Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020

Hefur Viktor Orban formlega gerst einræðisherra Ungverjalands? Skv. nýrri lagabreytingu gildir neyðarástand ótakmarkað!

Bendi á Orban hefur 2/3 þingmeirihluta og fulla stjórn á sínum flokki, samtímis hafa fylgismenn hans meirihluta í stjórnarskrárdómstól landsins í dag og því má áætla að Orban - ráði því nokkurn veginn fullkomlega hvernig sá dómstóll komi til með að túlka það hvort tilskipanir frá Orban sjálfum standast stjórnarskrá landsins eða ekki.

Einræðisherra?

Hungary's PM Orban gets sweeping powers to tackle coronavirus ...

Orban handed power to rule by decree in Hungary

Hungary’s parliament approved on Monday a controversial bill that will extend the state of emergency declared earlier this month and allow premier Viktor Orban to govern by decree for an indefinite period of time.

Lagalega séð út frá stjórnarskránni er það þingið sem veitir heimildina.
Og þingið getur með sama lagatæknilega hætti afnumið þá heimild forsætisráðherra.
--Að stjórna ótímabundið með tilskipunum.

  1. Spurningin er einfaldlega hvort Orban muni nokkru sinni gera slíkt?
  2. En ég þekki dæmi þess frá 20. aldar sögu þessara veraldar - að upphaflega kjörnir einstaklingar hafi tekið sér einræðisvöld í nafni neyðarlaga.

Flestir þeir einstaklingar ég man eftir höfðu titilinn forseti.
Ég fullyrði ekkert um það hvað Orban mun gera!

En nú þegar hann raunverulega hefur full völd á við einvalds-konung eða einvalds-keisara, eða tja - einræðisherra.
--Er eðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort hann afsali sér þeim völdum nokkru sinni.

En eins og málið lítur út - virðist það algerlega háð hans persónulegu ákvörðun.
Ekkert sem blasir við sem klárlega hindrar það - ef það er hans val.
--Að stjórna Ungverjalandi þess vegna til æfiloka skv. tilskipunum, skv. neyðarlögum.

Vegna þess að framtíðin verður ætíð að skoðast óviss.
Fullyrði ég að sjálfsögðu ekkert um það hvað mun gerast.
--En freystingar valdsins eru augljósar, margir í sögunni hafa ekki getað sleppt sambærilegu haldi á ótakmörkuðum völdum þegar þeir loks hafa þau í hendi.

 

Niðurstaða

Það væri sannarlega sérstök vegferð að maður sem var harður andstæðingur alræðis kommúnista í eigin landi á sínum tíma, endi sinn pólitíska feril á því að koma eigin landi inn í annað hugsanlega á enda allt eins mikið spillt fyrirkomulag einræðis.
En þ.e. þekkt að Orban hefur skapað spillt kerfi þ.s. aðilar fá margvíslega bitlinga frá ríkinu sem þeir græða á - gegn því að fjármagna á móti starf stjórnmálaflokks Orban, kerfi með áhugaverðum hætti vaxandi líkt því kerfi ofur-auðugra stuðningsmanna sem Pútín í gegnum árin hefur komið fyrir á vel völdum stöðum þ.s. þeir auðgast óskaplega stjórna auðlyndum landsins en Pútín stjórnar því fullkomlega samtímis hvort þeir fá áfram að halda þeim auð eða safna frekari auð eða ekki, þannig búið til kerfi vísvitandi spillt -- sem eiginlega er nokkurn veginn endursköpun á gamla konungskerfinu er var til staðar svo lengi áður fyrr þ.s. aðall og konungar ríktu, fámenn klíka átti allt - kongur/keisari/einræðisherra toppurinn á jakanum.

 

Kv.


Hræðilegir hlutir geta gerst í Bandaríkjunum þegar milljónir tapa heilsu-tryggingum, en 3,3 milljón bandarískra verkamanna töpuðu vinnunni í vikunni!

Spurningar vakna um þær hræðilegur kringumstæður að í mjög mörgum tilvikum er - heilsutrygging Bandaríkjamanna tengd þeirra vinnu, þannig að þegar þeim er sagt upp - í mörgum tilvikum tapa þeir einnig stærtum hluta aðgengi að -- þjónustu heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna!
--Þetta gæti reynst sérstaklega hættulegt nú þegar COVID-19 geisar.
Skv. nýjustu tölum United States Coronavirus Cases: 101,652.

Record 3.3m Americans file for unemployment as the US tries to contain Covid-19

Coronavirus layoffs surge across America, overwhelming unemployment offices

How do 3 million newly unemployed people get health care?

Ef þú hefur ekki heilsutryggingu getur reynst dýrt að leita eftir aðstoð vegna COVID-19: Total Cost of Her COVID-19 Treatment: $34,927.43.
Ef fólk er ekki með tryggingu, þá getur því verið hafnað um þjónustu er getur haft afleiðingar ef þú ert alvarlega veikur: Teen Who Died of Covid-19 Was Denied Treatment Because He Didn't Have Health Insurance.

  1. Það sem er merkilegt við fjölgun á atvinnulausum um rúmar 3 milljónir á einni viku.
  2. Þetta er mesta fjölgun atvinnuleysis á einni viku í sögu Bandaríkjanna.

Langt í frá allir þeirra sem misstu vinnuna - missa tryggingu samtímis.
Það er misjafnt eftir vinnum hvort trygging fylgir með - einnig misjafnt eftir fyrirtækjum.
Síðan afla sumir sér tryggingar sjálfir - en í láglaunastörfum kvá algengt að fólk starfi en hafi samt ekki efni á tryggingu!
--Síðan geta margir er missa starf en hafa eigin tryggingu lent í vandræðum með iðgjöld.

  • Yfir 8 milljón Bandaríkjamenn voru án tryggingar -- fyrir.
  • Það gætu hæglega hafa bæst við - 2 milljónir án trygginga þessa sl. viku.

Þessi staðreynd að - fólk án trygginga þarf að borga fullan kostnað af þjónustu gæti átt eftir að reynast mjög mikið vandamál í COVID-19 krísunni!
COVID-19 krísan gæti því hugsanlega opnað umræðuna um heilbrigðismál í Bandaríkjunum sem aldrei áður.
--Eftir allt saman getur farið svo að fullt af fólki láti lífið, því það fær ekki þjónustu.

Það verður áhugavert hvaða áhrif öll þau vandamál sem nú spretta fram koma til með að hafa á forsetakosningar nk. haust.
--Trump eftir allt saman skar niður svokkallað Obama-care þ.s. m.a. var veitt fé af ríkinu til þess að niðurgreiða heilbrigðis-tryggingar til láglaunafólks.

 

Niðurstaða

Eina sem ég er viss um er að kerfisfyrirkomulagið í Bandaríkjunum á eftir að skapa vandræði í ofan, er COVID-19 krísan gengur yfir Bandaríkin. Þegar eru þekkt smit komin yfir 100.000 - þ.e. aukning um meir en 80þ. þekkt smit á einni viku. Í sömu viku og yfir 3 milljónir Bandaríkjamanna töpuðu vinnunni -- margir þeirra líklega samtímis töpuðu heilsu-tryggingum sínum, sem þíðir að aðgengi þeirra að heilsu-þjónustu skerðist stórfellt samtímis og hættulegur sjúkdómsfaraldur geisar -- einkarekin heilsufyrirtæki munu rukka um fullan kostnað.
--Spurning hvort þetta valdi jafnvel uppþotum, en fólk gæti verið að deyja utan dyra, því það fær ekki þjónustu því það á ekki pening.

 

Kv.


COVID-19 gæti orðið skæður aftur með haustinu þó vírusinn gæti hjaðnað yfir sumar

Málið er að ef COVID-19 hefur ekki enn klárað að ganga í gegnum land, þá þíði það að hægir hugsanlega á smitun yfir sumar ekki endilega vírusinn sé endilega horfinn -- ef enn á þeim punktri helmingur eða meir íbúa hefur ekki gengnið með vírusinn, þá hafa þeir væntanlega ekki mótefni - vírusinn gæti enn verið að smita þó hægi verulega á smitun, enn verið fjöldi fólks gangandi með vírusinn!
--Þannig mér virðist rökrétt geta verið að þegar síðan kólnar að nýju með hausti og kjöraðstæður fyrir vírusinn koma aftur að þá aukist aftur tíðni smita og vírusinn geti aftir farið á fulla ferð.

  1. Sú freysting gæti verið í löndum að slá af aðgerðir yfir sumar því menn halda þetta sé verða búið.
  2. En ef það er ekki, gæti það að hætta aðgerðum - flýtt fyrir endurreisn vírussins með hausti er vetur langast.

Svokölluð -spanish flu- eða spanska-veikin gekk yfir heiminn í 3-öldum.
Stórum hluta vegna þess að útbreiðsluhraði var minni vegna frumstæðari samgangna.
--Stóru öldurnar 3 - hittu einmitt vetrarmánuði.

Í Bandaríkjunum höfðu hermenn smitast í Evrópu um vorið - komu heim um haustið, þeir virðast hafa borið smitið heim þó þeir hafi ekki þá verið veikir -- síðan spratt fram mjög skæð alda af veikinni um veturinn eftir í Bandaríkjunum þ.e. veturinn 1918/1919.
--Áhugavert að þá virðist veikin hafa tekið mikið af ungu fólki.

COVID-19 er ekki flensa, ekki skild flensu-vírus.
Hinn bóginn - ef sá vírus hægir á sér yfir nk. sumar.
Kannski hegðar hann sér svipað og flensa þá - geta aftur farið í fulla virkni haustið eftir.
--Fullyrði ekkert!

Í dag eru 68,594 Bandaríkjamenn með þekkt smit.
Smitaðir nú 85.377 - fleiri en í Kína, fleiri en á Ítalíu.
Ítalía hefur í dag 74,386.
Sl. laugardag voru Bandar. á einum punkti með 19,778 smit.
Fyrir tveim dögum voru smit 50þ. plús.
--Fjölgun þekktra smita er mjög hröð greinilega ekki þekkt hvort menn eru að greina þegar undirliggjandi smit eða hvort að þetta birti mikinn fjölgunarhraða smita.

“I Don’t Think the Virus Can Be Stopped Anymore”

Why the Second Wave of the 1918 Spanish Flu Was So Deadly

Eins og kemur fram er talið - Spánarveikin hafi stökkbreyst yfir sumarið.
Ég er ekki að leggja til að það gerist - að COVID-19 verði hættulegri en áður.
--En hann gæti kannski gert það sama og spænska veikin gerði.
--Þ.e. að liggja tímabundið niðri - en vera samt í fólki er gat borið vírusinn.
Þannig að um leið og kjör-aðstæður koma aftur með kólnandi dögum um haust.
Gæti veikin kannski snúið aftur af fullum þunga!
Svo fremi að enn sé a.m.k. helmingur íbúa ósmitaður því ekki með móefni.

  1. Ég fullyrði ekkert um þetta.
  2. Einungis í þessu sú ábending -- kannski séu sumarhitarnir ekki sú björgun sem margir halda.

 

 

Niðurstaða

Þessi vangavelt sem ég er með byggist á umræðunni hvort COVID-19 hegði sér eins og flensa. Skæðasta flensan sem þekkt er var sú er gekk yfir heiminn 1918-1919. Sú flensa svokölluð spönsk-veiki fór um heiminn í 3-öldum, væntanlega barst hún hægar en COVID-19 vegna lélegri samgangna.

Það sem vekur eftirtekt er að bandarískir hermenn í Evrópu virðast hafa smitast yfir sumarið þó þeir yrðu ekki veikir -- borið vírusinn heim með sér til átthaga er þeir voru fluttir heim eftir að Fyrra-stríði var lokið um haustið 1918.
Síðan í köldu árferði veturinn 1918/1919 er eins og fullkonar aðstæður fyrir þann flensu-vírus hafi skapast í vetrarkuldunum, og vírusinn reyndist ákaflega skæður þann vetur.

Vírusinn var sem sagt skæður í nokkrum meginlandslöndum Evrópu áður en sumraði 1918, virðist síðan hafa hjaðnað yfir sumarið -- en síðan er eins og veikin aftur fari í fullan gang veturinn 1918/1919.

Sá flensu vírus virðist hafa stökkbreyst til hins verra yfir sumarið.
En það þarf ekki að koma fyrir COVID-19 endilega.
--En mér virðist það þó geta gerst, að COVID-19 fari aftur af stað þegar sumri tekur að halla.

  • Að hægi yfir sumar sé ekki endilega það að allt sé búið.

 

Kv.


Djúpt efnahagshrun staðfest í tölum í Evrópusambandinu völdum COVID-19

Tölurnar eru frá MarkitEconomics er reglulega birtir yfirlitstölur skv. reglulegum könnunum sem fyrirtækið stendur fyrir meðal aðila starfandi í atvinnulífi, á þeim grunni birtir fyrirtækið reglulega yfirlytstölur er sýna sveiflur í umfangi viðskipta.
Sjá einnig frétt Financial Times: Business activity crashes to record low in eurozone.

Indexinn virkar þannig: 50 er núll staða -- yfir 50 aukning -- undir 50 samdráttur.

Purchasing Managers’ Index Eurozone : Data collected March 12-23

  • Flash  Eurozone  PMI CompositeOutputIndex(1)at 31.4(51.6inFebruary).
    Record low (since July 1998): samdráttur 20,2%.
  • Flash  Eurozone  Services PMI Activity  Index(2)at 28.4(52.6in February).
    Record low (since July 1998): samdráttur 24,2%.
  • Flash Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4)at 39.5(48.7in February).
    131-monthlow: samdráttur 9,2.
  • FlashEurozone  Manufacturing  PMI(3)at 44.8(49.2in February).
    92-month low: samdráttur 4,4.

Eins og sést á þessu er megin-samdrátturinn bersýnilega í þjónustugreinum.
Ef einhver tók eftir í RÚV í gær var viðtal við Íslending er virðist háttsettur í samtökum innan hótela og veitingastaða-geirans í Evr., sá mat að 10 milljón af 11 milljón starfsm. í þeim geira gætu verið án atvinnu eða í mjög minnkuðu starfi um þessar mundir.

Greinilega virkar þjónustugeirinn mjög þungt - fyrst að 24,2% samdráttur í kaupum innkaupastjóra þar, samsvarar að mati MARKIT heildarsamdrætti í mældum viðskiptum upp á 20,2%.

French business activitycontracted at the sharpest rate in nearly 22 years of data   collection, the composite flash PMI sliding from  52.0in  February to  30.2. A record  decline  in  service  sector  activity was accompanied by the  sharpest drop in factory production since March 2009.

The equivalent index for Germany meanwhile plungedfrom 50.7 in February to 37.2, signalling a weaker downturn than France but still down to its lowest since February 2009. Germany saw a record deterioration   of   service   sector activity and the largest drop in manufacturing  output since  July 2012.

The rest of the euro areareported an even steeper decline than seen in both France and Germany,  led  by comfortablythe sharpest fall in service  sector activity ever recorded, though manufacturing output also shrank at the steepest rate for almost 11 years.

Frakkland: samdráttur 21,8.
Þýskaland: samdráttur 13,5.

Ég held engum skynsömum komi á óvart að kreppa sé skollin yfir Evrópusambandið.
Það sem hefur skort fram til þessa eru - yfirlytstölur.
Þetta eru bráðabirgðatölur -flash- MARKIT.
En tæpast ástæða að ætla að stór villa sé í þeim.

 

Niðurstaða
Fyrirtækið MarkitEconomics virðist staðfesta ef fólk vissi það ekki þegar að dýpsta kreppa sem Evrópusambandið hefur nokkru sinni upplyfað sé skollin yfir. Það sem við vitum ekki enn - hve langvarandi hún verður.
Höfum í huga þegar heilir atvinnu-vegir eru settir í snöggt stopp. Getum við ekki reiknað með því að þeir fari strax á stundinni í sama farið aftur. En mig grunar t.d. að ferðafólk muni einungis smám saman hefja ferðir að nýju af sama krafti - ekki algerlega öruggt að það gerist hratt. Önnur starfsemi sem byggist á því að fólk komi - versli eða geri sér glaðan dag með öðrum hætti. Gæti einnig séð fram á að sjokkið sem fólk upplyfi í dag fari einungis af smám saman.
Þar fyrir utan er líklegt að mikill fj. aðila sjái fram á gjaldþrot, þegar heilir atvinnuvegir eru stoppaðir -- mikið af þjónustustarfsemi gæti lagst pent af um hríð, einungis verið smám saman endurreist.

Ég held að líkingin við að kveikja í húsi sé betri - en að taka rafmagnstæki úr sambandi og stinga því aftur í samband, m.ö.o. hús er hægt að endurreisa en þ.e. ekki endilega eins endurreist og það tekur tíma.
Eftirköst kreppunnar gætu m.ö.o. staðið eftir nokkurn árafjöld í kjölfarið.
--Þetta á sjálfsagt einnig við á öðrum svæðum á hnettinum þ.s. farsóttin mun geisa.

 

Kv.


Seðlabanki Bandaríkjanna fyrirskipar ótakmarkaða seðlaprentun

US Federal-Reserve ætlar að beita svipuðum að virðist aðferðum og í kreppunni milli 2008-2010. Það er stofnunin kaupir eignir á markaði til þess að halda uppi verðlagi þeirra eigna.
Nú hefur stofnunin ákveðið að þau kaup verði ótakmörkuð þar með prentun það einnig.

Federal Reserve makes open-ended asset purchase commitment

  1. The Fed had originally planned to purchase at least $500bn in US Treasuries -- at least $200bn in agency mortgage-backed securities.
  2. By Friday, it had already completed roughly half of its planned Treasury purchases -- as well as about a third for the agency mortgage-backed securities.
  • The Fed also said it would soon announce a -Main Street Business Lending Programme- to lend directly to small businesses.
  • Another facility called TALF – revived from the 2008 financial crisis – gives the Fed the ability to buy securities backed by student, car and credit-card loans, as well as loans to businesses through the Small Business Administration. 
  • The Fed also expanded existing programmes to ease strains in the markets for municipal debt and the short-term loans known as -- commercial paper.

Eins og sjá má þá ætlar stofnunin að gera tilraun til að styðja við fasteignaverðlag með kaupum á bréfum er hafa veð í fasteignum, væntanlega fasteignalán er ganga kaupum og sölum - síðan á að kaupa haug af margvíslegum öðrum pappírum er hafa veð í stúdentalánum og bílalánum.
Þar fyrir utan haug af ríkisbréfum til að fjármagna líklega stórfellt aukinn halla bandaríska alríkisins og sennilega þar fyrir utan bréf fj. fyrirtækja til að styðja við verðlag bréfa fyrirtækja með kaupum á svokölluðum - endursölumarkaði eins og síðast.

Þróunin niður í Bandaríkjunum þessa dagana virðist óskaplega hröð.
Greindar sýkingar á COVID-19 komnar yfir 35.000 á laugardag innan við 20þ.

 

Niðurstaða

Ég á fastlega von á að innan skamms verði allir helstu seðlabankar heimsins komnir aftur í brjálaða prentun - þar fyrir utan lítur efnahagstjórn mjög illa út nú. Fyrsta lagi er Kína að best verður séð í kreppu í þetta sinn, síðast slapp Kína og það mildaði heimskreppuna nokkuð. Í öðru lagi hefur að virðist verið um gríðarlegar verksmiðjulokanir af völdum þess rasks er skapast þegar lönd fyrirvaralítið loka landamærum skera þar með á flutningsleiðir, það fyrir utan að vaxandi fj. landa tilkynnir miklar lokanir innan eigin lands - sem síst er minna efnahagslega truflandi -- flestar þeirra verksmiðja lokuðu ekki síðast heldur hægðu á framleiðslu. Til viðbótar má bæta því að vaxandi fjöldi landa er að setja mjög ströng samkomubönn og í tilvikum beinlínis að fyrirskipa lokanir starfsemi af margvíslegu tagi - í því virðist einnig felast meira efnahagstjón en starfsemi af því tagi varð sennilega fyrir síðast.
--Þar af leiðandi grunar mig að prentun í þessari kreppu geti orðið meiri en í þeirri síðustu, og að auki grunar mig að skuldasöfnun ríkissjóða einnig gæti endað hlutfallslega meiri.

 

Kv.


Bandaríkin virðast komin í hyldjúpa kreppu - hlutirnir gerast hratt, vísbendingar næsta dags virðast ætíð verri en dagsins á undan!

Bandaríkin virðast hafa fallið fram af bjargbrún í efnahagslegum skilningi virðast í frjálsu falli. Þróunin niður það hröð að þeir sem eru að fylgjast með og greina, ná ekki að fylgja eftir.

Út af gríðarlega hraðri fjölgun greindra tilfella fer svæðislokunum innan einstakra fylkja hratt fjölgandi -- síðan tilkynnti ríkisstjóri Kaliforníu eftirfarandi: California goes into lockdown in battle with coronavirus.

Já, fylki Bandaríkjanna sem eitt og sér hefur stærra hagkerfi en Frakkland - það fylki Bandaríkjanna sem er hagkerfislega stærst innan Bandaríkjanna; hefur tilkynnt að mælt sé með því að borgarar í fylkinu haldi sig innan dyra eins mikið og þeir geta.

It's difficult to be the bearer of these messages, I can assure you, -- Governor Gavin Newsom said ... -- Home isolation is not my preferred choice. I know it's not yours. But it's a necessary one.

Í sömu tilmælum er allri -ónauðsynlegri- starfsemi sagt að loka.
Þetta eru sambærileg tilmæli/fyrirmæli og gilda á Ítalíu.
--Þetta fer langt með að loka hagkerfi fylkisins.

Í þessu ljósi getur mjög vel verið að Steven Mnuchin hafi síst verið að Íkja: Mnuchin warns of 20% unemployment without federal action.

Trump sagði samdægurs ekki halda þetta yrði svo slæmt en þó samþykkti að Bandaríkin væru líklega á leið í kreppu.
--Hinn bóginn í ljósi þess hve óskaplega hröð útbreiðsla COVID-19 virðist innan Bandaríkjanna, eða til vara að það sé nú að koma fram með auknum prófunum að veiran var mun útbreiddari en menn áður töldu.
--Fer svæðislokunum að ég best fæ séð hratt fjölgandi.
Einstakir fylkisstjórar virðast sjálfir taka þær ákvarðanir. Þeir spyrja ekki Washington fyrst!

  1. Vegna þess hve svæðislokanir og í tilviki Kaliforníu lokun heils fylkis eru gríðarlega efnahagslega skaðlegar aðgerðir.
  2. Þá getur einfaldlega farið svo illa -grunar mig- orð Mnuchin reynist sannspá.

En miðað við hraða fjölgun lokana sl. viku og líkur þess að þeim fjölgi á næstunni.
Virðast Bandaríkin í frjálsu falli án fallhlífar!

Í Washington er verið að ræða aðgerðir, en til þess þarf samþykki beggja þingdeilda.
Sú sérkennilega staða virðist að Steven Mnuchin sé eini maðurinn sem geti gengið á milli.

  • En forsetinn og þingforseti neðri deildar - geta að virðist ekki rætt saman, sama virðist á teningnum að þingforsetar efri deildar - og neðri deildar geta ekki heldur ræðst saman.
  • Mnuchin virðist eini háttsetti maðurinn - er getur gengið á milli aðila og hugsanlega myndað sátt.

Þetta er hugsanlega hættulegt fyrir Bandaríkin, hve gagnkvæmt hatur fylkinga er mikið.
Ef Mnuchin einhverra hluta vegna heltist úr lest t.d. greindist með COVID-19.
Gæti reynst mjög erfitt að leita uppi þá sátt á þingi og milli ríkisstjórnarinnar og þingsins sem til þarf, ef á að verða mögulegt að búa til þá efnahagslegu fallhlíf.

Meðan hrúgast slæmar fréttir inn, sbr. Kalifornía og;: US set to be inundated with jobless claims.

Rætt er í frétt við yfirmenn skrifstofa er taka við beiðnum um atvinnuleysis-greiðslur.
Þeir segjast aldrei á æfinni hafa séð beiðnir hrúgast inn á slíkum hraða.
Þetta sé miklu verra en í kreppunni 2008-2010.

In the 12 years I've been an elected official, I've never been more inundated than the last three days, -- It's people from all walks of life too.

Þegar fylkið sem viðkomandi búa í kynnir allt í einu umfangsmiklar svæðislokanir, þá myndast samstundis hár bylgjufaldur af atvinnuleysi -- fyrirtæki í Bandar. virðast geta sagt upp samstundis.

Ég hef tekið eftir sérfræði-umræðu hve djúp kreppa er líkleg!
Vandi við hana hún verður líklega nær strax úrelt.
Því vandinn hrannast svo hratt upp - ástandið virðist stökkbreytast á fáum dögum.

  1. Hæsta matið sem ég hef heyrt -- 24% samdráttur í Bandaríkjunum sl. 2 mánuði.
  2. Næst hæsta er upp á -- 10% samdrátt yfir sama tímabil.

Ég hef samúð með þessum sérfræðingum því meðan Bandaríkin eru í frjálsu falli.
Er nær engin leið einu sinni að giska með sæmilegu öryggi um framtíðar stöðuna.

Gary Cohn says the US is in a recession that will cost 'trillions' as unemployment 'skyrockets'

A recession has probably begun. How bad will a coronavirus-triggered downturn be?

Eins og sést á neðri hlekknum eru sumir afar varfærnir í spám.
--Spárnar eru frá örfáum prósentum í samdrætti yfir í tölur 10% og þaðan af hærra.
--Sem sýni hve óvissan er gríðarleg þessa daga og vikur.

 

Niðurstaða

Trump virðist mér enn vera í ferlinu að átta sig á hve slæm staðan raunverulega er og hve hratt hún versnar, þegar maður hefur í huga hve hratt svæðislokunum fjölgar innan einstakra fylkja - tekur tillit til þess að efnahagslega stærsta fylki Bandaríkjanna var rétt fyrir helgi að ákveða að loka eigin hagkerfi.
Er ég farinn að trúa því að Mnuchin hafi ekki verið of svartsýnn er hann spáði 20% atvinnuleysi en atvinnuleysi í síðustu kreppu í Bandaríkjunum fór hæst í 10%.
--Mnuchin skv. því metur nýju kreppuna ca. 2-falt dýpri.

Hann virðist í sérkennilegri stöðu sem nauðsynlegur maður.
Er hann virðist eini innan ríkisstjórnarinnar fær um að ræða við alla.
Eins gott þá að hann greinist ekki með COVID-19. Þá gæti illa farið.

  1. Höfum í huga greindum sýktum hefur á ca. viku fjölgað úr innan við 1.000 í um 20.000.
  2. Þetta er pínu farið að hljóma óþægilega svipað því maður upplyfði er maður fylgdist með tölum frá Ítalíu -- en eftir að ríkisstjórnin þar hóf öfluga greiningaherferð var eins og enginn endir væri í fjölgun greindra smita.
  3. Vonandi eru Bandaríkin ekki á leið inn í Ítalíusviðsmynd.
    Bendi á að Bandaríkin hófu einmitt öfluga greiningavinnu í sl. viku, sú greiningavinna hefur leitt fram fjölgun greindra smita frá innan við 1.000 upp í um 20.000.
    --Kenningar hafa heyrst að smit hafi verið að dreifast á Ítalíu vikum á undan áður en stjórnvöld þar urðu þess vör, það a.m.k. getur skýrt hve gríðarlega mörg smit greindust á fáum dögum þar eftir að stjórnvöld þar vöknuðu.
    --Það getur verið freystand að koma fram með svipaða túlkun að vikurnar meðan lítil greiningavinna fór fram í Bandaríkjunum -- hafi smit verið í fjölgun meðan yfirvöld vissu ekki af því.
    **Yfirvöld gætu þá enn verið á eftir.

PS: Hvað tölurnar hækka hratt, heildartala þekktra sýktra hækkuð um 5þ. í rúml. 25þ.
Ps2: Nú er fj. sýkinga í tæpum 30þ. -- á einum sólarhring fjölgað um 10.000.
Ps3: Ef þessi hraða fjölgun heldur áfram gætu fj. þekktra sýktra náð 40þ. á mánudag.
Ps4: 46þ. staðfest sýktri í Bandar. þriðjudag.

 

Kv.


Efa að reglugerð Dómsmálaráðherra Íslands - um launalausa þegnskilduvinnu standist stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands!

Þau rök sem ég hef heyrt tínd til er að þegar fellur snjóflóð sé fólk skildugt að aðstoða - þegar fólk kemur á slysstað á það að aðstoða ef þess er klárlega þörf til að bjarga mannslífi.
Hinn bóginn, er til staðar í stjórnarskránni afar skírt orðað ákvæði sem bannar nauðungavinnu!

68. gr.
[Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.] 1)

Nauðungavinna - er auðvitað þegar menn eru þvingaðir til að vinna án launa!

Á móti má tína til mun almennara orðað ákvæði stjórnarskrár, gr. 75.

75. gr.
[Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.
Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.] 1)

  • Hvergi segir þar að þvinga megi aðila að vinna án launa!
  • Á sama tíma bannar 68. gr. klárlega nauðungavinnu.

Vissulega er mikið um að fólk mæti í sjálfboðavinnu til aðstoðar - en punkturinn þar um er að það er sjálfboðaliðastarf -- ekki skv. lögþvingun.

Reglugerð Áslaugar Örnu: REGLUR um starfsskyldu samkvæmt VII. kafla laga nr. 82/2008 um almannavarnir

Ákvæðin sem vekur athygli eru auðvitað eftirfarandi.

1. gr.
Á neyðarstigi almannavarna er það borgaraleg skylda manna sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna, án endurgjalds, starfi í hjálparliði almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglu­stjóra...

6. gr. Á neyðarstigi almannavarna getur lögreglustjóri kvatt hvern fullorðinn mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Á neyðarstigi almannavarna má sá sem kvaddur hefur verið til tafarlausrar aðstoðar í þágu almanna­varna ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra eða þess er hann til­nefnir. Ríkislögreglustjóri hefur ákvörðunarvald um flutning þeirra manna sem kvaddir hafa verið til tafar­lausrar aðstoðar í þágu almannavarna. Ef fjöldi manns eða hjálparlið er flutt á milli umdæma skal haft samráð við lögreglustjóra og almannavarnanefnd.

Það sem vekur athygli er:

  1. Launalaus þegnskilduvinna.
  2. Að engin tímatakmörk eru tekin fram - engin.
  3. Einungis talað um skv. ákvörðun lögreglustjórna að höfðu samráði - í samræmi við skilgreint neyðarástand.

En að öllu öðru sjáanlegu er þetta algerlega opið.

  • Ég átta mig á að fólki ber að aðstoða á slysstað!
  • Að fólk á að aðstoða t.d. ef skellur á snjóflóð - þegar líf liggur við.

 

Hinn bóginn er COVID-19 ekki algerlega sambærilegur atburður á við snjóflóð eða klassískar náttúruhamfarir!

  1. Vitum við ekki hve langan tíma þessi - vinna mundi taka, enda geta vandræðin vegna COVID-19 staðið mánuðum saman.
  2. Það er eitt að bjarga fólki sem er í yfirvofandi lífshættu - í brjálaðri vinnu í einn eða tvo sólarhringa.
    Töluvert langt er gengið ef fólk ætti að vinna mánuðum saman án launa.
  3. En ég sé engin skýrari ákvæði önnur en að lögreglustjóri ákveði -- skiptingu starfskvaðar, hvernig henni sé skipt réttlátlega.

Hvergi stendur að ég fæ séð - hve lengi má kveðja fólk til slíkrar launalausrar vinnu.
Síðan virðist það afar opið - til hverra hluta má þvinga fólk til að vinna!
Greinilega virðist lögreglustjóri ákveða hvað telst réttlát skipting vinnu.

Bendi fólki á að það á alltaf að gæta að möguleika þess reglum sé misbeitt -- ekki reikna með því að allir sem hugsanlega lenda í að beita reglu, að sjálfsögðu beiti henni alltaf sanngjarnt.
Það þarf því að passa að ákvæði séu ekki loðin - mörk séu skír.

5. gr.
Hjálparlið almannavarna skal m.a. aðstoða við eftirtalin verkefni: eldvarnir, björgun og sjúkra­flutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, lög­gæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.

Nokkrir þættir tengjast bersýnilega klassískum náttúru-hamförum.
En félagslegt hjálparstarf -- virðist mér ákaflega loðið hugtak.

Það getur verið það loðið hugtak að unnt væri að misnota það hugsanlega.

  1. Þegar engin tíma-takmörk eru skilgreind!
  2. Þegar heimildir til þess hvenær má beita þessu eru ekki vel skilgreindar.

Virðist mér þetta líklega rekast á 68. gr. stjórnarskrár -- er bannar nauðungarvinnu.
Það hljóta vera takmörk við því hve langt er hægt að teygja og toga -- almenna borgaraskildu til að aðstoða á slysstað eða í náttúruhamförum.
--Gegn algerlega skýru ákvæði er bannar án undantekninga nauðungavinnu!

 

 

Niðurstaða

Mér þætti áhugavert að heyra raddir þeirra sem hafa sjónarmið í þessu máli. Ég átta mig á að erfiðir tímar eru í gangi. Hinn bóginn þá á erfiðum tímum þarf einnig að gæta að þegnréttindum eins og á öðrum tímum -- þegnréttindi gjarnan geta komist undir álag þegar tímar eru erfiðir. Þess vegna eru stjórnarskrár hafðar þannig að tímafrekt sé að breyta þeim, svo menn gleymi sér ekki einmitt á erfiðum tímum og þinni út almenn borgararéttindi.

Algerlega skýrt orðað ákvæði 68 er bannar nauðungavinnu.
Almennt orðað heimildaákvæði í gr. 75 heimilar óskilgreindar takmarkanir á vinnurétti.

Það verður samt sem áður að gæta að hinu afar skírt orðaða ákvæði 68. gr. er bannar algerlega án þess nokkrar undantekningar séu nefndar -- nauðungarvinnu.

Mér virðist það a.m.k. geta höggvið mjög nærri því að vera nauðungarvinna skv. því banni -- þegar menn eru kvaddir launalaust til að vinna að vandræðum sem vitað er að geta staðið yfir mánuðum saman hugsanlega svo lengi sem hálft ár.
--Varhugavert virðist mér að engin tímamörk eru skilgreind um það hve lengi hvern og einn má þvinga skv. ofannefndri reglugerð.

  • Vandamálin mætti einfaldlega leysa með orðalagsbreytingum.
  1. Hafa vinnuna launaða - t.d. í styrrjöldum er löng hefð fyrir þvingaðri vinnu þ.e. herkvaðningu, en þá eru alltaf greidd laun.
  2. Og hafa einhver skír skilgreind tímamörk.
    Þau virðast ekki til staðar eins og reglugerðin lítur nú út.

Mig grunar að möguleiki sé á því að einhver láti reyna á málið fyrir dómi.
Ef reglugerðin er ekki lagfærð til að draga verulega úr möguleika þess hún brjóti 68. gr.

 

Kv.


Trump alvarlega pælir í að innleiða - þyrlupeninga, m.ö.o. að senda almenningi innan Bandaríkjanna peninga að gjöf!

Mér skilst að þessi hugmynd sé upphaflega komin frá Demókrötum, hinn bóginn hafi Trump á síðustu dögum fyllst áhuga á henni -- það áhugaverða er að þetta gæti verið það nákvæmlega rétta, einmitt í þeirri stöðu sem nú er til staðar!
Ef Trump gerir þetta, gæti hann hugsanlega -- innsiglað nær öruggt endurkjör.

Spurning hvort þetta verði Trump nk. haust?

Image result for trump triumphant image

Mig grunar að COVID-19 sé krísa af slíkri stærð, að rétt viðbrögð við henni geti ráðið úrslitum! Hitt gildi einnig, röng viðbrögð mundu einnig gera það!
--Ég auðvitað vísa til upplyfunar almennings!

M.ö.o. slík geti áhrif þessa atburðar verið sem COVID-19 sé.
Að ánægja almennings með viðbrögð stjórnvalda - geti innsiglað sigur ríkjandi forseta.
Og sama gildi á móti, vaxandi óánægja mundi grafa hratt undan sigurmöguleikum.

Ástæðan sé sú að COVID-19 sé form af krísu sem allur almenningur upplyfi.
Krísur af þeirri stærðargráðu séu sjaldgæfar!

White House warms to showering US with ‘helicopter money’

Treasury department proposal ... the disbursements would happen in two stages, on April 6 and May 18, each worth $250bn, with the precise amount varying depending on income and family size.

Það atriði gæti orðið umdeilt.

  1. Augljóslega sanngjarnt að miða út frá fjölskyldustærð.
  2. En láta þá sem hafa hærri tekjur fá meira, gæti valdið deilum.

Hinn bóginn, virðist sjálft prinsippið rökrétt við núverandi aðstæður.

  1. Málið er, ef settar eru harðar lokanir sem sums staðar nú tíðkast - þ.e. lokanir er jaðra við útgöngubann.
  2. Getur fólk ekki unnið - því ekki borgað af lánum, né af leigu - jafnvel gæti það lent í vandræðum með að eiga fyrir mat.

Ef ástandið er slíkt - nú veit ég ekki hversu alvarleg dreifing COVID-19 er innan Bandaríkjanna - að líkur eru vaxandi á víðtækum lokunum, hugsanlega jafnvel víða.
Þá gætu þyrlupeningar hreinlega verið nauðsynleg björgunar-aðgerð.

Upplyfun almennings er byggju við slíkar aðstæður - að fá peninga að gjöf.
Mundi rökrétt vera þakklát - en einnig sterk.

Yfir 9.000 Bandaríkjamenn virðast staðfestir sýktir skv. tölum í gærkveldi.

Það er mikil fjölgun samanborið við tölur sl. viku - er einungis 433 höfðu verið greindir sýktir.
--Greinilega hefur prófunum fjölgað síðan neyðaráætlun ríkisstjórnar Bandaríkjanna var kynnt föstudaginn í sl. viku.

Kannski eru sýktir miklu fleiri -- eða kannski er það óttinn að þeir séu það.
Sem rekur eftir ríkisstjórninni -- að koma fram með djarfar hugmyndir.

 

Niðurstaða

Ef Trump dreifir þyrlupeningum gæti ég farið að trúa því sem fylgismenn hans hafa staðfast haldið á lofti, að Trump nái endurkjöri nk. haust. En í nákvæmilega þeirri stöðu, að COVID-19 neyðarástand ríki, sérstaklega ef lokanir eru víða, grunar mig að slík aðgerð mundi mælast mjög vel fyrir meðal almennings. Vera því - atkvæðahvetjandi.

 

Kv.


Heimskreppa virðist örugg ef hún er ekki hafin þegar - hátt hlutfall bílaverksmiðja í Evrópu lokar á nk. dögum, ef lokanir landamæra hætta ekki - stórfelldur samdráttur í veltutölum frá Kína - Bandaríkin eitt spurningamerki!

Það sem margir hugsa ekki enn um - er það gríðarlega efnahagstjón sem umfangsmiklar viðbragðsaðgerðir við COVID-19 eru líklega að valda, en það efnahagstjón mun óhjákvæmilega ná athygli almennings fyrir rest.
En það þíðir að líkindum stórfellda aukningu atvinnuleysis og lífskjarahrap.
Það sem verra er, að tjónið gæti orðið slíkt á efnahag landa, að mörg ár taki fyrir hagkerfin að ná sér að nýju.

 

Lokanir landamæra milli landa í Evrópu ásamt öðrum takmörkunum valda augljóslega gríðarlega miklu efnahagstjóni!

Menn eru eðlilega að einblýna á sjúkdóminn akkúrat núna - þannig að harkalegum aðgerðum er gjarnan fagnað jafnvel krafist!

European car plants close as industry crisis deepens

  1. France’s PSA, which owns the Peugeot, Citroën, Vauxhall and Opel brands, said on Monday that it would close all its European plants, including Mulhouse in France and the UK’s Ellesmere Port.
  2. Italy’s FCA Chrysler will shut eight sites, including six in its home market.
  3. Volkswagen, the world’s largest carmaker, could shut production lines because of disruptions to supply chains as a growing number of European countries close borders and impose lockdown measures, according to people familiar with the matter.
    --The plant at the German carmaker’s Wolfsburg headquarters is set to shut within days unless the group can replace parts coming from Italian and Spanish suppliers.
  4. In a day of turmoil for the region’s car industry, Renault, Ford and Nissan also shuttered facilities in Spain, and BMW’s home state of Bavaria declared a state of emergency.

Þetta ætti ekki að koma í raun á óvart - því lokanirnar skera á flutnings-keðjur og þar með framleiðsku-keðjur, þannig að verksmiðja er treystir á að fá sent varning frá verksmiðju í öðru landi, þarf líklega að einnig að loka þegar það landa lokar landamærunum.
--Nú þegar mörg lönd Evrópu hafa lokað landamærum, eru slíkar keðjur skornar þvers og kruss.
Þetta auðvitað mun framkalla mikla aukningu atvinnuleysis mjög flótlega.

Þarna er ég bara að tala um - landamæralokanir.
--En nokkur lönd hafa sett bönn er jaðra við almennt útgöngubann.
Slíkt er eiginlega nokkurn veginn það sama.
Og ef maður slekkur á tæki - með því að kippa snúrunni úr vegg.
--Þ.e. aðgerðin að slökkva á hagkerfinu.

Í skamman tíma geta menn haldið sjó, þ.e. engin viðskipti - engin laun.
En yfir tíma veldur slíkt fjölda-gjaldþrotum.
--Því aðilar geta ekki greitt af lánum, eða af greiðslusamningum.

Most airlines face bankruptcy by end of May, industry body warns

  • Þetta er örugglega trúverðug aðvörun!
  • En vart þarf að efa, að mánuðir af engri starfsemi - mundu leiða til gjaldþrota mjög margra fyrirtækja hvort sem er í þjónustu eða framleiðslu.

Enn eru ríkisstjórnir Evrópu að bæta við efnahagslega skaðsömum aðgerðum!
Erfitt er því að sjá að annað geti átt við, en að djúp Evrópukreppa sé bökuð kaka!

 

Tölur frá Kína eru sláandi!

Ath, tölurnar frá Kína eru einungis yfir fyrstu 2 mánuði ársins, líklegt að lokanir heils héraðs lokun er hófst 23. janúar - lokun sem enn stendur yfir, hafi orsakað viðbótar efnahagstjón síðan.
Rétt að benda á Wuhan hérað er eitt mikilvægasta hérað Kína efnahagslega séð.
Síðan getur lokunin sjálf verið - tvíeggjuð.
--Því ég efa að Kína geti opnað aftur Wuhan, áður en bóluefni hefur verið dreift til annarra héraða Kína -- lokunin gæti því staðið í töluvert langan tíma, verið kannski dálítið Fyrrískur sigur.

Chinese economy suffers record blow from coronavirus

  1. Industrial output tumbled 13.5 per cent in the first two months of this year,...
  2. The urban unemployment rate also surged to 6.2 per cent in February...
  3. China retail sales plummeted 20.5 per cent year on year in January and February ...
  4. ...fixed asset investment fell 24.5 per cent, down from 5.4 per cent growth when the data were last reported.
  5. Growth in services production contracted 13 per cent in the first two months ...

Þetta telja hagfræðingar líklega þíða að umsvif innan kínverska hagkerfisins hafi - minnkað um heil 13% fyrstu 2 mánuði ársins.
--Sem er svakalegur skellur.

Skv. því gæti fyrsta raunverulega efnahagskreppa Kína, síðan landið hóf umfangsmikla efnahagsuppbyggingu fyrir rúmum 30 árum -- verið nú þegar hafin.

 

Bandaríkin eru spurningamerki!

Harka í aðgerðum hefur a.m.k. ekki enn náð þeim hæðum sem sjá má stað í Evrópu og Kína, þó að einstök fylki hafi fyrirskipað - samkomubönn og einhverju leiti takmarkaða útiveru.
--Sé það ekki á valdsviði fylkja að ganga lengra!

Flestir ættu að vita að Donald Trump lýsti yfir neyðarástandi sl. fösudag.
Að í sl. vöku höfðu 44 fylki Bandaríkjanna tilkynnt smitdreifingu.
--Það einfaldlega sé opin spurning hver staða dreifingar COVID-19 er.

Mikið er af heitri umræðu á samfélagsmiðlum er virðist einkennast af vangaveltum frekar en þekkingu -- hinn bóginn hefur of lítið verið um prófanir innan Bandaríkjanna á því hvort fólk er smitað af COVID-19 til þess að hægt sé að fullyrða margt um dreifingu þess sjúkdóms.
--Ég geri ráð fyrir því að ef staðið verður við yfirlýsingu Trumps um opnun 2000 skoðanastofa í þessari viku, að sannleikurinn komi í ljós fljótlega.

  1. Efnahagstjón Bandaríkjanna sé því klárlega opin spurning.
  2. Þó rétt að taka fram, að sjálf óvissan veldur tjóni - að vita ekki hver staðan er, sé nóg til þess að fjárfestingar fara ekki fram - fólk haldi aftur af sér í neyslu.

Global recession already here, say top economists

Gita Gopinath, IMF chief economist -- Kenneth Rogoff, a Harvard University professor -- Maurice Obstfeld, a professor at University of California, Berkeley -- Olivier Blanchard, senior fellow at the Peterson Institute -- Raghuram Rajan, professor at Chicago Booth School of Business and a former Indian central bank governor -- Vítor Constâncio, former vice-president of the European Central Bank -- Erik Nielsen, chief economist of Italy’s UniCredit.

Það sem virðist rödd hópsins, meginatriðum sammála að heimurinn sé að detta í eða dottinn í kreppu, og að sú muni standa a.m.k. fyrri hluta þessa árs.
Þeir bjartsýnni meðal hópsins, telja að röggsöm inngrip á seinni hluta árs frá seðlabönkum og ríkisstjórnum, þegar COVID-19 væri að mestu búin að ganga í gegn.
--Gæti ræst hagkerfin að nýju.
Þeir bjartsýnni telja að þetta sé ekki skuldakreppa, heldur tímabundin kreppa af völdum aðgerða er beinast að baráttu við hnattrænan sjúkdóm - telja því ekki að áhrifin þurfi að vera langvinnari en svo að -- röggsamar efnahagsaðgerðir fljótlega í kjölfar þess að sjúkdómurinn fer að réna geti ræst hagkerfin að nýju.
--Hinn möguleikinn virðist sá, að sá hluti hópsins vanmeti tjónið, og kreppa standi lengur t.d. 2 ár.

 

Niðurstaða

Heimskreppa virðist mér bökuð kaka, og því eiginlega eina mikilvæga spurningin - hversu djúp. Ástandið innan Bandaríkjanna hvert það raunverulega reynist vera, gæti haft mikið um það að segja, þ.e. ef Bandaríkin ná fljótt tökum á sjúkdómnum gætu þau verið mótor fljótlega aftur í hagkerfi heimsins.
Ef aftur á móti, slæm sýn er reyndin, gætu Bandaríkin sjálf verið leið yfir í djúpa niðursveiflu og það mundi þá að sjálfsögðu bætast við niðursveiflu annars staðar.
Spurningin hvort þeir bjartsýnni eða svartsýnni af hagfræðingunum ég nefni að ofan hafa rétt fyrir sér gæti þar af leiðandi staðið eða fallið á því hvert ástand mála reynist raunverulega vera í Bandaríkjunum.
En það væntanlega birtist öllum á nk. dögum eða vikum.

 

Kv.


Markaðir í Bandaríkjunum snarhækka á föstudag - kjölfar yfirlýsingar Trumps um neyðarástand innan Bandaríkjanna vegna COVID-19

Áhugavert hvernig viðbrögð forseta Bandaríkjanna hafa stór áhrif á það hvernig verðbréfamarkaðir meta stöðuna -- þann daginn. En fimmtudag varð mesta verðfall sem markaðir í Bandaríkjunum höfðu séð síðan 2008.
--En í kjölfar yfirlýsingar Trumps um neyðarástand vegna COVID-19.

Hækkuðu markaðir í Bandaríkjunum það mikið að fallið daginn áður var núllað nokkurn veginn út.
Lækkun markaða á fimmtudag - virðist stórum hluta hafa verið viðbrögð við ræðu Trumps fyrr í vikunni, þar sem hann lýsti yfir ferðabanni frá Evrópu.
--Markaðir virðast hafa tekið málið þannig, að forsetinn væri ekki að taka COVID-19 nægilega alvarlega.

Þannig að þá mátu aðilar á markaðnum framtíðar-stöðuna verulega lakari þann daginn en fyrr sömu viku - afleiðing hið stóra verðfall fimmtudagsins.
--En þegar forsetinn á föstudag lýsir yfir neyðarástandi -- kynnir 50 milljarða dollara neyðarfjármögnun til að fást við ástandið.

  • Þá snögg breytist mat markaða, og þeir fóru upp aftur.

S&P 500’s biggest one-day gain since 2008 helps trim weekly drop

  1. Ekkert smá jó-jó það, mesta verðhækkun á einum degi síðan 2008.
  2. Beint í kjölfar mestu verðlækkunar síðan 2008.

Donald Trump declares US national emergency for coronavirus

Mr Trump said the emergency declaration would unlock $50bn in extra money to combat coronavirus, as the number of cases in the US rose to 1,678, according to the Centers for Disease Control and Prevention. There have been 41 US deaths reported so far.

Hafið í huga að í sl. viku var einungis talað um 433 smitaða.
Hinn bóginn virðist hafa orðið algert prófana-fíaskó í Bandaríkjunum.
--Prófanir virðast hafa laggað mjög mikið.

Ef maður miðar við 2% dánarhlutfall - hljóta smitaðir a.m.k. vera rýflega 2-3.000

Bendi á athygliverða grein: Why Is Italy's Coronavirus Outbreak So Bad?.

Í dag hafa yfir 1200 látist á Ítalíu, þar af 250 á föstudag.

20/2 greindist fyrsta tilfelli COVID-19 á Ítalíu, innan sömu viku hafði ríkisstjórn Ítalíu - fyrirskipað umfangsmiklar svæðalokanir á N-Ítalíu.
--Veikin gaus upp með svo svakalega öflugum hætti.

  • Þ.s. viðtöl Times benda á, er að líklega hafi vírusinn borist til Ítalíu nokkru fyrr, t.d. vikunni á undan hafi verið aukning í lungnabólgu-tilfellum á Spítala Codogno á N-Ítalíu.
  • Læknir sem Times ræddi við, benti á að COVID-19 geti hafa breiðst út, út frá spítölum er voru að meðhöndla veika sjúklinga af völdum lungnabólgu og völdum flensu.
    --Þar sem, án þess að hafa í höndum próf fyrir COVID-19 þá, hafi heilsugæslustöðvarnar á því svæði og sjúkrahúsin, ekki gert réttar varúðarráðstafanir - þegar sjúklingar hafi farið að berast er voru smitaðir af COVID-19.

--Ef þetta er rétt, er það all svakalegt að sjúkrahúsin og heilsugæslustöðvarnar hafi verið að dreifa smiti út um allt, meðan læknar og hjúkrunarfólk hafi verið grunlaust.
En það gæti skírt af hverju, þegar loks kom til yfirvalda einstaklingur sem greindur var með COVID-19, rétt fyrir helgina alræmdu þegar margir voru staddir á N-Ítalíu og í heimsókn þar.
Þá virðist sem að sjúkdómurinn hafi þegar verið búinn að ná umtalsverðri svæðisútbreiðslu.

Smitleiðirnar hafi þá þegar verið orðnar það margar, að yfirvöld áttu ekki möguleika á að stöðva faraldurinn.
----------------

Nú veltir maður fyrir sér hvort að reynsla Bandaríkjanna geti reynst svipuð?
En það má fastlega reikna með því, að mikið átak í prófunum fari nú af stað, eftir myndarlega 50 milljarða Dollara fjárinnspýtingu til baráttunnar gegn sjúkdómnum.
--Sem Donald Trump tilkynnti á föstudag.

Það verður pent að koma í ljós, hversu útbreidd innan Bandaríkjanna COVID-19 þegar er orðin.
En það virkilega virðast hafa verið - alvarleg vandamál með prófin innan Bandaríkjanna, Trump segist enga ábyrgð á því bera:
America’s shamefully slow coronavirus testing threatens all of us.
Trump hafnar því ekki að vandamál hafi komið upp, ber af sér sakir.

 

Niðurstaða

Nú þegar Donald Trump hefur líst yfir neyðarástandi vegna COVID-19 innan Bandaríkjanna, og lagt fram myndarlegan pakka upp á 50 milljarða Dollara, þá á ég fastlega von á að prófanir fyrir COVID-19 fari nú lokst myndarlega af stað.
--Það ætti að þíða, að loks kemur í ljós hversu stórt vandamálið er þegar orðið.

A.m.k. ættu smitaðir að vera a.m.k. 2-3þ. ef dánartölur eru réttar, og ef maður miðar við 2%.
Smitaðir gætu alveg verið fleiri en það, sérstaklega ef sjúkdómurinn er enn í hraðri útbreiðslu, m.ö.o. margir að ný-smitast.
--Miðað við hve fylkjum er hafa tilkynnt smit undanfarið hefur fjölgað hratt sl. 2-3 vikur, grunar mig að sviðsmyndin geti þegar verið orðin - dekkri en virðist við fyrstu sýn.

  • COVID-19 gæti átt eftir að reynast Trump sá óvinur sem hann á hvað erfiðast að glíma við.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband