Djúpur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi vekur spurningar um hugsanlega kreppu!

Þessi frétt kom fram í sl. viku - að samdráttur í iðnframleiðslu milli sl. árs og þessa árs, október á þessu ári borinn við október á sl. ári -- hafi verið 5,3%.
Eins og sjá má á mynd að neðan, hefur þýskur iðnaður ekki haft gott ár á þessu ári!

Germany Industrial Production MoM

German industry hit by biggest downturn since 2009

Germany Industrial Production

Skv. könnun á bjartsýni vs. svartsýni helstu iðnframleiðenda, þá reikna flestir þýskir iðnrekendur með - frekari samdrætti út árið.

Far from bottoming out, Germany’s industrial recession may be getting worse, -- Andrew Kenningham at Capital Economics -- The latest data support our view that a recession is still more likely than not in the coming quarters.

Framleiðsla bifreiða skrapp saman um 5,6 prósent milli mánaða frá sept. til október - heild 14,4% ef miðað er við okt. á sl. ári og okt. á þessu ári.
--Framleiðsla bifreiða styður nærri 3 milljón störf beint og óbeint í Þýskalandi skv. frétt.

Þannig að svo djúpur samdráttur í þeim geira getur vart annað en haft neikvæð áhrif á heildar-hagkerfið.

  • Skv. efnagstölum 3ja ársfjórðungs, var heildarhagvöxtur í járnum 0,1%.

Neysla minnkaði um 1,9% milli mánaða í Þýskalandi, frá sept. til okt. - þar af 0,6% á evrusvæði öllu.

A turnround in manufacturing and thus of the German economy as a whole is thus not yet in sight,  --  Ralph Solveen, economist at Commerzbank.

Á meðan heldur bandaríska hagkerfið enn dampi í ca. 2% hagvexti!
Spurning hve lengi það getur haldist.
Hafandi í huga að samdráttur var einnig hafinn í iðnframleiðslu í Bandar. -- Er líklega fátt annað en áframhaldandi vöxtur neyslu sem viðheldur honum -- enn.
--Atvinnuleysi þar er komið niður fyrir 3,3% -- sem telst óvenjulítið.

  • Einhver ytri mörk hljóta vera á því hve lengi kaupgleði neytenda vex -- ef viðskiptalífið fyrir utan neysluhagkerfið - er hætt að vaxa.

Árið í ár er líklega 9-árið í samfelldum hagvexti síðan síðast var þar kreppa.
Sem mér skilst að geri þetta hagvaxtartímabil óvenjulangt -- en allt tekur enda.
--Einungis spurning um hvenær.

Hafandi þetta í huga, virðist a.m.k. hugsanlegt að spár sumra hagfræðinga um kreppu fyrir lok þessa kjörtímabils forseta í Bandaríkjunum komi til með að rætast.
--Hún gæti þá hafist nokkru á undan í Evrópu, síðan borist yfir hafið.

Enn halda bandarískir neytendur þó uppi hagvexti þar - þrátt fyrir veikleika í framleiðsluhagkerfinu.
--Meðan að Evrópa virðist þegar rétt við þau mörk að uppsveifla getur verið að sveiflast yfir í samdrátt.

Meðan allir hagfræðingar vita að kreppa kemur alltaf í lok hagvaxtartímabils - tekst þeim afar sjaldan að tímasetja kreppur rétt fyrirfram; þær blasa alltaf augljóslega við - eftirá.

 

Niðurstaða

Hagvöxtur almennt á Vesturlöndum virðist í rénun undir lok þessa árs, einungis í Bandaríkjunum lafi hann enn í um 2%. Einhver takmörk hljóta þó vera á því hve lengi kaupgleði neytenda þar í landi geti haldið uppi heildar hagkerfinu, þegar aðrir þættir þess virðast standa lakar.

Evrópa virðist greinilega með Þýskaland í fylkingarbroddi, lafa á blábrún næstu kreppu.

Spurning hvort Donald Trump verði svo óheppin að fá upphaf efnahagssamdráttar áður en kosningar fara þar fram nk. haust -- hann hefur verið ákaflega heppinn fram til þessa, tók við þegar hagvöxtur var búinn að standa í 6 ár - hefur því fleytt rjómann af heppilegri efnahagsstöðu.
--Þetta gæti þó allt eins lafað fram yfir kosningar, eins og er Obama fékk á sig kreppu rétt eftir að varð forseti 2008.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Óskhyggja þín um ófarnað Trumps er fremur hvimleið. Reyndu að sjá bjartari tíð

Halldór Jónsson, 8.12.2019 kl. 23:27

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hversu stóran þátt á viðskiptastríðið við Kína í þessu?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2019 kl. 23:36

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er einfalt:

Í USA minnkar atvinnuleysi sem aftur veldur að fleiri hafa efni á hlutum sem veldur eðzlu sem veldur hagvexti... og svo framvegis.

Trump eykur á þetta ferli með viðskiftastríði við Kína, þar sem framleiðzla berst rá Kína til USA.

Í Þýzkalandi, þá miða menn vel áður en þeir skjóta sig í fótinn með því að reyna að þóknast umhverfis dauða-költinu.  Þeir leggja álög á iðnaðinn sem hann stendur ekki undir, og reyna á sama tíma að keppa við Kínverja sem eru ekkert að reyna að þóknast einhverju dauða-költi.

Þess vegna er bras í Þýzkalandi en ekki í USA.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.12.2019 kl. 20:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, þú sleppir út mikilvægu atriði - ef neysla ein er þessa dagana að halda við hagvexti þ.e. aukning bjartsýni neytenda er enn að keyra neyslu-aukningu - neyslan skapar flr. störf við afgreiðslu í verslunum; að e-h þarf að borga fyrir þá neyslu.
--Flestar kreppur seinni ára í Bandar. - fara af staða þegar skulda-aukning neytenda, á endanum leiðir til þess að lán-veitendur fara að ókyrrast, aðgengi að neyslu-lánum þverr, og neytendur lenda í vandræðum með að halda áfram að safna skuldum.
--Þá snögglega snýst bjartsýni neytenda yfir í svartsýni, það verður snöggur samdráttur í neyslu - kreppa skellur snögglega á.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.12.2019 kl. 23:39

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, flestir hagfræðingar virðast þeirrar skoðunar þáttur viðskiptastríðsins sé stór.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.12.2019 kl. 23:41

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég endurtek: "Í USA minnkar atvinnuleysi sem aftur veldur að fleiri hafa efni á hlutum sem veldur eyðzlu sem veldur hagvexti."

Þetta er ekkert á lánum.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2019 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 847028

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 365
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband