28.5.2014 | 00:37
Bandaríski herinn mun hverfa frá Afganistan - mun Kína eiga Afganistan í framtíðinni?
Niðurstaðan er auðvitað pólitísk ákvörðun, en bandaríska hernum eru gefin 2-viðbótar ár, þ.e. í stað þess sem margir töluðu um, brotthvarf fyrir lok þessa árs er formlega ákvörðun Obama, um brotthvarf fyrir árslok 2016. Þá verði samt skildir eftir 10 þúsund liðsmenn. Svo þ.e. auðvitað spurning "hvað akkúrat menn eiga við með - brotthvarfi."
- Herinn hefur skv. því ekki fengið því ráðið, að ekki yrði sett upp tiltekin dagsetning, að "brotthvarf" væri fyrirhugað en háð skilgreindum "lágmarks árangri" eða "mission related goals."
- Það má reikna með því, að sú niðurstaða verði gagnrýnd - - að þeir sem gagnrýna Obama fyrir að vera "soft" í utanríkismálum, muni líta á þá ákvörðun sem enn eina sönnun þess.
Ákvörðunin þíðir, að Obama getur sagt að hann hafi staðið við sitt loforð, að kveðja liðið heim áður en hann hættir sem forseti. Að auki, má gagnrýna á móti þá kröfu að viðveran sé "mission related" að það sé engin leið að áætla með vissu, hvenær sá árangur mundi nást - jafnvel ekki unnt að fullyrða að það sé yfirleitt mögulegt að ná þeim árangri. Það sé þannig séð, ekki endilega sanngjarnt að ætla bandarískum almenningi, að halda uppi stríði í Afganistan - - án endapunkts í tíma.
Gagnrýnendur fá þá það í sárabót, að 10þ. verða eftir - sem þíðir væntanlega að svokallaðar "anti terrorist operations" halda áfram. Bandar. muni áfram þjálfa her Afganistan stjórnar og líklega sjá stjórnarhernum fyrir vopnum. En bandar. her líklega hætti þeim aðgerðum, verja og tryggja öryggi heilu héraðanna innan Afganistan - gegn Talibönum. Stjórnarherinn sjái um það eftir 2016.
Obama plans to end U.S. troop presence in Afghanistan by 2016
US to withdraw from Afghanistan by 2016
Kína mun líklega eiga Afganistan í Framtíðinni
Þar hafa fundist gríðarlega auðugar námur, sjá: U.S. Identifies Vast Mineral Riches in Afghanistan.
Vandinn er sá að það er óskaplega dýrt einnig að nýta þær: Doubt Cast on Afghan Mining.
Kínverskir aðilar hafa samt sem áður útvegað sér námuréttindi, gert samning við stjórnvöld Afganistan um lagningu járnbrautar frá Afganistan í gegnum Pakistan til sjávar:
China could prove ultimate winner in Afghanistan
Chinese Engineers Arrive in Afghanistan to Plan Railway
China builds a plan to defend Afghan resource projects
"Already the biggest foreign investor in the port city of Gwadar, China reportedly plans to establish a naval base there. Gwadar, Balochistan's winter capital, is strategically located close to the Strait of Hormuz." - "Last year, the Afghan authorities and the State-owned Metallurgical Corp of China (MCC) signed a $7 billion (Dh25.7 bn) deal to build a rail line from the border with Pakistan up through Kabul and the Aynak copper deposit south of Kabul and then up to the Uzbek border."
------------------------------------
Ég held það sé alveg augljóst að einungis Kína mun nýta þessar auðlyndir.
Kostnaðurinn er einfaldlega langt yfir þeim mörkum, að einka-aðili geti í reynd nýtt þetta tækifæri. En kínversk fyrirtæki þó þau heiti einkafyrirtæki, eru alltaf með kínv.stjv. með sér í fylgd - sérstaklega á það pottþétt við fyrirtæki sem einbeita sér að nýtingu, mikilvægra auðlynda.
Pakistan hefur nú nokkuð lengi verið, bandamaður Kína - þó þeir hafi einnig verið með bandalag við Bandaríkin, sem sýnir sennilega hvernig Pakistan leitast við að spila með stöðu sína. Þar á meðal, hefur Kína þróað með Pakistan hvort tveggja nýlega herflugvél, sem Pakistan hefur tekið í notkun og einnig núverandi megin skriðdreka hers Pakistan, útgáfa af Kína einnig notar.
Kína hefur verið skilst mér að setja einnig umtalsvert fjármagn í framkvæmdir í hafnarborgum í Pakistan, á kortinu að ofan sést borgin Gwadar - sem sagt er frá í tilvitnun að ofan, að Kína sé með mikið umstang í - sé hentug vegna staðsetningar.
Sú borg eins og sést er ekki fjarri landamærunum við Íran.
Þ.e. einmitt hlutur sem ég hef heyrt, að Kínverja dreymi um samgönguleið milli Kína og Pakistan, væntanlega hugsað fyrir flutninga á olíu og gasi - sem skip mund landa í pakistanskri hafnarborg. Kannski Gwadar borg.
Þannig að framkvæmdir á vegum Kína í Afganistan passa ekki endilega illa inn í það samhengi.
- Kína ræður í dag yfir gríðarlega öflugum verktakafyrirtækjum, sem líklega ráða ágætlega við það óskaplega verkefni, að búa til þær stóru brýr og allan þann fjölda jarðganga, sem mundi þurfa til að "nýta auðæfi Afganistan."
- Og Kínastjórn er örugglega til í að "prenta öll þau júön" sem þarf, til að fjármagna það verk.
Fyrir vestrænar ríkisstjórnir getur það verkefni, sennilega ekki haft nokkurn efnahagslegan tilgang, þ.s. kostnaðurinn sé - - alltof mikill.
En Kína sé ekki einungis að meta slíkt verk, frá "kostnaðar hagkvæmnis mati" heldur einnig frá þörfum ríkisins - - sem hefur áhuga á að tryggja sér auðlyndir, sem eru strategískt mikilvægar.
Svo að Kína hafi þær bjargir til umráða, sem geri því kleyft - - að verða raunverulegt "challenge" við núverandi heimsveldi, Bandaríkin.
- Fyrir Afgani líklega þíðir það að verða "kínversk nýlenda."
Niðurstaða
Ég held að Afganistan muni á næstu árum, færast yfir á kínverskt yfirráðasvæði. Kína mun sennilega múta fylkingum innan Afganistan, til að halda þeim góðum. Þetta getur að mörgu leiti orðið svipað hjá Kína, og þegar Bretland á 19. öld hafði samskipti við "lókal" höfðingja t.d. í Afríku, meðan þeir voru þægir tryggðu Bretar að þeir og þeirra fjölskyldur hefðu það gott og að auki fengu þeir áfram "að nafni til" að vera stjórnendur sinna svæða.
Kínverjum muni verða sama hvort að lýðræði í Afganistan deyi drottni sínum - eða ekki. Meginmálið verði að tryggja, að námusvæðin séu örugg. Að járnbrautirnar sem Kínverjarnir muni reisa, verði ekki sprengdar. Kínverjar geti vel verið til í að tryggja öruggt flæði á mútufé.
Kaupi hefðbundna héraðshöfðingja í Afganistan, og ættbálkahöfðingja. Kínverjar verði líklega nervösir með það, að koma fyrir fjölmennu herliði í því landi. Eftir að hafa orðið vitni að óförum 3-ja heimsvelda á undan þ.e. Bretlandi fyrir 100 árum, Sovétríkjunum á 9. áratug 20. aldar, og Bandaríkjunum í seinni tíð.
Kína hafi langtímaáætlun fyrir bandalag sitt við Pakistan, það bandalag sé einmitt ein lykilástæða þess, að Indland hefur verið í hraðri "vopnavæðingu" þ.e. eflingu flughers, flota og landhers - á allra síðustu árum. Spenna á Indlandshafi sé því líkleg að aukast, sérstaklega ef Kína kemur sér upp flotastöðvum í Pakistan - - eins og margir telja líklegt. Afganistan smelli inn í þessa heildarmynd.
- Áframhaldandi viðvera Bandaríkjanna á svæðinu, sé ef til vill ekki síst - - til þess að þeir hafi "assets" á staðnum, til að fylgjast með því sem líklega verða hratt vaxandi umsvif Kína.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
27.5.2014 | 00:41
Ætli Marine Le Pen verði réttkjörinn forseti frakklands, maí 2017?
Ég hef stöku sinnum velt þessu upp. En nú í kjölfar kosningasigurs "Front Nationale" eða "FN" í kosningum til Evrópuþings, þá virðist það kannski ekki "absúrd" hugmynd. En skv. kosninganiðurstöðum virðist stjórnarflokkur Hollande forseta, hafa fengið einungis 13,9%. Flokkur Sarkozy fyrrum forseta, mið hægri, virðist hafa fengið 21%. Og FN virðist hafa fengið 25%. Þar með fá flokkarnir 13, 19 og 24 sæti á Evrópuþinginu.
Það virðist samt ólíklegt að róttækir andstöðuflokkar sem víða um Evrópu unnu verulega á, muni geta myndað þingflokk á Evrópuþinginu. Þar sem þeir eigi í reynd fátt sameiginlegt.
Þannig sé afar ólíklegt að FN vinni með Syriza flokki vinstri róttæklinga í Grikklandi, UMP flokkur Farage í Bretlandi, segist ekki vilja vinna með FN. Farage telur bersýnilega að FN sé of róttækur, ekki sæmandi ímynd UMP að starfa með FN í sameiginlegum andstöðuhóp á Evrópuþinginu. Gullin dögun sem einnig fékk Evrópuþingmenn, virðist geta átt töluvert erfitt með að finna flokka til að vinna með - - enda nokkum skrefum róttækari en FN, sem "hreinn" ný-fasistaflokkur.
Það getur endað þannig, að Evrópuþingsþingmenn FN finni enga til að vinna með. En það þarf ekki endilega að skaða möguleika Marine Le Pen - heima fyrir!
- Líklegasti forsetaframbjóðandi hægri manna í Frakklandi, er sennilega Sarkozy að nýju.
- Það þarf varla að nefna, að Hollande er óvinsælasti sitjandi forseti síðan stofnað var til 5-lýðveldisins.
Það er eiginlega þessi staða, sem getur skapað Le Pen möguleika, þ.e. afskaplega óvinsæll forseti, á sama tíma líklegur frambjóðandi hægri manna, sá sem tapaði fyrir Hollande.
Le Pen þarf að ná inn í 2-umferð, forsetakosninga - sem gæti vel verið raunhæfur möguleiki. Í sannkallaðri kaldhæðni, er hugsanlegt að Hollande sjálfur nái ekki þangað inn. Heldur yrði í 2-umferð valið milli Le Pen og Sarkozy.
Forsetakosningarnar eiga ekki að fara þó fram fyrr en í apríl - mái 2017. Þannig að 2-heil ár eru enn til stefnu, áður en stjórnmál munu eingöngu snúast um kosningarnar framundan.
Það er auðvitað einhver séns, að efnahagur Frakklands taki við sér í millitíðinni - - en þessa stundina virðist nokkurn veginn vera sama stöðnunin eins og á sl. ári.
Hollande er undir miklum þrýstingi, að framkvæma "umbætur" sem eru aðgerðir - sem líklegar eru hans flokki að vera ákaflega erfiðar. Hollande hefur fram að þessu verið varfærinn, ekki vilja styggja vinstri menn innan eigin flokks, meðan að hann leitast samt við að gera nægilega mikið til þess að hægri kratarnir í hans flokki, séu ekki of óánægðir. Útkoman hefur verið "moð" sem enginn er ánægður með.
Líkur virðast sterkar á því, að Hollande muni áfram fara sér hægt, þó hann muni sjálfsagt gefa eftir og hrinda einhverjum af þeim "umbótum" í framkvæmd, sem þrýst er á að hann framkvæmi. En þá séu líkur á, að þær verði áfram í þeim stíl sem aðgerðir hans fram að þessu hafa verið - - þ.e. "moðsuða."
- Frakkland gæti því staðið fyrir - - tveim reddurum, þ.e. Sarkozy.
- Og síðan Le Pen, er mundi einnig setja sig fram sem reddara, en með ákaflega ólíkt prógramm.
Líkur virðast á í besta falli ákaflega hægum hagvexti í Frakklandi, ef hagvöxtur verður þá yfirleitt. Og því að sósíalistar verði sennilega á útleið þegar dregur að næstu kosningum.
En þó svo það geti verið, að Sarkozy muni reyna að selja sig sem reddara, þá hlýtur það há honum - - að hann var forseti áður. Að hann tapaði fyrir Hollande. Að hann var orðinn sjálfur afar óvinsæll, þó Hollande hafi aldeilis slegið hann út í óvinsældum.
- Það er með öðrum orðum, ef Le Pen mætir einungis tveim "óvinsælum" frambjóðendum.
- Samtímis að óánægja almennings með ástand mála, verði áfram á þeim suðupunkti sem ríkir í dag; þá er ekki loku fyrir skotið að Marine Le Pen geti unnið sigur í seinni umferð.
Niðurstaða
Það þarf varla að taka fram að það yrði svakalegur jarðskjálfti ef Le Pen yrði forseti Frakklands. Rétt er að benda á, að Le Pen er eins langt frá frjálslyndri stefnu og hugsast getur. Hún sækir fylgi til þeirra sem "óttast um frönsk gildi" - "að auki gagnrýnir hún niðurskurð í velferðarmálum" - og aukið atvinnuleysi. Hún mundi hafa sterka "protectionist" tendensa, ef hún yrði forseti. Það er, mundi leggja áherslu á að "beita franska ríkinu" til að vernda frönsk störf og frönsk fyrirtæki. Hefur lofað að endurreisa Frankann. Ríkisstjórn á hennar vegum, yrði ákaflega þjóðernissinnuð.
En ég mundi ekki kalla FN fasista. Það er meira að segja, í sterkara lagi - að kalla þau öfgafólk. En stefna þeirra hefur samt sem áður ákaflega sterkan þjóðernissinnaðan karakter.
Það hefði verulegar afleiðingar fyrir ESB ef hún yrði forseti. Þ.s. hún mundi örugglega, gera það sama og David Cameron er að gera - - þ.e. hjóla í Brussel. Og heimta til baka margt af því sem ríkin hafa látið af hendi af völdum.
Það þarf ekki að vera að hún vilji leggja það af. En mig grunar að hún og Cameron, mundu bæði sætta sig við ESB sem hefði verið - - smættað umtalsvert niður, hvað völd áhrærir.
Þannig séð er áhugavert að bera FN við núverandi afstöðu Íhaldsflokksins í Bretlandi, en síðan Marine tók við af föður sínum, þá hefur hún "tónað" flokkinn umtalsvert niður, fært hann af "ysta jaðri" nær venjulegum flokkum. Þ.e. auðvitað umdeilt hversu djúpstæð sú breyting raunverulega er. Andstæðingar margir hverjir, vilja meina að sú breyting - - sé einungis á yfirborði. En það þarf alls ekki að vera, en frambjóðendur FN hafa margir í seinni tíða verið huggulegt fólk sem kemur vel fyrir, en það virðist að Marine hafi laðað marga nýja stuðningsmenn til FN. Slíkt getur raunverulega hafa breytt flokknum.
Fært hann yfir í að vera, þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur - - í stað þess sem FN er gjarnan enn túlkaður sem í pressunni, öfgahægriflokkur.
Ég sé Marine ekki fyrir mér sem "hættulega manneskju." Ég held t.d. að Syriza flokkurinn í Grikklandi, sé eiginlega róttækari - - þ.e. fjær pólitísku miðjunni, en FN eins og hann hefur þróast undir Marine.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2014 | 18:50
Petro Poroshenko, réttkjörinn forseti Úkraínu, skv. útgönguspám
Þetta kemur fram á vef Reuters, að skv. útgönguspám fái Petro Poroshenko 55,9-57,3% -
Yulia Tymoshenko fái einungis 12%. Ef sama niðurstaða kemur út úr talningu kjörgagna. Þarf ekki aðra umferð því þá er Poroshenko þegar með meirihluta eftir fyrstu umferð. Þetta er auðvitað mikilvægt, því svo hratt hefur óöryggi og óreiða farið vaxandi í landinu ásamt átökum, að óvíst getur reynst vera hvort að önnur umferð hefði getað farið fram þann 15. júní nk.
'Chocolate King' Poroshenko wins Ukraine presidency: exit polls
"Ukrainian businessman, politician and presidential candidate Petro Poroshenko (L front) and his wife Maryna (R front), cast their votes during a presidential election at a polling station in Kiev May 25, 2014."
- Það sem er mikilvægt við Poroshenko, að hann er ekki þjóðernissinni, engin leið að tengja hann við svokallað "Right Sector" sem Tymoshenko hefur tengingar við, að auki var hann um skamma hríð ráðherra í ríkisstjórn Viktor Yanukovych, forsetanum sem síðar flúði í útlegð til Rússlands, sem virðist ekki há honum þ.s. hann var hættur löngu áður en byltingin hófst, studdi byltinguna.
- Hann virðist einstaklingur sem "hagar seglum eftir vindi" - - nokkurs konar pólitískt kamelljón, því má bæta við, að meðan óeirðir og átök voru í gangi meðan mótmæl gegn Yanukovych voru í gangi, studdi hann um hríð tilraunir til sátta milli stjórnar hans og andstæðinga, en það virðist ekki heldur há honum þ.s. hann virðist ekki hafa tranað sér fram með áberandi hætti í það skiptið aðrir fengið skömm í hattinn fyrir þá sáttatilraun, síðan fékk hann einn af helstu foringjum byltingarinnar til að styðja framboð sitt til forseta.
- Það getur einmitt verið að Úkraína þurfi á því að halda, að við völd sé forseti, sem sé "sveigjanlegur" - - hann virðist í kosningabaráttunni hafa leitast við að mynda tengingar við rússn.mælandi hluta íbúa landsins, t.d. mætti hann á athöfn í borginni Odessa, þegar þeirra var minnst sem fórust í blóðugum óeirðum þar fyrir nokkru síðan.
- Athygli vekur hótun Yulia Tymoshenko -sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum- gegn Poroshenko, að ef hann er "kjörinn" þá muni hún standa fyrir "nýrri byltingu" - gegn ólígörkum, en Poroshenko er mjög auðugur iðnjöfur. Á hinn bóginn, virðist hann ekki eins og flestir auðjöfrar, hafa tekið yfir eitthvert fyrirtæki fyrir slikk sem áður var í eigu ríkisins í gegnum sambönd við spillta stjórnmálamenn, heldur hafi hann búið til sitt fyrirtæki "frá engu." En hann framleiðir "sælgæti" ekki eins og flestir auðjöfrar, sem jafnaði eru í klassískum þungaiðnaði.
- Hann hefur hafnað þar af leiðandi að skilgreiningin "ólígarki" eigi við hann.
Hugsanlega getur kjör Poroshenko leitt til friðar í landinu
En forskot hans á aðra í kjöri virðist svo afgerandi, að þó svo að um 15% kjósenda í landinu, hafi ekki getað kosið - vegna aðgerða "uppreisnarmanna" í Donetsk og Luhansk, sem að mest virðist hafa tekist að hindra að atkvæðagreiðsla færi fram í þeim héröðum.
Þá sennilega dugar það ekki, til að kasta umtalsverðri rýrð á það hvort hann teljist "réttmætur" forseti landsmanna.
En með svo afgerandi forskot, er ólíklegt að þó þau atkvæði hefðu verið með - - að hann hefði ekki komið út sem sigurvegari kosninganna.
Timushenko hefði sannarlega ekki fengið nein umtalsverð atkvæði frá þeim svæðum, þ.s. hún er svo nátengd byltingunni í Kíev í vor.
Síðan hefur komið ágætlega fram, að "right sector" treystir ekki Poroshenko - þ.s. eftir allt saman var hann um skamma hríð ráðherra í stjórn Yanukovych. En það getur einmitt skapað honum algerlega "einstaka stöðu" til að brúa gjána milli hópanna í landinu.
Því miður hefur bráðabirgðastjórnin í Úkraínu hagað sér ákaflega heimskulega, málflutningur hennar að geta ekki rætt um andstæðinga sína með öðrum hætti en "þessa helvítis hryðjuverkamenn" hefur augljóslega stuðlað að því, að víkka gjána milli aðila - að auki stutt áróður rússn.mælandi uppreisnarhópa þess efnis, að stjórnin væri skipuð óalandi og óferjandi öfgamönnum.
En erfitt verður að mála pólitíska kamelljónið Poroshenko með þeim hætti.
Hafandi í huga, að hann var eini frambjóðandinn, sem var viðstaddur athöfn í Odessa, þegar fórnarlamba ógnaratburðarins er þar varð var minnst, þá virðist blasa við - - að hann geti virkilega átt raunhæfan möguleika, til þess að leita sátta.
-----------------------------------------
Ég bendi aftur á óháða nýlega könnun, sem bendir til þess að meirihluti íbúa þar með talið rússn.mælandi íbúa, vilji að landið sé áfram "sameinað." Á sama tíma, virðist andstaða við bráðabirgðastjórnina í Kíev, hafa verið almenn meðal rússn.mælandi. En Poroshenko mun væntanlega skipa nýja stjórn, og líklega ekki skipuð einstaklingum úr "right sector."
Þ.e. könnun PewReseach: - ath. kynnt í máí 2014
Despite Concerns about Governance, Ukrainians Want to Remain One Country
Á Úkraína að "vera sameinuð" eða "á að heimila einstökum héröðum að fara?
.......................................Vera sameinuð.....Heimila klofning.....Veit ekki.
Vestur Úkraína..........................93%......................4%................2%
Austur Úkraína..........................70%.....................18%...............13%
Rússn.mælandi.........................58%.....................27%...............15%
Krím Skagi...............................12%.....................54%...............34%
-----------------------------------------
Með ríkisstjórnina frá, enda stóð einungis til að hún væri fram að þeim tíma, að nýkjörinn forseti mundi skipa nýja stjórn, væntanlega skipaða einstaklingum sem séu "minna umdeildir."
Ætti að vera tækifæri, að koma viðræðuferli milli þjóðfélagshópa og samtaka innan þess um framtíðarskipan landsins, eitthvað áleiðis. Að sjálfsögðu með setu allra hópa sem máli skipta.
Niðurstaða
Það verður að koma í ljós hversu merkilegur forseti Poroshenko mun reynast vera. En með kjöri hans virðist skapast hugsanlegt tækifæri til alvöru sáttaumleitana innan landsins. En líkur eru á því að íbúar meira að segja Luhansk og Donetsk vilji að landið sé ein heild, að kosningin er fór þar fram fyrir skömmu hafi í reynd verið krafa íbúanna þar um "aukið sjálfforræði" enda var vel unnt að skilja spurninguna þannig sem a.m.k. einhver hluti íbúanna þar svaraði játandi - sem áskorun um aukið sjálfforræði. Umdeilt er hve margir raunverulega mættu á kjörstað þ.e. hver þátttakan raunverulega var í Luhansk og Donetsk, eða hvort að kosningin er yfirleitt trúverðug. Aftur á móti er engin ástæða til að draga í efa trúverðugleika atkvæðagreiðslunnar í dag, sem var undir nánu eftirliti eftirlitsaðila frá fjölda Evrópulanda, þar á meðal frá Íslandi.
Ef samtök uppreisnarmanna í Luhansk og Donetsk mæta ekki, þegar þeim verður væntanlega boðið þegar Poroshenko hefur tök á til viðræðna, þá mun þeirra áróðursstaða versna, þ.s. þeir munu þá virðast ósanngjarnir, sérstaklega ef í boði er umtalverð aukning sjálfforræðis Luhansk og Donetsk, sem íbúarnir eru líklegir að samþykkja - ef þeir væru spurðir.
Á sama tíma, með nærgætni og sáttatali, ætti að vera unnt að róa íbúa á öðrum svæðum innan landsins. En ekki síst, að áróður uppreisnarmanna, þess efnis að landinu sé stjórnað af "óðum nasistum" hætti þá að virka - og grafa undan landstjórninni.
Ef samtökin sem ráða nú Luhansk og Donetsk, ætla að halda "sjálfstæði sinna héraða frá Úkraínu" til streitu, sem ekki hefur enn verið viðurkennt af stjórnvöldum Úkraínu - sem líta á þau sem héröð í uppreisn; þá þurfa þau samtök - - nýja nálgun á sinn áróður.
Það geta runnið í garð áhugaverðir tíma í Úkraínu, með forseta sem "ekki er augljóslega þröngsýnn." Og mun örugglega vera til mikilla muna sáttfúsari í yfirlísingum. En spurningu má þó upp varpa, um hans staðfestu - - þ.s. hann eftir allt saman, hefur hagað sér sem hið mesta kamelljón. Að auki, má vera að "right sector" geri tilraunir til að standa fyrir óeirðum gegn stjórn hans, en á hinn bóginn að ef það gerist, þá gæti það haft þá afleiðingu að styrkja stöðu hans gagnvart íbúum A-hlutans, og líklega nýtur "rigth sector" ekki almenns fylgis úkraínskumælandi" heldur, en öfgamenn yfirleitt hafa ekki víðtækan þjóðfélagsstuðning.
----------------------------------------
Ný frétt Reuters: Ukrainians back Poroshenko to find way out of crisis
Sú frétt minnir okkur á, að Poroshenko verður töluvert "bundinn í báða skó af því" að geta ekki strax skipt um stjórn. Þ.e. núverandi ráðherrar eru ekki hættir þó að réttkjörinn forseti sé tekinn við.
Það líklega þíðir að svigrúm hans til róttækra breytinga á stefnunni, getur verið verulega takmarkað. Það verður að koma í ljós, hvort hann getur að einhverju verulegu leiti spilað á þá stöðu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.5.2014 kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2014 | 01:43
Tæland hefur nánast verið í samfelldri pólitískri krísu í rúman áratug
Krísu sl. 13 ára má rekja til sigurs flokks Thaksin Shinawatra 2001. Síðan þá hefur sama hreyfing ítrekað unnið kosningasigra. En í 5-skipti hefur meirihlutastjórn á vegum hennar verið steypt af stóli, þar af tvisvar af hernum, þrisvar af dómstólum "undir kringumstæðum" sem sannarlega eru umdeildar. Stóran hluta af þessum tíma, hefur landið verið klofið í djúpstæðum ágreiningi fylkinga.
- Það sem Thaksin virðist hafa gert, er að höfða til fátækari hluta landsmanna, í borgum og bægjum, en einnig innan héraða sem fram að þeim tíma höfðu ekki fengið umtalsverða efnahagsþróun.
Ásakanir um "atkvæðakaup" hafa verið mjög áberandi meðal hópa andstæðinga, þau "atkvæðakaup" virðast hafa falist í því sem á Vesturlöndum mundi kallast "pólitísk loforð" t.d. að verja auknu skattfé til uppbyggingar innan héraða sem eru fátækari en meðaltalið, verja auknu fé til landbúnaðarmála til að styðja við fátæka bændur, auka fjárframlög til velferðarmála sérstaklega beint að fólki með lægri tekjur o.s.frv.
- Í reynd dæmigerð "velferðarstefna."
Það virðist í reynd afar einföld skýring fyrir því, af hverju flokkar tengdir hreyfingu Shinawatra hafa statt og stöðugt í rúman áratug ávalt haft sigur í almennum kosningum, að stefna þeirra hefur verið vinsæl meðal þeirra sem minna mega sín, og í héröðum sem áður höfðu fengið litla uppbyggingu.
Gott dæmi virðist héraðið: Isan
Skv. Wikipedia síðunni, búa þar 21 milljón manns, íbúar eru af öðrum "kúltúr" en Tælendingar almennt, þ.e. standa nær fólkinu sem býr í nágranna landinu Laos. Tala tungu sem virðist mállýska af tungumál Laos búa. Héraðið hafi ekki lengi verið hluti af Tælandi. Þó öll árin eftir Seinna Stríð.
Vegna þess að þeir eru öðruvísi - - virðist frekar litið niður á þetta fólk innan gömlu kjarnahéraðanna nærri höfuðborginni. Með því að dæla skattfé í uppbyggingu fátækari svæða, sem virðast litin hornauga af mörgum íbúum í borgum Tælands nær ströndinni. Hafi flokkar Shinawatra skapað afskaplega holla kjósendahópa.
- Út frá sjónarhóli Vesturlandabúans, virðist afskaplega skrítið - - af hverju flokkar andstæðinga Taksin Shinawatra, hafa að því er virðist - - ekki gert tilraun til að "höfða til þessa fólks."
- Það virðist vart öðru til dreifa, heldur en "fordómum."
- Kjarni deilunnar virðist snúast um "völd."
- Höfuðborgin og nágrenni, sem hafi verið hin "hefðbundna" valdamiðja, sé á þessum áratug að upplifa það, að landinu sé stjórnað af ríkisstjórnum - - skipuðum fólki. Sem á ættir að rekja til "allt annarra landshluta." Jafnvel "guð sé oss næstur" fólki sem sé ekki af hinum "hreina kynþætti Tæa."
Það sem virðist gera þessa deilu svo erfiða, virðist felast í undirliggjandi fordómum og fyrirlitningu eins hópsins á hinum, áhersla þess hóps virðist fyrst á fremst á lausnir "hannaðar til að gera þá hópa sem er risnir til valda" - "valdalausa að nýju."
- Sbr. að leggja það til, að skipuð yrði "ráð" einstaklinga sem ekki væru kosnir, sem mundu stjórna landinu - - kosningar mundu einungis skipa minnihluta þingsæta.
- Önnur tillaga, að breyta atkvæðahlutföllum milli héraða, sem virðist hönnuð til að gera atkvæði frá t.d. "Isan" áhrifalaus, færa höfuðborginni og nærsveitum - meirihluta þingmanna.
Ég skal segja eins og er, að ég hef fjarska litla samúð með baráttu þess hóps sem kallar sig "Demókrata" af einstakri kaldhæðni, þó þeir virðist vilja leggja lýðræði af, og klæðast gjarnan "gulum bolum" þegar þeir viðhafa skipulögð mótmæli.
Það virðist að barátta þeirra undanfarið, hafi einmitt snúist um að "lama landið" svo að "herinn mundi taka völdin" - - sem virðist nú hafa heppnast.
- Augljósa hættan er - - > Borgarastyrjöld.
Thai army detains former PM Yingluck a day after coup
Ousted Thai Leaders Summoned by Ruling Military
Yingluck Shinawatra detained as Thai military tightens grip
Vandamálið við baráttu Suthep Thaugsuban leiðtoga mótmæla svokallaðra "royalists" er að ég sé ekki nokkurn möguleika, til að "snúa sögunni við" - - en þegar sé búið að framkvæma umtalsverða uppbyggingu á þeim svæðum sem áður voru bláfátæk. Íbúarnir þar séu orðnir virkir í þjóðlífinu. Þeir muni örugglega ekki sætta sig við það, ef tilraun verði gerð til að "gera þá áhrifalausa."
Það virðist samt afskaplega líklegt, að einhverskonar bráðabirgðastjórn verði skipuð fljótlega, og síðan verði endurskrifuð stjórnarskrá - - er að líkum muni einmitt fylgja þeirri línu, að draga verulega úr atkvæðavægi fjölmennra jaðarsvæða, en auka verulega vægi atkvæða höfuðborgarinnar og nærliggjandi svæða.
Slíkt sé líklegt að magna enn frekar klofninginn í landinu, hreyfing Shinawatra virðist ákaflega vel skipulögð og að auki eftir langa röð kosningasigra bersýnilega með ákaflega traust fylgi, þ.e. traust fjöldafylgi.
Sögulega séð er ákaflega erfitt að kveða slíkar hreyfingar niður, slíkt verður sögulega ekki gert, nema með því að drekkja landi í blóði. Ný stjórnarskrá séð af byggðunum inn til landsins, sem samanlagt séu fjölmennari en svæðin í kringum höfuðborgina - - sem ósanngjörn.
Geti breytt átökunum yfir í "borgarastríð."
Skv.: Thailands coup leader Gen Prayuth Chan-ocha takes a hard line
Er allt að helmingur hersins, skipaður liðsmönnum sem eru "kvaddir í herinn" skv. herskildu. Þeir séu líklegir til að tilheyra "fátækari hluta landsmanna" sem sé fremur en hitt, hallur undir flokka Shinawatra. Með öðrum orðum, ef átökin færast á alvarlegra stig innan landsins - - gæti herinn klofnað.
Niðurstaða
Það blasir ekki við nein augljós lausn á vandamáli Tælands. Þar sem fyrirlitning á þeim sem tilheyra jaðarhópum samfélagsins, eða fólki sem eru "öðruvísi Tælendingar" eða eru tiltölulega lítt menntaðir, eða fátækir - frá svæðum sem eru tiltölulega fátæk. Virðist hafa læst rótum meðal fjölmennra hópa í hinu eldra kjarnasvæði landsins.
Best er að taka ásökunum um spillingu Shinawatra fjölskyldunnar með mörgum saltkornum. En sannleikurinn er sá, að flestar ríkisstjórnir þær er áður sátu í Tælandi, áður en nokkur hafði heyrt um Thaksin Shinawatra, voru ákaflega spilltar. Nokkrum sinnum var einmitt slíkum stjórnum á árum áður steypt af hernum, þegar mál voru komin í alvarlegan ólestur - vegna spilltra ákvarðana.
Thaksin Shinawatra var fyrst auðugur af viðskiptum, áður en hann byggði upp flokk sinn og náði völdum. Ég geri ráð fyrir því, að hann hafi áttað sig á því - - að pólitíska kerfið var fram að þeim tíma, að leiða hjá sér mikinn fjölda landsmanna, er fram að þeim tíma höfðu viðhaft litla stjórnmálaþátttöku. Það hafi verið "snilld" hans að virkja þá hópa, og beita þeim meðölum sem líkleg væru til að gera þá hópa að "traustum kjósendum." Sem virðast hafa verið dæmigerð velferðarstefnu úrræði, sem við þekkjum á Vesturlöndum gjarnan kennd við vinstrisinnaða verkamannaflokka. Það má vel vera, að hann hafi séð þetta sem "leið til valda."
Sem hafi virkað - - en það að engin hreyfing hafi síðan risið upp til að keppa um þau atkvæði. Það er virkilega stórmerkilegt. Á Vesturlöndum, þegar flokki X vegnar vel, þá gerist það ætíð að aðrir flokkar leitast við að "stela þeim atkvæðum" með því að taka upp a.m.k. einhverja þætti þeirrar stefnu er "virkaði." En slíkt virðist ekki hafa gerst í Tælandi. Eina ástæðan sem ég get komið auga á, er að djúpstæðir fordómar skapi hindrun.
Það verður að koma í ljós með hvaða hætti herforingjastjórnin mun endurskrifa stjórnarskrá landsins. En ef gerð verði tilraun til þess að gera fjölmenna kjósendahópa áhrifalausa - - þá grunar mig að virkilega verði allt vitlaust. Borgaraátök gætu þá verið líkleg.
Borgarastríð í 70 milljón manna landi, mundi skapa geigvænlegan flóttamannavanda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2014 | 22:42
NATO getur ekki varið Eystrasaltlöndin
Þetta kemur fram í áhugaverðum pistli í Der Spiegel, eins og Rússar tala gjarnan eins og að NATO sé stórfelld ógn við Rússland, þá virðist staðreyndin vera sú. Að þegar löndum í NATO fjölgaði, með aðild nokkurra fyrrum A-tjalds landa, auk Eystrasaltlandanna er áður voru hluti af Sovétríkjunum. Þá hafi ekki átt stað nein umtalsverð tilraun til þess að samræma varnarviðbúnað NATO, loforði NATO þess efnis - að árás á einn sé árás á alla. Lítið hafi verið um uppbyggingu NATO í nýju aðildarlöndunum. Og það hafi aldrei farið fram nokkur "stór heræfing" í þeim, þ.s. æfð eru viðbrögð við hugsanlegri árás. Þegar að auki bætist við "mikill niðurskurður útgjalda til varnarmála" í Evrópu síðan 2008, í kjölfar þess að kreppa hófst í Evrópu. Þá sé raunverulega langt í land með það, að NATO geti staðið við loforðið gagnvart nýju aðildarlöndunum, "að árás á einn sé árás á alla."
Der Spiegel - NATO Appears Toothless in Ukraine Crisis
Rússland virðist hafa getu til að framkvæma - snögga fjölmenna leifturárás
Rússland hefur allra síðustu ár, bætt mjög mikið þjálfun rússneska hersins, og ástundað þ.s. ekki hefur nú í meir en áratug verið ástundað innan NATO, þ.e. fjölmennar heræfingar þ.s. æfð eru hugsanleg átök.
T.d. hafi Rússland framkvæmt sameiginlegar æfingar með her Hvíta Rússlands með samtals 60þ.hermönnum 2013, NATO hafi síðast viðhaft æfingu á 6.000 manna liðsafla sama ár í Eystrasaltlöndunum.
Það hafi verið svar NATO við æfingu Rússa, þ.e. 1/10 af liðsafla.
Sannarlega ræður NATO yfir betri vopnum, en ef 60þ.manna liðsafli Rússa réðist inn í Eystrasaltlöndin, sé ekki til staðar í Evrópu á vegum NATO, liðsafli sem geti brugðist við og varið þau lönd - gegn það fjölmennri innrás.
Flest bendir til þess að Rússar geti hvatt slíkt lið saman á nokkrum vikum.
Jafnvel þó 6.000 manna liðsafli hefði betri vopn, er ekki munurinn slíkur að það bæti upp á 10 faldan liðsmun.
- NATO hefði 2-valkosti, að lísa tafarlaust yfir stríði, þá öll löndin samtímis, og þá mundi kannski koma í ljós hvort pólski herinn er nægilega öflugur, til að "verja Pólland."
- En það gæti tekið meir en heilt ár fyrir NATO, að safna saman nægilegum liðsstyrk, til að fást við slíka árás. Margt getur gerst á einu ári.
- Eða að NATO mundi sennilega leysast upp, ef ekki er staðið við "ákvæði 5" í NATO sáttmálanum.
----------------------------------
Maður auðvitað - - veltir fyrir sér, hvað Pútín ætlar sér með þann aukna herviðbúnað, tækin sem rússneski herinn hefur hafa ekki róttækt breyst, en Pútín virðist í seinni tíð hafa endurreist getu rússneska hersins til að "beita sér."
Það væri rökrétt, ef hann ætti von á fjölmennri innrás - einhvers staðar frá.
Eða, ef hann sjálfur hefur það í hyggju, að beita því herliði - til innrásar í eitthvert land.
Auðvitað er þriðji möguleikinn til staðar, að hann ætli að beita lönd þrýstingi og hótunum, út á það að hann geti augljóslega "lagt þau að velli" hvenær sem honum þóknast.
- Þ.e. nefnilega áhugavert, að Pútín hefur leitað inn á mið sem nefnast "þjóðernis-fasismi" - umræðan í rússneskum fjölmiðlum er alveg ótrúleg, þeir hafa ekki verið verri hvað þetta varðar síðan "Kalda Stríðið" var í hámarki, þ.e. "skipulagðar áróðursherferðir" á vegum rússn.stjv. þ.s. þjóðin er æst upp í "þjóðernisæsing."
- Stundum hafa slíkar æsingar, verið "undirbúningur einmitt fyrir stríð."
"Ultimately" - ef þú ætlar að þjappa þjóðinni saman að baki þér í nafni þjóðernis-ofsa, þá er stríð hið klassíska hámark slíks ferlis.
----------------------------------
Viðbrögð stjórnmála í Evrópu virðast lítil, litlar líkur á "auknum vígbúnaði."
Það er því alveg rétt, að margt minnir þetta tímabil í dag, okkur á ástandið eftir 1933 - þegar nasistar höfðu hafið vígbúnað.
Það er áhugavert, að á sínum tíma - - beittu nasistar miskunnarlaust áróðurstækni, til að "bæla niður varnarvilja" nágranna þjóða, með því að titla allan viðbótar varnarvígbúnað, "stríðsæsingar" eða "tilburði til að skapa ógn." Og áhugavert er, að innan þeirra þjóða - voru öfl sem stóðu með "nasistum" og töluðu gegn tilraunum til þess að efla varnir.
Þegar til innrásar kom 1940, var varnarvígbúnaður víða í Evrópu - - mun lélegri en hann hefði getað verið. Nasistar eins og er þekkt, sópuðu borðið með hraði sumarið 1940.
Þá voru þýsku vopnin í reynd ekkert betri - - sigurinn vannst út á snjalla beitingu herforingja Hitlers á þýskum liðsafla, og auðvitað hinu klassíska - að koma andstæðingnum á óvart.
- Lítil trú virðist á því að það sé raunhæfur möguleiki, að Pútín "ráðist á Eystrasaltlöndin" til þess að "NATO leysist upp."
Rússneski herinn að sjálfsögðu mundi aldrei komast lengra en til Þýskalands, ef pólski herinn ekki reynist nægilega sterkur til að verja Pólland. Þá sannarlega er þýski herinn nægilega sterkur til að verja Þýskaland.
Þ.e. áhugavert að rifja upp - - árás Argentínu á Falklandseyjar, í tíð Möggu Thatcher. Þá kom þetta öllum í opna skjöldu, en á sama tíma vanmat hershöfðingjastjórnin sem þá sat í Buenos Aires, þann möguleika að Bretar hefðu styrk til að taka eyjarnar til baka.
- Sú innrás var sannarlega "þjóðernis-popúlísk" aðgerð af hálfu hershöfðingjastjórnarinnar, tja - - Pútín er vinsæll akkúrat núna, sannarlega. En þ.e. hafin kreppa í Rússlandi, á sl. ársfjórðungi mældist samdráttur. Það í fyrsta sinn í mörg ár.
Þ.e. ekki alfarið óhugsandi að Pútín mundi komast upp með "hernám" Eystrasaltlandanna og þeirra "annexation" í Rússland að nýju.
Þá auðvitað næðu vinsældir Pútíns meðal rússn.þjóðarinnar enn hærri hæðum. Að sjálfsögðu þó, mundi slík aðgerð leiða til algerra "sambandsslita" milli Evrópu og Rússlands, sem og við Bandaríkin. Fullur fjandskapur væri upp frá því - - jafnvel þó að Evrópa mundi ekki þora í stríð.
Niðurstaða
Ég hef sjálfur ekki haft trú á því að Pútín væri líklegur til að spila einhvern Hitler í nútíma Evrópu. En á sama tíma, verður því ekki neitað - - að ef hann vill. Þá getur hann spilað slíkan Hitler. Og það mundi taka NATO löndin töluverðan tíma, að safna kröftum og liðsafla innan Evrópu, til andsvars sem eitthvað mundi muna um. Mikið getur gerst á einu ári, en Pútín líklega hefði a.m.k. heilt ár sem nánast frýtt spil, meðan að liðsafli sá sem er til staðar "væri í nauðvörn" hvar sem verjanlega varnarlínu væri að finna.
- Kannski getum við hérlendis prísað okkur sæl, að hafa ekki bara NATO aðild, heldur einnig varnarsamning við Bandaríkin sjálf. Ef NATO flosnar upp, þá er hann samt til staðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.5.2014 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
21.5.2014 | 23:33
Ætlar Kína að steypa viðskiptakerfi Bandaríkjanna?
Það er til staðar töluverð netumræða um "hugsanlegt" hrun viðskiptakerfis Bandaríkjanna, þ.e. þess sem byggt er í kringum dollarinn, og aljóðaviðskiptakerfi Bandaríkjanna. Þessi umræða virðist töluvert vinsæl á pólitíska jaðrinum. En er eitthvað hæft í þessu?
Hagnaður Bandaríkjanna af gríðarlegri útbreiðslu dollars
Hann sást ákaflega vel í kreppunni árin 2008-2011. En í gegnum dollarinn, virðast Bandaríkin geta "flutt út sína verðbólgu" en það hefur vakið athygli að þrátt fyrir mikla prentun í Bandaríkjunum, hefur nær engin verðbólga verið þar.
Það virðist koma til af því, að verð á flestum tegundum hrávara - ekki bara olía og gas, heldur einnig á málmum og matvælum; séu ákveðin í dollar. Og nota markaðir fyrir hrávöru, dollar viðmið þegar verðmæti þeirra vara eru ákveðin. Kaup og sala slíks varnings fer einkum fram í dollar, USD.
- Sumir netverjar, nota orðalagið - "olíudollarinn" eins og að það eina sem skipti máli um verðmæti dollars, sé að olía sé verðlögð í dollar. En þ.e. afskaplega langt í frá að það sé líklega rétt.
- Skv. þeirra samsæriskenningum, eru Bandaríkin á þönum út um heim, í gegnum árin - að senda her sinn gegn hverjum þeim, sem vogar sér að nota einhvern annan gjaldmiðil en dollar, í viðskiptum með olíu.
En umfang dollars er miklu meira en bara í olíuviðskiptum eða með gas - - heldur eins og ég sagði, "öll viðskipti með hrávöru."
Síðan er dollar "megingjaldmiðill sá" sem lönd nota í "gjaldeyrisforðum" - að auki, eiga alþjóða viðskiptabankar gríðarlega forða af dollar, sá megin gjaldmiðill sem þeir hafa í sínum lausafjárforðum.
Svo má ekki gleyma, fjárfestingasjóðum sem eiga gríðarlegar dollaraeignir, verðbréfasjóðir, lífeyrissjóðir - dollar er gríðarlega mikið notaður í viðskiptum milli alþjóðafyrirtækja hverskonar.
- Umfang dollars í alþjóðaviðskiptum er yfir 80% jafnvel nær því að vera 90%.
Eigum við ekki að segja, að það virðist "absúrd" að það skipti máli fyrir Bandaríkin, þó svo að einhverjir örfáir selji sína vöru framhjá "dollarakerfinu" í sínum eigin gjaldmiðli - það sé órökrétt að það sé "threat."
- Það sem við sáum í kreppunni var, að þegar það varð aukning í prentun "US Federal Reserve" eða Seðlabanka Bandar., þá varð í kjölfarið ávalt hækkun á verðlagi á "hrávöru." Sem sagt, Bandaríkin fluttu verðbólguna sína af völdum seðlaprentunar - til heimsins. Á meðan hefur verðbólga innan Bandar. sjálfra verið óveruleg.
- Gríðarleg útbreiðsla dollars, gefur Bandaríkjunum mun meira svigrúm, en öllum öðrum ríkjum heimsins - - til að "prenta fé" án þess að við það "skapist verðbólga heima fyrir."
- Þetta er auðvitað "svakalegur gróði" fyrir bandaríska ríkið, sem fyrir bragðið á miklu mun auðveldar um vik, með að "fjármagna eigin hallarekstur." Þegar það glímir við rekstrarvanda.
- Að auki, er líklegt að það ástand að dollar er meginþungamiðja alþjóðaviðskipta, skapi viðbótar eftirspurn eftir bandar. ríkisbréfum, haldi verði á þeim niðri. Þ.s. vegna mikilvægis dollars, henti það mörgum aðilum að eiga bandar. ríkisbréf, í sínum eignapakka.
Það er ekki að undra, að mörg lönd horfi á stöðu dollarsins "öfundaraugum."
Þegar Bandaríkin settu upp sitt viðskiptakerfi, voru þau ákaflega snjöll
Málið er að frá upphafi, gættu Bandaríkin sín á því, að hafa "meðeigendur" eða "stake holders" sem líklegir voru til að aðstoða Bandaríkin við uppihald þeirra viðskiptakerfis.
Það er auðvitað vegna þess, að kerfið er uppsett þannig, að þó svo að "Bandaríkin græði mest" - - græða meðeigendurnir líka.
Dæmi um mikilvæga meðeigendur, er t.d. OPEC ríkin. Í samkomulagi Bandar. við þau í ca. 1970, þá tryggðu Bandar. að olía væri af þeirra hálfu, verðlögð og seld í dollar. Það leiðir auðvitað til "uppsöfnunar dollaraeigna" í löndum Persaflóa-araba. Sem þeir síðan gjarnan fjárfesta til baka í Bandaríkjunum sjálfum, og að einhverju leiti víðar í öðrum þátttöku löndum í viðskiptakerfi Bandar.
Bandaríkin höfðu ekkert á móti því, að meðeigendur - - græði líka. Það áhugaverða er, að olíufurstarnir við Persaflóa, í gegnum gríðarlegar peningalegar eignir sem mikið til eru varðveittar innan Bandaríkjanna, hafa alls ekki "óveruleg pólitísk ítök innan Bandaríkjanna sjálfra" þ.e. peningar eru nánast allt, ef þú vil "kaupa þér pólitísk áhrif."
Þannig verða samskiptin - - gagnkvæm, í stað þess að vera einhliða. Persaflóa-arabarnir, hafa smám saman öðlast í gegnum sitt fjármagn, umtalsverð sjálfstæð völd - - sem sést m.a. í dag á því að þeir eru að reka "skæruliðastríð í Sýrlandi" og "þeir fjármagna herstjórnina í Egyptalandi." Hvort tveggja virðast stærstum hluta, þeirra "project." Með frekar "benign neglect" Bandar. sjálfra.
- Fleiri meðeigendur eru náttúrulega, Evrópulöndin - Japan - frekar nýlega, S-Kórea - Ástralía, nokkur fj. landa smáir meðeigendur.
Þetta sést m.a. á því, ef menn skoða "hvaða lönd eiga eignahlut í AGS" - sem sjá má á IMF.org.
Hver var akkúrat krafa svokallaðra BRIC landa?
Þegar kreppan í Evrópu var í hámarki árin 2008-2011. Lögðu BRIC löndin svokölluðu, stífa áherslu á að "eignaraðild" landa innan mikilvægra stofnana í heimskerfi Vesturlanda, ekki síst AGS.
Það sem þau fóru fram á - - voru aukin áhrif.
Eða með öðrum orðum, að "eignarhlutur þeirra yrði stækkaður."
Það gat ekki gerst, nema að einhverjir aðrir mundu smækka sinn hlut á móti - - krafan var einkum um minnkun eignarhluta Evrópu.
-------------------------
- Þetta snýst auðvitað um "hver fer með völdin" innan þeirra stofnana sem "ráða yfir heimskerfinu."
- Fram að þessu, í krafti dreifingar eignarhluta, hafa Vesturlönd nær alfarið einokað stjórnun á því kerfi.
Það var aldrei tilgangur BRIC landanna, -- að ógna sjálfu viðskiptakerfinu. Enda eru þau sjálf, mjög virkir þátttakendur í því.
Kína getur "hugsanlega" ef það vill, ógnað núverandi heimskerfi
Það má ímynda sér, að Kína setti upp "hliðrænt" kerfi ásamt einhverjum fjölda þátttöku landa, sem væri rekið með gjaldmiðil Kína sem þungamiðju.
Sumir netverjar, hafa verið að spá því, að BRIC löndin - - séu áhugasöm um að ógna "dollarnum."
Með því, að sameinast um viðskipti sín á milli, í gegnum - - gjaldmiðil Kína.
- Þetta er að sjálfsögðu, afar ólíklegt.
- Eiga þessi lönd nánast ekki neitt sameiginlegt.
- Að auki, eru þau ekki "náttúrulegir" bandamenn, t.d. líta Indverjar á vaxandi hernaðarumsvif Kína sem ógn, eru að miða eigin hernaðaruppbyggingu, við uppbyggingu Kína.
- Þau gátu sameinast um það "eina atriði" að krefjast þess, að fá aukin ítök innan stofnana heims viðskiptakerfisins.
Þá er það eiginlega nánast allt upptalið. Ekki alveg að sjá það fyrir mér, að t.d. Indland væri áhugasamt, um að fara inn í kerfi utan um gjaldmiðil - undir stjórn Kína. Á sama tíma, og Indland sér Kína sem vaxandi ógn. Get ekki heldur ímyndað mér Brasilíu - að það land væri heldur til í slíkt.
- En tæknilega getur Kína samt, sett upp "lokað viðskiptakerfi" miðlægt um sinn eigin gjaldmiðil, með þátttöku einhverra landa, sem samþykkja að vera með.
- Get séð fyrir mér "Mið Asíulöndin" sem líklega eru að færast yfir á yfirráðasvæði Kína. Kannski einhver af löndum Afríku, sem eru orðin verulega háð Kína í viðskiptum. Og má vera að einhver af löndum SA-Asíu mundu vera til í slíkt.
Slík lönd yrðu "eðlilega" ákaflega háð Kína, ef þau ákveddu að vera inni í slíku kerfi.
Ég efa að þau yrðu mikið meir en leppríki.
------------------------------
Þetta getur Kína sennilega gert, ef við erum ekki að tala um raunverulega það mörg ríki, án þess að það ógni eitthvað svakalega viðskiptakerfi Vesturlanda.
En líkur eru einna helst á að lönd, sem eru þegar mjög háð því að selja "hráefni til Kína" mundu ganga í slíkt kerfi. Þ.e. ekki víst að slík lönd, þegar verulega háð Kína, mundu endilega sjá það sem slæman kost.
Það yrðu því sennilega ekki nein - - mikilvæg ríki. Sem mundu ganga inn í slíkt kínv.kerfi.
- Það er alveg hugsanlegt, að Kína geri þetta - - tryggi sér þannig, það sama ástand og Bandaríkin hafa, að geta keypt hráefni í eigin gjaldmiðli.
- Kína þarf samt að fara varlega, í aðgerðum - - sem hugsanlega ógna heims viðskiptakerfinu. Meðan að engin mikilvæg lönd væru innan kínv. kerfisins, væri það sennilega ekki "alvarleg ógn."
En ef þeim tekst að laða til sín einhver mikilvæg lönd, á hinn bóginn - - til þess að svo verði, yrði Kína að gera gjaldmiðilskerfi sitt alfarið opið, þ.e. afnema höft, tryggja nægt framboð af honum - - setja í reynd upp svipað "opið viðskiptakerfi" og Bandaríkin setu upp á sínum tíma.
Hingað til hafa stjórnvöld í Kína, ekki verið tilbúin í að "losa um hömlur á Júaninu."
Heldur er það skammtað af kínv. stjv. til þeirra landa, sem eiga í "beinum viðskiptum við Kína" þannig að þau geta nær einungis notað það, til að kaupa vörur frá Kína - - þ.e. eiginlega "merkantilískt" fyrirkomulag.
- Punkturinn er sá, að meðan Bandaríkin eru enn þann dag í dag, gersamlega drottnandi sjóveldi á heims höfunum, þá geta Bandaríkin "tæknilega séð" sett hafnbann á Kína.
- Þau geta vel stjórnað siglingum til Kína, langt úti á "ballarhafi" langt utan kínverskrar lögsögu, langt fyrir utan flugþol kínv. árásarþota eða eldflauga. Kínverjar gætu ekkert gert.
Kína þarf því að gæta sín - - ekki framkvæma neinn "blatantly hostile move" gegn meginviðskiptahagsmunum Bandaríkjanna - - fyrr en Kína hefur bygg upp sinn eigin sjóher.
- Höfum það samt í huga - - að Kína vill líklega frekar, eignast stækkaðan hlut innan núverandi heimskerfis.
- En að "leggja það í rúst."
------------------------------
Það gæti verið "negotiation ploy" hjá Kína, að styrkja getu sína til að ógna heimskerfinu. Sína fram á aukna getu til þess, án þess að það standi raunverulega til. Tilgangurinn að auka þrýsting á Vesturveldi, um að gefa að umtalsverðu leiti eftir stjórnun innan heims viðskiptakerfisins.
Uppbygging flota, gæti t.d. verið þáttur í því. Þá að sýna fram á að "Kína geti varið sínar siglingar" þannig að sá "tæknilegi möguleiki" að Bandaríkin beiti hafnbanni, fjarlægist.
Kína sýni þannig Bandar. fram á, að ef Bandar. geta ekki hindrað Kína í að ógna heims viðskiptakerfinu, þá sé betra - - að semja við Kína um "breytt valdahlutföll."
Niðurstaða
Ég er eiginlega þeirrar skoðunar, að Kína vilji í reynd frekar viðhalda núverandi heims viðskiptakerfi. En að slátra því. Þess megintilgangur sé að breyta valdahlutföllum. Ekki að sprengja upp kerfið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2014 | 23:14
Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland
Málið er að íbúatala Rússlands er ekki nema ca. 10% af íbúatölu Kína. Að auki eru flest svæði í A-Síberíu ákaflega fámenn, byggð afskapleg dreifð. Til viðbótar, tilheyrðu svæðin í Síberíu á strönd Kyrrahafs næst Kína - - Qing veldinu fram á 19. öld. Reyndar gerðu Rússar og Qing veldið landamærasamning sín á milli á 17. öld - "Treaty of Nerchinsk" 1689. Skv. honum eru landamæri Kína og Rússlands, verulega önnur en þau eru í dag.
Skv. þeim samningi tilheyrði allt vatnasvæði "Amúr" árinnar, eins og hún er kölluð af Rússum, og landið í kring - - Kína. Síðan á 19. öld, þegar veldi Kína hafði veikst töluvert. Þá færði Rússland landamærin til, og komst upp með það, neyddi Kína til að formgera nýtt samkomulag um þau landamæri "Treaty of Aigun" 1858 - - í dag tilheyrir ca. helmingur Amúr svæðisins Rússlandi.
Eins og allir þekkja, þá gleyma Kínverjar engu - - og allra, allra síst - fyrirgefa þeir þ.s. þeim hefur verið gert, nú eru spilin að þróast töluvert á annan veg.
Það er, veldi Kína er hratt vaxandi, meðan að þó svo að Pútín sprikli töluvert nú, er Rússland í reynd "land í hnignun" sbr. hin hraða hnignun íbúatölu Rússlands.
Eins og ég fjallaði um nýlega: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Eru Kínverjar óðum að taka yfir fyrrum yfirráðasvæði Rússlands í Mið-Asíu, en fram á síðustu ár hefur Rússland "de facto" átt það svæði, og um margt farið svipað með þau lönd - - og Bandaríkin á árum áður fóru með Mið-Ameríku, þegar menn kölluðu hana "bakgarð Bandar."
Og arðrændu Rússar þau lönd af fullkomnu miskunnarleysi - - með því að nýta þeirra olíu og gas, borga fyrir smánarverð, síðan stórgræða sjálfir á því að selja hvort tveggja á miklu hærra verði á Vestrænum mörkuðum.
En nú eru Kínverjar í óða önn að reisa 3-leiðsluna í gegnum Kyrgistan til Túrkmenistan, sem þíðir að Kínverjar geta þá dælt nánast öllu því sem framleitt er við "Kaspíahaf" til Kína, en Túrkmenistan er á strönd þess stærsta stöðuvatns heims.
- Rússar hafa sjálfir sýnt öðrum þjóðum algert miskunnarleysi - ég benti á það um daginn hvernig þeir eru skipulega að ræna Úkraínu auðlindum þess lands: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu - en þegar þeir eru nú að ræða við Kínverja - - held ég sannarlega að þeir hafi hitt fyrir ömmu sína.
- En þar fer þjóð, sem er í engu meir tillitsöm við aðrar þjóðir, en Rússar. Þetta sýna t.d. deilur Kínverja við nágrannalönd, t.d. nýleg átök við Víetnam. Vill Kína eiga nánast allt S-Kína haf, nánast upp að ströndum hinna landanna. Eignast þar með allar auðlyndir þar og hafsbotnsréttindi.
- En vandinn fyrir Rússar er sá - - að Kínverjar eru þegar orðnir "öflugari en þeir" en þ.s. er verra, að "veldi Kína fer hratt vaxandi." Samtímis að Rússlandi hnignar.
Russia, China yet to agree on gas deal price
Russia and China wrestle over gas deal
Ný frétt, skv. henni hefur verið ákveðið að undirrita gas-samkomulag, en skv. frétt í morgun miðvikudag, þá leit út að viðræðum væri slegið á frest.
China and Russia sign gas deal
Spurning hvort að Pútín gaf eftir, en morgunfréttin var skv. tilkinningu kínv. ríkisgasfyrirtækisins.
Eins og sést á kortinu að neðan, eru löndin í A-Síberíu afskaplega strjálbýl
Helst eru það svæðin næst Kína að nokkur hópur af fólki virðist búa!
Skv. umfjöllun Financial Times, ætlar Pútin með samkomulagi um "gassölu" til Kína, að sýna Vesturlöndum fram á, að Rússland hafi aðra möguleika.
Nokkurs konar svar við "refsiaðgerðum Vesturlanda" og hótunum Vesturlanda um frekari refsiaðgerðir.
En á sama tíma, séu Kínverjar að "notfæra sér ástandið" til að pína Pútín til að "samþykkja óhagstætt verð" á því gasi sem hann hyggst selja.
Ef gassalan á að fara fram, mun þurfa að reisa nýja leiðslu en í dag eiga Rússar enga leiðslu beint til Kína, það mun óhjákvæmilega taka nokkurn tíma. Viðræður kvá vera í gangi milli rússn. og kínv. fyrirtækja, um tilhögun framkvæmdar - - ef til hennar kemur.
- Áhættan sem Rússland tekur felst augljóslega í því, að ef kínv. fyrirtæki og fjárfestar fara að verða fyrirferðamikil innan A-héraða Rússlands, þ.s. svo fáir í reynd búa.
- Munum eftir hinni gríðarlegu spillingu sem til staðar er innan rússn. embættismannakerfisins, þ.s. hver sá sem á næga peninga, virðist geta pantað sér nánast hvað sem er - þ.e. að lög og reglur skipti þá ekki máli. Séu bara fyrir þá sem "ekki eiga næga peninga."
- En það þíðir, að ef kínv. fjárfestar verða fyrirferðamiklir á A-svæðunum, þá geta þeir fljótlega nánast eignast embættismannakerfið á þeim svæðum, þ.s. hver sá sem á mest af peningum virðist sjálfkrafa ráða ferðum innan Rússlands. Í krafti spillingar kerfisins.
- Kínv. aðilar gætu þá fengið "reglum vikið til hliðar" - "t.d. reglum tengdum fj. kínv. starfsm." Kínverjum gæti smám saman fjölgað á þeim svæðum - - eftir nokkurn tíma, gæti það hafa gerst að "kínverjar ráði miklu meira í A-Síberíu, en miðstjórnarvaldið í Moskvu.
Á endanum, gæti Kína gert Rússum það sama - - og Rússar gerðu Kínverjum á miðri 19. öld, þ.e. að breyta landamærum landanna.
- Við höfum orðið vitni að því undanfarið, að Rússland er að gera tilfæringar á landamærum Úkraínu og Rússlands, sem ef allar ganga í gegn - - munu stórum hluta færa auðlindir Úkraínu yfir í rússn. eigu.
- Kínverjar grunar mig, ef Rússland hleypir þeim of nærri sér, geta gert Rússum það sama á endanum, og þeir eru í dag að gera Úkraínumönnum.
Niðurstaða
Það er einmitt málið, að við hliðina á Kína er Rússland "krækiber." Þó að landfræðilegt umfang Rússlands sé meira, skiptir meira máli að - - Kína er þegar orðið miklu mun öflugara land efnahagslega. Á sama tíma, er Kína einnig hröðum skrefum að fara framúr Rússlandi á hernaðarsviðinu. Að auki með nærri 10-faldan fólksfjölda, og afskaplega löng landamæri við Rússland.
Þá ættu allir sem hafa augu að geta séð, að Rússlandi stafar sennilega af engu landi meiri hætta, en einmitt af Kína.
Í reynd ætti Rússland að leita eftir bandalagi við Vesturveldi gegn Kína, en eitt og sér er ekki séns í helvíti að Rússland geti staðið í hárinu á Kína.
Sem algerlega jafn "ruthless" þjóð, muni Kínverjar gersamlega eins miskunnarlaust, eins og Rússar mundu sjálfir gera í sporum Kínverja, ganga á lagið gagnvart Rússum og Rússlandi.
Það verður áhugavert að sjá hvernig Rússland leysir þá "tilvistarkreppu" sem það stefni í, með því að viðhalda óvináttu við Vesturveldi á annan væng - - og hafa Kínaveldi á hinn.
- Þetta þannig séð minnir mann á Pólland á 18. öld, en þá gerðu Rússland og Prússland samkomulag sín á milli, um að "skipta Póllandi bróðurlega á milli sín."
Spurning hvort það verða endalok Rússland, að það skiptist milli Vesturvelda og Kína, Vesturveldi á endanum fái evr.hl. Rússlands upp að Úralfjöllum, en Kína löndin A-við Úral?
- En ég á mjög erfitt með að sjá, hvernig Rússland mun fara að því á næstu áratugum, að endast hreinlega í stórveldakeppni við mun öflugari lönd á báða kanta.
- Nánast eina landið í heiminum, sem Rússland getur gert bandalag við, sem eitthvað munar um, væri Indland.
Nema að Rússland taki annan kúrs, og formlega í stað þess að leitast við að keppa við Vesturveldi og Kína á sama tíma, gangi í bandalag við Vesturveldi. Eins og ég útskýrði í nýlegri færslu, tel ég að það væri skártsta framtíðin fyrir Rússland í boði: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.5.2014 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2014 | 23:56
Gagnbylting í uppsiglingu í Líbýu?
Á sunnudag blossuðu upp átök í Líbýu - sem virðast vera alveg ný þróun. En liðssveitir stjórn herforingja sem nefnist Khalifa Heftar, var einn af herforingjum Líbýuhers, en síðar hluti af uppreisninni í landinu gegn honum. Réðust fram á sunnudag, tóku um skamma hríð þinghúsið í Tripoli og gerðu árás í borginni Bengasi.
Hann segist ætla að berjast við hreyfingar íslamista - sem hafa verið mjög fyrirferðamiklar, eftir fall og síðan morðið á Muammar Ghadhafi.
Vandinn í landinu virðist vera, að þær hreyfingar fara sínu fram, afleiðing kaos og lögleysa.
Það er alveg hugsanlegt, að margir íbúar landsins séu nú orðnir þreyttir á því ástandi, og séu til í að fá "nýjan einræðisherra." En ég velti því fyrir mér, hvort sá ágæti maður, hafi uppi drauma um slíka framtíð.
Svo er spurning hvort einhver er að fjármagna hann, en það virðist að hann ætli að fara fyrir - - and íslamískri byltingu. Eiginlega nokkurs konar, gagnbyltingu.
- Fréttir virðast sýna, að hóparnir séu að safna liði, og stefna því til Tripoli.
Ex-General Claims Responsibility for Libyan Parliament Attack
Libyan special forces commander says his forces join renegade general
Libya orders Islamist militias to oppose rogue general
Libya evacuation decision 'minute by minute,' U.S. official says
Libya power struggle: brink of civil war?
Libya chaos deepens as militias line up with rival army leaders
Eins og ég skil þetta, þá eru leifarnar af her Líbýu að rísa upp, og hugmyndin virðist vera að steypa íslamistunum.
Á sama tíma. eru þeir að safna liði og stefna því til Tripoli.
Ef þetta er rétt skilið, gæti stefnt í veruleg átök í höfuðborginni - - jafnvel nýtt borgarastríð.
Það er alveg hugsanlegt að a.m.k. hluti af íbúum landsins, muni rísa upp með "hernum" til að losa sig við "warlordana" sem hafa viðhaldið kaosinu síðan Gaddhafi var steypt og síðan myrtur.
Þó svo að í landinu sé "kjörin stjórn" virðist hún "stjórna afskaplega litlu" og margskonar hreyfingar undir þessum "warlord" eða hinum, stjórn stórum svæðum. Skv. síðustu fréttum, hefur olíuvinnslan skroppið saman niður undi 300þ.föt/dag, mikill munur á því sem áður var - - 1.400þ.föt./dag.
Efnahagur landsins sé því í reynd hruninn - - í því samhengi, gæti það vel gerst að fjölmargir rísi nú upp með herforingjunum, sem eftir eru af gamla hernum.
Niðurstaða
Það er eiginlega ekki mikið unnt að segja um málið. Ástandið er svo afskaplega óljóst. Miðað við óljósar fréttir, ber Khalifa Heftar herforingi ábyrgð á árás á þinghúsið í Tripoli á sunnudag, og árás sem gerð var á íslamista í borginni Bengasi. Miðað við yfirlýsingar sem hafa borist, þ.s. nokkrir foringjar í því sem eftir er af gamla stjórnarhernum, hafa líst yfir stuðningi við Heftar. Þá hljómar þetta sem upphaf hugsanlegra einhverrar stórrar sennu.
Sérstaklega þegar á sama tíma, virðist að íslamistarnir séu einnig á sama tíma að safna liði, og senda það til Tripoli.
Sumir nefna samanburð við atburði sem gerðust í Egyptalandi, það má vera að það sé eitthvað líkt með atburðarás sem virðist vera hefjast í Líbýu og rás atburða þar. Á hinn bóginn, sennilega eru leifarnar af her Gaddhafi ekki það sterkar, að sigur þeirra sé "öruggur."
Þess í stað gæti þetta verið upphaf á nýju borgarastríði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2014 | 02:39
Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu
NYTimes vakti athygli á þessu í áhugaverðri umfjöllun: In Taking Crimea, Putin Gains a Sea of Fuel Reserves. Ég ákvað síðan að leita frekari upplýsinga - - eftir netleit. Þá blasir það við að "nágrannalönd Rússlands" gera sér miklar vonir um olíu undir botni Svartahafs. Það er lönd eins og Tyrkland, Búlgaría og Rúmenía, en ekki síst áður en Rússar tóku Krímskaga, Úkraína. En með yfirtöku Krímskaga, séu þær vonir Úkraínu að nær engu orðnar. En skv. samkomulagi sem nú er í gildi meðal þjóða heims, geta strandríki - - fengið nýtingarréttindi á svæðum á hafsbotni og undir, allt að 230 mílum frá ströndum viðkomandi lands. Sem þá þíðir, að með töku Krímskaga, náði Rússland einnig til sín "gríðarlega miklum hafsbotnsréttindum við Svartahaf." Sem hafi ekki farið framhjá þjóðunum í kring.
Nokkrir áhugaverðir hlekkir:
Crimea may yield trillions in oil riches for Russia and Putin
New ExxonMobil OMV oil drilling platform in Romania
Turkey vulnerable to rising Russian power in the Black Sea
Kortið að neðan sýnir útdeilingu svæða milli alþjóðlegra olíufélaga innan lögsögu Rúmeníu!
Fram kemur í frétt NYTimes, að stjórnvöld Úkraínu höfðu verið í viðræðum við fjölda stórra olíufélaga, vegna hugsanlegs nýtingarréttar - - samningar sem eðlilega liggja niðri núna.
Ef við skoðum næstu mynd, þá blasir við eitt áhugavert atriði, nefnilega að ef "Donetsk" gengur í Rússland, þá mun Rússland þar með "eiga allt Azovshaf." Litla innhafið milli Krímskaga og Rússlands. Þar með öll hafsbotnsréttindi þar.
Ekki veit ég hvort það er rétt, að Svartahaf sé næsta "Barentshaf." En þannig virðist rætt um svæðið manna á milli, eða a.m.k. dreymir marga að undir botninum sé eins mikið af olíu og gasi, og á svæðum sem hafa búið til mikil auðæfi fyrir Noreg.
- Þegar þetta er haft í huga, virðist a.m.k. klárt að ekki er unnt að útiloka hið minnsta, að yfirtakan á Krímskaga hafi í reynd snúist um hafsbotnréttindin sem fylgja skaganum.
- Ekki um það að vernda rússn.mælandi íbúana þar.
- Þó að líkur séu sannarlega um, að mikilvægi herstöðvarinnar í Sevastopol hafi verið nokkuð, var í gildi langtímasamkomulag við Úkraínu um þá herstöð. Sem litlar líkur eru á að Úkraína hefði yfirgefið, þ.s. í skiptum fyrir herstöðina fékk Úkraína "mikinn afslátt á gasi frá Rússlandi." Svo það a.m.k. blasir ekki við, að nauðsynlegt hafi verið að taka skagann yfir, til að vernda þá herstöð.
- En aftur á móti, renna hafsbotnsréttindin klárlega til þess aðila sem á skagann. Og það getur því meir en verið, að vonin um auðlegð undir hafsbotninum, hafi ráðið úrslitum í þessu máli.
- Ég árétta einnig, að nýleg hagþróun í Rússlandi hefur verið slæm, þ.e. hagkerfið virtist á leið í ástand kyrrstöðu, jafnvel kreppa möguleiki - - áður en Úkraínudeilan skall á. Botninn sem sagt að detta undan rússneska hagkerfinu.
- Sem getur vel hafa skapað þrýsting um að útvega frekari auðlyndir.
Bæti þessu við m.a. sem svar við athugasemdum: En Rússland hefur skýrt mótív til að vilja útvega sér frekari orkuauðlyndir:
En ef þ.e. eitthvert land sem er að tapa stórt á ört vaxandi veldi Kína. Þá er það Rússland. Rússar eru á hraðri leið með að tapa þeirri einokun á gasi og olíu frá Mið-Asíu er þeir hafa haft um áratugi. En fram á síðari ár hefur olían og gasið frá Mið-Asíu flætt á Vestræna markaði "eingöngu í gegnum rússneskar olíuleiðslur" sem þíddi að Rússland hefur átt allskosti við Mið-Asíulöndin, þegar kemur að nýtingu á þeirra auðlyndum. Einungis í gegnum Rússland gátu þau komið því á markaði. Ástand sem Rússland hefur fram á seinni ár - - notfært sér "grimmilega" með því að kaupa olíuna og gasið af þeim "afskaplega ódýrt" og síðan selja það á Vestræna markaði "miklu mun dýrar."
Þannig hefur Rússland fram á seinni tíð - - hirt rjómann af gróðanum af auðlyndum Mið-Asíu.
En þetta er að breytast hratt, í hratt vaxandi mæli er þessi olía og gasið, að renna í gegnum kínverskar olíu- og gasleiðslur, þannig að þ.e. hratt vaxandi samkeppni við Kína, og Kína mjög sennilega getur "yfirborgað" þegar kemur að "verðsamkeppni" -- þessi tapaði gróði Rússa getur dugað til að skýra, af hverju hefur sl. ár hægt verulega á hagvexti í Rússlandi.
China asserts clout in Central Asia with huge Turkmen gas project
Chinas Unmatched Influence in Central Asia
China Pursues New Central Asian Gas Route
Construction on third line begins for Central Asia-China Gas Pipeline
Eins og kemur fram í fréttaskýringunum hlekkjað á að ofan, er Kína langt komið með að reisa gasleiðslur með nægu flutningsmagni. Til þess að megnið af olíunni og gasinu frá Usbekistan og Turkmenistan geti flætt til Kína - sbr. að 3. - leiðslan til Turkmenistan í gegnum Uzbekistan er í smíðum.
Að auki er Kína farið að fjárfesta í nýtingu nýrra gaslinda á yfirráðasvæði Turkmenistan og í lögsögu Turkmenistan í Kaspíahafi.
Og þ.e. einungis spurning um tíma, hvenær Kína hefur náð að smíða nægar leiðslur til Kasakstan - sem einnig er olíu- og gasauðugt land. En Kína á þegar a.m.k. eina leiðslu þangað.
- Það þarf varla að taka það fram, að þegar viðskipti þessara landa færast til Kína - - samtímis því að Kínverjar verða aðaleigendur smám saman helstu fyrirtækja í þeim löndum.
- Þá munu þessi lönd smám saman "færast af áhrifasvæði Rússlands" - - "yfir á áhrifasvæði Kína."
- Það verða örugglega ekki mörg ár í það, að þau lönd fari að óska eftir því, að rússneskum herstöðvum verði lokað.
Sjá einnig eldri umfjöllun mína þaðan sem ég færi ofangreind gögn: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn
---------------------------------
Punkturinn í þessu í samhengi við Úkraínudeiluna, er sá - - að með því að svipta Rússland að stórum hluta gróðanum af Mið-Asíu olíunni og gasinu, hlýtur hagnaður Rússlands af olíu- og gasviðskipum hafa verið á "niðurleið" allra síðustu ár. Skv. nýlegum mælingum, er hagvöxtur í Rússlandi dottinn niður, blasir jafnvel kreppa við.
Það virðist blasa við - - samhengi þarna á milli þ.e. tapaðs gróða af Mið-Asíu olíu og gasi fyrir Rússland, og aðgerða Rússlands þegar Krím-skagi var tekinn yfir, og í samhengi við sérstaklega Donetsk hérað, þ.s. þá á Rússland "öll hafsbotnsréttindi við Azovshaf."
Þar með hefur Rússland - - skýrt mótíf til að útvega sér olíu og gaslyndir, sem annars hefðu runnið til Úkraínu.
Svo má að auki ekki gleyma, að ef Luhansk fylgir með og einnig rennur í Rússland, þá mun Rússland að auki eiga alla "Donbass" lægðina þ.s. gríðarlega mikið enn er af Kolum, sem hefur verið grundvöllur iðnaðarins í Luhansk og Donetsk.
Það blasir einnig við hugsanlegt mótíf fyrir Rússland, að ná til sín Luhansk og Donetsk, því þá tilheyra kolalögin í "Donbass" Rússlandi, að auki má árétta að iðnaðurinn á "Donbass" svæðinu, er enn þann dag í dag, gíraður á Rússland, þ.e. þar er enn mikilvæg "hergagnaframleiðsla" fyrir Rússland, sem Rússland er "háð" t.d. framleiðsla á Antonov vélum, sem enn eru aðalflutningavélar rússn.hersins, en að auki framleiðsla á öðrum hergögnum eins og skriðdrekum, sem þá færist yfir til Rússlands að nýju.
Niðurstaða
Ég skal viðurkenna að mér hafði ekki dottið í hug "olíuvinkillinn" á deilunni um Krímskaga. En í kjölfar þess að ég hef nú kannað málið í krafti netleitar. Horfir málið með öðrum hætti við mér nú, að "vonin um olíu" getur hafa verið meginástæða þess að Rússar tóku Krímskaga yfir.
Í þessu samhengi er áhugavert að muna að Kína er um þessar mundir að ná í hratt vaxandi mæli árangri í því að hrifsa til sín olíuna á Miðasíusvæðinu, sem Rússland hefur fram á seinni ár einokað.
Þegar það er haft í huga, að með því að vera að glata þeirri olíu hefur Rússland örugglega tapað verulegum tekjum - sem getur skýrt af hverju hagvöxtur í Rússlandi hefur verið að nema staðar sl. ár, tekjur sem skipta ekki bara máli til nútíðar heldur einnig til framtíðar.
Þannig að þá skapast ástæða til þess að ætla, að Rússland geti verið orðið smávegis örvæntingarfullt - í því að leita að frekari olíu.
Þá styrkist maður í því að geta trúað því - að yfirtakan á Krímskaga hafi hugsanlega raunverulega snúist um olíudrauma.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.5.2014 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.5.2014 | 21:18
Narendra Modi er næsti leiðtogi Indlands, eftir ótrúlegan kosningasigur sem skilaði Bharatiya Janata flokknum hreinum meirihluta
Þetta er fyrsta sinn í langan tíma að einn flokkur á Indlandi hefur hreinan meirihluta á indverska þinginu. Skv. fréttum fékk Bharatiya Janata flokkur Narendra Modi 282 sæti af 543 - eða 10 sætum umfram lágmarkið sem skilar meirihluta. Á sama tíma, beið Kongressflokkur Gandi ættarveldisins sinn mesta kosningasigur, með einungis 44 þingsæti. Þetta flokkast undir "afhroð." Skv. Financial Times eru um 3-áratugir síðan síðast einn flokkur var með hreinan meirihluta.
"Bharatiya Janata Party leader Narendra Modi, left, with his 90-year-old mother, Hirabenat in Gandhinagar, on Friday. Foreign Photo Service/Zuma Press"
Modi and BJP sweep to power in Indian election
India's Modi gets hero's welcome as he brings new era to New Delhi
Narendra Modi's Election Win Heralds New Era in India
Victor in India Promises to Make Country Strong
Narendra Modi's landslide victory shatters Congress's grip on India
Modi's Thatcherite talk cannot restore India's flagging fortunes
"Hindu nationalist Narendra Modi (L), the prime ministerial candidate for India's Bharatiya Janata Party (BJP), gestures to his supporters during a road show in New Delhi May 17, 2014."
Modi hefur fengið algerlega einstakt tækifæri til að setja mark sitt á Indland!
Modi virðist hafa getað tappað sig inn í löngun Indverja til þess að landið þeirra breytist til batnaðar. Modi er fyrsti leiðtogi Indlands sem er fæddur eftir 1947, 63 ára að aldri. Er ekki hluti af neinu ættarveldi eða gamalli aðalsfjölskyld eða gömlum peningum, heldur maður sem hófs sig upp frá litlum efnum fyrir eigin rammleik. Þetta virðist hann hafa notað með mjög velheppnuðum hætti, til að höfða til drauma Indverja um - - betri framtíð.
Stóra loforðið hans, er einmitt um breytingar - - þ.e. betri efnahag, minni spillingu, fjölgun starfa.
Og þ.e. sannarlega af nógu að taka, því vandamál Indlands eru stór í sniðum sem landið sjálft.
Til þess að laga þau vandamál, mun þurfa einmitt - - mjög stórt átak. Og til þess að ná að skila þeim árangri, mun þurfa að traðka á afskaplega mörgum tám.
Það þíðir að sjálfsögðu, að hinn umdeildi Modi - mun óhjákvæmilega halda áfram að vera afskaplega umdeildur, jafnvel þó hann endurtaki ekki sín mistök frá því er hann var áður við völd.
Það er ekki síst: léleg samgöngumannvirki sem standa Indlandi fyrir þrifum, í og með álíka lélegu orkukerfi - - orkukerfið svo óáreiðanlegt að fyrirtæki þurfa að viðhalda sínum eigin varaflsstöðum, þegar spennan flöktar eða jafnvel dettur niður alfarið.
Vega og járnbrautakerfið, er enn þann dag í dag - litlu betra en þegar Bretar kvöddu 1947.
- Það mun þurfa að verja gríðarlegum upphæðum, í samgöngumannvirki.
- Og í uppbyggingu orkukerfisins.
En ef ríkissjóður Indlands á að hafa fjármagn til þess, mun þurfa að skera af það víðtæka niðurgreiðslukerfi á margvíslegum hlutum, allt frá hrísgrjónum - vatni - yfir í eldsneyti.
Sem éta upp hátt hlutfall fjárlaga Indlands, leiða til mikils krónísks fjárlagahalla, á sama tíma og vegakerfi og orkukerfi - - lýður fyrir alltof litla fjárfestingu.
Og þ.e. alveg öruggt, að ef hann sker á þessar niðurgreiðslur, munu kjör almennings fyrst í stað - - versna. En hann mun þurfa að gera það, ef það á að vera yfirleitt hægt fyrir ríkissjóð Indlands að fjármagna þær miklu samgöngu- og orkuframkvæmdir. Sem mun þurfa til.
Ef flöskuhálsinum í hagkerfinu, sem hindrar frekari hagvöxt - - á að vera unnt að ýta í burtu.
- Það er raunhæft að spá óeirðum meðal fátækra Indverja.
- En í staðinn, með framkvæmdum sem mikið þarf af, verður mögulegt að skapa með frekar skömmum fyrirvara, mikinn fjölda starfa.
- Á Indlandi er einmitt mikið tækifæri til þess, að framkvæma - - og skapa hagvöxt.
Ef Modi fókusar allri sinni orku á það verkefni, gæti hann breytt framtíð Indlands.
Sem þessa stundina virðist vera sú, að Indland haldist sem fremur fátækt land - og eigi ekki raunhæfan möguleika á að keppa við hið miklu mun skilvirkara risaveldi við hliðina, Kína.
Niðurstöðu
Svo stór virðist kosningasigur Modi, að hann mun ekki þurfa á bandamönnum hans meðal öfgasinnaðra hindúa að halda. En ef flokkar sem standa honum nærri eru taldir með, hefur hann nærri 340 þingsæti. En 282 þingsæti hans eigin flokks duga ein og sér. Sem getur þítt, að sá hópur muni ekki geta beitt Modi þrýstingi, til þess að endurtaka mistökin sem urðu síðast. Þegar Modi virðist hafa átt verulegan þátt í rás atburða sem leiddi til mjög blóðugra kynþáttaóeirða í Gujarat héraði á Indlandi árið 2002, sem urðu yfir þúsund að fjörtóni. Vegna þess atburðar, er og verður Modi stöðugt undir smásjánni.
Ef hann skilar að einhverju verulegu leiti því verki sem hann hefur lofað, þ.e. að bæta verulega samkeppnishæfni Indlands. Þá verður honum örugglega fyrirgefið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar