Ég ætla ekki að fella neinn dóm á það hvort Bretlandi er líklegt að vegna betur utan ESB - eða innan ESB. Heldur er ábendingin að ákvörðun sennilega vinsælasta pólitíkus Bretlands, að ganga til lið við -nei- fylkinguna, sennilega eykur líkur á því að Bretland sé á leið út úr ESB.
Ekki felli ég dóm á það - hvort hjarta Boris Johnson er í þessu eða ekki.
En sumir fréttaskýrendur halda því fram - að þetta sé fyrst og fremst pólitísk ákvörðun hjá honum --> Að hann veðji á að eftir sigur -nei- standi hann með pálmann í höndunum, um að verða næsti formaður breska Íhaldsflokksins.
Það getur auðvitað verið svo, að Boris Johnsons sé samtímis þeirrar skoðunar að framtíð Bretlands - skuli vera utan við ESB.
Og að hann telji að með því að veðja sinni pólitísku framtíð, á að berjast fyrir áframhaldandi aðild, muni David Cameron standa uppi óhjákvæmilega laskaður, ef -nei- fylkingin hefur betur.
Og að Boris Johnson sjái þá ekkert athugavert við það, að græða á þeirri útkomu persónulega.
Sennilega er versti sögulegi tími til að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu!
David Cameron gat auðvitað ekki séð fyrir nokkrum árum fyrr er hann lofaði þjóðaratkvæði að það mundi skella á mjög alvarleg flóttamannakrísa, er mundi skekja Evrópusambandið og að auki skapa deilur milli Evrópuríkja.
- En það virðist öruggt -- að aðstreymi flóttamanna verði meir í ár en sl. ár, en tölur sem af er - benda einmitt sterklega til þess.
- Það sé því afar líklegt, að sú krísa verði mjög áberandi í fjölmiðlum, einmitt þegar dregur að atkvæðagreiðslunni í Bretlandi.
- Og það virðist algerlega öruggt - að sá sundrungar bragur sem virtist á samskiptum ESB aðildarlanda á sl. ári, verði aftur til staðar í ár - og að innbyrðis deilur leiðtoga og ríkisstjórna ESB, verði áberandi.
Flóttamannakrísan muni án efa, styrkja möguleika -nei- sinna.
Þannig að það má vel vera að satt sé, að Boris Johnsons - hafi tekið pólitíska ákvörðun, þ.e. hann sé að veðja á þann hest sem hann telji líklegri til sigurs.
Og ætli síðan að leggja atlögu að forystusæti innan Íhaldsflokksins.
Mun Bretlandi vegna betur utan ESB? Eða ca. jafn vel? Eða verr?
Um þetta atriði verð ég að segja - - að það sé háð nærri fullkominni óvissu.
stórt atriði í því, er náttúrulega - hvað ræður mestu um hagsæld í Bretlandi. Mig grunar að einlægum aðildarsinnar - leiðist gjarnan til að ofmeta mikilvægi ESB að þessu leiti. Að sama skapi má vel vera að sannfærðir -nei- sinnar, ofmeti möguleika Bretlands á að stjórna málum sínum með þeim hætti, að framtíð Bretlands utan ESB verði hagstæðari.
Ég persónulega hef hallast að því -- að þetta jafnist út.
Þ.e. aðild fylgi einnig kostir - ekki bara gallar.
En að á sama tíma - sé einnig sannarlega mögulegt fyrir lönd að þrífast án aðildar.
- Stórar spurningar eru um -- hversu góð viðskiptakjör Bretlands verða í framtíðinni utan ESB.
Aðildarsinnar -- telja yfirleitt að Bretland muni standa frammi fyrir sambærilegum kjörum og Ísland, þ.e. ESB ákveði einhliða reglur sem Bretland sé nauðbeygt til að samþykkja.
Mig grunar þó að aðildarsinnar, vanmeti möguleika Breta til að ná hagstæðari samningum við aðildarríkin - en EFTA löndin á sínum tíma náðu fram.
-- En það getur auðvitað verið að Bretar klúðri algerlega samningum.
-- Eða, að aðildarlönd verði mjög þver og erfið, og geri sitt besta að refsa Bretlandi fyrr að hafna ESB --> Þó að persónulega efist ég að aðildarlöndin mundu í reynd hegða sér þannig.
-- En þ.e. í reynd ekkert unnt að fullyrða um þetta, af eða á. - Svo auðvitað er engin leið að vita, að Bretland muni standa sig betur í því að bæta sína viðskipta-kjör við 3-lönd, sem sjálfstæðara land utan ESB.
-- Bent er á að Sviss nýlega samdi við Kína um fríverslun, fékk samning sem galopnaði á kínverskar vörur, en afnam ekki alveg tolla á svissnesk úr.
- - Eða að Obama hefur varað Bretland við því, að bandaríska þingið sé tregt í taumi við það að samþykkja fríverslunarsamninga við einstök lönd --> Rétt að benda á móti, á að t.d. þá hafnaði bandar. þingið fríverslun fyrir nokkrum árum við -tollabandalag S-Ameríkuríkja, þannig að réttara er að segja að Bandaríkjaþing er almennt séð tregt í taumi þegar kemur að samþykkt fríverslunarsamninga.
- - Sannarlega geta lönd gert fríverslunarsamninga sín á milli -- eins og að samtök ríkja geta gert við einstök lönd.
- - Hvort að meiri líkur séu á að einstök lönd geti náð þannig samningum sín á milli en ríkjasamtök við einstök lönd, sé eiginlega atriði er ég held að enginn hafi í reynd rannsakað með áreiðanlegum hætti.
Gæti pundið fallið stórt, ef -nei- vinnur?
Þessu halda sumir áhrifamiklir -já- sinnar fram.
Þá er kenningin séu, að óvissa um markaðs aðild Bretlands að Evrópu í kjölfar sigurs -nei- í atkvæðagreiðslunni, muni leiða til tafarlauss stórs falls pundsins og umtalsverðra vaxtahækkana á skuldir í breskum pundum.
- Þetta snýr aftur að mati á mikilvægi aðildar fyrir breskan efnahag.
Mig grunar að rétt sé að líklega verði -- a.m.k. eitthvert gengisfall.
Og að auki, einhver hækkun vaxtakröfu á breska ríkið.
Á hinn bóginn -- þá efa ég að það verði einhver risahreyfing.
Og því ber að halda til haga -- að Seðlabanki Bretlandseyja eða "Bank of England" hefur sýnt mikinn vilja sl. ár til að standa þétt við bakið á breska ríkinu -- m.ö.o. þá geti hann keypt bresk ríkisbréf ef ástæða sé til.
Síðan, mundi líklega gengisfall - - stilla það af, ef útflutningskjör Bretlands til Evrópu versna fyrirsjáanlega, þannig að - - þá ætti viðskiptahalli ekki að aukast, eins og þessir hagfræðingar eru að spá.
- Niðurstaða samninga við aðildarríki ESB - - í kjölfar sigurs -nei- mundi þá síðan hafa áhrif á framtíðar gengisstöðu Pundsins.
En rétt er að árétta að -- lægra gengi er ekki endilega slæm niðurstða fyrir viðskiptakjör.
Þó það óneytanlega slái á neyslu -- nettó útkoman fyrir það, gæti orðið fyrst í stað slæm fyrir hagvöxt, ef gengissig mundi draga úr neyslu, en síðar gæti lægra gengi gagnast útflutningsfyrirtækjum -- og eins og sagt er "in the medium term" skilað því að hlutfall útflutningsfyrirtækja í hagvexti mundi eflast.
- Svipaður hagvöxtur skilað sér til baka síðar.
Það gæti orðið forvitnilegt fyrir Ísland að fylgjast með samningum Breta við ESB, ef -nei- verður ofan á!
Þvi þ.e. alveg hugsanlegt að þeir samningar -- skapi ný fordæmi fyrir samninga ESB aðildarríkja við lönd sem tilheyra Evrópu, en hafa engan hug á að ganga í ESB.
En því má halda algerlega fram, að með því að Bretland bætist við hóp landa utan ESB -- þá batni samningamöguleikar landa utan ESB verulega við ESB aðildarlönd, því þá aukist mjög verulega viðskiptaleg heildarvikt landa utan ESB er tilheyra Evrópu.
Það gæti verið mjög skynsamt fyrir - EFTA lönd, að bjóða Bretlandi samstarf.
Niðurstaða
Þó að ég telji mig ekki hafa hugmynd um það hvort Bretlandi muni vegna betur eða verr eða ca. jafn vel - utan ESB en innan til framtíðar. Þá geri ég mér þær vonir að brotthvart Bretlands úr ESB, ef af verður - verði hagstæð niðurstaða fyrir Ísland. Annars vegar vegna þess, að ég vonast til þess -- að þvert á spár einlægra breskra aðildarsinna, þá nái Bretland hagstæðari samningum við ESB - heldur en EFTA lönd náðu 1994. Og að í kjölfar þess, geti opnast á möguleika fyrir EFTA lönd að ná sambærilegum samningum. T.d. ef Bretland mundi ganga í EFTA -- og draga vagninn fyrir önnur EFTA lönd, a.m.k. að einhverju leiti.
En það getur alveg verið að Bretland sé til í að verða leiðtogi EFTA að nýju.
Með Bretland innan samtakanna, ættu möguleikar EFTA að batna.
- Það gæti einnig verið punktur fyrir ESB aðildarlönd að íhuga -- að á viðsjárverri tímum, með vaxandi átök við Rússland framundan -- þá borgi það sig fyrir ESB, að stuðla að því að samskipti V-Evrópu landa verði sem best og jákvæðust.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2016 | 14:35
Líkur á Clinton vs. Trump hafa aukist eftir sigur beggja
Sigur Clinton var ekki beint sannfærandi í Nevada, þ.e. 53%/47% - og mánuði fyrr hafði hún meir en 10% forskot -- á hinn bóginn bendir sá sigur til þess að henni sé að takast að halda -atkvæðum svartra- og -atkvæðum spænsk ættaðra.-
Trump wins decisively in South Carolina, Clinton clinches Nevada
Til uppryfjunar - reyndust þau atkvæði mjög mikilvæg á sínum tíma til að tryggja 2-sigra eiginmanns hennar, og þar með 2-kjörtímabil hans sem forseta.
- Vandamál Berni Sanders -- þó að gagnrýni hans sé alveg hárrétt á galla stuðningskerfa innan Bandaríkjanna við þá sem minna mega sýn - ef út í þ.e. farið er hann einungis að krefjast þess að Bandaríkin auki stuðning við þá minna megandi ca. upp í þann stuðning við minna megandi sem tíðkast í Evrópu.
- Að Bandaríkjamenn eru á móti sköttum - til þess að borga fyrir sambærilegt kerfi í Bandaríkjunum og í Evrópu, er engin leið framhjá því - að það þyrfti, sambærilega skattheimtu --> Það er hvað drepur óhjákvæmilega hugmyndir Sanders.
- Menn hafa verið að velta fyrir sér hvernig Sanders / Trums mundi virka - en þ.e. ekki nokkur séns á því, að Sanders geti forðað því að Trump bendi á það, að það geti augljóst aldrei virkað, að þeir ríku - einungis þeir ríku, borgi fyrir slíkt kerfi.
- En þ.e. ástæða fyrir því, að stuðningskerfi í evrópskum stíl - leiða alltaf til hás skatthlutfalls á millistéttina, einfaldlega vegna þess - að engu landi hefur tekist að láta þá auðugu eingöngu borga fyrir --> Þeir hafi of margar leiðir til að víkja sér undan sköttum - forða fé sínu annað; þannig að þetta endar alltaf á því að millistéttin borgar.
Sanders gæti aldrei neitað þessu - með sannfærandi hætti.
Þar með mundi Trump hafa -- Sanders.
Út á það að Bandaríkjamenn -- hata skatta.
Þetta er ein mikilvæg ástæða þess að Clinton hefur betri möguleika -- að einmitt vegna þess að hennar hugmyndir ganga skemmra, þá eru þær -- verjanlegri, og einnig þar með framkvæmanlegri.
Sanders missi atkvæði milliséttarinnar þegar hann geti ekki neitað því með sannfærandi hætti -- að hann muni senda henni reikninginn.
Og Clinton getur á móti ráðist að Trump --> T.d. blasir við að hörð stefna hans gagnvart innflytjendum, mun færa Clinton atkvæði spænsku mælandi án nánast nokkurs vafa.
Og mig grunar sterklega að --> Hún mundi einnig ná meirihluta svartra.
Þá þarf hún ekki -- nema ca. að fá svipað mörg atkvæði hvítra og Trump til að tryggja sér öruggan sigur.
Sigur Trumps í South Carolina var áhugaverður:
- En hann rústaði Jeb Bush, þó að í þessu fylki séu margar herstöðvar og að hermenn hafi stutt bróður hans Dubya í bæði skiptin -- þá náði Jeb ekki nema 7,8% --> Sem þíddi að framboð hans var endanlega hrunið.
- Annars féllu atkvæði -- Trump 32,5% - Rubio 22,5% - Cruz 22,3% - Bush 7,8% - Kasich 7,6% - Carson 7,2%.
- M.ö.o. hafa Rubio og Cruz enn möguleika - en engir aðrir. Spurning um þá 2 ásamt Trump, Trump ber þó af í flestum skoðanakönnunum gjarnan með 10% forskot eða meira.
Punkturinn er sá að Trump virðist langsamlega líklegastur -- þó enn sé ekki útilokað að Repúblikunum sem eru andvígir Trump takist enn að hindra framboð hans.
Þá virðast líkur á þannig útkomu -- minnka dag frá degi.
Málið með Trump - er auðvitað að hann er ekki - íhaldsmaður.
- Hann virðist ekki vera með nokkra aðra hugmyndafræði en þá, að ég er Trump - og ég er bestur.
- Trump virðist hafa tekist að skapa persónuleika "cult."
Þegar Trump er ruddalegur við nánast alla nema eigin fylgismenn -- virðist það falla í kramið, og eiginlega engu máli skipta - hversu móðgandi eða ruddaleg framkoma hans er gagnvart 3-aðilum.
Það virðist tekið af stuðningsmönnum - sem staðfesting þess að Trump sé mestur og bestur.
Trump virðist einnig komast upp með gagnvart stuðningsmönnum - að gefa upp yfirlýsingar sem oft eru mjög ósamkvæmar sjálfum sér - eða koma með fullyrðingar sem geta ekki staðist, reyndar það hefur hann einmitt ítrekað gert - sbr. kröfuna um takmörkun réttinda minnihlutahópa innan Bandar. sem væru augljóst stjórnarskrárbrot.
- Stuðningsmenn Trumps -- virðast algerlega staddir í hughrifa- eða tilfinninga-víddinni, m.ö.o. rökhyggja virðist þeim framandi.
Trump -- geti fyrst og fremst laðað fólk að sér með þeim hætti, að það taki heilann algerlega úr sambandi, fari inn í nokkurs konar "sefjunar ástand."
Trump - Clinton -- þess vegna séu fullkomnar andstæður.
Þ.e. fulltrúi hugsandi fólks - vs. fulltrúi þeirra sem hugsa alls ekki.
Þannig virðist það itrekað ekki þvælast fyrir stuðningsmönnum Trumps - að heilmikið af fullyrðingum hans og hugmyndum, séu fullkomlega óframkvæmanlegar.
Sanders að einhverju leiti er í því sama -- að sækja inn í tilfinningavíddina, hugmyndir hans séu ekki heldur framkvæmanlegar í bandarísku samhengi - að miklu leiti laði báðir að sér þá reiðu og vonsviknu - - reiða fólkið sem vill breytingar, en virðist ekki sjálft almennilega vita hvað það sjálft vill, bara eitthvað annað.
Þeir hópar virðast algerlega vera á tilfinningasviðinu.
Þess vegna virðast þeir algerlega leiða hjá sér - að hugmyndir frambjóðandanna í báðum tilvikum í mörgum atriðum, geti aldrei komist til framkvæmda.
- Það sé merkilegt að tveir frambjóðendur nái svo miklu fylgi -- sem í reynd það krefst þess, að stuðningsmenn algerlega taki heilann úr sambandi.
Niðurstaða
Ég er enn á því að líklegasta útkoman sé Trump vs. Clinton - að í því tilviki hafi Clinton Trump, og að auki að Clinton sé mun líklegri til sigurs á Trump en Sanders.
Ég hef allan tímann verið viss að Sanders -- tapi að flestum líkindum fyrir Trump.
Jeb Bush virðist aldrei almennilega hafa náð flugi, og hann er hættur nú eftir það hvað verður að kallast - léleg frammistaða, eftir að hafa eytt a.m.k. 155 milljónum dollara í framboð sitt, svipað og Clinton -- hann getur hafa varið mestu fjármagni Repúblikana frambjóðanda fram að þessu.
Það fé er þá allt komið í glatkystuna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2016 | 00:42
Margir á netinu draga rangar ályktanir af Tétníu stríðinu ca. 2000, þegar Pútín kramdi uppreisn Téténa - sumir álíta fordæmi fyrir Sýrland
Ég hef séð þessa hugmynd í umræðunni -- kenningin er einföld, að eftir að Pútín kramdi uppreisnina í Téténíu ca. 2000, og beitti við það óskaplega harkalegum aðferðum sbr. að halda höfuðstað Tétníu Groznyi undir sprengjuregni mánuðum saman - áður en ráðist var til atlögu.
Talið að - tugir þúsunda Téténa - hafi látið lífið í höfuðborg sinni einni saman.
Herlið Pútíns - fór síðan um Téténíu alla með eldibrandi, og á eftir stóð vart steinn yfir steini í nokkurri byggð í Téténíu.
Mannfall Téténa getur hafa verið nærri 15% þjóðarinnar, sem var um milljón áður en átökin hófust.
Höfum í huga, að nærri helmingur íbúa flúði til nágranna héraða Rússlands, meðan að á verstu átökunum stóð.
Og síðan sneru þeir flestir til baka <--> Pútín setti Téténa til valda, sem einræðisherra, og sá hefur síðan stjórnað landinu með gýfurlegri hörku, og nokkurn veginn -- komst á friður.
The War of Western Failures: Hopes for Syria Fall with Aleppo
Það áhugaverða er að þetta gæti raunverulega verið fyrirmynd Rússa innan Sýrlands!
- Gríðarlega harkalegar árásir á byggðir í landinu undir stjórn uppreisnar -- neyða mikinn fjölda fólks til að gerast landflótta. Þ.e. svipað rás atburða í Téténíu.
- Fullkomlega miskunnarlaus beiting stórskotaliðs og sprengjuvéla, eyðileggur alla innviði samfélaga -- en einnig veldur stórfelldu manntjóni. Skv. nýjustu áætlunum er manntjón yfir 400þ. - hugsanlega svo mikið sem 500þ.
""For the last two weeks, we've been living a nightmare that is worse than everything that has come before," says Hamza, a young doctor in an Aleppo hospital." - "...most of their time is spent sorting body parts so they can turn them over to family members for burial. Russian missiles, he says, tear everyone apart who is within 35 meters of the impact." - ""On one day, we had 22 dead civilians. The day before that, it was 20 injured children. A seven-year-old died and an eight-year-old lost his left leg." The Russians attacked in the morning, he says, as the children were on their way to school."
Aðspurðir -- neita rússn. stjv. árásum á almenna borgara, en það virðist dæmigerð viðbrögð stjórnar Pútíns, að neita - skiptir engu máli hve miklar sannanir eru á móti þeim. - Rússneskur hershöfðingi nýlega lýsti yfir eftirfarandi - hann hefur vart gert það í andstöðu við Pútín:
"Retired General Leonid Ivashov, once a high-ranking Defense Ministry official and now the president of the Academy of Geopolitical Problems in Moscow, weeks ago declared 2016 to be a decisive year "in which Russia takes a leading role in the Middle East, thereby challenging the West and reestablishing its civilizing determination. Russia is becoming an independent geo-political actor."He says that Russia has redefined its goals and will distance itself from the West, thereby breaking America's dominant role. The Middle East, he believes, will be the focus of conflict."
Síðan segja þeir sem styðja þessa stefnu Rússa -- að eftir að uppreisnin hafi verið kramin, með því að einfaldlega drepa þá alla - eins og Pútín gerði í Téténíu.
Þá gerist það sama og í Téténíu, að stríðinu ljúki - og flóttamenn snúi heim.
Vandinn við þá sýn, er að það algerlega leiðir hjá sér hve margt er ólíkt
- Téténía, er byggð einu fólki - og að auki er landið einungis með ein ráðandi trúarbrögð.
- Síðan, ræður Rússland öllum landsvæðum hringinn í kring um Téténíu.
Til samanburðar þá er:
- Sýrland klofið í a.m.k. 3-mikilvæga trúarhópa, þ.e. Alavi fólkið 12% þjóðarinnar fyrir stríð og hefur eigin sértrú, og sá hópur hefur ráðið stjórn landsins í 60 ár, en Assadarnir eru Alavar. Síðan eru það Shítar og Súnnítar - Súnnítar fyrir stríð ca. 70% heildaríbúafjölda.
- Megin þátttakendur í uppreisn, hafa verið -- Súnní Araba hluti íbúa. Sem m.a. sést á því að -- allir uppreisnarhópar eru Súnní. Samtímis, að allir stuðningshópar stjórnarinnar -- eru af öðrum trúarhópum. Þannig hefur myndst mjög skýr -- trúarskipting í átökunum, eiginlega nánast allan liðlangan tímann.
- Og ekki síst -- Sýrland er umkringt sjálfstæðum löndum, sem langsamlega flest eru með meirihluta íbúa Súnní Íslam trúar.
Þegar hermenn stjórnarinnar -- eru af öðrum túarhópi, en þeim sem gerir uppreisn.
Og þeir eru studdir síðan af 3-trúarhópnum þ.e. Shítum með ráði og dáð.
Þá verður stríðið til þess að efla upp haturs ástand Súnní Íslam trúarfólks.
Gagnvart Shia Íslam trúarfólks og Alavi trúarfólki.
- Og þegar haft er í huga -- að vegna eðlis stríðsins, að uppreisnarmenn eru studdir af fjölmennasta trúarhópnum.
- Og mjög grimmileg beiting stórskotavopna og loftárása -- veldur því að byggðir í uppreisn eru lagðar meira eða minna gersamlega í rúst, sem þá einkum leiðir til landflótta -- almennra borgara af þeim hópi sem einkum fór í uppreisn.
Þá er útkoman -- mjög lík skipulagðri þjóðernishreinsan.
- Þ.e. útkoman sé að Súnní Araba hluti íbúa sé einkum hrakinn á flótta.
- Sem breyti íbúaskiptingu landsins.
En punkturinn er sá -- að það er afar ósennilegt að þetta fólk snúi aftur heim!
Við erum þá að tala um - varanlega breytingu á íbúaskiptingu, ef Pútín raunverulega tekst að leiða Assad til sigurs yfir helstu núverandi uppreisnarhópum, og ná þeirra umráðasvæðum
En ljóst hlýtur að vera -- að áframhald núverandi aðferða, að leggja byggðir í uppreisn gersamlega í rúst.
Líkt og Pútín gerði í Tétníu -- og um hríð hrakti um helming Téténa á brott.
Hlýtur að leiða fram -- áframhald fjölgunar landflótta Sýrlendinga.
Sem þegar eru 4,5-5 milljónir.
Ég get vel séð fyrir mér -- allt að 3-milljónir bætast við þá tölu.
Sem mundi þá þíða -- að Súnní Araba meirihluti landsmanna fyrir stríð, hefði mestu verið hrakinn úr landi.
- Punkturinn er sá -- að það fólk sem hrekst burt, vegna þess að byggðir þær þar sem það bjó, hafa verið gersamlega lagðar í rúst - samfélags innviðir eyðilagðir gersamlega þar sem það áður bjó.
- Hefur þá að engu að hverfa, ef það ætti að fara heim -- sem þíðir að mun vænlegra sé sennilega í augum þess fólks, að vera áfram í flóttamannabúðum á erlendri grundu.
- Að auki bætist <--> Að sama stjórnin væri enn við völd, sem sprengdi upp hús þeirra - drap ættingja þeirra, limlesti jafnvel þeirra börn eða drap - mjög sennilega mundi leynilögregla Assad beita þá sem sneru til baka "miklum terror."
Þannig, að -- endurkoma mundi ekki beint líta aðlaðandi út. - Það þíðir þá <--> að hugsanlega allt að 8-milljón Sýrlendingar, verða varanlega landflótta. Sem væri -- bróðurpartur Súnní Araba íbúa fyrir stríð.
Það sem við erum þá að tala um -- er sambærilegan atburð við það hvað gerðist í stríði Ísraels við Araba 1947, þegar Ísraelar hröktu mikinn fjölda Palestínumanna úr landi
Þeir urðu síðan að -- varanlegum flóttamönnum í flestum tilvikum.
En áhugaverði punkturinn er sá -- að flóttamannabyggðir í nágrannalöndum Ísraels, urðu mjög fljótlega að stöðugri öryggisógn fyrir Ísrael.
- Ég er að segja -- að þó svo að Pútín neyði fram a.m.k. hluta sigur í átökum innan Sýrlands.
- Þá sé afar ósennilegt -- að því fylgi friður.
Frekar muni átök myndbreytast í nýjar byrtingamyndir.
Eins og í átökum Ísraela við Palestínumenn -- sé líklegt að komandi kynslóðir viðhaldi átökum.
- Ef Rússland er að dreyma um að verða áhrifaríki í Mið-Austurlöndum, þá virðist "ca. bout" geta verið -- að Rússar vonist eftir að verða áfram bandamenn Írans.
- En þá stæðu þeir á sama tíma -- gegn fjölmennustu hópum Mið-Austurlanda, Súnní Múslimum.
Þá mundi beiting Rússa -- eiginlega, stuðla að áframhaldandi stigmögnun átaka Írans.
Við Súnní Araba ríki!
- Þar með -- líklega leiða til vaxandi átaka milli þessara 2-ja helstu trúarhópa Mið-Austurlanda.
En mér virðist afar sennilegt -- af ef við ímyndum okkar nokkurs konar "repeat" af átökum Ísraels við Araba -- nema að þá er Íran í hlutverki Ísraels.
En Bandaríkin og Evrópa styðja Araba -- þá er ég ekki alveg að sjá það fyrir mér, að til lengri tíma litið þá sé það líklegt að útkoman verði sú sama og hjá Ísrael, þ.e. sigrar á sigra ofan.
- En þetta er einmitt sú sviðsmynd sem ég tel líklegustu útkomu -- þess að Pútín styðji Assad til þess að hrekja meirihluta Súnní Araba íbúa Sýrlands úr landi.
- Að í stað þess að snúa heim, eins og Téténar gerðu -- þá haldi brottflúnir Sýrlendingar áfram að dveljast í nágrannalöndum, og eins og gerðist í tilviki Ísraels um Palestínumenn -- þá viðhaldi brottflúnir Sýrlendingar átökum við Sýrlandsstjórn, og það jafnvel kynslóð eftir kynslóð.
Flóttamannabúðirnar -- verði þá að miðstöð fyrir Súnní róttæklinga hópa.
Og óvinirnir verði Sýrlandsstjórn - Rússland - Íran og Hezbollah.
Og eins og þegar átök Araba og Ísraels stóðu lengi vel.
Tryggi Arabaríkin flóttamönnum og afkomendum núverandi flóttamanna, peninga og vopn til þess að halda átökum áfram.
Í nágrannalöndunum -- verði uppreisnarmenn tiltölulega óhultir.
Það má einnig nota líkinguna við Pakistan vs. Afganistan -- en Talibanar hafa haft lengi vel öruggt skjól í Pakistan, sem hefur þítt -- að ekki hefur reynst mögulegt að ráða niðurlögum þeirra.
- Mið-Austurlönd séu sennilega að stefna í -- endalaus átök.
- Og Rússland ætli sér -- að styðja aðra megin fylkinguna í þeim átökum.
Niðurstaða
Ég er með öðrum orðum að segja - að Pútín sé ekki að stuðla að friði í Mið-austurlöndum, heldur þvert á móti að tryggja að átökin verði ákaflega langvinn - með því að hindra það að sættir geti mögulega tekist, milli helstu átakafylkinga Shíta og Súnníta.
Það þíði auðvitað, að Mið-Austurlönd verði mjög hættulegt svæði til langs tíma, þ.s. flóttamannastraumur verði áfram - viðvarandi vandamál.
Þar með tryggi Pútín - að Evrópa verði í stöðugum vanda vegna flóttamannastraums, og auðvitað alvarlegs öryggis ástands almennt í löndunum við Suður strönd Miðjarðarhafs.
Menn verða að skilja -- að Pútín er óvinur V-Evrópuríkja, og að auki þess skipulags sem þau hafa komið á fót.
Með því að viðhalda stöðugum flóttamannastraumi nk. áratugi - vegna átaka og óstöðugleika sem Rússland ætli sér sennilega að viðhalda eins lengi og það getur.
Þá verði stofnanir Vesturlanda undir stöðugu áreiti og álagi, og þar með einnig samfélög Vesturlanda - vegna viðvarandi flóttamannaástands, sem sé vísvitandi viðhaldið af fjandsamlegu nágrannaríki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.2.2016 | 23:16
Stjórnvöld Tyrklands saka hersveitir sýrlenskra Kúrda um sprengjutilræðið í Ankara í gærkveldi. Er innrás Tyrkja í Kúrdahéröð Sýrlands yfirvofandi?
Það létust 28 og a.m.k. 60 manns slösuðust þegar bílsprengja sprakk í miðborg Ankara nærri rútum sem notaðar eru af heryfirvöldum til að flytja hermenn, í grennd við höfuðstöðvar hersins í Ankara - einnig í grennd við þinghúsið og aðrar opinberar byggingar.
Car bomb attack on military in Turkish capital kills 28
Ankara car bomb kills at least 28
Ekki er vitað enn fyrir algerlega víst - að ISIS hafi framkvæmt voðaverkið.
T.d. telja yfirvöld PKK eða Verkamannaflokk Kúrdistan koma til greina, vegna þess að sprengingin var fyrir utan höfuðstöðvar hersins - tyrknesk yfirvöld eru einmitt í átökum við sveitir PKK í byggðum Kúrda innan Tyrklands.
Á hinn bóginn þá tónar þessi verknaður við aðgerðir ISIS.
Sprengjutilræði virðast einmitt ein af þeirra klassísku aðgerðum.
- Þó skv. nýjustu fréttum hafa tyrknesk stjórnvöld ákveðið að saka hersveitir sýrlenskra Kúrda um að standa að baki tilræðinu.
- Spurning hvort að - að baki standi skyndiákvörðun tyrkneskra stjórnvalda, að notfæra sér tilræðið - sem tilliástæðu að standa fyrir stórfellt auknum árásum á svæði undir stjórn YPG sveita sýrlenskra Kúrda, jafnvel að ganga svo langt að senda landher inn á svæði undir stjórn sýrlenskra Kúrda.
Ef tyrkensk stjórnvöld ganga það langt - mundi það skapa áhugaverða krísu í samskiptum Tyrklands og bandarískra stjórnvalda.
- Það má velta því fyrir sér -- hvort ISIS gerði þessa árás?
- Og ef til vill er einmitt að vonast eftir þeim áhrifum, að Tyrknesk stjórnvöld - ráðist að Kúrdum, jafnvel að Tyrkir fari í stríð við Rússa.
- En þ.e. alve hugsanlegt að ISIS sé "devious" að nægilegu leiti, til að gera tilraun til þess - að hafa áhrif á ákvarðanir annarra aðila.
Af hverju fókusar Tyrkland á Kúrda - frekar en ISIS?
Hluti af svarinu er örugglega að innan Tyrklands búa 11-milljónir Kúrda.
Og að þeir hafa lengi barist fyrir - sjálfstjórn, og eða auknum réttindum.
- Margir halda að stjórn Erdogans sé sérstaklega slæm við Kúrda.
En þá skortir þá sögulega þekkingu -- en svokallaðar "secular" ríkisstjórnir Tyrklands fyrri ára, þ.e. t.d. á 9. áratugnum og þar á undan.
Voru einfaldlega ekkert betri við Kúrda!
- Þær stjórnir voru gjarnan mjög þjóðernissinnaðar.
- Og tyrkneskir þjóðernissinnar, hafa alltaf verið mjög fókusaðir á -- einingu Tyrklands.
Sem þíðir, að þeir hafa haft mjög litla samúð með - baráttu Kúrda fyrir sínum réttindum, sbr. að kúrdíska sé notuð í barnaskólum á þeirra svæðum, að Kúrdar megi nota móðurmál sitt á opinberum vettvangi - séu ekki handteknir fyrir það eins og oft var á árum áður, megi rita blöð og bækur á eigin móðurmáli sem gjarnan var bannað á árum áður - alfarið.
AKB flokkur Erodgans -- má eiga, að miðað við hvað áður var, hafði hann slakað verulega á klónni gagnvart Kúrdum - - sbr. heimilað bækur og blöð á kúrdísku, notkun kúrdísku í barnaskólum á svæðum kúrda, og að auki pólitískum flokkum Kúrda starfsemi.
- Mig grunar að afstaða Erdogans sé stórum hluta -- innanlands pólitísk.
- Þ.e. hann virðist í vaxandi mæli -- styðjast við tyrkneska þjóðernissinna.
Og harðnandi stefna Erdogans gagnvart Kúrdum, sé líklega - í réttu hlutfalli við aukin áhrif tyrkenskra þjóðernissinna innan stjórnar Erdogans, og innan AKB flokks Erdogans.
- Þarna sé um gamla stefnu að ræða, en þjóðernis-sinnaðar ríkisstjórnir Tyrklands, kenndar við Kemal nefndur Ataturk -"secular"- hafi alltaf viðhaft mjög einstrengingslega stefnu gagnvart þjóðernis minnihlutum Tyrklands.
- Rétt að benda á, að það voru stuðningsmenn Ataturks sem frömdu þjóðarmorð á Armenum á sínum tíma -- þannig að þegar tyrkir sem byggja stefnu sína á Ataturk líta á hvern þann sem ekki aðhyllist þ.s. þeir kalla "tyrknesk viðhorf" nánast sem svikara -- þá sækja þeir slík viðhorf beint til Ataturk sjálfs.
Þrátt fyrir allt -- hafi réttindi þjóðernisminnihluta í Tyrklandi batnað og það verulega á seinni árum --> Þó að enn sé langt í land miðað við réttindi þjóðernisminnihluta í V-Evr.
_________________
Mín skoðun er að það væri mun betra fyrir Tyrkland sjálft -- að binda endi á áratuga löng átök við Kúrda -- með því að veita þeim formlegt sjálfstjórnarsvæði, með skilgreindu en takmörkuðu sjálfs-forræði.
En tyrkneskir þjóðernissinnar virðast enn halda fast í ataturkísk ofsafengin viðhorf gagnvart minnihlutum -- og það "legacy" Ataturks sé virkilegt vandamál!
Og áhrif þeirra - séu sennilega stór hluti ástæðu þess, að Tyrkland fókusar á Kúrda - fremur en ISIS.
Vegna ofsastefnu Ataturks gegn þjóðernisminnihlutum - hef ég alltaf litið á það mun jákvæðari augum en sumir - að hægfara íslamisma stefna hefði tekið við!
En rétt er að benda á eina staðreynd -- að útrýmingarherferðir gegn þjóðernisminnihlutum innan Tyrklands - hófust með Ataturk.
Niðurstaða
Ég er með öðrum orðum að segja, að það hafi verið jákvæð þróun fyrir Tyrkland - þegar Tyrkland virtist vera að fjarlægast ataturkísk viðhorf, á fyrri hluta valdatíðar Erdogans.
En eftir að Erdogan missti um tíma þingmeirihluta sinn á sl. ári!
Þá er eins og að Erdogan hafi gert -vanheilagt bandalag við tyrkneska þjóðernissinna- og til að fá þá í lið með sér, hafi Erdogan - hafið að nýju stríð við Kúrda.
Stríð sem var nánast alltaf til staðar með hléum meðan ataturkískar ríkisstjórnir voru við völd í Tyrklandi.
- Ataturkísk áhrif séu í reynd -- vandamál!
_______________
PS: Turkey blames Kurdish militants for Ankara bomb, vows response in Syria and Iraq
Það áhugaverða er að gerast í málinu, að Tyrknesks yfirvöld hafa ákveðið að YPG sé sekt um tilræðið í Ankara í gærkveldi - en fyrir þá sem ekki vita er YPG vopnuð hreyfing sýrlenskra Kúrda.
Mér virðist þetta ekki -- sennileg skýring, þó að það megi halda því fram að YPG gæti verið að hefna fyrir loftárásir Tyrkja.
En á hinn bóginn, þá getur verið að tyrknesk stjórnvöld, hafi séð tækifæri í því - að beina ásökunum að YPG akkúrat núna.
Ætli að nota það sem tilefni - til þess að efna til stóraukinna árása á svæði undir stjórn YPG í Sýrlandi -- jafnvel að til standi að ganga svo langt að senda tyrkneskan landher inn á svæði undir stjórn YGP innan Sýrlands.
En YPG hefur undanfarið verið að sækja fram meðfram landamærum Tyrklands og Sýrlands, og er nærri því að sameina öll svæði þ.s. Kúrdar eru meirihluta íbúa - undir sinni stjórn eða vernd. Það líta tyrknesk stjórnvöld á sem - ógn fyrir Tyrkland.
Síðan að auki, hefur sókn sýrlenska hersins - íranskra hersveita og sveita á vegum Hezbollah í átt að landamærum Tyrklands - leitt til þess ástands að uppreisnarsveitir sem Tyrkir hafa stutt, eru í hættu á að verða endanlega undir í átökum innan Sýrlands.
- Þetta gæti m.ö.o. orðið tyrkneskum stjórnvöldum átilla, til að hefja umtalsverða innrás inn fyrir landsvæði Sýrlands -- til þess að verulegu leiti hernema svæði Kúrda innan Sýrlands, og til þess að skapa verndarsvæði fyrir flóttamenn frá Sýrlandi, sem og sýrlenska uppreisnarmenn i uppreisn gegn stjórnvöldum Sýrlands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.2.2016 kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.2.2016 | 23:37
Samkomulag OPEC landa, án Írans og Íraks, við Rússland - virðist mér ætlað að beita Íran þrýstingi
Það sem er merkilegt við þetta samkomulag, er að þ.e. í fyrsta sinn síðan 2001 að Rússland gerir samkomulag við OPEC lönd - um að takmarka olíuframleiðslu.
Á hinn bóginn stóð Rússland ekki við samkomulagið í það sinn - sem undirstrikar eitt vandamál, að OPEC hefur engin ráð - ef meðlimir standa ekki við það sem þeir lofa.
- Fleiri vandamál eru, að hugmyndin er að frysta framleiðslu miðað við 1. janúar sl. En þá voru bæði Rússland og Saudi Arabía að framleiða á hámarks afköstum.
- Íran í dag framleiðir a.m.k. 1-millj. tunna innan við hámarks afköst, þar af helmingi minna en Íran gerði áður en refsiaðgerðr hófust á Íran --> Miðað við fyrri yfirlýsingar Írana, að ekki komi til greina að hætta við aukningu á framleiðslu þetta ár um helming; þá grunar mig að OPEC og Rússland, fari bónleiðir til Teheran.
Íranir gætu fyrrst við það - í þessu samhengi, að Rússland og Saudi Arabía -- ætlist til að Íran sætti sig við það að bæði Rússland og Saudi Arabía --> Frysti framleiðslu sína við hámarks afköst, og ætlist til að Íranir skrifi upp á slíkt -- samtímis og ætlast sé til að þeir annað af tvennu auki ekki sína framleiðslu, eða auki hana mun minna en Íranar hyggjast fyrir.
Saudis and Russia agree oil output freeze, Iran still an obstacle
Saudi-Russia oil deal is full of holes
Mér virðist þarna á ferðinni - hræðslubandalag!
Olíuverð hefur undanfarið verið að sveiflast milli 36-30$ fatið, meira að segja stöku sinnum farið í 29$.
Svo lágt olíuverð -- er að valda samtímis Saudi Arabíu og Rússlandi miklum vanda, þá vísa ég til stórfellds hallarekstrar ríkisútgjalda hjá báðum þjóðum.
Nýlega voru kynntar til sögunnar í Rússlandi -- að selja stórar ríkiseignir; til að vega upp á móti ríkishallanum - "fire sale."
Það virkilega hljómar í mínum augum -- sem örvæntingar útspil.
- Í ljósi þess, að innan OPEC er einnig að finna Nígeríu og Venezúela, lönd í enn verri útgjaldavanda en Saudi Arabía og Rússland.
- Auk þess, að aðildarlöndin -- þar á meðal Rússland og Saudi Arabía -- hljóta að óttast mjög áhrifin á alþjóðlegt olíuverð - ef Íranir láta verða af 50% framleiðslu aukningu sinni á þessu ári, eins og þeir hafa ítrekað líst yfir.
Þá virðist mér þessu óvænta útspili Rússa, að vinna með OPEC, rétt líst sem hræðslubandalagi.
- En eru einhverjar líkur á að Íranar láti undan sameiginlegum þrýstingi OPEC landa, og Rússlands?
- Ég skal segja eitt, að það væri virkilega áhugavert að vera fluga á vegg á þeim fundi í Teheran, þegar ráðherrar OPEC landa og Rússlands - mæta þangað til fundar í nk. mánuði.
Tilgangur að ræða - hugsanlega þátttöku Írana í takmörkunum á heims framleiðslu á olíu.
- Það sé sjálfsagt ekki gersamlega útilokað -- að Íranar sættis á að - auka framleiðslu sína um eitthvað minna en 50% í ár.
- En mér virðist einnig vel mögulegt -- að þeir segi einfaldlega þvert - nei.
Með vissum hætti grunar mig að Íranir hlakki dálítið yfir því að horfa á fjendur sína í Saudi Arabíu - engjast yfir lágu olíuverði, og hlakki yfir að sjá þá engjast enn meir ef það lækkar frekar.
Ég er ekki viss að Íranir - séu í reynd miklir vinir Rússa.
Þeim gæti alveg verið slétt sama - ef Rússland lendir í óleysanlegum fjárhags vanda, og hætti t.d. að geta stutt frekar stríðið í Sýrlandi.
- Hvernig gæti sá vandi líst sér innan Rússlands? Í formi óðaverðbólgu, það væri líklegasta byrtingarmynd þess, ef Rússland missir alveg tökin á útgjöldum ríkisins, þar á meðal stríðs kosnaður stór útgjaldaliður.
Það má vel vera að Íranir séu þegar búnir að ná markmiðum sínum í Sýrlandi - og að þeir væru alveg tilbúnir í að slá eign sinni á þ.s. þeir ráða af Sýrlandi, án frekari þátttöku Rússlands - en Assad er án lítils vafa lítið meira en íranskur leppur í dag.
Niðurstaða
Persónulega er ég skeptískur á að Íranir samþykki að auka framleiðslu sína minna en um helming, eins og stjórnvöld í Íran hafa ítrekað talað um - og það sé ósennilegt að Íranir hætti alfarið við aukningu sinnar framleiðslu.
Svo að það besta sem OPEC og Rússland geti hugsanlega náð fram á fundi í Teheran, sé að Íran samþykki - eitthvað minni aukningu á sinni framleiðslu.
Tilgangur samkomulags Rússlands við OPEC ríki - sé þó augljós, að þrýsta á Íran.
Ástæða augljós, ótti við verðþróun á olíumörkuðum ef full aukning framleiðslu Írans, kemur inn seinni part þessa árs - eins og Íranar hafa ítrekað lofað og fullyrt.
Á sama tíma, sé alls óljóst að Íran hafi nokkurn vott af samúð með vandræðum annarra olíulanda, eftir löng ár af refsiaðgerðum - megi vera að þunnt sé á slíka samúð þar.
Sérstaklega þegar haft er í huga, að nokkur meðlimalönd OPEC -- eru í "proxy" stríði við Íran í a.m.k. tveim löndum! Og þ.e. gagnkvæmur fjandskapur milli þeirra ríkja og Írans.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2016 | 23:35
Spenna á landamærum Tyrklands við Sýrland - Tyrklandsher beitir stórskotaárásum á sveitir Kúrda í sókn meðfram landamærum ríkjanna
Til að sjá hvað er í gangi, þarf að skoða kort - sem virðist sýna mjög nýlega mynd af stöðu mála, hvað varðar framsókn sýrlenskra Kúrda á landamærum Sýrlands við Tyrkland.
Miðað við nýjustu fréttir - eru Kúrdar þó greinilega að sækja lengra í Vestur meðfram landamærunum. Uppreisnarmenn hafa ráðið mjórri landræmu -- græni liturinn.
Ef marka má fréttir -- eru sveitir Kúrda að einmitt sækja að því svæði!
Sem væntanlega þíðir að þeir hafa sókt dramatískt fram á sl. vikum.
Turkey vows 'harsh reaction' as missiles hit Syria town
Kort frá sl. ári -- sýnir allt aðra stöðu, þegar mestur völlur var á framsókn ISIS við landamæri Tyrklands, og svæði Kúrda voru undir harðri atlögu.
Eins og sést -- er þetta dramatísk breyting, að síðan NATO flugsveitir hófu harðar loftárásir á stöðvar ISIS, og að auku hófu vopnasendingar til YPG sveita sýrlenskra Kúrda, þá hefur þeim sl. mánuði -- vegnað miklu mun betur!
Til að átta sig á því hvar bærinn Azaz er -- er gott að skoða enn eitt kortið.
Skv. fréttum, er tyrkneski herinn að beita stórskotaárásum á sveitir YPG eða sýrlenskra Kúrda, sem virtust hafa hug á að taka Azaz.
- Eins og sést á kortunum, að ef YGP sveitir sýrlenskra Kúrda taka þá mjóu landræmu sem uppreisnarmenn hafa ráðið á landamærum Tyrklands.
- Þá sameina þeir byggðir Kúrda í Sýrlandi, í eitt umráðasvæði -- þ.e. einmitt hvað Tyrkir vilja hindra.
Það mundi þíða, svo fremi að við gerum ráð fyrir því að -- Bandaríkin haldi áfram að senda þeim vopn -> Að þá verður til vel vopnað sjálfstjórnarsvæði Kúrda á landamærum Tyrklands.
Tyrkir telja að upprisa slíks svæðis, væri mjög mikil ógn við Tyrkland.
En höfum í huga, að í Tyrklandi eru 11-milljón Kúrda!
Þetta kort sýnir dreifingu byggða Kúrda -- fyrir stríðið í Sýrlandi
Eins og sést, gæti öflugt og vel vopnað sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi -- haft mikil áhrif inn í Tyrkland.
- Enn segja Tyrkir ekki koma til greina að -- senda herlið inn í Sýrland.
- En þetta mundi setja sýrlenska Kúrda í mjög öfluga samningsstöðu gagnvart Tyrklandi -- ef vopnasendingar til uppreisnarmanna, eiga að halda áfram -- ekki ósennilegt að að þeir verði undir þrýstingi einnig frá Washington, að heimila slíka flutninga.
En auðvitað -- þá yrði Tyrkland að hætta loftárásum.
Og eiginlega -- viðurkenna ósigur í sinni viðureign við sýrlenska Kúrda.
- Ég hef persónulega mikla samúð með þeirri kröfu, að Kúrdar í Tyrklandi - fái einnig sitt eigið sjálfstjórnarsvæði.
En það var þeirri kröfu sem Erdogan fyrir rest hafnaði.
PKK flokkurinn eða Verkamannaflokkur Kúrdistan eins og hann er gjarnan kallaður, vildi ekki falla frá þeirri kröfu.
Í staðinn hófst aftur - borgarastríð í A-hluta Tyrklands.
Og Tyrkir hófu aftur árásir yfir landamærin - á stöðvar YPG, eins og árum áður.
Meðan þessi innanlands átök eru til staðar -- skapa þau veikleika fyrir Tyrkland.
Sem utanaðkomandi lönd -- gætu gert tilraun til þess að notfæra sér, tja -- t.d. með því að dæla vopnum til PKK í Tyrklandi.
Rétt að hafa það í huga - að ef Rússland reyndi slíkan leik.
Þá á Tyrkland mjög öflugan mögulegan mótleik - sem væri að loka Bosporus sundi, sundinu milli Miðjarðarhafs og Svartahafs.
Þá yrði það mjög erfitt fyrir Rússland -- að halda uppi vistaflutningum til herstöðva sinna í Sýrlandi.
Sprengjur og eldsneyti gæti hvort tveggja klárast hratt -- ef maður gerir ráð fyrir áframhaldandi stríðs átökum í Sýrlandi.
Niðurstaða
Ekki er gott að segja hvert sú spenna á landamærum Tyrklands og Sýrlands leiðir - en stríðs hætta virðist til staðar. Þó að Tyrkir fullyrði enn að þeir hafi engin áform um að senda herlið yfir landamærin - ef Tyrkjum er alvara með að líta á það sem mikla hættu að YPG sveitir sýrlenskra Kúrda sameini svæði Kúrda meðfram landamærunum.
Þá er rökrétt að Tyrklandsher fari yfir landamærin, og hertaki svæði það sem uppreisnarmenn áður höfðu full yfirráð yfir -- og lísi það verndarsvæði.
En þá tekur Tyrkland þá áhættu að lenda í hernaðarátökum af stærra tagi.
Þó að ég óttist ekki -per se- að Tyrklandsher mundi bíða ósigur í slíkri rimmu, þá mundi hún verða verulega kostnaðarsöm, og tjón af slíkri styrrjöld hlyti að verða nokkuð umtalsvert.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er ekki að segja að Trump geti búið til heimskreppu upp á grín, heldur þá er ég einfaldlega að leitast við að skilja afleiðingar líklegrar stefnu Trumps - - miðað við yfirlýsingar, sannarlega gjarnan oft óljósar og í innbyrðis mótsögn, er hann hefur gefið út.
Góð grein úr Der Spiegel: Donald Trump Is the World's Most Dangerous Man
Í grein Spiegel er tekið viðtal við mann, sem skrifaði æfisögu Trumps - framanaf hafi Trump verið áhugasamur um þau skrif, hann hafi fengið að koma inn á heimili Trumps, fengið að taka viðtöl við Trump og einstaka fjölskyldumeðlimi.
- Eitt sem vakti athygli hans, var að hann sá ekki nokkra bók inni á heimili Trumps í risavillu þeirri sem hann býr í.
- Og þegar hann spurði Trump hvaða bók eða bækur hefðu haft áhrif á líf hans - þá vildi Trump einungis tala um bækur sem hann hafði skrifað um þætti úr eigin lífi, og einnig þáttinn "reality TV show" sem var gerður og Trump sjálfur lék í.
- Ályktun æfisagna-ritarans, að Trump einfaldlega læsi ekki bækur, og jafnvel að hann hefði aldrei tamið sér bókalestur.
Síðan kom fram í viðtölunum við Trump, sannfæring Trumps að hann væri mjög kyngóður í meiningunni "good breeding" - einnig sannfæring Trumps um eigin hæfileika - virtist mjög sterk.
- Það sem þarna virðist skýna fram, einnig í hegðan Trumps á kosningafundum, hvernig hann lætur púa niður hvern þann á kosningafundum, sem spyr erfiðra spurninga - síðan reka þá út af svæðinu, hvernig hann talar ákaflega neikvætt um fjölmiðlamenn og blaðamenn almennt --> Þá þolir hann ekki gangrýni.
- Kosningafundir hans virðast snúast um eigin sjálfupphafningu og síðan að hann eys aur yfir hvern þann sem honum er í nöp við, sem virðast fjölmargir.
- Þetta allt kemur heim og saman við það, að ef hann er ákaflega "narkissískur" persónuleiki - en þeir sem eru mjög sterkt "narkissískir" gjarnan skortir sjálfsgagnrýni, samtímis þola illa gagnrýni á sig sjálfa.
- Slíkir menn sem leiðtogar, hafa tilhneygingu til að umkringja sig af já mönnum.
Eins og Trump virtist æfisagnaritaranum koma fyrir sem persóna, þá er kannski auðvelt að skilja af hverju Trump nær svo vel til -- þeirra sem telja sig hafa orðið undir í lífinu.
Hann talar með einföldum hætti, vegna þess að hann hafi einfaldlega aldrei verið - "intellectual." Hann virðist ekki hafa mikla vitneskju um utanríkispólitík.
- Hafa verður í huga, að Trump auðgaðist ekki eins og Bill Gates eða Steve Jobs af því að skapa eitthvað nýtt --> Nei, Trump er fasteignamógúll.
Til þess þarf ákveðið viðskiptavit, átta sig á hvenær er rétt að kaupa, og hvenær að selja -- en það krefst ekki endilega mikillar breiddar í þekkingu, heldur góðrar þekkingu á þeim tilteknu sviðum sem við koma fasteignaviðskiptum.
- Það getur því einfaldlega verið rétt, að Trump sé afskaplega "ignorant" á mörgum sviðum.
- Sem gerir ekki til ef viðkomandi er bara fasteignamógúll, en gæti reynst afskaplega "disastrous" ef hann verður forseti Bandaríkjanna, samtímis með algera sannfæringu um eigið ágæti -- og á sama tíma, enga þolinmæði fyrir gagnrýni.
- Slíkur maður þarf góða ráðgjafa.
- Og hann þarf að hlusta á þá.
En hættan er að - maður með algera sannfæringu um eigið ágæti, og mjög litla þolinmæði fyrir gagnrýni.
Velji fyrst og fremst ráðgjafa, er virðast sömu skoðunar og hann, ráðgjafa sem gæta þess - að gagnrýna aldrei herra Trump, eða segja neitt sem herra Trump mislíkar.
Það gæti komið virkilega hræðilega út -- ef Trump ákveður að gera eitthvað "disastrous."
Umkringdur já mönnum - þá gæti fundurinn sem hann tilkynnti slíka ákvörðun, endað með klappi og húrra hrópum.
Að Trump skapi heimskreppu!
Ef maður á að taka yfirlýsingar Trumps alvarlega - þá ætlar hann að verða sá forseti Bandaríkjanna sem skapar flest störf í sögunni, a.m.k. skv. eigin yfirlýsingum á fundum.
Hann talar - alltaf um sig sem sigurvegara, hvernig hann ætlar að -- tryggja forræði Bandaríkjanna á öllum sviðum, viðskiptasviðinu -- sem öðrum sviðum.
- Hann hefur margítrekað hótað verndartöllum gegn Kína.
- Og öðrum hratt vaxandi löndum Asíu.
Nú ætla ég að gefa mér það -- að Trump skelli á verndartollum á Kína.
Sem skv. reglum "W.T.O." - "World Trade Organization" er ekki heimilt.
En eins og Trump talar, þá skipta reglur ekki máli -- þetta virðist hluti af því af hverju hann hefur líst yfir hrifningu á Pútín, hvernig Pútín hefur hundsað reglur.
Ef marka má það umtal Trumps -- þá mun hann einfaldlega hundsa reglur "W.T.O." í slíku tilviki, og fara sínu fram.
Málið er, að þá líklega -- nett leggur hann "W.T.O." í rúst, en Bandaríkin hafa hingað til verið verndarar heims viðskiptakerfisins --> Enda bjuggu þau það til sjálf.
Ef Bandaríkin sjálf, fara að veifa öxum á það kerfi --> Þá einfaldlega hrynur það, og það á skömmum tíma. Það gæti tekið skemmri tíma ein eitt ár, að leggja það alfarið í rúst.
- Ef heims viðskiðtakerfið er lagt í rúst, þá hrynja heims viðskipti eins og spilaborg.
- En síðast þegar Bandaríkin, settu upp verndartolla við upphaf 4. áratugar sl. aldar, þá leiddi það einmitt til kerfislegs niðurbrots -- þess sem hafði verið frjálst heimskerfi er Bretar höfðu komið á fót. Þá tóku önnur ríki einnig upp verndartolla, og það tók mjög skamman tíma að ganga yfir.
- Í kjölfarið risu upp - lokaðir viðskiptaklúbbar.
En mikilvægi punkturinn er sá -- að við þetta dýpkaði mjög heimskreppan.
Í stað þess að skapa mikinn fjölda starfa -- leiddi þetta til kjarahruns og atvinnuleysis.
- Það er einmitt hvað ég held að gerist, ef Trump - - hefur öxina á loft á heims viðskiptakerfið sem Bandaríkin sjálf bjuggu til.
- Að þá skellur "med det samme" á hyldjúp heimskreppa.
Það mundi auðvitað leiða til mjög snöggrar efnahags dýfu fyrir Bandaríkin líka.
Það yrði þó sennilega verst fyrir Asíulönd sem hafa verið að framleiða mikið af varning fyrir lönd í fjarlægum heimshlutum -- í þeim löndum gæti skollið á gríðarlegt atvinnuleysi.
Á skömmum tíma, mundi sjálfsagt Kína -- taka upp til mikilla muna harðari stefnu gegn Bandaríkjunum, sem Kína -- mundi með réttu kenna um atvinnuleysið og kreppuna.
Útkoman yrði þá líklega ekki einugis -- heimskreppa.
Heldur líka að á einu kjörtímabili mundi herra Trump -- líklega valda einu stykki Köldu Stríði.
- En narkissisti sem tekur ekki gagnrýni, sennilega mundi fagna því, ef upp rís óvinur.
- Bæði löndin með mikið atvinnuleysi heima fyrir, þ.e. Kína og Bandaríkin -- mundu sennilega fagna því, að geta beint sjónum almennings að hvoru öðru sem óvin.
Og hefja mikla hervæðingu og æsingar.
Niðurstaða
Í þessu er ég að gefa mér, að Trump meini allt það sem hann segir - sbr. að ætla setja upp verndartolla. Að hann honum sé í nöp við útlendinga, sérstaklega Múslima. Og að sú sýn sem æfisagnaritari gefur af Trump sé rétt - - þ.e. að Trump sé "narkissisti" á háu stigi.
En a.m.k. sá þáttur kemur vel heim og saman við hegðan Trumps á kosningafundum, ekki síst hve óskaplega ruddalegur Trump oft er - og það almennt við alla sem ekki tilheyra hópi aðdáenda Trumps.
Ef Trump er alvara með það, að reglur eigi ekki að binda Bandaríkin.
Og að koma á verndartollum gegn Asíulöndum.
Þá tel ég það alveg öruggt -- að afleiðingin sé rétt skilgreind "heimskreppa."
Nú ef Trump veldur heimskreppu, þá muna rísa upp gagnrýni gegn honum innan Bandaríkjanna, og ef hann þá hegðar sér í samræmi við núverandi "narkissíska" hegðan, þá verður hann gríðarlega "divisive" þ.e. hann líklega þá bregst afar harkalega við gagnrýninni -- og eys þá aur yfir þá hópa sem rísa upp gegn honum, samtímis og hann hvetur eigin fylgismenn til dáða.
Þá gætu risið upp innan Bandaríkjanna -- mestu innanlandsátök sem sést hafa í Bandaríkjunum í mjög langan tíma.
Í slíku samhengi, efa ég að Trump mundi ná endurkjöri -- en eitt kjörtímabil af Trump gæti reynst mun meir "disastrous" fyrir Bandaríkin og heiminn, en 2-kj0rtímabil af Bush.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2016 | 23:49
Greinandi segir að skipting Sýrlands í áhrifasvæði Rússlands og Bandaríkjanna - sé í gerjun
Mér finnst þetta áhugaverð ábending greinandans:
You can just look at where the bombs have been falling, - What we have seen developing for the past two months, is an effective division of Syria into two zones of influence. One dominated by Moscow, the other by Washington. There is already effective partition of operations. So the question is, does that translate into something more permanent?
- "Russias air strikes have slowly pushed east across Syria since Moscow first began its military intervention in late September 2015, carving out an area of aerial control that the US has gradually ceded."
- "Washington is instead now focusing almost all of its aerial firepower on Isis strongholds in Syrias east, in Deir Ezzor, Raqqa, and al-Hasakah."
- There is pretty much a line you can draw, from just east of Aleppo in the North all the way down to Deraa in the South,
Það má líkja þessu við verkaskiptingu!
Rússar fókusi á uppreisnarmenn - sem sjáist á ferli loftárása á þeirra vegum.
Bandaríkin fókusi á svæði undir stjórn ISIS - sem sjáist á því hvar þeirra vélar beita sér.
En í leiðinni geti verið að þróast 2-áhrifasvæði?
Þau gætu falið í sér - framtíðarskiptingu Sýrlands!
Áhrifasvæði Rússa væri þá N-Sýrland, þ.e. ströndin, höfuðborgin, Aleppo - síðan Austur að landamærum við Tyrkland - ca. í beinni línu -eins og greinandinn benti á.
Áhrifasvæði Bandaríkjanna væri þá N-Sýrland, eiginlega svæði byggð sýrlenskum Kúrdum - sem Bandaríkin hafa verið að vopna, samtímis sem getur vart kætt Bandaríkin Tyrkland hefur beitt sýrlenska Kúrda loftárásum, og svæði nú undir stjórn ISIS.
Skv. þessu séu Rússar að láta það eftir til Bandaríkjanna - og bandamanna Bandaríkjanna, að sigrast á ISIS á megin áhrifasvæðum ISIS í S-Sýrlandi.
Meðan að markmið Rússa, sé að tryggja stöðu stjórnarinnar í Damaskus í S-hluta Sýrlands, og ekki síst hinum mikilvægu strandsvæðum Sýrlands þ.s. Rússar hafa flotastöð í Tartus og herstöð í Ladakia borg.
Þá gætu yfirlýsingar Saudi Araba, að senda her til að berjast við ISIS í Sýrlandi - spilað inn í þetta samhengi!
Um daginn var fundur milli áhrifamanna fra Saudi Arabíu í Istanbul - þ.s. rætt var hugsanlegt samstarf Saudi Arabíu og Tyrklands, um að senda her inn á svæði ISIS innan Sýrlands - til að hernema þau svæði.
Ef greinandinn hefur rétt fyrir sér - gætu Saudar verið að þessu, fyrir hönd Bandaríkjanna.
En gagnkvæmur pyrringur er nú í gangi milli Bandaríkjanna og Tyrklands. T.d. um daginn, þá fordæmdi Erdogan stuðning Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda.
Saudar gætu þá verið - frekar en verð að spila sinn eigin leik - verið að ástunda milligöngu, til að fá Tyrki með í verkefnið.
En Bandaríkjastjórn hefur látið lýðum ljóst, að hún ætlar ekki að senda landher á svæðið.
Fyrir utan, að líklega er mun betra - að sá her er væri sendur til höfuðs ISIS, sé skipaður Múslimum sem samtímis séu Súnní - sem er meirihluta trú á umráðasvæðum ISIS.
Hver sá sem sparkar ISIS frá S-Sýrlandi - þarf einnig að geta stjórnað svæðinu þar, án þess að íbúar hefji uppreisn gegn viðkomandi.
Það sé minna líklegt, ef herlið sem væri þar til staðar, væri Súnní Íslam trúar eins og íbúarnir.
Það er þá hugsanlegt að þessi herför fari fram á nk. vikum eða mánuðum!
Ég geri þá ráð fyrir að hersveitir mannaðar Súnní Múslimum, mundu hersytja það svæði með varanlegum hætti - sem tekið væri af ISIS, þar á meðal höfuðborg ISIS Raqqah.
Það svæði mundi samtímis verða verndarsvæði fyrir núverandi uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Og gæti einnig orðið að svæði þ.s. unnt væri að hýsa Súnní Múslima er hafa flúið erlendis, eða eru flóttamenn innan Sýrlands.
Það gæti þá hugsanlega þróast fyrir rest samkomulag um frið með þeim hætti, að skipting landsins verði ca. með þeim hætti.
Og það gæti hugsanlega bundið endi á átökin.
Auðvitað er það einnig mögulegt - að stríðið mundi halda áfram, og þróast í framhaldinu í nýja pattstöðu.
Þ.s. Rússar - Hesbollah og Íran, mundu gæta N-hluta Sýrlands.
Bandamenn Bandaríkjanna í Arabaheiminum - gæta S-hluta Sýrlands.
Báðir möguleikar virðast mér til staðar í slíku framhaldi - friður/stríð í pattstöðu.
Niðurstaða
Eitt virðist öruggt að margt er að gerjast í Sýrlandi -- tvennt er þó fullvíst. Annars vegar að Rússar hafa ekki efni á víðtæku stríði innan Sýrlands. Og hitt, að stjórnin í Damaskus er of veikluð samtímis glýmir við mannaflaskort - til að líklega vera fær um að stjórna landinu öllu.
Rússar líklega ekki til í að senda fjölmennan her til landins, til varanlegrar gæslu eða hersetu, geti þá verið til í skiptingu landsins - skv. grófum útlínum nefndar að ofan.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í fysta lagi þá var ekki vitað fyrir algerlega víst að "gravity wave" eða þyngaraflsbylgjur - væru til. Þó að Albert Einstein hafi sett fram kenningu um þeirra tilvist í afstæðiskenningu sinni. Hann einnig setti fram kenningu um tilvist svarthola.
- Það má samtímis fullyrða - að tilvist svarthola hafi einnig verið sönnuð.
- Því að þær bylgjur sem voru mældar - koma frá risaatburði er 2-svarthol væntanlega leyfar tvístyrnis - sameinuðust.
- Annað svartholið telst hafa verið 29 sólarmassar, hitt 36. Svo stórar stjörnur hafa líklega verið útfjólubláar risastjörnur, áður en þær sprungu og urðu að svartholum.
- Sú orka er leystist úr læðingi, hafi um tíma varpað frá sér birtumagni sem sé meira að sögn vísindamannanna en komi frá öllum stjörnum sem til eru í alheiminum.
Þessi risa-atburður hafi togað og teygt til bæði tíma og rúm!
Það sé togið á rýminu sjálfu sem nú hafi tekist að mæla!
Gravitational Waves Detected, Confirming Einsteins Theory
Einstein's gravitational waves detected in landmark discovery
Í rannsókninni voru notuð 2-rannsóknartæki er nefnast "LIGO"
2-slíkir mælar eru til staðar innan Bandaríkjanna, bilið á milli þeirra 3.002km.
Annar í Livingstone Loisiana, hinn nærri Richland í Washington fylki.
Fjarlægðin sé næg milli þeirra til þess að unnt er að nota sömu mælingu í þeim báðum, til að útiloka að utanaðkomandi áhrif önnur en þau sem til stóð að mæla - hafi skapað villumælingu.
Eins og sjá má á ljósmynd - þá eru til staðar í hvorum mæli 2-steynsteypt göng sem eru 4km. að lengd, og mynda L. Inni í þeim er viðhaldið hástigs lofttómi.
- Mæling fer fram með laser sem varpað er á geisla-skipti, er klýfur geislann og varpar honum inn í göngin til sitt hvorrar handar.
- Á enda hvorra ganga er spegill, er varpar klofna geislanum aftur til baka til - geisla-skiptisins, og þá sameinast geislinn að nýju.
- Ef annar eða báðir geislar breytast, þá kemur ljós á tiltekinn nema.
- Að tíðni annars eða beggja geisla breytist, gerist ef önnur göngin verða andartak örlítið lengri en hin - eða bæði göngin í tilviki að tíðni beggja breytist.
- Þyngdarafls bylgjur hafa einmitt þau áhrif - en vegna þess að þær fara hjá á hraða ljóssins, þarf væntanlega laserinn að lisa gríðarlega mörgum sinnum per sekúndu til að ná mælingunni.
Með tækni-trixum, fer laserinn 75 sinnum lengd ganganna í hvert sinn - en í göngunum fer laserinn í gegnum svokölluð "FabryPérot cavities."
Áður en speglarnir endursenda hvorn geisla aftur til baka til laserskiptisins.
Hvaða máli skiptir þetta?
Nær tíma áhrif verða væntanlega þau, að nú geta vísindamenn -- séð alheiminn í gegnun lensu þyngaraflsbylgja.
Þannig opnast ný leið til að skoða alheiminn - sem talið er að muni opna nýja sýn á fyrirbæri alheimsins.
- Það eru t.d. mörg svæði í alheiminum sem við getum ekki séð - vegna þess að mörg fyrirbæri í alheiminum hindra okkur sýn þegar notast er við ljós eða radarbylgjur, eða aðrar bylgjur á rafsegulsbylgjusviðinu.
Sem dæmi, þá hindrar miðja vetrarbrautarinnar okkur sýn - sambærilegt við það að mannkyn þekkti ekki dökku hliðina á tunglinu fyrr en geimkannar fóru í fyrsta sinn hring um Tunglið.
Það þíðir að mjög lítil vitneskja er til staðar um stjörnur og önnur fyrirbæri handan við þann skugga er tilheyra okkar vetrarbraut.
- Þyngdaraflsbylgjur aftur á móti fara beint í gegnum efnið, hvort sem þ.e. stjarna eða pláneta er verður á veginum - eða miðja vetrarbrautarinnar.
Menn vonast einnig til að geta -- litið lengra aftur í tímann, þ.e. séð fjarlægari fyrirbæri en nú er mögulegt.
En í dag getum við ekki séð lengra aftur í tímann - þ.e. fjarlægari fyrirbæri, en þau sem voru orðin til eftir að stjörnur fóru að lísa upp alheiminn.
En með þyngdaraflsbylgjumælum - telja vísindamenn sig geta séð fyrirbæri er urðu til áður en fyrstu stjörnur alheimsins fóru að lísa.
Þannig að með þyngdaraflsbylgjumælum verði unnt að skoða alheiminn - lengra aftur í tímann en áður hefur verið mögulegt, jafnvel mjög nærri upphafs sprengingunni sjálfri.
Þannig aflað frekari vitnesku um -- upphaf alheimsins.
- En ekki síst, þá á að verða mögulegt að -- rannsaka svarthol!
En svarthol eru þess eðlis, að ljósið sjálft sleppur ekki frá þeim.
En annað gildir um þyngdaraflsbylgjur.
Þannig að með þyngdaraflsbylgjum verði unnt að skyggnast inn í svartholin sjálf.
Komast að því - hvers konar fyrirbæri þau séu.
Niðurstaða
Staðfesting þyngdaraflsbylgja - sé mikilvæg vegna þess að staðfesting þess að unnt sé að mæla þær, muni gera stórfelldar nýjar vísinda-uppgötvanir mögulegar. Með því að unnt er að greina þyngdaraflsbylgjur - þá opnist ný sýn á alheiminn, og fjöldi fyrirbæra er áður var ekki unnt að rannska eða sjá - muni verða greinanleg og því rannsakanleg.
M.ö.o. muni staðfesting tilvistar þyngdaraflsbyglja framkalla risastökk í heimi vísinda.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 13.2.2016 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2016 | 23:16
Sjálfkeyrandi bílar - einu mikilvægu skrefi nær
Stærsta hindrunin sem sjálfkeyrandi bílar þurfa að yfirstíga, tengist líklega lögleiðingu þeirra. Einmitt um það atriði - var stigið mikilvægt skref, þegar bær stofnun Bandaríkjanna -- samþykkti að mögulegt væri að lögleiða sjálfkeyrandi bíl -annars vegar- og -hins vegar- að í tilviki sjálfkeyrandi ökutækis væri tölvubúnaður sem stjórnaði ökutækinu rétt skilgreindur sem stjórnandi viðkomandi ökutækis.
- ""NHTSA will interpret 'driver' in the context of Google's described motor vehicle design as referring to the (self-driving system), and not to any of the vehicle occupants," NHTSA's letter said."
- "We agree with Google its (self-driving car) will not have a 'driver' in the traditional sense that vehicles have had drivers during the last more than one hundred years."
In boost to self-driving cars, U.S. tells Google computers can qualify as drivers
Google passes significant barrier in its plan for driverless cars
Google vill meina að sjálfkeyrandi bílar séu öruggari, ef það eru engir pedalar og ekkert stýri - þannig að farþegar geti ekki gripið inn í!
Við hér á Íslandi höfum orðið vitni að ótrúlega hættulegri hegðan - upp á síðkastið.
- í sl. viku var sagt frá því, að óþekktur fjöldi ökumanna með meira próf, sem aka vörubílum á vegum landsins -- stunduðu það að taka videó á síma meðan þeir eru að aka, samtímis og þeir eru að tala við félaga sína t.d. hinum megin á landinu.
- Um daginn, tók farþegi upp á myndband - athæfi ökumanns strætó, sem var í símanum sínum alla leiðina meðan viðkomandi var um borð, á netinu í símanum.
Þegar maður sjálfur ekur um borgina - þá sér maður ávalt fjölda ökumanna að nota símana sína, oftast nær án handfrjáls búnaðar.
Að auki grunar mig, að það sé algengt að fólk sé að gera meira en bara að tala -- sbr. að senda skilaboð, horfa á videó, vafra á veraldarvefnum, og taka myndir eða videó.
Þetta þíðir að fjöldi ökumanna -- ekki einungis almennra ökumanna, heldur einnig þeirra sem hafa meirapróf og aka þyngri ökutækjum.
Eru að skapa stöðugt - stórhættu í umferðinni.
Enginn veit hve marga hegðan af þessu tagi hefur drepið.
- Punkturinn er sá, að sennilega stoppar ekkert þessa hegðan -- þetta kæruleysi/skeytingarleysi - verði sennilega ekki stöðvað.
- Þ.e. ekki síst hve útbreidd þessi hegðan virðist, að ég er farinn að nálgast þá skoðun --> Að ökumanns lausir bílar séu nauðsynleg breyting.
Miðað við hegðan af slíku tagi -- þá verða sennilega flestir í dag, ánægðir með það að bílarnir aki sjálfir.
Þá geta þeir einbeitt sér algerlega að netheimum eða hverju því öðru sem þeir eru að gera í símunum sínum, meðan að ekið er á milli staða.
- Það virðist einnig ljóst - - að sú breyting muni auka öryggi vegfarenda stórfellt.
Það bendi til þess -- að fljótlega eftir lögleiðingu, þá muni ríkin í kringum okkur - beggja vegna Atlantshafsins, skipulega ýta fólki yfir í ökumanns lausa bifreiðar.
Þ.e. hægt með margvíslegum aðferðum - sbr. að gera það mun ódýrara að tryggja ökumannslausar bifreiðar - að auka mjög kröfur til ökumanna - að stytta mjög þann tíma sem líður á milli þess að það þarf að endurnýja ökuréttindi - gera það mun dýrara en áður að endurnýja ökuréttindi og að taka bílpróf í fyrsta lagi.
Að auki væri mögulegt að ganga svo langt -- að banna með öllu, bifreiðar sem ekki eru sjálfkeyrandi í þéttbýli -- þó það verði sennilega ekki hægt fyrr en sjálfkeyrandi bifreiðar verða algengar.
- Þ.e. hugsanlegt að -- bílpróf veiti einungis réttindi til að aka bíl í dreifbýli.
Niðurstaða
Einstaklega óábyrg hegðan ökumanna sem því miður virðist allt of mikið um, og ef eitthvað er - í örum vexti. Sé öflugur stuðningur við þá hugmynd, að sjálfkeyrandi bílar séu líklega sannarlega mun öruggari - og því sé það framtíðin að bifreiðar verði án ökumanns, þ.e. að tölva sjái um aksturinn.
Þetta sé sennilega ekki fjarlæg framtíð - sennilega innan nk. 20 ára.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 871083
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar