Fljótt á litið virðist útkoman vera - ippon. Þ.e. kennarar hafi unnið fullkominn sigur. En ef marka má yfirlýsingar sigurhrósandi talsmanns kennara. Þá er um að ræða afskaplega "hressilegar hækkanir."
Þ.s. ég velti fyrir mér varðandi áhættu ríkisstjórnar er eftirfarandi:
- Ríkisstjórnin þarf að ná fram stöðu þ.s. verðbólgan er sem næst markmiðum Seðlabanka, og ekki síst að hún sé sæmilegs stöðug sæmilega nærri því markmiði.
- Ríkisstjórnin þarf að auki að ná fram markmiðum í því að koma hömlum á vöxt útgjalda ríkisins, vegna þess að það þarf að sína fram á að ríkisstjórnin, geti komið hömlum á vöxt skulda ríkisins.
- Hagvöxtur er mikilvægt atriði, en hin atriðin þurfa að vera með í lestinni.
Háar launahækkanir:
- Geta sannarlega skapað verðbólgu.
- Og þær geta sannarlega ógnað markmiði ríkisstjórnarinnar, varðandi stjórnun útgjalda og því tilraunum til að skapa tiltrú á getu ríkisins, við það að hafa stjórn á uppsöfnun skulda.
- Það þíðir, að háar launahækkanir - - geta grafið undan því höfuðmarkmiði ríkisstjórnarinnar að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
Spennt og sátt með nýjan kjarasamning
Illugi Gunnarsson - Samningurinn stórt skref í rétta átt
Mér finnst viðtalið við Illuga áhugavert - en hann getur ekki neitað því að um "stórar launahækkanir er að ræða" en segist fagna því að tekist hafi að bæta kjör kennara.
Að auki getur hann ekki neitað því að útgjöld ríkisins aukist, en bendir á móti á markmið um endurskipulagningu skólastarfsins sem hafi að hans mati náðst.
Fram kemur í máli Guðríður Arnardóttur formanns félags Framhaldsskólakennara:
"Vinnufyrirkomulag kennara mun breytast, og það metið með allt öðrum hætti - í stað fastra tíma á bakvið hvern áfanga þurfi að meta hvern áfanga fyrir sig, t.a.m eftir fjölda nemenda og umfangi áfangans."
Í máli Gunnars Björnssonar samningamanns ríkisins kemur fram:
"Samningurinn nær til októbermánaðar 2016 og felur í sér sex prósent launahækkun." - "Aðrar hækkanir eru háðar nýju vinnumati, en þær geta gert það að verkum að hækkunin nemi samtals 29 prósentum yfir samningstímann..."
-------------------------------------
Bendi á að ríkisstjórnin gerði einungis skammtímasamning við ASÍ til eins árs.
Það verði í kjölfarið ákaflega forvitnilega að fylgjast með því, hvaða áhrif kjarasamningar við kennara munu hafa á kröfugerð almennt á vinnumarkaði.
Ég skal ekki neita því að kennarar eiga skilið hærri laun, að kennarastarfið er ákaflega mikilvægt. Að samfélagið líklega "græði á því" að launa kennarastarfið vel.
En það þarf líka að ná tilteknum "skemmri tíma" markmiðum um losun hafta, þá þarf eins og ég benti á að ofan, verðbólga að vera lág og ríkið búið með aðgerðum sínum í eigin rekstrarmálum að skapa það hámarks traust sem það framast getur náð fram.
Eru þau markmið samræmanleg? Eða þarf annað að láta undan?
Það verður því ákaflega áhugavert að fylgjast með næstu mánuðum, en það eru flr. kjarasamningar útistandandi. Síðan næsta hausti, en þá ættu samningar milli ASÍ og SA að hefjast að nýju.
Niðurstaða
Ef það hefst "stéttastríð" hér þ.s. hópar launamanna hver á eftir öðrum koma fram, og heimta tveggja stafa prósentu launahækkanir, þá gæti markmið ríkisstjórnarinnar um losun hafta fyrir lok kjörtímabils komist í mikla hættu. En þá gæti verðbólga farið í tveggja stafa tölu. Og útgjöld ríkis gætu farið illilega úr böndum.
Í ljósi þess hve mikilvægt þ.e. fyrir stjórnarflokkana að ná fram markmiðinu um haftalosun, hélt ég að ríkisstjórnin mundi vera til muna harðari á því markmiði sem var áður yfir líst. Að launahækkanir væru einungis upp á 2%.
En nú virðist búið að fleygja því markmiði út um gluggann? Hefur þá markmiðinu um haftalosun einnig verið fleygt?
Kv.
Það má sjá nýtt orðalag í yfirlýsingu bankaráðs Seðlabanka Evrópu, þ.s. gengið er lengra en nokkru sinni áður, margir fjölmiðlar út um heim túlka orðalagið þannig. Að bankaráðið hafi sagst munu hefja seðlaprentun eða "Quantitive Easing" ef aðstæður krefjast þess.
Svo að það hafi örugglega komið fram - - eru vextir áfram 0,25%.
Þ.e. engin ný ákvörðun tekin - - svo þ.e. yfirlýsing um hugsanlegar framtíðar aðgerðir, sem allir eru að stara á.
Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 3 April 2014
"Looking ahead, we will monitor developments very closely and will consider all instruments available to us. We are resolute in our determination to maintain a high degree of monetary accommodation and to act swiftly if required. Hence, we do not exclude further monetary policy easing and we firmly reiterate that we continue to expect the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time. This expectation is based on an overall subdued outlook for inflation extending into the medium term, given the broad-based weakness of the economy, the high degree of unutilised capacity and subdued money and credit creation. At the same time, we are closely following developments on money markets. The Governing Council is unanimous in its commitment to using also unconventional instruments within its mandate in order to cope effectively with risks of a too prolonged period of low inflation."
Textinn sem ég lita "rauðan" er sú yfirlýsing sem margir túlka sem loforð um seðlaprentun, ef það ástand skapast að þörf sé talin fyrir slíka aðgerð.
- "Óvenjuleg" tæki eða óvenjuleg nálgun, getur á hinn bóginn verið fleira en eitt.
- Það gæti einnig verið aðgerðin, "neikvæðir vextir" á innlánsreikningum "ECB."
Þannig að erlendir fréttamiðlar eru ef til vill - aðeins að oftúlka orðalagið, sem einhvers konar loforð um prentun, ef "venjulegar aðgerðir" duga ekki til.
ECB says prepared to embrace QE
- Það má líka velta fyrir sér hvort að bankaráðið er einfaldlega að leitast við - að beita orðaræðu.
- Í stað beinna aðgerða.
En skv. frétt FT þá lækkaði gengi evrunnar gagnvart dollar um hálft prósent, þegar fréttir um orðalagið bárust út.
Þá væri það ef til vill í leiðinni, tilraun til að tala verðhjöðnunarhættuna í kútinn :)
Niðurstaða
Ef maður horfir eingöngu á þ.s. var ákveðið. Þá er staðan sú sama og verið hefur í sl. 5 mánuði. Að Seðlabanki Evrópu heldur vöxtum óbreyttum í 0,25%. Þó svo að afskaplega lág verðbólga virðist vera að festast í sessi innan aðildarríkjanna.
Orðalagið þ.s. sterklega er íjað að því - að gripið verði "kannski" til "óvenjulegra" aðgerða. Er auðvitað nýtt. Bankinn hefur ekki áður tekið svo sterklega til orða.
En mig grunar að það sé oftúlkun að segja, að bankaráð "ECB" sé nánast að lofa prentun.
Ég mundi ekki útiloka, vegna þess að þ.e. bara sagt "unconventional instruments" að þeir geti allt eins verið að meina - aðgerðina "neikvæða vexti" á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu.
Það mundi sannarlega einnig flokkast sem "óvenjuleg aðgerð," mér virðist a.m.k. ekki ljóst af orðalaginu, hvor aðgerðin er í fyrirrúmi. Kannski sé það svo að fyrst að þetta er ekki orðað skýrar. Að enn séu báðar aðgerðirnar undir smásjánni. Og ekki verið ákveðið hvorri mundi vera beitt.
Í spurningum og svörum neðar á síðunnu hlekkjað á að ofan segir Draghi: "So this statement says that all instruments that fall within the mandate, including QE, are intended to be part of this statement. During the discussion we had today, there was indeed a discussion of QE. It was not neglected in the course of what was actually a very rich and ample discussion. "
Þá er a.m.k. staðfest af honum, að seðlaprentun er a.m.k. til alvarlegrar skoðunar. Þó það sé ekki endilega ljóst, sbr. orðalag hans að slík aðgerð hafi verið hluti af innihaldsríkri umræðu, hvor aðgerðin sé sú líklegri að vera hrint til framkvæmda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2014 | 01:13
Ég held að gjaldtaka einkaaðila ásamt hóflegum hagnaði geti vel farið saman við náttúruvernd
Það hafa skapast deilur um gjaldtöku við Geysi. Ég ætla að taka það skírt fram. Að sú gjaldtaka er augljóslega óheimil. Þ.s. þeir sem heimta gjald. Hafa ekki eignarrétt á Geysissvæðinu sem slíku.
Þ.e. algerlega óeðlilegt að heimila aðila, sem hefur engin eignarréttartengsl, að einhliða skaffa sér tekjur - með þeim hætti sem er í gangi.
En aftur á móti þegar kemur að viðkvæmu svæði sem vissulega er í eigu einkaaðila, og sá rekur þar aðstöðu fyrir ferðamenn, ber kostnað af því að halda við göngustígum - halda við annarri aðstöðu, og gera við hugsanlega skemmdir vegna átroðnings.
Þá sé ég ekkert óeðlilegt við það, að heimila gjaldtöku þess aðila. Auðvitað skv. eðlilegum skilyrðum.
Og að auki, held ég að það sé skynsamt að heimila eða a.m.k. umbera, að sú gjaldtaka feli í sér einhvern hagnað fyrir viðkomandi aðila.
Þ.e. gjaldtaka sé meiri en nauðsynleg sé, til að mæta eingöngu kostnaði.
Það er áhugavert hve mörgum er illa við hugtakið "hagnaður!"
Maður heyrir "heilaga vandlætingu" um græðgi - þjófnað o.s.frv. Málið er að þessi afstaða á líklega rætur til "Marxisma" en skv. marxískri hugsun. Er hagnaður einmitt form af "þjófnaði" sbr. hugtakið "arðrán." Marxisti getur aldrei litið á hagnað sem réttmætan. Sá sem græðir er þá kallaður "arðræningi" eða með öðrum orðum - - þjófur.
Náttúruverndarlög gera ráð fyrir fyrirbærinu "Náttúrugjald" sem byggir á ákvæðum laga um Náttúruvernd - - sjá að neðan 85. gr. og 92. gr.
---------------------Lagasafn Íslands: Lög um náttúruvernd
Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem ráðherra staðfestir. Til grundvallar samningi um umsjón friðlýsts svæðis skal liggja umsýsluáætlun fyrir svæðið. Í samningnum skal m.a. kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, menntun starfsmanna og gjaldtöku, sbr. 2. mgr. 92. gr. Samningur samkvæmt þessu ákvæði felur ekki í sér vald til töku stjórnvaldsákvarðana.
Heimilt er að fela umsjónaraðila skv. 1. mgr. eftirlit skv. 84. gr. á umsjónarsvæðinu og skal þá í samningi kveðið nánar á um eftirlitið, valdheimildir og upplýsingagjöf til Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að umsjónar-, rekstrar- og eftirlitsaðili uppfylli samningsskuldbindingar.
Ákvæði 1. mgr. greinar þessarar gildir ekki um rekstur fólkvanga.
Umhverfisstofnun eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.
Eigi síðar en í ágúst ár hvert skal Umhverfisstofnun leggja fyrir ráðherra til staðfestingar skrá yfir gjöld skv. 2. mgr. sem stofnunin hyggst innheimta næsta ár á eftir. Staðfesti ráðherra gjaldskrána skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Ráðherra getur ákveðið nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð.
---------------------
Það sem þessi lög gera ekki ráð fyrir - - er nokkrum hagnaði til handa rekstraraðila.
Tekjum er einungis ætlað að standa undir kostnaði - - punktur.
Þetta er sjálfsagt ákaflega vel í anda náttúruverndar-hugsjónar í VG.
Það merkilega er, að í dag er ekki amast við því að menn græði á ferðamönnum með margvíslegum hætti, með því að skipuleggja hópaferðir um landið - hvort sem þ.e. með rútum eða skipulögðum "sleðaferðum" - "gönguferðum" - "hestaferðum" eða hverju öðru sem mönnum getur komið til huga að skipuleggja fyrir erlenda ferðamenn.
Og auðvitað, menn sjá ekkert að því, að gjald sé tekið fyrir gistingu á tjaldsvæðum eða hótelum.
- Þ.s. er áhugavert er að landeigandi má græða á ferðamönnum með margvíslegum hætti, þ.e. sölu þeim varnings, að bjóða þeim upp á skipulagðar ferðir um svæðið, eða reka tjaldsvæði í útjaðrinum.
- Þ.s. ekki má, er að selja inn á sjálf svæðið. Þá rísa menn upp og tala um græðgi.
Persónulega skil ég ekki almennilega - - af hverju mönnum er svo óskaplega mikill þyrnir í augum, þessi tiltekna leið til að hafa fé af ferðamönnum.
Það er verið að græða á ferðamönnum út um allt land, en það má ekki gera það með þeim hætti, að takmarka aðgang að svæði - selja aðgang að því svæði.
Með hvaða hætti getur "gróði" þjónað náttúruverndarsjónarmiðum?
Ef maður ímyndar sér - - að lagaákvæðum að ofan væri breitt þannig. Að Umhverfisstofnun, væri heimilt að gera samninga við aðila, sem fela í sér umsjón að svæði, og að auki heimilar gjaldtöku sem inniber kostnað viðkomandi aðila + "hóflegan" hagnað.
Þá er ég viss um að, eftirspurn eftir slíkum samningum - - mundi aukast verulega mikið.
Það gæti verið svo, að Umhverfisstofnun fái til sín hluta þeirra tekna t.d., þannig að Umhverfisstofnun sjálf, mundi þannig séð - - græða á þeirri eftirspurn. T.d. hafa efni á fleiri Landvörðum.
Gróði rekstraraðila - getur verið visst umsamið hlutfall tekna, á sama tíma og samningur kveður á um að tiltekið hlutfall tekna fari í rekstur - viðhald og laun starfsmanna. Þannig að ef aðili vill "auka gróða sinn" þá mundi hann þurfa samtímis, að verja auknu fé til staðarins og starfsmanna.
Ef að auki, Umhverfisstofnun fær til sín "hlutfall" mundi gróðasóknin að auki "vera gróðalind fyrir Umhverfisstofnun."
- Ég er ekki að tala um, að í nokkru sé slakað á kröfum um verndun staða, um gæði uppbyggingar eða eftirlits.
- Einungis að benda á, að gróði getur þjónað með öflugum hætti "náttúruverndarsjónarmiðum."
Það mundi verða eftirsóknarvert - - að taka að sér umsjón viðkvæmra staða.
Umhverfisstofnun mundi verða nánast umsetin þeim, sem hefðu áhuga.
Og það yrði ekkert vandamál, að fjármagna "landvörslu" og tja, stofnunina sjálfa.
Hennar tekjur mundu aukast og það hressilega.
-----------------------------
Það má hafa ákvæðin með þeim hætti þ.e. 85. gr. og 92. gr., að gjaldtaka inn á svæði sé með öllu óheimil - - nema gegn samningi við "Umhverfisstofnun."
Þannig að ef landeigandi hefur áhuga á að hafa tekjur af ferðamönnum, með því að takmarka umferð inn á svæði "sem er á hans landareign" þá verði hann að gera það í gegnum það ferli, að gerast "umsjónarmaður" þess svæðis, skv. samningi við "Umhverfisstofnun."
Niðustaða
Ég held að ráðherra umhverfismála hafi einfaldlega ekki áttað sig á því, hve öflugt tæki "gróðavon" getur verið, en málið er að "gróðavon" er einfaldlega form af hvata - - sem býr í mannlegu eðli. Gróðavon má stýra sbr. "manipulation" - hún getur bæði haft gott og slæmt í för með sér.
Trixið er að stýra henni þannig, að hún hafi gott í för með sér. Þ.e. ekkert ómögulegt við það, að notfæra sér gróðavon i því skyni, að stuðla að eflingu náttúruverndar hér á landi.
- Þ.e. augljóst að það vantar meira fé, til að standa að uppbyggingu ferðamannastaða.
- Einfaldasta leiðin til þess að útvega það fé, væri - - að "Umhverfisstofnun" mundi standa fyrir "útboði" ferðamannastaða.
- Ég virkilega meina það, að bjóða út rekstur þeirra - - skv. öllum þeim skilyrðum sem núverandi lög fara fram á, en auðvitað með þeirri lagfæringu á þeim ákvæðum, að gróði sé með í för.
Kv.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlekkur á könnunina má finna: Tæp 40% myndu hugleiða nýtt framboð hægrimanna.
Það sem mér finnst vert athygli - er hve prósenta þeirra sem geta hugsað sér að kjósa slíkan flokka, rímar vel við þ.s. hefur lengi verið tilfinning mín í gegnum árin.
Að sé ca. fylgi aðildarmálsins meðal þjóðarinnar.
Þ.e. á milli 35-40%.
Það ætti ekki að koma á óvart, að aðildarsinnuðum kjósendum - getur komið til hugar að kjósa aðildarsinnaðan flokk.
"Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna."
Það kemur sennilega ekki á óvart að kjósendur Pírata eða BF geti hugsað sér að kjósa slíkan flokk - - en athygli vekur hve margir sem segjast vera Sjálfsstæðismenn, taka einnig undir slíkt.
Merkilega margir kjósendur Framsóknar, miðað við harða andstöðu flokksins sem lá alltaf skýr fyrir gagnvart aðildarmálinu. En kannski kaus nokkur hópur flokkinn út á aðgerðir flokksins fyrir heimilin, sem er ef til vill þrátt fyrir allt - í þeim hópi sem til er í það að íhuga aðild.
Það hefur verið tilfinning mín um nokkurra ára skeið, að 2-falt flokkakerfi sé í þróun!
Um sé að ræða að stjórnmál hér séu sennilega að endurtaka gamlan klofning frá því fyrir 1920, þegar aðalklofningurinn snerist um mismundandi afstöðu gagnvart sjálfstæðismálinu. Tímabil svokallaðra "sjálfsstæðisstjórnmála."
- En ég tel að ísl. stjórnmál, séu að klofna um aðildarmálið - - þvert á hægri vinstri ásinn.
- Og út af því sé að þróast 2-falt flokkakerfi. Þ.s. á endanum geti verið búið að þróast kerfi þ.s. til sé staðar aðildarsinnaður hægri flokkur, á móti honum hægri flokkur sem sé sjálfstæðissinnaður. Síðan með sama hætti - tveir miðflokkar. Síðan tveir vinstriflokkar.
- Píradar virðast einhvers staðar úti í mýri - í þessu samhengi þó.
Ég held að klofningur þjóðarinnar vegna aðildarmálsins - - muni hindra að verulegu leiti flakk fylgis milli Sjálfsstæðisflokks, og fræðilega nýs hægri flokks er væri "frjálslyndur" -en það orð er nánast orðið í dag að kóða orði fyrir það að vera aðildarsinnaður meðal aðildarsinna í dag- þegar stefna slíks flokks væri orðin sæmilega vel kynnt.
Í dag liggur hún eðlilega ekki fyrir - - margir geta ruglast í ríminu, vegna frasans "frjálslyndur".
Það eru ekki allir sem skilja eða fatta, að "aðildarsinnar meina það í þeirri merkingu að flokkurinn væri aðildarsinnaður."
Þ.e. ekki ólíklegt, að nokkur hluti svarenda - sé að tjá óánægju með núverandi forystu, án þess að í reynd er á hólminn væri komið. Að þeir mundu í raun og veru vera líklegir kjósendur.
- Hægri sinnaður flokkur aðildarsinna muni líklega einungis keppa um atkvæði aðildarsinna, við aðra flokka aðildarsinna.
- Í því samhengi, sé því líklega eðlilegt - - að BF stafi einna mest hætta af slíkum hugsanlegum flokki.
- Og það sé alveg hugsanlegt að nokkur hópur Sjálfsstæðismanna, mundu kjósa slíkan flokk.
Líklegt fylgi gæti verið á bilinu 10-15%. Meðan að Sjálfsstæðisflokkur, gæti minnkað í það að haldast í því fari að vera alltaf innan við 30%.
Megin spurningin verði hvernig aðildarsinnar mundu skiptast milli aðildarsinnaðra flokka - - skv. könnuninni að ofan, væri minnst hreyfing á fylgi Samfylkingar meðal flokka aðildarsinna.
Ég á alls ekki von á að slíkur flokkur - -finni ógrynni af nýjum aðildarsinnum.
Því meir sem flokkum aðildarsinna muni fjölga, verði hver þeirra flokka fyrir sig - smærri.
Fjöldi þeirra þ.e. hlutfall meðal þjóðarinnar, hafi haldist ákaflega stöðugt í meir en 10 ár. Þ.e. á ca. svipuðu bili og könnunin að ofan sýnir að geti hugsað sér að kjósa flokk sem Þorsteinn Pálsson mundi fara fyrir.
Niðurstaða
Ég hef nefnt það áður. Að ég hef ekki endilega neitt á móti því. Að flokkum aðildarsinna fjölgi. Þannig að þau ca. 35-40% þjóðarinnar sem virðast aðildarsinnuð. Skiptist yfir hægri vinstri ás á flokka sem þá skipta þeim atkvæðum á milli sín.
Á sama tíma, festist sjálfstæðissinnaði helmingurinn á flokkakerfinu einnig í sessi, og þar verði einnig hægri vs. vinstri skipting.
Það auðvitað þíði, að flokkarnir verði fleiri og almennt smærri. Sem má vera að geti flækt stjórnarmyndun í framtíðinni. Sjálfstæðisfl. líklega minnki í að vera milli 20-30. Í stað þess að hafa oft áður verið milli 30-40%. Meðan að Samfylking með fjölgun flokka aðildarsinna, sé ólíkleg að stækka umfram 20%. 20% geti verið ca. hámarks fylgi hennar eftir fjölgun flokka aðildarsinna, kannski líklegra að hún haldist innan við 20%.
BF og hugsanlega Píradar einnig, gætu kannski einna helst orðið fyrir barðinu á nýjum hægri flokki. Ef af verður.
Kv.
1.4.2014 | 00:39
Þó að verðbólga mælist einungis 0,5% á evrusvæði, tekur Seðlabanki Evrópu sennilega enga róttæka ákvörðun
Þó að fljótt á litið virðist sem að lækkun verðbólgu úr 0,7% í 0,5% sé varasöm. En svokölluð kjarnaverðbólga virðist vera lítt breitt þ.e. 0,8%. En þá eru teknir út þættir sem hafa mikla verð-sveiflutíðni.
Þ.s. sennilega er varasamt, er hve lág verðbólga er í landi eins og Þýskalandi, þ.e. einungis 0,9%.
Myndin að neðan sýnir verðbólgu febrúar í ESB ríkjum - ekki nýjustu tölur
Þ.s. ég held að sé "varasamt" er hve lág verðbólgan er í löndum sem ekki eru í efnahagsvanda. Skv. tölum nú, mælist verðbólga í Þýskalandi enn lægri en þarna er sýnd. Eða 0,9%. Á Spáni lækkuðu verð um 0,2%.
Hún er alls staðar - - lægri en 2%. Og í mjög mörgum löndum, lægri en 1%.
Og í meir en helmingi landanna, lægri en 0,5%.
Euro area annual inflation down to 0.5%
Another Worrisome Drop in Euro Zone Inflation
Euro Area Inflation May Decline To New Low Of 0.5%
Þegar verðbólga er þetta lág, þá þarf líklega ekki neitt risa áfall, til þess að toga hana niður fyrir "0" í meðaltali landanna.
Það eru hættur þarna úti:
- US Federal Reserve - - ætlar að hætta prentun á árinu. Það má því búast við frekari flótta fjármagns frá "ný-iðnvæddum" löndum, og frekari gengislækkun gjaldmiðla þeirra landa. Möguleiki á kreppu í einhverjum þeirra landa er til staðar.
- Þ.s. síðan Kína, sem hefur verið að sýna bersýnileg einkenni þess, að þar sé að hægja á hagkerfinu. Og að stjv. séu að sprengja lánabólu - vísvitandi. Þ.e. raunveruleg hætta innan Kína á snöggri kreppu í einkahagkerfinu. Þó sennilegt sé að Kína detti ekki alla leið í samdrátt - - þ.s. stjv. Kína, eru líkleg til að auka framkvæmdir á móti. Þá mundi það samt sem áður leiða til þess, að verulega mundi hægja á hagvexti þar í landi heilt yfir litið.
- Svo má ekki gleyma deilunni við Rússa. En ef menn æsa sig upp í efnahagslegar refsiaðgerðir á Rússland sem bíta, geta þær einnig bitið á móti á Evrópu.
Þ.e. ekki síst út af þeim hættum -- sem hik "ECB" mánuð eftir mánuð, getur reynst áhættusamt.
En vísbendingar eru uppi um að "últra-lágverðbólgu ástand," sé a.m.k. að festa sig í sessi. Miðað við það hve lélegur framtíðar hagvöxtur verður sennilega í Evrópu - - gæti það verið staðan til framtíðar. Að verðbólga verði á bilinu 0-1%.
En þegar hún er það lág, verður það viðvarandi áhætta, að efnahagsáfall - - framkalli allt í einu verðhjöðnun.
Eins og Japan sýnir - - þá þegar væntingar um verðhjöðnun hafa fests í sessi. Er greinilega erfitt að snúa því ástandi við. Þrátt fyrir mikla peningaprentun í rúmt ár - - er verðbólga í Japan enn að mælast vel undir 2%.
Ef Evrópu tekst ekki að komast upp úr þeirri efnahaglegu nær kyrrstöðu, sem stefnir í - - þá mun líklega mikið atvinnuleysi einnig vera til frambúðar.
Niðurstaða
Þrátt fyrir að staðan á evrusvæði sýni að ástand mjög lágrar verðbólgu virðist ætla að festast í sessi. Sem er ekki beint í takt við peningamarkmið Seðlabanka Evrópu, að verðbólga eigi að vera sem næst 2%. Virðist ekki sérlega líklegt að "ECB" taki róttæka ákvörðun í peningamálum að sinni.
En líklega þarf verðbólga að lækka meir, niður undir "0" til þess að hreyfing komi á mál. Enda með vexti í 0,25%. Er talið þurfa fremur róttæka ákvörðun - ef á að skapa breytingu sem um munar. Tja, eins og peningaprentun.
Líklega sé það einmitt vegna þess, ef á að taka á málum, þarf það að vera róttækt - - að bankaráð "ECB" hikar mánuð eftir mánuð eftir mánuð.
Á meðan virðist mjög lág verðbólga stöðugt vera að festa sig betur í sessi. Þar með einnig sú hætta að magnast, að evrusvæði geti lent í verðhjöðnun.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fríverslunarsamningur við Kína gæti orðið næsti fríverslunarsamningur Evrópuríkja, í kjölfar á fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Ef forseti Kína, Xi Jinping fær einhverju um ráðið.
En í Evrópuför sinni virðast viðskipti hafa verið megin umræðuefnið, burtséð frá því hvaða ríki hann heimsótti, og einnig þegar hann átti fund í höfuðstöðvum Framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Skv. því sem kemur fram í fréttaumfjöllun, er Evrópa mikilvægasta viðskiptasvæði Kína. Á sama tíma er Kína 2-mikilvægasta viðskiptaland Evrópu - á eftir Bandaríkjunum.
Þetta setur kjánalega neikvæða umræðu hérlendis - þ.s. leitast er við að varpa upp neikvæðri sýn á áhuga Íslands á auknum viðskiptum við Kína; í áhugavert samhengi.
En flest það fólk sem er háværast í gagnrýni á þennan áhuga ísl. stjv., virðist áhugasamt um aðild Íslands að ESB. Miðað hvernig umræðan hljómar, virðist nánast að þetta ágæta fólk hafi ekki nokkra hugmynd um gríðarlegt umfang viðskipta Evrópu og Kína. Né að það átti sig á því að milli Evrópu og Kína sé til staðar gagnkvæmur áhugi á að efla þau viðskipti -- enn frekar.
France strives to improve its trade position with China
Xi Wraps up German Visit with Economic Highlights
Xi Jinping brings panda diplomacy to Brussels
China's Xi receives royal welcome in Belgium before EU talks
France and China should take the lead in forging Sino-EU relations, says Xi Jinping during tour
Myndin sýnir þegar Filippus konungur Belgíu sæmir Xi Jinping heiðursriddaranafnbót. Þetta er dæmi um þann fáránleika sem gjarnan einkennir slíkar heimsóknir.
"In the palace's Empire Room, the king bestowed the Order of Leopold on Xi..."
Ekki þekki ég akkúrat hver er hefðin að baki Leopold orðunni, en skv. "Wikipedia" þá er erfitt að sjá að forseti Kína sé réttmætur orðuhafi sbr: Order of Leopold
- It is the highest order of Belgium and is named in honour of King Leopold I.
- "The decoration was established on 11 July 1832 and is awarded for extreme bravery in combat or for meritorious service of immense benefit to the Belgian nation.
- The Order of Leopold is awarded by Royal Decree."
Það næsta sem Ísland á skv. þessu, er Fálkaorðan. Ég man þess ekki dæmi, að þekkist að "Fálkaorðan" sé notuð í augljósum pólitískum tilgangi - - til að koma sér í mjúkinn hjá valdamiklum erlendum þjóðarleiðtogum.
- En þetta sýnir kannski - - hve örvæntingarfull a.m.k. sum Evrópuríki eru, í sókn þeirra eftir erlendum fjárfestingum.
Eitthvað hefði verið sagt hér á landi, ef Davíð og Dóri, hefðu fengið Vigdísi til að veita þáverandi forseta Kína, Fálkaorðuna - - fyrir að láta svo lítið að sjá sig á Íslandi.
Nægilega var það gagnrýnt á sínum tíma, þegar aðgengi mótmælenda að heimsókn kínverska forsetans, var takmörkuð - töluvert.
Ísland er ásakað fyrir að sleikja upp Kínverja - - hvað þá með Belgíu?
------------------------------------
Það er ekki bara Belgía, þ.s. mjúkum höndum var farið með forseta Kína, í Frakklandi þ.s. er við völd vinstri stjórn franskra krata. Þar var eftirfarandi ákveðið - "In its bid to catch up, France has noticeably dialled down the volume of its concerns about human rights in China and other diplomatic issues."
- "A collection of commercial deals, including for Airbus aircraft and Areva, the nuclear group, are set to be signed on Wednesday when President Xi visits Mr Hollande at the Elysée Palace."
- "Agreements will be signed to open Chinese markets to charcuterie ham, sausages and other delicacies and in areas from milk production to care of the elderly."
Það er algerlega ljóst - - hver var fókus heimsóknarinnar.
Franskir embættismenn virtust fara mikinn í því að sleikja upp forseta Kína "French officials have made much of what they insist is a relationship like no other country with China..."
Ef mátti marka franska embættismenn, er Frakkland vinur Kína í heiminum Nr. 1.
------------------------------------
Áhugaverð voru viðbrögð Merkelar - - en hún hafnaði beiðni Xi Jinping um sameiginlega heimsókn á þekkta minningarstaði um "helför gyðinga" og önnur voðaverk nasista í Seinni Styrjöld.
Talið er að þýsk stjv. hafi óttast, að forseti Kína mundi nota tækifærið til að gagnrýna Japan, sem einnig er mikilvægt viðskiptaland Þýskalands. Að Merkel hafi óttast að styggja Japan.
Þetta sýnir samt sem áður hvort landið er mikilvægara Frakkland eða Þýskaland - - í Frakklandi virtist að menn gengu mjög langt til að komast til móts við sérhverja ósk gestanna. Það sama í öðrum Evr.löndum, t.d. Bretlandi. Og þið sjáið fyrir ofan hvað Belgar gerðu.
Forseti Kína hélt áhugaverða ræðu í Þýskalandi sbr:
- "Economic and trade ties are the cornerstones and propellers of China-Germany relations. Multiple cooperation documents have been inked between Chinese and German authorities, which are a major positive signal to the enterprises of both countries. These deals will further promote economic cooperation, trade exchanges and mutual investment, and play an exemplary role in furthering economic and trade ties between China and Europe."
- "During his visit to Duisburg, the world's biggest inland harbor, Xi Jinping called on China and Germany to work together to build a modern-day Silk Road economic belt. The Silk Road refers to an ancient trade route connecting China and central Asia and Europe."
- The two countries are now linked by the Chongqing-Xinjiang-Europe international railway with Duisburg acting as its European terminus. The Chinese president witnessed the arrival of a cargo train at the railway station in Duisburg from the southwestern Chinese city of Chongqing.
Niðurstaða
Það er bersýnilega í gangi mjög hraður vöxtur gagnkvæmra viðskipta Kína og Evrópu. Áhugi Kína á fríverslun við Evrópu - er áhugaverður. Kannski kemur slíkur samningur í framtíðinni milli ESB og Kína.
En David Cameron sagði t.d. þegar Xi Jinping heimsókti hann, að Bretland styddi fríverslun milli Evrópu og Kína.
Ísland var því kannski einungis nokkrum árum á undan Evrópu með það að klára samning um fríverslun við Kína.
Miðað við augljósan áhuga Evrópuríkja á auknum viðskiptum við Kína, og ekki síst á auknum fjárfestingum kínv. fyrirtækja í Evrópu - - þá er áhugi Ísland á viðskiptum við Kína, og á kínverskum fjárfestingum. Einungis dæmi um venju Íslands og íslendinga, að fylgja sömu meginstraumum og skekja okkar nágrannalönd Austan megin við hafið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2014 | 01:18
Brjóstumkennanlegar tilraunir á Kúbu til að auka fjárfestingar
Rakst á þessa skemmtilegu fréttaskýringu af nýjum lögum um fjárfestingar. Fljótt á litið virðast þau vera til mikilla bóta. Geta bent til þess að "vor sé framundan í efnahagsmálum Kúbverja" en eins og gjarnan var með lög á tímum Stalíns. Þá eru gjarnan til staðar ákvæði sem nokkrum setningum lengra, taka stórum hluta til baka - þ.s. sagt var í fyrra hlutanum. Eða a.m.k. grafa hressilega undan því.
Cuba cuts taxes for foreign investors
- "Foreign investors, who have weathered a difficult decade in Cuba, will see their profits tax fall from 30 per cent to 15 per cent..."
- "...and stop paying a labour tax and income tax under a new foreign investment law approved by the National Assembly on Saturday."
- "The law...waves the profits tax for the first eight years of any industrial or other major investment project."
Þetta virðist fljótt á litið - ákaflega eftirtektarvert.
En gallinn er - að sérhver fjárfesting þarf að fá heimild háttsetts aðila innan kerfisins.
- There are no across-the-board rules. The new investment law remains discretionary in that exceptions can be made at will and each venture needs approval at very high levels,
Því fylgir augljós spillingaráhætta - nánast eins og hannað til að þeir sem hafa heimild til að veita slík leyfi, verði milljarðamæringar.
- "The new law, like the current one, allows for 100 per cent foreign owned companies and does not explicitly exclude Cubans who are citizens of other countries,..."
- "...but in practice authorities have in most cases insisted on 51 per cent ownership of joint ventures and have not allowed Cubans living abroad to invest."
Þá má velta fyrir sér, hvort að þeir sem hafa slíka aðstöðu - - heimta ekki að þeir verði gerðir "meðeigendur" út á að "veita leyfið."
Viðkomandi aðila er kannski alveg sama um reksturinn sem slíkan, vill bara "hagnaðinn."
Fram kemur í greininni, að þrátt fyrir tilraunir Raul Castro til að færa Kúpu í smáum skrefum - nær nútímanum. Þá hafi það ekki fram að þessu skilað "hröðum hagvexti" né "hraðri uppbyggingu."
Það gæti einmitt verið vegna regla eins og fram kemur að ofan, sem veita spilltum embættismönnum líklega tækifæri til að auðga sjálfa sig með auðveldum hætti.
Það dragi eðlilega úr áhuga hugsanlegra fjárfesta, ef hátt hlutfall af væntum framtíðar hagnaði, þarf að fara í það að borga spilltum embættismönnum. Svo þeir fái að reka sín fyrirtæki.
Niðurstaða
Ég held að Kúpa sé ekki á leiðinni að verða efnahagslegur tígur í bráð. Hver veit. Kannski einhveratíma. En Kúpa er vel í sveit sett, rétt undan ströndum Bandaríkjanna. Tæknilega séð er Kúpa vel staðsett, til að vera ódýr staðsetning fyrir starfsemi til að framleiða fyrir Bandar.markað.
Viðskiptabannið hindrar ekki landið í að selja vörur til Mexíkó eða Kanada eða Evrópu. Þannig að það sé dauð hönd ríkisins á Kúpu fremur en viðskiptabannið sem haldi aftur af landinu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2014 | 23:45
Munu þingkosningarnar í Úkraínu marka upphaf að innanlandsátökum?
Eitt mikilvægt atriði er - að við vitum í ekki hve stór hluti íbúa Úkraínu í reynd styður byltinguna í Kíev. En þ.e. vert að muna að fyrrum forseti og ríkisstjórn - voru kosin í meirihlutakosningu.
Það er alveg hugsanlegt að byltingin sé stórum hluta "borgarbarn" þ.e. að fólk út til sveita. Sé ekki endilega einhuga að baki henni.
Þ.s. Úkraína er með fátækustu löndum Evrópu, fátækari en meira að segja Hvíta-Rússland. Þá er líklegt að mörg sveitahéröð séu lítt efnahagslega þróuð.
- Þ.e. ekki víst að íbúar í slíkum héröðum, séu áhugasamir um þau atriði sem barist var fyrir af þeim sem urðu ofan á í Kíev.
- Heldur að grunn atriði eins og "lífskjör" - "eiga fyrir mat" - "geta borgað gasreikninginn" o.s.frv. Séu meginatriði í þeirra huga.
Ef svo er - er ekki endilega loku fyrir skotið. Að úrslit kosninganna undir lok maí, verði með öðrum hætti en flestir reikna með.
Skv. Wikipedia eru Rússn.mælandi íbúar 17,3% af heildaríbúafjölda meðan að úkraínsku mælandi eru 77,8%. Það þíðir að verulegur hluti úkraínsku mælandi kaus Viktor Yanukovych, annars er erfitt að sjá hvernig hann gat unnið sigur í forsetakosningum með drjúgum meirihluta. Hans stjórnarflokkur einnig hlýtur að hafa fengið umtalsvert mörg atkvæði frá úkraínskumælandi.
Það sem er áhugavert í þessu samhengi eru kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins!
Það sem líklegt er að vera ákaflega óvinsælt - - myllusteinn um háls hvers þess sem vill fylgja þeirri áætlun sem Vesturveldi hafa sett sem skilyrði; eru kröfur AGS um 50% hækkun á gas-verði til almennings.
Þetta kemur til af því að það hefur tíðkast í Úkraínu að stjórnvöld niðurgreiði "gasverðlag" til almannaveita - - þetta hefur verið stór hluti ríkisútgjalda.
Og sannarlega ljóst að ef Úkraína á að samþykkja lánveitingu - - AGS + Evrópu + Bandaríkjanna.
Þá verða þessar niðurgreiðslur að hætta, þ.s. úkraínska ríkið þá augljóslega stendur ekki undir hvort tveggja, að standa við erlendar skuldbindingar og að halda þeim niðurgreiðslum áfram.
- Þetta getur einmitt skapað tækifæri fyrir flokka sem sækja fylgisgrunn sinn til rússneskumælandi íbúa - - að róa einnig á mið úkraínskumælandi.
- Höfum í huga að Pútín var búinn að bjóða Viktor Yanukovych 15ma.dollara lán, og var ríkisstjórn hans búin að taka við 3 milljörðum af því fé.
- Ef slíkur flokkur er í óformlegum samskiptum við rússn.stjv. er hugsanlegt að hann geti lofað því, ef sá flokkur kemst til valda - - að þeir peningar sem Pútín bauð verði áfram í boði.
- Og "til þess að afla atkvæða meðal almennings í úkraínskumælandi hlutanum" lofað því að niðurgreiðslur á gasi til almannaveitna - - haldi áfram.
- En ég held að Pútín verði alveg til í að veita slík loforð - - verðið náttúrulega það, að Úkraína fylgi þeirri áætlun sem hann hafði lagt fram - - nefnilega "efnahagsbandalag við Rússland."
Ef plottið heppnast - -og flokkur sem styður þá stefnu sem Viktor Yanukovych stóð fyrir fær mest fylgi, ásamt því að nýr forseti sem einnig styður þá stefnu nær kjöri.
Þá yrði virkilega áhugavert að fylgjast með því - hver viðbrögð þeirra hópa sem stóðu að baki byltingunni þá verða.
En ég á fyllsta von á að ef Pútín gæti þannig - náð Úkraínu til baka. Þá væri hann alveg til í að halda áfram að dæla fé í lánveitingar til landsins, til þess að þessar "niðurgreiðslur" geti haldið áfram.
Þannig haldið áfram að kaupa "óbeint" atkvæði fátækra Úkraínumanna.
- Til samanburðar við þann möguleika að Úkraína endi í NATO - jafnvel. Þá væri það ódýr valkostur að halda landinu uppi á "subsidy" eða því sem væri kallað lán, en sem gæti orðið afskaplega teygjanlegt hugtak.
Ég skal ekki fullyrða að þetta verði niðurstaðan - - en ég held að kosningarnar verði "slagur" um framtíðarstefnu Úkraínu.
Og einnig að úrslitin séu ekki örugg.
Niðurstaða
Ef við ímyndum okkur að nýkjörinni stjórn og þingi, ásamt forseta. Væri fljótlega í kjölfarið - steypt af stóli. Og við ímyndum okkur að fyrir þeim verknaði, færu sömu hópar og stóðu fyrir byltingunni fyrir skömmu síðan. Þá væru Vesturlönd komin í ákaflega "áhugaverða stöðu" ef þau mundu ákveða að styðja þá hópa áfram. En þá væri ekki unnt að halda því fram, að þeir stæðu fyrir lýðræði.
Í kjölfar slíks atburðar þá held ég að "borgarastríð" væri næsta örugg útkoma. Pútín væri þá kominn með þá átyllu sem hann þyrfti til að beita rússn.hernum, til "verndar rússn.mælandi íbúum" landsins.
Það væri þá mjög erfitt fyrir Vesturlönd að halda því fram, að aðgerðir hans væru "vondar."
Sjá fréttir um liðssafnað Rússa við landamæri Úkraínu:
Russian Buildup Stokes Worries
Russia's buildup near Ukraine may reach 40,000 troops: U.S. sources
Sá liðssafnaður getur verið "Plan B" ef "Plan A" er rétt líst að ofan.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2014 | 22:55
Getur verið óðfluga að styttast í að "ECB" hefji seðlaprentun
Það vakti mikla athygli um daginn þegar helsti andstæðingur prentunar í Evrópu, Jens Weidmann, kom fram með ummæli - sem sýna mjög mildaða afstöðu gagnvart seðlaprentun. Ummælin voru ekki sterk - - þ.e. hann sagði eitthvað á þá leið. Að seðlaprentun væri ekki gersamlega óhugsandi.
Bundesbank hawk signals backing for QE
"...QE programme was not generally out of the question..."
Hann er með öðrum orðum ekki að ganga lengra en að - - slaka á andstöðu sinni.
Sem getur verið nóg til þess að málið komist loks í gegnum bankaráð Seðlabanka Evrópu.
Síðan á fimmtudag, tók ég eftir áhugaverðri grein eftir Lorenzo Bini-Smaghi, sem er fyrrum bankaráðsmaður í Seðlabanka Evrópu.
En hann var töluverður haukur sem bankaráðsmaður - - en nú í fyrsta sinn.
Kemur hann með grein sem formlega styður "prentun."
Hann er örugglega enn með tenglanet inn í raðir bankráðsmanna í "ECB."
-----------------------------------------------------------
Reasons to favour eurozone quantitative easing
- "First, the ECB is missing its primary objective...Price stability has been defined by the ECB as a rate of price increase below but close to 2 per cent...inflation is, and will likely remain, closer to 1 per cent than 2 per cent."
- "Second, the ECB has nearly exhausted its room for manoeuvre on traditional policy instrument...A remaining 25 basis points cut in the main refinancing rate would have to be accompanied by a negative deposit rate, whose effects on monetary conditions are uncertain over the medium term."
- "Third, the non-conventional policy instruments used so far by the ECB rely largely on the willingness of eurozone banks to use them...With a slow recovery and the stigma attached to these operations, few banks seem to have appetite for such instruments."
- "Finally, the eurozone is facing a rising demand for euro-denominated assets from the rest of the world...which pushes the euro exchange rate up to levels not consistent with the feeble recovery and price stability."
- "As the public debt needs to fall in all eurozone countries, the demand for euro assets can only be accommodated through greater liquidity creation by the central bank."
- ""What is needed...is an instrument, such as the purchase of assets from financial institutions, which affects the latters portfolio composition and induces them to pass on the liquidity that they receive to the rest of the economy."
-----------------------------------------------------------
Það er sérstaklega góður punktur hjá Bini-Smaghi að aðgerð Seðlabanka Bandar. - er hann stefnir að því að hætta prentun á árinu. Hefur skapað töluvert fjármagnsflæði frá nýmarkaðslöndum inn í gömlu 1-markaðs löndin við N-Atlantshaf.
Það fjármagnsflæði hefur að hluta til einnig leitað til Evrópu, og er að skapa hækkunar þrýsting á gengi evrunnar - - sem magnar upp hættuna á verðhjöðnun í Evrópu.
Það sé nauðsynlegt að mæta þeirri auknu eftirspurn eftir evrum, með því að "auka framboð á þeim" í alþjóðakerfinu. Ef gengið á ekki að halda áfram að stíga.
En það sé fáránlegt að það efnahagssvæði í heiminum sem hefur veikasta hagvöxtinn, skuli hafa sterkasta gjaldmiðilinn.
Þ.e. einnig góð ábending að frekari vaxtalækkun þ.e. úr 0,25% í "0%" mundi litla þýðingu hafa, og yrði að beita einhverju öflugu meðúrræði.
Það viti enginn í raun og veru hver áhrif þess að setja neikvæða vexti á innlánsreikninga "ECB" mundu verða - - persónulega tel ég að bankarnir í Evrópu mundu kaupa meir ef ríkisbréfum.
Ekki standa fyrir aukningu útlána! En þ.e. mín skoðun.
- Með "QE" getur "ECB" keypt upp eitraðar eignir banka í Evrópu - lagt inn á sinn efnahagsreikning.
- Eins og "US Federal Reserve" hefur sannarlega gert í miklum mæli.
Höfum í huga, að þ.e. ekki hættulegt fyrir Seðlab.Bandar. að eiga svo mikið af eignum með sennilega vafasamt verðmæti eða a.m.k. óvíst verðmæti?
En tja, ef verðmætið er lægra en skráð verðmæti. Þá einfaldlega þíðir það að eignasafnið er í reynd minna að umfangi.
"US Fed" gæti hæglega án nokkurra vandamála, afskrifað helming þess eignasafns - - og ég kem ekki auga á neina augljósa hættu við þá aðgerð. En það mundi einfaldlega afskrifa duglegan slurk af þeim dollurum sem hann hefur prentað.
Með sama hætti væri það algerlega hættulaust fyrir "ECB" að hefja sambærileg kaup. Svo fremi sem þau eru fjármögnuð 100% með prentun. Þá skapar það enga fjárhagslega áhættu fyrir meðlimaríkin.
Með verðbólgu í ca. 0,8% að meðaltali - - getur "ECB" prentað töluvert mikið, þannig keypt gríðarlega mikið af slæmum lánum þannig tekið yfir mikið af því sem bankar í Evr. annar þyrftu að afskrifa; án þess að framkalla meðal verðbólgu umfram 2%.
Með því að minnka afskriftir banka í aðildarlöndum evru sem eru í vanda - - mundi það verða mögulegt miklu mun fyrr en ella fyrir banka í þeim löndum, að auka framboð á nýju lánsfé.
Að auki með því að minnka afskriftarkostnað banka í þeim löndum, þá mundi "ECB" einnig lækka lántökukostnað í þeim sömu löndum - - þar með minnka þann vaxtamun á milli aðildarlanda evrusvæðis sem í dag er orðinn töluverður.
Niðurstaða
Ofangreint getur bent til þess að það styttist óðfluga í þann dag. Að bankaráð Seðlabanka Evrópu hefji formlega "Quantitative easing (QE)" aðgerð. En líklega er stórfelld kaupaðgerð af hálfu "ECB" það eina sem getur forðað Evrusvæði frá því að detta inn í verðhjöðnun.
Þ.e. þá helst spurning hver markmiðið með prentun akkúrat væri. En ef t.d. það væri það sama og "Bank of Japan" þ.e. 2% markmið. Sem "US Fed" miðar einnig við.
Þá gæti verðbólga í sumum löndum t.d. Þýskalandi orðið nokkuð meiri en 2% t.d. milli 3-4%. Ef hún væri á sama tíma t.d. í S-Evr. nær 1%.
En það hefur lengi blasað við - - að ef það á að vera mögulegt fyrir löndin í S-Evr. að kostnaðar-aðlaga hagkerfin sín miðað við aðrar aðildarþjóðir, verður meðalverðbólgan á evrusvæði að vera nægilega há. Svo að löndin sem þurfa að kostnaðaraðlaga geti haft lægri verðbólgu en löndin í N-Evr. án þess að detta í ástand verðhjöðnunar.
Það þíðir sennilega að "ECB" yrði að halda til streitu 2% markmiðinu - þó svo það þíddi meir en 3% verðbólgu í Þýskalandi. Spurning hvort Þjóðverjar þegar á reynir geta sætt sig við það?
Kv.
Skv. FT verður hann kynntur til sögunnar á næstu dögum. En ástæður þess að þetta sé gert löngu fyrir kosningar í Úkraínu. Sé ótti við það að úkraínsk stjórnvöld séu við það að verða "uppiskroppa" með fé. En það hefur komið fram áður að hratt gengur á gjaldeyrisforða landsins. Að ljóst væri að hann mundi ekki endast út árið, að meira að sega væri óvíst að hann entist fram að kosningum eftir 3-mánuði.
Að gengið sé frá björgunarpakka fyrir Úkraínu fyrir kosningar, þegar áður var talað um að ganga frá málinu eftir kosningar, sennilega sýnir fram á að ótti manna um það - að peningar úkraínskra stjv. væru brátt búnir. Hafa verið á rökum reistir.
IMF rushes through $15bn Ukraine bailout
"The International Monetary Fund is expected to announce a rescue package for Ukraine of about $15bn as early as Thursday in hopes that the initial aid payments could be made by the end of April, according to officials involved in the negotiations."
Það sem mér finnst áhugavert - - er sú mikla fjárhagslega áhætta sem verður tekin, með því að lána Úkraínu fé!
Það eru komnar nýlega fram upplýsingar þess efnis, að her Úkraínu sé nánast algerlega lamaður, eftir áralangt fjársvelti - spillingu og óstjórn:
Varnarmálaráðherra Úkraínu - - afhjúpar grafalvarlega stöðu hersveita landsins
- Ef þ.e. satt að einungis 6000 manna lið sé bardagafært, meðan að Rússar hafa a.m.k. 150þ. manna lið, á svokölluðu "vestursvæði" sem unnt væri að kalla til með stuttum fyrirvara - og færa upp að landamærum Úkraínu.
- Þá sést hvað ég á við með - áhættu!
Skv. frétt Reuters, hafa Rússar ca. 30þ. hermenn við sjálf landamæri Úkraínu.
Western governments see continuing Russian buildup on Ukraine border
Pútín virðist í þeirri stöðu - vegna veikleika úkraínska hersins, að geta hvenær sem honum þóknast, ákveðið að taka A-héröð Úkraínu, þau héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir.
- Útreikningar á mögulegri sjálfbærni Úkraínu, út frá mati á greiðslugetu.
- Hljóta að gera ráð fyrir að Úkraína haldi öllum "economic assets" en A-héröðin eru megin iðnhéröð landsins, þ.s. meir en helmingur þjóðarframleiðslunnar verður til.
Pútín getur einnig beitt vægari úrræðum - - "hækka gasverð" - "setja gjöld á innfluttan varning frá Úkraínu til Rússlands" - "setja skatt á fé sem 3 millj. Úkraínubúa sem vinna í Rússlandi en senda til Úkraínu þær peningasendingar eru áætlaðar ca. 10% af þjóðarframleiðslu Úkraínu" - "tímabundið stöðva einstakar vörur framleiddar í Úkraínu af heilsufarsástæðum."
Punkturinn er sá, að mér virðist það Pútín ákaflega auðvelt mál - - ef hann vill.
Að triggja það að AGS prógramm "geti ekki gengið upp."
En skv. FT mun það fela í sér "bilateral" þ.e. ekki bara lán AGS, heldur lán frá ESB og Bandar. Þ.e. samvinnu milli þessarra aðila um það að lána Úkraínu fé.
- Manni dettur svona í hug - - að Pútín geti dottið í hug að bíða með aðgerðir, þangað til að Bandar. og Evrópa og AGS, hafa lánað umtalsvert fé til Úkraínu.
- Áður en hann beitir aðgerðum til að tryggja, að það fé fái Evr. - Bandar. - AGS aldrei til baka.
Niðurstaða
Sjálfsagt er það tæknilega rétt - - ef menn láta svo að ekki sé hætta á innanlandsátökum í Úkraínu. Eða því að landið tapi rússn.mælandi héröðum, og þeim "economic assets" sem þar eru. Að með skynsamri hagstjórn - sé mögulegt að snúa efnahag Úkraínu við.
En eru einhverjar líkur á því að Pútín lofi málum að ganga þannig fyrir sig?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.3.2014 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar