Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019

Hvað gerist ef Ísland hafnar 3ja orkupakkanum, eða vísar honum til sameiginlegu EES nefndarinnar?

Einfaldast til að svara þeim spurningum er að vísa beint til texta EES samningsins frá 1994, sem gerir þann texta í meginatriðum 25 ára ca. í dag!

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði

3. þáttur. Lausn deilumála.
111. gr.
1. Bandalagið eða EFTA-ríki getur lagt deilumál er varðar túlkun eða beitingu samnings þessa fyrir sameiginlegu EES-nefndina í samræmi við eftirfarandi ákvæði.
2. Sameiginlegu EES-nefndinni er heimilt að leysa deilumálið. Henni skulu gefnar allar upplýsingar sem hún kann að þarfnast til þess að framkvæma nákvæma rannsókn á málinu, með það fyrir augum að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við. Í þessum tilgangi skal sameiginlega EES-nefndin rannsaka alla möguleika til að viðhalda góðri framkvæmd samningsins.
3. Varði deilumál túlkun ákvæða samnings þessa, sem eru efnislega samhljóða samsvarandi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalagsins og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara tveggja sáttmála, og hafi deilumálið ekki verið leyst innan þriggja mánaða frá því að það var lagt fyrir sameiginlegu EES-nefndina, geta samningsaðilar, sem eiga aðild að deilumálinu, samþykkt að fara fram á það við dómstól Evrópubandalaganna að hann kveði upp úrskurð um túlkun á viðkomandi reglum.
Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki náð samkomulagi um lausn á slíku deilumáli innan sex mánaða frá þeim degi er þessi málsmeðferð hófst, eða hafi samningsaðilar, sem eiga aðild að deilumálinu, á þeim tíma ekki ákveðið að fara fram á úrskurð dómstóls Evrópubandalaganna, getur samningsaðili, til að draga úr hugsanlegu ójafnvægi,
— annaðhvort gripið til öryggisráðstafana í samræmi við 2. mgr. 112. gr. og fylgt þá málsmeðferð 113. gr.;
— eða beitt 102. gr. að breyttu breytanda.
4. Varði deilumál umfang eða gildistíma öryggisráðstafana, sem gripið er til í samræmi við 3. mgr. 111. gr. eða 112. gr., eða jafngildi jöfnunarráðstafana, sem gerðar eru í samræmi við 114. gr., og hafi sameiginlegu EES-nefndinni ekki tekist að leysa deiluna þremur mánuðum eftir þann dag er málið var lagt fyrir hana getur hver samningsaðila sem er vísað deilumálinu til gerðardóms samkvæmt málsmeðferð sem mælt er fyrir um í bókun 33. Óheimilt er að fjalla um túlkun á ákvæðum samnings þessa, sem um getur í 3. mgr., samkvæmt þessari málsmeðferð. Gerðin er bindandi fyrir deiluaðila.

Skv. þessu hefur Sigmundur Davíð rétt fyrir sér að hluta
Að hluta segi ég - því skv. ofangreindum ákvæðum, er ferlinu veittir 6 mánuðir einungis.
Það má sem sagt vísa deilu til EES nefndarinnar, sem þá ber að rannsaka ágreininginn.
Henni ber að fá öll gögn um málið, þá punkta eða atriði sem eru umdeild.
--Eins og þarna kemur fram, þá ber EES nefndinni að skoða málið frá þeim útgangspunkti, að viðhalda því sem kallað er - góð framkvæmd samningsins.

Það sem -góð framkvæmd- þíðir, kemur fram ef lesin væru ákvæði annars staðar í lögunum um EES, þar sem hlutverk EES nefndarinnar sameiginlegu er skilgreint og einnig þar sem hlutverk EES samningsins sem slíks er skilgreint.
--En í þeim textum kemur fram, að lagarammi EES skal vera eins líkur lögum ESB um innra-markaðinn, eins og framast er unnt.
--Að ávallt skuli stefnt að því, að bil ef það myndast að því sé lokað.

Hlutverk EES nefndarinnar, sé sem sagt það, að skila þeirri framkvæmd að því tiltekna bili sé haldið eins litlu og framast sé unnt -- það sé góð framkvæmd, eins lítið og framast sé unnt.

  1. Þetta þíðir að lausn ágreinings sú sem EES nefndin er alltaf að horfa til, er hvernig framkvæmd upptöku ESB reglu eða laga, skal fara fram.
  2. Og endir ágreinings, er þá alltaf sá - að sú lausn, að lögin taka gildi hafi verið fundinn, að þau taki gildi.

Eins og þarna kemur fram - hefur ESB 2 megin valkosti, ef samkomulag text ekki.

  • Gr. 102.
  • Gr. 112 - 113

 

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði

102. gr.
1. Til að tryggja réttaröryggi og einsleitni EES skal sameiginlega EES-nefndin taka ákvörðun um breytingu á viðauka við samning þennan eins fljótt og unnt er, eftir að bandalagið hefur samþykkt nýja samsvarandi löggjöf bandalagsins, með það að markmiði að unnt sé að beita samtímis þeirri löggjöf og breytingunum á viðaukunum við samninginn. Bandalagið skal í þessum tilgangi tilkynna öðrum samningsaðilum í sameiginlegu EES-nefndinni eins fljótt og unnt er þegar það samþykkir réttarheimild um málefni sem fjallað er um í samningi þessum.
2. Sameiginlega EES-nefndin skal meta á hvaða hluta viðauka við samning þennan þessi nýja löggjöf hefur bein áhrif.
3. Samningsaðilar skulu gera sitt ýtrasta til að komast að samkomulagi um málefni sem samningur þessi tekur til.
Sameiginlega EES-nefndin skal einkum gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við þegar upp koma alvarleg vandamál á sviðum sem falla undir valdsvið löggjafans í EFTA-ríkjunum.
4. Ef ekki er unnt að komast að samkomulagi um breytingar á viðauka við samning þennan, þrátt fyrir beitingu undanfarandi málsgreinar, skal sameiginlega EES-nefndin kanna alla frekari möguleika á því að tryggja áframhaldandi góða framkvæmd samningsins og taka nauðsynlegar ákvarðanir þar að lútandi, meðal annars að viðurkenna að löggjöf sé sambærileg. Taka verður slíka ákvörðun eigi síðar en við lok sex mánaða tímabils, frá því að málinu er vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar, eða á gildistökudegi samsvarandi löggjafar bandalagsins ef sá dagur er síðar.
5. Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki tekið ákvörðun um breytingu á viðauka við þennan samning við lok frests sem settur er í 4. mgr. skal litið svo á að framkvæmd viðkomandi hluta viðaukans, sem ákveðinn er samkvæmt 2. mgr., sé frestað til bráðabirgða nema sameiginlega EES-nefndin ákveði annað. Frestun af þessu tagi gengur í gildi sex mánuðum eftir lok tímabilsins sem um getur í 4. mgr., þó ekki fyrir þann dag er samsvarandi gerð EB kemur til framkvæmda í bandalaginu. Sameiginlega EES-nefndin skal áfram leitast við að koma á samkomulagi um lausn sem aðilar geta sætt sig við svo að draga megi frestunina til baka við fyrsta tækifæri.
6. Ræða skal um raunhæfar afleiðingar þeirrar frestunar sem um getur í 5. mgr. í sameiginlegu EES-nefndinni. Réttindi og skyldur sem einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri hafa þegar áunnið sér með samningi þessum skulu haldast. Samningsaðilar skulu, eftir því sem við á, ákveða hvaða breytingar þurfi að gera vegna frestunarinnar.

Gr. 102 veitir ESB heimild til að frysta virkni einstakra kafla EES samningsins!
Ég hugsa að ESB mundi ekki kjósa að beita þessari aðferð!
Ástæðan er sú, að fyrir okkur væri það nákvæmlega ekkert aðhald, ef ESB frysti kaflann um orkumál sem heild - það væri stór skellur fyrir Noreg að ósekju, sem flytur út gríðarlegt magn af orku til ESB.
--Ef á það allt kæmi allt í einu tollur, væri það verulegt áfall fyrir Noreg.

Okkur þætti þetta ekkert óþægilegt.
Þar sem Ísland selur enga orku til ESB.

Þar sem það er Ísland sem er í samhengi EES - óþægi aðilinn.
Virðist mér ósennilegt að ESB velji að beita ákvæði 102 er refsaði Íslandi ekki neitt.
--En Noregi með töluvert harkalegum hætti.

Takið eftir því sem sagt er í Gr.102 - 1-4. Þarna kemur ágætlega fram, hvernig EES nefndinni ber ávalt að stuðla að því að regluverk EES, líkist sem mest fyrirmyndinni frá ESB.
--Aftur er tekið fram, að deilur þurfi að leisast innan 6-mánaða!

 

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði


4. kafli. Öryggisráðstafanir.
112. gr.
1. Ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur samningsaðili gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana með þeim skilyrðum og á þann hátt sem mælt er fyrir um í 113. gr.
2. Slíkar öryggisráðstafanir skulu vera takmarkaðar, að því er varðar umfang og gildistíma, við það sem telst bráðnauðsynlegt til þess að ráða bót á ástandinu. Þær ráðstafanir skulu helst gerðar sem raska minnst framkvæmd samnings þessa.
3. Öryggisráðstafanirnar skulu gilda gagnvart öllum samningsaðilum.
113. gr.
1. Samningsaðili sem hyggst grípa til öryggisráðstafana í samræmi við 112. gr. skal tilkynna hinum samningsaðilunum það án tafar fyrir milligöngu sameiginlegu EES-nefndarinnar og skal hann veita allar nauðsynlegar upplýsingar.
2. Samningsaðilar skulu tafarlaust bera saman ráð sín í sameiginlegu EES-nefndinni með það fyrir augum að finna viðunandi lausn fyrir alla aðila.
3. Hlutaðeigandi samningsaðili má ekki grípa til öryggisráðstafana fyrr en einum mánuði eftir dagsetningu tilkynningarinnar samkvæmt 1. mgr. nema samráði samkvæmt 2. mgr. hafi verið lokið áður en umræddur frestur var liðinn. Þegar óvenjulegar aðstæður, sem krefjast tafarlausra aðgerða, útiloka könnun fyrirfram getur hlutaðeigandi samningsaðili strax gripið til þeirra verndarráðstafana sem bráðnauðsynlegar teljast til þess að ráða bót á ástandinu.
Framkvæmdastjórn EB skal grípa til öryggisráðstafana fyrir bandalagið.
4. Hlutaðeigandi samningsaðili skal án tafar tilkynna ráðstafanirnar, sem gerðar hafa verið, til sameiginlegu EES-nefndarinnar og veita allar nauðsynlegar upplýsingar.
5. Í sameiginlegu EES-nefndinni skal hafa samráð um öryggisráðstafanirnar á þriggja mánaða fresti frá því að gripið er til þeirra með það fyrir augum að fella þær niður fyrir áætluð lok gildistímabilsins eða takmarka umfang þeirra.
Hver samningsaðilanna um sig getur hvenær sem er farið fram á það við sameiginlegu EES-nefndina að hún endurskoði umræddar ráðstafanir.
114. gr.
1. Ef öryggisráðstöfun, sem samningsaðili hefur gripið til, veldur misvægi milli réttinda og skyldna samkvæmt samningi þessum getur hver hinna samningsaðilanna gripið til jafnumfangsmikilla jöfnunarráðstafana gagnvart fyrrnefndum samningsaðila og bráðnauðsynlegar eru til að jafna umrætt misvægi. Þær ráðstafanir skulu helst gerðar sem raska minnst starfsemi Evrópska efnahagssvæðisins.
2. Málsmeðferðin, sem kveðið er á um í 113. gr., gildir.

Heimild ESB til að beita refsiaðgerðum!
Eins og fram kom í kaflanum um -- ágreining, þ.e. gr. 111. Hefur ESB það sem valkost - ef ágreiningur er ekki leystur, að beita svokölluðum -- öryggisráðstöfnunum.
--Köllum það, refsi-aðgerðir.

Þetta er nefnt, öryggis-ráðstafanir, vegna þess að ákvæðið heimilar aðildarríki, að tímabundið sem neyðar-aðgerð, að grípa til ráðstafana sem að vernda atvinnu-grein í hrun hættu, með hætti sem - væntanlega gengur gegn almennum reglum EES samningsins.
--Samningurinn veitir ESB rétt á móti, til eigin aðgerða - sem eiga þó ekki vera óhóflegar, þ.e. skulu í samræmi við veitt tilefni - að mati ESB að sjálfsögðu hvað telst hóflegt.

  1. Hinn bóginn, eins og kemur fram í gr. 111 -- má ESB einnig beita öryggis-ráðstöfun, í tilviki því - að ágreiningur hefur orðið um gildistöku nýrra laga eða regla í sameinuðu EES nefndinni, og að samkomulag næst ekki innan 6-mánaða.
  2. Þeim aðgerðum, yrði rökrétt beint gegn þeim aðila, sem hindrar samkomulag.
    --M.ö.o. sem hindrar fulla gildstöku reglu eða laga.
  • Ég er algerlega persónulega viss - að ESB beitir þessari leið.

Því hin mundi refsa Noregi ekki Íslandi, sem frá sjónarhóli EES samningsins væri ekki seki aðilinn.

Með beitingu - öryggis-ráðstafana, getur ESB beitt því sem mundi sannarlega fúnkera sem refsing - gegn Íslandi eingöngu.

  1. Ákvæði í gr. 113 segir í reynd afar lítið hvað ESB má gera þ.e. varðandi umfang - nema það að - leitast skal við að takmarka röskun á starfsemi EES.
  2. Hinn bóginn, þar sem að Ísland er smátt - má alveg líta á afar umfangsmiklar aðgerðir gegn Íslandi, sem óverulega röskun á virkni eða starfsemi EES.
  • Mig grunar persónulega, ESB geti skv. þessu - beitt töluvert umfangsmiklum - refsingum gegn Íslandi, í samhengi EES samningsins.

Það hefur aldrei reynt á þessi ákvæði fram til þessa þau 25 ár sem EES hefur starfað.
Þar af leiðandi, eru engin fordæmi til staðar til að styðjast við.
--Sem mig grunar, að veiti ESB ef e-h er, athafnafrelsi.

  1. Bendi á að Ísland er töluvert efnahagslega háð EES.
  2. ESB getur því tæknilega, kallað fram -- nokkuð hressilega lífskjaralækkun hér, sé það þess val að beita það harkalegum ráðstöfunum.
  3. En ESB væntanlega veldi að loka á virkni samningsins gagnvart Íslandi, að einhverju marki - jafnvel að öllu leiti, eins og honum hefði verið sagt upp, þó án þess að taka slíka ákvörðun formlega.
    --Það væri tæknilega mögulegt hæsta aðgerða-stig.

Án EES væri Ísland um margt í líku ástandi og ESB eftir - HARD BREXIT.
Ef ESB mundi beita ítrustu tæknilega mögulegum aðgerðum í samhengi EES, þ.e. afvirkja samninginn sem heild gagnvart Íslandi -- gæti það birst okkur eins og samningnum hefði verið sagt upp, Ísl. fengið að prófa það hvernig það væri.
--Hvaða stig aðgerða ESB ákveður veit enginn, ég nefni einfaldlega hversu langt ESB getur mögulega gengið, sem þó væri skemmra en að ESB sjálft segði upp EES samningnum.

 

Niðurstaða
Þar sem hópur af fólki fer mikinn, með ásakanir um - landráð/svik.
Er rétt að benda fólki á að ef maður notar slíkt orðalag, fór það allt fram 1994.
--Ég kem ekki auga á að samþykki 3ja orkupakka, feli í sér landráð/svik.
--Einfaldlega vegna þess, að EES samningurinn í reynd - veitir Íslandi ekki rétt til að hafna honum, m.ö.o. fullveldis-afsalið 1994 var þetta afgerandi.

Ísland hafi í reynd einungis 2 kosti.
--Samþykkja 3ja orkupakkann.
--Full uppsögn EES.

Það sé í reynd ekki til staðar nokkur þriðji kostur, sbr. að ofan þá veitir það einungis frestun um 6-mánuði, að vísa ágreiningi til EES nefndarinnar, að þeim tíma liðnum -- neitum við enn að samþykkja 3ja orkupakkann, má ESB skv. heimildarákvæði EES - hefja refsiaðgerðir gegn Íslandi, í innra samhengi EES samningsins.
--ESB án nokkurs minnsta hugsanlegs vafa, beitir líklega heimilda-ákvæði um öryggis-ráðstafanir.

Ísl. fengi þá á sig refsingu, þangað til að Ísl. samþykkir 3ja orkupakkann.
---------------
Fólk þarf að skilja EES samninginn, hversu afdrifaríkt fullveldis-afsalið 1994 var.
Það skipti engu máli, að 3ji orkupakkinn - sé ekki sniðugur fyrir Ísland.
Ísl. hafi einfaldlega ekki val, meðan EES samningurinn sé virkur, annað en að taka upp 3ja orkupakkann, síðan þann 4ja og þar næst 5ta, o.s.frv.
--Fólk þarf að skilja hver veruleikinn er!

  • Jón Baldvin Hannibalsson samdi fyrir Íslands hönd.
  • Davíð Oddson var forsætisráðherra!

JBH sagði EES - lifandi samning. M.ö.o. þá virkni hans, að Ísl. er ávalt skuldbundið skv. EES að taka upp lög og reglur um innra-markaðinn, algerlega burtéð frá því hvort þær reglur eru Ísl. í hag eða óhag, eða hvort þær gagnist Ísl. eða komi því ekki við.

  1. Á sínum tíma barðist ég gegn upptöku EES - einmitt út af þessu afgerandi fullveldisafsali.
  2. Ég og faðir minn, vorum í fararbroddi í félagi sem nefndist, Samstaða.
  3. Síðar var söfnun undirskrifta til hvatningar til forseta vors, Vigdísar Finnbogadóttur - um að vísa málinu til þjóðar.
    --Eins og frægt er, túlkaði Vigga vald forseta þannig, það væri í reynd ekki til staðar.
    --Síðar, eins og frægt er, túlkaði Ólagur Ragnar Grímsson ákvæði um vald forseta þannig, hann sannarlega mætti vísa samþykktu þingmáli til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Líklega hefði EES verið fellt ef svo hefði farið. Þannig í reynd var það líklega Vigga er tók ákvörðunina. Síðan getum við rifist um það hvort útkoman var góð eða slæm.
--Til þess að vera sanngjarn, hefur a.m.k. efnahagslega séð samningurinn reynst vel.

Mín afstaða til hans í dag er sú, að hann sé í dag sá veruleiki sem við búum við.
--Rétt sé að samþykkja 3ja orkupakkann án tafar.
--Því, hinn valkosturinn sé einungis uppsögn EES.
Ekki sé rétt til taka það afdrifaríka óafturkræfa ákvörðun.
Nema að Ísl. standi fyrir það alvarlegum öðrum afleiðingum að uppsögn verði rétt ákvörðun.

Á á þá við, uppsögn væri síðasta neyðar-aðgerð. Við erum langt í frá á slíkum stað.
Ef aftur á móti síðar kemur í ljós, að dómsdags-spár þeirra sem tala 3ja orkupakkanum allt til foráttu, reynast réttar.
--Má alltaf segja upp EES í því síðar.

  • Með teknu tilliti til alls, sé rétt ákvörðun að samþykkja 3ja orkupakkann.
    --Síðan komi síðar í ljós, hvort slíkar afleiðingar er kalli á mjög afdrifaríka ákvörðun rísa.

Málið er að ég á ekki endilega von á því. Bendi á að Landsvirkjun hefur reglulega talað fyrir rafstreng í 20 ár. Blasir ekki við mér strengur sé líklegri eftir samþykki 3ja orkukappa en hingað til sl. 25 ár.
Bendi auk þessa á, að í tíð vinstristjórnar Steingríms og Jóhönnu, 2009-2013, voru um hríð áform um 2-risaálver ásamt gríðarstórum virkjunum. Þau áform fékk stjórnin í arf frá ríkisstjórninni á undan. Samfylking vildi þó fylgja þeim fram áfram í vinstri stjórninni.
Um hefði verið að ræða tvær virkjanir nærri Kárahnjúka skala, átti að reisa gríðarlegar gufuvirkjanir á Reykjanesskaga.
--Þessi áform vöktu mikla andstöðu, þrátt fyrir að fjársterkir aðilar stæðu með þeim áformum, náðu áformin ekki fram.

  • Þetta bendi ég fólki á, sem óttast að ekkert sé hægt að gera ef einhver auðugur aðili kemur með stórfé, og óskar eftir heimild til lagningar strengs - og vill reisa þær virkjanir sem til mundi þurfa, svo strengur gæti mögulega borið sig.
    --Að slík áform eru líkleg að mæta mjög harðri andstöðu.
    --Fyrir utan álvera-áformin auk virkjana þeim tengdum sem ekki varð af, vek ég athygli á lítilli virkjun á Vestfjörðum, sem hefur mætt mjög einbeittri andstöðu og tafist fyrir vikið meir en heilt kjörtímabil.

Ég bendi fólki á þetta - svo það sé ekki í einhverri hræðsluvímu.
Ef einhver vill leggja streng - mundi því fylgja það tafsöm í afgreiðslu mál, að nægur tími væri til þess að veita málinu andstöðu. Og ef allt fer til hins verra, til uppsagnar EES.
--Eins og ég benti á, ég á ekki endilega von á því þær meintu alvarlegu afleiðingar sem rætt er um að þær komi fram, en ef þær gera það - er almenningur ekki varnarlaus, eins og niðurstaðan um risaálverin frá því í tíð vinstristjórnarinnar sannar!
--Auðugir auðhringir fá ekkert að ráða öllu, ef þjóðin er á móti.

 

Kv.


Stendur ríkisstjórn Venezúela eða fellur hún?

Bandaríkin hafa greinilega verið með ríkisstjórn Nicolas Maduro undir miklum þrýstingi sl. sólarhringa - sjálfskipaður forseti landsins, sem Bandaríkin styðja - einstaklingur sem er í reynd forseti þings sem kosið var til síðast er almennar þingkosningar fóru fram; hefur kallað eftir því að her landsins rísi upp og gangi til liðs við andstæðinga Maduros.
--Hann reyndar segir e-h á þá leið, hann óski eftir að herinn fylgi fólkinu í landinu.

Skemmtileg frétt frá Guardian - taka orðum Maduro með fj. saltkorna!

Óþekkt hve stór hluti hersins þegar er genginn til liðs við Juan Guaido

Það vakti mikla athygli að Guaido kom fram greinilega undir vernd hermanna, annar stjórnarandstæðingur sem verið hefur í varðhaldi ríkisstjórnar landsins - birtist við tiltefnið, og sagði Guaido liðsmenn hersins hafa bjargað þeim manni úr prísund.
--Síðan óskaði Guaido þess, að herinn rísi upp.

Eins og kemur fram í máli Maduro í fréttinni, heldur hann því fram að fámennur hópur svikara - hafi gengið í lið með Guaido. Auðvitað kallar hann þá svikara, og leitast við að gera sem minnst úr því, hve margir hugsanlega séu búnir að - svíkja lit við ríkisstjórnina.

Vegna þess, að Maduro lætur statt og stöðugt frá sér - rangar yfirlýsingar, er réttast að líta á það sem algerlega óþekkt - hvort margir hafa gengið til liðs við Guaido eða hvort þeir eru fáir, eins og Maduro staðhæfir.

US commitment to regime change in Venezuela tested

Maduro says Venezuela’s opposition fooled US

Venezuelans rally in rival protests as crisis intensifies

Venezuela's uprising

Guaidó calls for more protests as Maduro defiant

Military Uprising in Caracas (in Development)

Guaidó calls on supporters to intensify ‘peaceful rebellion’ against Maduro

Ég er ekkert hissa að höfðað sé til hersins - það líklega opin spurning, hverjum herinn fylgir.

  1. Eitt sem vekur athygli, að Maduro beitir ekki hernum gegn mótmælendum.
  2. Ástæða gæti verið, hann sé ekki viss um - hollustu hermanna.

En ef hún er í vafa, þá gæti það þvingað fram ákvörðun hjá einstökum hópum hermanna, ef skipanir kæmu um að - skjóta á almenna borgara. Sú ákvörðun gæti í tilvikum orðið andstæð Maduro.

Að Maduro beitir ekki hernum með þeim hætti, gæti verið frekar að hann óttist innra veikleika hersins, frekar en það - að hann sé andvígur blóðsúthellingum.

Margvíslegar sögur eru að sjálfsögðu í gangi!

  • Pompeo virðist hafa sagt, Maduro undirbúa flótta úr landi.

Meðan að Maduro segir það - haugalýgi. Slíka sögur, eru sjálfsagt liður í taugastríðinu.
En vegna þess hve lýginn Maduro almennt er - gætu margir trúað slíkum sögum. Og þær hjálpað þannig ákvörðun liðsmanna hersins, að ákveða að snúast á sveif með Guiado.

Persónulega finnst mér sennilegt að dagar Maduro í embætti séu senn taldir.
Hvort það sé akkúrat þessi krísa - er nú önnur saga!

 

Niðurstaða

Eins og ég hef sagt áður, reikna ég með því að Bandaríkin - hafi betur í þetta sinn, Rússland verði undir að þessu sinni. Sumir ofmeta sigur Rússlands í Sýrlandi - hið fyrsta voru Bandar. ekki nægilega áhugasöm, og í öðru lagi - hafði Rússland öflugan bandamann, sem hafði eigin ástæður til að vilja styðja aðgerðir í Sýrlandi, Íran.

Bandaríkin hafa afhent stórfellt fjármagn yfir til Guiado, sem tilheyrir stjv. landsins.
Það er líklega því fé, sem Guido nú beitir, er hann lofar hershöfðingjum öllu fögru.
--Sigur/tap, gæti einfaldlega ráðist af því hvor býður stærri mútu-upphæðir.

Bandaríkin hafa tvö stór bandalagsríki Kólumbíu og Brasilíu, er hafa stjv. Bandar. hliðholl.
Bandaríkin eru nú í því hlutverki, að hafa öfluga bandamenn - þægilega staðsettir.

Nú er það Rússland sem er langt í burtu, en Bandaríkin miklu nær.
Rétt að ryfja upp, að Bandaríkin halda enn í Monroekenninguna, sem felur í sér yfirlýsingu að Bandaríkin umberi ekki afskipti nokkurs utanaðkomandi stórveldis af Norður/Suður Ameríku.

--Öfugt við Sýrland, hafa Bandaríkin ríkar ástæður til að leggja það til sem til þarf.
--Bandaríkin eru enn, mun öflugra ríki en Rússl. + plús að njóta að öflugra bandamanna á svæðinu.

Það þarf ekki vera að Guido hafi betur í núverandi rimmu. En ég á von á því, að Maduru hrökklist frá a.m.k. á þessu ári.

Það væri nokkurt tjón fyrir Rússl. þ.s. nokkur rússn. fyrirtæki hafa á seinni misserum, smám saman verið að koma sér fyrir í olíu-iðnaði Venezúela.
--Mig grunar að það séu ekki síst, vaxandi áhrif Rússl. í landinu, sem hafi vakið hinn núverandi áhuga bandar. stjv. til þess, að koma Maduro frá - setja sinn mann í hans stað.

Rússland gæti hafa gert mistök með því að leggja í svo mikinn kostnað innan landsins.
En Bandar. átta sig líklega á því, ef þau stoppa ekki Rússl. ræður það líklega Venezúela innan fárra missera!
--Það sé sennilega grunar mig, hvað kallar á þá ofuráherslu bandar. stjv. sem blasir nú við.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 928
  • Frá upphafi: 858701

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 798
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband