Dánarhlutfall Svíþjóðar 11,5 falt dánarhlutfall Íslands, 7,75 falt dánarhlutfall Noregs, 6,2 falt dánarhlutfall Finnlands og 3,4 falt dánarhlutfall Danmerkur -- hinn bóginn hlutfall látinna hærra en í Svíþjóð í Bretlandi, Frakklandi og Spáni!

Eins og ég set þetta fram í fyrirsögn er auðvelt að setja málið fram með sláandi hætti.
Hlutföllin eru rétt reiknuð, að hlutfall þeirra er deygja fram til þessa í Svíþjóð er sláandi miklu hærra en í öllum öðrum Norðurlanda!

Svíþjóð
26.322 sýktir
3.225 látnir
Íbúar: 10,23 milljón

Danmörk
10.429 sýktir
529 látnir
Íbúar: 5,80 milljón.

Finnland
5.962 sýktir 
267 látnir
Íbúar 5,52 milljón

Noregur
8.099 sýktir
219 látnir
Íbúar: 5,37 milljón

Ísland
1.801
10
Íbúar: 0,36 milljón.

Dánarhlutfall miðað við höfðatölu:

  1. Svíþjóð dánarhlutfall: 0,031%.
  2. Danmörk 0,009%.
  3. Finnland 0,005%
  4. Noregur 0,004%
  5. Ísland  0,0027%.

Til gamans:

  1. Dánarhlutfall Svíþjóðar er 3,4 falt dánarhlutfall Danmerkur.
  2. 6,2 sinnum dánarhlutfall Finnland.
  3. 7,75 sinnum dánarhlutfall Noregs.
  4. 11,5 sinnum dánarhlutfall Íslands!

Annar samanburður væri:

Bretland
219.183 sýktir.
31.855 látnir.
66,65 millj.

  • 0,048% dánarhlutfall.

Ítalía
219.070 sýktir.
30.560 látnir.
60,36 millj.

  • 0,05% dánarhlutfall.

Spánn
264.663 sýktir.
26.621 látnir.
46,94 millj.

  • 0,057% dánarhlutfall.

Frakkl
176.658 sýktir.
26.380 látnir.
66,99 millj.

  • 0,039% dánarhlutfall.

Bandaríkin
1.363.126 sýktir.
80.546 látnir.
328,2 millj.

  • 0,025%

Þýskal.
171.767 sýktir.
7.557 látnir.
83,02 millj.

    • 0,009% dánarhlutfall.

Takið eftir að þetta er miklu hagstæðari samanburður.
Þá blasir ekki við annað en að Svíþjóð sé mitt í grúppunni:

  1. Spánn 0,057%
  2. Ítalía 0,05%
  3. Bretland 0,048%
  4. Frakkland 0,039%
  5. Svíþjóð 0,031%
  6. Bandaríkin 0,025%
  7. Þýskaland 0,009%

Skv. þessu er Svíþjóð sannarlega að uppskera verulega fleiri látna en Norðurlön.
En miðað við stærri löndin í Evrópu og Bandaríkin, lítur Svíþjóð ekki neitt illa út.

  • Líklega færir þetta byr í segl umræðunnar hvort ekki ætti að sleppa öllu lausu í löndum þ.s. veikin er hvort sem er orðin mikið útbreidd.
  • Hinn bóginn getur annað átt við í löndum þ.s. almenn stórfelld útbreiðsla hefur verið hindruð. 

 

Niðurstaða

Ef maður getur nálgast heildarniðurstöðu af þessum samanburði þá getur hann verið sá, að hugsanlega sé rétt eins og sænski yfirlæknirinn segir -- að sleppa öllu lausu í löndum þ.s. sjúkdómurinn er þegar búinn að ná mikilli útbreiðslu.
--Á hinn bóginn getur annað átt við í löndum þ.s. yfirvöldum hefur tekist að hindra stórfellda almenna útbreiðslu sjúkdómsins.

Á endanum sé kannski engin algild formúla.
Hinn bóginn má vera að ef heilbrigðis-kerfi séu miklu lélegri en í Svíþjóð.
--Sé það hugsanlega rök fyrir því að viðhalda víðtækum lokunum, þó niðurstaðan sé önnur í Svíalandi, þá getur verið að öflugt heilbrigðis-kerfi ráði miklu um útkomuna þar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna ertu að reikna dánarhlutfall út frá fjölda greindra tilfella? Þú veist vel að fjöldi greindra tilfella er hvergi í námunda við raunverulegan fjölda smitaðra. Samanburður við íbúafjölda er líka út í hött, því dreifing sjúkdómsins er mjög mislangt á veg komin eftir löndum. Hér er þetta hlutfall til dæmis mjög lágt, en það á vitanlega eftir að hækka mikið því veiran hefur enn sáralitla útbreiðslu hér.

Eina leiðin til að reikna rétt dánarhlutfall er að byggja á mótefnamælingum. Annað eru bara getgátur, til þess eins fallnar að rugla fólk í ríminu. Í Þýskalandi er búið að gera mótefnamælingu með slembiúrtaki. Niðurstaðan er að dánarhlutfall sé 0,37%.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 10:11

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú veittir því ekki athygli að tölurnar í þessari gtein eru út frá heildaríbúafjölda, hélt það væri nægilega skírt tekið fram - tölurnar ættu einnig augljóslega sýna svo sé.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.5.2020 kl. 12:01

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eins og ég nefndi er samanburður við íbúafjölda jafn mikið út í hött og samanburður við fjölda greindra tilfella.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 12:58

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, ég er augljóslega ekki sammála því að hlutfall látinna séu ekki áhugaverðar upplýsingar.
Mótefnamælingar eru einfaldlega ekki enn til, ekki vitað hvenær þær verða til, á meðan er dánartala það sem gefur besta vísbendingu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.5.2020 kl. 21:36

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að tala um mótefni, er rangt ... þetta er anti-body.  Sem þreifar á vírusnum, og ef er þekktur ... mun merkja hann fyrir að eyðast af öðrum cellum í immune-försvar okkar.

Þar sem ekki er til anti-body í líkama okkar,  nær vírusinn að breiða sér út og þegar kallað er á herinn, þá er þegar búið að hertaka bæinn.

Að þekkja anti-body á þessu, er þegar til. Svíþjóð hefur sína eigin þekkingu á þessum málum og getur unnið út frá því. Þeir þurfa ekki að kaupa "ónýtt" rusl frá Kína, sem er verra en ekkert.

Vandamálið er að veira þessi lifir í leðurblökunni, allar hennar æfi. Þetta er ástæðan fyrir því að hún var rannsökuð í upphafi, en menn hafa leitað að algildu meðali gegn kvefi og flensu (báðar eru kórónuveirur) í árararaðir. Jafnvel áratugi. En þessi eiginleiki veirunnar er áhugaverður. Þessi eiginleiki kom ekki fram fyrr en í Janúar, þegar byrjað var að rannsaka málið og kom í ljós að hún orðið til vegna grófrar vanrækslu öryggis í veirustofunni í Wuhan. Það er sagt að þar séu tvær, en það er aðeins ein sem er aðal rannsóknarmál hér.  En þó það sé ástæða til að hamra á Kína í þessu máli, vegna þess hversu vinstri sinnar alls staðar reyna að "fela" í stað þess að "deila með sér". Þá er stærst ábyrgð á hendur BNA, Bretlands, Ástralíu og Frakklands. Þessir aðilar fjármögnuðu, byggðu og gáfu sýni ... vitandi um öryggisvandamál sem þar var. Rannsóknarstofan byggði og skapaði nýjar veirur, gerði tilraunir á dýrum ... og hún slapp, bæði út í bæ og í náttúruna.

Hvaða máli skiptir þetta?

í Nóvember á síðastliðnu ári, kom vinnufélagi tillbaka frá því að vera í einni verksmiðju í Wuhan. Kærasta hans er frá Hubei. Hann varð veikur og smitaði okkur alla á staðnum ... í stuttu máli sagt, vorum við veikir af einhverju skringilegu sem við aldrei höfum kynnst, í fleiri mánuði. Allir höfum við vinnufélagarnir sömu sögu að segja ... á þeim tíma sögðum við, að þessi flensa væri eitthvað allt öðru vísi en áður ... við losnuðum ekki við hana.

Enginn okkar, er laus enn.

Ég fór till AAre, í skíðaferðalag þegar veiran "spratt" upp þar. Þetta var í fyrsta skipti allt árið, sem snjóaði að einhverju viti þar nyrðra ... sama á við Ítalíu og Austurríki, bara vikuna áður enn í AAre. Þegar ég kem heim, hef ég illt í hálsinum, hef skringilegt lyktarskyn, bragðið er eitthvað sem ég alldrei haft áður, fæ útbrot á líkamann og er með niðurgang sem líkist því að ég hafi verið að laxera á hverjum degi. Einnig fylgja þessu lítilsvægir öndunarörðugleikar.  Enginn hiti, þannig að ég fer ekki á sjúkrahús ... né heldur félagar mínir. Við búum hér á norðurlöndum og höfum allir fengið meir eða minna, hita yfir 40 stig á æfinni ... þannig að þó sumir hafi fengið 39,5 stiga hita. Þá fékk enginn paník.

Við hlýddum allir þeim boðum, að láta þá allra verstu og svagaste íbúa fá sjúkrarúmin. Við hlýðum allir þeim boðum, að passa að halda fjarlægt frá næsta manni ... höfum alla tíð gert, meira að segja áður en veiran kom upp.

Enn þann dag í dag, ef ég fer út í kulda, eða vindi ... hef ég illt í hálsinum þegar ég kem heim, þó svo að ég hafi verið vel klæðum búinn. Um nóttina, svitna ég eins og grís ... en er frískur strax daginn eftir.

Félagar mínar, hafa allir svipaða sögu að segja.

Núna eru tölur í Svíþjóð á niðurleið ... við hér, erum orðnir eins og leðurblakan. Og þeir veikustu, þurfa ekki að óttast því við komum til með að blokkera öll smit til þeirra ... fyrir marga er þetta erfitt hér, að geta ekki farið og heilsað upp á aldraða móður sína. Þetta á bæði við mig, og félaga mína. Við flytjum mat, en skiljum það eftir við dyrnar hjá þeim, eða við dyrnar að elli heimilinu.

Ég segi að sjálfsögðu ekki allt ... því það er ekki í mínum verkarhring.

En það sem ég get sagt, er þetta ... á næsta vetri munum við hér kynnast því, hvort við munum enn smitast af kvefi og flensu, eða hvort þessi "leðurblöku" veira, sé hin algilda "mótefni" sem menn voru að letia eftir. Og þar með skil ég ykkur eftir, í spekúleringu þessa máls.

Örn Einar Hansen, 12.5.2020 kl. 10:59

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mótefnamælingar eru þegar til og hafa verið notaðar. Það er til dæmis verið að nota þær hérlendis núna, og í Þýskalandi er nýbúið að gera rannsókn á raunverulegu dánarhlutfalli með mótefnamælingum.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2020 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 846658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband