Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Spurning hversu miklu máli það skiptir - að NATO ætlar að senda Úkraínu a.m.k. 100 Vestræna skriðdreka er tæknilega taka rússneskum skriðdrekum langt fram! Sumir fullyrða 100 Vestrænir, skipti ekki sköpum - meðan aðrir halda öðru fram!

Skriðdrekarnir sem stefnir í að Úkraínumenn fái -- er 14 Challenger 2, 31 M1 Abrahams, þegar liggja fyrir loforð um a.m.k. 40 Leopard skriðdreka -- óvissa er enn um endanlegan fjölda Leopard 2; en mögulegt þeir verði á endanum 100 - jafnvel flr. en 100.
--Heildarfj. gæti orðið á bilinu 100 - 150.

Bandaríkin ætla að láta Úkraínu fá: M1 -- beint frá framleiðenda!
Það þíðir að þeir taka mánuði að skila sér til Úkraínu.
Þannig að M1 skriðdrekarnir, ný framleiddir - þá af nýjustu gerð.
Skila sér líklega ekki fyrr en - síð-sumars, eða jafnvel um haust.

  • M1 skriðdrekarnir munu því ekki skipta máli, líklega, um átök vors og sumars.

File:Tank Leopard 2A7 NATO Days 2022.jpg

Leopard 2:

Þyngd - A6 62,3 tonn.
Þyngd - A7 66,5 tonn.

Ekki er birt þyngd -- þegar umfram-brynvörn er notuð.
Þ.e. boltuð-á auka-brynvörn. En ef notuð, bætir nokkrum tonnum við.
--Möguleg þyngd gæti því verið allt að: 70 tonn.

Aðalvopn er -- 120mm smooth bore fallbyssa.
Brynvörn er Chopham -- er tekur brynvörn rússn. farartækja fram.

Hraði er 70km / Drægi er 340km.
Vélarafl 1.500hestöfl dísil.

Munur milli A6 og A7 er fullkomnari miðunar-búnaður.
Og öflugari radar og turn er hefur hraðari snúning.

  • Það gerir A7 týpunni mögulegt að skjóta niður, þyrlur og lágfleygar flugvélar.
    Með megin-vopninu.

File:Challenger 2 Main Battle Tank patrolling outside Basra, Iraq MOD 45148325.jpg

Chellengar 2:

Þyngd 64 tonn - án auka-brynvarnar.
Þyngd 74 tonn - með auka-brynvörn.

Aðalvopn 120mm -- riffluð fall-byssa.
--Bretar eru þeir einu, er enn nota - rifflaða byssu.

Til stendur að skipta út aðalvopni Challenger 2 fyrir sama vopn og á Leopard 2.
Samtímis mundi Challenger 2 fá nýjan turn með fullkomnari radar og miðunarbúnaði, ásamt því að hafa hraðan snúning eins og á Leopard A7.
--En það hefur ekki enn verið gert.

Rifflaða byssan, getur ekki notað -- standard NATO skot.
Heldur einungis sérstök skot er Bretar hafa smíðað sjálfir.
--Nýlega í samanburði, kom í ljós þýska skriðdreka-skotið er ívið betra.

Challenger 2 hefur ekki getu sem Leopard A7 hefur, til að skjóta niður þyrlur og flugvélar -- bendi á að sama á við um Leopard A6.

Hámarkshraði 60km. / Drægi 550km.
Vélarafl 1.200hestöfl dísil.

File:Alabino05042017-40.jpg

T72 -- mest notaður af Rússum í Úkraínu!

Þyngd 41,5 - 44,5tonn hærri talan gæti verið, ásamt viðbótar-brynvörn.

Aðalvopn 120mm smooth bore fallbyssa.

Rússneska vopnið hefur minna afl heldur en meginvopn Challenger 2 og Leopard 2.
Virðist um að kenna, einhverju leiti týpu af -autoloader- sá skriðdreki notar.
En fyrir hann er fallstykkjum raðað lárétt - er takmarkar lengd þeirra.
Það þíðir, að Rússar urðu að minnka sprengi-hleðsluna m.ö.o. stytta hana.
Annars kæmist áhöfnin ekki fyrir í skriðdrekanum, milli skothylkjanna sitt hvoru megin.

Í Írak 2003 kom í ljós, að megin-vopn T72 hafði ekki afl til að skjóta í gegnum fram-brynvarnir þeirra M1 skriðdreka er þá voru notaðir, né Challenger 2.
--Þessi galli á líklega enn við, T72 þ.s. allir rússn. T72 nota sama autoloader.

Hámarkshraði er 70km. -- drægi 460km. Vélarafl 750hestöfl dísil.

File:Средний танк Т-62.jpg

T-62 -- athygli vakti er 50 ára gamlir T62 sáust í Úkraínu sl. sumar!

Óþekkt er hver hátt hlutfall skriðdreka er Rússar beita eru T62.
En síðan sl. sumar hafa þeir gerst sífellt meir áberandi.

  • Ath. þeir skriðdrekar voru þegar taldir úreltir á 9. áratug 20. aldar af Sovétríkjunum.
    En þeir eru tæknilega einfaldir.

Aðalvopn 115mm smooth bore.

Þyngd 37 tonn.
Hraði 50km. -- drægi 450km. -- vél 580 hestöfl dísil.

Alveg öruggt megin-vopn þeirra, dregur ekki í gegnum frambrynjur Vestrænu tækjanna.
Samtímis var brynvörn þeirra metin - ónóg af Sovétríkjunum, þegar 1980.
--Einfaldlega, dauðagildrur fyrir áhafnir.

File:T-90M.jpg

T90 er fullkomnasti skriðdreki Rússa í fjöldaframleiðslu!

Þar sem T90 er byggður á T72, og notast við uppfærða útgáfu af undirvagni T72 -- tel ég fullvíst að hann noti sama -autoloader- og T72.
Hann sé því líklega með sama galla og T72 -- meginvopn skorti nægilegt afl.

T72 hefur þó vel varðan turn, sem sé með - composite - brynvörn, sem Rússar sjálfir hafa hannað; og því líklega betur varinn á turninum en aðrir rússn.skriðdrekar.

En undirvagn hafi - stálbrynvörn - því líklega ca. sú sama og á T72.

  • Á myndum virðist T72 yfirleitt þakinn af ERA (Explosive Reactive Armor)er veitir vörn gegn - high-explosive shaped charge warheads.
  • Það þíði, að hann sé a.m.k. betur varinn gagnvart skriðdreka-vopnum er beiti slíkum sprengi-hleðslum.

Hinn bóginn, veita ERA tiles -- enga vörn gegn, solid core penetrator.
-----------

Því ættu Vestrænu skriðdrekarnir ekki eiga í vandræðum með að skjóta T90 í spað.
Og líklega komast skot T90 einfaldlega ekki í gegnum frambrynjur Vestrænu skriðdrekanna.

Þyngd 46 - 48 tonn.

Aðalvopn 120mm smooth bore.

Hraði 60km. -- drægi 550km. -- vélarafl 840 eða 1000 hestöfl.

 

Málið sé einfaldlega að Rússnesku skriðdrekarnir séu -- outclassed!
Líklega þar af leiðandi yrðu bardagar afar -- einhliða.

  1. Sumir halda því fram, að Seinni-Styrrjöld sanni annað -- að tæknilega outclassed andstæðingur geti samt unnið - m.ö.o. fjöldi sé eina sem máli skipti.
  2. Hinn bóginn er það ekki rétt, að Bandar. hafi ekki haft -- tæki er drógu í gegnum brynvarnir Panther og KingTiger.

M10 - M18M36M4A3(76) Sherman, gátu allir skotið í gegnum frambrynju Panther.
Meðan að M36 gat einnig skotið í gegnum frambrynju KingTiger.

  • M10 - M18 - M4A3(76) Sherman höfðu 76mm fallbyssu, er var öflugari en eldri 75mm.
  • M36 var með 90mm byssu, er gat skotið í gegnum hvað sem til var 1944-1945.

Bretar voru einnig með tæki er gátu skotið í gegnum brynju Panther: Sherman Firefly.
Hann var með nýrri 7 tomma byssu Bretar notuðu eftir seinna stríð í Centaurion.
Sú var nægilega öflug til að skjóta í gegnum frambrynju Panther.

  1. Sannarlega er það rétt, meginþorri M4 Sherman í Frakklandi 1944, voru eldri framleiðslutýpur með einungis -outclassed- 75mm vopn sem var vonlaust gegn Panther.
  2. Þ.s. framleiðsla Sherman M4A3(76)hófst ekki fyrr en síðla árs 1943, var sennileg ekki nema í besta falli -- 10% Sherman skriðdreka í Frakkl. með 76mm vopnið.

Hinn bóginn, voru M10 og M18 skriðdreka-banarnir með 76 vopninu, í Frakkl. frá byrjun.
Meðan að M36 kemur í framleiðslu 1944 - tja eins og KingTiger.
--Sem þíddi báðar týpurnar komu fram ca. á sama tíma.

  1. Það var aldrei þannig, að bandamenn væru -- outclassed -- gagnvart Þýskalandi.
  2. Sama átti við um Sovétríkin -- þá, þ.e. T34(85) með 85mm vopni, hafði sambærilegan skotkraft er einnig dugði til að skjóta í gegnum frambrynju Panther.
  • Að auki áttu Sovétríkin Stalin2 og Stalin3 -- með 120mm vopni.
    Er skaut í gegnum brynvörn KingTiger.

Punkturinn er einfaldlega sá -- að þ.e. ekki hægt með því að vísa til Seinni-Styrrjaldar, að nota rök á grunni hennar.
--Til að staðhæfa, að 100 Leopard 2 ásamt 14 Challenger 2 - séu ekki hugsanlega decisive.

Segi auðvitað hugsanlega - því einungis reynslan mun sína fram á hvað gerist!

 

Niðurstaða

Það að ljóst er líklega að Úkraína fær sennilega a.m.k. 100 Leopard 2 skriðdreka, hugsanlega e-h flr. Ásamt 14 Challenger 2 skriðdrekum.
Mun örugglega draga verulega eða minnka til muna möguleika þess.
Að sennileg vor-sókn eða snemm-sumars sókn Rússlands.
Sem talin er að geti haft hugsanlega allt að 1mn.
--Skili e-h er nálgast þeim árangri Pútín líklega stefnir að.

Það sé óvíst að svo miklu munar að þessi gjöf NATO leiði til sigurs Úkraínu.
En það að fá þessa skriðdreka með algera tæknilega yfirburði yfir þá skriðdreka.
Sem Rússland hefur til þessa beitt í Úkraínu -- mun án vafa muna mjög mikið um.

Svokallaður - T14 Armada skriðdreki, hefur hingað til ekki sést í Úkraínu.
Ég hef efasemdir að sá hafi yfir höfuð fram til þessa verið settur í fjöldaframleiðslu.

  • Rökin eru einföld, ef Rússar ættu hann í magni - hefðu þeir notað hann.

Harðir bardagar halda enn áfram í Donetsk héraði í Úkraínu.
Ekkert stórfellt hefur þó gerst um hríð - Wagner herinn virðist í hnignun.
Vísbending að megin-her Rússlands, sé aftur tekinn yfir, eða að taka yfir.
Það gæti leitt til nýrra sóknar-aðgerða, þó ekki sé endilega búist við því að sókn Rússar á svæðinu herðist endilega við það að einhverju verulegu ráði.
--Almennt talið, virðast varnir Úkraínu á svæðinu halda, þ.e. við stærri staðina, þó þeir hafi gefið eftir nokkur þorp og a.m.k. einn eða tvo smærri bæi.

Flest bendi til stórfellds mannfalls Rússa í bardögum undanfarið.
En kannski þegar megin-herinn aftur tekur yfir sviðið.
--Taka Rússar upp aðferðafræði sem sé ekki eins mikil slátrun fyrir Rússa sjálfa.

Wagner sveitirnar virðast útbrunnar a.m.k. í bili.


Kv.


NATO: 188.000 Rússar fallnir í Úkraínu - nýjar tölur! Rússneskir fjölmiðlar fullyrða ný rússnesk sókn sé í Zaporizhzhia héraði S-Úkraínu! Vestrænir fjölmiðlar ekki enn séð skýrar sannanir fyrir þeirri atburðarás!

Ef marka má fullyrðingar Rússneskra fjölmiðla, þá er sókt að borgunum -- Orikhiv og Hulyaipole, sem eru nokkra tugi km. frá víglínu Rússa og Úkraínu, í Zaporizhzhia héraði.
Hinn bóginn, hafa Úkraínumenn ekkert tjáð sig um -- þá meintu sókn.
Fregnir í Vestrænum fjölmiðlum -- vitna einungis í fullyrðingar rúss. miðla.
--Engar skýrar sannanir liggja fyrir því, að sókn sé í gangi á þeim slóðum!

  • Slík sókn væri frá línu Rússa Sunnan við Zaporizhzhia línu Úkraínuhers, til norðurs!

Fréttaskýring Varnamálaráðuneytis Rússlands, sagði einungis: Hlekkur!

In the Zaporozhye direction, as a result of offensive operations, units of the Eastern Military District have taken more advantageous lines and positions.

  1. Er segir afskaplega lítið annað - en að einhver tilfærsla hafi orðið á línunni milli herjanna!
  2. Þetta er eiginlega afar hófsöm yfirlýsing -- engin fullyrðing um töku staðar.

Þetta slær því -- annan tón!
En fullyrðingar - rússn.bloggara - um töluvert annað!

Bloggari er kallar sig - WarGonzo: Hlekkur!
In the Zaporozhye direction, Russian troops are attacking in the area of ​​Stepnoye and Malaya Tokmachka, trying to reach Orekhov from the west and southeast. Artillery hit the city itself. Also, the Armed Forces of the Russian Federation fired at Belogorye, Charovnoye, Gulyaipole, Malinovka and Olgovskoye. The Armed Forces of Ukraine launched a missile attack on Tokmok.

  1. Virðist sú sérkennilega saga, að það ber mikið milli einstakra bloggara, hvað er sagt vera gerast --.
  2. Á sama tíma og ráðuneytið sjálft, segir afar afar lítið.

Sem eiginlega setur mann í þann stað!
Þegar enginn utanaðkomandi -- utan Rússlands meina ég.
Hafi staðfest nokkuð af þeim fullyrðingum!
--Að taka þetta með haugum af saltkornum.

Virðist í vexti -- að mikið beri í milli, fullyrðinga Rússa; og þ.s. tekist hefur að staðfesta með - t.d. gerfihnatta-myndum, hermenn í tilteknum klæðum - tæki og tól!
Spurning hvort -- a.m.k. einhverjar þeirra fullyrðinga, flokkast áróður!
Fall einuingis - Sil er þarna staðfest, með myndum er tekist hefur að staðsetja!
--Getur verið kominn sé fullyrðingaslagur milli Wagner Militia, og Rússa hers!

Staða Úkraínuhers við borgina Bakhmut virðist enn sæmilega örugg!

Þrátt fyrir fall Soledar og Sil, norður af borginni -- og áframhaldandi sóknarhörku Rússahers á svæðinu Norðan af Bakhmut!

  1. Sé enn, lítil sjáanleg hætta að, Rússar nái því takmarki að einangra Bakhmut.
  2. Þó fall Soledar og Sil, hafi lokað flutninga-leið beint Norður.
    Sé ágætlega greið leið -- beint Austur/Vestur, vegur er liggur á þann kannt, til og frá Bakhmut borg.

Rússar þyrftu að sækja langa leið lengur í Austur, og síðan Suður -- áður en það takmark að umkringja Bakhmut væri í sjónmáli.

Hafandi í huga, að Rússar hafa verið að dunda þetta -- í 6 mánuði nú.
Þá virðist a.m.k. ekki líkur á falli Bakhmut -- innan nk. 4-6 mánaða.

  • Alls óvíst að Rússar nái Bakhmut nokkru sinni.

Frétt: Russian casualties in Ukraine have hit an eye-watering 188.000

 

Ótrúlegt mannfall Rússarhers í Úkraínu: 188.000!
Höfum í huga að -- enn er ekki liðið fullt ár frá upphafi innrásarstríðs Rússa, 24/02/2022.
Á 11. mánuðum hafa Rússar tapað 188.000 föllnum!
A.m.k. 2-3 sinnum sú tala, í særðum!

  1. Sinnum tveir: 376.000.
  2. Sinnum þrír: 564.000.
  • 376 + 188: 564.000.
  • 564 + 188: 752.000.

Fallnir + særðir skv. því, a.m.k.: 500.000.
Miðað sinnum 3, fallnir og særðir: 3/4 af milljón.

  • Sovétríkin misstu: 13.000 milli 1979-1989 í Afghanistan.
  • Bandaríkin misstu58.220 -- 30 ár í Víetnam!

Ef einhver segir þetta ekki geta staðist!
Birti ég aftur -- blogg-færslu Igor Girkin:

Áhugaverð skoðun: Igor Girkin/Strelkov:  - hlekkur á færslu Girkin/Strelkov.

Strelkov Igor Ivanovich: In other sectors of the front, the Russian command does not need such a goading, there it itself, voluntarily drives to the slaughter the last remnants of the infantry, no longer very combat-ready due to previous losses. The Russian military has an incredible talent for turning any village with a couple of landings and a pig farm into Verdun (Verdun var orrusta í Fyrri-Styrrjöld, alræmd fyrir blóðbað), on which their own, not enemy, units are grinded. 

From the fact that the Russian army can do nothing but, bleeding, take another village, surrendering a district center or an entire region on the other flank, the Russian army made an amazing conclusion - let us take more villages! And arranged the maximum possible Verdun along the entire front line, including the very infamous Pavlovka in the DPR. And, of course, Bahmut. How could it be without him. How not to kill the last remnants of combat-ready infantry about him? It is not possible at all. These fucking bastards need to get a positive for the news somewhere! Here, we freed another 100 meters of such and such a village. And whoever is the first to report on the complete liberation of the village - that order.

I think that the Ukrainian command, too, later, already in captivity, will give these people the appropriate orders. -Gold and very dark amber- (c) Because on the eve of the winter offensive of the Armed Forces of Ukraine, it is almost impossible to provide the Armed Forces of Ukraine with some more significant service than killing the remnants of our infantry and the remnants of our tanks. Although no, I'll call. Can! It was provided to the dill by the organizers of mobilization in the Russian Federation, who drove the lion's share of those mobilized into -rifle regiments- without heavy weapons and artillery, the same state as the regiments of the Donbass -mobiks-. These absolutely uncontrollable due to the lack of normal command personnel and, of course, the lack of communications, the units are simply created in order to devour the human resource and do not represent any combat value. They are simply created for the Armed Forces of Ukraine to locate them by clusters of constantly turned on cell phones, bug their analog -Baofengs- and strike precisely at them, inflicting strikes on their neighbors, battered formations of the regular troops of the Russian Federation and the Republics during 10 months of the war. flank and rear.

Could these people be replenished with personnel units, in which motivated officers and sergeants, military equipment remained? It could be. It was possible to eliminate that monstrous patchwork that the RF Armed Forces are fighting with, when units of various military units, the National Guard, -private traders-, -leopards-, -Akhmads- crowd one or two kilometers? It could be. But no one did. The enemy has been rendered a large-scale service, worthy of a military tribunal, which, of course, will not happen.

Punkturinn í þessu að aðferðir Rússa-hers eins og Girkin/Strelkov lýsir þeim.
Er full skýring á miklu mannfalli Rússahers!

  1. Hann segir Rússar-her beita WW1 tækni í átökum í A-Úkraínu.
  2. Sbr. lýsingu hans, að Rússaher hafi gert hvern bæ í Donetsk héraði, að Verdun.

Slíkar aðferðir -- þ.e. fjölmennar árásir með stórum hópum af hermönnum.
Sem skipað er að hlaupa yfir í átt að víglínu andstæðings.
--Augljóslega leiða til óskaplegs mannfalls meðal liðs þess hers er beitir þannig tækni.

 

Niðurstaða

Fregnir um meintar nýjar árásir Rússarhers í Zaporizhzhia héraði í S-Úkraínu, besta falli teljast óljósar -- Varnarmálaráðuneyti Rússa, einungis segir Rússa-her hafa náð, hagstæðari -stöðum- hvað sem það akkúrat þíðir.
Er bendi til einhverra árása á varnarlínu Úkraínuhers, er hafi leitt fram einhverja tilfærslu á þeirri varnarlínu.

Fullyrðingar um meira -- frá rússn. bloggurum, séu líklega -vafasamar.-

Staða Úkraínuhers virðist enn sterk við borginar Bakhmut!
Varnarlínur Úkraínuhers við þá borg, halda enn vel - að best verður séð!

Nýleg sóknarlína Rússa Norðan frá, sé enn nokkurn spöl frá.
En til þess að möguleiki væri á að umkringja staðinn, þyrfti Rússa-sókn að ná verulega lengra til Vesturs, en hún hingað til hefur náð.

En jafnvel þó sóknin að Norðan næði að Bakhmut, þá er enn opinn leið í Vestur.
Það langt í frá loki því á flutninga til Bakhmut, þó sókn Rússa er fyrst tók Soledar Norðan við Bakhmut, næði að varnarlínum Úkraínumanna við Bakhmut sjálfa.

Flutningar auðvitað undir stöðugri stórskotahríð, en það ástand hefur verið til staðar -- mánuðum saman!

  1. Fregnir um: 188.000 Rússar séu fallnir.
  2. Staðfestir líklega gríðarlegt mannfall Rússa, í bardögum á Bakhmut svæðinu.

Mannfall Rússa var áætlað 100.000 seint í nóvember 2022 af NATO.
Viðbótar áætlað mannfall, hlýtur að vera fyrst og fremst, áætlað mannfall af árásum Rússa í Donetsk héraði A-Úkraínu er hafa verið stöðugar og miklar.
--Samfellt lokamánuði sl. árs og einnig frá upphafi þessa árs.

  • Þetta er langt í frá ótrúverðugt há tala!

Ef maður hefur í huga aðferðafræði Rússahers.
Eins og lýst af Igor Girkin/Strelkov.

Hver sá er efast um tölurnar -- bendi mér á, af hverju sá veit betur en: Girkin/Strelkov.

En sá maður hefur tekið beinan þátt í stríði Rússa við Úkraínu síðan 2014.
Og bauð sig fram þegar nýtt stríð hófst gegn Úkraínu 2022.
Hann er í stríðinu, ætti því að vita hvaða aðferðum er beitt.

---------

PS: Skv. nýrri frétt, ætlar Þýskaland ekki lengur að hindra að NATO lönd er eiga þýsk framleidda, Leopard II, gefi eintök af slíkum í eigin eigu til Úkraínu.
Þetta gæti verið stór ákvörðun, því hópur landa er eiga slíka skriðdreka.
Vill deila fjölda þeirra með -- Úkraínu.
Er gæti leitt til þess -- t.d. 100 jafnvel 200 slíkir, verði gefnir Úkraínu:

Germany ready to let Poland send Leopard tanks to Ukraine

Kemur í ljós væntanlega í vikunni hvort löndin taka formlega ákvörðun um slíkt.

 

Kv.


Úkraínuher kominn að borgarhliðum Kreminna Luhansk héraði. Eins og allir vita réðst Rússher að bænum Solidar fyrir viku! Bardagar einnig við Bakhmut - sunnan Solidar, varnarlínur Úkraínuhers þar ítrekað undir árásum liðlanga sl. viku!

Það virðist að tiltöluleg rólegheit í sókn Rússa á Bakhmut svæðinu í Donetsk héraði í A-Úkraínu, í desember 2022 -- hafi verið vegna liðsflutninga að bænum Solidar.
Sem er nokkurn spöl Norð-Austan við Bakhmut.

Eins og allir ættu að vita í dag, hóf Rússaher ásamt Vagner Militia -- stór-árás á Solidar fyrir rúmri viku, þ.e. helgina á undan þeirri sl.
Hefur síðan verið barist afar harkalega um þann bæ - ca. á stærð við Akureyri.

Átakasvæði í Donetsk héraði A-Úkraínu!

Satíriskt hvernig Vagner Militia og Rússaher, hafa rifist um Solidar.

Fréttaskýring frá Wagner militia - Hlekkur: We also publish media inquiries: The network edition -Ridus- appeals to the press service of Yevgeny Prigozhin with a request for comment. During the daily briefing of the Ministry of Defense of the Russian Federation, the official representative of the department, Igor Konashenkov, said that Soledar had not yet been taken, but was only blocked by units of the Airborne Forces from the south and north, and the assault detachments of the Russian armies are fighting in the city. This does not correspond to the statement of Evgeny Viktorovich that his fighters took control of the entire territory of Soledar. - Why is the information from the Ministry of Defense different from the data voiced by Evgeny Viktorovich? - Did the units voiced by Konashenkov together with PMC fighters really take part in the assault on Soledar? - How is the situation in Soledar at the moment?


Í sl. viku var um hríð - skrítin ritdeila í Rússlandi, þ.s. rússn. herinn tók undir með Úkraínuher, enn væri barist um Soldiar -- en Wagner liðar, staðhæfðu fall staðarins.

  • Ég ætla að varpa fram þeirri kenningu, stríðsþreitu gæti nú í Rússlandi.
    Það skýri rifrildið milli hers Rússa og Wagner-liða.

Vegna þess, að gagnrýni á stríðið fari vaxandi - það þvingi aðila til þess.
Að rífast um, sérhvern þann árangur menn geta fundið.

Samtímis segjast Úkraínumenn, enn hanga á svæði í Vestur hluta Solidar.
Hvað sem nákvæmlega satt er í því, réðust Rússar á svæði í grennd við Solidar á sunnudag, meðan Úkraínumenn -- segjast hafa hrundið þeim árásum!
--Rússar þó staðhæfa annað, fullyrða þeir hafi náð framrás að þorpi er heitir, Krasna Hora -- þorp spölkorn frá Solidar.

Ef þetta er rétt, að átök standi nú um þorp, í næsta nágrenni við Solidar.
Hafa Rússar líklega tekið bæinn, meðan Úkraínumenn hafi hörfað að næstu byggðalögum.

Ef marka má fregnir af átökum um Solidar -- var mannfall gríðarlegt í árás á staðinn.
Rússar hafa ekki lagt fram tölur.
En ef marka má lýsingar - þ.e. Rússar hafi ráðist fram, trekk í trekk, þangað til þeir loks komust inn fyrir varnir Úkraínuhers - hljóti mannfall árásinnar hafa verið mikið.

  • Mannfall Rússa gæti skv. því hafa verið -- nokkur þúsund!

Síðan geta menn rifist um það, hvort það sé þess virði -- að taka stað ca. á stærð við Akureyri, tapa -- ef til vill, 5þ. hermönnum ásamt kannski 10þ. særðum.
--Kannski þannig, 15K í heildina.

  • Hinn bóginn, tala Rússar atburðinn upp -- það mikið, að það hljómar sem þeir séu að tala um fall, stórrar borgar, ekki staðar á stærð við Akureyri.
  1. Kannski er það vegna þess, hvað Rússar hafa verið á undanhaldi -- misst t.d. svæði í grennd við Kharkiv borg -- þ.s. sókn Úkraínuhers heldur enn áfram, er nú í grennd við -- Kreminna.
    Einnig tapað stórum svæðum við Kherson borg, og Kherson borg.
    M.ö.o. sé farið að gæta stríðsþreitu innan Rússlands.
  2. Að, menn leita því logandi ljósi að einhverjum árangri -- til að réttlæta því, að halda stríðinu áfram í gangi.
    Þannig, þá sé leitað að einhverju -jákvæðu- það hafið upp til skýja.

Rússar hafa í 5 mánuði sókt að Bakhmut, sem er borg öfugt Solidar sem er bæ!
Rússaher hefur verið nærri Suð-Austan jaðri Bakhmut, nú í nærri 2 mánuði.
Án þess að takast að brjótast yfir varnarlínu Úkraínuhers, þar rétt fyrir innan.

  1. Málið er einmitt að orrustan um svæðið nærri Bakhmut hefur staðið stöðugt í 5 mánuði.
  2. Með gríðarlegu mannfalli allan liðlangan tímann.
  • Kannski er byrjuð stríðsþreita innan Rússlands.
  • Af hverju ætti það að vera ótrúlegt?

Þess vegna skipti svo miklu máli -- að æpa hátt.
Þegar -- smábær er tekinn!

Til að -- lækka róminn í óánægju-röddum.

 

Sókn Úkraínuhers í Luhansk héraði A-Úkraínu!

Áhugavert, yfir sama tímabil, hefur Úkraínuher nálgast Kreminna - Lugansk héraði.
Úkraínuher, skv. fregn á sunnudag, er nú alveg uppi við Kreminna!

MiliTaryLandNet: Ukrainian forces advanced and reached the vicinity of Kreminna.

Kreminna er í engu minna mikilvægur staður en -- Bakhmut!

  1. Að sjálfsögðu er óvíst að Úkraínuher taki Kreminna.
  2. Eins og ekki er hægt að fullyrða, Rússaher nái Bakhmut.

Hinn bóginn -- eru nú a.m.k. 2-mánuðir síðan, Rússar náðu upp að Bakhmut.
Það hafa verið stöðugar árásir á - Bakhmut línunni á Suð-Ausur-jaðri Bakhmut.
Án þess að Rússar hafi komist -- þar í gegn.

  1. Það gæti verið - tilraun til að opna stöðuna hjá Rússum.
  2. Að færa til lið, og ráðast að við Solidar í staðinn.
  • Skv. fréttum hafa Úkraínumenn --: 50.000 til varnar á Bakhmut svæðinu.

Örugglega allir í dag - combat-weterans - sem væntanlega útskýri.
Af hverju Rússum hefur gengið illa að ná í gegnum - víggirtar varnir við þá borg.

  • Mér finnst koma til greina: 40-50þ. manna mannfall hjá Rússum.
    Ég meina heilt yfir sl. 5 mánuði í bardögum í héraðinu v. Bakhmut.

Þegar haft er í huga, að Rússar hafa stöðugt verið að ráðast fram þá 5 mánuði.
Í ljósi þess, bardagar hafa verið -- samfelldiir þá 5 mánuði.

  1. Finnst mér uppskera Rússa ekki rosalega mikil, þann tíma: 10 þorp ca. + Solidar.
  2. Innan sama tíma, tóku Úkraínumenn -- Kharkiv borg, og nokkra tugi af smærri byggðalögum - þ.e. allt héraðið þeim megin við Kharkiv.
  • Ath: Úkraínuher er nú -- kominn að, Kreminna -- í Luhansk héraði.

 

Niðurstaða
Ég held að ég breyti ekki megin skoðun minni að stríð Rússa sé á fallandi fæti.

  1. Heildar-sagan er sennilega sú, sókn Úkraínumanna haldi áfram.
    --Sókn Úkraínuhers í framhaldi af töku svæðis Austan við Kharkiv, hefur haldið áfram - allan liðlangan tímann, þ.e. einnig í 5-6 mánuði samfellt.
    Og er nú komin að Kreminna í Luhansk héraði.
  2. Úkraínumenn, tóku einnig - eins og allir ættu muna, héraðið við Kherson borg og borgina sjálfa -- þ.e. nokkrir tugir af þorpum.
  • Þetta þarf að hafa til samanburðar, er menn ræða -- árásir Rússa í Donetsk héraði.
    En sl. 5-6 mánuði, hefur þar verið eina svæðið þ.s. Rússar sækja fram!
    Uppskera Rússa - þann tíma hefur verið ca. 10 þorp.
    Ásamt nú -- Solidar.

Ég held það sé hvers vegna Rússar hefja fall Soldar til skýja.
Vegna þess að sennilega gætir nú vaxandi stríðsþreitu í Rússlandi.
Og það þvingar menn til að leita logandi ljósi -- að sérhverju jákvæði.

Þannig að árásin á Solidar er nú -- stórfelld hetjudáð.
Enginn talar greinilega um mannfallið, líklegt mælt í þúsundum.

Enginn í Rússlandi virðist heldur tala um það, að Solidar er -- smábær.
Ekki borg! Meira að segja, var talað um -- borgina, Solidar.
--Þó bjuggu það fyrir stríð, ekki meir en 10.000.

  • Sem geri Solidar á evrópskum mælikvarða, smábæ.

Ég held að fólk þurfi að fylgjast með hvað mun gerast við Kreminna.
Fyrst Úkraínumenn eru komnir upp að borgarhliðum þar!
--Það verður líklega stór-orusta.

Ef Úkraínumenn hefja atlögu, en Rússar hafa safnað umtalsverðu liði þar til varnar.
Og þeir eins og Úkraínumenn hafa við - Bakhmut.
--Hafa grafið skotgrafir allt í kring.

  • Óvíst er að Úkraínumönnum gangi betur atlagan þar, en Rússum hefur gengið atlagan við Bakhmut.

 

Kv.


Kína að ganga í gegnum sína fyrstu efnahagskreppu í meir en 30 ár! Flutningakeðjur lenda líklega í verulegum truflunum fyrri hluta þessa árs!

Tölurnar sem ég vísa til, voru birtar við árslok sl:

China’s factories suffer from end of zero-Covid policy

Svokallaður -Purchasers Manager Index- eða PMI:

  1. Iðnframleiðsla 47: 3% samdráttur.
  2. Neysla, 41,6: 8,4% samdráttur.

Tölur fyrir desember: China official PMI data

Augljósa ástæðan er COVID!
Kína að taka COVID kreppu - sambærilega þeirri Vesturlönd tóku, 2020.

Þrátt fyrir langvarandi lokanir, virðist Kína ekki hafa verið - vel undirbúið fyrir þær slakanir, sem hafa orðið upp á síðkastið.
Augljóslega, ef maður ber saman tíma-ramma, þá brást yfirstjórn Kína með þessum hætti við þeim kröfum, er komu fram í víðtækum mótmælum seint á sl. ári.
--Fyrsta sinn ég man eftir því, mótmæli hafi raunveruleg áhrif innnan Kína.

COVID virðist nú ganga eins og eldur um sinu innan Kína.

  1. Ástæða samdráttar í neyslu, líklega fólk er hikandi að versla að óþörfu - einnig að margir eru veikir.
  2. Samtímis, má reikna með því - að samverkandi áhrif, neyslu-samdráttar, og veikina í verksmiðjum -- valdi tímabundnum truflunum á starfsemi.

Flutninga-keðjur gætu því orðið fyrir verulegum truflunum á fyrstu 6 mánuðum þessa árs, er síðan gæti tekið restina af árinu -- að vinda ofan af.

China/Covid-19: spiralling infections will disrupt supply chains

Lex FT -- bendir á aðvaranir frá þjónustufyrirtækjum í Peking, er reikna með því að fljótlega verði ca. helmingur starfsmanna orðnir smitaðir.
--Ályktar, að ef sambærilegt hlutfall gengur í gegnum risa-verkmiðjur Kína-vítt, þá hljóti að verða mjög verulegar truflanir á flutninga-keðjum.

China banks: Covid will eclipse property woe this new year

Í þessari grein, segir Lex FT frá því, að kínv. yfirvöld áætla að yfir 250mn. manns hafi smitast af COVID í sl. mánuði.
--Menn velta fyrir sér hver áhrifin verða á - húsnæðisverðlag í Kína, er hafi verið undir þrýstingi, allt liðlangt sl. ár.

Megnið af Kínverjum - kvá hafa stærstan hluta af -eign- sinni í, húsnæði.
Sem er ekki endilega -sérstætt við Kína- en Kína á móti skorti -- sambærilegt kerfi eftirlauna-sjóða, er mörg önnur lönd hafa.
--Þannig, að lækkun húsnæðis-verðs, gæti komið verulega við kauninn á fólki.

  • Margir hafa verið að velta upp möguleika á - skuldakreppu innan Kína.
    En af henni hefur ekki orðið, fram til þessa.

Hinn bóginn, gengur Kína líklega gegnum -- einstakt ár!

Recession will hit a third of the world this year, IMF chief warns

For the first time in 40 years China's annual growth is likely to be at or below global growth, Georgieva said, meaning it could drag down worldwide economic activity rather than propelling it. That has never happened before, she said.

Nánar tiltekið -- aldrei síðan Kína hóf hraða uppbyggingu seint á 9. áratug 20. aldar.

  1. Samdráttur í Kína, gæti víxlverkað við -- samdrátt í Evrópu.
  2. Vegna þess, að Evrópa flytur mikið út til Kína.

Þýskaland - eins og frægt er - er með mjög nærri jöfn verðmæti í inn- og útflutningi vs. Kína, þó flest Evrópulönd nái ekki í jafnvægi í viðskiptum.
Þá er Kína í dag, eftir Bandaríkjunum - mikilvægasti markaður Evrópu.

  • Ég get því séð, kreppu á fyrra árshelming 2023 víxlverka við líklega kreppu á þessu ári í Evrópu; m.ö.o. skapa stigmögnun.
    Að hvaða marki -- kemur í ljós síðar.
  • Að sjálfsögðu, getur kreppa í Kina, líklega þegar skollin á, skapað kreppu í mörgum 3-heims löndum, er selja hrá-vörur til Kína.
    Mörg af þeim löndum, gætu þá lent í skulda-vanda.

Það væri þá spegill við -- hvað hefur oft gerst er kreppa hefur orðið í Bandar.
En Kína er í dag -- risahagkerfi, sambærilegt að stærð.
Og þar af leiðandi, má reikna með -- keimlíkri víxlverkan, víða um heim.

 

Niðurstaða
Ég get náttúrulega ekki séð 100% fyrir allar afleiðingar þeirra fyrstu efnahagskreppu er núlifandi Kínverjar upplyfa. En fólk um fertugt hefur aldrei lyfað eiginlega kreppu, né þaðan af yngra. Um fertugt voru of ung, til að muna hvað foreldrar gengu í gegnum.
Öll mótunar-ár síðan, og alla yngri -- mótast af uppgangi.
Það verður því forvitnilegt að fylgjast með - hvað gerist.
Kreppan ætti ekki að vara lengur en COVID kreppan á Vesturlöndum 2020.

En þetta er alveg nýtt fyrir fólki, sem væntanlega verður alveg ringlað.
Og þ.e. svo sutt síðan ungir kínverjar upplyfðu þeir hefðu áhrif, sbr. mótmæli seint á sl. ári er greinilega leiddu til þess -- að kínv. yfirvöld gáfust upp á COVID lokunar-stefnu.

Ég ætla ekki að spá endilega mótmælum - vegna atvinnuleysis, sem fólk hefur sennilega aldrei upplyfað þar í stórum stíl, eða vegna mannfalls - en líklega deyr töluverður fj. fólks þegar heilbrigðiskerfi ræður ekki við COVID hámarkið.
--En möguleiki á óróleika meðal almennings, er greinilega fyrir hendi.

Og auðvitað, mun kreppa í Kína - vegna umfangs Kína, setja mark á heiminn vítt.
2023 getur því orðið nokkuð eftirmynnilegt ár.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband