9.2.2016 | 21:50
Stríðið í Sýrlandi virðist á leið í aukningu er getur orðið meiriháttar, með líklega stórauknum afskiptum utanaðkomandi aðila
Skv. fréttum eru fundir í gangi milli tyrkneskra yfirvalda og stjórnvalda í Saudi Arabíu, ásamt bandamönnum Sauda í við Persaflóa - - fundarefnið, hugsanlegt beint inngrip þeirra aðila inn í stríðið í Sýrlandi.
- Ég er að tala um - að þeir taki sig saman um að, hernema svæði innan Sýrlands.
- Á hinn bóginn eru a.m.k. 2-valkostir í þeirri stöðu!
A)Hugsanlegur valkostur, að setja upp - verndarsvæði meðfram landamærum Sýrlands við Tyrkland, fyrir flóttamenn frá Sýrlandi - sem og uppreisnarmenn.
B)Væri sameiginleg atlaga að -ISIS- sem ætlað væri að hernema svæði innan Sýrlands, sem tekið yrði af -ISIS- en síðan notað til þess, að skapa verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn - sem og flóttamenn.
Ekki liggur fyrir - hvor valkosturinn yrði ofan á!
Né hvort að líkur séu miklar á því að þessi lönd - hefji bein afskipti með eigin herliði að stríðinu í Sýrlandi!
Saudis make plans to deploy ground troops in Syria
Saudar - flóa Arabar og Tyrkland, standa fyrir þeim valkosti að tapa fyrir bandalagi Írans, Hesbollah, Alavi stjórnarinnar í Damascus og Rússlandi -- eða grípa til róttækra aðgerða!
Síðan ca. 2013, hefur stríðið í Sýrlandi - að mestu virst vera undir stjórn, erlendra aðila.
- Írans, en stjórnin í Damaskus virðist vera lítið meir en -leppstjórn- Írans. Svo veikluð sé staða hennar, svo gersamlega háð herliði frá Íran + sveitum á vegum Hesbollah + Rússlandi -- að erfitt er að líta á Assad sem sjálfstæðan geranda.
- Síðan eru það þeir utanaðkomandi aðilar er hafa verið megin stuðningsaðilar uppreisnarmanna -- þ.e. Tyrkland, Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa.
Þessar 2-megin fylkingar hafi sl. 3 ár - stórum hluta stjórnað átökum þar.
Átökin séu þar með --> Í reynd "proxy war" milli þessara aðila.
Stríðinu hafi verið stolið -- af upphaflegu uppreisninni, er reis upp í sept. 2011.
- Shíta - Súnní vinkillinn sé mikilvægt atriði, en kalt stríð hefur geisað milli Saudi Arabíu og flóa Araba -- og Írans nú í 30 ár. En síðan Bush fór inn í Írak -- hafa þau átök verið í stigmögnun.
- En þegar uppreisn hófst 2011 innanlands í Sýrlandi -- virðist að utanaðkomandi aðilarnir hafi séð tækifæri, til þess -- að veikja valdastöðu Írans í Mið-austurlöndum, enda Sýrland lykil bandamaður Írans - en án landsamganga í gegnum Sýrland, hefur Íran enga landtengingu við svæði undir stjórn Hesbollah, sem er annar mikilvægur bandamaður Írans.
- Þetta er langt í frá eina átakasvæðið -- annað stríð er í gangi á sama tíma í Jemen, "proxy war" milli Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba.
Mér virðist fljótt á litið - minna áhættusamt, fyrir löndin að fara inn í Sýrland undir formerkjum "anti ISIS" aðgerðar!
Yfirlýst markmið væri þá að ganga milli bols og höfuðs á ISIS, og a.m.k. ná af ISIS umtalsverðum svæðum innan Sýrlands.
Og ég efa ekki, að ef sú aðgerð yrði ofan á -- að sameiginlegur herstyrkur ríkjanna, mundi raunverulega -- ganga á milli bols og höfuðs á umráðasvæði ISIS innan Sýrlands, að stórum hluta.
Bandaríkin gætu þá stutt aðgerðina - undir þeim formerkjum.
En eftir að hafa náð svæðum af ISIS - yrðu þau áfram undir hernámi herja Sauda - flóa Araba og Tyrklands.
Og þau svæði notuð sem verndarsvæði fyrir flóttamenn - sem og uppreisnarmenn, þjálfunarbúðum þar komið upp - og þær búðir undir hervernd herja þeirra landa, sem og þeirra flugherja.
Þá væri þetta inngrip í stríðið -- beint til höfuðs aðgerð Pútíns.
Einnig er mögulegt að Tyrklands her á nk. dögum, taki svæði næst landamærum við Tyrkland - undir sína vernd, sendi þangað herlið -- síðan mæti Saudi Arabía og flóa Arabar þangað líka!
Mér virðist þessi aðgerð mun áhættusamari - vegna þess að nú eru hersveitir á vegum Írana, herflokkar á vegum Hesbollah og herflokkar á vegum Alavi stjórnarinnar í Damaskus - - á hraðri sókn í átt að landamærunum við Tyrkland.
Það getur verið að þegar sé sóknin komin í minna en 20km. fjarlægð frá landamærunum við Tyrkalnd - á sumum stöðum.
Á sama tíma, eru flughersveitir Rússa - stöðugt að gera loftárásir á þessi svæði, þá einkum stöðvar uppreisnarmanna -- til að brjóta niður þeirra síðustu varnir á Norður svæðinu og þar með er stefnt að töku þeirra svæða er liggja að landamærunum við Tyrkland.
Það þíðir -- að ef til stendur á annað borð, að fara þessa tilteknu leið.
Verður her Tyrklands líklega að hreyfa sig -- innan örfárra daga!
Það séu ekki vikur til stefnu!
- Á sama tíma, væru verulega umtalsverðar líkur á því að hersveitir Tyrkja -- geti lent í árekstrum við hersveitir Írana - Hesbollah og auðvitað stjórnarinnar í Damaskus.
- Að auki, gæti það vel gerst - að einhverjar sprengjur falli á tyrkneskar hersveitir af flugsveitum Rússa -- þó að verið geti að flugher Tyrkja mundi samtímis vera til taks, þ.e. það gæti orðið loftorrusta.
- Þarna er augljóst til staðar -- mjög umtalsverð stríðshætta!
Ef aðgerð undir formerkjum, að berja á ISIS - verður ofan á!
Þá er að auki meiri tími til stefnu - auk þess að strangt til tekið er ekki nauðsynlegt fyrir liðssafnað Tyrkja - Sauda og flóa Araba --> Að eiga sér stað innan Sýrlands.
Vegna þess hve þægir íraskir Kúrdar hafa verið Tyrkjum -- en á móti heimila Tyrkir íröskum Kúrdum að selja olíu í gegnum Tyrkland.
Virðist mér til muna vænlegra fyrir löndin -- að safna liði sínu á svæðum undir umráðum Peshmerga sveita íraskra Kúrda!
Þá er áhætta á árekstri við aðgerðir Rússa - Írana og Hesbollah innan Sýrlands - - engin.
- Sá liðssafnður, gæti síðan ráðist inn á sýrlenskt yfirráðasvæði ISIS - frá umráðasvæði Peshmerga innan Íraks.
- Sókt beint úr Suðri í átt til Raqqah!
Það getur ekki verið nokkur vafi um - að þessi lönd eru fær um að safna saman nægu liði, til að taka Raqqah og nágrenni, og síðan halda þeim svæðum.
Þær hersveitir gætu þess vegna, einnig - tekið Mosul í Írak, af ISIS --> Án þess að afhenda Mosul til stjórnarinnar í Bagdad.
Niðurstaða
Mín ályktun er að ef Saudi Arabía - flóa Arabar og Tyrkland, láta verða af því að hefja beint inngrip í átök innan Sýrlands með eigin herliði. Aðgerð er væri til höfuðs aðgerð Rússa - og ætlað að snúa hlutum aftur við innan Sýrlands.
Þá væri til muna áhættuminna - að beina aðgerð upphaflega gegn ISIS, til að síðar meir að nota landsvæði innan Sýrlands, nú undir stjórn ISIS - sem verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn, koma þar upp þjálfunarbúðum - sem og flóttamannabúðum fyrir sýrlenska flóttamenn.
Hverjar líkur eru á þessu - hef ég ekki hugmynd um, en örugglega hærri en "0."
Hafandi í huga, að Sýrlands stríðið hefur spilað rullu í samhengi átaka Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba -- að þessi lönd líta á átök innan Sýrlands í samhengi þeirra heildarátaka án nokkurs vafa.
Þannig að þau mundu líta á það sem ósigur í samhengi þeirra átaka, ef bandamenn Írans vinna fullnaðarsigur innan Sýrlands.
Þá grunar mig að líkur séu þó nokkrar á því að önnur hvor áætlunin um inngrip - komist til framkvæmda.
En ef ég mundi geta ráðlagt þessum löndum - - þá mundi ég velja þá nálgun sem er áhættuminni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2016 | 23:15
Indland með mestan hagvöxt stórþjóða í heiminum í dag
Ég sá þessa áhugaverðu frétt á vef Financial Times - þó hún ef til vill hafi ekki vakið mikla athygli, þegar á sama tíma allt reikur á reiðiskjálfi í Sýrlandi, og drama kosningabaráttu innan Bandaríkjanna er að komast í algleyming.
Þá skiptir þessi þróun á Indlandi greinilega máli!
India stays at top of growth table with 7.3% GDP rise
Skv. þessum tölum hafði Indland meiri hagvöxt sl. ári heldur en Kína!
Líkur eru að Kína hægi frekar á sér - - margir spá kreppu. En hver veit, kannski nær Kínastjórn að halda þessu einhvern veginn frá hruni, þó það virðist ótrúlegt samtímis að það takist.
- En þ.e. mjög mikilvægur atburður að Indland sé að sigla fram úr Kína - hagvaxtarlega séð.
- Því að svo lengi sem það ástand varir, þá minnkar bilið milli Indlands og Kína.
Í dag er kínverska hagkerfið í verðmætum talið margfalt stærra.
En 2-áratugir af hraðari hagvexti mundu minnka það bil mikið.
Ekki binda endi á það bil!
- Indland virðist í þeirri merkilegu stöðu -- að Indland græðir á því ástandi sem er á alþjóðamörkuðum, sem samdráttur í eftirspurn innan Kína hefur framkallað.
- Það er, að hrávöru verð hafa lækkað -- olía, "cash crops," málmar og annað.
Indland á tiltölulega lítil viðskipti við Kína -- þannig að samdráttur í innflutningi til Kína, hefur óveruleg neikvæð áhrif á Indland.
Skv. fregnum virðist að lág hrávöruverð séu að lyfta hagvexti á Indlandi um rúmt prósent.
Meðan að slaki er á kínverska hagkerfinu -- þá haldast þau hrávöru verð lág.
Auðvitað nema, að aukin eftirspurn á Indlandi -- geti með tíð og tíma komið í staðinn.
- En Kína er einnig að lenda mannfjölgunar vandamáli -- vegna 1-barns per fjölskyldu stefnunnar er valdaflokkurinn í Kína viðhélt lengi.
- Sú stefna hefur leitt fram -flöskuháls- í mannfjöldaþróun, sem er einmitt að detta yfr Kína á nk. árum -- sem mun draga mjög úr framboði á vinnuafli í Kína.
- Punkturinn er sá, að þetta dregur úr mögulegum hagvexti í Kína.
- Þannig, að það má vel vera - þ.s. þetta er að skella yfir nú á þessum áratug og þeim næsta - að þó svo að kínverska hagkerfið rétti við sér að einhverju leiti, þá getur hægur samdráttur hagvaxtar haldið þar áfram.
Sem þíðir -- að Indland getur átt alveg bærilega möguleika á að viðhalda með sæmilega stöðugum hætti, nk. 2-áratugi, hagvexti umfram Kína.
Við erum að tala um það sem raunhæfan möguleika - hugsanlega, að Indland verði 3-risaveldið.
Niðurstaða
Indland hefur lengi verið land með möguleika sem lengi hafa staðið á sér. En í ljósi þess að Kína sennilega stefni í langframa breytingu á hagvexti -- þ.s. Kína sennilega hættir að vera sú geysi kröftuga uppspretta eftirspurnar sem Kína hefur verið, á sviði hrávara.
Þá getur verið að hrávöru verð - verði í lægri kantinum í mörg ár!
Sem muni -ef rætist- hjálpa hagvexti á Indlandi verulega, meðan það ástand varir.
En síðar meir má vel vera að Indland sjálft leiði fram hækkun hráefnaverða.
Þá er eins gott að Indland verði búið að hagræða mikið í eigin hagkerfi, jafnhliða vexti þess.
Möguleikinn að Indland verði 3-ja risaveldið virðast augljós.
Ég sé enga sérstaka ástæðu að Indland yrði -- hallt undir Kína, eitthvað frekar.
Samtímis grunar mig sterklega að Indland mundi halda uppi sinni eigin stefnu, þ.e. ekkert endilega heldur vera handgengið Vesturveldum.
M.ö.o. að Indland gæti safnað sínum eigin hóp bandalagsþjóða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2016 | 18:53
Það sem sjokkerar varðandi eldflaugaprógramm N-Kóreu, er að leiðtogar N-Kóreu séu að verja milljörðum dollara í hvað gagnast landinu ekki neitt
Hvaða gagn gerir eldflaugaprógramm fyrir lítið land, sem er gríðarlega fátækt - hefur lítinn iðnað og í bestu árum getur einungis rétt svo brauðfætt eigið fólk? Land þar sem vannæring er algengt vandamál.
Ég sé ekki hvaða gagn það gerir?
Sama gildir um her sem er ca. ein milljón að fjölda, vopn flest afar úrelt.
Einnig gildir sama um -- þróun og smíði kjarnorkusprengja.
- Innviðir landsins eru í molum -- þurfa sárlega á fjármagni til uppbyggingar.
- Almenningi haldið við sára fátækt -- og þá ógn að geta hvenær sem er verið varpað í fangabúðir, þaðan sem nær enginn sleppur frá lifandi.
Landið virðist raunverulega vera - risastórar fangabúðir.
North Korean rocket puts object into space, angers neighbors, U.S.
North Korea Launches Rocket Seen as Cover for a Missile Test
Helstu áhrif gætu orðið þau - að auka spennu í þessum heimshluta!
En S-Kórea heimtar nú að Bandaríkin láti þá hafa svokallað THAAD(Terminal High Altitude Area Defense) kerfi -- það er öflugt eldflaugavarnarkerfi sem getur skotið niður eldflaugar úr verulegri fjarlægð.
Frá sjónarhóli Kína, þá líta þeir á "THAAD" sem ógn - því langdrægar varnarflaugar í S-Kóreu gætu einnig grandað kínverskum flaugum á leið framhjá S-Kóreu, eða á lofti nærri S-Kóreu.
Japan er einnig líklegt að vilja auka við eldflaugavarnir.
Það gæti víxlverkað á Kína með þeim hætti -- að Kína bregðist við þannig að fjölga eigin eldflaugum er geta borið kjarnavopn.
Til þess að geta viðhaldið þeim tæknilega möguleika - að sprengja upp Japan eða S-Kóreu, ef til tæknilega mögulegs stríðs mundi koma.
Frekari uppbygging Kína á eldflaugakerfum -- gæti víxlverkað aftur til baka, þannig myndast keðjuverkun --> Vígbúnaðarkapphlaup.
Þannig gæti lítil þúfa -- haft töluverð áhrif út fyrir eigin landsvæði.
- En ekki birtist gagnið fyrir íbúa N-Kóreu í slíkri framtíð.
- Leiðtogar N-Kóreu kannski skála í dýru kampavíni frá Frakklandi, meðan eigið fólk sveltur.
Tæknilega getur Unha3 eldflaug N-Kóreu degið alla leið til Alaska.
Það þíðir þá að allt Japan er innan skotfæris, og sjálfsögðu öll S-Kórea, ásamt Tævan - Víetnam, Laos og líklega Filipseyjum.
- Eina hugsanlega gagnið væri út frá sjónarhóli elítunnar í N-Kóreu, sem halda eigin fólki föngnu -- að hóta kjarnorkuárás á Japan eða S-Kóreu, til að hindra þann möguleika að árás með hefðbundnum vopnum verði gerð á N-Kóreu.
Kannski getur elítan í N-Kóreu, selt eitthvað af þessari tækni, til landa sem hugsanlega hafa áhuga á eldflaugatækni - en njóta ekki velþóknunar Vesturlanda. Það eru þó ekki margir aðilar er koma þar til greina.
Íran t.d. þegar ræður yfir tækni til að skjóta upp gerfihnöttum.
Og Pakistan hefur þróað eigin kjarnasprengju-berandi eldflaugar.
Niðurstaða
Ég hugsa að eldflauga prógramm N-Kóreu lísi eina ferðina ekki síst, algeru tómlæti leiðtoga N-Kóreu til eigin þjóðar -- að milljörðum dollara sé varið til þátta sem gagnast fólkinu nákvæmlega ekki neitt. Sama tíma og elítan í N-Kóreu viðheldur þrælabúðum þar sem tugir þúsunda jafnvel yfir 100þ. sé haldið innan við gaddavír, vélbyssuturna - þrælað æfina á enda, hver sem er virðist geta lent þar að því er virðist - tilviljanakennt eða fyrir afar litlar sakir. Landið sum ár getur ekki brauðfætt fólkið - þá tekur við vannæring, stundum hungur -- hundruð þúsunda eru taldar hafa látist sl. 20-30 ár af völdum vannæringar eða hungurs.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2016 | 00:46
Það getur dregið til stórra tíðinda fljótlega í sýrlenska stríðinu
Eftir að hafa fylgst með aðgerðum Rússa sl. 4-mánuði. Þá virðist algerlega "consistent" regla vera í gangi - hvað loftárásir Rússa í Sýrlandi varðar.
Það er, að þeim virðist ætlað að styrkja hernaðarlega stöðu Sýrlandsstjórnar.
- Í seinni tíð, hafa sveitir stjórnarhersins í náinni samvinnu við sveitir frá íranska byltingarverðinum og Hesbollah, unnið nokkra mikilvæga sigra -- þ.e. sveitir uppreisnarmanna hafa orðið að hörfa frá hæðum innan Ladakia héraðs, sem þeir höfðu ráðið í u.þ.b. ár. Síðan féll bær í S-Sýrlandi sem hafði verið undir stjórn "Frjálsa sýrlenska hersins" síðan 2012.
- En þ.s. er mikilvægast, er sókn sveita - Írana, Hesbollah, og hersveita Assads að Aleppo. Virðist að þeim sveitum hafi tekist að vinna einn mikilvægan sigur fyrir nokkrum dögum, er þorp sem mikilvægur vegur liggur í gegnum var tekinn.
- Þetta þíðir, að hersveitir Írana - Hesbollah og stjórnarinnar, gætu verið að nálgast það takmark, að einangra Aleppo frá Tyrklandi.
Russia and Turkey trade accusations over Syria
Hættan varðandi sigur Írana - Hesbollah og stjórnarsinna --> Er að það verði ný stór flóttamannabylgja frá Sýrlandi!
- Eins og ég hef bent á áður -- þá getur vel verið að Pútín sé alveg til í það, að það verði ný flóttamannabylgja frá Sýrlandi.
- Vegna þess, að hún líklega skelli fyrst og fremst á Tyrklandi - og síðan Evrópu.
- Nú, sú flóttamannabylgja sem þegar hefur skollið á Evrópu, er að efla fylgi - - flokka lengst til hægri, einmitt flokkar sem líklegir eru að styðja Pútín.
- Það m.ö.o. þíðir -- að Pútín getur talið það "win, win" fyrir Rússland, að senda 3-4 milljónir Sýrlendinga til viðbótar til Tyrklands og síðan Evrópu.
Honum sé sennilega slétt sama um það - þó að Íranar, Hesbolla og her sá sem Assad enn ræður yfir, virðist vera -- að hreinsa Súnní Múslima frá Sýrlandi.
Er áður voru meirihluti íbúa þar - þ.e. 70%.
Af hverju segi ég að geti dregið til stórra tíðinda?
- Málið er, að rökrétt viðbrögð Vesturlanda - þar sem það virðist klárt af aðgerðum Rússa, að þeir hafa fullan áhuga á að stuðla að sigri stjórnarinna - burtséð frá afleiðingum þess sigurs í formi nýrrar flóttamannabylgju.
- Eru þá þau, að auka við hernaðar-aðstoð við uppreisnarmenn -- en allar hreyfingar uppreisnarmanna eru Súnní Íslam. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr, búa milli 3-4 milljónir Súnní Múslima á þeim svæðum sem uppreisnarmenn enn ráða yfir. Það sé gríðarleg hætta á -- að ef Shíta hersveitir Írana, og Hesbollah + Alavi hersveitir stjórnarinnar hefja innreið á þau svæði þ.s. megnið af þeim Súnní-um sem enn búa innan Sýrlands eru; að þá bresti á fjöldaflótti.
- Til þess að forða þeirri útkomu --> Sem Pútín virðist vísvitandi ætla að stuðla að, eða a.m.k. kæra sig um kollóttan ef af verði, þ.e. senda til Evrópu mikinn viðbótar fjölda flóttamanna. Þá sé rökrétt að styðja uppreisnarmenn -- svo þeir haldi velli. Haldi þeim svæðum sem þeir enn stjórna. Svo íbúarnir þar leggi ekki á flótta.
Þ.e. einmitt sú spurning sem nú vaknar, tilraunir til samninga hafa farið út um þúfur - og ekkert lát er á hernaðaraðgerðum, verið að þrengja að Aleppo þ.s. mikill fjöldi Súnnía býr!
Ætla Vesturlönd að láta það ganga yfir sig -- að Pútín sendi á þau nýja stóra flóttamannabylgju?
Þetta er þ.s. málið snýst um!
- Hafið einnig í huga, að Súnníar eru meirihluti íbúa Mið-Austurlanda. Þeir eru miklu mun fleiri heldur en Shítar, heilt yfir.
- Það sé mjög sennilegt að ef Vesturlönd, bregðast ekki við nægilega til að hindra að -- hreinsun á Súnní íbúum Sýrlands fari fram af Íran - Hesbollah og Alavi hersveitum Assads.
- Að það valdi í kjölfarið miklum æsingum meðal Súnnía í Mið-Austurlöndum.
Hættan sem ég visa til -- er sú hætta, að þetta stríð breiðist út frekar. Að í stað þess að hreinsun Súnnía leiði til friðar í Sýrlandi -- þá verði flóttamannabúðir -eins og oft gerðist í borgaraátökum í Afríku í Kalda-stríðinu- að þjálfunarbúðum fyrir þá sem vilja halda átökum áfram.
Hafandi í huga að fjölmennar búðir sýrlenskra flóttamana eru bæði í Jórdaníu og Lýbanon -- þá er ég að tala um það, að þau 2-lönd verði flækt inn í þessi átök með beinum hætti, með því að stríðið breiðist til þeirra.
Það þarf að auki vart að efa það -- að hættulegar öfgahreyfingar mundu græða með margvíslegum hætti á þeirri -hatursbylgju- er sennilega mundi ganga í gegnum Súnní meirihluta Mið-Austurlanda.
- Mið-Austurlönd gætu orðið mjög hættuleg fyrir sérhvern af rússnesku bergi.
- En sú hatursbylgja, mundi líklega einnig - beinast sterklega að Shítum, og Íran.
Það gæti skapast mjög hættulega eldfimt ástands.
Minnsti neisti gæti þá hleypt af stað -- allsherjar stríði.
_______________________
M.ö.o. að það er miklu meira í húfi en bara Sýrland!
Gætu ásakanir Rússa gegn Tyrklandi - um fyrirhugaða hernaðaríhlutun verið sannar?
Einfalt svar -- Já!
Höfum í huga, að Tyrkland hefur mikla hagsmuni af því - að hindra að ný flóttamannabylgja skelli á Tyrklandi.
En þegar eru þar meir en 2-milljónir Sýrlendinga.
Ef ný flóttamannabylgja skellur á Tyrkjum - gæti Sýrlendingum í Tyrklandi hæglega fjölgað í 5-6 milljónir.
- Þetta getur m.ö.o. verið fullkomlega næg ástæða fyrir Tyrkenska herinn, að hefja innreið í Sýrland -- hann gæti þar t.d. tekið landræmu sem hann mundi hugsanlega kalla "verndarsvæði fyrir Súnnía" og jafnvel hugsanlega haldið alla leið að mörkum Aleppo.
- Höfum í huga, að Tyrkneski herinn er - milljón manna, eins og her Rússlands. En að her Tyrklands er - rétt handan landamæra við Sýrlands. Meðan að megin herstyrkur Rússa er í Rússlandi. Á sama tíma og að sveitir Rússa í Sýrlandi eru örfá þúsund.
- Það getur enginn vafi verið á, að tyrkneski herinn - - hefur styrk til þess að sækja alla leið að Aleppo.
- Samtímis, að flugher Tyrkja er margfalt sterkari en flugsveitir Rússa innan Sýrlands.
Að sjálfsögðu hef ég ekki hugmynd hvort Tyrkir láta slag standa.
En geta þeirra til þess að hrinda þessu í verk í andstöðu Rússa - Írana og Hesbollah, sé alveg skýr.
- Munið --> Að Rússar eiga engin landamæri að Tyrklandi.
- Rússar eiga því engin hæg heimatök um að refsa Tyrklandi hernaðarlega.
Niðurstaða
Möguleikarnir eru augljóslega 3-þ.e. að Vesturlönd gefist upp, heimili Pútín í bandalagi við Íran og Hesbollah, að klára hreinsun Súnní Araba hluta íbúa Sýrlands. Þrátt fyrir þá hættu, að sú útkoma geti kveikt mikla elda innan Mið-Austurlanda, í ljósi þess að meirihluti íbúa Mið-Austurlanda eru Súnní Arabar.
Samtímis, mundi Pútín senda til Tyrklands og í framhaldinu til Evrópu - milljónir sýrlenskra Súnnía.
Möguleiki 2-er bersýnilega sá, að Vesturlönd hefji mun rausnarlegri hernaðaraðstoð en fram að þessu við uppreisnarhópa Súnní Araba í Sýrlandi, í þeim tilgangi að stöðva frekari framrás herja Írana - Hesbollah og Alavi stjórnarinnar í Sýrlandi -- svo nýrri flóttamannabylgju verði þannig forðað.
Mikilvægast væri að veita uppreisnarmönnum - - öflugar loftvarnarflaugar, svo þeir geti sjálfir bundið endi á loftárásir Rússa.
Möguleiki 3-er sá að Tyrkland ákveði að setja hnefann í borðið, og taka að sér að tryggja að Súnníar enn innan Sýrlands, hafi örugg svæði innan Sýrlands til að vera á -- þ.e. tyrkneski herinn hefji innreið, hernemi hluta landsins þ.s. meirihluti íbúa er enn Súnní, og geri þau að verndarsvæðum sem geti tekið við öðrum Súnníum er hafa flúið.
Kannski einnig Sýrlendingum sem nú eru í Tyrklandi.
3-möguleikinn þíddi hugsanlega stríðsátök milli Tyrklands og Rússlands, sem og við Íran.
Á hinn bóginn, er íranski herinn sennilega úreltasti herinn í Mið-austurlöndum eftir 3-áratugi af refsiaðgerðum, m.ö.o. íranski herinn á ekkert erindi í að berjast við miklu mun tæknilega fullkomnari her Tyrklands.
Íranir mundu örugglega þar af leiðandi - bakka fljótt, ekki hætta á bein átök við Tyrki.
- Höfum samt í huga, að það má vera að Pútín forðist að lísa yfir stríði, þó svo að tyrkneski herinn mundi hefja innreið -- því ef Pútín lísti yfir stríði væri ekkert sem Pútín gæti gert til að hindra þá tyrkneska herinn í því að halda alla leið til Damaskus.
Eftir allt saman hefur Pútín bara örfá þúsund hermenn í Sýrlandi, meðan að tyrkneski herinn gæti hæglega sent 100 þúsund.
Hinn möguleikinn er að það mundi ekki leiða til beinna stríðsátaka við Rússland - - heldur ákaflega kalds friðar, eiginlega fulls fjandskapar.
Það gæti orðið óformlegt samkomulag Tyrkja við Rússa - að stoppa rétt við Aleppo.
Að Rússar sætti sig við það að Aleppo haldi áfram að vera skipt!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2016 | 00:02
Ætla íraskir Kúrdar að gerast tyrkneskt verndarsvæði?
Massoud Barzani forseti sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í Írak - sagði að nú væri kominn tími fyrir íraska Kúrda að halda almenna atkvæðagreiðslu, þar sem Kúrdar mundu svara spurningunni um það hvort þeir styðja fullt sjálfstæði íraska hluta Kúrdistan.
Iraqi Kurdish leader calls for non-binding independence referendum
Iraqi Kurd leader wants referendum to pave way for independence
Kort sýnir núverandi yfirráðasvæði Kúrda - viðurkenn sjálfstjórnarsvæði Kúrda - dekkri litirnir, ljósari litirnir sýna hvar hersveitir Kúrda ráða, m.a. hafa Peshmerga sveitir Kúrda unnið umtalsverða sigra á ISIS í seinni tíð, náð svæðum af ISIS, eru ekki langt frá Mosul.
- Framrás Peshmerga sveitanna innan Íraks, hefur gert merkilegt samstarf milli Tyrklands og Peshmerga mögulegt, en sérsveitir hers Tyrklands hafa um nokkurt skeið rekið þjálfunarbúðir innan Ninive héraðs í Írak - sem ranglega af sumum hefur verið fullyrt að væru á umráðasvæði ISIS, en þær eru þar sem Peshmerga hefur tekist að vinna landsvæði af ISIS - svæði undir stjórn Peshmerga, og því undir vernd Peshmerga.
- Bersýnilega mundi Peshmerga aldrei hafa neitt samstarf við ISIS - þessar þjálfunarbúðir eru án vafa akkúrat að gera þ.s. sagt er að þær geri, þ.e. að þjálfa Súnní Íraka sem hafa fengið nóg af ISIS -- skv. fréttum sem ég hef áður lesið, var þeim sveitum ætlað að vera undir stjórn fyrrum landstjóra Ninive héraðs, er var hrakinn á flótta er ISIS náði Ninive héraði að mestu á sitt valt um tíma 2014.
Þetta samstarf íraskra Kúrda og hers Tyrklands er áhugavert!
Mig grunar að tilgangur Tyrkja sé að mynda Súnní liðssveitir innan Íraks er væru í bandalagi við Tyrkland - er gætu hugsanlega myndað "Turkish protectorate no. 2."
Annað áhugavert, er að síðan 2014 - er ISIS sókti fram, hefur Tyrkland heimilað sjálfstjórnarsvæði Kúrda að flytja út olíu um leiðslu er liggur til Tyrklands og þaðan til hafnar í Iskenderum, austast á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands.
- Það getur var nokkur maður efað að sjálfstjórnaryfirlýsing verður í óþökk stjórnvalda í Bagdad.
- Þau t.d. heimta að Kúrdar afhendi þeim Kirkuk, sem Kúrdar líta á að tilheyri þeim -- þar ræður örugglega miklu, að nærri Kirkuk er auðugt olíusvæði.
- Stjórnvöld í Bagdad eru alls ekki í sterkri samningsstöðu - - þau t.d. vilja samstarf við Peshmerga, um sókn að Mosul.
Sem hersveitir Bagdad stjórnarinnar ráða ekki við einsamlar að ná af ISIS. - En þau geta lokað á þann möguleika -- að Kúrdar flytji út olíu til Suðurs um Persaflóa.
Það þíðir m.ö.o. að íraska Kúrdistan er algerlega efnahagslega háð Tyrklandi.
Sem þíðir að sjálfstæðisyfirlýsing íraska Kúrdistan, verður að njóta blessunar Tyrklands!
Þetta eru sannindi sem geta ekki hafa farið framhjá Massoud Barzani
Rétt að rifja upp, að Barzani nefndi einnig fyrir 2-árum, möguleikann á almennri atkvæðagreiðslu um hugsanlegt sjálfstæði.
En það hefur síðan ekkert heyrst frá honum um það mál síðan þá, fyrr en akkúrat nú.
Það er vel unnt að ímynda sér - að leynilegar viðræður hafi verið til staðar milli sjálfstjórnar íraskra Kúrda, og stjórnvalda í Tyrklandi.
Samstarf það við her Tyrklands, um rekstur þjálfunarbúða innan Ninive héraðs ekki langt frá Mosul, á svæði er Peshmerga ræður yfir og hafði náð áður af ISIS -- samstarf sem hófst um mitt sl. ár ---> Gæti verið vísbending!
- Það gæti bent til þess - ásamt því að íraskir Kúrdar hafa látið vera að opinberlega gagnrýna Tyrkland fyrir loftárásir á bræður þeirra og systur í Sýrlandi - að Íraskir Kúrdar séu að sætta sig við, að vera nokkurs konar tyrkneskt verndarsvæði.
Það er ekki útilokað að - sjálfstjórnaryfirlýsing svæðis Kúrda í Írak, geti hentað Tyrklandi - ef það felur það í sér, að Kúrdar í Írak muni vinna náið með tyrkneska hernum.
Og gera her Tyrklands mögulegt, að starfa nær alveg óáreittir innan þeirra umráðasvæðis.
Að m.ö.o. svæði Kúrda innan Íraks - yrði aðgerðastöð fyrir her Tyrklands!
Ekki hef ég hugmynd um - hvort eitthvað í þessa átt hangir á spýtunni.
En þ.e. ekki mjög mikið annað sem Kúrdar geta boðið Tyrkjum - en fullan aðgang að sínu svæði, ásamt fullu athafnafrelsi.
Svo að Tyrkir samþykki þeirra sjálfstæðis-yfirlýsingu.
Og haldi áfram að heimila þeim að selja olíu í gegnum Tyrkland.
Niðurstaða
Það er nánast eini möguleikinn sem ég sé fyrir Kúrda, að hafa mjög náið samstarf við Tyrki. Það mundi auðvitað þíða, að sjálfstæði Kúrda væri margvíslegum raunverulegum takmörkunum háð. Þ.e. að þeir yrðu að sitja og standa eftir geðþótta Tyrklands.
Það auðvitað einnig þíðir, að íraskir Kúrdar geta ekki leyft sér að aðstoða sýrlenska Kúrda -- en þar ræður flokkur sem hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrdistan, sem lengi hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkasamtök.
Sveitir sýrlenskra Kúrda - voru á vesturlöndum þannig skilgreindar, alveg þar til Vesturlönd snögglega söðluðu um - er atlaga ISIS að sýrlenskum Kúrdum hófst snemma á sl. ári.
Hinn bóginn hafa Tyrkir ekkert breytt sinni afstöðu til þess flokks er stjórnar svæðum Kúrda innan Sýrlands. Í gegnum árin hafa Tyrkir oft gert loftárásir - þó að þær sem hófust á sl. ári hafi komið í kjölfar friðar er hafði enst í nokkur ár.
Hörð stefna Tyrkja gegn þeim flokki - er því ekki ný.
Frekar að Tyrklandsstjórn - hafi snúið til baka, til fyrri stefnu.
- Bersýnilega hafa íraskir Kúrdar -- tekið þá afstöðu, að skipta sér ekkert af þessu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2016 | 00:37
Lúxembúrg með áætlun um að hefja námurekstur í geimnum
Þetta hljómar nánast eins og brandari við fyrstu sýn - en Lúxembúrg er agnarsmátt land, með mannfjölda innan við milljón. Á hinn bóginn, þá er það langsamlega auðugasta meðlimaland ESB miðað við þjóðarframleiðslu per haus, og hefur lengi starfað með "ESA" eða "Geimferðastofnun ESB." Og þar séu fyrirtæki sem framleiða hluti í gerfihnetti, og geta smíðað gerfihnetti. Þó landið sjálft ráði ekki yfir tækjum til að skjóta hlutum upp í geim.
Luxembourg launches plan to mine asteroids for minerals
Ríkisstjórn Lúxembúrg virðist fyrirhuga að gefa út yfirlýsingu - um að starta verkefni í samstarfi við bandarísk einkafyrirtæki á sviði geimtækni, er tengist námurekstri í geimnum.
"Jean-Jacques Dordain, director-general of the European Space Agency until last June told the FT: I am convinced there is great scientific and economic potential in Luxembourgs vision. - We know how to get to asteroids, how to drill into them and how to get samples back to Earth."
"The Grand Duchys announcement, to be made by Etienne Schneider, deputy prime minister, will be attended by Deep Space Industries and Planetary Resources of the US, two of Luxembourgs potential commercial partners which were set up with the long-term aim of mining asteroids."
Það er ágætt að rifja upp að ESA fyrir 2-árum lenti geimfari á halastjörnu: Magnað afrek hjá ESA að lenda á halastjörnunni "67P/Churyumovâ-Gerasimenko". En ESA sendi Rosetta kannann af stað 2004, og sá hafði náð að hala uppi halastjörnuna 10 árum síðar, er hann sendi Philae kannann - á stærð við þvottavél - af stað til lendingar, sem tókst.
NASA framkvæmdi svokallaða -geimryks- áætlun er fór af stað 1999, er fól í sér að lítið far elti uppi halastjörnu eins og Rosetta, nema að "Stardust" var einungis ætlað að safna ryki úr hala halastjörnunnar -- það tókst, og sneri kanninn til baka með sýnið til Jarðar 2006.
Nýjasti róbotinn sem NASA sendi til Mars - sá lenti á Mars 2012 "Curiosity", hefur færni til að bora undir yfirborðið, og ná upp litlum borkjörnum -- síðan að rannsaka sýnið. Sá er "kjarnorkuknúinn" þó ekki með kjarnaofni heldur hefur hann hágeislavirkt efni um borð sem gefur frá sér hita, sá hiti er notaður til að framleiða rafmagn -- geislavirka efnið ætti að gefa 900kg. rótbotnum næga orku í 14 ár.
- Það sem þetta sýnir fram á - er að Jarðarbúar ráða þegar yfir þeirri tækni sem þarf, til að senda smá róbotísk för til smærri "hluta" á sveimi í geimnum -- og lenda þeim þar.
- Að auki getur mannkyn látið róbotísk geimför lenda aftur á Jörðinni með sýni.
- Og að lokum, hefur mannkyni tekist að senda far til Mars sem fært er um að bora eftir sýnum og rannsaka þau.
Tekið saman -- virðist ekki lengur absúrd.
Að unnt sé að þróa róbóta er geta lent á loftsteini eða "asteroid."
Og borað eftir verðmætum efnum -- síðan sent þau til Jarðar.
Þau þurfa náttúrulega að vera verðmæt -- til að þetta borgi sig.
- Hugmyndin virðist vera að líta nánar á svokallaða "Near Earth Objects" þ.e. loftsteina eða "asteroids" sem hafa sporbauga er fara nærri braut Jarðar.
- Fyrsti hluti áætlunarinnar væri að senda fjölda lítilla kanna, til þess að rannsaka þá lofsteina eða "asteroids" sem vitað er að eru auðugir af málmum.
- Einungis eftir slíka rannsókn, væri næsta skref stigið - að senda far sem getur lent og tekið verðmæta málma - og flutt til sporbaugs Jarðar.
Eftir er að þróa þá verksmiðju sem mundi vera komið fyrir á sporbaug Jarðar - er væri róbotísk, og mundi vinna úr efnunum. Verðmætustu málmana mætti senda síðan beint niður til yfirborðs Jarðar. Minna verðmæta, mætti nota í geimnum - til að smíða hluti á sporbaug.
Ekkert af þessu virðist algerlega augljóslega óyfirstíganlegt!
Niðurstaða
Ég er alveg viss að það kemur að því, að mannkyn fer að vinna málma í geimnum. Mjög sennilega fer vinnslan fram á sporbaug Jarðar -- ódýr efni sem nóg er af á yfirborði Jarðar, væri unnt að nota beint til smíði hluta á sporbaug.
En verðmæt efni mundu verða send niður til yfirborðs Jarðar.
Þetta tekur þó sennilega vart minni tíma en 20-30 ár í þróun - grunar mig.
Kv.
2.2.2016 | 00:25
Pútín íhugar stórfellda einkavæðingu - til að afla fjármagns fyrir tómann ríkissjóð
Skv. frétt Financial Times er íhugað að selja eftirfarandi ríkisfyrirtæki:
- Aeroflot.
- Alrosa.
- Rosneft.
Virði Aeroflot virðist mér óljóst - ríkisflugfélagið. Flugfloti þess mikið til rússnesk smíðaðar vélar, sem hafa ekki fengist flestar hverjar skráðar á Vesturlöndum.
Putin lines up state sell-offs to plug budget hole
- En ég hugsa að námurisi - sé einhvers virði.
- Sama gildi um stórt olíufélag.
Vandamálið er fyrst og fremst -- hver á að kaupa.
En miðað við það hvernig Pútín fór að í fortíðinni -- þegar t.d. Youkos var skipulega eyðilagt af rússneska ríkinu, sem á undan var talið eitt best rekna einkafyrirtækið í Rússlandi.
Þá grunar mig að margir verði mjög hikandi við að kaupa.
A.m.k. - vestrænir aðilar.
Þegar landið hefur slíka sögu - að skipulega leggja í rúst fyrirtæki, svo ríkið geti hirt eignir þess - vegna þess að eigandi þess var talinn styðja stjórnarandstöðuna í Rússlandi.
Þá vita allir - að nánast hvað sem er gæti gerst síðar meir, tja t.d. ef land þess sem eigandi fyrirtækis er hefði keypt það af rússn. stjórnvöldum - síðar meir lenti í deilu við Rússland.
Þá væru rússn. stjv. vís til að -- hirða viðkomandi fyrirtæki.
Eða, að spilltir embættismenn, gætu soðið saman mál til að skemma fyrir viðkomandi -- af hvatningu auðugra rússneskra keppinauta, svo þeir geti hirt fyrirtækið af viðkomandi.
- Slík mál þekkjast í gegnum árin í Rússlandi.
- Nánast einu kaupendurnir sem ég kem auga á - sem gætu verið tilbúnir til að taka þessa áhættu.
- Væru kínverskir aðilar.
En þá væru stjórnvöld í Rússlandi að bjóða kínverska valdaflokknum upp á gafl hjá sér.
Í reynd að afhenda honum - beinan aðgang að áhrifum innan rússnesks viðskiptalífs.
Og auðvitað -- eign yfir hluta auðlinda Rússlands.
Niðurstaða
Einu erlendu kaupendurnir sem ég kem auga á, væru Kínverjar. En þar sem valdaflokkurinn í Kína, enn þann dag í dag, stjórnar því hverjir fá heimildir til stórra fjárfestinga á erlendri grundu. Þá þíðir það einmitt það sem ég benti á að ofan. Að þar sem kínverski valdaflokkurinn mundi handvelja þá aðila er mundu fá að kaupa, að þá væri kínverski valdaflokkurinn þar með kominn með mjög mikil efnahagsleg áhrif innan Rússlands.
Það má velta fyrir sér skynsemi þess, í ljósi þess að Kína er 10-falt fjölmennara en Rússland. Samtímis, meir en 10-stærra sem efnahags heild.
- Ítreka það sem ég hef áður bent á, að Kína getur á nk. árum hæglega orðið mun valdameira í A-héruðum Rússlands - en sjálf ríkisstjórn Rússlands, í gegnum gríðarlegt fjárhagslegt vald - vs. spillinguna í Rússlandi sem versnar því lengra er farið frá Moskvu -- það hefur lengi verið viðloðandi í Rússlandi, að reglur séu fyrst og fremst fyrir þá, sem ekki eiga næga peninga - til að múta embættismönnum til að líta í hina áttina.
Gríðarlega fjárhagslega sterk kínversk fyrirtæki, með því að verða helstu fjárfestarnir innan Rússlands - gætu þar með haft mjög mikil svæðisbundin völd innan Rússlands, sérstaklega langt frá miðstjórnarvaldinu í Moskvu.
Ég tel að Rússland sé í raunverulegr hættu á nk. árum að missa stjórn á hlutum síns lands.
Kreppan auðvitað flýtir fyrir.
Kv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umræður um hugsanlega kreppu þar, virðast tengjast áhyggjum af stöðu Kína - en margir óttast yfirvofandi kreppu þar.
Síðan eru vaxandi vandræði í olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum, líkur á verulegum fjölda gjaldþrota.
Economists see 20% chance of US recession
Persónulega hallast ég á sveif með þeim sem efa að kreppa sé yfirvofandi vestra!
- Stærsti einstaki efnahagsþátturinn þar vestra, þrátt fyrir stækkun olíuiðnaðar á seinni árum - sé neysla. Og það ætti að blasa við að neytendur græða á lágu orkuverði, og geta því aukið neyslu á öðrum sviðum - eða fjárfest.
- Síðan er fjöldi fyrirtækja innan Bandaríkjanna, sem einnig græða á lágu orkuverði, hvort sem það eru fyrirtæki í orkufrekri framleiðslu, eða margvísleg önnur sem nota mikið af orku, t.d. fyrirtæki sem stunda mikið af tölvuvinnslu eða hugbúnaðarframleiðslu, auðvitað - fyrirtæki í flutningum. Mörg fyrirtæki einnig græða á því að það sé ódýrara að flytja varning milli staða eða svæða.
- Svo er ég ekkert viss að kreppa í Kína sé stórfelld ógn fyrir hagkerfi Bandaríkjanna.
- Það séu t.d. líkur á að kreppa í Kína, mundi leiða til launalækkana þar, annaðhvort með gengissigi Remnimbisins, eða vegna beinna launalækkana af völdum aukins atvinnuleysis. Sem væntanlega þíddi - - að bandarískir neytendur gætu keypt vörur frá Kína enn ódýrar.
- Síðan kaupir Kína ekki mikið beint frá Bandaríkjunum -- heldur er mun meir um að bandarísk fyrirtæki eigi sjoppur þar í landi sem framleiða beint fyrir Kína markað, eða til útflutnings til Bandaríkjanna, eða víðar.
- Bandaríkin séu m.ö.o. ekki í þeim sama bát, og fjöldi landa sem hafa á seinni árum orðið mjög efnahagslega háð -- kínverska markaðinum.
Ég vil eiginlega meina, að Bandaríkin séu sennilega það land - sem mundi minnst finna fyrir kreppu í Kína.
En það má að auki nefna, að kreppa í Kína mundi sennilega -- lækka enn frekar öll hráefnaverð, þar á meðal verðlag á olíu og gasi.
- Hagkerfi sem selja lítið til Kína.
- En kaupa sjálf mikið af hrávöru að utan, ekki endilega bara olíu og gas.
- Gætu alfarið sloppið við umtalsverðar neikvæðar efnahags-afleiðingar af hugsanlegri Kreppu í Kína.
Vegna þess, að enn lægri hrávöru-verð, mundu koma á móti einhverju hugsanlegu efnahagstjóni.
- Og ef þau sömu lönd, kaupa mikið af varningi frá Kína.
- Þá er líklegt að þau geti fengið þann varning á hagstæðara verði.
Þau lönd sem áberandi munu lenda verst í því - ef kreppa verður í Kína.
Verða að sjálfsögðu - þau sem eru háð sölu á hrávöru; ekki bara olía og gas, heldur málmar - "cash crops."
Niðurstaða
Ég er þar af leiðandi enn þeirrar skoðunar, að ef og verður af Kína kreppunni sem margir telja yfirvofandi. Þá sennilega sleppi Bandaríkin alfarið við það að verða sjálf toguð niður í kreppu-ástand.
Lönd sem séu háð því að selja varning eða hrávöru til Kína.
Verði fyrir efnahagstjóni.
Kreppa í Kína, gæti orðið sérdeilis hættuleg fyrir sumar olíuþjóðir - sem þegar búa við þröngar aðstæður --> Venesúela, Nígería, Írak -- koma til hugar sem lönd sem líkleg væru að lenda nánast strax í íll- eða óleysanlegum vanda.
Það yrði auðvitað áhugavert að fylgjast með innri málefnum Rússlands, þar sem þegar hefur orðið veruleg kjaraskerðing og fjölgun í stétt fátækra.
Saudi Arabía gæti hugsanlega að auki lent í vandræðum innanlands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2016 | 04:04
Pólitísk réttarhöld framundan í Póllandi
Framundan virðist magnað sjónarspil - þ.e. réttarhöld yfir fyrrum ráðgjöfum þess forsætisráðherra Póllands er leiddi síðustu ríkisstjórn Póllands: Lech Kaczynski ordered the plane to land. Donald Tusk hefur í dag titilinn - forseti Leiðtogaráðs ESB.
- Ef ráðgjafar Donalds Tusk verða dæmdir - gæti það orðið Tusk ómögulegt að snúa aftur til Póllands.
- En Tusk sem sá forsætisráðherra Póllands er sat á undan þeim núverandi, án vafa hefur enn umtalsverðan pólitískan stuðning innan Póllands.
Spurning hvort að tilgangurinn sé -- að úthýsa hættulegum pólitískum andstæðingi?
"Poland will try five officials from the previous government over the 2010 Smolensk air crash that killed the countrys president,..."Among the dead was then-President Lech Kaczynski, twin brother of the Law and Justice party (PiS) leader Jaroslaw Kaczynski."
"A decision this week to embark on the first trial over the crash means Mr Tusks former chief of staff two of his aides while he was prime minister and two other former officials will face accusations of negligence in their arrangements for the doomed flight."
"Meanwhile, transcripts recovered from the planes black box suggested that the two pilots in command of the Polish Air Force Tupolev Tu-154 were placed under duress by senior officials on board, urging them to attempt to land despite the treacherous conditions."
"The charges against Tomasz Arabski, head of Mr Tusks chancellery at the time of the crash, allege that he failed to ensure specific rules for VIP journeys were in place for the flight."
Fyrir mér hljómar þetta sem nornaveiðar!
En Jaroslaw Kaczynski bróðir fyrrum forseta Póllands er fórst í flugslysinu í Smolensk í Rússlandi 2010 -- virðist hafa algerlega sannfært sjálfan sig um meinta sekt fyrri ríkisstjórnar Póllands -- sbr. In a political sense, you bear 100 per cent of the responsibility for the catastrophe, - orð er hann beindi að Tusk 2012 á pólska þinginu.
Samsæriskenningarnar virðast byggjast á því - að fram kemur í svarta kassa vélarinnar, að embættismenn er voru með um borð, beittu flugmenn fortölum um að gera aðra tilraun til að lenda vélinni - þrátt fyrir svarta þoku.
Síðan hefur Rússland þverneitað að afhenda brak vélarinnar til pólskra yfirvalda - sem virðist hafa gætt lífi í margvíslegar samsæriskenningar, allt yfir í að vélin hafi verið sprengd.
Rannsóknarniðurstöðu pólskra yfirvalda og rússneskra, voru á þá lund - að flugmennirnir hefðu gert mistök - pólsk yfirvöld vildu meina að rússn. flugleiðsögumenn hefðu einnig gert mistök.
- Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort að réttarhöldin leiða til sektardóma.
- En ef svo, þá virkilega munu renna á mig tvær grímur - því að ásakanirnar á síðustu ríkisstjórn Póllands, virðast mér augljóslega gersamlega fáránlegar.
- Að ríkisstjórnin hafi getað borið einhverja hina minnstu ábyrgð á þeirri tragedíu sem slysið var -- mér virðist að Kaczynski bróðirinn, nú leiðtogi "Law and Justice Party" hafi látið eigin söknuð - leiða sig á villigötur.
Og sé nú að skipuleggja klárar nornaveiðar gegn þeirri ríkisstjórn Póllands er sat síðast.
Niðurstaða
Stjórnarhættir Jaroslaw Kaczynski -þó hann sitji ekki í stjórninni er hann leiðtogi stjórnarflokksins og virðist raunverulega ráða ferð- hafa vakið athygli. 1) Þ.e. að grafa undan valdi Stjórnlagadómstóls Póllands - þannig að það má vera að sá geti ekki lengur slegið af löggjöf sem stjórnin setur, vegna stjórnlagabrots. Vegna 2/3 reglu er var sett, ásamt því að nýja ríkisstjórnin skipaði 5 nýja dómara. 2) Svo hefur ríkisstjórnin sett ný lög, sem gera henni kleyft að reka blaðamenn ríkisfjölmiðla Póllands sem henni er í nöp við, sem ég geri ráð fyrir að þíði að stjórnin ætli að beita þeim - sem valdatæki stjórnarinnar. Að auki virðast fyrirhuguð lög, sem muni skerða frelsi blaðamanna almennt til þess að viðhafa gagnrýna umfjöllun - vegna hertrar meiðyrðalöggjafar, og nýs eftirlits aðila með fjölmiðlum sem sé fyrirhugaður er megi sekta fjölmiðil.
Þannig virðist dómsvaldið hafa verið veikt - og ríkistjórnin vera í sókn gegn fjölmiðlum landsins.
Síðan bætist við - - réttarhald, er getur reynst vera pólitískt réttarhald.
Miðað við þetta - þá eru mál farin að líkjast skipulegrði áætlun um að auka völd ríkisstjórnarinnar, samtímis og aðrar valdamiðjur í þjóðfélaginu eru veiklaðar, og leitast við að gera stjórnarandstöðu sem mest illmögulegt að starfa.
Ef Pólverjar gæta ekki að sér - gæti landið orðið að eins flokks einræði, með slíku áframhaldi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2016 | 22:32
Orkumálaráðherra Rússlands hefur sagt Rússa tilbúna að ræða samræmda minnkun olíuframleiðslu við Saudi Arabíu
Það er vitað að hið lága olíuverð veldur löndum eins og Venesúela ásamt Nígeríu - umtalsverðum fjárhags vanda. Og þau hafa bæði kallað eftir því, að gripið verði til samræmdra aðgerða til að minnka framleiðslu - þannig að verð geti hækkað að nýju.
Fram að þessu hafa stjórnvöld Rússlands ekki sýnt neinn áhuga á slíku samstarfi, því er það áhugavert - að orkumálaráðherra Rússlands sé nú allt í einu að lísa yfir áhuga á að ræða hugsanlega minnkun framleiðslu við Saudi Arabíu.
Russia ready to discuss oil output cut with Opec
Eitt í þessu er að þetta getur bent til þess að vandræði þau sem hið ofurlága olíuverð í ár skapa fyrir Rússland - geti verið jafnvel enn meiri en haldið hefur verið fram að þessu!
En þ.e. ekki langt síðan að Pútín fyrirskipaði niðurskurð opinberra útgjalda - þó án þess að heimilt væri að snerta 3-stóra kostnaðarliði, sbr. útgjöld til hermála, útgjöld til ellilífeyrisþega, og útgjöld til stuðnings ofurauðugum einstaklingum sem refsiaðgerðir NATO landa beinast gegn.
Kannski gengur sá útgjaldaniðurskurður ekki nægilega vel - í ljósi þess að ekki megi snerta þessa 3-stóru kostnaðarlið.
Ef olíuverð hækkaði - mundi það strax draga úr vanda ríkissjóðs Rússlands.
- Hinn bóginn held ég að afskaplega ósennilegt sé að Saudi Arabía taki í mál að minnka framleiðslu að sinni - þó vel megi vera, að þar verði samþykkt að funda með fulltrúum Rússa.
- Ástæða sé -> Áform Írana um að auka sína framleiðslu um helming á þessu ári, stefnt að því að aukning verði komin fram ca. undir lok júlí nk.
- Saudar líta sennilega ekki á þ.s. snjallan leik.
- Að skuldbinda sig til að minnka framleiðslu - þegar annars vegar aukning í framleiðslu Írans er í farvatninu, og hins vegar enn ekki ljóst að hvaða marki áform Írana um magnaukningu koma til að rætast.
Það þíðir sennilega að Saudar verði ekki tilbúnir að ræða þessi mál af alvöru.
Fyrr en nk. haust ca. bout.
Sem þíði væntanlega að stjórnvöldum Rússland verði ekki á meðan mögulegt að bjarga sér úr fjárlagahalla vanda -- með því að leiða fram olíuverðs hækkun í samstarfi við OPEC.
Niðurstaða
Pútín virðist leitast við að láta átökin í Sýrlandi, þá staðreynd að Rússland og Saudi Arabía styðja sitt hvoran aðilann í þeim átökum -- ekki hindra það að samskipti Rússlands við Saudi Arabíu séu áfram til staðar.
Pútín hefur t.d. alls ekki beitt sér með sambærilegum hætti gegn Saudi Arabíu, og hann hefur í seinni tíð beitt sér gegn Tyrklandi.
Þarna koma bersýnilega til - olíuhagsmunir.
Að Rússar vilji ekki brenna brýr þar af leiðandi gagnvart Saudi Arabíu.
En það getur vart samt annað verið en að þau átök, skapi einhverja spennu í samskiptum - þó út á við láti stjórnvöld beggja landa lítt á því bera.
- Ég hugsa að orkumálaráðherra Rússland muni ekki hafa erindi sem erfiði gagnvart stjórnvöldum Saudi Arabíu að sinni, varðandi samræmdar aðgerðir til að lyfta upp heims olíuverði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 871083
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar