Trump hellti sig yfir "mail in voting" á blaðamannafundi á laugardag - íjaði að hann gæti hafnað auknum fjárveitingum til póstsins, fullyrti þá yrði ekkert "mail in voting." Nýr yfirmaður póstsins vinnur að miklum rekstrar-niðurskurði á sama tíma!

Nýr yfirmaður póstsins, Louis DeJoy, er 2016 gaf 2 milljónir dala til framboðs Trumps, hefur vakið vaxandi athygli sl. vikur -- vegna niðurskurðar-aðgerða er rökrétt bitna á starfsemi póstsins. Þar á meðal getu póstsins til að sinna miklu póstmagni!
--Bandaríski pósturinn sannarlega er í miklum rektrarhalla nú, en það virðist stórum hluta vera vegna efnahags-röskunnarinnar af völdum kófsins!

Sama tíma er Trump með uppi hótanir um að - hugsanlega beita neitunarvaldi á aukið fé til starfsemi póstsins; skv. tillögu á bandaríska þinginu!

Rétt að benda á eins og á Íslandi, af völdum kófsins -- virðist aukið póstmagn til staðar, þ.s. aukinn fjöldi fólks sendi böggla sbr. pantar hluti í gegnum póst í stað þess að fara í verslun!
--Á móti virðist hafa orðið minnkun í bréfum!

  • Vandinn snýr að bréfunum!
    En -mail in voting- verða að sjálfsögðu bréf!
  • Hann er gagnrýndur fyrir að vera taka niður bréfa-flokkunar-vélar.
    Vegna almennrar minnkunar bréfa.
    --Þ.s. að hellingur af bréfum hellist yfir póstínn á næstunni vegna -mail in voting.-
    --Þó það sé rökrétt að taka þær hugsanlega niður síðar, vegna almennrar minnkunar bréfa.
  • Þar fyrir utan virðist hann hafa tekið af -- yfir-vinnu.
  • Og gefið skipanir um að -- póstur er kemur inn seint, verði ekki tekinn fyrr en nk. dag.
  1. Tek fram að þetta eru rökréttar almennar sparnaðar-aðgerðir.
  2. Hinn bóginn gætu þær haft alvarlegar afleiðingar á næstunni.

En rökrétt verður yfir-álag meðan bylgjan á -mail in voting- gengur yfir.
Þá er ekki heppilegt að vera taka niður - bréfa-flokkunar-vélar.
Ekki heldur heppilegt, að banna yfirvinnu - því yfirvinna verður augljóslega nauðsynleg til að taka af þann topp.
Og kannski ekki heppilegt heldur að fyrirskipa að seint innkominn póstur bíði til nk. dags.
--Kannski allt í lagi að bíða með aðgerðirnar fram yfir kosningar, jafnvel fram yfir jól og áramót.

En Louis DeJoy hefur hafið þær aðgerðir - nú þegar!

Trump says universal mail-in voting would be 'catastrophic'

Post Office cuts fuel worries over mail voting

Trump says postal voting will leave election in limbo

Protesters gather at Postal Service boss' home amid concerns over mailed ballots delays

Pending Postal Service Changes Could Delay Mail And Deliveries, Advocates Warn

Hvað sagði Trump?

  1. The problem with the mail-in voting, number one, is you're never going to know when the election is over,
  2. He went on to say that the result of November's vote might not be known -- for months or for years, because these ballots are going to be lost, they're going to be gone
  3. Now they need that money in order to make the post office work so it can take all of these millions and millions of ballots, ...
  4. Now, if we don't make a deal, that means they don't get the money. That means they can't have universal mail-in voting, they just can't have it.

--Hann sem sagt, ítrekaði hótunina frá föstudag -- að beita neitunarvaldi á aukna fjármögnun til Póstsins!

Lois DeJoy fyrir svörum sl. föstudag á Bandaríkjaþingi! 

Sem stafsmaður Póstsins á Íslandi - bendi ég á atriði!

  1. Tafir þíða ekki, pósturinn sé tíndur -- þ.e. póstmagn er meira en vanalega yfir einhvern skamman tíma.
    Þá tefst pósturinn -- hann tínist ekki.
    **Það voru t.d. miklar tafir á pósti er kófið var í hámarki í apríl og maí.
    **Dæmi um að póstur hefði tafist meir en mánuð, sérstaklega erlendis frá.
    En hann barst síðan eftir dúk og disk samt sem áður.
  2. Ég sé enga augljósa ástæðu þess að þetta virki með öðrum hætti í bandar. póstinum.
  • Hinn bóginn er augljóslega óheppilegt að banna yfirvinnu.
  • Samtímis taka niður - bréfa-flokkunar-vélar.

Þegar framundan er stór törn í bréfum!
--Get fullyrt, að Íslands-póstur mundi aldrei vísvitandi valda töfum á flokkun.
--Er gæti hugsanlega skaðað kosningar í landinu!

En þ.e. einmitt þ.s. nýr yfirmaður póstsins í Bandaríkjunum er sakaður um!
--En klárlega ef hann stendur við að taka niður vélbúnað sem flýtir fyrir flokkun bréfa, þegar skammtíma-risa-törn í bréfum er framundan.
--Og ef hann stendur við - bann á yfir-vinnu.
Þá augljóslega munu þær aðgerðir geta tafið mjög vinnslu á þeirri törn bréfa, sem -mail in voting- mun skapa!

Þetta get ég séð í hendi mér sem starfsmaður póstsins til margra ára á Íslandi!

  1. Bendi á að aðgerðir Louis DeJoy eru ekki órökéttar almennt séð.
  2. En afar óheppilegar akkúrat -- einmitt núna!

--M.ö.o. gagnrýnir maður tíma-setningu þeirra aðgerða.
--Ekki endileg aðgerðirnar sem slíkar!
Bíða með þær m.ö.o. fram-yfir kosningar, t.d. fram yfir nýárið!
Þegar jólatörnin er einnig búin!

Talsmaður - Louis DeJoy, David Partenheimer - svarar gagnrýni fullum hálsi: What’s wrong with the mail

  1. The notion that the postmaster general makes decisions concerning the Postal Service at the direction of the president is wholly misplaced and off-base,
  2. With regard to election mail, the Postal Service remains fully committed to fulfilling our role in the electoral process when public policymakers choose to utilize the mail as a part of their election system, and to delivering election mail in a timely manner consistent with our operational standards.
  3. Of course we acknowledge that temporary service impacts can occur as we redouble our efforts to conform to the current operating plans,
  4. but any such impacts will be monitored and temporary, as the root causes of any issues will be addressed as necessary and corrected as appropriate.

Sem sagt - Partenheimer hafnar því ekki að - sparnaður DeJoy geti valdið truflunum á starfsemi, en segir þær tímabundnar og að það verði nákvæmlega fylgst með þeim og virðist lofa viðbrögðum ef truflanir koma upp.
--Málið er einmitt tímasetning aðgerðanna, að þær truflanir eiga sér nákvæmlega líklega einmitt stað, þegar að póstinum steðjar risastór bylgja af bréfum.

Lois DeJoy svaraði síðan á föstudag sjálfur áhyggjum á Bandaríkjaþingi fullum hálsi: Postmaster General Accuses Congress Of ‘Sensationalizing’ Mail Delays As Bipartisan Outcry Grows  -- Postmaster General Louis DeJoy says election mail will not be slowed down

  1. By running our operations on time and on schedule, and by not incurring unnecessary overtime or other costs, we will enhance our ability to be sustainable and to be able to continue to provide high-quality, affordable service.
  2. Despite any assertions to the contrary, we are not slowing down election mail or any other mail, -- will do everything we can to deliver election mail in a timely manner consistent with our operational standards.

Bendi samt á að -- tímasetning aðgerða veldur áhyggjum, rökrétt veldur áhyggjum.
Þ.e. stutt í kosningar -- ca. 10% flokkunarvéla hafa verið teknar niður.
Og takmarkanir settar á yfir-vinnu!
--Endurtek aftur, að slíkar aðgerðir eru ekki í sjálfu sér óeðlilegar - en tímasetning þeirra verkur athygli, þ.s. þ.e. augljóslega hugsanlegt að þær geti valdið töfum.
--Vegna þess að bylgjan framundan er einmitt í formi bréfa!

  • Pólitískur titringur er ekki undarlegur.
  • Í ljósi harðrar gagnrýni Trumps á -mail-voting- sem kosninga-aðferð.
  • Þó sú aðferð sé t.d. alltaf notuð t.d. er fólk fær að senda atkvæði sitt annars staðar frá sbr. -absentee voting.-

Það stefnir þó í óvenjulega mörg póstlögð atkvæði að þessu sinni!
Titringurinn er því ekki furðulegur - þegar gríðarlega hörð gagnrýni Trumps á aðferðin er höfð í huga!
--Þá er ekki sérstaklega furðulegt, að sparnaður DeJoy er gaf 2 milljónir dollara í kosningasjóð Trumps -- vekji athygli og nokkurn ugg.

  • Sérstaklega í ljósi tímasetningar þess sparnaðar -- rétt fyrir kosningarnar!

 

 

Niðurstaða

Spennan í Bandaríkjunum fer sjáanlega hratt vaxandi. Gríðarlega hörð gagnrýni Trumps ásamt hörðum ásökunum á - yfirvofandi stóra bylgju póstsendra atkvæða skapar sérdeilis mikinn ugg. Eins og vanalega rökstyður Trump ekki nokkra ásökun, heldur staðhæfir stórar ásakanir.
Miðað við mína reynslu af póstmálum, tínist póstur almennt ekki - þó hann geti tafist þegar stórar póst-bylgjur ganga yfir, t.d. fær fólk ekki alltaf jóla-póstinn í tíma.
Póstur tafðist verulega um hríð, vegna röskunar af völdum kófsins - þær tafir voru ekki endilega íslenska póstinum að kenna, þ.e. mjög miklar tafir urðu á pósti erlendis frá.
--En punkturinn er sá, að pósturinn almennt kom í leitirnar, barst til fólks.
--Þó tilvik hafi verið að póstur hafi hugsanlega borist allt að tveim mánuðum seint.
Fullyrðingar að póstlögð atkvæði tínis, virðast mér augljóslega orðum auknar!

  1. Bendi á að pósturinn í Bandar. sér greinilega - eins og á Íslandi - um að póstleggja lyf til aldraðs og fatlaðs fólks!
  2. Opinber gögn eru oft send í pósti, t.d. vegabréf - fyrirtæki senda kredid-kort, o.s.frv.

Ég kannast alls ekki við það að það standist, að póstur sé stórfellt að tínast!

  • En tafir geta orðið.

Þess vegna vekja sparnaðar-aðgerðir - bandamanns Trumps, yfirmanns bandaríska póstsins athygli, því þær hefjast einmitt í ágúst!
--Fela í sér, fækkun bréfa-póst-flokkunar-véla.
--Og almennt yfir-vinnu-bann.
Það virðist skv. fréttum þannig, að einstakar póst-stöðvar geti ekki lengur heimilað yfirvinnu, heldur verði að óska heimildar slíks -- til svæðis-stjóra.

  • Ég get því skilið þessar áhyggjur!

Því yfir-vinnubann, færri bréfa-flokkunar-vélar, sannarlega gætu valdið töfum á meðferð bréfa -- þegar verður stór bylgja af bréfum!
Bréfa-póstur gæti þá sannarlega tafist!
Þó ég sjái ekki ástæðu þess, að hann tínist!

  • Af hverju treysta þá aðilar póstinum til að dreifa lyfjum - kreditkortum - vegabréfum og almennum opinberum pósti.
    Ef pósturinn væri þetta óáreiðanlegur?

Mér virðist a.m.k. mögulegt að aðgerðir póststjóra Bandaríkjanna, skapi tafir á meðferð bréfa á næstunni -- vek aftur athygli á tímasetningu þeirra aðgerða rétt fyrir kosningar.
---------------
Auðvelt að sjá fyrir Trump hamast dagana eftir kosningar - ef tafir á meðferð bréfa eru að valda því að - send atkvæði hugsanlega taka allt að vikur að berast!
En það er alls ekki óhugsandi að talning tefjist einhverjar vikur!
Ef slíkar tafir verða verulegar!

Trump gæti þá öskrað stöðug - kosninga-svik.
Margir óttast, að ef niðurstaðan tekur vikur að verða birt.

  1. Þá lýsi hann sig réttkjörinn!
  2. Áður en niðurstaða liggur fyrir.

Og síðan bregði brigður á niðurstöðu, ef síðar liggur hugsanlega fyrir hann hafi ekki unnið.
En hann hefur sjálfuð íjað að þeim möguleika - hann hugsanlega viðurkenni ekki niðurstöðu, er ekki liggur fljótlega fyrir!
--A.m.k. hafnar hann að svara því ákveðið hvort hann viðurkennir slíka niðurstöðu.

Þetta veldur áhyggjum að hættulegar deilur geti skapast í kjölfarið!

  • Trump virðist hafa fengið fjölda stuðnings-manna á þá skoðun.
    Að framundan sé stórfelld tilraun til kosninga-svika.
  • Trump ætti því auðvelt með að stefna hundruðum þúsunda kannski yfir milljón stuðningsmanna sinna, til Washington!
    Í meintum tilgangi að verja kosninga-niðustöðuna.
    M.ö.o. Trump.

Alveg hægt að sjá möguleika á alvarlegum óeirðum, hugsanlega enn verra en óeirðum.

Verra? Borgarastríð!

---------------
Til að gera þetta allt, enn meir farsakennt! Hafa Trump og Melania - óskað eftir því að fá að póstsenda atkvæði frá heimili þeirra í Mar-Lago í Florida:

Trump and first lady request mail-in ballots despite attacks

Trump lætur sem -absentee voting- sé eitthvað annað en -mail in voting.-
Þegar nákvæmlega enginn munur er á!

  • Hinn bóginn ræður líklega einhverju að kófið er í slíkum ham í Florida, í dag hefur Florida rúmlega 100þ. fleiri sýkta en New-York; að Trump sér sitt óvænna að láta sem að -mail in voting- sé fullkomlega í lagi í Florida.
    --Meðan hann staðhæfir það sé stórfellt hættuspil utan Florida.
  • Með kófið í þetta miklum ham á Florida, hafa kannanir bent til þess að verulegur hluti kjósenda Trumps sjálf - gætu sleppt því að kjósa, ef menn fá ekki að póstsenda atkvæði.

M.ö.o. virðist allt benda til þess, að málflutningur Trumps sé einungis - pólitískur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.8.2020 (í gær):

"Nýr stjórnandi póstþjónustunnar hefur einnig hlotið sinn skerf af gagnrýni en Trump réði Louis DeJoy til starfsins.

DeJoy hefur lagt sitt af mörkum í kosningasjóð Trumps og repúblikana og hann tók við starfinu í sumar.

Að sögn bandarískra fjölmiðla rekast hagsmunir DeJoy harkalega á við stöðu hans hjá póstþjónustunni, því hann og eiginkona hans eiga hluti að andvirði milljóna dollara í fyrirtækjum sem eru í beinni samkeppni við póstinn. cool

Elizabeth Warren öldungadeildarþingmaður demókrata hefur kallað eftir rannsókn á DeJoy og störfum hans."

Obama gagnrýnir framferði Trumps gegn póstinum

Þorsteinn Briem, 16.8.2020 kl. 15:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég skal benda þér á annað: https://apnews.com/fbcec393dc652a9ccdb2cc8aacb15895

Traustvekjandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.8.2020 kl. 20:32

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2020 kl. 23:18

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, þegar köttur getur skrifað eigið nafn með góðri rithönd - svarað í síma með sannfærandi rödd eins og manneskja, mætt í viðtal ef þarf og sannfært aðra manneskju köttur sé manneskja, o.s.frv. -- skaltu hafa áhyggjur. Annars geisp.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2020 kl. 23:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn hella sér yfir og ýja að.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2020 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 255
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 338
  • Frá upphafi: 846976

Annað

  • Innlit í dag: 241
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 232
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband