Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018
15.8.2018 | 12:02
Recep Tayyip Erdogan ætlar ekki að gefast upp fyrir Donald Trump
Það tók nokkra daga fyrir svar Tyrklandsstjórnar að koma fram en í annan stað hefur nú Tyrklandsstjórn svarað tollaðgerð Donalds Trumps frá sl. föstudegi og aíðan hefur seðlabanki Tyrklands fyrirskipað aðgerðir til að styrkja gengi lírunnar - er virðist hafa skilað nokkrum árangri í dag!
Turkey doubles tariffs on some U.S. imports
Lira rallies after Turkey introduces measures to curb short selling
- Erdogan skellir 120% tollum á bifreiðainnflutning frá Bandaríkjunum - 60% tolli á innflutning á tóbaki frá Bandaríkjunum og 140% tolli á innflutning á áfengi frá Bandaríkjunum.
--Bendi á að sl. föstudag hafði Trump hækkað tolla á stál frá Tyrklandi í 40% og á ál í 20%.
--Það má velta fyrir sér þeim möguleika að Donald Trump muni hækka þá tolla - aftur. Það væri í tón við tolladeilu hans t.d. við Kína, hvernig sú deila hefur þróast. - Rétt að benda á að fram í fréttum kemur að tyrkneskir dómstólar hafa neitað áfrýjun fyrir bandarískan strang kristinn prest, Brunson - þó enn eigi æðsta dómstig eftir að fjalla um málið.
--Þá útkomu má einnig skoða sem svar, að Tyrkland hafni þrýstingi.
--Talsmaður Erdogans sagði, að deilan við Bandaríkin yrði leyst - en akkúrat hvernig er spurning: Erdogan spokesman says problems with U.S. will be resolved. - Eitt áhugavert atriði fyrir utan þetta -- að Tyrkland hefur sleppt grískum hermönnum óvænt sem Tyrkland hafði haldið um nokkurt skeið.
--En Tyrkland hefur einnig verið með kröfu á Grikkland um að afhenda einstaklinga sem hefur verið veitt hæli innan Grikklands.
--Þetta er álitið af þeim er telja sig vit á hafa - friðarboð frá Erdogan til ESB.
**En áfram stendur krafa Tyrklands á Bandaríkin um múslima klerkinn Gulem, sem Tyrkland vill greinilega eiga viðskipti við Bandaríkin þ.e. skipta honum fyrir 4. bandaríkjamenn sem Tyrkland heldur --> Ásakanir fyrir meint -eer- gulemistatengsl.
--Þá mér virðist sú ásökun afar fjarstæðukennd sérstaklega í tengslum við róttækan kristinn klerk - af hverju ætti sá að tengjast íslamista samtökum? - Seðlabanki-Tyrklands, minnkaði um helming það fjármagn sem tyrkneskir bankar hafa heimild til þess að verja í formi líra - í skiptum við erlenda aðila á öðrum gjaldmiðlum - með því að draga úr gjaldmiðils-skiptum þá minnkar Seðlabanki-Tyrklands aðgengi erlendis að tyrknesku lírunni.
--Þeir sem telja sig hafa vit á, meta að leitast sé við að minnka möguleika erlendra aðila til spákaupmennsku gegn tyrknesku lírunni.
--Hinn bóginn grunar mig, að minnkað aðgengi að lírum geti mjög vel komið niður á fleiri aðilum - en þeim sem kaupa lírur í spákaupmennsku-tilgangi.
**T.d. hvað um ferðamannastraum til landsins? - Fyrir utan þetta, takmarkaði Seðlabanki-Tyrklands réttindi til þátttöku tyrkneskra banka í gerð - framvirkra samninga þ.s. tyrkneska líran kemur við sögu. En slíkir samningar eru oft notaðir af fyrirtækjum sem vilja tryggja sér aðgengi til framtíðar að gjaldmiðli á tilteknu umsömdu fyrirfram verði.
--En slíkt er einnig unnt að nota til spákaupmennsku.
--Það samtímis takmarkar möguleika fyrirtækja er starfa innan Tyrklands sjálfs, til að minnka sína gjaldmiðils áhættu - en tyrknesk fyrirtæki eru einna líklegustu aðilarnir til að kaupa framvirka samninga til að tryggja sér líru á fyrirfram umsömdum kjörum.
Líran virðist hafa rétt við sér upp á 6% -- bendi á hún féll 16% sl. föstudag.
Þessar aðgerðir leysa í sjálfu sér ekki þau efnahagsmál sem ríkisstjórn Tyrklands hefur verið gagnrýnd fyrir, sbr. viðskiptahalla upp á 5% af þjóðarframleiðslu sem greinilega er fjármagnaður með aukningu gjaldeyrisskulda - verðbólgu upp á 15% - auk annarra vísbendinga um hagkerfi í yfirhitun.
--En líran hafði fallið um 40% mánuðina á undan, hefur verið sá stóri gjaldmiðill í heiminum sem langsamlega mest hefur fallið í virði.
Spurning um frekari viðbrögð Donalds Trumps?
- Frekari hækkun tolla virðist sennileg - Trump gæti bætt við fleiri tollum, auk hugsanlega frekari aðgerða -- tæknilega gæti hann farið að banna tyrkneskum fyrirtækjum að eiga viðskipti í dollar.
--Þó manni virðist ekki sennilegt að svo langt verði gengið a.m.k. að sinni. - Það gæti verið að Tyrkland fái ekki afhentar F35-þotur sem Tyrkland vill kaupa nokkra tugi af, fyrirfram umsamin kaup.
En ég á ekki von á því að Donald Trump blikki - nú þegar Erdogan ætlar a.m.k. ekki gera það að sinni!
Talsmaður Erdogans segir þó deilan verði leyst - án þess að útskýra málið.
Ég sé þó ekki Donald Trump gefa eftir kröfu sína að bandarískir þegnar í varðhaldi fyrir furðulegar sakir í Tyrklandi verði sleppt, sbr.
"One of them is Serkan Golge, a 38-year-old Nasa physicist who was sentenced to seven years in prison for terrorism in February. Evidence against him included a savings account at a Gulen-affiliated bank and the discovery in his home of a single dollar bill, which Turkish authorities sometimes say is a sign of Gulenist conspiracy."
Svo hann átti reikning í tyrkneskum banka, tékkaði ekki á hver væri eigandi bankans, og hann átti dollaraseðil í skúffu -- vá!
--Þetta virðist einkenna ásakanir um Gulemistatengsl, að þær virðast stórfurðuleg steypa.
--Samt er dæmt fyrir þetta - sem virðist sterklega benda til þess að réttarkerfinu í Tyrklandi sé nú beitt í - utanríkis tilgangi.
**En Erdogan getur mjög auðveldlega með forsetavaldi náðað síðan fólkið.
**En hótunin er að það sé varðveitt í varðhaldi árum saman.
Fyrir utan þennan mann, heldur Tyrkland klerkinum Brunson og a.m.k. tveim starfsmönnum bandarísku utanríkisþjónustunnar er störfuðu á skrifstofu á vegum hennar í Tyrklandi - við það hræðilega verk að útbúa VISA fyrir tyrki sem vilja koma til Bandaríkjanna.
Upphafið af deilunni er krafa Tyrklands um múslima klerkinn Gulem, sem Erdogan sakar um að hafa skipulagt samsæri gegn sér -- hinn bóginn er sá einstaklingur með varanlega landvist í Bandaríkjunum -- ekki einu sinni Donald Trump getur líklega fyrirskipað að hann sé sendur úr landi.
Þetta er eitt atriði sem virðist erfitt að fá Tyrklansstjórn til að skilja, að þá þarf líklega Tyrklandsstjórn að höfða mál gegn viðkomandi innan Bandaríkjanna -- Tyrklansstjórn hefur hingað til ekki vilja það; sem margir taka sem vísbendingar um raunverulegan skort á sönnunum gegn Gulem.
Svipuð deila við Grikkland - þá hafði grískur dómstóll heimilað tyrkneskum hermönnum landvist þar -- svokallað pólitískt hæli, vegna þess að gríski dómstóllinn samþykkti rök þeirra fyrir því að ekki yrði réttað í málum þeirra innan Tyrklands með sanngjörnum hætti.
--Þetta gerðist í reynd í andstöðu við ríkisstjórn Grikklands er hafði engan áhuga sjálf á deilu við Erdogan.
--Þarna hófst svipað stapp - eins og kemur fram að ofan - hefur Tyrkland nú allt í einu sleppt grískum hermönnum er tyrknesk yfirvölt virtust halda í von um að geta skipt á þeim.
**Hinn bóginn þá á það sama við, að grísk stjórnvöld geta ekki gripið fram fyrir sínum dómstólum.
Mig grunar að Erdogan átti sig á því að hann geti ekki staðið samtímis í harðri deilu við Bandaríkin -- og átt í hugsanlega jafn erfiðri við ESB lönd!
Niðurstaða
Eina sem ég er viss um að deilan milli Tyrklands og Bandaríkjanna - um klerkinn Gulem annars vegar og hins vegar a.m.k. 4 Bandaríkjamenn sem tyrknesk yfirvöld halda og beita fyrir sig langsóttum ásökunum um meint gulemistatengsl; að sú deila á eftir að vinda upp á sig frekar.
En Donald Trump er líklegur grunar mig að svara mót-tollaðgerð Erdogans, með frekari tollaðgerðum -- ef ég miða við þróun deilu hans við Kína. En í grunninn er deilan við Tyrkland ekki viðskiptadeila, heldur hófst með kröfu Tyrklands um afhendingu múslima klerks, Gulem að nafni.
Hinn bóginn vegna þess að hann var áður búinn að fá varanlega landvist í Bandaríkjunum, þá hefur Donald Trump - ekki einu sinni hann, líklega rétt til að - afhenda hann eins og krafist er.
Þá virkar kerfið þannig, að ef Tyrkland hefur ásakanir - þarf Tyrkland að sanna þær fyrir rétti innan Bandaríkjanna. Hingað til hafa tyrknesk yfirvöld þó hafnað boði um réttarhöld innan Bandaríkjanna. Sem margir taka sem vísbendingu um raunverulegan skort á sönnunum.
Það væri að sjálfsögðu alvarlegt fordæmi að afhenda - einstakling, einungis vegna þess að þess er krafist. En t.d. ef vestræn lönd vilja fá einstakling, þá eru öll gögn ásökunum til sannana -- send um hæl, svo yfirvöld sem fá slíka beiðni hafi tækifæri til að meta þau.
Bendi á að Tyrkland var einnig í sambærilegri deilu við Grikkland - en allt í einu virðast tyrknesk yfirvöld hafa sleppt grískum hermönnum.
Þekki ekki hvort tyrknesk yfirvöld hafa sleppt öllum Þjóðverjum í haldi líka, en á sl. ári a.m.k. voru tyrknesk yfirvöld með nokkra Þjóðverja í haldi -- en tyrknesk yfirvöld hafa að auki viljað fá þýsk yfirvöld til þess að afhenda tyrkneska ríkisborgara er hafa fengið hæli í Þýskalandi.
Germany may 'rethink' Turkey ties after two more Germans detained
Skv. þeirri frétt voru 12 Þjóðverjum haldið í Tyrklandi í sept. 2017.
Germany 'waiting for details' on citizen's arrest in Turkey
Skv. þessari frétt frá apríl 2018 er 5. Þjóðverjum haldið í Tyrklandi.
Hef ekki séð fregnir um að þeim hafi verið sleppt - þýsk yfirvöld virðast almennt ekki hafa verið með hástemmdar yfirlýsingar í málum sem slíkum.
--Þekki því ekki hvort þessu fólki hefur verið sleppt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það vaknar fjöldi stórra áhugaverðra spurninga í tengslum við það sem vart verður kallað annað en - hrun samskipta Tyrklands og Bandaríkjanna sl. daga, eftir að Donald Trump tók þá ákvörðun fyrir helgi að 2-falda ál og stál tolla sem gilda fyrir allan heiminn og eru þá 20% fyrir stál og 10% fyrir ál, í 40% og 20% í tilviki Tyrklands.
Viðbrögð markaða voru harkaleg, stórfellt fall tyrknesku lírunnar er heilt yfir hefur fallið 40% á þessu ári - en fallið fyrir helgi um 16% eða þar um bil; þannig að líran hefur verið að falla greinilega áður en núverandi ástand skall yfir.
- En vikurnar og mánuðina á undan, voru markaðir farnir að óttast um stöðu efnahagsmála í Tyrklandi - en landið hefur verulegan viðskiptahalla og hefur haft hann í mörg ár reyndar.
- En vandi Tyrklands er ólíkt þegar Bandar. eða Bretland eða Japan hefur viðskiptahalla - hve mikið af honum virðist vera fjármagnaður með, gjaldeyri - meðan Bandar., Bretland og Japan geta selt ríkisbréf í eigin gjaldmiðlum.
--En það auðvitað skapar allt annan áhættustuðul að safna gjaldeyrisskuldum.
--En uppsöfnun gjaldeyrisskulda fyrir þjóðarbú, er einmitt sögulega séð klassískur undanfari efnahagskrísa og sérstaklega - gjaldmiðilskrísa. - Síðan viðskipta-aðgerðir Trumps, til að þrísta á um að Tyrkland afhendi Bandaríkjunum bandaríska þegna í varðhaldi þar - sakaðir um m.a. um meint tengls við svokallað "gulemista plott."
Á laugardag var Erdogan að venju harður í ummælum, talaði þá um "economic war" en hann þverneitar og hefur síðan líran fór að falla fyrr á árinu - þverneitað því að nokkur ástæða sé til þess að efast um efnahagsstöðu Tyrklands.
--Sakar markaði um skilningsleysi eða jafnvel um samsæri gegn Tyrklandi.
--Sannast sagna hef ég heyrt sambærilegar áskanir áður, rétt að ryfja upp að rétt fyrir hrunið á Íslandi - heyrðust ummæli frá íslenskum ráðherrum, eins og að menn ættu að sækja endurmenntun - þegar erlendir aðilar fóru að benda á hættumerki í ísl. atvinnulífi - mánuðina fyrir hrun.
Það er því miður algengt að ríkisstjórnir þverneiti að kannast við að allt sé ekki með felldu.
Að haldið sé fram að þegar útlendir aðilar byrja að hafa efasemdir - að þær séu ósanngjarnar - á misskilningi byggðar - eða jafnvel form árásar á landið!
- Þekktasta dæmið í seinni tíð er auðvitað - Venezúela.
- Hinn bóginn er Tyrkland langt í frá að vera - Venezúela.
--Ég held að samlíking við Ísland rétt fyrir kreppu - sé nærtækari.
--Að sjálfsögðu er mjög skaðlegt að þegar hriktir undir efnahagsstoðum Tyrklands, sé skollin á versta kreppa í samskiptum við Bandaríkin - síðan tyrkir réðust inn í Kýpur fyrir áratugum.
En ég sé ekki Donald Trump blikka - sérstaklega er hann veit Tyrkland í veikri stöðu.
Tyrkland viðist stunda hreinar gísatökur!
En í kjölfar valdaráns tilraunar - hóf Erdogan hreinsanir innan Tyrklands gegn svokölluðum Gulemistum - hátt á annað hundrað þúsund manns voru reknir, innan stofnana ríkisins allt frá skólum - embættismannakerfi yfir til hers og lögreglu -- og tugir þúsunda voru handteknir.
--Mjög margir þeirra hafa síðan beðið allt fram á daginn í dag eftir réttarhöldum.
Í tengslum við þær hreinsanir - var fjöldi útlendinga einnig handtekinn, fyrir meint gulemista tengsl -- gjarnan hafa önnur lönd dregið í efa sanngyrni málmeðferðar fyrir tyrkneskum dómstólum.
--Rétt að benda á að Þýskaland og Grikkland, veittu tyrkneskum hermönnum er flúðu Tyrkland, pólitísk hæli.
--Á Erdogan einnig í deilum við Þýskaland, og Grikkland eins og við Bandaríkin, um afhendingu þess fólks til að sæta réttarhöldum í Tyrklandi.
Tyrkland hefur á móti haldið fólki með ríkisborgararétt í þeim löndum í varðhaldi - ásakanir hafa verið háværar að Tyrkland - haldi þeim í varðhaldi til að þrýsta á um að þeir tyrkir sem stjórnvöld í Ankara heimta að fá afhenda, verði sendir til Tyrklands.
Ég bendi á að slíkar deilur eru ekki einungis milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Tyrklands.
Svo fólk haldi ekki að málið milli Bandaríkjanna og Tyrklands sé alveg einstakt.
--Hinn bóginn, hafa stjórnvöld í Evrópu ekki gengið eins hart fram!
Greek soldiers are political prisoners of Turkey, says Weber
Tyrkland heldur grískum hermönnum í varðhaldi - grísk stjórnvöld hafa veitt tyrkneskum flóttahermönnum hæli í Grikklandi -- ásökun, Tyrkland sé að taka grikki til að þrýsta á um afhendingu - þeirra sem Grikkir veittu hæli.
Angela Merkel demands Turkey release German prisoners
Merkel hefur lengst af þagað opinberlega yfir þýskum ríkisborgurum í varðhaldi í Tyrklandi, en fyrir kosningar fyrr á sl. ári tók hún það mál upp í miðri kosningabaráttunni.
Hostages in ErdoÄŸans new Turkey
Ásakanir gegn Brunson sem fer fyrir róttækri kristinni kirkju - um Gulemista tengsl, en það er íslamistahreyfing - sannarlega hljómar ekki með því sennilegasta sem ég hef heyrt.
Þetta hefur einkennt ásakanir gegn útlendingum þegar Tyrkland - greinilega vill fá einhvern þaðan, að flestum utan Tyrkland - virðast ásakanir fjarstæðukenndar.
--En tvær tegundir ásakana virðast mest áberandi, þ.e. meint Gulemistatengsl.
--Eða meint samúð með Kúrdum -- einna helst blaðamenn virðast lenda upp á kannt við tyrknesk stjv. í því samhengi, virðist þá ekki meir þurfa til en hafa tekið viðtal við einstakling og umfjöllun ekki verið í samræmi við frásagnir tyrkneskra stjórnvalda af þeirra átökum við tyrkneska Kúrda -- nokkur fj. erlendra blaðamanna hefur lent þannig upp á kannt við stjv. Tyrklands - en oftast nær veriðs sleppt síðar, reknir frá Tyrklandi.
En í tilvikum ásakana um - meint Gulemista tengsl, virðist annað gilda - þeim sé ekki sleppt.
Sérstakt að Tyrkland virðist einna helst - finna ríkisborgara frá löndum sem hafa í fórum sínum einstaklinga sem tyrknesk stjv. vilja fá afhenda - seka um slík meint tengls.
--Þannig að ég get skilið grunsemdir þess efnis, að Tyrkland sé að taka gísla.
Orð Erdogans sjálfs hafa einnig ítt undir slíkan grun, sbr:
"Give us the pastor back, they say. You have one pastor [Gülen] as well. Give him to us, ErdoÄŸan said in a speech on September 28 at the presidential palace. Then we will try [the American] and give him to you."
-- Erdogan átti við Brunson í skiptum fyrir Gulem, margir tóku orð Erdogans frá sl. ári sem staðfestingu grunsemda.
Trump Shouldn't Play Hostage Diplomacy With Turkey
Turkey's Dangerous Game of 'Hostage Diplomacy'
Rétt að benda á að í tilviki Grikklands - voru það grískir dómstólar er tóku ákvörðun um að veita hópi tyrkneskra hermanna hæli, gegn vilja ríkisstjórnar síns lands.
Ég þekki ekki eins vel hvernig það gerðist að öðrum hópi hermanna var vætt hæli í Þýskalandi, nema að ég veit eitt um það mál - að þeir höfðu starfað lengi fyrir NATO, og þekktu marga innan þýska hersins - einn þeirra hafi verið hershöfðingi innan höfuðstöðva NATO og notið trausts.
--Líkur máski að sú forsaga hafi legið að baki því að þeim var veitt hæli.
Deilur Tyrklands við Bandaríkin um klerkinn hann Gulem - hafa verið meir í alþjóðafjölmiðlum. Tyrkir fyrir utan prestinn hann Brunson - halda þrem fyrrum sendiráðsstarfsmönnum Bandaríkjanna, sem einnig eru sakaðir um meint - Gulemistatengsl.
--Það virðist alltaf fylgjast að, ásakanir um Gulemistatengsl - þegar Tyrkland sjálft vill fá einhverja meinta eða raunverulega Gulemista afhenda.
Mér virðist m.ö.o. Tyrkland raunverulega stunda gíslatökur.
Það er auðvitað afar undarleg hegðan bandalagsríkis að halda þegnum sinna bandalagsríkja í gíslingu - meðan veifað er ásökunum sem lítil eða engin sannleikstengsl virðast hafa.
--Ég skil því mæta vel pyrring Donalds Trumps.
- Sá pyrringur virðist mér réttmætur - þannig séð virðast mér viðbrögð Trumps ekki of harkaleg.
Myndin sýnir stöðu gjaldeyrisforða seðlabanka Tyrklands og spá um þróun hans
Staða efnahagsmála innan Tyrklands erfið!
Langvarandi viðskiptahalli hefur oft verið undanfari kreppu í landi - bendi á að fyrir svokallaða evrukreppu, höfðu öll löndin innan evrunnar er síðan lentu í vanda - viðskiptahalla er skóp uppsöfnun skulda fyrir ríkissjóð þeirra landa!
Málið er að langvarandi viðskiptahalli þíðir yfirleitt að viðkomandi land fjármagnar þann halla með skuldasöfnun - mjög einfalt, seðlabankinn kaupir gjaldeyri og selur á móti skuldabréf á eigin ríkissjóð.
Þegar um er að ræða skuldasöfnun í gjaldeyri - þá er slík skuldasöfnun sögulega séð oft undanfari alvarlegra efnahagsvandamála; ég bendi á þetta því Tyrkland virðist einmitt hafa viðhaft viðskiptahalla árum saman!
--Þó virðist gjaldeyrissforðinn ekki hafa gufað upp, en það getur vart þítt annað en að seðlabankinn hefur reglulega keypt gjaldeyri - og skuldfært kaupin á ríkið.
Why is the Turkish lira tumbling?
- Eins og á Íslandi fyrir hrun, hefur verulegt erlent fjármagn leitað til Tyrklands - að njóta háu vaxtanna þar.
--Eins og gerðist á Íslandi, gæti það fjármagn flúið snögglega.
--Þekki ekki hvaða upphæðir er um að ræða. - Árleg þörf Tyrklands fyrir gjaldeyri til að þjóna skuldum - ríkisins, fyrirtækja og einstaklinga, kvá vera 218ma.$.
--Sem er greinilega verulega meira fé en er akkúrat núna í gjaldeyrissjóði. - Viðskiptahalli er 5% af þjóðarframleiðslu - sem er ekki lítið, og gengur rökrétt stöðugt á forðann.
- Verðbólga kringum 15% - vextir 16,25% hjá seðlabanka Tyrklands.
--Þannig það má koma með nokkra samlíkingu milli Tyrklands og Íslands, rétt fyrir hrun.
- Síðan hækkar Donald Trump tolla á stál og ál frá Tyrklandi í 40% og 20% á föstudag.
--Skv. fréttum hafði Tyrkland selt verulegt magn af stáli til Bandar.
Eins og mér virðist málið líta - þá er tyrkneska hagkerfið með greinileg einkenni efnahagslegrar yfirhitunar.
Neysla bersýnilega meiri en hagkerfið hefur gjaldeyrisinnkomu fyrir, þannig hagkerfið safnar gjaldeyrisskuldum ár frá ári.
--Eins og gerðist árin fyrir evrukreppuna, þá voru öll löndin í evru er síðan lentu í kreppu, með áralanga halarófu af uppsöfnuðum viðskiptahallaskuldum.
--Mér virðast vísbendingar uppi, að Tyrkland hafi verið að taka áhættu með sitt hagkerfi.
- Klassískar aðgerðir eru að kæla hagkerfið!
- Kannski mun nú gengisfall lírunnar einmitt leiða fram þannig kólnun.
- A.m.k. ætti hún að þurrka upp viðskiptahallann er virðist hafa verið viðvarandi.
Donald Trump virðist hafa skapað - trigger atburð - þ.e. hrutt af stað atburðarás er líklega hefði annars hvort sem er orðið innan Tyrklands.
--Erdogan ber af sér allar sakir, enda hefur hann verið við völd sl. 20 ár.
--Talar um "economic war" og árásir fjárfesta -- auðvitað árás frá Bandaríkjunum.
Erdogan says U.S. turned its back on Turkey, upsetting Ankara
Turkey is not in a crisis, will fight 'economic war', Erdogan says
Turkey is a 'target of economic war', Erdogan says
- "If there are dollars under your pillow, take these out... Immediately give these to the banks and convert to Turkish lira and by doing this, we fight this war of independence and the future,"
- "I am asking you. What possible reason could there be behind the lira which was at 2.8 against dollar in July 15, 2016 to slide below 6 yesterday? During this period, Turkey has set records in its exports, production and employment,"
Áhugavert hvernig í öðru orðinu, biður Erdogan landsmenn að kaupa lírur - með hverri þeirri gjaldeyriseign sem þeir hafa í sínum fórum.
Og í hinu orðinu, þverneitar hann að nokkuð sé athugavert við stöðu efnahagsmála.
Auðvitað hefur hagkerfi í yfirhitnun fulla atvinnu. Þ.e. alltaf þannig er hagkerfi er að yfirhitna.
Það getur verið öflugur útflutningur - en í yfirhitin sigrar neysla gjarnan samt.
Ég bendi á verulegan viðskiptahalla til sönnunar!
Rétt samt að benda á að ólíklegt sé samt sem áður að tyrkneska hagkerfið lendi í mjög djúpri kreppu - nema að tyrknesk stjórnvöld lendi í vanda á alþjóða skuldamörkuðum.
Það verður að koma í ljós hvort slíkt er í farvatninu.
--En gengisfall virkar yfirleitt til að laga viðskiptajöfnuð.
--Hinn bóginn er spurning um verulega útistandandi þörf fyrir endurnýjun lána.
Markaðir geta hækkað vaxtakröfuna mjög mikið ef óttabylgjan rís mjög hátt.
Þá gæti Tyrkland þurft að óska eftir - erlendum neyðarlánum!
--Erdogan segist vera að ræða við Kína og Rússland.
--En Rússland er ólíklegt að geta lánað fé í þeim mæli sem Tyrkland mundi þurfa á að halda.
Ég efa að lán frá Kína mundi koma alfarið ókeypis.
- Ég mundi ræða við ESB - það gæti verið skársti möguleiki Erdogans.
--Annars að ræða við AGS, sem Erdogan líklega vill síst af öllu.
En ef tyrkland lendir í vandræðum með endurnýjun lána - mundi líklega skella á allsherjar fjármagnsflótti, og Tyrkland sennilega skella á - höftum.
--Þau gætu orðið mjög lamandi fyrir svo stórt hagkerfi.
Tyrkland gæti lent í því sama og Ísland, að þurfa að leita til AGS -- en að aðgengi að neyðarláni sé blokkeraður, þangað til Tyrkland lætur undan kröfum.
--Í tilviki Tyrklands þarf Tyrkland ekki að samþykkja kröfu upp á hálfa þjóðarframleiðslu sbr. Icesave kröfu Hollendinga og Breta á Ísland.
Heldur einungis afhenda 4-einstaklinga ríkisborgara Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Tyrkland virðist standa frammi fyrir raunverulegri krísu - öfugt við einbeitta neitun Erdogans virðist mér hann sjálfur bera umtalsverða ábyrgð; en neitun hans hljómar í mín eyru nokkuð sambærileg við neitun íslenskra stjórnvalda mánuðina fyrir hrun.
Varðandi aðgerðir Donalds Trumps - þá eykur það mjög trúverðugleika Bandaríkjanna í deilu við Tyrkland um einstaklinga sem Tyrkland hefur í varðhaldi; ásakaðir um meint Gulemista tengsl.
Að Tyrkland á reyndar í sambærilegum deilum við fleiri Vestræn lönd af algerlega sambærilegu tagi, þó deilur af því tagi við Bandaríkin -- veki miklu meiri athygli.
Síðan hafa stjórnvöld í Evrópu sem hafa deilt við Erdogan, ekki verið með verulegan hávaða í sínum deilum við Tyrkland -- frekar að stjórnmálamenn sem sitja utan ríkisstjórnar hafa tekið stórt upp í sig.
En þær deilur virðast í allar vera af sambærilegu tagi - Tyrkland vill einstaklinga framselda.
Hefur í öllum tilvikum handtekið einstaklinga frá þeim löndum - sem sakaðir eru um meint Gulemistatengsl.
Áskanir um "hostage politics" fljóta yfir.
En mér virðast ásakanir augljóslega búnar til - ég meina, kristinn öfgasinnaður prestur sem rekur kirkjur í Tyrklandi í 23 ár -- sakaður um tengsl við íslamistahreyfingu.
Eða grískir hermenn sem Tyrkir halda - eða þýskir borgarar vs. tyrkneskir hermenn sem grikkir og þjóðverjar hafa veitt - pólitísk hæli.
--Í öllum tilvikum heimta stjórnvöld Tyrklands að fá fólk afhent frá þeim löndum.
Spurning um það hver er með yfirgang?
--Ef ég væri Donald Trump mundi ég líklega beita refsiaðgerð á Tyrkland og mál væri algerlega sambærileg.
Erdogan þarf að íhuga hvort það sé virkilega þess virði að halda 4-Bandaríkjamönnum.
En Trump á örugglega eftir að herða aðgerðir frekar ef Erdogan skilar þeim ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.8.2018 | 21:17
Olíufélag Venezúela í kattar og músar leik við erlenda kröfuhafa
Þetta kemur fram á vef Nasdaq og hjá Reuters: Venezuela dodges oil asset seizures with export transfers at sea - Venezuela dodges oil asset seizures with export transfers at sea.
Kattar og músar leikurinn er sá, að erlendir kröfuhafar hafa í seinni tíð leitast við að gera lögtak í eignum ríkisolíufélags Venezúela þar á meðal talið - olíuförmum.
Það þíðir, að PDVSA getur ekki lengur tekið þá áhættu að láta eigin skip sigla með farma, heldur virðist uppáhalds aðferðin orðin sú - að umskipað sé á hafi úti milli skipa.
Einhverjum förmum hafi einnig verið skipað út í Kúpu, þó það sé ekki vinsæll áningarstaður vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Kúpu.
- Það sem sé alvarlegast þessa dagana sé, að útflutningur standi í 1,3 milljón tunnum.
- Meðan að PDVSA sé samningsbundið um útflutning á 2,2 milljón tunnum.
Þetta sé alvarlegt hrun miðað við: Venezuelas oil production.
"In 1997, Venezuela was producing about 3.2 million barrels of oil per day. Production hovered around 2.5 million barrels per day from 2002 to 2015, and then slumped, hitting 1.6 million barrels per day in January 2017."
Að framleiðslan sé 1,34 millj. tunna per dag nýlega sýni verulega minnkun milli ára, en þó var staðan á sl. ári - alvarleg hrun staða miðað við þá framleiðslu er hafði staðið í yfir 3 milljón tunnum.
Klárlega er landið í því ástandi að geta ekki staðið við langtímasamninga - sem ólíklegt virðist að lagist.
Auðvitað, þíðir þessi hnignun olíuiðnaðarins þrátt fyrir gnótt af olíu til staðar í landinu - en samdrátturinn hefur ekkert að gera með skort á olíu, heldur hræðilega óstjórn ríkisstjórnar landsins á öllum þáttum - framleiðslan hnigni vegna skorts á viðhaldi er hafi greinilega staðið yfir árum saman, nema að á síðustu misserum sé komið að skuldadögum.
Ofan í þetta hræðilega ástand er stundaður hreinn stórþjófnaður!
How Venezuela gets plundered - Venezuela's Maduro Suspect in Probe as U.S. Keeps Pressure On
Hátt settir embættismenn, þar á meðal forseti landsins grunaður um hlutdeild - hafa verið stunda hreinan þjófnað á gjaldeyri sem stungið sé undan hungruðum landsmönnum, til að auðga eigin vasa þeirra sem standa fyrir þjófnaðinum og vasa þeirra erlendu einka-aðila er hafa komið til aðstoðar til þess að þvo þá peninga!
Síðan sé þeim komið fyrir á erlendum leynireikningum.
Þetta kemur mér ekki á óvart - ég er nú búinn að nefna stjórnarfar landsins a.m.k. tvö sl. ár, þjófaræði.
En ég kem vart auga á nokkurn annan tilgang sem verið geti úr þessu til staðar hjá þeirri fámennu elítu sem nú stjórni landinu - en að rupla og ræna eins lengi, og stætt er.
Á sama tíma, fjölgi hungruðum í landinu stöðugt - og flóttamönnum frá landinu í nágrannalöndum.
Niðurstaða
Það sé það sorglega að líklega hefur í tíð Maduro ríkið í Venesúela fallið í hendur á þjófum er náð hafa valdi innan valdaflokksins í landinu - það sé besta skýringin sem ég kem á til að skýra annars fullkomlega absúrd stjórnun landsins þ.s. bilið milli opinbers gengis og markaðs sé meir en 10/1 - sem gefi innanhúsaðilum möguleika til þess að kaupa gjaldeyri á opinberu gengi, til þess að auðgast með afar einföldum hætti.
Þannig sé ástandinu viðvarið vegna þess að fámennur hópur græði óskaplega.
Meðan fjölgi hungruðum - soltnum og látnum vegna sjúkdóma er grassera í vaxandi mæli er auðvelt er í dag að lækna með lyfjum - en grassera samt því ekki eru peningar til að kupa lyf.
Stjórnin hafi líklega þróast yfir í tæra glæpamennsku.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Af hverju Evrópuríki leggja svo mikla áherslu á að forða því að Íran hugsanlega endurræsi sitt kjarnorkuprógramm ætti að blasa við.
--En Íran ræður þegar yfir eldflaugum er geta dregið til Suður-Evrópu, er tæknilega geta borið kjarnasprengju.
--Þannig að um leið og Íran sprengir sína fyrstu kjarnorkusprengju, stæði Evrópa frammi fyrir hugsanlega nýrri kjarnorkuvá.
Auk þessa má nefna að ef Íran hefur aftur þróun kjarnorkuvopna gæti magnast stríðshætta við Bandaríkin - en slíkt stríð gæti leitt til alvarlegs óstöðugleika innan Mið-Austurlanda í stærri stíl en sést hefur í um 100 ár.
--Á sama tíma geri ef til vill landfræðileg fjarlægð Bandaríkin síður óttaslegin þar um.
Fyrir utan þetta, þá hlýtur Evrópa að reikna með þeim möguleika, að einhver andstæðingaríkja Írans t.d. Saudi-Arabía, gætu brugðist við með því að hefja sín eigin kjarnorkuprógrömm.
--Hótanir um slíkt hafa einmitt heyrst frá Saudi-Arabíu þó ekki nýlega heldur í tíð Obama.
En vegna nálægðar Evrópu við Mið-austurlönd, þá getur Evrópa ekki reiknað með því að sleppa við alvarlegar hliðarafleiðingar hugsanlegs kjarnorkustríðs milli ríkja innan Mið-Austurlanda.
- Fyrir Bandaríkin sem slík, eru hugsanleg írönsk kjarnavopn ekki eiginleg hætta.
- Frekar spurning um, stuðning við mikilvæga bandamenn.
Það getur vel verið að fyrir Bandaríkin sé ekki síst útbreiðsla áhrifa Írans, á svæðinu milli Lýbanons og landamæra Írans við Írak -- þyrnir í augum.
Fyrir utan er "proxy" stríð í gangi milli Saudi-Arabíu og Íran í Yemen.
Íran er enn sem komið er, hvergi nærri því að hafa flaugar er draga til Bandaríkjanna.
Þannig hugsanleg írönsk kjarnavopn ekki - strax tæknileg ógn við Bandaríkin.
--Sem geti gert Bandaríkin frekar tilbúin til þess að beita Íran þrýstingi, en Evrópu.
Renewed U.S. sanctions target Iran's economy, Tehran cool on talks
US reimposes economic sanctions on Iran
Iran's Rouhani dismisses Trump call for talks on eve of new sanctions
EU launches counter-measures against US sanctions on Iran
Góð spurning hvort gagnaðgerðir ESB eru líklegar að virka!
En ESB virðist beinlínist ætla að banna evrópskum stórfyrirtækjum að hætta viðskiptum við Íran á grunni þess að þau fyrirtæki verði fyrir barðinu á refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar.
Fyrirtæki er vilja hætta viðskiptum við Íran er starfa innan ESB - verða að óska heimildar Framkvæmdastjórnar ESB að fá að hætta viðskiptum við Íran.
Og ef þau fyrirtæki hætta þeim viðskiptum án heimildar eða þvert á yfirlýsingu að heimild fáist ekki - þá fær framkvæmdastjórnin rétt til að lögsækja þau fyrirtæki fyrir svokölluðum Evrópudómstól.
Fyrirtækin fá heimild til þess að lögsækja innan aðildarlanda ESB stjórnvöld Bandaríkjanna ef stjórnvöld Bandaríkjanna beita viðkomandi fyrirtæki viðurlögum er tengjast refsiaðgerðum Bandaríkjanna á Íran.
--Það er að sjálfsögðu stór opin spurning hvort þessar aðgerðir ESB koma til með að virka.
--Það er augljós ástæða að ætla þær gagnaðgerðir ESB geti valdið árekstrum í samskiptum við ríkisstjórn Bandaríkjanna!
Ekki liggur fyrir hvernig Evrópudómstóllinn mundi innheimta sektarkröfu -- en kannski gæti hann framkvæmt lögtak á einhverjum ótilteknum eignum bandarískra stjórnvalda innan Evrópuríkja.
Þekki ekki hvort hann mundi geta staðið fyrir slíku - en kannski.
En dómstóllinn klárlega mundi þurfa hafa beitt tæki - ef mögulegt ætti að vera að innheimta slíkar sektarkröfur.
Ég held það sé alveg ljóst af þessu að ESB aðildarlönd almennt álíta það mikilvæga hagsmuni sína að forða hugsanlegri kjarnorkukrísu innan Mið-austurlanda!
Íran var búið þrátt fyrir samfelldar refsiaðgerðir Bandaríkjanna frá 1979-2015 eða 36 ár að þróa eldflaugar er draga líklega til S-Evrópu, auk þess að vera nærri komið því að geta smíðað kjarnasprengjur.
Rétt að rifja upp að Íran hefur komið fyrir mikilvægum þáttum síns kjarnorkuprógramms í byrgjum er voru reist undir írönskum fjöllum - eins og kortið sýnir, nóg af fjöllum í Íran.
--Á næstunni kemur væntanlega í ljós hvort Íran metur mótaðgerðir ESB nægar.
--En Íran hefur ákallað lönd er stóðu að Írans samkomulaginu, að styðja við samkomulagið þrátt fyrir aðgerðir Donalds Trumps gegn Íran.
Önnur lönd sem stóðu að samkomulaginu - Kína, Rússland, Frakkland, Bretland, Þýskaland.
--Stundum hefur verið talað um, 6-velda samkomulagið, áður en Trump dróg Bandar. úr því.
- Bandaríkin virðast vonast til þess að mjög harðar refsiaðgerðir dugi nú.
--Þó að 36 ár á undan hafi ekki leitt Íran til uppgjafar.
--Og á því tímabili hafi Íran þróað sínar eldflaugar og byggt upp sitt kjarnorkuprógramm. - Spurninging um hugsanlegan óstöðugleika innan Írans - stjórnin í Íran hrundi ekki fyrri 36 árin.
--Það hefur gætt nokkurrar óánægju meðal íransks almennings með stöðu efnahagsmála.
--Það auðvitað þrýstir á Íran - að leita leiða til þess að finna lausn framhjá refsiaðgerðum Bandaríkjanna. - Trump virðist halda að þetta þíði - að Íran líklega gefi eftir.
--En það þarf ekki endilega vera svo.
--Það gæti allt eins þítt, að Íran væri líklegra en ella vegna þrýstings almennings, að leita óvenjulegra leiða framhjá þeim hindrunum sem Bandaríkjastjórn setur upp.
Íran þarf á því að halda að fá fjárfestingar - að viðskipti með olíu séu tryggð.
- Sumir tala um Rússland - það má sjálfsagt ímynda sér samkomulag þess efnis að rússn. olíufyrirtæki kaupi íranska olíu fyrir rúbblur og endurselji síðan á olíumörkuðum.
--Galli væri augljós fyrir Íran - að til þess að gera þetta kostnaðarlega framkvæmanlegt fyrir Rússland -- þyrfti Íran væntanlega að veita mikla afslætti á sinni olíu.
--En Rússland er ekki fjárhagslega sterkt ríki - getur því ekki veitt Íran umtalsverða fjárhagslega aðstoð.
Rússland hefur ekki þörf fyrir innflutta olíu, þannig öll kaup eða umsjón um olíusölu væri hreinn kostnaður fyrir Rússland. Þannig eins og ég bendi á, yrði Rússland að fá þóknun frá Íran til að geta staðið í slíku. - Hinn bóginn hefur hvort tveggja ESB og Kína - yfrið næg fjárráð til að kaupa alla íranska olíu til nota heima fyrir!
Og bæði hafa mikla árlega þörf fyrir innflutning á olíu og olíuvörum.
--Og geta gert þetta í eigin gjaldmiðli!
--Íran ætti að geta selt þá olíu, fullu verði.
Hvorki ESB né Kína ættu að þurfa að þvinga fram afsláttarkjör, þar sem kaup í báðum tilvikum mundu geta verið til eigin nota - báðir aðilar þurfa hvort sem er að kaupa mikið magn olíu ár hvert. - Í sameiningu ættu Kína og ESB því ákaflega vel geta tryggt að öll írönsk olía sé seld gegnt sanngjörnu markaðsverði.
--Sama hversu harkalegar refsiaðgerðir Trump stendur fyrir.
Niðurstaða
Aðgerðir ESB þegar fram komnar virðast staðfesta áhuga ESB á því að forða því að Íran segi sig sjálft frá kjarnorkusamkomulaginu - fyrir utan það sem ég nefni virðast fréttir benda til þess að ESB sé einnig að íhuga að standa fyrir beinum olíukaupum frá Íran.
--Alveg örugglega þá í evrum. Það atriði liggur þó ekki formlega fyrir enn.
Kína virðist ekki enn hafa gefið formlega yfirlýsingu, fyrir utan að Kína hefur talað á þeim grunni einnig að rétt sé að verja kjarnorkusamkomulagið - þrátt fyrir refsiaðgerðir Donalds Trumps.
Ég eiginlega hafna þeim möguleika að stuðningur Rússlands sé sennilega verulega gagnlegur - enda er Rússland olíusöluríki, hefur engan áhuga á innflutningi á olíu -- og Rússland hefur óverulega fjárhagslega burði; yrði því klárlega að krefjast þóknunar fyrir sérhverja umboðssölu á íranskri olíu.
Tveir afar fjársterkir aðilar og samtímis með mikla þörf fyrir innflutta olíu, þíðir stuðningur ESB og Kína a.m.k. tæknilega séð getur fullkomlega dugað til að halda Íran á floti.
--Ég held að fyrir frið innan Mið-austurlanda sé auk þessa mikilvægt að tryggja að Íran segi sig ekki frá samkomulaginu.
--En þá virðast miklar líkur á að Íran færi aftur að auðga úran til sprengjugerðar, og þ.s. engin leið er að eyðileggja það prógramm með loftárásum - gæti skapast mikil stríðshætta, þ.e. líkur á innrás mundu sennilega vaxa.
Slík stríðsaðgerð gæti hratt af stað atburðarás innan Mið-Austurlanda er virkilega gæti orðið Evrópu skeinuhætt! Meðan að fjarlægð Bandaríkjanna sjálfra frá því átakasvæði, leiði til þess að Bandaríkin þurfa mun síður að óttast alvarlega neikvæðar hliðarverkanir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 7.8.2018 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Juan Manuel Santos er að ljúka sínum ferli sem forseti landsins - hættir nk. þriðjudag. Skv. fréttum er yfir milljón flóttamenn frá Venezúela í landinu: Santos grants 440,000 Venezuela refugees two-year help.
--Dvalarleyfinu fylgir réttur til vinnu, til þess að leita læknishjálpar og til að leita menntunar.
Mynd sýnir þróun gengis Bolivares gagnvart Dollar
Eitt af því sorglega í Venezúela er að aðgengi að Bandaríkjadollar skilur nú oft milli lífs og dauða!
Fólk sem hefur flúið Venezúela heldur nú uppi fjölda manns, með því að vinna vinna í nágrannlandi Venezúela og senda peningana heim til sinna skildmenna!
In socialist Venezuela, the U.S. dollar becomes king
- "Evelyn Berroterán, a 43-year-old living in Guarenas, a poor suburb east of Caracas, had cut her intake down to two meals a day. Then her 27-year-old son joined an exodus of Venezuelans from the country and settled in Ecuador, which adopted the U.S. dollar as its currency in 2000. He landed a job in a brick factory and began sending home $50 a month."
- Suddenly, everything changed. Berroterán began eating three meals a day again, and buying chicken and beef. She quit her job as a street vendor in downtown Caracas, and could even afford to splurge on something that had previously been a luxury toothpaste."We dont live like rich people, but to be honest, my son is saving our lives, she said"
Einn Bandaríkja-dollar er í dag ca. 3,6 milljón Bolivares á svartamarkaðsgengi.
Venezuela Eases Currency Controls Amid Economic Meltdown
Í síðustu viku bárust fréttir af því að ríkisstjórn Venezúela væri að íhuga að strika - 6 núll af Bolivares.
Meira eða minna allur infrastrúktúr landsins er að hrynja: Maduro brought face-to-face with Venezuela blackout woes.
Rafmagnsskorturinn er ekki vegna - orkuskorts í landi sem enn hefur gríðarlegar birgðir af olíu ofan í jörðu, heldur vegna - skorts á viðhaldi mannvirkja sem tengjast orkukerfinu.
Vaxandi ástæða skorts á viðhaldi, að starfsmenn séu flúnir úr landi. En verðbólgubálið geri launin stöðugt að engu -- verðbólga lauslega áætluð nærri milljón prósentum.
--Fólk sem ekki hefur aðgengi að peningum sendir heim af ættingjum flúnir úr landi.
--Búi við hungur, að eiga ekki fyrir nema hluta þeirrar næringar sem hver og einn daglega þarf á að halda.
Á þessu ári blasi við hratt vaxandi flóttamanna-vandi, þar sem örvæntingarfullir íbúar Venezúela flýi á náðir nágrannalanda í hratt vaxandi mæli - og séu tilbúnir að vinna fyrir nánast hvað sem er.
- Það sé hugsanlegt að þetta eigi eftir að valda - andúð í þeim löndum, svipaðri þeirri er brast fram í Evrópu í kjölfar Sýrlandsstríðsins - þegar 6 milljón Sýrlendingar lögðu á flótta; og streymdu m.a. til Evrópu.
En ég hugsa að þessi landflótti eigi enn eftir að versna og það mikið.
Flóttinn frá Venezúela gæti orðið stærra vandamál en flóttinn frá Sýrlandi.
Og þó hefur ekki verið neitt stríð í Venezúela - sem er það magnaðasta af öllu við ástandið.
Að Venezúela býr við hörmungarástand líkt því að stríð hafi lagt landið í rúst.
Niðurstaða
Venezúela er í dag orðið a.m.k. eins slæmt og verstu dæmi efnahagslegra hörmunga sem þekkt eru, sbr. ef jafnað er við óðaverðbólguna í Þýskalandi ca. 1926 eða ástandið í Zimbabwe þegar óðaverðólgan og efnahagsóreiðan náði þar hámarki undir Mugabe.
Zimbabwe virðist þó nærtækari samlíkin, ekki vegna þess að það er lengra í burtu í tíma - heldur vegna þess að hvað er að gerast virðist líkara.
S-Afríka tók við milljónum íbúa Zimbabwe - sem líklega einnig sendu peninga heim til ættingja. Spurning hvort að slíkar heimsendingar duga til að stjórnin í Caracas lafi.
En Mugabe eins og allir ættu að muna, hvarf ekki frá völdum fyrr en á sl. ári - þá ekki sjálfviljugur, og það var mörgum árum eftir að versta efnahagsóreiðan var afstaðin. En mikilvægt var að Mugabe reyndist er á hólminn kom, nægilega eftirgefanlegur, til að það fékkst gripið til aðgerða er á endanum komu lágmarks stjórn á hagkerfið.
Hinn bóginn virðist mér veruleikafyrring stjórnenda í Caracas nær alger enn. Því á ég von á því enn a.m.k. að Venezúela endi á verri stað.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2018 | 04:25
Ný tollhótun frá Trump á Kína
Í þetta sinn hefur Trump ákveðið að rúmlega 2-falda toll í samanburð við sína fyrri hótun, þ.e. 25% í stað 10%.
En í síðasta mánuði hótaði Trump 10% tolli á útflutning Kína að andvirði 200ma.$.
Sú hótun kom fram eftir að Kínastjórn svaraði formlega -- álögðum tollum Trumps að andvirði 34ma.$.
Trump administration adds to China trade pressure with higher tariff plan
Trump considers lifting tariffs on Chinese imports to 25%
""The increase in the possible rate of the additional duty is intended to provide the administration with additional options to encourage China to change its harmful policies and behavior and adopt policies that will lead to fairer markets and prosperity for all of our citizens," Lighthizer said in a statement."
Skv. fréttum hafa síðan þá allar formlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Kína legið niðri.
Hugmynd Trumps, virðist að bregðast við neitun Kína að ræða!
Með því að hækka tollprósentuna úr 10% í 25%.
--En 25% tollur á 200ma.$. af innfluttum varningi.
--Mundi án vafa leiða til verulegra hækkana á þeim varningi í Bandaríkjunum.
Það er þá spurning, að hvaða marki aðrir framleiðendur geta gripið inn í.
En ég efa að - þegar magnið er haft í huga - að önnur lönd, aðrir framleiðendur - séu færir um að kúpla inn á Bandaríkjamarkað með hraði.
Þannig að það geti vart verið annað en svo að þetta leiði til töluverðra vöruverðs hækkana til bandarískra neytenda í þeim vöruflokkum!
"The National Retail Federation said the proposed increase in tariffs on a further $200bn worth of imports from China would result in higher costs that would hurt US consumers and companies more than China."
Það er alveg örugglega rétt - en 25% tollur er væntanlega það hár, að verslanir og innflytjendur - geta vart lækkað álagningu nægilega til að forða vöruverðs hækkunum.
Ef um er að ræða varning sem ekki er unnt að fá annars staðar með góðu móti -- þá rökrétt lendir kostnaðurinn af tollunum; á neytendum í Bandaríkjunum sjálfum.
Niðurstaða
Það er auðvitað með þeim hætti sem álagðir tollar skaða Bandaríkin sjálf - að þeir leiða til hærra verðlags innan Bandaríkjanna sjálfra. En viðskipti Bandaríkjanna og Kína eru það risastór í sniðum að það sé afar ósennilegt önnur lönd geti snögglega kúplað inn það magn til að taka markaðin snarlega af Kína!
En væntanlega mundi þurfa að auka framleiðslugetu - það væri vart farið í slíkt, nema menn sannfærist um að tollarnir væru komnir til með að vera!
--Trump og ríkisstjórn hans, er alltaf að fullyrða að sigur sé rétt handan sjóndeildar.
--Síðan er Trump þekktur fyrir að skipta snögglega um skoðun.
Hvort tveggja sennilega dregur úr líkum þess að utanaðkomandi aðilar fari að hætta á risa fjárfestingar til að auka sitt framleiðslumagn!
Þannig að ég held að það geti ekki verið nokkur vafi um að bandaríska verslunarráðið hafi rétt fyrir sér - að kostnaðurinn lendi á bandarískum neytendum!
Tollarnir virka sem -- ný skattlagning á neyslu.
--Hærra verðlag er auðvitað hamlandi á neyslu, og sennilega fækkar verslunarstörfum.
Síðan hafa tollar þeir sem Kína leggur á, á móti -- skaðleg áhrif á bandarísk útflutningsstörf.
Í síðustu viku lofaði ríkisstjórn Trumps -- stórfé, til að bæta bandarískum bændum skaða af tollum sem lagðir hafa verið á bandarískan landbúnaðar-útflutning í hefndarskyni.
--Ég á þó ekki von á því að aðrir útflutningsaðilar fái sambærilega styrki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar