grafa kol úr jörðu, þurfa samt að selja sina afurð - - og þeir hafa sl. 2 ár verið að selja kol til Evrópu á mjög niðursettu verði. Tja, miðað við þau verð sem tíðkuðust á undan.
- Fyrir bragðið kemur fram sú sérkennilega staða, að kolaorkuver í Þýskalandi eru allt í einu mun ódýrari í rekstri, geta framleitt rafmagn á lægra verði heldur en gasver eða dísilrafstöðvar.
- Þrátt fyrir að rafstöðvar þurfi að kaupa svokallaða "losunarkvóta" og eðlilega þ.s. kolastöðvar losa hlutfallslega mest, þurfa þær að kaupa meir af losunarheimildum.
Sem ætti að gefa einhverja hugmynd um það, hve óeðlilega aðstæður á markaði eru þessa stundina.
Því miður virðist fátt benda til þess, að gasverð muni hækka í Bandar. á næstunni, þannig að líklega fást áfram kol frá Bandar. - - mjög ódýrt.
Þýskur sérfræðingur telur sig hafa svar:
"Patrick Graichen, a power market analyst at Berlin-based think tank Agora Energiewende." - "In 2013 Germany exported more power than it imported on eight out of 10 days. Most of it was generated by from brown coal and anthracite power stations," - "They are crowding out gas plants not just in Germany but also abroad -- especially in the Netherlands." - "The European market for emissions certificates must urgently be repaired to change that," - "The volume of emissions certificates must be reduced in order to boost the price of CO2."
Það er sjálfsagt rétt hjá honum, að ef kostnaður við kaup á losunarheimildum mundi vera aukinn, þá væri mögulegt að fjarlægja markaðsforskot það sem kolaver njóta þessa stundina, fram yfir gasorkuver.
Það hefði þó að auki þá hliðarverkun, að auka enn frekar rafmagnskostnað atvinnulífs í Þýskalandi.
Af hverju annars hefur "energy wende" fram að þessu stuðlað að aukinni losun?
Um er að ræða grundvallar vandamál, að þegar til stendur að framleiða þriðjung rafmagns með annars vegar "vindi" og "sól." Að þeir orkugjafar framleiða mjög mis mikið eftir aðstæðum.
Þ.e. suma dagana ekki neitt - - aðra dagana mjög mikið. Hættan er sú að spenna innan kerfisins rokki upp og niður meira eða minna stöðugt, sem gengur ekki í heimi viðkvæmra tækja sem nota rafmagn.
Tölvur og sjónvörp sem dæmi myndu ekki þola þær spennusveiflur, ekki heldur viðkvæmur búnaður verksmiðja út um land.
Þetta þíðir, að það þarf að vera til staðar - - í vaxandi mæli. Orkuver sem unnt er að kveikja og slökkva á eftir þörfum. Og aflstöðvar sem ganga fyrir gasi eða dísil eða kolum, henta mjög til þessara hluta.
Þetta hefur framkallað þá öfugsnúnu útkomu, að eftir því sem hlutfall rafmagns framleitt af "vindi" og "sól" hefur aukist, því meir hefur heildarlosun orkukerfisins í Þýskalandi aukist.
Fram að þessu hefur ekki verið unnt að finna aðrar tæknilausnir. Þó margvíslegar hugmyndir séu ræddar - - eins og risastórar rafhlöður til að varðveita rafmagn svo unnt sé að tappa því inn á kerfið eftir þörfum, eða í staðinn svokallaðar orkuhlöður "fuel cells" í sama tilgangi er einnig værur þá frekar gígantískar til að mæta þörfinni.
Það þíðir þá að sjálfsögðu, að umfram framleiðsla þyrfti að vera til staðar á hverju svæði, til að hlaða upp slíkt - geymslukerfi. Líklega þyrftu samt að vera til staðar varastöðvar til að setja inn, til vonavara.
Slíkt kerfi hefur ekki verið sett inn enn - - kannski verðu það einhvertíma. En líklega ekki á næstunni.
Niðurstaða
Hið þýska "energy wende" heldur áfram að framkalla sínar aftursnúnu niðurstöður. En "energy wende" er kallað ákvörðun er Angela Merkel tók nú fyrir nokkrum árum. Að loka öllum kjarnorkuverum í Þýskalandi er þá framleiddu um fjórðung allrar orku. Og skipta þeim alfarið út fyrir raforku framleidd af vindi og sól.
Síðan kostar þetta óskaplegar summur.
"In 2014, the surcharge on electricity bills will provide some 23.5 billion of subsidies for renewable energies. A four-person household will pay a surcharge of almost 220 this year."
4 manna heimili borgar aukalega 35þ.kr. sem leggst á rafmagnsreikninginn. Til að niðurgreiða rafmagn framleitt af vindi og sól. En þ.e. tryggt hagstætt rafmagnsverð - - svo einkaaðilar haldi áfram að reisa slíkar rafstöðvar út um allt.
Þetta auðvitað tekur ekki tillit til allra raflínanna sem þarf að byggja út um allt land, því annars vegar verður sífellt aukið hlutfall rafmagns framleitt utan þeirra svæða þ.s. eftirspurnin er mest og síðan þarf að flytja rafmagn í auknum mæli milli svæða, vegna þess að veðrátta mun óhjákvæmilega skapa miklar svæðisbundnar sveiflur í rafmagnsframleiðslu með vindi og sól.
Þ.e. sífelld aukning á kostnaði, sem leggst á heimili og atvinnulíf. Gjaldið hefur þurft að endurskoða reglulega, því reglulega hefur þurft að hækka hið tryggða verð sem þeir aðilar fá sem framleiða með vindi og sól. Til að viðhalda hinni öflugu hvatningu til að reisa slík ver út um allar jarðir.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða áhrif stöðugt hækkandi rafmagnsverð mun hafa á samkeppnishæfni þýsks atvinnulífs á þessu kjörtímabili.
En nú er annað kjörtímabil "energy wende" hafið - - einungis rétt byrjað.
Kv.
7.1.2014 | 22:40
Bitcoin
Eins og ég skil fyrirbærið "Bitcoin" þá er það ekki gjaldmiðill - þó áhugasamir tali um "Bitcoin" sem slíkan. En mér skilst að heildarfjöldi í heiminum skv. áætlun, muni ekki fara yfir 21 milljón eintök. Það er alltof lítið fyrir "fúnkerandi" gjaldmiðil - ef við miðum við dæmigert þjóðríki upp á nokkra milljón íbúa. Hvað þá ef við miðum við heiminn allan með yfir 6 þúsund milljón íbúum.
Hafandi í huga lítið magn, þá "fræðilega" gæti "bitcoin" fúnkerað meir eins og eign á "gulli" þ.e. gullstöngum eða eðalsteinum eða skartgripum.
Þá mundi ég búast við því, að markaður fyrir "Bitcoin" eftir að fullt framboð af "Bitcoin" er til staðar, muni fúnkera eins og markaður fyrir slíka þætti.
Hugmyndin virðist vera að búa til e-h, sem hafi traust virði - því meir verður ekki gefið út af "Bitcoin."
Sem vegna þess hve lítið er til hafi "rarity value" eins og tja, gull - eðalsteinar og skartgripir.
En slíkir þættir fúnkera ekki sem gjaldmiðlar, heldur sem eign sem þú getur "varðveitt" auð þinn í, tja - ef hlutir fara á verri veg í heimshagkerfinu.
- Það má ímynda sér - - að eftir því sem "Bitcoin" spyrjist meir út, þá tryggi "rarity value" svipað virði, og ef viðkomandi ætti gullstöng, dýran eðalstein eða verðmætan skartgrip.
- Þá auðvitað verða þeir sem fjárfestu í "Bitcoin early" afskaplega rýkir - - eða hvað?
Þetta er auðvitað of gott til að vera satt!
- Vandamálið er auðvitað það - - að þó það verði aldrei búnir til flr. en 21 millj. "Bitcoin" þá kemur ekkert í veg fyrir eftirapanir.
- Það er, að fullt af sjálfstæðum einkaaðilum, fari að búa til eftirapanir sem bjóði sambærilega þjónustu og "Bitcoin."
- Vandinn er sá, að því flr. sem veita sambærilega þjónustu og þeir sem bjuggu til "Bitcoin" því minna sérstakur mun "Bitcoin" virðast.
Jafnvel þó það sé ekki orsök "inflation" í "Bitcoin" að of mikið sé búið til af "Bitcoin" - - þá er hætt við því, að markaðurinn geri ekki greinarmun á milli þeirra fjölda eftirapana á "Bitcoin" sem líklegar eru að koma fram og "Bitcoin" sjálfu; þannig að það verði "market saturation effect" og virði allra svokallaðra "electronic currencies" muni falla samtímis.
- En ef út í þ.e. farið, er "Bitcoin" ekkert annað en hugmynd.
Og hvenær hefur mannkyn ekki eftirapað hugmynd, sem virðist vera að skaffa frumkvöðlunum gróða?
Reyndar grunar mig, að fyrst í stað - - muni eftirapanir auka virði "Bitcoin" því að fyrirbærið "electronic currency" muni þá fá aukna útbreiðslu og því aukna athygli.
Sem fyrst í stað, muni sennilega auka eftirspurn - - umfram heildaraukningu á framboði.
En þá muni eftiröpunum fjölga enn meir, og mig grunar - - það mikið. Að á endanum verði "market saturation" og virði allra "electronic currencies" muni falla.
------------------------------------
Á þessari stundu er ég ekki viss um það hvort að markaðsvirði "electronic currencies" gæti náð einhverju jafnvægi, þegar verðin fara að falla.
En þannig séð er ekkert augljóst gólf til staðar, þ.s. enginn í reynd ber nokkra ábyrgð á fyrirbæri sambærilegu við "Bitcoin" og þ.e. ekkert andvirði í reynd að baki, öfugt við þjóðagjaldmiðla sem ávallt hafa baktryggingu ríkisins sjálf og þess hagkerfis sem þeir þjóna - - því ekkert sem augljóslega kemur í veg fyrir "0" virði í tilviki fyrirbæris sambærilegu við "Bitcoin."
En það er hugsanlegt að "market saturation" og "controversy" í kjölfarið, vegna þess að fjölmargir einstaklingar mundu hafa tapað miklu fé.
Gæti gert markaðinn, alfarið afhuga "electronic currency" hugmyndinni. Þannig að "0" virði yrði útkoman jafnvel hjá þeim öllum.
En ég sé í reynd ekkert sem skapar virði fyrir fyrirbæri sambærilegt við "Bitcoin" en áhugi, og þ.e. fátt sem er meir breytingum undirorpið en einmitt áhugi.
Niðurstaða
Hvers konar fyrirbæri er þá "Bitcoin?" Tja, eins og kemur fram á "Wiki" síðunni hlekkjað á að ofan. Þá hefur skráð virði "Bitcon" aukist gríðarlega mikið. Þannig að þeir sem áttu fyrstu eintökin. Hafa getað grætt mjög verulegan pening, með sölu sinna eintaka.
Þeir sem hafa komið inn "tiltölulega" snemma, eru sennilega einnig í gróða.
En spurning um þá sem koma inn á seinni stigum - - þeir gætu orðið fyrir miklu tapi.
Svar - líklega: Pýramídaskím.
Kv.
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.1.2014 kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2014 | 01:03
Evrusvæði virðist hafa endað síðustu 3. mánuði 2012 á 0,2% hagvexti!
Það virðist með öðrum orðum, ekki hafa hægt frekar á hagvexti. Eftir að um sumarið 2012 mældist vöxtur í um 0,4%. Síðan fór hann í 0,1%. En tölur fyrirtækisins MARKIT sem birtir reglulega svokallaða "pöntunarstjóravísitölu" benda til þess. Að eftir lélegan 3. ársfjórðung. Hafi 4. ársfjórðungur verið ögn betri. Þannig að hagvöxturinn hafi eftir allt saman - - náð líklegu jafnvægisástandi.
Einhvers staðar í kringum 0,2%.
Yfir 50 er aukning / innan við 50 er samdráttur!
- Eurozone Composite Output Index: 52.1.
- Eurozone Services Business Activity Index: 51.0.
Heildaraukning er sosum ekki óskapleg, þ.e. 2,1% í samanlagðri pöntunarstjóravísitölu iðngreina og þjónustugreina, sem væntanlega gefur vísbendingu um heildarstöðu viðskiptalífs.
Áhugavert að aukning innan þjónustugeira á evrusvæði er einungis 1%.
Sem þíðir væntanlega, að aukning innan iðngreina er ögn betri. Lyftir því meðaltalstölunni yfir báðar greinar.
Ef við berum einstök lönd saman:
- Ireland 58.6...........2 - month high
- Germany 55.0........2 - month low
- Spain 53.9...........77 - month high
- Italy 50.0..............2 - month high
- France 47.3...........7 - month low
Sérstaka athygli vekur aukning á Spáni - - en þar fer talan úr 51,5 mánuðinn á undan, í 53,9 eða 3,9% aukningu. Sem getur bent til þess að hagvöxtur síðustu 3. mánuði 2013, hafi verið betri en mældur vöxtur upp á 0,1% er mældist á 3. fjórðungi sl. árs.
Kannski svo hátt sem 0,4%. Sem ætti ef staðfestist af opinberum hagtölum þegar þær verða gefnar út á Spáni gera Mariano Rajoy kampakátan. Þó líklega dugi það samt ekki til að minnka atvinnuleysi.
------------------------------
Ítalía hengur á slétt 50 þ.e. hvorki aukning né minnkun. Sem samt er skásta talan í 2 mánuði. Það gæti þítt að Ítalía ljúki 2013 í ca. stöðnun þ.e. hvorki með vöxt né samdrátt. Þó verið geti að sama tala komi fram og á 3. ársfjórðungi, þ.e. 0,1% samdráttur.
Þetta er a.m.k. ekki vísbending um snöggan viðsnúning til hagvaxtar.
------------------------------
Svo er það auðvitað tossinn Frakkland; 2,8% samdráttur í samanlagðri vísitölu. Sem er skýr vísbending um samdrátt í frönsku atvinnulífi.
Þetta virðist skýr vísbending um mildan efnahagssamdrátt. Þ.s. franska ríkið er svo stórt innan franska hagkerfisins, þá eru þekkt áhrif að umsvif þess - - milda niðursveiflu.
Þannig að hún er heilt yfir líklega smærri en þessar tölur virðast sýna.
Þetta er samt vísbending um kannski samdrátt upp á um 0,2%.
------------------------------
Írland og Þýskaland virðast á nokkuð öruggri siglingu, líklega einhvers staðar milli 0,4-0,5% í hagvexti skv. þessum tölum. Sem er ekki beint kröftugt.
En þó í áttina. Höfum samt í huga að þó traust á Írlandi hafi aukist mjög mikið síðan um mitt ár 2012. Þá eru opinberar skuldir Írlands enn í vexti, írska ríkið þrátt fyrir mjög harkalegan útgjaldaniðurskurð og skattahækkanir - - enn rekið með halla.
Hafandi í huga skuldastöðu Írlands. Þarf Írland líklega ívið meiri hagvöxt en þetta - - til að raunverulega "meika" það. Þ.e. sennilega því meir á trú markaðarins á því að Írland muni ná fram auknum hagvexti síðar, sem hin mikla aukning á tiltrú byggist.
- Það varð ekki aukning á atvinnuleysi á evrusvæði skv. tölum þeirra fyrirtækja sem sérfræðingar MARKIT ræddu við.
- Ekki minnkun heldur.
Það virðist sem svo að útflutningur eigi mest í þeirri aukningu er varð í pöntunum innan iðngeirans, og það var að því er virðist einkum aukning innan iðngeirans sem ber ábyrgð á heildaraukningu þeirri sem MARKIT mælir.
Það verður áhugavert að fylgjast með því áfram - - hvernig evrusvæði gengur með tilraun til!
Útflutningsdrifins vaxtar!
En ég hef verið ákaflega skeptískur á það að slík tilraun virkilega geti mögulega gengið upp!
- OK, Japan tókst eftir hrunið er varð þar veturinn 1989 að viðhalda öflugum viðskipta-afgangi, sem örugglega var í gegnum stöðnunartímbilið á 10. áratugnum, lykillinn að því að halda japanska hagkerfinu á floti.
En ég er ákaflega sterkt skeptískur á að Evrópa geti sem heild, leikið saman leikinn.
- Fyrir hið fyrsta er evrusvæði miklu stærra hagkerfi.
- Viðskipta-afgangur evrusvæðis, mun því hafa mun stærri "neikvæð" áhrif á önnur heimssvæði, en viðskipta-afgangur Japans á 10. áratugnum hafði.
- Ég tel því öruggt, að önnur heimssvæði muni bregðast við, tilraun evrusvæðis til að viðhalda nettó viðskipta-afgangi. Það getur verið með margvíslegum hætti. En augljósa leiðin er í gegnum gengissveiflu.
- Það hefur vakið athygli hægur en þó stöðugur stígandi í gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptakeppinauta. Það getur verið vísbending að þ.s. ég vísa til, sé að gerast.
Þetta kemur líklega betur í ljós eftir því sem árið líður fram!
Niðurstaða
"So far so good" - - mætti segja um núverandi stöðu evrusvæðis. Viðsnúningur til löturhægs hagvaxtar hefur a.m.k. staðfest. Þetta er samt ekki betra en þ.s. algengt var í Japan á svokölluðu stöðnunartímabili á 10. áratugnum. Ég ítreka að í gegnum það allt, viðhélt Japan mjög öflugum viðskipta-afgangi.
Þannig að tilraun Evrópu til að búa til viðskipta-afgang, með því að lama eftirspurn innan Evrópu sjálfrar. Er ekki endilega uppskrift að miklum framtíðar hagvexti. Sérstaklega þegar áfram er haft í huga, mjög alvarleg skuldastaða fjölda aðildarríkja evrusvæðis.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2014 | 16:21
Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?
Í nóvember á sl. ári hitaði Kína undir deilu sinni við Japan um eyjar sem Japanir kalla Senkaku en Kínverjar kalla Diaoyu. Fljótt á litið virðast þessar eyjar ekki þess virði að rífast um. Enda smærri að heildarflatarmáli en eyjar við Íslandsströnd sem nefnast Vestmannaeyjar. Flestar þeirra eru óbyggileg sker og boðar, en innan um eru örfáar þ.s. unnt er að staðsetja mannlegar vistarverur - ef sterkur áhugi er fyrir hendi. Þær hafa þó lengst af verið alfarið óbyggðar. Voru það líklega er Kína réð yfir þeim, í seinni tíð hafa Japanir ekki séð ástæðu til að reka nema fámenna stöð á einni eyjunni.
- En samt er vitað að Japanir munu ekki gefa þær eftir?
- Af hverju eru þær þá þetta áhugaverðar?
- Um hvað snýst málið?
Málið snýst um að tryggja kínverskum herskipum örugga siglingaleið inn á Kyrrahaf!
Málið er að Senkaku eyjar, Ryukyu eyjar ásamt Tævan eyju. Mynda nokkurs konar varnarlínu á hafinu. Og ef einhver annar en Kína ræður yfir þeirri varnarlínu. Sérstaklega af sá aðili er óvinveitt veldi. Er unnt að nota þær eyjar. Til að varna kínverska flotanum leiðar út á Kyrrahaf.
Þetta sést vel á litlu myndinni til hægri, hve stutt er á milli Tævan og Senkaku eyja. Síðan sést vel hve Ryukyu eyjar og síðan Ishigaki, einnig undir stjórn Japans - - mynda öfluga girðingu fyrir Kínahaf!
En það sést einnig, að hinn raunverulegi lykill að því að opna kínverska flotanum leið út á Kyrrahaf - - er Tævan.
- Hvað ef Kína í reynd er að fiska eftir Tævan?
- En er einungis að nota deiluna við Japan, sem yfirvarp?
Málið er - - eins og sést vel á myndunum. Að einungis Tævan er nægilega stór. Til þess að á eynni sé nægt pláss til að koma fyrir þeim mikla herstyrk á þurru landi. Sem getur tryggt það að aðrir flotar verði að halda sig í fjarlægð. Þannig að siglingar Kína út á Kyrrahaf séu öruggar!
Ef Kína her ræður yfir landsstöðvum á Tævan. Þá er leiðin út á Kyrrahaf galopin.
Ég held nú að deilan um Senkaku sé yfirvarp!
Það sem raunverulega standi til hjá Kína. Sé að safna smám saman nægu liði á Kínahafi. Til þess að Kína geti með leifturárás tekið Tævan.
Með því að búa til deilu við Japan. Fái Kína ástæðu til þess að stækka flotann á svæðinu. Kína geti treyst á það að Japan muni mæta kröfum Kína, sem Kínverjar í reynd eigi ekki von á að Japanir samþykki, af fyllstu hörku. Að Japanir munu mæta flotauppbyggingu Kína, með eigin flotauppbyggingu.
Þannig geti Kína smám saman magnað upp spennuna við Japan, í hvert sinn sem Japan efli sinn herstyrk á móti ögrunum Kínverja í tengslum við Senkaku, geti Kína stækkað sinn flota ögn meir.
Þannig koll af kolli! Kína er með fyrirhuguð risaflugmóðurskip, Kína þegar rekur eitt sem skólaskip sem það fékk frá Rússlandi. Japan er nýlega búið að smíða 2-lítil flugmóðurskip þ.e. smærri en 30þ. tonn. Meðan að hið kínv. mundi verða á skala við bandar. risaskipin.
- Takið eftir því hve stutt er á milli Tævan og Senkaku?
- Það þíðir að kínverskur floti sem er að ögra Japan við Senkaku eyjar, getur á skömmum tíma snúið sér að Tævan í staðinn!
Til þess að ráðast á Tævan, stendur Kína frammi fyrir sama vandamáli og Hitler stóð frammi fyrir er hann var með áætlanir um innrás í Bretland.
- En til þess að innrás af hafi geti virkað, þarf innrásin að njóta - - algerra eða nær algerra yfirráða í lofti. Þ.s. eftir allt saman eru skip mjög viðkvæm fyrir loftárásum.
- Að auki eru herflutningavélar og vélar til liðsflutninga einnig mjög viðkvæmar fyrir slíku.
- Auðvitað "tæknilega séð" gæti Kína hafið mikla uppbyggingu herflugvalla á strönd Kína sem næst Tævan, og að auki byggt upp fjölda herstöðva þ.s. liðsafla til innrásar væri safnað saman.
- Vandinn við það er að þá hefur Tævan næga aðvörun, til að efla eigin varnir - - síðan má ekki gleyma Bandaríkjunum, sem hafa hingað til skuldbundið sig til að verja Tævan gegn beinni árás. Ef Bandaríkin mundu sjá með nægum fyrirvara fyrirætlun Kína, mundu Bandaríkin hafa nægan tíma til þess að koma með sinn krók á móti bragði.
- En ef Kína byggir upp liðsafla á hafinu sjálfu, flugherinn verður um borð í flugmóðurskipum, en landherinn um borð í flutningaskipum - - þá getur liðsaflanum verið safnað saman á allt öðrum slóðum við strönd Kína, eða verið dreift víðar um strönd Kína. Síðan tekur ekki nema kannski tvær vikur fyrir liðið að safnast um borð í skipin með sitt hafurtask, og fyrir skipin að sigla á vettvang. Í fylgd flugmóðurskipa og annarra herskipa.
Þetta þyrfti að vera töluverður liðsafli - sennilega ekki minna en 200.000. Menn munu auðvitað verða varir við uppsöfnun slíks hers - - þannig að Kína þarf einhverja "opinbera ástæðu til slíks liðsafnaðar."
Nú, Kína er ekki bara að keyra upp deilu við Japan, heldur einnig við S-Kóreu. Síðan gæti Kína fundið sér tilli-ástæðu til að fjölga liði nærri landamærum Kína og N-Kóreu.
Nokkrir tugir þúsund hér - aðrir nokkrir tugir þúsund þar og síðan gæti Kína haft nokkur tugir þúsunda virka á liðsflutningaskipum, til að ógna Japönum við Senkaku.
- Ég er ekki að tala um að þetta gerist allt á morgun, enda hefur fyrsta nýsmíðaða flugmóðurskipi Kína ekki enn verið hleypt af stokknum, og ef slík áætlun á að virka mun Kína þurfa a.m.k. 4 risamóðurskip. Þau verða vart smíðuð á skemmri tíma og komið í fulla notkun en nk. 15 ár.
- Ástand mála sé ca. á svipuðum slóðum og er Vilhjálmur keisari af Þýskalandi hleypti fyrsta orrustuskipi þýska flotans af stokknum 1896. Þýski flotinn átti meir en 20 orrustuskip 1914. Risaflugmóðurskip gegna nokkuð svipuðu hlutverki í dag og orrustuskip gerðu fyrir 100 árum. Þ.e. að vera það öflugasta fljótandi. Að vera aðferð til að beita valdi yfir miklar fjarlægðir.
Mynd: Rússnesk smíðaða flugmóðurskipið Varyag 67þ.tonn, við komuna til Kína!
Eins og sést, dregið af dráttarbátum!
Í dag hefur það skip verið tekið í notkun sem þjálfunarskip, undir nafninu Liaoning.
Það tók í fyrsta sinn þátt í æfingum með kínverska flotanum á sl. ári!
Gríðarlega mikið þurfti að gera fyrir það skip áður en unnt var að nota það, þ.s. það lá við festar á Svartahafi, þá voru Rússar búnir að fjarlægja allan verðmætan búnað frá borði - skipið gat ekki einu sinni siglt undir eigin afli.
Skv. óljósum fréttum, eru þegar í smíðum a.m.k. 2 sambærileg skip, ef ekki stærri.
Sem fyrirhugað er að taka í notkun kringum 2020.
Kína er einnig að þróa orrustuvél til notkunar á flugmóðurskipum: Shenyang J-15
Skv. fréttum kínv. fjölmiðla, voru tilraunalendingar framkvæmdar 2012 af slíkum vélum á flugdekki Liaoning.
Það getur allt passað að slíkar vélar séu "in advanced stage of development" ef fyrirhugað er að nýsmíðuð skip verði tilbúin kringum 2020.
Fyrsta kynslóð þeirra getur notast við Liaoning eitt og sér, fyrsta kastið. Meðan verið er að þjálfa upp kynslóð kínv. flugmanna sem kunna að notast við flugmóðurskip.
Ef Tævan er skotmarkið, þá eru keppinautarnir - - eldri týpur af F16 vélum í eigu tævanska flughersins.
Og þeirra eigin þota: AIDC F-CK-1 Ching-kuo. Sú þróun var erfið vegna stöðugs þrístings Kína, sem gerði sitt ýtrasta til að hindra aðgang Tævans að þeirri tækni sem til þurfti. Einkum hafa verið vandræði með að útvega nægilega öfluga hreyfla. Þannig að þotan er nokkuð undirvéluð. Því með minni burð en ella, ekki eins langfleyg og hún hefði getað verið, ekki heldur eins hraðskreið né með eins gott klifur.
En hún er hönnuð samt skv. nútíma tækni, er "óstöðug" eins og tíðkast í dag til að tryggja sem sneggst viðbrögð, ætti að vera lipur í snúningum og er hönnuð upp á að vera "smá á ratsjá!"
Shenyang J15 ætti að vera hraðskreiðari, hafa hraðara klifur, líklega öflugari radar að auki og geta borið meira magn af vopnum.
Tævanski flugherinn samstandur víst af: 160 F16, ca. 50 Mirage 2000, og kringum 130 Ching Kuo.
Shenyang J15 ætti að vera betri en þær allar, sérstaklega hinar gömlu Mirage.
300 J15 ættu að ráð nokkuð vel við tævanska flugherinn, svo fremi sem hann stækkar ekki í millitíðinni eða er uppfærður umtalsvert tæknilega. En vaxandi veldi Kína ætti að tryggja að nánast ekki nokkur þjóð héðan í frá hætti á að reita Kína til reiði, með því að selja frekari herflugvélar til Tævan.
- Ef innrás Kína á Tævan er framkvæmd það leiftursnöggt, að á innan við viku hefur nær allt láglendi eyjunnar fallið og síðan er hernaðaraðgerðum lokið á rúmri viku.
- Þá ætti allt að vera um garð gengið áður en Bandaríkin eiga möguleika á að koma Tævan til aðstoðar.
Síðan eftir að siglingaleiðin út á Kyrrahaf hefur verið opnuð, og Tævan er orðin að meginflotahöfn Kína - - þá nýtist sú flotauppbygging til að mæta bandaríska flotanum á opnu hafi.
Ef Kína ætlar að verða jafnoki Bandaríkjanna, þarf Kína að opna leiðina út á Kyrrahaf!
Eins og málum er háttað, er Kína ákaflega viðkvæmt fyrir möguleikanum á "hafnbanni" sem er hin sögulega klassíska leið ríkjandi flotavelda. En Kína þarf mjög mikið af hráefnum frá öðrum löndum. Kínverska hagkerfið ræður ekki yfir nægilegu magni hráefna, þarf að kaupa þau annars staðar frá. Allt frá málmum yfir í olíu og bensín.
Með því að hindra siglingar, geta Bandaríkin með einföldum hætti - - beitt Kína þrýstingi. Ef til mjög harða deilna milli Bandaríkjanna og Kína kemur.
Og þ.s. meira er, að bandar. flotinn þarf ekki að hætta sér nærri ströndum Kína. Það er þ.s. drottnun á heimshöfunum þíðir.
- Olíuflutninga er unnt að stöðva við indónesísku sundin, en Indónesía er bandamaður Bandar. Eða jafnvel á Persaflóa sjálfum eða á Indlandshafi miðju. Það eru margir valkostir.
- Bandaríkin með sama hætti ættu að geta stöðvað kaupskip á leið til Kína hvar sem þeim sýnist á heimshöfunum, þægilegast sem dýpst úti á ballarhafi sem fjærst öðrum löndum.
- Það er einmitt punkturinn, að Kína þarf að geta varið siglingar kaupskipa til meginlands Kína.
Það getur Kína einungis gert, eftir að siglingaleiðin frá meginlandi Kína út á Kyrrahaf er orðin örugg.
Þ.s. ég er að segja, er að ef Kína vill verða veldi á við Bandaríkin, og geta tekist á við þau sem jafnoki - - þarf Kína að tryggja öryggi siglinga sinna herskipa inna á Kyrrahaf.
Japanir voru ekki vitlausir 1895 þegar þeir tóku Tævan herskildi í stríði við Kína.
Taka Tævan var lykillinn að því fyrir Japan að byggja sig upp sem ráðandi flotaveldi A-Asíu.
-------------------------------
Til að blekkja Tævanbúa. Mundi Kínastjórn líklega árin fyrir innrás. Meðan að keyrð væri upp spenna gagnvart Japan og S-Kóreu. Leggja áherslu á yfirborðinu á góð samskipti við Tævan. Allt væri lagt í að láta líta svo út að engin spenna væri í samskiptum þar á milli. Tævan gæti fengið hagstæðari viðskiptasamninga við meginlandið. Tævönsk fyrirtæki forgangsaðgang að markaði á meginlandi Kína. Það gæti litið svo út að Kína væri að beita "sjarmanum" gagnvart Tævan, meðan hörkunni væri beitt annað.
Allt til þess að Tævönum detti ekki í hug að hernaðaruppbyggingunni á Kína hafi sé í reynd beint að þeim.
Niðurstaða
Segjum sem svo að ég hafi rétt fyrir mér. Að skotmark Kína sé Tævan. Og segjum að auki að aðgerðaáætlun Kína gangi upp fullkomlega. Þ.e. einhvertíma eftir 2020 en fyrir 2030 ráðist Kina á Tævan og hernemi á ca. einni viku. Herförin verði það snögg að Bandaríkin hafi ekki ráðrúm til að bregðast við.
Þá mun sú aðgerð marka upphaf að nýju köldu stríði milli Kína og Bandaríkjanna.
En þó svo að Kína takist hugsanlega sú aðgerð, án þess að lenda í stríði við Bandaríkin eða Japan.
Þá tel ég fullvíst að Bandar. muni aldrei fyrirgefa Kína eyðileggingu tævanska ríkisins, en mannfall yrði örugglega mikið á eyjunni - fj. borga líklega rústir einar eftir harða en snarpa bardaga.
Mannfall jafnvel svo mikið sem 100þ. Við tæki líklega stíf herstjórn Kína á eyjunni. Lýðréttindi afnumin.
-------------------------------
Í kjölfarið mundi líklega Asía skiptast í áhrifasvæði Kína annars vegar og Bandar. hins vegar.
- Málið er að það gengur alls ekki upp, að Kína geti þvingað Japan til að láta Senkaku eyjar af hendi.
- Því meiri þrýstingi sem Kína mun beita því fastar mun Japan halda í þær eyjar, þ.s. þær eru mikilvægur þáttur í varnarlínu Japana á hafinu einmitt gegn vaxandi styrk kínv. flotans.
- Ef við gerum ráð fyrir því að kínv. ráðamenn séu ekki fífl. Þá getum við gert ráð fyrir því að þeim sé það algerlega kunnugt, hvernig Japan mun bregðast við þeirra hótunum og þeirra uppbyggingu.
- Vegna þess að Kína mun aldrei geta náð til sín Senkaku með þeim hætti, þá legg ég til að í reynd sé takmark Kína allt annað - - þ.e. Tævan. Senkaku deilan sé yfirvarp til að þyrla upp ryki, til að villa mönnum sýn. Þangað til að þ.e. um seinan að bregðast við. Þegar í ljós kemur hvert hið raunverulega skotmark Kína er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 866438
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar