Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020
Það er ekki fyrr en nú að almennilegar tölur um umfang efnahagsáfalls Íslands liggja fyrir.
Það virðist að umfangi ganga nærri umfangi þess áfalls Ísland varð fyrir 2008.
Seðlabankinn er samt sæmilega bjartsýnn, telur heildarsamdrátt útflutningstekna verða minni en 40% m.ö.o. í spánni reiknar greinilega með viðsnúningi seinni parts árs.
En þó bendir á þá ógnun sem endurkoma kófsins í seinni tíð sé!
Peningamál 2020/3
- Á heildina litið er talið að útflutningur hafi dregist saman um tæp-lega 40% milli ára á öðrum fjórðungi ársins ...
- ... og að samdrátturinn árinu öllu verði ríflega 28% sem er aðeins minni samdráttur en spáð var í maí.
Til samanburðar hefur neysla landsmanna minnkað mun minna en 40%.
- Talið er að einkaneysla hafi dregist saman um 10% milli ára á öðrum ársfjórðungi.
- Gengi krónunnar er ca. 14% lægra en áður en kóf-kreppan hófst.
- 10% minnkun neyslu virðist því í takt við þá þróun er tekið er tillit til þeirra launahækkana sem enn fylgja kjarasamningum.
Útflutningsverðmæti hafa samt minnkkað um 40%.
Það blasir því við að það hlýtur að vera til staðar umtalsverður viðskiptahalli, þ.e. gjaldeyris-neysla landsmanna hlýtur nú vera drjúgt umfram gjaldeyristekjur.
--Þannig að rökrétt gangi á gjaldeyrissjóð landsmanna!
Það þarf ekki endilega þíða að - bráðahætta vofi yfir, sjóðurinn tæmist.
--Og Ísland lendi í snögg stopp atburði, og þurfi aftur að ræða við AGS.
Samdráttur útflutningsverðmæta er ekki einungis - ferðamennska.
Heldur einnig af völdum lækkandi útflutningsverðs fyrir sjávarafurðir, rökrétt afleiðing þess að viðskiptalönd Íslands eru einnig í kreppu.
Eðlilega verulegur samdráttur í fjárfestingum vegna óvissu-ástandsins ekki síður en af völdum kreppunnar, eftir allt saman getur enginn vitað nákvæmlega hvað kófið gerir í framtíðinni.
--Á móti kemur að ég hef heyrt að breskt lyf sé búið að ljúka svokölluðum 3. stigs prófunum þegar lyf er prófað á þúsundum einstaklinga, sem þíðir væntanlega það kemst á markað innan fárra mánaða.
- Líkur því á að bóluefni sé á næsta leiti, geti verið í almennri dreifingu innan nk. 12 mánaða, jafnvel nk. 6 mánaða.
- Móti kemur, enginn veit hvort það geti haft langtíma virkni -- ræðst af því hve hratt og hve mikið vírusinn stökkbreytist.
Spá Seðlabankans um framtíðina er með varnagla um framtíðarþróun kófsins: Greinilegt að hún var unnin, áður en kófið tók aftur við sér síð sumars. Nær framtíðar horfur því sennilega lakari en þeir gera ráð fyrir. Sem þarf ekki endilega umbylta fjær framtíðar horfum - ef maður gefur sér að þau lyf er væntanlega koma á markað á næstunni komi til með að skila fullri virkni.
- Atvinnuleysi 7,9% skv. júlí skráningu.
Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum sumarkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins er munur á hlutfalli fyrirtækja sem vildu fjölga starfsfólki og þeirra sem vildu fækka því neikvæður um 32 prósentur.
Skv. því vex atvinnuleysi verulega síðar á árinu.
Gert er ráð fyrir að heildarvinnustundum fækki um ríflega 7% í ár. Þá er talið að atvinnuleysi muni aukast fram eftir ári, ná hámarki undir lok ársins í um 10% og verða rúmlega 7% að meðaltali á árinu öllu.
Skv. minu minni náði atvinnuleysi mest 9% í kreppunni í kjölfarinu á bankahruninu 2008.
Það sem er gerólíkt bankahruns kreppunni: Ísland virðist sleppa við verðbólgu-bylgju, það sennilega kemur þannig til að þessi tiltekna kreppa er alls-staðar. Meðan að hrun kreppan á Íslandi var mun dýpri en sú kreppa er lönd víðast annars staðar voru að ganga yfir um svipað leiti -- þannig að traust á Íslandi féll þá mun meir en traust á öðrum löndum.
--Þar af leiðandi sáum við mjög mikið gengishrun gegn öðrum gjaldmiðlum.
- 14% gengislækkun er miklu mun minna en 50% lækkunin 2008.
--Væntanlega vegna þess - að kreppan hér er ekki neitt miklu dýpri en annars staðar.
--Þegar allir eru í sama skítnum - þá hafi enginn áberandi minna traust en annar!
- Mæld verðbólga nú 3,3%.
Sbr. 18% er mest var í kjölfar bankahrunsins.
Vaxtaþróun er þar af leiðandi allt allt önnur en þá, sbr. vextir eru þeir lægstu er hafa verið á Íslandi skv. mínu minni, þannig fólk hefur getað endurfjármagnað lán á lægri vöxtum.
--Kemur það fram í skýrslunni að töluvert sé um slíkt.
- Þróun vaxta og þróun lána hefur gríðarleg áhrif á kjör fólks.
Lágir vextir nú, að fólk getur endurfjármagnað með ódýrari lánum - hefur gríðarlega augljóslega mildandi áhrif á stöðu fólks. Miðað við hvað gerðist í síðustu kreppu.
Lánstraust Íslands virðist enn sem komið er í lagi:
Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis3. júlí 2020.
Ávöxtunarkrafa á tíu ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfum var 2,5% í lok júní og hefur því lækkað um 0,8 prósentur frá upphafi árs og 1,2 prósentur frá sama tíma í fyrra. Verðtryggðir langtímavextir hafa einnig lækkað á árinu en ávöxtunarkrafa á verðtryggðum tíu ára ríkistryggðum bréfum var 0,1% í lok júní eða 1 prósentu lægri en í upphafi ársins.
Þetta er ekki slæmt - vísbending þess að lánamarkaðir meti stöðu ríkissjóðs Íslands enn nægilega trausta.
Ég nefndi að það hlýtur að ganga á gjaldeyris-sjóð landsmanna, ég verð að álykta út frá lánstrausti því sem ríkissjóður enn hefur.
A.m.k. enn sé ekki það mikið farið út af gjaldeyrissjóðnum, að það ógni greiðslugetu Íslands.
Gjaldeyrisforði og tengdir liðir: Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 964,9 ma.kr. í lok júlí og lækkaði um 44,3 ma.kr. milli mánaða.
- Mjög góðar fréttir að forðinn sé enn -- 964 ma.kr.
- Ef hann lækkar ekki hraðar en um 44ma. ca. per mánuð, þá er Ísland í engri bráðri hættu á að tapa sínum forða of hratt út.
Niðurstaða
Ég var persónulega farinn að hafa nokkrar áhyggjur af því að hugsanlega væri gjaldeyrisforði landsmanna farinn að leka hratt út - leki um rýflega 40ma. per mánuð er töluverður halli. En þó ekki eins mikill og ég óttaðist, sbr. það gríðarlega efnahagshrun er hefur dunið yfir.
Mér virðist sá halli vel sloppið miðað við 40% lækkun útflutningstekna.
Og ef lífskjör lækka heilt yfir ekki meir en 10% þá yrði það einnig vel sloppið.
Það sé algerlega einstakt í sögu kreppa á Íslandi ef Ísland sleppur við verðbólgubylgju.
--Lágir vextir hljóti að vera að bjarga mörgum.
Ef lyf berst á markað á nk. mánuðum eins og útlit getur verið fyrir.
Er hugsanlegt að þessi heimskreppa taki brátt enda segjum um mitt nk. ár t.d.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.8.2020 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég var með færslu um þetta fyrir tveim vikum: Trump gefur út 4 tilskipanir er gætu allar með tölu reynst ólöglegar! Vegna þess, að þingið fer með skattamál, löggjafarvald og þingið eitt getur veitt heimildir til meiriháttar útgjalda!.
Ég gat þá ekki með 100% öryggi fullyrt að tilskipanir Trumps væru hald-litlar.
En nú eftir 2-vikur er einmitt hvað mig sterklega grunaði að birtast!
Financial Times hefur nú birt mat á reynslunni fram til þessa:
Trumps executive orders provide little money for jobless.
Flestir ættu að vita að Trump gaf út þær tilskipanir í kjölfar þess að bandaríska þingið náði ekki niðurstöðu um útgáfu nýs lagapakka til stuðnings við almenning og fyrirtæki!
Eins og ég benti á hefur framkvæmdavaldið sem Trump er í forsvari fyrir - ekkert löggjafarvald, og að auki ræður þingið yfir öllu fjármagni.
--Það blasti því strax við, að tilskipanirnar mundu hafa afar litla merkingu.
- Þ.s. Trump hefur ekki löggjafarvald - þá hefur tilskipun ekkert hald t.d. fyrir rétti.
Aðilar geta því langsamlega líklegast hundsað þau fyrirmæli. - Og þ.s. þingið hefur ekki látið framkvæmdavaldið hafa meiri peninga, hefur Trump einungis þá peninga sem - gilda skv. fjárlögum sem síðast voru samþykkt fyrr á þessu ári, og þ.s. árið er meir en hálfnað.
--Er líklega takmarkað eftir af fé.
--Þar fyrir utan, getur Trump ekki - tekið allt rekstrarfé út árið af heilu rekstrarliðunum.
Það blasti því strax við að mjög sennilega hefði Trump alltof lítið fé til umráða.
- Acting on his own, Mr Trump said he would provide up to $400 a week in extra aid to unemployed Americans.
...$600-a-week in emergency jobless benefits expired on July 31...
The Treasury departments daily operating cash statement shows that since Mr Trumps announcement, only $324m in federal disaster funds have been used for unemployment payments.
By contrast, the $600-a-week in emergency jobless benefits translated into about $15bn a week in aid.
Hafið í huga að síðan Trump undrritaði tilskipun, hefur atvinnu-lausum fjölgað um milljón -- greiðslur 2 vikur eru einungis: 2% af þeim greiðslum er áður voru.
Sambærileg væri að ef persóna var að fá 200þ. áður - væri nú að fá einungis 4þ.kr.
Ég ályktaði fyrir tveim vikum, að útspil Trumps að undirrita tilskipanirnar væri fyrst og fremst pólitísk sýndarmennska.
--Klárlega er það nær fullkomlega gagnslaust fyrir almenning, að fá einungis 2% af þeim peningum sem almenningur áður fékk.
--Trump lofaði e-h í kringum 80%. - Varðandi fyrirmæli hans -- að hindra útburði úr leiguhúsnæði fyrir stúdenta.
Er afar óljóst hvort það hafi nokkra merkingu.
Bendi aftur á, Trump getur ekki einhliða breytt lögum.
Lögin gilda þar af leiðandi áfram.
--Þannig að ef lögin áður heimiluðu útburði.
--Þá halda útburðir áfram.
Eiginlega verður að líta á tilskipun þá -- sem tilmæli.
Ekki gera þetta -- plís.
En er einhver ástæða að ætla, að aðili sem vill reka einstakling úr leiguhúsnæði.
Taki mark á - tilmælum er hafa enga lagalega merkingu? - Síðan varðandi tilmæli Trumps til skatt-yfirvalda, að heimila launa-mönnum að fresta greiðslum launa-skatts.
Bendi aftur á, að það er einungis frestun greiðslu.
Vegna þess að - tilskipun Trumps hefur enga lagalega merkingu - gilda lögin enn.
--Þ.e. skattalög að sjálfsögðu.
Nú er bent á vanda, nefnilega þann -- að launa-skattar fjármagna tiltekna hluti.
Sú starfsemi sem þeir skattar fjármagna -- hafa ekki annað fé upp á að hlaupa.
Hvaða starfsemi?
These taxes are used to pay for social insurance programmes such as Social Security and Medicare.
M.ö.o. Trump er þá -defunding Mediccare and Medicaid- til ársloka.
Ef maður gefur sér það að margir launamenn ákveði að fresta greiðslum launaskatts.
Mig grunar að það eigi eftir að valda vandræðum -- þegar Medicaid og Mediccare -- geta ekki lengur sent tékka til fatlaðra og aldraðra.
Hef það á tilfinningunni.
Trump skv. því einfaldlega búið til nýtt vandamál.
Væntanlega ekki fyrr en við nk. mánaðamót þegar hávaðinn út af -defunding Medicaid and Mediccare- hefst.
Rétt að benda á, að kosningar eru ekki fyrr en í nóvember.
Næsti mánuður er september.
--Þegar reiður múgur aldraðra og fatlaðra stendur fyrir framan Hvíta-húsið ca. um miðan september.
Þá gæti mig grunað að afleiðingar þeirrar ákvörðunar að -defund Medicare and Medicaid- út árið, geti reynst slæmar fyrir Trump.
--Tja, á kjördag.
Með öðrum orðum virðist mér það - afskaplega vanhugsuð aðgerð hjá honum.
Mig grunar að hávaðinn eigi eftir að reynast mikill, þegar tékkarnir hafa ekki borist.
- Til að kóróna allt, hefur efri deild Bandaríkjaþings, sú með Repúblikana meirihluta, ákveðið að taka sér frý -- þ.e. næsti fundur ekki fyrr en í september.
Niðurstaða
Sumir segja - Trump hafi verið að gera sitt besta!
Málið það er einfaldlega ekki satt!
Það besta hefði verið, ef Trump hefði undanfarna mánuði setið sameiginlega nefndarþingfundi beggja þingdeilda - hlið við hlið með leiðtogum beggja þingdeilda.
Að gera slíkt er þáttur í því að vera forseti - því forseti á að leiða.
Ef þingið getur ekki náð niðurstöðu, getur það verið mjög alvarlegt.
--Þá er það einmitt hlutverk Þjóðarleiðtogans, að stíga inn (step up) -- vera á þeim sáttafundum deildanna.
Hinn bóginn hefur Trump nærri því allt þetta ár, hafnað því að vera á fundum þ.s. báðir leiðtogar þingdeildanna eru, m.ö.o. hann hafnar því að hitta Nancy Pelosi.
Það pent er ekki ábyrg afstaða forseta - hann ákveður ekki hver er leiðtogi þingdeildar, hann m.ö.o. verður samt að mæta, vera á staðnum er mikið liggur við.
--Annað er ábyrgðaleysi gagnvart þjóðinni og hlutverki þjóðarleiðtoga.
Trump hefur í fortíðinni, sagst vera góður samningamaður, hann átti einmitt að sanna svo væri með því að sitja þessa fundi.
Til samanburðar, gerði Obama slíkt margoft.
Aðrir forseta hafa einnig gert þetta, ef ástæða hefur verið til.
--Til að tryggja að mikilvæg lagasetning nái fram, hafa fyrri forsetar margoft mætt til að sitja með þinginu, svo þeir geti talað um fyrir fólki.
Forseti á að leiða - ef þingleiðtogar ráða ekki við málið - á hann að stíga fram!
--Ekki með - innantómum undirskriftum.
Heldur með því að - taka beinan þátt í sáttaferlinu milli þingdeilda, varðar þá tilteknu mikilvægu lagasetningu.
- Það að Trump gerði enga tilraun til slíks.
M.ö.o. hann hefur einungis rætt við leiðtoga efri deildar, nærri allt þetta ár. - Þíðir að hann var ekki búinn að gera sitt besta.
Það þíðir, að undirritun tilskipananna - tilskipana sem í annan stað eru langt frá að leysa vandamálin er voru undir, og á hinn bóginn -- líklega búa til nýtt alvarlegt vandamál -defunding Medicare and Mediaid.
Sýnir fram á gjaldþrot forsetans sem leiðtoga.
Hann getur ekki bent á þingið.
Er hann sjálfur gerði enga tilraun, nákvæmleg enga.
Til að leita sátta milli þingdeildanna, m.ö.o. mæta sem sáttasemjari á sameiginlega þingfundi er fjölluðu um hinar mikilvægu lagasetningar.
Ef hann hefði verið búinn að gera sitt besta.
Væri hann búinn að öðlast rétt til að benda á aðra.
--En er hann gerði enga slíka tilraun, samtímis nær allir fyrri forsetar margoft mættu á þingfundi, er mikið lá við.
Þá hreinlega hefur Trump enga sanngjarna mótbáru.
--Bendi á að líklega hefur hann búið til nýjan vanda, sbr. -defunding Medicare and Mediaid.-
Ég reikna með því að það verði hávaði út af því, síðasta mánuðinn fyrir kosningar.
Ekki beint gott veganesti fyrir loka-hnykk kosninga-baráttunnar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.8.2020 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýr yfirmaður póstsins, Louis DeJoy, er 2016 gaf 2 milljónir dala til framboðs Trumps, hefur vakið vaxandi athygli sl. vikur -- vegna niðurskurðar-aðgerða er rökrétt bitna á starfsemi póstsins. Þar á meðal getu póstsins til að sinna miklu póstmagni!
--Bandaríski pósturinn sannarlega er í miklum rektrarhalla nú, en það virðist stórum hluta vera vegna efnahags-röskunnarinnar af völdum kófsins!
Sama tíma er Trump með uppi hótanir um að - hugsanlega beita neitunarvaldi á aukið fé til starfsemi póstsins; skv. tillögu á bandaríska þinginu!
Rétt að benda á eins og á Íslandi, af völdum kófsins -- virðist aukið póstmagn til staðar, þ.s. aukinn fjöldi fólks sendi böggla sbr. pantar hluti í gegnum póst í stað þess að fara í verslun!
--Á móti virðist hafa orðið minnkun í bréfum!
- Vandinn snýr að bréfunum!
En -mail in voting- verða að sjálfsögðu bréf! - Hann er gagnrýndur fyrir að vera taka niður bréfa-flokkunar-vélar.
Vegna almennrar minnkunar bréfa.
--Þ.s. að hellingur af bréfum hellist yfir póstínn á næstunni vegna -mail in voting.-
--Þó það sé rökrétt að taka þær hugsanlega niður síðar, vegna almennrar minnkunar bréfa. - Þar fyrir utan virðist hann hafa tekið af -- yfir-vinnu.
- Og gefið skipanir um að -- póstur er kemur inn seint, verði ekki tekinn fyrr en nk. dag.
- Tek fram að þetta eru rökréttar almennar sparnaðar-aðgerðir.
- Hinn bóginn gætu þær haft alvarlegar afleiðingar á næstunni.
En rökrétt verður yfir-álag meðan bylgjan á -mail in voting- gengur yfir.
Þá er ekki heppilegt að vera taka niður - bréfa-flokkunar-vélar.
Ekki heldur heppilegt, að banna yfirvinnu - því yfirvinna verður augljóslega nauðsynleg til að taka af þann topp.
Og kannski ekki heppilegt heldur að fyrirskipa að seint innkominn póstur bíði til nk. dags.
--Kannski allt í lagi að bíða með aðgerðirnar fram yfir kosningar, jafnvel fram yfir jól og áramót.
En Louis DeJoy hefur hafið þær aðgerðir - nú þegar!
Trump says universal mail-in voting would be 'catastrophic'
Post Office cuts fuel worries over mail voting
Trump says postal voting will leave election in limbo
Protesters gather at Postal Service boss' home amid concerns over mailed ballots delays
Pending Postal Service Changes Could Delay Mail And Deliveries, Advocates Warn
Hvað sagði Trump?
- The problem with the mail-in voting, number one, is you're never going to know when the election is over,
- He went on to say that the result of November's vote might not be known -- for months or for years, because these ballots are going to be lost, they're going to be gone
- Now they need that money in order to make the post office work so it can take all of these millions and millions of ballots, ...
- Now, if we don't make a deal, that means they don't get the money. That means they can't have universal mail-in voting, they just can't have it.
--Hann sem sagt, ítrekaði hótunina frá föstudag -- að beita neitunarvaldi á aukna fjármögnun til Póstsins!
Lois DeJoy fyrir svörum sl. föstudag á Bandaríkjaþingi!
Sem stafsmaður Póstsins á Íslandi - bendi ég á atriði!
- Tafir þíða ekki, pósturinn sé tíndur -- þ.e. póstmagn er meira en vanalega yfir einhvern skamman tíma.
Þá tefst pósturinn -- hann tínist ekki.
**Það voru t.d. miklar tafir á pósti er kófið var í hámarki í apríl og maí.
**Dæmi um að póstur hefði tafist meir en mánuð, sérstaklega erlendis frá.
En hann barst síðan eftir dúk og disk samt sem áður. - Ég sé enga augljósa ástæðu þess að þetta virki með öðrum hætti í bandar. póstinum.
- Hinn bóginn er augljóslega óheppilegt að banna yfirvinnu.
- Samtímis taka niður - bréfa-flokkunar-vélar.
Þegar framundan er stór törn í bréfum!
--Get fullyrt, að Íslands-póstur mundi aldrei vísvitandi valda töfum á flokkun.
--Er gæti hugsanlega skaðað kosningar í landinu!
En þ.e. einmitt þ.s. nýr yfirmaður póstsins í Bandaríkjunum er sakaður um!
--En klárlega ef hann stendur við að taka niður vélbúnað sem flýtir fyrir flokkun bréfa, þegar skammtíma-risa-törn í bréfum er framundan.
--Og ef hann stendur við - bann á yfir-vinnu.
Þá augljóslega munu þær aðgerðir geta tafið mjög vinnslu á þeirri törn bréfa, sem -mail in voting- mun skapa!
Þetta get ég séð í hendi mér sem starfsmaður póstsins til margra ára á Íslandi!
- Bendi á að aðgerðir Louis DeJoy eru ekki órökéttar almennt séð.
- En afar óheppilegar akkúrat -- einmitt núna!
--M.ö.o. gagnrýnir maður tíma-setningu þeirra aðgerða.
--Ekki endileg aðgerðirnar sem slíkar!
Bíða með þær m.ö.o. fram-yfir kosningar, t.d. fram yfir nýárið!
Þegar jólatörnin er einnig búin!
Talsmaður - Louis DeJoy, David Partenheimer - svarar gagnrýni fullum hálsi: Whats wrong with the mail
- The notion that the postmaster general makes decisions concerning the Postal Service at the direction of the president is wholly misplaced and off-base,
- With regard to election mail, the Postal Service remains fully committed to fulfilling our role in the electoral process when public policymakers choose to utilize the mail as a part of their election system, and to delivering election mail in a timely manner consistent with our operational standards.
- Of course we acknowledge that temporary service impacts can occur as we redouble our efforts to conform to the current operating plans,
- but any such impacts will be monitored and temporary, as the root causes of any issues will be addressed as necessary and corrected as appropriate.
Sem sagt - Partenheimer hafnar því ekki að - sparnaður DeJoy geti valdið truflunum á starfsemi, en segir þær tímabundnar og að það verði nákvæmlega fylgst með þeim og virðist lofa viðbrögðum ef truflanir koma upp.
--Málið er einmitt tímasetning aðgerðanna, að þær truflanir eiga sér nákvæmlega líklega einmitt stað, þegar að póstinum steðjar risastór bylgja af bréfum.
Lois DeJoy svaraði síðan á föstudag sjálfur áhyggjum á Bandaríkjaþingi fullum hálsi: Postmaster General Accuses Congress Of Sensationalizing Mail Delays As Bipartisan Outcry Grows -- Postmaster General Louis DeJoy says election mail will not be slowed down
- By running our operations on time and on schedule, and by not incurring unnecessary overtime or other costs, we will enhance our ability to be sustainable and to be able to continue to provide high-quality, affordable service.
- Despite any assertions to the contrary, we are not slowing down election mail or any other mail, -- will do everything we can to deliver election mail in a timely manner consistent with our operational standards.
Bendi samt á að -- tímasetning aðgerða veldur áhyggjum, rökrétt veldur áhyggjum.
Þ.e. stutt í kosningar -- ca. 10% flokkunarvéla hafa verið teknar niður.
Og takmarkanir settar á yfir-vinnu!
--Endurtek aftur, að slíkar aðgerðir eru ekki í sjálfu sér óeðlilegar - en tímasetning þeirra verkur athygli, þ.s. þ.e. augljóslega hugsanlegt að þær geti valdið töfum.
--Vegna þess að bylgjan framundan er einmitt í formi bréfa!
- Pólitískur titringur er ekki undarlegur.
- Í ljósi harðrar gagnrýni Trumps á -mail-voting- sem kosninga-aðferð.
- Þó sú aðferð sé t.d. alltaf notuð t.d. er fólk fær að senda atkvæði sitt annars staðar frá sbr. -absentee voting.-
Það stefnir þó í óvenjulega mörg póstlögð atkvæði að þessu sinni!
Titringurinn er því ekki furðulegur - þegar gríðarlega hörð gagnrýni Trumps á aðferðin er höfð í huga!
--Þá er ekki sérstaklega furðulegt, að sparnaður DeJoy er gaf 2 milljónir dollara í kosningasjóð Trumps -- vekji athygli og nokkurn ugg.
- Sérstaklega í ljósi tímasetningar þess sparnaðar -- rétt fyrir kosningarnar!
Niðurstaða
Spennan í Bandaríkjunum fer sjáanlega hratt vaxandi. Gríðarlega hörð gagnrýni Trumps ásamt hörðum ásökunum á - yfirvofandi stóra bylgju póstsendra atkvæða skapar sérdeilis mikinn ugg. Eins og vanalega rökstyður Trump ekki nokkra ásökun, heldur staðhæfir stórar ásakanir.
Miðað við mína reynslu af póstmálum, tínist póstur almennt ekki - þó hann geti tafist þegar stórar póst-bylgjur ganga yfir, t.d. fær fólk ekki alltaf jóla-póstinn í tíma.
Póstur tafðist verulega um hríð, vegna röskunar af völdum kófsins - þær tafir voru ekki endilega íslenska póstinum að kenna, þ.e. mjög miklar tafir urðu á pósti erlendis frá.
--En punkturinn er sá, að pósturinn almennt kom í leitirnar, barst til fólks.
--Þó tilvik hafi verið að póstur hafi hugsanlega borist allt að tveim mánuðum seint.
Fullyrðingar að póstlögð atkvæði tínis, virðast mér augljóslega orðum auknar!
- Bendi á að pósturinn í Bandar. sér greinilega - eins og á Íslandi - um að póstleggja lyf til aldraðs og fatlaðs fólks!
- Opinber gögn eru oft send í pósti, t.d. vegabréf - fyrirtæki senda kredid-kort, o.s.frv.
Ég kannast alls ekki við það að það standist, að póstur sé stórfellt að tínast!
- En tafir geta orðið.
Þess vegna vekja sparnaðar-aðgerðir - bandamanns Trumps, yfirmanns bandaríska póstsins athygli, því þær hefjast einmitt í ágúst!
--Fela í sér, fækkun bréfa-póst-flokkunar-véla.
--Og almennt yfir-vinnu-bann.
Það virðist skv. fréttum þannig, að einstakar póst-stöðvar geti ekki lengur heimilað yfirvinnu, heldur verði að óska heimildar slíks -- til svæðis-stjóra.
- Ég get því skilið þessar áhyggjur!
Því yfir-vinnubann, færri bréfa-flokkunar-vélar, sannarlega gætu valdið töfum á meðferð bréfa -- þegar verður stór bylgja af bréfum!
Bréfa-póstur gæti þá sannarlega tafist!
Þó ég sjái ekki ástæðu þess, að hann tínist!
- Af hverju treysta þá aðilar póstinum til að dreifa lyfjum - kreditkortum - vegabréfum og almennum opinberum pósti.
Ef pósturinn væri þetta óáreiðanlegur?
Mér virðist a.m.k. mögulegt að aðgerðir póststjóra Bandaríkjanna, skapi tafir á meðferð bréfa á næstunni -- vek aftur athygli á tímasetningu þeirra aðgerða rétt fyrir kosningar.
---------------
Auðvelt að sjá fyrir Trump hamast dagana eftir kosningar - ef tafir á meðferð bréfa eru að valda því að - send atkvæði hugsanlega taka allt að vikur að berast!
En það er alls ekki óhugsandi að talning tefjist einhverjar vikur!
Ef slíkar tafir verða verulegar!
Trump gæti þá öskrað stöðug - kosninga-svik.
Margir óttast, að ef niðurstaðan tekur vikur að verða birt.
- Þá lýsi hann sig réttkjörinn!
- Áður en niðurstaða liggur fyrir.
Og síðan bregði brigður á niðurstöðu, ef síðar liggur hugsanlega fyrir hann hafi ekki unnið.
En hann hefur sjálfuð íjað að þeim möguleika - hann hugsanlega viðurkenni ekki niðurstöðu, er ekki liggur fljótlega fyrir!
--A.m.k. hafnar hann að svara því ákveðið hvort hann viðurkennir slíka niðurstöðu.
Þetta veldur áhyggjum að hættulegar deilur geti skapast í kjölfarið!
- Trump virðist hafa fengið fjölda stuðnings-manna á þá skoðun.
Að framundan sé stórfelld tilraun til kosninga-svika. - Trump ætti því auðvelt með að stefna hundruðum þúsunda kannski yfir milljón stuðningsmanna sinna, til Washington!
Í meintum tilgangi að verja kosninga-niðustöðuna.
M.ö.o. Trump.
Alveg hægt að sjá möguleika á alvarlegum óeirðum, hugsanlega enn verra en óeirðum.
Verra? Borgarastríð!
---------------
Til að gera þetta allt, enn meir farsakennt! Hafa Trump og Melania - óskað eftir því að fá að póstsenda atkvæði frá heimili þeirra í Mar-Lago í Florida:
Trump and first lady request mail-in ballots despite attacks.
Trump lætur sem -absentee voting- sé eitthvað annað en -mail in voting.-
Þegar nákvæmlega enginn munur er á!
- Hinn bóginn ræður líklega einhverju að kófið er í slíkum ham í Florida, í dag hefur Florida rúmlega 100þ. fleiri sýkta en New-York; að Trump sér sitt óvænna að láta sem að -mail in voting- sé fullkomlega í lagi í Florida.
--Meðan hann staðhæfir það sé stórfellt hættuspil utan Florida. - Með kófið í þetta miklum ham á Florida, hafa kannanir bent til þess að verulegur hluti kjósenda Trumps sjálf - gætu sleppt því að kjósa, ef menn fá ekki að póstsenda atkvæði.
M.ö.o. virðist allt benda til þess, að málflutningur Trumps sé einungis - pólitískur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.8.2020 | 22:05
Pútín gagnrýndur fyrir að samþykkja rússneskt þróað bóluefni gegn COVID-19, áður en mikilvægustu þáttum prófunarferlis er lokið!
Það sem Pútín er gagnrýndur fyrir, er að einungis 76 manns hafa fram að þessu tekið þátt í þróun lyfs þess sem Gamaleya rannsókarstofan hefur þróað!
--Þeim prófunum sem er lokið, eru svokallaðar - fyrstu fasa, og önnur fasa prófanir.
- En aðalprófið, þriðja fasa, er algerlega eftir.
Með öðrum orðum er lyfið nánast óprófað!
Málið með 3-ja fasa prófun, að þá tekur fjöldi manns þátt.
Fyrst er lyf prófað eðlilega á dýrum - síðan litlum fjölda einstaklinga.
--Þá er verið að sanna hvort lyfið yfir höfuð virkar.
- 3ja fasa prófunin, snýst um að finna allar auka-verkanir.
Þær prófanir virðast -- ef ég skil fréttir rétt.
--Einfaldlega ekki hafnar!
Þetta er mikilvægasta ferlið!
--Þ.e. ferlið er sýnir fram á, lyfið sé öruggt!
Það virðist öldungis stórfurðulegt að heimila lyf.
--Áður en prófanir er leita uppi allar aukaverkanir, hafa farið fram!
Málið að þegar eru a.m.k. 3-Vestræn lyf í miðjum klíðum í 3ja fasa prófun!
--Þetta eru tafsömustu prófin!
Eina ástæðan sem ég kem auga á, að Pútín hafi viljað koma fram með yfirlýsingu á undan!
--Hinn bóginn, er enginn séns að nokkurt skynsamt land, heimili óprófað lyf!
Russias fast-track coronavirus vaccine draws outrage over safety
Why is the world skeptical of Russia's Covid-19 vaccine
Russia rushes registration of unproven coronavirus vaccine
Russia says it has a covid vaccine called Sputnik-V
Skepticism Greets Putin's Announcement Of Russian Coronavirus Vaccine
- Skv. fréttum frá Rússlandi - fara 3ju fasa prófanir fram á næstunni.
--Í Mið-Austurlöndum! - En það breytir því ekki, að það sé fullkomlega óviðeigandi að tilkynna, að notkun lyfs sem ekki hafi verið nægilega prófað -- sé heimil!
- Það gæti verið mjög hættulegt -- ef lyf fer í almenna notkun, áður en -- aukaverkanir hafa verið nándar nægilega rannsakaðar!
Það sem sumir sérfræðingar vara við, er að slíkt gæti skaðað vinnu aðra þjóða við þróun og útdeilingu bóluefnis gegn Kófinu.
--Því ef alvarlegar aukaverkanir koma fram í Rússlandi, er t.d. leiddu til dauða fjölda manna.
- Gæti það valdið hræðslu meðal almennings í öðrum löndum, þ.s. einnig eru bóluefni í þróun er ekki enn hafa lokið prófun -- hafa því ekki enn fengið heimild.
- Þegar eru til -anti-vaccine- hreyfingar, þeim gæti hlaupið kapp í kinn -- ef slæm útkoma í Rússlandi, skapaði óttabylgju gegn COVID-19 bóluefnum er dreifðist hugsanlega víðar.
Niðurstaða
Pútín virðist fyrst og fremst að ég fæ séð heimila - Sputnik 5 - lyfið í pólitísku skyni. Þar sem mikilvægasti hluti prófunar-ferlis hefur ekki enn farið fram. Það er fjölda-prófun til að kanna hvort notkun lyfs sé nægilega örugg -- hvort við fjölda-notkun koma fram varasamar auka-verkanir. Þá kem ég ekki auga á nokkra minnstu skynsemi í því að -- tilkynna lyfið tilbúið til notkunar. En klárlega er -- óprófað lyf ekki tilbúið til notkunar.
Hættan er augljós, að lítt prófað lyf -- gæti reynst hafa hættur sem ekki er enn vitað um, þ.s. auka-verkanir eru líklegast enn lítt þekktar, þ.s. lyfið hefur enn verið prófað á svo fáum.
--Ef lyf sem ekki hefur enn verið nægilega prófað fyrir auka-verknunum færi í almenna notkun, síðan kæmu alvarlega auka-verkanir í ljós.
Gætu afleiðingar þess hugsanlega orðið mjög alvarlegar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.8.2020 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í yfirlýsingu Trumps má lesa þann tilgang þess er virðist einungis framsett sem liður í kosningabaráttu, að hann meti það svo -- að þegar pólitískir andstæðingar líklega kæra tilskipanirnar strax á mánudag; þá muni kjósendur frekar kenna þeim um en honum!
- Trump: Maybe we won't get sued. If we get sued, its somebody who doesn't want people to get money, -- And that's not going to be a popular thing.
Vandamálið er að Bandaríkjaþing getur ekki náð samkomulagi um framlengingu -- margvíslegra fjárstyrkja til einstaklinga og fyrirtækja er féllu niður fyrir skömmu.
Munar gríðarlega á milli vilja meirihluta Öldungadeildar og vilja meirihluta Fulltrúadeildar.
--Þ.e. Fulltrúadeild vill verja samtals 3-trilljón Dollurum, Öldungadeild 1-trilljón.
Þar sem þingið raunverulega hafi full yfirráð yfir heimildum til ríkisstjórnar Bandaríkjanna um austur á fé -- sem og sérhverjum breytingum á lögum og sköttum.
--Kem ég ekki auga á að þessar tilskipanir Trumps líklega virki.
Trump announces executive actions after stimulus talks broke down
- "Trump said during his address that he would direct the Treasury Department to allow employers to defer payments of "certain" payroll taxes starting Aug. 1 until the end of the year."
Takið eftir að launamenn yrðu að sjálfsögðu rukkaðir fyrir skattinum fyrir nk. áramót.
Vegna þess að Trump getur ekki einhliða breytt sköttum, þá gerir hann tilraun til að -- fresta skattgreiðslum.
Hinn bóginn, þ.s. Trump hefur engar vald-heimildir yfir skattheimtu, þ.e. þingið sem ákveður skatta -- þá ætlar hann skv. þessu að veita launþegum heimild til að fresta greiðslum launaskatta!
--Þetta er að sjálfsögðu innlegg í kosninga-baráttu.
--En Trump hefur ítrekað líst því yfir hann vilji nýjar skattalækkanir.
Jafnvel þó að halla-rekstur ríkisins sé fullkomlega svimandi um þessar mundir.
Trump: If I win, I may extend and terminate, extend it beyond the year end terminate the tax, -- So, we'll see what happens.
Afar ósennilegt að það gerist, þ.s. þingið ræður því hvort sköttum er breytt.
Demókratar hafa meirihluta í Fulltrúadeild. - The president said his directive to extend a moratorium on evictions would include financial assistance from the Department of Housing and Urban Development for struggling renters and homeowners.
Trump: We don't want people being evicted, and the bill I'm signing will solve that problem largely, hopefully completely
Vandinn er sá, að þ.s. þetta er tilskipun ekki laga-breyting, gilda lögin sjálfsögðu áfram -- forsetinn getur ekki breytt þeim einhliða. Ríkið hefur ekki löggjafarvald.
--Ég sé því ekki að annað gerist en að, þeir aðilar sem eiga leiguhúsnæði, myndu leiða þá tilskipun hjá sér -- og henda fólki út þrátt fyrir hana.
**Tilskipunin sé m.ö.o. sýndar-mennska. - Trump also announced a $400-per-week supplemental payment for those who have lost their jobs,
Þetta er líklega fullkomlega ólöglegt, þ.s. í Bandaríkjunum eins og á Íslandi eru samþykkt fjárlög -- er skilgreina alla helstu útgjalda-liði.
--Fjárlög virka alveg eins í Bandar. og á Íslandi, þ.e. t.d. ekki hægt að einhliða færa segjum helming peninga ætlað í mennta-mál og setja í e-h allt allt annað.
Án þess að breyting þar um sé framkv. skv. fjár-aukalögum er þurfa samþ. Alþingis.
Líklega kæra Demókratar í Fulltrúadeild þessa síðustu tilskipun strax á mánudag.
Litlar líkur á öðru en að það fáist fljótt fram -- tímabundið bann frá dómstóli, meðan fjallað væri um málið formlega.
Bendi á að skv. tillögu Demókrata á þingi, er gert ráð fyrir 600 dollara styrkjum ofan á atvinnuleysis-tryggingar.
--------------------
Bandarískir fjölmiðlar benda auk þessa á -- jafnvel þó Demókratar kærðu málið ekki.
Þá hafi Trump takmarkað fé til umráða -- þ.e. einungis það fé sem þingið hefur samþykkt að alríkið hafi til umráða til nk. áramóta.
Trump gæti þá tæknilega fært fé frá öðrum málum - að einhverju leiti.
--En það sé ósennilegt það mundi duga til að greiða 400 Dollara per haus.
--Fram að kosningadegi!
Vegna þess, fjárlagaárið er þegar langt komið - sennilega ekki mjög mikið eftir af þeim peningum sem stofnanir áttu að hafa til umráða.
Því sennilegt að -- það dugi ekki lengi til að standa straum af slíkum greiðslum.
Trump getur ekki slegið lán fyrir þessu fyrir hönd ríkisins.
--Því þingið þarf að heimila allar lánveitingar.
**Öfugt við regluna er gildir á Íslandi.
Niðurstaða
Pólitískar deilur í Bandaríkjunum eru lifandi löngu orðnar að stórskrítnum farsa. Sl. daga virðist öll samvinna þingdeildanna hafa rofnað, alger patt-staða skollið yfir.
Mig grunar að fram til kosninga -- verði líklega engin lög samþykkt.
Báðir aðilar saka hinn um græsku!
Varðandi tilskipanir Trumps, þá eins og ég sagði -- virðist mér líklegt að þær standist ekki. Að þar af leiðandi, sé tilgangur Trumps fyrir þeim!
--Einungis sá að slá pólitískar keilur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.8.2020 | 14:31
Trump heimtar greiðslur til ríkisins af sölu Tik-Tok til Microsoft! Klárlega "gaffe" hjá Trump
Skv. fréttum hefur Trump fallið frá andstöðu við kaup Microsoft á starfsemi Tik-Tok innan Bandaríkjanna og Kanada!
--En óvænt setur Trump fram fjárkröfur á hendur Microsoft!
Að virðist svo Microsoft fái að kaupa starfsemi Tik-Tok!
Eftir íhugun á málinu, virðist mér krafa Trumps!
--Skír mistök sbr. -gaffe.-
Karlinn hafi hlaupið á sig eina ferðina enn!
Donald Trump:
- The United States should get a very large percentage of that price because we're making it possible. Without us, you know, I use the expression, it's like the landlord and the tenant. And without the lease, the tenant doesn't have the value,
- Well, we're sort of in a certain way, the lease. We make it possible to have this great success. TikTok is a tremendous success. But a big portion of it in this country. It would come from the sale, yeah. Whatever the number is, it would come from the sale,
- I dont mind whether it is Microsoft or somebody else . . . a very American company, -- I set a date of around September 15 at which point its going to be out of business in the US.
Þetta hljómar sem skír fjárkúgun gagnvart Microsoft, er kaupir starfsemi Tik-Tok.
Í kjölfar þess að Trump lýsti yfir fyrir sl. helgi að Tik-Tok yrði bannað í Bandar.
Hann virðist segja, að skilyrði þess að hann aflétti bann-fyrirmælum; sé að Microsoft greiði bandaríska fé sambærilega upphæð stórs hlutta kaupverðs.
--Greinilega er það ekki kínverski aðilinn sem greiddi þetta.
--Heldur einungis Microsoft sem getur sinnt hgsanlega þeirri kröfu.
Enda greiðir Microsoft fé til kínverska aðilans er rekur Tik-Tok.
Einungis Microsoft er lögaðili í Bandaríkjunum, skv. þvingun er Microsoft eini aðilinn er getur hugsanlega innt þessa kröfu af hendi - tæknilega séð.
- The White House refused to say how the administration could force either one of the parties to pay the Treasury, or how such an unheard-of mechanism would work.
Tja, það blasir eiginlega ekki við mér -- að Trump geti augljóslega þvingað Microsoft, eftir að það kaupir Tik-Tok af ByteDance.
--Bandarískur lögaðili getur að sjálfsögðu kært kröfur til dómstóla, kært bandaríska ríkið ef Microsoft telur kröfu ólöglega!
- Líklegast er krafan einmitt það.
- Ég mundi ætla, að um leið og Microsoft lýkur kaupum á starfsemi Tik-Tok.
- Þá hafi þar með, sé tilskipun Trumps um lokun starfsemi Tik-Tok í Bandar. ekki lögleg lengur, þ.s. þá sé sú starfsemi í eigu bandar. lögaðila.
--Ef Trump gæti lokað starfsemi bandar. lögaðila einungis með tilskipun, gæti hann lokað hvaða fyrirtæki sem er -- þannig að, að sjálfsögðu tæki Microsoft málið fyrir dóm.
--Slíkt hljóti að vera fyrir utan valdsvið forseta Bandaríkjanna. - Sama gildi um kröfu Trumps um fé -- ég sé ekki að frá þeim punkti kaupa Microsoft á starfsemi Tik-Tok í Bandar. og Kanada.
--Standist slík krafa yfir höfuð bandar. lög. - Bendi fólki á, einungis Bandaríkjaþing hefur rétt til að leggja á skatta.
--Forseti Bandar. hefur ekki þann rétt.
--Hann getur ekki heldur lagt af einhliða skattlagningu sem gildir skv. vilja Bandar. þings. Annars gæti hann einhliða fyrirskipað skattalækkanir.
Með öðrum orðum, virðist mér ljóst að Trump hafi hlaupið á sig.
--Og það langt langt í frá í fyrsta sinn!
Niðurstaða
Trumparar sí og æ segja Joe Biden elli-æran, ófæran að koma frá sér orði - stöðugt að segja vitleysur.
En hvað annað er hægt að kalla kröfu Trumps, en fullkomna ekkisens vitleysu.
--Akkúrat dæmi um það sem menn segja, Biden stöðugt vera að gera.
Krafan sé á tæru fullkomlega ólögleg.
Og geti þar með að sjálfsögðu ekki staðist.
Líklega sé þetta enn eitt dæmið, að Trump ræðir ekki við ráðgjafa sína.
Áður en hann bunar úr sér.
--Þess vegna er hann stöðugt að gera mistök.
Sannarlega vefst Biden oft tunga um tönn <--> Hið sama á einnig við Trump.
Báðir gera svokallaða -gaffa- marg-endurtekið.
--Þetta nýjasta frá Trump, sé klár -gaffe.
------------
Áhugaverðar fréttagreiningar ég bendi á til lestrar:
Trumps assault on mail voting threatens his reelection bid
--Nýleg könnun bendir til þess að árás Trumps á mail-voting gæti leitt til þess að 10-15% kjósenda Trumps; kjósi ekki - ef atkvæðin eru send með pósti.
**Einungis 1% líklegra Biden kjósenda segja það sama.
Ályktun fréttar, barátta Trumps gegn mail-voting gæti hjálpar Biden.
Trumps bag of tricks comes up empty against Biden - Viðtöl við Trump stuðningsmenn er telja Trump á rangi leið í kosninga-baráttunni, áhugaverð.
Newt Gingrich: (Hann segir law-and-order áherslu hans ranga fyrir þessa kosningu, þ.s. hann sé forseti - því beinlínis að ásaka sjálfan sig er hann segir landið í kaosi - kjósendur eðlilega spyrja á móti, eftir 4 ár við völd af hverju hefur hann ekki lagað þetta.)But the gist is for Trump to stop emphasizing that the country is in chaos. Why would voters reelect the person presiding over chaos?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar