Varnarmálaráðherra Úkraínu - - afhjúpar grafalvarlega stöðu hersveita landsins

Það virðist vera að koma í ljós að líking mín um daginn er ég líkti Úkraínu við Afríkuríki. Sé ekki fjarri sanni - - sbr: Það verður að forða klofningi Úkraínu

Í Úkraínu virðist hafa verið sambærilegt "ræningjaræði" við það sem alltof lengi var til staðar í fj. Afríkuríkja.

En þ.e. dæmigert fyrir sögu fj. þeirra, að pólitík hefur lengi vel fyrst og fremst snúist um að komast að valdastólum, til að "ræna" landið - ekki til að byggja það upp.

En svo "advanced state of decay" verður vart til í einni forsetatíð er stóð í 3 ár, þ.e. vart unnt að skella skuld einungis á Viktor Yanukovych. Það þurfi líklega að skoða tíð Viktor Yushchenko. En hann var frá 2005 til 2010. Og kannski lengra aftur.

En eins og ég útskýrði um daginn, grunar mig að í Úkraínu sé "ethnic voting" þ.e. fólk greiði atkvæði að stórum hluta vegna "ethnicity" fremur en vegna pólit. skoðana eða prógramms viðkomandi um framtíð landsins.

Áherslan verði gjarnan á að ræna landið frekar en að byggja það upp, því áherslan sé hverju sinni á að hygla því fólki sem kaus þig - þ.e. hvort sem þ.e. "ethnic" Úkraínumenn sem kusu þig eða "ethnic" rússn.mælandi Úkraínumenn sem líta gjarnan fremur á sig sem Rússa en Úkraínumenn.

Stjórnmálin snúist þá frekar um niðurrif - - en uppbyggingu.

Úkraína er eina landið í fyrrum A-tjaldslöndum í Evr. sem er verulega fátækara í dag, en við endalok Kaldastríðs. Og þ.e. útlit fyrir að það verði umtalsvert fátækara til viðbótar.

 

Hvert er ástand hersins?

Ukraine Battles to Rebuild a Depleted Military

Ukrainian Armed Forces in Poor State of Readiness, Report

"According to Ukraine, the country today has about 140,000 military personnel. But only 6,000 of the country's 41,000 land troops were ready for combat, Ukraine's defense minister told parliament earlier this month. That has left the country unable to defend Crimea and vulnerable to further invasion."

  • "Acting Defense Minister Ihor Tenyukh.." - "...less than 20 percent of armored vehicle crews have sufficient training."
  • “Out of 507 combat planes and 121 attack helicopters, only 15 percent are serviceable,”
  • “Because of poor training of crews, only 10 percent of them are capable of performing combat tasks.”
  • "...only 10 percent of Air Defense Forces servicemen have mastered the required level of theory and practice,”
  • "Tenyukh describes the Soviet-made BM-27 Uragan and the BM-30 Smerch multiple rocket launchers as “the only effective means to deter aggression and guarantee the defeat of self-defense forces and illegal armed formations in Crimea.”"
  • "However, he opposes their use because of the “high possibility of inaccurate target engagement” and “numerous potential civilian casualties.”"

Sko eitt er að - - verja ekki peningum í endurnýjun tækjabúnaðar.

En þ.e. algerlega ófyrirgefanlegt, þegar þú ert með rússn.björninn þér við hlið, að rupla og ræna svo ríkiskassann - - að árum saman sé ekki varið nándar nægilegu fé til "viðhalds tækja hersins svo þau séu nothæf" eða "til þjálfunar starfsliðs hans svo það kunni að nota tækin."

-------------------------------

Skv. nýjustu fréttum hefur Ihor Tenyukh sagt af sér:

Ukraine’s acting defence minister Ihor Tenyukh resigns

Ukraine's Parliament Accepts Resignation Of Defense Minister Ihor Tenyukh

Hann virðist vera að segja af sér fyrir óhjákvæmilega ákvörðun - - að kveðja lið Úkraínu heim frá Krímskaga. Í kjölfar þess að Rússar hafa á undanförnum dögum tekið 3-herstöðvar Úkraínu þar að því er virðist algerlega án viðnáms. En ljóst virtist af því, að tilgangslaust væri með öllu - - að halda veru liðssveita til streitu. 

Svo veit hann nú hve alvarlegt ástand hersins er!

Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Á blaði er her Úkraínu sterkur!

Vopnaframleiðendur í Úkraínu seldu nýlega T84 skriðdreka til Malasíu. Þ.e. ný framleidda slíka. Vopnaframleiðendur í Úkraínu - bjóða einnig upp á sambærilega uppfærslu á T64.

Flugherinn á SU27 vélar og MIG29. Höfum í huga að tæknibúnaður rússn. hersins er ekkert - mikið betri. Úkraína ræður yfir þeirri hertækni sem þarf - þ.e. ekki vandamálið.

Um daginn sýndi Pútín fram á, er hann lét herinn framkvæma stóra heræfingu, að rússn. herinn getur mjög auðveldlega - - látið 140þ.manna her, framkvæma samhæfða aðgerð, ásamt flugvélum - skriðdrekum - þyrlum og öllu tilheyrandi.

  • Ef ástand úkraínska hersins er svo alvarlegt sem Tenyukh segir að einungis 6.000 af landhernum sé bardagafær.

Þá skiptir litlu máli að úkraínski herinn sé ekki endilega "tæknilega úreltur" samanborið við þann rússn., að rússn. herinn geti á sama tíma beitt 140-150þ. þíðir að þú átt ekki möguleika.

  • Skv. því getur Pútín í reynd hernumið þau héröð í Úkraínu þ.s. rússn. er töluð - - hvenær sem honum þóknast.
Viðbrögð Washington virðast benda til þess að Hvíta Húsið viti vel af þessu - - "President Barack Obama said the U.S. wouldn't get involved militarily in Ukraine. "Obviously we do not need to trigger an actual war with Russia," he said in a television interview. "
  1. "Republican Senator John McCain, who came to Kiev and met with top government officials earlier this month, said before he left that he would redouble efforts to get the White House to send arms to Ukraine."
  2. "He said the Ukrainians requested a variety of equipment, including small arms and antitank weaponry. "I asked the most senior defense guy in uniform 'What do you need?'" Mr. McCain said. "And he said, `Everything.'""

------------------------------------

Eina von stjórnvalda Úkraínu, væri að NATO mundi senda her til landsins - - og það mjög fljótlega.

Annars getur Pútín mjög auðveldlega - - nagað af Úkraínu rússn.mælandi héröðin.

Til þess þarf hann líklega ekki einu sinni að senda herinn inn, það gæti dugað að espa til uppreisnar í þeim héröðum þ.s. Rússar eru annaðhvort fjölmennur minnihluti eða í meirihluta.

Svo veikur er líklega úkraínski herinn miðað við ofangreindar upplýsingar - - að hann væri ófær um að berjast við slíkar uppreisnir. Og að tryggja varnir þess sem eftir er af landinu á sama tíma.

Fyrir utan, að ef her Úkraínu væri að berjast við rússn.mælandi íbúa landsins, mundi það veita Pútín hina fullkomnu afsökun - - að senda liðsveitir sínar inn "til að bjarga hinum rússn.mælandi íbúum."

Mér virðist eiginlega vegna þess ástands, að pólitíkusar landsins virðast hafa ruplað og rænt landið líklega frá stofnun þess 1991, að eina von landsins - - liggi í að semja við Pútín.

Pútín eigi nær allskostar við Úkraínu, ef stjv. Úkraínu gera tilraun til að veita vilja Pútíns mótsstöðu.

 

Niðurstaða

Miðað við nýjustu upplýsingar virðist staða Úkraínu nær algerlega vonlaus. En ef nothæfur her landsins er bara 6000. Á hann líklega eingöngu möguleika á að verjast ásælni Rússa. Í þeim héröðum þ.s. hann nýtur "velvildar íbúa." Sem mundi útiloka að verjast Rússum í þeim hluta Úkraínu, þ.s. rússn.mælandi eru annaðhvort fjölmennir eða í meirihluta.

Mig grunar að Pútín - - ætli að fiska inn hægt og rólega rússn.mælandi héröðin, með því að beita flugumönnum sínum til að æsa til uppþota og uppreisnar gegn stjv. Úkraínu.

Þegar hans menn eru við völd í rússn.mælandi héraði, sé það hægðarleikur að halda "almenna atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland í því héraði" og rússn. herinn heldur þá innreið sína - - án þess að skoti sé hleypt af.

Pútín ætli líklega að taka rússn.mælandi héröðin, án þess að rússn.herinn þurfi að beita hernaði.

Svo veik sé staða úkraínskra stjv. að líklega eigi þau mjög fáar mögulegar varnir gegn slíkri ásælni.

-----------------------------------

Það verði þá af skiptingu Úkraínu - - Evrópa fái landbúnaðarhéröðin. En Rússland fái líklega til sín iðnaðarhéröðin.

Fátt bendi til þess að vesturlönd geri neitt í málinu sem dugar til að stöðva för Pútíns í málinu.

 

Kv.


Hagvöxtur á evrusvæði virðist skjóta traustari rótum

Þetta er skv. tölum frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega kannanir sem margir fylgjast með. Þarna er um að ræða þeirra "pöntunarstjóra-vísitölu" eða "purchasing managers index." Nú eru komnar bráðabirgðatölur fyrir mars. Samkvæmt þeim hefur orðið mikilvæg breyting.

Markit Flash Eurozone PMI®

Markit Flash Germany PMI®

Tölur hærri en 50 er aukning / tölur innan við 50 er minnkun!

Meðalvöxtur "PMI" hefur ekki aukist, heldur er heildartalan fyrir mars ívið lakari en fyrir febrúar, ef marka má bráðabirgða-yfirlitstölur, yfir vöxt eða minnkun pantana í aðildarríkjum evru. 
  • Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 53.2 (53.3 in February). 2 - month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 52.4 (52.6 in February). 2 - month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 53.0 (53.2 in February). 3 - month low . 

Heldur dregur úr heildarvexti pantana þ.e. í stað 3,3% aukningar í febrúar er ekki nema 3,2% aukning, sögð vera 2-ja mánaða lægð. Þetta er auðvitað svo lítil breyting að vart er unnt að halda því fram að hún skipti máli.

Það má allt eins álykta að heilt yfir sé aukning pantana svipuð og hina mánuðina. Þetta er líklega vísbending þess að hagvöxtur á evrusvæði sé stöðugur, í ákaflega hægum tölum. Sennilega er þetta ca. kringum 0,5%.

Eins og sést er aukning í þjónustugreinum ívið lakari en á sviði framleiðslugreina, ef til vill vísbending þess að erfið skuldastaða heimila og atvinnuleysi - haldi aftur af vexti neyslu.

 

Ef ekki er mikið að gerast í heildartölum - hvað á ég þá við með því að mikilvæg breyting hafi átt sér stað?

Financial Times var með frétt um þetta í morgun, og þetta kemur einnig fram í tölum MARKIT um Frakkland: FT - French spurt keeps eurozone recovery on track og Markit Flash France PMI®.

  1. France Composite Output Index (1) rises to 51 .6 (47.9 in February), 31 - month high
  2. France Services Activity Index (2) climbs to 51.4 (47.2 in February), 26 - month high
  3. France Manufacturing Output Index (3) rises to 52.8 (50.8 in February), 34 - month high 

Loksins, loksins, loksins - er að mælast aukning í tölum frá Frakklandi. Og þetta er stór sveifla milli mánaða.

Þ.e. í stað samdráttar í heildarpöntunum um 2,1% í febrúar er aukning mæld skv. bráðabirgðatölum mars um 1,6%. Þ.e. sveifla um 3,7%. Þetta er hæsta mæling í 31 mánuð. Sem gerir 2 og hálft ár.

Stóra sveiflan virðist vera að niðursveifla í þjónustugreinum - - er skyndilega hætt. Þ.e. einnig umtalsverð aukning í pöntunum til framleiðslugreina.

  • Áhugavert við lestur greiningar MARKIT:
  1. Þá lækkuðu söluverð hjá fyrirtækjum í Frakklandi yfir tímabilið.
  2. Á sama tíma, varð hækkun í "inputs" þ.e. rekstrarvörur urðu dýrari.

Þetta er kannski vísbending þess, að aukin sala hafi verið mikið til - - drifin áfram af tilboðum. Spurning hvernig það kemur niður á rekstrartekjum fyrirtækjanna vs. rekstrarkostnað þeirra, þ.e. hvort þau geti rekið sig með hagnaði - - eða hvort að þessi aukning sé "one off" Þ.e. án framhalds.

Það gæti bent til þess, að það verði þrístingur á laun á næstunni í Frakklandi.

  • Spurning hvort í framhaldinu Frakkland hugsanlega detti í verðhjöðnun?

 

Það má lesa verðhjöðnunarhættu út úr tölum MARKIT

En fyrirtæki vítt yfir evrusvæði virðast hafa lækkað verð milli mánaða.

  1. "Input costs showed the smallest monthly rise for nine months,..."
  2. "...while prices charged by manufacturing and service providers fell on average to the greatest extent since last July."
  3. "Lower prices were often attributed simply to the need to compete to win business." 

Skv. þessu er hagnaður fyrirtækjanna - - líklega undir þrýstingi. Þ.s. "inputs" þ.e. rekstrarvörur hafa hækkað, en verðlag á seldri þjónustu eða vörum hefur lækkað.

Þetta líklega bendir til þess, að fyrirtæki muni gæta aðhalds hvívetna í kostnaði, leita ljósum logum að leiðum til að minnka kostnað, þ.e. launum - starfsmannahaldi - fjárfestingum - viðhald - endurnýjun o.s.frv.

Ef þetta skapar niðurþrísting á laun, þá dregur úr kaupmætti - - sem væntanlega þíðir, að fyrirtæki þurfa enn frekar að lækka verð í framtíðinni. Ef þau vilja viðhalda sölu.

  • Þetta er svokallaður "verðhjöðnunarhringur" sem mjög erfitt getur verið að stöðva, þegar hann er á annað borð kominn af stað.

Ég þekki ekki akkúrat hvaða "input" hafa hækkað - - en þ.e. vitað að orkuverð í Evrópu hefur verið á uppleið, svo dæmi sé nefnt.

Innfluttur varningur ætti að vera tiltölulega hagstæður þar á meðal rekstrarvörur, vegna hás gengis evrunnar - - á sama tíma og gengi gjaldmiðla í Asíu hefur lækkað töluvert, meira að segja gjaldmiðils Kína.

Það auðvitað setur sennilega þrísting á verðlag frá evr. fyrirtækjum, þ.s. þau verða að bjóða samkeppnisfær verð, eða væntanlega að þeirra "bissness" hjaðnar og þau hætta rekstri fyrir rest.

  • Það auðvitað ýtir undir verðhjöðnun, hið hækkandi gengi evru - þ.e. lækkandi verðlag á innfluttum vörum. Sem væntanlega kallar á að evr. fyrirtæki verða að lækka verð, til að standast samkeppni. Sem væntanlega eflir þrýsting á laun innan Evr. Sem aftur kallar á, vegna minnkandi kaupmáttar launa, á frekari verðlækkanir - - til að viðhalda sölu.

Hátt og hækkandi gengi evrunnar - - skapar viðbótar verðhjöðnunarhættu.

 

Niðurstaða

Hagvöxtur á evrusvæði virðist vera að ná stöðugleika í kringum 0,5%. Ekki er þó líklega unnt að fullyrða út frá tölum eins mánaðar. Að kominn sé stöðugur hagvöxtur í Frakklandi. En ef Frakkland helst næstu mánuði í tölum ofan við "0" þá auðvitað dregur úr þeirri hættu, að Frakkland geti lent í vanda. Sem gat skapað framtíðar hættu fyrir hagvöxt í hinum löndunum. Ég lít því svo á að með því að öll stóru löndin séu nú ofan við "0" þá sé hagvöxturinn traustari. Þó það sé ekki aukning i vextinum heilt yfir milli mánaða. Sé áfram í kringum 0,5%.

Tölur MARKIT virðast sína áframhaldandi verðhjöðnunarhættu - þ.s. fyrirtæki í öllum löndunum bæði í framleiðslugreinum og þjónustu; virðast hafa lækkað verð milli mánaða. Á sama tíma og verðlag á rekstrarvörum eða "inputs" virðist hafa hækkað milli mánaða.

Það síðan sett í samhengi við óhagstæða gengisþróun evrunnar þ.e. að gengi evrunnar hefur sl. 18 mánuði eða svo verið ákaflega sterkt gagnvart mörgum öðrum gjaldmiðlum, sé líklegt að íta undir ástand ákaflega lágrar verðbólgu. Þ.e. verðbólgu langt undir 1%.

Það verður að koma í ljós hvort að löndum í verðhjöðnun heldur áfram að fjölga innan evrusvæðis. En þ.e. áhugavert að rifja upp að á 10. áratugnum þegar Japan smám saman færðist yfir í ástand verðhjöðnunar, þá afneitaði Seðlabankinn lengi vel einnig hættunni. Eins og Seðlabanki Evrópu hefur fram að þessu gert.

 

Kv.


Hvað ætli að tínda malasíska flugvélin hafi verið að gera langt suður í hafi?

Það eru nú komin gögn frá 3-ólíkum gervihnöttum sem sýna stóra fljótandi hluti á hafinu sem rannsakendur telja að geti hugsanlega verið af B777 200 vél frá Malasíu sem fórst líklega fyrir tveim vikum.

Það nýjasta er: French satellite data raise hopes in search for missing jet

Einnig hér: French satellite image also shows possible plane debris, Malaysia says

Áður var þetta komið: Airliner Search Team Grows, as China Finds New Satellite Images

Athygli hefur beinst af flugstjóranum, sem virðist hafa verið mikill "tölvuleikjafan" sbr:

Pilot of missing plane shared his flight simulator passion online

Hann virðist hafa varið gríðarlegum tíma í tölvu sem hann virðist hafa sérsmíðað heima hjá sér, fengið aðstoð til þess frá vinum vítt um netið, þessi internet samskipti hafa verið könnuð, og engar - ég meina virkilega, engar skýrar vísbendingar hafa komið fram í þeim gögnum, sem benda til þess að flugstjórinn hafi rænt vélinni og viljandi tekið hana mörg þúsund km. af leið.

En þúsundir klukkutíma í netspilun er ekki endilega neitt óvenjulegt í dag.

Þeir sem þekkja hann, þekkja hann sem prúðan og vinsamlegan einstakling, hvort sem það eru vandamenn eða vinir á netinu. 

Það hafa ekki fundist neinar skýrar vísbendingar um þunglyndi eða sjálfsmorðshugsanir heldur.

Aðstoðarflugmaðurinn virðist ekki heldur af rannsókn vera neitt líkleg týpa eða manngerð. Engin vísbending heldur komið fram eftir rannsókn á hans bakgrunni eða vinum.

Flugstjórinn hefur getað með tölvunni sinni flogið með vinum sínum í gegnum netið við óteljandi aðstæður, sem unnt er að forrita - þar á meðal, er ekkert tæknilega ómögulegt við það að forrita inn "raunveruleg skilyrði" skv. veðurgögnum og notast við þau í samhengi við "digital útgáfur" af raunverulegum flugvöllum, hvar sem er í heiminum - þess vegna lendingar á flugmóðurskipum með raunverulega hreyfingar forritaðar inn.

Flugvélin hafði flugþol til 8 klukkutíma flugs frá Kúala Lúmpúr. Fyrirhugað flug til Pekíng, ca. 4300km.

B777 200 krjúsar á ca. 900km.klst. í venjulegri farflughæð.  Hún getur þá væntanlega flogið á bilinu 6500-8000km., eftir því hvort þ.e. meðvindur eða mótvindur.

  • Þ.e. tæknilega hugsanlegt að eftir að vélinni var snúið við, nokkru eftir að hún var komin út á Kínahaf, og síðan aftur flogið yfir Malasíu.
  • Þá hafi hún verið á "autopilot" - enginn jafnvel vakandi eða með meðvitund í flugstjórnarklefanum.
  • Síðan hafi vélin flogið áfram þar til eldsneytið var búið - á sömu stefnunni. Nokkurn veginn í há Suður af vestur. Þess vegna endað í hafinu ca. sömu breiddargráðu og S-strönd ástralíu. En milli 1200-1500km. Vestur af strönd Ástralíu.
Þ.s. mælir gegn þessu er:
  1. Af hverju var slökkt á transponder?
  2. Af hverju var slökkt á svokölluðum ACARS búnaði, sem sjálfvirkt sendir gögn á korters fresti til næsta gervihnattar?

ACARS búnaðurinn virðist samt hafa verið að gera tilraunir til að hafa samband, sent "ping" frá sér þ.e. eins og hann hafi verið að segja - - hér er ég, án þess að senda nein gögn. Þessi "ping" eru að berast í rúmlega 7klst. Vegna þess að "pingin" voru án gagna, voru menn ekki vissir hvort vélin hafði flogið langt í suður eða jafnvel langt í norður yfir land.

Það virðist hafa komið til þannig, að menn vissu hvaða hnettir voru "pingaðir" án þess að stefna vélarinnar hafi legið skýrt fyrr eða staðsetning.

  • Rannsóknir á farþegum hafa ekki heldur leitt neitt augljóslega grumsamlegt í ljós.

Rétt að muna að í kjölfar svokallaðs 9-11 atburðar, voru dyr inn í flugstjórnarklefa véla - - styrktar. Til þess að gera það erfitt að brjótast inn í klefann. 

  1. Gallinn á því væntanlega er, þó það minnki likur á flugránum, að ef einhverra hluta vegna - - allir í klefanum verða meðvitundarlausir. 
  2. Þá getur verið að þó allir aðrir um borð séu með fullri meðtvitund, að það komi í veg fyrir að unnt sé að brjóa sér leið inn. Og athuga ástand þeirra sem eru inni í klefanum.

Þarna getur verið komin fram - óvænt hliðarverkun þess. Að hafa styrkt skilrúmið milli flugstjórnarklefans, og annarra hluta vélar. Að það komi í veg fyrir að nokkuð sé unnt að gera. Ef e-h kemur samtímis fyrir alla þá sem eru inni í flugstjórnarrýminu.

Með því að minnka líkur á flugráni - - hafi óvart ný hætta verið búin til.

Þ.e. ekki langt síðan, að það kviknaði í batterýi í "Dreamliner" flugvél. Við það kom verulegur reykur inn í flugstjórnarklefann. Sú vél fórst þó ekki. Það tókst að hemja þann eld áður en sá varð hættulegur. Þess vegna voru um tíma allar "Dreamliner" vélar "grounded." Þ.e. B787 "Dreamliner."

  • Það verður einhver sem þekkir til eldsvoða að svara því - - hversu hratt "eitraðar" lofttegundir geta hlaðist upp í lokuðu rými, svo að ógnað geti meðvitund þeirra sem eru þar inni.

Ef þetta var "Lithium-ion" hlaða. Þá gæti eldsvoðinn hafa hætt án þess að breiða úr sér. Eftir að hlaðan sjálf var brunnin. Ef utan um hana var nægilega sterk umgjörð. Svo að eldur var ólíklegur að geta breiðst út.


Niðurstaða

Ef vélin er ca. 1200-1500km. í Vestur frá Asíu á rúmlega 2000m. dýpi. Með e-h af braki fljótandi á sjónum nú væntanlega dreift um mjög stórt svæði á hafinu. Þá er óvíst að svokallaður svartur kassi finnist nokkru sinni. En hann hefur ekki hleðslu á rafgeymi endalaust. Endist kannski nokkra mánuði. Eftir það er hann eins og hver annar dauður hlutur á botninum.

Þá getur vel verið að ráðgátan um það, hvað gerðist?

Verði aldrei leyst.

 

Kv.


Það verður að forða klofningi Úkraínu

Wikipedia er með mjög áhugaverð kort af Úkraínu, þ.s. plottað er inn hlutfall úkraínskumælandi vs. rússneskumælandi eftir héröðum. Það er mjög áhugavert að skoða þau kort og bera saman.

Fyrst kortið sem sýnir hlutfall úkraínskumælandi eftir héröðum

File:Ukraine cencus 2001 Ukrainian.svg

Ég bendi fólki á að bera saman "prósentutölurnar" á þessum tveim kortum.

Það virðist eiginlega skv. þeim tölum, að aðrir hópar en Rússar og Úkraínumenn, séu mjög fámennir í langflestum héröðum.

Kortið sem sýnir rússneskumælandi eftir héröðum

 

Það sem er ég er að velta fyrir mér er "hættan á þjóðernishreinsunum!"

Þjóðernishreinsanir eru ákaflega ljótt fyrirbæri - - en því miður ákaflega algengar, í borgarastríðum.

Mér virðist íbúasamsetning Úkraínu bjóða upp á skíra hættu, á þjóðernishreinsunum. 

Ef deilur þjóðanna tveggja, þ.e. Úkraínumanna og Rússa. Halda áfram að magnast.

Ég ætla ekki að halda neinu fram um það, hvor hópurinn sé líklegri til að hefja slíkar hreinsanir.

  • Landið byggja um 44 milljón manns.
  • Til samanburðar, þá bjuggu fyrir borgarastríð rúmar 22 millj. manns í Sýrlandi.

Með öðrum orðum, 2-faldur fólksfj. Sýrlands.

Það eru milljónir Sýrlendinga á faraldsfæti út af stríðinu þar, við getum alveg búist við milljónum flóttamanna í allra versta falli - - ef átökin í Úkraínu. Færast yfir í almenn borgaraátök og þjóðernishreinsanir.

 

Það virðist ljóst að rússnesku mælandi íbúar Úkraínu telja sig Rússa, sérstaklega í þeim héröðum þ.s. þeir eru hátt hlutfall íbúa!

Byltingin í Kíev, virðist stærstum hluta hafa verið drifin af "ethnic" Úkraínumönnum, þ.e. úkraínskumælandi hluta landsmanna. Forsetanum og ríkisstj. sem var við völd, voru skipað að mestu leiti einstaklingum úr hluta landsmanna sem eru rússn.mælandi.

Þetta getur bent til þess, að innan Úkraínu - - gæti "ethnic voting" þ.e. að fólk kjósi flokka eftir þjóðernum.

Frekar en eftir - - pólitík.

Þetta hefur verið algengt vandamál í Afríku, t.d. Kenía er gott dæmi. Lönd þ.s. búa í reynd flr. en ein þjóð í einu landi, kannski nokkrar.

  • Í slíkum löndum getur lýðræði - - magnað deilur milli þjóðernishópa. 

Þ.s. lýðræðið verður þá að miðli fyrir togstreitu hópanna sem byggja viðkomandi lönd um völdin í landinu, það að komast til valda fer þá að snúast um að "hygla hagsmunum" síns hóps.

  1. Ég held að þessi þáttur sé gríðarlega vanmetinn í Úkraínu deilunni.
  2. En héröðin þ.s. Rússarnir eru fjölmennir, virðast flest hafa hagkerfi sem eru mjög tengd inn í það rússneska, þ.e. virka í reynd eins og þau héröð séu enn hluti af Rússlandi.
  3. Íbúar þeirra héraða, mjög líklega - í bland vegna menningar, vegna tungumáls, vegna sögunnar, vegna efnahagsástæðna - vilja áframhaldandi efnahagstengsl við Rússland.
  4. Þeir virðast því raunverulega vera ákaflega andsnúnir þeim kúrs, sem landið virðist nú farið inn í.
  5. Og því byltingarstjórninni í Kíev - - sem er nú skipuð "ethnic" Úkraínumönnum, með "ethnic" úkraínskan forseta að auki. Í stað "ethnic" rússa í sömu stöðum sem áður var.

Ég hef orðið vitni af sambærilegri dínamík í fjölda landa, sérstaklega hefur þetta í gegnum árin ítrekað komið fram í Afríku - - þ.s. lönd eru oft mun klofnari en bara í 2-hópa. Sem berjast um völdin.

Slík valdabarátta hópa, hefur einmitt verið drifkraftur ítrekaðra "byltinga" þ.e. byltinga/gagnbyltinga - - og í nokkrum fj. tilvika, borgarastyrjalda. Það eru ekki mörg ár síðan að Kenía datt snögglega í borgaraátök í kjölfar kosninga, sem betur fer stóðu þau ekki lengi en þó létust tugir þúsunda.

 

Hinar klassísku hættur eru?

Að rússn. íbúarnir, sjái aðgerðina með þeim hætti. Að hún sé beind gegn rússn.mælandi hluta íbúanna. Þ.e. lýðræðislega kjörinni stjórn og forseta var steypt, sem skipuð var forseta og forsætisráðherra er voru "ethnic" Rússar. Forsetinn hefur verið hrakinn í útlegð til Rússlands. Hann og fyrrum forsætisráðherra, getur mönnum virst - - að sæti ofsóknum. En þeir báðir eru t.d. á refsilistum Bandaríkjanna og Evrópu. Sem birtir hafa verið undanfarið yfir einstaklinga sem bönnuð eru viðskipti.

Þetta getur orðið vatn á myllu - æsingamanna. Sem hvetja til æsinga gegn því sem þeir muni hugsanlega túlka líklega sem "valdarán!" Eða hætt er við að verði þannig litið á málið, af rússn.mælandi hl. íbúa.

  • Hinar klassísku hættur eru ennfremur, að slík átök um framtíðarstefnu landsins.
  • Um völdin í landinu.
  • Stigmagnist jafnvel alla leið í borgaraátök og þjóðernishreinsanir.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að slá upp neinu líkindamati á það að mál fari á allra versta mögulega veg. En líkurnar eru a.m.k. hærri en núll. Þ.e. einnig líka svo, að borgaraátök mundu geta skapað mjög umfangsmikinn mannlegan harmleik í þetta fjölmennu landi. Þ.s. þjóðernishóparnir -sjá kortin að ofan- eru svo rækilega blandaðir innan landsins. 

  1. Þ.s. vitað að Rússar líta á NATO aðild Úkraínu sem algert "rautt strik" líkur virðast yfirgnæfandi á því, að tilraun til að koma Úkraínu inn í NATO. Mundi leiða fram klofning landsins, í kjölfar þjóðernisátaka. En rússn. mælndi íbúar. Virðast hafa með að bera þá tortryggni á NATO og Vesturlönd, sem virðist algeng innan Rússlands.
  2. Líklega þarf að gefa héröðum aukið sjálfræði, rétt til að sjá um eigin mál.
  3. Vegna þess hve rússn. mælandi héröðin sérstaklega virðast efnahagslega háð Rússlandi, verði að lenda deilum um viðskiptatengsl landsins með samkomulagi, þ.s. landið heldur væntanlega áfram að hafa viðskiptatengsl við Rússland sem og Evrópu. Þó það geti vel verið að ekkert sé athugavert, að dýpka e-h viðskiptatengslin við Evrópu. Samtímis sem að viðsk.tengsl fyrir hendi v. Rússland, sé ekki fórnað.

Ég er ekkert viss um að það sé skynsamt - - til að stuða að lausn deilunnar. Að leggja mikla áherslu á refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

Bersýnilega hefur Rússland mikla hagsmuna að gæta, ef þeim hagsmunum sé ógnað - - hafi Rússland of mikið svigrúm til þess, að ýta undir innanlands togstreitu í Úkraínu.

Ég sé því ekki neina aðra lausn sem geti forðað klofning landsins og borgaraátökum, en leið víðtæks samkomulags.

 

Kv.


Refsiaðgerðafarsi Bandaríkjanna og Rússlands

Gagnkvæmar refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Rússlands tóku á sig farsakenndan brag í dag, þegar einstaklingar beittir refsiaðgerðum - sögðu það heiður fyrir sig að vera á slíkum nafnalista.

Obama bætti 20 nöfnum einstaklinga með einum eða öðrum hætti nátengdir Pútín, við nöfn 11. einstaklingar er áður höfðu verið bannaðir frá því að eiga í viðskiptum innan Bandaríkjanna eða við bandar. fyrirtæki, og einnig bannað að koma til Bandaríkjanna.

Pútín svaraði loks með því að banna 9 háttsetta Bandaríkjamenn, þar á meðal þekkta "senatora."

-----------------------------------------

Sanctions Are Badge of Honor as Foes Revel in Cold War Revival

"Russian tycoon Vladimir Yakunin" - "“I felt uncomfortable that many of my friends were on the first list but not me,” -. “Now I am at peace.”

"Andrei Fursenko, Putin’s adviser on education and science, said in an interview that he doesn’t have any U.S. assets and was simply included in sanctions because “the more the merrier.”"

"Dmitry Rogozin, a Russian deputy prime minister" - "“I think some joker drafted the U.S. president’s decree,” Rogozin wrote on Twitter. “Comrade Obama, what are people who have no accounts or property abroad supposed to do?"

----------------------------

"Boehner, the speaker of the U.S. House of Representatives, “is proud to be included on a list of those willing to stand against Putin’s aggression,” said spokesman Michael Steel in an e-mail."

"Senator McCain, on his Twitter account....“I guess this means my spring break in Siberia is off, Gazprom stock is lost & secret bank account in Moscow is frozen.”

 

Ætli þessar aðgerðir séu ekki frekar en hitt - - afhjúpandi fyrir skort á vilja meðal vesturlanda, til að beita Rússland aðgerðum sem bíta

The Economist var t.d. með áhugaverða grein, sem lýsir t.d. ágætlega - - af hverju Bretland mun ekki hvetja til harðra refsiaðgerða gegn Rússlandi: Russian money in Britain - Honey trapped

  1. "Britain grants three-year “investor” visas to foreigners who invest £1m or more in government bonds.
  2. Two years later they can buy residency for £10m as long as they have held on to the bonds.
  3. Russians were granted 433 of these visas between the third quarters of 2008 and 2013, more than any other nationality.
  4. Only the Chinese came close, with 419."

Þessi mynd úr greininni sýnir vel af hverju

Rússneskir peningar eru sem sagt að flæða inn í Bretland í enn meira mæli en kínverskir. Fjöldi auðugra rússneskra "oligarka" eigi annað heimili í London. Börnin þeirra gangi í breska einkaskóla. Og þeirra fyrirtæki séu skráð í kauphöllinni í London.

Það sé útilokað að breska ríkisstjórnin muni - - loka á þetta fjárinnstreymi.

  • Yfirlýsingar um refsiaðgerðir - - séu því augljóst veikleikamerki.
  • Gagnaðgerðir Pútíns, fullkomni farsann!

Það sé ekkert í þeim aðgerðum sem fram hafa komið til þessa, sem líklegt sé að fá Pútín til að hugsa sig um tvisvar.

Óljósar yfirlýsingar um harðari aðgerðir hafa fram komið -- en skv. Financial Times er haft eftir Obama að hann hafi undirritað heimildarákvæði, um "miklu harðari refsingar" - - að sögn Obama “These sanctions will not only have a significant impact on the Russian economy, but could also be disruptive to the global economy.” - - sem er að sjálfsögðu af hverju þeim yrði ekki beitt.

Mældur hagvöxtur í Evrópu er einungis á bilinu 0,4-0,5% skv. nýlegum tölum, hagvöxtur í Bandaríkjunum er ekki að slá nein met - þó hann sé skárri þ.e. kannski nálægt 2%. 

En á sama tíma berast fréttir af því að það hægi á hagvexti í Kína, einnig virðist vera að hægja á hagvexti í svokölluðum "nýmarkaðslöndum" - - þannig að líklega þarf eitthvað mjög mikið að gerast til þess að Obama leggi á refsiaðgerðir sem "geta ógnað heimshagkerfinu."

Þ.s. heimshagkerfið sé í þeirri stöðu að líklega þarf ekki mjög mikið til þess að starta annarri heimskreppu!

 

Niðurstaða

Það virðist einhver refsiaðgerða-leikur í gangi milli Bandaríkjanna og Evrópu annars vegar, og Pútíns hins vegar. Það eina sem það leikrit virðist sýna sé hve tilgangslitlar þær aðgerðir séu. 

Eins og að þær séu til þess eins að sanna fyrir pólitík heima fyrir, að eitthvað hafi verið gert. Með öðrum orðum, þær séu "for domestic political consumption."

 

Kv.


Kína virðist vera að gera tilraun til að slátra efnahagsbólu án þess að það framkallist "krass!"

Það hefur vakið athygli þ.s. virðist innan Kína vera "bólu-krass" í hægagangi. En stjórnvöld virðast vera að gera tilraun til að "sprengja" með ýtrustu varfærni "graftarkýli" í hagkerfinu, án þess að það leiði til eiginlegrar kreppu eða efnahagshruns.

Þarna má sjá að verki áhugaverða tilraun til - - stýrðrar lendingar á hagkerfinu!

Þetta er eins langt frá "frjálshyggju" og hugsast getur - - þ.e. stjv. virðast vera að velja og hafna, þegar þau ákveða "hver verður gjaldþrota" og hver er of mikilvægur til þess að óhætt sé að heimila gjaldþrot?

Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvort kínv. stjv. tekst að tempra niður þá risastóru fjármagnsbólu sem myndast hefur innan einkahagkerfisins, án þess að það gerist sem nær alltaf - að það verði leiðrétting í formi kreppu!

Let a hundred companies fail

George Magnus - China’s financial distress turns all too visible

 

Áhugaverð er útskýring ritstjóra Financial Times!

  1. "Since taking off five years ago, China’s debt market has had the appearance of a one-way bet."
  2. "The country’s turbocharged growth meant corporations were typically in good enough financial health to pay back their loans."
  3. "But even those companies that ran into trouble did not face the risk of default, since the government would order state-owned banks to ride to their rescue."
  4. "The same principle applied to local authorities, which were put in the position to borrow large sums of money via off-balance sheet financial vehicles."
  • "The era of riskless borrowing came to an abrupt end this month, when the authorities decided to let Chaori, a solar-cell maker, miss an interest payment on a bond, triggering the first default in China’s modern history."

Þessi 5 ár hafa skuldir hagkerfisins - - vaxið úr 130% í 230%.

Þetta er sennilega "hraðasta" skuldasöfnun sem þekkist á seinni tímum í meiriháttar hagkerfi.

Í ljósi þess að fram að þessu höfðu allir lánveitendur verið varðir - - þá blasir við að líkur eru yfirgnæfandi á því að mikið sé af "óvönduðum" lánum.

Sú lánabóla er varð til á Íslandi - - var nægilega herfilega slæm, þó hefur það prinsipp verið til staðar frá upphafi, að menn verða gjaldþrota ef þeir ráða ekki við lánin sín, eða þ.e. a.m.k. bankinn sem þá ræður þeirri útkomu - - ekki stjv.

Ritstjórinn bendir einnig á þ.s. hann kallar "credit chain" þ.e. að stór fyrirtæki "ábyrgist" lán fyrirtækja gjarnan "íhlutaframleiðenda" sem eru háð stóra fyrirtækinu - - sé algeng í Kína. 

  • Þannig að stórt gjaldþrot gæti "tekið niður heilt fyrirtækjanet."

Síðan eru merkileg þessi  "off-balance sheet financial vehicles" sem hann nefnir, en ég hef lesið um þau - - en kínv. bankarnir virðast hafa stundað áhættu lánsfjármögnun með "nýstárlegum hætti" þ.e. þeir gerast "brokers" þ.e. milligönguaðili í lánaviðskiptum þ.s. fyrirtæki óskar eftir láni, en bankinn auglýsir þá ósk "sem fjárfestingartækifæri" "höfum í huga að öll lán höfðu fram að þeim tíma verið örugg" "sama hversu vitlaus þau voru."

Þ.s. þetta þíðir er að - - þegar skuldabréfið fellur. Þá standa þeir einstaklingar sem lögðu fram fé í púkkið uppi með sárt ennið, þ.e. tapa sínu fé.

Meðan að bankinn sleppur - - það hefur verið gríðarlegur vöxtur í slíku formi "shadow banking" þ.s. þetta var eftir allt saman auglýst sem "gróði án áhættu."

  • Og það virtist a.m.k. "satt" þessi 5 ár.
  1. Með þetta í huga - - þá get ég ekki ímyndað mér þær fjárhagslegu rúllupylsur sem líklega hafa orðið til innan kínv. einkahagkerfisins.
  2. Þær eru nægilega slæmar stundum, þegar menn vita að lán geta tapast.
  3. Þær hljóta að vera miklu mun verri, eða það virðist rökrétt, í hinu kínv. efnahagsumhverfi, sem fram að þessu hafði verið "risk free" eða svo töldu menn að stjv. hefðu lofað.

Auðvitað er það svo að það er aldrei neitt - - sem ekki hefur nokkra hina minnstu áhættu.

Stóra spurningin er - - hvort þ.e. virkilega mögulegt fyrir kínv. stjv. að sprengja graftarkýlin, án þess að einkahagkerfið innan Kína detti í dæmigerða "kreppu?"

Efasemdir eru rökréttar, þ.s. ég get ekki í fljótu bragði nefnt eitt einasta hagkerfi sem hefur vaxið frá fátækt upp í ríkidæmi, án þess að lenda a.m.k. einni stórri kreppi á þeirri vegferð.

 

Niðurstaða

Eins og Magnus bendir á, þá er þessi tilraun kínv. stjv. líkleg til að hafa verðhjaðnandi áhrif. Það hefur vakið athygli, að verðlag á hrávörum sérstaklega málmum sem Kína hefur keypt mikið af í seinni tíð - - hafa verið að falla nýverið. Bersýnilega vegna þess að hægt hefur á eftirspurn innan Kína.

Það virðist gersamlega öruggt að frekari tilraunir kínv. stjv. til að lenda hagkerfinu án brotlendingar, muni leiða til þess að frekar en nú þegar orðið er muni hægja á hagvexti innan Kína.

Vandinn við það, er náttúrulega sá - - að þegar alvarleg lánabóla hefur myndast. Þá þarf ekki endilega meira til svo að gjaldþrotahrina fari af stað, en að hagvöxtur minnki.

Ef gjaldþrotahrinan hefst, getur hagvöxtur á undraskömmum tíma orðið að niðursveiflu.

Hvað haldið þið - - mun Kína sleppa við þá klassísku leiðréttingarkreppu er virðist framundan?

Eða mun sú kreppa skella yfir?

Ef Kína dettur í raunverulega kreppu, þá mun bersýnilega verða "verðhrun" á dæmigerðum "commodities" þ.e. hrávörum. Það mundi m.a. þíða verðhrun líklega á áli.

 

Kv.


Næst Úkraína?

Eins og rækilega hefur komið fram í fréttum, þá hreyfði Pútín sig á hraða sem kom meira að segja -- mér á óvart. En ég taldi að hann mundi vera búinn að "immlima" Krímskaga "fyrir helgi" - sem reyndist rétt. En mig grunaði ekki að það gerðist þegar á þriðjudag.

  • En nú þegar Pútín hefur klárað dæmið með innlimun Krímsskaga.
  • Sem líklega verður engin leið að snúa til baka, en ég sé ekki líkur á það alvarlegum hótunum af hálfu Vesturvelda, nokkur möguleiki sé til þess að því dæmi verði snúið við.
  • Þá er rökrétt að velta fyrir sér - - hvað gerir Pútín næst?

 

Það virðist ljóst að nú hljóta sjónir að beinast að A-héröðum Úkraínu?

Mynd sýnir hlutfall rússnesku mælandi íbúa Úkraínu eftir héröðum!

  1. Vandamál með A-héröðin er ekki bara það, að þau eru byggð Rússum.
  2. Að íbúar þeirra héraða horfa frekar til Rússlands, heldur en núverandi stjv. í Kíev.
  3. Að þar hefur gætt mikillar andstöðu við núverandi stjórnvöld í Kíev, sem Pútín er líklegur að færa sér í nyt á næstunni. 
  • Heldur ekki síst það, að þessi héröð fúnkera efnahagslega séð - - eins og þau séu enn "hluti af Rússlandi."

Grein í Der Spiegel fjallar um þetta atriði: Moscow Moves to Destabilize Eastern Ukraine

Kort frá Der Spiegel er einnig áhugavert, en þ.e. ekki eins nákvæmt!

Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Eins og sést ef maður ber saman "kortin 2" þá eru héröðin "Donetsk" og "Luhansk" líklegir "heitir reitir."

Áhugavert þó að "Odessa" svæðið er það einnig - - en Odessa er meginhafnarborg Úkraínu. Og landið má alls ekki "missa" þá borg.

Erfitt að ímynda sér Úkraínu efnahagslega "viable" án Odessa.

  1. "When it comes to the geo-political power-play for Ukraine, the ace up Putin's sleeve is the east, not Crimea. It would be easy for him to light the fuse there, even without a military operation."
  2. "In the eastern part of Ukraine, with several large cities including Donetsk, Kharkiv and Dnepropetrovsk, polls show three-quarters of those surveyed rejecting the popular revolt in Kiev."
  3. "Indeed, the conflict could ultimately split Ukraine -- with the east turning to Moscow and the west to the European Union."
  4. "If that were to happen, it's possible the new government in Kiev would lose the part of the country that is most important economically because the coal mines and the steelmaking plants of the east comprise Ukraine's economic heart."
  5. "The large firms are highly dependent on Russian orders. Ninety percent of Russian nuclear power plants, for example, are equipped with turbines from the Kharkiv-based high-tech firm Turboatom."

Það má einnig nefna að fyrirtæki í Úkraínu framleiða margvísleg vélar og tæki af öðru tagi sem notuð eru í Rússlandi, og rússn. iðnaður - - þarf á að halda.

Þetta er afleifð þess ástands, að Úkraína var hluti af Sovétríkjunum í áratugi, og allt hagkerfið var skipulagt "miðlægt."

T.d. framleiðir Úkraína enn farþegavélar og flutningavélar fyrir rússn. herinn, þ.e. Antonov verksmiðjurnar. Megin markaður fyrir framleiðslu Antonov, er enn Rússland.

Þ.e. e-h selt líka af vélum til 3-heimsins, en það hefur ekki gengið sérlega vel að komast inn á vestrænan markað, þó svo að Antonov flutningavélar séu með þeim öflugustu sem til eru.

Þar að auki framleiðir Antonov farþegavélar bæði smáar skrúfuvélar og stórar farþegaþotur.

--------------------------

Þessi fyrirtæki eru - gersamlega háð Rússlandsmarkaði.

Það þarf ekki að efa, að ef Pútín fer að beita "þumalskrúfum" þá gætu "local" bossar ákveðið, að til þess að fyrirtækin geti lifað af áfram - - þá þurfi þeir að styðja andstöðuhreyfingar innan eigin héraða.

Þ.e. andstöðuhreyfingar við úkraínsk stjv. - - og ef stjv. Úkraínu senda herinn sinn inn.

Tja, þá væri Pútín kominn með afskaplega öflugt áróðurstæki - - þar fyrir utan að slíkt, gæti orðið að nægri tylliástæðu fyrir Pútín. Að beita rússneska hernum í landamærahéröðum Úkraínu.

En þ.e. aldrei að vita, ef Pútín "snýr nægilega mikið upp á hendurnar á local bossum" þá gætu verið til staðar vopnaðar "militias" sem gætu beitt sér gegn her Úkraínu, ef hann mætir á svæðið til að halda uppi röð og reglu.

Vopnuð átök í héröðunum milli íbúa og stjv. í Kíev - - mundi fullkomna þá afsökun. Að Pútín þurfi að beita valdi, til að "tryggja öryggi" rússn. mælandi íbúa.

  • Hættan virðist augljóst að Pútín muni næst einbeita sér að því að "kljúfa Úkraínu."
  • Hann þarf til þess ekki að beita aðilum sem starfa fyrir rússn. stjv. svo vitað sé.
  • Nóg er af hugsanlegum "activistum" á svæðinu, og "local" bossar sem væntanlega ráða mestu í pólit. lífi innan héraðanna, ef þeir beita sér - - getur á skömmum tíma skapast mjög öflug andstöðuhreyfing í þessum svæðum.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að svo öflug gæti hún orðið, líklega með öflugum leynilegum stuðningi Pútíns, að úkraínsk stjv. gætu misst alla stjórn á þeim. Jafnvel þó að her Úkraínu sé töluvert öflugur.

  • Fyrir utan, að ef þau færu að drepa marga rússn. mælandi, gæti Pútín ákveðið að fara inn með rússn. herinn.

Ótti við þá útkomu, gæti leitt til þess að þau þori ekki að beita eigin her af afli, til að mæta slíkum andstöðuhreyfingum!

 

Hverjar væru afleiðingar fyrir Úkraínu að tapa A-héröðunum?

Hrikalegar efnahagslega, því þarna er rjóminn af iðnaðinum í landinu. Og megnið af þjóðarframleiðslu. Landið gæti aldrei mögulega staðið undir núverandi skuldum. Og af og frá að það gæti gengið upp, að taka dæmigert AGS prógramm.

En þ.e. eiginlega forsenda þess að hugsanlegt AGS prógramm gangi upp, að það verði ekki alvarlegur klofningur innan landsins, að það haldi núverandi "economic assets" innan landamæra.

  • Þetta er þ.s. ég hef verið að benda á, hve öflug tæki Pútín hefur til þess að gera það afskaplega dýrt fyrir Vesturlönd, að halda Úkraínu á floti.
  • En ef uppreisn hefst í þeim héruðum með rússn. mælandi meirihluta, þá hætta væntanlega skatttekjur þaðan að berast til úkraínska ríkisins.

En Pútín þarf meira að segja ekki að ganga þetta langt - - það að setja "tolla" á útflutning Úkraínu til Rússlands, væri öflug leið til þess að "lækka lífskjör" í Úkraínu.

Auk þess, að við það mundu skatttekjur stjv. í Kíev skreppa saman.

 

Niðurstaða 

Þ.e. vegna þess hve Úkraína er afskaplega viðkvæm fyrir aðgerðum ætlað að skapa sundrung og úlfúð, ásamt því hve Pútín einnig getur mjög auðveldlega beitt landið mjög öflugum efnahags þvingunum. 

Að þrátt fyrir allt sem á hefur gengið, sé ég ekki vænlegan kost annan fyrir Úkraínu. En að ná samkomulagi við Pútín.

Kröfur Pútíns liggja í reynd fyrir

  1. Aukið sjálfstæði héraða.
  2. Rússn. jafngilt tungumál á við úkraínsku.
  3. Að Úkraína verði ævarandi hlutlaus, gangi aldrei í NATO.

Krafan virtist reyndar um afskaplega mikið sjálfræði einstakra héraða frá miðstjórnarvaldinu í Kíev. Að þau hefðu hátt hlutfall skatttekna til eigin nota.

Það getur verið erfitt að "skvera" þá kröfu við núverandi skuldastöðu Úkraínu - - skýr vísbending þess að það muni þurfa að skera sennilega mikið niður skuldir þess lands.

Ég á erfitt að sjá fyrir mér að Evrópa og Bandaríkin verði það "rausnarleg", ef t.d. A-héröðin fara og ganga til liðs við Rússland; að því verði forðað að sú útkoma leiði til mikillar skerðingar kjara almennings í því sem þá verður eftir af Úkraínu.

  • Ég hugsa að einungis með samkomulagi við Pútín, um einhvers konar "millilendingu" þ.e. að landið fari aldrei í NATO. Það verði t.d. sett í stjórnarskrá.
  • Verði því forðað að landið liðist í sundur!

 

Kv.


Rússneska þingið mun ræða beiðni Krímskaga um aðild að rússneska sambandslýðveldinu á þriðjudag

Þetta kemur fram í frétt Reuters um atburði dagsins og helgarinnar. En skv. því mun vera sérstakur fundur beggja þingdeilda um málið. Sem væntanlega þíðir að Dúman getur afgreitt málið með einni "sameiginlegri" atkvæðagreiðslu. Og því afgreitt formlegt samþykki sitt á aðild Krímskaga að rússneska sambandinu þegar á þriðjudag í þessari viku.

Eins og hefur komið fram í fréttum undirritaði Pútín þegar sl. nótt yfirlýsingu um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Krímskaga frá Úkraínu.

Skv. því er rás atburða á nokkurri hraðferð!

Spurning hvort að Pútín mun jafnvel halda athöfn þ.s. sáttmáli um aðild Krímskaga að Rússlandi mundi vera formlega undirritaður af Pútín og leiðtoga Krímskaga, bandamanni Pútíns, nk. sunnudag?

U.S., EU set sanctions as Putin recognizes Crimea "sovereignty"

  1. "Within hours, the Crimean parliament formally asked that Russia "admit the Republic of Crimea as a new subject with the status of a republic"."
  2. "President Vladimir Putin signed a decree recognizing the region as a sovereign state."
  3. "Putin will on Tuesday address a special joint session of Russia's State Duma, or parliament, which could take a decision on annexation of the majority ethnic-Russian region."

 

Á sunnudag lagði rússneska utanríkisráðuneytið fram "sáttatillögu"

Það má segja að í þeirri tillögu komi fram skilyrði Rússa fyrir því, að Úkraína fái að halda Krímskaga.

First Russian overture since crisis erupted gets short shrift

Þessum tillögum hefur þegar verið hafnað af utanríkisráðherrum Evrópuríkja. Svo að þær eru ekki inni í myndinni - - en þ.e. samt áhugavert að nefna hver voru skilyrði Rússa:

  1. Úkraína verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. Það kemur ekki á óvart. 
  2. Að sjálfstæði einstakra héraða verði aukið stórfellt þ.e. að Úkraína verði "sambandsríki" þ.s. héröð hafa mikið sjálfforræði; sbr. eigin þing, eigin ríkisstjórnir, og rétt til að ráða eigin málum að miklu leiti hvað varðar efnahagsstefnu, og jafnvel þegar kemur að samskiptum v. útlönd. Þetta hljómar reyndar meir í þá átt, að hvert hérað væri nærri "fullvalda" eining. Þannig að Úkraína væri nær fyrirbærinu "Confederation" heldur en "Federation."
  3. Rússneska og úkraínska viðurkennd sem jafnmikilvæg mál.
  4. Vesturlönd ásamt Rússlandi, áttu að skipa sameiginlega nefnd, sem skv. orðanna hljóðan mundi "leiðbeina" Úkraínu, um það verk að endurskrifa stjórnarskrá Úkraínu í þátt átt sem væri ásættanleg fyrir alla aðila. "Það virðist eiginlega vísa til hinna erlendu ríkja."
  5. Að lokum mundu þau sömu ríki ábyrgjast sjálfstæði Úkraínu.

Viðbrögð ráðherra ESB lands: "“It would be like Yalta all over again,” said one EU foreign minister, referring to the second world war conference that divided the continent."

Ég held það sé alveg rétt hjá honum, tillagan virðist snúast um það - - að stórveldin ákveði eiginlega nýja stjórnarskrá fyrir Úkraínu - - sem þau geti sætt sig við.

En að vilja íbúa Úkraínu verði vikið til hliðar.

 

Markaðir hækkuðu á mánudag - - ég get ekki skilið það með öðrum hætti, en að þeir gefi frat í refsiaðgerðir ESB og Bandaríkjanna

Wall Street climbs as Ukraine worries ease, data improves

Bulls take Crimea vote in their stride

Enda eru þær aðgerðir sem hafa verið kynnt af ríkjum ESB ekki harkalegar, né eru aðgerðir Bandar. verulega harkalegri. 

ESB aðildarríkin hafa ákveðið sameiginlega að setja 21 einstakling á bannlista, sem þíðir að þeir geta ekki ferðast til Evrópu og ekki náð í peninga sem þeir eiga á reikningum í aðildarríkjum ESB. 

Áhugavert að það bann virðist ekki ná til fyrirtækja, sem þeir aðilar eiga hlut í.

Listinn kemur fram í eftirfarandi frétt: Divisions in Europe could limit sanctions’ scope

Fyrst er listi Bandaríkjanna yfir 11 einstaklinga:

  • Andrei Klishas, viðskiptamógúll í nánum tengslum við Pútín.
  • Leonid Slutsky, þingmaður í flokki Pútíns sem situr í áhrifamikilli nefnd um málefni Evrasíu, hefur ferðast til Krímskaga meðan á deilunum hefur staðið.
  • Valentina Matviyenko, náinn bandamaður Pútíns, formaður neðri deildar Dúmunnar.
  • Sergei Glaziev, einn af nánustu ráðgjöfum Pútins.
  • Elena Mizulina, hefur verið einn helsti hvatamaður herferðarinnar gegn samkynhneigðum í Rússlandi, talin vera töluvert áhrifamikil í seinni tíð.
  • Vladislav Surkov, sennilega helsti efnahagsráðgjafi Pútíns í gegnum árin.
  • Dmitry Rogozin, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Sennilega hæstsetti einstaklingurinn á listanum.
  • Sergey Aksyonov, leppur Pútíns - forsætisráðherra Krímskaga.
  • Vladimir Konstantinov, náinn samstarfsmaður Aksyonov, forseti þings Krímskaga.
  • Viktor Medvedchuk, leiðtogi "Vals Úkraínu" flokks Rússavina í Úkraínu - það náinn Pútín, að Pútín er guðfaðir dóttur Medvedchuk. 
  • Viktor Yanukovich, fyrrum forseti Úkraínu - nú í útlegð í Rússlandi.

Listi ESB: Fyrstu 4 eru einnig á lista Bandar. og lýst að ofan. Alls 21 einstaklingur.

  • Sergey Aksyonov.
  • Vladimir Konstantinov.
  • Andrei Klishas.
  • Leonid Slutsky.
  • Rustam Ilmirovich Temirgaliev, aðstoðarforsætisráðherra Krímskaga.
  • Deniz Valentinovich Berezovskiy, yfirmaður úkraínska flotans - -en það hefur komið fram í fréttum að hann hefur líst yfir hollustu við rússn.vinveitt stjv. Krímskaga.
  • Aleksei Mikhailovich Chaliy, nýlega skipaður borgarstjóri Sevastopol.
  • Pyotr Anatoliyovych Zima, yfirmaður öryggislögreglu Krímskaga.
  • Yuriy Zherebtsov, lögmaður forseta þings Krímskaga.
  • Sergey Pavlovych Tsekov, aðstoðar forseti þings Krímskaga.
  • Viktor Alekseevich Ozerov, formaður varnarmála- og öryggismálanefndar neðri deildar rússn. þingsins.
  • Vladimir Michailovich Dzhabarov, varaformaður alþjóðanefndar neðri deildar rússn. þingsins.
  • Nikolai Ivanovich Ryzhkov, áhrifamikill þingmaður í neðri deild rússn. þingsins.
  • Evgeni Viktorovich Bushmin, aðstoðar forseti neðri deilar rússn. þingsins.
  • Aleksandr Borisovich Totoonov, annar áhrifamikill þingmaður úr neðri deild rússn. þingsins.
  • Oleg Evgenevich Panteleev, enn annar áhrifamikill þingmaður úr neðri deild rússn. þingsins.
  • Sergei Mikhailovich Mironov, áhrifamikill þingmaður úr efri deild rússn. þingsins.
  • Sergei Vladimirovich Zheleznyak, aðstoðar forseti efri deildar rússn. þingsins.
  • Aleksandr Viktorovich Vitko, yfirmaður Svartahafsflota Rússa.
  • Anatoliy Alekseevich Sidorov, yfirmaður herafla Rússa á svokölluðu Vestur-svæði.
  • Aleksandr Galkin, yfirmaður herafla Rússa á svokölluðu Suður-svæði.

Eigum við ekki að segja að það að markaðir hækkuðu á mánudag, í kjölfar þess að aðgerðir Bandar. og ESB voru kynntar formlega á mánudag - - segi allt um það hve alvarlegar þær aðgerðir eru.

En markaðir hækkuðu í Bandaríkjunum - Evrópu og Rússlandi, og þar af náðu markaðir í Bandar. þeirri næst hæstu stöðu er þeir hafa náð þ.s. af er árinu.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast með deilunni áfram. En mér virðist það klárt að líkindi þess séu yfirgnæfandi að rússn. Dúman afgreiði með miklum meirihluta "Já" á þriðjudag beiðni stjv. á Krímskaga um aðild að rússn. ríkjasambandinu. Sem mun væntanlega þíða að það verður þaðan í frá líklega ekki löng bið eftir því, að Pútín haldi sína formlegu athöfn í Moskvu þ.s. væntanlega mun fara fram formleg sameiginleg undirritun sáttmála um aðild Krímskaga að Rússlandi af hálfu leppa Pútíns nú við stjórn á Krímskaga og Pútíns sjálfs.

Mér hefur dottið í hug nk. helgi - - en kannski vill Pútín það stóra athöfn, að lengri tíma tekur að undirbúa herlegheitin.

Tregðan innan Evrópu til þess að ákveða alvarlegar efnahagsaðgerðir er augljós - - t.d. hafnaði fulltrúi Finnlands að 4. nöfnum væri bætt við til viðbótar, kemur fram í frétt Financial Times. Sem Pólverjar lögðu til. En í kjölfar hruns Nokia - - er sagt í fréttinni að Finnland sé verulega háð að nýju viðskiptum við Rússland.

Eitthvað líklega stórt þyrfti að gerast - til þess að Evrópa geri meira. Líklega dugar ekki "formal annexation of the Crimea Peninsula" til. 

Þannig að líkur virðast yfirgnæfandi á því að Pútín komist upp með málið. 

-----------------------------------------

PS: Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Pútín þegar undirritað samkomulag við "leiðtoga" Krímskaga um sameiningu við Rússland. Og einnig hefur komið fram að Pútín hvetur Dúmuna sem hittist að sögn frétta í dag á sameinuðum fundi deilda - til þess að staðfesta gerninginn.

Vladimir Putin signs treaty to annex Crimea 

Heldur betur ætlar Pútín að hreyfa sig hratt!

Gerningurinn með er þá kláraður í dag, að Krímskagi tilheyri fullveldis yfirráðum Rússlands.

Heldur betur er Pútín að rétta fram fingurinn framan í mótmæli Vesturvelda!

 

Kv.


Þá hafa íbúar Krímskaga kosið að gerast hluti af rússneska sambandslýðveldinu

Það er algerlega trúverðugt tel ég að meirihluti íbúa skagans hafi sagt "já" - við spurningunni um að verða hluti af Rússlandi að nýju. Á hinn bóginn finnst mér ekki endilega trúverðugt að svo hátt hlutfall kjósenda sem 95,5% með 83% þátttöku, hafi sagt "já." Einfaldlega vegna þess að þó meirihluti íbúa skagans séu Rússar þá búa þar einnig svokallaðir Krím tatarar og eru rúmlega 20% íbúa. Meðal þeirra virðist hafa verið víðtæk andstaða við þá tilhugsun, að verða að nýju hluti af Rússlandi. Sem þíðir ekki endilega að algerlega útilokað sé samt að þeir hafi ákveðið - að fylgja meirihlutanum. Kannski af ótta við afleiðingar síðar meir - að hafa ekki stutt ákvörðun meirihlutans. Hver veit.

Þannig að úrslitin geta a.m.k. verið algerlega sönn eins og sagt er frá þeim af yfirvöldum.

Crimea poll leaves Moscow isolated

Crimeans vote over 90 percent to quit Ukraine for Russia

Early Results: Crimeans Vote to Join Russia

"With over half the votes counted, 95.5 percent had chosen the option of annexation by Moscow, the head of the referendum commission, Mikhail Malyshev, said two hours after polls closed. Turnout was 83 percent, he added..."

  • Eins og við mátti búast, þá sagði Hvíta húsið og stjórnarráð ráðamanna víða um hinn vestræna heim, að ekkert væri að marka þessi úrslit.
  • Að kosningin væri ógild.
  • Jafnvel brot á alþjóðalögum.

Mér finnst það reyndar - - stór fullyrðing, um brot á alþjóðalögum.

En þ.e. sjálfsagt rétt að skv. stjórnarskrá Úkraínu - - líklega er hún ólögleg. Og því lagalega séð, ógild.

  1. En ég held að það séu örugglega fá dæmi um það í heimssögunni, að þegar "landshluti" ákveður að segja skilið við það land er "áður réð yfir því" að það hafi verið gert í sátt og samlindi við það land.
  2. Eða að brotthvarf þess landshluta, hafi verið í samræmi við lög þess lands.
  • Þegar Ísland einhliða ákvað að vera fullvalda 1944, þá var það sannarlega í óþökk Dana.

En vilji Íslendinga til fulls sjálfstæðis var líka einbeittur og ákveðinn, eins og fram kom í niðurstöðu þjóðaratkvæðis um hina nýju Lýðveldis-stjórnarskrá, er fékk samþykki einni mjög yfirgnæfandi meirihluta ísl. þjóðarinnar.

Það er líka rétt að halda til haga, að ákvarðanir Íslendinga í þorskastríðunum - - voru án nokkurs vafa. Brot á alþjóðalögum þess tíma. Þó síðar meir, hefði það farið svo, að aðrar þjóðir tóku líka ákvörðun. Og alþjóðalögum var breytt.

  • Ég hef því nokkra samúð með "vilja" meirihluta íbúa Krímskaga, þó sú ákvörðun sé alveg örugglega ólögleg - frá lagalegu sjónarmiði.
  • Ég aftur á móti tel, að Pútín sé ekki að standa í þessari baráttu, vegna Rússanna er byggja Krím-skaga, heldur vegna flotahafnarinnar í Sevastopol.
  • Aftur á móti sé pólit. hentugt, að baða sig í því ljósi - að hann sé að vernda réttindi hluta af rússn. þjóð.


Eru vesturlönd að berjast fyrir réttindum Úkraínu? Eða er tilgangurinn sá að veikja Rússland?

Það sem oft villir um sýn - - er að aðgerðir geta þjónað fleira en einu markmiði samtímis, þess vegna mörgum á sama tíma.

Þannig t.d. - - er meginmarkmið Pútíns örugglega að tryggja að flotahöfnin í Sevastopol komist undir fullveldis yfirráð Rússlands. En það þíðir ekki að það markmið, að tryggja öryggi íbúa meirihluta af rússn. bergi - - skipti ekki máli. Eða að það geti ekki verið flr. markmið í gangi samtímis.

Sama um vesturveldi: Ég er eiginlega algerlega viss um, að barátta fyrir lýðræði í Úkraínu - - þó verið geti að það sé "eitt af markmiðum" þarf ekki að vera svo að það markmið sé það mikilvægasta. En mótmælin við yfirtöku Rússlands á Krím-skaga, grunar mig að standi einmitt í samhengi við það mikilvæga "strategíska markmið" sem flotastöðin í Sevastopol er. En ef Rússland hefði tapað henni, þá hefði þar með flotaveldi Rússa við Svartahaf og Miðjarðarhaf veikst umtalsvert. Og auðvitað hefðu vesturlönd séð gróða af veiktri stöðu Rússlands á þeim svæðum - - t.d. í Sýrlandi. En á sama tíma, sjálfsagt sjá vesturlönd langtíma hagnað af því, að fá Úkraínu til liðs við sig. Burtséð frá Krímskaga.

  • En meginauðlynd Úkraínu er án vafa, að þar er að finna besta landbúnaðarland Evrópu.
  • Og matvælaframleiðsla skiptir gríðarlega miklu máli.
  • Landið er ekki kallað "brauðkarfa Evrópu" af ástæðulausu.
  • Það hafa komið ár þegar nær 1/3 hveitis í heiminum hefur verið framleitt þar.

Ég veit að menn tala gjarnan um lýðræði sem málið - - en ég er töluvert viss um, að þó þau séu ekki rædd þau markmið.

  1. Þá skipti máli að án Úkraínu er Rússland veikara. 
  2. Og ef það tækist, að svipta Rússland Krímskaga, þá mundi Rússland veikjast frekar.

En það þíðir ekki - - að uppbygging stöðugs lýðræðislegs stjórnarfars, sé ekki með í farteskinu sem markmið, sem hafi ekki endilega lítið mikilvægi.

Og það hentar auðvitað að - - tala mest um það markmið.

Eins og það hentar Pútín, að tala um aumingja rússn. íbúana á Krímskaga.

 

Það verður síðan að koma í ljós hvernig fer með Úkraínu sjálfa!

Það eru nú við völd töluvert róttækir þjóðernissinnar. Það verður að koma í ljós hversu róttækur Svoboda flokkurinn raunverulega er. Hvort þ.e. bara áróður að þeir séu ný nasistar. Eða fasistar. Eða hvort þeir eru einungis róttækir þjóðernissinnar. A.m.k. eru þeir það.

En landið mun á næstunni, ef allt gengur skv. áætlun - - hefja vegferð inn í "dæmigert" björgunarprógramm á vegum AGS.

Líklegt virðist að Bandaríkin og ESB, ásamt AGS - - muni veita sameiginlegt neyðarlán.

En enn eru a.m.k. 3-mánuðir til kosninga í Úkraínu. Og það er a.m.k. hugsanlegt að Pútín komi með útspil í millitíðinni. 

Að auki hefur hann margvíslega möguleika til að beita flugumönnum á vegum rússn. ríkisins, til að skapa óróa í héröðum Úkraínu þ.s. rússn.mælandi fólk er fjölmennt. Jafnvel í meirihluta.

Og ekki síst, hann getur beitt Úkraínu - - "efnahagsþvingunum" ef hann vill auka sem mest á þann kostnað sem Vesturlönd munu þurfa að taka á sig, til að halda Úkraínu á floti.

En hagkerfi Úkraínu er enn - - stórum hluta gírað inn á Rússland, bæði útflutningsmegin og innflutnings.

Pútín getur því refsað Úkraínu - - harkalega með efnahagsþvingunum ef hann velur að gera svo.

 

Svo eru það refsiaðgerðir vesturvelda á Rússland!

Það virðist ekki líklegt að þær verði mjög grimmar - vegna þess hve kostnaðarsamar alvarlegar efnahagsaðgerðir mundu vera fyrir Evrópu sjálfa.

Markets on edge as Crimea votes to quit Ukraine

Einhver óróleiki virðist hafinn á mörkuðum út af þessu, en á móti áhættunni sem vesturlönd taka efnahagslega séð - - þarf einnig að vega og meta spurninguna um "trúverðugleika."

En vesturlönd fyrir um 20 árum, lofuðu um að ábyrgjast "territorial integrity of Ukraine" þegar samið var við stjv. Úkraínu þá, um að Úkraína afsalaði sé þeimkjarnavopnum - er höfðu endað á landi Úkraínu er Úkraína varð sjálfstæð við hrun Sovétríkjanna.

Það kemur í ljós á næstu dögum - - hvort vesturlönd tala sig upp í alvarlegri aðgerðir, en þær bitlausu sem fram að þessu hafa verið kynntar.

  • Hvað Pútín varðar - - tel ég ólíklegt að hann geri tilraunir til að gleypa frekara landsvæði af Úkraínu.
  • En hann gæti ákveðið að beita rússn.mælandi íbúum Úkraínu fyrir vagn sinn á næstunni, þegar áróðursstríðið milli Rússl. og Vesturlanda mun ná hámarki á næstu vikum.

 
Niðurstaða

Líklega hlotnast íbúum Krímskaga það sem þeir virðast hafa óskað sér fljótlega á næstunni. En ég reikna með því að Pútín muni ganga sköruglega til verks. Um að formlega innlima Krímskaga inn í rússneska sambandslýðveldið. En í kjölfar atkvæðagreiðslunnar má reikna með því að hin nýju rússl. vinveittu stjórnvöld Krímskaga. Muni formlega fara þess á leit við Rússland. Að Krimskagi gangi inn í rússneska sambandið. Og í kjölfar þess, má eiga von á því að rússneska Dúman muni í með drjúgum meirihluta formlega samþykkja af sinni hálfu, ósk Úkraínu um inngöngu í Rússland. Síðan væntanlega mun "leiðtogi" Krímskaga mæta á einhverja mjög formlega framsetta athöfn í Moskvu. Þ.s. öllu verður líklega tjaldað til - í formlegheitum, pomp og prakt. Þ.s. forseti rússneska sambandslýðveldisins mun formlega undirrita sáttmála milli Úkraínu og Rússneska sambandslýðveldisins um inngöngu Úkraínu.

Þessu gæti verið lokið áður en kosið verður til þings í Úkraínu eftir rúmlega 3 mánuði.

--------------------------------

Á meðan munu Vesturlönd horfa á og verða sífellt reiðari.

Spurning hvort þau tala sig upp í alvarlegar efnahagsaðgerðir fyrir rest?

 

Kv.


Þá eru yfirvöld opinberlega búin að viðurkenna að malasísku flugvélinni hafi líklega verið rænt

Skv. fréttum er talið líklegast að vélin hafi snúið við yfir S-Kína hafi, eftir að slökkt var á svokölluðum "transponder" -tæki sem sendir gögn til nálægra radarstöðva sem þjónusta flugumferðareftirlit- tekið stefnu aftur til baka yfir Malakkaskaga, síðan út á svokallað Andamanhaf, síðan yfir það og út á Indlandshaf. Eftir það veit enginn hvað orðið hefur um hana.

"It appears to have first flown back across the South China Sea...before overflying northern Malaysia and then heading out towards India without any alarm being raised."

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/f/f8/Indian_Ocean_Earthquake2004.png

Malaysian plane saga highlights air defense gaps

Það vekur ekki síst athygli - að enginn skuli hafa skipt sér af. En ljóst er að fjölmargir radarar námu vélina, en hvort að þeir sem sátu við tækin tóku ekki eftir vélinni sem flaug án þess að láta nokkurn vita, eða hvort að menn leiddu hana hjá sér - því þeir mátu hana ekki sem ógn; er ekki vitað.

Það virðist hafa afhjúpast verulegt - andvaraleysi í löndunum á svæðinu, varðandi eftirlit með flugumferð.

"India's Andaman Islands, a defense official told reporters he saw nothing unusual or out of place in the lack of permanent radar coverage." - ""We have our radars, we use them, we train with them, but it's not a place where we have (much) to watch out for," he said. "My take is that this is a pretty peaceful place."" 

  • Líklegt er talið að einfaldlega hafi verið slökkt á radarstöð indverska hersins á Andamaneyjum. Þess vegna hafi enginn séð neitt - radararnir bara uppi þegar verið er að þjálfa starfsmennina.
  • Fyrir hryðjuverkaárásirnar á turnana 2, þá hafði ríkt sambærilegt andvaraleysi innan Bandaríkjanna, það var ekki fyrr en eftir að tvær vélanna höfðu þegar flogið á Turnana 2, að gerð var tilraun til að "skrambla" orustuvélum, til að elta uppi 3-vélina. Þær komust hvergi nærri henni, áður en henni var flogið í jörðina - eftir þ.s. menn gruna að hafi verið uppreisn meðal farþega gegn hryðjuverkamönnunum um borð.

Þessi mál voru tekin föstum tökum í Evrópu og Bandaríkjunum, eftir árásina á World Trade Center turnana - og þess ótta sem skapaðist í framhaldinu, að hryðjuverkamenn gætu gert fleiri sambærilegar árásir.

Orrustuvélar eru hafðar í varðstöðu - til að fljúga til móts við vélar, sem ekki tilkynna sig.

Missing flight’s communications systems were ‘disabled’

Flight 370 Vanished Through 'Deliberate Action,' Malaysia's Leader Says

Malaysian PM says lost airliner was diverted deliberately

Athygli vekur að þ.e. sagt að ekki hafi einungis verið slökkt á "transponder" heldur einnig sjálfvirkum tilkynningarbúnaði "ACARS" sem reglulega sendir boð til næsta gervihnattar.

  • "The Boeing BA +1.00% 777-200 plane with 239 people on board was carrying enough fuel to fly for eight hours, Malaysia Airlines confirmed on Saturday."
  • "The routine messages sent by the aircraft show that Flight 370 was still airborne nearly six hours after it disappeared from Malaysian military radar."

Það virðist hafa verið slökkt á "ACARS" búnaðinum eftir 6 tíma flug.

En það eru nýjar og mikilvægar upplýsingar - - að vélin hafi haft eldsneyti til 8 tíma flugs. En þ.e. dálítið mikið þegar haft er í huga að 4.300km. eru á þann áfangastað þ.e. Peking. Sem var fyrirhugaður áfangastaður fyrir flug MH370 frá Kúala Lúmpúr.

Miðað við 900km. "cruise" hraða - - getur vélin flogið á bilinu 7000-8000km. 

Meðvindur getur gert henni mögulegt hugsanlega að ná 8000km. - í mótvindi hugsanlega e-h minna en 7000km.

Þá virðist a.m.k. tæknilega mögulegt að hún hafi tekið stóran sveig eftir að hafa flogið út á Indlandshaf suður fyrir Indland, og þess vegna síðan alla leið yfir hafið - - þá má ímynda sér þann möguleika að hún hafi flogið t.d. til Afríkustrandar.

  • Sómalía er t.d. löglaust land þ.s. ættbálkar og "warlordar" stjórna stórum svæðum - og halda uppi eigin lögum.

---------------------------------------

Eitt er þó klárt - - að þetta getur ekki hver sem er gert. En til að slökkva á "ACARS" búnaðinum, þarf líklega "þekkingu á því hvar hann er að finna um borð í vélinni" og "þekkingu til að vita hvernig á að slökkva á honum" og ekki síst "þarf þekkingu til að fljúga vélinni."

"Physically disconnecting communications systems would require detailed knowledge of the aircraft's internal structure and systems, aviation officials said."

Þess vegna er nú verið að rýna í feril annars flugmannsins, sem er maður á 5-tugs aldri.

"Mr. Robertsson, of Flightradar24, said a crash on land rather than into the sea was unlikely because the aircraft's emergency beacon would have automatically flashed its location via satellite or radio. The beacon's signals are less easy to find if an aircraft crashes into the sea."

Það bendir líklega til þess að annaðhvort hafi vélin lent - - eða hún hafi krassað í sjóinn. En krass á landi mundi leiða til þess að neyðarsendir mundi sjálfvirkt ná sambandi við gervihnött - láta vita um staðsetningu sína, en neðansjávar gæti verið að boðin nái ekki að berast upp á yfirborðið.

 

Niðurstaða

Mjög merkileg spennusaga - vonandi er fólkið enn á lífi. En þ.e. a.m.k. tæknilega mögulegt að vélin hafi lent heilu og höldnu. Þ.s. búið var að undirbúa móttöku hennar - af þeim sem voru þátttakendur í plottinu um að ræna þeirri vél. Slík vél getur þó ekki lent hvar sem er, þær eru ekki gerðar til að lenda á óundirbúnum brautum úr möl, sandi eða einhverju öðru náttúrulegu undirlagi. Best væri líklega gömul flugbraut - ekki lengur í notkun.

Spurning hvar slíkar geta verið mögulega til staðar, þ.s. ræningjaflokkar geta hafa náð fullri svæðislegri stjórn?

Mér finnst enn Sómalía koma einna helst til greina - - þó að hún hafi verið nú í mörg ár í upplausn, var hún það ekki alltaf. Einu sinni hafði landið ríkisstjórn og jafnvel flugher. Það geta því vel verið til flugbrautir sem ekki hafa verið notaðar í t.d. 30 ár, en eru af þeirri lengt sem til þarf.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 871110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband