Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020
Þegar maður les fregnir af því að Seðlabanki-Bandaríkjanna sé að skófla trilljónum Dollara í formi - lána frá Bankanum, til að laga lausafjárstöðu aðila í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf; þá virkilega staldrar maður við!
--En það virðist að stórfelldur flótti aðila hafi verið í gangi inn í bandarísk ríkisbréf, samtímis því að stórfelld lækkun varð á mörkuðum með verðbréf - samtímis í Evrópu og Bandaríkjunum.
Fed promises to pump trillions of dollars into financial markets
Í þessu ástandi, virðist hafa myndast -- lausafjárvandamál er voru það stórfelld.
Að Seðlabanki-Bandaríkjanna, grípur til þess úrræðis að skófla trilljónum Dollara á málið.
Ath. miðað við bandarískar trilljónir.
- The Fed would now offer up at least $500bn in three-month loans, beginning immediately,...
- ...with another $500bn of three-month loans on Friday.
- It said it would also provide a $500bn one-month loan on Friday that settles on the same day.
- It also said it would continue to offer $500bn of three-month loans and $500bn one-month loans on a weekly basis until April 13 ...
Þetta eru sannarlega hressilegar viðbætur ofan á þá lánastarfsemi vanalega í gangi.
Cracks in US Treasury market could spell trouble for the system
Ef ég skil þá greiningu sem kemur fram í þessari frétt, var hvorki meira né minna en möguleiki á því -- að viðskipti með bandarísk ríkisbréf lentu í vandræðum.
--Sem skýri risastóra peninga-dælu bandaríska-Seðlabankans.
- Bandarísk ríkisbréf, eru sjálft gólfið í heims fjármála-viðskiptum.
Við gætum því hugsanlega hafa verið að tala um - vanda!
Er hefði getað skapað fjármálakreppu. - Þess vegna velti ég því fyrir mér, hvort bandaríska kerfið var hugsanlega að ramba á barmi - nýrrar fjármálakreppu?
En umfang þeirra peningadælu sem Seðlabankinn hóf -- gæti passað við umfang sem gæti þurft til að forða slíkri!
Risastórt verðfall hófst strax og fregnir bárust af ferðabanns-ræðu Trumps! Hófst kreppan næstum því þennan dag?
This was the most expensive speech in history. -- said Luca Paolini, chief strategist at Pictet Asset Management. -- Investors are voting with their feet, and I cant blame them.
US stocks fall 10% in worst day since 1987 crash
Ferðabanns-ræða Trumps, virðist hafa -- startað fjallstóru ruggi á fjármálamörkuðum!
--Mikið af því fé virðist hafa leitað í bandarísk ríkisbréf.
- Sem gæti skýrt, af hverju kerfið allt í einu fór að ramba.
Og Seðlabankinn þurfti að hefja þessar risastóru björgun.
Hver sem tilgangur Trumps var með ræðunni - þá greinilega róaði hún ekki markaði.
Heldur þvert á móti - startaði að bestu verður séð, ógn og skelfingu þar.
- Meðalhrap markaða í Bandar. var 10%.
- Meðalhrap markaða í Evrópu var 11%.
Það kvá vera mesta tap markaða Evrópu á einum degi.
Spurning hversu útbreiddur er COVID-19 í Bandaríkjunum?
Hann er í 44 fylkjum - en það sem er virkilega áhugavert, hve fáir Bandaríkjamenn virðast enn hafa verið prófaðir heilt yfir -- skv. tölum er liggja fyrir eru þekktir sýktir rúmlega 1.200.
After surveying local data from across the country, we can only verify that 4,384 people have been tested for the coronavirus nationwide, as of Monday at 4 p.m. eastern time.
Skv. víðtækri rannsókn bandarísks fjölmiðils, tókst fjölmiðlinum einungis að staðfesta að 4.384 hafi verið prófaðir innan Bandaríkjanna -- ath. þann 8/3 sl.
--Ef þetta er rétt, hljómar það all svakalegt.
- Ég meina, hvernig geta yfirvöld yfir höfuð haldið því fram þau hafi nokkra minnstu hugmynd um hve margir eru smitaðir innan Bandaríkjanna -- með einungis tæplega 4.400 prófaða?
The Dangerous Delays in U.S. Coronavirus Testing Havent Stopped
Það virðist sem að - klúður hafi orðið í ferlinu hjá alríkinu við innleiðingu prófa.
Ríkisstjórnin hefur í þessari viku - brugðist við með því að panta próf frá fyrirtækjum.
- Þetta setur auðvitað spurningamerki við - áreiðanleika talna er liggja fyrir innan Bandaríkjanna um raunverulegan fjölda sýktra.
- Höfum í huga, að einka-aðilar hafa boðið prófin til sölu á 1.500$.
Sem er ótrúlega há upphæð fyrir venjulegan launamann.
Ég get ekki ímyndað mér, að nokkur hafi prófað sig - sem þurfti að borga, nema eftir að sá var þegar orðinn fársjúkur.
--Trump setur þetta fram í ræðu sinni, að þörf sé enn á því að verja Bandaríkin gegn flæði veirunnar - sem hann kallar útlenda veiru - að utan.
En það virðist afar afar líklegt - að raunverulegur fjöldi sýktra sé miklu mun hærri en opinberar tölur halda á lofti.
--Þar virðast hafa verið ótrúlega fá próf framkvæmd fram að þessu.
Donald Trumð heldur því fram í ræðu sinni að sýktir í Bandaríkjunum hafi megni til sýkst í Evrópu -- sem réttlætingu þess að loka á ferðir frá Evrópu.
En miðað við einungis tæp 4.400 próf er erfitt að sjá yfirvöld hafi í reynd nokkra hina minnstu hugmynd um, hver fjöldi sýktra raunverulega er innan Bandaríkjanna.
Ég er ekki að segja - að fullyrðingar Trumps séu klárlega rangar -- ég er að segja, að ég sé ekki hvernig Trump getur raunverulega haft nokkra hugmynd um, hver hin raunverulega staða er varðandi dreifingu COVID-19 innan Bandaríkjanna, hafandi í huga hve óskaplega fáir Bandaríkjamenn virðast hafa verið prófaðir fram til þessa.
Hafandi í huga að 44 fylki hafa í þessari viku kynnt dreifingu á COVID-19.
Þá eru greinilega fjölmargir dreifingar-punktar til staðar.
--Líkur þess að smitaðir Bandaríkjamenn séu miklu mun fleiri, virðast fullkomlega yfirgnæfandi.
Það þíði einnig, að eiginlega sé sennilega ekkert hægt að segja, hvernig flestir hafi smitast -- þ.s. allar upplýsingar skorti!
Niðurstaða
Mér finnst virkilega viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna við sjúkdómnum ekki vera sannfærandi, en hafandi í huga að líklega hafa bandarísk yfirvöld í reynd afar litla hugmynd um raunverulega dreifingu COVID-19 meðal íbúa Bandaríkjanna, þá að sjálfsögðu vita þau ekki heldur -- hvernig COVID-19 er einna helst að dreifast.
En með dreifingu þegar til 44 fylkja, virðist mér afar ólíklegt að lokanir að utan, skipti nokkru umtalsverðu máli - en þær sannarlega á hinn bóginn skaða efnahag landsins og Evrópu.
Það er líklega hvers vegna tilkynning Trumps leiddi til þessa rosalega verðfalls.
Það er mat markaðarins á efnahagstjóninu er líklega mun stafa af ráðstöfunum forsetans.
Síðan virðist að -- hin stóra sveifla á markaði, hafi reynt á þanþol fyrirtækja starfandi á markaðnum -- hversu stór hættan var/er veit maður ekki!
--En í ljósi risastórra björgunaraðgerða Seðlabanka Bandaríkjanna!
Hefur sú hætta líklega ekki verið smá í sniðum!
Þess vegna velti ég fyrir mér, hvort heimurinn næstum því hóf heimskreppu sl. fimmtudag?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rétt að taka fram að heildarfjöldi smitaðra í Bandar. er enn - verulega minni a.m.k. hvað varðar staðfestan fjölda smitaðra en í Evrópu.
Hinn bóginn veikleiki að það kostar 3500$ að fá greiningu.
Meðan próf eru ókeipis í Evrópu.
--Hættan er augljós margir séu ógreindir.
Bandaríkin eru þó að fara að verja stórauknu fjármagni í baráttu við COVID-19!
Skv. fréttum, hefur Donald Trump undirritað 8,3 milljarða.$ aukafjármögnun gegn COVID-19.
--Ef marka má fréttir, fylgir nýju löggjöfinni 3 milljarða í stuðning við þróun lyfja, 2,2ma. í forvarnar-aðgerðir, og 1 milljarð til stuðnings baráttu einstakra fylkja.
--Ath. ríkisstjórnin bað um 2,5 milljarð - þingið ákvað 8,3 milljarða.
Hvort að ríkisstjórnin vanmat stöðuna, þá breytist hún virðist afar hratt!
- Ég reikna með því að 2,2 milljarðar til forvarna, þíði að alríkið fjármagni nú stórfellt aukinn fjölda prófa - svo fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur hvort það getur borgað.
- Mér skilst að auki, til standi að kaupa búnað - sem kvartanir voru uppi að þegar væri alvarlegur skortur á, t.d. búnað til að verja hjúkrunar-fólk og lækna.
US deaths rise to 19 as New York declares state of emergency
Uppfærð dánartíðni COVID-19 skv. WHO 3,4%:
Coronavirus cases surpass 100,000 worldwide while US deaths top 14.
- Flestir sérfræðingar virðast þó enn telja hana í kringum 2%.
Ætla halda mig við þá tölu þar til frekari upplýsingar gefa annað til kynna.
Skv. fréttum hefur Ítalía sett allt Langbarðaland í sóttkví!
Það væri sambærilegt við það, Bandaríkin gerðu slíkt við heilt fylki.
Skv. fréttum búa 16 milljón í Langbarðalandi á N-Ítalíu.
Tilfelli heiminn vítt: 8/3 sl.
- Kína ca. 80.700
- Suður-Kórea ca. 7.300
- Ítalía nálgast 6þ.
- Frakkl. um 950.
- Þýskal. 800.
- Spánn 525
- Japan ca. 460.
- Bandar. 433
Tölurnar frá Bandaríkjunum hljóma ekki svo alvarlegar við fyrstu sýn.
Það sem þó gerir það er tilfinningin um hraða dreifingu - sbr. sl. viku höfðu 15 fylki tilkynnt tilfelli - vikuna þar á undan var það einungis eitt fylki - nú 3. vikuna 27 fylki.
- Ástæða áhyggna, þessir mörgu dreifingar-punktar, þ.e. 27 fylki.
- Og að próf hafa kostað 3.500 US Dollars fram á þennan punkt.
--Það gætu því verið margir sýktir er ekki hafa verið prófaðir.
Að þetta er að greinast í mörgum fylkjum - frekar en hitt ýtir undir þann ótta.
- Ný fjármögnun til baráttunnar gæti því fjölgað hratt þeim er greinast á nk. dögum.
Ef það er svo margir hafa ekki farið í próf því þeir eiga ekki 3.500$. - Mig grunar sannast sagna að mjög erfitt geti reynst að stöðva frekari dreifingu COVID-19 eftir að veikin hefur náð til þetta margra fylkja.
--Stefnan um að leitast við stöðva dreifingu frá útlöndum með því að banna flug frá sumum löndum, virðist ekki hafa skilað þeim árangri sem menn töldu sig eiga von á.
--Augljósi punkturinn sá, fyrst beint flug er bannað frá Kína gæti einstaklingur millilent í öðru landi og flogið síðan beint frá því landi í staðinn með öðru flugfélagi en kínversku!
Ætli einhverjir hafi ekki einmitt gert þetta?
Niðurstaða
Það snýst ekki um sérstaka andbandaríska afstöðu áhugi minn á dreifingu COVID-19 í Bandaríkjunum. Heldur einfaldlega þann punkt, en sannarlega ættu Íslendingar að þekkja vel til dreifingar COVID-19 á Ítalíu þaðan sem hafa komið margir veikir Íslendingar beint í sóttkví, að Bandaríkin - ásamt Evrópu og Kína, er eitt 3-ja meginhagkerfa heimsins.
--Punkturinn er einfaldlega sá, að ef sjúkdómurinn dreifist einnig í Bandaríkjunum að ráði.
--Fara líkur á heimskreppu af völdum COVID-19 hratt vaxandi.
En áhrif COVID-19 eru augljóst efnahagslega bælandi, slík áhrif þegar augljós á Kína - þeirra ætti að vera farið einnig að gæta að ráði innan Evrópu fljótlega - í ljósi harðra mótaðgerða sem helstu lönd Evrópu hafa verið að tilkynna.
Þannig að það ætti að vera augljós skynsöm ástæða að fylgjast með því hvort Bandaríkin eru á svipaðri vegferð og Evrópa, jafnvel Kína! Því ef svo er, þá versnar efnahagslegt útlit hratt.
Bendi aftur á, 27 fylki hafa nú tilkynnt ný-smit meðal eigin íbúa.
Þó sannarlega margir Íslendingar hafi nú greinst, yfir 50 gæti verið met miðað við höfðatölu, hefur enginn látist - skv. fréttum sunnudags hafa þó miður smit meðal almennings sem ekki er hægt að tengja ferðum erlendis verið greind í fyrsta sinn.
--Sjókdómurinn því miður einnig farinn að ganga í samfélaginu hér.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.3.2020 kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og flestir ættu vita, bannaði Donald Trump beint flug frá Kína - sem auðvitað þíddi ekki að fólk frá Kína gæti ekki samt komist til Bandaríkjanna t.d. með því að millilenda fyrst í öðru landi, taka flug þaðan með öðru félagi til Bandaríkjanna!
--Ef marka má nýjustu fréttir er benda til hraðrar útbreiðslu COVID-19, má reikna með því að veiran sé á leið með að verða að raunverulegri - farsótt þar.
- Eins kaldhæðið og það hljómar, gætu Bandaríkin innan skamms haft fleiri sjúklinga en Kína.
- COVID-19 gæti því þróast yfir í stóra þrekraun fyrir sitjandi forseta - hugsanlega jafnvel haft áhrif á möguleika hans til endurkjörs.
--Það er því ekki út í hött, að velta fyrir sér möguleika á að banna flug frá Bandar.
U.S. preps for a pandemic as coronavirus claims 6 lives in Washington state
The new disease has killed six people in the country, four from one nursing home near Seattle and two others in the same county. -- There were just over 100 cases in 15 states as of Tuesday morning, with New Hampshire and Georgia being the most recent to join the battle against the virus.
Þetta kort er birt 2/3!
Það sýnir hvaða fylki virðast helstu útbreiðslu-miðjur sjúkdómsins innan Bandaríkjanna þessa stundina -- en staðan virðist á hraðri hreyfingu, gæti litið mjög ólíkt út eftir viku!
--Bendi á að um sl. helgi, var sjúkdómurinn einungis greindur í 3. fylkjum með nýútbreiðslu innan samfélagsins.
Vandamálið er hve fólk ferðast mikið, innan Bandar - milli fylkja oft daglega með flugi, auðvitað gríðarleg umferð á landi einnig.
--Það er því ekki að undra, að fljótlega eftir að sjúkdómurinn hefur göngu sína innan samfélagsins, dreifist hann með ógnar-hraða.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist enn fókusa út á við:
Outbreak Strikes Seattle Area as Testing Is Scrutinized
Pence "Within the next 12 hours, there will be 100 percent screening, all direct flights a all airports across Italy and across South Korea..."
Hvaða gagn er af því herra Pence, þegar sjúkdómurinn þegar er í hraðri útbreiðslu innan Bandaríkjanna sjálfra -- gangandi manna á milli?
Í ræðu frá Trump, virtist Trump einnig fókusa út á við:
My administration is also taking the most aggressive action in modern history to protect Americans from the coronavirus. You know about this whole thing, horrible. Including sweeping travel restrictions. Today, we met with the big great pharmaceutical companies, and theyre really working hard and theyre working smart, and we had some we had a great meeting today with a lot of the great companies and they could have vaccines I think relatively soon.
And theyre going to have something that makes you better, and thats going to actually take place we think even sooner. So its a lot of good things are happening. But we have strong borders and really are tough, and early actions have really been proven to be 100 percent right. We went out, were doing everything in our power to keep the sick and infected people from coming into our country. Were working on that very hard.
My job is to protect the health of American patients and Americans first. Washington Democrats are trying to politicize the coronavirus, denigrating the noble work of our public health professionals, but honestly not so much anymore. Everyone appreciates these are the greatest professionals in the world at what they do.
Were going to reduce the severity of whats happening. The duration of the virus, we discussed all of these things, we will bring these therapies to market as rapidly as possible. And I have to say with a thriving economy, the way it is, and the most advanced health system on Earth, America is so resilient, we know what were doing. We have the greatest people on Earth, the greatest health system on Earth.
Herra forseti, þ.s. ég les úr þessu, þú ræddir við lyfjafyrirtæki er ætla að hafa lyf tilbúið - einhverntíma.
Síðan talar þú um það - hve vel þú ætlar að verja landamæri Bandaríkjanna!
--En hvernig ætlar þú að beita þér gegn hraðri útbreiðslu sjúkdómsins þegar í gangi í Bandaríkjunum sjálfum?
- Er það loforðið um lyf einhverntíma í framtíðinni - með hendur í skauti annars?
Fyrir Trump sjálfan -- vonandi áttar hann sig fljótlega á því, að hröð útbreiðsla sjúkdómsins innan Bandaríkjanna -- gæti ógnað endurkjöri hans síðar þetta ár.
--En rökrétt ef kjósendur upplyfa meiriháttar -disaster- í gangi fyrir landið án þess að ríkisstjórn landsins sýni gagnleg viðbrögð -- er rökrétt að kjósendur taki því illa.
Niðurstaða
Er einhver von til þess að Bandaríkin grípi til harðra aðgerða til að berjast gegn sjúkdómnum sem sum önnur lönd hafa notað? Kína lokaði af heilu borgunum, þ.e. ferðir til og frá þeim voru bannaðar, vegum og öðrum samgöngum - ásamt flugi, pent lokað.
--Árangurinn er sú, Kína virðist nú vera ná valdi á sjúkdómnum.
Innan Japans og SK - hafa allar fjöldasamkomur verið bannaðar um tíma, fjölda-samkomustöðum lokað tímabundið t.d. kvikmynda-hús, sumum risa-verslunum - Japan meira segja greip til þess ráðs að skipa barnaskólum að loka tímabundið.
Samanborið við þetta, þegar sjúkdómurinn er þegar í hraðri dreifingu innan Bandaríkjanna.
--Segist forsetinn leggja traust á lyfja-iðnaðinn loforð um lyf einhverntíma.
--Og segir frá aðgerðum þeim sömu og Pence talaði um, að greina sérhvern farþega frá Suður-Kóreu, Japan og Ítalíu.
Það gerði mun meir gagn -- að setja upp slíkar greiningar-stöðvar á innanlands-flugvöllum í Bandaríkjunum sjálfum -- gæti kannski hægt eitthvað á hinni hröðu dreifingu.
--En að skoða betur farþega erlendis eftir að sjúkdómurinn er að ganga í hratt vaxandi fjölda fylkja -- --> Er lítt gagnlegra virðist mér, en að pyssa upp í vindinn.
Spurning hvenær Trump vaknar við það -- að ef stefnir í algert -national disaster- þá er afar sennilegt að kjósendur taki því illa, og kenni um sitjandi forseta ef þeim virðist aðgerðir ríkisstjórnar hans lítt eða ekkert gagn gera!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2020 | 14:12
Gæti COVID-19 skaðað framboð Donalds Trumps? COVID-19 byrjuð að dreifast í Bandaríkjunum!
Smytun á COVID-19 greinilega hafin í þrem mismunandi fylkjum Bandaríkjanna. Stefna Trumps að halda veirunni frá Bandaríkjunum - hefur skv. því ekki heppnast!
Ég hef verið að lesa gagnrýni innan Bandaríkjanna um - skort á undirbúningi fyrir COVID-19.
Það sem ég heyri er, það kosti 3500$ að vera prófaður fyrir COVID-19, þú sért rukkaður fyrst og fáir ekki prófun á einka-sjúkrahúsi eða einka-heilsugæslu-stöð, nema annað af tvennu að hafa gilda sjúkra-tryggingu sem einungis betri atvinnu-rekendur skaffa sjálfkrafa annars þarf viðkomand sjálfur að útvega sér slíka - láglaunafólk sé ólíklegt að hafa sjúkratryggingu og samtímis ólíklegt að geta greitt fasta-gjaldið.
--Donald Trump, afnam niðurgreiðslur sem Obama hafði komið á af hálfu alríkisins sem verulega niðurgreiddi sjúkratryggingar til lægri launa-hópa. Þetta gæti bitnað nú á Bandaríkjunum!
Fyrir utan þetta, er CDC eða Center for Desease Control and Prevention - sagt hafa verið skaðað af niðurskurði fjármagns til þess, sem innleitt hafi verið af Donald Trump. Gagnrýnin segir að geta CDC til að framkvæma prófanir sé smávægileg miðað við vandamálið sem Bandaríkin standa fyrir - skv. einum ummælum ég sá, sé geta CDS innan við þúsund prófanir per mánuð, samtímis sé SK-nú að gera 90þ. prófanir á mánuði.
--Þetta geti þítt, að neyðar-móttökur almennra sjúkrahúsa í Bandar. verði mjög fljótt umsetnar, ef veikin fer eitthvað að ráði að breiðast út.
Ef gagnrýnin er rétt, gæti bandaríska heilbrigðis-kerfið hrunið stórum hluta á undraverðum hraða!
Washington confirms the first COVID-19 death in the United States
- The United States currently has 66 known cases of COVID-19, which includes several recovered patients and four presumptive positives based on local testing that are pending confirmation from the CDC.
- Last week, several cases in Oregon, California, and Washington emerged with no apparent connection to countries with large outbreaks; these patients are assumed to have caught COVID-19 due to its circulation among communities in the United States.
Skv. þessu er náttúruleg dreifing COVID-19 meðal íbúa Bandaríkjanna þegar hafin, þ.e. sjúklingar eru að koma fram sem hafa greinilega sýkst af öðrum Bandaríkjamönnum, sjúklingar er hafa engin þekkt tengsl við utanaðkomandi aðila - hafa ekki ferðast nýverið út fyrir Bandaríkin.
--Þannig að taktík Trumps að viðhafa lokanir á landamærum, og bann við flugi til tiltekinna landa - hafi sýnilega brugðist.
Ef gagnrýnin um nær algeran skort á undirbúningi og getu innan stofnana Bandaríkjanna til að fást við meiriháttar dreifingu hættulegs sjúkdóms er rétt!
Þá gæti útkoman orðið að sína Bandaríkjamönnum fram á það að þeirra innanlandskerfi séu vanhæf til óhæf, er gæti sannarlega bitnað á sitjandi forseta!
Bernie Sanders mundi sannarlega geta notað slíka útkomu.
Ef hann verður frambjóðandi Demókrata!
Niðurstaða
COVID-19 gæti reynst sú prófraun er gæti reynst Donald Trump kvað erfiðust. Þetta er sum part honum sjálfum að kenna. En niðurskurður á Obama-care t.d. að slá af niðurgreiðslur alríkisins á sjúkratryggingum til fátækra -- rökrétt hefur fækkað þeim er hafa sjúkratryggingar og eru í lægri launahópum. Þar af leiðandi, rökrétt hefur Donald Trump skert aðgengi Bandaríkjamanna í lægri launahópum - að þeim prófunum sem þarf að framkvæma til að greina COVID-19 smit.
Fyrir utan það, virðist hann hafa minnkað framlög til CDC - óþekkt fyrir mér hversu miklu máli sá niðurskurður raunverulega skipti, hinn bóginn opnar sá niðurskurður á augljósa leið fyrir gagnrýnendur til að koma sök á Trump, því til að sannfæra kjósendur um slíka sök.
Fyrir utan þetta, hafa kjósendur það sem mætti kalla - náttúrulega hneygð til að kenna sitjandi ríkisstjórn um það, ef eitthvað stórfellt fer úrskeiðið burtséð frá raunverulegri sök stjórnvalda þar um eða ekki.
Mér virðist ef Bernie Sanders verður valinn hjá Demókrötum, væri hann hugsanlega í einna bestri aðstöðu til að gagnrýna Donald Trump - ef útkoman er einhvers konar klúður.
Vegna þess að Sanders hefur sennilega mesta tiltrú lægri tekjuhópa innan Bandaríkjanna.
Sem þetta klúður af af því klúðri verður mundi einna mest líklega bitna á.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar