Evran hefur lækkað um 19,5% miðað við hágengi sl. 12 mánaða gagnvart dollar

Það kom ekki á óvart að evran lækkaði, eftir að kynnt var um stóra prentunaraðgerð Seðlabanka Evrópu. Ég er eiginlega á því - að líkur séu á að evran geti náð niður á 1:1 gengi við dollar, áður en árið er á enda. En skv. sveiflu föstudags, endaði evran í 1,12093 - en var hæst sl. 12 mánuði í 1,39306 sem gerir lækkun um 19,49880%. Ef maður notar sama fj. aukastafa.

XE Currency Charts (EUR/USD)

 

The Greater lira? Eða líran hin meiri!

Ég sagði, 11.11.2013 - Klofningur innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu vekur athygli!, að það væri ekki ósennilegt, að evran -ef hún ætti að lifa af- að þá yrði hún að vera veikur gjaldmiðill.

Evran hefur lengi vel, virst miðast við þarfir Þýskalands. En í þessari færslu 2013, benti ég á að "Þýskaland væri ekki eina nauðsynlega aðildarland evru."

Ítalía væri ekki síður - nauðsynleg. Því að skuldsetning Ítalíu er sú langsamlega stærsta af einstökum löndum, þó svo að þær séu ekki hæstar miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu - - þá skuldar ekkert aðildarland evru. Stærri heildar upphæðir en Ítalía.

Þetta séu það stórar upphæðir - - að ekkert annað aðildarland geti bjargað Ítalíu.

Hrun Ítalíu í ástand gjaldþrots - - líklega þíði: endalok evru.

 

Í reynd hafi spurningin um að -prenta- eða -ekki prenta- verið spurningin um það hvort evran á að halda áfram, eða ekki

Sú niðurstaða stórs meirihluta bankaráðs Seðlabanka Evrópu - - ætti því ekki að koma á óvart. En ef evran hefði lagst ef, hefði "ECB" ekki haft neinn tilgang lengur. Sú stofnun hefði lagst af.

Að prenta, hafi verið nauðsynleg aðgerð fyrir -tilveru evrunnar- þegar ljóst var orðið við upphaf þessa árs - - - að það var hafin verðhjöðnun á evrusvæði.

En í ástandi verðhjöðnunar - - var ekki spurning, að ekkert aðildarland evru í S-Evrópu, væri líklega "greiðslufært" til lengdar.

Og á sama tíma var það ljóst, að evran gæti ekki lifað það af, ef Spánn eða Ítalía, eða Spánn og Ítalía - - yrðu greiðsluþrota.

 

Niðurstaðan hafi orðið sú, að gengi evrunnar verði að miðast við þarfir S-Evrópu

Vegna þess að það sé eina leiðin til þess, að tryggja áframhaldandi framtíð evrunnar. Það þíði aðvitað að evran verður ekki - - sterkur gjaldmiðill eins og gamla þýska markið var. Heldur líklega í framtíðinni - - veikur gjaldmiðill meir í ætt við það hvernig líran var.

 

Niðurstaða

Ég geri mér greið fyrir því, að það verður hund-óánægja með það í löndum eins og Þýskalandi, Austurríki, eða Hollandi - - að evran verði veikur gjaldmiðill. En sl. 10 ár var hún oft að sveiflast á bilinu 1,4 - 1,5 á móti dollar. En eins og ég benti á að ofan, nú með gengi við 1,12 og prentun rétt ný hafin. Þá tel ég líklegt að það sé aðeins upphafið af gengislækkun evrunnar miðað við dollar. Hún fari líklega í 1:1 fyrir nk. áramót. Og síðar hugsanlega enn lægra. Jafnvel í 0,9 eða 0,8.

Eða á endanun nægilega lágt, til þess að S-Evrópa geti átt möguleika til þess að vaxa upp úr sínu skuldum.

Meðan verði prentað á fullu.

Það yrði auðvitað töluvert gengisfall, t.d. ef hún nær 1:1 fyrir nk. áramót, væri það lækkun um 28% miðað við hástöðu gengis evru við dollar sl. 12 mánuði.

----------------

Það gæti orðið forvitnilega að fylgjast með því, hversu óánægðir Þjóðverjar verða fyrir rest.

 

Kv.


Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Seðlabanki Evrópu hefur hafið stórfellda prentunaraðgerð

Heildarupphæð kaupanna skilst mér að hlaupi á 1.100 milljörðum evra, eða 60 milljörðum evra per mánuð. Þó kaupin séu ákveðin fyrir tiltekið tímabil fylgir loforð yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu. Að keypt verði svo lengi sem verðbólguviðmið upp á tæp 2% hefur ekki náðst.

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 22 January 2015

  1. "Under this expanded programme, the combined monthly purchases of public and private sector securities will amount to €60 billion."
  2. "They are intended to be carried out until end-September 2016..."
  3. "...and will in any case be conducted until we see a sustained adjustment in the path of inflation which is consistent with our aim of achieving inflation rates below, but close to, 2% over the medium term."

Mér virðist þetta loforð vera það sem mestu máli skipti í yfirlýsingu "ECB."

En þá er þetta sambærilegt fyrirheit við fyrirheit Seðlabanka Japans, við upphaf sl. árs, þ.e. að prentað verði þar til verðbólguviðmiði upp á 2% hefur verið náð.

Ég man eftir því á sl. ári, hve margir risu upp og héldu því fram að japanska prógrammið væri vitleysa - - en nú virðist Seðlabanki Evrópu ætla að gera samærilegan hlut.

Augljósa megin markmiðið er auðvitað að trygga það að verðbólga haldist ofan við núll.

  1. En hve háar skuldir eru gríðarlega útbreiddar um Evrópu - - gerir verðhjöðnun afar hættulega. Hún væri það ekki, ef skuldir almennt væru óverulegar.
  2. En í verðhjöðnun hækkar raunvirði skulda stöðugt. Samtímis, ef verðhjöðnun nær að gegnsýra allt hagkerfið, skapast lækkunarþrýstingur óhjákvæmilega á laun. Og ekki má gleyma, að það kemur að því - ef verðhjöðnun viðhelst, að eignaverð almennt fer að lækka.
  3. Það getur skapað mjög eitraðan vítahring fyrir - fyrirtæki, fyrir einstaklinga, meira að segja fyrir ríkisstjórnir.

Sannarlega hefur verðhjöðnun einnig þau áhrif, að hvetja fólk til þess - að eyða ekki peningunum sínum. Heldur halda í þá, því þeir verði meira virði á morgun.

  • En ég lít á þá hlið að skuldir virðishækka stöðugt, sem hina hættulegustu eins og ástand mála er í Evrópu - - vegna þess hve háar skuldir eru algengar.

Áhuga vekur að Seðlabanki Evrópu, samþykkti að hver og einn meðlimaseðabanki að Seðlabanka Evrópu, muni kaupa ríkisbréf síns ríkis - - en þó aldrei hærra hlutfall en 1/3 af heildarskuldum ríkissjóðs viðkomandi lands!

  1. Þetta mætti kalla -gríska ákvæðið- en með þessu mundi nærri allt tjónið lenda á seðlabanka þess ríkis, sem mundi ákveða að - - hætta að greiða af sínum ríkisskuldum.
  2. En það hefur verið umræða um það, ef grísk ríkisbréf væru keypt síðan hætti Grikkland að borga, þá gæti tap lent á hinum löndunum, ef þeirra seðlabankar hefðu keypt grísk ríkisbréf.
  • Annað atriði, er að -Grikkland fær ekki að vera hluti af prógramminu- fyrr en í fyrsta lagi í júní nk.

Mig grunar að sú tímasetning sé engin tilviljun - menn hafi viljað sjá hver vinnur sigur í nk. þingkosningum í Grikklandi.

Þannig að ef Syrisa flokkurinn vinnur, þá væntanlega fær Grikkland ekki aðild að kaupa-prógramminu, fyrr en Syriza samþykkir að Grikkland haldi áfram að greiða af sínum skuldum.

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 22 January 2015

  1. "According to Eurostat, euro area annual HICP inflation was -0.2% in December 2014, after 0.3% in November. This decline mainly reflects a sharp fall in energy price inflation and, to a lesser extent, a decline in the annual rate of change in food prices. On the basis of current information and prevailing futures prices for oil, annual HICP inflation is expected to remain very low or negative in the months ahead. Such low inflation rates are unavoidable in the short term, given the recent very sharp fall in oil prices and assuming that no significant correction will take place in the next few months."
  2. "Supported by our monetary policy measures, the expected recovery in demand and the assumption of a gradual increase in oil prices in the period ahead, inflation rates are expected to increase gradually later in 2015 and in 2016. "

Ég held það sé alveg trúverðugt - að verðbólga muni ná upp fyrir núll.

Meðan að Seðlabanki Evrópu kaupir fyrir 60 milljarða evra per mánuð.

En aftur á móti verður forvitnilegt að sjá - - hve lengi þetta prógramm mun standa.

 

Niðurstaða

Seðlabanki Evrópu hefur bersýnilega hafið fullt kaupa prógramm, fullkomlega sambærilegt við prógramm Seðlabanka Japans, seðlabanka Bandaríkjanna og Seðlabanka Englands.

Áhugavert að "ECB" er síðastur seðlabankanna.

Og hitt, að Seðlabanki Bandaríkjanna, er hættur prentun.

Hvað annað er áhugavert í tengslum við kaupa prógramm Seðlabanka Evrópu - þá held ég að mestu skipti loforði að kaup haldi áfram meðan að verðbólga hefur ekki náð upp í ásættanlegt viðmið þ.e. nærri 2%.

Það sennilega skipti í reynd litlu máli, að skv. kröfu Þjóðverja, sjái hver seðlabanki fyrir sig sem er meðlimur að Seðlabanka Evrópu, um kaup ríkisbréfa síns lands - þannig að þau ríkisbréf eru ekki sett inn á sameiginlega ábyrgð landanna.

Þetta á að verja hin löndin gegn hugsanlegu greiðsluþroti eins landanna, eftir að kaup eru hafin.

Á hinn bóginn, draga þessi kaup mjög líklega stórfellt út gjaldþrots líkum. Svo eins og ég sagði, á endanum sennilega skiptir þetta ákvæði engu máli.

 

Kv.


Stafar vaxandi ótti við fjölgun innflytjenda og múslima - - af rangri þekkingu um raunverulegan fjölda innflytjenda og múslima?

Þetta má kalla niðurstöðu áhugaverðrar könnunar: Perceptions are not reality: Things the world gets wrong. En ef það er svo, að almenningur í Evrópu stórfellt ofmetur fjölda múslima í þeirra löndum. Einnig stórfellt ofmetur fjölda innflytjenda.

Þá gæti mikið til sú hræðsla sem hefur verið áberandi í vaxandi mæli.

Verið á misskilningi byggð.

 

Hlutfall Múslima?

  1. Frakkar halda að hlutfall múslima sé 31%, en rétt hlutfall er 8%.
  2. Belgar halda að hlutfall múslima sé 29%, en rétt hlutfall er 6%.
  3. Bretar halda að hlutfall múslima sé 21%, en rétt hlutfall er 5%.
  4. Ítalir halda að hlutfall múslima sé 20%, en rétt hlutfall er 4%.
  5. Spánverjar halda að hlutfall múslima sé 16%, en rétt hlutfall er 2%.
  6. Þjóðverjar halda að hlutfall múslima sé 19%, en rétt hlutfall er 6%.

 

Innflytjendur?

  1. Ítalír halda að hlutfall innflytjenda sé 30%, en rétt tala er 7%.
  2. Belgar halda að hlutfall innflytjenda sé 29%, en rétt hlutfall er 10%.
  3. Frakkar halda að hlutfall innflytjenda sé 28%, en rétt hlutfall er 10%.
  4. Bretar halda að hlutfall innflytjenda sé 24%, en rétt hlutfall er 13%.
  5. Spánverjar halda að hlutfall innflytjenda sé 23%, en rétt hlutfall er 12%.
  6. Þjóðverjar halda að hlutfall innflytjenda sé 23%, en rétt hlutfall sé 13%.

 

Eins og sést á þessum tölum - - virðist almenningur verulega ofmeta samtímis hlutfall:

  • Múslima af mannfjölda.
  • Og innflytjenda af mannfjölda.

 

Miðað við þessar tölur - - gæti hræðslan við innflytjendur og "meinta múslimavæðingu Evrópu" verið stórum hluta "spuni" eða með öðrum orðum, ekki á rökum reistur.

 

Niðurstaða

Ipsos Mori var að almenningur var ekki einungis með ranghugmyndir um hlutfall innflytjenda og múslima, heldur um fjölmargar aðrar stærðir sbr. hlutfall fæðinga stúlkna undir lögaldri, hlutfall aldraðra innan samfélaganna, hlutfall kristinna í samfélögunum o.s.frv.

Með öðrum orðum - gætu viðhorf okkar að verulegu leiti verið byggð á röngum skilningi.

Ekki bara þegar kemur að "hræðslu við meina Íslamsvæðingu Evrópu."

 

Kv.


Markaðir meta 80% líkur á gjaldþroti Venesúela

Ég skrifaði ekki fyrir löngu um vandræði Venesúela, en þá var "CDS" eða "Credid Default Swap" sem mælir kostnað við það að - - tryggja skuldabréf Venesúela gegn greiðsluþroti; í 3.776 punktum: Hrun yfirvofandi í Venesúela? Skuldatryggingaálag landsins tæp 38%, á Íslandi fór það hæst í rúmlega 11%

 

Fyrirsögnin stendur fyrir sínu, og er sannarlega rétt:

This Chart Makes It Look Like It's All Over In Venezuela

venezuelan cds skitch

  • Já þið tókuð rétt eftir - - "CDS" í rúmlega 5.000 punktum.

Það þíðir, að ef ríkið í Venesúela vill fá 100 USD að láni, fær það minna en 50 USD.

Rúmlega helmingur fer nú í - - tryggingarkostnað gegn áhættu lánveitenda gegn greiðsluþroti.

Ricardo Hausmann - skrifaði grein í Financial Times: Venezuela’s economic collapse owes a debt to China

  1. Málið sem hann vekur athygli á, er spurning um tugi milljarða USD í skuld Venesúela við Kína.
  2. En hann segir að meðferð á þeim lánveitingum hafi verið vægt sagt sérkennileg, þ.e. "vegna þess að lánið var kallað -fjármögnun- en ekki lán var það aldrei formlega tekið fyrir af þingi landsins." Þannig að ríkið fékk aldrei formlega heimild til að skuldsetja landið upp á tugi ma. USD gagnvart Kína.
  3. Það bættist einnig við, að það var notað sem afsökun, að ekki væri greitt af þessu með -fé ríkisins- en Kína fékk greiðslur í formi "olíu frá ríkisolíufélagi Venesúela."
  4. Sem hefur þau hliðaráhrif þá, að þá minnka heildartekjur Venesúela af olíu, er þær í vaxandi mæli fara beint til Kína. Sem þá þ.s. ríkið virðist ekki hafa minnkað eyðslu sína, bætti þess í stað við - - hallarekstur þess.
  5. Verðbólga sé nú yfir 60% vegna þess, að ríkið sé að prenta stöðugt fé til þess að loka þeirri holu. Sem virkar að sjálfsögðu eins vel og í Zimbambve.
  1. Þetta fé virðist hafa farið í einhverja hýt, því þó klippt hafi verið á borða vegna framkvæmda sem sagt hafi verið að til stæði, t.d. nýjar járnbrautir. Hafi verið hætt við þær allar saman. Ekki sé því unnt sð sjá í nokkru - í hvað þeir peningar fóru.
  2. Eins og þessir peningar hafi horfið ofan í gjá. Grunur um spillingu.
  • Til viðbótar nefndi hann - - að verslanir eru víðast hvar, tómar - því að gengisskráning er langt frá raunverulegu gengi.
  • Ríkið hafi tekið þær flestar yfir, þannig að þetta virki eins og í "Sovét" að selt sé út um bakdyr fyrir "Dollara."
  • Og það séu langar biðraðir eftir mat.

Hvað ætli að gerist með skuldir Venesúela við Kína?

Rökrétt séð, stefnir í greiðsluþrot Venesúela gagnvart þeim skuldum.

En verður kannski afleiðingin - - allt, allt önnur?

Ég sá athugasemd - - sem lagði það til, að Kína mundi "de facto" þá eiga Venesúela.

 

Niðurstaða

Að öllu óbreyttu virðist stefna í ægilegt hrikalegt hrun í Venesúela. Verðbólga er þegar nærri því að vera óðaverðbólga. Ef ekkert stórt breytist í stefnunni, þá líklega endar hún sem ein af hinum klassísku hrikalegu dæmum um óðaverðbólgu þ.s. bólgan mældist í þúsundum jafnvel milljónum prósenta. Og allt sparifé almennings hverfur.

Það virðist líklegt að aðilar nátengdir stjórnarflokknum, hafi stilið stórfé.

Getur meir en verið, að í dag sé lítið annað í gangi innan stjórnarflokksins, en - - ræningjaræði.

Svo leggi hópur á flótta er allt sé hrunið, eftir að hafa falið fé á erlendum bankareikningum.

  • Nema það verði svo að Kína eignist landið upp í skuld.

 

 

Kv.


Lönd sem eru umtalsvert efnahagslega háð Rússlandi - virðast fylgja Rússlandi niður í kreppu

Þetta má lesa úr spá "Þróunarbanka Evrópu" - en í henni má sjá 2-megin trend. Það er, ef maður skoðar lönd er áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Þá skiptast þau gróflega í 3-hópa.

  1. Þau sem eru efnahagslega háð Rússlandi - - í kreppu ásamt Rússlandi.
  2. Þau sem eru orðin efnahagslega háð Kína - - hagvöxtur.
  3. Þau sem eru efnahagslega háð Evrópu og Vesturlöndum - - hægari hagvöxtur.

Í grófum drággum, eru löndin í hagvexti sem ekki eru lengur verulega efnahagslega háð Rússlandi.

En þau lönd sem enn eru verulega efnahagslega háð Rússlandi, í mis hröðum samdrætti eða stöðnun.

Ég lita rauð þau lönd sem eru efnahagslega háð Rússlandi.

Blá þau lönd sem eru orðin efnahagslega háð Kína.

Brún lönd þ.s. efnahagsleg áhrif Rússa fara hratt þverrandi, efnahagsleg annarra landa  eru að taka yfir þ.e. Kína eða Vesturlanda.

 
 ActualCurrentCurrentEBRD Forecast in September 2014EBRD Forecast in September 2014Real GDP Growth
 2013201420152015Change Sept.-Jan.
Central Europe and the Baltic states     
Croatia-0.9-0.50.50.50.0
Estonia1.61.72.22.5-0.3
Hungary1.53.22.42.20.2
Latvia4.22.53.03.7-0.7
Lithuania3.32.93.23.4-0.2
Poland1.73.23.03.3-0.3
Slovak Republic1.42.42.63.0-0.4
Slovenia-1.02.71.61.00.6
Average*1.52.82.62.8-0.2
South-eastern Europe     
Albania1.41.52.52.50.0
Bosnia and Herzegovina2.50.92.72.70.0
Bulgaria1.11.50.82.0-1.2
Cyprus-5.4-2.10.70.00.7
FYR Macedonia2.73.83.53.00.5
Kosovo3.42.53.53.50.0
Montenegro3.31.33.02.50.5
Romania3.52.62.82.80.0
Serbia2.6-2.00.52.0-1.5
Average*2.81.72.22.6-0.4
Eastern Europe and the Caucasus     
Armenia3.53.00.03.5-3.5
Azerbaijan5.72.81.53.0-1.5
Belarus1.01.5-1.50.5-2.0
Georgia3.35.04.24.00.2
Moldova9.43.00.04.0-4.0
Ukraine0.0-7.5-5.0-3.0-2.0
Average*1.8-2.6-2.3-0.5-1.8
Turkey4.12.93.03.2-0.2
Russia1.30.4-4.8-0.2-4.6
Central Asia     
Kazakhstan6.04.31.55.1-3.6
Kyrgyz Republic10.53.63.24.8-1.6
Mongolia11.76.03.55.5-2.0
Tajikistan7.46.74.44.40.0
Turkmenistan10.210.29.710.0-0.3
Uzbekistan8.08.07.87.60.2
Average*7.15.63.56.0-2.5
Southern and Eastern Mediterranean     
Egypt2.12.23.83.20.6
Jordan2.83.13.74.1-0.4
Morocco4.42.44.64.7-0.1
Tunisia2.42.33.04.2-1.2
Average2.72.33.93.70.2
Average EBRD region (incl Cyprus)*2.31.6-0.31.7-2.0
Average_commodity exporters*2.01.0-3.80.5-4.3
Average_commodity importers2.62.12.42.7-0.3

 

  1. Mér finnst áhugaverður gríðarlega hraður hagvöxtur í Turkmenistan.
  2. Og Uzbekistan.

En þetta eru 2-lönd þ.s. Kína er með gríðarlegar fjárfestingar í gangi í gas- og olíuvinnslu, sem í leiðslum til að flytja olíuna og gasið til Kína.

  • Það getur bent til þess að Rússland hafi það sem valkost, að halla sér að Kína.
  • Fá kínverskar fjárfestingar, eins og þessi 2-lönd, og þar með mun hraðari hagvöxt.
  1. En ég bendi á móti á verðið sem þau lönd greiða fyrir þær fjárfestingar.
  2. Að tilheyra mjög sennilega, áhrifasvæði Kína.

Ég held að fyrir þessi 2-lönd þá upplifi íbúarnir þ.s. góð skipti, að tilheyra -áhrifasvæði Kína- nú í stað þess að áður tilheyra -áhrifasvæði Rússlands.-

En gætu Rússar hugsað sér það sama hlutskipti - - að tilheyra -áhrifasvæði Kína?

Það mundi þíða "junior status" gagnvart Kína, að það væri Kína og kínversk stjórnvöld, er mundu ráða langsamlega mestu í þeim samskiptum, þ.e. ráða stefnunni í megin atriðum.

Mig grunar að fyrir Uzbekistan og Turkmenistan, þá upplifi þjóðirnar það ekki sem óþægilega reynslu, að - - verða fylgiríki Kína.

En Rússland sem hefur verið stórveldi - - gæti fundist það erfitt, að búa við það að -önnur þjóð segi þeim fyrir verkum.-

 

Niðurstaða

Mér virðist mega lesa úr hagþróun fyrrum aðildarríkja Sovétríkjanna, hratt hrignandi efnahagsleg áhrif Rússlands.

Þau munu - þverra nú enn hraðar, vegna refsiaðgerða Vesturvelda.

  • Menn tala gjarnan um það, að Rússlandi sé að viðhalda sjálfstæðri utanríkisstefnu.
  • Mér virðist að framtíð slíkrar "sjálfstæðrar utanríkisstefnu" sé miklum erfiðleikum bundnir.

Ég hef nefnt það áður - - að mér virðist Rússland standa frammi fyrir svipuðum vanda og Pólland stóð frammi fyrir á 18. öld.

En fyrir lok hennar, hafði Rússland og Prússland, skipt Póllandi á milli sín.

Mér virðist augljóst, að Rússland stendur með svipuðum hætti frammi fyrir - - tveim mun sterkari öflum þ.e. Vesturveldi á V-landamærum, og Kína á A-landamærum.

Og ég er afskaplega efins að Rússland, sé fært um að viðhalda sjálfstæðri utanríkisstefnu gagnvart þeim báðum.

Rússland geti einungis valið - - í hvora átt það hallar sér. Það er að verða annað af tvennu - fylgiríki Kína, eða, fylgiríki Vesturvelda.

Það geti ekki verið, 3-afl þarna á milli. Það hafi ekki það afl sem til þurfi, til þess að skapa sér þá "sjálfstæðu tilvist." Er það stendur frammi fyrir tveim mun sterkari öflum, á sitt hvorum landamærunum - - er augljóslega toga í Rússland úr sinni hvorri áttinni.

 

Kv.


Stjórnarher Úkraínu segist aftur hafa tekið rústir flugvallarins við Donetsk borg

Undanfarna daga virðast hafa gosið upp harðir bardagar við Donetsk flugvöll, að sögn uppreisnarmanna í svokölluðu "Donetsk People's Republic" þá tóku þeir flugvallar rústirnar sl. föstudag. Ef marka má frásagnir úkraínska stjórnarhersins, voru liðsmenn hans við leyfarnar af flugvelli Donetsk borgar, undir miklum þrýstingi - - og mátti lesa úr orðum þeirra að þeir hafi neyðst til að hörfa a.m.k. frá hluta flugvallarsvæðisins.

Sl. föstudag birtust eftir allt saman myndir í rússneskum fjölmiðlum, sem virtust teknar á svæði - - þá undir stjórn uppreisnarmanna.

Síðan virðist að stjórnarherinn, hafi endurskipulagt sitt lið - - og hafið gagnsókn, og að sögn hafa þeir aftur náð sinni fyrri vígstöðu við leyfarnar af Donetsk flugvelli.

Ukrainian troops retake most of Donetsk airport from rebels

 

Þar er einmitt málið, að þarna er allt meira eða minna í rúst

An aerial footage shot by a drone shows an outline of an airplane in the snow at the Sergey Prokofiev International Airport damaged by shelling during fighting between pro-Russian separatists and Ukrainian government forces, in Donetsk, eastern Ukraine, seen in this still image taken from a January 15, 2015 handout video by Army. REUTERS/Army.SOS/Handout via Reuters

 

Greinilega þar sem flugvélar lögðu upp að megin byggingunni

https://news-images.vice.com/images/2015/01/17/untitled-article-1421531185-body-image-1421531214.png?resize=1000:*

Þetta hefur einhverntíma verið flugvél!

http://g4.delphi.lv/images/pix/520x360/3787a493/airportdonetskdonetsk-peoples-republic-ukraina-45075498.jpg

Gæti verið leyfar af flugskýli

http://www.sundaytimes.lk/140914/uploads/ukraine1.jpg

Það er einmitt málið - eins og myndirnar sýna að einhverju leiti. Að Donetsk völlur er í dag vart meira en rústir - - sem virðast hafa öðlast táknræna merkingu.

En ég sé ekki mikinn tilgang endilega í því fyrir stjórnarherinn, að halda vellinum áfram.

Hann sé það -skemmdur- að það mundi taka sennilega meiriháttar aðgerð, sem líklega uppreisnarmenn eru ekki færir um.

Að gera hann starfhæfan að nýju.

Það sé ólíklegt að hætta stafi af því, að eftirláta hann uppreisnarmönnum.

 

Niðurstaða

Stundum þegar tveir aðilar - berjast um sama blettinn. Þá kemur upp einhver þrjóska - sem leiðir þá til að berjast um þann sama blett. Miklu mun lengur en raunveruleg ástæða er til.

Í upphafi var Donetsk völlur sennilega mikilvægur - - þ.e. fyrir Úkraínher að koma í veg fyrir að hann væri notaður af uppreisnarmönnum.

En mér virðist stig eyðileggingar á Donetsk velli orðið slíkt, að líklega þurfi ekki lengur að óttast, að völlurinn yrði notaður í nokkurri bráð.

Nú séu menn sennilega að halda honum - - meir þrjóskunnar vegna.

  • Ef Úkraínuher vill, getur hann grafið stórar sprengjur undir flugbrautum - - sprengt síðan risa gíga í brautirnar.
  • Þannig að það mundi ekki vera unnt að laga þær nema með stórfeldum jarðvinnslutækjum.
  • Allar byggingar virðast ónýtar gersamlega, og alveg örugglega öll tæki.

 

Kv.


Er vopnahléið í A-Úkraínu á enda? Skv. yfirlýsingu "Donetsk People's Republic" hefur her uppreisnarmanna hafið nýja stórsókn gegn her Kíev stjórnarinnar

Fréttir virðast óljósar, en skv. frétt NYTimes, segjast uppreisnarmenn í svokölluðu "Donetsk People's Republic" hafa tekið flugvöll Donetsk borgar, sem hafði fram að þessu verið á valdi hers Kíev stjórnarinnar.

Og ef marka má yfirlísingu Zakharchenko, skipaðs leiðtoga uppreisnarstjórnarinnar á umráðasvæði uppreisnarmanna í Donetsk héraði - - þá er þetta upphafið að nýrri sókn gegn her Kíev stjórnarinnar.

Markmiðið sé að - - hrekja stjórnarherinn út úr héraðinu.

Russian-Backed Rebels Claim to Have Control of Strategic Donetsk Airport

Mr. Zakharchenko - “They are on territory which they do not control and will never be under their control,” - “We will go further, to Slavyansk, to Kramatorsk, and so on,

Fighting rages at airport, new Ukraine peace talks elusive

"They (the separatists) launched a full storm from this morning. We have wounded on our side. There is hot combat going on there and the tension and the situation there is the worst I have seen," - "As night fell, the Kiev military said fighting was still going on and the military situation was constantly changing."

Fox news - Ukraine separatists claim victory in battle for Donetsk airport

"Russian-backed separatists announced Thursday they had captured the shattered remains of the Donetsk airport terminal in eastern Ukraine and plan to claw back more territory,"

Horfið á videó af Donetsk flugvelli og næsta nágrenni, það sýnir gríðarlega eyðileggingu eftir að uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa barist um völlinn - mánuðum saman:

Drone footage shows scale of destruction

Fyrir einhverja sem ekki vilja trúa fréttum vestrænna fjölmiðla - frétt Russia Today: E. Ukrainian rebels say they now control Donetsk airport

Sú frétt heldur fram töluvert annarri sögu -höfð eftir uppreisnarmönnum- að stjórnarherinn hafi hafið átökin og uppreisnarmenn í sjálfsvörn ráðist fram og tekið vallarsvæðið og hrakið stjórnarherinn á flótta.

  • Það er ekki sérlega óvenjulegt í átökum að stríðandi fylkingar segi afar ólíkt frá.

A burned plane at Donetsk airport. (RIA Novosti / Gennady Dubovoy)

A burned plane at Donetsk airport. (RIA Novosti / Gennady Dubovoy)

 

Ef þetta er rétt að stríðið sé hafið að nýju

Þá að sjálfsögðu mun sá atburður magna verulega spennuna milli Vesturvelda og Rússlands - - að lágmarki verða refsiaðgerðir líklega hertar.

Spurning hvort að NATO hefji - vopnasendingar til stjórnarhers Úkraínu, sem glýmir við þann vanda - - að hafa eingöngu vopn sem eru frá tíð Sovétríkjanna þ.e. "úrelt."

Það hefur áður komið fram í vestrænni pressu, að uppreisnarmenn - virðast betur vopnaðir en stjórnarherinn síðan - seinni part sl. sumars.

Talið víst að það hafi verið vopnasendingar frá Rússlandi.

Þ.s. engin leið sé að þeir hafi náð betri vopnum frá stjórnarhernum.

  • Marga grunar að bílalestir sem að sögn rússneskra stjv. - - fluttu hjálpargögn.
  • Hafi flutt uppreisnarmönnum vopn, en það annars er merkileg tilviljun -svo meir sé ekki sagt- að skömmu eftir að þær bílalestir komu til A-Úkraínu, hófu uppreisnarmenn öfluga gagnsókn, sem og virtist þeim allt í einu vegna betur gegn stjórnarhernum - er áður þeir höfðu verið í nauðvörn.

Of merkileg tilviljun - - segi ég. Bílalestirnar hljóta að hafa verið með þau vopn í farteskinu, auk matvæla og annars búnaðar - - en tjöld og viðlegubúnaður, matur - gagnast einnig herjum. Þegar stríðið er á hreyfingu, þurfa hermennirnir eðlilega að nota tjöld, svefnpoka og annan viðlegubúnað - ásamt mat, sárabindum og lyfjum.

Eins og ég benti á -þegar bílalestirnr umræddu voru í umræðunni- þá var ekkert sem blaðamenn sáu er þeir opnuðu nokkra bíla, sem ekki gat verið hluti af sendingu til herja uppreisnarmanna - - þó þeir hafi ekki séð vopn í þeim bílum er þeir opnuðu, opnuðu þeir bara fáa bíla. Vopn er einng unnt að fela í kössum merktir -sárabindi, lyf, viðlegubúnaður.

 

Niðurstaða

Ef marka má frétt NYTImes og FoxNews hafa uppreisnarmenn í Donetsk, að eigin sögn, hafið nýja sókn gegn stjórnarher Kíev stjórnarinnar í Donetsk héraði með það markmið að hrekja lið stjórnvalda í Kíev út úr Donetsk héraði.

Það væntanlega kemur fram í fréttum á laugardag, hvort þetta er rétt - eða fréttin er röng. En skv. frétt Reuters, eru harðir bardagar í gangi við flugvöll Donetsk, herstaðan sé stöðugt að breytast.

Það getur þítt t.d. að stjórnarherinn sé að hörfa skipulega undan hörðum árásum uppreisnarmanna - getur því alveg verið staðfesting þess, að uppreisnarmenn hafi hafið nýja stórsókn, eins og þeir skv. NYTimes og FoxNews segjast hafa.

---------------------------

PS: Frásagnir uppreisnarmanna í Donetsk virðast hafa verið a.m.k. ýktar, en ef marka má fréttir laugardags, þá standa bardagar enn yfir um flugvöll Donetsk borgar á laugardag; sem passar ekki alveg við fullyrðingar uppreisnarmanna að þeir hafi tekið hann á föstudag.

Á hinn bóginn má vera, að báðir aðilar ráði hluta af svæðinu. Uppreisnarmenn hafi náð vallarsvæðinu að hluta, en stjórnarher verjist síðan enn á öðrum hlutum svæðisins.

Fighting rages anew at Ukraine airport, three soldiers killed

Og umtalsvert ýktari virðist yfirlýsing Zakharchenko leiðtoga uppreisnarmanna í Donetsk, þess efnis - að nú væri hafin framsókn uppreisnarhersins í Donetsk gegn stjórnarher Úkraínu, og stefnt væri að því að hrekja hann úr Donetsk héraði.

 

Kv.


Það má reikna með verðhjöðnun í Sviss, eftir ca. 17% gengishækkun Frankans gagnvart Evru

Sá atburður sem vakti mesta athygli í efnahagstíðindum fimmtudagsins, var án efa ákvörðun Seðlabanka Sviss - að hætta að tengja svissneska frankann við evruna.

Eins og sjá á myndinni að neðan, varð töluvert dugleg gengishreyfing á frankanum þá þegar í kjölfarið að tíðindin spurðust út.

Mér skilst að frankinn hafi hækkað um tíma allt að 40% miðað við evruna, en síðan fljótlega á eftir - seig hann aftur, og endaði ca. tæp 17% ofar gengi dagsins á undan á móti evru.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/evra_vs_franki.jpg

Af hverju ætli að seðlabanki Sviss hafi hætt við tengingu frankans við evru?

Flestir virðast þeirrar skoðunar, að Seðlabanki Sviss hafi séð sæng sína út breidda. Nú þegar við virðist blasa, að Seðlabanki Evrópu - - er við það að hefja fulla seðlaprentun.

Reyndar vilja sumir meina að Seðlabanki Sviss, hafi verið varaður við - af einhverjum innanbúðar í Seðlabanka Evrópu.

Að ákvörðun liggi með öðrum orðum þegar fyrir innan veggja "ECB."

Surprise Move by Swiss Central Bank Underscores Global Uncertainty

Market confidence in Swiss monetary policy has been dealt a blow

  • Til þess að verja gengi frankans á móti evru sl. 3-ár. Hefur Seðlabanki Sviss, orðið að kaupa ógrynni af evrum.
  • Það þíðir auðvitað að hann verður fyrir nokkru gengistapi.
  • Á hinn bóginn, þegar prentun "ECB" hefst, mundi Seðlabanki Sviss hafa orðið að bæta ríflega í þessi kaup, ef hann hefði ætlað að verja tenginguna áfram.

Það þíðir auðvitað að evrufjallið - - ca. 75% af þjóðarframleiðslu Sviss nú þegar. Hefði áfram stækkað, og þá töluvert af meiri hraða en áður.

Punkturinn er auðvitað sá, að Seðlabanki Sviss ætlaði aldrei aðgerðinni, að vera varanleg.

Og að tapið hefði augljóslega orðið - - mun stærra seinna!

En um leið og "ECB" hefur prentun - - má reikna með frekara gengisrisi frankans við evruna.

Ef Svissneski Seðlabankinn hefði haldið kaupum áfram - - hefði hann tapað ekki einungis meira fé vegna þess að evrueignin hefði verið stærri, heldur einnig vegna þess að þá hefði gengissveiflan einnig orðið stærri.

  • Það er kannski hinn punkturinn á að losa þetta núna.

Að hann vilji frekar að gengissveifla Frankans við evruna - - dreifist yfir tímabil.

En að sú sveifla komi öll á einum degi.

 

Af hverju verðhjöðnun í Sviss?

  1. Sviss flytur mikið inn af varningi frá evrulöndum, og sá varningur - - mun lækka verulega í verði í verslunum í Sviss.
  2. Síðan verður framleiðsla Sviss á varningi sem seldur er til aðildarlanda evru, minna samkeppnisfær um verð - - þannig að reikna má með því að svissnesk útflutningsfyrirtæki, dragi úr fjárfestingum á næstunni - sem getur haft neikvæð áhrif á verð á vissum eignum, og að auki þau leitist við að "lækka laun."
  3. Svo má ekki gleyma því - - að áhrif olíuverðs lækkana eru enn að seitla í gegnum hagkerfið í Sviss, eins og annars staða. Bætast verðhjöðnunar áhrif af gengishækkun frankans, ofan á þau áhrif.

Sviss gæti því orðið áhugaverð tilraunastofa - - í áhrifum verðhjöðnunar innan hagkerfis.

En þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti af sumum hópum - - að verðhjöðnun sé jákvæð ekki neikvæð.

Þá hreinlega vil ég ætla, að sú reinsluathugun fari nú fram nk. mánuði og ár í Sviss.

 

 

Niðurstaða

Sennilega á svissneski frankinn eftir að stíga mun meir gagnvart evru en einungis þau tæp 17% sem hann reis miðað við evru á fimmtudag. En um leið og Seðlabanki Evrópu hefur prentun. Þá ætti frekara gengissig evrunnar við svissneska frankanna að ega sér stað.

Þá eins og ég sagði, gæti Sviss orðið áhugaverð tilraunastofa í rauntíma, um áhrif verðhjöðnunar innan hagkerfis.

 

Kv.


Hvað ætli að gengisfellingin verði stór síðar á árinu?

Ég er búinn að velta þessu fyrir mér, síðan að samningar voru gerðir við kennara um kringum 30% launahækkanir. En þá þegar blasti við mér, að þeir samningar mundu geta orðið öðrum stéttarfélögum - hvatning til þess að "einnig krefjast launahækkana í 2-stafa prósentu tölu."

Nú nýverið hefur lokið samningum við lækna, um launahækkanir sem skv. fréttum eru á þessu ári rétt undir 30%, en síðan bætast við frekari hækkanir á nk. ári, og að auki - ef tilteknar skipulagsbreytingar fara fram, bætast enn frekari hækkanir við. Með öðrum orðum, hljómaði þetta í mín eyru sem e-h sem gat nálgast 40%.

Ég man eftir skemmtilegum orðum samningamanns ríkisins - - þess efnis, að "báðir aðilar hafi slegið af kröfum sínum."

Mér fannst þau orð merkileg, því þá veltir maður fyrir sér - hverjar voru kröfur lækna?

Sjá einnig eldri skrif:

Mun leiðréttingin fara forgörðum?

Mér fannst áhugaverð skilaboð Seðlabankastjóra, að ef launahækkanir verða umfram 3,5% þá verði sennilega vaxtahækkun

Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?

Eins og ég hef bent á nokkrum sinnum áður - getur launaleiðrétting eingöngu staðist - ef aðrar stéttir launamanna samþykkja að fara ekki fram á sambærilegar hækkanir

En því miður bendir flest til þess, að skriðan hafi farið af stað, og að hún sé að nálgast - óstöðvandi ferð.

 

En núna er ríkið búið að samþykkja 3-samninga, þ.e. við kennara, við lækna, og við skurðlækna - um launahækkanir um og yfir 30%

Ég bendi ykkur á að lesa viðtal við framkvæmdastjóra "Starfsgreinasambandsins":

Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök

"Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir."

Akkúrat - nákvæmlega þ.s. ég óttaðist er í býgerð. En samningar við "Starfsgreinasambandið" eru lausir á næstunni - og miðað við umtal, má reikna með kröfugerð upp á 2-ja stafa prósentu tölu.

Síðan að farið verði í verkfall - - en ég reikna fastlega með verkfalli.

En ríkið er þegar búið að ganga í gegnum verkföll lækna og kennara - - > Hafandi í huga að "Starfsgreinasambandið" hefur orðið vitni að ríkinu "kikna í hnjánum" eftir að verkföll kennara og lækna voru búin að standa yfir um nokkurn tíma.

Þá held ég að því megi treysta - - > Að "Starfsgreinasambandið" muni fara í verkfall, í trausti þess - að sagan endurtaki sig. Og ríkið kikni einnig í hnjánum gagnvart þeim.

-----------------

Ég á von á því að "ASÍ" muni bíða með sínar verkfalls aðgerðir, þar til niðurstaða úr kjaradeilu ríkisins við "Starfsgreinasambandið" liggur fyrir.

Nú, ef ríkið kiknar í hnjánum gagnvart "því" þá efa ég ekki að "ASÍ" muni fara einnig fram á 2-ja stafa prósentuhækkanir, og treysta á að ríkið einnig kikni í hnjánum þegar allsherjar verkfall "ASÍ" verður hafið.

  • Eftir að ríkið hefur kiknað í hnjánum undan kennurum, og læknum - nú þegar.
  • Þá á ég fastlega von á því, að það einnig kikni í hnjánum í hin skiptin.

 

Ég er ekki alltaf sammála Þorsteini Víglundss:

Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið - En það blasir við, að augljóst er rétt - að það stefnir í gengislækkun síðar á árinu.

  1. Þ.s. ég óttast þó mest, er að ríkisstjórnin sé að fórna möguleikanum á því að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
  2. En besta tækifærið var á þessu ári, með verðbólgu komna niður í ekki neitt. En með 30% samningum yfir línuna, þá auðvitað gýs aftur verðbólgan og óstöðugleikinn fram að nýju.
  3. Og það tækifæri sem fólst í þeim stöðugleika sem er þessa stundina, verður þá horfið.
  • En mér virðist af "lélegum hagvexti sl. árs" en skv. desember niðurstöðu Hagstofu - Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda - var hagvöxtur fyrstu 9. mánaða 2014 einungis 0,5%.
  • Að líklega séu höftin að - - halda aftur af hagvexti.
  • Fyrirtæki séu ekki að fjárfesta, meðan sú óvissa er enn til staðar.

Það mundi þá leiða til - áframhaldandi hagvaxtardoða út kjörtímabilið.

Úrslit kosninga yrðu þá vart hagfelld fyrir stjórnarflokkana 2017.

 

Niðurstaða

Það getur ekki verið annað en að verkalýðsforingjar skilji það mæta vel. Að ef 30% gengur yfir línuna þá leiði það til gengisfalls. Þannig að þegar þeir segja - að ekki sé annað en sanngjarnt að þeirra fólk fái einnig 30%. Þá séu þeir í reynd - - að knýja fram gengisfellingu vísvitandi.

Það sé sennilega til þess, að viðhalda hlutfallslegum stöðugleika milli kjarahópa.

Þ.e. að sneið eins af þjóðarkökunni minnki ekki hlutfallslega borið saman við sneið næsta hóps.

En með því að pína fram 30% hækkun fyrir alla, þá séu launamenn raunverulega að "lækka laun þeirra sérfræðihópa" er hafa fengið 30% - jafnvel gott betur - aftur niður, þannig að sú leiðrétting launa þeirra sérfræðihópa sem fram fór - sé þannig eyðilögð.

Eins og ég sagði í upphafi, þá getur ekki launaleiðrétting tekist - nema að almennir launamenn sætti sig á að fá minna í prósentum talið.

  • Svo má ekki gleyma því, að ef kennurum og læknum er alvara með það að flytja úr landi, ef laun þeirra hækka ekki -verulega.
  • Þá reikna ég með þeim landflótta þeirra, í kjölfar gengislækkunar og þeirrar verðbólgu sem kemur í kjölfarið á henni.

Því neyðarástandi nk. vetur í skólakerfinu landsins, sem og í heilbrigðiskerfinu.

 

Kv.


Langsamlega flest fórnarlömb róttækra íslamista eru aðrir múslimar

Málið er að sú sýn sem sumir hafa, að árásum róttækra Íslamista sé einna helst beint gegn Vesturlöndum, borgurum Vesturlanda - - stenst ekki ef menn veita einhverja athygli aðförum róttækra Íslamista í Afríku og í Mið-Austurlöndum.

Ágætt er að rifja t.d. upp, að "al-Qaeda" í tíð Bush forseta, var þátttakandi í borgarastríðinu innan Íraks, og beindi þá árásum sínum - ekki síður gegn íröskum shítum en bandarískum hermönnum. Ekki ósennilegt að "al-Qaeda" í Írak, hafi á þeim árum drepið þúsundir íraskra shíta.

Á síðari tímum, þá hefur framrás "ISIS" leitt til sannarlega "drápa á kristnum" - "að kirkjur hafa verið brenndar" - en á sama tíma, hefur "ISIS" stökkt á flótta sennilega hátt á annað milljón manns innan Íraks. Flestir þeirra - shítar.

Þeir hafa einnig ráðist gegn Kúrdum, og í reynd hverjum þeim - sem ekki hefur viljað lúta þeirra skilgreiningu á Íslam.

  • Svo eru það hryðjuverkasamtökin Boko-Haram.

 

10.000 manns létust 2014 í Nígeríu, vegna árása Boko Haram

Nigeria decries muted response to Boko Haram outrages

Extremist attacks not just in France but in Nigeria and Yemen too

Meðan að Evrópa var harmi slegin vegna atburðanna í Frakklandi, þ.s. tveir Íslamistar myrtu 17 manns -- þá hugsanlega dóu vegna aðgerðar Boko Haram allt að 2.000 manns.

Þeir réðust á bæ eða borg á jaðri Chad vatns, Baga - þetta er á landamærum við Kamerún. Tölur um fallna og særða virðast mjög á reiki - en þarna var víst fjölþjóða herstöð, skipuð nígerískum hermönnum og hermönnum nokkurra Afríkuþjóða, undir umsjón SÞ.

Boko Haram tók samt bæinn og herstöðina, stökkti hermönnunum á flótta, fjöldi íbúa flúði í ofboði - síðan tóku við dagar fjöldamorða á götum Baga.

Skv. stjv. Nígeríu, þá vilja þau ekki viðurkenna að flr. kringum 200 hafi farist. En marga grunar að þau vilji draga úr - leyna eigin manntjóni, og því tjóni sem Boko Haram hafi valdið.

  1. Þetta er sennilega í engu minna hættuleg hreyfing, heldur en ISIS.
  2. En á sama tíma og þúsundir farast ár hvert vegna Boko Haram, þá virðist ótrúlega lítið um athygli Vestrænna fjölmiðla á þessu svæði.

Skýringin liggur sennilega í því, að - - > Olían í Nígeríu er við strönd landsins.

Þ.s. Boko Haram herjar, er engin olía - í nyrstu héröðum landsins.

Og þau héröð eru einnig bláfátæk.

---------------------

Á meðan hefur "ISIS" náð á sitt vald, nokkrum fjölda olíulinda. Og ógnar -ef framrás ISIS heldur áfram- frekari olíusvæðum.

  • Vesturlönd hafa enga hagsmuni að verja í NA-Nígeríu.

 

 

Niðurstaða

Ef einhver vissi ekki að heimurinn snýst um olíu og peninga, þá sér sá það ef sá veitir því athygli að gríðarleg fjöldamorð hafa verið í gangi í NA-Nígeríu. Án þess að heimsfjölmiðlarnir þeysi inn á svæðið með risa-fyrirsagnir á lofti, og myndir berist um heiminn vítt af líkum fallinna.

Þau fjöldamorð eiga sér stað á fátæku svæði þ.s. enga olíu er að finna, né nokkra aðra auðuga auðlind.

Meðan að athygli Vestrænna fjölmiðla hefur sannarlega verið á atferli ISIS, en til samanburðar þá ógnar ISIS löndum þ.s. er að finna gríðarlegar olíulindir. Þau samtök hafa einnig drepið mikinn fjölda fólks - - en meðan að Vesturlönd hafa tekið sig saman um að ráðast að "ISIS."

Er hætta á að löng bið verði eftir sambærilegum aðgerðum af hálfu Vesturlanda í NA-Nígeríu.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 871086

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband