Alexis Tsipras leiðtogi Syriza flokksins virðist hafa unnið stóran kosningasigur í þingkosningunum í Grikklandi

Eftir að 76% atkvæða höfðu verið talin, er Syriza flokkurinn kominn með 149 þingsæti af 300, vantar einungis 2-þingmenn til að ná meirihluta. Þeir gætu enn birst þegar talning verður kláruð. Eða að Syriza fær með sér einhvern þeirra smáflokka er náðu inn á þing.

Greek leftist leader Tsipras claims victory over austerity

Anti-Austerity Party Wins Decisive Victory in Greece

Syriza win issues challenge to Europe

Head of radical leftist Syriza party Tsipras speaks after winning elections in Athens, January 25, 2015. REUTERS/Marko Djurica

  1. Syriza 36,2%
  2. New Democracy 28%
  3. Golden Dawn 6,3%

Innanríkisráðuneytið á Grikklandi, telur líklegt að Tsiprast nái 150 þingmönnum.

  • "The Interior Ministry said that its projections show Syriza gaining 150 of the 300 seats in parliament — one short of the majority it needs to govern alone."

Tsipras - "Greece leaves behinds catastrophic austerity, it leaves behind fear and authoritarianism, it leaves behind five years of humiliation and anguish," - “Greece will now move ahead with hope, and reach out to Europe, and Europe is going to change,” - “The verdict is clear: We will bring an end to the vicious circle of austerity.”

Það virðist afar líklegt - að Tsipras finni þann eina þingmann eða þá 2 - sem hann vantar upp á hreinan meirihluta.

  • "Negotiations are likely to begin immediately and both Panos Kammenos, the leader of the small Independent Greeks party and Stavros Theodorakis, head of the centrist To Potami party, said they would be willing to support an anti-bailout government."

Tsipras hefur lofað því að - - meira fé verði varið til velferðarmála, til að milda þá gríðarlegu fátækt sem aukist hefur á Grikklandi - síðan kreppan þar hófst.

Og hann hefur lofað því, svo hann geti aukið fé til velferðarmála, að geta atlögu að því að - fá skuldir Grikklands lækkaðar.

  1. Ég er handviss um að mjög margir muni fylgjast mjög náið með því, hvernig atlögu Tsipras að því, að endursemja um skuldir Grikklands verður tekið.
  2. Eftir allt saman er Grikkland ekki eina ríkið í skuldavanda, en hann er þó verstur í tilviki Grikklands, þ.e. ca. 177% af þjóðarframleiðslu.
  3. Á sama tíma að gríska hagkerfið, er eitt það veikasta í Evrópu. Sérstaklega, er útflutningshluti hagkerfis Grikkja - - lítiðfjörlegt. Og það þarf að standa undir því að greiða af þessum skuldum.
  4. Það hefur fj. hagfræðinga mælt með því, að lækka skuldir Grikklands. Enda eru þær eins háar í dag hlutfallslega, og þær voru er síðast var skorið af skuldum Grikklands.

Það þarf líka að hafa í huga, að fylgi við jaðarflokka fer vaxandi í Evrópu.

Einmitt vegna óánægju kjósenda með stöðu mála, þ.e. velferðarniðurskurð, vaxandi launabil, og atvinnuleysi.

Vandinn er einungis einna verstur á Grikklandi, ekki það að hann sé ekki til staðar víðar.

  • Ég sá t.d. nýlega þá skýringu, að svo mikið væri gagnkvæmt hatur stuðningsmanna megin vinstri flokks Frakklands, og megin hægri flokks Frakklands. Að ef Sarkozy nær í gegnum fyrstu umferð forsetakosninga, en Hollande ekki. Þá væri líklegar að vinstri menn kjósi Marine Le Pen. Og öfugt að ef Hollande nær inn í 2-umferð, en Sarkozy ekki. Þá væri líklegar að stuðningsmenn Sarkozy kjósi Marine Le Pen heldur en Hollande.

Ég veit ekki hvort þetta er rétt - - en vegna þess að það eru Sarkozy og Hollande, sem eru hennar megin keppinautar - - þá virðist allt í einu mjög raunhæfur möguleiki að Marine Le Pen verði forseti Frakklands 2017.

Punkturinn er sá, að leiðtogar Evrópu þurfa að skoða sinn gang, ef ekki er unnt að milda óánægju kjósenda - - þá getur stefnt í það að hugsanlega hættuleg öfgastefna nái völdum, og það hugsanlega í fleira en einu aðildarríkja ESB.

Þeir hafa nú ef til vill visst tækifæri til þess - nú þegar Tsipras hefur náð kjöri í Grikklandi, að endurhugsa málin.

 

Niðurstaða

Það virðist algerlega öruggt að Alexis Tsipras sé næsti forsætisráðherra Grikklands. Tsiprast ætlar að halda Grikklandi í evrunni. En spurning hvort hann fær það? En hann hefur vonir grískra kjósenda nú á sínum herðum. Og ef hann getur ekki staðið við stóru orðin - - gætu grískir kjósendur virkilega snúið sér næst að, ný nasistum í Gullinni Dögun.

Þ.e. einnig atriði sem leiðtogar Evrópu þurfa að íhuga.

Evrópa hefur ekki þann valkost að búa ekki með Grikklandi sem nágranna.

En þeir geta ef til vill valið hvernig granni Grikkland verður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband