Ég ætla að telja upp hvað herra Musk segir SuperHeavy1 - StarShip1 geta gert!
Töluvert hefur þegar verið um prófanir, en samtímis í ferlinu verið slatti af óhöppum - þ.e. allt upp í það að flaug hafi sprungið. Slíkt er ekki óvenjulegt í þróun á nýju kerfi, en -tja- segjum að enn hafi ekki verið sýnt fram á sá áreiðanleiki sem kerfið kvá munu hafa; en kerfið gerir ekki ráð fyrir flóttaleið fyrir farþega!
Skv. Musk mun farið fullþróað vera það áreiðanlegt, slíkt sé óþarfi!
--Hingað til hafa öll mönnuð kerfi, haft einhverja björgunar-aðferð.
--Ef bilun verður eftir að geimskot er hafið.
Sjáum til, en Musk ætlar að selja NASA eintök af kerfinu - fyrir rest.
NASA þarf þá að samþykkja, að áreiðanleiki mæti stöðlum.
Mynd sýnir prufueintök af kerfinu!
Til samans, þ.e. StarShip1 ofan á SuperHeavy1 flaug:
Hæð: 120m.
Þvermál: 9m.
Flutningsgeta: 100 tonn.
SuperHeavy: 3400tonn.
--Ath. flaug á að lenda aftur, vera sí-endurnýtanleg.
StarShip1 - skv. Musk. vegur innan við 100tonn, án eldsneytis.
--Sama á að gilda um StarShip1, þ.e. vera stöðugt notuð aftur.
- Það atriði, kvá gera kerfið miklu ódýrara en öll fyrri geimferðakerfi.
Skv. Musk, er flutningsgeta StarShip1 alltaf 100 tonn, á lægsta sporbaug Jarðar, til Tungls, til Mars.
Lausnin því liggi í því að til standi, að smíða sér útgáfu StarShip1 sem flytji eldsneyti upp á sporbaug Jarðar, svo að annað eintak StarShip1 geti haft nægt eldsneyti til að lenda 100 tonnum á Tunglinu.
--Mér skilst, að þá geti Starship1 einnig tekið á loft án eldsneytistöku.
--En í tilviki Mars, er gert ráð fyrir að framleiða elsneyti á yfirborði Mars.
Með svokallaðri: Sabatier reaction.
Sú aðferð virkar, auðvitað afar -daring- að ætla að lenda á Mars, og treysta á að allt gangi upp í framleiðslu á eldsneyti, þó aðferðin virki sannarlega á Jörð. Það þarf þá að leita þau efni er til þarf á plánetunni, vinna þau!
- Á meðan munu fólkið er hefur lent, vera fast á plánetunni, þ.e. engin leið til undankomu, svo sannarlega þarf þá allt að ganga upp.
- Mars er kaldari en SuðurSkautsLandið á Jörð, loft er eitrað afar þunnt 1/100, samtímis er geislun slík að banvænt er líklega að vera óvarinn á yfirborði lengur en nokkra mánuði!
--Ekki segja að það sé allt óleysanlegt, vandamálin eru ekki smá, og allt verður að ganga upp - því björgun verður -að séð verður- ómöguleg um hríð.
Draumur Elon Musk, er um MarsCity - með 1 milljón íbúa, í ótilgreindri framtíð.
Talar um 10þ. StarShip til fólksflutninga og 100.000 StarShip í flutningum á varningi.
- Vantar á hinn bóginn, að virðist í þá áætlun, hvaðan tekjurnar eiga að koma.
- Settlement er eitt, hitt er að borga fyrir viðhald verkefnisins, þ.e. stöðuga flutninga á varningi til fólksins á yfirborði Mars, ef allt kemur frá Jörð.
- Það þarf greinilega eitthvað óskaplega verðmætt að koma frá Mars, ef dæmið á að ganga upp.
Greinilega þarf að leita uppi verðmæt hráefni á Mars!
Einn vandi enn - enginn veit hvort yfir höfuð eru verðmætar námur!
--Ekki fullyrða þær séu ekki til, enginn veit það enn.
Það væri dálítið hressilegt að fullyrða þær séu án allrar vitneskju, eða treysta á það.
Vekur athygli mína, hvernig StarShip1 - SuperHeavy1 kerfið eflir Bandaríkin!
Elon Musk hefur gert fjölda samninga nú við bandaríska ríkið, að sjálfsögðu í því markmiði að - ná til sín sem mest af peningum ríkisins til að fjármagna dæmið.
--En flest bendi til að, SpaceX SpaceShip1 og SuperHeavy1 verði kjarni í framtíð NASA.
- StarShip1 á að geta lyft allt að 400 gerfihnöttum á lægsta sporbaug Jarðar.
Með hjálp SuperHeavy1. - Og á að geta flutt 100 tonn á yfirborð Tungls.
- Og á að geta flutt, 100 tonn af eldsneyti upp á lægsta sporbaug Jarðar.
Þ.e. einmitt með -- eldsneytis-töku á sporbaug, sem á að gera SpaceShip1 mögulegt að vera stöðugt í förum frá sporbaug Jarðar, og til sporbaugs Tungls, eða yfirborðs Tungls, og til baka.
--Þannig rökrétt verði þá kerfið að, kjarna í Tungláætlun NASA.
- Bandaríkjastjórn, mun að sjálfsögðu kaupa fjölda eintaka - fyrir rest, af SpaceX.
- Ég geri ráð fyrir því, bandaríski herinn muni einnig kaupa eintök.
- Að bandaríska ríkið, muni - banna SpaceX að selja til aðila, bandar. ríkið treysti ekki.
- In October 2020, NASA provided $53.2 million to SpaceX to demonstrate the transfer of 10 metric tons (22,000 lb) of cryogenic propellant between two Starships.
- Also in that month, the United States Transportation Command announced Rocket Cargo program, which aims to transport cargo via rocket anywhere in the world in under 1 hour.
- On 16 April 2021, NASA selected Starship HLS and awarded SpaceX a $2.89 billion contract over Integrated Lander Vehicle and Dynetics HLS. Starship HLS will perform an uncrewed landing demonstration and an Artemis 3 crewed lunar landing mission.
- Einn möguleiki í notkun á StarShip1 er til skjótra ferða milli staða á Jörð.
Hugmyndin er sú, StarShip1 - mínus SuperHeavy - taki á loft með 100 farþega.
Og lendi eftir 1klst t.d. í Japan! - Þetta er eitt af því sem leiðir líklega til þess að bandar. herfinn kaupi slatta af StarShip1, þ.e. getan að flytja - hermenn eða varning.
Á einni klst. þúsundir km. - Elon Musk segir einnig, að StarShip1 muni geta keppt við, þotu-flug.
Það verði það hagkvæmt, og öruggt, að reglulegt farþegaflug.
Geti orðið veruleiki með þessum hætti.
--Hinn bóginn, verða farþegar líklega vera - heilsuhraustir.
Því álag er greinilega töluvert í flugtaki, líklega a.m.k. 2g.
Spurningin er -- getur nokkurt annað ríki keppt við Bandaríkin í geimnum.
Þegar bandaríska ríkið -- mun vera farið að nota kerfi SpaceX?
Ég sé ekki betur, en Bandaríkin nái - það miklu forskoti á alla keppinauta, að enginn eigi möguleika til að keppa við þau -- a.m.k. um töluverða framtíð!
- Íhugum Mars áætlun Musk, ef hún verður?
Þíðir það ekki, að Bandaríkin slá eign sinnig á Mars?
Eiga þannig heila aðra plánetu? - Hver á að geta hindrað þá útkomu?
- Ekki gleyma einnig því, að Bandaríkin hafa þá einnig óskaplegt forskot í því að nýta Tunglið -- og eiginlega allt annað í geimnum, fyrir utan Jörð.
Þannig sting ég upp á þeim möguleika, að Bandaríkin stefni í að verða enn meir drottnandi ríki í framtíðinni -- en þau hafa verið hingað til í nálægri fortíð.
Niðurstaða
Í þessari færslu, er ég að velta upp því hvaða áhrif geimáætlun Elon Musk, hefur á Bandaríkin sem slík -- en í umræðu um draumsýnir Musks, hef ég enga umræðu séð um það -- hvaða þíðingu það hefur fyrir Bandaríkin, ef allt sem Musk segir gengur upp.
Ég sé ekki betur, ef allt virkar eins og það kvá eiga virka -- þá fái Bandaríkin það óskaplegt tækni-forskot í geimferðum, að Bandaríkin geti líklega stórum hluta.
--Slegið eign sinni á geiminn utan Jarðar, a.m.k. í Sólkerfinu.
Ímynduð Mars-City verði þá - undir lögum Bandaríkjanna.
Og væntanlega þá Mars, eign Bandaríkjanna!
--Eða hvað akkúrat ætti að koma í veg fyrir það?
Sé ekki að Musk fari í persónulega uppreisn gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkin geta þá orðið nær fullkomlega drottnandi um töluvert langa framtíð.
--Öfugt við þ.s. margir hafa haldið fram, útlit fyrir að framtíðin sé þeirra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2021 | 14:28
Game of Chicken - milli Bandaríkjanna og Kína, um Tævan! Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu báðar tvær hafa nú gefið út óskoraða yfirlýsingu um að verja Tævan!
Það sem er nýtt - að óvissan hefur verið tekin úr gildandi yfirlýsingum.
Síðan Nixon gerði samkomulag við Mao 1972, er Bandaríkin formlega hættu að viðurkenna ríkisstjórn Tævans sem -- hina lögmætu ríkisstjórn Kína.
--Já virkilega, sem lögmæta ríkisstjórn Kína.
Hafa ríkisstjórnir Bandaríkjanna, viðhaldið - óvissu um það hvort Bandaríkin verja eða verja ekki Tævan; um hafi verið að ræða stefnu sem ætlað var.
--Samtímis að halda aftur af Tævan og Kína, í því að fyrir sinn part að ógna jafnvæginu.
- Hinn bóginn hefur hröð uppbygging Kína á flota - flug og herafla, gerbreytt stöðunni.
- Kína hefur gert Suður-Kína-Haf að sínu, með uppbyggingu gerfieyja þ.s. á hefur verið settar, herstöðvar þaðan sem hægt er að skjóta langdrægum eldflaugum - senda á loft herflugvélar og einnig þjóna sem herskipahafnir.
- Þar fyrir utan, er floti Kína - jafn stór flota Bandaríkjanna í fjölda skipa. Það þíðir, að floti Bandaríkjanna - er ekki lengur eins yfirgnæfandi öflugur og áður.
--Kína-floti notar meðaltali smærri skip, enn einungis 3 flugmóðurskip.
--En a.m.k. 2 önnur í smíðum er eiga að vera risaskip.
- Þ.s. þetta þíðir allt, að innrás á Tævan er að verða raunhæfur möguleiki.
Sem hefur ekki hingað til raun verið.
Sem skýrir stefnubreytingu Ástralíu og Bandaríkjanna. - Málið er að taka Tævan, mundi gerbreyta jafnvæginu í heimshlutanum.
Kort frá The Economist er sýnir hvað ég á við!
- Horfið á Eyjaklasana fyrir framan Kína!
Kortið sýnir þá ekki alla, en Norðar eru smáeyjar sem Japan stjórnar - Senkaku.
Síðan taka Japans-eyjar sjálfar við. - Málið er að til samans - mynda eyjaklasarnir, varnar-garða fyrir framan Kína.
Meðan bandalags-ríki Bandaríkjanna stjórna öllum þeim eyjum.
Er mögulegt -tæknilega- að setja hafnbann á Kína. - Ef Kína tekur Tævan - á hinn bóginn - rýfur Kína það stórt gat í múrinn.
Að hafnbann verður fullkomlega ómögulegt.
Er eins og ég sagði - mundi fullkomlega kollvarpa hernaðarstöðunni.
Tja, á gervöllu Kyrrahafi.
--OK, Bandaríkin tala um að verja lýðræði á Tævan.
En ég er viss, að undir niðri vakir óttinn við hratt vaxandi flota-styrk Kína.
En sá styrkur hefur vaxið það hratt, að innan fárra ára gæti Kína-floti verið orðinn, tæknilega sterkari en Bandaríkja-floti.
--Ég segi, tæknilega, þ.s. einhvern tíma mundi taka Kína að æfa sitt fólk - svo sá floti hefði algerlega sambærilega færni við Bandaríkjaflota er hefur æft sitt fólk í áratugi.
- Sjálfsagt Horfir Ástralía til -- Seinna-stríðs, er það var Japan er allt í einu ruddist fram, og um hríð var innrás í Ástralíu hugsanleg.
- En stór stefnubreyting í Canberra upp á síðkastið, hlýtur að skýrast af -- óttabylgju þar.
M.ö.o. allt í einu skilur Canberra, að Ástralía er ekki - algerlega örugg.
Þá leitar Canberra til Bandaríkjanna, sem eini aðilinn -- er geti veitt Kína andstöðu.
Australia vows to help US defend Taiwan from Chinese attacks
Australias defence minister has said it was -inconceivable- that his nation would not support the US in a campaign to defend Taiwan from China -- Peter Dutton said that Chinese leaders had been -very clear about their intent to go into Taiwan- -- It would be inconceivable that we wouldnt support the US in an action if the US chose to take that action
Takið efir þessu - afar sterka orðalagi. Algerlega óhugsandi.
Biden vows to defend Taiwan from Chinese military action
Asked whether the US military would defend the country in the event of a Chinese attack,the president said: -Yes, we have a commitment to do that.-
Orðalagið ekki eins sterkt - en Biden sagði þó hiklaust Bandaríkin skuldbundin.
Sem er breyting á fyrri afstöðu, er forseta yfirleitt töluðu í hálf-kveðnum vísum.
Á hinn bóginn, var Kína ekki eins sterkt þá - ekki innrás klárlega möguleg.
Niðurstaða
Í vaxandi mæli virkar það á mann svo að - rísandi game of chicken sé í gangi. Vaxandi yfirlýsingar frá Kína, um möguleikann á innrás - tal um það sé óþolandi að þessi eyja sé ekki undir stjórn Kína, eins og Kína stjórn segir hana með réttu eiga vera.
Samtímis afar öflug or hröð uppbygging herafla á Suður-Kína-Hafi.
Er greinilega hefur gert innrás að raunhæfum möguleika.
Það sé væntanlega hvers vegna, ótti fari hratt vaxandi í Washington og Canberra.
Að Kína ætli sér hugsanlega, að kollvarpa hernaðarjafnvæginu í heimshlutanum.
Slíkt væri auðvitað stórfellt hættuspil, beint stríð milli Kína og Bandaríkjanna, ásamt þeim bandamönnum Bandaríkjanna er tækju þátt.
Þannig að örugglega er mikilvægur partur í rísandi yfirlýsingum, fæling.
Hugmynd um fælingu er að fá mótaðilann til að hika, hætta við.
Þá þarf mótaðilinn að trúa því, að þér sé virkilega alvara.
Þannig má skýra hugsanlega vaxandi áherslu yfirlýsinga.
- Hinn bóginn, er það auðvitað annar hlutur hvort - Xi og fólkið í kringum það, trúir því að Bandaríkjunum sé alvara!
- Þeir gætu ímyndað sér, að Bandaríkin séu raun lin.
Sem gæti auðvitað leitt til þess að 3-ja heimsstyrrjöldin hæfist auðvitað.
Ef Kína stjórn tæki rangt stöðumat.
--Það væri ekki fyrsta sinn, en Fyrra-Stríð líklega hófst ekki síst, út af röngu stöðumati -- það má einnig hugsanlega rekja upphaf Seinna-stríðs til slíks einnig.
Rangt stöðu-mat er þá það, að mótaðilinn - trúir ekki yfirlýsingum.
Hefur stríð, en lendir síðan í stærri átökum en sá taldi líkleg.
Því aðilar sá taldi ekki munu gera neitt, hófu stríð skv. gefnum yfirlýsingum.
- Í Fyrra Stríði taldi keisarinn af Þýskalandi, að Bretar mundu ekki verja Belgíu, en þeir stóðu við yfirlýsingar um að tryggja sjálfstæði þess lands.
Þannig Þýskaland lenti í stríði ekki bara við Frakkland, heldur Bretland að auki. - Hitler 1939 líklega taldi að Bretland og Frakkland, mundu ekki gera neitt er hann fyrirskipaði innrás í Pólland. En Bretland og Frakkland stóðu við yfirlýsingar gagnvart póllandi, þó að landherir þeirra gerðu ekkert annað en að safna liði - létu Þjóðverjum eftir hlutverk geranda.
- Sambærilegt væri, ef Xi fyrirskipaði innrás í Tævan, teldi sig fullvissan að Bandaríkin gerðu ekki neitt - Ástralía ekki heldur, né ekki Japan.
En hefði rangt fyrir sér þar um, og 3-ja Heimsstyrrjöldin vær þar með hafin.
Án nokkurs vafa er Tævan deilan orðin sú langsamlega hættulegasta í heiminum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Joe Manchin er auðvitað ástæða þess, að Biden hafði enga möguleika til þess að styðja markmið um -- bann við notkun kola fyrir 2030; en Manchin virðist tengjast kola-iðnaðinum í Bandaríkjunum sterkum böndum, m.ö.o. hafa sterka fjárhagslega hagsmuni þar um.
Afstaða hans virðist einfaldlega tengjast hans persónulegu hagsmunum, m.ö.o. sem eigandi verulegs hluta í einu slíku fyrirtæki - þá hafi hann verið andvígur kolefnis-skatti - hækkunum skatta á fyrirtæki alfarið og að sjálfsögðu fyrirfram ljóst, hann mundi ekki samþykkja - fyrir-hugað bann við notkun kola fyrir 2030.
- Ástæða þess Manchin hafi getað beitt niðurskurði á fyrirhugað - loftslagsprógramm Biden, og þar fyrir utan einnig á fyrirhugaðan félagsmála-pakka Bidens.
- Sé einfaldlega að -- sérhver þingmaður Demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings, hafi neitunarvald.
Stafar af því að hafa einungis meirihluta upp á einn.
Manchin hafi því haft tækifæri til að -- hafna því sem hann ekki vill.
Og hefur sannarlega ekki látið sitt ljós skýna.
En þessi staða í Bandaríkjunum, sýni hversu vonlítil staða aðgerða gegn loftslagsvá sé!
Má sennilega fyllyrða með 100% öryggi, engin möguleiki sé til að ná 1,5°C markmiði.
Að auki séu líkur á að 2°C markmið sé sennilega hæpið!
Pact to end coal use undermined as US fails to sign
The worlds top-three coal consumers in China, India and US,representing 72 per cent of global emissions from coal-fired power, did not sign ...
IEA warns Paris climate target at risk as US and China shun coal pact
Without addressing this problem, the chances to reach our 1.5C target is close to zero, -- Fatih Birol said.
Augljóslega, er lönd sem standa fyrir 2/3 af kolanotkun, taka ekki þátt í samkomulagi.
Þá er vart hægt annað en að líta það samkomulag, marklítið plagg.
- Ég saka ekki Biden persónulega um svik.
- Það hefði verið án tilgangs fyrir hann að skrifa undir.
Í fullri vitneskju þess að ómögulegt væri fyrir hann að framfylgja samkomulaginu í nokkru hinu einasta atriði. - Eiginlega í því ljósi -- hefði verið óheiðarlegt af honum, að skrifa undir.
Niðurstaða
Það að litlar líkur séu líklega á að bundinn verði endir á kolanotkun í stórfelldum mæli fyrir 2040 eða jafnvel fyrir 2050 - eða jafnvel enn síðara ártal. Líklega bendi til þess að líkur þess að ná fram 2°C markmiði séu hverfandi, samtímis og 1,5°C markmið sé sennilega nú einungis draumsýn.
Mannkyn gæti verið að stefna á 3°C. Jafnvel enn hærra!
En Bandaríkin eru ekki eina landið þ.s. pólitískt erfitt gæti reynst að ná markmiðum fram, sérstaklega er engin leið verður að forða því -- ef markmið eiga að nást, að hár kostnaður falli á borgara hvers lands.
Þ.e. auðvelt að lýsa sig sammála, meðan það kostar viðkomandi nær ekki neitt.
En, þegar maður t.d. skoðar ummæli í fréttamiðlum frá Bandaríkjunum er rætt er við almenna borgara - í kjölfar nýlega afstaðinna kosninga á svæðum innan Bandaríkjanna.
--Skýn í gegn, andstaða við sérhverjar kostnaðar-hækkanir - hvort sem það eru gjöld eða skattar; m.ö.o. almenningur vill -- kostnaður sé enginn.
New Jerseys suburban voters provide wake-up call in Democrats slim victory
Youre going to bring that up to me when I have to pay $1.50 more to fill my thousand-gallon home heating oil tank? -- Thats $1,500!
Veruleg óánægja sé með nýlegar eldsneytis-hækkanir, þó þær í engu tengist ákvörðunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna! Vart þart að spyrja um viðhorf viðkomandi, gagnvart hugsanlegum -- kolefnis-gjöldum, þar ofan á.
Sem sagt, almenningur sé ekki tilbúinn - að borga neitt aukalega.
Hvorki með gjöldum né sköttum.
Meðan svo er, þá er nær engin von til þess -- að pólitíkin taki verulega aðra afstöðu, en þá að tala um aðgerðir - í cirka besta falli - en síðan gera nær ekki neitt.
Eftir allt saman vilja menn vera endurkjörnir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kína virðist fyrir nokkrum dögum hafa prófað - farartæki er skv. upplýsingum var skotið upp af eldflaug sem hönnuð er til að skjóta kjarnaorkuvopnum.
- Farartækið sjálft virðist hafa verið vængjað - radar virðist hafa náð því á ca. Mac 5 uppi í efri hluta lofthjúps Jarðar; farartækið verið fært um að gera breytingar á stefnu.
- Það sé ekki síst, færni þess að breyta um stefnu, taka beygjur, er vakti athygli.
Vegna þess, að sambærileg farartæki, séu yfirleitt -- ekki fær um snöggar beygjur.
Sem er rökrétt, því kraftarnir sem farartæki þarf að glíma við á slíkum hraða - ef teknar eru beygjur, eru gríðarlegir.
--Líklega eru þyngdar-kraftar vegna miðflótta-afls slíkir í beygjum á þeim hraða.
--Að enginn líkami gæti lyfað þá krafta af. - Punkturinn í áhuganum á beygju-færni þess er sá:
Að farartæki með slíka beygjufærni.
Ætti að geta komist hjá að vera skotið niður af ABM-eldflaugum.
Engnn veit hvort að kínverska farartækið er eiginlegt vopn.
En augljóslega hefur það - möguleika sem vopn.
Samtímis eru Bandaríkin að þróa ofurhraðskreiðar stýriflaugar:
DARPAs HAWC scramjet missile completes first free flight test.
Í þessari frétt frá 28. sept. sl. er sagt frá velheppnuðu prófi á SCRAM-stýriflaug.
SCRAM-Jet (Supersonic-Ramjet)er Ramjet er getur virkað á ofurhljóðhraða.
Þ.e. á bilinu Mac 5 - 10.
Það er skv. þeirri frétt útlit fyrir að Bandaríkjunum takist að taka í notkun innan nokkurra ára, stýriflaug er getur viðhaldið hraða -- yfir MAC 5.
Hvaða kosti hefur SCRAM-jet flaug umram kínverska vopnið?
Gallinn við kínverska vopnið, ef maður gerir ráð fyrir að - um vopn sé að ræða. Að farartækið þó það sé skotið upp af stórri eldflaug. Þá er það þaðan í frá er flaugin hefur lokið sínu hlutverki - einungis hraðskreið sviffluga.
- Á MAC 5 líklega missi það orku fremur hratt, hafi því takmarkaðan tíma.
- Eiginlega vart mikið meira, en lyprara form af warhead.
Hinn bóginn sé aðferðin við að koma því á loft -- afar sýnileg.
Þ.s. skotið upp lóðrétt!
--Síðan eftir að farartækið er laust, sést það á radar.
- Án knýs, minnkar bæði hraði og flughæð stöðugt - fremur hratt.
Líklega sé þetta farartæki með litla vængi, sbr. MAC 5 svif í lofthjúp.
--Sennilegast líkist það, lítilli geimskutlu.
SCRAM-jet stýriflaugin sé án vafa hönnuð til að vera skotin upp af öllu er Bandar. eiga!
- Flugvélum.
- Kafbátum.
- Skipum.
- Land-farartækjum.
Slík flaug jafnvel þó hún hefði ekki -torséðna- hönnun.
Væri samt skotið upp - með síður sýnilegri aðferð.
- Sviffluga þó hún hafi verið á MAC 5 á einhverjum punkti, væri á sífellt minnkandi hraða -- þannig líklega mun minni ferð er dregur nær skotmarki.
**Sem líklega þíði, ekki sé ofur-erfitt að skjóta það í tætlur. - Meðan SCRAM-flaugin með sífelldan kný, mundi halda hraða sínum alla leið að skotmarki.
**Er væntanlega gerir niðurskot af vörnum - erfiðara.
Rétt að taka fram, að kínverska farartækið er ekki algerlega ný tækni!
Bandaríkin flugu svokallaðri geimskutlu á 9. áratugnum.
Bandaríski herinn á einnig sína eigin geimskutlu, X37B.
- Geimskutlan hafi verið smíðuð til að flytja fólk, því aldrei verið hönnuð til að taka -- beygjur á ofurhljóðhraða. X37B virðist hafa verið hannað með hámarks burð í huga, því ekki verið hannað til að taka -- krappar beygjur á ofurhljóðhraða.
- Kínverska faratækið/vopnið virðist hannað til slíks -- það þíði ekki að Bandar. hefðu ekki getað -- ákveðið að hanna inn þann styrk í t.d. X37B að það gæti þolað snöggar beygjur á MAX 5.
Hinn bóginn, þíddi það - að það væri væntanlega strúktúr þyngra, því minni flutnings-geta. X37B virðist hannað til að sækja gerfihnött upp á sporbaug, til að flytja hann síðan niður aftur. Það farartæki sé ómannað - róbótískt.
Punkturinn sé sá, að þröngar beygjur þær er kínv. farartækið tók.
Líklega útiloki mannaðar ferðir, því mannlegur líkami þoli ekki það mikið -- G.
Og að auki, væntanlega bendi það einnig til þess að - áhersla hafi ekki verið á flutnings-getu, sbr. þörf fyrir sterkan strúktúr minnki burðargetu.
--Það bendi til þess að líklegast sé um vopn að ræða.
Í megindráttum sé Kína að endurtaka tækni er Bandaríkin voru búin að þróa fyrir 40 árum!
Það að kínverska farartækið sé með þeirri færni að taka krappar beygjur á svo mikilli ferð - er bendi til strúktúrstyrks er líklega takmarki burðaþol, bendi til að líklega sé hlutverk kínverska faratækisins einungis það að vera -- vopn.
Ég held að það sé fátt sem bendi til að Kína sé nærri því að endurtaka SCRAM-tækni Bandar.
Niðurstaða
Mér virðist ef maður ber saman nýlegar tilraunir Kína - við tækni-tilraunir Bandaríkjanna. Að Bandaríkin séu enn með umtalsvert geim-tækni-forskot á Kína.
Tilrauna-flug Kína nýlega, virðist hafa verið á einhvers konar - ómannaðri geimskutlu.
Að hafa hana ómannaða, hafi gert Kína fært að -- hanna inn styrk, svo unnt sé að taka óvenju þröngar beygjur á MAC 5 - skv. því er virðist hafa sést á radar.
--Það sé líklega útilokað að það faratæki geti verið mannað, vegna þess hve miðflótta afl mundi verða mikið innan-borðs í slíku faratæki, langt umfram þ.s. mannlegur líkami geti líklega þolað.
Á sama tíma séu Bandaríkin líklega nálægt því að taka í notkun ofurhraðskreiða Supersonic Ramjet flaug eða SCRAM flaug, er væri ný kynslóð stýriflauga Bandaríkjahers.
Er hefðu færni til flugs í lofthjúp á bilinu MAC 5 - MAC 10.
Ég hugsa að slík stýriflaug sé mun hættulegra vopn.
En lítil geimskutla sem einungis geti svifið í átt að skotmarki.
- Þó Kína sé að minnka tæknibilið, sé greinilega enn verulegt bil á milli.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.10.2021 kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ástæða þess að ég tel að - fyrri ófarir Bandaríkjanna, hafi alls ekki þau áhrif að sannfæra Asíulönd að leita frekar til Kína um stuðning eða bandalög, en til Bandaríkjanna!
Er sú, að ófarir Bandaríkjanna sýna fram á -- veikleika þeirra.
Kannski finnst einhverjum það öfug-snúið, að veikleiki þeirra auki líkur á bandalögum!
--En það er einmitt hvað ég tel sennilegast rétt vera!
- Málið er að - mig grunar að Asíulönd velji frekar að styðjast við Bandaríkin.
M.a. því þau telja sig, þekkja veikleika Bandaríkjanna.
Og þar með þeirra takmörk. - Þá meina ég, að í allra versta falli - eru þau laus við Bandaríkin innan fárra áratuga.
Ef í það versta færi, og Bandaríkin gerðu tilraun til að leggja eitthvað þeirra undir sig.
Bandaríkin hafa sýnt fram á, að þeirra úthald er takmarkað.
Þ.e. hvað ég meina, m.ö.o. að áhætta við að halla sér að Bandaríkjunum sé minni. - Hinn bóginn, grunar mig að þau muni óttast. Að úthald Kína væri miklu mun meira.
Ef í það versta færi að Kína leitaðist við að leggja þau undir sig.
Þá væri miklu erfiðara að vera laus undan Kína.
Rétt að benda fólki á, öll löndin er eiga landamæri að Kína.
Hafa einhvern-tíma verið innan landamæra Kína!
Sögulega séð, ef horft er á lengra tímabil en sl. 200 ár.
Hafa landamæri Kína nær alltaf færst út, á kostnað granna Kína.
--Þegar Kína hefur verið sterkt.
Sannarlega hefur Kína ekki ráðist með hernaði þannig verulegt manntjón hljótist af, síðan Kína gerði tilraun til innrásar í Víetnam -- 1979.
Það var 2020 árekstur á landamærum milli Kína og Indlands þ.s. nokkrir tugir létust.
--Indland vill meina Kína eigi upptökin þar.
- Hinn bóginn held ég, að hröð uppbygging Kína á Suður-Kína-Hafi, sé að endurvekja gamlan ótta meðal granna Kína.
Það er ekki langt síðan, Víetnam óskaði eftir við Bandar. að fá að kaupa vopn frá Bandar.
--Samþykki þess var veitt í forsetatíð Donalds Trump.
Þetta vakti athygli, því forsaga samskipta Bandar. er afar blóðug við Víetnam. - Nam er eitt þeirra landa, sem á baksögu þess að hafa einhvern-tíma verið innan landamæra Kína. Stjórnvöld þar eru án vafa þeirrar skoðunar, að mikil uppbygging á Suður-Kína-Hafi sé ógn við þeirra land.
--Það virðist -signal- til Bandaríkjanna og Kína, að stjórnvöld í Nam séu að alvarlega að íhuga að leggjast að Bandaríkjunum, haldi sú hraða uppbygging áfram.
Kortið sýnir svæði mismunandi ríki telja sig eiga rétt til!
Rauða brota-línan er svæðið er nær yfir næsta gervallt hafsvæðið Kína telur sig eiga!
Kína hefur greinilega ákveðið að -- taka svæðið með frekju, skv. rétti hins sterka.
Og lætur svo að réttur hinna landanna sé, alls enginn.
Réttur Kína hafinn yfir allan vafa!
- Á kortið eru merkt inn, nokkrar manngerðar eyjar þ.s. Kína rekur nú herstöðvar.
Sést vel á kortinu, af hverju Tævan er lykilatriði!
En ef Kína ræður Tævan, þá væri floti Kína með öruggt aðgengi að Kyrrahafi.
- Stóra hagsmunamálið fyrir Bandar. - er að tryggja að floti Kína þurfi áfram að fara um girðingu - þ.s. vinveitt lönd Bandaríkjanna ráða.
- Meðan að ef Kína - næði Tævan - væri sú girðing rofin.
Floti Kína er nú orðinn, nærri eins stór og floti Bandaríkjanna!
Því eru hagsmunir í húfi fyrir Bandar. orðnir all verulegir.
Sem má leiða að líkum, að skýri vaxandi hita í málum tengt Tævan sl. misseri.
--Kína vill ná Tævan, Bandaríkin vilja - halda í Tævan.
- Á sama tíma, hefur Tævan þróast yfir í full-þróað lýðræðisríki, sl. ár.
- Samhliða þeirri þróun, hefur Kína - þróast frekar í einræðis-átt.
Stjórn Xi í Kína, er greinilega með harðlínu einræðis-hegðan.
Það er ekki síst, stefna Xi - þ.s. ítrustu harðlínu er beitt í öllum deilum.
Kína er afar móðgunar-gjarnt, þolir ekki minnstu gagnrýni - alltaf tekið afar illa.
--Samtímis og afar hröð uppbygging herafla er enn á fullu stými.
Það er samhengið, augljós harðlína í hegðan og nálgun.
Samtímis og hröð hernaðaruppbygging heldur áfram!
--Sem magnar ónot grannlanda gagnvart Kína.
- Og virðist augljóslega þrýsta grönnum Kína, í átt til Bandaríkjanna!
Vaxandi grunar mig að - löndin líti á Bandaríkin.
Sem klárlega - the lesser evil!
Þetta snúist um það, þau í vaxandi mæli óttist Bandaríkin síður.
Þar um í kaldhæðni örlaga spili fyrri ófarir Bandaríkjanna rullu.
--Einmitt um það að þau óttist Bandar. síður.
Niðurstaða
Mig grunar að ef maður mælir styrk landa með hugtakinu -- staying power -- þá sé Kína með sinn gríðarmikla mannfjölda klárlega sterkari aðilinn en Bandaríkin. Hugtakið vísi til, getu lands til að búa við mannfall í hugsanlegum átökum, og halda áfram að taka það mannfall.
--Kína er fjölmennara en samanlagður mannfjöldi allra landa er eiga landamæri að Kína.
Þessi miklu mannfjöldi setur Kína í algera sérstöðu meðal - hátækniþjóða.
Og meðal meiriháttar hervelda!
Ég tel það fullvíst, að mat þjóða annarra en Kína í Asíu, sé líklega það.
Að Bandaríkin séu þeim sjálfum, síður hættuleg!
Vegna þess, að líklega ef til þess komi - hafi Kína miklu meira - staying power.
Áratugur eða tveir - gæti þess í stað orðið að einum eða tveim öldum.
- Sannanir fyrir slíkri niðurstöðu, sé auðvitað að leita í þeim stríðum sem Bandar. hafa yfirgefið -- þjóðirnar líklega telji sig þekkja takmörk Bandaríkjanna.
Þar með, meti bandalag við þau -- síður áhættu-samt. - Þar fyrir utan, er ég á því - því meir sem Xi Jinping þrýstir á mál á svæðinu.
Því hræddari verði grannþjóðir Kína, gagnvart Kína.
Og þar með, því líklegri að halla sér að Bandaríkjunum.
Eins og ég segi að ofan, tel ég nýlegar ófarir í Afganistan, styðja enn frekar við þ.s. mig grunar sterklega að sé -- líkleg afstaða flestra grannþjóða Kína.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir sem vita eitthvað um ESB, vita að ESB er yfirþjóðleg stofnun -- það nefnast stofnanir í fjölþjóðlegu- eða alþjóðlegu samhengi; sem geta sett reglur eða lög sem þær þjóðir er tilheyra þeim stofnunum - hafa fyrirfram skuldbundið sig til að hlíða.
- Í aðildarsamningum að ESB, er sú yfirþjóðlega skuldbinding framkvæmd.
Það er einmitt vegna þess, að skuldbindingin er yfirþjóðleg.
Sem krafa er að samningur sé samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. - Til þess einmitt, að ekki sé hægt síðar meir að halda því fram.
Að sú gerð hafi með einhverjum hætti verið þvinguð fram.
Sé þar með -- ósanngjörn.
- Að Pólskur dómstóll hafi líst -- lög Póllands æðri lögum ESB.
- Er einfaldlega stríðs-yfirlýsing, a.m.k. í lagalegu samhengi.
Það er einkar áhugavert, ekki síst í því ljósi -- að Pólland sannarlega samþykkti hið yfirþjóðlega fyrirkomulag á sínum tíma; og meirihluti Pólverja einnig studdi aðildarsamninginn á sínum tíma.
--Hinn bóginn er ríkisstjórn svokallaðs -- Laga og Réttlætisflokks, afar þjóðernis-sinnuð.
Deilan við ESB - snýst ekki síst um - hvernig L&R hreinsaði - pólska dómstóla.
Flest bendir til að - L&R - hafi fyllt pólska dómstól af einstaklingum, hlyðhollir sinni afstöðu.
--M.ö.o. þjóðernis-stefnu.
- Lög í Póllandi, er heimila stjórnvöldum að reka dómara.
- Eru talin brjóta gegn - prinsippinu um aðskilnað réttarfars og framkvæmda-valds.
- En grunn-hugmyndin um sjálfstæði dómstóla.
- Er til þess, að gera þá a.m.k. tiltölulega hlutlausa og einnig tiltölulega ópólitíska.
--Ef stjórnvöld geta að vild rekið dómara sem þeim líkar ekki við.
Er erfitt að sjá hvernig slíkur dómstóll er þá ekki orðinn - pólitískur, m.ö.o. hlutdrægur.
- Laga og Réttlætisflokkurinn, fullyrti á móti, að hreinsun í dómskerfinu væri nauðsynleg, þar eð að þeirra mati - væri dómskerfið fullt af -kommúnistum.-
- Ég ætla ekki að fella mat á hvort - viðkomandi hafi verið -kommúnistar- en það á til að gerast að mjög eindregnir hægrimenn kalli venjulegt vinstrifólk kommúnista.
Það þar jafnvel ekki vera að þeir hafi verið -vinstri- nema í þeim skilningi, vinstra megin við Laga og Réttlætis.
M.ö.o. ákvörðunin getur einfaldlega hafa þítt.
Að þeir töldu dómstólana - sína pólit. andstæðinga.
En þá er hreinsunin - að sjálfsögðu hrein og tær pólitísk aðgerð.
Dómstólar verða að sjálfsögðu ekki hlutlausari við það - að einn flokkur hreinsi alla út þá sem þeim líkar ekki við, síðan setji einungis þá sem þeim líkar við.
En hversu langt getur ESB gengið? Gagnvart Póllandi?
Skv. fregnum stendur til að setja -- dagsektir á Pólland.
Ég veit ekki hver upphæð per dag mundi vera.
--En mat Framkvæmdastjórnar skv. fregn að líklega þvingi sú aðgerð pólsk stjórnvöld til að semja við stofnanir ESB.
- Skv. því eru það líklega ekki túskildingar per dag.
Þar fyrir utan eru til staðar ákvæði er heimila stofnunum ESB að -- stöðva greiðslur til Póllands út úr styrkjakerfi ESB.
--Þó ekki í tilviki styrkja til landbúnaðarmála -- en aðra styrki t.d. til framkvæmda.
Að auki, geta stofnanir ESB hindrað að Pólland fái lán frá Þróunar-banka ESB -- jafnvel látið lán falla á gjalddaga þ.e. hafnað að þau séu endurnýjuð.
--Heimtað greiðslu strax.
En ESB getur gengið miklu lengra en þetta: 7gr. Sáttmálans um Evrópusambandið!
- On a reasoned proposal by one third of the Member States, by the European Parliament or by the European Commission, the Council, acting by a majority of four fifths of its members after obtaining the consent of the European Parliament, may determine that there is a clear risk of a serious breach by a Member State of the values referred to in Article 2. Before making such a determination, the Council shall hear the Member State in question and may address recommendations to it, acting in accordance with the same procedure. The Council shall regularly verify that the grounds on which such a determination was made continue to apply.
- The European Council, acting by unanimity on a proposal by one third of the Member States or by the Commission and after obtaining the consent of the European Parliament, may determine the existence of a serious and persistent breach by a Member State of the values referred to in Article 2, after inviting the Member State in question to submit its observations.
- Where a determination under paragraph 2 has been made, the Council, acting by a qualified majority, may decide to suspend certain of the rights deriving from the application of the Treaties to the Member State in question, including the voting rights of the representative of the government of that Member State in the Council. In doing so, the Council shall take into account the possible consequences of such a suspension on the rights and obligations of natural and legal persons. The obligations of the Member State in question under the Treaties shall in any case continue to be binding on that State.
- The Council, acting by a qualified majority, may decide subsequently to vary or revoke measures taken under paragraph 3 in response to changes in the situation which led to their being imposed.
- The voting arrangements applying to the European Parliament, the European Council and the Council for the purposes of this Article are laid down in Article 354 of the Treaty on the Functioning of the European Union.
Þessi ákvæði hafa verið til staðar -- alla tíð síðan 1999 Maastricht sáttmála.
En hingað til aldrei verið beitt.
--Svokallað Evrópuþing, heimtar nú að beiting þeirra verði hafin.
- Skv. því sem fram kemur:
Er hægt að svipta aðildarland atkvæða-rétti í Ráðherra-ráðinu.
Sem er lykil-stofnun um nýjar ákvarðanir innan ESB. - Sú svipting standi einungis yfir - svo lengi sem Ráðherra-ráðið telur aðildarland vísvitandi brjóta sáttmála ESB.
Rétt að taka fram, ekki er hægt að reka aðildarland úr ESB.
En stofnanir ESB geta gert landi lífið leitt með margvíslegum hætti.
--Er viðkomandi aðildarland, brýtur með vísvitandi hætti reglur sambandsins.
- Fram til þessa, virðist mikil tregða til að beita þessum hörðustu viðurlögum.
- Þ.s. auðvitað Ráðherra-ráðið þart að taka ákvörðun.
Þá auðvitað, beita lönd sem hugsanlega yrðu beitt þvingunum.
Öllum þeim klækjum sem þau geta, ekki síst að safna liði innan Sambandsins. - Ef þau geta hindrað nægan meirihluta, svokallaðan - qualified majority.
Geta þau hindrað aðgerðina.
En kannski kemur nú að því að í fyrsta sinn verði þessu valdatæki ESB beitt.
Þ.s. að vart er hægt að reka fingurinn skýrar fram gegn ESB!
--En lísa lög Póllands lögum ESB æðri.
- Skv. því, fullyrt að Pólland sé í fullum rétti að hundsa ákvæði laga ESB, ef þau stangast á við -- samþykkt lög af hálfu ríkisstjórnar Póllands.
- En ef Pólland kemst upp með þetta!
--Væri sjálft prinsippið um yfir-þjóðlegt vald, hrunið.
Þar með vald þ.s. stofnanir ESB hafa haft, gufað upp.
Ég get því ekki séð hvernig ESB getur annað en beitt nú héðan í frá -- stigmagnandi þvingunum!
Málið sé, að þetta sé líklega hvorki meira né minna en spurning um tilvist ESB.
ESB verði að svínbeygja Pólland -- annað sé það líklega hrunið.
En ef Pólland kæmist upp með að hundsa stofnanir ESB að vild.
Þá þíddi það einnig að önnur lönd fljótt gerðu það sama!
Þá að sjálfsögðu rekur fljótt klúbbinn í ótal áttir.
--Regluverkið mundi þá flosna upp, því engin leið væri þá að framfylgja því.
- Þetta sé m.ö.o. eins og ég sagði -- eiginlega stríðsyfirlýsing gegn ESB.
Af hálfu Laga og Réttlætisflokksins.
Það áhugaverða er að sá flokkur segist ekki ætla að segja Pólland úr ESB.
Enda nýtur aðild Póllands milli 70-80% fylgis almennings í Póllandi.
--Hinn bóginn, ef Pólland brýtur ESB sjálft - þá þarf ekki að segja sig úr, ef stofnunin sjálf flosnar upp.
Niðurstaða
Það verður áhugavert að fylgjast með stríði Póllands og stofnana ESB -- en vart sé unnt að kalla það minna en -stríð- úr því sem komið sé. En það að stjórnlaga-dómstóll Póllands, skipaður fólki sem - Laga og Réttlætisflokkurinn hafi skipað þar; hafi skilgreint lög Póllands æðri lögum ESB.
Geti vart annað en kallast - stríðs-yfirlýsing gagnvart þeim stofnunum.
- Eins og ég bendi á, ef Pólland kæmist upp með að -- hundsa lög og reglu, kalla eigin lög þeim æðri - hafna lagabreytingum að vild.
Eða að Pólland kæmist upp að, afnema einhliða lög ESB innan Póllands. - Þá væri sjálft prinsippið um yfirþjóðlegt vald ESB og stofnana þess hrunið.
--Þetta er alveg sami hluturinn, að t.d. Alþingi ver rétt sinn til að setja lög á Íslandi, í gegnum dómstóla og lögreglu -- sveitafélög á Íslandi og aðrir aðilar, verða að hlíða lögum Alþingis.
--Aðilar eru miskunnarlaust dregnir fyrir lög og dóm, ef þeir vísvitandi brjóta lög.
Mönnum - aðilum - sveitafélögum og hópum, sé ekki heimilt að hundsa lög að vild. - Ef menn komast upp mað að hundsa lög að vild.
Yrðu lög landsins hrunin - og ríkisvaldið er byggir á þeim lagagrunni það einnig.
Ég meina það því algerlega, að Pólland vegur þarna að sjálfri tilvist ESB.
Stofnanir ESB verða því klárlega að beita öllum þeim úrræðum sem til eru.
--Ég er ekki handviss að listi minn sé algerlega tæmandi.
En ESB getur beitt verulega óþægilegum úrræðum skv. þeim lista.
En þó getur ESB ekki formlega rekið land úr sambandinu.
--Ég geri ráð fyrir því að ESB muni beita Pólland stigmagnandi úrræðum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleði mín er mikil yfir úrslitunum er ljóst var:
- Ríkisstjórnin sannarlega stóðst enda var þetta sennilega besta ríkisstjórn sem Íslendingar hafa haft í langan tíma.
- Síðan höfnuðu Íslendingar - öfgaflokkunum til beggja handa þ.e. Sósíalistum í annan stað og hins vegar hægri öfgunum sem svokallaður Frjálslyndur Lýðræðisflokkur og Ábyrg Framtíð svokölluð buðu upp á.
Reykjavík Norður skv. Mbl.is.
Reykjavík norður | Atkvæði | % | Kjörd. sæti | Jöfn. sæti | Sæti alls | Þingmenn | ||
D | 7.353 | 20,9 | 2 | 0 | 2 | Kjördæmakjörnir · Guðlaugur Þór Þórðarson (D) · Katrín Jakobsdóttir (V) · Halldóra Mogensen (P) · Helga Vala Helgadóttir (S) · Ásmundur Einar Daðason (B) · Diljá Mist Einarsdóttir (D) · Steinunn Þóra Árnadóttir (V) · Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C) · Tómas A. Tómasson (F) Uppbótar [Meira] · Andrés Ingi Jónsson (P) · Lenya Rún Taha Karim (P) | ||
V | 5.597 | 15,9 | 2 | 0 | 2 | |||
P | 4.508 | 12,8 | 1 | 2 | 3 | |||
S | 4.427 | 12,6 | 1 | 0 | 1 | |||
B | 4.329 | 12,3 | 1 | 0 | 1 | |||
C | 2.706 | 7,7 | 1 | 0 | 1 | |||
F | 2.694 | 7,7 | 1 | 0 | 1 | |||
J | 1.976 | 5,6 | 0 | 0 | 0 | |||
M | 1.234 | 3,5 | 0 | 0 | 0 | |||
O | 150 | 0,4 | 0 | 0 | 0 | |||
Y | 144 | 0,4 | 0 | 0 | 0 |
Reykjavík Norður var eina kjördæmið sem - Y listinn bauð fram í.
En punkturinn er að í því kjördæmi er hann að fá hlutfall innan við hálft prósent.
Eins og O listinn.
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að Y listinn hefði fengið hærra fylgis-hlutfall í öðrum kjördæmum, m.ö.o. að líklegast hefði vegferð Ábyrgrar Framtíðar verið svipuð vegferð Frjálslynda Lýðræðisflokksins - ef Ábyrg Framtíð hefði náð að skila gildum listum í öðrum kjördæmum.
- Þarna fóru greinilega.
- Tveir fylgislausir flokkar.
- Þ.s. þetta sýnir, að málstaður fólks gegn aðgerðum stjórnvalda í baráttu við Kófið.
Hefur nánast ekkert fylgi. - Það kemur heim og saman við það, að kóf aðgerðir stjórnvalda hafa -consistent- haft um 90% fylgi meðal þjóðarinnar fram til þessa.
--Þ.e. 90% ef þeir eru spurðir hvort þeir styðja aðgerðirnar sem slíkar.
--Ef þeir voru spurðir hvort þeir töldu ríkisstjórnina hafa staðið sig vel í því, var fylgið milli 60-70%.
--Samtímis, voru landsmenn yfirleitt drjúgt yfir 90% sammála því, að sóttvarnarlæknir hafi staðið sig vel.
Ábyrg Framtíð -- var sem sagt, mótmæla-flokkur afar fámenns minnihluta.
Ég var eiginlega nær alveg viss fyrir kosningar að svo væri.
--Úrslitin sína greinilega að svo er, jafnvel þó framboð hafi einungis verið í einu kjördæmi þá var fylgið þar einungis 0,4% - - ætla að reikna með að fólk andstætt sóttvarnar-aðgerðum hafi kosið hann í því kjördæmi.
--Þar með sé það skírt, að sá hópur sé afar fámennur líklega heilt yfir.
Sem tónar við -consistent- niðurstöður skoðanakannana á Íslandi um 90% fylgi við sóttvarnaraðgerðir.
Heildar kosninganiðurstöður voru þessar skv. MBL.is
Atkvæði | % | Breyt. | Kjörd. sæti | Jöfn. sæti | Sæti alls | Breyt. | Á þingi | |||
D | 48.698 | 24,4% | -0,8% | 16 | 0 | 16 | 0 | Þingflokkur | ||
B | 34.496 | 17,3% | +6,6% | 13 | 0 | 13 | +5 | Þingflokkur | ||
V | 25.115 | 12,6% | -4,3% | 6 | 2 | 8 | -3 | Þingflokkur | ||
S | 19.826 | 9,9% | -2,2% | 5 | 1 | 6 | -1 | Þingflokkur | ||
F | 17.675 | 8,8% | +1,9% | 6 | 0 | 6 | +2 | Þingflokkur | ||
P | 17.234 | 8,6% | -0,6% | 3 | 3 | 6 | 0 | Þingflokkur | ||
C | 16.637 | 8,3% | +1,6% | 3 | 2 | 5 | +1 | Þingflokkur | ||
M | 10.884 | 5,4% | -5,5% | 2 | 1 | 3 | -4 | Þingflokkur | ||
J | 8.174 | 4,1% | +4,1% | 0 | 0 | 0 | 0 | |||
O | 844 | 0,4% | +0,4% | 0 | 0 | 0 | 0 | |||
Y | 144 | 0,1% | +0,1% | 0 | 0 | 0 | 0 |
Varðandi ríkisstjórnina - grunar mig sterklega hún haldi áfram.
Að Sigurður Ingi fái líklega vera forsætisráðherra á nýju kjörtímabili.
Um aðrar hrókeringar á ráðuneytum ætla ég ekki að spá.
Nema því, að með aukið fylgi mun Framsókn líklega vilja - betri ráðuneyti.
--Þau atriði munu flokkarnir auðvitað ræða sín á milli.
- Kannski heldur VG forsætisráðherranum, en lætur eitthvað annað í staðinn.
Þó mér finnist sennilegar að Siggi vilji nú verða forsætisráðherra.
- Ég held það sé rétt, þetta sé fyrsta sinn í lýðveldissögunni.
- Að Framsókn eykur fylgi - í stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Eins og allir vita er Flokkur fólksins - hinn sigurvegari kosninganna.
Ásamt Framsóknarflokki.
--Þó tæknilega mögulegt væri að mynda stjórn með honum í VG stað, á ég ekki von á því.
- Set fram þá kenningu, fólk er íhugaði að kjósa Sósíalista, hafi í fjölda tilvika valið Flokk Fólksins í staðinn!
Slík hreyfing í kjörklefanum geti skýrt þá sveiflu gegn könnunum, að Sósíalistar fóru ekki inn - meðan Flokkur Fólksins fékk greinilega fylgis-aukningu.
Niðurstaða
Ég er einkar ánægður með þessar kosningar í ljósi þess, Íslendingar hafna öfgum eina ferðina enn.
Það kemur í ljós, öfgaflokkarnir til hægri - eru fylgislausir.
Fyrir þeim fara greinilega afar litlir óánægju-hópar.
--Vinstri óánægjuhópurinn sem styður Sósíalista er greinilega stærri. En reyndist ekki nægilega stór samt til að ná yfir 5% fylgis-múrinn.
Almennt tek ég kosninga-niðurstöðunum þannig, að flestir Íslendingar séu fremur sáttir.
En þjóð sem hafnar öfgum er líklega fremur sátt við tilveruna.
Þar eð sögulega séð í öðrum löndum, þarf jafnan víðtæka óánægju til að öfgaflokkar nái fylgi.
--Ég á ekki von á að Íslendingar séu öðruvísi en aðrar þjóðir þar um.
Þar með sýni niðurstöðurnar, hve lítið fylgi öfgaflokkar fá, að þjóðin sé almennt sátt.
Ríkisstjórnin fékk, 54,3% hlutfall atkvæða. Ef fylgi stjórnarflokkanna er lagt saman.
Að baki henni standa 108.309 atkvæði, af 203.976 alls greiddum atkvæðum.
Og ríkisstjórnin er með öruggan meirihluta með 37 þingmönnum alls.
Auð atkvæði voru einungis 1,8% og ógild einungis 0,2%.
Þ.e. viðbótar vísbending þess Íslendingar séu sáttir.
En mikill fj. auðra og ógildra mundi benda til almennrar óánægju.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2021 | 22:30
Er hagvaxtarskeiði Kína lokið - er blasir við hrun líklega stærstu húsnæðisbólu allra tíma? Mun Kína lenda í tíndum áratug - eins og Japan milli 1990-2000?
Fréttir hafa borist af stöðu -- Evergrande. Sem er gígantískt verktakafyrirtæki í Kína.
Skv. fréttum er heildarfjöldi starfa í húfi ef Evengrande hrynur -- 3 milljón.
Alvöru gíga-stærðar fyrirtæki.
- Hinn bóginn, er staða -- Evergrande, vísbending þess að Xi Jinping ætli að vinda ofan af því - sem líklega er stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar?
- Hversu stór?
Evergrande and the end of Chinas build, build, build model:
There is enough empty property in China to house over 90m people...Chinas vast real estate sector, which contributes 29 per cent of the countrys gross domestic...
- Íbúar Frakklands + Hollands, kæmust fyrir í því húsnæði -- sem stendur óseljanlegt í Kína.
--Þetta er alveg örugglega þar með, stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar.
--Og því einnig alveg örugglega sú allra dýrasta að vinda ofan af. - Hús-bygginga-iðnaðurinn, er um 1/3 af kínv. hagkerfinu.
Þannig að ef þarf að vinda stórum hluta ofan af honum.
Er það ekkert smáræðis - högg. - Það tekur ekki tillit til líklegra ofur-skulda.
Sem virðast til staðar í bygginga-bransanum.
Við erum að tala um efnahags-tjón af epískum skala!
Í vestrænu hagkerfi, mundi hrun í bygginga-iðnaði á þeim skala, leiða beint í banka-kerfið, og ógna stöðugleika þess - líklega einhverjir bankar ramba á brún gjaldþrots og örugglega einhverjir þeirra loka á endanum; þar fyrir utan að atvinnu-leysis-bylgja helltist yfir.
Auðvitað landið er fyrir yrði, dytti í klassíska fremur djúpa kreppu.
- En Kína er ekki - opið hagkerfi. Heldur rekur kínv. ríkið allt klabbið - þ.e. allir í reynd skulda valdaflokknum í Kína; m.ö.o. hann á allar skuldir + allar ríkis-eignir.
- Hinn bóginn þíðir það ekki - að húsnæðisbóla af þeim skala, skapi ekkert umtalsvert tjón.
Allar þessar byggingar - sem enginn þarf, verða ekki notaðar, eru samt stórfellt tjón.
Og allar þær skuldir sem þarf að afskrifa, eru samt -- stórt tjón fyrir eignasafn flokksins. - Það að örugglega þarf að rifa seglin stórfellt í 1/3 af hagkerfinu, hefur gríðarleg áhrif.
Þ.e. mikið atvinnu-leysi þá myndast snarlega, gríðarlegt fé lagt til -- er að tapast.
Það sem ég held að gerist - að Xi leitist við að taka kostnaðinn smám saman inn.
M.ö.o. fyrirtækin fái að starfa áfram - en verða minnkuð niður smám saman, dreift yfir tíma.
Samtímis, að eignir og skuldir verða afskrifaðar - einnig dreift yfir tíma.
--Auðvitað þíðir það að þ.s. hefur verið 1/3 af hagkerfinu minnkar stöðugt.
--Og mun ekki í framtíðinni, skila þeim hagvexti til Kína er það áður gerði.
- Það sem ég meina, Kína líklega hefur -- tíndan áratug.
Kína er einnig líklega að rifa seglin hagvaxtarlega til frambúðar!
Ég á við, þetta marki endalok - tímabils hraðs hagvaxtar í Kína.
- Besta líkingin er Japan veturinn 1989, er bólan sprakk þar.
- Þá tók við 10. áratugur 20. aldar, er Japan hafði - 0% hagvöxt heilt yfir þann áratug.
Japan mætti hruninu er var gríðarlegt, með miklu eyðsluprógrammi - m.ö.o. japanska ríkið varði gríðarlegu fé í vegi - járnbrautir og brýr; samtímis safnaði óskaplegum skuldum.
Með þeim hætti, færði japanska ríkið mikið af skuldum einka-geirans líklega yfir á sig.
Og bjargaði án efa, mörgum þeirra er annars hefðu hrunið algerlega.
--Samhliða þessum, var Japan einnig að færast yfir í - fólks-fækkun.
--Sem einnig hefur sjálfstæð áhrif til minnkunar hagvaxtar-getu.
- Í Kína er einnig bóla af gígantískri stærð að springa.
- Það má vera, að Xi Jinping muni einnig - setja aukið fé í samgöngu í tilraun til að vega á móti.
- Bendi á að í Japan, dugði það ekki til -- að viðhalda nettó hagvexti í heilan áratug.
Þó það hindraði - nettó samdrátt hagkerfis Japans þann áratug.
- Eins og kemur fram, þarf Xi - að vinda verulega ofan af því.
Er hefur verið ca. 1/3 af kínv. hagkerfinu.
- Það má ekki gleyma því, að Kína er einnig að fara yfir í fólks-fækkun.
- Er hefur viðbótar hagvaxtar-minnkandi-áhrif, ofan í allt áður greint.
--Því er samanburðurinn við Japan afar góður, fyrir utan að Kína er einræðis-kerfi.
Spurning hvað Xi gerir við allt atvinnuleysið sem hann þarf að glíma við?
- Einfaldast virðist að stækka herinn, færa atvinnuleysið úr byggingargeiranum stórum hluta þangað.
- Kína hefur verið að stækka herinn hratt, mikið framleitt af hertólum - skipum, flugvélum, skriðdrekum - öllu er herir nota hvort sem á láði, legi eða lofti.
- Ég hugsa að Xi - bæti í. Auki her-útgjöld frekar.
- Enda skapi her-framleiðsla einnig störf. E-h af atvinnuleysinu geti einnig leitað þangað.
Xi þarf að leysa það, að almenningur mun líklega upplyfa óánægju, er hagvöxturinn dettur niður í ekki neitt - líklega a.m.k. í áratug, meðan kostnaður af dýrustu húsnæðis-kreppu heimssögunnar er afreiddur af hagkerfinu.
Einfaldasta svarið við því, að efla óvináttu við erlend ríki.
Skapa nýjar deilur, efla deilur.
--Skapa hatursfulla þjóðernis-stemmingu svo reiði þjóðarinnar beinist út á við.
- M.ö.o. óttast ég að Xi leysi reiði-vanda þjóðarinnar.
- Með því að beina þeirri reiði út á við.
Þar með talið, geti runnið upp tímabil -- er Kína gerist afar hættulegt.
--------
Spenna gæti orðið svo mikil, stríð gæti brotist út af minnsta tilefni.
Kína gæti meira að segja, ákveðið að fara beinlínis -- í stríð.
Sú aðlögun sem Kína þarf að fara í - væri erfið fyrir öll lönd!
Almenningur í Kína er vanur því, að allt aukist þar hratt - störf sem lífskjör.
Síðan skellur allt í einu á tímabil, þ.s. atvinna er af skornum skammti.
Og kjör vaxa ekki, eins og fólk er vant.
Í Vestrænum löndum, skylli óánægjan fram í mótmælum á götum úti.
Reiði-bylgjum er mundu líklega valda tíðum ríkisstjórnarskiptum.
- En Í kína, er ekki hægt að bjóða -- reiði almennings slíka svölun, útrás.
- Þess í stað, virðist mér ljóst -- Xi eigi einungis það val.
--Að beina þeirri reiði út á við, að erlendum þjóðum, löndum.
Þess vegna á ég von á því að Kína gerist afar hættulegt nk. 20 ár.
Meðan að þjóðin er að aðlagast þeim nýja veruleika.
Að skeið hraðs hagvaxtar - og því hraðrar kjara-aukningar.
--Er líklega búið og það endanlega
Niðurstaða
Mér virðist það sem sé að gerast - að kínverska ævintýrinu er að ljúka.
Og það með hætti sem slíkum ævintýrum gjarnan lýkur.
Þ.e. með brot-lendingu.
Ég á von á því að við taki - tíndur áratugur.
Að nk. 20 ár verði Kína afar hættulegt - viðskiptis.
Eftir það gæti verið að stjórnendur Kína slaki á.
Eða kannski endar það svo að valda-flokkurinn tapar völdum fyrir rest.
--En þ.e. ekki mín spá endilega.
Það að kínverska ævintýrið brotlendir.
Þíðir auðvitað að sá áhugi sem svokallað kínverska módel hefur skapað.
--Mun að sjálfsögðu dofna.
Með Kína líklega með lakari hagvöxt en Vesturlönd meðan -- Kína er að melta brotlendinguna.
Þá auðvitað mun Vestræna módelið snarlega líta betur út að nýju.
Síðan á ég ekki von á að Kína geti nokkru sinni snúið aftur til hás hagvaxtar.
--Hávaxtaskeiði sé líklega lokið endanlega.
Kína þar með muni aldrei ná algerlega í skottið á Vesturlöndum.
Aldrei drottna yfir plánetunni, eins og sumir hafa spáð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.9.2021 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2021 | 23:12
Deila Frakka - Ástrala - Bandaríkjanna, að þróast í meiriháttar milliríkjadeilu - eftir ákvörðun Ástrala hætta við kaup á kafbátum af Frökkum!
Samkvæmt því sem ríkisstjórn Ástralíu heldur fram, átti ákvörðun Ástrala alls ekki að koma Frökkum á óvart, þeir segja viðbrögð ríkisstjórnar Frakklands -- hátt yfirskot.
- En Frakkar hafa kvatt sendiherra sína heim frá Bandaríkjunum og Ástralíu.
Slíkt er yfirleitt ekki gert, nema í allra verstu deilum. - Þar fyrir utan, hóta Frakkar að -- blokkera viðskipta-samning sem Ástralía er að semja um við Evrópu-sambandið. Frakkar segja, að meint svik Ástrala - þíði þeir eigi ekki skilið þann samning.
- Í dag kom síðan í ljós, að Frakkar eru að gera tilraun til að - blokkera fyrirhugaðan fund sem lengi hefur verið í undirbúningi; milli Evrópusambandsins og ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Sem á að ræða öll útistandandi deilumál, þar á meðal þau er Donald Trump hóf.
--Frakkar kalla ákvörðun Ástrala, svik milli bandamanna - saka Bandaríkin og Ástala um að vera ekki traust verðug lengur, o.s.frv. - o.s.frv. Gríðarlegt drama m.ö.o.
Astute Class - bresku kjarnorku-kafbátur. Kannski þessi týpa.
Það er ekki enn ákveðið, hvort sú týpa af kafbát sem Ástralir fá.
Verður á grunni - Astute Class - sem er nýjasti breski sambærilegi.
Eða á grunni þeirrar týpu sem er nýjust í bandaríska flotanum.
En stóra málið í -dílnum- er að Ástralir eiga að fá að smíða bátana sjálfir.
Sem er auðvitað meiriháttar mál, því þá standa Ástralir jafnfætis Bretlandi.
--Auðvitað á eftir að taka nokkur ár, að setja upp framleiðslu.
--Hinn bóginn, þá er um að ræða grunn - tækni þegar til.
Þ.e. því engin tæknileg óvissa, þeir kafbátar sem eru grunnur, virka.
Hvort það verður á grunni bresku týpunnar nýjustu eða bandar. nýjustu.
Frakkar ráða enn yfir Nýju Kalidóníu, milli Ástralíu og Nýja Sjálands
Hvað segir ríkisstjórn Ástralíu?
Ég tek enga afstöðu - um, hver hefur rétt fyrirs sér.
Australian documents showed French submarine project was at risk for years
Australia defends scrapping of French submarine deal, Macron and Biden to talk
- Enginn vafi að Bandaríkin skiptu sér af málinu, í sept. 2018 hafði -U.S. Secretary of the Navy Donald Winter- óskað formlega eftir því að Ástralir íhuguðu aðra valkosti.
- Enginn vafi að upphæð sú sem átti að greiða Frökkum hafði hækkað úr 40ma.$ í 60ma.$ áður en smíði fyrsta kafbátsins skv. samningnum við Frakka - var hafin.
- Það atriði hafði fengið gagnrýni á þingi Ástralíu.
Ekki hefur komið fram hver verður kostnaður við 8-kjarnorkukafbáta.
Enginn vafi að þeir verða afskaplega dýrir.
--Tæknilega gátu Frakkar, breytt hönnun sinni í kjarnorkukafbát. En fyrri ríkisstjórn Ástralíu, hafði óskað eftir dísil kafbát - Frakkar notuðu víst hönnun fyrir kjarnorkukafbát sem grunn, en breyttu honum í dísil-bát. Ekkert sem útilokaði að, svissa hönnuninni til baka.
- Saga ríkisstjórnar Ástralíu, er sem sagt - þeir hafi kvartað við Frakka.
- Að ákvörðun þeirra, hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart.
--Eins og engur í deilum, veit maður ekki hver segir satt!
Núverandi ríkisstjórn Ástralíu er ekki sú sama og samdi við Frakka 2019.
--Tæknilega braut ríkisstjórn Ástralíu ekki samninginn.
Þ.s. samningurinn virkaði víst þannig, að í honum voru umsamdir staðir.
Þ.s. segja mátti honum upp alfarið - án þess að borga skaðabætur.
Hérna er skoðun sem er áhugaverð.
Kannski hefur þessi maður rétt fyrir sér hvað réð ákvörðun Ástrala!
Perception that France is too soft on China fed Australia submarine dispute
Frakkar ráða enn yfir hluta Pólinesíu
Persónulega finnst mér viðbrögð Frakka yfirdryfin!
En Frakkar sjálfir virðast í og með - haft í huga. Að efla flota-styrk Ástralíu.
Hugmyndir að - eiga í samskiptum við Ástralíu í Kyrrahafi.
--Enda eiga Frakkar enn - eyjur í Kyrrahafi.
Nýja Kalidónía er sú stærsta - heildar mannfj. 2 milljónir af frönskum borgurum í Kyrrahafi.
- Málið er, það blasir ekki við mér hvernig Frakkar ætla að - verja þessa borgara.
- Ef ekki í bandalagi við Bandaríkin - Ástralíu, o.flr.
En Frakkar eru klárlega - einir sér, langt í frá nægilega öflugt flotaveldi til þess.
Frakkar sjálfir voru búnir að viðurkenna það, með þeirri hugmynd að vilja starfa með Ástralíu.
- En málið er, að Ástralía + Frakkland, eru einnig of veikir.
- Einungis Bandaríkin eru nægilega öflugt, gegn því aflí sem rís í Asíu.
- Kína á í dag, 3 flugmóður-skip, 3 til viðbótar í smíðum.
- Þar fyrir utan, er kínverski flotinn orðinn svipað stór og bandar. flotinn - ef maður telur fjölda skipa. Hinn bóginn eru kínv. skipin meðaltali smærri.
Það getur vel verið, að þessi hraða uppbygging Kína.
Hafi breytt sýn Ástralíu á öryggismál í Kyrrahafi.
--Þeim hafi m.ö.o. orðið ljóst, að samningur við Frakkland - dugaði hvergi.
- Ég veit ekki hvort að Bandaríkin gerðu það að skilyrði að Ástralir keyptu kafbáta í staðinn annaðhvort af þeim sjálfum eða Bretum.
- En það getur vel verið.
- En mig grunar, að ástæða þess að Ástralir taka sína ákvörðun -- sé vaxandi spenna á hafinu.
Það augljósa - að einungis Bandalag við Bandaríkin á nokkra möguleika.
- Málið er, að augljóslega gildir þetta einnig fyrir Frakka, og eyjarnar þeirra í Kyrrahafi.
- Að einungis Bandaríkin, hafi þann styrk er skipti máli.
Þannig að ég skil ekki almennilega viðbrögð Frakka.
Því augljóslega - sé það ekki gegn þeirra hagsmunum, að Ástralía tryggi sitt öryggi betur.
--Því það geti tæpast, komið öryggi þeirra eyja sem Frakkar eiga illa.
- Það þvert á móti eigi líklega við.
Að öruggari og sterkari Ástralía.
Efli einnig öryggi þeirra frönsku eyja.
Ég spyr mig ítrekað, hver er áætlun Frakka - um vernd þeirra?
Þ.s. Frakkar klárlega eru ekki nærri því nægilega sterkir.
--Og ekki var Frakkland + Ástralía það heldur.
- Ég sé ekki að Frakkar hafi í reynd nokkra - áætlun.
Er því ekki almennilega að skilja, viðbrögð Macrons forseta.
Niðurstaða
Gríðarleg dramatík frönsku ríkisstjórnarinnar hefur gert ákvörðun Ástrala og Bandaríkjanna, með Bretland með í för - að stórri millilandadeilu. Sem Frakkar virðast gera sitt besta, til að víkka frekar -- sbr. hótun til Ástrala, að eyðileggja fyrir þeim viðskiptasaming við ESB og hótanir Frakka að gera sitt besta til að hindra að fyrirhugaður fundur milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og toppfólks hjá ESB geti farið fram - þ.s. á að ræða öll útistandandi deilumál.
Ég sé ekki að Frakkar séu að gera eigin hagsmunum nokkurt gagn, með tilraunum til að víkka út málið, refsa Áströlum - refsa Bandaríkjunum.
--Ég hef þá í huga, 2 milljón franskra ríkisborgara er búa á eyjum í Kyrrahafi.
Ég spyr um áætlun Frakka um vernd þeirra, hvað ætla þeir að gera?
En augljóslega eiga Frakkar engan raunhæfan möguleika annan.
--En að semja sjálfir við Bandaríkin.
Þess vegna virðist mér, tilraunir Frakka til að magna út deiluna.
Eiginlega líklegastar til að vera Frökkum sjálfum til tjóns.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2021 | 11:50
Sumt fólk álítur mikilvæg mannréttindi - að smita sem flesta af COVID
Í gær kom fram afar forvitnileg afstaða talsmanns: Ábyrgrar Framtíðar.
- Hann virðist alfarið andvígur sóttvörnum þeim sem beitt voru gegn COVID.
- Samtímis, líta þær alvarlegt mannréttinda-brot, þar eð fólk fékk ekki haga sér eins og því sýndist.
- Ásakaði ríkisstjórn landsins - sóttvarnarlækni -- um einræðistilburði.
Til þess að kasta mati á orð hans, þarf að kynna sér hver stuðningur almennings við sóttvarnir hefur verið vs. andstaða við þær:
Könnun frá Apríl 2021: 80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum
- Í könnuninni segjast 64 prósent treysta ríkisstjórninni til að taka ákvarðanir um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.
- Hins vegar segjast 97 prósent treysta sóttvarnalækni til að taka ákvarðanir um viðbrögðin og traustið er sambærilegt til embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
- Alls eru 92 prósent ánægð með aðgerðir almannavarna til að hefta útbreiðslu veirunnar.
--Hvað kannanir á Íslandi sýna, sóttvarnar-aðgerðir hafa notið yfirgnæfandi stuðnings!
--Talsmaður -Ábyrgrar Framtíðar- fer fyrir hóp sem er afar fámennur, andstæðingum sóttvarna!
Meginþorri Íslendinga tekur alls ekki undir þær harkalegu ásakanir gegn sérfræðingum um sóttvanir sem fram komu í orðum -talsmanns Ábyrgrar Framtíðar- en hann ásakaði lækna og sérfræðinga um lygar.
M.ö.o. haldið sé uppi vísvitandi lyga-sögu um virkni sóttvarna, og auðvitað lyfja.
Greinilega eru meginþorri ríkisstjórna heim og sóttvarnar-yfirvöld út um allt, í því samsæri.
Ásakanir um einræði eru pent grátbroslegar!
Ríkisstjórn og sóttvarnarlæknir - gerður Ísland að einræðisríki.
Er sóttvörnum var beitt gegn COVID.
--Takið eftir, 90% þjóðarinnar var/er sammála sóttvörnum.
- Skoðanir mannsins um einræði vs. lýðræði eru forvitnilegar.
- M.ö.o. er stjórnvöld mæta vilja 90% almennings er það einræði.
- Skv. því, væri það lýðræði, að mæta vilja ca. 10% almennings.
Er ekki skv. könnun vill þátttöku í sóttvörnum, eða sóttvarnir yfir höfuð.
Svona málflutningur snýr auðvitað -- lýðræðishugtakinu fullkomlega á haus.
En lýðræði - snýst auðvitað um að mæta, vilja meirihluta fólks.
--Ekki litlum minnihluta fólks, er greinilega fyrirlítur rétt samlanda sinna.
Síðan kvartaði hann yfir því, langtíma-prófanir á bóluefnum fóru ekki fram!
Hann er einn af þeim sem kallar - bólu-efnin óprófuð, og hættuleg.
Er því greinilega andvígur almennri dreifingu þeirra.
- Vandinn er sá, að það er ekki mögulegt að -- langtíma-prófa bóluefni gegn COVID.
- Ástæðan er sú, COVID stökkbreytist svo ört.
Við vitum að það hefur dregið úr virkni bóluefna, síðan þau komu fram.
- COVID hefur stökkbreyst a.m.k. 4-sinnum sl. 1,5 ár.
- Í hvert sinn hefur dregið út virkni bóluefna.
- Ímyndum okkur 4 ára langtíma-prófunarferli.
- Þannig að enn væru engin - bóluefni leyfð gegn COVID því langtíma-prófunum væri ekki lokið.
Augljóslega yrðu bóluefni í langtíma-prófunum, fullkolega ónýt áður en því ferli væri lokið.
M.ö.o. ákvörðun um að halda fast í reglur um 4-stigs prófanir, hefðu þítt.
Engin bóluefni gegn COVID - nokkru sinni!
--M.ö.o. það hefði verið ákvörðunin, að berjast aldrei gegn COVID.
- Vegna þess, COVID stökkbreytist það ört.
- Að engin von sé til þess, að bóluefni hafi nothæfa virkni, er langtímaprófunarferli er lokið.
- Að sjálfsögðu mundi enginn nota bóluefni er væru orðin fullkomlega ónýt.
Þannig að krafan um langtímaprófanir bóluefna í tilviki COVID.
Er í raun andstaða við það að bóluefni gegn COVID séu yfir höfuð búin til.
--Því í reynd sú afstaða, að það eigi aldrei að stunda sjúkdómavarnir gegn COVID.
Áhuga vakti hann talaði aldrei um -long COVID-
Ég er ekki rosalega hissa á því, an fólk andvígt sóttvörnum.
Lætur sem að -Long COVID- sé form af lýgi, eða ekki til, eða að það skipti ekki máli.
Skv. könnun í Bretlandi á þeim sem höfðu fengið COVID.
- Skv. svörum fólks - töldu 970.000 manns sig hafa fengið eftir-áhrif sem vöruðu frá vikum upp í mánuði.
Voru sem sagt, COVID einkenni - þau voru veik áfram, þó þeim batnaði fyrir rest. - 643.000 sögðu að eftir-áhrifin hafi komið í veg fyrir eðlilegt líf.
- 188.000 sögðu að eðlilegt líf hafi verið stórskert.
- 58% þeirra, sögðust hafa glímt við - síþreitu.
- 42% þeirra sögðust hafa verið andstutt.
- 32% þeirra við stöðuga vöðvaverki.
- 31% þeirra sagðist ekki hafa getað einbeitt sér.
Forvitnileg umfjöllun: How Common Is Long Covid? New Studies Suggest More Than Previously Thought
Hérna er rannsókn á - Long COVID: Symptoms and Functional Impairment Assessed 8 Months After Mild COVID-19 Among Health Care Workers.
- Approximately 80% of hospitalized patients with COVID-19 report persistent symptoms several months after infection onset.
--Skv. sænsku rannsókninni, nær alltaf langvarandi eftirköst fyrir þá sem veikjast alvarlega. - Skv. könnun á - heilbrigðis-starfsfólki.
--Í hópnum milli 33-52 ára.
--Ég nota tölurnar yfir þá sem - höfðu ekki verið bólusettir -sero negative.-
--Tölurnar eru mun lægri í hópnum sem er -sero positive- þ.e. bólusettur.
26% af þeim töldu sig hafa fengið a.m.k. 1-langvarandi einkenni a.m.k. 2 mánuði.
15% a.m.k. eitt einkenni er varði a.m.k. 8 mánuði.
--8% töldu að einkennin hafi verulega truflað líf þeirra.
15% töldu að einkennin hefðu truflað þeirra félagslíf.
12% af einkennin hefðu truflað þeirra líf heima fyrir.
Önnur könnun: Studies elucidate poorly understood long COVID
Í þessari umfjöllun er umfjöllun um 3-rannsóknir.
Sú þriðja er forvitnileg, því þar er kannað -Long COVID- í börnum.
Of the 109 children who had coronavirus antibodies but were never hospitalized, 4% experienced one or more symptoms lasting more than 12 weeks, as did 2% of children without antibodies. The most common symptoms lasting beyond 12 weeks in seropositive children were tiredness (3%), concentration problems (2%), and need for more sleep (2%).
Rétt að taka því með fyrirvara - því svo fáir einstaklingar eru í tölunum.
En það a.m.k. sýnir - að börn geta einnig fengið -Long COVID.-
Ein könnun í viðbót, sem er alveg ný: Youre much less likely to get long COVID if youve been vaccinated.
--Sú rannsókn virðist segja, að bóluefni minnki líkur á -Long COVID- mikið.
- Kannanir heilt yfir sýna, Long COVID er nær öruggt ef fólk lendir á spítala.
- Bresk könnun sýndi í heilbrigðu ungu fólki - tíðni Long COVID einungis, 2-3%.
- Sænska könnunin er áhugaverð, en í hópnum 33-52:
-- 1/4 af þeim hóp töldu sig hafa fengið 1 einkenni er varði a.m.k. 2 mánuði.
Ef maður getur notað - sænsku könnunina á heilbrigðis-starfsfólki sem viðmið.
--Þá má reikna með því í óbólusettu fólki fái 26% á aldrinum 33-52 ára, Long COVID a.m.k. 2 mánuði.
- Eins og breska könnunin sýnir -- voru það 1,5% bresku þjóðarinnar heilt yfir.
Er kvartaði undan Long-COVID einkennum. - Einkennin virðast skv. sænsku könnuninni hafa miklu hærri tíðni, í óbólusettum.
- Ástralska rannsóknin segir það sama.
----------------
Þetta að sjálfsögðu skiptir máli er við ræðum - gagnsemi bólusetningar.
Long COVID skv. þessu, hindrar fólk í að - gegna fullum störfum mánuðum saman.
--Þetta þarf einnig að hafa í huga, þegar fólk leggur til að heimila stjórnlausa dreifingu COVID.
Varðandi hættu á alvarlegum aukaverkunum - mikið umrædd!: Bandarísk rannsókn
Þátttakendur í könnun voru 43.448!
- 7 einstaklingar fengu verki í botnlanga.
- 3 fengu hjartavöðvabólgu.
- 3 fengu heilablæðingu.
Aðrar aukaverkanir voru - COVID lík einkenni, eða verkur á stungu-stað.
Skv. því töldust meginþorri aukaverkana - væg.
- Líkurnar á alvarlegustu aukaverkunum eru afar litlar.
En þær eru til staðar.
- Þegar menn meta þetta, þarf einnig að íhuga - Long-COVID.
- En þeir sem fá - Long COVID - þ.e. frá 2 mánuðum yfir í meir en 8 mánuði af einkennum.
--Sá fjöldi er greinilega miklu mun meiri.
En sá hópur er getur fengið alvarlegar aukaverkanir.
Ekki er enn allt vitað sem hægt væri að vita um -- Long COVID.
Varðandi hugmynd að heimila stjórnlausa dreifingu COVID til að skapa ónæmi!
Þrátt fyrir að stökkbreytingar á COVID hafi dregið úr virkni bóluefna.
Held ég að það hafi ekki verið röng ákvörðun - að framkvæma almenna dreifingu bóluefna.
Það er ekkert sérstakt sem bendi til að, náttúrulegt ónæmi.
Endist auglóslega lengur en ónæmi fengið með bóluefnum.
En sumt fólk virðist halda, náttúrulegt ónæmi sé e-h allt annað.
En svo er ekki, bólu-efnin veita þér ónæmi. Þau eru að gera það sama.
- Það sem ég er að segja, að náttúrulegt ónæmi að sjálfsögðu úreltist að sama marki.
- Og það ónæmi sem búið er til með dreifingu bóluefna.
--M.ö.o. þegar COVID sýkilinn stökkbreytist - úreldir hann allt ónæmi, smám saman.
Kvef-veiran virkar einmitt þannig, en kvef er CORONA vírus.
Fólk fær aldrei kvef eitt skipti fyrir öll -- COVID-19 virðist svipað og kvef.
--Nema að miðað við reynslu Bandaríkjanna, er COVID 10-sinnum banvænna en flensa.
- Sú hugmynd sem talsmaður - Ábyrgrar Framtíðar hefur, að láta allt gossa - búa til náttúrulegt ónæmi.
- Mundi einfaldlega ekki virka neitt betur, í því að tryggja langvarandi ónæmi.
Það sama mundi gerast, er veiran stökkbreytist áfram - mundi það fólk aftur geta veikst.
Eins og hefur verið að gerast með fólk er hefur fengið - bólusetningu.
--Hinn bóginn virðist ónæmi í blóðinu a.m.k. hindra alvarlegar sýkingar.
Hann virðist einfaldlega ekki átta sig á því.
Að stökkbreytingar-hraðinn þíðir -- náttúrulegt ónæmi virkar ekkert betur til langtíma.
- Við mundum því ekkert græða á því að láta allt gossa.
- Umfram það að bólusetja alla.
- Þjóðir heims virðast nálgast þann punkt.
- Að dreifa viðbótar bóluefna-sprautum - til að styrkja ónæmið.
Ísrael er þegar að þessu, líkur hratt vaxandi að Bandar. fari að dreifa einnig 3-sprautunni.
Mér virðist margt benda til að, fólk fái 3-sprautuna.
--Þ.s. það hefur í engu minni ónæmis-eflingar-áhrif en að smitast af COVID.
Er 3-sprautan miklu mun áhættu-minni aðgerð, en að láta allt gossa strax.
- Rétt að benda á frá apríl 2020 - apríl 2021, létust 560þ. í Bandar. v. COVID.
- 2020 létust 56-62þ. af flensu er gekk það ár.
- Til samanburðar, létust 30 á Íslandi af COVID yfir sama tímabil.
--En hefðu átt að vera yfir 500.
Miðað við sama dauða-hlutfall og í Bandar.
Sjúkdómsvarnir á Íslandi - björguðu því 500 manns sbr. útkomu Bandar.
Það er algerlega ómögulegt að verja viðkvæma hópa samtímis COVID geisar stjórnlaust!
Vandamálið við þá hugmynd - að dreifa COVID stjórnlaust.
Er að sú hugmynd að verja - viðvkæma hópa samtímis.
--Getur ekki mögulega virkað.
- Aldraðir þurfa á mikilli þjónustu að halda.
- Þeir sem þjónusta aldraða.
--Eiga sína vini.
--Þeir eiga maka.
--Þeir hitta kollega. - Punkturinn er sá.
Ef COVID geisar stjórnlaust.
--Er nær öruggt að viðkvæma fólkið smitast fyrir rest.
Vegna þess, að vikvæma fólkið -- getur ekki verið eitt einhvers staðar í einangrun.
Vegna þess, að viðkvæma fólkið -- þarf stöðugt á margvíslegri þjónustu að halda.
--Sem þíðir, að reglulega þarf það að leita til fólks, sem hefur einnig sitt líf.
- Í stjórnlausu Kófi.
- Sé það afar afar tölfræðilega ólíklegt.
Að það mundi takast að -- verja viðvkæma hópa.
-------------
Þessi hugmynd hefur alltaf verið fullkomlega óraunsæg.
Niðurstaða
Eins og ég benti á, létust 560þ. á einu ári í Bandaríkjunum af kófinu - ca. svipað og hér á Íslandi hefðu látist rýflega 500 manns. Á Íslandi létust aftur á móti 30 yfir sama tímabil.
--Sjúkdómsvarnir björguðu m.ö.o. 500 mannslífum.
- Fólk sem heimtar að - fá að dreifa kófinu án takmarkana.
- Er klárlega ekki með mikla virðingu fyrir - lífi samlanda sinna.
- Þar fyrir utan - virðir það ekki rétt meirihluta fólks, sem vill síður smitast.
Eins og hefur komið í ljós í könnunum á Íslandi - styður ca. 90% Íslendinga sjúkdómsvarnir.
Topp fólkið í heilbrigðist-geiranum fær vel yfir 90% stuðnings-yfirlýsingu skv. könnunum á Íslandi.
--------
Það sem þetta segir manni, er að -- sá hópur sem heimtar að fá óáreittir að smita samlanda sína.
Er fámennur, líklega vel innan við 10% íbúa landsins.
- Þegar það fólk rasar um einræði.
- Er það í reynd að segja, það ætti að ráða.
En ekki megin-þorri landsmanna er vill annað.
--Þessi litli hópur hefur skrítnar hugmyndir um lýðræði.
Ef það heldur að lýðræði snúist um það, að innan við 10% fái að taka ráðin af drjúgum meirihluta.
- Og einnig, ef það heldur það sé einræði -- þegar ríkisstjórn fylgir vilja um 90% almennings.
Sannast sagna á ég ekki von á að þessi flokkur fái mikið fylgi.
Ekki einungis það hve stutt er í kosningar, framboð einungis í einu kjördæmi.
--Heldur það, að hann stendur klárlega fyrir jaðar-skoðun.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
Nýjustu athugasemdir
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Vextir hafa engin áhrif á peningaprentun því vextir eru ekki sk... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Ef enginn prentar peninga, verður lítið úr verðbólgunni. Þeir e... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Ásgrímur Hartmannsson , Grímur -- óðaverðbólga í Bandar. mun ey... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Þarna er planið: að þvinga seðlabankann til þess að lækka vexti... 22.4.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 20
- Sl. sólarhring: 215
- Sl. viku: 438
- Frá upphafi: 865741
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 381
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar