7.8.2015 | 00:17
Þá er sagan um tilraun Rússa til að kaupa 2-öflug herskip frá Frakklandi loksins á enda
Samningur Rússa um sölu á 2-stykkjum af: Mistral-class amphibious assault ship - eða innrásarskipa, er loks kominn á þann enda punkt. Að samið hefur verið um formleg slit á kaupum. Og Frakkar hafa endurgreitt - - skv. rússneskum fjölmiðlum. Upphæð sem hleypur á 1,3 milljörðum Dollara.
Canceling Deal for 2 Warships, France Agrees to Repay Russia
Það er ekkert sérlega furðulegt, að fyrirhuguð sala á þessum skipum - hafi vakið mikla andstöðu innan NATO. Enda eru þetta ekkert nein smáræðis skip, 21 þúsund tonna flykki, og Svarta-hafs floti Rússa hefði orðið verulega öflugri við það að fá þau.
Takið eftir skrúfubúnaðinum - skrúfurnar eru á bómu sem getur snúist. Það gerir þau snör í snúningum miðað við stærð. Skrúfurnar eru sjálfar knúnar með rafmótorum. Aðalvélar framleiða þá strauminn fyrir þá rafmótora.
- En þ.e. geta þessara skipa til að flytja verulegt herlið, upp að strönd - allt að 900 manns hvort.
- Sem síðan geta farið frá borði, á hraðskreiðum láðs og lagar farartækjum, um stóra skutrennu - alla leið upp á land.
- Um væri að ræða þrælvopnað herlið, því skipin geta flutt allt að 40-skriðdreka á stærð við M1 Abrahams. Og flutt þá á land með sínum öflugu láðs og lagar farartækjum.
- Svo má ekki gleyma á bilinu 16-35 árásarþyrlur, fer eftir stærð þeirra, er mundu geta stutt innrásina með skot- og eldflaugaárásum, auk þess að hafa getu til að setja niður á jörð á lykilstaði, fámenna herflokka.
Rússneskur herforingi á að hafa sagt, að ef Rússar hefðu haft þessi skip - þegar stutt stríðsátök urðu milli Rússlands og Georgíu. Hefðu Rússar getað bundið endi á þau, á nokkrum mínútum.
Það hafa eflaust flogið uppi margvíslegar pælingar um það, hvaða not Rússar hefðu í huga. En t.d. varðandi deilur um Úkraínu - - virðist mér þessi skip sennilega geta flutt nægan liðsstyrk til þess. Að snöggt strandhögg, gæti tekið t.d. borgina Odessa.
Það er þessi geta - - að geta sent herlið á land nánast hvar sem er, hvenær sem er - af sjó.
Sem þessi skip veita - - og út frá því ætti að skiljast sú harða andstaða við þessa fyrirhuguðu sölu, sem spratt upp meðal annarra NATO ríkja.
Tæknilega að sjálfsögðu er mögulegt fyrir Rússa að smíða sambærileg skip
En það yrði sennilega gríðarlega miklu mun kostnaðarsamara, en það hefði verið að kaupa þessi 2-Mistral Class skip. En það þarf að muna, að þó svo að Sovétríkin hafi smíðað enn stærri skip en þetta, allt að 50 þúsund tonna flugmóðurskip - undir blálok Kalda-Stríðsins.
Þá hefur Rússland eftir 1991, ekki smíðað neitt stærra heldur en - - tundurspilla. Svona 5-6 þúsund tonna skip.
Vandinn sé að stóru stöðvarnar hafa fengið að grotna, alger viðhaldsskortur á þeim stöðum þ.s. stærri skip voru áður fyrr smíðuð, þíði að fyrst þurfi þá að verja miklu fjármagni til að - - lagfæra þær stöðvar og þá slippi.
Mig grunar að það mundi verða dýrasti hluti þess, ef Rússar væru raunverulega að pæla í að smíða eitthvað sambærilegt.
Og þ.e. ekki eins og það sé endilega - - fyrsta forgangsmál hjá Rússum. Í ljósi þess að eitt og annað er enn í ólagi hjá þeim.
Þeir eru enn með - tiltölulega lélegt vegakerfi. Og sama gildir um lestakerfi. Mér skilst að heilbrigðis kerfið sé ekkert húrra heldur. Og enn er það svo, að meðal aldur Rússa er verulega undir Evrópu meðaltalinu - sem og heilbrigðis ástand almennt.
Ég þarf vart að nefna, fólksfækkun - sem sé sú hlutfallslega mesta hjá nokkurri Evrópuþjóð. Lítið virðist hafa verið gert af hálfu stjórnvalda í Rússlandi, til að snúa þeirri öfugþróun við.
- Virði rússneska hagkerfisins mælt í Dollar er -skilst mér- minna en Dollar virði ítalska hagkerfisins.
- Og Rússland viðheldur ca. milljón manna herstyrk - þó megnið af þeim hertólum séu gömul og úrelt frá Kalda-Stríðinu.
- Rússneski herinn hafi þó úrvalssveitir með nýlegum hertólum. Það sé einungis hluti hersins. Kannski allt að 200þ.
- Rússneski herinn hefur þó sýnt - sl. ár, getu til að færa til liðsstyrk allt að 400þ. í risastórum æfingum.
- Þó mikið af hernum sé sennilega úreltur tæknilega, virðist þjálfunarstandard a.m.k. sæmilega góður - miðað við sýnda getu á heræfingum.
Það er sennilega ástæða þess, af hverju Pútín - talar reglulega um kjarnavopn Rússlands. Vegna þess að hann veit að rússneski herinn - - hefur veikleika.
Niðurstaða
Rússland fær þá ekki 2-ákaflega öflug innrásarskip í Svarta-hafs flota sinn. Skv. fréttum gæti það reynst erfitt fyrir Frakka að selja þessi skip til 3-aðila. Nema að þeir sennilega slái mikið af verðinu - - þ.e. líklega mikið lægra en 1,3 milljarðar Dollara samanlagt.
Einhver erlendur floti getur þá fengið þessi öflugu skip - á spott prís.
Kannski að Indland kaupi þau - þó Indverjar hafi verið að segja, að öll skip þurfi að smíða á Indlandi, gætu þeir freystast að kaupa þessi tilteknu 2-á niðursettu verði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2015 | 00:20
Ég hef lengi haft þá trú, að afgæpavæðing vændis, sé líklega besta leiðin til að útrýma kynlífsþrælkun
Það hafa borist fréttir af því að áhugaverð tillaga um afstöðubreytingu Amnesti International gagnvart vændi verði tekin fyrir á fundi í Dublin í apríl 2016. Ekki er vitað nákvæmlega innihald tillögu þeirrar sem liggur fyrir þeim fundi - en það virðast hafa orðið lekar á skjalinu, spurst út a.m.k. hluti efnis þess - - og þeir aðilar sem berjast fyrir -boðum og bönnum- eru að sjálfsögðu í verulegum ham, út af þessu!
Amnesty International Considers Pushing for Decriminalization of Prostitution
evidence that the criminalization of adult sex work can lead to increased human rights violations against sex workers.
Meginfókusinn - hlýtur að vera á ástand þess fólks sem stundar vændi!
Eins og flestir vita, hefur vændi verið stundað í árþúsundir - í reynd fylgt mannkyni alla tíð frá því að fyrstu siðmenningar rísa.
Í gegnum aldirnar hafa ótal tilraunir verið gerðar til að - banna eða með einhverjum hætti takmarka þessa starfsemi - - > Án nokkurs verulegs árangurs, ef maður miðar árangur við það markmið, að útrýma vændi.
- Gjarnan hefur fókusinn verið á að - - refsa vændiskonunum sjálfum.
- Sem ég tek undir með sérhverri -kvenréttindakonu- að sé ákaflega óeðlileg nálgun.
Þær hafa lagt til að - - refsa kaupendunum í staðinn.
Ég skal a.m.k. samþykkja, að ef þú vilt -refsingar yfir höfuð- sé það mun heppilegri nálgun.
Enda séu -vændiskonur- og -karlar- með réttu í ákaflega mörgum tilvikum, fórnarlömb.
Gríðarleg mannvonska þrífst í vændis-iðnaðinum, og alltaf hefur.
Aftur á móti hef ég ekki trúa á þeirri leið, að -refsa kúnnunum- ef markmiðið er að bæta aðstæður þeirra sem starfa við vændi!
Kannski, er suma enn að dreyma um -að útrýma vændi. En allar tilraunir til slíks, hafa brugðist. Og ég er handviss, að það sé algerlega þíðingarlaust að vonast til þess. Að sú stund komi nokkru sinni, að vændi hverfi.
- Ég er þeirrar skoðunar, og tek undir sjónarmið -sem komið hafa frá frönskum vændiskonum- en þar er víst umræða um það að taka upp svipaða löggjöf og t.d. í Svíþjóð og á Íslandi, að beina refsingum að kúnnum.
- Að megin áhrif þess, séu sennilega þau - - að auka hættuna fyrir þá sem starfa við vændi. Auka líkur þess, að þar fari fram -mannsal- og -skipulagt þrælahald- og ekki síst, auka líkur þess -að meðferð þeirra sé ákaflega grimm og jafnvel lífshættuleg.-
- Mig grunar að gögn sem eiga að styðja þá röksemd, að lögin séu að virka m.a. frá norskum rannsóknum - - sýni fyrst og fremst, að vændi hafi farið dýpra undir yfirborðið. Sé mun betur falið.
- Þannig sé það síður sýnilegt, rannsakendum.
- Mig grunar að -morð á vændiskonum séu þá tíðari- -þær séu enn líklegri að vera hjálparlaus fórnarlömb glæpamanna.- Öfug áhrif miðað við markmið baráttufólks.
Ég skil vel, að góðviljað fólk, vill hjálpa því fólki sem er sannarlega í mörgum tilvikum fórnarlömb glæpamanna - - en ég tel að besta leiðin til þess, sé lögleiðing!
- Lögleiðing má að sjálfsögðu ekki vera án skilirða, en ég geri ráð fyrir að -lögleiðing- mundi fela í sér -skilgreiningu á því- hvað telst vera -lögleg vændisstarfsemi.-
- Með öðrum orðum, að -annars sé hún ólögleg.- Og megi handtaka hvern þann, sem á viðskipti við starfsemi er ekki starfar í samræmi við lögin.
- Það felur í sér - að ég er að tala um að -skilgreina skilyrði sem lögleg starfsemi þarf að uppfilla svo hún teljist lögleg.-
- Ég er að tala um, heilbrigðisvottorð.
- Ég er að tala um, eftirlit.
- Ég er að tala um, starfsfólk þurfi að fara í læknis-skoðun skv. einhverju eðlilegu millibili, sem verður komist að niðurstöðu um.
- Eðlilegar reglur um starfs-aðstöðu.
- Starfsemin borgi skatta.
- Þeir sem starfa, séu skráðir að sjálfsögðu, og ef um er að ræða formlegt vændishús, þá þurfi það m.a. að uppfilla reglur t.d. um -lögleidd lágmarkslaun.-
Ég er í raun og veru að tala um, að skilgreint verði - - öruggt starfsumhverfi. Þeir sem starfi við þetta - - séu skráðir til vinnu. Þetta lúti því öllum eðlilegum - - vinnuverndarsjónarmiðum.
Hví ekki - - að það sé til staðar, verkalýðsfélag.
Að vændisfólk - - geti komið fram formlega, og barist fyrir réttindum sínum.
Hver veit hvað gerist, ef vændið kemur allt upp á yfirborðið.
Punkturinn er auðvitað sá, að þegar búið er að skapa öruggt umvherfi og heilsusamlegt, ásamt nægu eftirliti!
Þá er rökrétt, að kúnnarnir leiti til - öruggu vændishúsanna.
Eða þeirra vændiskvenna - sem hafa ákveðið að skrá sig og starfa undir eigin kennitölu. En þurfa þá einnig að lúta reglum um eftirlit - - vændishús verða þá -rekstraraðilar.-
- En til þess að dæmið gangi sem best upp.
- Þarf óskráð vændi áfram að vera -ólöglegt.-
- Og unnt að handtaka kúnna sem leita til -óskráðra aðila.-
Þá vænti ég þess, að skapist sterkar hvatir meðal þeirra sem vilja kaupa vændi - - að leita til skráðra og þar með öruggra aðila.
Bæði vegna þess, að kúnnarnir sjálfir eru öruggari með sína eigin heilsu.
En einnig vegna þess, að þá eiga þeir ekki á hættu að vera handteknir.
- Þá vil ég meina, að vændi rekið af glæpamönnum, tapi sínum kúnnahópi.
- Þannig leggist af smám saman starfsemi, sem rekin sé með þeim hætti að vændiskonum sé haldið nauðugum.
Eftir verði einungis sú starfsemi, sem bjóði upp á vændi í boði þeirra, sem sjálfir eða sjálfar taka þá -frjálsu ákvörðun- að stunda vændi.
Og veita slíkt sem þjónustu.
Niðurstaða
Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um að lögleiða vændi án djúprar umhugsunar og vendilegrar skoðunar. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja hagsmuni þeirra sem stunda vændi. Að lágmarka líkur þess að fólk sem stundar vændi -sé í nauðung í höndum glæpamanna- þ.s. það fólk líður hina verstu vist, með gjarnan ákaflega alvarlegu ofbeldi - jafnvel að vera myrt.
Að binda endi á skipulagt þrælahald í tengslum við vændi.
Mig grunar að þeim markmiðum sé ef til vill best náð, með vendilega íhugaðri lögleiðingu af því tagi sem ég fjalla um að ofan!
Kv.
Fyrirtækið Markit birti svokallaða -innkaupastjóra-vísitölu- fyrir gríska iðnframleiðslu. Ég get ekki sagt að tölurnar komi sérdeilis á óvart. En það er gersamlega augljóst - að núverandi ástand í Grikklandi, að bankarnir hafa verið lokaðir í 5-vikur samfellt.
Er morðtilræði við gríska einka-hagkerfið.
Markit Greece Manufacturing PMI
July saw factory production in Greece contract sharply amid an unprecedented drop in new orders and difficulties in purchasing raw mate rials. The headline seasonally adjusted Markit Greece Manufacturing Purchasing Managers Index®( PMI ® ) a single - figure measure of overall business conditions registered 30.2, well below the neutral 50.0 mark and its lowest ever reading.
Til að útskýra þetta á mannamáli, þá þíðir PMI 30,2 - - > 19,8% samdrátt í júlí!
En PMI 50 er -miðstærðin- allt yfir 50 er aukning, og allt undir 50 er minnkun.
Þetta er algerlega það ástand sem ég reiknaði með!
Það er gríðarlegur samdráttur í pöntunum - - því fólk getur ekki keypt, sem einnig á við um önnur fyrirtæki - - > Þegar aðilar geta ekki losað fé af reikningum sínum.
Síðan geta fyrirtækin ekki leyst vörur úr tolli, þar á meðal varning sem þau þurfa til eigin vinnslu - - þannig að framleiðsla í flestu mun líklega hætta fremur fljótlega.
En Financial Times var með viðtöl í grein:
Greek businesses left gasping as capital controls bite
Þar sem rætt er við nokkurn fjölda smárra rekstraraðila á Grikklandi - og í þeim viðtölum kemur fram. Að þessir aðilar geta þolað þetta ástand ef til vill - nokkrar vikur til viðbótar.
En síðan muni flestir þeirra þurfa að loka.
Og þ.e. ekkert sem bendir til þess að bankarnir opni í bráð - Syrisa flokkurinn ætlar ekki að taka ákvörðun fyrr en í haust, af eða á um næsta -björgunarprógramm.
Og aðildarríkin, eru enn að því er best verður séð - hvergi nærri samkomulagi um nýtt framhaldsprógramm.
Og bankarnir opna þá ekki, fyrr en nýtt samkomulag liggur fyrir - og það hefur verið formlega samþykkt af grískum stjv.
Miðað við þetta - - má vel vera að bankarnir verði lokaðir út ágúst og jafnvel september að auki, kannski langt inn í október.
- Þá erum við að sjálfsögðu að tala um - ragnarrök fyrir grískt einka-atvinnulíf.
Ríkisstjórn Syriza - virðist fyrst og fremst fókusa það litla fé sem til er, til þess að flytja inn lyf og mat.
Og lítið virðist hugað að því, að fyrirtækin geta ekki leyst út - - rekstrarvörur.
Það má því reikna með gríðarlegri aukningu á atvinnuleysi - í haust.
Og sennilega má fastlega einnig reikna með - umtalsverðu hruni á skatt- og útvarstekjum.
- Því hratt vaxandi vandræðum í rekstri ríkis og sveitafélaga.
Niðurstaða
Þ.e. magnað að fylgjast með Grikklandi nú. En þar virðist ekkert minna í gangi vera. En kirking alls einka-hagkerfisins gríska. Fyrir utan skipafélög - sem eru fjölskyldufyrirtæki á gömlum merg. Sem líklega hafa allt sitt fé varðveitt erlendis. Og eru í alþjóðlegum rekstri. Og eiginlega virðast verða fyrir litlum áhrifum af því - sama hvað gerist innan Grikklands.
Það virðist öruggt að síðar í haust, verði gríska hagkerfið statt í svo djúpri holu.
Að mjög torsótt verði að búa til einhverja 3-björgun.
Kannski er þetta -plott Syriza- til að neyða fram afskrift, að eyðileggja gríska hagkerfið svo rækilega, að engum geti dottið lengur í hug, að nokkuð annað komi til greina - - en stór afskrift.
Á hinn bóginn, gæti verið snúið að reisa hagkerfið upp úr þeirri holu er það verður komið í.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og sést á myndinni tekin af síðu Gallup.is sést að fylgi Pírata fer í 30% þann 30. apríl 2015, og hefur samfellt síðan þá haldist í könnunum Gallup í rúmum 30% - þ.e. allan maí, allan júní, og allan júlí. Ég tel ekki apríl með þ.s. það var undir lok apríl þ.e. 30., að Píratar fóru í 30% - - þannig að skv. þeirri talningu eru þetta 3-samfelldir mánuðir.
RÚV virðist telja apríl með!
Höfum í huga að síðan þá, hefur ríkisstjórnin kynnt til sögunnar - áætlun um losun hafta, sem almenn ánægja virðist með - -> Maður hefði ætlað að það mundi stuðla að fylgisaukningu stjórnarflokkanna, en skv. því sem lesa má úr gögnum Gallup - virðist aukning fylgis hjá stjórnarflokkunum einungis smávægileg.
- Það áhugaverða við þetta er - að Píratar virðast fá til sín, allt óánægjufylgi.
- En fylgi stjórnarandstöðu, sérstaklega Bjartrar Framtíðar, dalar frekar en hitt - það virðist sem að BF hafi misst sinn fylgisgrundvöll.
Skv. frétt Rúv segir nýjasti Þjóðarpúls Gallup eftirfarandi:
Píratar með mest fylgi 4. mánuðinn í röð
- Píratar.................32%
- Sjálfstæðisflokkur......24%
- Framsóknarflokkur.......12%
- Samfylking..............12%
- Vinstri Græn.............9%
- Björt Framtíð............5%
Milli kannana síðan 30. apríl sl. - - virðast sveiflur á fylgi, afar litlar.
Skv. því virðist sveifla á fylgi - - ekki vera skammtíma-bóla.
- Fylgi flokka virðist þessa rúma 3-mánuði nokkurn veginn stöðugt, þ.e. það virðist hafa orðið raunveruleg fylgis-sveifla til Pírata.
- Þeir virðast fá - allt óánægjufylgi.
Ég hef alla mína hundstíð, aldrei séð fylgisþróun þessu líka.
En mér virðist það augljóst, að stjórnmálaflokkarnir þurfa að fara að ráðast að rótum þess vanda, sem þessi fylgisþróun virðist vera að gefa skíra vísbendingar um.
Mér finnst sennilegast, að í þessu felist - óskaplegt vantraust á hinum hefðbundnu pólitísku flokkum, og þeir flokkar þurfa þá sjálf sín vegna, að bregðast við þeirri óánægju.
Rétt er að muna, að slíkt vantraust er til staðar - ekki einungis á Íslandi. Á hinn bóginn, finnst mér reyndar dálítið merkilegt, af hverju vantraustið er þetta mikið á Íslandi.
Því að hér er ekki stórfellt atvinnuleysi, ekki er heldur hér djúpstæð efnahagskreppa, né eru lífskjör í stöðnun eða sérstaklega lág miðað við meðaltal Evrópuþjóða, en meira að segja 2010 voru lífskjör hér enn rétt yfir því meðaltali skv. Eurostat - hafa síðan batnað nokkuð.
- Um virðist að ræða, vantrausts bylgju er reis í tengslum við hrunið, en hefur ekki kulnað síðan.
- Höfum í huga, að Icesave deilan án vafa, hvatti frekar til hennar.
- En, ríkisstjórnin virðist ekki ná að endurreisa það traust á stjórnmálum, sem hrundi 2008.
- Ef maður getur lesið eitthvað úr því - eftir hverju er kallað.
Þá virðist um að ræða krafa - - um aukið lýðræði.
Sem aftur snýr að stjórnarskrármálinu - - sem mikið var rætt á sl. kjörtímabili.
Hvernig mundi snjall stjórnmálaforingi leysa úr þessu?
Ein klassísk aðferð - er að stela baráttumáli andstæðings þíns, og gera að þínu. Píratar hafa risið hátt, að því að virðist, vegna þess hve krafan um aukið lýðræði - nýtur mikils fylgis innan samfélagsins. Vegna þess hve vantraust á stjórnmálum er mikið.
- Þjóðin virðist telja - að meira af beinu lýðræði, sé svarið.
Snjall stjórnmálaforingi, tek dæmi af því hvernig Davíð Oddson tók svokallaðan "matarskatt" fyrir eitt árið, og barðist fyrir - - lækkun VSK á matvæli.
Mál sem maður hefði talið - klassískt baráttumál vinstriflokka. Þar slóg hann vopn úr höndum vinstriflokkanna, þegar hann vann frægan kosningasigur - - þegar hann komst til valda í fyrsta sinn, og myndaði stjórn með Jóni Baldvin og Alþýðuflokki. En -skattmann- Ólafur Ragnar Grímsson, hafði framkvæmt breytingu úr gamla söluskattskerfinu yfir í VSK. Matvæli höfðu fengið sama skatt og aðrar vörur. Þarna tók Sjálfstæðisflokkur það upp, að gera skattlagningu flóknari, með því að innleiða fleiri skattþrep! Pópúlistinn Davíð Oddson.
- Nú er langt um liðið - - en ekkert segir að sama aðferð geti ekki virkað aftur.
- Að gera málefni þess pólitíska andstæðings - - sem þú metur hættulegastan, að þínu.
- Ég er að segja, að núverandi stjórnarflokkar - ættu að hafa vit á því, að taka stjórnarskrármálið upp að nýju.
- Og framkvæma lýðræðisumbætur - - þær þurfa ekki að vera nándar nærri eins umfangsmiklar og Píratar fara fram á; en þeir vilja skipta alveg í beint lýðræði.
- En þ.e. vel unnt að halda í megin dráttum núverandi þingræðisfyrirkomulagi, en samtímis setja inn - - takmarkað beint lýðræði.
Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
Tillaga Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga
65. gr.
Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.
Ég er að tala um - - breytingu á núverandi stjórnarskrá!
En 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs, með þeirri breytingu að miða við 15% atkvæðabærra manna í stað 10%, mundi grunar mig - - ef leidd inn í núverandi stjórnarskrá, fara mjög langt með að mæta þeirri kröfu almennings - - > Sem fram kemur í mikilli aukningu fylgis Pírata.
- Þá hefur þjóðin málskotsréttinn - - í stað þess að forseti hafi hann!
Með slíku ákvæði, væri þjóðinni sjálfri falið það vald, að geta hvenær sem er - þegar stórfelld óánægja myndast vegna tiltekins þingmáls, krafist þjóðaratkvæðis vegna laga sem Alþingi hefur samþykkt - - svo fremi að krafan komi fram innan 3-mánaða.
Ég held að með því að fela almenningi þetta vald, þá mundi stærstum hluta hverfa sú ástæða sem almenningur finnur til - sem skapar það vantraust sem almenningur hefur.
Alþingi þarf þá auðsjáanlega, að taka mið af því - ef þ.e. bersýnilega til staðar öflug andstaða meðal almennings við -tiltekna lagabreytingu- eða -tiltekna ávkörðun.
Það í reynd setur aukna kröfu á stjórnmálamenn, að útskýra þau mál fyrir þjóðinnni -sem þeir vilja að nái fram að ganga.
Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga, að ef stjórnmálamenn trúa á sinn málstað, að þeir láti slag standa -og berjist fyrir sínu máli, ef til kemur að það fer í þjóðaratkvæði.
- Mér virðist að fela þjóðinni málskotsréttinn, væri nægilega langt gengið í átt til - beins lýðræðis.
Vegna þess, að í þessu felst einungis -málskotsréttur, þá ógnar það ekki þingræðinu!
En Alþingi er þá áfram einrátt um lagasetningar, þar er löggjafarvaldið, og áfram sem nú, er það ríkisstjórn - sem sennilega leggur fram langsamlega flest frumvörp.
Svo ekkert breytist nema það, að þjóðin veit af því -að ef hún einhverntíma verður mjög óánægð með eitthvað tiltekið mál; þá getur hún knúið það mál í almenna atkvæðagreiðslu landsmanna á kosningaaldri.
- Það -eins og ég sagði- ætti að duga til að langleiðina endurreisa traust almennings á Alþingi, og stjórnmálum.
- Þetta -eykur aðhald almennings að Alþingi og ríkjandi stjórnmálaflokkum hverju sinni.
- En þetta -tekur ekki völdin af Alþingi, né af þeim sem hverju sinni hafa ráðandi þingmeirihluta á Alþingi, og sitja í Stjórnarráðinu.
Niðurstaða
Það er kominn tími til að stjórnmálaforingjarnir taki á þeirri óánægju sem knýr fylgi Pírata. Annars raunverulega getur það gerst, að Píratar komist til valda. Vandinn með að svo verði er sá, að þ.e. ekki nokkur leið að vita hvernig Píratar mundu stjórna - - en þó 3-þingmenn núverandi virðast almennt séð ágætis fólk, þá mundi þingmönnum fjölga stórfellt, og ég get séð fyrir mér - - að margvíslegir hópar muni leitast við að koma sér inn í raðir Pírata, í von um að lyfta sér upp undir regnhlíf Pírata.
Þ.s. ég á við er, að þó svo öll af vilja gerð, geti svo farið að þau 3-muni ekki ráða við þann hóp sem sest inn á þing, undir þeirra nafni. Ég er að meina, að Pírata flokkurinn geti orðið fyrir -"hostile takeover."
En það eru margvíslegir hópar í samfélaginu okkar, sem hingað til hafa ekki haft nægan fylgisgrundvöll, til að ná inn á þing -en eru vel skipulagðir og samstæðir. Sem gætu gert slíka tilraun, þ.e. "hijacking" á Pírata flokknum.
- Ég tel hættuna á þessu, þó nokkra.
-----------------
Við þekkjum þá flokka sem hafa oft stjórnað landinu. Getum því ráðið í það með líkum. Hvernig þeir munu fara að. M.ö.o. að þeir eru útreiknanlegir.
En ég get ekki litið á Pírata sem útreiknanlega, hafandi í huga að engin leið er að vita hvaða hópar þingmanna muni ráða innan þess flokks, eftir kosningar.
- Þannig að ég mæli eindregið með því, að Alþingi - - taki aftur upp stjórnarskrármálið.
- Þ.e. vel unnt að framkvæma þá stjórnarskrárbreytingu sem ég legg til, fyrir kosningar til Alþingis 2017.
Ég hugsa að sú breyting mundi duga stærstum hluta, til að róa þá óánægju sem lísir sér í gríðarlegu fylgi Pírata. Þannig að það fylgi mundi sennilega, dreifast að nýju með öðrum hætti.
Kv.
2.8.2015 | 16:11
Hópur stuðningsmanna Rússlands, gerir lítið úr gagnsemi NATO aðildar Íslands og vill að Ísland hætti þátttöku í efnahagsþvingunum gegn Rússlandi
Það er vissulega rétt, að þátttaka Íslands í þvingunum gegn Rússlandi - getur á næstunni kostað okkur raunverulega peninga. Á hinn bóginn, þá eru miklu stærri hagsmunir í húfi fyrir okkur, af áframhaldandi þátttöku okkar í þeim þvingunum.
- En málið er, að Rússland Pútíns vill leggja í rúst -sjálft prinsippið sjálfsákvörðunarrétt þjóða í evrasísku samhengi.
- Það er sennilega ekki til neitt land, sem meira á undir því, að það prinsipp sé varið en einmitt Ísland.
- Sjálfstæði Íslands á afar litla möguleika í því kerfi, að réttur hins sterka mundi ráða.
- Þ.e. því rökétt afstaða sérhvers íslensks sjálfsstæðissinna, að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
- Og þar af leiðandi, rökrétt fyrir sérhvern sjálfsstæðissinnaðan einstakling hérlendis, að standa með sjálfstæðisbaráttu hinnar úkraínsku þjóðar gagnvart risanum fyrir Austan.
- Því styð ég eindregið afstöðu utanríkisráðherra, þá sem hann hefur hingað til viðhaft um málefni Úkraínu, og afstöðu hans til refsiaðgerða Vesturvelda gagnvart Rússlandi þá sem hann hefur fram að þessu viðhaft!
Engin þjóð mundi tapa meir á því en við Íslendingar ef -sjálfsákvörðunarréttur þjóða er ekki lengur virtur
Hvernig mundi Evrópa virka, ef Rússum tekst að leggja öryggiskerfi Evrópu í rúst? Og þar með það kerfi, sem -tryggir að hver þjóð fær að ráða sínum málum sjálf?
Sumir t.d. halda því ranglega fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast í Þorstastríðunum.
- Ekker er fjær sanni.
- Menn gleyma því bersýnilega -að Bretar beittu ekki þeim vopnum sem þau skip voru búin sem þeir sendu á Íslandsmið?
- Af hverju ætli að það hafi verið? Einfalt mál, NATO aðild Íslands kom í veg fyrir það.
- Ég er ekki í nokkrum vafa, án NATO aðildar -hefðu Bretar beitt þeim vopnum, og bundið enda á þorskastríðin á nokkrum mínútum, Ísland hefði sannarlega mótmælt -en án vopna hefðu þau mótmæli haft nákvæmlega engin áhrif.
Því er einnig haldið fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast, þegar Ísland lenti í deilu við 2-NATO þjóðir nýverið -svokölluð Icesave-deila!
- Ekkert er fjær sanni heldur.
En menn gleyma því bersýnilega, að Bretar höfðu tæknilega möguleika á beitingu margra úrræða sem þeir ekki beittu. -Vegna NATO aðildar, gátu þeir einungis beitt úrræðum, sem þeir gátu beitt heima fyrir. Þ.e. -þeir gátu fryst eignir innan Bretlands.
Bretar t.d. hafa flota -þeir hefðu getað sett hafnbann á Ísland. Og þannig neitt Ísland til algerrar uppgjafar á skömmum tíma.
Það eru meira að segja til þeir, sem andskotast úr í hernámið í Seinni Styrrjöld!
Þetta er tilraun til að endurskrifa söguna, en sannleikurinn er sá -að hernámið reddaði Íslandi. Fram til 1940 frá upphafi heimskreppu, var Ísland statt í gríðarlega alvarlegu kreppuástandi, með mjög útbreiddri fátækt. Í grennd við Reykjavík, var kofa og hreysahverfi alveg eins og í grennd við borgir í þróunarlöndum í Dag.
Við hernámið, hverfur atvinnuleysið á skömmum tíma. Þegar fyrst Bretar, síðan Kanar eftir að Bretar semja við Kana um yfirtöku á hernámi Íslands, sköffuðu vinnu við uppbyggingu hernaðaraðstöðu hér. Við þá uppbyggingu, fengu mjög margir Íslendingar vinnu -og þetta var launuð vinna.
Við þær launagreiðslur, kom mikið fé inn í landið. Auk þess byggði hernámsliðið upp vegi, reisti brýr og það voru byggðir flugvellir -sem enn þann dag í dag eru notaðir af Íslendingum.
Og því má ekki auk þess gleyma -að eftir hernám Noregs, var það fullkomlega mögulegt fyrir Þjóðverja að senda hingað herlið. Ekki sannarlega með skipum, en ég tel það fullvíst að Junkers Ju52 liðsflutningavélar þeirra, hafi getað flogið hingað frá strönd Noregs, og dreift hingað fallhlífarliði Þýska hersis. Svo hefðu landsmenn, verið gerðir að -vinnuþrælum, við að reisa flugvelli svo þýskar orrustuvélar mundi geta flogið hingað. En Messerschitt BF110 hefði vel getað flogið hingað, með því að geta lent hér strax. Hafði vel drægi hingað, aðra leið.
Hvorki Spitfire né Hurricane, höfðu drægi hingað frá Bretlandseyjum til að skjóta þær niður. Þannig að BF110 vélar hér staddar, hefðu getað drottnað yfir hafinu í grennd við landið. Gert síðan þýskum skipum það mögulegt -að sigla hingað, með meir af búnaði og herliði.
Einungis með meiriháttar aðgerð Breta og Bandaríkjanna, með fulltingi flugmóðurskipa -hefði verið unnt að eyða þeirri hættu. Og síðan með -landgöngu hér, herliðs og bardögum.
Deilan við Rússland -snýst um sjálfsákvörðunarrétt þjóða
Það er augljóst -hverjum þeim sem sjá vilja, að stjórnvöld Rússlands eru einmitt að beita sér gegn prinsippinu um það að hver þjóð ráði sinni framtíð -ekki utanaðkomandi stórþjóð.
- Þetta sést t.d. á því, hvernig stjórnvöld í Rússlandi, kvarta undan ákvörðun þjóða eftir hrun Sovétríkjanna 1991, að ganga inn í NATO. Þó svo að í hverju tilviki -hafi innganga verið ákvörðun hverrar inngöngu þjóðar fyrir sig.
- Kvartanir þeirra, um meintan yfirgang NATO vegna þess að þjóðir hafa ákveðið, að ganga í NATO -sjálfviljugar, og skv. eigin frumkvæði. Er ekkert annað en freklegt inngrip í mál þeirra þjóða, sem tóku hver um sig sína ákvörðun skv. sínum eigin vilja.
- Sama gildir um -meintan yfirgang ESB, vegna þess að sömu þjóðir tóku hver um sig, eigin frjálsa ákvörðun um inngöngu í ESB -bendi á að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild fór þá fram í sérhverju tilviki.
- Mér er slétt sama um það, að þær ákváðu að velja sér framtíð innan ESB -þ.s. ég legg áherslu á, að það eigi að vera þeirra ákvörðun hvaða framtíð hver þjóð fyir sig velur -ekki svo að frek stórþjóð ákveði framtíð þjóða, þvert gegn vilja þeirra þjóða.
Rússlands Pútíns, m.ö.o. vill endurreisa gömlu regluna -að máttur hins sterka ráði.
Stjórnvöld Rússlands, vilja geta ráðskast með framtíð þeirra þjóða -sem þeir meta mikilvægar fyrir sína hagsmuni.
Þeir vilja að það gildi, að ef þeir meta X-gegn sínum hagsmunum, -þá eigi það að vera þeirra ákvörðun, ekki þjóðar Y, hvort þjóð Y fær að gera X eða ekki.
- M.ö.o. þá mundi sigur Rússa, leiða fram aftur það ástand, að smærri þjóðir þurfi að sitja og standa í einu og öllu, skv. vilja stærri þjóðanna.
Þetta er hvers vegna, þ.e. hagur Íslands, hagur Íslendinga, að standa með Vestrænum þjóðum, í því að verja öryggiskerfi Evrópu.
- En deilan um Úkraínu snýst um það, að - - meirihluti Úkraínumanna, vill aðra framtíð.
- En þá sem stjórnendur Rússlands meta í samræmi við hagsmuni Rússlands.
- Til þess að hindra að vilji meirihluta Úkraínumanna nái fram að ganga, þá hafa stjórnvöld Rússlands beitt stigmagnandi aðgerðum.
- Fyrst voru það stigvaxandi viðskiptaþvinganir. Til að beygja fyrri stjórn Úkraínu í duftið. Þ.e stjórn Viktors Yanukovych. Fyrir rest leiddu þær viðskiptaþvinganir Rússa til þeirrar ákvörðunar, að Viktor Yanukovych hætti við -samning við ESB. Rússar auk þess -létu Viktor Yanukovych fá digra mútugreiðlu, 3 milljarða Dollara sama daginn og hann undirritaði samning við Pútín í staðinn. Og loforð um meira fé síðar, ef hann stæði við sitt gagnvart Pútín.
- Þá varð mikil mótmæla-alda í landinu -eins og eðlilegt er, að þegar utanaðkomandi land þvingar vilja sinn yfir land, að þá verða landsmenn reiðir. Með svipuðum hætti, urðu Íslendingar ákaflega reiðir vegna þvingana Breta og Hollendinga vegna Icesave. Fyrir rest, þá varð ríkisstjórn Úkraínu undir -sú meinta valdataka sem ásakanir er um, gerðist þannig að hluti þingmanna stjórnarflokksins, samdi við stjórnarandstöðuna og nýr þingmeirihluti varð til. Stjórnin féll því þegar þingmeirihluti hennar hrundi. Það var ekkert stærra en þetta er gerðist -tapaður þingmeirihluti. Sjá:Blaðamenn New York Times birta áhugaverða rannsókn á atburðum tengdum falli Yanukovych
- Þessu hefur stjórn Pútíns, svarað með -beinni hernaðaríhlutun inn í A-Úkraínu, og með þvi að stela Krím-skaga, og innlima í Rússland skv. atkvæðagreiðslu sem augljóst fór ekki fram skv. lýðræðisreglum, og var því ómarktæk augljóslega. En það blasir við, að svokölluð -uppreisn, er ekkert merkilegri heldur en þegar Reagan á sínum tíma, bjó til svokallaða Contra skæruliða í Nicaragua eftir að Sandinistar þar steyptu stjórn sem Bandaríkin höfðu stutt. Síðan beitti Reagan Contrum fyrir vagn sinn, til að þvinga Sandinista-hreyfinguna til uppgjafar. Með mjög sambærilegum hætti, virðist Putín hafa búið til -uppreisn innan A-Úkraínu, með flugumönnum -sem sumir í dag hafa opinberlega viðurkennt sína þátttöku -Sjarmerandi menn sem Pútín velur sér sem meðreiðarsveina- , vopnað hana og fjármagnað. Í sterkri kaldhæðni í ljósi afstöðu Bandaríkjanna til Úkraínudeilu, eru þeir að styðja -Saudi Arabíu í mjög sambærilegu atferli, gegn Yemen þ.s. hreyfing svokallaðra Hútha náði völdum á sl. ári;Stríðið í Yemen tekur nýja stefnu, eftir hernaðarsigur herliðs fjármagnað, þjálfað, vopnað af Saudi Arabíu og S.A.F.. Svar Sauda það sama -að magna upp her andstæðinga, vopna þá, beita eigin flugumönnum eftir þörfum, og -eigin herliði, flugher í tilviki Saudi Araba -ekki hluta landhers, eins og í tilviki Rússlands vs. Úkraínu.
- Á því hvað gerðist með Nicaragua - hvað er að gerast með Yemen.
Sjáum við hvernig það virkar, þegar reglan -réttur hins sterka gildir. - En sú regla þíðir, að þá vasast stórþjóðir með rétt smærri þjóða, og þeirra innanríkismál, að vild!
- Og Úkraína -markar þá framtíð Evrópu, ef stjórnvöld Rússlands fá sínu framgengt.
Að stóru löndin -ákveða skipan mála.
Og -litlu löndin verða að taka því sem þeim er rétt.
En Pútín hefur virkilega -farið fram á að skipan mála í Evr-asíu, verði tekin til endurskoðunar, á ríkjaráðstefnu er væri þá algerlega sambærileg við Yalta ráðstefnuna fyrir áratugum síðan.
- Á slíka ráðstefnu, væri eingöngu fulltrúum stórþjóðanna hleypt inn.
- Og þær stórþjóðir mundu ákveða nýja skiptingu.
Smærri þjóðir yrðu að þiggja það sem þeim væri rétt.
Réttur þess sterka væri formlega tekinn upp aftur.
Prinsippið, sjálfsákvörðunarréttur þjóða, formlega afnumið.
Niðurstaða
Það hlýtur að vera augljóst -þegar hismið er tekið af kjarnanum. Að Ísland á alls enga möguleika í umhverfi, þ.s. -réttur hins sterka væri hin gildandi regla innan Evrasíu. Enda er Ísland eitt af veikustu sjálfstæðu ríkjunum í heimi. Þvert á móti, er það nánast forsenda sjálfstæðis Íslands, að það -lagakerfi og reglukerfi. Sem byggt hefur verið upp í kringum prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða í samhengi samstarfs Vestrænna þjóða við N-Atlantshaf; verði varðveitt áfram.
Þess vegna verður Ísland -sinna hagsmuna vegna.
Að standa með baráttu Vesturlanda gegn tilraun Rússlands -til að fá Kína í lið með sér, til þess að afnema -sjálfsákvörðunarrétt þjóða innan Evrasíu, setja aftur -rétt hins sterka þar í forgrunn.
Í samhengi heildar hagsmuna Íslands -eru markaðs hagsmunir í tengslum við Rússland, afar smáir, í samanburði við það að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða, því það prinsipp er ekkert minna, en grundvöllur þess að Ísland geti haft fyrirkomulag sem nálgast raunverulegt sjálfstæði.
Að verja sjálfsákvörðunarrétt þjóða -er í þessu samhengi einnig það, að verja sjálfstæði Íslands!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.8.2015 kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.8.2015 | 02:25
Innflutningsbann Rússa á matvælum frá Vesturlöndum - gæti valdið vexti skipulagðrar glæpastarfsemi innan Rússlands
Ég minni fólkið á bannárin í Bandaríkjunum, en þ.e. almennt viðurkennt að bann á neyslu áfengra drykkja. Varð þess valdandi innan Bandaríkjanna - að mikill vöxtur hljóp í skipulagða glæpastarfsemi. Enda voru margir í samfélaginu andvígir banninu, því margir tilbúnir að neyta áfengis - áfram. Sem þíddi að til staðar var mjög stór markaður, sem lögleg starfsemi gat ekki lengur fullnægt - - > En varð í staðinn gríðarleg tekjulynd fyrir skipulagða glæpastarfsemi.
Á tímabili í Bandaríkjunum, varð vöxtur mafía af margvíslegu tagi slíkur, að í tilvikum voru heilar stórborgir - - í reynd undir þeirra stjórn, þar með lögreglan þar einnig.
Slík varð ógnin, að Bandaríkjastjórn stóð fyrir stofnun "FBI" - - sem hóf þegar baráttu sem síðar varð fræg, gagnvart þekktum glæpaforingjum eins og t.d. Al Capone.
Russian vigilantes give restaurants food for thought
- "One year into President Vladimir Putins ban on western food products, Russian authorities are stepping up their crackdown on forbidden goods like French camembert and Spanish jamón."
- "Illicit foods are still managing to slip into some restaurants and supermarket chains, taking advantage of a loophole in the law that means while it is illegal to bring EU and US dairy goods, produce and meat into Russia, it is not illegal to sell it."
- "Unfortunately, there is an increasing quantity of commercial goods that are bypassing the Russian embargo and ending up here. These food products are in the Russian Federation illegally, Mr Putins spokesman, Dmitry Peskov, told news agency Tass. The government has to stop this."
Mig grunar að bannið í Rússlandi - geti haft svipuð áhrif á þróun skipulagðra glæpasamtaka, og vínbannið í Bandaríkjunum á 3-áratug sl. aldar
Þetta er skilt umræðunni - um að lögleiða fýkniefni. Því að sú staðreynd að til staðar er markaður, sem tilbúinn er í að kaupa bönnuð lyft af glæpahópum. Þíðir að smygl og framleiðsla á bönnuðum lyfjum - er stöðug tekjulynd fyrir glæpahópa. Og gerir því glæpahópa mjög sennilega fjársterkari og öflugari en þeir ella væru.
- Á hinn bóginn, þá held ég að þessi áhrif - séu sterkari þegar í hlut eiga vörur sem eru með útbreiddari viðurkenningu, en bönnuð lyf.
- Það hafi t.d. átt við -vín. Að svo útbreidd sé viðurkenning innan samfélagsins á afengum drykkjum, og því eftirspurn útbreidd. Að taki langt um fram eftirspurn gagnvart bönnuðum lyfjum.
- Því hafi vínbannið haft svo mikil áhrif í því að stuðla að uppbyggingu glæpahópa.
Mig grunar að sömu rök eigi við um bannið af hálfu rússneskra yfirvalda - á innflutningi á matvælum frá aðildarlöndum ESB, og einnig frá Bandaríkjunum.
- Að þar fari varningur sem hafi miklu mun víðtækari viðurkenningu innan samfélagsins en bönnuð eyturlyf.
- Því sé eftirspurn sennilega mun víðtækari frá samfélaginu.
- Þar af leiðandi, sé innflutningsbann rússn. yfirvalda, líklegt til að vera vatn á myllu skipulagrða glæpahringja. Sem eins og mafían í Bandaríkjunum er óx á bannárunum, séu líklegir nú að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum - - á matvælainnflutningsbanni Pútíns.
Þetta er það sem ég á við - þegar ég segi að bannið geti reynst vera - sjálfsmark fyrir Rússland.
Áhugavert er að muna að í Bandaríkjunum náðu glæpasamtök í tilvikum verulegum áhrifum á einstökum stöðum - frægast er Al Capone stjórnaði í reynd Chicago.
Mér finnst alveg hugsanlegt að eitthvað svipað geti gerst innan Rússlands, að mafía nái til sín það miklum áhrifum á einstökum svæðum - að í reynd stjórna þeim.
Svo má velta fyrir sér, möguleikanum á áhrifum mafía innan rússn. stjórnarflokksins, en mig grunar að það geti reynst vera veikleiki - - hve stjórnun Rússlands er í dag orðin þjöppuð utan um örfáar persónur, og einn flokk.
En það þíðir t.d. að þá þarf ekki að múta eins mörgum, og t.d. í dæmigerðu vestrænu landi þ.s. til staða er skilvirk 3-skipting valds.
Niðurstaða
Mér finnst það koma ágætlega til greina, að innflutningsbannið á vestræn matvæli í Rússlandi. Komi til að hafa svipuð áhrif til eflingar skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi. Og áfengisbannið hafði innan Bandaríkjanna á 3-áratug 20. aldar.
Þannig að innflutninsbann Pútíns, geti reynst vera - sjálfsmark fyrir Rússland.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að það sé nánast ekki mögulegt að búa til skilvirkari aðferð til að leggja hagkerfi í rúst - án stríðsátaka. En þá sem Grikkland er að ganga í gegnum.
Greece disqualified from new IMF bailout, board told
- Stjórn AGS tók þá formlegu ákvörðun á fimmtudag, að Grikkland uppfylli ekki skilyrði AGS fyrir - - framhaldi svokallaðrar björgunar.
"IMF staff concluded that Greece no longer cleared two of the four requirements in the IMFs exceptional access criteria - "a bailout recipient must be able to prove it has the institutional and political capacity to implement economic reforms," - "...and that there is a high probability that the members public debt is sustainable in the medium term.
- Þetta þíðir, að stjórn AGS tók formlega þá ákvörðun, að hætta beinni þátttöku í viðræðum um 3-Björgun Grikklands. Og slá af formlega 2-björgun Grikklands. AGS fylgist þó áfram með þeim viðræðum, sem eru í gangi milli aðildarríkja Evrusvæðis, og veitir ráðgjöf.
- En skv. ákvörðun stjórnar AGS, mun AGS einungis endurskoða þessa ákvörðun -nk. haust- og þá byggja næstu ákvörðun á því, hvort skilyrðum AGS hafi verið mætt - - þ.e. að skuldir Grikklands verði sjálfbærar skv. sterkum líkum, og, að grísk stjv. geti sýnt fram á það með sannfærandi hætti, að nýr vilji til þess að standa fyrir umbótum á hagkerfi Grikklands hafi komið fram.
Alexis Tsipras wins battle with Syrizas far-left faction
"Alexis Tsipras won his battle with a mutinous far-left faction in the governing Syriza party..." - "The prime ministers proposal to hold an extraordinary party congress in September to examine the bailout once it has been completed was approved by Syrizas 200-strong central committee..."
- Ég get ekki skilið þetta með öðrum hætti, en að ríkisstjórn Grikklands ætli að taka ákvörðun um samþykki eða synjun á -hugsanlegri 3-björgun Grikklands- nk. haust.
- Ef þetta er sigur Tsipras á eigin fólki, þá virðist mér sá sigur afar Fyrrískur.
Ég held að það sé ekki unnt að skálda þetta upp
- Stjórnarflokkur Grikklands ætlar að bíða með sína formlega ákvörðun fram á haustið.
- Og AGS hefur tekið svipaða ákvörðun, þ.e. stjórn AGS ætlar að skoða málið aftur með hugsanlega þátttöku í 3-björgun Grikklands nk. haust.
Stjórn AGS skv. sinni yfirlýsingu, mun ekki endurskoða þá ákvörðun - nema að það liggi fyrir að skuldir Grikklands verði sjálfbærar skv. sterkum líkum.
Að auki, þurfi að liggja fyrir, sannfærandi fyrirheit frá grískum stjórnvöldum, að þau séu tilbúin til þess að framkvæma breytingar sem stuðla eiga að bættri skilvirkni gríska hagkerfisins. Í reynd virðist AGS fara fram á, að mörgum þeirra verði hrint í verk - - fyrir haustið. Þannig skapi grísk stjv. þá sannfærandi sýn - að þau séu tilbúin til verka.
- Á meðan leggur AGS það í hendur aðildarríkjanna, hvort þau ætla að halda þessu áfram - - eða ekki.
- En krafa AGS um skuldalækkun - er algerlega skýr eftir ákvörðun stjórnar AGS.
Skv. þessu virðist mér flest benda til þess að grísku bankarnir verði lokaðir a.m.k. fram á haust.
- Þá erum við að tala um - mánuði af lokun.
- Fleiri mánuði af - lausafjárkrísu.
Mér virðist þetta nánast hin fullkomna uppskrift af því að leggja eitt stykki hagkerfi í rjúkandi rúst.
Niðurstaða
Eftir atburði fimmtudagsins - er ég að nálgast þá skoðun. Að brotthvarf Grikklands úr evru, sé nánast fullkomlega örugg útkoma. En meðan að bankarnir haldast lokaðir, þá heldur gríska hagkerfið áfram að vera í frjálsu falli. Það er óvíst að mikil starfsemi verði enn uppistandandi innan Grikklands. Þegar haustið rennur í garð.
Gríska hagkerfið verður þá sennilega komið í það djúpt hrunástand, að það muni blasa við - að til þess að mæta kröfum AGS. Verði aðildarríkin, að afskrifa nokkurn vegin alfarið skuldir Grikklands.
Þau virðast ekki enn farin að ræða það af djúpri alvöru, að afskrifa. Wolfgang Schäuble virðist hafa skáldað upp þá reglu, að ekki sé heimilt að afskrifa skuldir lands. Meðan viðkomandi land sé innan evru. Einungis eftir brotthvarf úr evru, komi slíkt hugsanlega til greina - þá í kjölfar gjaldþrots viðkomandi lands.
Hann hefur ekki leynst sérstaklega sinni skoðun, að hann vilji Grikkland út úr evru.
Þessi afstaða hans virðist njóta mikils stuðnings í Þýskalandi, og innan flokks Angelu Merkel Kanslara.
Í ljósi ákvörðunar stjórnar AGS - - að hætta formlegri þátttöku í björgun Grikklands. Sem felur í sér þá ákvörðun AGS að setja aðildarlönd evru upp að vegg - hvað stöðu Grikklands varðar.
Þá virðist mér líkur þess að vilji Wolfgang Schäuble ráði fyrir rest, yfirgnæfandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2015 | 02:07
Það virðist loksins hafa fundist brak úr malasísku flugvélinni er fórst yfir Indlandshafi á síðastliðnu ári
Um virðist að ræða -flapsa- af væng af B777, ef marka má sérfræðing - sem hefur þó einungis metið það skv. mynd er tekin var af vettvangi. Hluturinn virðist sýna skýr merki þess að hafa flotið um á hafi úti í nokkurn tíma. Sem kemur heim og samann - - fundarstaðurinn er Reunion eyja nokkurn spöl frá Madagaskar.
MH370: possible search breakthrough as debris found on Réunion Island rolling updates
MH370: wreckage found on Reunion 'matches Malaysia Airlines flight'
Reunion sést á kortinu Austan við Madagaskar
Mynd sem tekin var á vettvangi
Hluturinn borinn í burtu
Sérfræðingur segir hlutinn líkjast flapsa á væng B777 vélar

Fundarstaður er töluvert úr leið miðað við leit af flaki
Á hinn bóginn virðast straumar liggja með þeim hætti, að hluturinn getur hafa borist til Reunion langt úr Austri
Niðurstaða
Að finna einn hlut af væng B777 vélarinnar er fórst yfir Indlandshafi fyrir ári síðan. Segir sennilega ekkert meira en það -- að vélin raunverulega hafi farið niður í Indlandshaf, einhvern töluverðan spöl Austur af Reunion.
En eftir ár, þá geti hluturinn hafa rekið töluverðan spöl. Megin áhrif þess að hluturinn fannst. Verða líklega þau - - að gefa leitarmönnum aukinn kraft í því að halda áfram leit.
En á sama tíma, þá sennilega færi þessi fundur - leitarmenn ekkert að ráði nær því að finna megin hluta flaksins. Er sennilega liggi á hafsbotni.
Leitarmenn þurfa á öllu því glópaláni sem þeir geta orðið fyrir, ef þeir eiga raunverulega að ramba á hvar flakið liggur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2015 | 00:12
Ég á frekar von á en hitt að Gríkkland endi utan evrunnar
Vandinn er sá að - - grísku bankarnir eru enn lokaðir. 4-vikan er hafin. Og flest bendir til þess, að lokun haldi áfram í nk. viku. Síðan - hver veit hve lengi í viðbót.
Við erum að tala um gríðarlega alvarlegt efnahagsástand í Grikklandi, út af þessu - ástand sem verður því alvarlegra sem lokun bankanna stendur lengur. Því að þetta þíðir, að enginn getur tekið af reikningunum sínum - - nema mjög lágar upphæðir í gegnum hraðbanka.
Það eru ekki -skilst mér- undanþágur fyrir fyrirtæki. Þannig að það hlýtur nánast allt vera í voða með rekstur fyrirtækja í Grikklandi í dag. Þ.e. að fyrirtæki geti ekki greitt laun - geti ekki greitt byrgjum - geti ekki greitt af lánum - og auðvitað ekki heldur skatta.
Þetta bitnar eðlilega á launafólki, sem ekki fær laun sín - gæti hvort sem vart nálgast þau laun á sínum reikningum, það getur ekki greitt reikninga, hefur vart nægan aur fyrir brýnustu nauðsynjum.
Það hlýtur að stefna í - - vöruskort innan Grikklands. Því vart geta verslanir leyst út innfluttar vörur, eða þá - meira að segja þær framleiddar innan Grikklands.
- Þetta ástand eðlilega flækir málið, þegar í annan stað AGS vill að skorið sé af skuldum Grikklands, en samtímis er gerð krafa um efnahags umbætur sem eiga að framkalla hagvaxtargetu er Grikkland hefur aldrei haft.
- Og á hinn bóginn, meðlimaríki hafa ekki enn viljað afskrifa - þó að skuldir Grikklands nú í ljósi frekari samdráttar hagkerfisins stefni nú hratt yfir 200% múrinn.
- Til viðbótar þarf að endurfjármagna grísku bankana. En vegna ástandsins í Grikklandi - - er að sjálfsögðu þeirra ástand, að hratt versna. Og því sú gjá innan þeirra sem þarf að brúa. Ef Grikkland á að haldast innan evrunnar.
- Tæknilega er auðvitað unnt að fylgja svokallaðri "Bail-in rule" þ.e. að afskrifa innistæður sem ekki njóta verndar, og allar skuldir. Og selja starfsemi grísku bankanna erlendis.
- Á hinn bóginn, þá virðist ekki mikið eftir innan gríska bankakerfisins - - af stórum innistæðum. Sem eru nægilega stórar til að vera utan við lágmarks tryggingu. Og það virðist algerlega öruggt - - að Grikkland á ekki peninga fyrir til að standa við þá tryggingu þó hún sé lögboðin, samtímis afar ólíklegt að tryggingasjóður gríska bankakerfisins geti reddað málinu. Sá er sennilega eins gagnslaus og sá ísl. reyndist vera - - þegar allt kerfið er hrunið.
Það var vegna fjármögnunar bankanna, sem sú hugmynd var sett inn að setja 50ma. að nafnvirði af grískum ríkiseignum í sjóð undir stjórn kröfuhafa - - til að selja fyrir kostnaði. En að sjálfsögðu, er engin leið að vita raunverulegt virði grískra eigna í dag, ríkiseigna sem annarra.
AGS hefur sagt meðlimaþjóðum - - að AGS geti ekki verið með, nema að grískt framhalds prógramm uppfylli reglur Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins - - > En skv. þeim þarf það að vera mat sérfræðinga sjóðsins, að viðkomandi land sé fært um að endurgreiða sjóðnum. AGS megi ekki lána frekar fé, nema að það sé unnt að framkalla getu Grikklands til að endurgreiða AGS það fé sem Grikkland skuldar sjóðnum, sem og hugsanleg viðbótar lán.
M.ö.o. - - vill AGS að aðildarlöndin skeri af skuldum Grikklands í þeirra eigu.
- Eftir því sem ástand gríska hagkerfisins versnar, því erfiðar sennilega er að ná fram samkomulagi um 3-björgun.
- Og því lengur sem lausn á viðræðum AGS og aðildarlanda, og Seðlabanka Evópu dregst á langinn. Því verra er það ástand orðið.
Mér virðist sennilegt að aðilunum verði ekki kleyft að ná samkomulagi.
Og mál endi með þeim hætti, að tillaga Wolfgang Schäuble verði ofan á. En þó þar segi, brotthvarf í 5-ár, þá þarf enginn að efast um að slík brottvikning úr evru verður varanleg.
Niðurstaða
Ég hallast að því sem líklegri útkomu, og hratt vaxandi að líkindum, að það fari sem Wolfgang Schäuble lagði til, að Grikkland hverfi úr evru - það fari í gjaldþrot.
Það er að sjálfsögðu töluvert önnur ráðstöfun, ef Grikklandi er eiginlega vikið úr evrunni af aðildarríkjum evru, en ef Grikkland sjálft hefði einhliða hætt.
En þá felur málið í sér að Grikkland fer skv. samkomulagi aðildarríkja evru. Sem sennilega mundi leiða fram - - að Grikkland mundi fá einhverja aðstoð meðan að Grikkland væri að ganga í gegnum það ferli að skipta um gjaldmiðil og endurreisa sitt fjármálakerfi.
Sú aðstoð gæti tekið sama farveg - - og svokölluð -brúarlán- sem Grikkland fékk um daginn, og líklega fær annað á næstunni. Þ.e. sérstakt lán fjármagnað sameiginlega af öllum meðlimalöndum ESB, ekki bara evrusvæðis.
M.ö.o. að kostnaðinum yrði dreift á öll aðildarlönd ESB, af því að aðstoða Grikkland eftir að það hefur horfið út úr evrunni. En þ.e. ákaflega sennilegt að svo slæmt verði ástand efnahagsmála í Grikkland- -eftir margar vikur af fjármagnsþurrð. Að það muni þurfa mikla utanaðkomandi aðstoð svo að landið komist aftur á lappir.
- Landið væri þá formlega gjaldþrota, svo við erum þá að tala um styrki, ekki lán. En ég sé ekki að slík -neyðaraðstoð- gæti raunhæft verið annað en gjaf-fé.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2015 | 22:56
Nýtt verðfall á mörkuðum í Kína vekur að nýju ugg og athygli
Ég fjallaði um verðfallið er varð fyrir nærri 3-vikum: Verðfall á markaði í Kína vekur ugg og athygli - stefnir í kreppu, eða mun þetta rugg markaða engu máli skipta?.
En þá tókst kínverskum stjórnvöldum að stöðva verðfall, og framkalla nýja hækkun markaða í Hong Kong of Sjanghæ - - það gerðu þau með fremur harkalegum inngripum.
- Þ.e. sölubanns verðbréfa fyrirtækja sem eru 6% af markaðinum eða meir, það bann gildi í 6 mánuði. Að auki mega forstjórar - framkvæmdastjórar og stjórnarmenn þeirra - sömu fyrirtækja. Ekki selja nein bréf í sinni eigu í sínum fyrirtækjum yfir sama tímabil. Og kínv. stjv. hafa látið vita, að brot á þessu banni muni mæta hörðum refsingum.
Þessar aðgerðir róuðu markaðinn fyrir 3-vikum, en nú er að nýju hafið verðfall:
China markets rout resumes with 8.5% Shanghai sell-off
Shanghai stock tumble hits global markets
Það veit í sjálfu sér enginn - akkúrat hvers vegna fall markaða í Kína, hefur haldið áfram eftir 3-ja vikna hlé.
- Einn möguleikinn getur verið, að aðilar sem hafi tekið lán fyrir kaupum á verðbréfum, hafi orðið að selja bréf - þegar órólegir lánveitendur hafi innkallað lánin.
- Svo hefur verið bent á nýlegar efnahagsfréttir, þ.e. að kínversk iðnframleiðsla hafi dregist saman, 5-mánuðinn í röð. Og að hagnaður fyrirtækja skv. nýlegri tilkynningu, sé lægri en á sl. ári.
Svo er ágætt að hafa í huga, að virði markaða í Kína hafði 2-faldast sl. 18 mánuði. Sem virðist vart sjálfbært - - miðað við efnahags-ástand, sem hefur frekar en hitt, bent til lækkandi hagvaxtar. Það eitt getur verið næg ástæða út af fyrir sig, að markaðir lækki.
Það eru auðvitað og hafa um nokkurt skeið verið hættumerki í kínverska hagkerfinu:
- Sbr. gríðarlega hraðan vöxt skulda einka-aðila, en síðan 2008 skilst mér að þær hafi aukist um meir en 100% af landsframleiðslu. Það er gríðarlega hraður vöxtur skulda, og sögulega séð þegar svo hröð aukning er í gangi; þá hefur jafnan komið í ljós - að hlutfall fjárfestinga voru hæpnar eða lélegar.
- Það hefur frést af því, að fjármálastofnanir hafa verið að lána mikið fé í gegnum, nokkurs konar - útboð á lánum, þ.s. fólk hefur getað lagt fé í púkk - sem síðan er lánað. En lítið eftirlit virðist hafa verið haft með slíkum lánum. Og tap í þeim, getur dreifst afar víða um hagkerfið, vegna þess að mikill fjöldi fjárfesta geti lent í tapi. Þannig gætu slík lán - haft svipuð áhrif innan kínv. hagkerfisins, og svokölluð -undirmálslán- í Bandaríkjunum höfðu, eftir að búið var að -vefja þau í afleiður- eða "derivatives" og selja til fjárfesta. Heyrst hefur að meirihluti lána í Kína til fyrirtækja, hafi verið á þessu formi, allra síðustu ár.
- Gríðarlega mikið er byggt í Kína, og langt í frá allt af því er - nýtt. Þó verið geti að það nýtist síðar, ef vöxtur Kína heldur áfram.
Höfum að auki í huga, að Kínverjar eru ekki vanir - - stórum verðföllum á markaði, og því tjóni sem slíkir atburðir geta valdið. Þannig, að fyrir bragðið, má vera að sá skortur á lífsreynslu, skapi aukna hættu á -ofsahræðsluviðbrögðum.
Enginn í reynd veit, hversu alvarlegt áfall fyrir kínverska hagkerfið það verður - - ef þetta verðfall heldur áfram. En ég á samt ekki von á því, að kínverska hagkerfið - -> Sé að stefna að alvarlegu hruni.
En rétt er að muna, að ekkert vaxandi hagkerfi í heims-sögunni, sl. 200 ár eða svo, hefur sloppið alfarið við kreppur. Bandaríkin t.d. á 19. öld gengu í gegnum nokkrar, án þess að þær eyðilegðu bandaríska hagkerfið, eða stöðvuðu framsókn bandarísks efnahags - heilt yfir litið.
- Kína getur einfaldlega verið á leiðinni, loksins í þá kreppu sem svo margir hafa verið að spá.
- Það þarf alls ekki að vera, að slík standi lengur en 2-ár.
- Má jafnvel vera, að kínv. stjv. geti hindrað að heildarhagvöxtur hverfi úr hagkerfinu, þó svo að stór hluti einkahagkerfisins í Kína fari í tímabundið samdráttarskeið - - með því að Kína stjórn fari í enn eina eyðslu herferðina.
- Síðan eftir að gjaldþrot hafa fjarlægt skuldsettustu fyrirtækin, geta kínv. stjv. skipað bönkunum, að hefja nýja útlánaherferð - þ.s. lán séu boðin á lágum kjörum til fyrirtækja. Og þannig flýtt fyrir því, að nýir aðilar fylli í skörð þeirra fyrirtækja er hafa horfið vegna gjaldþrota.
Þannig að ég á alls ekki von á djúpri kreppu! En það eru auðvitað ýmsir með aðrar skoðanir á því atriði.
Niðurstaða
Kína getur verið á leið inn í Kreppu. Ef kreppa hefst í Kína, vegna þess hve mikilvægt kínverska hagkerfið er orðið innan heims-hagkerfisins. Þá mun kreppa í Kína, jafnvel í skamman tíma, hafa veruleg boðaföll.
Líklega falla þau lönd sem hafa verið háð hráefnis-sölu til Kína, í kreppu. Og það má vel vera, að í tilvikum verði kreppa slíkra landa - - umtalsvert dýpri og meir langvarandi. Þannig að kreppa í Kína, geti oltið af skriðu - - > Þ.e. kreppu meðal svokallaðra -ný-iðnvæðandi landa.-
Það yrði að koma í ljós, hve miklar afleiðingar þetta hefði t.d. á Evrópu - - en t.d. væri líklegt að Þýskaland og Frakkland, yrðu harkalega úti. Vegna þess hve þau lönd eru í dag, orðin háð kínverska markaðinum.
Þ.e. alveg hugsanlegt, að snöggur samdráttur í sölu til Kína, dugi til þess að framkalla samdrátt í 2-stærstu hagkerfum evrusvæðis. Það má vera að evrusvæði sem heild, mundi detta yfir í milda kreppu.
Bandaríkin - - ég á ekki von á kreppu þar, vegna vandræða í Kína. T.d. hafa fyrstu viðbrögð alþjóða markaða, bent til frekari lækkunar olíuverðs. Vegna hræðslu við samdtrátt í eftirspurn eftir olíu, vegna hræðslu um kreppu í Kína.
Það má reikna með því, að veruleg boðaföll vegna kreppu í Kína, mundi valda lækkun olíuverðs. Og það mundi án efa, gagnast bandaríska hagkerfinu - - þannig að ég á frekar en hitt, von á að bandaríska hagkerfiö mundi standa af sér þennan tiltekna storm.
Síðan sennilega snúi kínverska hagkerfið fremur fljótlega til baka, þ.e. kreppan verði "V"-laga, þ.e. snögglega niður, og snögglega upp aftur. 2-ár virðist sennileg tímalengd.
----------------------
- Fyrir Ísland, gæti ástandið boðað lægri fiskverð - lægra verðlag á áli, og fækkun ferðamanna á nk. ári.
- Það gæti leitt fram gengissig á nk. ári, vegna minnkunar gjaldeyristekna - meðan að neysla hefur verið á töluverðri siglingu undanfarið.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 385
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 352
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar