Hver er tilgangur Erdogan með nýjum átökum við Kúrda, samtímis því að árásir eru gerðar á stöðvar ISIS í Sýrlandi?

Ég rakst á skemmtilega samsæriskenningu í NyTimes frétt, afrakstur viðtala blaðamanna NyTimes við tyrkneska greinendur: Turkey Attacks Kurdish Militant Camps in Northern Iraq.

---------------------------------

"Asli Aydintasbas, a Turkish columnist and analyst for CNN Turk." - “It seems Erdogan has decided to shelve the peace process and go on an all-out military offensive against the P.K.K.,” - “This is coming out of the blue,” - It is worrisome, and one cannot help but think that part of Erdogan’s calculus is galvanizing the nationalist vote before a possible early election.

  • "The general elections on June 7 stripped Mr. Erdogan’s governing Justice and Development Party, or A.K.P., of its majority in Parliament, necessitating the formation of a coalition government for the first time in over a decade."
  • "The party’s failure to secure a majority was partly attributed to the success of a pro-Kurdish party that gained representation in Parliament for the first time."
  1. "Mr. Erdogan gave Mr. Davutoglu a mandate to form a new government this month, beginning rounds of coalition talks with the country’s three main opposition blocs."
  2. "If he fails to do so within 45 days of the mandate, the president could call for an early election."

---------------------------------

Gæti þetta verið málið, að Erdogan sé að leitast við að skapa æsingar innan Tyrklands gegn Kúrdum, í pólitískum tilgangi fyrst og fremst - til þess að veikja pólitíska stöðu flokka hófsamra Kúrda, er unnu mjög umtalsverðan pólitiskan sigur í þingkosningum fyrr á árinu?

En rétt er að rifja upp, að Erdogan hafði þau áform að ná 2/3 meirihluta, svo hans flokkur gæti breytt stjórnarskrá Tyrklands - en nú er Erdogan forseti landsins, ekki forsætisráðherra.

Skv. núverandi stjórnlögum, gat hann ekki lengur verið forsætisráðherra, en hann aftur á móti hafði þau áform - að gera embætti forseta að megin valda-embætti landsins í staðinn.

Áform sem féllu um sjálf sig, þegar kosningabandalag -hófsamra kúrda/vinstri sinnaðra samtímis trúlausra Tyrkja - - náði miklum árangri í þingkosningunum.

Það áhugaverða er, að árásin sem -ISIS- um daginn gerði á hóp af fólki, er hafði safnast saman í landamærabæ við Sýrland, var hópur af ungu fólki er tilheyrir þessum tveim flokkum, politískra andstæðinga Erdogan - - er hafði áform um að fara yfir landamærin, og aðstoða við uppbyggingu í rústum bægja og þorpa Kúrda, eftir bardagana við sveitir ISIS.

Isis bombing poses political dilemma for Turkey - - "Targeting secular, leftist Turks — many from Istanbul and veterans of the Gezi Park rebellion against Mr Erdogan in 2013 who joined forces with the pro-Kurdish Peoples’ Democratic Party (HDP) and helped it win 80 seats in Turkey’s parliament — is a bonus for Isis." - "“They also hit western Turkish sympathisers of the Kurds because that’s who these kids were,” says Soli Ozel, a prominent commentator and academic." - "“Isis is vicious and smart and follows events here closely,” says Mustafa Akyol, a Muslim liberal writer and former AKP supporter..."

Í þessu samhengi - ISIS nýlega búin að gera mannskæða árás, á -aðgerðasinna- er tilheyra kosningabandalagi hóps vinstri-sinnaðra og trúlausra Tyrkja frá V-Tyrklandi, og hófsams pólitísks flokks Kúrda frá A-Tyrklandi.

Fyrirskipar Erdogan árásir samtímis á stöðvar -ISIS- í Sýrlandi nærri landamærum Tyrklands, og árásir á búðir sveita Kúrda í Sýrlandi nærri landamærum Tyrklands.

AKB-flokkurinn reyndi í síðustu kosningum, að draga upp þá mynd - að andstæðinga-bandalag flokks AKB væru -samúðarbandalag- gagnvart hryðjuverkasamtökum.

En nú - - er Erdogan og forsætisráðherra flokks hans, Davutoglu - að draga aftur upp þá mynd, að megin-óvinur Tyrklands, sé P.K.K. flokkur róttækra Kúrda innan Tyrklands.

Í kjölfar loftárásanna, þ.e. í gær laugardag, lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistan því yfir - að vopnahléið sem staðið hefur yfir í 4 ár, væri á enda runnið - - það var árás framin í dag sunnudag, á tyrkneska hermenn innan Tyrklands, af því tagi sem P.K.K. er þekktastur fyrir: Turkish soldiers killed in roadside bombing.

Engin fylking hefur líst yfir ábyrgð, en þetta er árás einmitt klassísk fyrir þá tegund árása á hermenn Tyrklandsstjórnar, sem P.K.K. hefur staðið fyrir í gegnum tíðina.

Síðan er flokkur Kúrda í Sýrlandi, "People’s Protection Unit, or Y.P.G." - sprottinn frá P.K.K. og Tyrklandsstjórn hefur alltaf flokkað Y.P.G. sem hryðjuverkasamtök, og hafði fengið á sínum tíma Bandaríkin, til að flokka Y.P.G. sem slík.

Á hinn bóginn, í átökum við -ISIS- hafa bandaríkin, vent um kúrs - og Y.P.G. hefur í síðustu tíð fengið hernaðaraðstoð - ekki síst hafa loftárásir sem beint hefur verið að stöðum ISIS í fjöllunum og hæðunum nærri landamærum við Tyrkland, verið -bein aðstoð við sveitir Y.P.G. sem síðustu mánuði, hafa oft verið undir miklum þrýstingi frá árásum sveita ISIS.

Skv. yfirlýsingum Bandaríkjastjórnar -sem engin ástæða er ekki að trúa, þ.s. Bandaríkin hafa nú enga hagsmuni af því að ráðist sé gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi- hafa árásir flughers Tyrklands á Kúrda í Sýrlandi -ekkert að gera með samkomulag Bandaríkjastjórnar við Tyrklandsstjórn um samvinnu gegn ISIS.

"Brett McGurk, the US deputy presidential envoy for the coalition against Isis...“There is no connection between these air strikes against PKK and recent understandings to intensify US-Turkey co-operation against ISIL [Isis[,”"

Þessar árásir á sveitir Kúrda - virðast svo fíflalegar, því að þ.e. einungis ein hreyfing sem græðir á því, ef ný átök milli Kúrda og Tyrkja fara af stað -ISIS.

M.ö.o. manni virðist ekki unnt að tengja þær við neina skynsama langtíma áætlun - - þannig að samsæriskenningin að ofan, er kannski eina kenningin sem maður getur beitt á þetta, sem virðist annars hreint brjálæði af hálfu forsætisráðherra Tyrklands og forseta Tyrklands.

Að málið verði að skilja í innanlandspólitísku samhengi Tyrklands, því að Erdogan hafi alls ekki gefist upp á þeim áformum, að gera embætti forseta Tyrkalnds að valda-embætti.

Þannig að samsæriskenningin sé ef til vill rétt, að Erdogan ætli nú að skapa æsingar gegn Kúrdum innan Tyrklands, mála hvern þann flokk er hafi samvinnu við Kúrda, sem föðurlandssvikara - - - sameina alla Tyrkneska þjóðernissinna utan um AKB flokkinn.

Rjúfa þing, og gera aðra tilraun í haust að ná fram þeim 2/3 meirihluta sem til þarf.

Vandinn er auðvitað, ef slík tilraun mistekst - - hvað svo?

Einnig ef tilraunin tekst - - hvað svo?

Þá er Tyrkland aftur komið í stíð við Kúrda, hvernig ætlar þá AKB flokkurinn samtímis að reka átök við ISIS?

En hingað til, hefur AKB flokkurinn að best verður séð, sett kíkinn fyrir blinda augað, þegar kemur að hættunni gagnvart hættulegum íslamistum - - þess í stað tönnslast stöðugt á hættunni af róttækum sveitum Kúrda.

En augljóst hlýtur að vera, að -ISIS- mun græða því meir á þessum nýju átökum, því dýpri sem klofningurinn innan Tyrklands verður - - > Erdogan gæti tekist að æsa upp eitt stykki borgarastríð.

Gæti skapað klofning Tyrklands, ef flokkurinn bakkar ekki snarlega frá slíkri stefnu.

 

Niðurstaða

Ef samsæriskenning sem nefnd er að ofan, kemur einhvers staðar nærri því að skýra hvað Erdogan og Davutoglu gengur til í því, að hefja ný átök við Kúrda. Í kjölfar blóðugrar árásar ISIS á unga aðgerðasinna, er tilheyrðu flokki vinstri sinnaðra og trúlausra Tyrkja, og flokki hófsamra Kúrda. En með því virðist hann vera að -standa fyrir æsingum gegn Kúrdum - þegar samúðar bylgja hlýtur að vera í gangi innan Tyrklands, í kjölfar árásar ISIS á ungu aðgerðasinnana sl. mánudag. Samtímis hefur Tyrklandsstjórn, einnig atlögu gegn ISIS innan Tyrklands sem og innan landamæra Sýrlands. Þá er það afar hættulegur pólitískur skollaleikur.

En árás -ISIS- á unga fólkið sl. mánudag, að sjálfsögðu efldi -minnkaði ekki- samúð innan Tyrklands gagnvart baráttu Kúrda gegn ISIS.

Þannig að mér virðist Erdogan vera að vísvitandi skapa hættulegan klofning innan Tyrknesks samfélags, því að mér virðist augljóst blasa við -að slíkt pólitískt plott gæti haft mjög hættulegar afleiðingar.

Á hinn bóginn, getur vel farið svo að spilin snúist í höndunum á Erdogan og Davutoglu, í stað þess að fólk safnist að AKB flokknum, þá geri það sér grein fyrir, að það sé munur á hófsömum Kúrdum, og P.K.K. Átti sig á því, að ISIS sé meginhættan - ekki flokkar Kúrda. En síðustu kosningar bentu til þess, að bandalag hófsamra Kúrda og vinstri sinnaðra en trúlausra Tyrkja hefði náð þeim skilaboðum í gegn til Tyrknesks samfélags - að Kúrdar gætu verið hófsamt pólitískt afl, jákvætt afl í tyrknesku samhengi.

Ég er að segja, að í stað þess að veikja pólitíska andstæðinga sína, gæti Erdogan uppskorið enn stærri hreyfingu yfir til bandalags hófsamra tyrkneskra Kúrda við vinstri sinnaða og trúlausa Tyrki.

En mér virðist það svo augljóst snargalið, að ætla samtímis að ráðst gegn Kúrdum og ISIS. Svo ef til vill, yrðu áhrifin þau - - að binda endi á valdatíð AKB flokksins í Tyrklandi.

Það gæti einnig verið eina leiðin, til að binda eftur endi á þau átök, sem AKB flokkurinn er nú aftur að setja af stað við P.K.K. Svo að Tyrkland geti beitt sér gegn -rétta andstæðingnum- ISIS.

 

Kv.


Lífvænlegasta pláneta sem NASA hefur fundið - hingað til, er 1.400 ljósár frá Sólkerfinu

Stjarnan sem plánetan snýst um, nefnist Kepler-452. Og er 1,5 milljarði ára eldri en Sólin. Sú stjarna er að auki 20% bjartari, auk þess að hafa 3,7% meiri massa og 11% meira ummál.

Pláneta, Kepler-452b, er talin 5-falt massameiri en Jörðin, sem gerir þyngdarafl þar líklega 2-g. Þetta er því það sem mætti kalla, há-þyngdarafls pláneta, en þó ekki umfram þ.s. mannkyn gæti tæknilega aðlagast. Þvermál plánetunnar er áætlað ca. 1,5 Jörð.

Árið á Kepler-452b er 385 dagar. Hún er hæfilega fjarri eða nærri stjörnunni, Kepler-452 til þess að þar er a.m.k. ágætur möguleiki að finna megi rennandi vatn, jafnvel höf.

Kepler-452b

Kepler-452

NASA Says Data Reveals an Earth-Like Planet, Kepler 452b

Hvað tæki ferðalagið langan tíma?

  • "...at the speed of the New Horizons spacecraft, about 58,536 km/h (36,373 mph), it would take approximately 25.8 million years to get there."

New Horizons geimkanninn, er hraðskreiðasti hlutur sem menn hafa sent út í geim hingað til.

En þægilegra er að hugsa út frá -prósentum af ljóshraða- t.d. miðað við 10% mundi ferðalagið taka sennilega 14.000 ár, og miðað við 5% 28.000 ár.

Þessi fjarlægð er sennilega utan við þau ystu mörk, sem mannkyn framtíðar væri líklegt til að senda svokölluð -kynslóðageimför.

En miðað við aldur plánetunnar, þ.e. einum og hálfum milljarði ára eldri en Jörðin. Þá er kannski ekki óhugsandi, að vitibornar verur hafi þróast þarna - og jafnvel heimsókt Jörðina í mjög fjarlægri fortíð.

  • En höfum í huga, að fyrir 1,5 milljarði ára, var lífið á Jörðinni en á einfrumungs stiginu.
  • Lofthjúpurinn hefur einnig verið nokkuð með öðrum hætti, með engar plöntur á yfirborðinu eins og sl. 500 milljón ár.
  • Þetta er samt innan þess tíma, þegar súrefni er farið að myndast á Jörðinni, og svokallaðir blágrænir einfrumungs þörungar eru komnir til sögunnar.

 

Ef það var vitiborið líf á Kepler-452b er það sennilega löngu útdautt

Ég get auðvitað ekki verið viss að líf þar, mundi hafa þróast á sama hraða. Við vitum auðvitað ekki enn - - hvort þarna er líf.

Lífið á Jörðinni var t.d. á einfrumungs stiginu í 3-milljarða ára. En sl. 700 milljón ár eða þar um bil, hefur verið til flóknara líf - sjávardýr með vefi og frumstæðustu form sjávargróðurs með vefjaskiptingu. Líf á landi finnst fyrst milli 500-600 millj. árum, þ.e. elstu form af 8-fætlum frumstæðum frænkum köngullóa, eru elstu land-dýr sem enn hafa fundist ummerki um í steingerfingum. U.þ.b. 100 milljón árum síðar, sjást fyrstu landhryggdýrin.

Það er algerlega mögulegt, að lífið á Kepler-452b hafi verið lengur á einfrumungs stiginu, en því gæti einnig verið - öfugt um farið.

  • En punkturinn er sá, að meðal-líftími dýrategunda á Jörðinni virðist ca. 3-milljón ár.
  • Við getum ekki gert ráð fyrir því, að líftími vitiborins lífs sé endilega augljóslega, lengri.

Þannig að miðað við það hyldýpi af tíma, sem er á milli aldurs Jarðar og aldurs Kepler-452b, virðist langsamlega líklegast, að vitiborið líf er hefði orðið til þar - - sé sennilega löngu orðið útdautt.

Það gætu verið mörg hundruð milljón ár síðan.

  1. Þetta er sennilega sú vídd, þ.e. -tíminn- sem sé megin hindrunin í því, að vitiborið líf frá mismunandi sólkerfum hittist.
  2. Því að það tekur líf marga milljarða ára að þróast, meðan að líftími hverrar tegundar sé ákaflega hlutfallslega stuttur.
  3. Það sé engin leið að vita, hvenær í þroskaskeiði lífs á tiltekinni plánetu akkúrat, vitiborið líf komi fram - ef það gerist. Þó sennilega þurfi a.m.k. 100 - 200 milljón ár að hafa liðið frá því að flókið líf nemur land, að lágmarki.
  4. Mannkyn verður til ca. 450 milljón árum eftir að hryggdýr nema land.

Líkur virðast yfirgnæfandi, að vitiborið líf - missi af hverju öðru í tíma.

Sérstaklega þegar einnig er haft í huga, að plánetur geta verið mis gamlar svo munar mörgum milljörðum ára, til eða frá.

  • Langsamlega sennilegast virðist, að enginn annar en við - séu uppi akkúrat á þessum tíma.
  • Sem þíði ekki, að ekki hafi mörg þúsund tegundir vitsmunalífs þróast í dýpi tímans, sl. 4-6 milljarða ára.
  • En þær séu sennilegast allar löngu útdauðar í dag.

Tegundir sennilegast hittist aldrei.

Því afar ósennilegt sé að þær séu uppi á sama tíma.

 

Niðurstaða

Þó fjarlægðir séu sannarlega veruleg hindrun. Þá sé sennilega sjálfur tíminn - stærsta hindrunin í vegi þess, að mismunand tegundir af vitsmunalífi hittist. Þó það geti verið, að ekki sé ómögulegt að skapa mjög endingagóð tæki - sem gætu varðveitt þekkingu eða visku, og beðið þess að annað vitsmunalíf komi fram á sjónarsviðið. Þannig að hugsanlega geti það gerst, að það finnist einhverntíma ævaforn tækjabúnaður, einhvers staðar í geimnum--sem enn starfi, og unnt sé að hafa samskipti við. Læra um þá sem smíðuðu þann búnað, svona - hæ í gegnum tíma og rúm. Það má jafnvel ímynda sér, að einstaklingar væru frystir og geymdir í milljónir ára eða tugmilljónir ára, þangað til að geimstöðin finnst af einhverjum öðrum.

En að öðru leiti, virðist langsamlega sennilegast - - að hver tegund vitsmunalífs á hverjum tíma, finni eingöngu rústir löngu liðins tíma - ef eitthvað þá yfirleitt finnst, því að eyðingarafl veðrunar er öflugt á plánetum. Nánast eini möguleikinn væri að skoða loftlaus tungl nærri plánetum sem hugsanlega hafa borið vitsmunalíf í fyrndinni. En rústir á loftlausum tunglum geta enst í milljarða ára.

 

Kv.


4 dögum eftir mannskæða árás - heimila Tyrkir loks notkun flugvalla í Tyrklandi til árása á ISIS

Afstaða stjórnvalda Tyrklands til -ISIS- hefur um nokkurt skeið vakið nokkra furðu, en það hefur verið ljóst síðan að -ISIS- samtökin komu fram á sjónarsviðið 2013 - ekki lengra síðan. Og sópuðu sviðið í Sýrlandi, hrifsuðu stór landsvæði af öðrum uppreisnarmönnum, síðan réðust inn í Írak 2014 og náðu þar einnig stórum svæðum. Að í gegnum Tyrkland hafa legið megin smygl-leiðirnar á vopnum og einstaklingum til bardagasvæðanna í Sýrlandi.

Svo mikil hefur sú traffík virst vera, þ.e. vopn og skotfæri til uppreisnarmanna, en samtímis í gegnum Tyrkland virðist einnig hafa legið megin straumur fólks frá Evrópu á leið til vígstöðvanna í Sýrlandi, á fólki með þau áform að berjast með ISIS - - > Að mann hefur grunað, að Tyrkir hafi vísvitandi verið að láta þessa traffík afskiptalausa.

  1. Kaldhæðnar tungur, hafa sagt að í augum tyrkneskra stjórnvalda, væri framrás -ISIS- ekki þeim í óhag, þ.s. að -ISIS- væri með aðgerðum að veikja Íran er væri keppinautur um áhrif innan Mið-Austurlanda, samtímis að veikja stjórnvöld í Sýrlandi sem stjv. í Ankara væri í nöp við, auk þess að með árásum sínum á Kúrda - neyddust Kúrdar til að fókusa á varnir sinna svæða gegn ISIS, sem minnkaði líkur á að þeir væru á sama tíma öryggisógn innan Tyrklands.
  2. Sumir hafa viljað meina, að -Tyrkland- hafi viðhaft óformlegt -non aggression- samkomulag við -ISIS.-

Hvað um það, á mánudag sl. varð mjög mannskæð árás nærri landamærum Tyrklands við Sýrland;

Suicide Bombing Kills at Least 30 in Suruc, Near Syria

One of the victims held the hand of a mortally wounded woman. Credit Zeki Yavuzak/Depo Photos, via Associated Press

 

Skv. frétt, var í gangi samkunda fyrir opnum himni, hóps Kúrda sem tekur þátt í því að skipuleggja aðstoð við Kúrda Sýrlands megin landamæranna, í baráttu Kúrda innan Sýrlands við -ISIS- samtökin.

Í kjölfar árásarinnar, urðu töluvert miklar æsingar meðal Kúrda í Tyrklandi, og nokkuð um mótmæli gegn stjórnvöldum Tyrklands - ásakanir flugu um það að stjórnvöld væru óvinveitt Kúrdum.

Á miðvikudag, varð stuttur en snarpur bardagi á landamærunum við Sýrland, milli tyrkneskra landamæravarða og aðila Sýrlandsmegin - sem taldir eru hafa verið skæruliðar á vegum -ISIS.-

Ef svo er, voru þetta fyrstu skærurnar milli Tyrklandshers og -ISIS- liða.

Svo kemur fram í frétt fimmtudags, að stjórnvöld í Ankara séu nú loks búin að heimila Bandaríkjunum, að nota herflugvelli í Incirlik og Diyarbakir - til árása á stöðvar ISIS:

Turkey to Allow Use of Key Air Bases for U.S. Warplanes to Bomb ISIS

"The agreement on the bases, Incirlik and Diyarbakir, was described by one senior administration official as a “game changer” that would significantly strengthen the American military’s ability to strike at ISIS targets in Syria and carry out extended aerial surveillance."

  • Það á eftir að koma í ljós, hversu stór stefnubreyting er í gangi innan Tyrklands, gagnvart baráttunni gegn -ISIS.-
  • En Tyrkland hefur stærsta og sennilega öflugasta herinn í Mið-Austurlöndum, þá meina ég þó svo sá her sé borinn saman við her Ísraels.
  • Tyrkland hefur mikla getu til að beita sér, ef vilji til slíks myndast.

Það mundi því mjög mikið geta munað um það, ef Tyrkland ákveður að beita sér af afli, í stað þess að í jákvæðustu túlkun - að Tyrkland hefur setið til hliðar og horft á, gert ekkert.

 

Niðurstaða

Það að öflugasta herveldi Mið-Austurlanda, hefur algerlega neitað fram að þessu að beita sér í baráttunni gegn -ISIS- hefur án nokkurs vafa - minnkað skilvirkni aðgerða þeirra er hingað til hafa verið í gangi gegn þeim samtökum.

Ef Tyrkland hefur beina þátttöku, eða a.m.k. gerist nú hjálplegt - þá ætti skilvirkni aðgerða að aukast. En þó svo að Tyrkland mundi ekki taka þátt í árásum, gætu stjórnvöld þar í landi a.m.k. beitt sér til þess, að stórlega að draga úr þeim straum af fólki til að berjast með -ISIS- sem legið hefur í gegnum Tyrkland.

Það er ekki enn vitað hversu stór stefnubreyting er í farvatninu hjá tyrkneskum stjórnvöldum, varðandi aðgerðir gegn -ISIS.- Það eina sem unnt er að gera er að fylgjast áfram með fréttum.

---------------------------------

PS: Í nótt varð dramatísk atburðarás er Tyrkir hófu sjálfir loftárásir á stöðvar ISIS, og það voru handtökur víða um Tyrkland á aðilum grunaðir um tengsl við ISIS:

Turkish jets hit Islamic State positions in Syria

"Police, backed by helicopters and special forces, also launched overnight raids on more than 100 suspected Islamic State and Kurdish militant locations in Istanbul, according to media reports. Some 5,000 officers were deployed in the operation."

Kannski þíðir þetta, að Tyrkir ætla loksins loksins að binda endi á smyglið á fólki frá Evrópu í gegnum Tyrkland, á vígstöðvarnar í Sýrlandi - fólk á leið til að berjast með -ISIS.-

Ef svo er, þá mun muna töluvert um það, ef -ISIS- gengur verr að fá nýtt byssufóður til liðs við sig.

 

Kv.


Gæti það gerst í framtíðinni, að -ISIS- verði að viðurkenndu ríki?

Pófessor Stephen M. Walt leggur fram þessa spurningu í forvitnilegri grein í Foreign Policy. En spurningin sem hann setur fram - er ekki endilega absúrd. Tökum sem dæmi þegar byltingin varð í Rússlandi 1917. Það leið töluverður tími áður en -Sovétríkin- voru viðurkennd. En fljótlega eftir uppgjöf Þjóðverja 1918. Var tilraun gerð til að styðja andstæðinga stjórnarinnar, meira að segja tók einhver lítill fjöldi herliðs frá Bretlandi og Frakklandi þátt í því að aðstoða skipuleggjendur uppreisnarinnar. Þó að látið væri alveg vera að taka þátt í bardögum - - - eins og allir þekkja. Hafði -Rauði herinn- sem skipulagður var af Trotskí betur í þeirri rimmu. Verulegt mannfall varð í þeim átökum, einkum meðal almennings.

Fljótlega þegar ljóst varð að -Sovétríkin- væru til að vera, voru tekin upp formleg samskipti við þau.

Það má einnig nefna -rauða Kína- eða Kína Maós. En það leið töluvert langur tími, meðan að útlagastjórn Kuomitang flokksins, var enn viðurkennd ríkisstjórn Kína - af hálfu Vesturlanda. Þ.e. stjórnin í Tævan, sat fyrir hönd Kína í Sameinuðu Þjóðunum. Fór með atkvæði Kína.

Ekki fyrr en með för Nixons til Kína 1971 - - varð á formleg breyting. Þarna líða meir en 20 ár.

Þetta gæti verið besta dæmið, þegar maður íhugar spurninguna um -ISIS.

What Should We Do if the Islamic State Wins?

Áróðursmynd af vefsíðu er styður ISIS

 

Gæti ISIS smám saman þróast í þá átt, að verða -samþykkt?

Þ.e. ágætt að ryfja upp, hversu hræðilegir -Bolsévikkar- Leníns voru. En þegar við valdatöku Leníns, virðast hafa hafist skipulögð morð og grimmdarverk. Það er hugsanlegt að fyrstu 3-ár stjórnar Leníns. Hafi verið drepnir fleiri Rússar, en öll 300 ár Keisarastjórnarinnar.

  • En skipulögð morðherferð, virðist hafa beinst að hverjum þeim sem talinn var einhverjum hætti hafa haft hagsmuni til að styðja fyrra stjórnarform - sbr. sérhver sá sem hafði eitthvert form af aðalstign, var leitaður uppi til að drepa - þar á meðal þeirra fjölskyldur og ættmenni. Ég er að tala um, raunverulega útrýmingarherferð.
  • Sú útrýmingarherferð, virtist einnig beinast að - fjármagnseigendum, eigendum og rekstraraðilum í einkarekstri. Sem og þeirra fjölskyldum og ættmennum.
  • Sú útrýmingarherferð, virðist einnig hafa lagst á bændur - sem voru einkaeigendur sinna jarða, en eftir umbætur um miðja 19. öld. Hafði skapast verulegur fjöldi eignabænda, sumir þeirra vel stæðir - langsamlega flestir þeirra þó ekki.

Það veit enginn fjölda þeirra, sem voru drepnir - - en líklegasta ástæðan fyrir borgarastríðinu, virðist einfaldlega sú. Að vegna þess fjölda sem verið var að drepa. Þá í stað þess að láta drepa sig. Risu margir þeirra upp með þau vopn sem þeir gátu útvegað sér.

Og þeir voru nægilega fjölmennir, til að um tíma - leit svo út að stjórnin mundi verða sigruð. En svo fór ekki, og hún hafði betur fyrir rest. Sennilega einkum vegna þess, hve "spontant" og því illa skipulögð uppreisnin víðast hvar virðist hafa verið. Einungis á jöðrum landsins, náðust að byggjast upp - raunverulegir hvítliða herir.

Verulegur fjöldi gat flúið - en mjög sennilega tókst stjórninni þó fyrir rest að drepa flesta af þeim sem hún lagði sig til að drepa.

  1. Ef maður ber þetta við hervirki -ISIS- fram að þessu.
  2. Komast þau hvergi nærri -glæpum- Bolsévikka stjórnar Leníns, fyrstu stjórnarárin.
  • Og Stalín sem tók við eftir að Lenín var allur - var enn verri harðstjóri.

Al Baghdadi - virðist mér lítill karl, í samanburði við Lenín eða Stalín.

----------------------------

Varðandi Maó formann - þá grunar mig, að hann hafi verið enn verri harðstjóri en Stalín. En vandi við Kína, er að valdaflokkurinn metur það sína hagsmuni, að viðhalda leynd yfir þeim hamförum sem gengu yfir Kína í valdatíð Maós.

Sannarlega er vitað, að mannfellir var á köflum gríðarlegur. Ég man eftit t.d. rétt áður en nokkur þúsund manns voru sennilega drepin á "Torgi hins himneska friðar" að sú óopinbera frásögn kom fram, virðist hafa borist frá Kína - - að lauslega áætlað mannfall innan Kína!

Af svokölluðu "stóra stökki" Maós, hafi hlaupið í kringum 37-milljón.

Langsamlega flestir dáið hungurdauða, en þá átti að samyrkjuvæða Kína, eins og Stalín gerði í Rússlandi. Í Rússlandi leiddi það einnig til hungursneyðar.

Hvarvegna sem tilraunir til samyrkjubúavæðingar voru gerðar hjá kommúnistastjórnum, var hungurdauði alltaf útkoman - - en einungis Stalín kláraði dæmið.

Í Kína á endanum gafst valda-klíkan upp. En það virðist að hún hafi haft úthald í hreint ótrúlegan mannfelli, áður en - til þeirrar uppgjafar kom.

  • Þetta var bara "Stóra stökkið" - - enginn hefur nokkra hugmynd um það hve margir létust í "Menningarbyltingunni." En því brjálæði lauk ekki fyrr en með dauða Maós.

Ef Maó er risa-harðstjóri, þá sennilega er "al-Baghdadi" vart meir en á stærð við pöddu.

 

Til þess að -ISIS- geti orðið samþykkt með sambærilegum hætti

Yrði að nást samstaða meðal nágrannalanda, að halda umráðasvæði þeirra - einangruðu. Þetta er ábending, Stephen M. Walt. Og að yrði að vera samstaða meðal nágrannalandanna, að refsa umráðasvæði -ISIS- í hvert sinn, sem eitthvert form af árás á sér stað - sem rekja má upphaf sitt til umráðasvæðis -ISIS.

Það þyrfti auðvitað að tryggja, að frekari útbreiðsla ISIS - heppnist ekki.

  1. Það virðist þó ljóst, að sæmilega samtæðir hópar - geta varist ISIS. Eins og t.d. Kúrdar, og haft betur í viðureign við þau samtök, með nokkurri aðstoð þó.
  2. ISIS hefur ekki heldur tekist, að sækja fram gegn svæðum þar sem meirihluti íbúa, eru Shíta trúar innan Íraks. En á þeim svæðum, er rökrétt að fáir hafi samúð með málstað -ISIS- sem m.a. predikar það að Shítar séu réttdræpir skurðgoðadýrkendur. Þannig að íbúar standi saman, gegn þeim samtökum.
  3. Á sama tíma, hafa tilraunir stjórnvalda í Bagdad mistekist, að sækja fram gegn þeim svæðum þar sem ISIS ræður, þar sem íbúar eru meirihluta -Súnní arabar. En íbúar á þeim svæðum, virðast sætta sig við yfirráð ISIS. Stjórnvöld í Bagdad, virðast því enga samvinnu íbúa slíkra svæða fá - - en annað gerist á svæðum þ.s. meirihluti eru Shítar, þar rísa íbúar upp með hersveitum stjórnvalda, taka þátt í vörn sinna svæða.
  4. ISIS er enn að sækja fram innan Sýrlands, á svæðum þ.s. meirihluti íbúa virðist vera Súnní arabar.

En það geti vel verið, að arabaríki, sem hafa sæmilega sterkan her og öfluga lögreglu.

Geti komið í veg fyrir að ISIS verði of hættulega áhrifamikið innan þeirra landa, þar með sé frekari útbreiðsla -ISIS- út fyrir Írak og Sýrland - mikið til hindruð.

ISIS - virðist hafa besta möguleika, þ.s. þegar er til staðar - niðurbrot valds.

Það þurfi þá að styrkja - vald - á slíkum svæðum.

M.ö.o. - > Að ef tekst að nokkurn veginn að hindra frekari útbreiðslu ISIS. Og ef umráðasvæði -ISIS- er reglulega refsað!
Þá sé alveg séns, að -íslamistaríkið- smám saman, ekki ólíkt því hvað gerðist í kommúnistaríkjunum, lagi til hegðan sína - - þannig að unnt sé að hafa samskipti við þá með öðrum hætti, en vopnum einum.

  • Punkturinn liggur aftur í tilvísun til -kommúnistaríkjanna- en í þeim öllum, var gríðarleg harðstjórn framan-af.
  • En síðari stjórnendur, voru yfirleitt ekki nærri eins blóðþyrstir.

Eftir dauða Stalíns - - tók t.d. miklu mun mildari maður við.

Þó svo að Sovétríkin hafi langt í frá orðið - meinlaus.

 

Niðurstaða

Enginn veit í dag, hvort að sambærileg þróun mundi geta orðið í -íslamistaríkinu- og varð í kommúnistaríkjunum, að eftir dauða fyrstu kynslóðar eða eftir að fyrsta kynslóð leiðtoga lætur af völdum, taki við aðilar - er mundu fókusa meir á að stjórna landinu, en að útbreiða byltinguna.

En hafandi í huga óskaplega grimmd - Leníns, Stalíns og Maós.

Þá virðist mér það ekki endilega blasa við, að -íslamistarnir- séu í eðli sínu meir óvitrænir.

Þannig að það sé ekki endilega bandbrjáluð uppástunga hjá Stephen M. Walt, að svo geti farið fyrir einhverja rest - að íslamista ríkið mundi öðlast viðurkenningu. Þá jafnvel allan pakkann, þ.e. stjórnmálasamband og sæti í Allsherjarþingi SÞ.

Það mundi auðvitað mikið vatn þurfa að renna til sjávar áður en slík útkoma væri orðin.

En kannski tekur það þó ekki eins langan tíma, og eftir eftir valdatöku kommúnista í Kína.

 

Kv.


BRIC lönd stofna nýjan alþjóðlegan fjárfestingarbanka

Þetta hefur verið í undirbúningi sl. 4 ár, og loksins kom stundin - - "New Development Bank" sem bankinn nýi hefur verið nefndur, var formlega stofnaður á athöfn á þriðjudag í kínversku borginni, Sjanghæ.

Það hefur verið töluverð net-umræða um þessi fyrirheit sl. ár, gjarnan flogið í umræðunni, að BRIC hafi stór plön um að mynda mótvægi við "The World Bank" eða Heimsbankann.

Mér virðist þegar lesið er í fréttir, að "NDB" sé ekki að fara að taka yfir sviðið.

"Aly Song / ReutersPresident of the New Development Bank (NDB) Kundapur Vaman Kamath gives a speech during a opening ceremony of the New Development Bank in Shanghai, China, July 21, 2015."

BRICS Emerging Nations Launch New Development Bank

Brics countries launch new development bank in Shanghai

New Brics bank in Shanghai to challenge major institutions

 

Kína skv. frétt leggur fram 41% af fyrirhuguðu stofnfé!

  1. "China has pledged to contribute $41 billion"
  2. "Brazil, India and Russia will each contribute $18 billion"
  3. "South Africa will contribute $5 billion"

Ef marka má fréttir, hafa aðildarlöndin 5 - jafnan atkvæðisrétt.

Og bankinn á að fjármagna verkefni í þeim löndum, sem og í þróunarlöndum.

  1. Það kemur auðvitað í ljós, hver ræður.
  2. En það vekur athygli, að eftir samninga landanna á milli, um það hvar höfuðstöðvar verði - endar það svo að hann er stofnaður á kínversku landsvæði.
  3. Kínverska framlagið - er það langsamlega stærsta.

Þannig að maður hefur smávegis grunsemdir þess efnis, að Kína muni mestu ráða innan þeirrar stofnunar. Þrátt fyrir regluna um jafnt atkvæðavægi. Og þrátt fyrir að Indverji hafi fengið það heiðurssæti, að vera fyrsti bankastjórinn.

Varðandi þá spurningu - - hvaða áhrif þessi stofnun hefur, með sitt 100 milljarða Dollara stofn-framlag, þá er rétt að muna að Grikkland eitt skuldar í dag yfir 300 milljarða Evra.

Þó svo að maður ímyndar sér, að lánað sé 10-falt út á stofnframlagið. Þá er þessi stofnun, langt í frá stór - - t.d. samanborið við stóran alþjóðlegan einka-banka.

Svo er áhugavert að bera hann saman við -  "Asian Infrastructure Development Bank" sem 57 þjóðir hafa samþykkt að taka þátt í, m.a. margar aðildarþjóðir ESB. Sem stofnað var til fyrr á þessu ári. Stofnframlag þess banka einnig var 100 milljarðar Dollara.

  • Ég hugsa að þessar stofnanir séu ekki nægilega fjárhagslega sterkar, til að vera eiginleg ógnun við þær stóru fjármálastofnanir, sem grundvalla núverandi viðskiptakerfi.

Viðbrögð voru vinsamleg:

  1. ""From our standpoint we are really looking forward to cooperating with the new institutions … the needs [for infrastructure] are huge," said Karin Finkelston, a vice president at the World Bank..."
  2. "The Japan-led Asian Development Bank, in a statement quoting its president Takehiko Nakao, said it hoped to explore opportunities to co-finance projects with the New Development Bank."

M.ö.o skv. talsmönnum beggja stofnana, væri slík viðbót við það fjármagn sem í boði væri til þróunarlanda - - einungis af því góða.

 

Niðurstaða

Mín skoðun hefur verið sú, að Kína raunverulega hafi engan áhuga á að ógna núverandi viðskiptakerfi - enda græði Kína sjálft alltof mikið á því kerfi, til að það væri þess hagur að vinna því tjón.

Með því að nota hluta af hagnaði sínum af viðskiptum til að fjármagna slíka þróunarbanka sem "AIIB" og "NDB" getur Kína - að einhverju leiti nýtt fjárhagslegan styrk sinn, til að skapa góðvilja í fátækum löndum.

Það verður auðvitað að koma í ljós, með hversu snjöllum hætti Kína beitir þeim stofnunum í framtíðinni.

Kína ætli að auka áhrif sín - en án þess að ógna grunnkerfinu sjálfu.

 

Kv.


Ég efa það væri snjöll ákvörðun að hækka verulega virðisaukaskatt á ferðaþjónustu

Það hefur verið umræða skilst mér meðal stjórnarflokkanna, að hækka VSK á ferðaþjónustu í hæsta stig eða ca. 2-falda skattprósentuna. Sjálfsagt dettur einhverjum í hug þau rök, að ferðaþjónustan eigi að borga sama skatt og margir aðrir. Sem mætti kalla, sanngyrnisrök.

  1. Kannski horfir einhver eftir - auknum skatttekjum í ríkiskassann!
  2. Málið er, að mig grunar að þetta yrði klassíst dæmi um - of skattlagningu. Það að hækkun skatts, leiði til - tekjutaps.

 

Af hverju?

Það þarf að hafa í huga, að ferðaþjónusta er ákaflega viðkvæm fyrir kostnaðarhækkunum, í sínu grunn eðli - - vegna þess að kaupendur þjónustunnar eru venjulegt fólk, launafólk frá öðrum löndum; ekki auðugir einstaklingar - upp til hópa.

Þetta fólk þarf að velta hverri, evru eða dollar eða pundi eða jeni, o.s.frv. Og aðrir áfangastaðir en Ísland - koma alltaf hugsanlega til greina.

Af fara hingað, er dýrt - þó fólkið láti freystast hingað í hratt vaxandi mæli, undanfarin ár.

  1. En menn mega ekki misskilja hinn hraða vöxt með þeim hætti.
  2. Að ekki séu líkur á snöggum djúpum samdrætti í greininni.

Það kemur til af því, að vegna þess að kaupendurnir eru venjulegt launafólk, þá er til staðar eitthvert verðbil - sem við vitum ekki nákvæmlega hvar liggur. Sem eru sársaukamörk margra þeirra einstaklinga sem hingað koma.

  1. Það eru þegar kostnaðarhækkanir fram undan í greininni, vegna launahækkana þeirra sem hafa verið samþykktar, sbr. þá samninga sem hækka lágmarkslaun í 300þ.kr. á 3-árum.
  2. Strax má reikna með því að fyrirtæki í greininni, verði að hækka verð nokkuð duglega, vegna þess að þau hafa ekki getað gert ráð fyrir launahækkunum þessa árs í verðum, þ.s. ekki lá fyrir hverjar þær mundu verða - er fyrirtækin auglýstu verð. Það má því reikna með því að sú hækkun verði fremur dugleg, því að þau væntanlega taka þá einnig inn kostnað vegna launahækkan nk. árs.
  3. Svo má reikna með annarri hækkun árið eftir, þegar launin fara fyrir rest í 300þ. Mér skilst að mjög margir sem vinna í þessari grein - - séu einmitt á lágmarks töxtum. Jafnvel þar neðan við, því töluvert sé af skólakrökkum að vinna á sumrin, á enn lægri töxtum en þeim.

Það þarf að muna þetta samhengi - - þegar menn velta fyrir sér því hvað getur gerst, ef VSK mundi vera ca. 2-faldaður á greinina, ofan í þessa launahækkanabylgju.

Mig grunar, að ef slíkri VSK hækkun er viðbætt - - þá séu afar góðar líkur á að verð til ferðamanna, fari yfir sársaukamörk - - > Að síðan verði veruleg fækkun ferðamanna. Sem gæti vel framkallað það ástand, að innheimtar skatttekjur mundu minnka.

Höfum auk þess í huga, að ef verulegur samdráttur skellur yfir greinina, þá finnst mér afar sennilegt, að nokkur fjöldi ferðaþjónustuaðila rúlli á hliðina í gjaldþrot. Vegna þess að það virðist alveg klárt að margir séu að byggja sig upp af meira kappi en forsjá.

Það er að auki rétt að muna, að þetta er nú orðin - stærsta gjaldeyrisaflandi greinin. Þannig að samdráttur er væri umtalsverður, mundi bitna töluvert á gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.

  • Heildarniðurstaðan gæti knúið fram eina af hinum hagsögulega klassísku afleiðingum á Íslandi - - gengisfellingu.
  • Sem væri mjög óheppilegt fyrir stjórnarflokkana, að fá t.d. 2016. Þannig að það væri verðbólga og ný óánægja í gangi með kaup og kjör, svona rétt í tæka tíð áður en kosið verður næst til Alþingis.

Ég held að þetta svari því - af hverju mér virðist að sú hækkun á VSK á ferðaþjónustu sem umræða hefur verið um, geti reynst feilspor.

 

Niðurstaða

Íslendingar hafa ekki kynnst því enn. En ég fæ ekki betur séð, en að ferðaþjónusta sé með marga af sömu göllum og sjávarútvegur hefur lengi haft - að vera óstöðug grein. Ekki síst vegna þess, að greinarnar tvær séu viðkvæmar bersýnilega fyrir kostnaðarhækkunum.

Það þíðir grunar mig, að til lengri tíma litið, sé sennilegt að ferðamennska verði a.m.k. litlu síður sveiflukennd, en sjávarútvegur hefur verið.

Við höfum einfaldlega ekki enn, fengið fyrstu stóru niðursveifluna í ferðamennsku. En ég er algerlega viss, að slík kemur - - hvenær akkúrat veit ég ekki.

En ríkisstjórnin, ætti að stíga varlega til Jarðar, þegar kemur að framkvæmd aðgerða - er geta stuðlað að þeirri útkomu, að slíkur samdráttur geti orðið fyrr í farvatninu heldur en síðar.

 

Kv.


Gjaldþrot getur verið minnst slæma lendingin fyrir Grikkland

Við erum að tala um framhaldsprógramm upp á rúma 80 milljarða evra, sé bætt ofan á núverandi skuldastöðu Grikklands - sem sennilega færi heildarskuldastöðu upp í 200% af þjóðarframleiðslu.

  1. Sannarlega hefur Grikkland þegar 10-ára greiðslupásu á lán af 2-björgunarprógrammi Grikklands.
  2. En það verður að muna, að greiðslupásan gildir bara fyrir lánin af 2-prógrammi.
  3. Greiðsluvandræði Grikklands á þessu ári, standa í tengslum við lán af 1-prógrammi sem hafa verið að falla á gjalddaga á þessu ári.
  • Greiðsupásan þíðir því ekki -að Grikkland geiði ekki neitt á meðan- heldur einungis að landið greiði ekki af lánum af 2-lánapakka, í þau 10 ár sem greiðslupása um þau lán gildir.
  • En það hefur verið algengur misskilningur í fjölmiðlum, þar á meðal í alþjóðlegum stórfjölmiðlum, að Grikkland sé í einhverskonar - almennri greiðslupásu.
  • Ástæða fyrir þörf fyrir 3-björgun Grikklands. Er einmitt skortur á getu landsins sem hefur verið að birtast okkur sjónum, getu til að standa undir þeim greiðslum sem þegar hafa hafist, af 1-lánapakka.
  • Þ.e. auðvitað vegna þess, að sú geta er ekki til staðar, að menn ætla að fara að lána Grikklandi fyrir þeim greiðslum, af 1-lánapakka.
  1. Menn segja að Grikkland hafi ekki staðið við aðgerðapakka.
  2. Þess vegna hafi áætlanir ekki gengið upp.

En við hvað var miðað, þegar menn ákváðu greiðslubirði Grikklands, nóv. 2012?

Það var gert ráð fyrir hröðum viðsnúningi til hagvaxtar, árið í ár væri fyrsta heila árið í hagvexti, síðan mundi sá hagvöxtur aukast - - og haldast síðan stöðugur í ca. 3%, að því er best varð séð - til eilíðarnóns.

Ég taldi alltaf þessar hugmyndir - hreina fantasíu.

Það er augljóst - - að áætlanir frá nóv. 2012 um öflugan viðsnúning í Grikklandi til hagvaxtar hafa ekki staðist, né að kröftug endurgreiðslugeta myndist.

Nýjasta AGS plaggið: PRELIMINARY DRAFT DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS

Augljóst er, að Grikkland hefur ekki hrint í verk, nærri öllum þeim breytingum á vinnumarkaði í Grikklandi, þ.s. er fullt enn af "lokuðum geirum" - sem ætlast var til.

Það liggur gjarnan fyrir sú ásökun, að þess vegna hafi dæmið ekki gengið upp? En hefði annars sannarlega það gert. En ég er aftur á móti algerlega viss, að þær áætlanir voru aldrei raunhæfar.

Það er forvitnilegt að skoða það - hvaða land var notað sem viðmið fyrir Grikkland!

Í þessu AGS plaggi, er mjög góð lýsing á þessu: PRELIMINARY DRAFT DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS

  1. Bls. 9 "Medium - to long - term growth projections in the program have been premised on full and decisive implementation of structural reforms that raises potential growth to 2 percent." - - - > Takið eftir, þetta var viðmiðið. En síðan kemur sögulegur samanburður.
  2. "...real GDP growth since Greece joined the EU in 1981 has averaged 0.9 percent per year through multiple and full boom - bust cycles and TFP growth has averaged a mere 0.1 percent per year." - - - > Takið eftir, raunhagvöxtur -þegar gerð hefur verið grein fyrir öllum þáttum- hefur einungis verið 0,1% per ár, en skv. áætlun mundu aðgerðir þær sem gerð var krafa um, hækka þann árlega vöxt í 2%.
  3. "What would real GDP growth look like if TFP growth were to remain at the historical average rates since Greece joined the EU? Given the shrinking working - age population  (as projected by Eurostat) and maintaining investment at its projected ratio of 19 perc ent of GDP from 2019 onwards (up from  11 percent currently), real GDP growth would be expected to average 0.6 percent per year in steady state." - -  -> Takið eftir þessari lýsingu. Vandi Grikklands vegna fólksfjöldaþróunar, er sá - að öllu óbreyttu áætla þeir framtíðar raunhagvöxt Grikklands neikvæðan.
  4. "If labor force participation increased to the highest in the euro area, unemployment fell to  German levels, and TFP growth reached the average in the euro area since 19 80, real GDP growth  would average 0.8 percent of GDP." - - - > Að óbreyttri skilvirkni sé hámarks hagvaxtargeta Grikklands, einungis 0,8%.
  5. "Only if TFP growth were to reach Irish levels, that is, the best  performer in the euro area, would real GDP growth average about 2 percent in steady state." - - - > Ég fann þennan texta inni í greininni miðri. M.ö.o. þeir gerðu ráð fyrir að Grikkland á örfáum árum, yrði ná fram álíka skilvirkni og hagkerfið á evrusvæði með skilvirkasta mælda vinnumarkaðinn á öllu evrusvæði. Annars gat ekki dæmið gengið upp. En viðmiðið var einmitt - - að Grikkland næði meðal "TFP" vexti upp á 2%.

Það sem mér virðist þetta sýna algerlega fram á, sé að viðmiðin hafi verið gersamlega óraunhæf.

Krafan um hagvöxt langt - langt - langt umfram raunhagvaxtargetu þá sem Grikkland hefur haft sl. 40 ár.

En ég get í reynd ekki séð annað út úr því, en það að þetta viðmið hafi komið fram með þeim hætti, að menn hafi reiknað sig út frá öfugri átt, m.ö.o. hvað þarf til svo ekki þurfi að lækka höfuðstól skulda.

Það hafi verið neitunin að lækka höfuðstól skulda, sem hafi leitt það hagvaxtarviðmið fram. Ekki að það hafi verið sá skilningur, að þetta hafi verið raunhæfustu kröfurnar sem unnt hafi verið fram að leggja.

  1. En hvernig geta menn í ósköpunum vitað, að Grikkland mundi ná fram þessum hagvexti, þó svo öllum kröfum væri mætt?
  2. Þ.e. sannarlega rétt, að Spánn er nú að sína hagvöxt í líkingu við þetta - einhverjum gæti dottið í hug að segja -aha þar er sönnunin- en spænska hagkerfið stendur því gríska miklu mun framar. Spánn t.d. hefur öflug útflutningsfyrirtæki, þau voru til staðar, þannig að þá er vel framkvæmanlegt að bæta þeirra starfs skilyrði, og fá fremur fljótt inn - aukningu í útflutning, og þar með nýjan hagvöxt.
  3. En Grikkland hefur ekki slík útflutningsfyrirtæki. Grikkland hefur gríðarlega lélegan útflutning. Þann lélegasta innan ESB. Þ.e. að sjálfsögðu megin ástæða þess, að hagvöxtur í Grikklandi hefur verið í því lélega fari svo lengi - sem hann hefur verið. En punkturinn er sá, að þú býrð ekki til nýjar útflutningsgreinar á nóinu.
  4. Þá þurfa menn að gera ráð fyrir, að Grikkland laði til sín erlenda aðila - er setji þar upp starfsemi. En af hverju í ósköpunum ættu slík fyrirtæki að velja Grkkland? Alveg burtséð frá því hvort Grikkir - geri allt þ.s. þeim er upp á lagt?

En til þess að vera góður staður fyrir erlend fyrirtæki, þarf gríðarlega margt að gera í Grikklandi - - og svo óskaplega margt af því kostar stórfé, sem Grikkland á ekki.

Ég hef einfaldlega aldrei haft nokkra trú á þessu dæmi - yfir höfuð.

Bendi t.d. á, að ef gríska ríkið á að greiða af erlendum skuldum nk. áratugi 3,5% af þjóðaframleiðslu per ár, eftir ath. - að hafa skorið ríkisútgjöld miðað við upphaf kreppu sennilega um stærðir í kringum 40% - - > Þá er afar erfitt að sjá hvernig gríska ríkið á að hafa efni á því, að byggja upp innviði landsins, þannig að þeir standist þær bestu kröfur sem erlendir fjárfestar í dag gera um aðstöðu.

Að auki, þá ef aukning skilvirkni hjá gríska ríkinu á að skila sér, þarf gríska ríkið á hæfu starfsfólki að halda, eftir mikinn niðurskurð launa - gæti verið erfitt að útvega það fólk, því vanalega krefst hæft fólk hárra launa. Eins og við erum að kynnast hjá ísl. læknum og hjúkrunarfólki, er vinnumarkaður fyrir "professionals" orðinn alþjóðlegur. Slíkt fólk getur því gjarnan leitað til næsta lands, sem þíðir að heima landið verður þá að bjóða sambærileg kjör. Ég er því dálítið skeptískur á það að stórbætt skilvirkni hjá gríska ríkinu muni skila sér nærri að fullu.

  1. Ég á mjög erfitt með að sjá, að ef það á að vera stefnan, að erlendir fjárfestar komi til Grikklands í stórum stíl, til að búa til þann hagvöxt sem þarf - - að Evrópa komist hjá því, að verja gríðarlegum upphæðum til þess að byggja þá upp innviði Grikklands.
  2. Grikkir þurfa þá að fá mjög gríðarlega rausnarlega styrki frá "Þróunarbanka Evrópu" og að auki - öðru styrkjakerfi ESB. Yrði að vera nokkurs konar "Marshall Plan" fyrir Grikkland. Afar ósennilegt heilt yfir, að Grikkir mundu nettó greiða.

Það getur enginn neitað því, að Grikkland var búið að koma sér í gríðarlegan vanda, þegar í upphafi kreppu - Oliver Blanchard hjá AGS lýsir því í nokkrum orðum:

"...debt in Greece was 300 billion euros, or 130% of GDP.  The deficit was 36 billion euros, or 15½ % of GDP.  Debt was increasing at 12% a year, and this was clearly unsustainable." - "Given gross financing needs of 20–25 % of GDP, it would have had to cut its budget deficit by that amount. Even if it had fully defaulted on its debt, given a primary deficit of over 10% of GDP, it would have had to cut its budget deficit by 10% of GDP from one day to the next..."

Það sem síðar hefur gerst, að gríska hagkerfið hafi sigið um 30% síðan 2010 - - höfum í huga að upphafs halli gríska ríkisins var 10%, þá er heildarniðurskurður gríska ríkisins þegar orðinn vart undir 40%.

Og gríska ríkið þarf til viðbótar mjög líklega, að skera niður 10%. Ef það á að geta staðið undir kröfum - um að byggja upp greiðslugetu. Þá erum við að tala um, að ríkisútgjöld í Grikklandi muni þá hafa minnkað um helming.

Er einhver furða, að það sé komin þreyta í Grikki?

Sem hafa upplifað lífskjör nú skreppa saman ár frá ári, atvinnuleysi aukast ár frá ári.

Og samt hefur staðan aldrei virst vonlausari.

 

Eins og ég sé vanda Grikklands, er greiðslugeta í reynd "0"

Takið eftir lýsingunni að ofan, þ.s. fram kemur hjá starfsmönnum AGS, að miðað við núverandi ástand mála í Grikklandi. Sé hagvaxtargeta í reynd -0,6%. Eðlileg ályktun af þeirri staðreynd, er sú að greiðslugeta sé nákvæmlega - engin.

Allar fyrirætlanir um að Grikkland endurgreiði, snúast um að skapa greiðslugetu. Sem ekki er augljóslega til í dag - - vandinn er auðvitað sá, að trúverðugleika gap Grikklands er of stórt.

Þegar greiðslugetan er engin, þá vil ég meina sé ekki nóg, yfirlýsing um að Grikkland greiði ekki af núverandi lánapakka í 10 ár, meðan að greiðslur af síðasta lánapakka halda áfram að hrannast upp, svo það þarf að búa til 3-lánapakka til að lána fyrir greiðslum af 1-lánapakka.

Þegar við tökum t.d. Spán sem dæmi, þá var trúverðugleika gapið aldrei þetta risastórt, punkturinn er sá - að þegar þú ert staddur í þjóðfélagsumræðu, þá þarftu að sannfæra fólk um það að stefnan sé líkleg að ganga upp - - > Annars hrannast andstaðan upp, og vilji til að fylgja prógramminu hrynur. Sem einmitt gerðist í Grikklandi.

Vandinn er að fá fólkið til að trúa því, að þetta sé mögulegt - þá má það ekki taka margar kynslóðir, fyrir jákvæðar breytingar að skila sér. Það þarf að skila sér sýnilega þegar fyrir þá kynslóð sem í dag er ung - - > Annars mun hún styðja hverja þá uppreisn gegn prógramminu sem fram kemur.

  1. Ég sé ekki að unnt sé að brúa þetta bil, án þess að gera ráð fyrir mjög stórri skulda-afskrift.
  2. Sannarlega felur það í sér verulega afskrift skulda, þær aðgerðir sem Evrópuríki hafa þegar gripið til, sbr. lækkun vaxta sem eru mjög lágir á 2-lánapakka. Og að gefa 10 ára greiðslufrest á lán af 2-lánapakka. Það þíðir, a.m.k. um lán af 2-lánapakka, að þau eru ekki sérlega íþyngjandi í dag.
  3. En vandinn er sá, að fólk er ekki bara að horfa á nk. ár, heldur er kynslóðin sem er ung, að horfa á það - á ég að búa í Grikklandi, eða flytja annað? Dæmið getur ekki gengið upp, hafandi í huga hve hátt hlutfall Grikkja eru eldri borgarar, ef stór hluti unga fólksins flytur úr landi.
  4. Þá dugar ekki þetta 10-ára bil. Fólk þarf að trúa því að það sé framtíð. Þegar það sér þennan risastóra vegg af skuldum, þó ekki þurfi að greiða af honum strax. Þá trúir það ekki á þá framtíð - - sbr. trúverðugleika-gap.
  • Til þess að Grikkland haldi þessu unga fólki, þarf gríðarlega efnahags uppbyggingu í Grikklandi, á því er enginn vafi.
  • En ég sé ekki að sú uppbygging geti farið fram, nema og aðeins nema, ef trúverðugleika-bilið er brúað með stórri skulda-afskrift.

Eins og staðan er í dag, þarf sennilega að afskrifa skuldir Grikklands af stærstum hluta.

Þar sem ekki er vilji til þess í aðildarríkjunum, er sennilega minnst slæmt - að Grikkland fari í formlegt gjaldþrot.

  1. Það tekur auðvitað engin hátíð við í Grikklandi - - gríska ríkið þarf sennilega að endurtaka það sama og gert var á Íslandi í hruninu, að gríska ríkið taki bankakerfið yfir -en tryggi innlenda starfsemi þess.
  2. Það getur gríska ríkið einungis gert í ástandi þrots, með því að snúa til baka til drögmunnar.
  3. Dragman auðvitað gengisfellur stórt - en Grikkir eiga í dag erlendis verulegt fé sem flutt hefur sl. 5 ár út úr gríska fjármálakerfinu til annarra evrulanda. Mér skilst að það fé sé það mikið, t.d. miðað við 30% gengisfall þá hækki það í virði miðað við gríska hagkerfið sem nemur 5% af þjóðarframleiðslu. Þetta fé sé í bland í eigu einstaklinga, fjölskyldna og grískra fyrirtækja.
  4. Það verða auðvitað fyrirtæki sem lenda í vanda með greiðslur í evrum, t.d. til byrgja. En ákaflega mörg grísk fyrirtæki virðast hafa þegar tryggt sig með því að færa fé úr landi á reikninga í öðrum evrulöndum. Þannig að almennt séð getur vel verið að slík vandræði verði ekki til staðar, að fé grískra fyrirtækja erlendis - dekki þarfir þeirra til að fjármagna þeirra þarfir í evrum.
  5. Stærsti hluti skulda grískra fyrirtækja virðist innan gríska bankakerfisins, og þær mundu þá verða að drögmum - sama mundi gilda um grískar innistæður. Eina leiðin til að tryggja aðgang að þeim, eins og gert var á Íslandi í hruninu - er ef gríska ríkið skiptir yfir í drögmur. Annars mundi þurfa að loka alveg á aðgang að innistæðum. Sennilega mundu þær allar tapast. Því að gríska ríkið eftir þrot, mundi ekki hafa aðgang að evrum óháð verði. Nema með þeim hætti, sem gert var á Íslandi - að setja upp haftareglu, skylda aðila að skila gjaldeyri til seðlabankans. En það væri langt í frá nægt fé til að varðveita innistæður í evrum í grísku bönkunum. Þó svo að Dragman mundi líklega falla stórt - þar með virði innistæðna raunminnka mikið. Þá væri samt það eina leiðin fyrir gríska ríkið eftir þrot að tryggja aðgang að innistæðum, að skipta yfir í drögmur.

Í besta falli mundi gríska hagkerfið rétta við sér hægt og rólega á löngum tíma. En ég á ekki von á hröðum hagvexti, alls ekki. Það yrði allt framanaf háð ferðamennsku. Ferðamennska gæti farið í aukningu, ef það eru ekki götuóeirðir í gangi til að fæla fólk frá. Þannig að það þarf þá sennilega að hafa myndast sæmileg sátt innan gríska samfélagsins, að fara þá leið.

  • Það er betra - ef þetta er gert í einhverju samkomulagi við aðildarríkin.
  • Þannig að Grikkland hafi aðgang óskertan áfram að "Þróunarbanka Evrópu."

Það þíðir sennilega að landflótti ungs fólks verður, að einhverju verulegu leiti. Á hinn bóginn, þá gengur það unga fólk sennilega ekki að dýrum störfum erlendis!

Þannig, að ef skiptin í drögmu eru gerð í sæmilegri sátt innan samfélagsins, þannig að það sé friður innan samfélagsins - - svo að aukningin í ferðamennsku skili sér. Ætti að verða hröð fjölgun starfa í þeirri grein, og atvinnuleysi minnka því sæmilega hratt.

Sem ætti að bæta líkur þess, að unga fólkið verði heima. Það þíðir að sjálfsögðu, að fallið í Grikklandi verður ákaflega djúpt - lífskjörin sennilega fara langt niður.

Gamlingjarnir munu margir líða skort. Það getur orðið það slæmt, að full ástæða verði - til að veita matar aðstoð til eldra fólks á Grikklandi.

  • Bendi á, að 3-prógramm líklega felur í sér það djúpan niðurskurð ellilauna, að mjög margir aldraðir lenda sennilega vel undir fátæktarmörkum. Það verður sennilega þörf fyrir matar-aðstoð í báðum tilvikum.

 

En ef haldið er áfram með prógrammið?

Það er engin góð útkoma í boði. Eins og hugmyndir um prógramm liggja fyrir, þá verða inngrip kröfuhafa í stjórnun landsins - miklu meiri en áður. Það er vegna þess, að menn treysta því ekki að grísk stjórnmál hafi getu til þess að framkvæma þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar.

Auk þess, að 50 milljarða evra andvirði grískra eigna verði fært í sjóð, til að fjármagna endurfjármögnun grískra banka upp á rúma 20 milljarða evra. Undir stjórn kröfuhafa, verði þær eignir seldar smám saman - - mjög ólíklegt að meir fáist en fyrir þeirri endurfjármögnun. Meira að segja má vera að minna en 20 milljarðar fáist fyrir ríkiseignir með nafnvirði 50 milljarða.

  1. Vandi við þetta, er að með því að kröfuhafar taka stórum hluta yfir stjórn landsins, þá er hætta að við það krystallist andstaðan innan Grikklands við ástand mála - - og beinist gegn þeim aðilum utanaðkomandi sem þá eru að leiða það fram, sem þeir telja nauðsynlegt.
  2. Þ.e. alveg fyrirséð, að allt verður logandi í reglulegum óeirðum og fjöldamótmælum, ástand er verði vatn á myllu - öfgaafla innan Grikklands.
  3. En vandinn er enn stærri, því að sú aðferð að Grikkland sé tekið nánast yfir, er vatn á myllu öfga-afla um alla Evrópu. Og Donald Tusk sagði nokkra áhugaverða hluti um þetta um daginn, ég held að ótti hans sé á rökum reistur!

Donald Tusk warns of extremist political contagion: “I am really afraid of this ideological or political contagion, not financial contagion, of this Greek crisis,” - “It was always the same game before the biggest tragedies in our European history, this tactical alliance between radicals from all sides. Today, for sure, we can observe the same political phenomenon.” - "He said he was taken aback by a speech Mr Tsipras gave to the European Parliament last week...was loudly cheered by a large number of MEPs." - “It was the first time I saw radicals with such emotion, in this context anti-German emotion. It was almost half of the European Parliament. This is why I think nobody, but in particular Germany, are political winners in this process.” - “For me, the atmosphere is a little similar to the time after 1968 in Europe,” - “I can feel, maybe not a revolutionary mood, but something like widespread impatience. When impatience becomes not an individual but a social experience of feeling, this is the introduction for revolutions.”

Ég held að Tusk hafi rétt fyrir sér, en hafið í huga -að hann er að verja prógrammið- en samtímis er hann að fyllast af beig.

Mjög stór hópur upplifir það hvernig farið hefur með Grikkland - sem nokkurs konar svik við þá Evrópu, sem þeir töldu að sér hefði verið lofað.

Ég er að segja, að aðildarríkin ættu að afskrifa skuldir Grikklands -einnig sjálfra sín vegna- því að þetta ástand, að Grikklandi hraki áfram, kjör versni áfram, o.s.frv.

Hljóti að halda áfram!

  1. En ég sé ekki að Grikkland nái að skapa þann hagvöxt, sem reiknað er með.
  2. Þó svo að allt verði skv. fyrirmælum kröfuhafa gert, mundi sá hagvöxtur ekki verða til.
  3. Gríðarleg þjóðfélagsleg læti og pólitískur óstöðugleiki mundi sennilega samhliða standa yfir í Grikklandi - - og það eitt væri algerlega næg ástæða til að hræða fjárfesta í burtu.
  4. Umræðan mundi líklega kenna kröfuhöfum um þann viðbótar samdrátt kjara sem yrði, sem og það viðbótar atvinnuleysi er yrði. Og stuðningur við öfgaöfl mundi vaxa stig af stigi. Og í því samhengi, mótmæla og óeirða.
  5. En það eru flr. ástæður þess, að ég á ekki von á þeirri erlendu fjárfestingu er til þarf, sbr. að grísk yfirvöld trauðla munu geta haldið við innviðum Grikklands - eftir 50% niðurskurð útgjalda, hvað þá sett fé í að bæta þá innviði. Þannig að án mjög mikils fjárstuðnings við þá innviði frá aðildarríkjunum - mundi þeim innviðum hnigna. Sem mundi hafa sjálfstæð áhrif til að fæla aðila frá Grikklandi.
  6. Að auki, eftir 50% niðurskurð útgjalda, er erfitt að sjá að gríska ríkið geti ráðið til sín það hæfa fólk, sem til þarf ef gríska ríkið á að verða skilvirkt - sæmilega. Það sé því ósennilegt að gríska ríkið nái að byggja upp samkeppnishæft viðmót gagnvart aðilum er vilja eiga viðskipti við Grikkland - nema að veruleg fjárhags aðstoð mundi koma til, frá Evrópulöndum svo gríska ríkið geti varið fé sem til þarf svo sú skilvirkni skili sér.

Þannig að ég er fremur viss um, að án stórrar afskriftar - - sé trúverðugleika-gapið of stórt.

Andstaða almennings verði of mikil - - án verulegrar mikillar minnkunar trúverðugleika gaps sé ósennlegt að unnt sé að afla stuðnings grísks almennings við aðgerðir.

Og meðan að trúverðugleika-gapið viðhaldist á þeim skala sem það er, þá sé ósennilegt að fjárfesting sem til þarf - skili sér.

  • Það sé eiginlega orðin forsenda þess, að viðsnúningur geti hafist, að stór afskrift fari fram. Til að minnka trúverðugleika-gapið.
  • En einnig svo að unnt sé að skapa stuðning innan Grikklands meðal almennings, fyrir aðgerðum til að bæta skilvirkni gríska hagkerfisins.

Uppbygging Grikklands m.ö.o. geti ekki heppnast án stórrar afskriftar.

 

Niðurstaða

Við vitum öll af því að formlegar viðræður um 3-björgun Grikklands hefjast í nk. viku. AGS hefur látið þau boð út ganga, að núverandi skuldastaða -þó fullt tillit sé tekið til þess að lán af 2-lánapakka hafa verið á 10 ára greiðslufresti, og að vextir hafi verið lækkaðir og lán lengd - - > Þá sé framreiknuð skuldastaða samt ósjálfbær.

Eins og AGS segir frá raunstöðu gríska hagkerfisins.
Þá er hagvaxtargeta ekki í reynd til staðar.

Sem eðlilega leiðir fram þá ályktun, að greiðslugeta í reynd sé - engin.

Mín skoðun er að það séu bara 2-raunhæfir valkostir, A)Gjaldþrot, eða, B)Að strax verði framkvæmd mjög stór afskrift skulda Grikklands.

Ég sé ekki alveg fyrir mér hversu stór hún þarf að verða. En miðað við það að gríska hagkerfið að óbreyttu skv. AGS hafi neikvæða raunhagvaxtargetu upp á -0,6%.

Þá er í reynd eðlileg ályktun, að segja að annað af tvennu þurfi að koma til greiðsluþrot eða að skuldirnar séu nærri því alfarið afskrifaðar.

En allar hugmyndir þess efnis að Grikkland endurgreiði, snúast um að skapa hagvaxtargetu í Grikklandi - - umfram það sem nokkru sinni hefur verið til staðar í gríska hagkerfinu.

Er unnt að byggja áætlanir um endurgreiðslu, á því sem aldrei hefur verið til?

Getur það verið raunhæft viðmið?

Það neitar enginn því, að þörf sé fyrir Grikkland að bæta sig. En ég bendi t.d. á að Írland á sínum tíma, það tók 20 ár í sambærilegt ferli og Grikkland á nú að ganga í gegnum á minna en 5 árum.

Og Írland var þá ekki með risastórar skuldir til að fæla frá fjárfesta. Getur sambærileg aðlögun fyrir Grikkland, gengið upp í því ástandi - - að skuldastaða langt umfram það sem raunhæft getur talist, samtímis eyðileggur alla möguleika Grikklands á trúverðugleika?

Ég sé ekki að slíkt ástand sé líklegt að leiða til fjárfestinga, algerlega burtséð frá því hve duglegir Grikkir væru við það að framkvæma þær innri breytingar er þeim væri upp á lagt.

Meðan menn sjá enga von sem lifa og starfa í Grikklandi, þá muni svo stór inngrip í málefni Grikklands, einungis leiða til þess - að andstaða við breytingar krystallast í andstöðu við aðgerðir kröfuhafa; það verði vatn á myllu öfga-afla í Grikklandi, og um Evrópu alla.

Ég sé ekki að 3-láns prógramm sé líklegt að leiða til góðs. Án hagvaxtar, kalli 10% viðbótar niðurskurður fram enn frekari samdrátt í gríska hagerfinu. Kannski minnkar það um 15-20% til viðbótar. Við þau nærri 30% í samdrætti er þegar hafa orðið.

Og nokkur viðbótar prósent bætast við allar atvinnuleysistölur. Sem og að bætur verða skertar, til allra á bótum - - aldraðra sem annarra.

  1. Of mikil hætta sé á að - engin leið verði til að ná fram jafnvægi í gríska hagkerfið, stöðva samdráttinn.
  2. Á endanum verði einhverskonar samfélags hrun, og Grikkland verði að misheppnuðu ríki.

Ég lít á gjaldþrots leiðina, sem aðra þeirra leiða sem unnt sé að feta, til að forða því að Grikkland verði - misheppnað ríki.

Hin tæknilega færa leiðin er að sjálfsögðu - mjög stór afskrift skulda. Ef frysting er lengd í 20 ár. Þá þarf það að gilda fyrir allar skuldir, grunar mig. Og vera til staðar vilyrði sem unnt er að treysta, að nauðsynlegar afskriftir fari fram.

En AGS hingað til samþykkir ekki slíkt, og Seðlabanki Evrópu þykist eiga að vera jafngildur hvað það varðar.

  • Þá sé greiðslubirðin líklega samt of þung - ef einungis lán í beinni eigu aðildarríkja eru fryst.
  • Gjaldþrot geti því verið eina færa lausnin, eins slæmt og ástand mál er orðið.

Það er enginn vafi á því, að Grikkir sjálfir bera mestu sökina á því, að þeir lentu í þessum vanda. Á hinn bóginn stoðar lítt að vera að pyrrast yfir því atriði, því augljóst sé að engin leið sé að krafa um endurgreiðslur gangi upp.

Tilraunir til að þvinga fram greiðslugetu, skapi of mikla hættu á samfélagsrofi í Grikklandi - því að Grikkland verði að misheppnuðu ríki, og að auki þær tilraunir eru vatn á myllu öfga-afla um Evrópu alla. Þar er um að ræða samtón öfga-afla til hægri og vinstri, eins og Tusk nefnir að ofan, er klárt um að ræða hættulega þróun fyrir Evrópu að þau öfga-öfl eflist frekar en orðið er.

 

Kv.


Ofurlaunin í Noregi geta verið búin á næsta ári

Ég er að vísa til áhrifa samkomulags Vesturlanda og Írans. En ef einhver man eftir því, þá er Noregur olíuríki. Það þíðir að norskur efnahagur er verulega háður verðlagi fyrir olíu. Sannarlega gefur olíusjóður Noregs, Norðmönnum mikið borð fyrir báru - þegar koma sveiflur í olíuverði.

  • En það borð er ekki án takmarkana.

Það sem þarf að hafa í huga er að olíuvinnsla Norðmanna er ákaflega kostnaðarsöm, sem þíðir að sennilega er hún þegar rekin með tapi. Sem er allt í lagi, ef um er að ræða skammtíma niðursveiflu í olíuverði eða a.m.k. ekki sveiflu sem er lengri en nokkur ár - - en ef er um að ræða verulega lengri sveiflu en nokkur ár; þá vandast málið.

  1. Mér virðist einmitt, samningur Vesturlanda og Írans, valda slíkri langri sveiflu á olíuverði.
  2. M.ö.o. sennilega eiga Norðmenn engan valkost en að verulega lækka lífskjör.
  3. Fara í almennan niðurskurð ríkisútgjalda - þar með í heilbrigðiskefinu.
  4. Sem þíði, að þessi mikla eftirspurn er hefur verið eftir hjúkrunarfræðingum erlendis frá - - þá hættir.
  5. Auk þess, að þau ofurlaun í Noregi er hafa verið í boði, sennilega hætta.

 

Hvaða atriða er ég að vísa til í afleiðingum samkomulags Írans og Vesturlanda?

  1. "Bijan Zanganeh, Iran’s oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
  2. "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
  3. "He wants western expertise to revive Iran’s ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
  4. "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."

Vestræn olíufyrirtæki eru nú að banka að dyrum hjá Írönum, og bjóða fjármagn gegnt því að fá hlutdeild í hagnaði Írana af olíuvinnslu. Höfum í huga að íranska olían er úr þekktum lindum, og þær lindir eru á landi, margar þeirra tiltölulega nærri sjó, á láglendi.

Þegar er löngu búið að afskrifa kostnað við það að leita eftir olíu þarna. Einungis þarf að endurnýja búnað - setja upp búnað til að bora lárétt út frá holunum, til að ná inn enn meiri olíu per holu - þekking sem vestræn fyrirtæki hafa yfir að ráða.

Svo má vera að endurnýja þurfi eitthvað af leiðslunum, en það þarf ekki að vera.

En punkturinn er sá, að kostnaður við að koma þessari olíu á markað, og við að koma henni upp úr Jörðinni - - er miklu mun lægri en sambærilegur kostnaður Norðmanna. Þar verður því hagnaður, þó olíuverð verði umtalsvert lágt.

  • En fyrsta höggið verður að sjálfsögðu þessar 40 milljón tunnur, varðveitt á olíuskipum, sem Íranar byrja að selja inn á markaði, þegar nk. ár - þegar refsiaðgerðir fara niður á nk. ári.
  • Sú olía, fer eftir því hve hratt hún er sett inn á markaði, mun þegar hafa áhrif á markaði til lækkunar olíuverðs nk. ár.
  • Svo fer smám saman aukning vinnslu Írana að detta inn.
  1. Útkoman verður sennilega langvarandi lækkun olíu.
  2. Sem sennilega setur Norðmenn í mikinn vanda.
  3. En þó olíusjóðurinn sé digur, þá getur hann ekki haldið uppi lífskjörum á núverandi standard í Noregi, sem og ríkisútgjöldum Noregs í sömu stöðu og nú, að auki fjármagnað uppihald olíuiðnaðar Noregs - - í sennilega ca. 20 ár af miklum rekstrarhalla; án þess að mjög verulega mundi ganga á þann sjóð.
  4. Ég held það sé gersamlega augljóst, að Norðmenn munu grípa til verulegs niðurskurðar lífskjara nk. ár og ríkisútgjalda og norki olíuiðnaðurinn mun fara í mikinn samdrátt, til að varðveita olíusjóðinn.
  5. Mig grunar að Íslendingar mundu eyða sjóðnum, en ég held að Norðmenn muni frekar sætta sig við nokkur ár af verulega lakari kjörum - en að varpa sjóðnum fyrir róða.

Það þíðir væntanlega að þær væntingar um ofurlaun í Noregi sem íslensk hjúkrunarfólk hefur, sennilega munu verða fallít - jafnvel þegar nk. ár, eða fyrir lok nk. árs.

Sannarlega eigum við ekki að fagna því, að verr gangi hjá Norðmönnum. Á hinn bóginn, hefur þeirra mikli uppgangur valdið okkur hér - nokkrum óþægindum - þó á móti hafi það sennilega einnig að einhverju leiti gagnast Íslandi, að Íslendingar hafi getað farið til Noregs, til að vinna þar - - meðan t.d. ísl. kreppan var í gangi.

En ekkert góðæri er án enda! Ekki það norka heldur.

 

Niðurstaða

Ekki misskilja þetta svo, að olíuævintýri Norðmanna sé alveg búið. Það sem Norðmenn eru að lenda í, að það koma sennlega 20-ár þegar það mun ekki borga sig efnahagslega að vinna olíuna sem er undir hafsbotninum. Þar sem kostnaður við vinnslu, verður verulega hærri en það verð sem þeir geta fengið.

Þessi tími mun taka enda, en í ljósi aðstæðna nú á olíumarkaði, að þegar losnar um mikið magn olíu sem Íran hefur varðveitt óselt - á nk. ári. Og síðan mun vinnsla Írana að auki aukast hratt nk. ár - - ekki má gleyma því að "Fracking" þ.e. vinnsla á leirsteini þar sem finna má olíu með svokkallaðri "fracking" aðferð, hefur verið hrein viðbót við þá olíu er hefur verið á markaði. Sú vinnsla fer sennilega í samdrátt, en hættir örugglega þó ekki.

Sennilega mun lágt olíuverð hjálpa mjög hagkerfi þeirra landa sem eru neytendur á olíu. Sem þíðir að eftirspurn mun vaxa -þó það sé slæmt frá gróðurhúsaáhrifum- þá sé mjög sennilegt að lága verðið hvetji mjög til aukinnar neyslu á olíuvörum. Sem þíðir, að verðið mun aftur fara að stíga - - en það mun taka samt nokkurn tíma.

  • Það þíðir, að mig grunar sterklega að Norðmenn séu að horfa fram á 20 ár af tapi á olíuvinnslu.
  • Og það sé of langt tímabil, þ.e. að reka hagkerfið með miklu tapi í 20 ár mundi ganga harkalega á þeirra olíusjóð, þ.e. að tappa af honum til að halda uppi lífskjörum yfir það tímabil - tappa af honum til að borga halla af ríkissjóði er án vafa yrði - og tappa af honum til að halda uppi iðnaðinum yfir tímabilið.
  • Þeir muni tel ég víst, skera niður - - til að minnka takið á sjóðnum. Þar með lækka ríkiútgjöld, þar með talið - örugglega skera niður í heilbrigðiskerfinu, þar með hverfi sú mikla eftirspurn í þeirra heilbrigðiskerfi eftir læknum og hjúkrunarfólki erlendis frá og ofurlaunin hverfa einnig. Og þeir muni lækka almenn lífskjör í Noregi töluvert, einnig til að varðveita sjóðinn. Og ekki síst, halda öllum olíuiðnaðinum í algeru lágmarki, reka hann á -beininu- nk. 20 ár, einnig til að spara sjóðinn.
  • Sem mundi auðvitað þíða - - töluvert atvinnuleysi allt í einu í Noregi.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist með húsnæðisverð þar. En það hefur verið gríðarlega hátt - m.a. vegna þess að í Noregi, þá fá húsnæðiseigendur að draga mikið af kostnaði við húsnæðislán frá skatti. En ég velti fyrir mér, hvort Norðmenn hafa efni á því fyrirkomulagi yfir krepputímann!

Það gæti þá komið upp erfiðleikar í bankakerfinu í Noregi.

Þetta kemur allt í ljós.

Íslendingarnir í Noregi fara þá sennilega að snúa heim á nk. ári!

 

Kv.


Putin sennilega er sá sem mest tapar á samkomulagi Írans við Vesturlönd

Þarna er ég að vísa til afleiðinga sem samningurinn við Íran, mjög sennilega hefur á alþjóðlegt verðlag á olíu og olíuvörum. En enn þann dag í dag, er ástand mála svo að nærri 70% gjaldeyristekna Rússlands - kemur frá olíu/olíuvörum og gasi.

  • Enda sýnir það sig í hegðan Rúbblunnar, að þegar olíuverð féll - féll gengi Rúbblunnar.

Þetta er mjög sambærilegt við það ástand sem við Íslendingar þekktum á árum áður, þegar fiskur var 70% okkar gjaldeyristekna - þá varð krónan að lækka um leið, og ástand versnaði hjá okkar sjávarútvegi.

  • En Ísland hefur 300þ. hræður, dverghagkerfi - - Rússland hefur nærri 150 milljón íbúa.
  • M.ö.o. þá ætti svo risastórt land, ekki að hafa svo einhæfa útflutningsatvinnuvegi.

Það hlýtur að vera réttmætt að gagnrýna Pútín fyrir, þ.s. hann hefur stjórnað nú í rúm 20 ár, að enn er Rússland með sambærilegt hagkerfi og þegar hann tók við stjórnartaumum.

Íslendingum hefur aftur á móti tekist, að minnka hlutfall sjávarútvegs - - niður í um 30% útflutningstekna. Ekki með því að sjávarútvegur hafi hrunið, heldur með því að - nýir atvinnuvegir hafa bæst við.

  1. Af hverju hefur Putin ekki byggt upp nýja útflutninsatvinnuvegi í Rússlandi yfir það tímabil sem hann hefur stjórnað?
  2. Mér virðist skv. þessu, að Pútín hafi setið með hendur í skauti. Og algerlega sólundað góðærinu þ.e. frá 2003 þegar innrás Bush í Írak hefst, verður sprenging í heims olíuverði, og síðan helst verðlag mjög hátt - - alveg til sl. árs. Ég sé ekki betur en að Pútín hafi gersamlega sólundað því tækifæri, til að fjárfesta í innviðum Rússlands sem hann fékk, þess í stað er gríðarlegum upphæðum sólundað í hluti sem engu máli skipta, sbr. vetrarólympíuleika í Sochi, síðan ætlar Rússland að halda dýrum dómum, heims meistaramótið í fótbolta. Og Rússland viðheldur -milljón manna her- þó verðmæti rússn. hagkerfisins mælt í dollar, sé minna en dollara verðmæti hagkerfis Ítalíu. Auk þess að viðhalda mjög kostnaðarsömum kjarnorkuherafla frá Sovétímanum, og framleiða nýja kynslóð kjarnorkukafbáta og dýrra vígtóla. Allt með þetta veika hagkerfi. En samtímis eru lífslíkur eigin landsmanna - - enn þær lægstu í Evrópu, heilsufarsástand þjóðarinnar er skandall. Það hefur nær ekkert lagast sl. 20 ár.
  • Miðað við þessar staðreyndir, skil ég ekki - af hverju sumir horfa rósrauðum augum til stjórnunar Pútíns á Rússlandi.

http://www.eia.gov/beta/international/analysis_includes/countries_long/Iran/images/oil_fields.png

Af hverju veldur samningurinn við Íran, hruni á olíuverði?

En skv. fréttum eru nú helstu olíufyrirtæki heims að banka upp hjá írönskum yfirvöldum, og bjóða fram sína peninga - - gegn því auðvitað að fá að njóta verulegs hluta þeirrar aukningar í ágóða af þeim olíulindum sem finna má í Íran.

Íranir vonast eftir mjög verulegri aukningu í vinnslu olíu nk. 5 ár.

Ég held að þær vonir geti vel staðist, því að vinnsla á olíu hefur liðið mjög mikið fyrir refsiaðgerðir þær sem Íran hefur verið undir sl. 30 ár.

Mikið af innviðum á vinnslustigi - eru lélegir orðnir. Auk þess að bortækni hefur fleygt fram, sem hefur gert mögulegt að ná úr lindum olíu er áður var ekki mögulegt - auka nýtingu þeirra m.ö.o.

Þarna séu því án nokkurs vafa miklir möguleikar - sem unnt sé að leysa úr læðingi. Því við erum að tala um -þekktar lindir- að auka nýtingu brunna þegar í notkun, eða koma þeim í noktun sem ekki hefur verið unnt að níta vegna lélegs ástands olíuvinnslutækni í Íran.

Iran: The oil and gas multibillion-dollar ‘candy store’

  • "in the days and weeks before Tuesday’s nuclear deal between the west and Iran, a steady trickle of visitors from some of the world’s largest energy groups have flown into Tehran."
  • "As one senior western executive puts it, few of the industry’s big players can ignore the “candy store” that is Iran..."
  1. "Bijan Zanganeh, Iran’s oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
  2. "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
  3. "He wants western expertise to revive Iran’s ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
  4. "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."

Mér finnst það ekkert endilega óraunhæft, að Íran nái aftur að flytja út 5 milljón föt á sólarhring, þ.e. 50% aukning.

Olían er þarna án vafa, Íran hafði þennan útflutning - áður en Íran/Íraks stríðið hófst, sem orsakaði miklar skemmdir á olíu-iðnaði Írans. Skemmdir sem víð enn í dag, hafa ekki allar verið viðgerðar. Vegna refsiaðgerðanna gagnvart Íran.

40 milljón tunnur í olíuskipum, sem Íran hafði ekki náð að selja vegna refsi-aðgerða. Getur þá komið inn á markaðinn, frekar fljótlega á - nk. ári. Þó rökrétt sé að dreifa sölu þeirrar olíu yfir eitthvert tímabil - - þá ætti það að stuðla að verðlækkun þegar nk. ár.

Síðan smám saman getur framleiðslan úr írönskum brunnum aukist, en það ætti ekki að taka mjög langan tíma, þ.s. einungis er verið að tala um að - - bæta þann búnað sem er við brunna sem þegar eru í noktun, eða eru til staðar og unnt að endurræsa með nýjum búnaði.

Ef erlendu olíufélögin setja kraft í þetta, þarf það ekki að taka - verulega langan tíma.

  1. Höfum í huga, að þ.s. þetta er vinnsla á landi.
  2. Þá þolir hún verulega lægra olíuverð en er í dag, og samt skilar hagnaði.

Þetta gæti skilað mjög verulegum lækkunum heims olíuverðs nk. 5-10 ár.

Til viðbótar við þær lækkanir er þegar hafa komið fram.

Og örugglega hefst veruleg lækkun þegar nk. ár, þegar Íranar hefja sölu uppsafnaðra birgða í olíuskipum sem hafa safnast upp, ekki verið unnt að selja.

  • Þetta er hvers vegna - ég segi Pútín þann sem mestu tapar.

En framreiknað er Rússlands Pútíns, sennilega greiðsluþrota - - nema að olíuverð á heimsmörkuðum hækki að nýju. En þess í stað munu þau sennilega lækka frekar nk. ár, og haldast verulega lægri en nú a.m.k. nk. 10 ár, ef ekki lengur.

 

Niðurstaða

En það er ekki bara Pútín, sem tapar á því að losni um stífluna vegna viðskiptahaftanna sem Íran hefur verið undir. Þegar heims olíuverð lækkar líklega þegar nk. ár. Og síðan verða sennilega frekari lækkanir áfram, eftir því sem olíuvinnsla Írana eykst frekar nk. ár - þegar búnaður vinnslu verður endurnýjaður, og framleiðsla úr brunnum - stóraukin. Sem lítill vafi getur verið um, að mjög vel sé mögulegur.

Fleiri lönd sem tapa:

  1. Noregur: en þar er vinnsla mjög dýr. Þ.e. olía unnin úr sjó, með ákaflega kostnaðarsömum hætti. Ef verð lækka verulega til viðbótar. Er enginn vafi að vinnsla í Noregi verður rekin með mjög miklu tapi. Og þá mun ganga á olíusjóð Norðmanna. Þeir munu þurfa að nota fé, til að halda iðnaðinum gangandi. Enda hækkar olíuverð einhverntíma aftur. En það gæti tekið lengri tíma en áratug að skila sér. Sem þíðir, að Norðmenn þá verða að verulega lækka lífskjör í Noregi. Norðmenn munu sennilega upplifa þ.s. kreppu. En það þíðir væntanlega - - að hin norsku ofurlaun hætta. Þau sem hafa verið að laða t.d. hjúkrunarfræðinga héðan. Ísland þarf sennilega bara að halda út í 1-ár áður en að fólk sem starfar í heilbrigðis kerfinu hér mun stara fram á nýja og breytta heimsmynd.
  2. Aðrar olíuframleiðsluþjóðir, sbr. Saudi Arabíu, en mér skilst skv. núverandi olíuverði sé halli á ríkissjóði Saudi Arabíu verulegur - vegna kostnaðar í ríkisútgjöldum. Þeir eiga þó verulega mikið af peningum. Og þeir sjóðir taka tíma að ganga til þurrðar. En þeir geta á sama tíma ekki - - eytt þeim með þeim hraða sem þeir nú gera. Verða að minnka -grunar mig- þann halla. T.d. draga úr hernaðarútgjöldum. Nefna má Vensúela sem þegar hefur verið á brún gjaldþrots. Síðan má nefna aðrar þjóðir sem stunda vinnslu úr sjó, t.d. Brasilíu og Mexíkó. Og vinnsla í Kanada á olíusandi, mun ekki verða endurræst fljótlega. Og væntanlega verða áfram erfiðleikar í olíuvinnslu í Bandaríkjunum - - þ.e. "shale" eða "fracking" er kostnaðarsöm aðferð. Vinnsla þar mun sennilega smám saman dragast saman. Á hinn bóginn samt sem áður nettó græða Bandaríkin á því að heims olíuverð lækki þetta mikið.

Þrátt fyrir lágt olíuverð. Mun gróði Írana samt örugglega verða mikill. Vegna þess að Íranar eru ekki að leita að nýjum brunnum. Þeirra vinnsla er á landi. Brunnarnir eru ekki fjarri strönd. Mjög aðgengilegir m.ö.o. - - allt og sumt, sem þarf - er nýr búnaður. Vegna nálægðar brunnanna við strönd, þarf ekki verulega langar leiðslur.

Kostnaðurinn er því tiltölulega lítill.

Hagnaðurinn verður því örugglega mikill, hjá Íran og olíufélögunum þar.

Þrátt fyrir að olíuverð verði sennilega töluvert verulega lágt nk. 10 ár, og örugglega mun það einungis hækka í rólegheitum nk. 20.

 

Kv.


Það virðist enginn vita, af hverju fjöll eru á Pluto

Það er eitt af því skemmtilega við það þegar geimkannar skoða veraldir sem enginn hefur áður augum litið - í nálægð. Hvað margt hefur komið á óvart - t.d. man ég enn eftir því hve eldfjöllin á Io vöktu mikla undrun. Enginn hafði átt von á því að eitt af tunglum Júpíters væri með eldspúandi eldfjöll nær stöðugt í gangi.

Pluto wows with first close view of ice mountains on its surface

Images reveal ice mountains on Pluto

NASA Releases Close-Up Pictures of Pluto and Its Largest Moon, Charon

Pluto close-up pictures reveal 11,000 foot high ice mountains

Röð mynda

En nú öllum að óvörum, kemur í ljóst að það eru há fjöll á Pluto.

Pluto surface

Að sögn sérfræðinga, kemur ekki til greina að um sé að ræða svokallað "tidal heating" þ.e. að Charon og Pluto togi í hvorn annan, þegar þeir snúst um sameiginlegan miðpunk. Og það skýri af hverju þessar 2-veraldir séu sennilega með vökva djúpt undir yfirborðinu. En málið er að Pluto og Charon eru þ.s. kallað er "tidally locked" þ.e. snúast um eigin möndul á sama hraða og nemur snúningshraða þeirra hvorn um annan, m.ö.o. snúa alltaf sömu hlið hvor að öðrum. Þetta kvá útiloka "tidal heating."

En að sögn sérfræðinga NASA þá sanni skortur á loftsteinagígum á Pluto og Charon, að yfirborð þessara hnatta hafi endurnýjað sig sl. 100 milljón ár. Jörðin t.d. er ekki storknuð í gegn heldur, m.ö.o. yður Jarðar eru bráðin - það vellur upp hraun öðru hvoru hér og þar.

Hugsanlega eru einnig "eldfjöll" á þessum 2-veröldum, svokalllaður "cryo volcanism" þ.e. upp skjótist vökvi - líklega vatn í bland við önnur efni, eins og köfnunarefni - sem storknar á yfirborðinu, getur skapað myndanir sem líkjast í útliti eldfjöllum. En við erum að tala um gríðarlegan kulda á yfirborði þessara 2-ja hnatta. Yfir 200°C frost.

Við slíkan fimbulkulda, verður vatns-ís, hart sem berg. Og hegðar sér með svipuðum hætti.

Þeir telja m.ö.o. að fjöllin á Pluto, séu mjög sennilega úr vatnsís. Því ís úr köfnunarefni sé ekki nægilega sterkur, né ís úr metani eða fosfór - sem þarna sé að finna á yfirborðinu skv. litrófsmæli geimkannans, New Horizon.

 

Og að Charon, tungl Pluto, hefur ungt yfirborð - eins og Pluto.

Ef myndin af Charon, að ofan - er skoðuð. Má sjá rauðlitað svæði ofarlega á þeirri mynd, sem sérfræðingarnir eru farnir að nefna, Mordor. En suma þeirra grunar að efnið á yfirborðinu sem myndar það svæði, sé komið frá - Pluto. Kannski gamalt eldgos þar, efni hafi farið upp á sporbraut Pluto, sumt fallið alla leið á yfirborð Charon.

Mig grunar að þetta sé bara - tillaga.

En um miðja mynd, má sjá myndanir - - stór gil. Lengd þeirra lauslega um 600km., og dýpt á bilinu 6-10km. Engar smá myndanir það.

Á Charon má sjá einhverja gíga - - en engan veginn í því magni sem ættu að vera, sbr. Tunglið okkar. En á myndunum af Pluto, sáust engir gígar eftir lofsteina eða smástyrni.

Og á Charon eru greinilega stór svæði, sem virðast alveg slétt, því -tiltölulega nýlega- hefur það yfirborð endurnýjast.

 

Niðurstaða

En sannir vísindamenn fara ekkert í fílu, þá þeir sjái eitthvað sem þeir ekki skilja. En af hverju svo virðist að Pluto og Charon, hafi yður sem ekki eru storknuð - veit enginn. En einhverja orku þarf, til að viðhalda því ástandi. Bæði Pluto og Charon eru t.d. verulega smærri en Tunglið okkar. Þvermál Pluto er 2370km, Þvermál Charon er 1.208km, meðan að þvermál Tunglsins okkar er 3.474km. Og Tunglið er ekki lengur "virkt" þ.e. yður þess talin storknuð. Svo að skiljanlega vekur það mikla athygli - að yður svo smárra hnatta sem Pluto og Charon. Virðast enn fljótandi - - enginn veit af hverju.

Nánast það eina sem kemur til greina, er að báðir enn innihaldi nægilega mikið af geislavirkum efnum, djúpt í yðrum. Sem auðvitað geta eingöngu verið til staðar ef kjarni beggja er úr grjóti, og ekki einungis svo - heldur verður þá sá kjarni að innihalda töluvert af þungmálmum. Það verður að hafa verið umtalsvert magn, til þess að enn eftir 4.000 milljón ár, sé enn til staðar geislavirk efni - sem enn geisla frá sér. En geislavirk efni, smám saman tapa sinni geislavirkni. 4.000 milljón ár er langur tími.

Ef þetta er svo, þá þurfa menn að klóra sig í kollinum, um það hvernig á því standi að Pluto og Charon hafi svo mikið af þungmálmum. Skapar áhugavrerðar spurningar um myndun þeirra.

Ekki síst, hvar í sólkerfinu. En þumalfingursregla virðist vera, að meir sé af þungmálmum - nær miðju Sólkerfisins. Minna fjær.

Eru Pluto og Charon ekki lengur þ.s. þeir upphaflega mynduðust? Hver veit, kannski að það skýri af hverju Pluto hefur - - djúpan sporöskjulaga sporbaug. Að í fyrndinni hafi honum verið þeitt til eins og skopparabolta, frá upphaflegum myndunarstað.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 352
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband