Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Trump með áhugaverðar hótanir gagnvart Twitter - hótaði þeim lögsókn, lagabreytingum beint gegn þeim, jafnvel að loka Twitter!

Það sem olli reiði Trumps - að Twitter fór að hengja hlekk neðan við sumar færslur Trumps.
Þar sem sterklega var íjað að því - að Trump færi með rangfærslur í þeirri færslu sem Twitter hengdi þann hlekk við!

Sést hér á mynd!

Image

Þetta má einnig sjá undir eftirfarandi Tweeti frá Trump!

Donald J. Trump@realDonaldTrump

There is NO WAY (ZERO!) that Mail-In Ballots will be anything less than substantially fraudulent. Mail boxes will be robbed, ballots will be forged & even illegally printed out & fraudulently signed. The Governor of California is sending Ballots to millions of people, anyone.....

Get the facts about mail-in ballots

12:17 pm · 26 May 2020

Eins og sést, þá hefur Twitter hengt virkan hlekk við Tweetið hans Trumps!
 

Varðandi málflutning Trumps gegn sendingum kjörgagna með Pósti!
 
Rétt að taka það fram, fullyrðingar Trumps um - fyrirætlanir sumra fylkja að hvetja fólk til að senda kjörgögn með -- pósti.
--Þetta er óvenjuleg aðferð en samtímis fullkomlega lögleg!
  1. Það er auðvitað margt sem sent er með pósti - t.d. vegabréf, ný kredid- og debitkort, ökuskýrteini.
  2. Fyrir utan að -- atkvæði greidd erlendis eru alltaf send með pósti.

Þetta hefur auðvitað verið viðhaft lengi!
Það eina sem er óvenjulegt við þetta!

Að sum fylki virðast stefna að því að forseta-kosningar fari beinlíns fram á þessu formi.
M.ö.o. sum fylki hafa sent kjörseðla til allra þegar með pósti.
--Því fylgir full heimild ásamt útskýringu.

Ég kem ekki auga á að það sé óhjákvæmilegt að -- massívt svindl fari fram.
--Þ.e. auðvitað vitað hverjir fengu gögn send.
--Einfalt að tryggja að viðkomandi fái einungis að senda - eitt atkvæði.

  • Ég þekki ekki hvernig þessi gögn eru nákvæmlega útfærð.
    En eðlilegt væri að sérhver þurfi að undirrita með eigin rithönd með fullu nafni.
    --Þ.e. alltaf hægt að rannsaka hvort um sé rithönd viðkomandi að ræða.
    --Eða hvort gögn eru að berast með ítrekað sömu rithönd.
  • Þ.e. alltaf möguleiki á svindli.

En ég sé ekki að -- það sé ómögulegt að láta kosningu fara fram með þeim hætti.
Að útbreitt svindl sé óhjákvæmilegt.

--Trump er auðvitað fullyrðinga-glaður að vana!
--Og að vana, útskýrir hann ekki né rökstyður sínar fullyrðingar.

Bendi á að -- hættulegur skjúkdóms faraldur gefur ástæðu til þessarar óvenjulegu aðferðar.
Það gæti valdið hættulegri sjúkdóms-dreifingu, ef fólk þyrfti að bíða í röðum eins og vanalegt er, eftir því að geta komist að á kjörstað -- til að kjósa með vanalegri aðferð.

Fólk gæti jafnvel farist af þess völdum, að fá sjúkdóminn á ferð sinni til að kjósa.

 

Reiðiviðbrögð Trumps hafa ekki látið á sér standa!

Trump bregst strax reiður við -- Trump segir að fact-tékkarar sem Twitter notar séu - fake news - miðlar. Svarar ásökuninni því strax af hörku.
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
 
Twitter is now interfering in the 2020 Presidential Election. They are saying my statement on Mail-In Ballots, which will lead to massive corruption and fraud, is incorrect, based on fact-checking by Fake News CNN and the Amazon Washington Post....
11:40 pm · 26 May 2020
 
Síðan segir hann Twitter vera að -- hindra frjálsa umfjöllun.
Og segir að hann sem forseti - muni ekki leyfa þessu að halda áfram!
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
 ....Twitter is completely stifling FREE SPEECH, and I, as President, will not allow it to happen!
11:40 pm · 26 May 2020
 
Síðan segir hann að Repúblikönum fynnist - skipulögð netsamfélög - séu að þagga niður í röddum íhaldsmanna.
--Hann hótar að setja öflug lög.
--Eða loka viðkomandi fyrirtæki.
Hann segir óbeint að Twitter fái ekki að komast upp með það sem fyrirtækið sé að gera honum.
 

Donald J. Trump@realDonaldTrump

Republicans feel that Social Media Platforms totally silence conservatives voices. We will strongly regulate, or close them down, before we can ever allow this to happen. We saw what they attempted to do, and failed, in 2016. We can’t let a more sophisticated version of that....
11:11 am · 27 May 2020
 
Í síðasta Twítinu -- hótar Trump Twitter mjög greinilega.
--Hvað þetta -big action- skal akkúrat vera, skal ekki sagt.
En sjálfsagt má treysta því að Trump -- geri a.m.k. tilraun til að standa við sínar hótanir.
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
 
Twitter has now shown that everything we have been saying about them (and their other compatriots) is correct. Big action to follow!
2:22 pm · 27 May 2020

 

 

Niðurstaða

Það má kannski segja - að roka Trumps sé opnun á umræðuna, hvað má/hvað ekki má.
En það hefur verið krafa - menn fái að segja/halda því fram - sem þeir vilja.
--Burtséð frá hvað það er - og hvort það meiðir einhvern/mógðar eða ekki.
--Einnig burtséð frá hvort það sé satt eða logið.

Ég hef veitt því athygli að vefurinn virðist orðin megin leið fyrir marga!
--Til að dreifa lygum og margvíslegum óhróðri.

Þeir sem eru harðastir á frelsi -- segja að frelsi til tjáningar megi undir engum kringumstæðum skerða!
Á móti benda margir á að - dreifingar á lygum/óhróðri - geta valdið miklu samfélagslegu tjóni.
--Um þetta er tekist!

Tek fram, að þeir sem sakaðir eru um að dreifa lygum/óhróðri - gjarnan bera af sér sakir.
Og jafnvel fullyrða að þeir séu ekki sekir um annað en að dreifa sinni meiningu eða jafnvel því sem sé satt!
--Þarna kemur að einum kjarna máls, að tekist er á um hvað sé rétt - hvað sé staðreynd.

Það eru til þeir sem ganga jafnvel svo langt, ekki séu til staðreyndir.
Þetta séu allt skoðanir einhvers m.ö.o. - þannig mótstkoðanir séu full réttlætanlegar!
--Ég er a.m.k. á því, að það sé að sjálfsögðu ekki rétt, að ekki sé til raunverulegur sannleikur, m.ö.o. að -sannleik- megi móta að vild, breyta einfaldlega með því að kynna fram nýja skoðun á því - hvað sé satt!

Dæmi um sögulegar tilraunir til að endurskrifa mannkynssöguna!
Má t.d. nefna tilraunir Nýnasista ekki fyrir mjög mörgum árum, til að draga helförina í efa, jafnvel íja að því að Hitler hafi verið að verja hendur sínar!
--Þarna nefni ég íkta útgáfu sem flestir eru örugglega sammála að er kjaftæði.

  • Á hinn bóginn er ég á því, að mikið sé í seinni tíð um tilraunir til að endurskrifa söguna -- með því að búa til pólitíska útgáfu er henti tiltekinni pólitík, frekar en að hún sé -- sönn í einhverjum skilningi.
  • Bendi á að kommúnistaríkin í Kalda-stríðinu, vihöfðu alltaf þá aðferð að sagan væri þ.s. haldið væri fram/staðhæft á hverjum tíma. Alltaf var hægt að breyta því hvenær sem er.
  1. Þ.e. þekkt aðferð að leitast við að gera þekkingu -- tortryggilega.
  2. Til þess einmitt að koma lygunum að!

Ég er á því að Trump sé ekki að flytja augljóslega sannleikann, er hann staðhæfir að það standi til að framkvæma stórfellt kosninga-svindl í nokkrum fylkjum.
--Og hamast nú gegn því að viðhafa óvenjulega mikið af póst-sendum kjörgögnum.

Einmitt nú þegar kosningar munu fara fram í miðjum sjúkdóms-faraldri.

 

Kv.


Verið að stíga stór skref í átt að Evrópusambandsríkinu? Hið minnsta risaskref ef ESB fær að slá lán gegnt ábyrgð aðildarríkjanna!

Umræðan er farin að tala um - Hamiltonian moment - vísað til samkomulag er varð í Bandaríkjunum rétt eftir sjálfstæðis-stríðið gegn Bretum, en kjölfar þess stóðu nokkur fylki illa fjárhagslega vegna stríðs-kostnaðar. Hamilton þá einn af áhrifamestu mönnum í Bandaríkjunum, lagði til samkomulag við - state of Virginia - að það samþykkti að höfuðborg mundi rísa í fylkinu gegn því að nýskipaður fyrsti forseti Bandaríkjanna mundi taka yfir verulegan hluta skulda Virginiu fylkis.
Samkomulagið varð í meðförum víðtækara leiddi til þess að nýstofnað - bandarískt ríki fékk heimild til að gefa út skuldir, og tók yfir hlutfall stríðskulda verst settu fylkjanna!

  1. Tvennt er auðvitað svipað - þ.e. skuldastaða tiltekinna landa í S-Evrópu sérstaklega stefnir í að vera fullkomlega óviðráðanleg.
    Þessi lönd þurfa greinilega mikla fjárhagslega aðstoð.
    Annars stefna þau væntanlega á næstunni í þrot.
    --Skuldirnar eru auðvitað ekki stríðsskuldir.
  2. Vegna þess að dómur Hæsta-réttar Þýskalands nýverið virðist loka á seðla-prentun sem björgunar-aðgerð í þetta sinn fyrir S-Evrópu; voru góð ráð dýr í kjölfar þess dóms.
    Stefndi jafnvel í yfirvofandi hrun ekki einungis evrunnar heldur jafnvel sambandsins sjálfs.
    --Klárlega þurfti að taka mikilvæga ákvörðun, þessi er líklega í reynd ekki næg til að bjarga S-Evrópu, en a.m.k. góð byrjun.
  • En planið má útfæra nánar - það er alltaf hægt að bæta við frekari heimildum til skuldsetningar síðar.
  • Menn tala - cheekily - þetta sé einungis neyðar-aðgerð í þetta eina sinn, en menn þurfa vera stórkostlega naívir til að trúa því.
  • En þannig verður þessi hugmynd seld á næstunni -- Merkel er í dag ofurvinsæl í Þýskalandi í kjölfar frábærs árangur í glímu við COVID-19.

France and Germany Show the Way Forward in the COVID-19 Crisis

Merkel and Macron Find the Strength for Europe

Why the Merkel-Macron plan could be a very big deal for Europe

 

Áætlunin frá Ursula Von Der Leyen - Merkel virðir hafa ákveðið að taka þá hugmynd upp áður en hún fundaði með Macron forseta!

Macron var búinn mánuðum saman að karpa í ríkisstjórn Þýskalands að standa fyrir sameiginlegum aðgerðum til að bjarga S-Evrópu; en hugmyndir hans að meðlimaríkin mundu gefa út sameiginleg skuldabréf - fengu ekki áheyrn í Berlín!

Hugmyndin að heimila forseta-embætti ESB svokölluðu að slá lán upp á 500 milljarða Evra, virðist fljótt á litið - áhættuminna væntanlega.
Skv. tillögunni verði megnið af því fé -- styrkir/ekki lán.

Vond Der Leyen berst fyrir að fá auknar tekjur - m.ö.o. vill fá að leggja á tiltekna sameiginlega skatta, t.d. á tiltekna internet starfsemi.

  1. Þ.s. virðist hafa ýtt við Merkelu, er nýlegur dómur æðsta-dómstóls Þýskalands.
    Dómur er virðist útiloka seðlaprentunarleiðina er Mario Draghi leiddi 2012 er bjargaði Evrusvæðinu það ár frá annars nær örugglega líklegu hruni.
  2. Merkel virðist hafa skilið, að stór ákvörðun væri nauðsynleg.
    Hún virðist hafa kynnt sér hugmyndir Von Der Leien.
    Þær hugmyndir virðast grunnurinn af samkomulagi Merkel við Macron.

Fljótt á litið er 500ma.€ hvergi nóg - dropi í hafið t.d. sbr. v. vanda Ítalíu.

 

Þetta er mjög stór ákvörðun þó það væri bara 500 milljarðar, sem það verður að sjálfsögðu ekki!

Fyrsta lagi, þá eru fjárlög ESB hvergi næg til að borga upp 500 milljarða skuld með hraði.
Aðildarlöndin algerlega pottþétt hækka ekki þau framlög að nokkru ráði í kreppunni!
Og Von Der Leyen fær líklega ekki alla þá nýju skatta hún vill.

  1. Þannig það er algerlega öruggt að skuldinni verður velt áfram - ný skuldabréf gefin út í framtíðinni, eins og hjá hverjum og einum ríkissjóð.
  2. Það er einmitt punkturinn, ESB fær líklega ríkissjóð.
  • Það er stórfelld breyting!

Já - já, það verður stöðugt talað um - þetta sé bara í þetta sinn!
Þannig mun hugmyndin seld á næstunni!

  • En það ættu allir að geta séð, mun meira fé mun þurfa til, ef raunverulega á að forða hruni í S-Evrópu!
  • Ég á fastlega von á að það komi síðar í ljós.

En fyrst er að fá prinsippið samþykkt af samkundu aðildarríkja ESB - síðan Evrópuþinginu.
Þá verður einungis talað um þetta - bara 500 milljarða, bara í þetta sinn!

En mig grunar þetta sé upphafið af ríkissjóð ESB!
Vegna þess að miklu meira fé augljóslega þarf.
Og þegar hitnar síðar í krísunni í S-Evrópu þrátt fyrir aðstoð.
Grunar mig að það reynist mögulegt að víkka heimildirnar frekar!
--T.d. í 1,5 trilljón evra (miða við bandar. trilljón).

Þá verður Framkvæmdastjórnin - með skuldabréfa-útgáfu reglulega á skala einstakra aðildarríkja, og fær því vegna fjárhagslega valdsins er hún þá hefur, mun verulega aukna vikt.

  • Menn munu kannski ekki enn tala um -- U.S.E.
    En með slíkri viðbót væri þetta ríkissjóður að öllu leiti er skipti máli, öðru en að fá formlega heitið - ríkissjóður.

M.ö.o. risaskref í átt að Evrópuríkinu!

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu get ég ekki sannað að mál fari með þeim hætti sem mig grunar - en málið er að ég miða út frá reynslu evrukrísunnar milli 2010-2012, þegar fjölda skipta fór ESB alveg fram á blábrún hruns - á mjög heitum fundum milli pólitíkusa var rætt fram og aftur, einungis er loks pólitíkusar gáfust upp að leita lausna - gat Mario Draghi fengið stuðning fyrir það síðasta er hægt var að gera til að forða hruni sbr. seðlaprentun.
--En æðsti dómstóll Þýskalands hefur nú kippt þeirri leið burt.

Þá eru pólitíkusar ESB skildir eftir berskjaldaðir - þ.s. einungis pólit. lausn getur nú bjargað, m.ö.o. þeir hafa ekkert -- plan B.
--Þetta er einföld spurning, vilja þeir bjarga ESB eða ekki?

Mig grunar að á hólminn er komið, velji þeir að bjarga sambandinu.
Ekki síst vegna þess, að það hrun er yrði - mundi valda það risastórum efnahagslegum búsifjum á öllum aðildarríkjunum, verst í S-Evrópu sannarlega en þetta stórt hrun mundi einnig skekja efnahag Evrópulandanna í N-Evrópu mjög harkalega.
--Beint ofan á COVID-19 kreppuna er slíkt það allra síðasta menn vilja.

Þannig ég reikna með því, Merkel og Macron fái sitt fram.
Og að síðar þegar féð verður ekki nægt, muni takast að auka fjárheimildir - líklega.
--Þannig að þetta verði að raunverulegum ríkissjóð, ekki síður vegna þess að mér finnst stórfellt ólíklegt - að slík fjármögnunar-leið verði ekki margnotuð við önnur tækifæri síðar.

  • Einfaldlega of freystandi til þess annað sé sennilegt.
    Þannig að við séum sennilega að sjá verða til - raunverulegur ríkissjóður ESB eins og tíðkast hjá ríkjum, þ.e. með eigin skuld-setningar-heimildum.
    --Nema auðvitað ESB verður ekki alveg strax kallað ríki, til þess þarf væntanlega frekari útfærslur á sameiginlegu forseta-embætti, m.ö.o. yrði vera kosið í aðildarríkjum.

 

Kv.


Græða Bandaríkin yfirhöfuð nokkuð á árás sinni á Huawei risafyrirtækið?

Sannarlega hafa verið ásakanir að kínversk yfirvöld njósni í gegnum Huawei, það hefur manni alltaf virst mögulega hugsanlegt - þó aldrei hafi ég séð sannanir fyrir slíku!
Á móti má nefna, að Snowden sýndi sannarlega fram á fyrir nokkrum árum síðan, að Bandaríkin reka óskaplega víðfeðmar njósnir er virðast ná yfir gervallt heims-internetið, ofurtölvur virðast skima í gegnum það meira eða minna gervallt!
--Hafandi þetta í huga, hefur maður að sjálfsögðu nokkurn varnagla þegar maður heyrir harðar ásakanir um slíkt frá Bandaríkjunum - í seinni tíð.
--Að auki bætist annar varnagli við, að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist með sérdeilis mikla haturs-stefnu gagnvart Kína - sú virðist hratt versnandi stig af stigi.

  • Við skulum segja, ég taki því ekki sjálfvirkt sem heilögum sannleika, ef ég sé ásökun á Kína frá þessari tilteknu ríkisstjórn í Washington.

US ‘surgical’ attack on Huawei will reshape tech supply chain


Nýjustu árásirnar á Huawei virðist ætlað að skaða fyrirtækið stórfellt!

Það sem Trump ríkisstjórnin virðist hafa nánar tiltekið bannað!
Er að fyrirtæki er framleiða kísil-flögu afleidda örtölvu-kubba, framleiði slíka fyrir Huawei, með notkun bandarísks framleidds tækjabúnaðar!
--Erlend fyrirtæki er eiga þannig búnað, verða að óska sérstaks leyfis, ef þau ætla að framleiða slíka fyrir Huawei -- talið ósennilegt slík verði veitt.

  1. Any company that wishes to manufacture computer chips to Huawei’s designs with US tools now needs to apply for a licence. 
  2. US machines from the likes of Applied Materials and Lam Research are used by about 40 per cent of the world’s chipmakers,...
  3. ...while software from the likes of Cadence, Synopsis and Mentor is used by 85 per cent,,,
  4. ...according to Credit Suisse, which said it would be almost impossible to find a fabrication plant, or fab, that could still work with Huawei. 
  5. It will be difficult for any foundry in the world to avoid the impact of this, -- said Chris Hsu, an analyst at Trendforce, the technology research firm.

Bandarísku fyrirtækin virðast enn -- einráð fyrir vélar er framleiða kubba er nota 5 - 7 nanómetra snið!
--Bannið sé því stórfellt vandamál fyrir sérstaklega 5-G neta bissness Huawei, sem þarfnist bestu tækni!

  1. Bandaríkin virðast hafa - greint veikleika Huawei. Huawei virðist eiga sínar eigin hannanir á kísilkubba-byggðum örtölvum.
  2. En Kína virðist ekki ráða yfir þeim fullkomnu tækjum - sem beinlínis framleiða slíkar örtölvur af fullkomnustu gerð.
  • Þetta er að sjálfsögðu -- tímabundinn vandi!

Mér skilst að þessi tækni að búa til kubba skv. 5-7 nanómetra sniðum sé mjög erfið.
Hafi tekið bandarísku fyrirtækin sjálf mjög kostnaðarsamar rannsóknir til að þróa!

Hinn bóginn, þá má væntanlega reikna með því að Kína hendi nú á næstunni - nær endalausum peningum í þróun slíkra tækja, en jafnvel með endalausum peningum - með ráðningu fólks að utan með sérþekkingu, mun það a.m.k. samt taka einhver árafjöld fyrir Kína að ná valdi á þeirri tækni.

  1. En auðvitað þaðan í frá þá væri Kína komið yfir þennan hjalla!
  2. Í besta falli virðist mér að Bandaríkin með þessu, tefji Kína í sínum áætlunum.
    --Hugsanlega allt að áratug.

 

En hvað með lengri tíma afleiðingar fyrir Bandaríkin?

Ég held að aðferð ríkisstjórnar Bandar. - hljóti að gera nær allar stórar þjóðir er ráða yfir hátækni -- hugsi. Með þessu sína Bandar. fram á, að þau skirrast ekki við að beita bönnum í tilraunum til að - vinna hugsanlega raunverulega efnahagslegan skaða á efnahagslegum keppinaut.
--Evrópusambandið er hefur einnig verið í viðskiptadeilu við Trump, hlýtur sérstaklega vera hugsi.

En ríkisstjórn Bandar. hefur verið með í bakhöndinni hótanir um tolla á bifreiðar frá löndum ESB -- rétt að ryfja upp að Viðskiptaráðuneyti Bandar. felldi þann afar sérkennilega úrskurð seint á sl. ári -- að slíkir tollar væru réttlætanlegir því að sá innflutningur skaðaði öryggishagmuni Bandar; hef ekki lesið hvernig menn geta komist að svo sérkennilegri niðurstöðu.

En þetta virðist eðli núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
Hún fullyrðir - það er þá satt - hún telur sig ekki virðist þurfa sanna nokkurt.
--Þess vegna tek ég fullyrðingar frá þeirri ríkisstj. Bandar. með mun meiri fyrirvara en ég var áður vanur í tíð flestra fyrri ríkisstjórna Bandar.

  1. Útkoman hlýtur að vera sú, að önnur stór öflug lönd - leitist hér með eftir því, að afnema þau tilvik þ.s. þau hugsanlega eru háð einhverri lykil-tækni sem er bandar.
  2. En ég efa ekki eina sekúndu - Trump væri til í að beita sambærilegum úrræðum, ef hann mundi ákveða að fókusa á Evrópusambandið með sama hætti.

Tortryggni gagnvart Bandaríkjunum - hlýtur að vaxa enn frekar.
Og þó hefur hún vaxið mikið þegar í tíð núverandi ríkisstj. Bandar.

  • Þjóðir verða þá væntanlega -- tregari í stað þess vera viljugari en áður, að kaupa mikilvæga tækni frá Bandaríkjunum.
  • Alveg öfugt við það sem ef til vill Trump segist vilja, þ.e. auka kaup annarra á bandarísku -- þá hafa aðgerðir af því tagi þau beita Huawei þau áhrif að hvetja aðrar þjóðir til að síður vera háð viðskiptum við Bandar.

En hegðan Banda. hefur sennilega aldrei verið meira - unpredictable - m.ö.o. enginn getur í reynd vitað, hver gæti hugsanlega verið næstur í röðinni, að fá neikvæða athygli Trumps.
--Það virðist alltaf á grunni þess, honum virðist - pólit. hentugt það skiptið í bandar. innanlands pólit. samhengi.

 

Niðurstaða

Ef menn halda að Bandaríkin drepi bara kínversk fyrirtæki - bendi ég á að fyrir tveim árum, drap núverandi ríkisstj. Bandar. Kanadískan flugvéla-framleiðenda fyrir það eitt - að ætla að veita Boeing samkeppni, hafði þróað nýja flugvél er var betri en sambærileg Boeing.
--Ríkisstj. Bandar. setti toll á þann innflutning, augljóslega ósanngjarn - var síðan dæmdur ólöglegur af dómsferli NAFTA samningsins - en skaðinn var skeður.

Nú eru þau að leitast til við að drepa Huawei, það virðist hluti af hörðum ásökunum gegn Kína er hafa komið upp í seinni tíð - virðist gerð sem hluti af aðgerð til að refsa Kína!
Þó gerði Kína samning við ríkisstj. Bandar. undir lok sl. árs og viðræður um framhald hans voru ekki hættar, hafa ekki verið stöðvaðar - þrátt fyrir allt.

Það var engin vörn fyrir Kanada að eiga gildan viðskipta-samning við Bandar. - né teljast mikilvægt bandalagsríki Bandar. - þau ákváðu samt að drepa mikilvægt kanad. fyrirtæki fyrir það eitt, að veita bandar. fyrirtæki samkeppni.

Mér virðist hegðan Trump stjórnarinnar sýna - að enginn er óhultur.
Að vera - bandamaður - skipti engu máli - að hafa gildan viðskiptasamning, ekki heldur.
--Hef aldrei vitað ruddalegri ríkisstjórn Bandar. nokkru sinni í almennri hegðan.

 

Kv.


Endurkjörs strategía Trumps virðist vera -- ræsa stríð við Kína í von að svokallað war euphoria leiði hann til sigurs! Vandamál, átök við Kína hafa engan bersýnilegan endapunkt - gæti orðið hið eiginlega stríðið endalausa!

Ég held að Steve Bannon þekki Donald Trump manna best:

Steve Bannon: Trump’s campaign will be about China, China, China, -- And hopefully the fact that he rebooted the economy.

M.ö.o. því verri sem efnahagurinn er, því harðar keyri Trump á -- illa Kína.
Kenninguna þetta sé allt Kína að kenna.
Að efla sem mest haturs-öldu innan Bandaríkjanna gegn Kína!

Það versta er, að Trump virðist vera að takast þetta - þ.e. að efla til þeirrar hatursöldu, getum notað íslenska orðið -Þórðar-gleði- sem er gamla ísl. orðið yfir -war euphoria.-
En ég hef ekki séð slíka haturs-öldu í skrifum gegn nokkru landi á netinu, tja -- verð að fara aftur til 2003 þegar George W. Bush var að sannfæra Bandaríkjamenn að stríð gegn Saddam Hussain væri málið.
--Þá man ég eftir Þórðargleði hjá mörgum Ameríkönum er tjáðu sig á netinu, fögnuðu því að til stæði að enda fyrir fullt og allt stjórnartíð Saddams Hussain, auðvitað voru allir þeir er á netinu bentu á -- risastóra galla í málflutningi Bush stjórnarinnar úthrópaðir.

Það sama gildir eiginlega í dag, að málflutningus Trump stjórnarinnar hefur risastóra vankanta, sem virðist að Trump ætli að keyra yfir -- með því að efla sem mest til hatursöldu þ.s. tilfinningar keyra yfir alla umræðu, sbr. Þórðargleði.

  1. Í dag eru yfir 40 milljón atvinnulausir í Bandaríkjunum, rúmlega 35 milljónir hafa bæst við síðan kreppan af völdum CV19 hófst.
  2. Á sínum tíma, var oft talað að Bush stjórnin hefði leitt hjá sér aðvaranir vegna 9/11 atburðarins svokallaða er al-Qaeda rændi flugvélum flaug þeim á World-Trade-Center turnana og felldi þá, síðan á Pentagon - ein flugvél fór beint í jörðina.
    --Þá fékk Bush sannarlega aðvörun frá CIA -- svar hans skv. því sem sagt er, kvá hafa verið: All right, you’ve covered your ass,... -- síðan ekkert hlustað frekar.
  3. En Trump fékk aragrúa aðvarana - þ.e. fyrst frá Suður-Kóreu og Japan í Janúar, þegar CV19 barst þangað - síðan eftir 20. febrúar er veikin berst til Ítalíu þá þegar ljóst að um meiriháttar faraldur er að ræða þar - þaðan í frá verður fljótt ljóst að veikin er einnig komin víða um V-Evrópu, fyrir lok febrúar er hún klárlega nær alls staðar í V-Evrópu.
    Undir lok febrúar fara einstök fylki Bandaríkjanna að tilkynna smit hjá sér, í Mars fjölgar þeim fylkjum hratt er tilkynna faraldur hjá sér.
    --Og enn bregst Trump ekki við.
  4. Ekki fyrr en um miðan Mars - Trump lýsir yfir neyðarástandi.
    Slík yfirlýsing er mikilvæg, því þá getur alríkið farið að verja fé og tækjum til að aðstoða innanlands í Bandaríkjunum, eftir því sem fylkin óska aðstoðar.
    Neyðar-ástand virkjar sem sagt allar björgunar-áætlanir og þann mannskap, ásamt fé er ríkið hefur. Því er mjög mikilvægt að lýsa yfir neið.
    --Daginn sem Trump lýsti yfir neyð, höfðu 44 fylki tilkynnt dreifingu smita, því ljóst að sóttin var þá þegar komin um Bandaríkin nær gervöll.
  • Deilt er því á Trump - eins og deilt var á George Bush.
  • Þ.e. áhugavert að Bush kaus að hefja stríð nokkrum mánuðum síðar gegn Saddam Hussain.
    Þó Saddam Hussain hafi í engu komið nærri 9/11 atburðinum.
    --En -war euphoria- Þórðargleði leiddi Bush til sigurs í næstu kosningum á eftir.
  • Í dag keyrir Trump á hatur gagnvart Kína - kenninguna þetta er allt Kína að kenna.
    Og það er sannarlega að rísa -war euphoria- eða Þórðargleði að nýju í Bandar.
    --Það má alveg halda því fram, þetta sé kosninga-stefna Trumps.

 

Stríð gegn Saddam Hussain er eitt -- stríð gegn Kína annað!

Stríðið sem Bush hratt af stað, tók miklu lengri tíma en Bush stjórnin gerði ráð fyrir, hafði einnig miklu verri afleiðingar fyrir Bandaríkin - en stjórnin er hún fór af stað gerði ráð fyrir, eiginlega reyndust allar áætlanir Bush stjórnarinnar byggðar á sandi.
--Sannarlega vann Bandaríkjaher hratt sigur á Saddam, en síðan tók hið eiginlega stríð við þ.e. stríðið við afleiðingarnar er skullu yfir - þ.e. borgarastríð í Írak, víðtækt hryðjuverkastríð eftir að stór hluti hers Saddams gekk til liðs við al-Qaeda.

  • Og á endanum, græddi Íran mest á niðurstöðunni!
  • Heildar-mannfall er mælt í hundruðum þúsunda, ef allt er talið.
  1. Stríð gegn Kína verður á hinn bóginn miklu mun verra, og í mjög háu margfeldi kostnaðarsamara!
    Höfum í huga Kalda-stríðið stóð í áratugi, proxy-stríð voru háð um stóran hluta Jarðar í tugum landa, mörg þeirra höfðu mannfall yfir milljón hvert og eitt -- heildarmannfall ef allt er talið örugglega meir en 20 milljón.
    Manntjón langsamlega mest í löndum sem urðu bardagavellir.
    Þá íbúar þeirra landa er dóu einna helst.
  2. Kalda-stríðið vannst ekki í einni stórri orustu, heldur vegna þess að hagkerfi Sovétríkjanna var sósíalískt því ekki nærri eins skilvirkt.
    Kína á hinn bóginn hefur stærsta kapítalíska framleiðsluhagkerfi heimsins.
    Það blasir í engu við að Kína bersýnilega sé verulega minna skilvirkt.
  3. Ég meina, það blasi við enginn augljós endapunktur -- sigur sviðsmynd.
    Kalda stríðið var langt -atrition game- er snerist um það hvor mundi endast lengur.
    En það blasir ekki við mér að Kína - sé augljóslega þar um veikara.
    --Bandaríkin hafa ekki síður veika punkta en Kína.
    --Blasir ekki augljóst við, að í mjög löngu -attritium game- hafi Bandar. betur.
  4. Kalda stríðið stóð samt í áratugi -- það tók það langan tíma að hefja USSR niður.
    Þó USSR væri minna skilvirkt.
    Þ.s. Kína er ekki endilega augljóslega minna skilvirkt.
  • Gæti Trump verið að hefja hið eiginlega -- stríð án enda.
    Ég meina, það getur líklega ekki endað með öðrum hætti, en framtíðar leiðtogar beggja einhvern tíma þegar öll Þórðargleðin er útbrunnin í hrönnum líka - við er tekin fyrir margt löngu stríðsþreyta; ákveða að binda endi á átök.
    --Án þess að annar hvor hafi unnið!
  • Niðurstaðan verði m.ö.o. án niðurstöðu eða inconclusive.
    Það virðist sennilegasta útkoma slíkra átaka.
    En milli upphafspunkts og þess enda.
    --Gæti verið risastór haugur líka - í fjölda landa lögð í rjúkandi rústir.

Auðvitað má ekki gleyma því að -- barátta gegn hnattrænni hlýnun færi í súginn.
Samtímis og kalt-stríð geisaði, mundi þá einnig -- stjórnlaus hlínun vera að ógna tilvist Jarðarbúa, og líklega leiða á vergang gríðarlegan fjölda fólks ár hvert, ásamt því að valda liklega uppskerubrestum og hungursneyðum.
--Kalt stríð geisandi á sama tíma, mundi þá þíða að þau lönd fengu nær enga hjálp sem byggju við þá neyð, þannig mannfall af völdum þessa -- mundi einnig verða stórfellt liklega meira.
Vegna þess að heimurinn væri undirlagður af Köldu-Stríði tveggja sjálfs-elskra risavelda!

 

Niðurstaða

Ég er viss um að ef það hefst Kalt-stríð jafn mannskemmandi og það fyrra var, er lagði í rúst fjölda landa og drap kringum 20 milljón manns heiminn vítt.
Og Trump startar því einungis í þeirri von að -war euphoria- eða Þórðargleði byggist upp í Bandar. svo sterk að hún færi honum kosningasigur nk. haust.
Þá mun mannkynssagan ólíklega líta Trump mildari augum en leiðtoga Evrópskra stórvelda er störtuðu óþörfu stríði 1914, er einnig færði með sé neystann fyrir næsta stríð þar á eftir.

Það er sennilega það versta mögulega sem Trump getur gert, til þess að hafa kosningasigur -- að hrinda heiminum í annað kalt stríð, stríð án sýnilegs enda - stríð sem líklega leiði til eyðileggingar fjölda landa og mannfalls íbúa þar, þegar risaveldin takast á.
--En kalt stríð við Kína virkilega virðist mér ekki hafa nokkurn enda annan en hugsanlega þann, að löndin tvö á einhverjum fjarlægjum enda semji frið án þess að annað sé sigurvegari.

Það sé sennilegasta útkoman. En milli þess punkts og nú, geta legið milljóna tugir látina og heilu löndin lögð í rúst.
--Ekki gleyma hnattræn hlýnun líklega hefur mun verri afleiðingar af völdum kalds-stríðs og því stærri mannfelli, því samvinna um að vinna gegn henni þá fer óhjákvæmilega suður, ásamt því að stríð verður líklega mörgum tilvikum í mörgum sömu landa og einnig eru að líða mikið fyrir afleiðingar stjórnlausrar hlýnunar.

Ef Trump startar þessu stríði - í veikri von það leiði fram kosningasigur.
Þá er niðurstaðan sú - þeir sem vöruðu við honum 2016 höfðu rétt fyrir sér.

 

Kv.


Dánarhlutfall Svíþjóðar 11,5 falt dánarhlutfall Íslands, 7,75 falt dánarhlutfall Noregs, 6,2 falt dánarhlutfall Finnlands og 3,4 falt dánarhlutfall Danmerkur -- hinn bóginn hlutfall látinna hærra en í Svíþjóð í Bretlandi, Frakklandi og Spáni!

Eins og ég set þetta fram í fyrirsögn er auðvelt að setja málið fram með sláandi hætti.
Hlutföllin eru rétt reiknuð, að hlutfall þeirra er deygja fram til þessa í Svíþjóð er sláandi miklu hærra en í öllum öðrum Norðurlanda!

Svíþjóð
26.322 sýktir
3.225 látnir
Íbúar: 10,23 milljón

Danmörk
10.429 sýktir
529 látnir
Íbúar: 5,80 milljón.

Finnland
5.962 sýktir 
267 látnir
Íbúar 5,52 milljón

Noregur
8.099 sýktir
219 látnir
Íbúar: 5,37 milljón

Ísland
1.801
10
Íbúar: 0,36 milljón.

Dánarhlutfall miðað við höfðatölu:

  1. Svíþjóð dánarhlutfall: 0,031%.
  2. Danmörk 0,009%.
  3. Finnland 0,005%
  4. Noregur 0,004%
  5. Ísland  0,0027%.

Til gamans:

  1. Dánarhlutfall Svíþjóðar er 3,4 falt dánarhlutfall Danmerkur.
  2. 6,2 sinnum dánarhlutfall Finnland.
  3. 7,75 sinnum dánarhlutfall Noregs.
  4. 11,5 sinnum dánarhlutfall Íslands!

Annar samanburður væri:

Bretland
219.183 sýktir.
31.855 látnir.
66,65 millj.

  • 0,048% dánarhlutfall.

Ítalía
219.070 sýktir.
30.560 látnir.
60,36 millj.

  • 0,05% dánarhlutfall.

Spánn
264.663 sýktir.
26.621 látnir.
46,94 millj.

  • 0,057% dánarhlutfall.

Frakkl
176.658 sýktir.
26.380 látnir.
66,99 millj.

  • 0,039% dánarhlutfall.

Bandaríkin
1.363.126 sýktir.
80.546 látnir.
328,2 millj.

  • 0,025%

Þýskal.
171.767 sýktir.
7.557 látnir.
83,02 millj.

    • 0,009% dánarhlutfall.

Takið eftir að þetta er miklu hagstæðari samanburður.
Þá blasir ekki við annað en að Svíþjóð sé mitt í grúppunni:

  1. Spánn 0,057%
  2. Ítalía 0,05%
  3. Bretland 0,048%
  4. Frakkland 0,039%
  5. Svíþjóð 0,031%
  6. Bandaríkin 0,025%
  7. Þýskaland 0,009%

Skv. þessu er Svíþjóð sannarlega að uppskera verulega fleiri látna en Norðurlön.
En miðað við stærri löndin í Evrópu og Bandaríkin, lítur Svíþjóð ekki neitt illa út.

  • Líklega færir þetta byr í segl umræðunnar hvort ekki ætti að sleppa öllu lausu í löndum þ.s. veikin er hvort sem er orðin mikið útbreidd.
  • Hinn bóginn getur annað átt við í löndum þ.s. almenn stórfelld útbreiðsla hefur verið hindruð. 

 

Niðurstaða

Ef maður getur nálgast heildarniðurstöðu af þessum samanburði þá getur hann verið sá, að hugsanlega sé rétt eins og sænski yfirlæknirinn segir -- að sleppa öllu lausu í löndum þ.s. sjúkdómurinn er þegar búinn að ná mikilli útbreiðslu.
--Á hinn bóginn getur annað átt við í löndum þ.s. yfirvöldum hefur tekist að hindra stórfellda almenna útbreiðslu sjúkdómsins.

Á endanum sé kannski engin algild formúla.
Hinn bóginn má vera að ef heilbrigðis-kerfi séu miklu lélegri en í Svíþjóð.
--Sé það hugsanlega rök fyrir því að viðhalda víðtækum lokunum, þó niðurstaðan sé önnur í Svíalandi, þá getur verið að öflugt heilbrigðis-kerfi ráði miklu um útkomuna þar.

 

Kv.


Franskir læknar virðast hafa staðfest COVID-19 sýkingu í Frakklandi í desember! Þetta grefur undan ásökunum Bandaríkjanna meint aðgerðaleysi kínverskra stjórnvalda hafi valdið heiminum tjóni!

Frumgögn greiningar frönsku læknanna eru hér: SARS-CoV-2 was already spreading in France in late December 2019. Hlekkurinn er á læknisfræði-tímarit er sérhæfir sig í öndunarfærasjúkdómum.
--Kem ekki auga á að upplýsingarnar séu í nokkru ótrúverðugar!

One sample taken from a 42-year-old unemployed male born in Algeria who had lived in France for many years was positive. His last foreign travel was to Algeria in August 2019. One of his children presented with ILI prior to the onset of his symptoms. His medical history included asthma and type II diabetes mellitus. He presented to the emergency ward on 27 December 2019 with haemoptysis, cough, chest pain, headache and fever, evolving for 4 days. Initial examination was unremarkable and chest computed tomography (CT) imaging revealed bilateral pulmonary ground-glass opacities in the inferior lobes (Fig. 3).

Það sem er áhugavert við þetta, hann hafði ekki ferðast nýlega utan landsteina - hann hafði að virðist sýkst af eigin ættingja hans eigin barni - barnið hefur vart ferðast eitt utan landsteina.
--Þannig veikin var þegar farin að berast innan fransks samfélags í desember.

  • M.ö.o. hefur veikin borist til Frakklands -- enn fyrr en des. 27. 2019.

 

Af hverju grefur þetta undan söguburði ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart Kína?

  1. Fyrsta lagi, brugðust kínversk yfirvöld sjálf við - ekki fyrr en rétt eftir mánaðamót janúar/desember, m.ö.o. þau voru sein til viðbragða.
    Wuhan héraði er ekki lokað fyrr en síðar í Janúar.
    Læknirinn sem sendi gögn til WHO seint í desember, er ekki handtekinn fyrr en í síðar í janúar.
    Stjórnvöld Kína, fara ekki að rang-fullyrða um sjúkdóminn - fyrr en í janúar.
  2. Fyrst að veikin var þegar farin að dreifast innan samfélaga Evrópu í desember.
    Þá klárlega gátu ekki - sein viðbrögð kínverskra stjórnvalda hafa skipt nokkru máli.
    Þannig þá verður það eiginlega að tómri tjöru - að segja það Kína að kenna að hafa ekki stoppað sjúkdóminn.
  3. Versta sem hægt er þá að ásaka stjv. Kína um -- er sein viðbrög.
    Eiginlega sama ásökun og beinist að stjv. Bandaríkjanna sjálfra.
    --En Donald Trump lýsir ekki yfir neyðarástandi fyrr en kringum miðan mars 2020.
    --Þann dag höfðu 44 fylki Bandar. tilkynnt um sýkingar, veikin greinilega þá þegar komin um Bandar. öll.
  • Mjög góðar líkur eru á að veikin hafi borist frá Wuhan -- til Bandaríkjanna einnig í desember, sama á líklega við um Ítalíu - hugsanlega einnig Bretland og Þýskaland.

En skv. upplýsingum læknisins er lak upplýstingum til WHO.
Var veikin fyrst greind í fyrstu viku í des innan Wuhan, síðan fjölgar greiningum hratt - tugir greininga eru komnar í vikunni á eftir - síðan hundruðir vikunni þar á eftir.
--Þ.s. þetta var greinilega einungis toppurinn á ísjakanum sendi hann aðvörun til WHO.

  1. Af hverju veikin berst strax til Evrópu og líklega Bandar. einnig -- getum við þakkað daglegu flugi til og frá Wuhan héraði þ.s. það hérað er eitt megin efnahagssvæða Kína þ.s. erlend fyrirtæki starfa, enginn vafi að fyrirtækin fljúga með fólk nær daglega milli.
    Á Íslandi voru það Íslendingar sjálfir er báru veikina um landið.
    Líklegast á sama við, Frakkar - Ítalíar - Bandaríkjamenn, sem eiga í viðskiptaerindum innan Kína, fljúga reglulega á milli.
    --Dreifa veikinni til sinna landa á mjög skömmum tíma.
  2. Þetta sé alveg örugglega það sem gerist, og þetta gerist svo hratt vegna þess -- flugin eru örugglega daglega til allra þeirra landa er verða megin dreifingarmiðstöðvar meðal Vesturlanda.
    Og svo fljótt gerist þetta, að það dreifing sjúkdómsins hefjist líklega samtímis í Evr. og Bandar. -- áður en stjv. Kína hafa sjálf áttað sig á því þau hafi vandamál.

Þess vegna sé ég ekki að ásökun Bandaríkjastjórnar til Kínastjórnar standist.
Sannarlega voru upphafleg viðbrögð stjv. Kína slæm!
En vegna þess að sjúkdómurinn hafi þegar verið farinn að dreifast erlendis.
Hafi þau viðbrögð líklega engu máli skipt fyrir önnur lönd!
--M.ö.o. hafi þau viðbrögð ólíklega valdið öðrum löndum tjóni.

 

Niðurstaða

Að mörgu leiti virðist mér viðbrögð Bandaríkjastjórnar seinni daga hugsanlega hættuleg. En Trump virðist skv. nýlegum fréttum íhuga að endurræsa viðskipta-stríðið, í ummælum sem ég sé á spjallsíðum erlendra fjölmiðla - má sjá vaxandi hatur í ummælum bandarískra einstaklinga er taka þátt í þeim umræðum gagnvart Kína.
Ég hef séð slíkt áður, síðast mánuðina á undan stríði Bandar. gegn Saddam Hussain 2003.
Málið er að fylgismenn Bandaríkjastjórnar virðast gagnrýnislaust samþykkja skýringu Trumps, að kenna Kínastjórn um dreifingu sjúkdómsins um heiminn - þannig það gríðarlega manntjón sem Bandaríkin eru að verða fyrir; í dag mun meira manntjón en t.d. í löngu stríði Bandaríkjanna á sínum tíma í Víetnam.

United States Coronavirus Cases: 1,263,243 Deaths: 74,810

Skv. Worldometers er þetta staðan í Bandar. akkúrat núna.
Ef miðað út frá stríðum fá stríð Bandar. nokkru sinni hafa hafa valdið þeim stærra tjóni.
Þetta mikið manntjón á skömmum tíma er auðvitað - trámatískur atburður, veldur sárindum.
--Þess vegna er svo rosalega hugsanlega hættulegt að beina reiðinni út af slíku manntjóni út á við gagnvart tilteknu landi, tiltekinni ríkisstjórn.

  • Því þá getur risið stjórnlaus hatursalda - sem enginn síðar fær við ráðið.
    Einmitt þ.s. maður skynjar í umræðunni, logandi heitt hatur.

Trump gæti virkilega í vanhugsun vegna þess hann hugsar fyrst um að bjarga sjálfum sér.
Líklega ekki mikið lengra en það.
--Nánast óvart startað 3-heimsstyrrjöldinni.

En það væri í reynd auðvelt að ræsa ekki einungis kalt-stríð.
Heldur hreinlega heitt stríð!

Trump sé með ásökunum virkilega farinn að leika sér að eldi.
En bæði löndin eru kjarnorkuveldi - því má ekki gleima.

 

Kv.


Má vera stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi myrt Evrusvæðið, kannski ESB einnig! Með úrskurð er virðist geta lokað á þann möguleika að Seðlabanki Evrópu geti stutt við aðildarríki í fjárhagsvanda!

Það hefur verið deila í gangi síðan stofnað var til evrunnar - hvert ætti vera hlutverk seðlabanka og peninga. Þýska módelið fókusar á stöðugleika peninganna sjálfra, túlkar peningastefnu þannig - hún eigi einblína á stöðugleika peninganna á kostnað alls annars.

Hin stefnan, sem má rekja til Seðlabanka Bretlands annars vegar og hins vegar til Seðlabanka Bandaríkjanna - hefur alltaf falið í sér tvískipt hlutverk, m.ö.o. ekki þýska módelið þ.s. hlutverkið er bara eitt - heldur heldur þarf seðlabankinn að mæta tveim þörfum peningastefnu annars vegar og hins vegar efnahagslegs stöðugleika - einhvernveginn í miðju.
--Til þessara seðlabanka má rekja þá vinsælu stefnu, að prenta til stuðnings efnahagnum.

Auk þessa hafa þeir sögulega gætt að skuldum ríkissjóðs, með því að tryggja að ríkissjóðurinn hafi alltaf seljanda af síðustu sort þ.e. seðlabankann.
--Sem þíðir ríkissjóður getur ekki orðið greiðsluþrota.

  1. Í evrukrísunni milli 2010-2012 var framan-af seðlabankastjóri er fylgdi þýsku stefnunni, sem skírði af hverju -- markaðir keyrðu upp vaxtakostnað einstakra landa -- bendi á að vextir landa sbr. Spánar og Ítalíu voru komnir yfir 6% á tímabili.
    Sem klárlega var ekki framreiknað - sjálfbært.
  2. Þegar Mario Draghi kom síðan með aðgerð sem á endanum sannfærði fjárfesta að Seðlabanki Evrópu mundi styðja aðildarlöndin -- þá lækkuðu vextir aðildarlanda í hugsanlegum fjárhagsvanda að nýju.
  • Skv. nýju áliti virðist æðsti dómstóll Þýskalands hafa hafnað þeirri stefnu eins og hún leggur sig - á þeim grunni að hún í eðli sínu er inngrip inn í markaði.
    Dómararnir sem sagt telja, hvernig aðgerðirnar hafa í reynd hjálpað aðildarríkjum að fjármagna sig.
    --Sýni fram á að aðgerðirnar brjóti í reynd lög ESB.

ECB decisions on the Public Sector Purchase Programme exceed EU competences

The PSPP improves the refinancing conditions of the Member States as it allows them to obtain financing on the capital markets at considerably better conditions than would otherwise be the case; it thus has a significant impact on the fiscal policy terms under which the Member States operate.  
The volume and duration of the PSPP may render the effects of the programme disproportionate, even where these effects are initially in conformity with primary law.
--Þeir benda ekki með beinum hætti á skýrt lögbrot, heldur ákveða að heildar-áhrif aðgerðannan feli í sér lögbrot sbr. brot á -proportionality- reglu.
**Og með óbeinum hætti lög um Seðlabanka-Evrópu, þó Seðlabankinn hafi ekki með beinum hætti brotið reglurnar -- þá óbeint aðstoði aðgerðir hans ríkin við að fjármagna sig.
**Þetta eru auðvitað túlkanir.

Dómurinn heldur fram að -ECB- hafi brotið reglur sem heitir -proportionality- m.ö.o. aðgerðir hafi ekki tekið nægilegt tillit til vandamála sem þær skapa fyrir margvíslega 3-aðila.
--Þetta er greinilega mat, m.ö.o. ekki augljóslega staðreynd.

The economic policy effects of the PSPP furthermore include its economic and social impact on virtually all citizens, who are at least indirectly affected, inter alia as shareholders, tenants, real estate owners, savers or insurance policy holders. 
--Að sjálfsögðu breytir slíkar aðgerðir afleiðingum þ.e. hverjir græða vs. tapa.

Finally, the longer the programme continues and the more its total volume increases, the greater the risk that the Eurosystem becomes dependent on Member State politics as it can no longer simply terminate and undo the programme without jeopardising the stability of the monetary union.
--Auðvitað er sá tími löngu kominn, að tilvist evrusvæðis er háð áframhaldandi prentun ECB.

 

Augljósa hættan er að Karlsruhe dómurinn hafi myrt evruna!

Bendi fólki á að þetta er mitt í krísu sbr. tengd COVID-19 þ.s. löndin eru í enn dýpri kreppu en milli 2000-2012, ríkissjóðirnir eru að verja hlutfallslega meira til að vernda hagkerfið - gegn frekara hruni.

  1. Hafið í huga, það eru einmitt aðgerðir - gegn hruni að verjast hruni, sem dómurinn fettir fingur út í, því slíkar aðgerðir eru auðvitað inngrip - breyta útkomu.
  2. Því annars yrði dýpra hrun - flr. yrðu gjaldþrota - alltaf einhverjir græða á gjaldþrotum kaupa þrota-eignir fyrir slikk.
    Þannig aðgerðir er forða dýpra hruni, breyta því hverjir græða/tapa.
  3. Að sjálfsögðu forða þær aðgerðir einnig mun meira atvinnuleysi og stytta lengd kreppu, sem er önnur saga.

Hinn bóginn fyrir þá sem fylgja -- harðlínu markaðs-módeli, eru öll slík grip - anathema.

  1. Málið er, að dómurinn virðist kollvarpa svarinu sem Mario Draghi gaf 2012 er batt endi á evrukrísuna 2010-2012.
    Það svar smám saman batt endi á það trend er þá var til staðar - í átt til fjöldagjaldþrota ríkissjóða Evrusvæðis.
  2. En nú er öllu hent aftur í háa-loft, punkturinn færður aftur fyrir svar það er Draghi gaf.
    Og það mitt í ef eitthvað er -- enn verri efnahagskreppu.
    Þegar öll hjól öskra á meiri peninga!
  3. Klárlega er stefna sú sem dómararnir halda uppi, klassíska fjórða áratugar módelið.
    Ríkissjóðirnir eigi að skera niður útgjöld.
    Í stað þess að verja fé til að verja hagkerfin.
    Forðast þannig söfnun skulda - hin klassíska íhaldssama hagstjórn.
    --Aðgerðir sem auðvitað magna kreppuna eins og hagfræðingar eftir Seinna-stríð sýndu fram á, og tryggðu mjög langa kreppu - einnig þann hættulega pópúlisma er skapaðist.
  • Dómararnir gefa Evrópusambandinu 3-mánuði til að koma með svör.
    Til að útskýra stefnu ESB - hvernig ESB ætlar að vera -proportional.-

Sannast sagna veit ég ekki hvað ESB ætti að segja við dómarana til að sína þeim fram á.
Að það sé líklega ekki góð hugmynd - beint ofan í COVID-19 kreppuna.
Að kalla aðra jafn slæma fram - beint ofan í hina kreppuna.

Þ.e. sovereign debt krísu - en þessi óvissa sem dómurinn hefur nú skapað.
Hlýtur að kalla fram svipað ástand og maður sá árin milli 2000-2010.
--Að vextir aðildarlanda fóru hratt vaxandi, og stefndi í þrot margra.

Málið er að ég kem ekki auga á hvernig Evran sjálf gæti lifað af.
Svo víðtæka ríkis-gjaldþrota-hrinu!
--Málið er að töpin yrðu svo svakaleg út um allt.

Enginn mundi sleppa heill.
Þýskaland gæti misst alla sína megin-banka.
Sama um Frakkland!
--Krísan gengi þá í gegnum allt evrópska kerfið.

Það gæti allt farið í baklás.
Síðan tæki við -- margra tuga prósenta atvinnu-leysi.
--Og ekki gleima því að sparifé aldraðra í Evrópu sennilega tapaðist nær allt.

  • Þetta er sambærilegt við að skilja eftir sig -- sviðna jörð.
    Auðvitað byggist e-h upp aftur með tíð og tíma, en það gæti tekið verulegan tíma.
  • Ekki gleyma því, að í stóraukinni fátækt - tuga prósenta atvinnuleysi mundi pópúlismi rökrétt grassera.
    Í Evrópu varð upphaf Nasisma og Fasisma! 
    __Pópúlisminn snerist upp í brjálæði.
  • Ekki má heldur leiða hjá sér fasisma ofsaþjóðernishyggju trend er hófst eftir heimskreppan byrjar í Japan, Japan hóf stríð gegn Kína ásamt víðtæku hernámi - stefna er fyrir rest leiddi til stríðs Japans við Bandar.
    --Áhugavert að það trend hefst um svipað leiti og nasistar ná völdum í Þýskal. Þó þeir atburðir séu eðli sínu ótengdir. Sé vart tilviljun þetta hefst um svipað leiti mitt í hyldýpi heimskreppunnar.

Það sé því sannarlega ástæða að óttast - hugsanlega þróun í átt að brjálæðislegum pópúlisma.
Ef sambærilega djúpar og langvinnar kreppu-aðstæður ásamt stóraukinni fátækt endurtaka sig.

 

Dómurinn gæti einnig myrt ESB sjálft!
Einfalt mál í raun og veru, ef nær öll S-Evrópa verður gjaldþrota, einhver lönd í N-Evrópu einnig t.d. Belgía, en öll löndin einnig í N-Evrópu verða fyrir miklu efnahagstjóni.
--Efa ég ekki að S-Evrópa setti skuldina á Þýskaland.
Haturs/reiðialdan yrði hugsanlega slík ESB sjálft entist ekki lengi á eftir.

  1. Ef ESB hætti að vera til, yrði -new alignment í Evrópu- þ.s. ég hugsa að S-Evrópa leitaði til Tyrklands, en einnig Bandaríkjanna.
  2. Skandinavía leitaði til Bretlands, og þau samans til Bandaríkjanna.
  3. Þýskaland, aftur á móti leitaði til Rússlands, og þau samanlagt drottnuðu yfir Mið-Evrópu algerlega, kannski mínus Rúmenía er gæti náð að fylgja S-Evrópubandalaginu.
    Mjög slæmt fyrir Pólland, er yrði líklega beygt í duftið, en þjóðernissinnuð ríkisstj. þar er mjög andvíg Rússlandi.
    --Hugsanlega mundi þessi hópur að auki vinna með Kína.
  • Ef þetta yrði svona, þá mundi Evrópa aftur klofna í fylkingar milli risavelda.
    Og aftur mættum við sjá fjölmenna heri í Evrópu, gráa fyrir járnum.
    Og vaxandi fjandskap.
    --Kannski gæti 3ja styrrjöldin eftir allt saman hafist í Evrópu.

Hver veit ESB og stjórnvöld í Berlín hafa 3-mánuði til að forða þessu.
Kannski tekst þeim það!

 

Niðurstaða

Það er mögnuð ákvörðun er dómararnir í Karlsruhe virðast hafa tekið, gríðarlegar afleiðingar líklegar ef hún nær fram að ganga -- það alvarlegar að þær gætu skapað að mörgu leiti nýja heims-mynd.
Það hrun sem ég tala um líklega mundi vera stór steinn í átt að köldu stríði.
Friðsama Evrópa væri hugsanlega búin.

En það eru 3 mánuðir til stefnu, sem dómurinn gaf áður en bann hans til Seðlabanka Þýskalands, til þátttöku í nýrri björgunar-áætlun fyrir aðildarríki sambandsins tekur gildi.

En ef Bundesbank fær ekki að taka þátt mun það óhjákvæmilega stórfellt raska möguleikum Seðlabanka Evrópu til að aðstoða aðildarlönd Evrusvæðis, ef hann fær ekki að hjálpa löndum í vanda með sínum óbeina hætti er virkaði síðast -- fæ ég ekki séð hvernig annað getur orðið en ótrúlegt skala hrun; er gæti haft þær byltingakenndu breytingar á okkar heimsmynd í för með sér sem ég nefni.

Ísland mundi auðvitað fylgja Bandar. - Bretl. og Skandinavíu, ásamt S-Evr.
Í þeirri sviðsmynd ég teikna.
Efnahagsbandalag okkar við ESB mundi náttúrlega hverfa, og efnahagstjón okkar yrði einnig mikið eins og margra annarra. Þetta er mun fátækari sviðsmynd fyrir Ísland einnig og íslendinga.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband