Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
Til uppryfjunar gerðist sá atburður sl. haust í Rússlandi að Navalny var staddur um borð í flugvél þotu í innanlandsflugi er hann veikist hastarlega um borð. Flugmaður vélarinnar virðist hafa bjargað lífi hans, er hann tók snögga ákvörðun að lenda á næsta flugvelli.
Eftir lendingu var Navalny fluttur á rússneskt sjúkrahús í þeirri borg er vélin lenti.
Ástand hans var metið alvarlegt!
- Rússnesk yfirvöld höfnuðu því fljótlega að Navalny hefði verið byrlað yfir höfuð eitur, þó mátt hefði skilja af lækni fljótlega eftir Navalny kom á sjúkrahús -- að vísbendingar um eitrun væru til staðar.
- Eftir þrýsting frá yfirvöldum í Þýskalandi, samþykktu rússnesk yfirvöld efir nokkuð fuður -- að Navalny fengis fluttur til Þýskalands.
- Rétt að benda á, Navalny hafði þá megnið af tímanum verið án meðvitundar -- hann var fluttur án meðvitundar til Þýskalands, á þýskum spítala var hann án meðvitundar í a.m.k. 2 vikur ef ekki 3.
--Á þeim spítala vöru sönnur færðar fyrir því að Navalny hafi verið byrlað, novichok.
En þ.e. eitur sem Sovésk yfirvöld fundu upp á tíma Kalda-stríðsins.
- Þetta er vert að muna, fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi með samþykki yfirvalda þar.
- Síðan eftir hann er búinn að ná sér, er aftur með fulla heilsu.
- Ákveður hann að snúa aftur heim!
- Á flugvelli við heimkomuna er hann handtekinn - þá hafði flugvélinni verið skipað að lenda á öðrum flugvelli, en fyrirhugað var að lenda; þar höfðu yfirvöld undirbúið skyndiréttarhöld, sbr. ákæru þess efnis Navalny hefði farið úr landi án heimildar - sem er auðvitað gegn sanni fyrir utan Navalny var án meðvitundar þá og áfram vikur á eftir (Að sjálfsögðu gat ekki Navalny meðvitundarlaus smyglað sér úr landi) - dómari er hafði verið fluttur til að framkvæma réttarhaldið dæmdi Navalny er marka má fréttir í 3ja ára varðhald - fyrir að hafa rofið skilorð.
Þessi afar sérkennilega og augljóslega fullkomlega ósanngjarna meðferð.
Auðvitað vakti mikla athygli -- en einnig að virðist reiðibylgju!
Mynd tekin í St.Pétursborg Rússlandi á sunnudag!
- Ljóst á mynd að mótmælendur eru mörg þúsund í Pétursborg einni!
Thousands arrested across Russia at protests supporting jailed Kremlin critic Alexei Navalny
Over 5,100 arrested at pro-Navalny protests across Russia
Over 5,100 arrested at pro-Navalny protests across Russia
Kremlin orders police to crack down on anti-Putin protests
Aðgerðir yfirvalda í Moskvu vekja athygli, en þar virðist stórum hluta miðborgar hafa verið lokað með girðingum - auk þess að fj. lestarstöðva var lokað, svo fólk kæmist ekki.
--Engin dæmi þess eru að svo miklar lögreglu-aðgerðir fari fram í tíð Pútíns í Moskvu.
- Of snemmt er að álykta að ríkisstjórn landsins stafi hætta af mótmælunum.
- En þau eru þó þegar orðin þau umfangsmestu í sögu Rússlands, síðan Pútín tekur við stjórn landsins.
- Þ.s. gerir þau einstök síðan Pútín tekur við -- er útbreiðsla þeirra.
--En skv. fréttum, fóru handtökur fram í 80 borgum í Rússlandi, m.ö.o. mótmælt var þetta víða.
- Varðandi ábendingar um -- ólögleg mótmæli.
- Rétt að árétta, að í Rússlandi eru öll mótmæli bönnuð.
- Nema, ef sérstök heimild fæst.
--Auðvitað fá stjórnarandstæðingar aldrei slíka undanþágu.
Þetta er auðvitað þvert á reglu í lýðræðislöndum, þ.s. reglan er þveröfug.
Þ.e. mótmæli heimil, einungis má banna þau í undantekninga-tilvikum sem lög taka fram.
- En í Rússlandi er rétturinn til að mótmæla ekki til staðar.
Heldur þarf að fá undantekningu frá -- banni við mótmælum.
--Þetta auðvitað er eitt af því mörgu er sýni, Rússland sé ekki frjálst land!
Niðurstaða
Nú þegar víðtæk mótmæli hafa verið í Rússlandi í tvær helgar í röð, sá ég ástæðu að fjalla um þau. Hinn bóginn er enn of snemmt að álykta þau séu yfirvöldum hættuleg. En þetta víðtæk mótmæli geta verið það -- til þess að svo reynist. Þurfa þau að halda nú áfram viku eftir viku eftir viku, og allar tilraunir yfirvalda til að kveða þau niður mistakast.
Ef það gerist, þá væri orðið ljóst að - almenningur væri ekki lengur hræddur.
--En þ.e. alltaf varasamt fyrir einræði, ef almenningur missir hræðsluna.
Ef mótmælin halda áfram, yfirvöld geta ekki kveðið þau niður.
Getur komið sá punktur, að þau fara sjáanlega að grafa undan getu yfirvalda til að stjórna landinu -- en sá punktur er ekki enn kominn. Líklega þarf margar vikur af stöðugum mótmælum. Til að það reyni á það, hvort mótmæli geta brotið yfirvöld.
--Þ.e. þar fyrir utan hugsanlegt, að ef þau standa margar vikur - freystist yfirvöld til að beita her landsins, en það er sennilega eins og ég sagði - vikur í slíkan möguleika.
- Eina sem maður getur gert er að fylgjast með fréttum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ein af þeim sviðsmyndum sem ég velti fyrir mér um Trump - virðist ætla að rætast, a.m.k. að hluta. Ég meina, Trump virðist ætla sér að stjórna Repúblikanaflokknum áfram. Sem væntanlega þíðir, að hann ætlar sér að halda uppi -- afar, afar óvinveittri stjórnar-andstöðu.
--Trump heldur enn uppi kenningunni um stolnar kosningar.
--Sem er greinlega trúar-atriði meðal fylgismanna hans.
Þar með, tekur hann sér hlutverk þess særða - hins svikna.
Og fær líklega takmarkalitla samúð frá eigin fylgismönnum.
- Í nafni kenningarinnar, sjálfsagt ætlar hann sér að réttlæta þá grimmustu pólitísku andstöðu, er hafi sést hugsanlega í gervallri sögu Bandaríkjanna.
- Hinn bóginn, stendur það dæmi allt og fellur á því -- hvort Trump heldur stöðu sinni
- Það eru ógnanir -- sumar þeirra alvarlegar!
Dominion Voting Maschines hefur hafið málaferli gegn, Rudy Guilani og Sidney Powell.
Mér finnst afar afar sennilegt, að fyrirtækið hjóli einnig í Trump.
--Málið er ógn, því að fyrirtækið heimtar gríðarlegar upphæðir í skaðabætur.
--Það háar, að ef fyrirtækið beinir sjónum að Trump.
Gæti útkoman ógnað möguleikum Trumps til að halda þeirri stöðu sem hann hefur!
Sá þessa skemmtilegu mynd, Trump settur fram sem páfi!
En ég sá þessa skemmtilegu grein, er gerir samlíkingu við Trump, og síðasta páfann er sat í Avignion í Frakklandi snemma á 15. öld: The Rebel Pope.
- Að líkja Trump við páfa er ekki eins fjarstæðukennt og það hljómar við fyrstu sín.
- Því Trumpista-hreyfingin er eiginlega -secular- trúarhreyfing.
Trump er meir í ætt við páfa þeirra, en að vera eiginlegur pólitíkus.
Hann sé miklu meira en pólitíkus í þeirra augum!
Trump hefur greinilega kramið uppreisnar-tilraun innan Repúblikanaflokksins!
Republicans have decided they need Trump
Það virðist á tæru að -- Trump hefur hrætt þá til fylgis.
Orðið - hræðslu-bandalag - eigi þá vel við.
--Veikleikinn er þá sá augljóslega, að það helst einungis svo lengi sem Trump hefur þann styrk sem hann virðist enn hafa, að geta viðhaldið hræðslunni innan flokksins við hann.
Ef Trump missir þann styrk að einhverju verulegu leiti, gæti hald hans á flokknum þorrið hratt!
Sennilega séu þeir aðilar er hafa skipt um skoðun aftur snögglega, ekki að því af ást á Trump - heldur því þeir þora engu öðru þessa stundina!
--Þess vegna er þess vert, að íhuga þær ógnir er stafa að Trump.
Mar-a-Lago Florida!
Hvernig mundi staða Trump breytast, ef Trump missir peningana - og Mar-a-Lago?
Þetta er raunverulegur möguleiki, ekki sett fram sem grín!
- Þ.s. ég hef mest í huga, er sennileg málsókn -- Dominion Voting Maschines gegn Trump.
Flestir ættu að vita, að Dominion var sakað af Trump og kosningaherferð Trumps, að hafa skipulagt umfangsmikið kosninga-svik er tengdist kosninga-vélum fyrirtækisins.
--Ég hef aldrei heyrt um að nokkrar sannanir þess efnis hafi verið fluttar fyrir rétti.
**Má spyrja sig, af hverju lögfræðingar Trumps, notuðu þá ásökun aldrei í réttarsal. - Punkturinn er sá, að sá sem ásakar -- þarf að sanna ásökun!
Dominion Voting Maschines þarf ekki að sanna sakleysi sitt.
Réttarstaða þess, er staða sakbornings sem er ásakaður.
M.ö.o. telst saklaust nema sekt sé sönnuð.
--Þannig virkar meyð-yrðamál. - Ef Dominion fer í meiðyrðamál við Trump út af ásökunum Trumps.
Þarf Trump að sanna að þær ásakanir sem hann kom fram með.
Séu m.ö.o. sannar.
Ef hann getur það ekki -- þyrfti hann að borga þá kröfu sem dómur mundi samþykkja.
--Það þarf ekki vera sú upphæð sem Dominion krefst! Upphæðin gæti verið hærri eða lægri.
Rökrétt fyrir dómi, mundi Trump leita eftir sem -plan B- að lækka upphæð kröfunnar.
- Dominion hefur krafið Rudi Guilani og Sidney Powell, hvort um sig, um 1,3ma.$.
Krafa á Trump gæti verið svipuð eða hærri upphæð!
Slíkar upphæðir eru þvílíkar ef dómur samþykkir þær.
--Að þær augljóslega ógna fjárhagslegri stöðu Trumps.
- Ef hann fer í gjaldþrot -- missir hann Mar-a-Lago, og allar sínar eignir!
- Og þá einnig hefur hann ekki peninga, sem hann nú hefur, sem hann beitir til að hóta óhlýðnum Repúblikönum - að nota gegn þeim.
Viðbrögð Trumpara yrðu líklega þau, afstaða þeirra með Trump mundi harðna frekar!
Sennilega mundu þegar sannfærðir Trumparar - líta á það sem sönnun þess að dómskerfið sé spillt í Bandaríkjunum, þ.e. endanlega sönnun þess, ef Trump mundi tapa dómsmáli er hefði þetta afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann!
--Þannig að Trump væri allt í einu öreigi.
- Ef bruna-sala allra hans eigna mundi ekki duga til að borga sennilega samþykkta dómskröfu frá Dominion Voting Maschines, þá mundi fyrirtækið alltaf strax gera lögtak í allar nýjar tekjur eða nýja peninga -- sem Trump áskotnaðist.
- M.ö.o. svo lengi sem hann teldist skulda Dominion sektar-fé, gæti Trump ekki persónulega átt nokkurn skapaðan hlut, þar á meðal - peninga.
--Það hlyti að flækja verulega fyrir honum það að viðhalda pólitískum áhrifum.
Á móti, mundi sennilega hreyfing Trumpara herðast enn meir í trúnað við hann.
Samtímis að tök Trumps á Repúblikana-flokknum mundu a.m.k. að einhverju leiti losna.
--Þar eð Trump geti þá ekki lengur beitt peningalegum styrk, til að ógna óþægum.
- Spurningin sé þá -- hversu róttæk gæti Trump hreyfingin orðið?
- Í kjölfar þess, að ef Trump - eins og mig gunar - verður gerður gjaldþrota, eftir að gríðarlega há fjárkrafa á hann hafi verið samþykkt fyrir rétti?
--Steve Bannon hefur stundum kallað sig, Lenínista.
Ekki vegna þess að hann fylgi Marx-Lenínisma. Heldur að hann vísar til þess hvað Lenín gerði. M.ö.o. Lenín bylti heilu samfélagi og hreyfing þess tók það yfir með valdi!
Gæti hreyfing Trumps - breyst yfir í hreina byltingar-hreyfingu?
Ég er ekki að tala um að þeir yrðu að Marx-Lenínistum.
Heldur að velta því upp, að hugsanlega í kjölfar á slíku áfalli Trumps.
--Trump hrópandi um spillt dómskerfi hann pottþétt mundi gera.
--Spillta elítu er væri að kæfa hann, sem Trumparar mundu strax trúa.
- Að Trumparar mundu gefast upp á friðsamri leið til byltingar!
Verða raunverulegur byltinga-flokkur eins og Bolsévikkar Leníns.
--Þó þeir væru ekki, Marx-Lenínistar. - Væru þó með þá hugmynd, að allt samfélagið sé svo spillt - rotið.
Að eina vonin um breytingu, sé bylting.
--Tja, eins og í grunninn Bolsévikkar trúðu 1917!
Niðurstaða
Eins og margir velti ég fyrir mér vegferð Trumps. Mig grunar sterklega að fortíð Trumps sé að elta hann, m.ö.o. í síðustu tíð grunar mig að -- Dominion Voting Systems, sé að þróast yfir í að vera nokkurs konar -- nemesis. Félagið hafi hótað þegar fjölda aðila meiðyrða-lögsóknum, og a.m.k. hafið tvær slíkar gegn mjög nánum samstarfsmönnum Trumps sjálfs. Það virðist afar líklegt að félagið beini sjónum að Trump innan skamms!
Akkúrat núna virðist Trump keikur, m.ö.o. hafa mestu bælt niður uppreisnar-tilraun gagnvart honum innan Repúblikana-flokksins, búinn að koma sér fyrir í höll á Mar-a-Lago Florida, þ.s. hann sé umkringdur fylgissveinum og öðrum Trumpurum. Sennileg ætlan hans, að stjórna Repúblikanaflokknum áfram, og veita Biden þá óvinveittustu stjórnarandstöðu sem sést hafi hugsanlega í gervallri 240 ára sögu Bandaríkjanna.
Hinn bóginn, virðist mér sennilegt að Trump verði fyrir barðinu á lögsókn Dominion Voting, þ.e. hann tapi og fjárkrafan verði slík -- Trump verði þvingaður í gjaldþrot. M.ö.o. hann missi MarLago, og allt sitt fé -- er rökrétt ætti að draga úr hans pólitísku ítökum.
- Hinn bóginn, eins og ég skil Trumpara-hreyfinguna, mundi hún halda áfram tryggð við Trump eftir slíkt áfall -- eiginlega ef eitthvað er, verða enn tryggari honum.
--Í augum Trumpara, mundi slíkt áfall virðast þeim sanna allar þær samsæris-kenningar þeir þegar trúa, m.ö.o. um vonda elítu - risa-samsæri og annað þess háttar. - Þ.s. mig grunar er, að við þetta gæti hreyfingin orðið enn róttækari en áður.
Því velti ég því upp, hvort hún gæti þróast yfir í -- róttæka byltingar-hreyfingu um sumt sambærileg þeim hreyfingum er voru í gangi um og eftir aldamótin 1900.
En mig grunar að viðbrögð Trumpara gætu orðið þau, að missa trúna á að markmið þeirra séu náanleg með -- lýðræðislegum aðferðum. M.ö.o. bylting með valdi væri eina leiðin.
Sem þíddi, að hreyfingin yrði að - klassískri byltingar-hreyfingu.
Þ.e. hreyfing fólks, er telur samfélagið það rotið - það ónýtt, að ekki sé hægt að laga það með vægari aðferð! Fólk er hafi misst alla trú á samfélags-gerðinni, og vilji því kollvarpa henni.
- Spurningin er þó: Hver eru akkúrat markmið Trumpara-hreyfingarinnar?
Fram til þessa hefur mér virst hreyfingin eiginlega ekki snúast um nokkurn hlut.
Nema Trump sjálfan!
--En bylting þarf alltaf hafa markmið, stefnu - leiðarljós.
Markmið er getur haldið áfram þó leiðtoginn væri allur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.1.2021 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.1.2021 | 22:57
Mun Dominion Voting Systems koma öllum Trumps mönnum, jafnvel Trump sjálfum, í gjaldþrot? Dominion hefur meiðyrðamálsókn gegn Rudi Guilani!
Það sem ég skildi aldrei með ásakanir Trumps - Powell og Guilani gegn Dominion Voting Systems, það var það. --> Hvernig þeim í ósköpunum kom til hugar þau kæmust upp með þær!
Ég hef vitað síðan ég var unglingur, að reglur um meið-yrði virka þannig.
Að ef maður kemur fram með ásakanir er varða alvarlegt lögbrot!
--Er eins gott að maður hafi góðar sannanir fyrir málinu.
- Ef ekki er maður sjálfur í súpunni.
Enda virkar vestræn réttvísi, sá er ásakar þarf að sanna ásökun. - Þ.e. aldrei aðilinn sem er ásakaður, er þarf að sanna sakleysi sitt.
Hafandi í huga hve magnaðar ásakanir 3-menninganna gegn Dominion Voting Systems voru.
--Hugo Chavez hefði stofnað fyrirtækið, það væri enn í eigu fjölskyldu Hugo Chavez.
--Að fyrirtækið hefði staðið fyrir mjög stórfelldu kosninga-svindli, sem handbendi -eer- fjölskyldu Chavez.
Það hafa komið fram ótal hafnanir á þeim ásökunum!
Ekki einungis frá Dominion Voting Systems!
Tilvitnun í William Barr, fyrrum Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna undir Trump:
There's been one assertion that would be systemic fraud and that would be the claim that machines were programmed essentially to skew the election results. And the DHS and DOJ have looked into that, and so far, we havent seen anything to substantiate that,
Skv. orðum Barr, hafði Dómsmálaráðuneytið rannsakað ásakanirnar og engar sannanir fundið!
- Fyrir utan þetta atriði -- virðast lögfræðingar Trumps, þar á meðal virðist það eiga við Guilani - aldrei hafa flutt ásakanir þessar á Dominion Voting Systems fyrir rétti.
- Bendi fólki á, að skv. reglu innan bandar. dómskerfisins, er hægt að svipta lögfræðing réttindum, ef hann flytur fyrir rétti ásakanir sá veit eru rangar.
--Fólk getur dregið síðan eigin ályktanir.
Punkturinn er sá, að það bendi til þess -- að Guilani hafi allan tímann vitað.
Að ásakanirnar væru -- kjaftæði. Sidney Powell þar af leiðandi einnig.
En samt tekið þátt í -defamation- gagnvart Dominion Voting Systems.
--Bendi á þá fjölda blaða-manna-funda!
Donald Trump, Sidney Powell og Rudi Guilani!
Botna ekki í því hvernig þeim kom til hugar þau kæmust upp með þetta!
En lög eru skýr, hérlendis sem í öllum Vestrænum löndum -- að einstaklingar sem og lögaðilar, mega fara í skaðabóta-mál gegn aðilum; er koma fram með rangar ásakanir gegn viðkomandi undir vitna viðurvist.
- Það gat engum dulist, að Dominion Voting Systems, mundu fara í mál!
- Þar fyrir utan, gat það aldrei hugsast - að Trump gæti varið þau.
Þá meina ég, ef maður ímyndaði sér, hann hefði unnið kosningarnar, sem hann tapði. - Einfaldlega vegna þess, að völd forseta ná ekki yfir -- meiðyrðamál.
Forseta-náðun virkar ekki á slík mál. Sem eru alltaf, einkamál.
Þau höfðu því aldrei nokkra gilda ástæðu að ætla að þau gætu komist upp með að dreifa þessum söguburði um Dominion Voting Systems!
Dominion Voting Systems - hefur hafið málsókn gegn Rudi Guilani!
Dominion sues Rudy Giuliani for spreading US election fraud big lie
Bendi á að fyrirsögn fréttar vitnar í orð talsmanna Dominion!
Áður hefur Domion hafið málsókn gegn Sidney Powell:
Dominion sues pro-Trump lawyer Sidney Powell for defamation.
- Í báðum tilvikum krefst Dominion 1,3 milljarða.$.
Ég efa ekki að Dominion hyggist á málsókn gegn Trump sjálfum.
Þó fyrirtækið hafi ekki enn sent honum sókn - efa ég að spurningin sé einungis um daga upp í mesta lagi vikur.
--Fréttin um málsókn gegn Powell er frá 8/1 sl.
Þannig að það gæti þítt, nokkra vikna bið eftir því að Trump -- sé sent sókn.
- Ég get ekki komið auga á nokkra hina minnstu máls-vörn fyrir þá sem Dominion getur sínt fram á, að hafi rægt fyrirtækið -- með skýrum hætti, með því að á opinberum vettvangi með nægilega skýru orðalagi, hafa tekið undir ásakanirnar.
- Ég reikna fastlega með því, Dominion muni nk. mánuði hjóla í sérhvern þann - sem telst vera einstaklingur með einhver áhrif -- er hafi tekið undir þær ásakanir í vitna viðurvist með nægilega skýrum hætti.
Það fari eftir mati fyrirtækisins á tjóni af völdum viðkomandi, hvers verði krafist.
- Krafa Dominion á Donald Trump -- þegar hún kemur fram.
Gæti verið enn hærri upphæð, en kröfur Dominion á þau Powell og Guilani.
Hversu langt getur verið að Dominion gangi?
Ég reikna með því, að Dominion taki allt það sem -- þessir einstaklingar eiga.
Þvingi þau í gjaldþrot - sölu allra persónulegra eigna.
--Ef þau geta ekki borgað.
- Ef krafa á Trump verður hærri en 1,3ma.$.
Þá líklega mundi hann ekki eiga fyrir henni.
Og örugglega ekki geta slegið það hátt lán, þó allt væri lagt að veði. - Þannig að þá mundi Dominion líklega þvinga fram persónulegt gjaldþrot Trumps.
Útlit virðist að bæði Powell og Guilani standi fyrir því sama.
Að þegar Dominion er búið með þau -- eigi þau ekki skirturnar sem þau ganga í.
Niðurstaða
Orðalagið skulda-dagar á líklega vel við. Mér virðist flest benda til þess, að Dominion Voting Systems -- þvingi helstu talsmenn Trumps, og síðan Trump sjálfan líklega að auki.
--Í persónuleg gjaldþrot, þ.e. þvingi fram sölu allra þeirra eigna - full uppgjör þeirra búa, og endi með að skilja þau eftir - varla eigendur að skirtunum sem þau ganga í.
Hvort sem fólki finnst þetta makleg málagjöld eða ekki.
Virðist mér nánast allar líkur benda til þessara endaloka.
--Ætli þetta verði ekki víti til varnaðar til frambúðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.1.2021 kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert af þessu kemur á óvart, innganga í Parísar-sáttmálann og WHO (World Healt Organization) var gefin út örfáum klukkustundum eftir formlegri innsetningar-athöfn Bidens í embætti forseta var lokið.
--1. febrúar er risa-lagapakki lagður fram, sem kveður m.a. á um að almenningur fái þá 2000 dollara per mánuð, sem Trump sjálfur talaði fyrir -- ekki fyrir löngu. Allt í allt er þetta risastór fjármögnunar-pakki. Repúblikanar hafa þegar lýst yfir andstöðu.
--8. febrúar hefst þinglegt réttarhald yfir Donald Trump -- ekkert leyndarmál að Demókratar ætla að ná því fram; að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti. Þannig lokað á hugsanlega endurkomu hans 2024.
Nýr varaforseti og forseti Bandaríkjanna ásamt nánustu!
Eitt sem vekur smá athygli, er ein af ákvörðunum Trumps lokadaginn í embætti: One of Trump's final acts will allow former aides to profit from foreign ties.
Trump ákvað að kollvarpa reglu, sem var eitt af hans eigin kosninga-loforðum 2016.
--Til staðar er í Bandar. lög sem krefjast þess að þeir sem ætla að lobbýa fyrir erlend ríki, skái sig sem erlendir lobbýistar.
**Regla Trumps, gilti einungis um þá er unnu fyrir hans ríkisstjórn -- fól í sér bann við því að lobbýa fyrir erlend ríki, er mundi gilda ævina á enda.
--En með því að setja öxina á þá reglu, þá t.d. geta fyrrverandi starfsmenn Trumps, farið að lobbýa fyrir erlend ríki.
**Þegar Trump var forseti kom í ljós að tveir tengdir hans ríkisstjórn, höfðu látið vera að skrá sig sem -- erlenda ráðgjafa. Þannig brotið lobbýisma lögin. Þar á meðal Flynn.
--Trump veitti þeim báðum er lentu í þeim laga-hremmingum sakaruppgjöf.
**Í kosningabaráttunni 2016 fór Trump fyrir umræðu er var mjög tortryggin á þá er vinna fyrir hagsmuni erlendra ríkisstjórna innan Bandaríkjanna.
Æfilangt bann á eigin starfsmenn, var sem sagt -- opinber drain the swamp move.
**Að Trump skuli axa regluna rétt áður en hann hættir, vakti kátínu nokkurra.
Biden tók nokkrar mikilvægar ákvarðanir strax fyrsta daginn!
Anthony Fauci says America will sign up to WHO
Skv. Fauci, mun ríkisstjórn Bandar. aðtoða við hnattræna dreifingu lyfja gegn COVID-19. Styðja við baráttu WHO - sem meðlimir að nýju.
The new president has already rejoined the Paris agreement
Biden gekk þegar aftur inn í Parísarsáttmálann um aðgerðir gegn hnattrænni hlýnun.
Sama dag setti Biden öxina á umdeilda olíuleiðslu frá Kanada:
Canada must respect decision to cancel Keystone XL, minister says.
Rétt að benda á að lagning leiðslunnar hafði lítt komist áfram þau 4 ár sem Trump var forseti, enda lagning hennar umsett lagaþrætum og lögsóknum -- mjög sennilegt að þau mál mundu halda áfram að tefja það ferli hún vægi lögð.
--M.ö.o. jafnvel þó Biden hefði ekki sett öxina á málið, væri óvíst hún næði vera kláruð á nk. 4 árum vegna tafa af völdum fjölda tafsamra dómsmála.
- Þar fyrir utan þá er nýja stefnan á endurnýjanalega orku-gjafa, að styðja við vinnslu olíusanda í Kanada -- er ekki beint liður að því markmiði.
Sú vinnsla er ákaflega orku-frek, þ.s. það þarf að hita sandinn áður en bikið losnar frá.
Sú vinnsla er því afar CO2 kostnaðarsöm! - Þ.e. ekkert augljóst við það, að fókus á endurnýjanlega orkugjafa.
Ógni orku-öryggi Bandaríkjanna.
Né að það ógni - orkusjálfstæði Bandaríkjanna.
Annar fókus á að framleiða orku í landinu -- ekki augljóst fyrir mér þeim markmiðum sé ógnað.
Varðandi störf. Þá er það 1,9tn.US pakkinn sem Biden er að leggja fram, er á að leya þann vanda.
Bidenomics is off to a good start
Republicans bludgeon Biden's big stimulus plans
1,9 Amerískar Trilljónir -- er stærðin á pakkanum.
Vinsælt atriði sem sá pakki inniheldur er hækkun á persónulegum framlögum til almenning, upp í þá 2000 Dollara per haus, sem Trump sjálfur talaði fyrir ekki fyrir löngu.
En hann inniheldur margt annað, ekki síst gríðar stóra aðgerð sem á að lyfta hagkerfinu.
- Það á m.ö.o. að verja miklu fé skipt milli fylkja, þ.s. fé á að verja til atvinnu-uppbyggingar. Hugmyndin að öll fylki fái sitt.
En einnig, að þess verði gætt - að engin svæði innan einstakra fylkja verði útundan. - Þetta er í raun ekkert minna, en framtíðar plan Bidens um það hvernig hann ætlar að vinna nk. kosningar þ.e. þing-kosningar 2022 fyrir Fulltrúadeild, síðan forsetakosningar 2024.
Draumurinn að með öflugri atvinnu-uppbyggingu, nái Demókratar til sín öruggri fylgis-aukningu.
Það þarf vart að nefna að, margir ekki endilega allir - Repúblikanar á þingi munu gera allt sem þeir geta, til að minnka pakkann og þar með draga úr þeim áhrifum sem sá pakki kann að hafa.
--M.ö.o. er þetta hvorki meira né minna en -- make eða break -- mál ríkisstjórnarinna.
Democrats rebuff McConnells filibuster demands
Eitt af rifrildum fyrstu daga Biden í embætti er um svokallaðan - filibuster. Regla sem kveður á um -- aukinn meirihluta fyrir lagasetningar eða frumvörp er falla þar undir.
--M.ö.o. ef ákall McConnel væri samþykkt, að flest þingmál mundu falla undir svokallaða filibuster reglu -- gæti McConnel haldið áfram eins og var áður en Repúblikanar misstu meirihluta sinn í efri deild, að blokkera lagasetningar Demókrata.
--Auðvitað sögðu þeir nei við því - að heimila McConnel það aukna stöðvunar-vald.
Trump þungur á brún!
Trump impeachment á örugglega eftir að vera nokkurt drama!
Ég hafna strax þeirri hugmynd það sé -unconstitutional- að ákæra Trump eftir hann er hættur.
- Rökin eru einföld, Trump var sem yfirmaður framkvæmdavaldsins -- æðsti embættismaður Bandaríkjanna.
- M.ö.o. lagalega séð -- er hann eða var, embættismaður.
- Þá virka almenn fordæmi er tengjast réttarmálum embættismanna er hafa látið af embætti.
Mörg fordæmi þess að fyrrum embættismenn séu kærðir fyrir brot í embætti.
GOP members are backing a bid to dismiss Trumps trial by claiming its unconstitutional
Eins og sagt er í fyrirsögn hefjast þingleg réttarhöld þann 8/2 nk.
Trump hefur ráðið lögfræðing: Trump starts taking his second impeachment seriously.
Varðandi umræðu um - dómafordæmi. Hvort Trump væri dæmdur fyrir dómstóli.
Rétt að benda á að þingið er ekki raunverulega -- dómstóll!
- Þinginu ber engin skilda til að fylgja dómafordæmu sem almennt réttarfar hefur sett.
- Þingið má setja ný fordæmi.
--Þ.e. einmitt eitt af lykilhlutverkum þinga að setja ný fordæmi.
Ég vísa til lagasetningarvalds þinga! Mörg dæmi þess að þingið kollvarpi eldri fordæmum, með nýjum lagasetningum.
- Ég held að sama gildi um -- Trump trial.
- Að þinginu sé heimilt -- stjórnarskrá skv. að setja nýtt fordæmi.
Það sé á frekar spurning hvort þingið sé líklegt að gera slíkt!
- Rökin fyrir því væru einna helst, að árásin á þingið er einstakur atburður m.ö.o. aldrei áður gerst í sögu Bandar. að almenningur ráðist þar inn -- síðast var ráðist á þingið 1812 af breskum her í stríði Bandar. og breska heimsveldisins þá.
- Þingið, getur viljað setja refsi-fordæmi fyrir því.
Til að tryggja að slíkt gerist aldrei aftur.
--Enginn vafi að Donald Trump hvatti þvöguna áður en hún lagði af stað til þinghússins með orðum nokkurn veginn á þann veg, kosningunum hefði verið stolið - að baráttan fyrir landið stæði enn yfir - mikivægt væri ennþá að standa saman og hafa sigur.
Enginn vafi heldur að þvagan marseraði að þinghúsinu strax og ræðu Trumps var lokið.
Þingið getur ákveðið að dæma Trump sekan -- þó svo að sönnunarbyrði fyrir almennum dómstól sé hugsanlega það hörð, að orð Trumps séu líklega ekki nægilega skýr fyrir almennum dómstóli.
- Þörf ábending, að þingið getur einungis dæmt Trump frá embætti.
Þar að Trump er hættur, getur það einungis dæmt hann frá framtíðar störfum í almanna þjónustu fyrir alríkið. - Það getur engan dæmt í fangelsi.
--Þetta á eftir að vera mjög áhugaverð rimma!
Sótt er að Repúblikönum er líst hafa yfir stuðningi við -- þinglega lögsókn gegn Trump.
Að svo sé kemur engum á óvart, enda stuðningsmenn Trumps enn margir.
--Þó hugsanlega 1/3 hluti Repúblikana sé hugsanlega í liði þeirra sem ekki eru Trump-sinnar.
Það fer eftir stöðu viðkomandi í sínu héraði hvort sókn Trump-sinna að slíkum sem þeir álíta svikara sé líkleg að virka!
--Hinn bóginn, virðist ljóst nýverið að það hafi verið nokkur fj. Repúblikana er ekki var í raun sammála Trump, og hugsanlega sé að nota nú tækifæri er felist í nýrri ríkisstjórn - sigri Demókrata í Öldungadeild, til að losna frá -- valdi Trumps.
- Það sé hugsanlegt að það skelli á nokkurs konar borgarastríð innan flokksins.
- Hann gæti hugsanlega klofnað.
Niðurstaða
Fer ekki leynt með að ég er sáttur við þær ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar - að snúa aftur til Parísars-samkomulagsins, og alþjóðlegu heilbrigðisstofnunar SÞ.
Ég var aldrei sammála megin þeirri tilteknu aðferð Trumps, að ef að hans mati Bandar. höfðu ekki næg áhrif innan tiltekinnar stofnunar -- þá mundu Bandar. ganga út!
--Að mínu mati, þíði slík útganga, pent einfaldlega það - að veita tilteknu öðru landi aukin völd og áhrif í heimsmálum á silfur-fati. M.ö.o. gjöf til þess lands í hvert sinn.
- Aðferðin útganga, hafi í sérhvert sinn - verið það að skjóta sig í fótinn.
Þó svo að Parísar-samkomulagið hafi marga galla, þá græðir enginn á því ef hnattræn hlýnun verður stjórnlaus -- enginn mun heldur sleppa frá því hvað gerist.
--Bandaríkin - ESB - Kína, eru öll nauðsynleg svæði eða ríki. Svo einhver möguleiki sé til að aðgerðir til að hægja á hnattrænni hlýnun geti virkað.
- Það þarf samvinnu samkomulag. Málið sé of stórt til að jafnvel svo stór lönd geti leyst málið ein á báti.
--------------
Þó svo verið geti að athygli fjölmiðla verði meir á máli Trump eftir 8/2 nk.
Ef eitthvað er, þá sé það risa-pakki Bidens upp á 1,9tn. sem meira máli skipti.
- Það sé líklega, make or break, mál ríkisstjórnar Biden.
Þess vegna verði líklega allt lagt í sölurnar af hálfu ríkisstjórnar Biden, að koma því máli í gegn. Ef hún nær því fram nokkurn veginn óbrengluðu eða nægilega lítt brengluðu.
--Ætti ríkisstjórn Bidens ágæta möguleika á hugsa ég að tryggja Demókrötum sigur í 2022 þingkosningunum og Biden gæti átt góða möguleika 2024.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.1.2021 | 17:10
25 þúsund hermenn gráir fyrir járnum munu gæta embættistöku Joe Biden! Skellur á borgarastríð?
Þetta sýnir það einstaka ástand er ríkir í Bandaríkjunum í tengslum við þessa embættistöku, að mikill meirihluti kjósenda Repúblikana trúir -- ósönnuðum sögusögnum um fölsuð kosningaúrslit. Það sem er að gerast er nákvæmlega það sem maður óttaðist -- að dreifing slíkra skýringa, m.ö.o. fullyrðinga um stolnar kosningar -- mundi geta skapað hættulegt ástand ef svo mundi vilja til að þrátt fyrir slíkar sögu-dreifingar mundi Donald Trump tapa fyrir Joe Biden.
- Hve gríðarlega margir trúa því, þrátt fyrir að engar öruggar sannanir liggi fyrir því að kosningum hafi verið stolið.
Bendi á að Donald Trump -- tapaði 61 dómsmáli af 62. 1 dómsmál endaði með samkomulagi.
M.ö.o. er ekki hægt að segja Donald Trump hafi ekki haft tækifæri til að sanna sínar fullyrðingar. - Þar fyrir utan, beitti hann embættismenn í fylkjum þ.s. Repúblikanar ráða, þrýstingi.
A.m.k. 2-skipti komu hópar þingmanna úr fylkjum til Washington til fundar við hann.
--Ekki má gleyma frægu símtali er lekið var - þ.s. Trump virtist beita embættismann í Georgíu þrýstingi um að breyta kjör-niðurstöðu í Georgíu.
**Ég er eiginlega sannfærður um, það símtal endi líklega sem glæpamál gegn Trump.
--Trump hefur ekki gefið eftir fullyrðingar um stolnar kosningar, þrátt fyrir að ná engum árangri með þær fullyrðingar fyrir dómi -- endurtek, 61 tapað dómsmál.
- Maður verður eiginlega að hallast að því, að Trump hafi klárlega tapað.
En á sama tíma, Trump -- einhvern veginn sé ekki fær um að sættast sig við það.
Það hættulega við allt málið, að Trump virðist hafa tekist að sannfæra meirihluta sinna kjósenda, þrátt fyrir að Trump hafi tapað sérhverju dómsmáli!
Það sé þessi stóri minnihluti Bandaríkjamanna er trúi sögum um stolnar kosningar er geri embættis-tökuna hættulegri sennilega en nokkra aðra embættistöku í sögu Bandaríkjanna!
Hermenn í afslöppun inni í Capitol byggingunni, þinghúsinu í Washington!
- Svo hættulegt metur PENTAGON ástandið, að ótrúlegur fjöldi hermanna undir vopnum eins og sjá má munu gæta embættistöku Joes Biden.
- Miðað við það að yfir 60 milljón manns innan Bandar. trúa líklega á sögur um stolnar kosningar -- að margir þeirra geta verið reiðir vegna þess, að þeir trúa slíkum sögum.
Þá hugsa ég að það sé ekki of mikið, að hafa 25.000 hermenn í Washington nk. miðvikudag.
Margvíslegar aðrar öryggisráðstafanir eru í býgerð: Transit security officials prep for chaos.
Í þessari frétt kemur fram, að allar lestar-stöðvar innan nokkurra km. radíus við Capitol hæð verða lokaðar, þannig að hópar er ætla að mæta á svæðið með lest -- verða þá að ganga langar leiðir.
Að auki verða örugglega helstu vegir í grennd við Capitol hæð, lokaðir!
- Samt getur vel verið að mæti gríðarleg þvaga af fólki.
- Þ.s. ekki er síst hættulegt, að bæði hópar stuðningsmanna Bidens og Trumps.
Eru líklegir að mæta. - Og enn verra, báðir slíkir hópar geta verið vopnaðir.
M.ö.o. er ég ekki endilega á því að mesta hættan á blóðabaði verði tengd árás á Capitol.
Frekar möguleika á -- skothríð brjótist út milli hópa stuðningsmanna!
Það sem þetts líklega sýnir: Sl. 150 ár hafi spenna innan Bandar. aldrei verið meiri.
Fólk í fullri alvöru er farið að ræða hættu á borgara-stríði.
Fyrir embættistöku Trumps 2017 hafi það líklega verið óhugsandi.
--En með því að takast að sannfæra tæpan helming kjósenda að kosningar séu virkilega stolnar, þrátt fyrir að vinna ekkert af 62 dómsmálum, virðist Trump hafa skapað mjög hættulegt ástand.
- En ég verð eiginlega að eigna það Trump, að skapa þá hættulegu spennu.
Því eftir allt saman er það fyrir hans tilstuðlan, að svo margir trúa á söguna um stolnar kosningar.
Með því hafi honum tekist að skapa gríðarlegt víðtækt ástand reiði meðal mjög fjölmenns hóps.
Það sé hve sá hópur sem er fjölmennur, sem skapi þá tilfinningu að -- embættis-takan gæti verið rás-punktur nýs borgarastríðs í Bandaríkjunum!
--Ég sé það ekki sem ósanngjarnt að eigna Trump að það ástand hafi myndast!
Ég held að öll heimsbyggðin bíði með öndina í hálsinum eftir embættistökudegi.
Niðurstaða
Sögur Trumps um stolnar kosningar virðast hafa klofið Bandarísku þjóðina með hætti er ekki hefur gerst í um 150 ár -- að sjálfsögðu verð ég að kalla þetta sögur.
Honum tekst ekki að vinna nokkurt af 62 dómsmálum, tilraunir hans fyrir rétti til að sanna söguna um stolnar kosningar voru m.ö.o. margar -- og allar þær tilraunir mistókust.
--Þannig hefur honum ekki tekist að sanna sína sögu!
--Það þíðir m.ö.o. að lagalega séð er Joe Biden lögmætur arftaki, þ.s. það stóð á Trump að sanna að kosningin hefði verið óheiðarleg, þ.s. skv. hefðbundinni reglu réttarhalds er Joe Biden sýkn saka ef ekki tekst að sanna á hann sök, þá telst hann sýkn saka af slíkum áburði hvað réttarfar Bandaríkjanna áhrærir.
Síðan lagalega séð, hafði Bandaríkjaþing enga lagalega ástæðu til að kollvarpa niðurstöðunni, eftir að -- allar tilraunir fyrir rétti höfðu farið út um þúfur, eftir að öll fylkin hvert fyrir sitt leiti höfðu staðfest kosninganiðurstöður, og eftir að Elector College hafði meirihluta kjörið Joe Biden forseta.
--Þess vegna að sjálfsögðu, sagði Pence að hann mundi ekki gera tilraun til að ónýta niðurstöðuna eins og Trump heimtaði um daginn -- Pence m.ö.o. fylgdi hinu lagalega ferli.
Pence hefur auki líst því yfir hann verði við embættistökuna: Pence is done with Trumps bulls--t, said a former Pence adviser.
Ef það er rétt haft eftir, þá væntanlega eru komin full vinslit milli Pence og Trumps.
Þrátt fyrir að lagalega séð - sé Biden rétt-kjörinn. Er krafan það stríð, að Trump haldi áfram eftir að Trump hefur tekist að sannfæra yfir 60 milljón manns - hann þrátt fyrir allt eigi á réttu að vera forseti nk. 4 ár.
--Að líklega hafi aldrei ríkt innan Bandaríkjanna hættulegra spennu-ástand sl. 150 ár eftir lok borgarastríðs í Bandaríkjunum.
Spurningar um nýtt borgarastríð vakna því!
Bendi auk þess á, að líklega verða mótmæli í yfir 100 borgum samtímis.
Í þeim borgum er líklega ekki eins gríðarleg öryggis-gæsla.
--Kannski í einhverri þeirra borga eru tíðindi líklegri, hver veit.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ef maður íhugar hvernig Trump hefur fúnkerað, þá hefur Twitter allan tímann síðan hann náði kjöri 2016 -- verið lúðurinn hans. Á Twitter tjáði hann sig daglega um nánast allt milli himins og jarðar. Það eitt gerði Trump óvenjulegan, hve tjáning hans var gersamlega opin.
--Gallinn við það, hann ítrekað gerði mistök, m.ö.o. fara rangt með staðreyndir. M.ö.o. hann virtist ekki ræða fyrst við ráðgjafa - er hefðu þá getað varað hann við ef hann væri að rangflytja þekktar staðreyndir, þess í stað lét hann allt flakka!
Þetta virtist vera það sem þeim er hafa stutt Trump hefur einna mest líkað við hann, m.ö.o. þetta að segja strax án vífil-lengja, þ.s. honum kom til hugar.
--Burtséð frá satt eða rétt.
- Athyglisverðasta noktun Trumps á Twitter, var án vafa að hann notaði einnig Twitter:
--Til að tilkynna ákvarðanir, oft virtist áður en hann ræddi þær innan ríkisstjórnar.
--Þannig rak hann í nokkur skipti aðila á Twitter, örugglega að þeir fréttu það fyrst á Twitter.
Slíkt var auðvitað gegnt venju; venja að tilkynna ráðherrum fyrst ákvarðanir, svo þeir komi ekki sjálfir af fjöllum - en oft gerðist það að fréttamenn sögðu einstökum ráðherrum frá ákvörðun Trumps, sem þeir höfðu ekki sjálfir heyrt um.
Það kom fyrir að menn vissu ekki þeir voru reknir, fyrr en blaðamaður spurði viðkomandi.
Twitter virðist hafa verið megin -- samskipta-tæki Trumps.
Þess vegna er það spurning, hvort ákvörðun Twitter að loka alfarið á Trump.
--Sé samtímis, morð Twitter á pólitískri framtíð Trumps?
Eins og kemur fram í þessari frétt, er lokun Twitter á Trump - alger, þ.e. öllum reikningum Trumps er lokað: Twitter boots Trump.
Reiði stuðningsmanna Trumps er gríðarleg: Orwells 1984. D.Trump Jr. beitti samlíkingu við 1984 sögur George Orwell.
Apple hefur lokað -apple store- aðgengi Parler: Tech companies kick Twitter rival Parler off their platforms. Þetta kemur í kjölfar lokun Google á Parler: Parler App Booted Off Google and Apple Stores After Pro-Trump Violence.
--Lokun þeirra fyrirtækja í gegnum -AppleStore og -GoogleStore, þrengir augljóslega möguleika Parler til að koma sér á framfæri.
- Ef Parler er þá ekki vænleg leið fyrir Trump -- þá eru góð ráð dýr, hvar hann ætlar að vera í stað Twitter og FaceBook, þ.s. rödd hans nær eyrum fólks.
Það virðist augljóst, að hann geti ekki náð eyrum fólks með þeim hætti sem hann er vanur!
Ákvörðun Twitter um algera lokun á Trump skóp gríðarlega reiðiöldu meðal stuðningsmanna Trumps!
Ég ætla ekki hafna því að -- hve áhrifamiklar lokanir: FaceBook, Twitter, Google og Apple; geta reynst vera fyrir Donald Trump. Skapi spurningar um áhrif þessara fyrirtækja.
- Rétt samt að nefna, að þeirra áhrif - aðgengið í gegnum þau.
Líklega einnig bjó til Trump sem það pólitíska afl hann hefur verið.
Það má segja, þau hafi búið Trump til. - Nú, ákveði þau -- að eyðileggja sitt afkvæmi.
Trump að mörgu leiti kom þessum fyrirtækjum vel - m.ö.o. það gríðarlega -controversi- sem alltaf var í kringum Trump -- leiddi til aukningar á fókus á þessa miðla.
Þeir rökuðu væntanlega inn gríðarlega auglýsinga-tekjum.
Auk þess, að skipulagðar áróðurs-síður andstæðinga og fylgismanna Trumps, gjarnan einnig innan ramma FaceBook og Twitter.
--Hafa væntanlega verið allan tímann gríðarleg kynning á þeim miðlum, þeir miðlar einnig mokgræddu á auglýsingum til allra þeirra sem tóku þátt í þeirri líflegu umræðu.
- Í seinni tíð, hafa þeir miðlar komið undir mikla gagnrýni.
Fyrir það, að veita Trump og hans fólki -- hið gríðarlega tækifæri þeir hafa verið.
Til að dreifa þeim samsæris-kenningum þeir hafa staðhæft sem víðast. - Mjög líklegt er talið, að beiting Trumps og stuðningsmanna á þeim miðlum, hafi átt mjög verulegan þátt í dreifingu samsæris-kenninga Trumps.
Og því, þeim miklu áhrifum þær kenningar hafa öðlast.
Og þar með, miklu leiti hve margir trúar þeim í dag í Bandaríkjunum.
--En nú virðist sem að fyrirtækin ætli að drepa barnið sitt: Donald Trump!
M.ö.o. hann sé nú að þeirra mati að skaða þau meir en þau græði á móti.
- M.ö.o. mann grunar eins og þau hafi leyft honum að leika lausum meðan þau græddu á því.
- Þá loki þau nú á hann, er þau nú nettó tapa á því -- að vera lúðurinn fyrir hann og stuðningsmenn hans.
Þetta er einmitt spurningin um áhrif þessara fyrirtækja: Þau geti skapað hreyfingar sem hafa stórfelld áhrif! Og þau geta síðan jafn harðan drepið þær hreyfingar!
En með því að loka aðgengi -- þá missir hreyfing Trumps sinn leiðtoga, sinn megin talsmann. Þó Trump sé enn lífs, þá megi hugsanlega líkja því við það að hann hefði verið drepinn!
--Svo skert sé hugsanlega aðgengi hans að því hafa áhrif, koma sér á framfæri.
- Rétt að taka fram, tæknilega er það rétt.
Þessi fyrirtæki mega loka á hvern sem er.
Eftir allt saman eru menn að nota þeirra eign - sbr. þeirra hugbúnaður, síður. - Lagatæknilega er þetta ekki - hugtakið ritskoðun!
Það kemur út af því, lögin skilgreina það hugtak einungis út frá hegðan hins opinbera. - Lagatæknilega er - prentfrelsi eða skoðana-frelsi viðkomandi ekki skert.
Því viðkomandi, má koma skoðunum sínum á framfæri hvar sem viðkomandi getur.
--M.ö.o. ríkið hefur ekki beitt sér gegn viðkomandi. - Hinn bóginn, eru þessi fyrirtæki með -- skoðana-áhrif -- langt umfram þ.s. sennilega nokkur einka-fyrirtæki í heims-sögunni hafa haft.
--Hinn bóginn hafa lögin ekki fylgt á eftir.
--Þau miða enn út frá tímanum, áður en internetið var fundið upp. - Ég er að segja, lögin geta verið orðin úrelt.
Það getur verið að setja ætti sérstök lög á þessi risa-fyrtæki.
--En þau lög eru ekki enn til.
- Lagalega séð hefur ekkert verið gert á hluta Trumps.
- Fyrirtæki sannarlega mega loka með þessum hætti á hann.
Eins og þau taka sér rétt til að gera á sérhvern annan.
Ef þ.s. þeirra ákvörðun að gera slíkt.
--Það má ræða hvers lags lög ætti að setja!
--En punkturinn er sá, í dag eru slík lög ekki til.
Tvær mögulegar ráðstafanir!
- Trump hefur gjarnan talað fyrir því að efnema svokallaða -section 230- í bandar. lögum um fjölmiðla!
Sem væri gríðarlega 2-eggjað sverð!
--Section 230 -- er undanþága netmiðla er reka spjallsíður til að bera ekki ábyrð á efni sem 3ju aðilar setja inn á þeirra síður - gildir einnig um miðil eins og YouTube.
M.ö.o. notendur setja efni inn. Eigandi síðunnar eða miðilsins ber enga ábyrgð.
--Hinn bóginn, nota margir notendur dulnefni.
Þannig að aðilar er verða fyrir meiðandi ummælum eða fullyrðingum, geta ekki varið sig.
Section 230 - hindrar að aðilar er verða fyrir meiðandi ummælum, fullyrðingum - geti kært eiganda síðu eða vefmiðils, til að þvinga viðkomandi til að eyða slíku efni.
Það augljósa er, ef -section 230- væri afnumin. Þar með þessi undanþága.
--Þá mundu aðilar er verða fyrir meiðandi ummælum, fullyrðingum.
--Hópast á síður þ.s. mikið um slíkt, kæra þangað til eigandi síðu, hefði lokað fyrir aðgengi slíkra ummæla, og þurrkað út þau sem fyrir eru á síðu viðkomandi.
Þess vegna hefur mér virst einkennilegt, af hverju Trump hefur haldið á lofti þeirri hugmynd -- að leggja af -section 230.-
--Mér virtist ljóst, að þ.s. Trumparar gera einmitt mikið af því að halda á lofti því sem ósannað er - einnig fari oft saman slíkt sé meiðandi fyrir einhvern annan.
--Að Trumparar mundu fara illa út úr afnámi -section 230.-
Ef fyrirtækin verða gerð ábyrg fyrir öllu efni, burtséð hver setur það inn!
Mundi ég halda að það leiddi til -- hreinsunar gríðarlegs magns efnis af netinu.
--Eiginlega nánst alls efnis er væri umdeilt.
**Þetta væri sambærilegt við bókabrennu.
--Fullyrðingar erfitt væri að sanna, yrðu þurrkaðar út.
**Samsæriskenninga-dreifarar yrðu sennilega alfarið þurrkaðir út af netinu.
Bendi á það mundi stoða lítt fyrir samsæris-dreifara að búa til eigin síður þ.s. þær yrðu undir sömu lagaákvæðum - þær hefðu ekki óendanlega peninga til að verjast í dómsmálum.
Þess vegna hefur mér fundist það svo skrítið af hverju Trump hefur verið áhugasamur um þá aðgerð að þurrka út -- section 230. - Hin leiðin væri að fara öfgarnar í hina áttina -- banna allar útþurrkanir, og bönn á einstaklinga. Fyrir utan mjög fáar undantekningar - t.d. hvatning til morða, drápa!
--Slík aðgerð væri einnig -- 2-eggjuð.
Það mundi eiginlega gera það ómögulegt nær svo að reka sér-hægri miðla/sér vinstri-miðla.
--M.ö.o. þurrka út möguleika fyrir aðila -- að skapa örugg netsvæði fyrir tilteknar skoðanir.
Bann við að þurrka út - eyða, þíddi væntanlega að ef t.d. Trumparar ætluðu sér að búa til sérstakar - Trumpara-síður, mundu þeir ekki geta hindrað andstæðinga að vera þar.
Og öfugt, að andstæðingar Trumpara mundu ekki geta hindrað -- Trumpara í að mæta.
Það sama gilti væntanlega fyrir allar skoðana-síður.
--Þeir gætu ekki myndað -- varið svæði fyrir einungis fólk með tilteknar skoðanir.
**Allir væru líklega í bland við alla.
--Sem kannski væri barasta það besta!
Niðurstaða
Spurning hvort að Trump eigi pólitíska framtíð eftir áföll sl. viku!
Það getur verið að algert bann FaceBook síðan Twitter á Trump.
Sé stærra pólitískt áfall fyrir Trump.
--Heldur en uppreisn gegn Trump innan Repúblikanaflokknum er hófst eftir atlöguna að þinghúsinu á Capitol-hæð í Washington sl. miðvikudag, er fylgismenn Trumps gengu ekki einungis fylkingu að þinghúsinu heldur réðust inn í það - þannig þingmenn flúðu húsið.
--Það olli mikilli reiði-öldu meðal hluta þinghóps Repúblikana, hafa þekktir þingmenn úr liði Repúblikana sl. daga - fordæmt Trump fyrir hlut hans að málinu.
En Trump án nokkurs vafa hvatti stuðningsmenn sína til göngunnar að Þinghúsinu.
Umdeilt hvort hann hafi ætlast til þess einnig að hópurinn réðist þangað inn.
**Gagnrýnendur eru almennt sammála, Demókratar sem Repúblikanar, hann beri mikla ábyrgð.
- Það virðist greinilegur klofningur kominn upp innan Repúblikana-flokksins.
A.m.k. ca. 1/3 af flokknum, virðist kominn í opinbera andstöðu við Trump.
--sá klofningur dugar ef hann heldur áfram, til að þurrka úr kjörmöguleika Repúblikana.
Þar með kjörmöguleika Trumps einnig - sem og annarra Repúblikana - nema kannski til Fulltrúadeildar. - Lokanir FaceBook, Twitter og Apple -- virðast í sameiningu minnka gríðarlega mikið möguleika Trumps; til að dreifa skoðunum sínum um netið.
--Sem væntanlega einnig hefur stór sjálfstæð áhrif líklega til að grafa verulega undan framtíðar kjörmöguleikum Trumps - sem og fylgismanna Trumps.
--Mín túlkun á aðgerðum fyrirtækjanna er sú, þau meti það ekki lengur sér í hag.
Að heimila Trump -- aðgengi að netinu í gegnum sínar veitur.
**Áður hafi þau grætt mikið á því, sbr. sölu auglýsinga - og kynningu þeirri á þeim netfyrirtækjum, sem Trump sannarlega hefur verið.
--Ekki síst fyrir Twitter.
Á móti, eru líkur á að -- þau fyrirtæki eigi verulegan hlut í að skapa Trump og þá Trump-ista hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann.
--M.ö.o. með því, hvernig þeir miðlar hafa gagnast Trump og hans fólki í að dreifa sínum skoðunum, og afla sér - þeirra skoðunum þannig fylgismenn.
Þannig séð má segja, þau hafi ákveðið að drepa barnið sitt!
- Þetta allt skapar stórar spurningar um áhrif þessara fyrirtækja - er virðast orðin óskaplega skoðana-mótandi.
--M.ö.o. skoðana-hópar geta aflað sér gríðarlegra áhrifa í gegnum þau.
--Síðan geta þau lokað á þá, og að sama skapi hugsanlega þurrkað þá út.
-----------
Skiptar skoðanir um hvað eigi að gera!
- Augljóslega ef fyritækin eru gerð ábyrg fyrir öllu efni - mundi það þvinga nær allt netið til sjálf-ritskoðunar. Þ.s. nær ómögulegt yrði eftir það að birta efni er - innihéldi alvarlegar ásakanir á 3ju aðila - er viðkomandi gæti ekki sannað.
--Sama gilti um stórar fullyrðingar sbr. klassískar samsæris-kenningar. - Fara mætti í þver-öfuga farið, og banna fyrirtækjunum nær alfarið að loka á fólk, og aðila -- sem væntanlega þíddi, að netið yrði enn kjöftugra ef e-h er, en í dag.
--En einnig, að væntanlega væri ekki hægt að reka -- sér pólitískar síður eða aðrar sérhæfðar skoðana-síður; þ.s. ómögulegt væri að halda fólki með andstæðar skoðanir frá.
--Þá væru væntanlega allir innan um alla.
Skoðanir gætu þá verið ótakmarkað nær óheflaðar.
- Út frá núverandi laga-umhverfi.
Teljast aðgerðir Twitter - FaceBook og Google, ekki ritskoðun.
Hinn bóginn eru ritskoðunar-lög fókusaðar á ríkin!
--Sem má vera sé orðinn úreltur fókus.
M.ö.o. vanti að lög taki tillit til þeirrar þróunar sl. 20 ára, sem er ris hinna gríðarlega umsvifamiklu net-fyrirtækja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 11.1.2021 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég stend enn á öndinni yfir hve harkalega Trump eyðilagði sjálfan sig sl. miðvikudag!
Stór fjöldi Repúblikana kennir Trump um tapið í Georgíu, þ.s. Repúblikanar tapa báðum Öldungadeilldarþingsætum fylkisins yfir til Demókrata -- útkoma er áður virtist ólíkleg.
Fyrir bragðið hefur Biden er hann tekur við sem forseti fyrir lok janúar, meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings -- þar með miklu mun sterkari stöðu en áður, stöðu sem Biden í allri þeirri kaldhæðni sem sú niðurstaða á skilið, virðist eiga Trump að þakka!
Reiði Repúblikana yfir hústöku-atburðinum er varð í óeirðum í Washington er kostuðu 4-mannslíf, er Trump-stuðningsmanna hópar þustu til Capitol m.ö.o. þinghússins og brutust þar inn; er í allt öðru veldi -- margt bendi til þess að sá atburður sé að valda flóðbylgju innan Repúblikana-flokksins, þ.s. aðilar er áður studdu Trump snúa við honum baki, og fjöli aðila er stóð á hliðarlínu tekur nú ákveðna afstöðu gegn honum!
--M.ö.o. stefnir í að virðist - fullt rof milli Trumps og flokksins hans.
Innrásin í þinghúsið Trump að kenna? Íhugum hvað sagði við fan-hóp sinn í ræðu fyrr sama dag!
Í ræðu sinni áður en óeirðirnar hófust, sagði Trump m.a. eftirfarandi:
We're going to have to fight much harder," Trump told supporters at a rally near the White House before the assault, adding: "We are going to walk down to the Capitol, and we're going to cheer on our brave senators, congressmen and women, and we are probably not going to be cheering so much for some of them. Because you will never take back our country with weakness. --> Trump beinlínis sagði þeim, að ganga til þinghússins.
- Eiginlega er ekki hægt að undanskilja ábyrgð Trumps á atburðarásinni.
Enda er reiði margra Repúblikana þannig, að þeir fatta það atriði.
Ganga Trump-stuðningsmanna til þinghússins virðist hefjast, skömmu eftir að yfirlýsing varaforsetans, Pence - var birt:
It is my considered judgment that my oath to support and defend the Constitution constrains me from claiming unilateral authority to determine which electoral votes should be counted and which should not, -- Pence wrote.
Þá er auðvitað ljóst -- að atkvæðagreiðslan í þinginu, sem hópur stuðningsmanna Trumps meðal þingmanna hafði þvingað fram; mundi fara Trump í óhag!
Þannig má skilja atlöguna að þinginu, sem örvæntingarfulla tilraun til að stöðva staðfestingu þingsins á réttmæti kjörs Bidens!
- Hinn bóginn hefur staðfesting þingsins á kjöri Bidens þegar farið fram: Congress certifies Bidens win.
--Eiginlega er ekki hægt að sjá annað en það eina sem Trump afrekaði með því að hvetja stuðningsmenn sína til - hústökunnar; snúa verlegum fjölda Repúblikana gegn sér!
Þekktir reiðir Repúblikanar eftir daginn: Trump loyalty disintegrates
- Its time to invoke the 25th Amendment and to end this nightmare, -- Rep. Adam Kinzinger of Illinois said Thursday, becoming the first Republican to call for invoking it. -- The president is unfit and the president is unwell. -- The president has become unmoored. Not just from his duty. Or even his oath. But from reality itself, -- It is for this reason that I call for the vice president and members of the Cabinet to ensure the next weeks are safe for the American people. And that we have a sane captain of the ship.
--Eini Repúblikanaþingmaðurinn sem leggur blákalt fram Trump sé vikið úr embætti.
Hann segir fullum fetum Trump geðveikan! - Sen. Tom Cotton (R-Ark.), one of the most steadfast supporters of the president, said bluntly that -- its past time for the president to accept the results of the election, quit misleading the American people, and repudiate mob violence.
- Sen. Roy Blunt (R-Mo.) said he didnt want to hear anything more from Trump: It was a tragic day and he was part of it. -- I've been here a long time, -- This might be the day I have the most concern about what America projected to the rest of the world today.
- House GOP Conference Chair Liz Cheney (R-Wyo.) -- There is no question that the president formed the mob, the president incited the mob, the president addressed the mob. He lit the flame,
- Sen. Pat Toomey (R-Pa.), who had supported Trump: We witnessed today the damage that can result when men in power and responsibility refuse to acknowledge the truth. We saw bloodshed because the demagogue chose to spread falsehoods and sow distrust of his own fellow Americans,
- Senate Majority Whip John Thune (R-S.D.): I don't think there's any question about that, (aðspurður hvort flokkurinn ætti að fjárlægjast Trump) -- "Our identity for the past several years has been built around an individual and we got to get back to where it's built around a set of of ideas and principles and policies. And I'm sure those conversations will be held, but it needs to happen pretty soon. (Sem sagt, flokkurinn geti ekki fjarlægst Trump of hratt)
- Sen. Kelly Loeffler (R-Ga.) withdrew her objections to certification just hours after losing her seat to Democrat Raphael Warnock -- She earned a smattering of applause after she said she could not -- in good conscience object to the electors.
--Eftir að hafa stutt Trump í kosninga-baráttunni um þingsætið, sneri Loeffler þarna baki við Trump með áberandi hætti, eftir að hafa tapað þingsætinu. - Sens. Steve Daines (R-Mont.), Bill Hagerty (R-Tenn.), Marsha Blackburn (R-Tenn.) and James Lankford (R-OKla.) also reversed course and said theyd do the same.
--Sama gerðu 4 aðrir þingmenn, er áður höfðu ákveðið að styðja -challenge- Trumps gegn kjörmanna-kosningar-sigri Bidens. Að eftir óeirðirnar er þingmemm þurftu að kúra læstir inni í þingsal, meðan óeirða-seggir gengu ganga þess. Að þeir sneru við blaðinu -- og í leiðinni gegn Trump. - Freshman Rep. Nancy Mace (R-S.C.), who just recaptured a GOP seat in a hard-won race, directly pleaded with Trump:
Mr. President, enough is enough. This is not a protest, this is anarchy. Get off Twitter and work to restore peace to the Capitol.
--Síðan var haft eftir henni, að Trump hafi lagt í rúst alla sína -legacy.-
(um Trump) everything that hes worked for ... all of that his entire legacy was wiped out yesterday, -- weve got to start over.
--Ekkert smá, eftir atburðinn sé Trump rúinn trausti. - Even Sen. Lindsey Graham (R-S.C.), a close Trump ally who even inquired about election procedures in Georgia on Trumps behalf, has had it. In a fiery floor speech, the South Carolina senator concluded: Trump and I, we had a hell of a journey. I hate it being this way, -- All I can say is count me out, enough is enough.
--Athygli vakti að Trump var hvergi nálægur, er menn stóðu í því að endurreisa öryggi í þinghúsinu, koma óeirðaseggjunum út -- ræsa út fleiri löggæslumenn auk þjóðvarðalið!
Pence stendur allt í einu sterkur, eftir að hafa verið miðjan í þeirri atburðarás að endurreisa röð og reglu á þinglóðinni, þinghúsinu og Washington borg!
- I just spoke with Vice President Pence. He is a genuinely fine and decent man. He exhibited courage today as he did at the Capitol on 9/11 as a Congressman. I am proud to serve with him -- tweeted Trumps national security adviser, Robert OBrien.
- I communicated with the vice president early on, -- House Minority Leader Kevin McCarthy told Fox News, saying Pence played a critical role in working with Capitol Hill police and securing the deployment of the D.C. National Guard.
--Algerlega óhætt að fullyrða, Trump hafi eyðilagt rosalega fyrir sjálfum sér!
Fjöldi aðila kallar nú eftir því að 25th. amendment sé virkjað!
Whenever the Vice President and a majority of either the principal officers of the executive departments or of such other body as Congress may by law provide, transmit to the President pro tempore of the Senate and the Speaker of the House of Representatives their written declaration that the President is unable to discharge the powers and duties of his office, the Vice President shall immediately assume the powers and duties of the office as Acting President.
--Átt er við þennan hluta 25tu viðbótarinnar.
Er heimilar brottvikningu forseta, sé forseti talinn óhæfur til að gegna því áfram.
- Spurning hvort að Trump hafi verið beittur þeirri hótun þegar?
- En á fimmtudag sagði Trump, eftir daginn áður hafa sagt aldrei gefast upp:
Trump pledges orderly transition after Biden win confirmed.
Þetta skyndilega loforð Trumps, getur stafað af því - honum hafi þegar verið hótað þessu og því séð sitt óvænta, eða, hann sé varaður við því af ráðgjöfum að fylgi innan Repúblikana-flokksins vaxi fyrir þeirri ráðstöfun - samtímis og Demókratar kalla eftir því hávært.
--Það á hinn bóginn getur verið, slíkt sé traust-rofið gagnvart Trump orðið.
- Að það loforð komi of seint til að lægja öldurnar sem nú rísa hratt gegn Trump.
Niðurstaða
Fljótt á litið virðist Trump hafa stórum hluta eyðilagt sína pólitísku framtíð, með athæfinu sl. miðvikudag er hann hvatti í ræðu stuðningsmenn hann hafði um vikur hvatt til að mæta til Washington þann dag -- til að marsera á þinghúsið, sbr. Capitol.
Athæfi hans havi vakið slíka reiðibylgju innan Repúblikana-flokksins, að útlit er fyrir fullan skilnað milli flokksins og Trumps líklega á næstunni.
Það virðist gera það afar ólíklegt, Trump geti farið fram fyrir Repúblikana 2024.
Tæknilega getur Trump farið fram sem óháður 3-ji frambjóðandi.
--Slíkt athæfi mundi þó fyrst og fremst tryggja endurkjör Bidens!
- Verður Trump vikið úr embætti á nk. dögum með notkun 25-viðbótarinnar?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Trump getur ekki neitað að hafa hring, eftir allt saman tvítaði hann sjálfur reiður um niðurstöðu símtalsins, í Tvíti er gæti lokað hring -self incrimination.-
Donald J. Trump @realDonaldTrump · 9h
I spoke to Secretary of State Brad Raffensperger yesterday about Fulton County and voter fraud in Georgia. He was unwilling, or unable, to answer questions such as the ballots under table scam, ballot destruction, out of state voters, dead voters, and more. He has no clue!
Vandamálið við símtalið - hve langt Trump gengur.
Hann beinlínis segir Brad Raffensperger að -- finna tiltekinn fjölda atkvæða.
Fólk getur hlustað á parta úr símtalinu er mesta athygli vekja!
Þ.e. erfitt að túlka þá kröfu með öðrum hætti - en óskt til Raffenberger að falsa úrslitin.
I just want to find 11.780 (skv. opinberum atkvæðatölum tapaði Trump fyrir Biden í fylkinu með 11.779 atkvæðum) votes, which is one more than we have, -- We won the election, and its not fair to take it away from us like this, -- And its going to be very costly in many ways. And I think you have to say that youre going to reexamine it, and you can reexamine it, but reexamine it with people that want to find answers, not people that dont want to find answers.
Spurning hvort þarna hafi Trump landað sér það skíru máli - m.ö.o. unnt sé að dæma hann fyrir að hvetja embættismann til að framkvæma glæp, sem er í sjálfu sér glæpur.
--M.ö.o. það að hvetja til glæps.
Skv. Politico geti verið Trump hafi landað sér lagaklandri hann komist ekki frá!
Trumps pressure on Georgia election officials raises legal questions
In recorded call, Trump pressures Georgia official to change election results
Trump Urges Georgia Secretary Of State To Find Votes In Recorded Phone Call
Trump heard on tape urging Georgia officials to "find" enough votes to overturn presidential results
Raffensperger í símtalinu hafnar fullyrðingum Trumps - segir úrslitin rétt!
Virðist ekkert gefa eftir gagnvart Trump!
- Trump m.ö.o. segir Raffensperger að - finna akkúrat þann fj. atkvæða sem þarf svo hann hafi unnið í Georgíu.
- Hann fullyrðir við Raffensperger - að Raffensperger viti að það hafi verið stórfellt svindl; m.ö.o. sakar Raffensperger skv. því um alvarlega glæpi sbr. yfirhylmingu.
- Það hljómar sem hótun frá Trump, er Trump segir það -- stóra persónulega áhættu fyrir Raffensperger.
- Þar fyrir utan, talaði Trump um að Raffenspergir ætti að nota rannsakendur er vildu finna svörin - hvað sem það þíðir.
--Skv. því gæti Trump hafa stigið öll skrefin er þarf til að vera sekur um solicitation.
In threatening these officials with vague criminal consequences, and in encouraging them to find additional votes and hire investigators who want to find answers, the President may have also subjected himself to additional criminal liability, -- Rep. Jerrold Nadler (D-N.Y.), chairman of the House Judiciary Committee.
Ok Nadler er ekki hlutlaus, en það þíðir ekki endilega hann hafi rangt fyrir sér.
- Verst fyrir Trump, þetta er -- ríkisglæpur.
Þannig -presidential pardon- virkar ekki.
The potential violations of state law are particularly notable, given that they would fall outside the reach of a potential pardon by Trump or his successor.
Glæpurinn snýst um kosningu í Georgíu - hann er að leitast við að fá borgara Georgíu til þess að breyta niðurstöðu kosningar; sem skv. 3-talningum í fylkinu - niðurstöðu fylkisþingið og ríkisstjóri hafa staðfest að sé rétt.
--Skv. því sé meintur glæpur Trumps -- ekki Federal.
Falli því utan - presidential pardon.
Niðurstaða
Það verður án vafa lífleg umræða um það, hvort Trump með símtalinu fræga eða ófræga hefur landað sér þannig laga-klandi að Trump eigi héðan í frá líklega enga undamkomu frá fangelsisdómi.
En þ.e. enginn vafi að Trump hvetur Brad Raffensperger til að breyta niðurstöðu kjörsins í Georgíu - gefur akkúrat þá tölu sem Trump segir hann vilji að hann -eer- leiti uppi, akkúrat eitt atkvæði flr. en Biden m.ö.o. - að auki sakar Raffensperger um alvarlega glæpi og talar um að það sé alvarlegt mál fyrir hann, og klikkir út með því að óska eftir Raffensperger noti rannsakendur er vilji finna svörin.
--Rannensperger á hinn bóginn, virðist ekkert hafa gefið eftir, hafnað því að rangt hafi verið haft við - sagði úrslitin rétt.
- Enginn vafi að mjög hávær umræða fer fram um þetta símtal.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar