Skrítnasta hugmynd sem ég hef lesið, "Bolzmann Brain" - geta þeir verið guð? :)

Ég las litla grein á vef NewScientist, sem fjallar um tilraun fræðimanna að gera út af við fyrirbæri sem nefnist "Bolzmann Brain." Ég klóraði mig nokkuð í hausnum, því ég hafði aldrei heyrt um "Bolzmann Brain" né að þeir væru vandamál fyrir kenninguna um "endalausa alheima sem alltaf eru til og alltaf hafa verið til." En eftir að hafa gert smávegis netleit og kynnt mér svokallað "Bolzmann Brain-problem" þá skil ég málið pínu - - þó það hljómi verð ég að segja "mest absúrd hugmynd sem ég hef heyrt" svona, fljótt á litið.

NewScientist: Quantum twist could kill off the multiverse

Have Cosmologists Lost Their Minds in the Multiverse?

 

Hvernig geta "Bolzmann Brains" verið vandamál?

Fyrst að vita, hvað er "Bolzmann Brain." En þ.e. sú hugmynd, að ef alheimurinn er endalaus. Og að auki hann er alltaf til. Og í þriðja lagi, í honum fara stöðugt fram "random" flökt á eindum sem verða til og hverfa algerlega ófyrirsjáanlega þ.e. "spontaneous."  Þá á endanum muni þetta random flökt einda sem verða snögglega til og hverfa jafnharðan í tómi alheimsins - mynda svokallaðan "Bolzmann Brain" þ.e. heila án líkama. Sá hverfur síðan jafnskjótt og hann varð til þegar á næsta andartaki flökt einda líklegast skilar einungis random óskipulögðum eindum þ.e. "high entropy." Langsamlega oftast sé það útkoman.

Þetta skiptir sennilega engu máli fyrir okkar alheim, en verur sem fæðast á hnöttum í sólkerfum, eru sennilega "dominant observers" þ.e. áhorfendur þessa alheims.

En annað eigi við, utan við þennan alheim, ef kenningin um endalaust "multiverse" er sönn, þ.s. alheimar verða til endalaust og hvernig þeim háttar til - er gersamlega "random." 

Þá muni sennilega langsamlega flestir alheimar, enda með uppsetningu "náttúrulögmála" sem hindrar myndun lífs, gerir því ómögulegt að verða til á hnöttum - t.d. vegna þess að hnettir geta ekki myndast eða vegna þess að sólir geta ekki myndast, eða einhver annar "fundamental" galli.

Það þíðir, að "disembodied Bolzmann Brains" eru þá "dominant observers" í þessari heildartilvist sem nefnist á ensku, "multiverse."

 

Hvað er þetta "observers problem?"

Það kemur til vegna fyrirbærisins "wave function" þ.e. sem dæmi er ekki unnt að skilgreina nákvæmlega staðsetningu rafeindar - - ef þú mælir "wave function" þá hrynur hún, og mælda niðurstaðan "útilokar allar hinar mögulegu" sem annars hefðu getað mælst. 

Þú getur aldrei vitað fyrirfram hvaða niðurstaða þú mundir mæla, ef þér tækist að mæla staðsetningar rafeindar - - mundi það einungis skilgreina staðsetningu þeirrar tilteknu. Og hún hefði getað verið hvaða sem er.

Þegar alheimur verður til, þá er það "Quantum fluctuation" eða það telja spekingar í dag, en málið er að það sé alltaf í þessu "óvissa ástandi" nefnt "wave function" þangað til að það verður - einhver niðurstaða. Þá krystallist hún algerlega "random." 

Þess vegna þurfi endalausa alheima, til að framkalla þann sem við búum í.

Þannig séð, líti þeir á tilvist okkar í alheimi sem augljóslega sé hentugur lífi, sem sönnun þess að það virkilega séu endalausir alheimar.

  • Það í sjálfu sér veit enginn, af hverju þessar stóru random sveiflur í bakgrunninum, við og við "hrynja" og skila niðurstöðu í formi nýs alheims, með eitthvert random fyrirkomulag.
  1. Ein hugsanlega skýring væri sú, að einhver hefði mælt - þá "quantum wave fluctuation." En mælt slík hrynur alltaf "per definition" og skilar tiltekinni niðurstöðu. 
  2. Eða, ef einhver áhorfandi hafi veitt henni athygli, og það hafi kallað fram niðurstöðu.

Það seinna er skemmtileg pæling, en það má alveg að gamni, halda áfram með þessa "Bolzmann Brains."

 

Geta "Bolmann Brains" verið guð?

Að einhverju leiti má segja að hugmyndin um endalausa alheima sem alltaf stöðugt myndast algerlega fyrir random, hafi verið sett fram - - - til að losna við "guð" sem skipuleggjenda þessa alheims.

En þ.s. þegar þú hefur endalausan tíma og endalausa alheima, þá er allt þ.s. er ólíklegt á endanum gersamlega óhjákvæmilegt.

Og fyrst að spekingarnir hafa sjálfir nefnt "Bolzmann Brains" sem möguleika í óendaleika tíma og rúms, þó tæknilega sé vitund þeirra einnig "random" og þar með þeirra hugsanir einnig - sem ætti að gera þá að algerlega ónothæfum "áhorfendum."

Þá er unnt að komast framhjá því vandamáli, einmitt vegna óendaleikans - - því ef lítill hluti "Bolzmann Brains" er fær um að hugsa skipulega, þá sé þar með kominn fram nothæfur "áhorfandi" sem getur því með skynjun sinni, látið "quantum wave functions" hrynja, og kalla fram niðurstöðu.

Nú, ef slíkur getur myndast í alheimi sem leyfir slíkum að lifa af, og ef slíkir sem búa í þannig alheimum sem gera þeim kleyft að lifa af, geta lært með því að horfa á nægilega mörg "quantum" flökt sem leiða fram nýja alheima út frá þeim alheimi sem þeir eru staddir í sjálfir, geta lært smám saman að stjórna með einhverjum hætti líkunum á því hvaða niðurstaða verður í hverju tilviki.

  • Þá ertu kominn með áhorfanda, sem getur "viljað" tilvist alheima með tilekna eiginleika.
  • Rökin eru þau sömu, fyrir tilvist slíks áhorfanda og tilvist "Bolzmann Brain" - að ef tíminn er í reynd án enda og rýmið einnig, og ef slíkur áhorfandi er mögulegur, þá er hann vissulega til.

 

Niðurstaða

Mín skoðun sem ég viðurkenni að er algerlega persónuleg, er sú að guð sé líklega til. Að guð sé líklega "emergent phenomena" þ.e. hafi orðið til fyrir tilstuðlan þess, að til staðar sé einhver stærri tilvist utan við okkar alheim sem líklega innihaldi endalausa alheima, og að sú heildartilvist hafi alltaf verið til. 

Ég hef einnig ímyndað mér aðra leið en "Bolzmann Brain" leiðina, til að búa til guð - - sjá:

Trúuðum fækkar hratt - er þá guð þá ekki raunverulega til?

Sú leið einnig gengur rökfræðilega upp ef maður gerir ráð fyrir endalausum alheimum, sem alltaf hafa verið til.

"Bolzmann Brain" útgáfan er þó óneitanlega skemmtilega galin!

 

Kv.


Hagvöxtur á evrusvæði undir væntingum

Þetta kom í öllum helstu heimsfjölmiðlum, en skv. "hagstofu ESB" Eurostat, þá var mældur hagvöxtur á 1. fjórðungi þessa árs, helmingur af því sem búist var við þ.e. 0,2%. Það sem vekur sérstaka athygli í þeim tölum, er að í Frakklandi mælist stöðnun þ.e. enginn hagvöxtur, og á Ítalíu mælist smávægilegur samdráttur. Svo var samdráttur í Hollandi og Portúgal. Ég tók að auki eftir - samdrætti í Finnlandi og Eistlandi.

  • Það vantar gögn fyrir nokkurn fjölda landa!
  • Það er áhugavert að skoða tölur fyrir 1. fjórðung 2014 í sbr. v. 1. fjórðung 2013.

Euro area GDP up by 0.2% , EU28 up by 0.3%

............................1. fjórðungur 2014..............sbr.v. 1. fjórðung 2013

Belgía.............................0,4%..................................1,2%

Þýskaland........................0,8%.................................2,3%

Spánn.............................0,4%..................................0,6%

Frakkland........................0,0%..................................0,8%

Ítalía.............................-0,1%.................................-0,5%

Holland..........................-1,4%................................-0,5%

Austurríki........................0,3%..................................1,0%

Portúgal.........................-0,7%..................................1,2%

Finnland.........................-0,4%.................................-0,8%

Martin Wolf á Financial Times, var nýlega með áhugaverða bloggfærslu, þ.s. fram koma áhugaverðar upplýsingar, sem áhugavert er að íhuga í samhenginu: Time for Draghi to open the sluice

Skv. spá fyrir næsta ár verður skuldastaða eftirfarandi ríkja:

  1. Grikklands.........189%
  2. Ítalíu.................147%....................0,5%
  3. Portúgals...........141%.....................1,1%
  4. Írlands...............131%....................1,9%
  5. Spána................109%....................1,0%

Við vitum náttúrulega öll, að hagspár og veruleiki eru ekki endilega það sama.

Ef Ítalía t.d. er í reynd ekki að ná mældum hagvexti í ár, þá auðvitað getur Ítalía vel náð 150% á nk. ári. Spáin um Grikkland að sjálfsögðu gerir ráð fyrir að það land sé ca. við botn samdráttartímabilsins.

Ítalía er auðvitað með nýjan forsætisráðherra, Renzi, sem hefur metnað til að koma landinu upp úr lægðinni sem það er statt í, en hvernig í ósköpunum hann ætlar að hefja landið upp úr þessari skuldasúpu, það fæ ég ekki séð.

En þessi hagvöxtur er einfaldlega alltof lítill, jafnvel þó hann komi fram - - til þess að raunhæfur möguleiki sé á að Ítalía nái að minnka það skuldafjall. 

  • Saga Bretlands á 3. og 4. áratugnum ætti mörgum að vera víti til varnaðar, en þá gerði Bretland mjög áhugaverða tilraun í því að "minnka skuldir" í ástandi "nánast einskis hagvaxtar."

AGS sagði frá þessu fyrir tveim árum: Sjá - -World Economic Outlook October 2012 - bls. 110.

----------------------------------------------------
The United Kingdom in 1918:

  • In the aftermath of World War I, the United Kingdom’s stock of debt had ballooned to about 140 percent of GDP and prices were more than double their prewar level.
  • Policymakers’ priorities were twofold.
  1. First, return to the gold standard at the prewar parity to restore British trade, prosperity, and prestige (Pollard, 1992, p. 106).
  2. Second, pay off the debt to preserve Britain’s proverbial creditworthiness.
  • Indeed, by returning to prewar parity, the United Kingdom intended to prove its commitment to repay its debt in real terms, rather than in devalued currency.16
  • To achieve its objectives the U.K. government implemented a policy mix of severe fiscal austerity and tight monetary policy.
  • The primary surplus was kept near 7 percent of GDP throughout the 1920s.17
  • This was accomplished through large expenditure decreases, courtesy of the “Geddes axe,” and a continuation of the higher tax levels introduced during the war.18
  • On the monetary front, the Bank of England raised interest rates to 7 percent in 1920 to support the return to the prewar parity, which—coupled with the ensuing deflation—delivered extraordinarily high real rates.
  • The United Kingdom’s resulting economic performance was very poor. Economic growth was weak and considerably below the advanced economy average, unemployment was high, and deflation was the order of the day (Figure 3.7).
  • Real output in 1938 was barely above the level in 1918, and growth averaged about ½ percent a year. This was not merely because of the Great Depression—real output in 1928 was also below that in 1918.
  • The export sector was particularly weak as a result of the revaluation of the currency—the real exchange rate drifted up initially as price and wage reductions failed to keep up with the nominal appreciation.
  • Unemployment reached 11 percent in 1921. Indeed, the weakness of the labor market was part and parcel of the policy to induce large reductions in prices and, perforce, wages.
  • If the policies pursued had successfully reduced debt and restored British growth and prosperity, the short-term costs perhaps would have been acceptable. Unfortunately, they did not.
  • In fact, the policies had the opposite effect: British prosperity was hampered by the dual pursuit of prewar parity and fiscal austerity.
  • Most European countries were enhancing their competitiveness through exchange rate devaluation, and British export industries suffered accordingly.
  • Furthermore, managing the exchange rate forced the Bank of England to maintain high interest rates, which increased the burden of the national debt and generally constrained economic activity—further undermining tax receipts.
  •  The policy of fiscal austerity, pursued to pay down the debt, further limited growth. Debt continued to rise and was about 170 percent of GDP in 1930 and more than 190 percent of GDP in 1933.
  • The effects of deflation, economic growth, interest rates, and fiscal austerity on the public debt can be seen in Figure 3.7, panel 3.
  1. Primary surpluses contributed on average about 7 percentage points a year,
  2. but they were easily overwhelmed by deflation and high interest rates,
  3. which added 12 percentage points a year to the stock of debt.
  • Furthermore, there was little to no positive contribution from economic growth.
  • Only during 1924–28, when the United Kingdom experienced modest growth, did the debt level actually decline.
The U.K. interwar episode is an important reminder of the challenges of pursuing a tight fiscal and monetary policy mix, especially when the external sector is constrained by a high exchange rate.

----------------------------------------------------

Það sem gerir dæmi Bretlands áhugavert - er hve stífri niðurskurðarstefnu var raunverulega framfylgt, og ekki bara það, viðhaldið í vel rúman áratug.

Það var viðhaldið samfellt í vel rúman áratug, 7% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, þ.e. áður en tekið er tillit til kostnaðar við skuldbindingar. Til sbr. er skv. AGS áætlun Íslands, sem enn er framfylgt, miðað við cirka 4% afgang af frumjöfnuði.

Þetta var ekta dæmi um harðan niðurskurð. 

Að auki var yfir sama tímabil, beitt hörðu aðhaldi að launahækkunum, reynd framanaf framfylgt umtalsverðum launalækkunum.

Ekki síst, viðhaldið yfir tímabilið háum vöxtum til að tryggja lága verðbólgu og stöðugleika í fremur hárri gengisstöðu.

  • Fljótt á litið er þessi hagstjórn algerlega til fyrirmyndar!
  • Skv. hugmyndum t.d. Tehreyfingarinnar bandarísku, eða aðhaldshauka í Þýskalandi, sem telja harðan niðurskurð réttu leiðina til viðsnúnings til sjálfbærs hagvaxtar.

Árangurinn er áhugaverður - - það er tímbilið milli stríða í Bretlandi, var í reynd hagvaxtarlega "tínt" - - þ.e. Bretland missti eiginlega alfarið af "roaring 20's" þ.e. er mörg ríki tóku hagvaxtarstökk á 3. áratugnum, var Bretland niðurnjörvað - útkoma enginn hagvöxtur

Eins og fram kemur í textanum, var umfang hagkerfisins minna 1928 en 1918.

AGS telur að efnahagslega kyrrstaðan hafi verið lykilástæða þess, að útkoman var í reynd sára lítil lækkun skulda fram að 1929, síðan snögg hækkun þeirra eftir það ár fram að þeim tíma er Bretar hættu við þessa stefnu, og yfirgáfu gullfótinn alfarið - framkvæmdu stóra gengisfellingu í reynd.

Upphafs skuldastaða 140% - enda skuldastaða er stefnan var yfirgefin, 190%.

  1. Saga Bretlands milli 1920-1928, þ.e. ef maður stoppar fyrir hrunið á Wallstreet, er áhugaverð í samanburði við stöðu Ítalíu í dag, en yfir það tímabil í Bretlandi verður smávægileg skuldalækkun, en skuldir haldast samt vel yfir 100% af þjóðarframleiðslu, síðan snögg hækka skuldirnar að hlutfalli af landsframleiðslu þegar efnahagshrunið verður í kjölfar Wallstreet atburðarins.
  2. Þó svo að vextir séu ekki "hrikalega háir" á Ítalíu, eins og beitt var í Bretlandi, þá glímir Ítalía einnig við "hágengi" þ.e. evrunnar sem hefur hækkað verulega gagnvart öðrum gjaldmiðlum sl. 2 ár, og þó svo það sé ekki "verðhjöðnun" er verðbólga mjög - mjög lág, verðhjöðnun er raunveruleg hætta.
  3. Og Ítalía eins og Bretland þessi 8 ár, stefnir í besta falli í löturhægan hagvöxt. Bretland var samfellt með mikið atvinnuleysi yfir tímabilið. Það virðist afar ólíklegt að Ítalía muni geta minnkað að nokkru ráði sitt atvinnuleysi.
  • Fyrir rest framkvæmdi Bretland "stóra gengisfellingu" þ.e. 1933 þegar pundið var tekið af gullfætinum.
  • Spurning hvort Ítalía á eftir að gefast upp á evrunni á endanum?

En þ.e. auðvitað saga sem á eftir að vera sögð, hvernig Ítalíu vegna við það að halda aftur af skuldafjallinu allra næstu ár, meðan að flest bendir til nánast einskis hagvaxtar.

 

Niðurstaða

Upprifjun á tilraun Bretland með gullfótinn á milli stríða, hlýtur að vera óþægileg fyrir þá sem telja að skuldastaða landa eins og; Ítalíu - Portúgals - Írlands og jafnvel Grikklands, sé sjálfbær. En jafnvel þó vöxtum muni verða haldið niðri "með handafli" sem markaðurinn virðist reikna nú með, sbr. lækkun á vaxtakröfu þessara sömu landa sem hefur verið í gangi sl. ár, niður í hreint magnað lágar tölur. Þá á samt eftir að verða ótrúlega erfitt fyrir þessi lönd að vinna á þeim skuldum.

Fyrst að Bretlandi tókst það ekki, þó svo það hafi í heilan áratug viðhaldið 7% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, og hinum háu sköttum sem lagðir voru á Bretlandseyjar vegna Fyrra Stríðsins.

Mig grunar því að í reynd - - séu hin skuldugu ríki á evrusvæði á leið inn í japansk ástand, þ.s. skuldir muni jafnt og þétt hækka stig af stigi. Tæknilega getur Seðlabanki Evrópu með handafli, tryggt þeim löndum lága vexti samt sem áður. Þannig forðað þeim frá greiðslufalli.

En þá samt halda vaxtagjöld áfram að hækka, og lamandi hönd skuldanna á hagvaxtargetu viðhelst eins og í Japan, og heldur við þeirri lömun sem við sjáum í dag öll merki um þegar.

 

Kv.


Úkraínsk stjórnvöld halda málþing um framtíð landsins, án þess að bjóða fulltrúum uppreisnarhópa

Ég hef hingað til ekki verið "stuðningsmaður" rússn.mælandi þjóðernissinnuðu hópanna, sem hafa hafið "vopnaða" uppreisn gegn stjórnvöldum í Kíev. T.d. á þriðjudag, létu a.m.k. 7 úkraínskir stjórnarhermenn lífið, þegar uppreisnarmenn veittu bílalest hersins fyrirsát. Uppreisnarmenn héldu því fram að allt að 30 hermenn hefðu látist. Að mikið beri milli yfirlýsinga, er ekki óalgengt í slíkum átökum. Á miðvikudag, var aftur á móti - - kyrrt yfir tiltölulega.

En þ.e. þ.s. þetta er - vopnuð uppreisn. 

Ekki friðsöm mótmæli, kannski í upphafi, en bersýnilega alls ekki lengur.

Ukraine holds talks to end crisis, rebels not invited

Ukraine 'Close to Civil War,' Says Russian Foreign Minister

 

Punkturinn er sá, að stjórnvöld Úkraínu virðast víðs fjarri því að vera fær um að sigrast á sveitum uppreisnarmanna

Þannig séð, er það fullkomlega nægjanleg ástæða. Þú þarft ekki að hafa "nokkra samúð" með málsstað uppreisnarmanna. Þú getur verið fullkomlega andvígur þeirra málstað, ef út í þ.e. farið. 

En ef stjórnarherinn eins og virðist vera reyndin, er gersamlega ófær um það verk, að hrifsa til baka fulla stjórn á héruðum að mestu undir stjórn uppreisnarmanna.

  • Þá er það einfaldlega "fullkomin heimska" þegar mál eru komin á þetta stig, að bjóða ekki fulltrúum uppreisnarmanna á slíkt "óformlegt málþing" þ.s. leitast er til við að þreifa á málinu, og kanna hvort þ.e. hugsanlega til staðar grundvöllur fyrir "sameinaða Úkraínu."

Menn verða auðvitað að "lifa í raunheimum" - - núverandi nálgun stjórnvalda í Kíev, að geta ekki nálgast umræður um andstæðinga sína með öðrum hætti en "þessir andskotans hryðjuverkamenn" er í besta falli ákaflega óskynsöm, þ.s. það færir þeirra andstæðingum þar með það vopn í hönd, að stjórnvöld virðast "órökrétt" eða "irrational." 

Augljóslega er það ekki snjöll nálgun, þegar báðir aðilar eru að leitast til við að "höfða til fjöldans" þ.e. landsmanna.

Síðan má ekki gleyma því, að nýleg óháð skoðanakönnun - - bendir til þess, að almenningur í Úkraínu vilji í reynd enn, að Úkraína haldist sameinuð - könnun PewReseach:

Despite Concerns about Governance, Ukrainians Want to Remain One Country

Á Úkraína að "vera sameinuð" eða "á að heimila einstökum héröðum að fara?

.......................................Vera sameinuð.....Heimila klofning.....Veit ekki.

Vestur Úkraína..........................93%......................4%................2%

Austur Úkraína..........................70%.....................18%...............13%

Rússn.mælandi.........................58%.....................27%...............15%

Krím Skagi...............................12%.....................54%...............34%

Það þíðir að - - með skynsamri nálgun, væri það langt í frá endilega augljóslega vonlaust verk fyrir ríkisstjórn í Kíev, að efla andstöðu við aðgerðir sem bersýnilega er ætlað að stuðla að sundrung landsins.

Það hvernig settur forseti talar um uppreisnarmenn, og settur forsætisráðherra - - einfaldlega vinnur með áróðri uppreisnarmanna; sem er sá að stjórnin sé skipuð hættulegum þjóðernisöfgamönnum.

Einhver verður að bakka - - ef það virkilega á ekki að verða stríð.

Ef stjórnin, mundi bjóða fulltrúum uppreisnarmanna á slíka fundi, ásamt öðrum fylkingum og fulltrúum hagsmunasamtaka úr samfélaginu - - og virkilega bjóða þ.s. mundi virðast fremur sanngjarna tillögu um aukið sjálfforræði héraða eins og Luhansk og Donetsk.

  • Gæti stjórnin hugsanlega að stórum hluta, umturnað spilinu. 
  • En ef uppreisnarmenn, mundu hafna slíkri sátt, á sama tíma og stjórnin virtist sáttfús með slíkum hætti, þá mundi í staðinn - - halla á uppreisnarmenn, er þá virtust í staðinn "ósanngjarnir."

Það getur meira að segja verið snjall leikur - - jafnvel þó að ríkisstj. eigi ekki von á öðrum viðbrögðum frá uppreisnarmönnum, en að þeir hafni slíkri tilraun til sátta.

  • Því þá mundi stjórnin vinna töluverðan "áróðurssigur."

En með því að halda "hringborðsumræður" án uppreisnarmanna, þá er hún að gefa þeim ókeypis "áróðursprik." 

 

Niðurstaða

Ef stjórnin í Kíev á að eiga nokkurn möguleika á að vinna hug og hjörtu landsmanna, þarf hún að algeru lágmarki. Að nálgast innanlandsdeilur með sæmilega "gáfulegum" hætti. Það verður einfaldlega að segjast, að hennar nálgun virðist gersamlega heimsk. Ef hún heldur áfram að nálgast mál með þeim hætti, þá heldur hún áfram að gefa uppreisnarmönnum ókeypis áróðursprik. Og þeir halda áfram að eflast að stuðningi meðal íbúa landsins, sem ef marka má niðurstöður nýlegrar skoðanakönnunar. Vilja í reynd ekki að landið sundrist í stríðandi héröð.

 

Kv.


Pútín ætlar að hindra Bandaríkjamenn í því að nota "alþjóða geimstöðina!"

Þetta kom fram í helstu fjölmiðlum, og er nánast eins og hvert annað grín. En já tæknilega er Pútín í þeirri aðstöðu, að geta haldið Bandaríkjunum frá Alþjóða Geimstöðinni eða "ISS - International Space Station." Það kemur til vegna þess, að akkúrat núna eiga Bandaríkin ekkert starfandi geimfar, sem fært er um að koma mönnum á braut um Jörð. Notast Alþjóða Geimstöðin því við rússnesk Soyus geimhylki. Að auki, hafa Bandaríkin í seinni tíð verið að kaupa töluvert af rússneskum "eldflaugahreyflum" og hafa þeir töluvert verið notaðir til þess að skjóta á loft gervihnöttum í Bandaríkjunum, m.a. á vegum hersins.

Russia moves to oust US from International Space Station

  1. "Dmitry Rogozin, Russia’s deputy prime minister..." - “The Russian segment of the ISS can exist independently from the US one, but the US segment cannot exist independently from the Russian one,”
  2. "The effective ban on exports of MK-33 and RD-180 rocket motors could be of greater significance to the US."
  3. "The RD-180 powers the Atlas rocket used by the United Launch Alliance joint venture between Boeing and Lockheed Martin which puts the US’s most sensitive military satellites into orbit."
  4. "ULA added that it could switch to a second vehicle – Boeing’s Delta rocket – which used US-built motors and could meet all its customers’ needs. It also had a two-year supply of RD-180 motors “to enable a smooth transition to our other rocket”.

 

Ég held að þessi ákvörðun "muni augljóslega skaða rússneska hagsmuni" til lengri tíma litið

Það fyrirtæki sem virkilega getur grætt á þessu, er sennilega fyrirtækið SpaceX - - stjórnandi þess er sá sami og stýrir Tesla fyrirtækinu, er framleiðir samnefnda rafbíla.

SpaceX framleiðir sína "eigin hreyfla" og þeirra stóra eldflaug Falcon 9, getur borið 13-tonn upp á "lág sporbaug" eða "LEO" og tæp 5-tonn upp í GTO, þ.e. þá braut þ.s. brautarhraði hnattar er sá sami og snúningshraði Jarðar - þannig að hnöttur er alltaf yfir sama landsvæðinu. Hentugt fyrir samskiptahnetti.

Þeir ætla síðan að framkvæma fyrsta tilraunaskot stærri flaugar, kölluð Falcon9 Heavy, á nk. ári. Sú flaug mun vera samsett úr 3-Falcon 9 flaugum, þ.e. ein fyrir miðju, og tvær sitt hvoru megin sem hjálparflaugar. Þannig næst þá 53-tonn upp á "LEO" og 21-tonn upp á "GTO."

Satúrnus V var auðvitað enn magnaðri, með 130-tonn upp á LEO, þ.e. flaugin sem gat skotið fólki af stað alla leið til Tunglsins.

-----------------------------

Megingalli SpaceX er sá, að tækni þeirra er ný - - það hljómar ef til vill sérkennilega í eyru einhvers. En það þíðir að þeirra kerfi, eru ekki eins "þrautreynd" og kerfi sem t.d. hafa verið notuð í 30 ár.

Bandar. herinn, hefur notað Atlas flaugar, þó þær séu gamlar, vegna þess hve öruggar þær eru - þ.e. þrautreynd tækni sem notuð hefur verið lengi. Ég kann ekki skil á því, af hverju þær notast nú við rússn.hreyfla. Kannski var hætt að framleiða upphaflegu hreyflana.

En gervihnettir eru dýrir, sennilega á það sérstaklega við njósnahnetti bandar. hersins. Að tapa einum vegna þess að flaug bilaði á leið upp - er sjálfsagt dýrt spaug. 

SpaceX hefur viljað komast inn í þann "bissness" að skjóta upp hnöttum fyrir herinn.

Höfum í huga að pólitík getur skipt einnig verulegu máli, þ.s. eftir allt saman SpaceX er algerlega bandar.tækni - ekkert innflutt svo ég viti til.

  • Nú hafa Rússar minnt Kana á þá hættu sem getur af því stafað, að vera háðir erlendum aðilum í einhverju hugsanlega krítískt mikilvægu.

Það áhugaverða, er að SpaceX hefur þegar í framleiðslu geimfar, Dragon (spacecraft). Dragon hefur ekki verið notað til að flytja fólk, heldur einungis varning til ISS - er með samning um það við NASA. En SpaceX hefur um nokkra hríð haft áhuga á að "þróa mannaða útgáfu" sem þeir hafa beitt bandar.stjv. þrístingi að "fjármagna." Á að bera 7 manns, vera töluvert stærra því en Soyus.

Mönnuð útgáfa ætti að vera tiltölulega einföld, þ.s. eftir allt saman - þeir hafa þegar grunninn, starfandi geimhylki sem fært er um að koma sér niður á móður Jörð að nýju. 

Þetta ætti að vera mun fljótlegra, en að hanna algerlega nýtt hylki frá upphafi - - eða að gera tilraun til að endurvekja einhverja gamla hönnun, t.d. Gemini hylkin eða Apollo hylkin.

  • Með þetta allt í huga, þá grunar mig að verð á hlutafé í SpaceX hafi líklega hækkað nokkuð á mörkuðum, í kjölfar frétta um hinar nýju refsiaðgerðir Rússa.

 
Niðurstaða

Ég held að með mót refsiaðgerðum sínum, að banna Bandaríkjunum að nota rússn.eldflaugahreyfla og að notast við Soyus geimfarið. Sé Rússland að skjóta sig í fótinn. En afleiðing muni einungis vera sú, að íta við Bandaríkjunum að hefja að nýju framleiðslu á eigin mönnuðum förum - sem Bandaríkin tel ég geta hrint í framkvæmd á skömmum tíma. Og að fókusa á þá framleiðendur í Bandaríkjunum sjálfum, sem geta boðið upp á sambærilega þjónustu við þá þjónustu sem rússn.aðilarnir hafa verið að veita nú um árabil.

Rússn.fyrirtækin muni einfaldlega tapa þessum markaði með varanlegum hætti.

Bandaríkin eignast að nýju mannað geimfar, mun fyrr en þau höfðu planlagt.

 

Kv.


Vilja íbúar Luhansk og Donetsk, virkilega sjálfstæði sinna héraða? Svo virðist ekki vera, ef marka má óháða nýlega könnun. Virða uppreisnarmenn ekki vilja eigin landsmanna?

Ein góð spurning - - er virkilega stuðningur fyrir "klofningi" Úkraínu? En deilur um trúverðugleika atkvæðagreiðslnanna í Donetsk og Luhansk héröðum eru óhjákvæmilegar nú.

Á hinn bóginn, er til "óháð skoðanakönnun" sem einmitt var kynnt nýlega, sem mælir afstöðu íbúa Úkraínu til þess, hvort landið á að vera saman - - eða klofna. 

Þ.e. könnun PewReseach:

Despite Concerns about Governance, Ukrainians Want to Remain One Country

Á Úkraína að "vera sameinuð" eða "á að heimila einstökum héröðum að fara?

.......................................Vera sameinuð.....Heimila klofning.....Veit ekki.

Vestur Úkraína..........................93%......................4%................2%

Austur Úkraína..........................70%.....................18%...............13%

Rússn.mælandi.........................58%.....................27%...............15%

Krím Skagi...............................12%.....................54%...............34%

 

  • Takið eftir að skv. þessari könnun, sem tekin var fyrr í vor, birt nú í maí, vilja 58% rússn.mælandi Úkraínumanna, að Úkraína sé áfram - eitt sameinað ríki.
  • Skv. því, er meirihluti rússn.mælandi íbúanna, andvígur klofningi Úkraínu.
  • Og því, í reynd sennilega - - andvígur þeirri sjálfstæðisyfirlýsingum, sem komu fram á mánudag frá fulltrúum uppreisnarmanna, í Luhansk og Donetsk héruðum.

Það sem líklega skýrir málið, er hve "afskaplega loðin spurningin var": þ.e. mjög vel var mögulegt að skilja "já" sem einungis "áskorun um aukið sjálfforræði innan Úkraínu."

  • Do you support the act of state self-rule of the Donetsk People’s Republic?
  • Spurningin hafi verið svipað hljóðandi í Luhansk.

Þ.e. afskaplega líklegt, að meirihluti rússn.mælandi íbúa hafi einmitt viljað þetta, þ.e. aukið sjálfforræði.

Takið eftir - - að kjörkassarnir eru "gegnsæir" - sem að sjálfsögðu gengur gegn prinsippinu um leynilega kosningu.

Það kemur fram í mjög áhugaverðri frétt NYTimes, að þannig hafi þetta verið víðast hvar - - sem eiginlega þíðir, að "kosningin var alls ekki leynileg" því hver sem var á kjörstað við borðið, eða nærri því, gat séð hvað hver og einn "kaus."

Þetta er að sjálfsögðu, gersamlega óásættanlegt fyrirkomulag - - í reynd næg ástæða til að ógilda kosninguna, tja - t.d. skv. ísl. kosningareglum. Og auðvitað skv. öllum viðurkenndum slíkum reglum.

Ukraine Vote on Separation Held in Chaos

En slíkt fyrirkomulag, setur auðvitað "óásættanlegan" þrísting á þá sem eru að kjósa, tja - maður getur ímyndað sér, miðað við það andrúmsloft sem var til staðar, að hver sá sem hefði ætlað að kjósa "nei" hefði hugsanlega getað sett sig í hættu.

  • Líkur því yfirgnæfandi á, að ef þú varst ekki sammála, þá mundir þú halda þig heima.
  • Sem aftur setur stórt spurningamerki um þátttöku - - sem er sögð hafa verið rúmlega 70%. 
  • "...89 percent of voters in the Donetsk region and 97.5 percent in neighboring Luhansk voted for greater autonomy,...."  
  • Þátttaka eins og ég sagði skv. fréttum rúml. 70%.

Takið eftir að skv. því - hafa nær allir rússn.mælandi íbúar Luhansk héraðs þurft að mæta, þ.s. 74,9% eru rússn.mælandi, og eiginlega þurft að vera mjög nálægt 100% mæting allra rússn.mælandi íbúa á kosningaaldri í Donetsk, þ.s. rússn.mælandi eru 68,8%, til að mögulegt sé að uppgefnar kosningatölur gangi upp.

Þá væri það að sjálfsögðu algerlega einstakur atburður í sögu kosninga ef mæting rússn.mælandi íbúa væri 100%. Ég held að Ísland hafi náð hæsta mælda hlutfallinu í kosningum 1944 um Lýðveldisstjórnarskrána, 95%.

Einungis 1% var andvígur.

Skv. þessu er mjög erfitt að trúa "fyllilega" niðurstöðunni.

  • Ég á ekki við, að hlutfall þeirra sem kusu "Já," sé endilega ótrúverðugt.
  • Heldur sé þátttakan það!

Fyrir utan þann alvarlega galla "að kosningin virðist ekki hafa verið leynileg" var skv. fréttum mögulegt að "kjósa á flr. en einum kjörstað."

Gallar á framkvæmd kosningar augljóslega eru "alvarlegir."

 

Athygli vekur að Rússland hefur ekki líst yfir stuðningi við úrslit kosninganna

NYTimes vekur athygli á þessu í annarri frétt:

Russia Stops Short of Recognizing East Ukraine Secession Vote

  1. "the Kremlin issued a statement saying only that it “respects the will of the population of the Donetsk and Luhansk regions,”...
  2. ...and that the outcome should be reached through dialogue between representatives of the easterners and of the national government in Kiev, according to a translation provided by the Interfax news agency."
  • Takið eftir orðalaginu - - ber virðingu fyrir "vilja íbúa Luhansk og Donetsk."
  • Síðan, að Utanríkisráðuneyti Rússlands, hvetur til viðræðna milli fulltrúa uppreisnarmanna og stjórnvalda í Kíev, um "aukið sjálfforræði."

Eins og sjá má að ofan í könnun Phew - - > Vill almenningur ekki frekari klofning Úkraínu.

Þannig að "Já" ber sennilega að túlka sem vilja til aukins sjálfforræðis innan Úkraínu - - > ekki sem, skýr stuðningur við nýtt sjálfstætt Luhansk eða Donetsk. Eða sameinað, Nuovo-Rossia, eitt sameinað ríki þeirra tveggja.

  • Þannig að sjálfstæðisyfirlýsing fulltrúa uppreisnarmanna, sé sennilega ekki í samræmi við þann vilja íbúa, sem fram kom á sunnudag.
  • Og það má vera, að stjórnvöld í Rússlandi, átti sig á þessu.

Eða, að þau óttast að ef Rússland virðist styðja sjálfstæði þeirra héraða, að þá verði refsiaðgerðir Vesturlanda hertar, og það til muna. En það hafa einmitt verið fundir milli fulltrúa Vesturlanda, þ.s. unnið hefur verið að samkomulagi um einmitt verulega hertar aðgerðir, ef Rússland virðist vera frekar að stuðla að klofningi Úkraínu - eða hindra að fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu þann 25. nk. fari fram í öllum héröðum landsins.

Nú, uppreisnarmenn sögðu á mánudag, að sú kosning mundi ekki fara fram í Luhansk og Donetsk, ef þeir fengu nokkru um það ráðið.

Athygli vekja ummæli sjálfskipaðs foringja "Alþýðulýðveldis Donetsk" eins og "samtökin kalla sig" og í dag óskaði sá ágæti maður eftir því, að Donetsk hérað væri innlimað í Rússland.

Ukraine Separatists Ask to Join Russia

  1. Denis Pushilin..."Given the stated wishes of the population of the Donetsk People's Republic and the need for the restoration of historical justice, we ask the Russian Federation to consider including the Donetsk People's Republic as part of the Russian Federation,"
  2. "Mr. Pushilin also vowed to prevent Ukraine's scheduled May 25 presidential election from taking place in the Donetsk region."
  3. "Igor Strelkov, the Donetsk People's Republic top commander...issued an order Monday demanding that all military and police structures in the region hand over their arms and report to him." 
  4. "In an interview with Russian state television, Mr. Pushilin vowed to push out authorities loyal to Kiev and liberate districts still under their yoke. He vowed to create a full army for the Donetsk People's Republic "to get rid of the occupiers of our motherland.""

Ekki neinn sveigjanleiki í ummælum fulltrúa þeirra samtaka sem virðast að mestu hafa tekið stjórn mála í Donetsk héraði.

Ef marka má orð Pushilin og Strelkov, þá mun sennilega færast "aukin harka í átökin í Donetsk."

-------------------------------

Ef alvara er að baki orðalagi tilkynningar rússneska utanríkisráðuneytisins, þá ætla rússnesk stjórnvöld nú að skapa aukna fjarlægð milli sín, og aðgerða "uppreisnarmanna" í Luhansk og Donetsk.

En þ.e. öruggt, að "volgur stuðningur Rússa" eða "hikandi" mun hleypa kapp í kinn stjórnarhers Úkraínu, en menn hafa óttast það að fjölmennur rússn.her nærri landamærunum, gæti haldið innreið sína í héröðin 2-þá og þegar.

En miðað við núverandi stefnu, ef tilkynningin er lýsandi fyrir hana, þá má vera að Rússland sé komið í "damage control" þ.e. að leitast sé við að "draga úr tjóni." Eigin tjóni Rússlands - nánar tiltekið.

Þá getur það vel verið, að á sama tíma og það virðist að uppreisnarmenn ætli að láta stál mæta stáli, þá muni stjórnarherinn - - ekki láta sitt eftir liggja.

Svo að útkoman getur verið, eða má einnig segja, verður sennilega - - aukin harka í átökum stríðandi fylkinga.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega það áhugaverða. Að meira að segja rússneskumælandi íbúar Úkraínu. Vilja fremur en hitt, að þjóðríkið Úkraína haldist áfram sem ein heild.

Styðja með öðrum orðum ekki - sundrung Úkraínu.

Þannig að útkomuna í kosningum sunnudagsins í Luhansk og Donetsk, ber sennilega "ekki að skoða sem stuðning við fullt sjálfstæði" - "heldur sem krafa íbúa sem þátt tóku í þeim kosningu um aukið sjálfforræði innan Úkraínu."

Í því ljósi er tilkynning Utanríkisráðuneytis Rússlands, eðlileg viðbrögð. Lísir ef til vill, þekkingu á málinu.

Á meðan að það virðist að uppreisnarmenn, hafi hlaupið á sig - - nema auðvitað, að "þeir hafi í reynd sjálfir aldrei ætlað að virða afstöðu eigin landsmanna."

Sem auðvitað getur vel verið.

 

Kv.


Hver ætli að verði þíðing kosninganna í A-Úkraínu í dag, í Luhansk og Donetsk héruðum, um sjálfstæði þeirra héraða?

Augljósa svarið er auðvitað að þetta fer mikið eftir þátttöku. Spurningin sem kjósendur eiga að svara er "merkilega loðin" sennilega til að fá fram sem flest já, þannig að kjósendur nokkuð vítt yfir sviðið geti svarað "Já" án þess að leggja - sömu merkingu í það "Já." Sumir kjósendur virðast skilja þetta sem kröfu um fullt sjálfstæði en a.m.k. sumir aðrir, sem kröfu um "aukið sjálfforræði innan Úkraínu." En það hefur öðru hvoru í erlendum fréttum verið fjallað um könnun sem unnin var fyrr á árinu. Sem skilaði 10% fylgi við það að tilheyra Rússlandi. Það getur verið að spurningin sé höfð einmitt vísvitandi loðin, til þess að ná til fólks sem - í reynd vill ekki sjálfstæði, einungis aukið sjálfforræði. En síðan er það spurning um, hvernig akkúrat stjórnendur uppreisnarmanna - - túlka niðurstöðuna. En þeir geta ákveðið, að "túlka já sem stuðning við fullt sjálfstæði" þó að í reynd þeir hefðu ekki óskoraðan stuðning kjósenda sem þátt tóku fyrir slíku. Og ekki síst, er það spurning um "þátttöku" en skv. fréttum er skipulagning víða nokkuð í molum, þ.e. kosningastaðir fáir - lítið tækifæri gefist til að kynna málin fyrir kjósendum, eða hvar kosningastaðir eru akkúrat, í sumum borgum séu enn átök; og stjórnvöld í Kíev hafa skorað á sitt fólk - að mæta ekki á kjörstað. Síðan virðast kjósendur geta kosið á flr. en einum stað, vegna skort á samræmdri kjörskrá og rafrænu eftirliti. Má velta fyrir sér til viðbótar hvort þ.e. nokkurt innra eftirlit með gæði talningar, hvort þeir sem kjósa geta kært til nokkurs - o.s.frv.

Spurning til kjósenda: “Do you support the act of state self-rule of the Donetsk People’s Republic?” - "Below it are ‘yes’ and ‘no’ boxes to check. The question is printed on hastily photocopied voting forms in both Russian and Ukrainian."

Já, má þá túlka nokkuð vítt yfir sviðið, sem stuðning við aukna sjálfstjórn eða jafnvel sjálfstæði.

A man prepares ballot boxes Saturday at a polling station in Donetsk, Ukraine. Zuma Press

------------------------------------

East Ukraine referendum raises fears of dismemberment

Í borginni Mariupol þ.s. úkraínskumælandi og rúmenskumælandi skiptast í 50/50, voru nokkrir íbúar á leið á kjörstað spurðir af fréttamanni Reuters - það getur t.d. verið að einungis rússn.mælandi þar muni mæta til að kjósa, en stjv. hafa skorað á fólk að "mæta ekki" - niðurstaðan á þeim stað gæti því krystallað klofning íbúa:

"Zhenya Denyesh, 20-year-old student, "I wanted to come as early as I could," - "We all want to live in our own country." - "Asked what he thought would follow the vote, organized in a matter of weeks by rebels, he replied: "It will still be war.""

"Sergei, 33, engineer, said he would answer "Yes" to the question on the ballot paper, printed in Russian and Ukrainian: "Do you support the act of state self-rule of the Donetsk People's Republic?" - ""We're all for the independence of the Donetsk republic," he said. "It means leaving behind that fascist, pro-American government (in Kiev), which brought no one any good.""

"But Irina, 54, in the same queue of voters, saw a "Yes" vote as endorsement of autonomy within Ukraine." - ""I want Donetsk to have its own powers, some kind of autonomy, separate from Kiev. I'm not against a united Ukraine, but not under those people we did not choose, who seized power and are going to ruin the country," she said."

Separatists hold referendum on self-rule in east of Ukraine

Einnig í borginni Mariupol, en það virðist að hún sé tiltölulega aðgengileg fyrir fréttamenn, þarna á ströndinni við Azofshaf:

"“With Odessa, Ukraine committed suicide,” said Konstantin Brovko, an unemployed printer, who voted “yes” to self-rule."

"Tatyana Drevitskaya, a pensioner, said she did not fear the economic chaos that might ensue if Donetsk seceded from the rest of Ukraine. “We’ll eat bread and weeds, but we’ll be free,” she said. “How can you live in a country where people are murdered and burnt alive?”"

BBC - hefur vakið athygli á skorti á skipulagi: 

Ukraine rebels hold referendums in Donetsk and Luhansk

"The BBC spoke to one man there (Donetsk) who is registered elsewhere - but simply gave his name and ID number and was allowed to vote" - "The BBC's Piers Schofield, in Donetsk, says the process appears haphazard. Although there are voters' lists in polling stations, one can vote at any station."

  • Getur skapað hættu á því, að "áhugasamir einstaklingar kjósi á fleiri en einum stað."

Pro-Russian Separatists Hold Referendum in Eastern Ukraine

"Mr. Lyagin -kosningastjóri uppreisnarmanna í donetsk- said that Russian President Vladimir Putin's recent televised appeal to delay the referendum had an unexpected benefit. Tied up in fighting with Ukraine's military and rushing against the clock to organize the ballot all at the same time, the separatists never managed to put together a serious campaign to publicize their ballot. Then along came Mr. Putin and informed people about the referendum on Russian state television, albeit in the context of needing to postpone it. - ""It worked to our advantage actually," Mr. Lyagin said Saturday. "Now even the people in remote corners of our region are aware of the referendum. We are grateful to him for that.""

------------------------------------ 

Er kosningin ólögleg? Án nokkurs vafa, já!

Uppreisnarmenn hafa 2-valkosti í kjölfar dagsins í dag. Þeir gætu notað þann stuðning sem þeir fá frá íbúum, til að "hefja samninga við stjórnvöld um aukið sjálfforræði" - "og kannski þá verður ekki borgarastríð" - "en það má einnig vera að þeir ákveði að túlka niðurstöðu sem stuðning við yfirlýsingu um fullt sjálfstæði þess sem þeir mundu kalla, Novo-rossia." Sem mér skilst að sé "Donetsk + Luhansk."

Ef þeir keyra á "sjálfstæði" jafnvel þó að líkur séu á því að "þátttaka kjósenda geti verið langt innan við helming." Þá er sennilega enginn vafi á því, að það þíði "borgarastríð."

En mjög sennilega munu stjórnvöld í Kíev taka þá sömu afstöðu, sem Abraham Lincoln tók, þegar svokölluð "Suður ríki" stofnuðu svokallaða "confederation" Suður-ríkjanna. Að sú sjálfstæðisyfirlýsing væri ólögleg.

Bendi á annan samanburð, en það hafa verið deilur á Spáni við sjálfstæðissinna í Katalóníu, forsætisráðherra Spánar hefur tekist, að stöðva tilraun sjálfstæðissinna til að halda almenna atkvæðagreiðslu þar - - skv. því að hún væri "ólögleg."

Stjórnvöld í Kíev, hafa í reynd sagt það sama og Mariano Rajoy í Madríd, að einungis atkvæðagreiðsla allra í landinu í öllum héröðum samtímis - - geti heimilað brotthvarf einstakra héraða.

  • Ég er nokkurn veginn viss, að ef sjálfstæðissinnar í Katalóníu, mundu gera raunverulega tilraun, til að halda sína atkvæðagreiðslu, sem þeir hafa hótað nokkrum sinnum en ekki látið af, þá er alls ekki loku fyrir skotið að það hefði getað leitt til einhverra átaka.

Líklega hefðu stjv. Spánar, þá ákveðið að handtaka helstu forkólfa sjálfstæðissinna í Katalóníu, þeir hefðu sennilega orðið að fara í felur.

-----------------------------

Ég set þetta fram, til að benda fólki á, að afstaða stjórnvalda í Kíev - - er langt í frá einstök.

Fyrir þá sem hafa haldið því fram, að hún sé "fasísk."

  • Að einhverju verulegu leiti - - geti atkvæðagreiðslan verið mæling á fylgi almennings í Donetsk og Luhansk, við uppreisnarmenn.

Einnig vegna þess, verður mjög forvitnilegt að heyra um niðurstöður.

Ekki síst heldur, hvort þær verða að einhverju leiti trúverðugar - en t.d. í borginni Mariupol. Þ.s. íbúaskipting er 50/50. Þá er stór óvissa eðlilega með þátttöku úkraínskumælandi, stærri ef e-h er. 

Það getur verið, sérstaklega ef "þátttaka er mjög lítil" að nær einungis mæti á kjörstað, þeir sem eru fremur harðir stuðningsmenn uppreisnarmanna, en þ.e. þó sennilegt að vera breytilegt eftir stöðum, ekki síst hvort þar hafa verið bardagar - hvort kjósendum finnst þeir öruggir eða ekki.

  • Það yrði afskaplega grunsamlegt, svo meir sé ekki sagt, ef uppreisnarmenn - - gefa upp mjög háar þátttökutölur.
  • Tölur á bilinu 20% - kannski allt að 50%. Gætu verið trúverðugar þátttökutölur.

 
Niðurstaða

Það verður að koma í ljós hvað uppreisnarmenn gera við kosninganiðurstöður. Ekki síst verður forvitnilegt, hve heiðarlegir þeir verða. En líkur á slakri þátttöku virðast fremur miklar, í ljósi þess hve "hroðvirknislegur" undirbúningur víða virðist hafa verið, sums staðar hafa uppreisnarmenn einungis stjórnað í nokkra daga, þeir hafa þá sennilega fáa á staðnum, lítill tími til undirbúnings - kynning lítil sem engin.

Það verður einnig forvitnilegt að sjá "uppgefnar þátttökutölur" vegna þess, að þær munu segja töluvert til um það, hvort uppreisnarmenn ætla að vera heiðarlegir í kynningu úrslita eða ekki. 

Til viðbótar í ljósi skorts víða á skipulagi, hefur BBC bent á hættuna á því, að einstaklingar kjósi á fleiri en einum stað - spurning hvort uppreisnarmenn hafa áreiðanlega kjörskrá, og einnig hvort þeir eru til í að "strika úr nöfn þeirra" sem eru að svindla.

-------------------------------

Mér virðist að uppreisnarmenn hafi 2-valkosti, með það hvað þeir gera við niðurstöðurnar í kjölfarið. Þeir geta "tæknilega" notað stuðning, sem "samningsgrundvöll við stjórnvöld" til þess að fá fram "stórfellt aukið sjálfforræði sinna héraða" - en ef þeim er alvara með þetta "Novi-Rossia" þá mjög sennilega þíðir það borgarastríð. En t.d. í borginni Mariupol, þ.s. íbúaskipting er 50/50. Er ekki ólíklegt, að úkraínskumælandi helmingur íbúa. Taki áfram afstöðu með stjórnvöldum í Kíev.

Og þ.e. enginn vafi á að Kíev mun taka sömu afstöðu og Abraham Lincoln fyrir 150 árum.

---------------------------------------

PS: Skv. nýjustu fréttum hafa uppreisnarmenn líst yfir sigri í atkvæðagreiðslunni, en að sögn þeirra var yfirgnæfandi merkt við "já."

Rebels declare victory in East Ukraine vote on self-rule

Pro-Russian Separatists Declare Victory in East Ukraine Vote

"Just after midnight in Donetsk, the separatists said 89% of ballots had been cast in favor of "self rule," with 10% against and 1% invalid. Turnout was 75%, they said in a statement."

Mér virðist þeir afskaplega grunsamlega fljótir að kynna lokatölur. En á litla Íslandi tekur það yfirleitt fram undir morgun. Þarna búa nokkrar milljónir manna. Það hafa auk þess borist fréttir af því að undirbúningur hafi víða verið mjög hraður, lítill tími víða gefist til að kynna fyrir kjósendum hvað standi til.

75% þátttaka virðist því grunsamlega há. Ég hefði ekki búist við niðurstöðum af "heiðarlegri talningu" fyrr en einhverntíma seint á morgun, miðað við það að víðast virðist hafa verið handtalið eins og hér á landi, sem er tímafrek vinna. Muna að meira að segja þessi 2-héröð eru verulega fjölmennari en litla Ísland.

  • Mig grunar því að niðurstaðan sé "fyrirfram ákveðin." Með öðrum orðum, fölsun.

"Denis Pushilin, one of the separatist leaders in Donetsk, said that after the result is declared, "it is essential to form state and military authorities in the shortest possible time.""

Skv. því ætlar hann sennilega að keyra á "stríð" við stjórnvöld. Mig grunar að eftir allt saman, sé atkvæðagreiðslan einungis sviðsetning - töluverður fj. fólks mætti sannarlega og fyllti út seðla, en það hafi verið nauðsynlegur hluti leiktjaldanna, svo að unnt væri að benda á einhvern lágmarks trúverðugleika. Sennilega verði kjörgögn ekki vaðrveitt, þannig að aldrei verður unnt að sanna fölsunina. Tilgangurinn sé einfaldlega að "segja að íbúarnir hafi valið" - tölurnar séu sennilega fyrirfram ákveðnar.

Borgarastríðið er sennilega nú að hefjast - - fyrir alvöru. 

 

Kv.


Blóðbað í úkraínskri borg í átökum stjórnarhers og andstæðinga, eða hvað?

Eins og gjarnan á við um hernaðarátök, eru fréttir af mannfalli mjög misvísandi, að auki eru fréttir af rás atburða það einnig - þ.e. auðvitað í bland vegna ringulreiðar á átakasvæði en einnig vegna þess að þeir sem takast á - gjarnan flytja villandi fréttir af ráðnum hug. Fyrir bragðið verður oft mjög erfitt fyrir utanaðkomandi að átta sig á því hvað raunverulega gerðist.

Ukraine map 

Átökin urðu í Mariupol á strönd Azovshafs, í Donetsk héraði

Þetta virðist hluti af atburðarás ofbeldis er virðist í gangi. Skv. Wikipedia er Mariupol borg með um 500þ. íbúa, iðnaðarborg. Íbúaskipting ca. 50/50 milli Rússa og Úkraínumanna. Sem bersýnilega skapar hættu á borgaraátökum þar, en líkur eru á því að úkraínskumælandi muni fremur en hitt "styðja stjórnarherinn" meðan að rússneskumælandi séu líklegir frekar en hitt að styðja rússn.mælandi.

Það væri auðvelt að sjá þessa borg - klofna milli hópanna, eftir því hvar andstæðar fylkingar eru í meirihluta innan einstakra hverfa.

Fréttir af mannfalli gríðarlega misvísandi:

  1. Ukraine crisis: 'three people killed' in fighting at Mariupol police station - - 3. féllu.
  2. Putin marks Victory in Crimea as Ukraine violence flares - - 7. féllu.
  3. Ukrainians mark patriotic holiday ahead of separatist referendum - - 7. féllu.
  4. Ukraine crisis: violent clashes in Mariupol leaves over 20 dead - - 20 féllu.
  5. Twenty die in clashes in south-eastern Ukraine - - 20 féllu.
Það munar ekki einungis miklu á mannfalli - - heldur einnig frásögnum.
 
Mér virðist af samanburðarlestri að líklega hafi ekki svo margir sem 20 fallið, en það virðist hafa verið skv. tilkynningu sem stjórnvöld í Kíev gáfu. En ýktar tölur um mannfall eru stundum gefnar til að stækka "sigurinn" í augum eigin fylgismanna gefa villandi mynd af andstæðingnum.
 
Hvert mannfallið raunverulega var virðist þó á reiki. 
 
En þetta hljómar svo að átök milli uppreisnarmanna og stjórnvalda um yfirráð í borginni, séu að hefjast af krafti. Svona um það bil.
 
Ef þ.e. rétt skilið hjá mér, þá tóku andstæðingar stjv. Úkraínu lögreglustöðina, en nokkru síðan gerðu úkraínskar sveitir "gagnárás" - það varð snarpur bardagi, það virðist að aðallögreglustöðin hafi brunnið.
 
En andstæðingar stjórnvalda virðast a.m.k. í það sinnið hafa hörfað - hvað sem síðar verður. En þetta er mikilvæg borg fyrir Donetsk hérað, ef uppreisnarmönnum er alvara um að stofna "sjálfstætt ríki" þurfa þeir a.m.k. eina góða hafnarborg.
 
En staða þeirra sé líklega ekki eins sterk í borginni eins og víðar annars staðar í héraðinu, vegna þess að í Mariupol séu þeir ekki í meirihluta - - heldur eins og ég benti á, sé 50/50 skipting.
 
Líklega er þá til staðar kjarni íbúa er styður við sveitir stjórnvalda, sem gefur þeim þá betra tangarhald á þessari borg, en víða annars staðar á svæðinu.
 
Þarna gæti skapast á næstunni "bitur rimma" því eins og ég sagði, ef uppreisnarmenn virkilega ætla að stofna ríki, þurfa þeir sennilega á Mariupol að halda, mikilvægri iðnaðarborg og hafnarborg á því svæði. 
 
Eins og að Úkraína þarf að halda Odessa, megin hafnarborg Úkraínu.
 
 
Niðurstaða
Ég bendi fólki á að taka öllum fréttaflutningi frá Úkraínu með fyrirvara. Það er vegna þess að líkur eru á að báðir aðilar sem takast á, gefi "villandi" fréttir til að gefa villandi mynd af stöðu eigin sveita og árangri þeirra sveita -- líkur eru á að báðir ástundi slíkt. Fréttastofur eru í vanda, því að bardagasvæði eru hættuleg, fréttamenn geta átt í erfiðleikum með að vera sjálfir nærstaddir án þess að stofna eigin lífi og limum í hættu. Síðan fylgir átökum gjarnan ringulreið og sögusagnir ganga ljósum logum, gjarnan víðtækt trúað - og fréttamenn eiga gjarnan í miklum erfiðleikum í að ráða í sannleiksgildi frásagna, þegar "sögusagna vandinn bætist við" - að auki er það þekkt vandamál að sjónarvottar gefa misvísandi frásagnir gjarnan af sama atburði er þeir urðu vitni að. 
 
Það er því ákaflega líklegt að mjög erfitt verði að vita nákvæmlega hvað er að gerast, jafnvel þó beitt sé því trixi að lesa marga fjölmiðla - eins og ég geri.
 
Ég á von á því að fréttir verði oft rangar - - það þíðir ekki endilega að verið sé viljandi að ljúga af fjölmiðlum, eins og gjarnan er haldið fram af sumum hópum netverja, heldur það að meira að segja fréttamennirnir, eiga oft í stökustu vandræðum með að ráða í misvísandi frásagnir sjónarvotta og auðvitað gjarnan viljandi villandi frásagnir stríðandi fylkinga.
 
Kv. 

Engin eftirgjöf af hálfu deiluaðila í Úkraínu, landið virðist því á öruggri siglingu í borgarastríð

Fjöldi málsmetandi aðila í Evrópu og Bandaríkjunum, virðast telja að yfirlýsing Pútíns á fimmtudag þ.s. hann óskaði eftir því, að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk héröðum í A-Úkraínu mundu fresta almennum atkvæðagreiðslum um sjálfstæði þeirra héraða; hafi verið kaldhæðnislegt leikrit. Eða með öðrum orðum, Pútín hafi reiknað með því að uppreisnarmenn gegn stjv. í Kíev, mundu hafna ósk hans. Hún hafi einungis verið lögð fram í áróðursskyni - til að gefa það til kynna, að hann hafi enga stjórn á rás atburða innan A-Úkraínu, að uppreisnarmenn stjórni sér sjálfir.

Ég hef í sjálfu sér ekki hugmynd hvort þetta er rétt túlkun, þó það geti verið. 

Ukraine crisis: Pro-Russia separatists defy Putin on vote

Ukraine rebels ignore Putin call to delay self-rule vote

Pro-Russian Separatists in Ukraine Reject Putin's Call to Delay Vote 

 

Úkraína er á stórhættulegum kúrs

Undanfarið hafa verið raunverulegir bardagar milli stjórnarhersins og rússn.mælandi stjórnarandstöðuhreyfinga í A-Úkraínu. Miðað við það hve vel þeim hreyfingum gengur, þ.e. þær hafa ekki verið gersigraðar með hraði heldur verjast af krafti og bersýnilega - umtalsverðri getu. Þá er líklega farið að vera rétt, að nefna þær "skæruliðahreyfingar."

En orðalagið "friðsamir mótmælendur" sem gjarnan heyrist á vefjum "stuðningsmanna" getur ekki átt við hreyfingar, sem bersýnilega eru "vel vopnaðar" og að auki eru bersýnilega "vel bardagahæfar."

Yfirlýsingar beggja aðila sýna "algeran skort á sveigjanleika."

  1. "Denis Pushilin, a leader of the self-declared separatist Donetsk People's Republic, expressed gratitude to Putin but said the "People's Council" had voted unanimously on Thursday to hold the plebiscite as planned." - ""Civil war has already begun," he told reporters. "The referendum can put a stop to it and start a political process." A man holding a Kalashnikov stood behind him."
  2. "Roman Lyagin, head of the Donetsk People's Republic's so-called electoral commission, said more than three million voting slips had been published and sent to towns across the region. The vote will take place in schools and other administrative buildings and would meet "European and international standards," he said." - ""It's important to hold the referendum on May 11, because if we'd put it off for even a week, we'd have lost the trust of ordinary people," Mr. Lyagin said."  - "Given limited resources, Mr. Lyagin said the commission was staffed by volunteers." - ""Almost all the money was spent on toner to print the ballots," he said"  - "Organizers of the independence referendum say if the vote passes they aim to create a new state called Novorossiya that would include the Donetsk and Luhansk regions."  
  3. "Acting President Oleksandr Turchynov said...the government is open to negotiations, but not with what he called terrorists." 
Miðað við þetta, er pólitíska ferlið sem Pushilin tala um - stofnun lýðveldisins "Nýtt Rússland" eða ég er nokkuð viss, að "novo" þíðir "nýtt" eða "nýja."
 
Með því að lesa hans orð í samhengi við orð kosningastjóra hans, virðist það "eðlilegur" skilningur.
-------------------------------
 
Skipaður forseti Úkraínu, Turchynov - auðsýnir í engu meiri sveigjanleika, með því að segjast gersamlega hafna öllum viðræðum við "hryðjuverkamenn."
  • En ég verð að segja, að ég sé ekki meiri skynsemi í orðalagi úkraínskra stjv. - þ.s. andstæðingar þeirra eru "uppnefndir" hryðjuverkamenn.
  • Fremur en af áráttu andstæðinga úkraínskra stjv. að nefna þau og þeirra stuðningsmenn "nasista." 
Þetta virðist vera hegðunarferli sem nefnist á ensku "demeaning" sbr. orðabók: "The adjective demeaning describes something that lowers a person's reputation or dignity." - - eða með öðrum orðum, að sverta mannorð andstæðinga sinna.
 
Þetta er auðvitað form af áróðri - þ.e. verið að varpa upp ímyndum. Sá þeim um samfélagið í landinu.
 
Vandi er sá, að þær tilraunir beggja - dýpka þá stöðugt gjána milli þjóðahópanna í landinu, magnar þannig hættu á "spontant" ofbeldisatburðum, eins og atburðinum í Odessa sl. föstudag.
 
En að auki, með því að sá þannig hatrinu sem öfgahóparnir tveir bera til hvors annars - magna þeir stöðugt hættuna á því að deilan leysist upp í víðtækt borgarastríð.  
-------------------------------
 
Augljóslega mun stjórnin í Kíev, gera sitt ítrasta til að eyðileggja hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu sem andstæðingahóparnir ætla að halda, þann 11/5 nk.
 
En augljóst er mjög mikil óvissa um það, hve víðtæk þátttaka mun verða - hafandi í huga að uppreisnarmenn ráða ekki alls staðar innan sinna héraða, það eru vegatálmar víða sem haldið er uppi af stjórnarhernum.
 
Og að sjálfsögðu, mun enginn óháður eftirlitsaðili vera til staðar, til að staðfesta að atkvæðagreiðsla fari virkilega fram skv. lýðræðislegum leikreglum - né með talningu.
  •  Líkur virðast miklar á "lítilli þátttöku" að líklega muni "mjög áhugasamir kjósendur mæta," aðrir sitja heima.
  • T.d. gæti verið mikill meirihluti atkvæða, en þátttaka t.d. ekki nema 20%.
Það yrði afskaplega ótrúlegt, ef uppreisnarmenn skella fram tölum sambærilegar við þær sem haldið er fram að séu réttar frá atkvæðagreiðslunni á Krímskaga þ.e. 83% þátttaka og 91%.
 
Það yrði afskaplega erfitt að sjá að slík þátttaka væri möguleg. 

-------------------------------

Á hinn bóginn efa ég að þessi atkvæðagreiðsla í Luhansk og Donetsk, leysi nokkurn hlut - eða eins og fulltrúi uppreisnarmanna hélt fram "mundi draga úr líkum á borgarastríði."

Þvert á móti, mundi líklega niðurstaðan verða sú - að ef eitthvað, mundu átök halda áfram að harðna í kjölfarið.

Stjórnvöld mundu gera sitt besta, til að sigrast á þessu nýja "uppreisnarlýðveldi" eins og þau mundu líta á málið - - tja ekki ósvipað, og Bandaríkin beittu hörku gegn eigin uppreisnarmönnum í sínu borgarastríði eftir að nokkur fylki lýstu yfir stofnun nýs sambandsríkis svokallaðra Suðurríkja

 

Niðurstaða

Það er reyndar áhugavert að bera þetta saman við upphaf borgarastríðsins í Bandaríkjunum. Þá auðvitað snerust deilurnar um allt aðra hluti. En þar var afstaða aðila þannig, að gjáin í afstöðu á endanum reyndist óbrúanleg. Stríðið braust út af mikilli hörku í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar hinna svokölluðu S-ríkja.

Ég er nokkuð viss að í stað þess sem að herra Lyagin virðist halda, að atkvæðagreiðsla uppreisnarmanna sé einhvers konar "lausn" - án hennar verði borgarastríð. Þá geti það þvert á móti verið sennilegar, að atkvæðagreiðslan marki hið eiginlega upphaf þess.

Þegar deilan braust út yfir í þ.s. mætti kalla alvöru bardaga, með miklu mun meira mannfalli en áður. Þannig muni mál sennilega standa, þar til annar eða báðir aðilar eru "úrvinda."

Sem getur samt þítt nokkurra ára langt borgarastríð - kannski mannfall upp á nokkur hundruð þúsund. Og milljónir flóttamanna.

---------------------

Það var kannski síðasti fræðilegi möguleikinn, til að hindra borgarastríðið, ef báðar fylkingar hefðu verið til í að bakka samtímis, þ.e. uppreisnarmenn að fresta atkvæðagreiðslunni og stjv. til í að hefja formlegar viðræður í kjölfar gagnkvæmrar yfirlýsingar síðan um vopnahlé.

En þessi niðurstaða er bersýnilega úti - svo þ.e. þá líklega borgarastríð. 

 

Kv. 


Pútín óskar eftir því að uppreisnarmenn í A-Úkraínu, fresti almennum atkvæðagreiðslum í sínum héröðum

Menn geta ef þeir vilja verið ákaflega kaldhæðnir á hina nýju nálgun Pútíns, en á þriðjudag talaði Sergei Lavrov um þörf fyrir "sáttatilraunir í Úkraínu" og á miðvikudag, óskar Pútín eftir því að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk héröðum. Fresti almennum atkvæðagreiðslum - sem fyrirhugaðar eru nk. helgi.

  • En frestun þeirra er sennilega forsenda þess, að stjórnvöld í Kíev séu til í að "íhuga vopnahlé."

Reyndar krefjast Rússar þess enn, að stjv. í Kíev - dragi herlið sitt til baka frá A-Úkraínu -> en strangt til tekið er venja um vopnahlé, að aðilar sem eiga í bardögum - hætti öllum árásum og skothríð, en liðsveitir séu áfram á sömu stöðum, á sömu víglínum. 

Ef stjórnvöld draga sig alla leið til baka, þá hafa þau sennilega þaðan í frá, enn minni áhrif á rás atburða þar en nú - - kaldhæðinn mundi álykta að það sé jafnvel allt og sumt sem Pútín vill ná fram.

Meðan á friðarviðræðum standi, mundu þá uppreisnarmenn - geta betur undirbúið sína atkvæðagreiðslu, sem eiginlega hlýtur að vera ákaflega hroðvirknislega undirbúin á nokkrum vikum undir miklum þrýstingi, almenn þátttaka íbúa gæti þá orðið lítil. Að auki, komið betra skipulagi á stjórn þeirra svæða, sem þeir hafa á sínu valdi.

Og þ.s. að sjálfsögðu hugsanlegt að þetta standi að baki hjá Pútín.

-----------------------------------

Á hinn bóginn hafa rússn. fyrirtæki verið undir töluverðum þrýstingi á mörkuðum, sem líklega þíðir að þau eru að tapa fé, rússn. aðilar hafa átt í vandræðum með "fyrirgreiðslu" og það hefur verið nokkur fjárflótti frá Rússlandi.

Ef Pútín, lækkar spennuna nú, gæti hann minnkað þetta tap, minnkað þrýstinginn á rússn. efnahag, frestað frekari refsiaðgerðum Vesturlanda - - dregið almennt úr efnahagstjóni.

Það án þess að viðræður skili nokkru - - þetta gæti einnig vakið fyrir Pútin.

------------------------------------

Svo er auðvitað þriðji möguleikinn að Pútín sé fyllsta alvara með það, að óttast þá þróun sem sé í gangi innan Úkraínu, enda ef það skellur á borgarastríð mundi flóttamannastraumur vera umtalsverður án vafa til Rússlands, að auki gæti stríðið valdið óróa innan nálægra héraða í Rússlandi.

Þannig séð, gæti hann litið svo á, að mikilvægum markmiðum hafi verið náð, þ.e. staða stjórnvalda í Kíev hafi veikst mikið - sem líklega gangi ekki til baka. Þau eru þegar sjálf farin að lofa, auknu sjálfforræði svæða innan landsins - sérstaklega Donetsk og Luhansk. Það mundi líklega vera erfitt fyrir þau að bakka frá þeim loforðum, ef það á að vera minnsta von um að binda enda á átök.

Hann gæti litið svo á, að með diplómatískum þrístingi geti hann náð fram frekari markmiðum, án þess að taka áhættu á stríðsátökum í næsta landi, og án þess að samskipti við Vesturlönd versni frekar.

  • Hið minnsta er möguleiki að nú sé komin hugsanleg opnun fyrir nýtt friðarferli innan Úkraínu.
  • Það er því líklega fyllsta ástæða til að skoða það mál af fyllstu alvöru.

Putin Says He’s Moving Troops From Border to Ease Tension

Putin calls on Ukraine rebels to put off secession vote

 

Niðurstaða

Höfum það vissulega í huga að Pútín sennilega leggur ískaldan "calculus" á allar ákvarðanir sem hann tekur. Það getur vel verið að þetta sé einungis tímabundin taktík, að minnka þrýstinginn á rússn. efnahagslíf - en ef tilraun til friðarsamninga fer fram, þá mundi þrístingurinn á Rússland og rússn. fyrirtæki minnka á mörkuðum, sem mundi draga úr efnahagstjóni. Og að auki, ekkert yrði sennilega af frekari refsiaðgerðum af hálfu Vesturlanda a.m.k. í bili. 

Síðan gæti Pútín metið það, að hlé á bardögum meðan viðræður fara fram, mundi gefa uppreisnarmönnum lengri tíma til að skipuleggja stjórn sína á þeim svæðum sem þeir hafa náð taki á betur, og að auki undirbúa betur þá atkvæðagreiðslu sem þeir ætla að halda.

Ekki síst, getur það verið, að Pútín sjái þ.s. kost - að veita stjórnvöldum í Kíev, andrými - þá til þess að þau nái betur stjórn á málum, á svæðum annars staðar innan Úkraínu en Donetsk og Luhansk. Svo þau geti kælt ástandið á þeim svæðum - hugsanlega forðað frekari upplausn landsins. En það þarf alls ekki vera að Pútín vilji þá útkomu, þ.e. svo mikla upplausn á þjóðríkinu Úkraínu að leitt gæti til borgaraátaka. 

Ef viðræður fara út um þúfur, mundu Luhansk og Donetsk héröð líklega fljótt í kjölfarið yfirgefa landið, en kannski mundi andrýmið sem Pútín gefur, veita stjv. þann frið sem þau þurfa - til þess að brotthvarf þeirra héraða framkalli ekki "frekari upplausn í landinu."

Kannski nægir það Pútín, að fá Donetsk og Luhansk héröð. Hann vilji í raun og veru ekki borgarastríð.

Hver veit, það á eftir að koma í ljós hvað raunverulega vakir fyrir Pútín. En þ.e. a.m.k. tilraunarinnar virði, að gera þessa tilraun - með vopnahlé og friðarviðræður! 

 

Kv. 


Rússland leggur til frestun forsetakosninga í Úkraínu - stjórnvöld í Úkraínu segja rússneska mótmælendur sjálfa óvart hafa orsakað eldhaf sem drap 46

Viðbrögð fulltrúa stjórnvalda vesturlanda hafa verið á þann veg að "hrauna yfir tillögu Rússa" að forsetakosningum í Úkraínu, sem fyrirhugaðar eru þann 25. nk., verði slegið á frest. En Sergei Lavrov sagði að undarlegt væri að halda kosningar við þær aðstæður þegar nánast stríðsástand ríkti í tveim héruðum landsins. Betra væri að fresta þeim - lýsa yfir vopnahléi - síðan fara í það verk sem Rússar hafa áður talað um, að endursemja stjórnarskrá landsins, í tillögum Rússa virðist þó gert ráð fyrir svo miklu sjálfræði héraða. Að það mætti líta á þ.s. nánast upplausn miðstjórnarvalds - þess vegna landsins, í sjálfstjórnarhéröð. Það gengur sennilega of langt. 

Russia urges Ukraine to postpone presidential elections

Það þíðir þó ekki að hugmyndin í almennum skilningi - að fresta kosningum, að lýsa yfir vopnahléi, semja nýja stjórnarskrá í víðtæku samráði - - sé slæm hugmynd.

ÖSE getur sjálfsagt gegnt hlutverki "milligönguaðila" og hugsanlega geta fundir farið fram í einhverju aðildarlanda ÖSE - - þess vegna ef út í þ.e. farið, á Íslandi.

Líklega ekki hjá því komist að fulltrúar andstæðinga stjórnvalda í A-Úkraínu, fái fulla þátttöku.

En þeir virðast ætla að halda velli þrátt fyrir allt þ.s. ríkisstjórnin reynir, til að brjóta þá hópa á bak aftur. Þeir hörðu bardagar sem hafa sl. 2 daga farið fram í Donetsk, eru bersýnilega að framkalla hættu á frekari vandræðum - - en það hafa einhverjir óbreyttir borgarar fallið sennilega af þ.s. kallað er "stray bullets" en þ.e. alltaf hætta þegar mikið er skotið að einhverjir nærstaddir sem ekki eru þátttakendur í átökum, verði fyrir skotum - þó þeim sé ekki miðað að þeim sérstaklega.

Þau dauðsföll meðal almennra borgara þó þau séu ekki mörg - - bætast ofan á reiði vegna dauða 46 í eldhafi í Odessa sl. föstudag.

Ég skil alveg að tortryggni ríki gagnvart Rússlandi, stjórn Pútíns er ekki sérlega þekkt fyrir "lýðræðisvilja." Eða háan standard á lýðræði heima fyrir - - þannig að lexía þaðan um lýðræði hljómar sannarlega smá hjákátleg.

En á hinn bóginn, virðist líklegt að ef forsetakosningar fara fram þann 25. nk., "þá muni þær trauðlega sameina landið" líkur á að þau héröð þ.s. líklega verður ekki kosið, því þar hefur stjórnin engin völd lengur. Muni ekki líta á nýjan forseta sem "lögmætan." Fremur en þann núverandi.

Og þ.e. hætta á að ókyrrð muni breiðast út frekar en orðið er, þær tvær vikur sem eftir eru, ekki hægt að útiloka að kosningarnar verði fyrir umtalsverðum truflunum víðar.

  • Afstaða t.d. forseta Frakklands, virðist vera að það sé í sjálfu sér svo mikilvægt markmið að kosningarnar fari fram, að nýr kjörinn forseti taki við. 
  • Að afstaða Rússlands sé tortryggileg, að baki liggi það markmið eitt - að koma í veg fyrir að kosningarnar fari fram.
  1. Vandinn er í dag, að landið virðist í öruggum farvegi í átt að borgarastríði.
  2. Einhver þarf að gefa eftir, ef það á ekki að enda þannig.
---------------------------------

 

Deadly Ukraine Fire Likely Sparked by Rebels, Government Says

"A horrific fire that killed dozens in a hulking Odessa building where pro-Russian protesters had taken cover was likely sparked by rebels on the roof who accidentally dropped Molotov cocktails, according to a preliminary investigation by the government." 

Ég bendi fólki að horfa vandlega á eftirfarandi myndband sem tekið var bersýnilega af húsi handan við torgið í Odessa, ef menn taka vel eftir rás atburða eftir miðbik myndbands - má sjá fólk henta molotof kokteilum á húsið, og a.m.k. einn hlaupa með slíkan í átt að því - rétt áður en klippt er á, síðan í næstu senu sýnt slökkvilið að störfum. Það má þó einnig sjá eld á einum stað á 4. hæð. En á sama tíma, mikinn eld á jarðhæð - - þ.e. "consistent" við það, að eldur hafi verið orsakaður af molotof kokteilum hent af þeim sem stóðu fyrir neðan. Þ.e. rökrétt síðan að eldurinn leiti upp- -sérkennilegt að halda því fram að hann hafi leitað niður. Ég held að niðurstaða úkraínskra stjórnvalda sé augljóslega ótrúverðug:

Þegar úkraínsk stjórnvöld standa fyrir slíku rugli - eru þau að sjálfsögðu að eyðileggja allan hugsanlegan trúverðugleika.

 

Niðurstaða

Það virðist vera að komið að 11. stundu fyrir Úkraínu. Einhver þarf að bakka ef ekki á að raunverulega skella á borgaraófriður í landinu, sem getur á endanum þróast yfir í mjög blóðugan hildarleik. Það markmið að forða þeirri útkomu, hlýtur að vera það mikilvægasta af öllum.

Vandinn er sá, að hvor deiluaðili ætlast til að hinn gefi eftir. Og klappliðið í kring, hvort sem það eru Vesturlönd eða aðrir - virðast hafa valið sinn aðila til að styðja. 

Ef þetta reipitog heldur áfram, þá getum við séð svipaðan hildarleik í Úkraínu og í Sýrlandi.

 

Kv. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband