Olíufélag Venezúela í kattar og músar leik við erlenda kröfuhafa

Þetta kemur fram á vef Nasdaq og hjá Reuters: Venezuela dodges oil asset seizures with export transfers at sea - Venezuela dodges oil asset seizures with export transfers at sea.

Kattar og músar leikurinn er sá, að erlendir kröfuhafar hafa í seinni tíð leitast við að gera lögtak í eignum ríkisolíufélags Venezúela þar á meðal talið - olíuförmum.

Það þíðir, að PDVSA getur ekki lengur tekið þá áhættu að láta eigin skip sigla með farma, heldur virðist uppáhalds aðferðin orðin sú - að umskipað sé á hafi úti milli skipa.

Einhverjum förmum hafi einnig verið skipað út í Kúpu, þó það sé ekki vinsæll áningarstaður vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Kúpu.

  1. Það sem sé alvarlegast þessa dagana sé, að útflutningur standi í 1,3 milljón tunnum.
  2. Meðan að PDVSA sé samningsbundið um útflutning á 2,2 milljón tunnum.

Þetta sé alvarlegt hrun miðað við: Venezuela’s oil production

"In 1997, Venezuela was producing about 3.2 million barrels of oil per day. Production hovered around 2.5 million barrels per day from 2002 to 2015, and then slumped, hitting 1.6 million barrels per day in January 2017."

Að framleiðslan sé 1,34 millj. tunna per dag nýlega sýni verulega minnkun milli ára, en þó var staðan á sl. ári - alvarleg hrun staða miðað við þá framleiðslu er hafði staðið í yfir 3 milljón tunnum.

Klárlega er landið í því ástandi að geta ekki staðið við langtímasamninga - sem ólíklegt virðist að lagist. 

Auðvitað, þíðir þessi hnignun olíuiðnaðarins þrátt fyrir gnótt af olíu til staðar í landinu - en samdrátturinn hefur ekkert að gera með skort á olíu, heldur hræðilega óstjórn ríkisstjórnar landsins á öllum þáttum - framleiðslan hnigni vegna skorts á viðhaldi er hafi greinilega staðið yfir árum saman, nema að á síðustu misserum sé komið að skuldadögum.

Ofan í þetta hræðilega ástand er stundaður hreinn stórþjófnaður!

How Venezuela gets plundered - Venezuela's Maduro Suspect in Probe as U.S. Keeps Pressure On

Hátt settir embættismenn, þar á meðal forseti landsins grunaður um hlutdeild - hafa verið stunda hreinan þjófnað á gjaldeyri sem stungið sé undan hungruðum landsmönnum, til að auðga eigin vasa þeirra sem standa fyrir þjófnaðinum og vasa þeirra erlendu einka-aðila er hafa komið til aðstoðar til þess að þvo þá peninga!

Síðan sé þeim komið fyrir á erlendum leynireikningum.
Þetta kemur mér ekki á óvart - ég er nú búinn að nefna stjórnarfar landsins a.m.k. tvö sl. ár, þjófaræði.

En ég kem vart auga á nokkurn annan tilgang sem verið geti úr þessu til staðar hjá þeirri fámennu elítu sem nú stjórni landinu - en að rupla og ræna eins lengi, og stætt er.

Á sama tíma, fjölgi hungruðum í landinu stöðugt - og flóttamönnum frá landinu í nágrannalöndum.

 

Niðurstaða

Það sé það sorglega að líklega hefur í tíð Maduro ríkið í Venesúela fallið í hendur á þjófum er náð hafa valdi innan valdaflokksins í landinu - það sé besta skýringin sem ég kem á til að skýra annars fullkomlega absúrd stjórnun landsins þ.s. bilið milli opinbers gengis og markaðs sé meir en 10/1 - sem gefi innanhúsaðilum möguleika til þess að kaupa gjaldeyri á opinberu gengi, til þess að auðgast með afar einföldum hætti.

Þannig sé ástandinu viðvarið vegna þess að fámennur hópur græði óskaplega.
Meðan fjölgi hungruðum - soltnum og látnum vegna sjúkdóma er grassera í vaxandi mæli er auðvelt er í dag að lækna með lyfjum - en grassera samt því ekki eru peningar til að kupa lyf.

Stjórnin hafi líklega þróast yfir í tæra glæpamennsku.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er fróðlegt að fylgjast með þessu,muninum á efnahagsstjórnun t.d. Rússlands annarsvegar og Venezuela hinsvegar.

Bæði ríkin gengu í gegnum svipaða krísu. Lækkun á olíuverði,árás á gjalldmiðilinn og efnahagsstríð.

Rússland sem hefur í dag bestu efnahagsstórnun í heimi fékk tímabundinn skell,en er nú aftur komið á braut vaxtar of aukins kaupmáttar.

Þetta er af því að í tvo áratugi hefur Rússlandi verið stjórnað með það að markmiði að það sé sjálfstætt ríki og sé sem minnst háð duttlungum annarra ríkja.

Venezuela var á hinn bóginn til skamms tíma leppríki sem hafði litla hugsun á að tryggja hagsmuni borgaranna og lifði frá degi til dags.

Þetta er líka til marks um veikar stjórnir sem hafa ekki fylgi almennings og eru því ekki færar um að taka þær ákvarðanir sem þörf er á til að bjarga málunum.

Þetta sama fyrirbæri má líka sjá víða í Evrópu og Bandaríkjunum ,þar sem ríkisstjórnir safna stöðugt skuldum af ótta við að verða fyrir reiði almennings ef gripið er til ráðstafana sem þarf til að rétta af hlutina.

Vissulega er Venezuela nokkur vorkunn af því að það var fátkt ríki þegar ógæfan reið yfir,en Rússland átti aftur á móti gnægð gjaldeyris til að takast á við fyrsta skellinn.

Þriðja afbrigðið er svo Saudi Arabia sem átti nægan gjaldeyrisforða og brennir honum nú upp til að halda landsmönnum góðum. Hækkað olíuverð undanfarið hefur þó orðið til þess að lengja verulega í hengingarólinni,en einn daginn verður draumurinn úti.

Borgþór Jónsson, 8.8.2018 kl. 14:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson,  Alltaf jafn ga-ga, Venesúela hefur ekkert gengið í gegnum efnahagsstríð - það hefur engin árás verið á gjaldmiðil þeirra. Ástandið í Venezúela er fullkomlega sjálf-orsakað. Það er sennilega tærasta dæmi um óstjórn sem unnt er að finna á plánetunni.
--Ha, ha, ha - besta stjórnun í heimi í Rússlandi.
--Saudi-Arabía og Rússland eru bæði í "cule de sack" hagkerfi.
Sagan á eftir að sína fram á hversu slæmar ákvarðanir fyrir Rússland Pútín hefur verið að taka.
**Stórkostleg þróun Kína yfir sama tímabil og Pútín hefur verið við völd, sýnir svart á hvítu - þá stöðnun sem hefur einkennt hans hagstjórn á Rússlandi, að nærri því allt er við það sama og var er Jeltsín var við völd. Kyrrstaða heitir það.
**Meðan að Kína hefur gerbilt sinni stöðu - stendur Rússland kyrrt - engu meiriháttar landi hnignar hraðar en Rússlandi.
--Tímabil Pútíns er - tímabil hinna glötuðu tækifæra.
--En hann hafði tækifæri til að koma einhverju áleiðis með sitt land, hann hefur varið þeim tíma til ónýtis.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.8.2018 kl. 14:56

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það vill svo skemmtilega til að þjóðarframleiðsla á mann PPP í Rússlandi og Kína hefur vaxið um nákvæmlega sömu tölu frá árinu 2000 og nú er framleiðsla Rússa ca 60% hærri en í Kína per íbúa.

24.700 Rússlandi en rúm 15.000 í Kína.

Munurinn er sá að Kína er skuldugt upp fyrir haus með banka sem eru á nástrái,en Rússland er afar skuldlítið hvar sem á er litið. Allir geirar.Einkageirinn,opinberi geirinn og almenningur. Rússneska ríkið er til dæmis algerlega skuldlaust,netto. Þetta kemur til með að skilja á milli þegar upp er staðið.

Þetta er nú öll hörmungin félagi. Við Cristine Lagarde eru algerlega sammála um þetta.

Þú ert hinsvegar fastur í bensínstöðvarhagfræðinnii sem var tugginn ofan í fólk 2014 til að auka þrýstinginn á Rúbluna meðan það væri verið að ganga frá henni.Eins og þú manst kannski ,mistókst þetta ,af því að það var engin innistæða fyrir þessu kjaftæði.

.

Frá árinu 2014 hefur iðnframleiðsla í Rússlandi aukist um 20-23% að teknu tilliti til verðbólgu. (búið er að draga verðbólgu frá) Iðnframleiðsla hefur aldrei í sögu Rússlands verið meiri,ekki nálægt því. Landbúnaðurinn kemur svo skammt á eftir.

.

Í júní hækkuðu raunlaun year on year um 7,2% og nú er svo komið að það er búið að vinna upp launaskerðinguna sem varð 2015. Kaupmáttur er nú sá hæðsti síðan 2012. (búið að draga verðbólgu frá)

.

Mannfjöldaþróun hefur verið snúið við með stóraukinni fæðingatíðni og netto innflutningi á fólki. Og Rússar eru afar heppnir með innflytjendur af því að langflestir þeirrra tala rússnesku ,hafa sæmilega eða góða menntun og tilheyra svipuðu menningarsamfélagi. Lang flestir innflytjendur í Rússlandi eru Úkrainumenn. 2.700.000

Í níu fyrstu sætunum koma fyrrum Sovétlýðveldi en þar fyrir neðan eru Kína og Þýskaland með álíka marga innflytjendur. 270 og 240 þúsund.

Það virðist því sem að Rússum ætli að takast að loka gatinu sem kom í mannfjöldatréð á tíunda áratugnum með markvissum aðgerðum.

Frá árinu 2009 hefur Rússum fjölgað á hverju ári (stundum lítið en stundumm mikið) og árið 2020 verða þeir væntanlega fleiri en þeir hafa nokkru sinni verið. Ég skil ekki hver í ósköpunum þú hefur fengið þá flugu í höfuðið að þeim sé að fækka.

Ég spái líka að færri Rússar muni á næstu árum flytja úr landi,en aðflutningur aukast. 

.

Rússar eru á fullri ferð að nútímavæðast,meðal annars með nútíma tækni í veiðum og vinnslu sjávarafurða með hjálp okkar íslendinga.

Nú eru fyrstu CNC framleiðsluvélarnar að líta dagsins ljós í Novosibirsk,það er byrjun á miklu meira. Þessar vélar eru hannaðar í háskólaumhverfinu í Novosibirsk. Þetta er hluti af stefnu sem var mörkuð 2015 ,um að deila kunnáttu og reynslu úr hergagnaiðnaðinum beint inn í almenna atvinnulífið.

.

Rússar eru fimmfaldir heimsmeistarar í forritun ( fimm af síðustu 7 skiftum) ,svo það má vænta góðra hluta í því sambandi. Rússar hafa sennilega bestu kennsluna í forritun í dag og athygli hefur vakið að stúlkur þar sækja í þessa menntun í miklu ríkari mæli en annarsstaðar gerist. Rússneska liðið var eina liðið í heimsmeistarakeppninni sem hafði stúlkur innanborðs. Þetta breikkar verulega grunninn og hleypir nýjum sjónarmiðum inn í greinina. Þetta er afar mikilvægt í nútímasamfélagi eins og þú veist.

.

Þegar við vorum að ræða þetta í upphafi Rússnesku kreppunnar sagði ég þér að þetta myndi gerast. Það var alveg augljóst miðað við þær aðgerðir sem gripið var til árið 2015. Og það er langt frá að við höfum séð fyrir endann á þeim áhrifum.

Vissirðu að nú getur þú keyft Rússneskann bíl á Íslandi í fyrsta skifti síðan 1990. Þeir uppfylla orðið kröfur ESB. Rússnskar landbúnaðarvélar eru nú farnar að seljast í Suður Ameríku í fyrsta skifti síðan á Sovéttímanum. Meira segja í Mexíko ,næsta bæ við John Deere. 

Atlagan að Rússlandi hefur mistekist hrapalega og er að snúast illilega í höndunum á mönnum. Í stað þess að Rússar kaupi þessar vélar frá Evrópu ,þurfa Evrópubúar nú í vaxandi mæli að keppa við  iðnaðarvörur þaðan. Þessir hlutir gerast ekki á augabragði eins og við þekkjum frá okkar landi,en þróunin er hafin og snýr ekki við aftur.

Eitt af því sem hefur valdið óhemju erfiðleikum er lélegt samgöngukerfi. Á síðasta ári var settur endapunkturinn á  átak í vegakerfinu sem  miðaði að því að tengja allar borgir landsins með nútima vegakerfi. Nú í ár hófst nýtt fimm ára átak til að tengja smábæina við borgirnar. Mig minnir að  þeir ætli að veita fimmhundruð faldri upphæð okkar til vegamála í þessa ramkvæmd.

Vissurðu að á síðasta áratug opnuðu þeir nýjann eða algerlega endurbyggðann alþjóðaflugvöll annaðhvert ár og eru enn að, auk smærri flugvalla. Vissirðu að Kehr brúin hefur fjölgað ferðamönnum á Krím um 24% og lækkað vöruverð á skaganum um 14%. Brúin er farin að mökka inn þó hún sé bara hálfbyggð

Nú er hafinn fyrsti áfangi (700 Km) sem miðar að því að tngja landið saman að endilöngu með hraðlestakerfi. Þetta er líklega mikilvægasta samgöngubót sem ráðist hefur verið í ,í landinu.. Það er fullt af góðum hlutunm að gerast í Rússlandi sem þú hefur misst af af einhverjum ástæðum. Og það góða er að allt þetta gerist án skuldasöfnunar ríkisins.

.

Það er margt sem heldur á móti þessari þróun.Þunglamalegt kerfi og spilling vega þar sennilega þyngst.

 Nú hefur Putin snúið sér í auknum mæli frá alþjóðastjórnmálum að innanlandsmálum.

Hann er búinn að koma utanríkismálum í það horf sem hann stefndi að. Ég reikna með að við munum á næstu árum sjá verulega framþróun í inanríkismálum Rússlands. 

Ég undrast oft um hvaðan úr ósköpumun þú færð þínar upplýsingar. Þær stangast svo algerlega á við það sem er að gerast í landinu. Það eru afar fá ríki sem eru í eins örri þróun eins og Rússlland í dag.

.Nú berat þær fréttir að Bandaríska utanríkisráðuneytið hafi ákveðið nýjar efnahagsþvíngarir vegan Skripal málsins.

Allir heilvita menn vita að Skripal málið er uppspuni eins og Magnitsky málið og eitrunin í Goutha.

Þessar efnahagsþvinganir eru einungis ætlaðar til að reyna að berja niður framþróunina í Rússlandi. Ég spái að það mistakist.

.

Þér til fróðleiks er hér linkur á heimildarmyndina sem var gerð um Magnitsy málið.

Reyndar búum við í dag á tímum ritskoðunar á vesturlöndum svo venjulega er þessum linkum eytt,en kannski nærðu að skoða þessa bönnuðu heimildarmynd ef þú ert snöggur.

Þetta er verulega upplýsandi mynd og sýnir nokkuð glögglega hvernig svona lygavefir verða til.

Myndin sýnir líka hversu algerleega vanhæft stjórnkerfi okkar er orðið.

Skjölin frá Bill Browder fóru í gegnum rannsóknarnefndir Bandaríska þingsins,Þýska þingsins og Evrópuþingsins og engu þeirra datt í huga að kynna sér hvað stóð í þeim.

Seinna kom svo í ljós að gögnin voru meira og minna fölsuð, aða öllu heldur að þýðing Bill Browders á gögnunum var ekki í neinu samræmi við það sem stóð í frumgögnunum. Málið var sem sagt allt byggt á lygum Bill Browders. Þetta er ótrúlegt hvernig er komið fyrir okkur.

Veru snöggur og reyndu að mennta þig,ef það verður ekki búið að ritskoða þetta. Það er líka svolítið spennandi að horfa á forboðna mynd.

https://www.bitchute.com/video/y8FL1e6Bqos5/

Borgþór Jónsson, 8.8.2018 kl. 19:43

4 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Alveg sammala BORGÞORI. RUSSLAND er sama sem akuldlaust land a alþjpða vetfangi og eru a leiðinni að verða ett stærsta hagkerfi i heimi með minstu skuldirnar sem hlutfall af þjoðar framleiðslu og gull eignir með þvi mesta sem nokkur þjoð hefur sem hlutfall af SKULDUM. Eurasia ! 70 prosent af heiminum byr a þci svæði sem allir eru að hafa það betra a kostnað millistettar i USA og viðar sem gleymdu ser i græðginni og þar sem riku eru að verða rikari lika a kostnað millistettar heima fyrir. Þetta er erfipur biti að kyngja fyrir kaþolikkana serstaklega að Grisk kaþolikkarnir asamt indverjum sem rru orðnir 5 syærsta hagkerfi heims nu þegar að viðbættum kinverjum. Stjornmala oflin klikka a einu mikilvægu og það rr það að peningarnir tala sinu mali og peninga og fyrirtækja folkinu eri raun alveg sama hvar það drekkur hvitvinið. Saman ber met aðsokn Fjarfesta nu um daginn og voru þar stjorendur allra stærstu fjarfestingarsjoða heims þar a ferð þratt fyrir þeesar svokolluðu viðskipta þcingar sem hofðu engin ahrif a þa sem sottu fundinn. Nuna fær folk að fjarfesta i russlandi a russneskum forsendum og samkvæmt russneskum logum og aðferðir vestrænna þjofnaðar gengja ekki liðnar sem betur fer. Russa latnir i Lobdon ? Hafa allir daið a meðan að Theresa May hefur verið a vaktinni. Er það tilvulhun að viðbættu skripal malinu ? Engin svor hafa borist um hvar peningarnir eru. Það skyldi ekki vera að eiginm Theresu hafi kannski einhv hugmynd um það hvar þeir fjarmunir liggja. Hann heitir Philip May og bara að skoða hvar hann er staddur og er það nokkuð augljost i dag i hvaða felagskap BILL BROWDER er komin i þarna u london. 

Lárus Ingi Guðmundsson, 8.8.2018 kl. 20:26

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lárus Ingi Guðmundsson,óttalegur þvættingur er þetta - Rússl. er skuldlítið vegna þess að stjv. í Rússl. framkvæma afar lítið -- Ísl. var einnig afar skuldlítið 1904 t.d. en þá átti nánast allt eftir að gera!

Í Rússl. er vegakerfi enn í molum - heilbrigðiskerfi stendur langt að baki því sem tíðkast í V-Evr. - almenn heilsa og lýfsgæði landsmanna eru mun lakari.
Síðan hefur hagkerfis-uppbygging stjv. undir Pútín - verið meir eða minna í skötulíki.
--Enn er um 70% útfl. tekna olía og gas, eins og í tíð Jelsíns.

Berum þetta saman við Kína - að það land fyrir 30 árum var mun fátækara en Rússl. - þess hagkerfi mun smærra -- en í dag mælist kínver. hagkerfið miklu mun stærra, þ.e. orðið að stærsta framleiðsluhagkerfi heimsins - flytur út varning til allra heims horna.

Hvað flytur Rússl. út af - iðnvarningi - fyrir utan vopn? Einmitt - ekkert.
---------------------
Rússland er land í hnignun - fáum löndum hefur hnignað hlutfallslega meir en Rússlandi sl. 30 ár, og fátt bendi til annars en sú hnignun haldi áfram.
Meðan dauð hönd framkvæmdaleysis einkennir landstjórn eins og alla tíð síðan Pútín tók við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.8.2018 kl. 23:07

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, Geisp.

"Munurinn er sá að Kína er skuldugt upp fyrir haus með banka sem eru á nástrái,en Rússland er afar skuldlítið hvar sem á er litið."

Þegar stjv. lands gera nákvæmlega ekki neitt til uppbyggingar atvinnulífs eins og stjv. Rússl. - þá er ekki furða að landið geti verið skuldlítið.
Í því liggur ekkert hrós -- heldur er sú lága skuldastaða til marks um það, hve litlu stjv. Rússl. hafa áorkað til að bæta ástand mála innan Rússl.

En öll lönd í hraðri uppbyggingu í heimssögunni - skulda verulega þ.s. uppbygging felur í sér óskaplegar fjárfestingar.
Skuldstaða Kína er ekki áhyggju-efni, þetta eru alls skuldir í eigin gjaldmiðli Kína - algerlega óhugsandi að það orsaki alvarleg vandamál.
--Há skuldastað er þvert á móti eðlileg í hratt vaxandi hagkerfum - sýnir að þar er uppbygging á bullandi fullu.

"Frá árinu 2014 hefur iðnframleiðsla í Rússlandi aukist um 20-23% að teknu tilliti til verðbólgu."

    • Segðu mér Boggi - hver er útflutningur Rússl. á iðnvarningi - fyrir utan vopn?
      --Nánast enginn er svarið.

    • Þess í stað, er hlutfall olíu- og gas enn ca. það sama og fyrir 30 árum.
      --Sem sýnir, að stjv. hafa setið með hendur í skauti - meðan heimurinn hleypur áfram.

    Þú ert að tala um aukningu á hergagnaframleiðslu. Rússland hefur risavaxinn hergagnaiðnað - Pútín er með átak í gangi um endurnýjun tækja - það eykur framleiðslu um hríð - eða þangað til tæki hafa verið endurnýjuð. Síðan skreppur það saman aftur er endurnýjun er lokið.

    Það er ekkert mál að sýna prósentu aukningu - þ.s. rússn. iðnaður annað en vopn er sára lítill.

    Eina sem stjv. hafa raunverulega gert til aukins útflutnings, annað en vopn - hefur falist í aukningu á gas- og olíu-úflutningi.
    Þetta er það eina sem hefur skapað nokkurn hagvöxt - fyrir utan að þegar verðlag á olíu og gasi hækkar.

    "Í júní hækkuðu raunlaun year on year um 7,2% og nú er svo komið að það er búið að vinna upp launaskerðinguna sem varð 2015."

    Olía og gas hefur aftur hækkað í verði.
    --Þarna er um að ræða klassískt jó-jó, Rússl. fer upp þegar verðin hækka - niður er þau lækka.
    --Eins og á Íslandi þegar fiskur var allt - olía allt í Rússl.

    Þetta er að sjálfsögðu forkastanleg staða - að Pútín sé búin að sjá til þess með framkvæmdaleysi - að Rússland hafi nánast ekkert út að flytja, annað en olíu og gas, og einhver önnur hráefni.
    --Undir hans stjórn, er Rússl. einungis - hráefnanýlenda.
    --Fyrir önnur iðnríki.

    Þetta er 3-heims uppbygging.
    Meðan Kína stundar - 1-heims uppbyggingu.

    "Mannfjöldaþróun hefur verið snúið við með stóraukinni fæðingatíðni og netto innflutningi á fólki."

    Ekki meðal Rússa sjálfra -- Rússl. er að flytja inn fólk frá Mið-Asíu - vegna þess að Rússum sjálfum er enn að fækka.
    Náttúruleg fjölgun er mikil á múslimasvæðum Rússl.

    "Rússar eru á fullri ferð að nútímavæðast,meðal annars með nútíma tækni í veiðum og vinnslu sjávarafurða með hjálp okkar íslendinga."

    Pútín hefur haft nær 30 ár til þess, ekkert gert þau ár - trúi engu af þessu.

    "Rússar eru fimmfaldir heimsmeistarar í forritun ( fimm af síðustu 7 skiftum) ,svo það má vænta góðra hluta í því sambandi."

    Skáldskapur.

    "Þegar við vorum að ræða þetta í upphafi Rússnesku kreppunnar sagði ég þér að þetta myndi gerast. Það var alveg augljóst miðað við þær aðgerðir sem gripið var til árið 2015."

    Rússl. er eins og Ísl. ca. 1980 -- þ.e. niður þegar hrávöruverðlag fer niður, upp þegar verðlag á hrávörum fer upp.
    Stjv. láta gengið falla eins og Ísland gerði alltaf á 9. áratugnum - enginn galdur í þessu.

    Þetta er afar einföld hagstjórn.

    "Vissirðu að nú getur þú keyft Rússneskann bíl á Íslandi í fyrsta skifti síðan 1990. Þeir uppfylla orðið kröfur ESB."

    Látum okkur sjá -- Pútín þurfti 28 ár til að redda þessu, þvílíkur snillingur eða þannig.

    "Atlagan að Rússlandi hefur mistekist hrapalega og er að snúast illilega í höndunum á mönnum."

    Geisp.

    "Eitt af því sem hefur valdið óhemju erfiðleikum er lélegt samgöngukerfi. Á síðasta ári var settur endapunkturinn á  átak í vegakerfinu sem  miðaði að því að tengja allar borgir landsins með nútima vegakerfi. Nú í ár hófst nýtt fimm ára átak til að tengja smábæina við borgirnar. Mig minnir að  þeir ætli að veita fimmhundruð faldri upphæð okkar til vegamála í þessa ramkvæmd."

    Geisp - Pútín hefur haft meira en 20 ár. Og ekkert gert þau rúm 20 ár -- þetta hefur engan trúverðugleika.
    --Sama svar og maður mundi segja um hvaða pólitíkus hvar sem er annar staðar sem lengi hefur setið - með hendur í skauti aðgerðalítill.
    --Þá klárlega hafa nýjar yfirlýsingar - engan trúverðugleika.

    "Það er margt sem heldur á móti þessari þróun.Þunglamalegt kerfi og spilling vega þar sennilega þyngst."

    Spilling sem Pútín lifir og hrærist í - og lyftir undir. Að halda Pútín dragi úr spillingu, er eins og að segja að -- mafíósi ætli að hefja átak gegn glæpum.
    Pútín er spillingin sjálf!

    "Hann er búinn að koma utanríkismálum í það horf sem hann stefndi að. Ég reikna með að við munum á næstu árum sjá verulega framþróun í inanríkismálum Rússlands. "

    Maður með hendur í skauti í meir en 20 ár - er ekkert að fara að gera, innantómar yfirlýsingar.

    "Ég undrast oft um hvaðan úr ósköpumun þú færð þínar upplýsingar. Þær stangast svo algerlega á við það sem er að gerast í landinu. Það eru afar fá ríki sem eru í eins örri þróun eins og Rússlland í dag."

    Endurtek, fáum löndum hefur hnignað meir -- enn er ástand svipað í samgöngumálum og er Pútín tók við, þ.e. í molum - sama má segja um skólakerfi - heilbrigðiskerfi -- iðnað landsins fyrir utan vopna-iðnað; þannig má lengi telja.
    --Hnignun eða stöðnun er þíðir hnignun er helsta einkenni Rússl. undir Pútín.

    Síðan dreifir hann skáldskap um allar Jarðir um meinta Paradís í Rússlandi - sambærilegt við það er Norður-Kórea segir land sitt paradís.
    Nærri eins hlægilegt þetta raus þitt.

    "Allir heilvita menn vita að Skripal málið er uppspuni eins og Magnitsky málið og eitrunin í Goutha."

    Ha - ha- ha - þú ert heilaþveginn.

    "Seinna kom svo í ljós að gögnin voru meira og minna fölsuð, aða öllu heldur að þýðing Bill Browders á gögnunum var ekki í neinu samræmi við það sem stóð í frumgögnunum. Málið var sem sagt allt byggt á lygum Bill Browders. Þetta er ótrúlegt hvernig er komið fyrir okkur."

    Ég hef engan áhuga á þeim rússn. áróðri sem þú dreifir.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 8.8.2018 kl. 23:43

    7 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Jæja Einar. troddu bara fingrunum í eyrun á þér og dúllaðu eins og krakki.

     Í hausnum á blogginu þínu stendur að þú sért Evrópufræðingur. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað grín,en ef svo er ekki mundi ég segja, og ég held að það sé almenn skoðun að því fylgi viss skylda til að segja fólki satt.

    Gallinn við þig virðist vera að þú gerir það ekki,þú vilt ekki einu sinni vita sannleikann þó þér sé bent á hann. 

    Það er ekki að sjá að þú hafir neina þekkingu á viðfangsefninu sem þú ert að fást við,og engann vilja til að afla þér einföldustu tölulegra upplýsinga.

    Það er alveg undravert hvað þú þverskallast við að viðurkenna einföldustu staðreyndir og blaðrar bara einhverja vitleysu ,algerlega órökstudda, sem þú lepur upp úr Guardian eða einhverjum álíka skeinipappír. Það er aldrei að sjá að þú notist við opinberar tölur,og ef þér er bent á þær treðurðu bara fingrunumm í eyrun og þráast við eins og krakki.

    .

    Putin hefur ekki verið við völd í 28 ár. Það þarf líka að segja satt um litlu atriðin.

    Putin er ekki búinn að hafa 20 ár til að laga þetta. Eftir ránsherferð vestrænna banka og erlendra og innlendra þjófa var ástand þjóðarinnar svo bágborið að það tók hátt í áratug að koma því í það horf að fólk hefði að borða. Að fólk sylti ekki í hel eða króknaði í rúmum sínum. Það var verið að drepa Rússnnesku þjóðina viljandi. Gamall draumur Hitlers var í fullum gangi ,þó með öðru sniði væri. Drepa fólkið og hirða auðinn.

    .

    Ég veit ekki hvort ég á að reyna að stafa þetta fyrir þig enn einu sinn,en Rússneska hagkerfið er ekki útflutningsmiðað eins og til dæmis það Þýska ,Íslenska eða Kínverska.

    Þetta þýðir að Rússland þolir ágætlega þó að útflutningur dragist saman um 30% eins og gerðist. Þeir verða aldrei peningalausir og lífskjör almennings dregst aðeins lítillega saman.

    Þetta stafar af því að Rússar hafa svo breiðann framleiðslugrunn.

    Það þýðir aftur að ef Franskur ostur hækkar éta þeir Rússneskann ost.

    Ef innfluttir bílar hækka,þá keyra þeir á Rússneskum bíl.

    Ef flugvélar hækka,smíða þeir sína eigin.

    Þeir hafa getuna og þeir hafa öll hráefnin.

    .

    Sumt þurfa þeir að flytja inn,en það gerir ekkert til. Það er alltaf nógur gjaldeyrir.

    Þetta geta Íslendingar eða Norðmenn ekki,til dæmis. 

    Ef bílar verða of dýrir verðum við að hætta að kaupa bíla,og við gerðum það. Manstu eftir því?

    .

    Lífskjaraskerðingin varð meiri af gengisfellingunni einni sem varð á Íslandi fyrir nokkru,heldur en varð af meiri gengisfellingu rúblunnar og 50% verðfalli á olíu að auki.

    Ástæðan er hin sama.

    Það er líka ástæðan fyrir að Rússar voru helmingi fljótari að ná skerðingunni til baka en við ,þrátt fyrir að vesturlönd gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Vel gert Rússar.

    .

    Varðandi vegakerfið. Því fylgir nokkuð vesen að búa í stóru landi og mikill kostnaður við vegageerð. Það verður að segja að Rússum til hróss að þeir hafa tekið hressilega framúr okkur á síðustu 10 árum í þessum efnum og alveg ljóst að á næstu fimm verðum við algerlega skildir eftir. Enn á ný neitarðu að styðjast við staðreyndir en notast við einhverjar bábiljur. Ég veit ekki hvar þú færð þessar grillur,hvort þetta er óskhyggja af því þér er illa við Rússa,eða hvort þetta er alger skortur á upplýsingaöflun. En staðreyndin er sú að uppbyggingu ríkisveganna er lokið (um 14.000 KM) og við tekur samskonar átak til að lagfæra héraðsvegina. Allar stórár hafa verið brúaðar,sumar á mörgum stöðum og Krímskaga hefur verið komið í vegasamband. Það er byggður alþjóðaflugvöllur annað hvert ár. Til Gamans má geta þess að eina framkvæmd Þjóðverja í þessum efnum hefur staðiða árum saman og hann er ekki enn nothæfur,og margir halda því fram að hann verði aldrei nothæfur.

    Að kalla þetta ekkert er bara kjaftháttur. Aulaleg uppgjöf rakalauss manns.

    Kornhlöður hafa verið byggðar ,bæði í Rússlandi og Miðausturlöndum. Árangurinn er sá að Rússar eru að ýta Bandaríkjamönnum út af markaði í Miðausturlöndum og eru orðnir stæðstu útflytjendur á korni í heiminum. Sama er að gerast í svínakjöti. Heimamarkaðurinn er þegar mettaður og nú eru þeir að banka á í Kína. Það er deginum ljósara að fljótlega fara þeir að ýta Bandarísku svínakjöti út af markaði. Þetta hefur líka leitt til verðlækkunar á svínakjöti innanlands. Vel gert Rússar.

    .

    Magnitsky málið er einn lygavefur út í gegn. Það sést greinilega í myndinni og það sem verra er,þeir sem áttu að komast að sannleikanum í málinu  gerðu enga tilraun til þess. Þeir segja það beinlínis beint í myndavélina. Formaður Bandarísku "rannsóknarnefndarinnar" segir það sama eiðsvarinn í vitnaleiðslu hjá saksóknara suður umdæmis í New York. Þessar nefndir reyndu aldrei að komast að hinu sanna,engin af þeim.

    Af hverju reyndi nefndin ekki að komast að hinu sanna? Skíringin er að það var búið að ákvaða niðurstöðuna fyrirfram. Það skifti engu hverjar staðrreyndir málsins voru. Svona ere komið fyrir stofnunum okkar á vesturlöndum. Sama gegnir um þinn málflutning. Þig varðar ekkert um hvað er satt. Þess vegna vilt þú ekki horfa á myndina ,þess vegna lét engin nefndin þýða málsskjölin. Þá varðaði ekkert um hvað var satt. Málið er að lifa í lygi.

    Þetta er ótrúlega algengt orðið. Við lifum meira og minna í lygi orðið.

    Þú geturalveg litið í eigin barm þarna. Hversu oft hefurðu ekki gripið til þess ráðs að kenna Rússum um Georgíustríðið þegar þú ert í fýlu.

    Þú veist alveg að það er ekki satt. Það er ágætlega skjalfest og þú veist alveg af því. En af einhverjum undarlegum ástæðum sem ég skil ekki viltu lifa í þessari lygi. Þetta er lygin sem var beitt í áróðursherferðinni sem fylgdi strax í kjölfar stríðsins. Síðar kom hið sanna í ljós,en af einhverjum ástæðum hangir þú eins og hundur á roði á lyginni og notar hana aftur og aftur.

    Eins og þetta sé ekki nógu slæmt ,þá notaði Theresa May þessa sömu lygi þegar hún var að knýja félaga sína í ESB til fylgis við sig í Skripal málinu,sem ber öll merki lygasögu. Hún notaði gamla lygi ,sem öllum er í dag ljóst að er lygi ,til að rökstyðja nýja lygi. Svona ganga alþjóðastjórnmál okkar fyrir sig í dag. Svona sem ábæti notaði hun líka "efnavopnaárásina í Ghouta sem áróður ,sem er líka lygi.Við vitum það með fullri vissu í dag. OPCW hefur staðfest það endanlega .

    .

    Þetta hlítur að hafa verið sérkennileg samkoma. Allir í herberginu vissu að hún byggði málflutning sinn á lygasögum,að henni meðtalinni. Og að auki eru 90% líkur á að málið sem hún var að flytja væri líka ósannindi. En í lokin rétta flestir upp hönd og efna til ófriðar á alþjóðavettvangi í kjölfarið. Svo er farið í kaffi. Þvílíkt samfélag. 

    .

    Ég vil enn og aftur hvetja þig til þess sem fræðimann og uppfræðara að reyna að halda þig við sannleikann eins og þú veist hann bestann. Og reyna að afla þér alvöru upplýsinga um það sem þú skrifar um. Lesendur þínir eiga rétt á því og líka skattgreiðendur sem hjálpuðu þér til mennta. Eins og ég hef komið inn á áður er það ekki hlutverk þitt að fylla okkur af ósannindum til að þjóna hagsmunum stríðsbraskara. Hlutverk þitt ere að hjálpa okkur að vita hvað er í gangi. Taktu þig á maður.  

    .

    Borgþór Jónsson, 9.8.2018 kl. 03:11

    8 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Það urðu smá mistökk hjá mér. éger að sjálfsögðu að tala um "efnavopnaárásina" í Douma.

    Allir vissu á þeim tíma sem Theresa hélt fundinn fræga með félögum sínum í ESB að þessi saga um efnavopnaárás var uppspuni frá rótum. Þetta hafði verið staðfest af fjölda blaðamanna og eina sem var ógert var að OPCW mundi staðfesta það ,sem þeir gerðu seinna.

    Það sem fór úrskeiðs þarna var að í þetta skifti höfðu hriðjuverkamennirnir ekki yfirráð yfir svæðinu og gátu því ekki falsað "sönnunargögn"  í samvinnu við vestræanar leyniþjónustur eins og þeir höfðu gert í fyrri tilfellum.

    Theresu var þetta allt fulljóst,enda var það fyrst og fremst hennar leyniþjónusta sem stóð að þessu.

    .

    Þá er það spurning með hina þáttakendurna á fundinum.

    Hversvegna lögðu þeir í þann leiðangur að efna til ófriðar við Rússa yfir máli sem var ekkert rökstutt með neinu nema sögum sem fundarmmenn vissu með fullri vissu að voru ósannar.Við skulum hafa í huga að Theresa lagði ekki fram nein gögn sem tengdu Rússa við Skripal málið. Eingöngu gamlann rógburð sem allir vissu að var ósannur.

    Enn þann dag í dag hefur ekki verið lagður fram einn einasti snepill sem tengir Rússnesk stjórnvöld við málið með neinum hætti. Þetta mál ber greinileg merki um að vera lygasaga í sama flokki og Douma.

    Svarið liggur væntanlega í tvennu.

    Annarsvegar NATO. Á svona samkundu þykir ekki við hæfi að brjóta samstöðu NATO. Þetta er ókosturinn við hernaðarbandalög af þessu tagi. Þó að badalagsþjóðunum beri engin skylda til að aðstoða aðra meðlimi samtakanna til að gera árásir á þriðja ríki,virka bandalögin samt þannig.. Ef það er ekki gert kemur upp klofningur í bandalaginu og það leysist upp. Þeytta gerir svo smáríki eins og Bretlandi kleyft að efna til ófriðar við miklu öflugra ríki. Þeir vita að þeir verða bakkaðir upp, sama hvað á gengut. Allavega þangað til það kemur til vopnaviðskifta. Þetta gerir svona bandalög hættuleg og stuðlar að ófriði. Það á að Leysa NATO upp ,áður en illa fer.

    Nato hefur aldrei þurft að virkja varnarhlutverk sitt í verki,en hinsvegar nokkrum sinnum tekið þátt í ólöglegum árásarstríðum.

    .

    Í annan stað er ástæðan sú að ríki eins og Frakkland og Þýskaland eru blóðug upp fyrir axlir í Sýrlensku blóði. Sérstaklega Frakkland sem hefur alið á hryðjuverkastarfsemi í Miðausturlöndumm áratugum saman ,ásamt Bretum og Bandaríkjamönnum. Þeir eru ekki í neini aðstöðu til að andæfa Bretum í þessum efnum.

    Í þriðja lagi má kannski segja að þetta fólk hefur glatað allri sómakennd og er alveg sama þó að það sé staðið að lygum ,trekk í trekk. Það hefur ekkert siðferði lengur.

    Borgþór Jónsson, 9.8.2018 kl. 13:15

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (19.3.): 0
    • Sl. sólarhring: 7
    • Sl. viku: 40
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 33
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband