Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
Nánast ekki neitt er vitað hvað er í gangi í Norður-Kóreu, landið er nánast sem svarthol.
En ég held fáir hafi trúað Norður-Kóreu, að ekkert kóf væri í landinu.
En fram til þessa, hefur stjórnin þar -- ekki líst yfir einu einasta tilfelli.
Auðvitað er það hluti af því, af hverju ræða herra Kim vakti athygli!
North Korea Covid-19 outbreak fears after Kim Jong-un warns of huge crisis in antivirus fight : Kim Jong Un: In neglecting important decisions by the party that called for organisational, material and science and technological measures to support prolonged anti-epidemic work in face of a global health crisis, the officials in charge have caused a grave incident that created a huge crisis for the safety of the country and its people, -- Tekið úr ræðu herra Kim.
North Korea's Kim says 'great crisis' caused by pandemic lapse :Several politburo members, secretaries of the central committee, and officials of several state agencies were replaced at the meeting, though KCNA did not specify if the shakeups were related to the neglect of pandemic-related duty.
Vart þarf að nefna að Norður-Kórea hefur í dag nánast einstaka ógnarstjórn, þ.s. fjölskylduveldi Kimmanna ríkir enn, og hikar ekki við að -- stunda fjölda-aftökur.
Kim Jong Un eins og þekkt er, lét myrða hálfbróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum - meðal þess fyrsta sem hann gerði var að láta myrða frænda sinn er var hluti valdapíramýdans í landinu - síðan hélt hann reglulegar aftökur við margvísleg opinber tilefni.
--Eitt alræmdasta tilefnið, er einn var tekinn af lífi með fallbyssu - sprengdur í tætlur.
Allri aðstoð að utan er jafnan hafnað - í nafni sjálf-þurftarstefnu landsins.
--En landinu stendur til boða, aðstoð við dreifingu bóluefna gegn COVID.
En litlar likur eru taldar um að slík aðstoð verði þegin.
--Einnig ólíklegt að matar-aðstoð yrði.
Fyrir rúmum áratug, gerði fjölskylduveldið lítið, er alvarleg hungursneyð áætlað drap hundruð þúsunda.
- Gríðarlega fátækt land, samt rekur kjarnorku-áætlun og smíðar eldflaugar er geta borið kjarnavopn þvert yfir hnöttinn.
- Og viðheldur her ca. milljón manna fjölmennum - þó megnið af hertólum séu vel úrelt.
Sennilega lokaðasta land í heimi.
Landi sem oft er líkt við -- fangelsi.
--Heil þjóð í fangelsi.
Megni af landsmönnum virðist lifa við - örbyrgð, sem erfitt sé að skilja.
Fyrir fólk á Vesturlöndum í dag.
Afar fámenn elíta lyfir í fullkomnum vellystingum.
Niðurstaða
Enginn í reynd veit hvað yfir-lýsing Kims þíðir. Fáir líklega efa að kófið sé í Norður-Kóreu. En samtímis, virðist tilgangslítið - er einræðisherrann hafnar allri matar- og lyfja-aðstoð að utan - að reka embættismenn, er væntanlega reka stofnanir er eiga að fást við sjúkdóm -- samtímis og þær stofnanir líklega eiga fá tæki og sennilega lítið af lyfjum.
Eina aðferðin að halda aftur af sjúkdómnum, getur verið það - að banna fólki ferðir um landið. Láta það halda sig mest inni.
--Hinn bóginn, þarf einnig að framleiða mat, því annars deyr fólk úr hungri.
--Ekki getur NK framleitt alla hluti, þrátt fyrir - sjálfs-þurftar-stefnu Kimmanna.
Hinn bóginn, geta ferðabönn - útivistarbönn, einungis tafið útbreiðslu Kófsins.
Ef engin eru lyfin, duga slíkar aðferðir líklega ekki mjög lengi.
--Það gæti einmitt verið að gerast, að aðferðafræðin haldi ekki lengur.
--Þá auðvitað, eru þeir sem var skipað að gera það líklega ómögulega.
Ófærir aumingjar!
Ekki kæmi mér það á óvart ef Kim lætur taka einhverja þeirra af lífi.
Svona til að hvetja þá sem taka við þeirra störfum.
--Að standa sig betur í því líklega ómögulega.
--Að stöðva vírus, með -- líklega lítt meir en viljann að vopni.
Það þyrfti sennilega mjög mikið að gerast svo Kim fengist til að heimila erlenda aðstoð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
DeSantis er einn af þeim allra mest áberandi meðal þeirra innan Repúblikana-flokksins er dreymir um forseta-framboð 2023, að verða næsti forseti 2024. Hann hefur upp á síðkastið verið í herferð er líkist um margt - kosninga-slag.
M.ö.o. fundað stíft, mætt í gríðarlegan fjölda viðtala -- margoft hjá Fox.
- M.ö.o. greinilega verið í harðri kynningu á sjálfum sér meðal lands og þjóðar.
Hann hefur þó ekki beinlínis sagst vera að berjast fyrir framboði til forseta. - Talar á þann veg, hann vilji ná endurkjöri sem ríkisstjóri.
En það krefst ekki þess, að vera í fundarherferð víða um land.
Hinn bóginn, virðist enginn þeirra sem dreymir um að fara í forseta-slag.
--Þora að formlega lísa yfir slíkum áhuga!
- Ástæðan er að sjálfsögðu, Donald Trump - er enn lætur sem kannski hann fari í forseta-slag, kannski ekki.
- En ef DeSantis verður vinsælli en Trump?
Á þessari mynd lætur vel með Trump og DeSantis - gæti það breyst?
DeSantis very wary of upsetting Trump
- Last weekend, DeSantis beat Trump 74-71 in the annual Western Conservative Summits straw poll in Denver results that surprised even organizers of the summit.
- Last year, Trump won the same straw poll with nearly 95 percent support.
Augljóslega geta þátttakendur í þeirri könnun, nefnt fleira en eitt nafn.
Mjög líklega nefna mjög margir - Trump og DeSantis.
- Þ.e. samt áhugaverð sveifla milli áranna, þ.e. Trump var með 95% 2020 en 2021 fær hann 71 á móti 74 fyrir DeSantis.
--Hljómar sem vinsældir Trumps meðal Repúblikana séu byrjaðar að dala.
Sama tíma að vinsældir DeSantis eru klárlega á uppleið.
Auðvitað er ekkert víst við það að - það verði vesen milli þeirra!
- Hinn bóginn er Trump alræmdur fyrir að mislíka að vera -- númer 2.
- Þarf varla að nefna, hvernig Trump hefur tekið því að tapa fyrir Joe Biden í forsetakjöri.
Sú forsaga, auðvitað er væntanlega hvað -- menn eins og DeSantis óttast.
Þó það sé skilda -að virðist innan Repúblikanaflokksins- að styðja hróp Trumps um stolnar kosningar.
--Þá er ég handviss að mjög margir þeirra sem taka undir, gera það einungis út af ótta við Trump.
Hafandi það í huga, þá hljóti þeir -- rökrétt að óttast bræði Trumps.
Fyrir það eitt -- að íta Trump í annað sæti!
--Fyrir Trump, virðist það - það eitt - að sparka Trump í No.2 - ófyrirgefanleg synd.
Hann virðist ekki geta samþykkt, að vera -- No.2!
Það mætti ímynda sér, Trump byði DeSantis - að vera No2. maður hans!
M.ö.o. Trump tæki af skarið um fyrir-hugað framboð, og lausnin væri að - DeSantis fengi að vera hans, vara-forseta-efni.
--Hinn bóginn, má velta því upp á móti, ef DeSantis væri kominn með t.d. meir en 10% vinsælda-forskot á Trump - meðal Repúblikana.
--Hvort að DeSantis vildi þá sættast á að vera -- No.2?
Það þarf varla að draga í nokkurn efa.
Ef Trump byði DeSantis að vera No.2!
En DeSantis, hafnaði því -- færi í framboð í beinni keppni við Trump.
- Þá mundi Trump gera allt í hans valdi, til að eyðileggja DeSantis.
En Trump virðist alltaf, þá meina ég einnig ef maður skoðar - viðskiptaferil hans, bregðast þannig við - að ef honum finnst sér ógnað, að gera sitt besta til að eyðileggja keppi-nautinn.
--Fyrir Trump séu -keppi-nautar- óvinir, ekki keppi-nautar.
Þess vegna sé allt leyfilegt - og Trump virkilega virðist leyfa sér allt.
- Sko, ef slíkt gerðist -- að slagur um útnefningu flokksins yrði afar - nasty.
- Gæti það, skaðað möguleika flokksins fyrir kosningar haustið 2023 - klárlega.
Niðurstaða
Að sjálfsögðu eru þetta allt vanga-veltur, samt þó ekki alveg án nokkurrar ástæðu - þ.s. Trump er þekktur af því að vera hreint óskaplega ósvífinn og -nasty- við sérhvert tækifæri hvort sem er í viðskiptum eða öðru, er hann keppir um að vera No.1 - á móti einhverjum öðrum.
Trump virðist m.ö.o. líta á pólitík - eiginlega einnig viðskipti - sem nokkurs konar stríð.
Því sé allt leyfilegt, svo fremi sem að þú kemst upp með það.
Ég sé a.m.k. hugsanlegan möguleika á skaðlegum átökum milli Repúblikana.
Er Demókratar gætu hugsanlega grætt á!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar ég segi þetta reikna ég með því að eldgosið standi í mörg ár - þ.e. ekki eitt eða tvö, heldur mörg ár, þannig að eldstöðin hlaðist stöðugt upp - hraunstaflinn við hana þykkni stöðugt.
Í þess-lags sviðsmynd, blasir við að á enda munu hraun frá eldstöðinni flæða til allra átta!
--Þannig haga klassísk dyngjugos sér, hvers vegna dyngjur fá sína klassísku lögun!
- Klárlega þarf gosið að standa í a.m.k. nokkur ár, til þess að hraun streymi í átt að Norður-strönd.
- Hinn bóginn, þá væntanlega er það gerist -- verður jafn vonlaust að stöðva þann hraun-straum, og þann er mun væntanlega á nk. vikum taka Suður-Stranda-Veg.
--Ath. hraunið úr eldgosinu er þegar orðið stærra en allt flatamál Reykjavíkur.
Svo menn átti sig á að þetta er ekkert smáræði þegar, og ef eins og flest bendir til að gosið stendur til margra ára -- á eftir að koma upp, gríðarleg hraunbreiða.
Eins og sést á þessari 3-víddarmynd af Fagradalsfjalli, mun það augljóslega taka einhvern tíma fyrir eldstöðina að hækka sig nægilega til að hraun geti farið í Norður!
En ef gosið heldur stöðugt fram árum saman -- þá verður uppbygging gosefna á einhverjum punkti næg til þess, að hraun geti runnið -- Norður.
Þar fyrir utan, gæti gosið stækkað aftur -- jafnvel aftur og aftur!
--Gosið hefur þegar 2-faldast að stærð einu sinni.
--Það getur ákaflega vel vaxið aftur - þess vegna mörgum sinnum!
Sá möguleiki gosið stækki hugsanlega/líklega gerir allar sviðsmyndir mjög óvissar
Í þessari færslu setti ég fram þá kenningu gosið gæti stækkað ítrekað:
Gosið 2-faldaðist að stærð í gær, gæti hugsanlega gosið stækkað aftur? Síðan hugsanlega eina ferðina enn, jafnvel reglulega á nokkurra vikna fresti?.
Ég útskýri einnig af hverju svo geti verið, í því felst einnig útskýring á af hverju það stækkaði.
Lýsing á landreki sem útbúin var af sérfræðingum áður en gosið hófst!
Eins og fram kom í umfjöllun RÚV:
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman.
Þá miðað við núverandi uppstreymi gos-efna tæki það 50 ár að búa til Skjaldbreiðar stærð dyngju.
En það að þetta sé dyngju-gos virðist staðal sviðsmynd sérfræðinga núna!
- Af hverju það stendur líklega mjög lengi er einfalt að útskýra.
- Væntanlega man fólk enn, að atburðarásin hófst nærri mars-byrjun.
Þá verður skjálftahrina í tengslum við landreks-hreyfingu á þessum slóðum á Reykjanesi.
Kortið að ofan sýnir hvað átt er við. - Við það var togað og teygt á landinu á svæðinu.
Sjálfar plöturnar er liggja þarna, gliðnuðu til. - Við þá hreyfingu hefur greinilega opnast leið fyrir gosefni alla leið niður í Möttul-Jarðar.
Er skjálftavirkni hafði staðið ca. 2-vikur fóru að renna 2-grímur á sérfræðinga.
Þeir rýndu í línurit og skjálfta-upptök, og sáu að líklega var kvika að steyma upp á ca. 1-km. dýpi, undir svæðinu við Fagradals-fjall. - Sú gangavirkni stendur síðan vikur - áður en gos hefst.
- Punkturinn er auðvitað sá, að gosefnin streyma alla leið úr Möttli-Jarðar.
- Að síðast varð slíkt gos á ca. svipuðum slóðum fyrir 6þ. árum.
- Slík gos hafa ekki það hegðunar-ferli sem við þekkjum.
- Þ.e. ekki kvika að safnast í kviku-hólf er liggur mun nær yfirborði.
Vanaleg gos hefjast ef kvikuþrýstingur lyftir landinu, þar til að sprunga opnast er hleypir kvikunni upp á yfirborð.
Síðan eftir því er kvikan steymir upp, minnkar þrýstingurinn í kvikuhólfinu.
Gosið þá smám saman minnkar - oftast mest fyrstu dagana, síðan hættir það er þrýstingur í kvikuhólfi dugar ekki lengur til að þrýsta gos-efnum upp. - Engin leið að vita hve mikil kvika hefur safnast sl. 6þ. ár á þessum slóðum.
Kviku-þrýstingur getur því verið að sé ekki hinn takmarkandi þáttur um gos-lengd. - Gos-lengd getur verið að stjórnist einfaldlega af því.
Hve lengi leiðin upp frá 20km. dýpi helst opin. - Sem getur þítt, gosið verði viðvarandi -- þangað til að næsta jarðskorpu-fleka-hreyfing verður á sama svæði.
--Ekki þekki ég hve langt er á milli fleka-hreyfinga á þessum slóðum, þ.e. hvort það eru áratugir eða jafnvel svo langur tími sem nær öld.
- En gosið gæti staðið svo lengi.
- Magn gosefna þarna niðri, gæti verið það mikið.
- Að jafnvel þó gos stækki mörgum-sinnum, sé það magn ekki hinn takmarkandi þáttur.
Það sem ég er að segja -- að í raun og veru geti það hugsast þetta sé stórgos.
Sjá hérna af vef HÍ: Eldgos í Fagradalsfjalli.
Til þess að þetta verði stórgos þarf það auðvitað að standa lengi og stækka.
Mynd sýnir afstöðu Reykjavíkurflugvallar í samhengi höfuðborgarsvæðis!
Það blasir við ný sýn - þannig að íbúar höfuðborgarsvæðis þurfa greinilega að hugsa flugvallar-mál algerlega upp á nýtt!
- Þegar menn voru að horfa til að afnema flugvöllinn - kom engum til hugar að stórt eldgos gæti hafist á Reykja-nesi er gæti kollvarpað allri sviðsmyndinni.
- En nú hefur það gerst, að komið er gos er mun af verulegum líkindum -- loka samgöngu-leiðum út eftir Reykjanesi.
- Þar fyrir utan telja sérfræðingar nýtt eldgosa-tímabil hafið á Reykjanesi.
--Í ljósi þessa, þarf greinilega snarlega að afskrifa allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-flugvallar!
- Þegar blasir við að líklega getur aðgengi að Keflavíkur-velli lokast.
- Þá eru greinilega allar hugmyndir að færa flug þangað.
--Bæ bæ.
Sama gildir um drauma um lestar-línu. - Ef menn pæla í öðrum flugvallar-staðsetningum á Reykjanesi, utan við Reykjavík.
Þá eru þær algerlega á tæru - þ.s. hraun geta mjög líklega runnið.
Og þar fyrir utan, þ.s. raun eru líkleg að renna. - Að auki, er gosið sem raskar þessu öllu -- þegar í gangi.
Þar með augljóslega enginn tími til þess.
Að færa völlinn eitthvert annað.
--Þau plön þarf greinilega nú að afskrifa.
--Fólk má ekki vera svo fast í hugmyndum, að það fattar ekki að allt er breytt.
- Þegar blasir við að -- líklega fer vegurinn til Kefla-víkur í sundur innan nk. 5-ára.
- Þá er svo komið, að þegar þarf að pæla í undirbúningi þess.
--Að færa milli-landa-flug frá Keflavík.
Enginn einn flugvöllur getur tekið við allri umferðinni frá Kefló!
Því þarf líklega að skipta umferðinni milli þeirra 3-ja flugvalla, í dag eru neyðarvellir.
- Reykjavík.
- Akureyri.
- Egilsstaði.
Einfaldast er að Reykvíkingar - fólk á leið til Reykjavíkur, fljúgi til og frá Reykjavík.
Flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum: Geta nýst fyrir ferðamenn er vilja sjá landið.
- Hægt er í fljótheitum að reisa stálgrindar-hús eða sambærilegt með límtrésbitum, til að hýsa nauðsynlega starfsemi -- sbr. öryggis-hlið ásamt leit.
- Sérhæft starfsfólk er hægt að flytja frá Kefló - þ.s. sá völlur verður væntanlega eftir að vegurinn til Kefló lokast; mjög mikið minna notaður.
Það að Flugleiðir nýlega flugu Max8 vélum frá Reykjavík.
Sannar að enginn vandi er að nota Reykjavíkur-völl meðan gosið heldur Kefló lokuðum.
Niðurstaða
Mér virðist að ekki sé enn almennilega farið að sígjast inn í íslenska stjórnmálaheima, hversu risastór atburður - gosið við Fagradalsfjall líklega er. En miðað við að í dag er þetta talið dyngju-gos er líklega stendur yfir mörg ár. Þá verða líkur yfirgnæfandi að leiðin til Keflavíkurvallar frá Reykjavík -- lokast innan fáeinna ára af hraunstraum.
--Hraunstraumar frá fjallinu er byggist upp, geta síðan haldið áfram að streyma um áratugi, en sú sviðsmynd er til staðar -- að sá möguleiki sé vissulega að svo lengi vari það gos.
--Þar fyrir utan er talið að nýtt eldgosa-tímabil sé að hefjast.
Allar hugmyndir um tilfærslu Reykjavíkur-vallar miðuðu út frá því, að líklega yrði ekki eldgos á Reykjanesi - nk. 100 ár eða svo.
--Þetta virtist fólki á tæru, þ.s. gos höfðu ekki verið í um 800 ár.
- En nú er gosið hafið, sem líklega kollvarpar nær öllum sviðsmyndum.
- Þar fyrir utan er of skammt þangað til gosið líklega einnig tekur Kefla-víkurveg.
Til þess að nokkur möguleiki sé að -- leggja nýjan flugvöll annars staðar. - Þess vegna þarf helst sem fyrst, að hefja undirbúning þess -- hvað þarf að gera.
Þegar eldgosið mjög líklega innan nokkurra ára.
--Lokar aðgengi að Keflavíkurflugvelli.
Mér virðist algerlega blasa við, að það þarf að færa millilandaflug.
Og einnig að allir 3-varavellir Keflavíkur, þurfa að taka þar þátt.
--M.ö.o. Reykjavíkurvöllur og vellir við Akureyri og Egilsstaði.
Menn mega ekki vera svo -- fastir í hugmyndum.
Að menn sjái ekki að -- öllum hugmyndum hefur verið kollvarpað.
--Af máttarvöldunum sjálfum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Veruleikinn loksins hefur komist til skila:
- Slík aðgerð mundi aldrei heppnast.
- Að hún yrði samtímis afar kostnaðar-söm.
Að slík tilraun yrði miklu muna dýrari var að sjálfsögðu strax ljóst.
Enda svæðið þar sem hraunið nú rennur - miklu mun víðara.
Þar með að garður yrði að vera samsvarandi stærri að lengd.
Þar fyrir utan dugðu ekki 8 metra garðar er prófaðir voru.
--Þannig að spurningin var þá, að gera mun lengri garð samtímis hærri.
Það var fyrirfram ljóst að kostnaður yrði hundruðir milljóna.
Samtímis að nær engar líkur á að garður mundi duga til verks.
--M.ö.o. að hraun mundi án nokkurs minnsta vafa, fara yfir fyrir rest.
Það virðist einnig misskilningur uppi um Heima-Eyjar-Gos.
En þar var hraun-straumur aldrei stöðvaður af mannavöldum.
Það eina sem hraun-kæling gerði var að hraunið rann þykkar og hægar.
--Ástæða þess að það varð redding úr því, að gosið hætti.
- Annars hefði það hraun runnið áfram fram og yfir allt þ.s. vonir voru til að bjarga.
- Maðurinn á sér einfaldlega lítils gegn hraun-straum.
- Ef gosið hætti ekki - heldur, heldur stöðugt áfram.
- Þ.e. eldstöð bætir stöðugt í, það safnast því upp sífellt meir.
- Þannig að enginn veggur - getur mögulega haldið.
Hraunið í Nátthögum - fyrir einum degi síðan! Ekki rosalega langt til sjávar!
Þetta sagði ég síðast:
Fréttir:
Hefði kostað hundruð milljóna að verja Suðurstrandarveg
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Vegna þess jarðfræðingur er spurð um lengd goss!
Mínar hugleiðingar - að benda á atburðarásin hefst í kjölfar, rekhreyfingar á svæðinu þarna undir - m.ö.o. að Reykjanes-rekhriggurinn þarna virkjaðist og í jarðskjálftahrinu, færðist landið til.
--Það er í sundur, eins og við vitum þá rekur Atlantshafsplötu frá Ameríkuplötu.
- Ef fólk man aftur allar þær vikur er jarðskjálfar gengu yfir -- vikum saman.
- Þá smám saman áttuðu jarðfræðingar sig á, að kvika var farin að streyma undir landinu á svæðinu við Fagradals-fjall.
- M.ö.o. að rekhreyfingin rétt á undan, hefði opnað kviku-gang lóðrétt niður í hyldýpi Jarðar, m.ö.o. 20km. niður undir skorpuna.
- Punkturinn er sá, sennilega þarf aðra rekhreyfingu á sama stað, til að loka aftur.
- Það getur enginn vitað hve lengi við þurfum að bíða eftir næstu rekhreyfingu á nákvæmlega sama stað.
--En svo lengi grunar mig þetta gos standi, m.ö.o. ár - áratugi - jafnvel meir en 100 ár.
En dæmi er um svo langt dyngju-gos á Reykjanes-skaga sem meir en 100 ára að lengd.
Gæti verið að það hafi verið - Heiðin Há - er gaus það lengi.
- En punkturinn er sá, að þetta er líklega sígos - er standa mun afar afar lengi.
Það er að sjálfsögðu af hverju algerlega borin von var um að stoppa þau hraun sem frá því streyma, því einfaldlega að eldstöðin hættir ekkert að bæta í.
--Sem þíðir, að hraunið hækkar þá stöðugt baki sérhverjum þeim garði okkur getur komið í hug að reisa, fer síðan óhjákvæmilega yfir.
- Sem betur fer er þessi tegund gosa afar sjaldgæf á Íslandi, þ.e. síðast 8.000 ár.
Gerfihnattamynd sýnir staðsetningu hrauns miðað við Grindavík!
Þetta verður á hinn bóginn líklega hið fullkomna túristagos
Eins og ráða má á mynd - verður það afar sýnilegur atburður frá byggðinni við Grindavík.
Er hraunið nær til sjávar!
Ég reikna með að útsýnisstaðir verði settir upp á ströndinni.
Þannig að fólk dugar í mörgum tilvikum að staldra við í Grindvík út með strönd innan byggðar.
Og horfa á hraunið er það mætir sjó.
En þar rökrétt verða læti og hamagangur stöðugt, ásamt gríðarlegri gufu.
Ef eins og líkum lætur þetta stendur yfir árum saman, jafnvel áratugum.
Þá verður þarna lyfibrauð byggðarinnar mikið þar af.
- Ég held að menn þurfi ekki að sakna vegarins.
Gosið verður væntanlega eitt megið stopp túrista er fara um Ísland.
Og þeir komi þá við í Grindavík.
Niðurstaða
Menn verða auðvitað að halda sig á Jörðinni er kemur að hugmyndum hvað hægt sé að gera.
Mig grunar að hugmyndir er snúa að vörn mannvirkja verði afar erfiðar í framkvæmd.
T.d. er gufuvirkjun í Svartsengi, í lægð.
Mjög erfitt að sjá hvernig sú virkjun yrði varin er hraun streymdi að.
--En greinilega getur garður ekki virkað, er væri settur þver fyrir.
Hugsanlega má ímynda sér - leiðigarð.
Slíkur mundi liggja á halla upp í hraun-straum, og ætlað að leiða hann framhjá mannvirki.
Vandi við slíkan augljóslega sá - menn þurfa að hafa hugmynd um líklega stefnu straums.
--En erfitt að sjá að slíkur garður virki, nema hann liggi rétt á slíkan straum.
En straumur verður þá að - geta greiðlega runnið meðfram.
Garðurinn verði að leiða hann greiðlega framhjá.
--Það líklega þíði, nánast sé óhugsandi að reisa slíkan - nema á síðustu stundu.
Þ.s. hvar gos akkúrat kemur upp, ræður öllu um stefnu hraun-strauma.
-------------
Þetta er augljósi vandinn við hugmyndir um varna-garða fyrir mann-virki.
Að nánast óhugsandi sé að þeir yfir höfuð virki.
--Nema að menn viti nokkurn veginn hvernig straumur liggur er garður er reistur.
Þá sé nánast óhugsandi að reisa garða fyrir-fram sem sennilegt sé að yfir höfuð virki.
Kv.
18.6.2021 | 22:08
Sumir velta fyrir sér hvort Kína verður næsta stórveldið til að fara inn í Afganistan?
Það hafa verið um töluvert skeið vangaveltur að hugsanlega færist Afghanistan yfir á umráðasvæði Kína - ef og þegar Bandaríkin hverfa þar á brott.
Mín færsla frá 2014: Bandaríski herinn mun hverfa frá Afganistan - mun Kína eiga Afganistan í framtíðinni? Eins og vitað er, þá stóð Obama ekki við markmið um að hverfa frá landinu.
En hlutir sem ég velti upp þarna standa margir enn þann dag í dag!
Eins og ég benti á 2014 er margvíslega málma að leita í landinu, en samtímis langt í frá auðvelt að nálgast þau hráefni þar eð námur eru afar landfræðilega afskekktar.
--Hinn bóginn má vera að breyting verði þar um á nk. árum!
Nýlega voru kynnt áform um lagningu járnbrauta í gegnum Afganistan til sjávar í Pakistan!
Pakistan, Afghanistan & Uzbekistan Agree 573km Connecting Railway
Whats Behind the Planned Uzbekistan-Afghanistan-Pakistan Railway?
- Athygli vekur ríkisstjórnirnar vísvitandi undanskilja Kína.
- Pakistan hefur t.d. lent í deilu við Kína, vegna greiðsla á láni tengt svokölluðu -Belt and road- áætlanakerfi.
- Síðan má vera að meðferð Kína á Múslímum í Sýnkíang, þ.e. Uyghur fólkinu -- sé að draga úr vinsældum Kína á svæðinu, sem öll eru múslimalönd eftir allt saman.
Hinn bóginn hefur Kína árabil haft drauma um járnbraut í gegnum Afganistan.
Er hafa ekki enn komist til framkvæmda.
--Kannski stríðið í því landi hafi staðið því fyrir þrifum, kannski viðvera Bandar.
- En nú er Bandar. hverfa frá Afganistan.
- Þá gæti vel verið að draumar um járnbraut frá Synkiang til sjávar í Pakistan í gegnum Afganistan, komist aftur inn í umræðuna.
--Jafnvel hugsanlegur námarekstur í Afganistan.
Eins og Financial Times benti á nýlega: The graveyard of empires calls to China.
- Þá þyrfti kínversk starfsemi í landinu, sérstaklega svo stór í sniðum.
- Líklega á því að halda, að með í för væri fjölmenn og öflug öryggis-gæsla.
Þar fyrir utan, að meðferð Kína á Uyghur fólkinu er líklega farið að skapa úlfúð.
Eins og FT bendir á, þá hefur nú mörgum stórveldum orðið hált á Afganistan.
--Grafreitur heimsvelda, eins og þeir nefna landið.
- Áhuginn á því að leggja línur í gegnum landið er augljós.
- Fyrir löndin í Mið-Asíu, er það vonin að skapa -- nýjar útflutnings-leiðir fyrir þeirra afurðir, þannig bæta sjálfstæði þeirra landa gagnvart svæðis-stórveldum, sbr. Kína og Rússlandi.
- Pakistan, að sjálfsögðu sér gott til glóðar að fá öll þau viðskipti.
--Ef einhver íhugar málið, þá t.d. skapar Rotterdam - Hollandi óhugnanlegar tekjur.
--Þó höfnin í Pakistan yrði ekki endilega það stór, er þetta ábending hvernig Pakistan gæti grætt, eða getur vonast til að græða.
Stóra spurningin er auðvitað hvað gerist í Afganistan?
- Það þarf varla að taka fram, að járnbraut þíddi nýjar vonir um efnahagsuppbyggingu fyrir bláfátækt land.
- Óþekkt er hvernig Talibanar bregðast við slíkum hugmyndum.
Aukin viðskipti þíða auðvitað -- meira fé í landið.
- Stóra spurningin er þó, fer borgarastríðið í landinu aftur á flug?
- En Talibanar gætu gert tilraun til samsbærilegrar valdastöðu og þeir höfðu áður.
- Sjá kort af Afganistan, búa fleiri í Afganistan -- en, Pashtun.
En sá þjóðflokkur er talinn, meginn kjarninn í Talibönum. - Tajikar hafa ekki síst áður, leitt andstöðu.
Ásamt smærri hópum, er börðust með þeim á árum áður. - Ef Talibanar gerðu nýja tilraun til allsherjar-valda.
Væri sennilegt að Tajikar í bandalagi mundi standa á móti. - Sem þíddi væntanlega útbreitt borgara-stríð.
Og skæðadrífu flótta-manna frá landinu. - Slík útbreidd átök - gerðu auðvitað úti um - væntanlega, vonir um járnbraut skv. áætlun ríkisstjórna Úsbekistan, Afganistan og Pakistan.
Það aftur á móti - gæti leitt til þess.
Að Kína yrði eitt um hituna.
--Hinn bóginn getur Kína ekki endilega treyst því, Talibanar ráðist ekki á kínv.
Forvitnileg saga gæti sannarlega hafist á næstunni.
Niðurstaða
Með brottför Bandaríkjanna, getur verið að nýtt tafl um Afganistan sé að hefjast. Hvernig því lyktar veit enginn enn. En Kína hefur greinilega verið áhugasamt - þó ekkert hafi enn orðið af áformum. Með brottför Bandar. er viðvera þeirra ekki lengur hindrun.
Spurningin þá einna helst, hvernig Kína getur spilað leikinn við Talibana.
--En þeir virðast hin augljósa hindrun við alla stóra framtíðar-drauma er tengjast þeirra landi. Gætu reynst Kína óþægur ljár eins og Bandaríkjamönnum.
Draumar - Úsbekistan og Pakistan, um járnbraut í gegnum Afganistan er áhugavert hliðarskref.
Auðvelt að sjá hvað vakir fyrir þeim, stórfellt áhugavert að áform þeirra.
--Undanskilja mjög vísvitandi að séð verður Kína.
Leikurinn um Afganistan gæti verið að hefjast - að nýju.
En með nýjum leikendum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Biden forseti hefur verið í fundaherferð sl. daga, setið fundi með NATO - og síðan G7 ríkjum.
Síðast átti hann fund með Pútín, og gaf honum eftirfarandi aðvörun:
- Biden: I said: - How would you feel if ransomware took down the pipelines that run from your oilfields?.
Benti þar með karlinum í Kreml á, fleiri geta gert -- tölvuárásir.
En ég var að tala um -- Boeing vs. Airbus.
Bendi þess fyrir utan á áhugavert rannsóknarverkefni NASA:
NASA seeks to shrink turbofan cores for efficiency as it targets next narrowbody jets.
- Eins og við vitum þá lenti Boeing í vanda með Max8 vélar sínar.
- Rannsóknar-verkefni NASA - sjálfsögðu fjármagnað af stjv. Bandar.
Snýr að þróun - næstu kynslóðar smærri farþega-þota.
Einmitt í stærðarklassa Max8.
Einhvern veginn grunar mann að þar fari ekki tilviljun.
--Takið eftir greinin er dagsett í apríl á þessu ári.
- Svo Boeing er í vandræðum.
- Og Bandaríkin vilja - hjálpa Boeing.
Klárlega þegar Bandaríkin fyrirhuga líklega aukna aðstoð við Boeing.
--Þá leit deilan við ESB um Airbus - er snerist um kvartanir Boeing um, opinbera aðstoð.
Eigum við að segja -- illa út.
EU and US end Airbus-Boeing trade dispute after 17 years
Einnig er Kína með áhuga á alþjóða markaðnum með farþegaþotur!
Comac C919: Er ný flugvél í sama klassa og Boeing 737 eða Airbus 320.
- Hinn bóginn er hún ekki eins fullkomin eins og nýjasta Airbus320neo.
- Hún er smíðuð nær alfarið úr létt-málmum.
Sem í sjálfu sér er ekki slæm smíða-aðferð.
En það gerir strúktúrinn óhjákvæmilega þyngri en -- nýjustu trefja-strúktúrar sem allra nýjasta kynslóð A320neo notar. Og Boeing 787 einnig. - Það auðvitað þíðir, að hún mun óhjákvæmilega vera ívið minna hagkvæm.
Kannski svipuð eldri A320 vélum og kynslóðum B737 á undan Max8.
Þannig að það er búist við að - Kína muni beina þeim vélum einkum til fátækari landa.
Er þíddi að Kína væntanlega, mundi selja þær -- undir kostnaðar-verði.
--Sem Sovétríkin gerðu árum áður.
Það þíddi að margir væru að reka flota af slíkum vélum.
Og væru væntanlega til í að kaupa - nýrri og betri slíkar vélar.
--Þegar Kína loks þróar þær.
Sem sagt, Kína seldi þær niður - til að ná markaðs-hlutdeild.
Sem gæti auðveldað sölu næstu kynslóðar - er gæti hugsanlega verið fullur jafnoki bestu núverandi tækni Airbus og Boeing.
- Airbus og Boeing samt sem áður hafa enn - nokkurt tækni-forkskot.
- Hinn bóginn, má samt leiða að líkum - að líkleg framtíðar söluherferð Kína á C919 spili rullu - í ákvörðun þeirri að leita leiða til að enda deilur um Boeing og Airbus milli Bandar. og ESB.
--Síðan bendi ég aftur á hið áhugaverða þróunar-verkefni NASA.
Er virðist spila augljósa rullu til að hjálpa Boeing við þróun - arftaka Max8.
Niðurstaða
Mér virðist Biden forseti vera að færa sig frá - tolla-stríðs-hugmyndum Trumps.
Flest bendi til að Biden muni fljótlega binda endi á tolla-deilur við ESB.
Það gerist sennilega innan skamms, í kjölfar yfirlýsinga um samstöðu í G7 og NATO.
Og nú að flest bendi til að deilur um Airbus og Boeing endi fljótlega.
En ég á ekki von á að Biden, standi í -- tolla-stríði við Kína.
Þ.s. á hinn bóginn mig grunar, sé að Boeing og Airbus verði dubbuð upp sem -- national champions fyrir annars vegar Bandar. og Evrópu.
--Það er ein leið til að sýna mátt og megin, þ.e. að dæla peningum í risa-stór þróunar-verkefni, og leitast við að sanna mátt og meginn - í gegnum tæknilega yfirburði.
Kosturinn við slík, að þau eru ekki - beinlínis stríð, nema í mjög óbeinum skilningi.
Þó þau séu sannarlega - keppni.
Þá a.m.k. græða 3ju aðilar á slíkri keppni, ef hún leiðir til þess að ný og betri tækni sé þróuð hraðar -- meðan að heimurinn allur getur tapað á tolla-stríði mjög auðveldlega.
--Þeir er verða hugsanlega fyrir barði á kostnaðar-sömu kapphlaupi um - national champions - eru fyrst og fremst ríkin sjálf, er fjármagna slíkt.
Hinn bóginn kemur á móti, að slíkt kapphlaup getur leitt til raunverulegra tækniframfara.
Er geta síðar meir reynst afar gagnlegar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er auðvitað allt fullkomlega absúrd - eðlileg stjórnmálastarfsemi er flokkuð sem undirróðursstarfsemi, eðlilegt stjórnmálastarf sem hættuleg tilraun til að steypa samfélaginu, og það að leitast við að skipuleggja almenn mótmæli er telst sjálfsagður réttur í öllum líðræðisríkjum er flokkað sem hryðjuverk!
--Rússland Pútíns í dag, virðist komið nærri í sama alræðisfyrirkomulag, og gamla Sovétið.
- Bendi á að ég hef álitið Pútín -- kommúnista árum saman.
- Enda þjóðnýtti hann allan auðlynda-rekstur, sem þíðir að nær öll útflutnings-verðmæti Rússlands, eru rekin af ríkis-rekstri.
Tja eins og alltaf var í tíð Sovétsíns. - Þar fyrir utan, hefur - meint lýðræði Pútíns - ætíð verið á yfirborðinu eingöngu.
Andstæðingar einungis umbornir - svo lengi sem þeir voru ekki, ógn.
Um leið og þeir hafa orðið það, hafa þeir ímist verið drepnir - settir í fangelsi fyrir upplognar sakir, Pútín lét framkv. eins og vitað er morðtilræði gegn Navalny, þar fyrir utan hefur hann áður setið í fangelsi fyrir upplognar sakir, og var aftur settur í fangelsi eins og frægt er -- -- hefur nú árum saman við blasað að ekkert raunverulegt réttarfar tíðkast í Rússlandi.
--Lögregla sem og dómstólar, einungis valda-tæki.
--Sama gilti í tíð Sovétsíns.
--Navalny er í dag, ekkert annað en klassískur andófsmaður, eins og t.d. Sakarov var í tíð Sovétsins. - Og auðvitað, Pútín birtir þær kosninga-tölur sem honum hentar.
--Þar fyrir utan, ber að varast að taka mark á skoðana-könnunum, þó Pútín hafi lævíslega notað erlend fyrirtæki til að vinna þær kannanir, er þekkt að í alræðir-ríkjum er fólk hrætt, m.ö.o. það segist styðja ríkið þó það geri það ekki endilega; vegna þess að það er hrætt að segja annað gagnvart ókunnugum.
--Ég er handviss, að margir sem segjast styðja Pútín - gera það einungis því viðkomandi séu hræddir, hann sé miklu minna vinsæll en kannanir hafa sínt í gegnum árin.
Heilt yfir sé einungis um að ræða framhlið - í reynd alræði lítt skárra en Sovétið.
Russia outlaws Alexei Navalnys organisations as extremist
- FBK and Navalnys headquarters are recognised as extremist organisations,
- As a result, their activities are prohibited on the territory of Russia, and all employees who continue to work for them are threatened with real jail time.
- created conditions for destabilising the social and sociopolitical situation under the guise of their liberal slogans . . . taking people to the streets in order to forcibly change the government
Ha, ha - að vekja athygli á málstað sínum, er sem sagt - undirróður ætlað að grafa undan samfélaginu.
--Starf sem sérhver stjórnmálahreyfing í lýðræðis-ríki stundar.
Að standa fyrir mótmælum. Tilraun til valdaráns.
--Einnig starfsemi er telst eðlileg og sjálfsögð í lýðræðisríkjum. - Prosecutors also said that FBK payments, made to help protesters detained by police with legal fees, should be classed as -- financing of extremist activities
Eins og sést þarna, hefur verið ákveðið - að skilgreina þátttöku í mótmælum.
--Sem þátttöku í hryðjuverkum. Sérhver aðstoð við þá sem hafa verið handteknir við mótmæli, sé þá -- fjármögnun hryðjuverka.
**T.d. ef greitt er fyrir lögfræði-aðstoð.
Auðvitað er það dæmi um hryðjuverka-starfsemi, hvernig hreyfing Navalny hefur verið að afhjúpa ótrúlega spillingu sem telst eðlilegur hlutur af starfsemi ríkisvalds Pútíns.
Í nokkrum fjölda tilvika, hefur flokkur Pútíns breytt lögum, til að banna tiltekna leið sem samtök Navalny beittu, er tiltekin spilling var afhjúpuð - sem sýni að spillingar-dýkinu í Kreml, mislíki slíkar afhjúpanir.
Enda grafa þær undan stuðningi almennings við það spillingarhæli, sem Kreml er í dag.
- Hversu hart er brugðist, er auðvitað ákveðið hrós til hreyfingar Navalny.
- Rússlands-stjórn væri ekki að bregðast svo hart við, ef afhjúpanir samtaka Navalny og það fylgi sem samtök Navalny hefur öðlast -- væri engin ógn við alræðið í Kreml.
Auðvitað með þessu: Getur vart verið annað en að flest fólk átti sig á því.
Að Pútín-istan er í reynd alræðis-ríki, lítt skárra Sovétinu gamla.
Niðurstaða
Þá er það svo, að keisarinn í Kreml, hefur sínt hramm sinn. Það er ekki nóg að myrða andstæðinga á erlendri grundu - að myrða þá í landinu sjálfu - að gera tilraunir til að myrða andstæðinga þegar þær misheppnast - að fangelsa andstæðinga fyrir upplognar sakir.
Þessar aðferðir greinilega duga keisaranum í Kreml ekki lengur.
Þannig að keisarinn í Kreml, virðist nú loks hafa tekið grímuna niður.
Og bannað formlega stjórnmála-hreyfingu -- fyrir starfsemi, sem í öllum atriðum hélt sig innan ramma sem mundi teljast dæmi um sjálfsagða og eðlilega pólitíska starfsemi í sérhverju raunverulegu líðræðis-ríki.
Héðan í frá getur það ekki verið, að einhver verulegur fjöldi manns.
Virkilega sjái það ekki, að Pútín-istan er í reynd alræði mjög nærri eins slæmt og það er tíðkaðist í Sovét.
--Gamli komminn í Kreml, lætur ekki að sér hæða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2021 | 22:27
Ætla Danir að reka -concentration camps- í 3ja ríki fyrir útlenda hælisleitendur? En hvernig á þessi 3ja ríkis-leið annars að virka?
Fréttir bárust af því að ríkisstjórn undir forystu danskra krata.
Sem er systur-flokkur hinnar íslensku samfylkingar.
M.ö.o. ekki tæknilega séð, últra-hægri-flokkur.
Hefði staðið fyrir samþykkt nýrra laga í Danaveldi.
Er heimila 3-ja ríkis vist hælisleitenda!
- En spurningin er, hvernig á þetta að virka?
En fregnir um málið, eru þögular um það atriði. - En maður mundi halda að með einhverjum hætti ætti.
Að tryggja að hælisleitendur vistaðir í 3-ja landi.
Líklegast virðist útlit fyrir að valið væri.
Fátækt þróunar-land einhvers staðar í Afríku. - Að þeir hælisleitendur mundu ekki geta.
Horfið á brott úr vistinni.
Og leitað aftur til Evrópu - hugsanlega til Danaveldis. - Þá vaknar spurningin um -- concentration camps.
Fréttir um málið:
- Denmark passes law to relocate asylum seekers outside Europe
- Denmark asylum: Law passed to allow offshore asylum centres
- Denmark passes a law to send its asylum seekers outside of Europe
Ef um væri að ræða - concentration camp - fyrirkomulag. Þá væri það að sjálfsögðu brot á öllum yfirlýstum gildandi samningum um alþjóðleg mannréttindi!
En ef fólkinu væri ekki haldið, þá auðvitað hefur það enga augljósa ástæðu til að hanga í vistinni í því 3ja landi, líklega bláfátæku Afríku-ríki, er borgað væri til að vista það.
Ég kem ekki auga á mikla ástæðu fyrir því, það fólk mundi vilja hanga þar.
Enda virðist mér miðað við afstöðu sem tjáð er af dönskum yfirvöldum.
Að ólíklegt sé hæsta máta - að áhugi sé í ríkisstjórn Danaveldis.
Að vísta það fólk í einhverjum - þægindum.
Denmark strips Syrian refugees of residency permits and says it is safe to go home
- Bendi að auki á, sama ríkisstjórn hefur líst því yfir að óhætt sé að senda fólk til Sýrlands -- Assads forseta.
- Þó skv. SÞ hafi 100.000 mann áætlað verið pyntuð til bana.
Í fangelsum landsins af lögreglu landsins.
Síðan 2011. - Mikið sé um handahófskenndar handtökur. Því alls ekki hægt að halda því fram með sanni -- ógnarstjórn Assads veiti öryggi.
- Þar fyrir utan að líklegt sé hæsta máta, að þeir sem sendir eru sem flóttamenn frá Sýrlandi -- séu tortryggðir því í meiri hættu en aðrir landsmenn, að verða látnir hverfa síðan að þeir þar eftir endi sem liðin limlest lík eftir pyntingar.
Miðað við þessa forkastanlegu afstöðu, að óhætt sé að snúa til Sýrlands.
Þá hef ég rosalega lágar væntingar til þess fyrirkomulags.
Sem ríkisstjórn Danaveldis ætlar því fólki.
Er væri sent til 3ja lands - líklega Afríkulands, til hælisvistar.
- Concentration camps -- virðist mér hreinlega sennilegt.
Þarf varla að nefna að, ef slíkt er ætlun ríkisstjórnar Danaveldis!
Þá mun a.m.k. ekki ríkisstjórn Dana geta gagnrýnt Kína - fyrir meðferð á fólki þar.
Niðurstaða
Útlendingahatur virðist orðið -mainstream- fyrirbæri í Danmörku, með þeim hætti að sósíaldemókratar í Danmörku reka nú þá harkalegustu stefnu sem fyrir finnst í allri Evrópu. Það er virkilega áhugavert, að það eru dönsku kratarnir sem hafa ákveðið að leita á mið útlendingafælni og haturs.
--Virkilega áhugavert!
Ef fyrirkomulagið verður -- concentration camp.
Þá auðvitað mundu Danir ekki geta gagnrýnt Kína t.d. fyrir meðferð á Úhígúr þjóðinni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Nýjustu athugasemdir
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Einar, getur þú sagt okkur hver efnahagsstefna Harris var? 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: 1: USA geta alveg verið sjálfu sér næg um allt, ef þau vilja. ... 8.11.2024
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana sí...: Sammála þér Einar en það mætti bæta við að Trump er algjör meis... 7.11.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar