Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019
28.12.2019 | 21:09
Kjarnasamruni til rafmagnsframleiðslu í Bretlandi 2030? Ekki hissa fólk sé skeptískt
Sérstaklega þegar rætt er fjálglega um þetta á hæstu stöðum í Bretlandi í kjölfar kosningasigurs Brexitera í Bretlandi nýverið. Kjarnasamruni til rafmagnsframleiðslu hefur verið draumur nú í nokkra áratugi. Fram til þessa hafa allar tilraunir - misheppnast.
--Sannarlega hefur margsinnis tekist að búa til plasma á rannsóknarstofum.
--En hingað til hefur engum tekist að búa til sjálfbæra-samruna.
Það er samruna sem viðheldur sjálfum sér, og mikilvægast af öllu - skilar nettó afli.
Hinn bóginn er enginn vafi að kjarnasamruni er mögulegur.
Eftir allt saman eru allar virkar stjörnur Sólin t.d. knúnar af kjarnasamruna.
Skýringamynd af svokölluðum Tokamak!
Væri auðvitað stór bylting ef satt
Two British companies confident of nuclear fusion breakthrough
Fyrirtækin Tokamak Energy of First Light Fusion - hafa bæði skv. frétt Financial Times fengið fjármagn frá markaðnum - 50 milljón punda og 25 milljón.
--Þetta er ekkert risafjármagn.
Hljómar ekki sem einhver risa-áhugi á þeirra hugmyndum þar af leiðandi. Eðlilega eru menn skeptískir eftir ítrekaðar - misvísandi tilkynningar í gegnum árin.
--Það eykur ekki endilega tiltrú að þetta sé í pólitískri umræðu í kjölfar kosninga.
Tokamak Energy a.m.k. er að fókusa á þá átt að gera tilraun til að viðhalda - sjálfbærum samruna, meðan að First Light Fusion er með allt annan fókus - unnt sé að fá nettó orku með því að skjóta nokkurs konar kúlum á miklum hraða á þjappað tívetni.
--Hljómar ekki mest sannfærandi hugmynd sem ég hef heyrt.
Hljómar sem að hljóti að brjóta lögmálið um orku.
Spurning um hugsanlega sprengihættu!
Vetnis-sprengja virkar með því að framkalla - samruna innan í lofthjúp.
Það sem gerist er að kjarnasprenging ofsahitar lítið magn af vetni í yfir milljón gráður, og sá ofsahiti sem brýst út -- ofshitar og því ofsaþenur loftið í kring.
--Sú ofsaþensla sé hvað við upplyfum sem gríðarlega sprengingu.
- Í kjarnasamruna veri þ.s. viðhaldið væri stöðugum samruna í magni af tvívetni.
- Er plasmað er til verður margra milljón gráða heitt.
- Þess vegna, haldið í skefjum af öflugu segulsviði.
Ef einhverra hluta vegna segulsviðið rofnar t.d. í skemmdarverki.
Mundi plasmað komast í snertingu við hlífarnar um ofninn sjálfan.
--Góð spurning því hvort hlífarnar væru nægilega miklar í umfangi, til þess að plasmað mundi eyða sjálfu sér algerlega með því að -- umbreyta þeim hlífum í lofttegundir.
- Losun á ofsaheitu plasma út í andrúmsloftið gæti haft slæmar afleiðingar.
Við værum ekki að tala um - geislavirkni líklega. En tæknilega mögulega sprengingu.
Það ætti a.m.k. að vera mögulegt, að hafa hlífðar-kápu ætíð það þykka.
--Að plasmað mundi alltaf eyða sér með því að skemma hlífðarkápuna.
Ég mundi a.m.k. vilja sjá þær áætlanir um hlíðfarkápu sem menn vildu setja upp.
--Metnaðarfyllsta áætlunin í dag er líklega: International Thermonuclear Experimental Reactor (ITER)
ITER á að fara í gang 2035 - vekur auðvitað athygli í Brexit Bretlandi, þegar sett er fram ártalið 2030 -- m.ö.o. 5 árum fyrr.
--Augljóslega er það sjálfstæð ástæða til að gera menn skeptíska.
Bendi fólki á að lesa Wikipedia hlekkinn um Tokamak.
Þar er líst þeim fjörmörgu óvæntu vandamálum sem hafa komið upp.
--Sínt vísindamönnum fram á, að það sé miklu flóknara en menn fyrst héldu.
Niðurstaða
Ef maður gerir ráð fyrir því að rétt sé að taka yfirlýsingum frá Bretlandi, að vera 5 árum á undan ITER - með góðum fjölda saltkorna. Þá er örugglega eins rétt í dag og fyrir 40 árum, að kjarnasamruni sé möguleiki á því að búa til gríðarlega orku.
Eins og kemur fram í Wikipedia hlekk, þá greinilega reyndist vandinn við það að búa til sjálfbæran samruna miklu flóknari en menn fyrst héldu. Rannsóknir hafi þó leitt vísindamenn mörgum skrefum nær skilningi á vandanum. En hvort að ITER raunverulega komi til með að virka stra 2035 getur tíminn einn leitt í ljós.
--Ég a.m.k. efa að Bretar með miklu minna fjármagn að baki sínum áætlunum verði á undan.
Ef maður gefur sér að ITER virki fyrir rest - gæti það alveg verið að margvísleg ný vandamál rísi við rekstur ITER og það taki t.d. áratug í viðbót fyrir ITER að vera raunverulega rektrarhæfur samruna-ofn.
--En eftir að vandamálin eru raunverulega leyst, getur samruni orðið risatór breyting á tilvist mannkyns.
Kv.
22.12.2019 | 19:26
Ríkisstjórn Þýskalands hefur mótmælt harðlega ákvörðun Bandaríkjanna að setja þvinganir á fyrirtæki er taka þátt í smíði svokallaðrar Nord Stream 2 gasleiðslu!
Margt áhugavert við þessa ákvörðun, hún er tekin skv. frumkvæði Bandaríkjaþings sjálfs - sprettur fram af áhuga um að hindra þessa framkvæmd, sem finna má í báðum megin flokkunum á Bandaríkjaþingi -- alveg burtséð frá deilum um Donald Trump sjálfan, eru flokkarnir sammála um þessa tilteknu aðgerð, Donald Trump undirritaði lögin um bannið sl. föstudag!
US lawmakers agree bill to force Trump on Nord Stream 2 sanctions
US envoy defends Nord Stream 2 sanctions as pro-European
Einungis 300km. eru eftir ólagðir af leiðslunni!
Þetta atriði er áhugavert, en Danmörk í októbermánuði samþykkti loks - að heimila lagningu leiðslunnar um danska landhelgi.
Annað áhugagert atriði, er nýlegur samningur milli Rússlands og Úkraínu: Ukraine and Russia sign deal to continue gas supply to Europe.
--Þetta samkomulag er m.ö.o. klárað sama dag og Donald Trump undirritar bannlögin.
Það virðist m.ö.o. að Rússland hafi samþykkt, að nota áfram leiðsluna í gegnum Úkraínu - a.m.k. árafjöld til viðbótar, þó Nordstream 2 verði kláruð.
--Þannig séð er betra afhendingar-öryggi að hafa tvær leiðslur frekar en eina.
Fyrirtækið -Allseas- sem hefur verið verktaki við lagningu leiðslunnar, hefur þegar samþykkt að draga sig út úr verkinu.
--Það mun væntanlega skapa tafir við verkið, þó það leiði ekki endilega til þess að lagning hennar leggist af.
2100km. hafa þegar verið lagðir - 300km. einungis eftir.
Spurning hvort þetta verður að einhverri verulegri deilu!
Bandaríkin hafa sjálfsagt eigin ástæður til að vera í nöp við leiðsluna!
- Bandaríkin vilja sjálfsagt auka sölu á gasi til Evópu - meðan að tvær stórar leiðslur gera Rússlandi mögulegt, að auka enn frekar sölu á sínu gasi.
--Vandi fyrir Bandaríkin, framleiðslukostnaður Rússa lægri og sama á við um flutningskostnað, þannig Rússar bjóða hagstæðara verð. - Bandaríkin geta þar af leiðandi vart aukið verulega gass-sölu sína til Evrópu, nema með einhvers konar - þvingunar-úrræði, eða með því að sannfæra Evrópuríki um það að með einhverjum hætti - hættulegt geti verið að eiga viðskipti við Rússland.
- Síðan bætist við, að Bandaríkin vilja líklega -- minnka gjaldeyristekjur Rússlands.
En það má segja að óbeint fjármagni gassala til Evrópu - einhverju verulegu leiti getu Rússa til að beita sér gegn bandarískum hagsmunum t.d. í Mið-Austurlöndum, Venezúela og víðar.
--Ekki má gleyma því, Sýrland er í rústum og mun kosta verulegt fjárhagslegt uppihald, því efnahagur landsins fúnkerar ekki lengur - m.ö.o. fjárhagslegur baggi á Rússlandi.
--Það er fyrir utan kostnað við, endur-uppbyggingu alls þess sem þar er í rústum. - Ef Bandaríkin gætu minnkað aðgengi Rússlands að gjaldeyri - gæti það orðið erfiðara fyrir Rússland, að viðhalda slíkum -- erlendum leppríkjum.
Allt slíkt kostar stórfé - er viðvarandi fjárhagslegur baggi.
Ég reikna með því að fyrst og fremst vaki fyrir Þýskalandi - að kaupa gas á tiltölulega hagstæðu verði.
--Þýskaland hefur ekki virst áhugasamt um kaup á umtalsvert dýrara gasi frá Bandaríkjunum.
Einhverju leiti hefur verið sala á gasi til A-Evrópu upp á síðkastið frá Bandar.
Hinn bóginn kaupir samt A-Evrópa enn, megnið af sinni gasnotkun frá Rússlandi.
Það kemur í ljós hvort Bandaríkjastjórn tekst að trufla verulega lokin á lagningu Nordstream 2
Hagsmunir Bandaríkjanna virðast mér fyrst og fremst þeir - hugsanlegs svipta Rússland tekjum.
Að hugsanlega taka yfir hluta a.m.k. af gas-markaðnum í Evrópu.
--Ef Rússland væri svipt tekjum, gæti það minnkað getu Rússland til afskipta af hagsmunum Bandaríkjanna á margvíslegum stöðum víða um heim.
Síðan er spurning hvort þetta gæti spilað inn í viðskiptastríð við ESB: Ný viðskiptastríðshótun frá Bandaríkjunum gagnvart ESB.
--En svo þarf ekki að vera!
A.m.k. er áhugavert að einungis viku á undan - sendi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna frá sér - hótanir um frekara viðskiptastríð við ESB lönd.
--En samt þó nærri í tíma, geta atburðirnir tveir verið ótengdir.
Niðurstaða
Tilraun Bandaríkjastjórnar til að hindra lagningu Nordstream 2 - virðist hluti af stærri átökum við Rússlandsstjórn þ.s. tekist er á um áhrif í Mið-Austurlöndum, um landið N-Kóreu og Venezúela -- fyrir utan að rússn. her hersytur enn Krím-skaga, og svæði í A-Úkraínu.
--Rússland er aggressívt herveldi ekki síður en Bandaríkin -- en mun veikara.
Miðað við það að leiðslan er komin langleiðina, ætti Þýskalandsstjórn og Rússlandsstjórn samt að geta lokið lagningu hennar -- verkið gæti þó hugsanlega tafist.
Ef verið heldur eigi síður áfram, gætu spurningar vaknað um hugsanlegar frekari aðgerðir, hverjar sem þær gætu hugsanlega orðið.
En ef verkið heldur einfaldlega samt áfram, eftir einhverjar tafir - er einnig óvíst að málið spinni frekar upp á sig.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2019 | 02:13
Ný viðskiptastríðshótun frá Bandaríkjunum gagnvart ESB
Erfitt að ímynda sér annað en að orð viðskiptaráðherra Bandaríkjanna séu með blessun Donalds Trumps -- ef einhver ekki veit hafa viðræður milli ESB og ríkisstjórnar Bandaríkjanna verið í gangi um hugsanlegar breytingar á viðskiptasamningum síðan 2017.
--En þær viðræður hafa engum árangri skilað og ekki neitt bent til þess að það lagist.
- Vandamálið virðist vera -- ríkisstjórn Bandaríkjanna vill stóra opnun í viðskiptum með landbúnaðarafurðir.
- En ESB hafnar því að ræða viðskipti með landbúnaðar-afurðir yfir höfuð.
--Þetta er auvðitað megin opnunin sem ríkisstjórn Trumps vonast eftir.
Þannig að samninga-nefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur ekki gefið þá kröfu eftir.
En, þar sem ESB hafnar því að ræða viðskipti með landbúnaðar-afurðir yfir höfuð.
Hafa einungis verið rædd atriði sem eru ekki hluti af megin-kjarna viðskipta-deilunnar.
- Vandamálið er að ég sé engan möguleika á samningi.
- Því það sé enginn möguleiki, ekki nokkur hinn minnsti, að ESB veiti Bandaríkjastjórn þá stóru opnun á landbúnaðar-varningi sem Bandaríkjastjórn óskar.
--Þó væri ekki fyrir einungis það, að fullkomlega ómögulegt væri að fá slíkan viðskiptasamning samþykktan af aðildarþjóðunum - sem mundu án nokkurs vafa hafna sérhverjum slíkum gerningi.
--Þ.s. samningamenn ESB vita að ómögulegt væri að fá slíkt samþykkt -- er eðlilega miklar líkur á hörðum viðskipta-átökum.
A.m.k. benda orð Lighthizer til þess - að Donald Trump muni líklega fyrirskipa nýja tolla á vörur frá Evrópusambandinu -- óvíst hvenær!
Robert Lighthizer: US may boost tariffs on EU goods
- We're looking at that, we may increase that, our objective is to try to get some kind of negotiated solution, -- (orð vísa til þegar álagðir tollar verði hækkaðir)
- But we have a very unbalanced relationship with Europe.
- That can't continue. -- (vísað til viðskiptahalla í varningi.)(Ríkisstj. Bandar. hafnar því enn að taka tilli til viðskipta-afgangs af þjónustu-viðskiptum)(Sumir vilja meina, það sé ekki í raun viðskipta-halli fyrir bandar. af heildar-viðsk. v. ESB)(Dálítið sérstakt hvernig ríkisstj. Donalds Trumps einblýnir á -- vöru-viðskipti, eins og að þjónustu-viðsk. skipti ekki máli.)(Kannski er málið, að Trump metur málið einungis út frá því hverjir kusu hann til valda - þ.e. hvaða fylki hann vann, og hvaða atvinnuvegir eru í þeim fylkjum.)(Hann vilji atkvæði landbúnaðarsvæða áfram - sem skýri þá ofur-fókus á það að fá útlendinga til að kaupa meira af bandar. landbúnaðar-vörum.)(Ef svo er þá er það áhugavert, ef hann keyrir viðskipta-stefnuna eingöngu út frá persónulegum hagsmunum).
- There are a lot of barriers to trade there, and there are a lot of other problems that we have to address -- (Það er enginn vafi, að miklar takmarkanir eru gagnvart innflutningi á landbúnaðar-vörum til ESB landa frá Bandaríkjunum. Þar sem að viðskipti með iðnvarning eru mjög frjáls þegar - tollar lágir. Getur vart verið annað, en að Lighthizer sé að vísa til landbúnaðar-afurða).
- You can't get the global trade deficit down without getting the trade deficit down with Europe, at least significantly. So that's a really important focus for us. -- (Endurtek, ég sé ekki nokkurn hinn minnsta möguleika til að ríkisstjórn Bandaríkjanna fái sitt fram).
Ríkisstjórn Frakklands sem dæmi, mundi verja sinn landbúnað fram í rauðann dauðann!
Best er að skoða nýlegan tiltölulega samning ESB og Kanada - þegar Framkvæmdastj.ESB hafði lokið viðræðum - heimtuðu þing tveggja aðildarríkja að meta samninginn sérstaklega fyrir sitt leiti -- hollenska þingið heimtaði breytingar og fékk þær fram.
--Ríkisstj. Hollands hefði fallið, ef hún hefði ekki tekið upp hanskann fyrir þann þingmeirihluta er þá myndaðist.
Það yrði afar sterk andstaða innan landbúnaðar-geira ekki bara í Frakklandi, heldur líklega víðar meðal aðildarlanda ESB -- gegn því að fá stór-aukna samkeppni frá þeim stóru aðilum er reka landbúnað innan Bandaríkjanna.
Þarna mætist einnig, víðtæk andstaða meðal íbúa V-Evrópu gegn -genabættum- afurðum, þ.e. afurðum er nota t.d. genabættar korntegundir -- en ekkert annað korn er lengur framleitt í Bandaríkjunum en genabætt.
Ég held að því megi slá sem fullkomlega öruggu, að fleiri en ein aðildarríkisstjórn og aðildarlands þing -- mundu heimta að fulltrúar þess aðildarlands mundu beita neitunarvaldi gegn sérhverjum þeim viðskipta-samningi er mundi leiða til verulegs aukins innflutnings landbúnaðar-afurða frá Bandaríkjunum.
--Það sé af hverju fulltrúar Framkv.stj.ESB hafi ekki viljað ræða viðskipti með landbúnaðar-mál yfir höfuð -- að opna á umræður um þau mál, sé hafnað fullkomlega - eftir því sem ég best veit standa mál enn á þeim punkti; alger pattstaða.
--Ég sjái engan möguleika á að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti þvingað sitt fram.
- Hinn bóginn séu samt sennilega líkur á að ríkisstjórn Bandaríkjanna geri slíkar tilraunir.
- Það yrði þá hart viðskiptastríð er líklega færi í fullan gang á nk. ári.
Viðskipta-stríð er gæti ekki haft nokkra sjáanlega lausn aðra, en að ríkisstjórn Trumps bakkaði stærstum hluta. En ef það væri óhugandi, gæti slíkt viðskiptastríð stórskaðað samskipti aðildarlanda ESB og Bandaríkjanna.
--Sem gæti haft alvarlega afleiðingar fyrir samstarf um NATO.
Niðurstaða
Nú veit enginn hvort að Trump ætlar í raun að - starta aftur viðskiptastríðinu við ESB. Í kjölfar þess að það er hugsanlegt að hann ætli að fókusa frá viðskiptaátökum við Kína. Höfum í huga að nk. ár er kosninga-ár, spurning hversu sniðugt það er að standa í hörðum - jafnvel afar hörðum, viðskipta-átökum á því ári við mörg af sögulega mikilvægustu bandalagsríkjum Bandaríkjanna.
--Kannski gæti Trump notað það í kosninga-baráttuni -tough on trade- eða eitthvað þannig.
Hinn bóginn á móti kemur að slík átök, gætu skapað allsherjar krísu í samskiptum yfir Atlantshafið -- ekki síst, tollar og gagntollar gætu aukið líkur á því að hægari vöxtur seinni hluta þessa árs mundi geta orðið að viðsnúningi yfir til efnahags samdráttar á nk. ári.
Endurtek, ég sé engan möguleika á því að ESB lönd mundu bakka í málinu.
Vegna þess að þetta eru lýðræðisþjóðir, meðal aðildarþjóða sé yfrið næg andstaða við verulega opnun í viðskiptum með landbúnaðar-afurðir, að ég sé ekki nokkurn hinn minnsta möguleika á að Donald Trump gæti keyrt málið í gegn.
--Tilraunir til að þvinga ESB lönd til eftirgjafar, mundu líklega fyrst og fremst efla andstöðu við Bandaríkin innan V-Evrópu -- auka líkur á því að ESB lönd bæti samskipti sín við Kína.
Slík átök gætu orðið að því skeri sem samskipti Evrópu og Bandaríkjanna -- strandi á.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2019 | 21:59
Robert Lighthizer viðskiptaráðherra Bandaríkjanna heldur því fram að útflutningur Bandaríkjanna til Kína nær 2-faldist
Fullyrðingar Lighthizer hafa mætt nokkrum efasemdum - hann virðist t.d. gera ráð fyrir því að Kína kaupi 40 milljarða Dollara að andvirði landbúnaðar-afurða á nk. ári, síðan á tveim árum aukis kaup Kína á landbúnaðarafurðum í 50 milljarða Dollara.
Doubts raised over US claim of $40bn China farm purchases
Skv. frétt, var stærsta árið 2013 29,6ma.$.
En meðal-salan hafi verið kringum 20 milljarða seinni árin.
- Soyabeans were historically the largest US agricultural export to China, totalling about 32m tonnes in 2017.
- If China were to increase purchases by two-thirds as implied by the proposed agreement, volumes could rise to about 53m tonnes.
- This years US soyabean crop was 97m tonnes, of which 61m tonnes will be used by the domestic oilseed crushing industry...
Skv. þessu, til þess að 2-falda andvirði þ.s. er keypt, þyrfti Kína að kaupa mikið magn landbúnaðar-afurða sem Kína hefur hingað til ekki keypt af Bandaríkjunum.
--A.m.k. virðist það blasa við.
Kína-stjórn hefur ekki viljað gefa nokkra opinbera yfirlýsingu um annað -- en kaup Bandaríkjunum verði á varningi í samræmi við viðskipta-reglur WTO.
Sem sagt, kaup á frjálsum markaði -- m.ö.o. háð vilja einka-aðila og einstaklinga innan Kína.
Why the US-China trade truce may not last
But despite Trump agreeing to reduce the 15% tariffs on $160bn worth of goods due to start on Sunday, and halving the 15% tariffs on another $120bn, it is still not clear if the agreement will lead to a second phase deal.
Eins og kemur fram -- er lofað einungis eftirgjöf hluta álagðra tolla af hálfu Trumps.
U.S.-China trade deal 'totally done,' will expand U.S. exports: Lighthizer
Lighthizer hélt því fram í viðtali, að samningurinn væri tilbúinn - fyrir utan lítilsháttar deilur um texta-atriði.
Bandaríkin kvá hafa náð fram loforði frá Kína - að bæta vernd fyrir svokölluð þekkingar-verðmæti, að bandarísk fyrirtæki yrðu ekki lengur þvinguð til að taka upp - samvinnu við kínverska aðila, og að Kína mundi ekki misbeita gengi.
Ekki á að formlega ganga frá samningnum fyrr en í janúar 2020, og hann á að taka formlega gildi í febrúar -- klárlega geta deilur risið um túlkanir.
--Áður hafa samningar farið út um þúfur er deilur risu upp um hvað var raunverulega samið.
Niðurstaða
Ómögulegt virðist að henda reiður á því hversu mikið er að marka opinberar yfirlýsingar um samninga Bandaríkjanna og Kína. Kína hefur ekki enn staðfest sjáanlega annað af því sem Lighthizer segir - en að samkomulag liggi fyrir. Hafandi í huga hve oft áður aðilar hafa virst fullkomlega ósammála um hvað hefur um samist, að tilraunir til samkomulags hafa farið út um þúfur í gagnkvæmum ásökunum - að hinn aðilinn hafi brotið gert samkomulag. Ætla ég að taka því með öllum hugsanlegum fyrirvara að samkomulag sé raunverulega í höfn.
--Hinn bóginn, ef Kína meinar það að kaup verði skv. reglum WTO þá væri það háð algerri óvissu hvað kínverskir aðilar mundu í reynd kaupa mikið - þ.s. kaup skv. WTO reglum þíða, frjáls kaup.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta vert að taka fram, breska þjóðin hefur greinilega valið -for better or for worse- Brexit. Og Boris Johnson ætlar að virkja Brexit formlega 31/1/2020. Síðan segist hann ætla að semja við ESB fyrir árslok 2020 - en bráðabirgðasamkomulag milli fyrri ríkisstjórnar hans og ESB gildir til ársloka 2020. Margir vilja meina að hann ætli sér of skamman tíma til að semja, en það á allt eftir að koma í ljós - verður væntanlega næsta deila!
Greiningar á sigri Íhaldsflokksins munu án vafa birtast næstu daga, þegar fólk verður spurt - af hverju kaus viðkomandi þann flokk er það kaus, en miðað við fylgishrap Verkamannaflokksins og hversu stór sigur Íhaldsflokksins reyndist vera -- er það greinilega mögulegt að a.m.k. hluti sigurs Íhaldsflokksins megi kenna óvinsældum Corbyns sjálfs, einnig ekki síður - andstöðu við yfirlýsta kosningastefnu Verkamannaflokksins; sem fyrirhugaði stórfelldar breytingar innan Bretlands!
Athygli vekur hækkun gengis pundsins í kjölfar þess að úrslitin urðu ljós, margir virðast meta svo að ekki sé síst því að þakka -- markaðurinn sé því feginn að Corbyn hafi verið hafnað.
Og þar með stefnu, sem hefði stórfellt hækkað skatta á fyrirtæki og þá sem vasast í viðskiptum með fjármagn, aðilar á markaði eru líklegir einmitt til að fagna því að slíkt skellur ekki yfir.
Það virðist með öðrum orðum, niðurstaðan sé a.m.k. í bland höfnun á stefnu Corbyns.
Í ljósi stærðar kosninga-ósigurs Verkamannaflokksins, er ekki hægt að tala um annað en stórslys fyrir þann flokk.
- Lágmark til að mynda meirihluta, 321 þingsæti.
Kosningaúrslit:.............fylgi....þingmenn....fjölgun/fækkun þingsæta
Íhaldsflokkurinn...........43,6%......365............+49
Verkamannaflokkurinn.......32,1%......202............-60
Skoski Þjóðarflokkurinn.....3,9%.......48............+13
Frjálsir Demókratar.........11,5.......11.............-2
N-Írski Sambandsfl...........0,8%.......8.............-2
Sinn Fein....................0,6%.......7..............0
Plaid Cymru..................0,5%.......4..............0
Krata- og Verkam.fl..........0,4%.......2.............+2
Græningjar...................2,7%.......1..............0
Bandalagsflokkurinn..........0,4%.......1.............+1
Brexitflokkurinn.............2,0%.......0..............0
- Til gamans set ég inn úrslit annarra flokka en einungis þeirra 3ja er fá mest fylgi.
- Takið eftir að sá flokkur sem er í 3ja sæti í þingstyrk, hefur 3,9% fylgi á landsvísu!
- Og að sá flokkur sem er í 3ja sæti fylgislega á landsvísu, er í 4ja sæti í þingstyrk.
- Takið auki eftir litlu svæðisbundnu flokkunum - sem hafa mjög lítið fylgi yfir landið sem heild, en fá samt nokkur þingsæti.
- Málið er að breska kosninga-kerfið skilar sér vel fyrir flokka sem hafa mikinn styrk á tilteknu svæði eða tilteknum svæðum.
- Vegna þess, að það eru einmenningskjördæmi og sá flokkur í hverju kjördæmi er fær mest fylgi í því kjördæmi - fær þingsætið.
- Það þíðir að atkvæði flokka sem fá verulegan styrk á landsvísu -- skila oft afar fáum þingsætum, ef fylgið er mjög jafndreift og ef sá flokkur er afar sjaldan sá flokkur í kjördæmi sem nær mestu fylgi flokka í því kjördæmi.
Bendi fólki á að Brexit er ekki enn að hafa nokkrar umtalsverðar slæmar efnahags-afleiðingar!
Það hefur verið nokkuð hávær umræða - sem hlær að því að Brexit hafi slæmar efnahagslegar afleiðingar, spyr -- af hverju hefur ekkert gerst enn?
- Svarið í fyrsta lagi er, Bretland er enn í ESB - því enn með óskert markaðs-aðgengi. Því rökrétt að slæmar efnahags-afleiðingar séu ekki enn fyrir hendi.
- Síðan þann 31/1/2020 tekur við bráðabirgða-samkomulag við ESB - þ.s. Bretland er eins og Ísland þ.e. með fullan aðgang að Innra-markaði ESB eins og Ísland, en án áhrifa á ákvarðanir innan ESB -- það stendur til ársloka 2020.
--Á meðan hefur Brexit væntanlega engar umtalsverðar slæmar efnahags-afleiðingar.
Svarið við því hvort eða hvaða slæmar efnahags-afleiðingar verða af Brexit, mun liggja fyrir síðar -- þegar eða ekki ríkisstjórn Borisar Johnson nær samningi við ESB til frambúðar.
- Spurningin er að hvaða marki eða ekki, það frambúðar samkomulag er efnahagslega séð lakara en það sem Bretland hefur búið við, þ.e. ESB aðild.
Varðandi efasemdir, hefur Boris svarað þeim þannig, að þegar liggi fyrir í bráðabyrgðasamkomulaginu sem fyrri ríkisstjórn hans náði við ESB -- töluverður hluti vegferðarinnar að hinu endanlega samkomulagi.
Ef maður tekur hann á orðinu, þá er bráðabirgðasamkomulagið -- vísir að því fyrirkomulagi sem Bretland mun búa við gagnvart ESB til frambúðar.
- Skv. því, þá er líklegasta lendingin um margt svipuð EES.
- Samt virðist hópurinn í kringum Boris ekki áhugasamur um inngöngu í EES.
Kannski snýst það um -- þjóðarstolt. Að sérpakki sé búinn til fyrir Bretland undir öðru nafni.
Þó svo að í praxís virki sá sérsamningur nánast eins og EES.
Ef þetta er þannig, að um -close copy- af EES er að ræða.
Getur það hugsanlega vel staðist sem Boris segir -- samkomulag muni liggja fyrir um árslok.
--------------------
Möguleikinn á munn verri útkomu, liggur í því ef ríkisstjórn Borisar mun vilja ná fram því einhverju -- sem ESB reynist þvert um geð að samþykkja.
--Þannig samningar dragist á langinn, ekki liggi fyrir samkomulag er dregur að árslokum 2020.
- Þá er a.m.k. tæknilega mögulegt, Hard-Brexit það síðara, að Bretland endi án nokkurs viðskiptasamkomulags við ESB.
Slíkt mundi hafa slæmar efnahags-afleiðingar án vafa.
Það vekur auðvitað athygli að Bretland skuli hafna því að hafa áhrif innan ESB
Nú er það talið af ráðandi aðilum -- mikilvægt að endurvinna getu Bretland til að gera sjálfstæða viðskipta-samninga.
--Er Bretland gekk í ESB á sínum tíma, var það ekki síst röksemdin að hafa áhrif innan.
Bretland hefur verið eitt af stóru löndunum innan ESB.
Áhrif Bretland hafa verið umtalsverð.
Það þíðir auðvitað Bretland hefur eitthvað verulega að segja um viðskipta- og efnahagsstefnu þess, sem og önnur stefnumál.
--Rétt rúmur helmingur heildarviðskipta Bretlands eru við ESB.
- Nær ómögulegt er þó að mæla efnahagslegt mikilvægi fyrir Bretland af þeim áhrifum á innri ákvarðanatöku innan ESB.
Ekki sé samt ástæða að ætla að þau séu -- engin. - Á sama tíma, er óþekkt einnig að hvaða marki Bretland hugsanlega getur haft umfram hagnað af því, að ná aftur fram því valdi -- að gera eigin viðskiptasamninga.
Augljóslega er óvissa -- samninga við hverja, hvernig þeir samningar verða.
Bendi fólki á að ef Boris stefnir að samningi svipuðum EES -- er Bretland ekki að stefna að því að búa við einfaldara reglukerfi en ESB í efnahagslegu samhengi!
Til eru þau rök, að reglukerfi ESB þegar snýr að starfsemi fyrirtækja - eftirliti með þeirra starfsemi og margvíslegum reglum sem þau þurfa að starfa skv.
--Að það kerfi sé mjög íþyngjandi efnahagslega.
Þeir sem hafa þá skoðun, gjarnan vilja -- Hard-Brexit.
- Því í þeirra augum sé það megin -meintur- hagnaður af því að losna úr ESB, að geta losað sig við reglukerfi ESB.
- En, samningur svipaður EES -- mundi óhjákvæmilega þíða eins og innan EES -- að Bretland yrði að sætta sig við að taka upp eins og EES ríki þurfa, allar lög og reglubreytingar ESB tekur upp og gilda eiga í samhengi Innra-markaðar ESB.
Þá væri Bretland ekki að stefna að einfaldari reglum í samhengi hagkerfisins! Heldur sömu reglum áfram er gilda innan ESB!
--Þá væri eini -meinti- hagnaðurinn, það að ná aftur getunni til að gera eigin sjálfstæða viðskipta-samninga.
Niðurstaða
Úrslitin eru sannarlega stórsigur Borisar og Íhaldsflokksins, og óhjákvæmilega þíðir að þjóðin hefur veitt sitt svar - þ.e. já við Brexit. Á sama tíma, virðast úrslitin einnig vera algerlega ákveðin höfnun á samtímis Jeremy Corbyn persónulega sem og hans yfirlýstu stefnu.
Hvað Boris síðan gerir með þann sigur kemur í ljós, þó eitt virðist ljóst að hann mun taka Bretland formlega út úr ESB þann 31/1/2020. Hinn bóginn, þá mun eftir standa spurningin um það hverslags samningur það mun verða eða ekki, sem hann gerir við ESB eða ekki.
Boris segist ekki stefna að samningslausri útkomu, m.ö.o. ekki Hard-Brexit því síðara. Og að auki hefur hann hafnað því að sá tími sem hann gefur fyrir saminga sé óraunsær þ.e. til ársloka 2020. Þetta virðist fljótt á litið gefa skýrar vísbendingar um það hvað hann hyggst fyrir.
--Þ.e. samning er mundi líklega tóna sterklega við EES samninginn.
Það auðvitað þíddi, að sá samningur líklega einnig hefði sömu galla og EES.
Það auðvitað kemur í ljós, hvort Brexit-erar sætta sig við það að Bretland sé nokkurs konar áhrifa-lítil hjálenda ESB, þ.e. þurfi áfram að búa við reglukerfi ESB en eins og Ísl. innan ESB án raunhæfs möguleika til að hafa áhrif á þá lagasetningu sem Bretland mun þá þurfa taka upp.
--Eins og einhver man væntanlega eftir, var deila fyrr á þessu ári um svokallaðan 3ja Orkupakka, sem ég benti fólki á að skv. EES gæti Ísl. ekki losnað við að taka upp. Sumir greinilega voru annarrar skoðunar, en mér virðist klárlega ljóst þeir viðkomandi höfðu aldrei kynnt sér ákvæði EES samningsins er skilgreina starfsemi Sameinuðu EES nefndarinnar og þau ákvæði sem skilgreina það hvað gildir ef deila sprettur upp þar innan um túlkun samningsins.
--En þau ákvæði séu ágætlega skýr, þannig að það geti alls enginn vafi verið að völdin eru öll hjá ESB í samhengi EES, m.ö.o. samningurinn feli í sér að EES löndin séu áhrifalaus fylgiríki.
Ef þetta er það sem Bretar frekar vilja frekar en vera áfram innan ESB með öll þau áhrif á það hvað lög og reglur gilda, á eftir að koma í ljós.
--En það getur alveg hugsast, að deilur rísi upp innan Bretlands á seinni hluta nk. árs.
En ég get vel trúað því að það geti risið deildar meiningar um það hvort Bretland á að sætta sig við -- samkomulag líkt EES. Eða, hvort Bretland ætti frekar að kjósa að skera alfarið á böndin við ESB -- þ.e. Hard-Brexit hið síðara.
En það yrði ofan á þ.e. Hard-Brexit hið síðara, yrðu efnahagsafleiðingar neikvæðar auðvitað töluverðar -- en samingur svipaður EES, ætti a.m.k. að minnka þær niður í litlar sem engar.
- Ég hugsa því þar af leiðandi að Brexit-deilur séu ekki endilega augljóslega búnar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2019 | 22:45
Djúpur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi vekur spurningar um hugsanlega kreppu!
Þessi frétt kom fram í sl. viku - að samdráttur í iðnframleiðslu milli sl. árs og þessa árs, október á þessu ári borinn við október á sl. ári -- hafi verið 5,3%.
Eins og sjá má á mynd að neðan, hefur þýskur iðnaður ekki haft gott ár á þessu ári!
German industry hit by biggest downturn since 2009
Skv. könnun á bjartsýni vs. svartsýni helstu iðnframleiðenda, þá reikna flestir þýskir iðnrekendur með - frekari samdrætti út árið.
Far from bottoming out, Germanys industrial recession may be getting worse, -- Andrew Kenningham at Capital Economics -- The latest data support our view that a recession is still more likely than not in the coming quarters.
Framleiðsla bifreiða skrapp saman um 5,6 prósent milli mánaða frá sept. til október - heild 14,4% ef miðað er við okt. á sl. ári og okt. á þessu ári.
--Framleiðsla bifreiða styður nærri 3 milljón störf beint og óbeint í Þýskalandi skv. frétt.
Þannig að svo djúpur samdráttur í þeim geira getur vart annað en haft neikvæð áhrif á heildar-hagkerfið.
- Skv. efnagstölum 3ja ársfjórðungs, var heildarhagvöxtur í járnum 0,1%.
Neysla minnkaði um 1,9% milli mánaða í Þýskalandi, frá sept. til okt. - þar af 0,6% á evrusvæði öllu.
A turnround in manufacturing and thus of the German economy as a whole is thus not yet in sight, -- Ralph Solveen, economist at Commerzbank.
Á meðan heldur bandaríska hagkerfið enn dampi í ca. 2% hagvexti!
Spurning hve lengi það getur haldist.
Hafandi í huga að samdráttur var einnig hafinn í iðnframleiðslu í Bandar. -- Er líklega fátt annað en áframhaldandi vöxtur neyslu sem viðheldur honum -- enn.
--Atvinnuleysi þar er komið niður fyrir 3,3% -- sem telst óvenjulítið.
- Einhver ytri mörk hljóta vera á því hve lengi kaupgleði neytenda vex -- ef viðskiptalífið fyrir utan neysluhagkerfið - er hætt að vaxa.
Árið í ár er líklega 9-árið í samfelldum hagvexti síðan síðast var þar kreppa.
Sem mér skilst að geri þetta hagvaxtartímabil óvenjulangt -- en allt tekur enda.
--Einungis spurning um hvenær.
Hafandi þetta í huga, virðist a.m.k. hugsanlegt að spár sumra hagfræðinga um kreppu fyrir lok þessa kjörtímabils forseta í Bandaríkjunum komi til með að rætast.
--Hún gæti þá hafist nokkru á undan í Evrópu, síðan borist yfir hafið.
Enn halda bandarískir neytendur þó uppi hagvexti þar - þrátt fyrir veikleika í framleiðsluhagkerfinu.
--Meðan að Evrópa virðist þegar rétt við þau mörk að uppsveifla getur verið að sveiflast yfir í samdrátt.
Meðan allir hagfræðingar vita að kreppa kemur alltaf í lok hagvaxtartímabils - tekst þeim afar sjaldan að tímasetja kreppur rétt fyrirfram; þær blasa alltaf augljóslega við - eftirá.
Niðurstaða
Hagvöxtur almennt á Vesturlöndum virðist í rénun undir lok þessa árs, einungis í Bandaríkjunum lafi hann enn í um 2%. Einhver takmörk hljóta þó vera á því hve lengi kaupgleði neytenda þar í landi geti haldið uppi heildar hagkerfinu, þegar aðrir þættir þess virðast standa lakar.
Evrópa virðist greinilega með Þýskaland í fylkingarbroddi, lafa á blábrún næstu kreppu.
Spurning hvort Donald Trump verði svo óheppin að fá upphaf efnahagssamdráttar áður en kosningar fara þar fram nk. haust -- hann hefur verið ákaflega heppinn fram til þessa, tók við þegar hagvöxtur var búinn að standa í 6 ár - hefur því fleytt rjómann af heppilegri efnahagsstöðu.
--Þetta gæti þó allt eins lafað fram yfir kosningar, eins og er Obama fékk á sig kreppu rétt eftir að varð forseti 2008.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar