Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020

Trump lagði till að fresta forsetakosningum í Bandaríkjunum í óákveðinn tíma

Málflutningur Trumps í tengslum við - póstlögð atkvæði er pent sprenghlægilegur.
--Síðan tókst honum að fullkomlega að tala á skjön í tveim tvítum!

  1. Donald J. Trump@realDonaldTrump
    With Universal Mail-In Voting (not Absentee Voting, which is good), 2020 will be the most INACCURATE & FRAUDULENT Election in history. It will be a great embarrassment to the USA. Delay the Election until people can properly, securely and safely vote???
    12:46 PM · Jul 30, 2020·
  2. Donald J. Trump@realDonaldTrump, 30m
    Glad I was able to get the very dishonest LameStream Media to finally start talking about the RISKS to our Democracy from dangerous Universal Mail-In-Voting (not Absentee Voting, which I totally support!).

Það skemmtilega við þetta - seinna tvítið er fullkomlega á skjön við það fyrra!

En atkvæði fólks er óskar eftir því að fá að senda - Absentee Vote - eru að sjálfsögðu send með pósti, m.ö.o. viðkomandi fær þá kjörgögn annaðhvort send eða afhend af ræðismanni, t.d. ef viðkomandi er erlendis.
Atkvæðið er þá að sjálfsögðu sent til fylkis viðkomandi og í rétta sýslu þ.s. viðkomandi á að greiða atkvæði -- í póstlögðu umslagi.

Viðurkenni ég þekki ekki hvernig ferlið virkar í Bandaríkjunum!

  1. Eitt kerfi með póstlögð atkvæði gæti verið svona!
    Þú færð 2 umslög send í pósti ásamt kjörseðli og yfirlýsingu sem viðkomandi skal undirrita.
  2. Viðkomandi fyllir út kjörseðil, setur hann í umslag 1.
    Lokar umslagi 1.
  3. Síðan undirritar viðkomandi yfirlýsingu með eigin rithönd.
    Setur síðan umslagið með kjörseðlinum og yfirlýsinguna í hitt umslagið.
  4. Póstleggur síðan.
  • Síðan berst umslagið, þá er umslagið opnað - umslag með kjörseðli sett ofan í atkvæðakassa, sem er innsiglaður eins og vera ber.
    --Með þessu er atkvæðagreiðsla leynileg.
  • Yfirlýsing er lögð í möppu eða fyrirfram ákveðið geymslufyrirkomulag.
    Til hugsanlegrar skoðunar síðar, ef vandkvæði koma upp.

--T.d. ef kæra kæmi, væri hægt að sjá hvort margar yfirlýsingar hafa sömu rithönd.
Tilraun til að falsa þyrfti þá að fylla út fjölmargar slíkar yfirlýsingar með mismunandi nöfnum -- erfitt er fyrir sama aðila að fylla margar slíkar út án þess að sjáist að sama rithönd líklega er notuð.

--Þar fyrir utan, er hægt að hafa samband við viðkomandi fólk síðar.
Spyrja, er þetta þín rithönd?
Jafnvel væri hægt að fá viðkomandi til að skrifa á eitthvert autt blað, til samanburðar.

  • Samskonar skoðun væri hægt að framkvæma á öllum slíkum atkvæðum.

Ég er á því að afar ósennilegt væri að svo auðvelt sé að svindla á þessu Trump heldur fram!
Hann auðvitað - síðan talar á skjön - þegar hann segir -absentee voting- í lagi.
--Erm, það notar sama fyrirkomulag!

Mér skilst að einungis þingið hafi rétt til að fresta kosningum!
Mig grunar það sé afar ósennilegt að þingmeirihluti Demókrata í Fulltrúadeild.
Mundi samþykkja að fresta kosningum, en samþykki beggja kvá þurfa.

Mitch McConnell : Never in the history of the country, through wars, depressions and the Civil War, have we ever not had a federally scheduled election on time,and we'll find a way to do that again this November 3rd.

--Þetta er alveg rétt, forsetakosningum hefur aldrei í sögu Bandar. verið frestað!
Mitch McDonnel er leiðtogi Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
Fyrst hann hafnar þessu svo ákveðið, virðist enn minni líkur á Trump fengi sitt fram!

 

Niðurstaða

Það er freystandi að túlka yfirlýsingu Trumps - um frestun kosninga til óákveðins tíma, sem vísbendingu um örvæntingu. En staða Trumps í könnunum er ekki góð. Enn er Trump að meðaltali 9% undir í þeim fylkjum sem Trump þarf að vinna til að hafa sigur!
--M.ö.o. þá tala menn um fylki sem hafa sögulega reglulega skipt um hendur.

 

Kv.


Trump gefur skipun um fækkun Bandarískra liðssveita um 12þ. í Þýskalandi -- hinn bóginn á ég ekki von á sú breyting verði nokkru sinni framkvæmd!

Ástæða þess að ég á í raun ekki von á að skipun Trumps um 12þ. fækkun verði nokkru sinni framkvæmd er sú, að Trump líklega tapar í nóvember -- Biden tekur síðan við nk. Febrúar.

Af hverju ætti Biden að hætta við ákvörðun Trumps? Einfaldlega vegna þess að þetta er afar kostnaðarsöm breyting. Þegar er í Þýskalandi aðstaða fyrir þetta lið. Meðan að reisa yrði nýjar byggingar á þeim stöðum - er ætti að færa viðkomandi lið.
--Afar ósennilegt að þær framkvæmdir verði hafnar fyrir nk. febrúar, hvað þá fyrir kosningarnar í nóvember.

  1. Höfum í huga, er Biden tekur við sem forseti í febrúar - munu Bandaríkin hafa beðið óskaplegt efnahagstjón.
  2. Það verður þá margt þarfara að gera við peninga skatt-greiðenda, en að standa í kostnaðarsömum framkvæmdum, til að hýsa hermenn á öðrum stöðum -- þegar aðstaða er þegar til staðar þ.s. þeir nú eru.

--Ég sé því ekki annað en að það sé alveg tært, að ekkert verði af þessu!

US to pull almost 12,000 troops out of Germany

  1. A senior US defence official said it would cost potentially billions of dollars to build new housing on American soil for the returning US troops, 
  2. Richard Fontaine, chief executive of the Center for a New American Security think-tank, said the Trump administration -- has offered no real rationale for the change other than as retribution for a Germany it sees as insufficiently committed to defence spending.
  3. Thomas Wright, an expert in transatlantic relations at the Brookings Institution -- This is all to do with Donald Trump’s deep-seated psychological hostility to Germany in general and Angela Merkel in particular. There’s no strategy.
  4. Officials said Mr Trump had made pulling troops from Germany his priority.
    Defence officials said the relocation would take years to complete, giving room for a reversal should Mr Trump be voted out in November.
  5. Trump: Mr Trump on Wednesday described Germany as “delinquent” and asked why the US would keep all its troops there when it fell short on its spending commitments to Nato. Germany has -- taken advantage of us for many years -- he told reporters.

--Trump hefur sannarlega virst mjög í nöp við Þýskaland í sinni embættistíð.

Eins og ég sagði, grunar mig þetta verði aldrei framkvæmt!

Ég á fastlega von á að Trump tapi kosningunum.
Þegar Biden tekur við, þá verði það mun ódýrar -- að hætta við breytinguna.
En að halda henni til streitu, þ.e. hermenn áfram þ.s. húsnæði er þegar fyrir hendi.

Þegar Biden tekur við -- muni líklega blasa við sviðin jörð í Bandaríkjunum.
Vegna COVID-19 faraldursins er geisar þar nú er virðist stjórnlaust.
--Þá verður mjög freystandi, að hætta við kostnaðarsama aðgerð!

  • Bendi fólki á að megin starfsemi Bandaríkjahers í Þýskalandi.
    Er uppihald risastórrar birgðastöðvar, er þjónar starfsemi Bandaríkjahers víða um heim. Ekki síst við Persaflóa - Mið-Austurlöndum, og Mið-Asíu.
  • Þar fyrir utan er þarna rekið hersjúkrahús, er gjarnan tekur við særðum Bandaríkjamönnum, frá bardagasvæðum víða um heim.
    --En oft er styttra til Þýskalands en Bandaríkjanna sjálfra.

Mig grunar að - Trumparar í Bandaríkjunum, virkilega haldi þetta séu allt hermenn er verja Þýskaland -- er sannleikurinn er líklega sá, að megin-þorri þessa fólks er starfslið.
--Mjög líklega megin-þorra óvopnað. Ekki einu sinni víst að það hafi herþjálfun.
Enda hefur herinn sínar skrifstofur - birgðastöðvar fyrir hergögn virka örugglega ekki ljósár öðruvísi en birgðastöðvar fyrir margt annað.
--Þó sannarlega þurfi aðrar öryggis-reglur.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði í byrjun, á ég fastlega von á að tilskipun Trumps komist aldrei til framkvæmda, vegna þess tíma sem þarf til að hrinda henni í framkvæmd, þ.e. fyrst að reisa byggingar annars-staðar áður en starfsfólk er fært.

--Klárlega felst því í þessu engin sparnaður af nokkru tagi. Frekar yrði þetta ákaflega kostnaðarsöm aðgerð. 
--Ekki kem ég auga á að þetta geri Bandaríkjunum gagn, miðað við að halda ástandi óbreyttu.
Ítreka, alls engin sparnaður í þessu -- heldur milljarða dollara viðbótar kostnaður, ef ætti að reisa nýja aðstöðu fyrir allt þetta fólk á öðrum stöðum.

Höfum í huga, að Trump er með þessu að leggja til -- dýra óþarfa framkvæmd.
Þegar Bandaríkin vegna vandræðanna af völdum kófsins -- þurfa í reynd á öllu sínu fé að halda heima fyrir sem bandaríska ríkið kemur til með að hafa handa á milli.

 

Kv.


Mér virðist -law and order- aðgerð Trumps, afar yfirborðsleg! Pólitísk athöfn mér virðist ekki sæma forseta Bandaríkjanna að standa fyrir - mitt í verstu þjóðfélagskrísu Bandaríkin hafa glímt við í 100 ár!

Hvað á ég við að aðgerðin sé yfirborðsleg eða þ.s. á ensku nefnist - kosmetic?
Um er að ræða borgirnar - Portland í Oregon, Albuquerque í Nýju-Mexíkó, Kansas City - Missouri, Chicago - Illinois. 
--Í hverja borg fyrir sig er miðað skv. fréttum við -- 200 liðsmenn.
Þeim virðist skipt milli, innflytjendastofnunar ríkisins og landamæraeftirlits ríkisins.

  1. Sem sagt, ekki fólk sem er vant - hefðbundinni löggæslu.
    Þó einhverjir af þeim er stunda landamæravörslu, virðast teknir úr liðssveitum er sjá um að berjast við - glæpahópa er stunda smygl yfir landamærin við Mexíkó.
  2. Trump getur gert þetta, sent starfsmenn á vegum alríkisins með þessum hætti.

Portland: 900 lögreglumenn.
Albuquerque: 839 lögreglumenn.
Kansas-City: 1.400 lögreglumenn.
Chicago: 12.000 lögreglumenn.

Fyrir utan Chigaco eru þetta fremur litlar borgir!

Mín tilfynning fyrir þessari aðgerð, að hún sé yfirborðsleg.

  1. Það eru klár takmörk fyrir því hve marga starfsmenn Trump getur tekið frá landamæra-eftirlitinu og innflytjenda-eftirlitinu, áður en sú starfsemi lýður fyrir það.
  2. Þetta eru ekki starfsmenn, vanir að fást við - óeirðir, né með þjálfun til að rannsaka glæpi í byggð, né að ganga um götur og sjá um stræti - fylgjast með almennu öryggi.

--Árangurinn virðist fyrst og fremst mældur í hávaða í fjölmiðlum, en aðgerðin hefur fengið gagnrýni aðila er saka Trump um lögleysu - læt það atriði liggja milli hluta.
En það er einmitt hvað mig grunar, tilgangurinn sé fyrst og fremst!
--Tilraun til að breyta þjóðfélagsumræðinnu, liður í kosninga-baráttu.

  • Vegna þess takmarkaða fjölda sem Trump getur beitt, eru valda 3-borgir sem eru tiltölulega meðfærilega litlar.

--En atlaga að Chigaco sýnir hve aðgerðin er smávaxinn.
--Miðað við löggæslu í eiginlegri stórborg.
Þannig auðvitað í samhengi löggæslu yfir Bandaríkin!

Ef maður hugsar þetta sem fyrst og fremst leið til að fá fjölmiðlaumfjöllun!
Er Portland aðgerðin einhverju leiti að virka! En hún er sannarlega að fá fjölmiðla-umræðu.

  • Mótmælin í Portland virðast frekar hafa eflst sl. daga, síðan menn á vegum Trumps mættu -- hafi mótmælendum frammi fyrir dómhúsi Portland-borgar fjölgað snarlega!
    --Það kannski er einmitt þ.s. Trump vonast eftir.
    --Að fá viðvarandi -controversy- sem fái fjölmiðla-athygli.
  • M.ö.o. ef tilgangurinn sjálfur sé að breyta fjölmiðla-umræðunni.
    --Þá virki slíkt -controversy- hugsanlega fyrir Trump.

Hvað á ég þá við með yfirborðsmennsku? Klárlega eru þær aðgerðir einungis dropi í hafið, samanborið við vanda löggæslu innan bandarískra borga!

  1. Rétt að benda á, að þeir sem Trump sendir - líklega nýtast lítt til þess hlutverks, að sjá um öryggis-gæslu í þeim borgum.
  2. Þ.s. þetta séu ekki - löggæslu-þjálfaðar liðssveitir sem hann er að senda.
  • 200 - starfsmenn er hafa allt aðra þjálfun en lögreglumenn.
  • Eru þá ekki einu sinni - jafngildir 200 lögreglumönnum.

 

Síðan er kófið enn í hraðri sókn innan Bandaríkjanna!

Trump neyddist til að mestu leiti -- aflýsa fyrirhugaðri ráðstefnu Repúblikana, er stóð til að færi fram í Jacksoville - Florida.
--Henni var aflýst - færð yfir á netið af Trump á fimmtudagskvöld.

Trump - We won't do a big crowded convention per se, it's just not the right time for that, --  just felt it was wrong to have people going to what turned out to be a hotspot.

  1. Skv. könnun í Florida, töldu 62% kjósenda í fylkinu - óvarlegt að halda ráðstefnuna í fylkinu -- 70% aðspurðra voru sammála því að COVID-19 væri í stjórnlausri dreifingu innan fylkisins.
  2. Í sömu könnun, mældist Trump með einungis 38% fylgi móti 51% fylgi Biden í Florida.
  • Florida er almennt talið fylki sem Trump verði að vinna.

A.m.k. líkur á að mælingar á afstöðu íbúa hafi þrýst á Trump að aflýsa ráðstefnunni.

Fjöldi sýkinga/dauðsfalla eftir fylkjum!

  1. New-York 438.196 smit - 32.662 dauðsföll/sl. viku 433.314 smit - 32.552 dauðsföll
  2. Kalifornía 435.334 smit - 8.212 dauðsföll/sl. viku 382.968 smit - 7.702 dauðsföll 
  3. Florida 402.312 smit - 5.653 dauðsföll/sl. viku 337.569 smit - 4.898 dauðsföll 
  4. Texas 397.487 smit - 4.807 dauðsföll/sl. viku 330.501 smit - 4.007 dauðsföll
  5. New-Jersey 184.211 smit - 15.837 dauðsföll/sl. viku 182.936 smit - 15.776 dauðsföll
  6. Illinois 169.699 smit - 7.577 dauðsföll/sl. viku 161.785 smit - 7.483 dauðsföll 
  7. Georgia 161.401 smit - 3.442 dauðsföll/sl. viku 139.872 smit - 3.168 dauðsföll
  8. Arizona 156.301 smit - 3.142 dauðsföll/sl. viku 141.265 smit - 2.730 dauðsföll
  9. Massachusetts 114.647 smit - 8.484 dauðsföll/sl. viku 113.238 smit - 8.419 dauðsföll
  10. Pennsylvania 110.342 smit - 7.183 dauðsföll/sl. viku 104.780 smit - 7.079 dauðsföll
  • Bandaríkin 4.226.764 smit - 148.156 dauðsföll.

Til samanburðarBandaríkin ganga í gegnum sína verstu krísu í manna minnum -- fyrsta sinn í áratugi gæti Texas fylki lent Demókratamegin!.

 

Trump virðist gera tilraun til að beina umræðunni frá COVID-19 krísunni -- að meintri löggæslukrísu!

Haustið 2018 gekk svokölluð - Gulstakka-hreyfing - um Frakkland!
Mótmæli voru fjölmenn, verulega var um pústra!
--Töluvert eignatjón varð, sbr. brenndir bílar - eyðilögð kaffihús - brotið og bramlað í húseignum meðfram leið mótmæla.

  1. Skv. upplýsingum ég finn, tengjast 11 dauðsföll beint/óbeint mótmælunum.
  2. "By late December, over 1.843 protesters and 1.048 police had been injured."
    Greinilega var heilmikil harka milli lögreglu og þeirra er voru að mótmæla.
  • Bendi á að nokkrir mótmælendur meiddust er heimatilbúnar sprengjur sprungu í höndunum á þeim!

--Þ.s. vakir athygli mína er munur á viðbrögðum Trumpara.

Skv. mínu minni, var - Gul-stakka mótmælum almennt fagnað af Trumpurum!
--En í dag, er mótmælum sem - eiginlega eru ekki harðari en Gul-stakka.

Sökuð um að ógna þjóðfélagsheildinni - vera anarkísk - vera marxísk, o.s.frv.

  • En ég kem ekki auga á að þau mótmæli séu - hættulegri þjóðfélagsgerðinni, en mótmælin í Frakklandi fyrir ca. 1 og hálfu ári síðan - voru hættuleg Frakklandi!
  • Né að þau séu bersýnilega að skapa meira tjón - en þau frönsku.

Þarna virðist pólitísk afstaða fullkomlega ráða viðbrögðum!
--Ég kem ekki auga á að mótmælin séu bandarísku þjóðfélagi - hættuleg!
--Þar af leiðandi ekki á að, nauðsyn sé fyrir embætti forseta - að beita einhvers konar neyðar-aðgerðum gegn þeim!

Höfum til samanburðar að Bandaríkin ganga í gegnum sína mestu krísu í 100 ár!
--Mótmælin eru ekki sú krísa, heldur tiltekin veira!

Eiginlega þess vegna kann ég ekki við tilraun Turmps að beina sjónum annað!
--M.ö.o. forseti ætti að vera að leita leiða til að leiða Bandaríkin, varðandi þá krísu sem er sannarlega sú versta í 100 ár -- ekki gera tilraun til að dreifa athygli þjóðarinnar frá henni!

  1. Þess vegna sé ég ekki að aðgerð forsetans, standi fyrir þjóðarheill!
  2. Vegna þess, mótmælin séu dvergvaxinn vandi í samanburði við þær ógnir og skelfingar sem -- hröð útbreiðsla veirunnar er enn að valda almenningi innan Bandaríkjanna!

--Þ.e. eiginlega vegna þess, að tilraunir Trumps snúast ekki að sjá verður um að leysa megin-vanda landsins.
--Frekar um dreifa athyglinni annað!

  • Að ég verð að álykta að -- tilraunir Trumps, m.ö.o. þessi -law and order- sókn, sé ekki sæmandi!

Ef -law and order- vandinn væri í raun stærsta krísan nú -- gilti annað þar um.
--Þess vegna lít ég á -law and order campaign- Trumps sem sönnun um skort á ábyrgðakennd!

Það sé ekki ábyrgt að gera tilraun til að dreifa athyglinni annað, sem þjóðarforseti.
Þegar vandinn sem athygli er beint frá, sé stórkostlega alvarleg bráðakrísa, sú versta í 100 ár.

  • Þarna sé hann að sanna algeran skort á leiðtogahæfileikum sem þjóðarleiðtogi.

 

 

Niðurstaða

Það sé einmitt í -law and order- aðgerð Trumps liggi tilraun til að dreifa athygli almennings frá - Kófinu. Samtímis að kófið er enn sú alvarlegasta bráðakrísa sem Bandaríkin hafa þurft að glíma við í innanlands-samhengi í 100 ár. Sem ég get ekki sætt mig við!
--Að mínum dómi, eigi þjóðar-leiðtogi að leiða þjóðina í gegnum krísur!

Ekki leitast við að dreifa athygli þjóðar annað, einhverju sem ekki sé alvarleg krísa!
--Meðan alvarleg bráða-krísa steðjar að þjóðinni, ógnar lífi og limum!

Í stað þess, að gera tilraun til þess, að leiða þjóðfélagið í þeirri verstu glímu er það hefur átt við í 100 ár -- geri Trump tilraun til að dreifa athyglinni.
--Það sé hvað í mínum augum sé fullkomlega óábyrgt!

  • Slík hegðan, lísi manni sem ráði ekki við hlutverk þjóðarleiðtoga.

 

Kv.


ESB virðist hafa leyst deiluna um - björgunarpakka fyrir S-Evrópu! Holland nær fram - neyðarhemil, geta tafið afgreiðslu máls í 3 mánuði

Eftir því sem ég fæ best séð -- fékk Rutte einungis sett inn í texta endanlegs samkomulags, ákvæði um, neyðarhemil. M.ö.o. ef eitthvert meðlimaland telur að ekki sé verið að standa við umbóta-hlið aðstoðar-pakkans, þá getur hvaða meðlimaland sem er; stigið á þá neyðarbremsu.

EU leaders strike deal on €750bn recovery fund after marathon summit

Mark Rutte, the Dutch prime minister, secured an emergency brake that would allow any country to raise concerns that another was not honouring promises to reform its economy, and temporarily halt transfers of EU recovery money by Brussels.

Hinn bóginn virðist Evrópusambandið taka endanlega ákvörðun eftir 3-mánuði.

  1. The final text said EU leaders should “as a rule” take no more than three months to address any complaint.
  2. The final decision is formally left in the hands of the commission.

Skv. því fæ ég ekki betur séð en að -- neyðarhemill feli einungis í sér rétt, til að tefja afgreiðslu tiltekins fjármagns í 3-mánuði.
--Að ef ekki liggur fyrir samkomulag um ótta þess lands eða ríkisstjórnar er stígur á heimilinn, þá ákveði Framkvæmdastjórn ESB niðurstöðu máls.

  • Ef maður ímyndar sér Rutte stígi á hemilinn, þá að sjálfsögðu hefur hann enga tryggingu þess að Framkvæmdastjórnin - sé sammála honum.
    Eftir allt saman hafa öll aðildarríkin áhrif á hana, þau stærri meir svo en þau smærri - Ítalía og Spánn eru bæði stærri lönd en Holland.
    --Líka spurning hvað Frakkland mundi ákveða að styðja.

Svolölluðu -frugal- löndin fá auknar endurgreiðslur frá ESB!
Einhverju verulegu leiti virðist samkomulagið því keypt af stærri löndunum!

  1. Austria’s annual reduction will be doubled to €565m a year...
  2. ...while the Netherlands’ rebate will jump from €1.57bn to €1.92bn.
  3. Denmark and Sweden will also receive increases in comparison with earlier plans on the table.

Heildarupphæð samþykkts pakka litlir 750 milljarðar Evra!
Upphæð styrks var lækkuð frá upphaflegum tillögum í 390 milljarða Evra.
Restin er lánapakki!
--Ég get ekki séð að -frugals- hafi haft sigur.

Höfum í huga upphafleg krafa -frugals- var að allur pakkinn væri lán.
Og að lánaferlið væri sambærilegt við neyðarlánakerfið sem t.d. Grikkland gekk í gegnum.
--Þess í stað er meir en helmingur pakkans áfram styrkir, það verður eftirlit - en hvergi nærri eins íþyngjandi og neyðarlánapakkar krísunnar milli 2010 og 2012 fólu í sér.

  • Neyðar-hemillinn, er ekki mjög sterk heimild.
    Þ.s. Framkvæmdastjórnin ákveður niðurstöðu eftir 3 mánuði.
  • Síðan fá þau lönd töluverða eftirgjöf skatta til ESB.


Angela Merkel sagði pakkann:
...the financial foundations for the EU for the next seven years.

  1. Enginn veit 100% hvort þ.e. satt að löndin í S-Evrópu séu það illa stödd, að hrun annars blasi við.
  2. Hinn bóginn, sé vart nokkur vafi - að þessi aðstoð flýti fyrir efnahagslegum viðsnúningi þar.

Það þíðir á mannamáli - efnahagslegar horfur ESB í heild batna!
Þetta sáu markaðir strax - markaðir í Þýskalandi hækkuðu skarpt!

Þýskaland er talið greinilega græða einna helst á þessu, þ.e. að efnahagslegum viðsnúningi sé flítt í S-Evrópu, enda þýsk framleiðsla með myndarlegan markað í þeim löndum.

German stocks turn positive for 2020 following EU recovery pact

Það þíðir að þýskir markaðir eru nú komnir í hæstu stöðu í ár.

Skv. frétt fór DAX vísitalan niður mest um 35% -- hefur síðan hreyfst smám saman upp aftur eftir því fréttir frá Evrópu hafa smá skánað.
--En nú bættist 2% hækkun hennar við, og hún fór yfir byrjunarstöðu ársins.

  • 0,4% hærri en hæsta staða hennar áður en kreppan hefst.

Aðrir markaðir í Evrópu eru enn -- nettó undir!

  1. The continent-wide Stoxx 600 was up 1.2 per cent on Tuesday, but it remains almost 9 per cent weaker on the year. 
  2. France’s CAC 40 is still 13.5 per cent weaker so far in 2020... 
  3. ...while Italy’s FTSE MIB is down 10 per cent on the year.

Áhugavert að franskir markaðir eru hlutfallslega neikvæðari en ítalskir.

We see the recovery fund . . . as a game changer for Europe, supporting a synchronised recovery and stronger growth over a sustained period, while making monetary union more stable and the euro more attractive, --  Reza Moghadam, a Morgan Stanley economist.

Krafan fyrir 10 ára ítölsk ríkisbréf fór niður slatta.
Krafan fyrir spönsk og grísk bréf fór einnig niður.
--M.ö.o. aðgerðin bætir stöðu S-Evrópu séð fram í tímann skv. mati aðila á markaði.

The symbolism here is very important, -- We see scope for further outperformance of eurozone assets from here. -- Paul O’Connor, head of multi-asset at Janus Henderson Investors. 

Hann meinar það að ESB nær innra samkomulagi, þannig að fjármögnunarpakkinn fór í gegn eftir allt saman, í stað þess að málið strandaði á innri deilum.
--Þá auki það m.ö.o. bjartsýni um framtíð Evrópu.

Bjartsýni vs. svartsýni hafi áhrif á hegðan fólks!

Þetta undirstrikar betri stöðu Evrópu en Bandaríkjanna!

  1. Kófið virðist víðsvegar um Evrópu á niðurleið, meðan að sl. mánuður er versti kóf mánuður Bandaríkjanna frá því að dreifing kófsins hefst sjáanlega í Bandar. rétt kringum mánaðamót febrúar/mars.
  2. Nú sjáanlega eru bandarísk fyrirtæki að skera saman framtíðar væntingar, borgir að loka aftur og fylki einnig, samtímis að neytendur eru aftur farnir að halda að sér höndum.
    --Útlit fyrir - double dip recession - í Bandaríkjunum.
  3. Samtímis, er enginn sambærilegur viðsnúningur niður a.m.k. enn í kortunum í Evrópu.
    Þess í stað undirstrikar nýtt samkomulag um stuðning við S-Evrópu.
    --Sennilega nýja bjartsýnis-bylgju.
    Sem sé hvað Paul O'Connor á við að ofan mjög líklega.
  4. Lönd Evrópu séu á leið í fullan gang inn í fullan viðsnúning.
    --M.ö.o. U-laga sveiflu.
  5. Meðan nú flest bendi til þess að sveiflan í Bandar verði -- W-laga.

Ísland auðvitað græðir einhverju leiti á þessu!
Þ.s. eftir allt saman koma ferðamenn hingað frá Evrópu, þeirra komur eru ákaflega háðar efnahagslegu ástandi Evrópu -- og Evrópa kaupir fisk, verðlag þar um fer einnig eftir efnahag í Evrópu.

  • Okkar uppsveifla mun því líklega fylgja uppsveiflu þeirra landa, sem við erum mest efnahagslega háð.
    Á sama tíma lítur Trump-land sífellt verr og verr út.

 

Niðurstaða

Ég er á því að Íslendingar eigi að skoða þessar fréttir frá Evrópu í jákvæðu ljósi, þ.e. Paul O'Connor ég vitna í hafi nákvæmlega rétt fyrir sér, að samkomulagið líklega undirstriki nýja bjartsýnis-bylgju þar með nýja uppsveiflu Evrópu.
--Meðan að ef samkomulag hefði ekki náðst, hefði slík útkoma getað ógnað.

Meðan Evrópa er að skána efnahagslegt útlit að verða bjartara.
Er allt á niðurleið í Bandaríkjunum!
--Því kófið þar er í hröðum vexti.

  1. Is the rebound in America’s economy already over?Liz Ann Sonders, chief investment strategist at Charles Schwab, the financial services group --  says the slowdown is being felt pretty much across the country and not just in the Sunbelt states.
  2. This pick-up in cases is enough to elevate fear, not just in those states This pick-up in cases is enough to elevate fear, not just in those states -- This is a national narrative.

Hin hraða aukning í Suður-hluta Bandaríkjanna, efli einnig ótta og óvissu annars staðar í Bandaríkjunum, hamli því möguleika á viðsnúningi alls staðar innan Bandaríkjanna!
Ekki einungis í þeim fylkjum þ.s. útbreiðslan sé nú hröðust.
--Það skiptir alltaf máli hvort fólk upplyfir glasið hálf tómt eða hálf fullt.

  • Líklega eflist bjartsýni nú í Evrópu.
  • Meðan að svartsýni líklega eflist enn frekar innan Bandaríkjanna!

Fyrir Ísland vegna efnahagslegra tengsla við Evrópu, skipti viðsnúningur Evrópu greinilega meira máli -- sem þíði ekki að ástæðulaust sé að horfa til Bandaríkjanna sorgaraugum.

 

Kv.


Bandaríkin ganga í gegnum sína verstu krísu í manna minnum -- fyrsta sinn í áratugi gæti Texas fylki lent Demókratamegin!

Ég hef verið að skoða þróun dreifingar COVID-19 innan Bandaríkjanna nú reglulega síðan -- ný aukning hófst af hratt vaxandi krafti í Suður-fylkjum Bandaríkjanna í júní.
Sl. tvær vikur hafa ítrekað verið slegin ný met í daglegri fjölgun tilfella!
Tölur sína að dreifing er hraðari í júlí, en hún var í apríl og maí, er sjúkdómurinn herjaði mest í Norður-fylkjum Bandaríkjanna!
--Það hefur verið vinsæl kenning innan Bandaríkjanna, m.a. haldið á lofti af Trump sjálfum, að sjúkdómurinn mundi réna með hitum sumarsins -- en með sjúkdómninn í afar hraðri útbreiðslu í Florida, Texas, Kaliforníu og Arizona í júlí - afsannar greinilega kenninguna.

  • Einmitt spurning hvort ranghugmyndir hafa ekki átt þátt í útbreiðslunni.
    Leitt til þess, að þrátt fyrir að hafa horft á sjúkdóminn breiðast hratt um norðurfylkin í apríl og maí, síðan réna eftir það.
    --Hafi suður-fylkin samt vanmetið hættuna, gripið til ónógra aðgerða til að hindra hraða þróun smita, þegar útbreiðsla farsóttarinnar loks hefst af krafti hjá þeim.
    --En þ.e. erfitt að halda því fram, að ónógar aðvaranir hafi borist -- fyrir júní, var sjúkdómurinn búinn að ganga um Evrópu og Asíu - í rénun á þeim svæðum, og einnig innan Bandaríkjanna á Nýja-Englandssvæðinu, Michican og öðrum fylkjum norðarlega.

    This is the greatest public health catastrophe in the US since the 1918 influenza, and the principal difference is that we knew enough to stop this from happening to this extent, -- says Barry Bloom, a professor of public health at Harvard University.

    Prof Bloom says the experience of New York and other places that were hit hard earlier in the pandemic should have served as a clarion call to other states.
    -- They had a head start, but the political attitude was that the only thing that counted was keeping the economy going. They paid a big price for that. It is so frustrating because it didn’t have to happen.

  • Sem sagt, það getur enginn veifað því ónógar upplýsingar hafi verið til staðar.
    Þarna sé til að dreifa pólitískum axarsköftum á sögulegum skala!
    Líklegt að útbreiddar ranghugmyndir hafi ítt undir þá stefnu.
    --Útkoman sé gríðarlegt - nýtt áfall fyrir Bandaríkin.
    --Nú er kófið lamar Bandaríkin öðru sinni, í dreifingu innan Suður-fylkjanna sem virðist ef eitthvað er - enn hraðari en fyrri dreifing kófsins í Norður-fylkjum Bandaríkjanna í apríl og maí.

    Aukning er hafin í tölum yfir dauðsföll, er virðast lagga eins og sérfræðingar spáðu ca. mánuð eftir aukningu tilfella!
    --Það þíðir væntanlega, að dauðföll nálgast líklega hámark seint í ágúst.
    --Þá getur látnum Bandaríkjamönnum hafa fjölgað - hressilega.

Takið eftir -- þó kófið teljist í rénun í Norður-fylkjunum.
Þíðir það ekki enn - ekki mælist ný-smit per viku, færri slík per viku.
Ekki heldur fólk þar sé hætt að látast vegna kófsins!

  • Hröð þróun smita -- þíðir, Kalifornía - Texas og Florida.
    --Geta náð New-York innan 2ja vikna.
    Ef miðað út frá fjölgun per viku sl. 2 vikur.
  • Hvort þau mundu síðar einnig ná New-York í fj. dauðsfalla.
    Kæmi í ljós síðar þ.e. ágúst og september.

  • Vísbendingar að hröð fjölgun í Suður-hl. Bandar. sé að valda einhverrji nýrri fjölgun smita í sumum fylkja Norðarlega í landinu - sl. tvær vikur eða svo, er líklega skírist af innanlands-ferðum fólks út einu fylki í annað.
    Fólk getur smitast sannarlega síðan borið smit heim.

  • Ath. auðvelt að þekkja fylkin með ný-fjölgun smita á því.
    --Þau eru með fá-dauðsföll í hlutfalli við smit.
    Meðan fylkin er fengu smit í fyrri öldu smita.
    --Hafa mun hlutfallslega fl. dauðsföll heilt yfir.
    Þar sem þau hafa haft kófið lengur.
    --M.a. vegna þess fjölgun dauðs-falla laggar alltaf a.m.k. mánuði eftri, hraðri nýfjölgun smita.

 

Samanburðartölur milli fylkja -- fylkin með flest smit efst!

  1. New-York, 433.314 smit - 32.552 dauðsföll -sl. viku- 401.706 - 24.979.
    (New-York er samt með fækkun ný-smita per viku hefur verið samfellt sl. 2 mánuði, 
    M.ö.o. sjúkdómurinn í rénun -- rénun þíðir greinilega ekki hann sé hættur þar.)
  2. Californía, 382.968 smit - 7.702 dauðsföll -sl. viku- 320.804 - 7.017.
  3. Florida, 337.569 smit - 4.898 dauðsföll -sl. viku- 269.811 - 4.346.
  4. Texas, 330.501 smit - 4.007 dauðsföll -sl. viku- 258.658 - 3.192.
  5. New-Jersey 182.936 smit - 15.776 dauðsföll -sl. viku- 175.298 - 15.541.
    (Annað fylki þ.s. kófið er í rénun, sbr. fækkun nýsmita per viku sl. 2 mánuði,
    þó kófið sé sannarlega ekki hætt enn í fylkinu eins og sjá má.)
  6. Illinois, 161.785 smit - 7.483 dauðsföll -sl. viku- 155.048 - 7.388.
  7. Arizona, 141.265 smit - 2.730 dauðsföll -sl. viku- 122.467 - 2.237.
  8. Georgia, 139.872 smit - 3.168 dauðsföll -sl. viku- 116.926 - 3.001.
  9. Massachusetts, 113.238 smit - 8.419 dauðsföll -sl. viku- 111.597 - 8.325.
  10. Pennsylvania, 104.780 smit - 7.079 dauðsföll -sl. viku- 95.266 - 6.904.
  11. Norður-Karolína, 97.958 smit - 1.651 dauðsföll -sl. viku- 85.701 - 1.503
  12. Louisiana, 88.590 smit - 3.511 dauðsföll -sl. viku- 78.122 - 3.416.
  13. Michican, 81.338 smit - 6.364 dauðsföll -sl. viku- 76.766 - 6.314.
  14. Maryland, 77.206 smit - 3.368 dauðsföll -sl. viku- 73.109 - 3.319.
  15. Virginia, 73.373 smit - 2.025 dauðsföll -sl. viku- 70.670 - 1.966.
  16. Tenessee, 76.336 smit - 838 dauðsföll -sl. viku- 61.960 - 741.
  17. Ohio, 73.859 smit - 3.138 dauðsföll -sl. viku- 65.592 - 3.058.
  18. Suður-Karolína, 67.612 smit - 1.135 dauðsföll -sl. viku- 56.648 - 961.
  19. Alabama, 65.234 smit - 1.286 dauðsföll -sl. viku- 53.587 - 1.121.
  20. Indiana, 55.654 smit - 2.820 dauðsföll -sl. viku- 51.612 - 2.760.
  • Bandaríkin: 3.834.373 smit - 142.881 dauðsföll - 1.775.450 náð heilsu: 
    Worldometer USA. Tölur stöðugt endurskoðaðar.
  • Hin heimildin: Where U.S. coronavirus cases are on the rise.
    Sá vefur farinn að lagga viku í birtingu tölulegra niðurstaðna!
    --Er skapar skemmtilegan möguleika á samanburði milli nýrra talna og talna vikunnar á undan.
  • Bendi fólki á að opna sjálf vefina sem ég nota til samanburðar.

--Það sem skiptir mestu máli - er hvar er hröðust fjölgun smita!
--Það á eftir að koma í ljós hve hátt kúfur dauðsfalla síðar rís í þeim fylkjum þ.s. mest hefur fjölgað smitum seinni part júní og í júlí.

  • Ekki hægt að fullyrða t.d. að Kalifornía - Texas og Florida.
    Eigi eftir að ná eins hátt í fj. dauðsfalla og létust í New-York.
  • En það auðvitað getur átt eftir að gerast.
    Þau fylki nái einnig New-York síðar meir í þeirri stærð.


Ég er enn á því að Kófið sé mesta áskorun Trump, og líklega eigi eftir að ráða því hvor frambjóðandinn nær kjöri!

1. Mars sl. velti ég fyrir mér hvort kófið gæti skaðað endurkjörs-möguleika Trumps: Gæti COVID-19 skaðað framboð Donalds Trumps? COVID-19 byrjuð að dreifast í Bandaríkjunum!.
--Í ljósi þess er síðar hefur gerst eru þær vangaveltur reynast ekki á sandi byggðar.
Takið eftir að þessi færsla er frá því áður en Trump lýsir yfir neyðarástandi, er hann gerði ca. miðjan Mars. En 1. Mars er þegar greinilega hröð útbreiðsla hafin. Síðan hefur Trump af mörgum verið gagnrýndur fyrir sein viðbrögð. Fyrst að ég á Íslandi vissi þá þegar sjúkdómurinn var farin að berast hratt um Bandar. -- hafði Trump greinilega enga afsökun, að bíða með viðbrögð sín í - tvær viðbótar vikur!

Trump er enn að leitast við að ná því sem kallað er -traction- sem á Íslandi er gjarnan orðað sem - viðspyrna!
--Skv. nýjustu tölum getur verið hann sé að ná þar um einhverjum árangri!

Á vef Financial Times er vefur þ.s. teknar eru saman tölur um stöðu frambjóðannanna!
Sú staða er endurskoðuð a.m.k. einu sinni per sólarhring: Trump vs Biden: who is leading the 2020 US election polls?.

  1. 30. júní, var staðan!
    Biden 307 kjörmenn áætlaða!
    --198 úr fylkjum þ.s. Biden hefur meir en 10% forskot.
    --109 úr fylkjum þ.s. Biden hefur milli 5-10% forskot.
  2. 30. júní, var staðan.
    Trump, 148 líklega vs. örugga kjörmenn.
    --115 úr fylkjum þ.s. Trump hefur meir en 10% forskot.
    --Einungis 33 í viðbót úr fylkjum þ.s. Trump hefur milli 5-10% forskot.

Heilt yfir hefur Biden aukið forskot sitt -- bendi á að 270 kjörmenn duga til sigurs.

  1. 19. júlí er staðan.
    Biden með 308 áætlaða kjörmenn.
    --188 úr fylkjum þ.s. Biden hefur meir en 10% forskot.
    --120 úr fylkjum þ.s. Biden hefur milli 5-10% forskot.
  2. 19. júlí er staðan.
    Trump, 132 áætlaða kjörmenn.
    --115 úr fylkjum þ.s. Trump hefur meir en 10% forskot.
    --Einungis 17 í viðbót úr fylkjum þ.s. Trump hefur milli 5-10% forskot.
  • Greinilega hefur Trump í annan stað þynnt forskot Biden í nokkrum fylkjum.
  • Sama tíma hefur Biden unnið á heilt yfir, þ.e. Trump hefur misst naumt forskot er hann hafði í nokkrum fylkjum er virðast nú hafa færst yfir til Biden - þ.e. Biden naumt forskot þar í stað naums forskots Trumps.

--Skv. þessu er sveifla sl. mánaðar -- frekar til Biden!
--En yfir til Trumps!
Ljósi þess að kófið er enn í hröðum vexti í S-fylkjum Bandaríkjanna.
Einmitt þeim fylkjum Trump sækist eftir endurkjöri.

Er alveg full ástæða orðin -- til hóflegrar bjartsýni um tap Trump í nóvember.
Trump er ekki a.m.k. enn sjáanlega að snúa þessu við.

Því ekki undra að Biden dreymi nú um sigur í Texas: Biden eyes historic opportunity as Trump’s star wanes in Texas

En Trump hefur tapað það miklum stuðningi í Texas, að möguleikar frambjóðandanna virðast ca. jafnir í því fylki.
--Meðan Biden hefur nú sæmilega öruggt forskot í Florida
Bendi á að sl. áratugi hefur enginn orðið forseti er ekki hefur unnið Florida.

 

Niðurstaða

1. mars sagði ég: COVID-19 gæti reynst sú prófraun er gæti reynst Donald Trump hvað erfiðust. Út frá því er síðar hefur gerst virðist ljóst að hvað var grunur minn þá hafi sannarlega rækilega ræst. 
Eins og staða mála er - blasir við stórsigur Demókrata. Þetta virðist stærstum hluta til, höfnun kjósenda á Trump - fremur en nokkur aðdáunarbylgja á Biden.
Biden er veikur frambjóðandi fremur svo en það virðist ekki koma að sök.
--Upplyfun fólks af því hvernig ríkisstjórn Trump hefur farið með mál tengd kófinu, ásamt viðbrögðum við fjölda-mótmælum í júní vegna morðs lögreglumanns á blökkum manni.
--Virðist stærstum útskýra þessa stóru tilfærslu atkvæða.

Neita því ekki að veikleikar Biden hugsanlega geta skapað Trump einhvern möguleika.
Hinn bóginn, hefur Trump greinilega ekki náð að nýta sér þá sl. mánuð.
--Trump er nú lengra undir en hann var fyrir mánuði.

Og kófið er í hraðri aukningu enn í Suður-hluta Bandaríkjanna!
Nær þar líklega ekki hámarki fyrr en í ágúst!
--Ath. kosningar eru í nóvember.

Það verður því afar erfitt fyrir Trump klárlega að breyta umræðunni í Bandaríkjunum.
Trump þyrfti að -- ræsa einhverja risastóra atburðarás, ef hann ætti að breyta þjóðfélags-umræðunni, er Bandaríkin eru þetta djúpt á kafi í kófinu.

  • Þetta veldur auðvitað vangaveltum um hugsanlegt stríð, í þeim tilgangi að búa til þá breytingu þjóðfélagsumræðu sem Trump sennilega á að halda, ef hann á að eiga einhvern möguleika!
    Þetta vindur spurningunni að Kína, en Trump hefur sl. mánuði beint mjög harðri orrahríð í ræðum að því landi, maður sér á erlendum miðlum -- gríðarlegu hatri beint að Kína frá - fylgismönnum Trumps.
    Gæti Trump dottið í hug að fara í stríð við Kína í örvæntingu?
    Síðasta færsla á undan: Ætlar Trump æsa til stríðs við Kína, því það stefnir í hann tapi forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir 4. mánuði?

Bendi samt á Trump hefur ekki startað neinu stríði á 4 árum enn.
Spurningin vaknar samt, vegna gríðarlegrar hörku gagnrýni Trumps á Kína.
Og vegna að virðist vonlítillar stöðu Trumps fylgislega sl. 2 mánuði.

Kv.


Ætlar Trump æsa til stríðs við Kína, því það stefnir í hann tapi forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir 4. mánuði?

Það hefur sl. daga verið snögg og snörp upphleðsla á spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína!
Ég sé miklar æsingar í fjölmiðla-umræðu vegna Suður-Kína-Hafs!
Þess að Kína hefur -de facto- tekið það yfir í andstöðu grannlanda!
--Fyrir Kína er þetta dálítið eins og Karabíska hafið er fyrir Bandaríkin.

U.S. says room for sanctions in response to China in South China Sea

U.S. rejects China's claims in South China Sea

US hardens stance against China’s claims in South China Sea

https://www.aei.org/wp-content/uploads/2014/06/img-jacobs-china-figure-1_150127388623.png

Mynd tekin 2017 af einni þeirra eyja sem Kína hefur búið til!

http://i2.cdn.cnn.com/cnnnext/dam/assets/160217013519-china-south-china-sea-woody-island-exlarge-169.jpg

Kína hefur búið til a.m.k. 3 slíkar eyjar með því að -- flytja efni af hafsbotni og dæla upp á kóral-ryf og grinningar, þannig búa til nægilega stórar eyjar fyrir herstöðvar.
--Þetta þíðir, að Kína hefur í dag a.m.k. 3 slíkar stöðvar í Spratly klasanum.

  1. Hinn bóginn kem ég ekki auga á nokkra sviðsmynd þ.s. Kína væri líklegt til að draga sig frá þessu svæði -- án stríðsátaka!
  2. Stríðsátök, þíða auðvitað bráða hættu á kjarnorkustríði.


Sagan um rangláta Kína er dálítið of seld!

  1. Enginn átti þetta svæði, sannarlega eru Víetnam - Filipseyjar - Malasía og Indónesía, lönd sem eru mun nær þessu svæði en Kína -- sáróánægð með yfirtöku Kína.
  2. En veikleiki málsins er að, þau lönd voru sjálf að rífast um svæðið.
    Vegna rifrildis, höfðu þau ekki enn á þeim punkti - komið sér saman um skiptingu þess.
  3. Það þíddi, að er Kína tekur það pent yfir -- átti enginn það formlega.
    Þess fyrir utan bjó enginn á þeim skerjum!
    Né höfðu skerin nokkru sinni verið íbúasvæði.

Bendi fólki á þetta svo það tóni reiðitalið niður!

  • Ekki innrás, því enginn formlega átti þetta.
  • Enginn er hernuminn, því enginn bjó þarna!

 

Bandaríkin eru dálítið að kasta steinum úr glerhúsi!

Bandaríkin vísa til -- Hafréttarsáttmálans eða Laws of the Sea.

  1. En kaldhæðnin er sú, Bandaríkin sjálf hafa aldrei staðfest hann.
  2. Þau hafa því aldrei sjálf viðurkennt úrskurðavald né rétt SÞ yfir málum hafsins.

Þó vilja þau að Kína -- viðurkenni úrskurð á vegum hafréttarnefndar SÞ.
Þó Bandaríkin sjálf hafi aldrei viðurkennt hennar lögsögu.
Og sjálf mundu því alltaf hundsa óhagstæðan úrskurð úr þeirri átt.

  • Málið er þetta kaldhæðið.

Pompeo: We are making clear: Beijing’s claims to offshore resources across most of the South China Sea are completely unlawful, as is its campaign of bullying to control them,...

Þetta setur orð Pomeo í kaldhæðið samhengi, þ.s. Bandar. sjálf hundsa þau lög sem þau krefjast að Kína uppfylli.

Pompeo: The world will not allow Beijing to treat the South China Sea as its maritime empire,...

Auðvitað vísar hann til aðgerða Bandar.

Chris Johnson, an analyst with the Center for Strategic and International Studies, said of Pompeo’s statement: This is basically the first time we have called it illegitimate, -- It’s fine to put out a statement, but what you going to do about it?

Þetta er fyrir utan kaldhæðnina, Bandar. sjálf hundsa -- laws of the sea.
Eru ekkert á þeim buxunum að fara að staðfesta Hafréttarsáttmálann.

Einungis Tævan tók strax undir orð Pompeo.
--Áhugavert, að það var einungis Tævan.


Auðvitað setur Kína þrýsting á Víetnam og Filippseyjar

Sá þrýstingur felst í þeirri uppbyggingu er Kína hefur viðhaft. Og frekari eflingu Kína þar.
--Vandamálið er, Kína er þegar búið að koma sér þarna fyrir.
--Því næsta ómögulegt að þvinga Kína þaðan!

Kína ætlar sér að stjórna umferð þarna um.
Það felur í sér þá mögulegu hótun, að loka fyrir umferð.
--Þó það geti verið óþægilegt fyrir hin ríkin að hafa Kína þarna, er engin leið til staðar án gríðarlegrar áhættu, til að þvinga Kína af því svæði sem Kína hefur komið sér fyrir á!

  • Þetta svæði ásamt Tævan -- sé sennilega hættulegasti -flash-point- á plánetunni.

 

Niðurstaða

Miðað við umtal í fréttum, má ætla að sá möguleiki sé til staðar að ríkisstjórn Bandaríkjanna efli æsingar á Suður-Kína-hafi, jafnvel að þau standi fyrir sjálfstæðis-yfirlýsingu Tævan.
Vandamálið við slíkar æfingar, að þarna getur á mjög skömmum tíma skapast spenna fullkomlega eins hættuleg, og Kúpudeilan milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna!

Spenna getur auðveldlega farið úr böndum, ef menn senda þangað stóran flota, eða eru með hótanir um að styðja við full sjálfstæði Tævan.

  1. Rétt að benda á, 1972 samningur Nixon við Maó, markaði seinni tíma stefnu Bandar. gagnvart Tævan. Þá samþ. Nixon að Maó fengi -- neitunarvalds fastasæti Kína í öryggisráði SÞ. En fram til þess tíma, var Tævan viðurekennd ríkisstj. Kína skv. Bandar. og Bandar. því í reynd höfðu 2 atkvæði í öryggisráðinu.
    --Nixon gaf það þá eftir til Maós.
    --Sama tíma, viðurkenndi Nixon - stjórnina í Peking sem ríkisstj. Kína.
  2. Eftir það hefur Tævan verið í nokkurs konar limbói sem enginn forseti hefur þorað að snerta á -- af skiljanlegum ástæðum.

Þ.s. Kína er eins og Bandaríkin kjarnorkuveldi -- stríðsátök gætu leitti til kjarnorkustríðs.

 

Kv.


Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði um daginn kröfu Trumps forseti Bandaríkjanna væri hafinn yfir lög, heimilaði lögsókn gegn Trump er tengist skattamálum fyrirtækja Trumps!

Trump hefur viljað Túlka ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna mjög vítt sem fram að þessu hefur verið túlkað einfaldlega svo -- að ekki væri hægt að lögsækja forsetann persónulega meðan hann er í embætti.
--En sama gildi ekki um t.d. fyrirtæki í eigu forseta, þau sé hægt að lögsækja.
--Og þar fyrir utan, nái lögvernd forseta ekki til starfsmanna embætis forseta.
Trump hefur viljað túlka lögverndina það vítt, að ekki megi lögsækja fyrirtæki í hans eigu meðan hann sé forseti - þannig vildi hann meina að, skatta-skýrsla hans sem inniheldur allt í hans eigu, væri þar með -- lögverndað plagg!
Og hann hefur viljað meina, hann geti hafnað því að einstakir starfsmenn beri vitni um orð sem forseti hefur viðhaft í prívat innan veggja Hvíta-hússins.
M.ö.o. hefur Trump viljað túlka vernd forseta það vítt - allt sem tengist forsetanum, fyrirtæki sem og starfsmenn innan Hvíta-hússins, séu ósnertanlegir!

  • Svo víð túlkun er það óvenjuleg, að Hæsti-réttur varð að skera úr.

US Supreme Court rules for handover of Trump tax returns

Voru tvær ákvarðanir: Báðir dómararnir Trump skipaði,  Gorsuch and Brett Kavanaugh, stóðu með ákvörðun meirihluta réttar í báðum tilvikum.
--Þeir  Gorsuch and Brett Kavanaugh virðast þar með svara því hvort þeir fylgja Trump eða lögunum.

  1. Fyrsta lagi, úrskurður er fór 7/2 að rannsókn í New-York gegn fyrirtækjum Trumps, fengi fullan aðgang að skatta-skýrslu Donalds Trumps.

    Gorsuch dómari: Two hundred years ago, a great jurist of our court established that no citizen, not even the president, is categorically above the common duty to produce evidence when called upon in a criminal proceeding. -- We reaffirm that principle today and hold that the president is neither absolutely immune from state criminal subpoenas seeking his private papers nor entitled to a heightened standard of need.
    --Áhugavert hvað hinn Trump skipaði Gorsuch er ákveðinn í málfari.

    Trump eins og búast mátti við var óánægður.
    Donald Trump: This is all a political prosecution. I won the Mueller Witch Hunt, and others, and now I have to keep fighting in a politically corrupt New York. Not fair to this Presidency or Administration!
    --Það þynnnir mjög málflutning um pólitískar ofsóknir, að báðir dómararnir hann sjálfur skipaði, sem taldir voru á þeim punkti - hreinræktaðir íhaldsmenn, stóðu með ákvörðun meirihluta réttar.

    Héraðssaksóknari í Manhattan New-York er með rekstur fyrirtækja Trumps undir smásjá, rannsakar meint brot tengt - campaign finance law - þ.e. lögum um fjármögnun kosningabaráttu, og greiðslur til tveggja kvenna sem Trump hafnar að hafi farið fram en þær segjast hafa verið í tigjum við hann sem hann hefur hafnað sem lygum.
    --Embættið fær nú fullt aðgengi skv. úrskurði Hæstta-réttar að þeim gögnum, embættið á Manhattan svæðinu hefur sókst eftir.
  2. Seinni ákvörðunin - fór Trump í vil, að Hæsti-réttur samþykkti kröfu Trumps um tímabundna blokkeringu á -- beiðni Bandaríkjaþings um aðgengi að skatta-skýrslu Trumps.
    --Sú beiðni beiðni kom frá Fulltrúadeild-Bandaríkjaþings er hefur Demókratameirihluta.

    Þetta væntanlega þíðir, að kosningabarátta Joe Biden fær ekki aðgengi að skatta-upplýsingum Donalds Trumps fyrir nk. forsetakosningar.
    --Þessi sigur a.m.k. tryggir að hvað sem satt er um skatta-mál Trumps.
    --Verður ekki að kosninga-máli.

    Tímabundin blokkering virðist einungis þíða, að þingið fær þ.s. það biður um - síðar, m.ö.o. eftir kosningar í stað fyrir.

Gorsuch og Kavanaugh völdu sem sagt að verja réttar-ríkið.
--Samþykktu ekki að allt er tengist forseta, væri varið gagnvart lögsókn.

Þannig höfnuðu þeir ásamt meirihluta réttar, hinni yfirvíðu túlkun á lögvernd forseta, Trump og Barr héldu fast á lofti.
--En svo víð lögvernd, hefði þá einnig gilt fyrir alla framtíðar forseta.

  • Málið miklu stærra en bara Trump
    Hinn bóginn, Trump virðist einungis skoða málið út frá sér sjálfum!
    Ef marka má viðbrögð hans!

Röð Tvíta:

Donald J. Trump@realDonaldTrump -- PRESIDENTIAL HARASSMENT!, 12:40 PM · Jul 9, 2020
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump -- “We know what took place. We have already seen criminality. What is happening? Biggest political scandal of our time.” @MariaBartiromo You are 100% correct, Maria, it is a disgrace that nothing happens. Obama and Biden spied on my campaign, AND GOT CAUGHT...BUT NOTHING! 12:50 PM · Jul 9, 2020·Twitter for iPhone
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump -- PROSECUTORIAL MISCONDUCT!, 12:52 PM · Jul 9, 2020
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump -- The Supreme Court sends case back to Lower Court,
arguments to continue. This is all a political prosecution. I won the Mueller Witch Hunt,and others, and now I have to keep fighting in a politically corrupt New York. Not fair tothis Presidency or Administration! 2:38 PM · Jul 9, 2020·Donald J.
 
Trump@realDonaldTrump -- Courts in the past have given “broad deference”. BUT NOT ME! 2:38 PM · Jul 9, 2020·
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump -- We have a totally corrupt previous Administration, including a President and Vice President who spied on my campaign, AND GOT CAUGHT...and nothing happens to them. This crime was taking place even before my election, everyone knows it, and yet all are frozen stiff with fear.... 3:35 PM · Jul 9, 2020 
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump -- ...Won all against the Federal Government and the Democrats send everything to politically corrupt New York, which is falling apart with everyone leaving, to give it a second, third and fourth try. Now the Supreme Court gives a delay ruling that they would never have given...3:35 PM · Jul 9, 2020 
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump -- ....for another President. This is about PROSECUTORIAL MISCONDUCT. We catch the other side SPYING on my campaign, the biggest political crime and scandal in U.S. history, and NOTHING HAPPENS. But despite this, I have done more than any President in history in first 3 1/2 years! 3:35 PM · Jul 9, 2020
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump --  POLITICAL WITCH HUNT! 4:14 PM · Jul 9, 2020·

 

Eins og vanalega rökstyður Trump ekki ásakanir!
Né færir hann fyrir þeim nokkrar hinar minnstu sannanir.

Síðan, lætur hann alltaf eins og að heimurinn - hringsnúist um hans persónu.
Þannig getur hann klárlega ekki séð að ákvörðun réttarins - snúist um eitthvað meira en hans persónu.

Eins og bent á, þá skýrir Hæsti-réttur Bandaríkjanna, sjálf lög Bandaríkjanna.
Bandarískt réttar- og lagakerfi, er byggt á -common law- kerfi Bretlands.
--Það þíðir, að fordæmi ekki síður en texti laga, skipta máli.

  1. Þannig, að rétturinn -- verður, ber -- að íhuga þau fordæmi sem ákvarðanir hans skapa.
  2. Það þíðir, ákvörðunin er miklu stærri en snúast bara um Trump - þó Trump æpí hysterískt pólitískar ofsóknir.
  3. M.ö.o. rétturinn, varð að taka tillit til þess -- að ákvörðunin er fordæmisgefandi.
    M.ö.o. gildi einnig fyrir framtíðar forseta Bandaríkjanna.
  4. Trump verður ekki alltaf forseti.
    Þó Trump miði allt út frá sér.
    Verði rétturinn að miða úrskurð sinn, við þá framtíð sem rétturinn vill að gildi.
  5. Þá auðvitað, ber réttinum að taka mið út frá.
    --Fyrri fordæmum, hvernig hefur viðkomandi ákvæði stjórnarskrár verið túlkað.
    Sögu túlkana þess, þ.s. bandar. kerfið er - common law - kerfi.
    --Að sjálfsögðu, skiptir texti ákvæðis stjórnarskrár einnig miklu máli.
    En fyrri fordæmi um túlkun auk texta, skipta einnig afar miklu.

Það var alltaf vandamálið, að túlkun Barrs og Trumps -- er nýstárleg.
M.ö.o. víðari en venja er -- common law -- kerfið þíðir, að dómarar fylgja fordæmum frekar en hitt.
--M.ö.o. hefði því niðurstaðan ekki átt að hafa komið á óvart.

Nei -- niðurstaða réttarins, þíðir að fyrri forsetar hafa ekki fengið - víðari rétt.
Þ.s. -- common law -- kerfið þíðir, að dómar fylgja oftast nær fyrri túlkunum.
--Nema lögunum sé breytt.

  • Þetta um að ekki hafi verið tekið - á fullkomlega ósönnuðum ásökunum Trumps gagnvart Obama og Biden - er innantómt þvaður.
    Er kemur þessu tiltekna máli ekki við.
  • Þess fyrir utan, er hann ekki í ríkisstjórn?
    Er Barr Dómsmálaráðherra ekki hans maður?
    --Af hverju hefur hann þá ekki ræst þær rannsóknir?

En Trump er greinilega afar reiður því, að héraðs- eða svæðissaksóknari í Manhattan New-York fær nú fullt aðgengi að skattaskýrslum Trumps og fyrirtækja Trumps.

Fólk getur sjálft vegið og metið, hvernig það skýrir reiði Trumps.
--Möguleg túlkun getur einfaldlega verið, hræðslu-viðbrögð af hans hálfu.
--Hann beiti reiði til að fela beyg eða hræðslu, gagnvart því sem kann að koma í ljós við það réttarhald er væntanlega síðar verður í New-York.

 
Aðrar áhugaverðar ákvarðanir Hæsta-réttar undanfarið!

  1. US Supreme Court says states can punish ‘faithless electors’ -- rétturinn segir pent að kjörmenn verði að kjósa skv. vilja kjósenda, m.ö.o. megi ekki velja einhvern annan.
    --Get vart verið ósáttur við þann úrskurð, sjálft kjörmanna-kerfið hryndi líklega, ef kjörmenn færu að velja skv. sínum vilja prívat - ekki kjósenda!
  2. Supreme Court upholds employer opt-out for contraception coverage -- sem sagt, þeir vinnuveitendur sem hafa trúar-skoðun að vera andvígir - getnaðarvörnum, geta hafnað því að taka þátt í fjármögnun getnaðarvarna fyrir sína starfsmenn.
    --Fljótt á litið virðist þetta líklega bitna einna helst á konum. Konur þurfa þá líklega að tékka á því, hvaða skoðun vinnuveitandi hefur á getnaðar-vörnum því hvort getnaðar-varnir séu hluti af pakka sem vinnuveitandi skaffar, er kemur að heilbrigðis-tryggingum.
  3. US Supreme Court backs president’s power over consumer agency director -- Hluta sigur fyrir Trump, rétturinn skipar eiginlega þinginu að -laga lögin- skilgreinir ekki neytenda-stofnun Bandaríkjanna sjálfa sem stjórnarskrárbrot, en segir núverandi stjórnunar-fyrirkomulag sé það.
    --Málið er að stjórnun stofnunarinnar, var með sérstaka vernd gegn brott-rekstri, svipuðum þeim sem er venja í Evrópu t.d. á Íslandi, að ekki sé unnt að reka skipaða stjórn meðan skipunartími er til staðar; nema ef stjórn hefur brotið af sér í starfi.
    **Rétturinn sem sagt tekur undir þá kröfu, að forsetinn eigi að hafa óskorað vald til að reka stjórn!
    **En stofnunin sem slík sé lögleg.
    --Persónulega finnt mér evrópska fyrirkomulagið betra, að ekki sé hægt að reka stjórnir, nema ef þær hafa brotið af sér - meðan skipunartími sé í gildi.
  4. US Supreme Court strikes down restrictive Louisiana abortion law -- mjög umdeildur úrskurður, en það er óumdeilt að lögin í Louisiana hefðu skert gríðarlega aðgengi að fóstureyðingum, þ.s. ljóst virtist að líklega fengu engar stofur er framkvæma slíkar aðgerðir -- löggildingu þar.
    Tilgangurinn væri að banna fóstureyðingar með óbeinum hætti.
    Meirihluti réttarins, komst að þeirri niðurstöðu að eiginlega væri um tilraun til banns, og þá í bág við gamlan úrskurð Hæsta-réttar er heimilar fóstureyðingar.
    --5/4 þíddi úrskurður var með naumasta meirihluta.
  5. Landmark US Supreme Court ruling protects LGBT rights at work -- 6/3 úrskurður, að vinnuveitendum sé óheimilt að beita starfsmenn nokkru formi af misrétti á grunni -- kynhneigðar.
  6. US Supreme Court thwarts Trump’s push to end protection for ‘Dreamers’ -- Þetta var eiginlega stór ósigur fyrir Trump, má vera margir muni ekki eftir þessu - þar eð málið teygir sig alla leið til baka til fyrstu mánaða Trumps í embætti.
    En fljótlega eftir hann náði kjöri, slóg Trump með tilskipun af fyrirkomulag er hefur haldið utan um hóp einstaklinga er komu til Bandaríkjanna sem börn!
    --Tæknilega ólöglegir innflytjendur, en fluttir með forseldrum þannig skv. lögum Bandar. falla þeir milli skips og bryggju, þ.s. börn geta ekki borið ábyrgð á eigin gerðum - var ekki a.m.k. á þeim tíma, hægt að reka þau út á grundvelli lögbrots.
    Þó forseldrarnir væru reknir frá landinu!
    Þá voru þeir einstaklingar í nokkurs konar lagalegu einskis-manns-landi.
    --Obama setti þá skv. tilskipun upp kerfi, sem hélt utan um þá - skv. því var þeim veitt heimild til fullrar vinnu - og til að læra í bandar. skólum.
    --Trump gat lokað á það kerfi, því það var ekki búið til skv. lögum. Þó hélt Trump alltaf því fram, að hann vildi ekki raka fólkið úr landi, hann einungis vildi að þingið setti lög sem skilgreindu rétt þessa fólks.

    Úrskurður Hæsta-réttar ónýtti fyrri málarekstur ríkisstjórnar Trumps.
    Ógilti þar með forseta-tilskipunina, þannig fyrri tilskipun Obama gildir aftur.
    --Skipaði ríkisstjórninni að vinna málið algerlega upp á nýtt.

Nettóið sem lesa má úr þessu sé líklega það!
--Hæsti-réttur þjóni skilningi þeirra er sitja réttinn á stjórnlögum Bandaríkjanna.

  • Rétturinn þjóni ekki embætti forseta Bandaríkjanna.

Rétturinn hafi með því að taka sérstaklega fram að forsetinn sé undir lögum landsins.
Einnig verið að segja -- forsetinn sé undir Hæsta-rétti Bandaríkjanna!
--Rétturinn hafi þar með, áréttað goggunar-röðina.

  1. Hæstiréttur.
  2. Þingið. 
  3. Forseti Bandaríkjanna.

Í þessari röð!

 

Niðurstaða

Ég ætla að túlka niðurstöðu margvíslegra dóma er hafa fallið í Hæstarétti Bandaríkjanna sl. 2 mánuði þannig -- rétturinn árétti sjálfstæði sitt. Að rétturinn þjóni stjórnarskrá Bandaríkjanna -- skilningi dómara er sitja hann þar um, ásamt þeim fordæmum er áður gilda. En rétturinn vísar ekki síður til fyrri fordæma, er rétturinn áréttar það -- að forsetinn sé undir lögum landsins, ekki fyrir utan þau eða ofan þau.
--Að sjálfsögðu þíðir það, að einhver annar forseti hafði ekki meiri rétt. Rétturinn sé að árétta hvað gildi skv. stjórnarskrá og skv. fyrri fordæmum -- m.ö.o. skv. þeirri hefð sem hefur verið til staðar og skv. stjórnlögum.

Auðvitað er tal Trumps um pólitískar ofsóknir fullkomið kjaftæði.
Rétturinn tekur 7/0 afstöðu, um spurninguna hvort forsetinn sé yfir lögum eða undir lögum.
--Trump sakar dóminn fyrir þátttöku í pólit. ofsóknum gegn honum persónulega.

Rétturinn þarf auðvitað að íhuga úrskurði sína í mun stærra samhengi en - bara Trump.
M.ö.o. hvað hefur gilt hingað til og hvaða fordæmi dómurinn vill setja til framtíðar.
--Það verða aðrir forsetar eftir Trump.

Hvort forseti er háður lögum eða ekki, er hvorki meira né minna en spurningin hvort lögin gilda ofar vilja forseta -- m.ö.o. hvort lögin eða forsetinn vigti meira.
--M.ö.o. grundvallar spurning um sjálfa stjórnskipun landsins.

  • Þá þarf að íhuga einnig hvað gerist, þegar næsti forseti tekur við.
    Meðan lýðræði gildir, getur forseti verið vinstri sem hægri.

 

Kv.


Enn mikil fjölgun á greindum nýjum sýkingum innan Bandaríkjanna -- Trump segir dánartölur í Bandaríkjunum góðar, þó er dánartalan hlutfallslega heilt yfir 4-sinnum hærri en í Þýskalandi!

Trump hefur verið með villandi frásögn, að mæld aukning síðan í miðjum Júní - sé vegna gríðarlegrar aukningar í prófunum, sannarlega er aukning í prófunum yfir sama tíma, en engan veginn svo að það útskýri -- þá þróun er hefst í Júní, að hvert fylkið á fætur öðru sér nýja fjölgun tilfella!
--Sannarlega er það þó rétt, að dauðsföll eru mun færri í dag en var verst fyrr á árinu.
--Hinn bóginn, rökrétt mun dauðsföllum fjölga ca. mánuði eftir að veruleg fjölgun sýkinga verður, og síðan skiptir máli hverjir eru að sýkjast, sbr. ungt fólk eða aldrað eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma!
Hinn bóginn virðist sennilegt að tölur yfir dauðsföll -- muni eiga uppkipp síðar í þessum mánuði, kemur í ljós að hvaða marki.

Bendi á nýjasta Tweet Trumps:

Donald J. Trump@realDonaldTrump -- Why does the Lamestream Fake News Media REFUSE to say that China Virus deaths are down 39%, and that we now have the lowest Fatality (Mortality) Rate in the World. They just can’t stand that we are doing so well for our Country!8:17 PM · Jul 6, 2020

 

Trump vill meina - dánartölur í Bandar. séu tiltölulega hagstæðar.
--Það fer alfarið eftir hvaða lönd menn nota til samanburðar.

  • OK, Bandaríkin eru betri en Bretland -- Bretland með hlutfallslega flr. látna.
  • En Þýskaland er með dánartölu í hlutfalli íbúafj. 1/4 af dánarfj. Bandar. í hlutfalli við íbúatölu.

Spurning hvort Trump er ekki í augljósum vanda, ef hann er kominn í að -- vekja athygli á því að tiltölulega fáir látist af COVID-19 innan Bandaríkjanna!
--Því það er einungis rétt, ef samanburðarlönd eru - Bretland, Ítalía eða Spánn!

Þá er hann að segja -- við erum tiltölulega í góðum málum miðað við hóp þeirra landa, þ.s. veikin fór úr böndum!
--En er það hópurinn af löndum sem þú vilt miða við?

  • Ég ætla 3ju vikuna í röð, að birta lysta yfir aukningu sýkinga per fylki!

--Takið eftir meðaltal Bandar. er 0,2% - í lok viku sunnudag 21/6.

Alabama +166,6% 
South-Carolina +85,9%
Oklahoma +67,9%
Florida +49,6%
Nevada +44,3%
Arkansas +41,5%
Louisiana +31,5%
Mississippi +27%
Arizona +26,6%
North-Carolina +23,2%
Texas +20,4%
Tennessee +20%
Georgia +17,7%
California +10%
Iowa +6,8%
South-Dakota +3,4%
Oregon +0,7%
USA average 0,2%

--Takið eftir meðaltal Bandar. er 45,6% - í lok viku sunnudag 28/6.

Washington +181,3%
Idaho +116,3%
Louisiana +104,4%
Florida +101,6%
Nevada +94,6%
Georgia +78,2%
Arkansas +57,8%
Texas +56,3%
Ohio +50,3%
California 49,9%
South-Carolina 46,3%
Kansas +46,1%
USA average +45,6%
Wisconsin +35,9%
Michican +34,9%
Mississippi +30,1%
Arizona +28,9%
Pennsylvania +28,4%
Colorado +25,6%
Iowa +24%
Alabama +23%
Missouri +17,3%
Utah +15,5%
Illinois +15,1%
Kentucky +13,6%
New-Mexico +11,7%
Mssachusetts +10,2%
Tennesse +8,6%
Oklahoma +8,5%
North-Carolina +7,6%
Minnesota +7,3%
Virginia +7,3%

--Bæti nýrri viku við, vikunni er endar sunnudag 5/7.
Bandaríkin í fyrsta sinn höfðu meir en 300þ. greindar sýkingar á einni viku!

Tennessee +122,1% eða 11,259 - heild 51,431
Delaware +100% eða 902 - heild 12,128
Kansas +61% eða 2,381 - heild 11,919
Alabama +57% eða 8,512 - heild 43,953
Idaho +56,2% eða 2,051 - heild 7,370
Georgia +46,3% eða 18,306 - heild 95,516
Louisiana +39,2% eða 8,990 - heild 65,226
Mississippi +38,9% eða 5,008 - heild 30,900
New Mexico +37% eða 1,444 - heild 13,063
Florida +34,8% eða 59,036 - heild 200,111
Oregon +34,5% eða 1,889 - heild 10,230
Michigan +34% eða 2,995 - heild 72,941
South Carolina +33,6% eða 11,527 - heild 44,847
Nevada +32,9% eða 5,280 - heild 22,418
California +30,7% eða 48,912 - heild 260,155
Wisconsin +30,4% eða 4,033 - heild 34,740
Bandaríkin +26,9% eða 340,060 - heild 2,881,043
Texas +25,3% eða 45,511 - heild 195,239
Ohio +24,4% eða 6,842 - heild 57,151
Indiana +22,8% eða 3,078 - heild 48,008
Washington +20,9% eða 3,843 - heild 35,247
Oklahoma +18,4% eða 2,934 - heild 15,928
North Carolina +16,1% eða 10,841 - heild 72,983
Pennsylvania +15,7% eða 4,358 - heild 89,854
Maryland +15,5% eða 2,855 - heild 69,632
Iowa +13,4% eða 2,864 - heild 31,353
Arizona +12,4% eða 24,181 - heild 98,089
Illinois +11,6% eða 5,597 - heild 148,373
Missouri +11,2% eða 2,861 - heild 23,436
Colorado +10,2% eða 1,844 - heild 33,866
Puerto Rico +9,5% eða 727 - heild 7,916
New Jersey +8,8% eða 2,220 - heild 173,402
Virginia +7,2% eða 4,012 - heild 65,748
Utah +5,9% eða 3,852 - heild 24,952
Washington DC +2,6% eða 234 - heild 10,482
Rhode Island +1,9% eða 330 - heild 16,991
New York -0,2% eða 4,592 - heild 397,131

Lita sérstaklega Arizona með 24.181 - Florida með 59.036 og Kaliforníu með 48.912.
Menn gjarnan líta á New York sem sumu leiti versta staðinn! Með 397.131.

  • Það er ekki endilega frámunalega ósanngjarnt.

En ef þessi hraða fjölgun viðhelst í Arizona, Florida og Kalíforníu:

Arizona: 397.131 - 98.089: 299.042/ Deilt með 24.181: 12,3 vikur.
--Tekur 3 mánuði m.ö.o. svo það tæknilega næst fyrir forsetakosningar.

Florida: 397.131 - 200.111: 197.020/ Deilt með 59.036: 3,33.
--Skv. því getur Florida náð heildarfj. greindra smyta í New York í lok Júlí.

Texas: 397.131 - 195.239: 201.892/ Deilt með 45.511: 4,44 
--Skv. því getur Texas náð New York í heildar. fj. greindra smita í fyrri hl. nk. mán.

Dauðatölur: New York 24.904 - Arizona: 1.809 - Florida: 3.832 - Kalifornía: 6.331.
Það er greinilega lengra bil yfir í dauða-tölur.

  1. Umræðan um veikina á líklega eftir að vera mjög ráðandi í kosningabaráttunni.
  2. Mér virðist vera að rætast er mig grunaði er veikin fór fyrst að dreifast hratt um Bandar. í febrúar - svo sjáanlegt var í tölum, að veikin yrði algert -crucible- fyrir Trump.
    --Þ.e. líklega ráðist kosningabaráttan þ.e. niðurstaða hennar, stórum hluta af því, hver upplyfun Bandaríkjamanna verður.
  • Og þ.e. um það sem kosninga-baráttan líklega snýst!
    Nánar tiltekið - hver fær sökina!
  1. Trump geldur a.m.k. hluta til fyrir að vera - ráðamaður.
  2. En þ.e. alltaf tilhneyging að kenna þeim er ræður, ef e-h slæmt gerist.

Sá faktor sé líklega alltaf til staðar, t.d. hafi Demókrötum verið refsað í tíð Obama þó að kreppan er hófst skömmu eftir hann tekur við - hafi í engu tengst hans ákvörðunum.
--Það líklega verði hjá mörgum, nánast sjálfkrafa viðbrögð að kenna stjv.

  • Trump virðist mörgu leiti skilja þetta!
    Fyrir marga sé atvinnuleysi - kreppa slæmt.
    --Að það sé hætta vegna veiki bætist við.
  • Trump rökrétt óttast að vera refsað - burtséð frá sanngyrni/ósanngyrni.

Það fyrir utan alla umræðun hvort það sé sanngjarnt/ósanngjarnt!

 

Að mínum dómi gerði Trump mistök!

Þau mistök hafi falist - skv. mínu prívat mati - að treyst of mikið á aðgerð sem hann hóf snemma, þ.e. flugbann á Kína.
--Trump hrósaði sér mjög fyrir hana, um tíma virkaði það fyrir hann.
Áður að sjálfsögðu en veikinnar fór að gæta verulega innan Bandaríkjanna sjálfra!

  1. Ég er ekki að segja, að flugbannið sem slíkt - hafi verið slæm ákvörðun.
  2. Einungis, að hve mikið hann virtist treyst á að aðgerðin væri að virka.
  • Punkturinn er sá, að á tímabilinu eftir hann tilkynnti flugbann!
    Var afar lítið um prófanir gagnvart COVID-19 innan Bandaríkjanna.
  • Fyrir bragðið vissu yfirvöld lítið um það!
    --Hvort smit væri þegar fyrir hendi.
    --Ef svo, hve hratt veikin væri að dreifast.

Í þessu liggi mistök Trumps! Skortur á eftirfylgni.
Það virðist, að hröð fjölgun smita er verður sjáanleg eftir lok febrúar.
--Hafi komið stj. í Washington alfarið í opna skjöldu.

Ekkert er um nýjar aðgerðir frá Washington -- fyrr en lok annarrar viku Mars.
Er Trump -- takmarkar mjög flug frá Evrópu!
--Undir lok 3ju viku Mars, lýsir Trump loks yfir neyð.

  1. Málið er, að yfirlýsing um neyð - skiptir máli, vegna þess að sú yfirlýsing virkjar svo marga hluti - þá gera yfirvöld Bandar. öll sín fjárhagslegu bjargráð nálganleg fylkjum og borgum.
  2. Þá fyrst fer Washington að fjármagna -- stórfelldar prófanir.
  • Trump hefði þurft að hefja -- slíkt prófanaferli mun fyrr!

--Málið er að ef ekki er nægilega prófað - þá vantar upplýsingar.
--Án upplýsinga geta stjórnvöld ekki tekið ákvarðanir sem skipta máli!

  • Það getur enginn vafi verið, að mjög slæmt var fyrir Bandaríkin - að ekki var farið að prófa af krafti fyrr en eftir miðjan Mars.

Það geti enginn vafi á verið, að ef útbreiddar prófanir hefðu hafist mánuði fyrr a.m.k.
Hefðu yfirvöld vitað fyrr í ferlinu er smit fóru að massívt dreifast.
--Reynslan sýnir frá löndum um heim, að einugis þau lönd þ.s. prófað var af krafti nægilega snemma í ferlinu - ná að hemja dreifinguna áður en veiran dreifist of víða.

Menn geta haft sínar skoðanir á hvort þetta er sanngjarnt eða ekki.
En Trump var forseti - þegar bandaríska ríkið er þetta svifaseint!
--Uggir ekki að sér, þegar óvinur læðist að því.

  • Ég held það sé rökrétt að Trump gjaldi fyrir þau mistök.

Ég held að það hefði engu máli skipt, hver er forseti akkúrat - ef viðkomandi er svifaseinn þegar slík vá vofir yfir.
--Þá hefur það alltaf alvarlegar afleiðingar, skiptir engu máli hver var við völd.

Þá auðvitað verða menn reiðir yfirvaldinu í Washington, ef mönnum virðist það yfirvald hafa sofið á verðinum. Það eru eðlileg mannlef viðbrögð.
--Að sama skapi, hafa ríkisstjórnir um heim, sem voru snarar í snúningum - fengið lof fyrir og í nokkrum fj. tilvika, stór-aukið fylgi á eftir.

  • Þegar krísa vofir yfir - þurfa menn að vera snarir í snúningum.
    En einnig bregðast rétt við.
  • Það er þess vegna, óvæntar krísur -- geta haft svo stór áhrif á mat á stjórnendum.
    Voru þeir vakandi er hættan kom? Brugðust þeir rétt við?

Ég er a.m.k. á því að Trump - hafi látið COVID-19 koma aftan að sér.
--Jafnvel þó að hann hafi brugðist snemma við.
--Skipti jafnvel enn meira máli, að bregðast rét við.

  • Það vantaði það lykil-viðbragð, stórfelldar prófanir strax.
    Því án upplýsinga - veistu ekki hvenær þú átt að bregðast næst við, né hver eru rétt viðbrögð.
  • Menn gjarnan taka líkingar við hernað - það á sannarlega við um hernað, sbr. ef þú veist ekki hvar óvinurinn er - getur hann ráðist að þér að óvörum.
    --Eiginlega hvað gerðist, að án vitneskju er hann birtist þér verða viðbrögð þín óundirbúin, og hætta á fumi.

Lykil-vitneskjuna vantaði, sem umfangsmikil próf hefðu gefið.
Fyrir bragðið, voru viðbrögð í Bandar. líklega of sein miðað við þá möguleika til skjótari viðbragða þau sannarlega höfðu.
--Ekki gleyma því, veikin var þá þegar farin að dreifast um heiminn, því eðlilegt að krefjast þess menn hafi varan á.

  1. Það að nokkur fj. landa - brugðust hraðar við, sýndi einmitt að sneggri viðbrögð voru möguleg.
  2. Þar með krafa um sneggri viðbrögð, ekki ósanngjörn né óeðlileg.

Fyrir bragðið sleppur Trump ekki við umræðuna um það, hvernig hann hefur staðið sig í sjúkdómsferlinu -- að veikin er nú ef e-h er í enn hraðari útbreiðslu nú en t.d. í apríl og maí; tryggir líklega örugglega að umræðan um veikina - árangurs stjórnvalda í tengslum við þá baráttu - ekki síst um frammistöðu þeirra, mun ekki fara fyrir kosningar.

 

Niðurstaða

Enn sem fyrr, er ég á þeirri skoðun að -- sú aukning í faraldurinn sem sé í gangi í Bandaríkjunum, skaði frekar en hitt endurkjörs möguleika Trumps.
--Ekki skal algerlega útiloka að Trump eigi enn séns.

En það er samt eiginlega orðið að opinni spurningu hvort hann á enn séns?

Bendi á nýjasta Tweet Trumps:

Donald J. Trump@realDonaldTrump -- Why does the Lamestream Fake News Media REFUSE to say that China Virus deaths are down 39%, and that we now have the lowest Fatality (Mortality) Rate in the World. They just can’t stand that we are doing so well for our Country!8:17 PM · Jul 6, 2020

Hann vill beina sjónum að dánartölum í samanburði við önnur lönd.
Ég tók reyndar einu sinni samanburð á dánartölum heilt yfir.
--Það er rétt að það eru til lönd þ.s. fleiri hafa dáið miðað við höfðatölu.

  • Bandaríkin, nýjustu tölur: 132.793 látnir vs. 328,2 millj. íbúa: 0,04%
  • Þýskaland, nýjustu tölur: 9.092 látnir vs. 88,03 millj. íbúa: 0,01%.
  • Bretland, nýjustu tölur: 44.236 látnir vs. 66,65 millj. íbúa: 0,065%.

M.ö.o. er þessi samanburður Trump heldur nú uppi.
Ekki endilega rosalega góður.

OK sannarlega eru lönd þarna úti sem eru enn verri - sbr. Bretland.
--En t.d. samanborið við Þýskaland, er Þýskal. með 1/4 af látnum sbr. höfðatölu.

Bandaríkin eru í hópi hinna svokölluðu slæmu landa!
Ekki verst af þeim!
--En viltu vera tiltölulega ekki slæmt í samhengi slæmu landanna?

  • Trump er í vanda, ef hann þarf að guma af því - við erum ekki svo tiltakanlega slæm: samt slæm.


Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband