27.1.2016 | 23:39
Hægri sinnaður pópúlismi virðist í vexti í Evrópu
Þetta verður eiginlega að nefna - pópúlísma - þegar flokkar einna lengt til hægri í pólitíska litrófinu; taka að láni hugmyndir/stefnur sem áður voru kenndar við - hreinræktaða vinstri flokka.
En þ.e. líka til neikvæðari túlkun - en t.d. fasisminn á Ítalíu, var með stefnu sem þeir kölluðu "corporatisma" - sem fól í sér mikil ríkisafskipti, en einnig að þeir ríkisvæddu verkalýðshreyfinguna, samtímis og önnur verkalýðsfélög voru bönnuð.
- Ég held að megin fókus þeirra ríkisafskipta, og afskipta af málefnum verkalýðs - hafi snúist um að tryggja völd, sbr. enska orðið "control."
Það er þá spurning - - hver akkúrat fókus hreyfinga eins og Front Natiponale, hins nýja stjórnarflokks Póllands og auðvitað þess er hefur nú ráðið í Ungverjalandi um nokkurt árabil -- akkúrat er?
Þ.e. snýst þetta um að tryggja völdin?
Eða er eitthvað raunverulega að marka það, þegar þessi flokkar tala á þá lund, að þeir séu bestu vinir verkamanna - fátæka mannsins, o.s.frv?
Þetta sögðu fasistar Mussolini einnig.
Europes new right sounds like the old left - Grein eftir Anne Applebaum.
Það virðist m.ö.o. að hið nýja pópúlíska hægri - sé að stela atkvæðum af vinsti flokkum, með því að taka yfir atriði stefnu þeirra - - sbr. "þjóðnýting" - verja auknu fé til velferðarmála - halda ræður á 1. maí.
En á sama tíma, sé þetta umvafið - hörðum þjóðernissinnuðum tón, sbr. fókus þjóðnýtinga beint gegn erlendum fyrirtækjum og bönkum.
Reyndar botna ég alls - alls ekki í því, að Victor Orban sé að komast upp með að reka slíka stefnu, í meðlimalandi ESB - - þ.s. sömu reglur eiga að gilda og hér á Íslandi?
Ef Ísland færi að beita slíkum úrræðum - gegn erlendum aðilum, mundi eftirlitsstofnun EFTA hjóla í okkur Íslendinga á svip stundu.
Hvað eru stofnanir ESB að gera?
Þær eiga að vera að framfylgja sömu reglum!
- "Exhibit A is Frances National Front...the party, under Marine Le Pens leadership, has also taken over some of the symbols of the old left, as well as some of its economic policies." - "A few years ago, the party began holding rallies on May 1, the traditional international socialists holiday." - At one of those rallies in 2014, Ms Le Pen attacked the draconian policy of austerity that favoured globalised elites at the expense of the people." - "She and her colleagues have also denounced the neoliberal policies that supposedly unite the French left, the French right and the EU." - "Instead, the National Front wants to replace the establishment with a muscular state that taxes imports and nationalises foreign companies and banks."
- "In Hungary, the nationalisation of banks is not a distant ideal but a central part of the governments programme. Viktor Orban, prime minister, has used punitive taxes and regulations to scare away foreign banks and has purchased others outright." - "His purpose, he says, is to give the Hungarian state more control over the countrys financial sector."
- Banks are also a target for Polands nationalist Law and Justice party, which has just brought in a hefty bank tax and has also called for the re-Polonisation of foreign banks and other foreign-owned companies." - "More important to its recent electoral victory, however, were promises of major increases in social spending."
- "The UK Independence party wants to spend £3bn on the National Health Service."
- "Nationalist parties in Denmark and Sweden also advocate an expanded welfare state, though only for native-born Danes and Swedes."
Höfum aftur í huga ábendinguna um -- völd!
- Punkturinn er sá, að þegar Orban og nýir leiðtogar Póllands - verja þjóðnýtingarstefnu, beint gegn erlendum fyrirtækjum, á þeim grunni - að þeir séu að verja það sem þjóðlegt er/eða, að tryggja ríkinu aukin áhrif innan fjármálalífs landsins.
- Þá getur raunverulegur fókus viðkomandi flokka - verið völd stjórnarflokksins sjálfs.
- Að auki -- þá veitir þetta viðkomandi flokkum tækifæri til að veita mikilvægum stuðningsaðilum, pólitíska bitlinga - - sem óhætt er að segja að Pútín hafi gert, er hann þjóðnýtti fjölda fyrirtækja skömmu eftir 2003, en hefur notað þau sem skiptimynt - veitt umráð yfir þeim til vildarvina, sem styðja hann á móti. Þau fyrirtæki séu þar með þáttur í því að efla og viðhalda völdum Pútíns.
Stefna sem mundi í reynd snúast um að skipulega efla völd stjórnarflokksins, að veikja aðrar valdamiðjur í þjóðfélaginu með skipulegum hætti - væri einnig alveg í anda - fasismans sáluga á Ítalíu.
Niðurstaða
Það sem mér finnst eiginlega það magnaðasta sem fram kemur hjá Anne Applebaum - er ef þ.e. virkilega svo, að stjórnaflokkurinn í Ungverjalandi og stjórnarflokkurinn nýi í Póllandi -- séu virkilega að komast upp með að skipulega grafa undan mikilvægum þætti 4-frelsisins svokallaða; þ.e. - frelsi í viðskiptum --> Ásamt því ákvæði, sem Evrópudómstóllinn hefur margoft í fortíðinni dæmt um, bannið við mismunun.
Ég geri mér ekki fullkomna grein fyrir því - hvernig Orban fer að þessu.
En einhvern veginn, hlýtur hann að hafa samið lög með þeim hætti - að tæknilega brjóta þau ekki reglur, eða unnt er að hártoga að svo sé ekki -- þó að afleiðing þeirra sé sú að verið sé að úthýsa erlendum aðilum úr bankarekstri, og ríkið sé smám saman að taka yfir rekstur banka.
Þannig atriði ætti þó að vera unnt að senda yfir til Evrópudómstólsins - er á að hafa fulla heimild til þess, að úrskurða hvort um raunveruleg brot sé að ræða eða ekki.
Þ.e. auðvitað hugsanlegt, að aðilar innan stofnana ESB - hafi tekið þ.s. pólitíska ákvörðun, að líta í aðra átt -- til að styggja ekki Ungverjaland frekar, t.d. vegna annarra mikilvægra mála -- en ef svo er, þá þar með er verið að opna á að fleiri fylgi þeirri fyrirmynd - sbr. áform hinna nýju stjórnvalda Póllands, að feta svipaða stefnu.
Ef ekki er hnefinn settur í gólfið -- þá á einhverjum enda, hætta reglurnar að vera virtar - verða dauður bókstafur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2016 | 23:03
Kína varar George Soros við því að gera tilraun til að fella kínverska gjaldmiðilinn
Það sem mér finnst merkilegast við þessa aðvörun - er að hún skuli vera sett fram. Ég meina - virkilega - kínverskum stjórnvöldum er greinilega órótt, en þetta hefði t.d. verið algerlega óhugsandi fyrir ári síðan.
Þeir sem ekki vita, þá er milljarðamæringurinn George Soros, alræmdur fyrir að fella gjaldmiðil Bretlands, pundið - á 10. áratugnum - - þegar staða pundsins var greinilega að veikjast vegna teikna um versnandi efnahag í Bretlandi.
**Soros tók sér stöðu gegn pundinu - - og pundið féll, og Soros græddi óhemju fé á því veðmáli.
China mouthpiece warns Soros against shorting renminbi
Soross war on the renminbi and the Hong Kong dollar cannot possibly succeed about this there can be no doubt, - Declaring war on Chinas currency? Ha ha.
- Þessi aðvörun/hótun er sett fram með þeim hætti, að kínversk stjórnvöld geta auðveldlega afneitað henni.
- Það er í sérstöku fréttablaði sem stjórnarflokkurinn í Kína gefur út - það hvað þar kemur fram, má þó sennilega treysta að komi beint frá flokknum sjálfum.
Sá sem talar með þessum hætti - er starfsmaður viðskiptamálaráðuneytis Kína, nánar tiltekið - sérfræðingur á vegum þess.
- Slíkt umtal, hefði getað komið frá breskum stjórnvöldum - vikum fyrir fall pundsins.
- En gjarnan tala stjórnvöld frekar hástemmt, þegar þau eru að gera tilraun til að - "bluffa." Sbr. ef þú veist að þú ferð með þvætting, ferðu með hann af meiri sannfæringarkrafti.
Ég vil meina - að þessi aðvörun komi fram - vegna þess að það sé raunhæfur möguleiki að gengisfella renminbið - með stórri stöðutöku.
Kínverskum stjórnvöldum sé órótt - vegna þess að þau vita af því.
En vandinn við það að setja slíkan málflutning fram, er að markaðurinn hefur -eftir allt saman- séð þetta áður.
Það hefði verið betra, að hafa sleppt þessu alveg.
Markaðurinn sennilega túlki það sem - veikleikamerki.
Niðurstaða
Það er áhugavert ef kínverskum stjórnvöldum er farið að verða órótt vegna hugsanlegra stöðutaka áhrifamikilla fjármálamanna gegn renminbi-inu. Það kannski sýnir, að veikleikamerki þau sem margir telja sig sjá á kínverska hagkerfinu - séu engin tálsýn. Heldur séu þau mjög raunveruleg!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2016 | 02:00
Rouhani í innkaupaleiðangur til Evrópu
Fólk kannast við þetta, er það fer til útlanda til að kaupa - snýr síðan baka með fullar töskur.
Á hinn bóginn eru upphæðir þær sem kaup Rouhani forseta Írans snúast um, öllu hærri en hjá meðal Jóninum - og hann er að versla sér inn töluvert annað en - föt.
Fyrsta stopp var í Róm: Deals and warms words flow as Iranian president visits Europe
- "...a pipeline contract worth between $4 billion and $5 billion for oil services group Saipem (SPMI.MI),...
- ...up to 5.7 billion euros in contracts for Italian steel firm Danieli (DANI.MI)...
- ...and up to 4 billion euros of business for infrastructure firm Condotte d'Acqua.
Mig grunar að þetta snúist allt um fyrirætlan Írana, að auka framleiðslu á þessu ári um - tja - helming fyrir lok júlí.
Það passi allt - þ.e. samningur um heilan helling af pípum - það þarf augljóslega helling af stáli - og væntanlega er margt í ferlinu frá olíulind til strandar sem þarf að lagfæra.
Næsta stopp kvá vera París - - ekki liggur enn fyrir lýsing á innkaupum Rouhani þar, fyrir utan eitt atriði: Iran plans to buy 114 Airbus jets
Af Airbus flugvélaverksmiðjunum - - en gríðarleg uppsöfnuð þörf er fyrir endurnýjun flugflota Írana í innanlandsflugi, og ég vænti einnig - ef flugfélög í eigu Írana vilja fljúga út fyrir landsteina.
Það mundi ekki koma mér á óvart -- ef Rouhani einnig undirritar samninga við frönsk fyrirtæki er tengjast orku-iðnaði, t.d. svokölluð - þjónustufyrirtæki.
Þannig að frönsk fyrirtæki fái einnig sinn skerf!
PSA samsteypan franska þ.e. Peugeot og Citroen, hefur áður kynnt fyrirætlanir um að verja fjármagni, til að bæta og auka við bifreiðaframleiðslu samstarfsfyrirtækis PSA í Íran.
Rouhani var að sögn frétta - tekið með kostum og kinjum í Róm.
Og fær örugglega ekki verri móttökur í Paris.
Enda eftir allt saman er hann í -- innkaupaferð.
Þú kemur ekki illa fram við þann -- sem ætlar að eyða pening.
Niðurstaða
Þ.e. greinilegt að Rouhani ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. Að honum og stjórnvöldum Írans - er fullkomin alvara með þeim fyrirætlunum, er þau hafa kynnt fyrir alþjóðasamfélaginu. Að auka olíuframleiðslu á þessu ári um helming. Og ekki síður, að þróa sitt hagkerfi.
Það kemur síðar meir í ljós - hvort það allt saman gengur upp hjá þeim.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2016 | 02:25
Michael Bloomberg - gæti fengið mjög mikið af atkvæðum, ef Donald Trump og Bernie Sanders verða frambjóðendur Repúblikana og Demókrata
Umtalaðasta málið í Bandaríkjunum í pólitík sl. helgi, kvá hafa verið spurningin um framboð Michael Bloombergs - borgarstjóra Newyork - sem óháður frambjóðandi.
- Ef maður íhugar við hvaða aðstæður Bloomberg fengi flest atkvæði, þá er óska staða hans augljóslega á móti Trump og Sanders.
- En bæði Sanders og Trump - eru utan við miðju stjórnmála í Bandaríkjunum, þ.e. hina hefðbundnu miðju - hvorugur talar máli klassísks frjálslyndis.
Það áhugaverða er að, Bloomberg - hefur varið milljónum dollara nokkur sl. ár, í baráttu fyrir - auknu eftirliti með byssueign, og auknum takmörkunum fyrir því hver má kaupa byssur.
Á sama tíma, hefur - Sanders, í nokkur skipti kosið með félagi byssu-eigenda í Bandaríkjunum, þegar deilur hafa komið upp á Bandar.þingi um byssulögjöf.
Bloomberg má sennilega með réttu, kalla - hófsaman hægri mann.
Stuðningsmaður - viðskiptafrelsis og alþjóðasamskipta.
Trump - gæti ógnað alþjóðasamskiptum Bandaríkjanna.
Sanders - er klárlega andvígur frekari áherslu á viðskiptafrelsi.
Trump - miðað við hvernig hann talar, gæti einnig reynst feta slíka slóð, en þá út frá þjóðernis sinnaðri stefnu - er gæti leitt Bandaríkin inn í viðskiptastríð, t.d. við Kína.
Miðað við það hvernig Trump talar - gæti hann leitt Bandaríkin inn í nýtt tímabil, aukinna átaka Bandaríkjanna við önnur lönd.
Meðan að Sanders væri ekki líklegur til að feta slíkar slóðir -- er talar hann gjarnan sem andstæðingur stærri fyrirtækja, og sérstaklega talar hann gegn milljarðamæringum.
________________________
Ef Hillary Clinton fer fyrir Demókrata - - litu mál öðruvísi út.
En þá gæti Bloomberg, reitt fylgi af frú Clinton - - þannig tryggt kjör Trumps.
Miðað við almenn viðhorf Bloombergs.
Virðist ekki mjög sennilegt að hann fari fram - ef Clinton er frambjóðandi Demókrata!
Honum aftur á móti virðist uppsigað við Trump og Sanders.
Hann vill örugglega - hvorugan þeirra í Hvíta húsið.
- Það merkilega er - - að það gæt alveg verið að Bloomberg hafi raunhæfa möguleika á því að vinna gegn Trump og Sanders.
- Þannig verða fyrsti forseti Bandaríkjanna - kjörinn utan flokkakerfisins.
Það sé vegna þess, að hann líklega nær samtímis í fylgi frá Repúblikunum og Demókrötum, í því tilviki er það verður Trumps/Sanders.
Hann -eins og Trump- virðist hafa næga peninga til að fjármagna sína kosningabaráttu.
Og ef þessi óskastaða hans skapast, þ.e. Trump/Sanders - - þá get ég vel trúað, að mjög margir sterk-efnaðir, snúi sér að hans framboði.
Vanalega í Bandaríkjunum - vinna best fjármögnuðu kosningabarátturnar.
Niðurstaða
Það skyldi þó aldrei verða, að næsti forseti Bandaríkjanna verði Michael Bloomberg? Kjörinn sem óháður - að ég held, þá fyrsti utan flokka kjörni forseti Bandaríkjanna - a.m.k. síðan George Washington varð fyrsti forseti Bandaríkjanna - áður en flokka kerfi myndaðist.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2016 | 22:48
Grikklandi hent fyrir úlfana - flóttamannanýlenda Evrópu afhjúpast
Ég sá eftirfarandi frétt á vef Financial Times: EU considers ringfencing Greece to stop flow of migrants.
"The European Commission and Berlin are ready to back the proposal to aid Macedonia, a non-EU country, that would in effect isolate Greece, a fellow member-state that is economically fragile and already overwhelmed with migrants."
"The Commission dispatched a team of officials to the region this week to assess what personnel and equipment Macedonia would need to strengthen controls at the border with Greece.
"Mujtaba Rahman, an analysis at Eurasia Group, the risk consultancy, said: Pressure is building to ringfence Greece to keep refugees there, as other EU migration policies are failing. With this move Europe is essentially forcing Greece out of Schengen."
Búlgaría - hafði víst þegar lokað sínum landamærum gagnvart Grikklandi.
Það virðist blasa við skv. þessu - að Grikkland verði að risastórum flóttamannabúðum!
Ég hef hingað til hlegið að hugmyndum þess efnis --> Að flóttamenn mundu taka yfir Evrópu.
Enda íbúafjöldi Evrópu milli 500-600 milljónir.
- En Grikkland hefur bara 11 milljón íbúa, rétt tæplega þó.
- Það er því vel unnt að sjá það fyrir sér - að innan 10 ára, yrðu nokkrar milljónir flóttamanna innan Grikklands.
- Og að það væri raunverulega - virkilega, að valda mjög stórfelldri samfélags krísu innan Grikklands.
Og einhvern veginn grunar mig - að N-Evrópa ætli áfram að heimta fullar greiðslur skulda Grikklands -- "Nein" - engar afskriftir.
En ég sé ekki hvernig menn ætlast til þess, að grískt samfélag hangi saman - með slíkan straum.
Og þ.e. bara lok og læs - frá hinum þjóðunum.
Og þær allar hafna því, að deila vanda Grikklands.
- Er ekki þarna komin - hin fullkomna uppskrift að ...
- ... því að, þvinga Grikki nánast til að kjósa - ný nasista næst?
Ég sé ekki annað en - að þetta valdi stórfelldum hamförum fyrir grískt samfélag.
Sem sl. ár hefur verið undir gríðarlegum þrýstingi granna sinn frá Norðri - - að lækka laun, draga saman seglin --> Með um 23% efnahags samdrátt, er ljóst að þarna hefur verið mesti útgjaldaniðurskurður í nokkru vestrænu landi, um áratugi a.m.k.
Nú kemur þetta viðbótar álag!
Ég sé ekki að það bæti nokkuð fyrir Grikkland - að segja sig úr Schengen, en meðan Grikkland er enn formlega í kerfinu, hefur það - löglegar leiðir til umkvartana; og getur hugsanlega leitað til Evrópudómsólsins, ef það telur að hin ríkin brjóti á sér.
Og það mundi ekki endilega leiða það fram, að flóttamennirnir mundu hætta að koma.
Niðurstaða
Þetta hefur kannski blasað við um nokkra hríð - að Grikklandi verði hent fyrir úlfana. N-Evr. þjóðirnar sem kvarta undan því að Grikkir séu lélegir að stjórna sínum landamærum - - eiga sjálfar verulega sök; því þær hafa þvingað Grikkland í þ.s. sennilega er mesti útgjalda niðurskurður nokkurrar vestrænnar þjóðar í áratugi.
Samtímis ætlast þær enn til að Grikkir endurgreiði skuldir sem þeir ekki geta greitt - heimta að gríska ríkið noti allt sitt fé til slíkra hluta, sem ekki þarf til -- grunnþjónustu.
Þar af leiðir --> Að gríska ríkið á ekkert fé aflögu.
Til að styrkja varnir gegn straumi flóttamanna.
Og einhvern veginn - - grunar mig að um leið og þær nú henda Grikklandi fyrir úlfana, þá ætlist þær áfram til -- fullrar greiðslu; þó við blasi að ef þessi stefna nær framgangi, þá blasi við innan sennilega nk. áratugar, samfélagshrun í Grikklandi -- sennilega alvarleg samfélags átök, þannig að allar grískar skuldir verði fyrir rest - raunverulega verðlausar.
- Þær í reynd - svipta Grikkland möguleikanum til að bjarga sér.
Samtímis og þær álasa Grikklandi - fyrir að leysa ekki vandann.
Ætlra síðan að refsa Grikklandi - fyrir að geta ekki það ómögulega, þ.e. ráðið við flóttamannavandann, samtímis greitt allt það hvað sem gríska ríkið skuldar þeim.
Sorgleg meðferð á gríska þjóðríkinu.
En því má bæta við að auki, að Grikkland mun ekki geta stutt að neinu ráði við það fólk, sem mun streyma til Grikklands - þannig að þá verður væntanlega algert volæði í búðum þar; og þar með geta þær orðið -perfect- gróðrarstía fyrir hættulegar öfgar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2016 | 23:40
Niðurstaða breskrar réttarrannsóknar, Vladimir Putin hafi fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko í London 2006
Ég skal láta liggja milli hluta - hvort að niðurstaða bresku rannsóknarinnar er nákvæmlega rétt, sjá hlekki á fréttir - en erfitt er að neita því að böndin berast að stjv. Rússl:
Russia's Putin probably approved London murder of ex-KGB agent Litvinenko: UK inquiry
Litvinenko inquiry: report points finger at Vladimir Putin
Áhugaverðar staðreyndir um Polonium 210
- Þetta er alveg ótrúlega banvænt efni - einungis 1 - míkrógramm, er banvænn skammtur, ef viðkomandi neytir þess í vökva eða mat!
- Gufur af efninu, ef þeim er andað að - þá duga 10 - nanógrömm, til að drepa.
- Tæknilega getur eitt gramm af efninu - "One gram of 210Po could thus in theory poison 20 million people of whom 10 million would die."
Efnið drepur með því - að líkami viðkomandi verður fyrir geislamengun.
Geislun sem efnið gefur frá sér - er svo mikil, að þessir örlitlu skammtar duga, til þess að sérhver einstaklingur er verður fyrir banvænum skammti, deyr af geislaveiki.
- Á sama tíma, er mjög auðvelt að ferðast með þetta efni - - því ef þ.e. í algerlega lokuðu íláti -þá gerir það ekkert- þ.s. að geislun þess, er einungis í formi svoallaðra -alfa bylgja- sem komast ekki í gegnum ílát, meira að segja þau sem einungis eru úr glasi og með venjulegum tappa.
- Þannig að unnt er að ferðast með efnið, í lokuðu íláti - og geislanemar á flugvöllum nema það ekki - -> En það verður gríðarlega hættulegt, um leið og glasið er opnað - því þá fer það að gufa strax upp, og ef "morðinginn" þekkir ekki á notkun þess, gæti hann sjálfur fengið hættulega - geislun, ef efnið berst inn í líkama hans með innöndun.
- En vegna eðlis geislunar efnisins - verður það einungis hættulegt, um leið og það berst inn í líkamann -- þá fer alfa geislunin, að geislamenga vefi líkamans - drepa frumur - eyðileggja líffæri, smám saman veslast viðkomandi upp og deyr.
Sjá Wikipedia hlekk: Poisoning of Alexander Litvinenko
- Íbúðin hans, Alexander Litvinenko, varð það geislamenguð - vegna þess að líkami hans gaf efnið frá sér, þegar hann svitnaði -- að loka varð henni í 6-mánuði.
- Lík hans var síðan svo hættulegt - að gera varð sérstakar öryggisráðstafanir er það var krufið - þ.e. læknar klæddir frá hvirfli til ilja í geislabúninga.
- Bíll sem honum var ekið í, á sjúkrahús - honum var hennt, vegna mengunar.
- Fólk sem annaðist hann á sjúkrahúsinu, varð að fara í sérstaka rannsókn, til að athuga hvort það hefði orðið fyrir mengun af sjúklingnum.
Alexander Litvinenko virðist hafa orðið fyrir banvæna skammtinum - er hann hitti 2-Rússa Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, fyrrum KGB meðlimi, á Millenium hótelinu við Grosvenor torg, en lögreglurannsókn fann bolla þar - sem eftir rannsókn, reyndist innihalda enn örlítið af Polonium 210.
Frekari rannsókn, leiddi til þess, að vart varð við - Polonium agnir - í mjög litlu magni í þegar slóð þeirra, Lugovoy og Kovtun, var rakin.
Að auki varð vart við agnir af polonium í 4-flugum - - þ.e. "BA875 and BA873 from Moscow to Heathrow on 25 and 31 October" - og öðrum tveim "BA872 and BA874 from Heathrow to Moscow on 28 October and 3 November."
Rússnesk stjórnvöld - - hafa engar skýringar veitt á þessari slóð, sem fannst í flugvélunum á leið til London, og síðan á leið til Moskvu.
Það að polonium slóð finnst í tengslum við ferðir, Andrey Lugovoy og Dmitry Kovtun, bæði til London - og síðan aftur til Moskvu, og að hún finnst einnig á hótelinu - þ.s. þeir hittu Litvinenko. Auk þess finnst bolli á sama hóteli - er greinilega var enn með litlu magni af Polonium.
- Bendir sterklega til þess að þeir hafi eitrað fyrir Litvinenko.
- Síðan er ein áhugaverð staðreynd enn, sú - - að 97% heimsframleiðslu á Polonium 210, er í Rússlandi - "The production of polonium starts from bombardment of bismuth (209Bi) with neutrons at the Ozersk nuclear reactor, near the city of Chelyabinsk in Russia." - "The product is then transferred to the Avangard Electromechanical Plant in the closed city of Sarov."
Þannig að langsamlega besti aðgangur í heiminum að Polonium 210 - er í Rússlandi sjálfu.
Efnið er það hættulegt - að einungis sérþjálfaðir einstaklingar geta beitt því, án þess að bíða sjálfir bana. Líklegustu morðingjarnir fyrrum KGB menn.
Alexander Litvinenko hafði flúið Rússland - var sjálfur fyrrum KGB.
Hann var með harðar ásakanir gegn stjórnvöldum Rússlands, Pútín sérstaklega.
Það er dálítið leitun að aðilum - með ástæður til að myrða, Alexander Litvinenko, þegar KGB eða FSB sleppi - og rússneskum stjórnvöldum.
En Vestræn stjórnvöld höfðu enga hagsmuni af því að láta drepa hann - þ.s. hann vildi ólmur vinna með þeim, og vann að rannsókn mála - sem hann sagði afhjúpa meinta stórfellda glæpi rússneskra stjórnvalda, og Pútíns sérstaklega.
Engar smáræðis ásakanir:
"Alexander Litvinenko was a former officer of the Russian Federal Security service who escaped prosecution in Russia and received political asylum in Great Britain. In his books, Blowing up Russia: Terror from Within and Lubyanka Criminal Group, Litvinenko described Russian president Vladimir Putin's rise to power as a coup d'état organised by the FSB. He alleged that a key element of the FSB's strategy was to frighten Russians by bombing apartment buildings in Moscow and other Russian cities.[8] He accused Russian secret services of having arranged the Moscow theater hostage crisis, through their Chechen agent provocateur, and having organised the 1999 Armenian parliament shooting.[9] He also stated that the terrorist Ayman al-Zawahiri was under FSB control when he visited Russia in 1997."
Auðvitað ef hann var innanbúðar maður í KGB/FSB - þá gat hann hafa vitað margt, sem hvergi kom fram opinberlega.
Það er auðvitað sérstakt - - að hann skuli síðar myrtur með svo óvenjulegum hætti.
Með eytri sem er þetta hættulegt í noktun fyrir sjálfa morðingjana.
Það kannski - - gefur þessum einstöku ásökunum, einhverjan byr í seglin!
Því að - - Polonium 210, er það hættulegt, að enginn aukvisi getur nálgast það.
En leyniþjónusta ætti vel vera fær um slíkt!
Niðurstaða
Mjög margt virðist benda til þess - að annaðhvort innanbúðar menn í leyniþjónustu Rússlands, hafi látið myrða Alexander Litvinenko - það þarf ekki endilega hafa verið skipun Pútíns; meðlimir KGB/FSB geta hafa litið hann - svikara við málstaðinn, þannig séð.
En hafandi í huga að Pútín sjálfur var KGB foringi, hátt settur - þá finnst manni alveg ágætlega koma til greina, að slíkt plott hafi ekki fengið að fara áfram; nema að koma inn á hans borð.
Þó það verði sennilega aldrei sannað - - en næsta víst a.m.k. virðist að Poloniumið hafi komið frá Rússlandi - og það hafi verið 2-fyrrum KGB meðlimir, sem frömdu morðið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2016 | 00:28
Stjörnufræðingar telja að pláneta á stærð við Neptúnus sé til staðar í Sólkerfinu - þó hún hafi ekki enn sést í sjónaukum
Það sem gerir þessa tilgátu áhugaverðari en allar aðrar sem hingað til hafa komið fram.
Er að það er nú unnt að sýna fram á tilteknar skýrar vísbendingar um tilvist slíkrar plánetu.
En ef hún er til - þá er hún í órafjarlægð frá Sólinni, og árið þar er 20.000 Jarðár.
Astronomers say a Neptune-sized planet lurks beyond Pluto
Scientists Find Hints Of A Giant, Hidden Planet In Our Solar System
Caltech Researchers Find Evidence of a Real Ninth Planet
New evidence suggests a ninth planet lurking at the edge of the solar system
Megin vísbendinguna má sjá á þessari mynd!
En það vakti athygli vinanna, Mike Brown og Konstantin Batygin, það samhengi sem sést á þessari mynd - - og þeir telja tölfræðilega afar afar ólíklegt að sé tilviljun.
- Þessi mynd sýnir sporbauga nokkurra smárra svokallaðra, Plútona, eða dvergpláneta.
- Það sem er sérstakt - er að þær eru allar á sama tíma í nánd við Sól.
- Sem þíðir, að þá einnig verða þær allar samtímis - í mestu fjarlægð eftir mjög mörg ár.
- Síðan vakti einnig hallinn á sporbaugum þeirra athygli vísindamannanna - - en þær virðast vera í greinilegum hópum.
- Til þess að framkalla þetta samhengi.
- Þurfi eitthvað með þyngdarafl, að hafa haft áhrif á þeirra sporbauga - og til að smala þeim með þessum tiltekna hætti.
Eftir mikla vinnu með tölvu-módel - þá hafa þeir félagar komist að þeirri niðurstöðu sem sýnd er að ofan --> Þ.e. sporbaugur plánetu sem þeir leggja að til að fylgi gula sporbaugnum.
- Gula plánetan er teiknuð með sporbaug -- sem alltaf er í mestu fjarlægð frá sól, þegar dvergpláneturnar eru í mestri nánd við Sól; og öfugt.
- Þannig séu sporbaugar smærri hlutanna - verndaðir fyrir þyngdarafli nýju pánetunnar.
Viðbótar vísbending er til staðar á eftirfarandi mynd
Þarna er um að ræða 5-sporbauga halastjarna, sem virðast fylgja sporbaugum sem eru akkúrat hornréttir á sporbauga dvergplánetanna - með bleiku sporbaugana!
Vísindamennirnir - segjast hafa í tölvumódelum spáð því að til staðar mundu verða halastjörnur með slíka sporbauga.
Og það hafi komið þeim skemmtilega á óvart - að frétta af því, að þessar 5-höfðu fundist fyrir nokkrum árum --> Sem fylgja einmitt þeim línum sem þeirra módel fann út.
- En þeir segja nýju plánetuna neyða alla þessa smærri hnetti eða halastjörnur, á þessa tilteknu sporbauga með þessi tilteknu horn.
Samkvæmt fréttum eru vísbendingarnar það góðar!
Að vísinda-samfélagið tekur þetta alvarlega!
Hvað á ég við um órafjarlægðir?
Skv. vísindamönnunum, er mesta nánd við Sól hjá plánetunni, 200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Og mesta fjarlægð plánetunnar frá Sól, er 600 - 1.200 sinnum fjarlægð Jarðar frá Sól.
Ef það stenst - og hún finnst.
Væri það fjarlægasti þekkti hluturinn á sporbaug við Sól - sem vitað er um.
- Hvernig ætli gas jötunn á stærð við Neptúnus hafi komist þangað?
- Ósennilegt virðist að pláneta af þeirri stærð geti hafa myndast þarna.
- Þannig að sennilegra sé að hún hafi verið í fyrndinni mun nær Sólu, og að t.d. Júpíter - eða Satúrnus eða Neptúnus; hafi á endanum unnið þyngdarafls reipitog og þeitt henni af sínum sporbaug.
- Þetta hafi gerst meðan að Sólkerfið var enn umlukið frumþokunni sem það myndaðist úr, og hún hafi skapað nægilegt "drag" eða mótstöðu til að hægt hafi á henni eftir að hún hrökklaðist af sínum upphaflega sporbaug, svo að í stað þess að yfirgefa Sólkerfið alfarið - hafi hún endað á þessum afar fjarlæga sporöskjulaga sporbaug.
Auðvitað er ekkert staðfest fyrr en hún finnst.
Þegar eru sjónaukar á tveim meginlöndum að leita hennar!
Svo ef hún er til - finnst hún fyrir rest!
Niðurstaða
Það væri enginn smáræðis fundur, ef tilvist stórrar plánetu til viðbótar núverandi 8 - verður á endanum staðfest. Hún væri mjög merkileg ummerki um þau átök eða hamfarir, sem hafi einkennt frumbernsku Sólkerfisins.
En t.d. er talið fullvíst, að Jörðin hafi orðið fyrir árekstri við plánetu á stærð við Mars, í frumbernsku Sólkerfisins - og í samhengi við þann árekstur hafi Tunglið myndast.
Þannig að talið var fullvíst áður að a.m.k. ein enn pláneta hafi myndast - þó hún hafi síðan, farist.
Fyrst að önnur pláneta af Mars stærð, var einu sinni til - þá var alls ekki útilokað að enn fleiri plánetur til viðbótar þeim sem eru sjáanlegar, hefðu einnig myndast.
Það var alltaf möguleiki - að slíkri hefði verið þeytt alveg út úr Sólkerfinu, eða í átt að Sól, til að farast þar síðan.
Líkur eru þar af leiðandi á, að mjög mikið sé af plánetum í Vetrarbrautinni okkar, sem sveima um tómið milli stjarnanna - heimilislausar, ískaldar. En nú er talið að myndun sólkerfa sé átakasyrpa þar sem mikið gangi á.
- En þetta einnig hefur gefið þann augljósa möguleika - að það geti enn verið til staðar ófundin pláneta í okkar Sólkerfi.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2016 | 01:03
Þeir sem leggja Múslima í einelti, m.a. á Íslandi, verða að skilja að þeir eru að gera ISIS greiða
Mér fannst það áhugavert sem kom fram í 10 fréttum RÚV í þann 18/1 sl., Lára Hanna klippti fréttina til og setti inn á Youtube, og það video er hér að neðan.
Eins og fram kemur í frétt - er einhver fjöldi einstaklinga, reglulega andstyggilegir við Sverri Agnarsson, sem tók Múslima trú fyrir einhverju síðan - þekki ekki hve lengi síðan.
Síðan kemur einnig fram í frétt, að Nadia Tamimi sætir einnig ofsóknum einhvers ótiltekins fjölda einstaklinga, sem senda henni reglulega - andstyggileg skilaboð.
Sjá má tilvitnanir í frétt Eyjunnar: Múslimar veigra sér við þátttöku í umræðum vegna hatursorðræðu Drepa allt folkid titt.
- Þar undir má sjá áhugaverðar athugasemdir - m.a. eins manns, er virðist ekki telja mikið að því, að þetta fólk fái slíkar sendingar.
Það er yfir máta heimskulegt, að vera að ráðast að fólki er býr hér, og engum hefur mein unnið, og í engu tengjast atburðum á erlendum vettvangi!
Nú - ætti maður að ráðast að Bandaríkjamönnum á götu úti, vegna þess að maður er ósáttur við framferði stjórnvalda Bandaríkjanna, víða um heim?
En það eru fjölmargir á móti Bandaríkjunum --> En flestir þeirra skilja, að venjulegir Kanar bera enga persónulega ábyrð.
Af hverju geta sumir Múslima-hatarar, ekki skilið sambærilegt atriði - að einhver Múslimi er býr á Íslandi, tengist með engum hætti - atburðum erlendis sem viðkomandi er ósáttur við?
Það virðist vaxandi þessi hugsun - að tengja öfgasamtök sem eru hafa stuðning lítils hlutfalls Múslima -- einhvern veginn við Múslima almennt, eins og allir Múslimar séu ábyrgir.
Það væri það sama og að -- gera alla Bandaríkjamenn, ábyrga fyrir stefnu Bandaríkjanna?
Algerlega - jafn heimskulegt!
- Svipað heimskulegt -- væri að segja, alla Rússa ábyrga fyrir stefnu Pútíns.
Þó að hann einn beri alla þá ábyrgð!
Þannig, að menn færu að ráðast að rússn. borgurum, á götum úti í Vestrænum löndum, fyrir það eitt að vera Rússar -- og sá sem ræðst að þeim, væri á móti Pútín.
Ég set þessar samlíkingar fram - - til að sýna fram á hve heimskulegar slíkar alhæfingar eru!
Múslimar eru ca. 1,6 milljarður manna - langsamlega flestir þeirra búa í Asíu!
Múslima lönd eru langt í frá öll í einhverju -fokki.-
En löndin Malasía, meirihluta byggt Múslimum, og Indónesía -- eru hvort tveggja lýðræðislönd.
Og að auki, hafa þau náð töluvert langt í iðnvæðingu - Malasía reyndar ívið betur stödd.
M.ö.o. - ekki fátæk.
Standa langtum framar löndum Araba í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.
- Það auðvitað afsannar kenninguna, að lýðræði geti ekki virkað í Múslima landi, að 2-fjölmenn lönd í Asíu, meirihluta byggð Múslimum - hafa haft stöðugt lýðræði a.m.k. í 25 ár.
- Spurningin er eiginlega frekar - - og ég sé ekki neina augljósa ástæðu að það tengist trúnni - þó slíkar kenningar séu vinsælar; af hverju Araba löndum gengur svo illa.
- Ég vil eiginlega beina sjónum að þeirri einföldu staðreynd -- að öll Arabalönd, og það án undantekninga; hafa verið með einræðis form á landsstjórn.
- Ég vil eiginlega meina -- að það sé augljóst samhengi þar á milli, að Arabalöndin eru í "fokki" og að þeim hefur verið stjórnað af harðstjórum - mis slæmum, en sumum óskaplega hræðilegum.
- Sem hafa lengst af sínum valdaferli - ekki einbeitt sér að efnahags uppbyggingu.
Það ætti -- alls ekki að koma á óvart.
Að þau Arabalönd, í allra versta fokkinu --> Eru einmitt þau Arabalönd - þ.s. grimmasta harðstjórnin var til staðar!
- Sá allra grimmasti var án nokkurs vafa, Saddam nokkur Hussain.
- Næst grimmustu harðstjórarnir - - hafa verið Assadarnir.
- Síðan sá 3-versti, var Muammar Gaddhafi.
_________________
Punkturinn er sá -- að dauð hönd þessara harðstjóra, ásamt þeirri grimmd sem þeir beittu eigið fólk, meðan þeir stjórnuðu!
Hafi skapað ástand - - haturs milli íbúa þeirra landa; þannig að í öllum þessum 3-löndum, hafa risið upp fjölmennar uppreisnir!
- Þó að uppreisnir þær er risu gegn Saddam - hafi ekki hrakið hann frá völdum, þá sýna aðferðir þær er hann beitti til að bæla þær niður, grimmd hans.
- Að uppreisn Kúrda, var bæld niður í svokallaðri "Anbar" sókn, er 180þ.
Kúrdar voru myrtir í skipulögðum fjöldamorðum. Og síðar þegar meirihluti Shíta reis upp, þá lét Saddam drepa um 500þ. þeirra.
Það er erfitt að skilja, hversu gersamlega Írak flosnaði upp - í kjölfar innrásar Bush 2003, nema að menn átti sig á því -- að þessir atburðir, gerðu bæði Kúrda í Írak - sem og Shíta í Írak; gríðarlega hatursfulla gagnvart íröskum Súnnítum er studdu Saddam.
En þá hóf meirihluti Shíta, skipulagðar morð árásir á Súnní hluta íbúa landsins - fyrir utan að leitast við að drepa hvern þann er hafði tengst stjórn Saddams Hussain og flokki hans, sem náðist til.
Ekki voru Bath-istar vinsælli meðal Kúrda! - Það var gríðarleg grimmd Saddams sjálf -- sem sáði þessu hatri. Sem varð til þess, að um leið og hann féll frá - þá reis upp borgarastyrrjöld. Sem það tók Bandaríkin nokkur ár að stöðva - áður en þeir fóru frá Írak, eftir að Obama varð forseti.
Við urðum vitni að atburðarás í Sýrlandi - að meirihluti íbúa reis upp í því sem fyrst voru mótmæli, en síðan varð að vopnaðri uppreisn, þegar stjórnin fór að beita skotvopnum gegn því sem í upphafi voru óvopnuð götumótmæli.
Þarna reis upp uppsöfnuð óánægja - með áratuga langa ógnarstjórn Assadanna.
Sem hefur skipulega hyglað sumum hópum umfram aðra -- þannig skapað sundrung innan landsins, sem slík stefna óhjákvæmilega alltaf veldur, þegar hlaðið er undir suma þjóðfélagshópa -- meðan að traðkað er á öðrum þeim sem settir eru skör lægra.
Þegar -skipulögðu misrétti er beitt, sem stefnu stjórnvalda- og þeirri stefnu er vísvitandi beitt um áratugi -- þá safnast upp í landinu, meðal þeirra hópa - sem eru skör lægri, óánægja og fyrir rest - hatur til þeirra hópa er njóta forréttinda!
Uppreisnina gegn Gaddhafi - má skilja út frá sambærilegum þáttum, en hann stundaði einnig það - að hygla þeim hópum sérstaklega er studdu hann, sem þá nutu betri kjara - betri tækifæra - betra aðgangs að menntun, og störfum -- og svo má lengi telja.
En ekki síst, að þeir fengu forgang í viðskiptalífi landsins - og auður landsins safnaðist að þeim hópum.
Þannig að uppreisnin hefst -- að því er virðist, fyrst vegna mótmæla út af óréttlátri tekjuskiptingu - meðal hópa er töldu sig hafa fengið skarðan hlut.
En hún vopnast nær strax, og verður að atlögu þeirra hópa að völdum Gaddhafis sjálfs, og þeirra hópa er höfðu stutt Gaddhafi.
__________________
- Til samanburðar er áhugavert að íhuga hvað gerðist í Túnis - þ.s. Ben Ali hafði setið um áratugi.
- Mótmæli hófust gegn honum í des. 2010, hann steig upp í flugvél og yfirgaf landið í jan. 2011.
- En punkturinn er - að landið flosnaði ekki upp í borgaraátök í kjölfarið.
Ben Ali var sannarlega einræðisherra!
En hve útkoman er ólík - bendir til þess að stjórnun hans, hafi til muna verið mildari, en þeirra félaga hans í Líbýu eða Sýrlandi eða Írak.
Það sauð ekki allt þjóðfélagið upp úr í hatri!
- Þó svo að ekki hafi allir harðstjórar Arabalanda - verið eins grimmir og Gaddhafi, eða Assadarnir, eða Saddam Hussain.
- Þá virtust flestir þeirra hafa ákaflega lítinn áhuga á að byggja löndin upp efnahagslega!
Arabalöndin - - hefur nær alfarið skort landstjórnendur, sem einbeita sér að efnahags uppbyggingu.
Gríðarlegu fé var sóað í Kalda-stríðinu - - í uppbyggingu herja, og stríð við Ísrael - fé sem algerlega fór í glatkystuna.
- Ef það fé hefði farið til að byggja upp sömu lönd - væru þau án nokkurs vafa mun betur stödd í dag!
- Þó að Gaddhafi hafi ekki viðhaft átök við Ísrael - - varði hann gríðarlegu fé í 20 ára langa tilraun, til þess að ná undir sig, Chad - tilraun sem á endanum fór út um Þúfur. Og að auki, sóaði hann gríðarlegu fé - í stuðning við margvíslegar skæruhreyfingar, í Kalda-stríðinu í löndum Afríku.
- Saddam Hussain, réðst á Íran - stríð sem stóð frá 1980-1989, og kostaði um milljón mannslíf ca. samanlagt. Síðan 1991, réðst hann á Kuvæt - var ekki seinn á að hefja annað stríð, nú við Bandaríkin. Og á því án vafa, tapaði hann gríðarlega - bróður partur hers hans sem hann hafði byggt upp með miklum fjárútlátum, var eyðilagður.
M.ö.o. - harðstjórarnir vörðu gríðarlegu fé -- í stríðsleiki.
Fé sem hefði getað leitt til verulegrar uppbyggingar sömu landa efnahagslega, ef því hefði verið varið til þeirra hluta í staðinn!
_______________
Það er mín ályktun - af hverju Arabalöndin eru í fokki!
Vegna þess að harðstjórarnir - vörðu fénu til hluta sem nýttist ekki löndunum, sem mun betur hefði verið varið í efnahags uppbyggingu!
Og vegna þess, að harðstjórarnir - með óstjórn - með skipulögðu misrétti, sáðu sjálfir hatri milli íbúa eigin landa!
Af hverju græðir ISIS á því - að íbúar Evrópu beita Múslima innan Evópu harðræði?
Þetta ætti að vera einfalt að skilja!
En ISIS þrífst á hatri - og telur sig græða á stigmögnun haturs ástands.
Þ.e. auðvitað vegna þess, að boðskapur ISIS - er svo hatursfullur í eðli sínu, að einungis í haturs ástandi - verður hann aðlaðandi.
- Þannig að ISIS gagnast það - ef hatursfullir kjánar á Vesturlöndum, fara að ofsækja Múslima sem búa á Vesturlöndum -- því þá fjölgar þeim Múslimum er búa á Vesturlöndum, er geta reynst móttækilegir fyrir boðskap ISIS.
- Að auki gagnast ISIS slíkur kjánaskapur einnig í samhengi Mið-Austurlanda, en þeir geta notað myndbönd sem nást af slíku atferli í Evrópu - þegar "innfæddur" Evrópumaður veitist að Múslima - innflytjenda --> Í áróðurs tilgangi í Mið-Austurlöndum, til að afla sér frekari fylgismanna!
Þannig að í hvert sinn - sem Vesturlandabúi, hvetur til þess - að Múslimum sem búa á Vesturlöndum, séu beittir harðræði - eða misrétti af einhverju tagi, eða vinnur þeim mein.
Þá eru þeir viðkomandi - að gera ISIS greiða!
Ég hvet því þá sem eru andvígir ISIS - að láta það vera að vera greiðasamir við ISIS.
Niðurstaða
Hagsmunum Vesturlanda er enginn greiði gerður - af þeim sem hvetja til haturs meðal íbúa Vesturlanda, á Múslimum.
Sérstaklega, þá stuðla tilraunir hluta íbúa Vesturlanda - til að útbreiða Múslima hatur --> Alls, alls ekki að því að líkur aukist á því, að Vesturlöndum geti tekist að draga úr hættunni á hryðjuverkum.
En þvert á móti, þá eykur slíkt atferli - fremur augljóslega, hættuna af hryðjuverkum <--> Þ.s. það atferli að stuðla að hatri á Múslimum meðal Vesturlanda, og einnig því að stuðla að því að Múslimar séu beittir misrétti eða öðru harðræði.
Að sjálfsögðu fjölgar þeim Múslimum -- sem geta reynst móttækilegir fyri boðskap ISIS, og þar með fjölgar líklegum fylgismönnum ISIS, hvort tveggja í senn á Vesturlöndum sjálfum, sem innan N-Afríku og Mið-Austurlanda.
En það ætti að vera einfalt að skilja <--> Að ef þú stuðlar að hatri gegn tilteknum hóp.
Þá fjölgar þú einstaklingum í þeim hóp - sem hata á móti.
Og þ.e. akkúrat á útbreiðslu haturs, sem ISIS græðir.
Svo menn eru að vinna vinnuna fyrir ISIS - með því að hvetja til haturs á Múslimum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.1.2016 | 20:41
Refsiaðgerðir á Rússland - virka ekki, segir Emma Ashford hjá Cato Institute í nýlegri grein í Foreign Affairs
Mér virðist fljótt á litið - að Emma Ashford geri of mikið úr því að refsiaðgerðir á Rússlandsstjórn, hafi ekki -breytt stefnu Rússlands- sbr. að refsiaðgerðir hafi ekki hindrað Rússland í því að innlima Krím-skaga, ekki hindrað Pútín í að ákveða að - hefja stríð innan A-Úkraínu gegn stjórnvöldum í Kíev - né hafi þær fram að þessu neytt Pútín til að breyta stefnu sinni.
Not-So-Smart Sanctions - Foreign Affairs
Grein eftir Emmu í Newsweek, þ.s. hún endurtekur nokkurn veginn sömu fullyrðingar sem fram koma í grein hennar í Foreign Affairs: If Sanctions Against Russia Are Failing, What's Next?
- Að auki, er það algerlega rétt, að meginhluti ca. 70% gengisfalls Rúbblunnar, er vegna lækkunar olíuverðs - sem sennilega er orðin liðlega 70% síðan lækkun olíuverðs, hófst fyrir tæpum 2-árum.
- Og að olíuverð greinilega útskýri gengissveiflur Rúbblunnar langsamlega að stærstum hluta.
- Svo hefur hún dæmigerðan söng - þeirra sem eru andvígir refsiaðgerðum á Rússland - að þær kosti ríkin sem taka þátt í þeim --> Fé.
- Hún slær fram þeirri fullyrðingu - úr því þær hafi ekki virkað enn, þá sé ósennilegt að þær virki í framtíðinni. Hún kallar þá fullyrðingu - niðurstöðu. En fullyrðing er allt og sumt sem það er.
- Að auki kosti þær störf á Vesturlöndum.
Síðan segir hún - að betur væri að afleggja þessar refsiaðgerðir - styðja þess í stað Úkraínu með auknum efnahags stuðningi.
- Svo má bæta við, að auki bendir hún á --> Að kostnaður almennings í Rússlandi hafi orðið miklu meiri, en þeirra aðila sem aðgerðirnar beinast gegn - - ergo, þær bitni mest á rússn. almenningi.
- Rétt er að benda á móti á, að þetta er ákaflega villandi hjá henni - þ.s. refsiaðgerðir Vesturlanda beinast gegn rúmlega 100 einstaklingum sem tengjast elítunni í kringum Pútín - Rússland sé ekki raunverulega beitt efnahagslegum þvingunum - með því að tala um, efnahags-þvinganir á Rússland, sé hún að taka þátt í þeim villandi málflutningi sem er algengur meðal andstæðinga aðgerða gegn Rússlandi - áhugavert að ef Cato stofnunin bandar. er andvíg þeim aðgerðum - en hún er mjög hægri sinnuð, ég man ekki betur en að hún setji gjarnan gegn þvingunar aðgerðum gagnvart ríkjum, svo það má vera - að um prinsipp afstöðu sé að ræða.
- Málið er - að það er Pútín sjálfur, sem hefur ákveðið, að senda kostnaðinn til almennings innan Rússlands.
- Þ.e. a.m.k. rétt hjá Emmu, að Pútín hefur - notað ríkisfé til að styðja þá rúmlega 100 einstaklinga, sem aðgerðir Vesturvelda beinast gegn --> Það á sama tíma, og lækkandi olíuverð, dregur stöðugt úr því fé sem rússn. ríkið hefur til umráða.
- En athugasemdir þeirra einstaklinga, sem hún vitnar til - sbr. að einn þeirra segist ekkert hafa að sækja til Vesturlands - þó sá hafi verið um árabil eins og grár köttur í London, og eigi þar íbúð -- sem geri þau ummæli ekkert sérstaklega trúverðug. Virðast mér af hennar hálfu - notuð af henni, án gagnrýnnar hugsunar.
En þau ummæli, eru augljóst "bravado."
En þá er hún ekki að íhuga þá staðreynd - að með Því að nota það takmarkaða ríkisfé sem rússn. ríkið hefur til umráða, með þeim hætti, samtímis og olíutekjur dragast stöðugt saman.
Þá er Pútín, þar með að - þrengja að öðrum fjárlögum Rússlands, til að halda elítunni einkavinum sínum á floti.
Samtímis því, að - eftir því sem olíuverð lækkar frekar, þá minnkar það fé sem rússn. ríkið fær frá tekjum af olíusölu --> Þær tekjur hafa þá minnkað um 70% rúmlega, eins og hún sjálf benti á.
- Punkturinn er sá, að það eru samlegðar áhrif á milli, olíuverðs lækkana.
- Og þeirra refsiaðgerða sem Vesturlönd beita einkavini Pútíns.
_________
Svo er rétt að nefna, að ein fullyrðing Emmu er úrelt - en hún vitnar þar enn í hagspá rússn. stjv. - að við lok þessa árs, hefjist viðsnúningur yfir í hagvöxt.
En í ljósi þróun olíuverðs, sem langt er frá þeim væntingum sem rússn. stjv. gerðu er sú spá var búin til - er algerlega öruggt að - enginn efnahagslegur viðsnúningur hefst í Rússl. þetta ár.
Öfugt við það sem Emma Ashford heldur fram, þá taka refsiaðgerðir gjarnan langan tíma að virka - þ.e. öfugt við hennar fullyrðingu, að annaðhvort virki þær strax eða ekki; þá gjarnan tekur það mörg ár fyrir þær að skila sér -- eins og að þreyta spriklandi fisk!
En höfum í huga --- að skv. nýlegum fréttum hefur Pútín fyrirskipað að lækka ríkisútgjöld um 10%, vegna þess að þróun olíutekna þetta ár, því annars stefnir í mjög alvarlegan hallarekstur á rússn. ríkinu.
- Höfum einnig í huga, að á sl. ári þá vísitölutengdi Pútín bætur til aldraðra, til þess að verðbólga og frekari gengislækkanir Rúbblu, mundu ekki lækka þeirra kjör. Það auðvitað þíðir, að kostnaður við greiðslur til aldraðra - verður þá stöðugt hærra hlutfall fjárlaga -- samtímis og olíutekjur skreppa saman, og þar með tekjur ríkissjóðs Rússl.
- Að auki, eins og Emma Ashford réttilega bendir á, þá notar Pútín - fjármagn af rússn. fjárlögum, til þess að mæta kostnaði þeirra rúmlega 100% einstaklinga sem eru hluti einkavina Pútíns - af aðgerðum Vesturlanda gegn þeim einstaklingum. Þetta er einnig í gangi á sama tíma, og tekjur rússn. ríkisins skreppa saman - stöðugt.
- Rétt er að bæta við, að Pútín hefur fyrirskipað að - ekki megi draga úr útgjöldum til hermála.
Þetta er öflugt svar við fullyrðingu Emmu Ashford að - aðgerðir Vesturlanda virki ekki.
En það ætti að vera algerlega augljóst - að sá kostnaður sem Pútín hefur samþykkt að leggja á ríkissjóðs rússl., að taka yfir kostnað einkavina sinna af aðgerðum Vesturvelda gagnvart þeim --> Verður stöðugt erfiðari fyrir rússn. ríkið, eftir því sem olíutekjur halda áfram að minnka.
- Bendi á að það eru tveir aðrir digrir fjárlaga liðir, sem einnig eru heilagir í augum Pútíns --> Þetta dæmi verður stöðugt erfiðara úrlausnar.
Að sjálfsögðu er það rétt --> Að það var gríðarleg lukka fyrir Vesturlönd, sú þróun olíuverðs sem hófst, rétt eftir að deilur við Rússland hófust.
En það auðvitað, styrkir áhrif aðgerða Vesturvelda gegn Rússlandi.
- Það má vel vera, að miklu hafi ráðið um ákvörðun Vesturvelda, að ljúka samningum við Íran, þau líklegu áhrif á olíuverð -- sem verða á næstunni af því, að þær refsiaðgerðir á Íran eru nú fallnar niður, og Íran ætlar að auka olíuframleiðslu um helming - strax á þessu ári.
- Það auðvitað þíðir, að olíuverð á eftir að fara mjög nærri 20 dollurum per fatið, sem að sjálfsögðu --> Mun gera reikningsdæmið hans Pútín, gríðarlega erfitt úrlausnar.
- Auk þess, mun aukning framleiðslu Írans - tryggja að mörg ár getur tekið olíu að hækka í þá 50 dollara per fat, sem Rússn. ríkið telur sig þurfa -- fyrir efnahags viðsnúning.
Þá auðvitað - - eflast samlegðar áhrif aðgerða Vesturvelda enn frekar.
Og punkturinn er auðvitað sá - - að svo lengi sem kreppan í Rússlandi stendur yfir vegna þróunar olíuverðs, þá viðhaldast þau samlegðar áhrif.
Höfum í huga, að það val Pútíns -- að senda reikninginn til almennings. Að honum á örugglega eftir að hefnast fyrir þann valkost. Því þá velur hann, þar með, -að lækka kjör almennings í Rússlandi meir, en annars hefði orðið- vegna þróunar á erlendum mörkuðum!
- Með því að - vernda einkavini sína, senda kostnaðinn þess í stað á almenning.
- Þá auðvitað, flýtir Pútín fyrir þeirri þróun - að almenningur verði óánægður.
- En höfum í huga, að það tekur alltaf tíma fyrir óánægju almennings - að safnast fyrir.
- Þ.e. almenningur verður sífellt óánægðari, því lengri tími líður - og ekkert bólar á því að mál snúist til betri vegar.
Að auki - almenningi hlýtur að sárna, að tekjur ríkissjóðs séu notaðar með þessum hætti, til að vernda ofsa-auðuga einstaklinga; meðan að kjör almennings versna stöðugt.
Og það má reikna með því - að sú tiltekna óánægja einnig magnist eftir því sem frá lýður, og að auki að hún magnist einnig frekar ef kjör almennings halda áfram að lækka frekar.
Þetta er auðvitað - annað svar til Emmu, um það - er hún fullyrðir að refsiaðgerðir virki ekki. Íran er einnig gott svar, því það var ekki síst - uppsöfnuð óánægja almennings, sem braust fram í kjöri núverandi forseta Írans -- sem lofaði því að semja við Vesturveldi, var kjörinn út á það af Írönum.
- Nú, ef Pútín heldur áfram - að senda almenningi kostnaðinn, og vernda gríðarleg auðæfi elítunnar - auðæfi sem hann lét þeim í hendur, með því að afhenda þeim ríkis-eignir til eigin nota.
- Á sama tíma og kjör almenning stöðugt versna - - og atvinnuleysi er áfram í aukningu. Þá er Pútín þar með -- að skapa aðstæður fyrir einhvers konar sprengingu meðal almennings í framtíðinni.
- Þó sannarlega að Rússar séu þekktir fyrir að vera langþreyttir -- þá er rétt að benda á, að það hafa í fortíðinni orðið fjölmennar uppreisnir innan Rússlands, fjölmargar - t.d. var ein 1905 sem leiddi til þess að Nikulás Keisari, varð að veita umtalsverða eftirgjöf, gaf t.d. Dúmunni mjög aukið vægi. Síðan varð önnur uppreisn eins og frægt er, 1917 - - þ.e. fyrri byltingin, einnig vegna uppsafnaðrar óánægju með kjör.
Þessar sprengingar 1905 og 1917 - spruttu fyrst fram í formi mótmæla gegn lágum kjörum.
En síðan færðust þau mótmæli yfir í að vera mótmæli gegn stjórnvöldum sjálfum.
Rétt er að benda þeim á, sem halda á lofti miklu tjóni fyrir Evrópulönd - af því að taka þátt í aðgerðum gegn Rússlandi <--> Að síðan refsiaðgerðir hófust, hafa olíutekjur Rússlands minnkað um 70%, og gengi Rúbblu einnig lækkað ca. um 70% gegn Dollar!
Punkturinn er sá <--> Að þegar þeir sem halda á lofti miklu tapi sínu.
Þá algerlega láta þeir oftast nær hjá líða <--> Að taka tilli til þeirrar miklu gjaldeyristekju lækkunar sem Rússland hefur orðið fyrir, þ.e. 70% minnkun tekna af olíu- og gas-sölu, sem voru um 70% heildargjaldeyristekna Rússlands!
Það að sjálfsögðu þíðir - að þau viðmið sem gjarnan eru notuð, þ.e. sala til Rússlands meðan að vel gekk --> Eru þá hæsta máta villandi!
En augljóslega hefði orðið umtalsverður samdráttur í kaupum Rússa, á dýrri matvöru og annarri dýrri vöru - erlendis frá, sem Rússland getur mögulega komist af án.
Þannig að -- tölur þær sem oftast nær eru nefndar, um tap.
Eru örugglega - töluvert stórfellt ofmat á því tapi!
Það á auðvitað einnig um - töpuð störf.
Því augljóslega - hefði þeim störfum einnig fækkað, í ljósi mjög sennilegs samdráttar í kaupum Rússa, vegna stöðugs samdráttar gjaldeyristekna þeirra.
- Raunverulegt tap -- er örugglega vart meira, en helmingur þess sem gjarnan er sagt.
Svo er rétt að benda á <--> Að aðgerðir Pútíns gegn Úkraínu eru mjög freklegt brot á mjög mörgum alþjóðasáttmálum um réttindi ríkja. Fjölmörg lönd, eiga gríðarlega mikið í húfi, að helstu grunnreglur alþóðasamfélagsins - haldi!
- Réttur ríkis til þess, að landamæri þess séu - heilög. En Jeltsín forseti Rússlands, þegar hann var forseti, þá undirritaði hann yfirlýsingu ásamt fulltrúum Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Bandaríkjanna <--> Að ríkin 5 samþykktu á ábyrgjast landamæri Úkraínu.
Að auki, er það eitt mikilvægasta viðmið alþjóðalaga, að engu ríki sé heimilt að - senda herlið án heimildar þess ríkis inn fyrir landamæri þess, og það er enginn vafi um að Rússland þverbraut þau ákvæði -- er hersveitir Rússlands fóru um Krím-skaga og hertóku, burtséð frá því að sú aðgerð fór fram án blóðsúthellinga, þá er samt brotið á þessari mikilvægu alþjóðareglu - fullframið án þess að blóði sé úthellt.
Þetta var að sjálfsögðu - innrás. Skiptir engu, að það herlið hafi verið í tiltekinni herstöð í Sevastopol, það að senda það herlið síðan út fyrir Sevastopol svo um allan skagann án heimildar frá stjv. Úkraínu - hafi verið, innrás. - Síðan hefur hvert land, rétt til þess lands, sem alþjóðlega viðurkennd er að er þess eign <--> Skv. samkomulaginu sem Jeltsín forseti undirritaði, þá skuldbatt Rússland sig til að -- vernda þau landamæri og viðureknna þar með eign Úkraínu á öllu sínu landi, þar með Krímskaga; og Rússland var því sannarlega skuldbundið, eftir að Jeltsín forseti formlega viðurkenndi þau landamæri sem réttmæt.
**Það er engin heimild til þess í alþjóðalögum, að síðar meir draga slíka viðurkenningu til baka -- en ef slík heimild væri til staðar, þá væri alger óvissa um öll helstu alþjóðalög - sem í reynd þíddi, að þau væru - einskis nýtir pappírar. - Og sú regla sem skiptir Ísland gríðarlegu máli --> Að hvert land hefur rétt til þeirra auðlinda sem eru á því landi sem er alþjóðlega viðurkennd eign þess, og innan þeirrar lögsögu - sem fylgir þeirri landar-eign.
Bendi á að Úkraína var í viðræðum við erlend olíufélög, um leit undir hafsbotni í lögsögu Krímskaga. Og að landið Rúmenía, nokkrum árum fyrr, gerði samkomulag um olíu og gasleit við nokkur olíufyrirtæki. Þessum réttindum og hugsanlegum tekjum --> Stal Rússland.
- Auk þessa -- bendi ég á, að þær aðgerðir Pútíns að magna upp stríð í A-Úkraínu, brjóta þessi sömu reglur - þ.s. með því að útvega vopn - með því að senda málaliða þeirra laun eru greidd - með því einnig að greiða laun uppreisnarmanna --> Þá er Pútín að svipta úkraínska ríkið "yfirráð yfir landi sem er alþjóðlega viðurkennd eign þess" að að auki að "svipta Úkraínustjórn aðgengi að auðlindum á þeim svæðum, sem þessi her undir umráðum Pútín, hefur tekið og heldur" og að sjálfsögðu að auki telst þetta vera annað brot Rússlands á "friðhelgi landamæra Úkraínu."
Pútín er að ógna þessum gríðarlega mikilvægu alþjóðareglum:
- Friðhelgi landamæra.
- Eignarrétti ríkis yfir eigin landi.
- Og eignarrétti ríkis til eigin auðlinda.
Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvægar reglur fyrir Ísland, og Íslendinga!
- En Ísland er ekki fært um að verja eigin landamæri.
- Ísland er ekki heldur fært um að verja eigið land.
- Og það sama gildir, að Ísland er ekki heldur fært um að verja sína lögsögu.
Þannig að Ísland á gríðarlega mikið í húfi!
Að Rússland með aðgerðum sínum - takist ekki að grafa undan virðingu fyrir þessum gríðarlega mikilvægu grunnreglum!
En fá lönd mundu verða fyrir stærra tjóni en einmitt Ísland!
Ef virðing fyrir ofangreindum alþjóða reglum - yrði fyrir verulegum hnekki!
- En rétt er að benda á, að um alþjóðareglur gildir <--> Eins og um lög almenng <--> Að virðing fyrir þeim reglum er sköpuð með því, að þeim reglum sé framfylgt!
- NATO er með aðgerðum sínum - að framfylgja þessum höfuðreglum! Þar með, að leitast við að verja þessar grunnreglur! Sem eru svo gríðarlega mikilvægar fyrir Ísland. Auðvitað, vegna hagsmuna margra annarra landa - en bara Íslands.
En ef NATO tekst ekki að stöðva Rússland í aðgerðum sínum!
Rússlandi tekst að fara sínu fram - gefa frat í þessar reglur!
Þá kemur að viðbrögðum landa -- annars staðar í heiminum.
Ef lönd í öðrum heimshlutum - fara að hegða sér svipað og Rússland.
Þ.e. taka fordæmi Rússlands - sem vísbendingu um að Vesturlönd, séu ófær um að verja það reglukerfi sem þau komu á fót á sínum tíma --> Þá þar með væri það reglukerfi fallið!
En með því að vega að alþjóðlegum grunnreglum, og sérstaklega að komast upp með -> aukast líkur á að önnur ríki fylgi slíku fordæmi.
**Ef Vesturlönd, hætta við sínar refsi-aðgerðir, er erfitt að sjá annað úr því - en að önnur lönd mundu líta svo á, að Vesturlönd hefðu gefist upp á að verja þessar grunnreglur!
- Við gæti þá tekið - - gamla kaosið!
- Að einungis með eigin vörnum - - geti lönd varið þ.s. er þeirra!
Ég efa að Emma Ashford hafi íhugað þær afleiðingar!
Það auðvitað þíddi -- að gríðarleg aukning yrði um allan heim, í útgjöldum til hermála!
En einnig að, óvissa og spenna milli landa, og hætta á styrrjöldum, gæti leitað aftur í þann farveg - þar með tíðni stríðsátaka; eins og var á öldum áður!
Alþjóðlega viðskiptakerfið - gæti þá samtímis riðað til falls!
Þetta virðast margir ekki skilja -- að átökin við Rússland, snúast um sjálf alþjóðakerfið!
- Í aðstæðum - þ.s. réttur hins sterka væri sú regla sem skipti máli!
- Ætti Ísland gríðarlega óskaplega erfitt!
- Gæti raunverulega ekki haft - eiginlegt sjálfstæði.
Niðurbrot hins alþjóðlega reglukerfis --> Væri einnig, endalok raunverulegs sjálfstæðis Íslands!
Hversu mikils virði í krónum og aurum --> Er það fyrir Ísland, að taka þátt í vörn þess kerfis, sem sé hvorki meira en minna en - sjálfur grundvöllur sjálfstæðis Íslands?
Er hægt að nefna þar um - nokkra tölu?
Pútín virðist halda - að Rússland græði á því, að endurreisa hin gömlu fornu gildi, rétt hins sterka - því hann virðist halda að Rússland sé nægilega sterkt til að drottna yfir rétti sinna næstu granna!
Hann virðist máski ekki muna eftir í því samhengi - grannanum risastóra í Austri, með 10-faldan fólksfjölda Rússlands, og meir en 10-falt stærra hagkerfi! En hver veit, ef réttur hins sterka væri eina lögmálið - er þá Kína ekki miklu sterkara en Rússland? Af hverju ætti það þá ekki að bitna á Rússlandi? Mig grunar að Pútín sé ekki að hugsa málið til enda! Blindaður af hatri á Vesturlöndum - sé hann blindhliðaður gagnvart Kína!
Niðurstaða
Málflutningur Emmu Ashford hjá Cato stofnuninni - sem er þekktur stuðningsaðili frjálshyggju, og einnig þekkt fyrir andstöðu sína við, refsiaðgerðir yfirleitt milli ríkja.
Sá málflutningur virðist dæmigerður málflutningur andstæðinga refsiaðgerða NATO landa gegn vildarvinum Pútíns.
Bent sé á þ.s. alltaf er bent á sbr. kostnað við aðgerðir, að þær hafi ekki fram að þessu haft sýnileg áhrif á stefnu Pútíns.
Svo er slegið fram, að þær muni sennilega ekki virka - sem einnig er dæmigerð fullyrðing.
Ergo, mér virðist þetta fullkomlega dæmigerður málflutningur - og í honum eru einnig framin öll dæmigerð mistök sem einkenna þann málflutning.
Þannig efa ég þar með að Emma Ashford sé að sýna fram á nokkuð annað en það, sem hún taldi fyrirfram að væri rétt!
En fullyrðingar sbr. að refsiaðgerðir virki annaðhvort strax eða ekki - er auðvelt að afsanna með sögulega þekktum dæmum!
T.d. er Íran mjög gott dæmi, þ.s. það tók meir en 10 ár fyrir refsiaðgerðir er beindust gegn kjarnorkuprógrammi Írans, að skila þeirri útkomu - að kjörinn var til valda í því landi forseti, sem náði kjöri út á loforð að semja landið frá þeim refsiaðgerðum.
Þarna réði að því er best verður séð á endanum, uppsöfnun óánægju almennings - með þá kjarahnignun sem hefur verið til staðar í Íran.
Það má vel vera -- að vegna þess að Rússland er einræðisríki - þá sé stjórn Pútíns minna viðkvæm fyrir afstöðu almennings.
En rétt er að benda á móti á það, að stjórn Nikulásar keisara, neyddist til þess 1905 að beygja sig - þegar mjög fjölmenn uppreisn varð í Rússlandi, uppþot sem fyrst voru mótmæli gegn bágum kjörum --> Það leiddi til, verulegra lýðræðisumbóta, og breytingar á stefnu stjórnarinnar til að mæta þeim helstu kröfum er fram komu.
Síðar meir, 1917 - varð uppsöfnun óánægju til þess, að önnur uppreisn braust fram innan Rússlands, og í það skiptið var stjórn Nikulásar hrakin frá völdum, hann og fjölskylda hneppt í varðhald.
Pútín ætti m.ö.o. ekki reikna með því, að hann sé öruggur!
Þegar hann, beitir peningum rússn. skattborgara til að hygla vell auðugum vildarvinum, sem lifa í velllystingum -- meðan að kjör almennings fara versnandi!
Setur þar með, kostnaðinn -- á almenning! Samtímis og kjör almennings versna!
Mér virðist þetta - kjörið sprengi-efni!
Að senda almenningi - stöðugt kosnaðinn af refsiaðgerðum NATO, á þessa auðugu einstaklinga!
Rökrétt virkar óánægja almennings þannig - að hún safnast upp.
Heldur áfram að safnast upp - því oftar sem höggið er í sama knérunn!
Pútín sé því virkilega að leika sér að eldinum með því að vernda sína gríðarlega auðugu vildarvini - senda reikninginn stöðugt til almennings!
Öfugt við þ.s. Emma Ashford fullyrðir - gæti þetta alveg virkað fyrir rest!
Sérstaklega ef Pútín, heldur svona stöðugt áfram, að senda reikninginn til almennings -- samtímis því að kjör almennings versna áfram!
Að vernda forherta ofurauðuga einstaklinga - samtímis að kjör almenning stöðugt eru skert, til þess að verja þá aðila; þegar samtímis þau kjör einnig versna vegna frekari lækkana olíuverðs á mörkuðum --> Ég get hreinlega ekki komið auga á öflugra sprengiefni.
Og Pútín er að gera sér þetta sjálfur!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2016 | 01:24
Þrátt fyrir allt, verða enn refsiaðgerðir í gangi gagnvart Íran - þó að alþjóðlegar refsiaðgerðir tengdar kjarnorkuprógrammi Írans, séu fallnar niður
Skv. útskýringu Financial Times, eru þetta stærstum hluta aðgerðir er tengjast stuðningi Írans við Hesbollah, og nokkurn fjölda smærri hreyfinga Íslamista af meiði Shia Íslam.
Þær aðgerðir hangi uppi, að stórum hluta vegna andstöðu meðal Repúblikana að afleggja þær - en einnig þá rói Ísraelar og Saudi Arabar ásamt Flóa Araba vinum sínum - undir.
- Þær aðgerðir tilheyra eldri deilum Bandaríkjanna við Íran, sem hófust eftir að byltingin í Íran 1979 fór fram og keisarastjórnin sem Bandaríkin höfðu stutt - hrökklaðist frá völdum --> Einkum grunar mig, að mjög miklu hafi valdið - gísladeilan. Eftir að byltingarsinnaðir Íranar, tóku bandaríska sendiráðið í Teheran og starfsmenn í gíslingu. Deila sem stóð yfir í rúmt ár - og án nokkurs vafa, stuðlaði mjög að því að neikvæð viðhorft gagnvart írönsku byltingunni, urðu ráðandi vestanhafs.
Mín skoðun er að gíslatakan hafi verið klár mistök af hálfu Írana, og ekki haft annað en - neikvæðar afleiðingar fyrir Íran. - Meðan að gísla-deilan stóð yfir, réðst Saddam Hussain á Íran - og grunar mig sterklega, að gísladeilan hafi haft mikil áhrif á þá afstöðu í Bandaríkjunum --> Að styðja við Saddam Hussain í stríði hans við Íran.
Það sama gerði Saudi Arabía -sem örugglega markar upphaf hatrammra átaka Írana og Sauda sem standa yfir enn þann dag í dag- og Súnní Araba furstadæmin við Persaflóa, sbr. flóa-arabar, studdu einnig það stríð gegn Íran.
Meðan að þessi hildarleikur stóð yfir - Bandaríkin studdu stríðið gegn Íran, ásamt flóa Aröbum og Saudum. Þá hófst annað sjónarspil -> Innrás Ísraela í Lýbanon, og herseta þeirra þar.
Eins og er þekkt, þá meðan á hernámi Ísraela stóð, þá risu upp hreyfingar meðal lýbanskra Shíta - og Íranar studdu þær hreyfingar eins og þeir gátu, uppskáru fylgispekt og stuðning þeirra hreyfinga á móti.
Þær hreyfingar -þar beittu sér með margvíslegum hætti til stuðnings Íran- þaðan koma ásakanirnar, að Íran hafi stutt hryðjuverk. Hesbollah hreyfinging fremur fljótlega varð ráðandi, og réð niðurlögum keppinauta sinna meðal Shíta - og varð hreyfing lýbanskra Shíta.
Það sem mest stendur í Bandaríkjamönnum, var hryðjuverk sem framið var í Lýbanon, þegar Bandaríkin voru þar í rúmt ár, með herlið -sem sagt var gegna friðargæslu- en mannskætt sprengjutilræði varð til þess, að Reagan ákvað að draga það lið frá Lýbanon.
**Afar líklegt virðist að Hesbollah tengist þeirri árás, og Íran var þá þegar farið að styðja Hesbollah með öflugum hætti.
**Síðar á sama áratug, gerð Hesbollah nokkrar árásir á samkomustaði Gyðinga m.a. í Argentínu - en Hesbollah leit svo á að þeir stofnanir gyðinga utan Ísraels, er styðja gyðingaríkið, væru réttmæt skotmörk Hesbollah meðan að á hernámi Ísraela stóð.
Það mun sennilega fyrr frjósa í helvíti - en að Íranar hætti stuðningi við Hesbolla!
Höfum í huga, að Hesbolla er róttæk íslamistahreyfing - þó þar fari hreyfing Shíta, í stað þeirra Íslamista hreyfinga sem eru mun þekktari á Vesturlöndum, hreyfingar Súnní Múslima.
- Hesbollah má eiga, að sú hreyfing hefur -ólíkt enn róttækari Súnní hreyfingum- skilgreint réttmæt skotmörk með miklu mun þrengri hætti.
- Hesbolla lítur á sig sem -baráttuhreyfingu fyrir Shíta- og stendur þá gjarnan gegn róttækum Súnníta hreyfingum. Vegna þess, að róttækar Súnníta hreyfingar, gjarnan vilja traðka á rétti Shíta - og sumar ráðast að Shítum með beinum hætti sbr. Al Qaeda og ISIS.
- Með sínum hætti er Hesbollah - ákaflega miskunnarlaus. Þegar skilgreindir óvinir hreyfingarinnar, eiga í hlut.
- Þannig hefur Hesbollah verið ásökuð fyrir að beita Súnní hópa, harðræði - þegar hreyfinging hefur náð stjórn á svæði, þ.s. íbúar blandast milli trúarhópa. Sérstaklega í átökunum innan Sýrlands.
- Það má segja að það sé til staðar - gagnkvæmt vantraust.
- T.d. í Sýrlandi, er það áberandi - að Hesbollah virðist skipulega hrekja Súnní hópa á brott, þar sem hreyfingin hefur náð svæðum.
Ásakanir uppi, að hreyfinging sé að skapa á landamærasvæðum Sýrlands við Lýbanon - - hreint Shíta svæði. Með því að hrekja Súnní íbúa í burtu!
Þetta er að sjálfsögðu mjög óheppilegt <--> Getur verið stór hluti skýringar þess, af hverju það eru svo margir Súnní Araba flóttamenn á svæðum innan Sýrlands þ.s. Súnní hópar ráða.
Óheppilegt -vegna þess- að þ.s. stjórnarherinn nú, nánast alltaf starfar í náinni samvinnu við Hesbolla -- er ákaflega sennilegt að Súnníar telji stjórnarherinn styðja þær hreinsanir sem Hesbolla virðist stunda.
Þetta líklega þíðir - að ef það gerðist, að sveitir Hesbollah og stjórnarhersins, næðu að sigrast á uppreisnarhópum - Súnníta. Þá mjög líklega mundi skella á fjöldaflótti þeirra Súnníta, þar á meðal meðal íbúa þeirra svæða - - við erum að tala um allt að 4 milljón manns.
- Vandinn virðist orðinn sá - að þetta sé orðið að Súnní/Shíta stríði. Eiginlega séu trúarátökin búin að taka yfir sviðið - af upphaflega borgarastríðinu.
- Sigur annars hvors aðilans, í þannig átökum -- muni leiða til fjöldaflótta.
- Það sé þess vegna sem það sé nauðsynlegt - að enda átökin í Sýrlandi, með friðarsamkomulagi -- og mjög líklega, skiptingu landsins milli Shíta -þ.e. Írans og stuðningshópa Írans- og Súnníta, og þeirra er styðja Súnní Araba uppreisnarhópa.
__________
Vonir standa til - að samkomulag við Íran.
Er hefur nú bundið endi á alþjóðlegar refsiaðgerðir á Íran, er tengjast deilum um kjarnorkuprógramm Írana.
Muni hjálpa til við það verk, að binda endi á þetta stríð -- áður en frekari flóttamanna bylgjur skella yfir.
Hversu mikið vesen verða þær refsiaðgerðir Bandaríkjanna - er halda áfram?
Áfram verða aðgerðir í gangi af hálfu Bandaríkjanna - er tengjast íranska Lýðveldisverðinum, sem er nánast ríki innan íranska ríkisins - gríðarlega fjölmenn íslamista hreyfing.
Sú hreyfing - rekur eigin hersveitir við hlið almennra hersveita stjórnvalda Írans, yfir allt sviðið - þ.e. landhersveitir, sjóhersveitir og flughersveitir - 100% hliðstæða.
Að auki rekur sú hreyfing - - skóla, sjúkrahús, heilsugæslu - ekki síst, á mikinn fj. fyrirtækja í rekstri innan Írans.
Það sé því gjarnan góð spurning - hver ræður mestu innan Írans: Ríkið, klerkarnir, eða, íranski lýðveldis-vörðurinn.
Strangt til tekið er hann undir klerkunum, en -de facto- sé hann 3-aflið í Íran.
Hann haldi uppi róttækri stefnu, mjög and bandarískri oftast nær - oft róttækari en sú stefna meira að segja, sem klerkarnir reka.
Hann sé gríðarlega virkur í þeim átökum, sem hafa verið í gangi við Saudi Arabíu og flóa Araba.
- Bandaríkin ætla áfram að halda uppi refsi-aðgerðum gegn fyrirtækjum í eigu Lýðveldisvarðarins.
- Það sem flæki málin sé, að þær aðgerðir ná til fyrirtækja sem ekki eru bandarísk, en eiga viðskipti innan Bandaríkjanna eða við bandarísk fyrirtæki.
- Þetta þíði - að þegar evrópsk fyrirtæki ætla að hefja viðskipti við Íran, nú í vikunni sem er að hefjast eftir að sunnudagurinn er búinn.
- Þá þarf að gæta þess, að þau fyrirtæki í Íran sem þau ætla að starfa með, tengist ekki Lýðveldisverðinum.
Það sé hugsanlega snúið að tryggja það svo öruggt sé.
- En vegna þess hve stjórnvöld Írans - að því er virðist með stuðningi klerkanna.
Leggja áherslu á að endalok alþjóðlegs viðskiptabanns - leiði til verulega mikilla erlendra fjárfestinga innan Írans. - Þá örugglega munu báðir aðilar - beita Lýðveldisvörðinn þrýstingi um að standa til hliðar.
Að vera ekki hindrun.
Það verður að koma í ljós, hvort þetta skapar flækjur.
Svo eru nýjar refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjann, er þó virðst óverulegar: U.S. Imposes New Sanctions Over Iran Missile Tests
Miðað við lýsingu í frétt - virðist ólíklegt að þær aðgerðir hafi nokkur veruleg áhrif.
Obama virðist skv. þeirri lýsingu - hafa skilgreint þær aðgerðir þröngt.
Ástæða þess að Bandaríkjunum er uppsigað við eldflaugatilraunir Írana, er að -tæknilega- geta þær eldflaugar borið kjarnavopn, þó að skv. samkomulaginu - sem "I.A.E.A" sl. sunnudag formlega staðfesti, að Íran hafi uppfyllt - hafi Íran skilað öllum sínu kjarnakleyfa auðgaða úrani, og að auki tekið í sundur þunga vatns kjarnaofn, sem styrr stóð um - vegna þess að sá gat framleitt Plútoníum.
Það auðvitað þíðir, að ósennilegt er að þær flaugar verði búnar kjarna-oddum.
En með þróun þeirra eldflauga, viðheldur Íran a.m.k. þeirri tæknilegu getu - að síðar meir, ef einhverntíma seinna Íran smíðar kjarnasprengjur - að þá geta komið þeim fyrir á þeim eldflaugum, þ.e. ef Íran á hönnun fyrir kjarnaodd, sem sagt er að Íran eigi.
Þ.e. þá a.m.k. tæknilega mögulegt, fyrir Íran - að hugsanlega með frekar litlum fyrirvara síðar meir, að verða kjarnorkuveldi algerlega sambærilegt við Ísrael - það er, þar sem Íran sé þegar að fullþróa flaugar með næga burðargetu, sem þá -tæknilega- geta flutt kjarnavopn yfir umtalsverða vegalengd, t.d. hugsanlega til Ísraels.
- Þetta er auðvitað sviðsmyndin sem forsætisráðherra Ísraels klifar á.
Ég aftur á móti held, að Íran - hafi ekki neina rýka hagsmuni af því, að láta verða af smíði kjarnavopna!
Ef losun alþjóðlegra refsiaaðgerða, leiðir til þess - að efnahags uppbygging Írans kemst á flug.
Þá verði það miklu mun stærri hagsmunir Írans, að rugga ekki þeim bát, að sú uppbygging geti tekist og gengið fyrir sig sem mest - án truflana.
- Höfum í huga, að Íran hefur í reynd miklu mun fjölbreyttara hagkerfi, heldur en t.d. Saudi Arabía - - sbr. framleiðir um milljón bifreiðar per ár, kvikmyndaframleiðsla er einnig mikil í Íran - og íranskar kvikmyndir áberandi í Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu.
Pegugeot/Citroen hefur þegar ákveðið, að samstarfsaðili þeirra í Íran - verði einn helsti vaxtarbroddur PSA samsteypunnar á erlendum vettvangi í framtíðinni. - Sem sagt - ekki bara olía og gas.
Eiginlega lít ég svo á, að Íran -- eigi miklu mun betri möguleika, í framtíðar efnahags uppbyggingu, en t.d. Rússland.
- Að sjálfsögðu - eigi sama við, ef samanburður er við Saudi Arabíu og flóa Araba.
Mig grunar reyndar - að ótti Sauda sé ekki síst sá, að efnahagsleg drottun Írans við flóann, verði slík - að Saudar muni eiga litla möguleika, svona - - 10 ár heðan í frá.
Að sjálfsögðu, mun efnahagsleg uppbygging Írans - stuðla að eflingu hers - flota og flughers Írans. Í dag er allur herafli Írana - gríðarlega úreltur eftir 30 ár af hörðum refsiaðgerðum.
Í dag, getur Íran ekki hætt sér í - bein átök við herafla annars lands, af þess sökum.
Auðvitað ef Íran er skoðað út frá olíuauðæfum!
- Þá er Íran í þeirri einstöku stöðu, að bjóða upp á aðgengi að Kaspíahafi, í gegnum Íran - en þar eru 3 - önnur olíuauðug lönd, þ.e. Kirgistan, Túrkmenistan og Azerbaijan. Eins og nú stefnir í -> Þá ætlar Kína sér bersýnilega að slá eign sinni á alla þá olíu sem þaðan streymir, sbr. 4-leiðslur alla leið til Túrkmenistan í gegnum Kirgistan, sem Kína hefur reist og skilst mér duga til að flytja um 90% af framleiðslu þeirra landa til Kína.
Íran á gamla leiðslu með litla flutningsgetu - en nýjar er unnt að leggja, frá höfn við Kaspíahaf, til olíuhafnar við Persaflóa. Þannig nýta þau mannvirki til útskipunar við flóann, sem Íranar þegar eiga. - Síðan er það eigin olíuframleiðsla Írana, sem Íranar segjast munu auka um 500þ.tunnur þegar í þeirri viku sem er að hefjast, og síðan auka um helming - á nk. 6-7 mánuðum. Þannig að síðsumars, sé sú aukning kominn inn. Margir draga þá tímasetningu í efa - en hver veit. Íranar virðast hingað til meina allt sem þeir segja - hví ekki þetta líka?
Þær Bandarísku refsi-aðgerðir sem halda áfram.
Gætu haft það sem hugsanleg megin áhrif - að halda bandarískum fyrirtækjum frá Íran.
Evrópsk orkufyrirtæki - sem og flugvélaverksmiðjan Airbus, og margvísleg evrópsk framleiðslufyrirtæki - - virkilega hugsa sér gott til glóðarinnar.
Heyrst hefur í fréttum, að Íranar hafi þegar pantað nokkra tugi Airbus þotna. Enda er gríðarleg uppsöfnuð þörf á að endurnýja flugflota Írana í innanlandsflugi.
Gríðarleg há slysatíðni - sé íbúum Írans mikið áhyggjuefni.
Niðurstaða
Ég hugsa að Íranar séu það einbeittir í því, að nú sé tækifæri Írans að renna upp. Að þeir láti ekkert stöðva sig - í því markmiði að byggja upp efnahag Írans á nk. árum.
En þeir hafa nú sl. 20-30 ár séð hvernig Kína hefur byggst upp, og mig grunar að Íranar hafi dregið af því sinn eigin lærdóm - m.ö.o. að efnahags uppbygging sé lykilatriði.
Þess vegna held ég persónulega, að lítil hætta sé á því að Íranar hætti á það nk. 10 ár meðan að samkomulag svokallaðra 6-velda við Íran stendur yfir; að það samkomulag fari út um þúfur, vegna einhvers sem Íran gerði af sér.
Vonandi verða þær vonir að veruleika, að þetta nýja upphaf fyrir Íran - stuðli að auknum sáttavilja Írans í deilum þeim, sem tengjast stríðinu í Sýrlandi --> En Íran er þar sannarlega megin þátttakandi <--> Á móti Saudi Arabíu og flóa aröbum, sem styðja uppreisnarhópa meðal Súnní Araba hluta íbúa landsins.
Á hinn bóginn má vera, að erfitt geti orðið að finna sátta vilja Sauda sjálfra.
En á sama tíma, veit enginn nákvæmlega, hvað Pútín vill - svo það þarf ekki vera svo, að það verði einungis um sáttavilja Sauda að sakast, eða skort á þeim vilja.
Ef Pútín -t.d.- heldur að hann geti stuðlað að sigri stjórnarhersins - þá má vera, að Pútín verði þar um, þrándur í götu.
En eins og ég útskýrði að ofan -- er afar sennilegt, að hvort sem um sé að ræða sigur uppreisnarmanna eða stjórnarhers með stuðningi Hesbolla sveita --> Að þá bresti á viðbótar fjöldaflótti frá Sýrlandi.
Á hinn bóginn, má vera að Pútín sé slétt sama um slíka afleiðingu, þ.s. að A)Hún mundi bitna á V-Evrópu, ekki Rússlandi. B)Pútín getur metið svo, að slík bylgja mundi auka fylgi við flokka á öfga-hægri væng í V-Evr., sem margir hallist að stuðningi við Pútín, þannig að slík bylgja gæti stuðlað að því að hagstæð fyrir Pútín stjórnarskipti verði í einhverjum V-evr. löndum. C)Þannig, að Pútín getur haft sínar eigin ástæður --> Til að vilja stuðla að slíkri flóttamannabylgju.
Við skulum vona - að Pútín vilji binda endi á þessi átök. En ef hann vill frekar spila "spoiler" hlutverk - þá gæti þess í stað stefnt í vaxandi átök, og einnig vaxandi líkur á nýjum flóttamanna bylgjum.
Og að auki, Íran taki upp þá sömu afstöðu - að vilja endi á þau átök.
En án vilja til samkomulags - getur ekkert samkomulag orðið. Þarf þar til vilja Írans og Pútíns - ekki síður en vilja Sauda og flóa Araba.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 871083
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar