Bretland greinilega á leið úr ESB eftir stórsigur Boris Johnson og Jeremy Corbyn reyndist stórslys fyrir Verkamannaflokkinn, mun fara frá! Næsta spurning, hvernig semst við ESB?

Fyrsta vert að taka fram, breska þjóðin hefur greinilega valið -for better or for worse- Brexit. Og Boris Johnson ætlar að virkja Brexit formlega 31/1/2020. Síðan segist hann ætla að semja við ESB fyrir árslok 2020 - en bráðabirgðasamkomulag milli fyrri ríkisstjórnar hans og ESB gildir til ársloka 2020. Margir vilja meina að hann ætli sér of skamman tíma til að semja, en það á allt eftir að koma í ljós - verður væntanlega næsta deila!

Greiningar á sigri Íhaldsflokksins munu án vafa birtast næstu daga, þegar fólk verður spurt - af hverju kaus viðkomandi þann flokk er það kaus, en miðað við fylgishrap Verkamannaflokksins og hversu stór sigur Íhaldsflokksins reyndist vera -- er það greinilega mögulegt að a.m.k. hluti sigurs Íhaldsflokksins megi kenna óvinsældum Corbyns sjálfs, einnig ekki síður - andstöðu við yfirlýsta kosningastefnu Verkamannaflokksins; sem fyrirhugaði stórfelldar breytingar innan Bretlands!

Athygli vekur hækkun gengis pundsins í kjölfar þess að úrslitin urðu ljós, margir virðast meta svo að ekki sé síst því að þakka -- markaðurinn sé því feginn að Corbyn hafi verið hafnað.
Og þar með stefnu, sem hefði stórfellt hækkað skatta á fyrirtæki og þá sem vasast í viðskiptum með fjármagn, aðilar á markaði eru líklegir einmitt til að fagna því að slíkt skellur ekki yfir.
Það virðist með öðrum orðum, niðurstaðan sé a.m.k. í bland höfnun á stefnu Corbyns.
Í ljósi stærðar kosninga-ósigurs Verkamannaflokksins, er ekki hægt að tala um annað en stórslys fyrir þann flokk.

Image result for boris johnson jeremy corbyn

  • Lágmark til að mynda meirihluta, 321 þingsæti.

Kosningaúrslit:.............fylgi....þingmenn....fjölgun/fækkun þingsæta

Íhaldsflokkurinn...........43,6%......365............+49
Verkamannaflokkurinn.......32,1%......202............-60
Skoski Þjóðarflokkurinn.....3,9%.......48............+13
Frjálsir Demókratar.........11,5.......11.............-2
N-Írski Sambandsfl...........0,8%.......8.............-2
Sinn Fein....................0,6%.......7..............0
Plaid Cymru..................0,5%.......4..............0
Krata- og Verkam.fl..........0,4%.......2.............+2
Græningjar...................2,7%.......1..............0
Bandalagsflokkurinn..........0,4%.......1.............+1
Brexitflokkurinn.............2,0%.......0..............0

  1. Til gamans set ég inn úrslit annarra flokka en einungis þeirra 3ja er fá mest fylgi.
  2. Takið eftir að sá flokkur sem er í 3ja sæti í þingstyrk, hefur 3,9% fylgi á landsvísu!
  3. Og að sá flokkur sem er í 3ja sæti fylgislega á landsvísu, er í 4ja sæti í þingstyrk.
  4. Takið auki eftir litlu svæðisbundnu flokkunum - sem hafa mjög lítið fylgi yfir landið sem heild, en fá samt nokkur þingsæti.
  • Málið er að breska kosninga-kerfið skilar sér vel fyrir flokka sem hafa mikinn styrk á tilteknu svæði eða tilteknum svæðum.
  • Vegna þess, að það eru einmenningskjördæmi og sá flokkur í hverju kjördæmi er fær mest fylgi í því kjördæmi - fær þingsætið.
  • Það þíðir að atkvæði flokka sem fá verulegan styrk á landsvísu -- skila oft afar fáum þingsætum, ef fylgið er mjög jafndreift og ef sá flokkur er afar sjaldan sá flokkur í kjördæmi sem nær mestu fylgi flokka í því kjördæmi.

 

Bendi fólki á að Brexit er ekki enn að hafa nokkrar umtalsverðar slæmar efnahags-afleiðingar!

Það hefur verið nokkuð hávær umræða - sem hlær að því að Brexit hafi slæmar efnahagslegar afleiðingar, spyr -- af hverju hefur ekkert gerst enn?

  1. Svarið í fyrsta lagi er, Bretland er enn í ESB - því enn með óskert markaðs-aðgengi. Því rökrétt að slæmar efnahags-afleiðingar séu ekki enn fyrir hendi.
  2. Síðan þann 31/1/2020 tekur við bráðabirgða-samkomulag við ESB - þ.s. Bretland er eins og Ísland þ.e. með fullan aðgang að Innra-markaði ESB eins og Ísland, en án áhrifa á ákvarðanir innan ESB -- það stendur til ársloka 2020.
    --Á meðan hefur Brexit væntanlega engar umtalsverðar slæmar efnahags-afleiðingar.

Svarið við því hvort eða hvaða slæmar efnahags-afleiðingar verða af Brexit, mun liggja fyrir síðar -- þegar eða ekki ríkisstjórn Borisar Johnson nær samningi við ESB til frambúðar.

  • Spurningin er að hvaða marki eða ekki, það frambúðar samkomulag er efnahagslega séð lakara en það sem Bretland hefur búið við, þ.e. ESB aðild.

Varðandi efasemdir, hefur Boris svarað þeim þannig, að þegar liggi fyrir í bráðabyrgðasamkomulaginu sem fyrri ríkisstjórn hans náði við ESB -- töluverður hluti vegferðarinnar að hinu endanlega samkomulagi.
Ef maður tekur hann á orðinu, þá er bráðabirgðasamkomulagið -- vísir að því fyrirkomulagi sem Bretland mun búa við gagnvart ESB til frambúðar.

  1. Skv. því, þá er líklegasta lendingin um margt svipuð EES.
  2. Samt virðist hópurinn í kringum Boris ekki áhugasamur um inngöngu í EES.

Kannski snýst það um -- þjóðarstolt. Að sérpakki sé búinn til fyrir Bretland undir öðru nafni.
Þó svo að í praxís virki sá sérsamningur nánast eins og EES.

Ef þetta er þannig, að um -close copy- af EES er að ræða.
Getur það hugsanlega vel staðist sem Boris segir -- samkomulag muni liggja fyrir um árslok.

--------------------
Möguleikinn á munn verri útkomu, liggur í því ef ríkisstjórn Borisar mun vilja ná fram því einhverju -- sem ESB reynist þvert um geð að samþykkja.
--Þannig samningar dragist á langinn, ekki liggi fyrir samkomulag er dregur að árslokum 2020.

  • Þá er a.m.k. tæknilega mögulegt, Hard-Brexit það síðara, að Bretland endi án nokkurs viðskiptasamkomulags við ESB.

Slíkt mundi hafa slæmar efnahags-afleiðingar án vafa.

 

Það vekur auðvitað athygli að Bretland skuli hafna því að hafa áhrif innan ESB

Nú er það talið af ráðandi aðilum -- mikilvægt að endurvinna getu Bretland til að gera sjálfstæða viðskipta-samninga.
--Er Bretland gekk í ESB á sínum tíma, var það ekki síst röksemdin að hafa áhrif innan.

Bretland hefur verið eitt af stóru löndunum innan ESB.
Áhrif Bretland hafa verið umtalsverð.

Það þíðir auðvitað Bretland hefur eitthvað verulega að segja um viðskipta- og efnahagsstefnu þess, sem og önnur stefnumál.
--Rétt rúmur helmingur heildarviðskipta Bretlands eru við ESB.

  1. Nær ómögulegt er þó að mæla efnahagslegt mikilvægi fyrir Bretland af þeim áhrifum á innri ákvarðanatöku innan ESB.
    Ekki sé samt ástæða að ætla að þau séu -- engin.
  2. Á sama tíma, er óþekkt einnig að hvaða marki Bretland hugsanlega getur haft umfram hagnað af því, að ná aftur fram því valdi -- að gera eigin viðskiptasamninga.
    Augljóslega er óvissa -- samninga við hverja, hvernig þeir samningar verða.

 

Bendi fólki á að ef Boris stefnir að samningi svipuðum EES -- er Bretland ekki að stefna að því að búa við einfaldara reglukerfi en ESB í efnahagslegu samhengi!

Til eru þau rök, að reglukerfi ESB þegar snýr að starfsemi fyrirtækja - eftirliti með þeirra starfsemi og margvíslegum reglum sem þau þurfa að starfa skv.
--Að það kerfi sé mjög íþyngjandi efnahagslega.

Þeir sem hafa þá skoðun, gjarnan vilja -- Hard-Brexit.

  1. Því í þeirra augum sé það megin -meintur- hagnaður af því að losna úr ESB, að geta losað sig við reglukerfi ESB.
  2. En, samningur svipaður EES -- mundi óhjákvæmilega þíða eins og innan EES -- að Bretland yrði að sætta sig við að taka upp eins og EES ríki þurfa, allar lög og reglubreytingar ESB tekur upp og gilda eiga í samhengi Innra-markaðar ESB.

Þá væri Bretland ekki að stefna að einfaldari reglum í samhengi hagkerfisins! Heldur sömu reglum áfram er gilda innan ESB!
--Þá væri eini -meinti- hagnaðurinn, það að ná aftur getunni til að gera eigin sjálfstæða viðskipta-samninga.

 

Niðurstaða

Úrslitin eru sannarlega stórsigur Borisar og Íhaldsflokksins, og óhjákvæmilega þíðir að þjóðin hefur veitt sitt svar - þ.e. já við Brexit. Á sama tíma, virðast úrslitin einnig vera algerlega ákveðin höfnun á samtímis Jeremy Corbyn persónulega sem og hans yfirlýstu stefnu.

Hvað Boris síðan gerir með þann sigur kemur í ljós, þó eitt virðist ljóst að hann mun taka Bretland formlega út úr ESB þann 31/1/2020. Hinn bóginn, þá mun eftir standa spurningin um það hverslags samningur það mun verða eða ekki, sem hann gerir við ESB eða ekki.

Boris segist ekki stefna að samningslausri útkomu, m.ö.o. ekki Hard-Brexit því síðara. Og að auki hefur hann hafnað því að sá tími sem hann gefur fyrir saminga sé óraunsær þ.e. til ársloka 2020. Þetta virðist fljótt á litið gefa skýrar vísbendingar um það hvað hann hyggst fyrir.
--Þ.e. samning er mundi líklega tóna sterklega við EES samninginn.

Það auðvitað þíddi, að sá samningur líklega einnig hefði sömu galla og EES.
Það auðvitað kemur í ljós, hvort Brexit-erar sætta sig við það að Bretland sé nokkurs konar áhrifa-lítil hjálenda ESB, þ.e. þurfi áfram að búa við reglukerfi ESB en eins og Ísl. innan ESB án raunhæfs möguleika til að hafa áhrif á þá lagasetningu sem Bretland mun þá þurfa taka upp.
--Eins og einhver man væntanlega eftir, var deila fyrr á þessu ári um svokallaðan 3ja Orkupakka, sem ég benti fólki á að skv. EES gæti Ísl. ekki losnað við að taka upp. Sumir greinilega voru annarrar skoðunar, en mér virðist klárlega ljóst þeir viðkomandi höfðu aldrei kynnt sér ákvæði EES samningsins er skilgreina starfsemi Sameinuðu EES nefndarinnar og þau ákvæði sem skilgreina það hvað gildir ef deila sprettur upp þar innan um túlkun samningsins.
--En þau ákvæði séu ágætlega skýr, þannig að það geti alls enginn vafi verið að völdin eru öll hjá ESB í samhengi EES, m.ö.o. samningurinn feli í sér að EES löndin séu áhrifalaus fylgiríki.

Ef þetta er það sem Bretar frekar vilja frekar en vera áfram innan ESB með öll þau áhrif á það hvað lög og reglur gilda, á eftir að koma í ljós.
--En það getur alveg hugsast, að deilur rísi upp innan Bretlands á seinni hluta nk. árs.

En ég get vel trúað því að það geti risið deildar meiningar um það hvort Bretland á að sætta sig við -- samkomulag líkt EES. Eða, hvort Bretland ætti frekar að kjósa að skera alfarið á böndin við ESB -- þ.e. Hard-Brexit hið síðara.

En það yrði ofan á þ.e. Hard-Brexit hið síðara, yrðu efnahagsafleiðingar neikvæðar auðvitað töluverðar -- en samingur svipaður EES, ætti a.m.k. að minnka þær niður í litlar sem engar.

  • Ég hugsa því þar af leiðandi að Brexit-deilur séu ekki endilega augljóslega búnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

1 för Boris

0 för dom övriga

Örn Einar Hansen, 14.12.2019 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 266
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 349
  • Frá upphafi: 846987

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 242

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband