Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020
Það er nefnilega það stórfenglega skondna við -- stórar staðhæfingar um meiriháttar svindl.
Að lögfræðingar Trumps, hafa bakkað frá slíkum ásökunum -- meðan að ásakanir eru samt sem áður reknar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum!
--En meira að segja þeir, treysta sér ekki að flytja slíkar sögur -- frammi fyrir dómurum.
Rétt að taka fram, að dómarinn sem skrifar dómsorð fyrir hönd hinna, var skipaður af Trump!
Dómsorð 3rd. Cuircuit Cppeals Court Pennsylvania!
Fólk getur lesið sjálft hvað dómararnir sögðu um -- málflutning Guilani.
- Í stuttu máli, gerði Guilani enga tilraun til að færa rök fyrir -- skipulögðu svindli.
- Hann vísaði til - hrukka á framkvæmdinni sem líklega voru raunverulega til staðar - en einungis sviptu Repúblikana í mesta lagi; fáeinum hundruð atkvæða.
- Eins og dómarinn útskýrir -- þá sé það ekki hlutverk lögfræðinga að ákveða hver er kjörinn; heldur kjósenda.
- Kröfu Guilani um að - ógilda kjörið þar með svipta milljónir íbúa Pennsylvaníu atkvæðarétti sínum; pent hafnað og nefnd fáránleg.
- Bend á, að sú krafa -- standi í engu samræmi við þá - tiltölulega smávægilegu galla á kosningunni, sem Guilani hafi getað sínt fram á.
--M.ö.o. ef meðferð kjörgagna var röng í einhverjum tilvikum.
--Sé hægt, að heimila að -- flr. vafa-atkvæði séu talin í Repúblikana-kjördæmum. - En Guilani hafi ekki óskað eftir því, sem væri rökrétt beiðni -- að ef of mörg vafaatkvæði voru talin í Demókrata-meirihluta-kjördæmi í Pennsylvaníu, þá mætti mæta því með því, að heimila að flr. vafa-atkvæði yrðu talin á móti.
--M.ö.o. krafan -- hæfði ekki tilefninu, eiginlega væri langt langt umfram tilefni.
Að svipta milljónir atkvæða-rétti, vegna mistaka fáeinna starfsmanna við meðferð atkvæða.
- En það er ekki síst þetta atriði - aö Guilani rökstuddi ekki skipulagt svindl.
- Ef ekki einu sinni - Guilani treystir sér til þess fyrir dómi, hver ætti þá að gera það?
-----------
US appeals court rejects another Trump lawsuit in Pennsylvania
FoxNews - Trump campaign eyes Supreme Court battle after appeals panel tosses Pa. fraud case
Appeals court shoots down Trump suit in Pennsylvania
Jenna Ellis er ein lögfræðinga Trumps!
Athygli vekja afar ruddaleg ummæli Trump-framboðs um dóminn!
Jenna Ellis@JennaEllisEsq·20h.@RudyGiuliani
and me on Third Circuits opinion: The activist judicial machinery in Pennsylvania continues to cover up the allegations of massive fraud. We are very thankful to have had the opportunity to present proof and the facts to the PA state legislature. On to SCOTUS!
--Þrátt fyrir að Guilani rökstyðji ekki nokkurt víðtækt svindl, þá vogar hún sér -- að láta sem að dómurinn sé í einhverjum skilningi, augljóslega ómarktækur.
Sbr. orð hennar, activist judicial machinery.
--Ekki hægt að kalla það annað en -- hreinan pópúlisma.
En hvað gerir Hæsta-Réttur-Bandaríkjanna?
Ég sá ummæli undir frétt FoXNews sem útskýra vel, og passa við þ.s. ég áður hef heyrt!
What Trump supporters don't understand about this (potentially) going to SCOTUS: An appeal that goes all the way to SCOTUS is not a whole new trial where each side makes their case and presents evidence etc. over the course of several days or even weeks. 99% of what SCOTUS uses to decide the case is reviewed materials and evidence from the lower courts. The party filing for the appeal does get 30 minutes to plead their case, but no new evidence can be introduced. Typically the appealing party uses this time to explain why they think the lower court's decision was wrong, and also answer any questions the Justices may have for them. That's it. That's the process.
Ég læt þau ummæli inn -- því þau passa við þ.s. ég hef heyrt annars staðar frá.
- Hæsti-Réttur Bandaríkjanna, sjálfur ákveður hvort dómurinn tekur mál að sér.
Áfrýjun er langt í frá sjálfkrafa. - Dómurinn gæti skv. því, sem hann gerir reyndar um flest þau mál - sem er áfrýgjað þangað, ákveðið að hundsa það.
--Kannski er það líklegasta útkoman, að dómurinn taki það ekki fyrir. - Síðan eins og bent er á, þá er ekki nýtt mál flutt - með vitnaleiðslum og málflutningi, rétturinn vanalega samþykkir að skoða máls-gögn þess máls sem er framvísað; og þá þarf sá er áfrýgjar að rökstyðja að -- lægra réttar-stig hafi tekið ranga ákvörðun á grunni fyrri málsmeðferðar, því málsmeðferð fyrra dómsstigs einungis til skoðunar.
--Þ.s. Guilani rökstuddi ekki meiriháttar svindl við fyrri málsmeðferð, hefði hann einungis þau málsrök hann flutti fyrir lægra réttarstigi skv. því. - Trump væri skv. því að vona, að Hæsti-Réttur Bandar. mundi -- svipta milljónir atkvæðarétti; út á það eina atriði sem var flutt fyrir dómi á lægra stigi.
--Þ.s. að nokkur fj. vafa-atkvæða hafi verið ranglega talin, að mati Guilani. - Eru einhverjar líkur á að -- Hæsti-réttur Bandar. ógilti kjör með slíkum hætti?
Mér finnst það rosalega ósennilegt!
--Eins og Stephanos Bibas dómari benti á í Pennsylvaníu -- væri hæfileg -remedy- að heimila að nokkur hundruð sambærileg vafaatkvæði væru talin í Repúblikna-kjördæmum.
--Hinn bóginn, mundi það ekki breyta kosninga-niðurstöðunni.
--Ég mundi segja annað-hvort, að dómurinn hafnar að taka það að sér.
--Eða, heimilar að sambærileg vafa-atkvæði yrðu talin -- í öðrum kjördæmum.
Sem mundi í báðum tilvikum þíða, kosningin stæði!
- Þ.s. Bibas dómari vísa til, er meðalhófsregla, að krafa sé í samræmi við tilefni.
Það sé langt langt umfram þ.s. hægt sé að samþykkja í samræmi við tilefni.
Að ógilda kosninguna -- út á misfellu er varðaði fáein hundruð atkvæði.
Judge Bibas: Tossing out millions of mail-in ballots would be drastic and unprecedented, disenfranchising a huge swath of the electorate and upsetting all down-ballot races too, -- That remedy would be grossly disproportionate to the procedural challenges raised.
- Ég efa að gamlir lögfræðingar og dómarar í Hæsta-rétti, mundu -- kollvarpa sjálfri meðalhófs-reglunni, sem er ein megin stoð alls Vestræns réttarkerfis.
Niðurstaða
Málflutningur Trumps fyrir rétti virðist hruninn að flestu leiti, þ.s. í sérhverju máli hafi ekki verið sínt fram á meiriháttar svindl - í uppfærðum mála-reyfunum, hafi síðan lögfræðingar Trumps sjálfir; þrengt mál sín niður -- droppað staðhæfingum um svindl.
En þó ekki kröfu um að -- stórir hópar atvkæða yrðu ógild!
--Vandi Trumps er auðvitað sá, að dómarar eru ekki Trumparar.
--Þeir fylgja lögum, en ekki -- línunni frá Trump.
Þegar Trump framboðið leitast síðan við að flytja línuna fyrir rétti.
Náist markmiðin ekki fram, því ósannaðar staðhæfingar þó þær virki vel í fjölmiðlum og á netinu; þá er réttarfar í Bandar. greinilega ekki enn -- tilbúið að dæma út frá ósönnuðum dylgjum.
Ég á ekki von á að Hæsta-réttur fari öðruvísi að, því það fólk sé allt -- dómarar eða lögspekingar; sem eru aldir upp í réttar-kerfi Bandar.
--Einmitt því kerfi sem -- Jenna Ellis talar niður til og lítilsvirðir, sem activist.
En málið er, að það væri virkilega -- activist að vísa öllum fyrri dómahefðum út í hafsauga, ekki síst - hætta að krefjast nægra sannana.
--Meðan, að dómarnir eru að falla eins og þeir gera, vegna þess einmitt að dómstólar Bandar. eru ekki - activist.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.11.2020 | 14:46
Í fullri kaldhæðni getur verið að Trump-fanar séu að skaða möguleika Repúblikana til að halda meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings!
Málið sem hefur komið upp, tengist fullyrðingum Trumps um spilltar kosningar í Georgiu.
--Bendi á endurtalið hefur nú verið í Georgiu - tvisvar.
3-talningar hafa ekki leitt til sigurs Trumps.
Naumur meirihluti Biden's hefur haldið!
**Sem stoppar ekki Trump í því samt sem áður staðhæfa ferlið -- spillt.
Kelly Loeffler sækist eftir kjöri til Öldungadeildar!
Harðkjarna-Trump-fanar eru nú að hóta að hundsa kosningar til öldungadeilar í Georgiu!: Trumps conspiracies have MAGA world talking Georgia boycott
- Skv. harðkjarna-línunni, eru þau Kelly Loeffler og David Perdue, ekki fullnægjandi þeim nákvæma staðal sem harðkjarna-fanar halda uppi.
--M.ö.o. ekki nægilega nákvæmlega holl Trump. - Harðkjarna-fanar mæla einungis hollustu sem mikilvæga.
--Ekkert annað skipti máli, en nákvæme hollusta við Trump.
Málið virðist að -- harð-kjarna-fanar heimta það að Loeffler og Perdue, heimti rannsókn á kjörinu í Georgiu.
--Þ.e. barátta nú upp sæmilega brekku, eftir 3-talningar.
- Bendi að auki á, Trump hefur nú tapað öllum dómsmálum tengdum Georgiu kjörinu.
En það skiptir ekkert annað máli hjá harðkjarna fönum - en hlýðni við Trump.
--Einungis hún sé mælikvarði á ágæti viðkomandi.
Whenever you have a close election, any distraction can be decisive, and by all accounts, the runoffs in Georgia are going to be close, just like they were in November, -- I think Republicans need to focus the runoffs squarely on stopping Joe Biden's agenda. If it's about Trump and conspiracy theories, that only divides our party and emboldens Democrats.
--said Alex Conant, a political strategist and the former communications director for Sen. Marco Rubios presidential campaign in 2016.
Enn frekar:
Debbie Dooley, a founder of the Tea Party movement in Atlanta and vocal Trump supporter: she called the chatter about boycotting the race the - most asinine thing I've ever seen in my life. -- Thats like cutting off your nose to spite your face, -- The Republicans have to win one of those seats. If Democrats win both of those seats, if you boycott the runoff or you write in names, you are giving Democrats control of the Senate and they will have total control of the government.
Málið með harðkjarna-Trump-fana, þeir eru ekki raunverulega -- Repúblikanar.
--Málið sé Trump - Trump, einungis Trump!
Mike Rothschild, a writer and researcher on conspiracy theories who is working on a book about QAnon:
Pragmatism, may not be enough to sway conspiratorially minded Trump supporters. -- They're still so very deep in the mythology and the conspiracies and the double dealing and the chicanery, -- It's like they can't get out of their own way to see what an opportunity they have here, and how bad it will be for them if things go wrong.
--Harðkjarna-fanarnir séu sem sagt, tíndir inni í eigin - fræðum.
Þeir hafi misst sjónar á veruleikanum -- tíndir inn í eigin ímyndunarheimi samsæra.
Haft eftir einum harðkjarna-fananum!
Some leaders in GA & National GOP complain I am hurting chances of @KLoeffler &@sendavidperdue to win runoff & save Senate control, --Wood tweeted on Wednesday to his 613,000 followers.-- They are ones hurting those chances by failing to publicly demand investigation of fraud & special session of legislature. Look in mirror.
Sem sagt, fanarnir krefjast þess að -- kandidatarnir taki upp þeirra kröfu.
Og hóta að tryggja að þau tapi kjörinu gegn Demókrata-kandidötum.
--Ef Loeffler og Perdue, samþykkja ekki kröfu -- hörðu fananna.
Það áhugaverða við þetta -- að Trump fanar virðast sjálfir klofnir í málinu!
--Donald Trump Jr. sagði eftirfarandi!
Im seeing a lot of talk from people that are supposed to be on our side telling GOP voters not to go out & vote for @KLoeffler and @Perduesenate. That is NONSENSE. IGNORE those people,
Maður mundi ætla að sonur Trumps -- hefði áhrif.
--En, umtalið virðist drifið af margvíslegum öðrum sjálf-skipuðum talsmönnum, fan-hópanna.
- Eins og að rótæklingarnir er tengjast Trump - séu að klofna í margvíslegar -- enn róttækari hópa.
Áhrifamikil hvatningar-aðili virðist vera lögfræðingurinn Sidney Powell sem varði Flynn, og tók þátt í sumum þeirra dómsmála sem Trump - beitti gegn kosningunni.
--Powell, virðist hafa mikið álit meðal Trump-fana.
Spurning hvort að inn í málið spili - keppni milli, rísandi stjarna meðal - Trump-fana, sem keppa sín á milli um hylli og stuðning meðal Trump-fana.
--Keppnin snúist m.a. um -- hollustu-keppni, m.ö.o. hver geti sínt mesta.
Þannig keppni, gæti verið að leiða til þess - að menn leggist á allra smæstu smá-atriði, íkji þau upp í hæstu hæðir.
--Sama tíma, klofni heildar-hópurinn upp í fylkingar, milli slíkra - vonar-stjarna.
- En sú keppni, geti einnig verið að leiða til þess.
- Að Trump-fanar tínist í smá-atriðunum.
--Missi þannig sjónar á heildarmyndinni!
Það væri rosalega fyndið -- ef Trump-fanar sjálfir, gefa Öldunga-deilina til Bidens.
Niðurstaða
Það róttæklinga-kraðak sem hefur safnast í kringum Trump, virðist ekki neitt smáræðis skrítinn hópur. Eignlega minnir þetta mig mest á -- kommana í gamla-daga.
En þeir virtust nær alltaf klofnir í ótal fylkingar.
Eitthvað svipað virðist vera að þróast meðal - Trump-fana hópa.
Í keppni um athygli, leitist rísandi vonarstjörnur fyrir leiðtoga-hlutverk innan hópsins, til að höfða til athygli þeirra - með því að keppa um það, hver þeirra gangi lengst í Trump-hollustu.
Frétt Politico gefur vísbendingar um að - Trump-fanar séu að tínast í auka-atriðum.
Missa þannig sjónar á heildamynd.
Það verður áhugavert að sjá hvernig kjörið um sætin 2 í Öldungadeildinni fer fyrstu vikuna í janúar. En ef fanarnir fæla fylgi frá vonarstjörnum Repúblikana, vegna deilna um keisarans skegg -- þá væri það ekki neitt smáræðis fyndið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2020 | 17:59
Óhætt að segja mörgum hafi létt er Trump sagðist ekki lengur -- ætla hindra hefðbundið forsetaskipta-ferli í Washington!
Yfirlýsing Trumps kom skömmu eftir að ljóst var að -- yfirvöld í Michiganfylki höfðu staðfest kosninga-úrslit; þetta nánast algerlega lokar á möguleika Trumps til að hindra forseta-skipti: Michigan certifies Biden's win as Trump efforts to challenge election slip.
Þrátt fyrir þrýsting Trumps á Repúblikana sem sitja ásamt Demókratafulltrúum í kosninga-eftirliti Michigan -- kaus hvorugur Repúblikaninn gegn yfirlýsingu um gildar kosningar.
--Þetta er hvað hefur verið að gerast undanfarið, að þrátt fyrir þrýsting frá Trump, hafa kosninga-eftirlits-fulltrúar á vegum Repúbliknaa-flokks; staðfest úrslitin í fylki eftir fylki, ásamt fulltrúum Demókrata.
--A.m.k. einn kosninga-eftirlits-fulltrúi Repúblikana, kom fram í fjölmiðlum og mótmælti afskiptum Trumps á undanförnum dögum, sagði frá því að hann hefði verið beittur hótunum - jafnvel að þeim hafi verið beitt gegn fjölskyldu hans: Trump tries to drum out GOP election officials who wont play his games.
Twitter yfirlýsing Trumps!
--Hann útskýrir í engu ákvörðun sína, auðvitað ekki það -- að hún tengist ákvörðun fyrr sama kvölds í Michigan; þó enginn heilvita maður geti sennilega haldið því fram - að það sé tilviljun að Trump lýsi þessu yfir fáeinum klukkustundum síðar, sama kvöld.
- Hann greinilega virðist ætla að halda sig við - ósönnuðu kenningarnar um stolnar kosningar!
- Bendi á að hann hefur - tapað hverju einasta dómsmáli sem hefur fram að þessu komið til dóms, er hefur snúist um -- tilraunir til að ógilda kosningu í einstökum fylkjum.
--Eins og einn dómarinn sagði um daginn, þá væri það fullkomlega fráleitt að ógilda kosningar í fylki -- út á fullkomlega ósannaðar ásakanir!
Trump relents as administration begins Biden transition
Það virðist vaxandi mæli blasa við, að Trump hafi búið til -grievance- kenningu, mestu máli líklega skiptir að yfir 70% kjósenda hans trúir henni -- Trump þarf líklega í engu að sanna sína kenningu!
Þá meina ég, Trump-arar virðast mér yfirleitt ekki krefjast sannana af hendi Trumps.
--Kenning sé sönn, einfaldlega vegna þess að Trump fullyrði hana sanna!
Það skipti að virðist Trumpara engu.
--Hvað sérhver annar segir, eða hvort Trump tapi öllum dómsmálum.
Ég hef persónulega aldrei komið auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að taka ásakanir í nokkru alvarlega!
--Mail-voting virðist mér ágætlega örugg aðferð, sennilega öruggari ef eitthvað er - en að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í eigin persónu.
- Þegar menn mæta á kjörstað, sína þeir -- passa af einhverju tagi, eins og fólk veit er upp og ofan hve nýlegar þær myndir eru; þannig séð ef menn horfa til sannana um að viðkomandi sé sú persóna - sé ekki endilega öruggt að gamall passi mæti þannig kröfum.
- Þegar menn greiða atkvæði í gegnum - póst, fylgir alltaf undirskrift með. Slíkt er a.m.k. ekki minna öruggt en gamall passi -- líklega ívið öruggari er kemur að því að bera áreiðanleg kennsl á viðkomandi.
--Heyri stöðugt tönnslast á, menn geti greitt atkvæði með póstsendum kjörseðli, án þess að vera viðkomandi -- -- það sé afar afar ósennilegt að vera satt!
- Ég skora á fólk þá - að falsa undirskriftir einstaklinga sem það þekkir ekki, þeirra undirskrift það aldrei hefur séð.
--Slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt.
M.ö.o. hefur mér virst gagnrýnin á - póstsend atkvæði, stærstum hluta -- absúrd.
--Hinn bóginn hafi pólit. tilgangur þeirrar gagnrýni, alltaf verið augljós!
- Þetta hafi m.ö.o. allan tímann, verið pólit. ásökun -- ekki á skynsemis-grunni.
Hvað ætlar Trump að gera við þessa -grievance- kenningu?
Mér virðist sennilegt, að tilgangur Trumps -- hafi einfaldlega verið sá, að sannfæra fjölmennan hóp -- gegn öllum skynsemis-rökum og samtímis án nokkurra sannana!
--Að kosningum hafi verið stolið.
Síðan ætli Trump hugsanlega, að halda -sögunni- lyfandi nk. 4 ár, í von um hugsanlegt endurkjör 2024; það þíði væntanlega einnig að Trump ætli sér líklega reglulega að standa fyrir uppákomum, til að viðhalda áhuga -- aðdáenda sinna!
- Mér virðist afar sennilegt, Trump ætli að tryggja sér áfram -- aðgengi að fé stuðningsmanna sinna, m.ö.o. hvetja þá til að halda áfram að gefa fé til -- Trump-campaign.
- Illar tungur sem ég hef heyrt, meira segja halda því á lofti -- fégræðgi sé eiginlegur tilgangur Trumps. Hann ætli sér að féfletta eigin stuðningsmenn.
- Meðan hann noti þá peninga til að greiða af skuldum - halda viðskipta-veldi gangandi.
--Það er ekki endilega ósennileg kenning. Þ.e. féfletting stuðningsmanna, til þess eins að útvega Trump -- það fé sem hann þurfi, til að halda sér fjárhagslega á floti.
- En skv. greiningu Financial Times nýlega, skuldar Trump heilt yfir um 1,5ma$.
- Á móti, fyrir COVID var virðist heildareigna metið ca. 3ma.$.
Hinn bóginn sé tekjustaða Trumps og fyrirtækja hans, léleg samanborið við skuldafarg.
Gróða hans af -- The Apprentice -- sé lokið, þannig að tekjur Trumps hafi verulega dregist saman, samtímis því að skuldir hans hafi verulega mikið vaxið.
--Það sé alls ekki útilokað, að Trump mundi nota fé sem stuðningsmenn gæfu honum, nk. kjörtímabil -- stórum hluta til að halda viðskiptaveldi gangandi. Og sér persónulega frá fjárhagslegri snöru -- en hann er persónulega ábyrgur fyrir a.m.k. 400millj.$.
- Þannig að það geti vel verið, að Trump með sögu-sögnum sínum, með því að sannfæra stuðningsmenn hann sé í einhvers konar Davíð vs. Golíat glímu við kerfi; er hafi nú stolið kosningunni.
--Sé einfaldlega að skapa sér aðstöðu til að misnota sér gjaf-vild stuðningsmanna sinna.
Mér finnst þessi skýring koma til greina!
Trump þarf þó sennilega að halda voninni um hugsanlegt nýtt framboð, lifandi eins lengi og hann getur -- jafnvel þó hann ætli sér það hugsanlega ekki!
En það gæti verið erfitt fyrir hann, að halda í fégjafmildi stuðningsmanna!
Ef hann væri ekki reglulega að viðhalda von þeirra um aðra framboðstilraun.
--Það þíðir auðvitað, hann mun þurfa að halda sér í fjölmiðlum -- því standa reglulega fyrir uppákomum!
Væntanlega mundi hann leitast við að halda því á lofti -- Biden sé einhvers konar Dr. Evil.
Gera sitt besta til að sannfæra Repúblikana um að vera sem óþægasta við hann!
--Kemur í ljós síðar hvort slíkar tilraunir munu virka hjá karlinum!
Niðurstaða
Það að forsetaskipti sannarlega fara fram undir lok jan. nk. Hefur án vafa róað fjölda fólks, sumt sem óttaðist alvarleg átök hugsanlega um forseta-embættið.
Hinn bóginn, virðist aðstaða Trump til að standa í slíku hafa fjarað hratt út sl. daga.
Honum hafi ekki tekist að fá nokkra þingdeild Repúblikana í fylkjum þ.s. þeir hafa meirihluta af þeim fylkjum er deilt hefur verið um úrslit.
--Til að taka þátt í að hugsanlega ógilda þær kosninganiðurstöður.
--Þar fyrir utan, hafa kosninga-eftirlitsmenn á vegum Repúblikana, ekki hindrað staðfestingu kosninganiðurstaðna fram til þessa.
M.ö.o. hafi ekki blasað við að Trump hefði þá stjórn á Repúblikanaflokknum á landsvísu, að hann hafi getað fengið Repúbliknana-þingleiðtoga viðkomandi fylkja, til að styðja ráðabrugg gegn kosninganiðurstöðunum.
Þegar þetta varð ljóst í fylki eftir fylki, runnu möguleikar Trumps til að hindra staðfestingu niðurstöðunnar -- hratt út á undanförnum dögum.
--Líklega lýsir Trump yfir því að hann hindri ekki lengur forsetaskipti, þar að hann eigi ekki valkost um annað lengur.
- Challenge hans gegn niðurstöðunni hafi mistekist.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2020 | 00:08
Gæti það hugsast Trump sé að skemma fyrir endurkjörmöguleikum Repúblikana í Öldungadeil?
Sá áhugaverða umfjöllun á Politico vefnum: Traitors to the president: Conservatives fear public preparation for Biden term.
Fjölmiðillinn ræddi við nokkurn fjölda aðila innan Repúblikana-flokksins.
Það virðist m.ö.o. að menn séu beittir ógnunum og hótunum, til að halda sig við þá línu -- að Biden hafi ekki unnið sigur í forseta-kosningunum!
Eins og einhver ef til vill veit - þá eru í gangi kosningar um 2-öldungadeildar stóla.
Gríðarlegu fé er nú varið til þeirra kosininga: Loeffler, Perdue turn to Fox viewers to fund pricey Georgia runoffs.
- Vandi öldungadeildar-þingmannanna tveggja er sá, að þeir fá ekki að nota þá röksemd.
--Að kjósendur þurfi að kjósa þá, vegna þess að þörf sé á því fyrir Repúblikana að halda meirihluta í Öldunga-deild; til að tékka af Biden - er hann tekur við forsetastól. - Þeim er meinað að nota þá röksemd, því þá væru þeir -- að taka undir það, að Trump hafi tapað.
--Þetta er mjög sérstök staða!
- Eins og við vitum, þá ef Repúblikanar halda Öldunga-deildinni, geta þeir bremsað mjög af möguleika Bidens.
- Það atriði vildu þeir benda kjósendum á -- að yfirvofandi forseta-skipti, gerðu það enn mikilvægra en ella fyrir Repúblikana-kjósendur að snúa bökum saman.
--En, en sérhverjum þeim er íjar að því að Trump hafi tapað - er beitt hótunum.
- Kallaðir -- svikarar gagnvart Trump.
Það má sem sagt ekki, ræða yfirvofandi stjórn Bidens! Þannig er kosningabarátta þeirra hömluð!
Takið eftir -- Repúblikaninn er er einhvers staðar kjörinn fyrir flokkinn, vildi ekki láta nafns síns getið.
The winning narrative in Georgia would be that Republicans need the Senate to counter Joe Biden and [Vice President-elect] Kamala Harris when theyre in office, -- said one prominent elected Republican -- The problem is you cant make that case effectively when youve got the president telling some of his voters, Dont worry, Joe Biden is not going to be president.
Þeir eru sem sagt farnir að óttast, að Demókratar - taki sigurinn af þeim, því ekki sé hægt að ræða við kjósendur -- um hvað þurfi að mati Repúblikana gera!
--Til að mæta yfirvofandi ríkisstjórn Demókrata undir forsæti Bidens.
Einn sem vinnur í - innflytjendamálum fyrir Repúblikana, sagði nauðsynlegt að fræða kjósendur um líkleg stefnumál yfirvofandi ríkisstjórnar Demókrata í innflytjendamálum, þannig að það verði vel undir búið hvernig ætti að mæta þeim!
Educating the public and preparing to fight things like the America Last immigration plan that is set to begin on Day 1 of a Biden administration doesnt undercut pending litigation or efforts to ensure that all votes are counted, -- If transition folks are quietly crafting ways to grant amnesty and open our borders, people need to know.
Þeir eru sem sagt frústreraðir yfir því - að ræða ríkisstjórn Bidens í nokkru hugsanlegu samhengi; sé - tapu.
Repúblikana-fjölmiðlar virðast nær allir enn fókusa á - tilraunir Trumps til að hafna kosningaútkomunni; hinn bóginn gengur Trump ekki of vel: Trump campaign drops remaining lawsuit in Michigan.
--Á nk. tveim vikum munu öll fylki Bandaríkjanna, staðfesta kosninga-úrslitin, skv. eigin lögum þeirra er frátekin dagsetning fyrir slíkt í síðasta lagi, síðustu fylkin staðfesta þann 1. des. nk.
Þaðan í frá verður sennilega ekkert sem Trump getur gert.
Niðurstaða
Eins og ég upplyfi þetta, þá eru hróp Trumps um stolnar kosningar - hreinn farsi.
Tel engar líkur úr þessu en að Biden verði ekki svarinn inn sem forseti nk. ári.
Hinn bóginn hefur Trump - með þrjósku sinni, sannfært meirihluta Repúblikana-kjósenda, að kosningin hafi verið óheiðarleg.
--Þó staðfesti nýverið yfirmaður stofnunar sem hefur eftirlit með öryggi kosninga, að núverandi kosning hafi verið sú öruggasta í sögu Bandaríkjanna: Enda er Trump búinn að reka þann mann: DHS cyber chief out after debunking Trumps election claims. Í kjölfarið lýstu nokkrir þekktir Repúblikanar yfir stuðningi við Krebs: Confusion and chaos: Republicans denounce Trumps latest purge. Ekkert smá hól sem hann fékk frá þeim persónum.
--Trump hefur tapað fjölda dómsmála, hingað til hefur ekkert mál fallið honum í skaut - sem gefur niðurstöðu í nokkru er styður ásakanir Trumps.
Hinn bóginn, virðist Trump með þrjósku sinni - vera að hindra sinn eigin flokk í því að undirbúa sig undir yfirvofandi valdatöku Bidens.
--Nema að því marki sem slíkt er gert í laumi.
Hinn bóginn, geta ekki frambjóðendur Repúblikana er berjast um 2-Öldungadeildaþingsæti.
--Varið sína stöðu gagnvart kjósendum í laumi!
- Trump virðist vera að þrengja þeirra möguleika gagnvart því, hvernig þeir geta rætt við sína kjósendur -- tiltekin rök eru, tapu.
Spurning hvort það veikir endurkjörsmöguleika?
--En það yrði saga til næsta bægjar ef Demókratar ná - Senatinu eftit allt saman.
Og geta þakkað að einhverju leiti Trump fyrir það!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2020 | 15:39
Markar nýr 15 landa samningur yfir Kyrrahaf - skeið ægivalds Kína? Skaut Trump Bandaríkin harkalega í fótinn - er hann labbaði frá Trans-Pacific-Partnership samningnum?
Svokallaður -Regional Comprehensive Economic Partnership- samingur eða RCEP er nú formlega í höfn, og sameinar alla fyrri samninga um viðskipti milli Kína og Kyrrahafsríkja í einn samning.
Að þessu leiti er hann sambærilegur við TPP eða Trans-Pacific-Partnership samning, sem Trump sem fyrsta verk eftir að taka við 2017 - sagði Bandaríkin frá; en sá samningur var hugsaður af Obama-stjórninni á seinna kjörtímabili 2012-2016 að verða þungamiðja þess að tryggja áframhaldandi áhrif Bandaríkjanna yfir Kyrrahafs-svæðinu.
Asia-Pacific countries sign one of the largest free trade deals in history
Spurning hvort að með því að labba frá TPP -- hafi Trump gefið Kína stórfellda gjöf.
Sem Kína er nú að hala inn?
--Stendur Trump í raun fyrir: Make-China-Great-Again?
Meðlimalönd RCEP: Kína, Brunei, Kambódíu, Indonesíu, Laos, Malaysíu, Myanmar, Filippseyjar, Singapore, Tæland,Vietnam - síðan Ástralíu, Japan, Nýja-Sjáland og Suður-Kóreu.
Meðlimalönd TPP (eins og til stóð): Bandaríkin, Ástralíu, Brunei, Chile, Japan, Malasíu, Mexikó, Nýja-Sjáldan, Peru, Singapore, Vietnam ásamt Kanada.
- Tæknilega er TPP enn til, tæknilega gæti Biden gengið með Bandaríkin aftur í hann, en hin meðlima-löndin endursömdu sín á milli og síðan formlega störtuðu honum ca. ári síðar en TPP átti formlega að starta.
- Hinn bóginn virðist öruggt, að Trump mun gera allt sem hann getur -- til að hindra Biden í því að - koma Bandaríkjunum aftur inn í það samstarf.
--Til þess að skemma allt sem hann getur fyrir Biden, í von um endurkjör 2024.
Að ganga aftur í TPP - væri nokkurs konar varnar-aðgerð, liður í að tengja lönd sem Bandaríkin vonast til að halda bandalagi við -- við sig fyrir utan varnar-samstarf, í viðskipta-samstarfi að auki.
Kína aftur á móti, er að nota viðskipti -eins og Bandaríkin áður gerðu- til að efla sín áhrif, ekki síst áhrif á önnur lönd -- áhrif þíða að lönd verða líklegri að gefa eftir gagnvart Kína.
--Slík áhrif skipta mjög miklu máli þar af leiðandi.
- Sumir Trumparar virðast einangrunar-sinnar, halda að Bandar. geti lokað sig af - það verði allt í lagi.
- En það mundi gefa Kína þá fullkomna drottnunar-stöðu smám saman á Kyrrahafssvæðinu.
--Persóna væri mjög naív er héldi að Kína stoppaði barasta þar.
- Lærdómur áranna fyrir Seinna-stríð var sá, að ef menn lofa stóru veldi að byggja upp drottunar-stöðu án þess að gera í nokkru til að stöðva það eða a.m.k. hægja á því.
- Þá kemur það til að kosta gríðarlega síðar.
Að mínum dómi - var labb Trumps úr TPP --> Augljós risagjöf til Kína!
Gjöf sem Kína ætlar að hala nú inn --> Er Bandaríkin hafa ekki TPP sem mótvægi við RCEP.
--TPP mundi ekki þiða, að Kína væri algerlega stoppað. En það hefði þítt, að Bandaríkin - héldu fastar í tiltekin hóp landa!
--Samtímis eftir því veldi Kína stöðugt vex.
Þannig að - TPP var varnar-aðgerð gegn hratt vaxandi veldi Kína.
--Að labba frá TPP -- var ótrúlega skammsýn og örugglega skaðleg ákvörðun.
- En á endanum, geta Bandaríkin ekki verið - örugg heima, ef þau lofa Kína að labba yfir megnið af restinni af heimsbyggðinni -- þannig vaxa stig af stigi að veldi, þangað til að Kína mundi verða nægilega öflugt til að sækja að Bandar. á heima-velli.
En ef Bandar. lofa Kína að vaxa ótékkað -- eins og virðist Trump hafi gert.
Þá á endanum, verður Kína það sterkt - að meira að segja Bandar. megna ekki að verjast þess áhrifum á heimavelli.
- En segið mér, í hverju skaðaði viðskiptastríð Trumps við Kína -- Kína?
--Í dag er viðskipta-halli Bandar. v. Kína stærri en hann var 2016.
--Tollar Trumps, voru borgaðir af bandar. neytendum - ekki Kína.
Því voru þeir tollar -own goal- Bandaríkjanna allir með tölu. - Sama tíma, voru tollar Kína á Bandar. -- verulega skaðlegir útflutningi Bandar. til Kína, sbr. þeir hafa nokkurn veginn stöðvað sölu á gasi frá Bandar. til Kína - þeir minnkuðu til muna útflutning landbúnaðar-afurða frá Bandar. í til Kína.
--Trump brást við með því að gefa bandar. bændum fullt af ríkispeningum. - Kína -- gaf í raun ekkert eftir gagnvart Trump stjórninni - ekki fingur, ekki nögl.
Samningur sem Trump gerði -- fólst nær allur í loforðum sem Trump stjórnin mun ekki ná að halda inn, þ.s. hún hefur ekki enn gert það.
- Loka-niðurstaða hlýtur að vera sú -- Xi Jinping vann viðskiptastríðið við Donald Trump. Viðskiptastríð sem Trump kallaði -- auðvelt að vinna.
--Sama tíma labbaði Trump frá TPP - sem þíddi að Trump labbaði frá aðgerð sem hefði eflt áhrif Bandar. í tilteknum löndum, sem sum hver eru nú meðlimir RCEP.
--Það þíðir, að Trump gaf í raun þau áhrif á mörg þeirra landa yfir til Kína.
Fullkomin gjöf á silfur-fati til Kína!
--Þess vegna set ég þetta fram, er Trump í raun: Make-China-Great-Again?
- Allar aðgerðir Trumps virðast hafa misheppnast fullkomlega.
- Á meðan vex veldi Kína hratt þau 4 ár hann ríkir -- og Kína í lok tímabils Trumps, er að hala inn þá gjöf sem Trump veitti Kína; er Trump labbaði frá TPP.
--Með því að ljúka nú um margt sambærilegum samningi, sem eins og TPP átti að verka -- að verja áhrif Bandaríkjanan á móti; verður tæki Kína í hratt vaxandi sókn þess eftir áhrifum á kostnað Bandaríkjanna og annarra Vesturvelda.
Niðurstaða
Mér virðist heilt yfir sagt ekki standa steinn yfir steini af utanríkistefnu Trumps gagnvart Kína - honum hafi algerlega misheppnast að ná fram þeim markmiðum hann setti sér fram.
Þar með hafi honum algerlega misheppnast að bæta fyrir þann skaða, sem gjöf hans til Kína var -- er hann labbaði frá TPP.
Eftir að ljóst er að Kína í reynd vann fullkolega viðskiptastríðið.
Þá er ljóst að sú aðgerð er Trump hóf, hefur í engu veikt Kína.
Þess í stað standa Bandaríkin veikar eftir, hafa hent frá sér TPP -- ekki halað nokkurn skapaðan hlut inn á móti.
- Þetta er eins ástæða þess, að stórfelld endurskoðun utanríkisstefnu Bandaríkjanna er algerlega nauðsynleg!
Bandaríkin klárlega þurfa að ganga að nýju inn í TPP.
Í því fælist einungis varnar-aðgerð, svo að veldi Kína vaxi aðeins hægar.
En það þarf að hefja verkið á einhverjum punkti. Fyrst þarf að efla eigin stöðu, áður en meira er hægt að gera.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessar rosalega -ruddalegu- ásakanir, sem enginn sjáanlegur minnsti flugufótur er fyrir.
En, hingað til hafa dómsmál Trumps - snúist að mestu um tæknileg atriði er litlu máli skipta, sbr. að eftirlits-persóna standi örlítið nær vettvangi - að póstlögð atkvæði séu rétt flokkuð; en einhver dæmi virðast hafa fundist um mistök!
--Eiginlega ekki furðulegt, einhverjir kjósendur skrifa nafnið sitt illa svo erfitt er að ráða í - eða ganga rangt frá atkvæði sínu -- einhverjir þreittir starfsmenn, standandi klukkustundum saman við að telja - eða flokka, gera mistök.
--Samansafnað, virðast hafa fundist nokkur hundruð slík - mistök.
--Ekkert í átt við þ.s. getur ógnað kosninganiðurstöðunni!
En tilgangur Trumps virðist ekki vera sá að ógna niðurstöðu kosninganna!
Heldur að verjast því - eer ímyndaráfalli, að hafa tapað!
--Þannig, hann sé að telja fólki trú um, hann hafi ekki tapað - þannig verja sigurvegara ímynd sína, sem hann heldur stöðugt á lofti -- þó svo 6 fyrirtæki hans hafi orðið gjaldþrota fyrir árið 2000.
--Þ.e. hvað hefur verið áhugavert við Trump, að ímynda-smíð hans hefur afar litla veruleika-tengingu; m.ö.o. meir í ætt við skáldsögur eða fantasíur en veruleika.
- Trump hafi sennilega aldrei gengið eins langt og í þetta sinn, með skáld-sagna-gerð sinni, með ásökun hans um -- svik, er greinilega hafa ekki verið til staðar.
- En ímynda-smíð hans virðist snúast um það -- hverju fólki trúir, ekki hvað er raunverulega satt.
Trump virðist einmitt vera að takast ætlunar-verk sitt, að fá fólk til að trúa því hann hafi ekki tapað -- þannig að verja sína ímynd sem sigurvegara!
En samtímis vegur Trump harkalega gegn líðræðiskerfinu í Bandaríkjunum, þeim stofnunum sem sjá um að staðfesta trúverðugleika kosninga þar --> Trump gæti í raun verið að valda verulegum skaða á trausti gagnvart líðræðiskerfinu --> Í sínu -quest- að verja sína persónulegu ímynd!
Þetta er atriði sem mér hefur virst alltaf loða við Trump --> Þ.e. fullkominn skortur á siðferðiskennd, sem og ábyrgðarkennd --> M.ö.o. honum sé skítsama hvaða tjóni hann valdi á stofnunum samfélagsins og þess innviðum, ef hann sjái þann skaða þjóna hans persónulegu markmiðum.
Trumps Crazy and Confoundingly Successful Conspiracy Theory
Poll: 70 percent of Republicans dont think the election was free and fair
Könnunin virðist sýna fram á -- sigur sögusagna Trumps!
70 percent of Republicans now say they dont believe the 2020 election was free and fair, a stark rise from the 35 percent of GOP voters who held similar beliefs before the election.
- Sigurinn sé ekki sá að Trump gegni störfum forseta nk. 4 ár.
- Heldur sá, að með heppnuðum hætti -- sá -grievance- sögu, er verði örvar-oddur baráttu Trumps nk. 4 ár -- væntanlega -super hostile- stjórnar-andstaða.
- Þ.s. allir Trump-fanar munu trúa því fullkomlega, að kosningunni hafi verið stolið - að Trump hafi verið rændur.
--Ég sé fyrir mér, stjórnar-andstöðu er verði -nastí- í óþekktum hæðum miðað við sögu Bandaríkjanna, þ.s. allt verði gert - meina allt - til að skemma fyrir Biden-stjórninni.
--Það muni skipta Trump engu máli, að ef þær tilraunir samtímis - skaða hagsmuni Bandar. og þjóðarinnar, sbr. ef þær grafa undan atvinnu-uppbyggingu, tilraunum til að skapa samvinnu við aðrar þjóðir t.d. gegn kína --> Allt sem Biden geti grætt á, verði eyðilagt. Ef Trump, mögulega getur eyðilagt það! Síðan ef Trump tekst að skemma/eyðileggja --> Muni hann kalla Biden --> Weak, og kenna honum um þá útkomu.
Ég sé fyrir mér -- eiginlega, pólitík sem fullkomið stríð!
Þ.s. allt verði leyfilegt!
--Auðvitað í stríði, þá bregðast þeir sem ráðist er að, við a.m.k. á einhverjum punkti.
Ég reikna með að pólitíkin í Bandar. nk. 4 ár -- verði nastí sem aldrei fyrr.
Niðurstaða
Það sé enginn vafi Trump tapaði 2020 - þar fyrir utan sé nú fullkomlega ljóst það var ekkert samsæri, engin svik er skiptu máli um útkomuna í tengslum við þær kosningar.
--Hinn bóginn, hafi Trump alltaf haldið á lofti ímynd sem sigurvegara, alltaf virðast trúað hann sé sigurvegari -- þó svo að 6 fyrirtæki hans fyrir 2000 hafi hrunið -- kaldhæðið að ástæða þess Trump borgaði nánast enga skatta í meir en 10 ár er óskaplegt tap yfir 900 millj. dollara er Trump varð fyrir árin fyrir 2000.
--En einhvern veginn, tekst honum að viðhalda þeirri ímynd þrátt fyrir allt sem á gengur, burtséð frá öllu því fé Trump hefur tapað í gegnum árin!
- Trump ætlar sér greinilega að endurtaka leikinn -- þ.e. að snúa tapi í sigur.
- Þó hann hafi tapað, sannfærir hann fólk um það -counter factual- að hann hafi í raun unnið.
Ímynd Trumps snúist ekki um hvað raunverulega er -- heldur að sá trú á hans persónu.
Þegar við erum að tala um trú -- þá skipta sannanir, staðreyndir -- engu máli!
Trump hafi tekist að fá meirihluta Repúblikana-kjósenda til að trúa!
--Þá skipti ekkert annað máli.
Trump geti líklega notað þá -grievance- kenningu að sigrinum hafi verið rænt, þó sú kenning gangi fullkomlega gegn staðreyndum, til að halda tangar-haldi í kjósendur Repúblikana!
--Þannig stjórninni á Repúblikana-flokknum!
Það gangi þá væntanlega í hönd nk. 4 ár -- allra svæsnasta árásarpólitík sem sést hefur í Bandaríkjunum í minni nokkurs lifandi manns.
Pólitík er muni snúast um að, rífa allt niður og skemma, sem Biden reynir að gera.
Það muni ekkert vera það nastí að það komi ekki til greina! Eða verði ekki hrint í framkv.
--Síðan auðvitað, muni Trump fyrirhuga - að kenna Biden um það, ef Trump tekst að rífa allt niður sem Biden leitast til við að framkvæma eða hrinda í verk; kalla Biden --> Weak.
Trump er sennilega sú allra andstyggilegasta persóna er komist hefur til valda í Bandar.
Þessi 4 ár muni reyna á samfélags-uppbyggingu Bandar. -- þ.s. hatur hópanna hlýtur að eflast stórum meðan á öllu þessu gengur.
--Spurning hvort að Bandar. geta lifað af slík samfélags-átök er líklega standa yfir allt nk. kjörtímabil. Og rökrétt verða sífellt andstyggilegri eftir því sem tíminn líður fram það kjörtímabil.
Trump muni ekki stoppa eða hika, og nota allt hik andstæðinga -- sem sönnun þess þeir séu --> Weak. Þannig hvetja þá á móti, til að auðsýna ítrustu hörku.
--Slíkur hringur í 4 ár, gæti raunverulega -- tvístrað Bandar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.11.2020 | 18:31
Tilkynning um bóluefni gegn COVID-19 er virðist raunverulega virka hefur aukið bjartsýni!
Skal viðurkenna að ég veit ekki mikið um þetta nýja bóluefni! Skv. tilkynningu hins bandaríska Pfizer hins þýska BioNTech -- er hið sameiginlega bóluefni fyrirtækjanna metið a.m.k 90% skilvirkt:
PFIZER AND BIONTECH ANNOUNCE VACCINE CANDIDATE AGAINST COVID-19.
"Study enrolled 43,538 participant and 94 caught Covid ...so very effectiv"
--Jafnvel þó hugsanlega helmingur hafi verið á placebo.
Skv. tilkynningu hafi ekki greinst nokkrar alvarlegar aukaverkanir.
- Þátt-takendur í hluta 3ja. stigs prófi sem sé lokið, yfir 40þ.
Við lestur fréttar um málið, virðist ljóst að tæknin sem notuð var við þróun efnisins er í eigu þýska fyrirtækisins, er hafi séð stærstum hluta um þróun þess.
--Hinn bóginn, tryggi Pfizer aðgengi að fjármagni frá bandaríska ríkinu, til þess að markaðssetja efnið í Bandar. og til að flýta fyrir framleiðslu efnisins: U.S. Government Engages Pfizer to Produce Millions of Doses of COVID-19 Vaccine. Skv. samningnum hafi bandar. ríkið fyrirfram keypt - 100 milljón skammta, eftir náttúrulega þeir hafa verið framleiddir, og náttúrulega ef og þegar efnið sem bandar. fyrirtækið lofaði sannarlega standist kröfur.
- Þróun bóluefnisins hafi samt ekki verið hluti af svokallaðri - warpspeed áætlun!
Enda efnið þróað af þýska fyrirtækinu - ekki hinu bandaríska.
--Bandar. hafi keypt sér aðgengi að því, með því að aðstoða við markaðssetningu þess, leggja til þess fjármagn - tryggja aðgengi að fjármögnun frá bandar. ríkinu.
--Þýska fyrirtækið hafi hafið þróun efnisins, áður en Trump hratt af stað - Warpspeed verkefninu, ekki notið þar um fjármagns frá bandar. ríkinu.
Viðbrögð heims-markaða voru að hækka víða um heim, sem virðist sýna að aðilar telja tilkynningu fyrirtækjanna -- hafa trúverðugleika:
Covid vaccine breakthrough fuels broad global equity rally.
Eitt áhugavert atriði: efnið þarf að varðveitast við -80°C.
--Unnt þó að varðveita í viku í kæli, eftir að tekið úr djúpfrysti.
Annað áhugavert, 2 skammta þurfi af efninu með 2ja vikna millibili.
- Sem þíðir, að í undirbúningi þess að nota efnið!
- Þarf að tryggja nægan fjölda af -- djúpfrystum.
--Sem væntanlega þíðir, að fyrirtæki er framleiða slík tæki.
Eiga eftir að sjá mikið um pantanir á þeirra framleiðslu á nk. misserum.
Tek undir orð Joe Bidens, réttkjörins nýs forseta Bandaríkjanna!
What we know and dont about Pfizers promising vaccine results
Biden touts vaccine developments, but warns end of pandemic battle still months away
Það að komið sé fram bóluefni - sem flestum líkindum raunverulega virkar!
--Séu frábærar fréttir!
Hinn bóginn sé ekki kálið sopið þó í ausuna sé komið.
--Enn eigi eftir að hefja fjölda-framleiðslu bóluefnisins.
Það muni taka tíma að framleiða það óskaplega magn sem ríki heims munu kalla eftir!
- Það sem mig grunar að megi segja, að líklega verði bóluefni komið í almenna dreifingu fyrir lok nk. árs -- það megi a.m.k. staðhæfa sem 100% öruggt.
- Hugsanlega verður bóluefni gegn COVID komið í einhverja takmarkaða dreifingu fyrr.
--En líklega ekki almenna, mikið fyrr en seint á nk. ári.
Það sé því ekki alveg svo - að aðgerðir ætlað að verjast frekari dreifingu sjúkdómsins verði strax úreltar eða óþarfar -- fólk getur enn látist í fjölda, áður en dreifing hefst í stórum stíl!
--Ég hugsa að það væri virkilega sorglegt, ef menn missa alveg stjórn á útbreiðslu veirunnar, rétt áður en dreifing bóluefnis getur hafist.
- Það virkar einhvern veginn á mann, jafnvel enn sorglegra, að fj. fólks látist -- því menn tapa sér, þegar efni er komið fram sem getur stöðvað sjúkdóminn.
--En ekki enn unnt að dreifa því til almennings, því enn eigi eftir að hefja stórfellda framleiðslu þess. - Ég mundi kalla þetta -- ljós í myrkrinu, glampa í endanum á göngunum!
--Það sé mikilvægt að vita, að baráttan muni taka enda.
Hinn bóginn einnig, að of snemmt er enn -- að hætta henni.
--Þetta ætti að peppa upp móral almennings, að vita að innan nk. 12-18 mánaða, ætti að vera komin af stað viðtæk dreifing bóluefnis er virkar.
Niðurstaða
Það að ljósið við endann á COVID-göngunum sé sennilega komið fram, ætti að auka bjartsýni flestra. Með tilkomu bóluefnis er sennilega raunverulega virkar, þá ættu flestir að sjá að baráttan um það að -- verjast sjúkdómnum, er líklega ekki til einskis.
Mig gunar að þreita sé komin í marga, en allt í einu með þá vitneskju að þetta muni taka enda -- grunar mig að þreitan minnki og aukin bjartsýni vaxi.
--Nú sé málið einungis það, að halda út þangað til að bóluefni sem virkar fer í almenna dreifingu.
Enn sé ekki ástæða til að slaka á í baráttuni við kófið, enda getur það enn farið svo að fjöldi fólks láti lífið -- af óþörfu. Ekki sé unnt að dreifa efninu strax.
--En almenn dreifing bóluefnis er virkar, sé nú einungis spurning um tíma.
Líklega ekki meir en 12-18 mánuði.
- Ég hef heyrt ummæli á netinu, að Donald Trump hafi haft rétt fyrir sér -- málið er að Trump hafði rangt fyrir sér; en hann gaf í skyn að bóluefni gæti farið í dreifingu fyrir árslok -- slíkur tímarammi virðist enn ósennilegur.
--En innan ramma nk. árs virðist hægt að segja með ágætu öryggi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
6.11.2020 | 22:05
Skv. fréttum dagsins er Biden staðfestur nýr forseti Bandaríkjanna! Donald Trump tapar fyrir Joe Biden þrátt fyrir að fá mun fleiri atkvæði en 2016!
Talning í skv. fréttum dagsins er talning það langt komin í Nevada og Pennsylvaníu, að ljóst virðist skv. fréttum orðið að -- Donald Trump getur ekki náð að jafna út fylgis-forskot Bidens.
Þannig að sigur Bidens í þeim fylkjum virðist -- ljós!
--Sem meir en dugar Biden til sigurs yfir Trump!
Staðan skv. núverandi tölum því: Biden 290 kjörmenn / Trump: 214.
Trump mun líklega taka Norður-Karolínu.
--Þannig fá 15 kjörmenn til viðbótar, enda í 229.
Kemur í ljós síðar, hvort Biden einnig fær kjörmenn Georgiu fylkis.
--Biden endar þá með: 306 kjörmenn!
---------------Færslan ég skrifaði í gærkveldi hér fyrir neðan!
2016 fékk Donald Trump 62.984.828 atkvæði eða 46,1% vs. Hillary Clinton 65.853.514 eða 48,2%. Trump fór þá eins og frægt er - með sigur í -Elector-college- kosningunni, 304 / 227.
Staðan nú skv. net-miðlum:
- Donald Trump: 69.840.994 (á þessar stundu) og 47,8%.
- Joe Biden: 73.798.761 (á þessar stundu) og 50,5%.
- Skv. fréttum, Trump með 214 kjörmenn / 264 Biden.
--Biden er með forskot í: Georgiu - Nevada - Pennsylvaniu.
Og öruggt metið að Biden taki a.m.k. eitt þeirra - kannski þau öll.
- Ef öll, yrði niðurstaðan: 306 kjörmanna sigur.
- Trump fær þá líklega, Norður Karolínu +15 kjörmenn: 229.
Trump leit ekki glaðlega út í dag!
Gamla spurningin um kannanir!
- Enginn vafi að kannanir - vanmátu fylgi Trumps í þetta sinn eins og síðast.
- Hinn bóginn, mældu þær fylgi Bidens eiginlega hár-rétt.
Klárlega er könnunar-vandinn annar en sá að menn kunni ekki að vinna kannanir.
Þá ættu kannanir að sýna rangt fyrir báða frambjóðendur.
--Ekki rétt fyrir annan, rangt fyrir hinn.
- Spurning hvort -- Trumparar svara ekki könnunum?
--Rétt að benda þó á, meðal-könnunin fyrir kosningar, sýndi Trump með ca. 43%.
Sem er ekki risa-sveifla samanborið við, 47,8%.
Það væri þá langt frá allir kjósendur Trumps er ekki svara könnunum.
--En kannski er til staðar harður kjarni - er ekki gerir það.
Biden er ekki neitt smáræðis að fá meir en Hillary Clinton!
7.945.247 -- nærri 8 milljón atkvæði meir.
Þar eð talning stendur enn yfir, nær Biden örugglega 8 millj. atkvæða forskoti á Hillary.
Trump er einnig að fá mun meir en síðast!
Sbr. 6.856.166 eða nærri 7 milljón fleiri atkvæði en síðast!
Biden er samt þó með drjúgt forskot í fjölda atkvæða!
3.957.767 -- eða forskot upp á nærri 4 milljón atkvæði!
Kosningin er því ekki beint, stór höfnun á stefnu Trumps!
Hann virðist ætla að tapa, þannig að um höfnun er að ræða!
En Trump fær klárlega mun betri kosningu samt en síðast.
--Þannig að Trump getur augljóslega ákveðið að sjá sigur í því.
- Þetta örugglega hjálpar Trump að halda lífi í sinni stefnu, í stjórnar-andstöðu.
Trump gæti átt góða möguleika að halda stöðu sem leiðtogi Repúblikana!
Með þetta öfluga kosningu, virðist það mér ekki spurning.
Hann væntanlega mundi þá halda áfram að trana sér stöðugt fram, sem leið-togi -- Trump hreyfingarinnar, gera sér far um að gera -- Biden lífið leitt.
--Samtímis einnig sem skír leiðtogi Repúblikana!
- Þeir Repúblikanar er aðstoðuðu kosninga-baráttu Bidens, fá þá líklega ekki þá ósk - að sparka Trump frá flokknum sínum, uppfyllta.
Mun Trump sætta sig við úrslitin?
Það er eiginlega algerlega galopin spurning enn -- ekkert augljóst blasir við mér sem geri úrslitin í nokkru ósanngjörn!
- Kosningin virðist mér virka eðlilega.
--Þ.e. Trump hvatti sitt fólk að mæta á kjördag.
--Og til að greiða ekki atkvæði í gegnum póst.
Og það sannarlega virðast Trumparar hafa gert. - Það þíddi rökrétt, að mun flr. Biden kjósendur kusu í gegnum póstlögð atkv.
--Þannig að Trump kom sterkur inn í fyrstu tölum, enda atkv. gjarnan fyrst talin þau sem greidd voru á kjörstöðum.
--Síðan, er menn fara að telja -- póst-sendu atkvæðin.
Fer fylgi Bidens vaxandi og vaxandi -- því meir er talið.
Þannig hefur þetta nákvæmlega birst -- Biden virðist hafa á bilinu 70-78% hlutfall póstsendra atkvæða! Þannig að talning þeirra atkvæða -- er einmitt að rökrétt hækka fylgi Bidens.
--Í þeim fylkjum þ.s. enn er verið að telja atkvæði.
Trump er búin að -- æpa hátt yfir því hvernig talningin hefur étið upp fylgi hans.
Dómstólar hafa á hinn bóginn - hafnað öllum tilraunum hans til að fá stopp.
Neikvæð viðbrögð við orðum Trumps frá Repúblikönum:
GOP begins pushing back against Trumps false election claims.
- Hans eigin flokkur m.ö.o. er farin að svara Trump.
Sem er áhugavert í sjálfu sér.
Spurning hvenær Trump lísir yfir ósigri: Trumps almost out of time.
- Trump getur auðvitað beðið þar til allt hefur verið talið.
Hinn bóginn er venja, að bíða ekki það lengi.
Ef úrslit eru þegar orðin nægilega skýr.
Biden verður ekki rosalega valdamikill!
Það kemur til að Demókratar náðu ekki -- Öldungadeildinni.
Þannig að Biden verður í sama vanda og Trump sl. 2 ár -- þ.e. að hafa pólit. andstæðinga ráðandi í annarri þingdeildinni.
Trump hefur ekki komið mörgum lögum í gegn - eftir að Repúblikanar misstu meirihluta í Fulltrúadeild fyrir 2. árum.
- Hinn bóginn, eins og Trump mun hann geta tekið margar ákvarðanir í utanríkismálum.
En Biden mun líklega ekki geta hækkað skatta -- eins og hann stefndi að.
Og það gæti verið, að Repúblikanar útvatni eitthvað töluvert stefnu-mál Bidens.
--Er kemur að hugmyndum um að verja verulegu fé, til að fjárfesta í endurnýjanlegri orku-innviðum fyrir Bandaríkin.
Það þíðir ekki að Biden geti ekkert gert.
Það verður einfaldlega takmarkað af möguleikum hans er kemur að samningum við Repúblikana.
Trump gæti verið óþægur ljár í þúfu þar um!
Ef hann, eins og mig grunar, heldur stöðu -- nokkurs konar foringja Repúblikana.
Mundi hann væntanlega gera allt sem hann getur, til að fá þingmenn Repúblikana -- til að vera sem mest ósveigjanlegir.
--Þannig að Biden nái sem allra minnstum árangri.
- Og síðan auðvitað, eins og Trump er háttað, kenna Biden um þá útkomu.
-----------
Þetta eru auðvitað vangaveltur.
Niðurstaða
Það er enginn leyndardómur að ég fagna yfirvofandi sigri Bidens!
Hvað Trump gerir - þá grunar mig að hann muni setja fókus á 2024.
Og leitast við að halda forystu yfir Repúblikana-flokknum, og stöðu sem leiðtogi þess er mætti nefna - Trump-hreyfingarinnar.
Milli hans og Bidens yrði þá nokkurs konar - stríð.
Og margir leikir fram og aftur þar um.
--Að sjálfsögðu óvíst hvernig það allt spilast fram.
Trump muni að mig grunar - leitast við að skemma fyrir Biden.
Síðan halda á lofti þeirri ímynd - Biden geti ekkert gert.
--Síðan fullyrða, hann sé sterki leiðtoginn sem Bandar. skorti.
Það er ekki alveg eins og að Biden - og Demókratar, séu vopnlausir.
Stríðið sé m.ö.o. hvorki fyrirfram unnið né tapað.
----------
Ps: Skv. fréttum - verður endur-talning í Georgiu.
Vegna þess hve afar lítill munur sé milli Bidens og Trumps.
Ps.2: Eins og flestir væntanlega hafa heyrt, hefur verið staðfest að Biden hefur sigrað í Pennsylvaníu og Nevada, sem gefur Biden öruggan sigur í kjörmanna-kosningunni.
--Þannig að Biden er rétt-kjörinn forseti Bandaríkjanna þar með!
Donald Trump confronts a new label: Loser
Trump skv. yfirlýsingu, neitar að viðurkenna ósigur:
Trump: It remains shocking that the Biden campaign refuses to agree with this basic principle and wants ballots counted even if they are fraudulent, manufactured, or cast by ineligible or deceased voters,
Hann hangir á staðhæfingum um -- falsaða útkomu!
---------------
Það getur verið að Trump muni aldrei viðurkenna að hafa tapað!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 7.11.2020 kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2020 | 19:41
Erfitt að túlka orð Donalds Trump öðruvísi - að hann ætli að valda vandræðum liggi ekki úrslit kosninga skýrt fyrir aðfaranótt 4. nóv.
Margt bendi til þess að - meirihluti þeirra er kjósa í almennri kosningu með þeim hætti að mæta á kjördag, verði líklega Trump megin.
Hinn bóginn hafa yfir 90 milljón nú greitt atkvæði fyrir kjördag!
--Flesti bendi til þess að Biden taki þau atkvæði með öruggum meirihluta!
Atkvæði greidd fyrir kjördag - eru talin síðar!
Það er því afar sennilegt að - versta sviðsmynd blasi við er sumir óttast.
Að fyrstu talningar sýni Trump með a.m.k. nauman meirihluta greiddra atkvæða.
Síðar er atkvæði þeirra er greiddu atkvæði fyrir kjördag eru talin.
--Snúist þetta við.
Donald Trump: Were going to be waiting. November 3 is going to come and go, and were not going to know, and youre going to have bedlam in our country, ...
- Ég sé ekki betur en í því liggi skýr hótun.
- Trump ætli að standa fyrir veseni.
Jason Miller, senior adviser to the Trump campaign: If you speak with many smart Democrats they believe that President Trump will be ahead on election night . . . and then theyre going to try and steal it back after the election
--Þ.e. þetta tal, um að stela kosningunni!
Vikum saman hefur Trump hefur sakað Demókrata um að undirbúa stórfellt kosninga-svik, án þess að færa fyrir því sannanir í nokkru.
--Síðan orð kosninga-fulltrúa Trumps, og Trumps sjálfs.
Tekið saman hljómar þetta þannig, Trump framboðið ætli -- að gera tilraun til þess að stöðva talningar á atkvæðum þegar meir en sólarhringur er liðinn frá kjördegi!
- Augljóslega væri það tilraun til að - ónýta atkvæði er augljóslega verða öll talin síðar, þar með -- ónýta kjörrétt og þar með atkvæði er nálgast 100 milljón manna.
- Þeir gerðu það, samtímis og það væri fullyrt -- að stórfellt svindl lægi með einhverjum hætti baki þeim atkvæðum er verða síðar talin.
- Menn óttast, að það fari nú í hönd, hörð barátta um þau atkvæði, þ.e. atkvæði greidd af nærri 100 milljón manns - þ.s. Trump geri allt sem hann getur, til að þrýsta því í gegn -- þau verði öll ógild.
- Demókratar hafa auðvitað haft grun um hvað stendur fyrir - og eru tilbúnir með eigin her lögfræðinga, og stórfellt fjármagn.
- Trump hefur ekki farið dult með það, að hann treystir á ný-elfdan meirihluta Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Þar fyrir utan, hljóma orð Trump er hann hótar að virðist vandræðum - þannig.
Að hann ætli að hugsanlega stefna sínum stuðnings-mönnum á götur og stræti borga Bandaríkjanna!
--Væntanlega til að auka þrýstinginn frekar.
Á móti mundi tilraun til að ógilda kosninga-rétt svo mikils fjölda fólks, að sjálfsögðu tryggera -- stærstu fjöldamótmæli í sögu Bandaríkjanna.
Og ef Trump hefur stefnt sínu fólki á götur og stræti um svipað leiti.
--Gæti skapast fullkomlega óviðráðanlegt ástand á borgum og strætum í Bandar -- með 2 afar heita og reiða mótmæla-hópa í fullkominni andstöðu hvor við hinn.
- Erfitt að ímynda sér á hvaða grunni ætti að hnekkja þeim atkvæðum.
- Þ.e. eftir allt saman greiddu 32 millj. atkvæða í gegnum póst 2016.
- Þ.e. löng hefð fyrir því, að verulega mikið sé um atkvæði greidd fyrir kjördag.
Það eru að sjálfsögðu mjög mörg dómafordæmi til - ekki eins og að aldrei áður hafi verið ryfist um kosningar.
--Hinn bóginn, virðist mega líta á orð Trumps - og kosningaráðgjafa hans þannig.
Að versti grunur margra sé líklega að birtast í farvatninu á kosninga-degi.
- Tilraun til að hnekkja kosning-unni, sérstaklega er haft er í huga, hægt er að túlka orð Trumps einnig þannig - líklega yrði fylgismönum stefnt á borgir og stræti.
- Gæti þá klárlega leitt til mjög hættulegra óeirða.
--Bendi á að mikið hefur verið um kaup á vopnum og skotfærum af borgurum Bandaríkjanna vikurnar fyrir kjördag.
--Það eru fj. vopnaðra hópa - sem eru að spá upphafi borgarastríðs á kjördag. - Það þarf því ekki að efast eina sekúndu - að andstæð mótmæli yrðu afar fjölmenn - fjölmennari ef eitthvað er, einnig afar reið og margir í þeim mundu mæta með eigin vopn líklega.
Ég man ekki eftir dæmi þess - að sitjandi forseti, ætli líklega vísvitandi að efla til víðtæks borgaralegs óstöðugleika í Bandaríkjunum -- af ótta við að tapa í landskjöri.
En þessi sviðsmynd sem ég lísi, gæti með hraði skapað hættulegasta ástand í innanlandsmálum í Bandaríkjunum er sést hefur -- tja síðan 1863.
Niðurstaða
Í fyrsta sinn í langan tíma, tala margir um möguleika á borgarastríði í Bandaríkjunum.
Að kosninga-dagur verði upphaf slíkrar átaka-syrpu.
Þó Trump segi ekki akkúrat - hvaða vandræði verða ef úrslit verða ekki kynnt innan sólarhrings frá kjördegi -- virðist mér ljóst þau orð séu hans hótun um vandræði.
--Ef maður tekur þau orð saman við, orð kosninga-fulltrúa hans, þá er Trump eiginlega að segja; ef ég vann ekki á kjördag - verða vandræði!
- Síðan getum við einungis giskað á um þau vandræði.
En það liggur fyrir, að Repúblikanar hafa undirbúið jarðveg, með hópum lögfræðinga!
Demókratar eru búnir að safna sínum hópum af lögfræðingum á móti.
Trump hefur sagts nýlega, treysta á aukinn Repúblikana-meirihluta hæstaréttar.
- Hinn bóginn ætti það vera algerlega augljóst, tilraun til að stela kosningunni, undir yfirskyni þess -- að verjast ósönnuðum ásökunum um svindl andstæðinga.
- Mundi valda óróa innan Bandaríkjanna er væri sá langsamlega versti í a.m.k. 100 ár.
--Borgarastríð gæti þá orðið, raunhæfur möguleiki. En ég get vel séð fyrir mér, fylki Bandaríkjanna skipa sér - Rauð og Blá. Hvor hópur um sig, styðja sinn hvorn forsetann.
--Síðast átti sér klofningur að Bandaríkin skipuðu sér í andstæðar fylkingar ríkja í andstöðu við hina ríkja-fylkinguna, 1863 er borgarastríð hófst.
--Enn er það mannskæðasta stríð er Bandaríkin hafa háð. Í dag eru vopn miklu mun öflugari, gæti borgarastríð orðið miklu mun mannskæðara og einnig valdið miklu mun meira tjóni.
- Borgarastríð mundi valda óhugnanlegu tjóni, líklega 10-földu því er átök í Sýrlandi ollu.
- Bandaríkin mundu náttúrulega hrynja á meðan fullkomlega sem heims-stórveldi.
Vera síðan áratugi að ná sér! - Eiginlega ekki betur unnt að tryggja -- yfirráð Kína heiminn vítt. En Bandar. verði sjálfs-eyðilegginarhvöt til eigin tjóns.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar