4.2.2015 | 04:03
Ég mundi styðja -hernaðaraðstoð NATO við Úkraínu- er þeirrar skoðunar að líklegra sé að slík aðstoð mundi leiða til friðar, en frekari ófriðar
Vandamálið sem blasir við -eins og mér virðist staðan- er sú að -uppreisnarmenn eru í sókn. Og viðbrögð þeirra benda ekki til þess, að þeir séu í "sáttahug." En OECD hefur kvartað yfir því, að uppreisnarmenn á síðustu fundum - hafi virst lítt áhugasamir um að ræða leiðir til að stöðva núverandi átök.
- Ef út í það er farið, er það ekki órökrétt afstaða, ef þeir telja að þeir séu líklegir til að vinna sigra á næstunni gagnvart stjórnarher Úkraínu.
- Sá sem telur sig vera að vinna, eða geta unnið - - sá vill ekki binda endi á átök.
Og þar kemur einmitt að punkti mínum, varðandi hugsanlega aðstoð NATO!
- Að hún ætti að beinast að því, að klippa sem mest á -sóknarmátt uppreisnarmanna!
- Svo þeir -aftur- missi trúna á að geta sigrað með hernaðarátökum.
T.d. hefur verið bent í umræðunni, á að -sendingar af skriðdreka-eldflaugum. Mundu gera framrás þ.s. skriðdrekar og aðrir bryndrekar eru notaðir, mun kostnaðarsamari fyrir þann, sem breitir slíkjum tækjum.
En þau eru gjarnan notuð -eðlilega er menn vilja brjótast í gegnum varnarlínur.
En þetta er þ.s. virðist einna helst rætt, að veita stjórnarher Úkraínu - varnarvopn af slíku tagi.
Þetta er auðvitað klassískt vandamál, að til þess að vilji skapist fyrir alvöru friðarviðræður, þarf gjarnan að hafa myndast - stríðsþreyta!
Með öðrum orðum, að báðir aðilar séu ca. jafn úrkula vonar um að geta sigrast á hinum. Meðan að annar hvor aðilinn, eða jafnvel báðir - telja að sigur sé mögulegur í gegnum beitingu vopna.
Sé nánast engin von um friðarsamkomulag.
- Megin mótbáran - - virðist óttinn að átök versni enn frekar, ef NATO fer að senda vopn til Úkraínu.
- Að það þróist nokkurs konar -tit for tat- þ.s. NATO og Rússland, sendi báðum aðilum vopn, og stríðsgæfan sveiflist til og frá, og stríðið smám saman magnist út um allt landið.
- Veikleiki þessarar kenningar er sá, að stríðsátök geta einnig magnast, ef annar aðilinn er á undanhaldi - - en berst samt um hæl og hnakka frá vígi til vígis.
- Ef sá aðili er stjórnarher Úkraínu - þá væri freystandi fyrir uppreisnarmenn, að láta kné fylgja kviði, ef þeir telja sig áfram geta unnið - - og láta þá ekki -endilega- staðar nem við landamæri Donetsk í Suðri og Vestri.
- Þá gætu átök borist til S-Úkraínu. Eða jafnvel í Norður.
- Þó svo að NATO sendi engin vopn.
Ef átök berast út fyrir Donetsk og Luhansk héröð með þeim hætti, mundi sennilega flóttamannastraumur magnast verulega.
- Síðan er rétt að benda á, að Rússland er ekki nándar nærri eins sterkt, og Sovétríkin voru í Kalda-stríðinu.
- Margt bendir til þess, að Rússland standi frammi fyrir mögulegu greiðsluþroti á árinu 2016, ef olíuverð haldast lág út það ár.
- Punkturinn er sá - - að Rússland hafi sennilega ekki fjárhagslegt bolmagn, til þess að fara langt með -tit for tat- keppni við NATO - - > Ef stríðið þróaðist yfir í "proxy war" við Rússland.
Ef Rússland færi í slíka keppni í vopnasendingum - þá þarf að hafa í huga, að vopn og annað sem herir þurfa - > Er ekki ókeypis.
Stríð kostar peninga, þó svo að til séu drjúgar birgðir gamalla vopna, þá mundu þau ekki duga til, ef -NATO færi að senda nútímavopn- heldur yrði þá Rússland, að senda -nýrri og kostnaðarsamari vopnakerfi- til að sá her sem þeir væru að styðja héldist sem lengst samkeppnisfær.
- Þetta er atriði vert að hafa í huga - - að NATO ætti við þessar aðstæður.
- Að geta fremur auðveldlega - - unnið slíkt -tit for tat.
Það sem ég held að mundi gerast, er að Pútín mundi segja uppreisnarmönnum, að semja um frið við stjórnvöld í Kíev, er hann sægi að NATO væri full alvara með að mæta stuðningi Rússlands við uppreisnarmenn, með því sama!
Með vissum hætti er ég að segja, að það sé töluvert "blöff" í stefnu Pútíns þessa stundina, hann viti mæta vel að hann geti ekki unnið sigur, ef NATO beitir sér að fullu.
Hans markmið hafi alltaf verið, að ná eins langt og hann kemst.
Þegar hann sjái að hann komist ekki lengra, þá muni sjálfur beita sér fyrir viðræðum, og sjá til þess að þær skili árangri.
Niðurstaða
Ég er að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því, að Pútín hafi nánast alfarið fulla stjórn á rás atburða í A-Úkraínu. Tel það líklegra en ekki, þ.s. uppreisnarmenn eigi alla sína tilvist undir Pútín og stuðningi hans.
Að auki geri ég ráð fyrir því, að Pútín sé ekki "brjálaður" heldur "cold calculating." Hann sé allan tímann að leitast við að - - hagræða málefnum Úkraínu Rússlandi í hag.
Hans megináhersla virðist á að - - tryggja að Úkraína verði ekki meðlimur að NATO.
Svo virðist einnig að - - hann sé farinn að líta ESB aðild svipuðum augum og NATO aðild.
- Á hinn bóginn, sé ég ekki að þegar kemur að íbúum Úkraínu, þar með talið íbúum A-Úkraínu. Að aðild að ESB og NATO væri sérstakt skaðræði fyrir þá.
- En augljósa ábendingin er Þýskaland sjálft, sem bæði er NATO meðlimur og ESB meðlimur, en samt með mikil viðskipti við Rússland.
- Með öðrum orðum, sé ég enga augljósa ástæðu þess, að hagsmunir íbúa A-Úkraínu skaðist við það, að landið sem heild mundi renna inn í - Vesturlönd.
Þetta snúist allt um sýn Pútíns, á það - - hvað sé slæmt fyrir Rússland.
Á hinn bóginn, er ég reyndar ósammála Pútín, að Rússlandi sé hætta búin af því, ef Úkraína rennur inn í ESB, og jafnvel NATO að auki.
- En Pútín virðist ákveðinn þeirrar skoðunar, að það þurfi allt að gera, til að forða NATO og ESB aðild Úkraínu.
- Þ.s. ég sé ekki að sú útkoma að landið lendi Vesturlandamegin, mundi skaða hagsmuni íbúa Úkraínu -burtséð frá því hvar þeir búa- þá lít ég svo á, að Pútín hafi búið þessa uppreisn til.
- Hún hefði ekki orðið, án hans afskipta - vil ég meina.
- Og hann geti endað hana, hvenær sem er.
Til þess að sannfæra Rússland, að einmitt að binda á hana endi.
Þurfi að -auka kostnað Rússland við það að styðja uppreisnarmenn áfram.
Það geri NATO með því, að senda vopn til stjórnarhers Úkraínu. Svo að Rússland sjái fljótlega sæng sína upp breidda.
Þá muni Pútin segja uppreisnarmönnum að semja aftur um vopnahlé. Og þá gæti Pútín birst sem "sáttasemjari" og látið sem að - friður hafi allan tímann verið hans áhersla.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er gjarnan vanmetið - - að tímasetningar skipta máli. En þegar Steingrímur J. seldi Arionbanka og Íslandsbanka til skilanefnda Kb Banka og Glitnis - sumarið 2009. Þá var Ísland statt í dýpsta kafla kreppunnar sem skall á landinu, í kjölfar hrunsins.
Það voru út af fyrir sig - skiljanleg markmið að baki sölunni:
- Ríkið slapp við 250ma.kr. eiginfjárinnspýtingu í bankana 2-er þeir voru afhentir skildanefndunum tveim.
- Og ekki síst, að fjármagna kaup á lánapakka fyrir báða banka, upp á líklega töluvert hærri upphæð.
Ríkið auðvitað munar um það hvort það skuldar 5-600ma.kr. meir, eða minna.
Á móti kemur, að sala í -dýpsta hluta kreppunnar- augljóst framkallar verulega lægra söluverð, en t.d. af sömu bankar hefðu verið seldir sumarið 2011.
Síðan virtist allt málið unnið í "miklum flýti" þ.e. ríkisstjórnin tók við um vorið, búið var að ganga frá sölunni ca. 2-mánuðum síðar. Höfum í huga, að Svavars samningurinn "alræmdi" sýndi okkur "hvað það getur verið dýrt að semja um mikilvægt mál í miklum flýti."
Hvað ef Arionbanki og Íslandsbanki hefðu verið seldir í júlí 2011?
- Það hefði þítt, að ríkið hefði komið öllum 3-bönkunum í rekstur samtímis, með "fjármögnun" og auk þess "kaupum á lánapökkum."
- Því hefði fylgt sá "stóri kostur" a.m.k. út frá hagsmunum "skuldara" að ríkið hefði getað "samræmt aðgerðir um meðferð skulda almennings sem og fyrirtækja."
- Það hefði unnist tími - til að eyða óvissu um gæði lánasafna.
- Það hefði verið unnt að "framkvæma samræmda lána-afskrift" ef vilji hefði verið fyrir hendi.
- Auðvitað hefði ríkið - - yfir þetta tímabil, skuldað þann viðbótar kostnað, er hefði aukið verulega á skuldir ríkisins - á meðan.
- En það hefði ekki endilega þurft að "hækka vaxtagjöld ríkisins" því - ríkið ætti að hafa verið mögulegt, að ganga þannig frá skuldabréfum að "greiðslur mundu ekki hefjast fyrr en eftir júlí 2011 t.d."
- Nú, ef sala bankanna gengur síðan fram, áður en það gerist - - og það núllar út þau skuldabréf. Þá hefði tæknilega verið unnt að ganga þannig frá málum, að ríkið í reynd - - borgaði ekki krónu fyrir.
- Þá meina ég, að aldrei hefðu peninga skipst um hendur. Ríkið hefði "afhend skuldabréf" síðan við sölu "væru þau rifin."
Kostir við að selja 2011 eru margir, t.d. að eftir er búið að eyða óvissu um gæði lánapakka, þá er sú óvissa ekki lengur - - að lækka söluverð.
Síðan auðvitað - - eru engir utanaðkomandi sem "hirða hagnað til sýn" af endurmati lánapakkanna, sem hefði þá farið fram á meðan að ríkið átti þá.
Ef samræmd "niðurfærsla lána hefði farið fram skv. hugmynd Framsóknarfl. um 20%" þá væri 2011 meir en ár liðið síðan þeirri aðgerð var lokið. Og áhrifa þeirrar aðgerðar væri því farið að gæta innan efnahagslífsins.
2011 var óvissa í efnahagslífinu einnig miklu mun minni en sumarið 2009. Traust á hagkerfinu hafði styrkst til muna - menn óttuðust ekki lengur, yfirvofandi gjaldþrot.
- Þetta hefur auðvitað allt áhrif á söluverð, þ.e. minni óvissa í efnahagsmálum, bætt traust, sýnilegar vísbendingar - að hagvöxtur sé að hefjast að nýju.
- Einnig, að búið er að rýna í gegnum lánasöfnin og síja út slæmu lánin.
Það sem ég er að meina, er að - - > Söluverð hefði getað verið mun hagstæðara 2011.
Jafnvel þó að "20% leiðrétting lána hefði farið fram" -sem gæti tæknilega hafað lækkað söluverð með því að minnka virði lánasafna- þá vegur á móti - - > Bætt gæði lánasafna og mun minni óvissa um efnahagsmál - bætt til muna traust miðað við 2009.
Niðurstaða
Hin eiginlegu mistök Steingríms J. - geta legið í því, að flýta sér við það verk, að losa ríkið við Íslandsbanka og Arionbanka. En mig grunar, að til muna hagstæðara hefði verið fyrir alla landsmenn. Ef salan hefði þvert á móti, farið fram 2-árum síðar.
En bankastofnanir eru mjög háðar almennu efnahagsástandi, sem hefur mikil áhrif á gæði lánasafna, sem og eftirspurn eftir lánsfé. Skárra efnahagsástand - bætt traust á hagkerfinu - mun minni ótti um framtíðina miðað við 2009; allt þýðir hærra verð.
Sama þíðir, að hafa tekið tíma í að eyða óvissunni um gæði lánasafna. Ekki síst, að samræma meðferð skuldamála almennings og fyrirtækja - yfir þessi 2 ár þ.e. 2009 - 2011.
Ríkisstjórnin var í "paník" andrúmslofti vorið og sumarið 2009. Í slíku samhengi, er varasamt að taka "stórar afdrifaríkar ákvarðanir" - - sbr. Svavars samningurinn alræmdi.
Ef menn eru að flýta sér um of, er hætt við "dýrum mistökum." Sbr. að færa yfir til bankanna, lánasöfn er innihéldu "gengistryggð lán" sem fljótlega síðar voru dæmd ólögleg.
Ef menn hefðu afgreitt þessi mál á "lengri tíma" þá hefði verið unnt að forða flestum þessara mistaka, og mig grunar að sú biturð sem varð eftir í samfélaginu vegna skuldamála - það hefði stórum hluta verið unnt að komast hjá henni.
Kv.
1.2.2015 | 20:50
Vangaveltur um grískt gjaldþrot hratt vaxandi, eftir að fjármálaráðherra Grikklands hafnaði endurnýjun svokallaðrar "björgunar Grikklands"
Björgunarprógramm Grikklands rennut út í lok febrúar - þannig að ef grísk stjórnvöld endurnýja ekki það prógramm, þá fá þau ekki meira "lánsfé." Þessari spurningu standa stjv. Grikklands frammi fyrir, svokallað Þríeyki átti að koma í heimsókn á næstu dögum. Og þá stóð til að fara yfir stöðu Grikklands, og áætla hve mikið af viðbótar lánsfé Grikkland þyrfti.
Áhugavert að íhuga að Grikkland skuldar þegar um 177%. Svipað og er síðast var skorið af skuldum landsins.
Og að hingað til, hefur Grikklandi verið lánað, til þess að -endurfjármagna í reynd þá erlendu banka sem höfðu lánað Grikklandi fé."
Margir hafa bent á þetta, að ef Grikkland hefði orðið gjaldþrota árum fyrr - - hefðu löndin sem eiga þá banka, þurft að sjálf - - redda þeim.
Vilja meina, að ósanngjarnt sé að leggja þann kaleik á grísk bök!
Yanis Varoufakis - sjá mynd
Greece will no longer deal with troika, Yanis Varoufakis says
Hann er nýskipaður fjármálaráðherra Grikklands, þekktur bloggari skilst mér, að auki hefur komið fram - að hann ætlar að blogga áfram þó hann verði einnig ráðherra.
Hann hefur sem sagt, lýst því yfir - - að björgunarprógramm Grikklands verði ekki endurnýjað fyrir mánaðamót febrúar/mars.
Þannig að þá rennur það prógramm út. Grikkland fær ekki frekara lánsfé.
- Þá er einungis spurning um tíma, hvenær Grikkland verður greiðsluþrota.
- Það er gjarnan sagt, líklega í maí/júní nk. Eða júní nk.
Eurozone alarm grows over Greek bailout brinkmanship
Margir spá algeru "kaosi" á Grikklandi, ef það keyrir fram af bjargbrúninni?
Verður kaos í Grikklandi ef það fer í þrot?
Augljósa svarið er - - já það getur orðið, en nei - - það þarf ekki verða.
- Augljóslega mun Grikkland þurfa að setja upp gjaldeyrishöft, nokkru áður. Annars mun stefna í of mikinn peningaflótta frá Grikklandi - - þegar nær dregur og aðilar verða sannfærðir um það að virkilega stefni í þrot.
- Síðan mun þurfa að "drögmuvæða hagkerfið" þ.e. skipta öllum innistæðum og lánum yfir í drögmur innan fjármálakerfis Grikklands. Þá getur seðlabankinn tryggt að bankarnir rúlli ekki.
- Þá getur ríkið borgað laun, haldið uppi þjónustu, borgarð bætur til fatlaðra og aldraðra sem og þeirra sem eru atvinnulausir.
- Það væri óheppilegt af ríkinu að reka sig með "halla" því þá safnar það nýjum skuldum, eða eykur verðbólgu með prentun.
- En gríska ríkið hefur náð -rekstrarafgangi- sem einfaldar málið. Nema auðvitað að stjórnin auki svo mikið eyðslu að afgangurinn verði að halla.
- Augljóslega mun dragman gengisfalla - þangað til að nægur afgangur myndast í gjaldeyrisflæði, til þess að landið eigi fyrir innflutningi.
- Þá eins og hér, ætti ekki að þurfa "innflutningshöft" en verið getur -eins og hér rétt eftir hrun- að erlendir aðilar muni heimta staðgreiðslu, þannig að vandræði verði með innflutning einhverja hríð í kjölfarið.
- En nægilega lágt gengi, ætti fyrir einhverja rest, að endurreisa normal ástand í tengslum við innflutning.
Það þarf ekki að verða - óðaverðbólga. Nema að ríkisstjórnin hegði sér ákaflega óskynsamlega - - þ.e. viðhafi launahækkanir langt út fyrir þ.s. gengur upp, og auki eyðslu ríkisins langt út fyrir tekjurammann.
Með einhverri lágmarks skynsemi í hagstjórn - ætti verðbólga -eins og hér eftir hrun- smám saman að deyja út, hverfa á ca. 2-árum.
Varðandi hagvöxt eða ekki, þá auðvitað ætti Grikkland að verða mjög hagstætt fyrir ferðamennsku, þannig að eins og hér hefur verið eftir hrun og stórt gengisfall, ætti að verða sæmilega góð fjölgun ferðamanna - - og fjölgun starfa í þeirri grein.
Það þíðir ekki endilega að Grikkland verði að tígur hagkerfi - - en Grikkland hefur "mjög slakan útflutning" mér skilst ekki nema ca. 23% af heildarhagkerfinu, þegar hann er t.d. rétt rúmlega helmingur hér.
- Ég á eiginlega hvorki von á því, að Grikklandi gangi svakalega vel.
- Né því, að Grikklandi gangi svakalega illa.
- Þegar öldur lægja - - geti menn sest niður og farið að ræða hvað Grikkland getur raunverulega borgað.
- En þá ætti staðan - hver hún raunverulega er - að birtast smám saman.
Ég hugsa ekki að Grikkland leiði til - endaloka evrunnar.
Á hinn bóginn, getur brotthvarf Grikklands - aukið þrýsting á aðildarlönd evru, að taka meir tillit til "skuldugu landanna" svo flr. velji ekki "grísku leiðina."
Brotthvarf Grikkland - gæti þá leitt til þess, að umræðan um skuldamál, komist upp úr núverandi fari, og menn fari að ræða "skulda-afskriftir" af einhverri alvöru.
Niðurstaða
Líkur á greiðslufalli Grikklands virðast hratt vaxandi. Dómsdagspár fljúga gjarnan nú um sali - þær sem beinast að Grikklandi, gjarnan spá gríðarlegu hruni í Grikklandi í kjölfarið. Síðan gjarnan halda þeir sem eru andvígur evru, að brotthvarf Grikkland geti leitt til endaloka hennar - jafnvel.
Ef til vill er líklegasta útkoman - hvorugt. Það er, að hvorki verði meiriháttar kaos í Grikklandi, né innan evru - ef Grikkland herfur út.
Brotthvarf Grikklands, gæti þó sett þrýsting á lönd í N-Evrópu sem eiga mikið til skuldir S-Evrópulanda, að afskrifa þær skuldir a.m.k. að hluta.
En brotthvarf Grikklands, gæti skapað þá freystingu að fara eins að, ef sýn aðila er sú að Grikklandi hafi tekist að forða meiriháttar vandræðum. Sé a.m.k. ekki verra statt.
Umræðan um skuldir landanna í S-Evrópu, gæti þá opnast upp á gátt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2015 | 02:38
Við ræðum hér frumvarp til laga um heimild til að staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.
Fyrirsögn tekin úr áhugaverðri þingumræðu.
Það hefur opnast skrítin umræða um það hvort ríkið átti bankana alla með tölu "um skamma hríð" eða ekki, í tenglum við umræðu þá er hefur vaknað í kjölfar ásakana Víglundar Þorsteinssonar - - þ.e. meint svik sem hann telur hafa kostað þjóðina milli 300-400ma.kr.: Stórfelldasta svika- og blekkingarmál sem sögur fara af hér á landi
Sjá einnig: eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf., 1. umræða.
Hlekkurinn er á áhugaverða þingumræðu þ.s. verið er að ræða tillögu - að veita stjórnvöldum heimild til þess að ráðstafa bönkunum þrem, þ.e. eignarhlut ríkisins í þeim bönkum.
Eins og flestir ættu muna, þá á endanum "seldi Steingrímur J." eignarhlut ríkisins -sem þá var 100%- til þrotabúa Glitnis og KB Banka.
Greinargerð fjármálaráðherra vegna umræðu um bankaskýrslu
Eins og þarna kemur fram, þá taldi Steingrímur J. -hróðugur- sig hafa framkvæmt mjög góðan gerning með sölu bankanna 2-ja til þrotabúanna - - - þ.e. sparnaður ríkisins upp á 250ma.kr.
Hvernig gat það verið - - að Steingrímur J. væri að afla sér heimildar til þess að selja 2-banka í eigu ríkisins.
Ef ríkið átti þá ekki í fyrsta lagi?
En hvað með ásökunina um 300-400ma.kr. tjón?
Sjá nokkra reiðilestra:
Friðþæging með framvirkum samningum síðari grein
--------------
Það sem mér finnst merkilegast - er andstaðan frá stjv. við niðurfærslu lána -meðan ríkið átti þá alla- sem sagt er frá í greinum "Óðins" og þeirra "Jón Scheving Thorsteinssonar og Sigurðar Berntssonar".
Þeir Jón Scheving og Sigurður, telja ríkið hafi hlunnfarið sig á "sölu" til kröfuhafa um litla 307ma.kr.
- Hinn bóginn er rétt að taka tillit til þess, að ríkið við söluna slapp við fyrirhugaða eiginfjárinnspýtingu upp á 250 ma.kr.
Það auðvitað -ef Jón Scheving og Sigurði reiknast rétt- lækkar þá tjónið í, 57 ma.kr.
-----------------------
Ég held að það sé ekki rétt hjá þeim félögum að 5 gr. neyðarlaganna hafi verið brotin, þ.s. mér virðist hún afar "óljóst orðuð":
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka í sínar vörslur þær eignir sem mæta eiga skuldbindingum fjármálafyrirtækis og láta meta verðmæti eigna og ráðstafa þeim til greiðslu áfallinna krafna eftir því sem þörf krefur.
- Þarna segir ekkert beinum orðum, að mat skuli vera óháð.
- Ekki heldur, að ekki megi framkvæma annað mat, og nota það í staðinn síðar.
- Eða, að ekki megi taka tillit til krafna kröfuhafa - um hærra verð á lánapakka.
Áhugavert er, að ríkið virðist hafa litið svo á, að "gríðarlega mikilvægt væri fyrir ríkið" að hafa sem - best samskipti við kröfuhafa.
Mig grunar að sú afstaða "standi að baki andstöðu stjv. á þeim tíma við hugmyndir þess efnis að lækka höfuðstól skulda meðan það var tæknilega hægt er ríkið var eigandi allra bankanna."
- Kröfuhafar virðast hafa fengið bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, þ.e. -ríkið hafi í reynd borgað með þeim.-
- Kröfuhafar fengu þá með lánapökkum inniföldum, "án þess að höfuðstóll lána væri niðurfærður." Það auðvitað gerði eign "kröfuhafa" umtalsvert verðmeiri - - en annars hefði orðið.
- Svo ekki síst, fengu þeir greiddan út arð, þegar bankarnir reiknuðu lánin upp í fullt andvirði - þó þeir hafi fengið þau ca. á hálfvirði, að meðaltali.
Á móti má taka tillit til þess, að ef lánin hefðu verið "niðurfærð" t.d. skv. tillögu Framsóknarflokksins um 20% niðurfærslu:
- Þá má reikna með því, að bankarnir tveir hefðu verið -minna hagstæð eign- sem hugsanlega hefði leitt til - - enn óhagstæðari sölu ríkisins á þeim. Þ.e. meiri meðgjafar.
- 20% leiðin hefði kannski ekki verið alveg ókeypis fyrir ríkið, á hinn bóginn er alls ekki víst að ríkið hefði tapað á því "heilt yfir" ef tekið er tillit til áhrifa á hagkerfið, sem líklega hefði leitt af "skárri stöðu heimila" í landinu.
Mér virðist samt sem áður - - að ríkið hafi gengið frekar langt í því, að tryggja umtalsverðan hagnað "þrotabúanna" og þannig þeirra kröfuhafa er voru eigendur stærstu krafna.
Að baki því, gæti staðið "sektarkennd" en ég man eftir umræðu á "vinstri væng stjórnmála" þau ár sem síðasta ríkisstjórn stjórnaði - - > Að þjóðin hefði verið "meðsek" þ.e. eigendum bankanna er hrundu, því hún hafi notið ágóðans af bankabólunni er hún blés út - og samtímis hafi þeir í hennar augum verið hetjur er allt lék í lyndi.
Eins og þekkt er, þá urðu eigendur krafna í ísl. bankana fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni - - þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að þessi "sektarkenndar hugsun" -sem mér fannst t.d. birtast töluvert í umræðunni um Icesave þ.e. hjá þeim sem sögðu réttlátt að þjóðin borgaði- hafi leitt stjórnarliða til þess að vera fremur fulla af samúð - gagnvart kröfuhöfum.
Kannski litið svo á, að það væri réttmætt, að bæta þeim upp -að litlum hluta- þeirra tjón, með því að selja þeim bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, svo vægt sé til orða tekið, auk þess að tryggja þeim þann arð er þeir fengu út úr því, er bankarnir færðu upp lánin og notuðu þ.s. rök fyrir arðgreiðslum.
Stjórnarliðar - hafi litið svo á, að þeir væru að breyta rétt.
Það þurfi ekki að vera - að baki þeirri breytni, hafi legið -spilling.-
Niðurstaða
Ég ætla ekki að reyna að slá tölu á það - hvað skuldugir landsmenn misstu af miklu fé. Þegar 20% leiðin var ekki farin, á þeim tíma er hún var sannarlega vel framkvæmanleg.
Ég árétta þá sektarkenndar umræðu, sem virtist gegnsýra stjórnarflokka sl. kjörtímabils - þ.e. áhersla á það að vera fullir sektarkenndar vegna tjóns þess er eigendur krafna í hrundu bankana - - sannarlega urðu fyrir, og var gríðarlegt.
Umræða sem einnig kom fram þegar rifist var um "Icesave" í ummælum þeirra, sem töldu Íslendinga - siðferðislega séð - eiga að borga skv. kröfu Breta og Hollendinga.
Það var eins og, að í þeim tiltekna fókus, þá misstu menn dálítið "fókusinn" á líðan skuldugs almennings hér á landi.
Ekki hafi sennilega ráðið "illska" þeim ákvörðunum - er leiddu til þess, að kröfuhafar fengu "að því er sannarlega virðist" hagnað umfram þ.s. þeir hefðu fengið.
Ef 20% leiðin hefði gengið fram.
Ég efa að hún hefði leitt til "nettó" taps ríkisins, þó ríkið hefði sennilega þurft að hafa eigin fjár innspýtingu í Landsbanka - - ýfið stærri. Hugsanlega hefði söluverð hinna bankanna orðið óhagstæðara - - > Þó það geti verið að sá gerningur hafi verið það "Svavars samningalegur" þ.e. hvort sem er - alltof hagstæður, þannig að ekki hefði verið ástæða til að borga meira með þeim.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2015 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2015 | 22:02
Bankakrísa framundan í Grikklandi?
Financial Times sagði frá þessu að verulegt hrun hefði orðið í verðum hluta grísku bankanna eftir kosningarnar sl. sunnudag og valdatöku samsteypustjórnar Syriza flokksins. Á sama tíma - gæti flótta innistæðna að nýju.
Greek bank crisis leaves time short to strike debt deal
Ákveðin kaldhæðni liggur í því að grísku bankarnir allir með tölu - stóðust þolpróf Seðlabanka Evrópu sem haldið var á sl. ári - fengu góða einkunn.
Á hinn bóginn, þá liggja vandræði þeirra í þetta skiptið frekar í stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar landsins - - en flótti innistæðna er algerlega rökréttur, ef fólk telur það yfirvofandi að Grikkland lendi utan evru.
En ástæða er að ætla, að -Seðlabanki Evrópu- verði tregur til að veita grísku bönknum -neyðarfjármögnun- meðan að ekki liggur fyrir, hvort Syriza stjórnin mun halda áfram að greiða af skuldum landsins við Evrópuríki - - þar með, við Seðlabanka Evrópu.
- "Since last weekends election, the shares of the four banks have lost as much as 40 per cent of their value." - "The only fundamental short-term impact on their business has been a steady flight of deposits." - "Two bankers familiar with the matter reckon something between 700m and 1bn a day has been withdrawn this week, mostly in cash, out of a private sector deposit base estimated by Moodys at 164bn." - "An estimated 50bn or so may be available through the Greek central banks Emergency Liquidity Assistance fund..."
Þó útflæðið sé ekki mikið enn samanborið við heildar magna innistæðna - - þá telur það yfir tíma.
Og þetta eru fyrstu viðbrögð - hin eiginlega paník sé ekki sennilega hafin enn.
- Miðað við þetta séu bankarnir sennilega ekki að hrynja á nk. dögum, jafnvel ekki vikum.
- Eiginlega viðræður nýrrar ríkisstjórnar Grikklands og aðildarríkja um skuldavanda landsins - eru ekki hafnar enn.
- Sjálfsagt bíða margir eftir því, að sjá hvernig þær ganga fyrir sig - áður en stórfelldur peningaflótti hefst.
En ef það kemur frekar fljótlega í ljós að of víð gjá sé milli aðildarríkjanna - - og óska ríkisstjórnarinnar, um eftirgjöf í skuldamálum.
Þá gæti verið að ekki sé langt að bíða eftir stórfelldum flótta innistæðna.
Alexis Tsipras, accompanied by members of his government, poses for a group picture outside the parliament in central Athens. Photograph: Lefteris Pitarakis/AP
Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru áhugaverðar - hrint í framkvæmd nú þegar
Greeces new young radicals sweep away age of austerity
- "Then it was announced that privatisation schemes would be halted and pensions reinstated.
- And then came the news of the reintroduction of the 751 monthly minimum wage,
- the scrapping of fees for prescriptions and hospital visits,
- the restoration of collective work agreements,
- the rehiring of workers laid off in the public sector,
- the granting of citizenship to migrant children born and raised in Greece.
- Within minutes of the new energy minister, Panagiotis Lafazanis, announcing that plans to sell the public power corporation would be put on hold, Greek bank stocks tumbled."
Áhugavert að muna að í febrúar nk. - er svokallað "Þríeyki" með eina af sínum reglulegu "athugunum" á því hvernig grískum stj. gengur að fylgja "prógramminu" - - ef Grikkland er talið standa við skuldbindingar sínar.
Þá fær gríska ríkið - - aukið fé, að láni.
- Haft var eftir fulltrúum AGS á "Davos" ráðstefnunni, að gríska ríkið hafi sennilega fé til júní nk. Án viðbótar fjármagns frá þríeykinu.
- En það má vera þó, að þeir hafi ekki reiknað með "ofangreindum" aðgerðum Syrisa - - sem flestar hverjar auka útgjöld ríkisins, nánast samstundis.
Síðan auðvitað - - munu a.m.k. sum aðildarlandanna, líta á fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar Syriza - - sem að stjórnin sé að "senda þeim fingurinn."
- En mikilvæg aðildarlönd hafa krafist harðra sparnaðaraðgerða - og fyrirfram hafnað að lækka skuldir.
- Aðgerðir sem augljóst auka rekstrarútgjöld gríska ríkisins - - lengja að sjálfsögðu það bil sem Grikkland þarf að brúa "skv. prógramminu" ef geta gríska ríkisins til að greiða sínar skuldir, á að vera fyrir hendi.
- Miðað við þetta - - gæti útspil ríkisstjórnarinnar þegar á fyrstu starfssdögum.
- Nánast gulltryggt það, að stjórnin nái ekki samkomulagi við aðildarríkin, sem dugar til þess að Grikkland haldist innan evrunnar.
Niðurstaða
Aðgerðir hinnar nýju ríkisstjórnar Grikklands, geta bent til þess - að landið sé næsta örugglega á útleið úr evrunni. En ég fæ vart séð annað, en að þær aðgerðir, minnki líkur á samkomulagi milli ríkisstjórnar Grikklands, og ríkisstjórna aðildarlanda ESB um lækkun skulda landsins.
Ef það verður fljótlega ljóst, einnig að þríeykið, láni ekki frekara fé til Grikklands.
Gæti skollið á allsherjar fjármagnsflótti - sem væri rökrétt útkoma, ef innistæðueigendur telja nær fullvíst að landið sé á útleið úr evrusamstarfinu.
Til þess að forða hruni bankanna, yrði ríkisstjórnin þá sennilega að endurreisa drögmuna - jafnvel þegar fyrri hl. sumars í ár.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.1.2015 kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2015 | 22:24
Varðandi vangaveltur Lars Christensen í gjaldmiðilsmálum Íslands
Þá verð ég að taka það rækilega fram - að alveg sama hvaða leið við förum. Þá getur sú leið ekki haft trúverðugleika. Nema að efnahagsmál hér gangi upp.
Hann virtist hrifnastur af því að "út-vista peningastefnuna á Íslandi" því þá taldi hann hana verða "fyrirsjáanlegri."
Hann nefndi að slík útvistun hefði gengið vel í Danmörku - með tengingu við evru.
En hann nefndi einnig svokallað currency board fyrirkomulag - sem hann taldi hafa gengið vel í Hong-Kong.
- En útvistun er náttúrulega sú aðgerð.
- Að afsala sér sjálfstæðri peningastefnu.
Vandinn við hans tillögur er sá, að þ.e. ekki til sú aðferð sem ekki hefur brugðist einhvers staðar
- Það eru til dæmi um allar helstu leiðir í peningastjórnun - þ.s. þær hafa gengið upp.
- En það einnig þarf að íhuga hin dæmin, þ.s. sömu aðferðir hafa ekki gengið upp.
Eins og ég skil vanda Íslands, þá snýr hann megin atriðum að - - ítrekuðum viðskiptahallavanda.
Ég fullyrði að það sé 100% öruggt, að hvaða leið við kjósum, þá muni þær allar bregðast - - ef okkur tekst ekki að forðast "viðskiptahalla."
-------------------------
currency board - - þegar maður talar um þá aðferð, verður að nefna Argentínu. En þessi aðferð er í reynd, tenging við annan gjaldmiðil, en með þeim hætti að sú tenging verður - - órjúfanleg.
En þá er tekið upp kerfi, þ.s. sama magn er alltaf til af "heima-gjaldmiðli" og "þeim sem tengt er við."
Þannig að heimagjaldmiðill er alltaf 100% - "convertible" eins og þ.e. kallað.
Að því marki, svipar það til hugmyndar um "gullfót." En í gullfót á alltaf að vera nægilegt gull, til þess að ætíð sé unnt að skipta peningum fyrir gull.
Það má segja, að í stað þess að "tengja við gull" sé "tengt við gjaldmiðil X sem verði þá ígildi gulls."
- Gjaldþrot Argentínu varð árið 2000, í lok tímabils svokallaðs "ofurdollars" er hófst á seinni hl. 10. áratugarins. En þá varð gríðarlegt ris í gengi dollars.
- Það varð til þess, að útflutningsatvinnuvegir Argentínu - urðu ósamkeppnisfærir. Og þá varð fjöldi útflutningsfyrirtækja, að smám saman að hætta starfsemi.
- Við það minnkaði útflutningur landsins, það skapaðist viðskiptahalli - - við það fór að halla undan kerfinu, en þá "fóru dollarar að streyma nettó úr landi."
- Vegna þess að í currency board verður gjaldmiðillinn að vera 100% "convertible" sköpuðust svipuð áhrif og innan "gullfótarins" í Evrópu á 4. áratugnum, þ.s. grípa varð til þess - - að minnka peningamagn í umferð eftir því sem "dollarasjóðurinn" minnkaði.
- Og það eins og þegar peningamagn var minnkað stöðugt, þegar gullfóturinn komst í vanda í kreppunni á 4. áratugnum í Evrópu - - var ákaflega "samdráttarmagnandi."
- Samanlögð áhrif - - minnkandi útflutnings. Vaxandi viðskiptahalla. Og minnkandi peningamagns. Var yfir 20% samdráttur í argentínska hagkerfinu. Á endanum varð argentínska ríkið greiðsluþrota.
currency board - kerfið varð að gildru.
Til þess að losna út úr því - framkvæmdi Argentína á endanum gjaldmiðilsskipti. Tók upp nýjan.
En loka mánuðina, varð orðinn slíkur skortur á peningum í umferð - - að fyrirtæki voru unnvörpum farin að "gefa út sína eigin einkagjaldmiðla" voru á tímabili sennilega margir tugir slíkir í umferð - óformlega.
- Þegar við veltum fyrir okkur valkostum - - þá þarf alltaf að íhuga, hvernig allt getur farið til andskotans.
- Svo við getum vegið og metið líkur þess, að sambærileg atburðarás geti orðið hér.
Ísland hefur margítrekað lent í viðskiptahalla vanda - - þannig að ég met það verulega líklegt að argentínskt ástand geti skapast.
En höfum í huga, að Argentína er að því lík Íslandi, að vera einnig - - auðlyndahagkerfi.
Eins og á við um rekstur okkar helstu auðlyndar - - þá er fastur kostnaður verulegur, og erfitt um vik að spara þar um. Þess vegna hefur oft þurft að gengislækka til að bjarga málum.
En ég sé alveg fyrir mér, að ef það væri ekki hægt, gæti það sama gerst og í Argentínu - að fj. fyrirtækja loki í starfsgreininni, og þá fari útflutningur í hraða minnkun, og þá minnki innkoma í gjaldeyri verulega og ef þá skapast viðskiptahalli, verði að minnka peningamagn í umferð til þess að viðhalda "full convertibility."
En reglur currency board eru ákaflega stífar.
Eins og á við um "gull-tengingu."
-------------------------
Lars benti einnig á Kanada dollar, taldi það ekki galna leið, þó hann hefði sagst hafa fyrst hlegið að henni er hann fyrst frétti af - - aftur er útvistun á peningastefnu.
Augljós galli er einnig sá - - eins og í currency board að kaupa þarf mikið magn af erlendum gjaldeyri. Það hækkar skuld landsins.
Í þessu tilviki getur einnig skapast vandi - - ef gengi gjaldmiðilsins erlenda hækkar verulega, og útfl. atvinnuvegir verða ósamkeppnisfærir.
Þá getur einnig skapast - - viðskiptahalli, ef útfl. fyrirtæki hætta rekstri, og útfl. minnkar.
- Þá einnig kemur sá vandi - - að peningamagn minnkar í umferð.
Í báðum tilvikum, er unnt að kaupa meiri gjaldeyri - - þ.e. ríkið getur það, til þess að glíma við vandann, að gjaldeyrir sem annað af tvennu er grundvöllur currency board eða er notaður sem lögeyrir, sé að - nettó flæða úr landinu.
En ríkið getur einungis gert það með - aukinni skuldsetningu í gjaldeyri.
Og á enda, ef ekki tekst að stöðva -hnignun útfl. atvinnuvega- þannig að halli sí vaxi.
Og ef ríkið stöðugt kaupir gjaldeyri - þá getur það ekki annað en fyrir rest, endað með því að ríkið tapar lánstrausti, ef ekki tekst að stöðva hnignun atvinnuveganna.
- Ef við gerum ráð fyrir því, að ekki takist að leysa samkeppnishæfni atvinnuveganna.
Þá á endanum, eins og í currency board tilvikinu að málin leysast ekki, þá verður "þurrð á fé í umferð."
- Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að ekki geti mögulega farið eins og í Argentínu, að það verði svo lítið fé í umferð, að fyrirtæki fara að redda sér - - með því að búa til eigin gjaldmiðla.
Á endanum gæti dæmið endað eins og í Argentínu - að landið mundi neyðast að nýju, til þess að taka upp sinn eigin gjaldmiðil.
Til þess að binda endi á það, að fjöldi einkagjaldmiðla sé í umferð. Og að almenningur sé farinn að nota þá hér og þar, í staðinn fyrir lögeyrinn. Vegna þess að almenningur getur ekki útvegað sér nægilegt magn af lögeyrinum. Sama um fyrirtækin.
-------------------------
Ef við tölum um að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla.
Þá hafa hingað til allar tengingar mistekist fyrir rest af sömu ástæðu.
- Ef skapast viðskiptahalli, þá minnka gjaldeyrissjóðir landsmanna. Þeir sem Seðlabankinn þarf að eiga til að geta varið tenginguna.
- Á endanum tæmast þeir, ef hallinn er ekki afnuminn í tæka tíð, og tengingin fellur.
-------------------------
Meginástæða þess, að gengið fellur - - er sögulega séð vegna viðskiptahalla.
Þá gerist það, að gjaldeyrissjóðir minnka, og á endanum er ekki nægilega mikið til þess að tryggja innflutning.
Þá eru valkostir að fella gengi eða taka upp innflutningshöft.
Gengi er þá fellt.
Niðurstaða
Punkturinn er sá, að það skipti engu máli hvað við reynum.
Ef við höfum ekki komið okkur saman um nægilega skilvirka aðferð til þess að halda viðskiptahalla í skefjum - sem mundi fela í sér útleið þegar slíkur verður til.
Þá muni ekkert það peningakerfi sem við gerum tilraun með - ganga upp til lengdar.
- Engin nefndra leiða skapi trúverðugleika í sjálfu sér, hann sé ekki eigindlegur þ.e. "intrinsic" neinni tiltekinni leið.
- Það sem gengur upp er trúverðugt.
Kv.
27.1.2015 | 21:33
Fjöldi flóttamanna vegna stríðsins í Úkraínu alls 1.5 milljón skv. gögnum SÞ 23. Jan. 2015
Sjá hlekk á gagn SÞ: UKRAINE Situation report No. 24 as of 23 January 2014. Ég hef ekki lesið þessar skýrslur fyrr - - en tölurnar eru áhugaverðar:
- Heildarfjöldi flóttamanna frá Úkraínu 1.5 milljón.
- Fjöldi Úkraínumanna á flótta innan Úkraínu, undir vernd ríkisstjórnar landsins, 900.000.
- Meðan að 600.000 hafa flúið til annarra landa, þá öll lönd talin.
Ekki kemur fram í þessu gagni, tölur fyrir einstök lönd utan Úkraínu.
En þetta er veruleg fjölgun flóttamanna miðað við tölur frá Des. 2014, er fj. flóttamanna innan Úkraínu var sagður 500.000.
Spurning hvort að þá hafi ekki verið - verulega vantalið.
Myndin að neðan, tekin úr gagni SÞ
Takið eftir að 326.945 njóta flóttamanna-aðstoðar á vegum ríkisstjórnar Úkraínu í Kíev, innan Donetsk héraðs. Það er áhugavert - - hve rosalega margir íbúa þess héraðs. Hafa valið að flýja í Vestur - frekar en að leggja á flótta til Austurs.
En áróðurinn hefur verið á þá leið -gjarnan- að ríkisstjórn landsins sé svo hræðileg, að fólk sé unnvörpum á flótta til - - Rússlands.
Síðan er verulegur fjöldi einnig flúinn inn á svæði stjórnarhersins í Luhansk héraði, ekki þó þessi svakalegi fjöldi og í Donetsk héraði.
- Spurning hvað þetta segir um stjórnarhætti uppreisnarmanna í Donetsk, að svo margir íbúa hafi frekar kosið flótta inn á svæði undir stjórn Kíev?
- En þ.e. áhugavert - að þeir kalla þing sitt "supreme soviet" sama nafn og þing Sovétríkjanna hafði. Og þingforseti fór ekki leynt með að vera aðdáandi Sovétríkjanna sálugu man ég í viðtali er ég sá á sl. ári - get komið með hlekk á það ef e-h óskar þess.
- Öryggislögregla uppreisnarmanna í Donetsk eða "Donetsk Peoples Republic" kallar sig "óformlega" NKVD þ.e. dökkur húmor að sögn þingforsetans af hálfu þeirra sem þar starfa, en NKVD var nafnið á leynilöggu og morðsveitum Stalíns - - annað dæmi um hugsanlega dýrkun á fyrrum Sovétríkjunum?.
- Svo er það einnig nafniðs sjálft á þeirra sjálfstjórnarsvæði þ.e. "Peoples Republic" en kommúnistaríkin - - kölluðu sig ávalt "Alþýðulýðveldi."
- Ef þessar nafngiftir gefa vísbendingar - - þá er þetta sjálfstjórnarsvæði undir stjórn uppreisnarmanna - - með hugmyndir uppi um einhverskonar endurvakningu á eiginlegum kommúnisma. Fyrst að þeir nota "NKVD" nafnið -óformlega þó- á öryggissveitum sínum, gæti það verið nær því að vera endurvakning á - Stalínisma.
Ef það sé rétt lýsing á þeirra stjórnarháttum - - sé það ef til vill, ekki furðulegt. Að svo margir íbúa einmitt þess héraðs. Hafi flúið í Vestur frekar en í Austur.
Árétta að auki, að SÞ hefur birt alvarlegar ásakanir um brot á mannréttindum í þessu sjálfstjórnarsvæði, sem gæti einnig passað inn í þá heildarmynd, um það hvers slags öfgamenn stjórni þar. Ef einhver vill, get ég einnig komið fram með hlekk á þær ásakanir.
- Ef einhverjum finnst þessar útleggingar ósanngjarnar gagnvart uppreisnarmönnum í Donetsk - þá svari þeir því "af hverju supreme soviet" en ekki "duma" sem er það nafn sem maður mundi reikna með að væri valið á þing rússnesku mælandi þjóðernissinna? Það vantar þá skýringu þess, af hverju "supreme soviet" höfðaði frekar til þeirra.
Það virðist ljóst að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk, hafa ákveðið að -fram halda stríðinu
En skv. gagni SÞ, kemur fram að veruleg fjölgun flóttamanna sé í gangi. Og að hörð átök standi nú yfir - - á nokkrum svæðum í A-Úkrainu.
"The conflict is particularly intense in the vicinity of Donetsk and Luhansk cities, as well as Avdiyivka, Debaltseve, Slovyanoserbsk, Schastia, Stanitsa Luhanskaya and Zymohirya." - "Entering and exiting Crimea has also become more compli cated as railway and bus connections have stopped , and the movement of private vehicles is often restricted. There has been a substantial increase in the number of people crossing by foot or by taxi, which now provide services at higher prices than usual. Continuous monitoring is needed to understand the impact this can have on persons wanting to flee."
Eins og þarna kemur fram - virðast samgöngur að vera að "brotna niður" sem lýsir ástandi, sem hratt sé að verða sennilega afskaplega alvarlegt.
"Since August, Russia has sent 11 convoys, reportedly carrying 14.5 thousand tonnes of humanit arian assistance to areas of Donbas region controlled by non - state actors. The United Nations has kindly requested a full inventory of the assistance provided and data on distribution of material."
Þetta er áhugavert - því án óháðra upplýsinga um innihald þeirra bíla - er engin leið að útiloka að a.m.k. einhverju verulegu leiti hafi verið um "vopnasendingar að ræða."
Þannig að ásakanir stjórnarinnar í Kíev, séu á rökum reistar ef til vill.
Ég lít svo á að uppreisnarmann, hafi ákveðið að halda stríðinu áfram, vegna þess að þeir telja sig í sterkri hernaðarlegri stöðu til þess að vinna lönd
Ég bendi á, að friðartilboð Poroshenko forseta - var frekar rausnarlegt.
Poroshenko virðist bjóða uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, sjálfstjórn og fulla sakaruppgjöf!
"...the Ukrainian government submitted a draft law to Parliament on Monday that would grant special status to the breakaway Donetsk and Luhansk regions for three years."
- The main points include amnesty for those who participated in the events in those regions;
- the right to use Russian as an official language;
- the election of local councils;
- funds for social and economic development from the state budget;
- and the right to form local police forces. "
Skv. tilboðinu - átti sjálfstjórn svæða undir stjórn uppreisnarmanna vara í 3-ár, þegar gert var ráð fyrir að við tæki, fyrirkomulag sem um hefði samist.
Í þessu tilboði fólst ekki - varanleg sjálfstjórn. Heldur tímabundin sjálfstjórn og þátttaka í viðræðum, um varanlegt framtíðar fyrirkomulag á stjórnun Luhansk og Donetsk héraða, innan Úkraínu.
Gert ráð fyrir - auknu sjálfforræði - en ekki "fullri sjálfstjórn."
Kannski var það - ásteitingarsteinninn.
- Að Uppreisnarmenn - - telja sig svo hernaðarlega sterka.
- Að þeir þurfi ekki um neitt að semja, geti hrifsað til sín fulla sjálfstjórn með "vopnavaldi" auk þess að telja sig geta hrakið stjórnarherinn af þeim svæðum, sem þeir "vilja ráða yfir."
Ef Þetta er réttur skilningur - þá sé það ákvörðun uppreisnarmanna einfaldlega að halda átökum áfram.
Því þeir telja sig geta unnið sigur, með aðstoð Rússa -sem umdeilt er akkúrat hve mikil- en þó ómdeilt að er fyrir hendi.
Rússar kalla - þá vopnuðu einstaklinga er berjast með uppreisnarmönnum og eru rússneskir ríkisborgarar - - frjálsa einstaklinga er hafa ákveðið að eigin frumkvæði að berjast með uppreisnarmönnum.
Athygli vekur þó, að þeir séu A)Mjög vel vopnum búnir, B)Mjög vel þjálfaðir.
Það sé hæsta máta grunsamlegt, svo meir sé ekki sagt, að "frjálsir einstaklingar" geti komið yfir landamærin - - svo harðvopnaðir og svo þrautþjálfaðir.
- Mig grunar að það sé raunverulega satt - að um rússneska hermenn sé að ræða.
- Þó þeir fari um í einkennisklæðum - sem séu án merkinga.
- En það virðist einkenni beitingar rússlandsstj. í þessum átökum á liði, að senda liðsveitir á vettveng "ómerktar" Rússlandi. Og síðan afneita því, að liðsmenn sem líti að öllu öðru leiti út eins og liðsmenn rússn. hersins - séu það.
- Sumir eru farnir að kalla þetta "hybrid warfare" þ.e. að Rússar séu að beita "skæruliða-taktík." En með eigin liðssveitum.
- Eins og þeir séu að teigja á skilgreiningunni á þátttöku í stríði.
Niðurstaða
Það sem er að gerast eða virðist að gerast, var eitt af því sem ég óttaðist er ég ræddi um það hvað gæti gerst á þessu ári.
En það virðist ljóst að Rússland er í djúpri kreppu - vegna olíuverðslækkunarinnar og vegna refsiaðgerða NATO landa. Talið er að óbreyttu, geti Rússland orðið greiðsluþrota 2016. Standard&Poors, lækkuðu um daginn lánshæfi Rússlands niður í rusl flokk.
Ein af þeim viðbrögðum sem ég óttaðist, var að Pútín mundi - - bregðast við kreppunni heima fyrir. Með því, að herða átökin í A-Úkraínu. Í stað þess að draga í land, mundi hann - auka áhættuna, kannski í von um að það leiði til þess að NATO lönd bakki.
Önnur ástæða getur verið, að nota stríðið til þess, að beina sjónum almennings í Rússlandi, frá krepputali innan Rússlands - frá því að hugsa um versnandi kjör heima fyrir.
Auðvitað er ekki algerlega fullvíst að Pútín stjórni svæðum uppreisnarmanna, en hafandi í huga að þeir eiga tilverugrundvöll sinn sem stjórnendur þeirra svæða sem þeir í dag ráða yfir - algerlega undir Pútín komið. Á ég erfitt með að trúa því, að þeir hlíði ekki skipunum Pútíns um tilhögun átaka.
Aðildarþjóðir ESB a.m.k. fyrir utan Ungverjaland og nýja stjórn Grikklands - - virðast sama sinnis. Og umræða er nú uppi - - um stórhertar refsiaðgerðir.
- Með öðrum orðum, stefni í sennilega ákaflega hörð átök í Úkaínu.
- Og frekari versnun samskipta Rússlandsstjórnar og aðildarlanda ESB, og Bandaríkjanna.
- Það mundi ekki koma mér á óvart, að NATO þjóðir - bregðist við harðnandi átökum, með því að - - hefja vopnasendingar til Kíev stjórnar. En hingað til, hefur NATO ekki sent Úkraínustjórn vopn. Þó langsamlega flest bendi til þess, að Rússlandsstjórn vopni uppreisnarmenn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.1.2015 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2015 | 22:34
Tveir flokkar sem vilja lækkun skulda Grikklands - mynda ríkisstjórn
Já, Alexis Tsipras er þegar búinn að mynda ríkisstjórn, það áhugaverða er - - að hann myndar hana með "hægri flokknum" -Sjálfstæðir Grikkir.- Þ.e. áhugavert val, því "Sjálfstæðir Grikkir" eins og nafnið bendir til - - er þjóðernissinnaður flokkur.
En á sama tíma -og það er örugglega límið í stjórninni- hefur formaður þess flokks, eins og Alexis Tsipras, þá kröfu efst á stefnuskrá síns flokks - - > Að krefjast lækkunar skulda Grikklands.
Sjálfsagt er flokkurinn -Sjálfstæðir Grikkir- um margt líkur Framsóknarflokknum íslenska.
Þetta er hópur, sem klauf sig á sl. kjörtímabili frá megin hægri flokk Grikklands, vegna ósættis við stefnu "Nýs Lýðræðis" eins og sá flokkur heitir - - hvað skuldamál Grikklands varðar, og ekki síður þá stefnu - að skera niður, í stað þess að stefna að minnkun atvinnuleysis og fókusa á að auka hagvöxt sem fyrst.
After Victory at Greek Polls, Alexis Tsipras Is Sworn In and Forms Coalition Government
Panos Kammenos -til vinstri- og Alexis Tsipras -til hægri-
Þessi stjórnarmyndun gerir bersýnilega að engu vonir Evrópuríkja, að hugsanlega væri Alexis Tsipras ekki alvara með kröfurnar um lækkun skulda Grikklands
En hafandi í huga, að fyrir utan þessa megin stefnu - - á róttækur vinstri flokkur Tsipras, og hægri flokkur Kammenos - - > Sennilega nánast ekki neitt sameiginlegt.
Þá er það algerlega ljóst, að lækkun skulda Grikklands - verður megin áhersla ríkisstjórnarinnar næstu mánuði.
- Þ.e. alveg rökrétt að ætla, að skuldir Grikkland séu það háar, að þær muni næstu ár að óbreyttu - hafa hagvaxtar lamandi áhrif á landið. Þannig að þær geti þróast yfir í að vera skulda ánauð fyrir land og þjóð.
- En að öllu óbreyttu, þá þarf landið a.m.k. 4,5% að þjóðarframleiðslu afgang af ríkisútgjöldum - - þrátt fyrir að vextir hafi verið lækkaðir mikið á sínum tíma, og skuldir lengdar.
- Þetta mundi þurfa að vera viðvarandi ástand, er halda mundi aftur af getu ríkisins til þess að standa undir félagslegum útgjöldum - nk. áratugi.
- Þ.s. afgangur er í dag ekki meiri en ca. 1,5% af þjóðarframleiðslu, þá felur það í sér þörf fyrir verulegar viðbótar útgjalda lækkanir - - ef hagvöxtur sem spáð er næstu ár, birtist ekki. En það verður að teljast ástæða að ætla að sú forsenda að hagvöxtur á Grikklandi nk. ár verði sá mesti í ESB - - sé bjartsýn forsenda.
- Þ.e. ástæða að ætla, að fyrir bragðið - - skorti möguleika á pólit. samstöðu í Grikklandi, til þess - - að standa við skuldaprógrammið.
Og auðvitað niðurstaða kosninganna - - ber þess öll merki.
Kjósendur hafa gert uppreisn.
Á sama tíma, er augljóst gríðarleg tregða meðal annarra aðildarríkja ESB, til þess að lækka skuldir Grikklands
Eins og Gideon Rachman bendi á: Europe cannot agree to write off Greeces debt.
En hann bendir á, að það séu sterkar vísbendingar uppi - að pólitískt ómögulegt sé fyrir mörg aðildarríkjanna - að samþykkja einhverja umtalsverða lækkun skulda Grikklands.
- En hann bendir á annað sem a.m.k. er tæknilega mögulegt - - að greiðslum af skuldum Grikkland sé unnt að fresta frekar.
- Að tæknilega sé unnt, að miða síðan greiðslur Grikkland við það - - þegar sjálfbær hagvöxtur raunverulega birtist í Grikklandi.
- Þá erum við að tala um - - greiðslufrystingu.
Þetta hef ég sjálfur nefnt - - t.d. 8.11.2012 Grikkland gjaldþrota þann 16/11 nk?
- Þá lagði ég einmitt til - frystingu greiðsla Grikklands.
- Að eftir að sjálfbær hagvöxtur hefst - væri tekin ákvörðun um það, að hvaða leiti Grikkland mundi raunverulega greiða af sínum skuldum.
- En það geti ekki legið fyrir - - fyrr en hagvöxtur er hafinn. Hver greiðslugeta Grikklands raunverulega er.
En þetta gæti verið tæknilega möguleg lausn - - þ.e. að fresta þeirri formlegu ákvörðun að skera af eða lækka frekar skuldir Grikklands.
Setja Grikkland í greiðslufrystingu í óákveðinn tíma, sem mundi ákvarðast af - - hagvaxtarstöðu landsins, og því að hvaða marki það væri að rétta við sér.
Lán væru þá "in effect" víkjandi.
Tæknilega þyrfti ekki að ákveða strax - hvað er skorið mikið niður. Né hvaða lán.
Niðurstaða
Þetta sagði ég 8.11.2012 - "Réttast væri, að setja landið í algera frystingu skulda eða greiðslustöðvun. Láta þá stöðvun eða frystingu vara einhver ár.
Gefa landinu, þjóðinni, hagkerfinu - tíma til að ná andanum. Og endurskipuleggja sig.
Einungis eftir að sú endurskipulagning væri komin á rekspöl, væri hugsanlega unnt að sjá út líklega framtíðar greiðslugetu Grikklands."
Ég held enn, að þetta sem ég lagði til þá - geti verið skársta lausnin á málinu, því þá þurfi ekki að ákveða strax að formlega skera skuldir landsins niður.
Sennilega hafi Gideon Rachman rétt fyrir sér, að slík formleg ákvörðun sé ómöguleg fyrir margar aðildarþjóðir - vegna innan lands pólitískrar afstöðu flokka.
En kannski væri unnt að taka þá ákvörðun, að setja Grikkland í formlegt greiðslustöðvnar ferli - síðan sé ákvörðun tekin síðar um greiðlur Grikklands, þegar raunveruleg greiðslugeta Grikklands birtist - - er sjálfbær hagvöxtur kemur fram.
En einungis þegar hver sá verði - - er komið í ljós. Verði mögulegt að raunverulega vita, hver framtíðar greiðslugeta Grikklands raunverulega er.
Þ.e. raunveruleg reynsluþekking - - ekki getgátur!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2015 | 00:28
Alexis Tsipras leiðtogi Syriza flokksins virðist hafa unnið stóran kosningasigur í þingkosningunum í Grikklandi
Eftir að 76% atkvæða höfðu verið talin, er Syriza flokkurinn kominn með 149 þingsæti af 300, vantar einungis 2-þingmenn til að ná meirihluta. Þeir gætu enn birst þegar talning verður kláruð. Eða að Syriza fær með sér einhvern þeirra smáflokka er náðu inn á þing.
Greek leftist leader Tsipras claims victory over austerity
Anti-Austerity Party Wins Decisive Victory in Greece
Syriza win issues challenge to Europe
- Syriza 36,2%
- New Democracy 28%
- Golden Dawn 6,3%
Innanríkisráðuneytið á Grikklandi, telur líklegt að Tsiprast nái 150 þingmönnum.
- "The Interior Ministry said that its projections show Syriza gaining 150 of the 300 seats in parliament one short of the majority it needs to govern alone."
Tsipras - "Greece leaves behinds catastrophic austerity, it leaves behind fear and authoritarianism, it leaves behind five years of humiliation and anguish," - Greece will now move ahead with hope, and reach out to Europe, and Europe is going to change, - The verdict is clear: We will bring an end to the vicious circle of austerity.
Það virðist afar líklegt - að Tsipras finni þann eina þingmann eða þá 2 - sem hann vantar upp á hreinan meirihluta.
- "Negotiations are likely to begin immediately and both Panos Kammenos, the leader of the small Independent Greeks party and Stavros Theodorakis, head of the centrist To Potami party, said they would be willing to support an anti-bailout government."
Tsipras hefur lofað því að - - meira fé verði varið til velferðarmála, til að milda þá gríðarlegu fátækt sem aukist hefur á Grikklandi - síðan kreppan þar hófst.
Og hann hefur lofað því, svo hann geti aukið fé til velferðarmála, að geta atlögu að því að - fá skuldir Grikklands lækkaðar.
- Ég er handviss um að mjög margir muni fylgjast mjög náið með því, hvernig atlögu Tsipras að því, að endursemja um skuldir Grikklands verður tekið.
- Eftir allt saman er Grikkland ekki eina ríkið í skuldavanda, en hann er þó verstur í tilviki Grikklands, þ.e. ca. 177% af þjóðarframleiðslu.
- Á sama tíma að gríska hagkerfið, er eitt það veikasta í Evrópu. Sérstaklega, er útflutningshluti hagkerfis Grikkja - - lítiðfjörlegt. Og það þarf að standa undir því að greiða af þessum skuldum.
- Það hefur fj. hagfræðinga mælt með því, að lækka skuldir Grikklands. Enda eru þær eins háar í dag hlutfallslega, og þær voru er síðast var skorið af skuldum Grikklands.
Það þarf líka að hafa í huga, að fylgi við jaðarflokka fer vaxandi í Evrópu.
Einmitt vegna óánægju kjósenda með stöðu mála, þ.e. velferðarniðurskurð, vaxandi launabil, og atvinnuleysi.
Vandinn er einungis einna verstur á Grikklandi, ekki það að hann sé ekki til staðar víðar.
- Ég sá t.d. nýlega þá skýringu, að svo mikið væri gagnkvæmt hatur stuðningsmanna megin vinstri flokks Frakklands, og megin hægri flokks Frakklands. Að ef Sarkozy nær í gegnum fyrstu umferð forsetakosninga, en Hollande ekki. Þá væri líklegar að vinstri menn kjósi Marine Le Pen. Og öfugt að ef Hollande nær inn í 2-umferð, en Sarkozy ekki. Þá væri líklegar að stuðningsmenn Sarkozy kjósi Marine Le Pen heldur en Hollande.
Ég veit ekki hvort þetta er rétt - - en vegna þess að það eru Sarkozy og Hollande, sem eru hennar megin keppinautar - - þá virðist allt í einu mjög raunhæfur möguleiki að Marine Le Pen verði forseti Frakklands 2017.
Punkturinn er sá, að leiðtogar Evrópu þurfa að skoða sinn gang, ef ekki er unnt að milda óánægju kjósenda - - þá getur stefnt í það að hugsanlega hættuleg öfgastefna nái völdum, og það hugsanlega í fleira en einu aðildarríkja ESB.
Þeir hafa nú ef til vill visst tækifæri til þess - nú þegar Tsipras hefur náð kjöri í Grikklandi, að endurhugsa málin.
Niðurstaða
Það virðist algerlega öruggt að Alexis Tsipras sé næsti forsætisráðherra Grikklands. Tsiprast ætlar að halda Grikklandi í evrunni. En spurning hvort hann fær það? En hann hefur vonir grískra kjósenda nú á sínum herðum. Og ef hann getur ekki staðið við stóru orðin - - gætu grískir kjósendur virkilega snúið sér næst að, ný nasistum í Gullinni Dögun.
Þ.e. einnig atriði sem leiðtogar Evrópu þurfa að íhuga.
Evrópa hefur ekki þann valkost að búa ekki með Grikklandi sem nágranna.
En þeir geta ef til vill valið hvernig granni Grikkland verður.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2015 | 20:07
Mikill mannlegur harmleikur gæti verið framundan í A-Úkraínu
Ef marka má yfirlýsingar ráðamanna í svolölluðu "Donetsk People's Republic" eða forsvarsmanna uppreisnarmanna í Donetsk héraði - þá er hafin allsherjar árás á hafnarborgina Mariupol á strönd Azovshafs.
Pro-Russian rebels attack key port, Ukraine says at least 30 dead
Alexander Zakharchenko - "Today an offensive was launched on Mariupol. This will be the best possible monument to all our dead," - "Russia's RIA news agency quoted rebel leader Alexander Zakharchenko as saying at a memorial ceremony in the separatist-held city of Donetsk." - "He said the separatists also planned to encircle Debaltseve, a town north-east of Donetsk, in the next few days, Interfax news agency quoted him as saying."
Ukraine separatists in deadly rocket attack on Mariupol - "At least 30 people were killed and nearly 100 injured after a residential neighbourhood of Mariupol came under rocket attack on Saturday..." - "...as fighting escataled."
Sú borg er "hafnarborg Donetsk héraðs" og þannig séð, er það skiljanlegt að uppreisnarmann - - vilji ná henni á sitt vald. Eftir allt saman, væri þá umráðasvæði uppreisnarmanna í Donetsk þá orðið að mun viðráðanlegri efnahagslegri einingu.
Á hinn bóginn, ræður her Kíev stjórnar þar í borg.
Og hitt, að ca. helmingur 500þ. íbúa borgarinnar eru Úkraínumenn.
Ef marka má viðbrögð íbúa þar sl. sumar, þá styðja úkrínskumælandi íbúa Mariupol, stjórnarherinn af ráðum og dáð - - en á sl. ári náðu blaðamenn myndum af íbúum aðstoða herinn við það verk, að grafa skotgrafir og önnur varnarvígi.
- Punkturinn er sá, að árás á þessa borg - - getur leitt til mikils blóðbaðs.
Þegar íbúarnir eru líklegir til að klofna í fylkingar með eða móti, bardagar á götum gætu því orðið mjög bitrir og mannskæðir, þegar íbúar blandast í málið - sem virðist líklegt við slíkar aðstæður.
Árás á borgina, gæti einnig ýtt undir það, að átökin í Úkraínu - - þróist yfir í að vera allsherjar borgarastríð milli úkraínsku- og rússneskumælandi íbúa landsins.
Niðurstaða
Þó fréttir virðist óljósar, þá virðist fréttir benda til þess að yfirlýsingar leiðtoga uppreisnarmanna í Donetsk héraði frá því fyrir viku, þess efnis að "Donetsk People's Republic" væri hætt sáttaumleitunum við stjórnvöld í Kíev, og hefði þess í stað - ákveðið að "halda stríðsátökum áfram" - - að þær yfirlýsingar séu á rökum reistar.
En í þessari viku hefur her Kíev stjórnarinnar, komið undir árásir uppreisnarmanna í Donetsk héraði að því er best verður séð - - á breiðri víglínu.
Og árás á Mariupol, en her uppreisnarmanna hefur verið skammt frá þeirri borg síðan í júlí sl. - - er að mínu mati alveg sérdeilis hættuleg aðgerð.
Vegna þess, hve stórt flóttamannavandamál getur við það orðið til, ef megin hluti úkrínskumælandi ca. kvart milljón, neyðist til að leggja á flótta.
-------------------
Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency
- "The fighting in eastern Ukraine this year has internally displaced over half a million people..."
- "William Spindler said that the fighting has also forced over two hundred thousand Ukrainians to flee to Russia and other neighbouring countries."
-------------------
Skv. tölum SÞ - - þá hefur flóttamannastraumur fram að þessu verið - - að stærri hluta inn á svæði undir stjórn Úkraínuhers, þ.e. ca. 500.000 flóttamenn. Meðan að ca. 200.000 hafa leitað til Rússlands frá A-Ukraínu skv. tölum Sþ. frá desember.
Bardagar um Mariupol, gætu einnig "margfaldað mannfall" í átökum - - miðað við fram að þessu.
En heildar mannfall hingað til er nærri 5.000. En ég get vel séð fyrir mér, að borgaraátök milli fylkinga í Mariupol, gætu leitt a.m.k. 20.000 í valinn.
Hafandi í huga að ef þ.e. rétt að 500þ. ca. íbúatala skiptist 50/50.
Þá miða ég t.d. við það blóðbað er sást í Beirút þegar borgaraátök voru í Lýbanon á sínum tíma.
- Mikið mannfall í Mariupol - - mundi að sjálfsögðu, leiða til mikilla æsinga innan Úkraínu, og geta skapað átök milli íbúa í S-Úkraínu þ.s. víðast hvar hafa héröð þar á bilinu 20% - 40% hlutfall rússnesku mælandi íbúa.
Í kjölfarið gæti stríðið þróast yfir í almenn borgaraátök þ.s. S-hl. landsins gæti meira eða minna allur logað.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 871085
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar