Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
18.9.2017 | 23:39
Spurning hvort á að leggja niður möguleikann á - uppreist æru
Eins og Sigríður Andersen hefur bent á - Ráðherrum heimilt að kynna sér gögnin - virðist framkvæmd 85. gr. hegningarlaga orðið algert rugl.
Mér virðist rétt að lesa þessar greinar saman!
84. gr.
1)
Nú hefur maður hlotið í fyrsta sinn refsidóm fyrir brot, sem hefur skerðing borgararéttinda í för með sér, og refsing fer ekki fram úr 1 árs [fangelsi], 2) þá nýtur hann að liðnum 5 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin, allra réttinda, sem fást með uppreist á æru, enda hafi hann ekki sætt ákæru á þeim tíma fyrir brot, sem þyngri hegning liggur við en sektir.
85. gr. Þegar liðin eru 2 ár af fresti þeim, sem í síðari málsgrein 84. gr. getur, og að fullnægðum öðrum skilyrðum, sem þar eru sett, getur [forseti], 1) ef dómfelldi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili, veitt honum uppreist æru.
[Forseti] 1) getur og veitt manni uppreist æru, þegar að minnsta kosti 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, enda færi umsækjandi sönnur, sem gildar séu metnar, á það, að hegðun hans hafi verið góð umræddan tíma.
[Þegar sérstaklega stendur á, má veita uppreist æru, þó að refsitími sé svo langur sem í 2. mgr. segir, enda þótt ekki sé liðinn lengri tími en til er skilinn í 1. mgr.] 2)
En greinilegt er að ákvæðin í 85. gr. eru einungis heimildarákvæði. En samt virðist framkvæmdin orðin sú að þeir sem óska eftir uppreist æru og uppfylla skilyrði lagagreinarinnar -- fái sjálfkrafa ósk sína uppfyllta: Hefur ekki viljað afgreiða umsókn barnaníðings.
- Þetta er sennilega grófasta dæmið um uppreist æru: Engu máli skipti hvert eðli brotsins sé.
Vottorð sem þarf að leggja fram, virðast ekki þurfa að beinlínis að vera fengin í þeim tilgangi að fá uppreist æru -- en undanfarin ár virðast mörg dæmi þess að menn mæti með almenn meðmæli vinnuveitanda jafnvel algerlega að vinnuveitanda óafvitandi: Ekkert um að vottorð séu vegna uppreist æru - "Forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis".
Starfsmenn ráðuneytisins virðast ekkert samband hafa við veitendur meðmæla - til að t.d. að staðfesta að þeir hafi raunverulega skrifað þau bréf eða séu sáttir við þá tilteknu notkun á þeim meðmælabréfum.
Dæmi um að menn mæti með margra ára gömul meðmælabréf: Vottuðu ekki fyrir uppreist æru barnaníðings.
Það sem ég mundi álíta mest gagnrýnisvert sé að ráðuneytið sé að breyta dómum eftir á!
En sumir glæpir eru það alvarlegir að það hafa verið sett inn refsiákvæði að aðilum sem fremja tiltekna tegund glæpa - fái ekki þaðan í frá að gegna tilteknum störfum.
--Síðan hljómar þetta í mín eyru sem að ráðuneytið - sjálfkrafa ógildi hluta dóms viðkomandi - ef sá sem dæmdur hefur verið að umliðnum þeim fresti sem gefinn upp er í lögunum -- æskir.
Mér virðist með þessu að dómsmálaráðuneytið sé farið að taka sér - dómsvald.
Með því að einstaklingar sem löggjafinn ætlaðist til að væri haldið frá tilteknum tegundum starfa - fá samt eftir allt saman að gegna þeim störfum, þrátt fyrir að hafa verið til þess æfilangt verið settir í bann skv. dómi.
- Maður hefði haldið að -- uppreist æra ætti að vera stór undantekning.
Sem dæmi um uppreist æru er virðist réttlætanleg: Guðjóni veitt uppreist æru fyrir 22 árum.
En um var að ræða einn sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmáli.
- Greinilega ef á að hafa áfram - uppreist æru - í lögum.
- Þarf fullkomlega að endursemja þau lög.
En greinilega gengur það ekki að menn geti fengið -- uppreist æru, sjálfkrafa.
Ekki gengur heldur að -- uppreist æru, sé óháð algerlega tegund glæps.
--Uppreist æru getur að einhverju leiti gegnt því hlutverki, að leiðrétta rangan dóm.
--Eins og í dæmi Guðjóns Skarphéðinssonar.
En þ.e. einnig unnt að hafa aðra aðferð en -- uppreist æru.
T.d. einfaldlega að refsibann við því að gegna tilteknum störfum -- hafi fyrningu.
--Ef menn hafa ekki brotið af sér með svipuðum hætti innan þess tíma.
- Það má undanskilja t.d. kynferðis-brot gegn börnum.
- Og morð!
Niðurstaða
Ég held það sé ljóst að gagnrýni Sigríðar Andersen á það hvernig framkvæmd laganna um -- uppreist æru, hefur þróast. Sé fullkomlega á rökum reist.
--En ég held að ég hafi aldrei heyrt um aðra eins steypu um framkvæmd laga fyrr né síðar.
Það virðist algerlega vera búið að snúa út úr upphaflegum anda 85. gr. laga. Sem felur greinilega ef maður les þá lagagrein - einungis í sér heimildarákvæði.
--En seinni ár virðist meðferð ráðuneytisins hafa þróast yfir í nokkurs konar -- stimpil.
Þar sem dæmdir menn virðast geta pantað uppreist æru nánast að vild algerlega óháð tegund eða alvarlegleika brots, eftir að fresturinn sem lagagreining kveður á um er liðinn.
- Annaðhvort á að leggja þessa framkvæmd algerlega af með afnámi ákvæðis um - uppreist æru.
- Eða fullkomlega endursemja það ákvæði þannig að það sé gert að stórri undantekningu, og feli í sér miklu mun vandaðri málsmeðferð en nú tíðkast.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.9.2017 | 13:57
Ég hugsa að Björt Framtíð hefði líklega ekki slitið ríkisstjórninni ef ekki hefði komið til slæm staða BF í skoðanakönnunum
Ég er tilfinningalaus gagnvart þessu, þ.e. ég er ekki stuðningsmaður BF langt í frá en ég hata ekki eða fyrirlít BF heldur -- mér er persónulega sama hvort flokkurinn hefur það af í næstu kosningum eða ekki.
En mig grunar að BF hafi verið að líta eftir ástæðu til að slíta stjórninni, eftir að nýlegar kannanir sýndu mjög slæma stöðu flokksins.
- Ég bendi á að flokkar hljóta að íhuga eigin stöðu alltaf við og við innan stjórnarsamstarfs.
- Það ber engum flokki þannig séð skilda til þess að standa lengur að stjórnarsamstarfi en meðlimir þess flokks -- meta að sé í samræmi við hagsmuni þess flokks, eða þess hóps er stendur að baki þeim flokki.
--Fyrir utan að væntanlega hafa flokkar einhver baráttumál.
--Ef flokkurinn metur að hann sé ekki að ná þeim fram, þá auðvitað þynnast út smám saman ástæður þess flokks að halda áfram stjórnarsamstarfi.
- Ef flokkur í slæmri stöðu telur sig þurfa að slíta stjórnarsamstarfi.
- Þarf sá flokkur að finna mál eða ástæðu til stjórnarslita sem sá flokkur telur sig geta nýtt í kosningabaráttu framundan.
Spurningin sé þá hvort að Björt Framtíð geti nýtt sér það mál sér til framdráttar -- sem Björt Framtíð segir að hafi knúið fram stjórnarslit af sinni hálfu?
Greinilega gerði Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Ben forsætisráðherra -- Sjálfstæðisflokknum bjarnargreiða, að hafa skrifað undir meðmæli fyrir því að gamall persónulegur vinur hans sjálfs Hjalti Sigurjón Hauksson -- fengi uppreist æru.
Mig grunar að það að forsætisráðherra Bjarni Ben umliðna 4. mánuði ræddi málið einungis við dómsmálaráðherra -- en ekki ríkisstjórnina í heild; þagði síðan þunnu hljóði yfir nöfnum þeirra er undirrituðu meðmælabréfið í þá 4. mánuði samfellt.
--Sé að reynast afskaplega pólitískt séð ósnjallt.
- Mér finnst eðlilegt að þetta skapi tortryggni -- kannski er líklegast að BB hafi viljað forðast fjölskylduskandalinn ef það vitnaðist að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru fyrir mann sem á sínum tíma var dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart eigin dóttur frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs.
- Hinn bóginn -- get ég alveg skilið það, að einhver fjöldi Íslendinga túlki þetta neikvæðar; að BB hafi hugsanlega haft fulla vitneskju um málið - þó hann segi í dag að hann hafi ekki vitað af því fyrr en í júlí.
- Sennilegasst eru bestu rökin fyrir því að BB tjái satt og rétt að hafa ekki vitað af málinu fyrr en í júlí -- sá augljósi pólitíski skaði sem slíkur gerningur mundi valda ríkisstjórninni, BB persónulega og flokknum hans.
--BB hefði þurft að vera afskaplega blindur á þau atriði, til að sjá ekki að slík undirritun væri slæm hugmynd.
En punkturinn er sá að Björt Framtíð getur hugsanlega grætt á þeirri tortryggni sem er innan samfélagsins gagnvart BB persónulega.
Að sú tortryggni er fyrir var, líklega valdi því að afar margir túlki málið BB í óhag - frekar en hitt.
Eins og BF segir söguna - þá er þeir áttuðu sig á málinu, þá varð þeim ljóst að þeim væri ekki lengur stætt í ríkisstjórninni.
Þetta sé það stórfelldur trúnaðarbrestur af hálfu forsætisráðherra - að þeim sé nauðugur einn kostur að hætta!
- Þó þeir ekki beint fullyrði að BB sé að ljúga að þjóðinni - þá líklega elur þessi framsetning um BF sem fórnarlamb, á neikvæðum túlkunum frekar en hitt.
--BF reynir þá væntanlega að skjóta þeirri hugmynd fram að flokkurinn hafi algerlega hreinan skjöld.
--Ef eitthvað vantar upp á kosningaloforð -- væntanlega þá leitast þeir við að setja Sjálfstæðisflokk fram sem blóraböggul.
Það verður síðan að koma í ljós hvernig það virkar fyrir Bjarta Framtíð.
En greinilega er sá flokkur í lífróðri.
Niðurstaða
Eftir að hafa hugsað um málið í nokkra daga, held ég að sennilegar sé að BB segi satt að hann hafi ekki vitað af undirritun föður síns fyrr en í júlí. Hinn bóginn sé það að reynast pólitískt ósnjallt að hafa ekki sagt strax frá því að faðir hans hafi verið einn af fjórmenningunum er rituðu undir meðmæli með uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar.
--Sennilega væri BF enn að leita sér að stjórnarslitamáli og því stjórnin enn starfandi.
En eftir að íhuga málið frá því að það gaus upp seint í sl. viku, þá hugsa ég að Björt Framtíð sé að nota málið til stjórnarslita -- frekar en það sé raunverulega svo að BF geti ekki setið í stjórninni lengur vegna trúnaðarbrests vegna tengsla BB við málið umrædda.
Ég skal ekki endilega hafna því að þetta geti verið skársta tækifæri BF til slita á stjórnarsamstarfinu.
En eins og ég sagði þá þarf BF að hafa mál sem BF telur sig geta nýtt sér til framdráttar að einhverju leiti í komandi kosningabaráttu.
Ég held að málið greinilega skaði allt í senn - Bjarna Ben sem stjórnamálamann og formann, og Sjálfstæðisflokkinn sem slíkan.
--Það hlýtur að setja fram spurningamerki um áframhaldandi setu BB sem formanns Sjálfstæðisflokks.
- Þó vegna þess hve stutt er til kosninga þá mundi spurningin um stöðu BB sem formanns bíða fram yfir kosningar.
- Það getur meira en verið ástæða þess að BB vill fyrir alla muni að kosningarnar fari fram eins fljótt og auðið er, í von um að kosningaútkoma hugsanlega styrki stöðu hans aftur.
--Slæm kosningaútkoma ofan í fyrri áföll, gæti gert út af við feril BB sem stjórnmálamanns.
- Minn gamli skólafélagi úr MR væri þá hugsanlega hættur sem stjórnmálamaður.
--BB er þá kannski einnig að róa lífróður!
Ps. Bendi á mjög áhugaverða grein Sigríðar Andersen: Ráðherrum heimilt að kynna sér gögnin.
Skv. hennar útskýringu hafi framkv. uppreist æru verið með endemum fáránleg, árum saman.
Málið hafi verið afgreitt af Ólöfu Nordal - að sögn Sigríðar hafi BB ekki setið sem staðgengill hennar þann dag. Málið hafi komið inn á ríkisstjórnarfund þeirrar ríkisstjórnar er þá sat og verið afgreitt þar, fundur sem BB sat -- hún hafi sjálf komist á snoðir um málið innan ráðuneytis síns þá rætt það við BB. Segir hann hafa virst koma af fjöllum er hún nefndi það við hann.
--Hún segir alla ráðherra geta kynnt sér gögn er koma inn til ríkisstjórnar.
- Það getur þó vel verið að - það hafi ekki allir þeir sem sitja slíkan fund fyrir því að kynna sér - ætíð sérhvert atriði sem kemur frá ráðuneytum samráðherra inn á fund til afgreiðslu þar.
--Það getur þar með vel verið að mál geti siglt í gegn án athygli sumra ráðherra.
M.ö.o. það þarf ekki vera endilega lýgi þó menn hafi getað kynnt sér mál að þeir hafi ekki vitað af því - fyrr en síðar er það vakti athygli -- ef það sigldi í gegn án þeirrar athygli.
--Eigum við ekki að segja að það gildi sama og sagt er um "samninga" að alltaf kynna sér smáa letrið.
M.ö.o. menn eigi að lesa plögginn sem hinir ráðherrarnir mæta með á fund, jafnvel þó þau virðist við fyrstu sýn um eitthvert smá mál.
PS. 2: Dálítið sérstök umræða má vefnum Hringbraut sem virðist fyrst og fremst snúast um það að Sigríður Andersen hafi rofið trúnað við föður BB er hún tjáði BB málavöxtu: Rauf trúnað - Sigríður Andersen er þúfan sem velti hlassinu - Útrétt sáttahönd - Yfirlýsing frá stéttarfélagi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2017 kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2017 | 02:47
Spurning hvort Guðni Th hafi einnig sett niður í tengslum við mál Hjalta Sigurjóni Haukssonar - málið sem var að fella ríkisstjórnina
Ég held að það sé alveg ljóst að Guðni Th framdi verulega stórt axarskaft er hann samþykkti að veita Hjalta Sigurjóni Haukssini uppreist æru.
--Ég veit það, umræðan snýst núna um þá feðgana Bjarna Ben og Benedikt Sveinsson - sem var einn þeirra þriggja er skrifaði undir meðmælabréf til dómsmálaráðuneytis um veitingu uppreist æru til handa gömlum vini Benedikts Sveinssonar: Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt.
- En mér finnst alveg í lagi að ræða þátt Guðna Th - einnig.
- En sjálfsögðu þurfti hann ekki að haga sér eins og stimpilpúði Dómsmálaráðuneytisins - er það sendi honum tillögur um náðanir skv. framlögðum nafnalista.
--En þ.e. eins og að Guðni Th hafi álitið það ekki sína ákvörðun, hverjir fá uppreist æru frá forseta -- heldur sem nokkurs konar stjórnvalds ákvörðun, undir ranni ráðherra.
--Þetta er eiginlega umræðan um vald forseta, þ.e. hver fer með það, forseti eða ráðherra.
--Eins og að Guðni Th hallist í hina áttina, samanborið við fyrri forseta - Ólaf Ragnar.
- En með því að samþykkja öll nöfnin, þar á meðal nafn Hjalta Sigurjóns Haukssonar -- þá tók hann augljóslega þátt í þeirri ákvörðun -- að hleypa dæmdum barnanýðingi aftur til sinna gömlu starfa sem lögmaður.
--En skv. lögum þá var honum ekki heimilt að starfa við lögmannsstörf eftir að hafa verið dæmdur fyrir það alvarlegan glæp.
Mér finnst eiginlega kostuleg -- ummæli Benedikts Sveinssonar, að hann hafi álitið þetta lítinn greiða við gamlan vin, að veita honum aftur - tiltekin mannréttindi.
Sagði Bjarni Ben satt?
Ég verð að segja að ég upplyfi óvissu: Rök Bjartrar standast ekki skoðun.
Ég viðurkenni að mér finnst ekki öruggt að BB segi rétt frá að hann hafi ekki haft nokkra vitneskju um undirskrift föður síns -- fyrr en í sl. júlí.
Að hann hafi engan hlut átt að máli -- að mál Hjalta Sigurjóns eða Roberts Downey hafi fengið eðlilega máls-meðferð skv. lögum, m.ö.o. ekki flotið í gegn einungis vegna tengsla við þá feðga.
Þar fyrir utan þekki ég ekki hvort að hann segir satt - að honum hafi verið óheimilt að nefna nafn föðurs síns; hann hafi verið bundinn leyndarákvæði.
- Rétt að nefna að brot Hjalta Sigurjóns var gríðarlega alvarlegt, þ.e. hann beitti dóttur sína kynferðisofbeldi frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs eða 10 ár.
- Mér finnst ekki rétt að slíkur einstaklingur, jafnvel þó að hann hafi setið af sér brotið - fái aftur að gegna lögmanns störfum.
Fólki er eðlilega brugðið - finnst málið andstyggilegt.
Fólk upplyfir örugglega eins og ég, óvissu um það hvort satt og rétt sé greint frá.
- Bjarni Ben er greinilega búinn að fá á sig aukið óorð.
Bjarni vissi a.m.k. svo staðfest er um málið í 4. mánuði, áður en það kemst í hámæli að faðir hans hafði skrifað undir -- dómsmálaráðherra var þá að sjálfsögðu kunn málavöxtu. Hún hafði rætt málið við BB - en ekki virðist að hann hafi tjáð ríkisstjórn sinni frá því.
- Mörgum finnst þarna hafa verið yfirhylming - en ekki er greint frá af hálfu BB fyrr en ljóst er að málið er á leið í fjölmiðla hvort sem er.
- Sannfæring um yfirhylmingu eðlilega fyllir fólk -- aukinni tortryggni.
M.ö.o. segir Bjarni Ben raunverulega satt frá?
- Staða BB hlýtur að teljast veikluð.
Sigmundur Davíð ætlar í framboð!
Það er áhugaverð þróun efling flokks er nefnir sig -- Flokk Fólksins. En ég tel öruggt að fylgisaukning þess flokks, hafi mjög verulega þrengt möguleika SDG, að mynda nýjan flokk.
Það ætti því ekki að koma á óvart, að hann bjóði sig enn á ný fram fyrir Framsóknarflokkinn: Sjálfur ætlar hann í framboð fyrir Framsóknarflokkinn.
- En mér sýnist að FF - muni sækja að Framsóknarflokknum, sérstaklega þegar kemur að atkvæðum fólks með mjög eindregna þjóðernissinnaða afstöðu.
- Að auki taka atkvæði þeirra sem eru fremur en hitt andvígir fjölgun útlendinga sem er setjast að á Íslandi - sérstaklega ef þeir eru frá fátækum löndum, eða löndum í upplausn.
--Það þrengi þá möguleika að taka Framsóknarflokkinn í slíkar áttir.
En mér virtist stundum eins og að SDG - gæti hugsað sér slíka stefnu.
Hinn bóginn, fannst mér yfirleitt afar óljóst hvaða stefnu akkúrat SDG boðaði.
--Virtist oft hann vera sammála hverjum þeim - sem hældi honum, burtséð frá því hvaða stefnu sá boðaði.
--Ég meina, mér virtist hann tala oft út og suður, því óljóst hvort hann styddi þess konar skoðanir eða ekki.
- Það sem sé jákvætt fyrir framsóknarflokkinn sé þá það, að líklega sé lokað á það að stefna með flokkinn í átt til -- harðrar þjóðernisstefnu.
- Og hitt, að líkur á klofningi flokksins hafi líklega stórfellt minnkað - er ljóst virðir að sennilegast sé úti um möguleika SDG á að stofna sinn eigin flokk er ætti raunhæfa möguleika á að ná inn á þing.
Kannski þíðir það að auðveldar verði að ná sátt innan flokksins eftir átök um forystu.
Niðurstaða
Ég er að segja að ég er ákaflega ósáttur við Guðna Th fyrir að hafa ekki hafnað því að veita Hjalta Sigurjóni - uppreist æru. En ég er þess fullviss að Guðni hafði alveg þann rétt að segja - NEI. Jafnvel þó það hefði hugsanlega verið fordæmalaust -- sýndi Ólafur Ragnar Grímsson fram á það að fordæmaleysi þíddi ekki að forsetinn hefði ekki valdið til að segja - NEI.
--Það hafi verið rangt hjá Guðna Th að fela sig bakvið ákvörðun ráðuneytisins, er það afhenti honum lista yfir þá sem það lagði til að fengju uppreist æru.
- Ég er ekki að leggja til afsagnar Guðna Th -- en mundi gjarnan vilja að hann bæðist afsökunar á sínum þætti málsins.
Varðandi Bjarna Ben sjálfan, virðist mér fullljóst að orðstír hans meðal þjóðarinnar hafi beðið verulegan hnekki - ofan í fyrra óorð er fór af honum. En það þykir alveg örugglega án nokkurs vafa hálfu verra óorð að tengjast ákvörðun um að endurreisa mannorð dæmds barnanýðings.
- Þetta mál á örugglega ekki eftir að vera lyftistöng fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni framundan.
Það verður áhugavert að fylgjast með Sigmundi Davíð - greinilega ætlar hann að halda spilum þétt að sér, en mér virðist þó a.m.k. ljóst að hann fer ekki í það að kljúfa flokkinn.
--Kannski fer hann aftur í formannsslag, en það þarf ekki endilega fara svo.
--Á hinn bóginn, er það viss greiði fyrir hann ef BB fær fram kosningar í nóvember því þá fer landsfundur Framsóknarflokksins væntanlega fram í góðu tómi eftir þær kosningar -- hinn bóginn með formanns-slag framundan, eru möguleikar flokksins á stjórnarþátttöku líklega veikir.
- Flokkurinn gæti misst aftur af tækifæri til ríkisstjórnarþátttöku, nema að samkomulag náist milli fylkinga innan flokksins er skili sátt -- mundi slíkt samkomulag líklega þurfa að liggja helst fyrir mjög fljótlega eftir nk. kosningar eða fyrir þær.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2017 kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.9.2017 | 00:10
Norður Kóreönsk eldflaug flýgur yfir Japan! Verður stríð milli Norður Kóreu og Bandaríkjanna?
Sá þessa frétt á Reuters þá nýkomna í loftið: North Korea fires missile over Japan.
Skv. fréttinni flaug eldflaugin yfir Hokkaido eyju - lenti 2.000km. austan Japans í Kyrrahafi.
--Þetta virðist hafa verið langdræg eldflaug!
Þessi mynd er frá sl. sumri en gefur vísbendingu um fjarlægðir!
- "The unidentified missile reached an altitude of about 770 km (480 miles) and flew 3,700 km (2,300 miles), according to South Koreas military..."
- "The missile flew over Japan, landing in the Pacific about 2,000 km (1,240 miles) east of Hokkaido, Japan Chief Cabinet Secretary Yoshihide Suga told reporters in a hastily organized media conference."
Strangt til tekið veldur þetta tilraunaskot engum tjóni!
Flaugin féll eftir allt saman í hafið þ.s. mesta lagi hún hefur drepið einhverja fiska.
En í þessu felast auðvitað skýr skilaboð frá -- Kim Jon Un, einræðisherra Norður Kóreu.
Að hann sé algerlega staðráðinn í því að halda áfram kjarnorkuvopnauppbyggingu ríkisstjórnar hans.
Þrátt fyrir nýjar og verulega hertar refsiaðgerðir sem Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti um daginn, sjá mína umfjöllun: Hertar refsiaðgerðir á Norður Kóreu samþykktar í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Eldflaugaskotið ætti ekki endilega koma á óvart, hafandi í huga hvernig ríkisstjórn NK - tjáði sig í fjölmiðla í kjölfar þess að Öryggisráðið samþykkti hinar hertu refsiaðgerðir, sbr:
The world will witness how the DPRK tames the U.S. gangsters by taking a series of actions.. >causing< ...the greatest pain and suffering it has ever gone through in its entire history...
Þetta er þá kannski þáttur í þeirri áætlun -- að koma taumhaldi á stjórnina í Washington.
Greinilega ætlar Kim Jong Un að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu.
Spurning hvernig Washington bregst við?
Trump virtist kominn inn á þá línu að svara með hertum refsiaðgerðum - hann kallaði aðgerðir þær sem Bandaríkin fengu Öryggisráðið til að samþykkja, góða byrjun.
--M.ö.o. er Trump þá að íhuga frekari aðgerðir af því tagi.
Hinn bóginn getur Trump alltaf skipt um skoðun.
--Ekki liggja viðbrögð Washington enn fyrir er ég rita þessar línu!
Niðurstaða
Rétt að muna að þrátt fyrir allt eru aðgerðir Kim Jong Un - ekki endilega algert brjálæði. Eftir allt saman ef hann væri brjálaður - hefði hann getað þess í stað ákveðið að hefja stríð. Eldflaugin í mesta falli drap einhverja fiska. Ekkert eiginlegt tjón m.ö.o.
En hann náttúrulega er með þessu skömmu eftir nýjar refsiaðgerðir Öryggisráðsins og umtal Trumps um enn harðari sjálfstæðar aðgerðir Bandaríkjanna í býgerð -- að reka upp fingurinn til Trumps.
--Það verður áhugavert að frétta hver viðbrögð Washington verða.
Enn gildir að mér virðist stríð alltof áhættusöm aðgerð.
Manntjón klárlega óskaplegt - bæði löndin NK og SK gætu endað í rústum, milljónir látnar.
--Svo þrátt fyrir þetta, á ég ekki von á ákvörðun frá Washington um að hefja stríð.
En einhver viðbrögð klárlega verða!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2017 | 01:33
Trump vinnur hluta sigur á æðsta dómstigi Bandaríkjanna
Í sl. viku tapaði ríkisstjórn Trumps máli fyrir alríkisdómstól á millidómsstigi - málinu var snarlega vísað upp til æðra dómstigs. Og hefur æðsti dómstóll Bandaríkjanna svarað með því að - afturkalla að hluta dóm millidóms réttarins sem ríkisstjórn Trumps tapaði í sl. viku.
Sjá fyrri umfjöllun: Ríkisstjórn Trumps tapar dómsmáli - dómsniðurstaða leiðir til þess að múslimum er mega koma til Bandaríkjanna fjölgar.
--Hluta sigurinn hjá ríkisstjórn Trumps þíðir að einstaklingar frá Líbýu, Sómalíu, Jemen, Sýrlandi, Súdan og Íran -- sem hefðu getað komist hugsanlega til Bandaríkjanna.
--Fá það þá klárlega ekki, meðan að æðsti dómstóll Bandaríkjanna á enn eftir að veita lokasvarið um það - hvort að tilskipun Trumps um bann á komur ríkisborgara þeirra tilteknu landa er brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum, eða ekki.
Supreme Court allows broad Trump refugee ban
- Málið snýst raunverulega um túlkun á dómi sem ríkisstjórn Trumps tapaði sl. sumar.
- M.ö.o. ríkisstjórn Trumps kaus að túlka dóminn eins þröngt og hún taldi sig geta.
Nettó útkoman eftir nýjustu dómsúrskurðina tvo - er að ríkisstjórn Trumps þarf að víkka sína túlkun á dómnum frá sl. sumri.
--Þó ekki eins mikið, og ef dómurinn frá sl. viku hefði algerlega fengið að standa.
En er ryfist um það, hvort að tilskipunin raunverulega snýst um það að auka öryggi Bandaríkjamanna!
En útlendingalöggjöf Bandaríkjanna skv. þeirri er hefur verið lög frá ca. miðjum 7. áratugnum - bannar mismunun af tvennu tagi.
--Þ.e. mismunun á grundvelli þjóðernis.
--Og mismunun á grundvelli trúarskoðana!
Þannig að skv. því má ekki banna komur fólks - af þeim tilteknu ástæðum.
Það að Trump og ríkisstjórn hans fullyrðir að tilgangurinn sé að gæta öryggis þegna Bandar.
Er greinilega ekki sannfærandi í augum allra!
- En rétt að hafa í huga, að þessi lönd hafa lengi verið undir sérstöku eftirliti.
- Fólk sem vitað er að tilheyri hryðjuverkahópum, er sjálfkrafa útilokað.
- Og það eru bandarískar sendiskrifstofur og sendiráð -- sem gefa út VISA, ekki yfirvöld í þeim löndum.
Þannig að menn eru þá með efasemdir um það, að bandarískar sendiskrifstofur séu að vinna vinnuna sína -- annars vegar.
Og hins vegar -- að innflytjendayfirvöld séu nægjanlega starfi sínu vaxin, að tékka á fólki frá þeim löndum er það kemur til Bandaríkjanna.
En hvort tveggja gildi - að umsóknir frá þessum löndum um VISA - fái alltaf nákvæmari skoðun en gengur og gerist almennt. Og að fylgst sé sérstaklega með komum fólks frá þeim löndum til Bandar.
- Við skulum segja - að það séu ekki allir sannfærðir um það, að það eftirlit sem fyrir var -- hafi klárlega verið fullkomlega ónógt til að gæta öryggis þegna Bandar.
- Hinn bóginn eru þessi lönd, uppspretta flóttamanna.
Þess vegna grunar marga að það sé hinn eiginlegi tilgangur - að fækka komum flóttamanna.
--Fullyrðingin um bætt öryggi, sé yfirvarp.
- En ef það er málið að fækka komum flóttamanna af tilteknum trúarhópum.
--Þá væri tilskipunin líklega lögbrot, sbr. bann við mismunun á grundvelli trúarbragða. - Æðsti dómstóll Bandaríkjanna á enn eftir að svara því hvernig dómarar þess dómstóls meta að sé hinn raunverulegi tilgangur tilskipunar Donalds Trumps -- þ.e. hvort sá er löglegur eða ólöglegur tilgangur.
Niðurstaða
Slagurinn um bann Trumps á þegna 6 Múslima landa heldur áfram. Nýjasti dómurinn er einungis ein af þeim orrustum. Lokaslagurinn er ekki enn hafinn - en æðsti dómstóll Bandaríkjanna á enn eftir að svara spurningunni um sjálft lögmæti tilskipunar Trumps. En væntanlega heimilar sá dómstóll andsvar frá ríkisstjórn Trumps ef svarið verður neikvætt.
--Ég hef Trump grunaðan um að vera raunverulega að leitast við að lágmarka fjölda nýrra flóttamanna frá Múslima löndum.
--En slíkur tilgangur væri án vafa ólöglegur ef þ.e. mat æðsta dómstólsins að slíkur sé hinn raunverulegi tilgangur bann tilskipunarinnar frægu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tillögur Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir virðast hafa verið samþykktar - nokkuð útvatnaðar.
Bandaríkin gátu auðvitað ekki fengið harðari aðgerðir samþykktar en þær sem Rússland og Kína voru tilbúin að samþykkja - en flestir ættu að vita að 5 þjóðir hafa neitunarvald í Öryggisráðinu.
UN agrees stronger sanctions against North Korea
U.N. Security Council votes to step up sanctions on North Korea
- Allur útflutningur NK á vefnaðarvörum er bannaður héðan í frá. Aðalkaupandi Kína.
"Textiles were North Koreas second-biggest export after coal and other minerals in 2016, totaling $752 million, according to data from the Korea Trade-Investment Promotion Agency. Nearly 80 percent of the textile exports went to China." - Löndum heims er bannað með öllu að selja NK - náttúrugas.
Seljendur fyrst og fremst Rússland og Kína.
"It will also be banned from importing all natural gas liquids." - Strangar takmarkanir eru settar á innflutning á hreinsuðu eldsneyti á fljótandi formi þ.e. bensín og dísil. Seljendur fyrst og fremst Rússland og Kína.
"Pyongyang can import 500,000 tonnes over the final three months of 2017 and 2m tonnes in 2018." - Ríkjum heims er bannað að ráða fleiri Norður Kóreumenn - til að vinna fyrir sig sem farandverkamenn, í þeirra landi.
En þeir farandverkamenn sem fyrir eru - mega vera þar áfram til að klára sinn samning.
--Það eru fyrst og fremst Rússland og Kína sem hafa haft norður kóreanska farandverkamenn.
"...bans countries from hiring new workers and does not require countries to expel workers with existing contracts." - "The US estimates that close to 100,000 North Korean guest workers of whom many are in China and Russia send back $500m a year in hard currency."
--Eins og sést á þessari upptalningu snerist málið um það að ná samkomulagi við Rússland og Kína um ásættanlega niðurstöðu - svo þau lönd beittu ekki neitunarvaldi.
--Greinilegt að sameiginlega hafa Rússland og Kína haldið Norður Kóreu á floti í gegnum árin.
Svar Norður Kóreu var eins og mátti reikna með!
The world will witness how the DPRK tames the U.S. gangsters by taking a series of actions.. >causing< ...the greatest pain and suffering it has ever gone through in its entire history...
Það má alltaf treysta stjórnendum Norður Kóreu til að skjóta langt yfir markið í yfirlýsingum!
Niðurstaða
Ég á persónulega ekki von á því að NK undir stjórn Kim Jong Un - beygi sig í duftið. Það má reyndar velta því fyrir sér hvort að herra Kim geti beygt sig. En hann getur hafa gengið það langt að hann sé búinn að mála sig út í horn, m.ö.o. ófær um að bakka!
--Ég meina innanlands pólitískt séð í samhengi NK!
En refsiaðgerðirnar ættu samt sem áður að gera NK erfiðara um vik að fjármagna sína kostnaðarsömu uppbyggingu eldflauga sem eiga að geta borið kjarnorkusprengjur langar leiðir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2017 | 12:15
Yfir 270.000 Rohingyar hafa flúið Myanmar á tveim vikum - SÞ hefur beðið ríki heims um aðstoð
Um virðist að ræða skipulagðar þjóðernishreinsanir/þjóðarmorð á
UN: We lack the resources to handle the Rohingya crisis
U.N. appeals for aid as Myanmar refugee exodus nears 300,000
UN: We lack the resources to handle the Rohingya crisis
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þetta er þriðja staðfesta loftárásin sem Ísrael framkvæmir á svæðum undir stjórn Damaskus stjórnarinnar í Sýrlandi - en í apríl á þessu ári var önnur ísraelsk loftárás, síðan sú þriðja á sl. ári.
Tvær fyrri loftárásirnar voru gerðar á svæði í grennd við Damaskus flugvöll, að sögn Ísraela sjálfra í þau skiptin til að eyðileggja vopnasendingar sem áttu að berast til Hezbolla: Ísrael virðist hafa gert loftárás á Damaskusflugvöll.
Þetta geta vart kallast - tíðar árásir!
En Ísrael hefur ekki kosið að taka þátt í stríðinu innan Sýrlands!
Syrian Army: Israeli Air Raid Killed 2 Soldiers
Israeli airstrike targets Syrian military site as tensions rise
Israel reported to have bombed Syrian chemical weapons facility
Ef marka má fréttaskýringar - var ráðist að efnaverksmiðju í eigu stjórnvalda í Damaskus og rannsóknarsetur á vegum stjórnvalda í Damaskus.
Skv. þeim ásökunum, var um að ræða rannsóknir á efnavopnum og framleiðsla efnavopna.
Mér virðast það ekki endilega ótrúverðugar ásakanir - enda hefur skýrsla á vegum SÞ ályktað að stjórnin í Damaskus beri ábyrgð á efnavopnaárás á Khan Sheikhun undir stjórn uppreisnarmanna í apríl á þessu ári -- árásin hafi verið framkvæmd af herþotum á vegum Damaskus stjórnarinnar.
Sú árás bendi sterklega til þess að Damaskus stjórnin hafi enn getu til að framleiða efnavopn eða a.m.k. ráði enn yfir einhverjum byrgðum af þess konar sprengjum.
- Hvort að eitthvað sé hæft í ásökunum frá Ísrael að Damaskus hafi verið að útvega Hezbollah efnavopn - er ómögulegt að ráða í.
- Það virðist a.m.k. mögulegt, í ljósi þess hversu algerlega háð Damaskus stjórnin er Íran og Hezbollah.
- En Hezbollah hefur síðan 2013 verið með herlið innan Sýrlands, og frá því um mitt það ár tekið fullan þátt í bardögum -- oft við hlið stjórnarliða Damaskus stjórnarinnar.
--Miðað við það að Damaskus stjórnin sé líklega fullkomlega háð um sína tilvist vilja Íransstjórnar, og bandamanns Írans - Hezbollah.
--En Rússland hefur einungis mjög óverulegt herlið innan Sýrlands.
--Þá sé a.m.k. hugsanlegt að slíkar ásakanir séu sannar.
Það a.m.k. gefur skýringu á árásinni!
- En fyrri árásirnar sem staðfestar eru, virðast hafa verið gerðar á vopnasendingar til Hezbollah.
- Það virðist algerlega rökrétt að Ísrael vilji hindra eftir föngum, að Hezbollah takist að útvega sér verulega hættulegri vopn.
Augljóslega væri það verulega hættulegt fyrir íbúa í Ísrael í grennd við landamæri Lýbanon, ef Hezbollah réði yfir eiturgassprengjum - sem t.d. væri unnt að skjóta með eldflaugum.
Hafandi í huga að Ísrael mundi pottþétt vilja hindra slíka útkomu - virðist slík skýring a.m.k. ekki órökrétt -- þannig hafa nokkurn hugsanlegan trúverðugleika.
Nýlegt kort af stöðunni innan Sýrlands: umráðasvæði ISIS er minna í dag en þarna er sýnt
Sókt að Deir-al-Zor / Skipting Sýrlands framundan?
Syrian army seizes oilfield from Islamic State
U.S.-backed forces, Syrian army advance separately on Islamic State in Deir al-Zor
- Af öðrum fréttum af Sýrlandi er það títt - að Damaskus stjórnin, og hersveitir studdar af Bandaríkjunum sækja að Deir-al-Zor þ.s. sem þessa stundina er aðsetur ISIS.
- Hersveitir á vegum Damaskus stjórnarinnar og hersveitir er njóta stuðnings Bandaríkjanna - virðast sækja að frá sitt hvorum bakka Efrats.
--Spurning hvort það þíði að Efrat verði að landamærum milli umráðasvæð!
Þetta er mjög merkilegt að sókn hersveita nálgist síðustu umráðasvæði ISIS úr tveim áttum!
Damaskus stjórnin hefur verið að sækja frá Palmyra þaðan áfram og hefur verið að taka olíulyndir upp á síðkastið sem ISIS hefur ráðið síðan 2013.
Sveitir er njóta stuðnings Bandaríkjanna hafa nálgast úr annarri átt út frá svæðum undir stjórn Kúrda. Bandaríkin virðast nota Súnníta er fengu herþjálfun í búðum sem sýrlenskir og íraskir Kúrdar virðast hafa rekið fyrir Bandaríkin á sínum umráðasvæðum.
--Ekki um jihadískar hersveitir að ræða m.ö.o.
--Heldur sveitir sem virðast hafa verið búnar til úr engu.
- Mér virðist þetta skýr vísbending um skiptingu Sýrlands.
- Það verði umráðasvæði sameiginlega undir vernd Rússlands og Írans, hvort að Assad verði áfram þar "stjórnandi" eða strengjabrúða - sé háð vilja Írana og Rússa.
- Síðan virðist að Bandaríkin endi með sitt "protectorate" með sýrlenska og íraska Kúrda sem kjarna - 2 kúrdnesk sjálfstjórnarsvæði.
- Tyrkland ræður einnig örlitlu svæði við eigin landamæri.
- Ekki er vitað hver verða endalok svæða undir stjórn - uppreisnar.
En síðustu mánuði virðist að al-Qaeda hafi náð fullri stjórn á svæði norðarlega í landinu - eftir fall Aleppo á sl. ári virðist hafa veikt mjög hópana er ekki voru al-Qaeda tengdir.
Það virðist lítill áhugi á því hjá utanaðkomandi aðilum að eiga nokkur samskipti við al-Qaeda.
Hinn bóginn eru á bilinu 1-2 milljónir Sýrlendinga á því svæði.
--Þ.e. því tregða að ráðast að því svæði, enda íbúar þá líklegir að leggja á flótta.
- Það svæði sé klárlega orðið að - jihadistan!
--Kannski enda hlutir með þeim hætti, að utanaðkomandi aðilar ákveða að amast ekki við því að Rússland - Íran og Damaskus fyrir einhverja rest hefji atlögu að því svæði. - Kannski taka Kúrdar einnig sneið af því.
Annað uppreisnarsvæði er síðan í Suður hluta landsins, þ.s. aðrir hópar ráða.
Mun fámennara svæði!
Niðurstaða
Það ætti engum að koma að óvörum að Ísrael skuli halda áfram sinni langtímastefnu að tryggja sína hagsmuni. En Ísrael hefur alltaf tekið sér þann rétt að fremja loftárásir innan yfirráðasvæða nágranna ríkja - ef Ísrael hefur talið hagsmunum sínum ógnað af einhverri tiltekinni starfsemi.
--T.d. er fræg loftárás fyrir mörgum árum í grennd við Osirak í Írak, þegar virðist að Ísrael hafi lagt í rúst kjarnorkuprógramm á vegum Saddam Hussain.
--Mörgum árum síðar, var gerð loftárás innan Sýrlands með sambærilegu markmiði, þ.s. kjarnorkuprógramm á vegum stjórnvalda Sýrlands virðist hafa verið eyðilagt.
Seinni árin virðist fókus loftárása Ísraelsstjórnar hafa verið starfsemi tengd Hezbollah.
Virðist Ísraels stjórn álíta Hezbollah nú sinn helsta svæðisóvin.
Það ætti ekki því að koma að óvörum að Ísrael hafi eftir 2013 við og við ráðist innan landamæra Sýrlands - enda þátttaka Hezbollah í stríðinu þar augljóst tækifæri fyrir Hezbollah að afla sér hættulegri fyrir Ísrael vopna.
- Síðan virðist mér klárt af rás atburða að öðru leiti innan Sýrlands.
- Að "de facto" skipting landsins í yfirráðasvæði utanaðkomandi velda verði niðurstaða Sýrlandsstríðsins.
Að lokum þess verði Assad ekkert annað en "puppet" þeirra tveggja landa sem deila væntanlega þeim heiðri sín á milli að tryggja öryggi þess hluta Sýrlands.
--Ég held að Assad hafi misst öll raunveruleg völd!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.9.2017 | 02:47
Ríkisstjórn Trumps tapar dómsmáli - dómsniðurstaða leiðir til þess að múslimum er mega koma til Bandaríkjanna fjölgar
Um er að ræða deiluna um þegna 6-tiltekinna múslimalanda sem Donald Trump setti ferðabann á til Bandaríkjanna. Ef einhver man, þá fyrir rest var úrskurðað um það ferðabann af millidómsstigi á þá leið; að tilskipun Trumps var skilgreind lögleg - en í verulega þrengdri mynd.
- Sú lausn þíddi það, að þeir sem teljast hafa tengls við Bandaríkin af þegnum þeirra tilteknu 6-landa, vaoru af dómnum undanskildir bann tilskipun Trumps.
--Slík tengls skv. þeim dómi - gátu verið að hafa starfað fyrir bandarískt fyrirtæki í þeirra eigin heimalandi eða í öðru landi en þó ekki í Bandaríkjunum t.d., eða t.d. hafa fengið inngöngu í skóla í Bandaríkjunum, og auðvitað að hafa fengið varanlega landvist "permanent VISA." - Deilur virðast hafa síðan sprottið upp um það, með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps framfylgdi ofangreindum dómi, og þ.e. um það atriði sem hinn nýji dómsúrskurður fjallar.
- Þ.e. nýi úrskurðurinn - skilgreinir nánar hvað séu tengls við Bandaríkin af því tagi, sem heimila þegnum ríkjanna 6-sem bann tilskipun Trumps gildir fyrir, samt að koma til Bandaríkjanna.
--Þ.e. þeim tileknu þegnum þeirra landa, er geta sýnt fram á slík tengls.
U.S. appeals court rejects Trump's bid to bar most refugees
Deilan virðist hafa snúist um það atriði að ríkisstjórn Trumps kaus að skilgreina hvað töldust vera tengls með þröngum hætti!
"It is hard to see how a grandparent, grandchild, aunt, uncle, niece, nephew, sibling-in-law, or cousin can be considered to have no bona fide relationship with their relative in the United States,"
- Ríkisstjórn Trumps virðist t.d. hafa viljað bannið gilti um einstaklinga sem eru nánir ættingjar einstaklinga sem eru þegnar hinna tilteknu 6 múslimalanda sem bann Trumps gildir um -- sem hafa fengið varanlegan búseturétt innan Bandaríkjanna.
- Skv. því vildi ríkisstjórn Trumps - banna nánum ættingjum einstaklinga frá löndunum 6-sem enn eru ríkisborgarar þeirra landa, en með varanlegan búseturétt innan Bandaríkjanna -- að koma til Bandaríkjanna!
- Vildi sem sagt ekki viðurkenna það, að það að vera náinn ættingi einstaklings með varanlegan búseturétt -- teldust vera form tengsla við Bandaríkin.
- Eins og sést í tilvitnun í dómsorð -- hafnar dómurinn þeirri túlkun algerlega, og formlega heimilar ættingjum þegna þeirra tilteknu 6-landa sem hafa varanlegan búseturétt í Bandaríkjunum, að ferðast til Bandaríkjanna.
"The court also rejected the administrations argument that the written assurances provided by resettlement agencies obligating them to provide services for specific refugees is not a bona fide relationship."
- Þetta vísar til einstaklinga - frá löndunum 6. Sem höfðu verið búnir fyrir gildistöku ferðabanns tilskipunar Trumps. Að óska eftir ferðaheimild til Bandaríkjanna sem flóttamenn. En voru ekki enn búnir að fá formlegt svar -- en þó búnir að fá að vita að mál þeirra væri til formlegrar meðferðar -- en formlegt svar þó enn í pípunum.
- Dómurinn úrskurðar á þann veg, að í slíkum tilvikum að rannsókn á högum þeirra er í gangi, skv. formlegri beiðni þeirra er hafði borist fyrir gildistöku ferðabanns tilskipunar Trumps - stofnunin hefur látið viðkomandi með formlegum hætti að vita að mál þeirra væri til athugunar.
- Þá teljist viðkomandi hafa tengsl við Bandaríkin - þannig að bær stofnun getur þá haldið áfram með mál þeirra tilteknu einstaklinga þeirra mál voru í formlegri meðferð; þannig að þeir geta hugsanlega fengið að ferðast til Bandaríkjanna eftir allt saman.
--Eins og ég skil málið, hafði ríkisstjórn Trumps greinilega ákveðið að fyrst að málum var ekki formlega lokið, þá hefðu þeir einstaklingar engin tengsl við Bandaríkin.
Viðbrögð ríkisstjórnar Trumps við dómnum eru neikvæð!
The Supreme Court has stepped in to correct these lower courts before, and we will now return to the Supreme Court to vindicate the Executive Branchs duty to protect the Nation.
Sem verður sjálfsagt að skoðast með þeim hætti - að ríkisstjórnin ætli sér að halda þessum tilteknu atriðum til streitu.
--M.ö.o. þeim atriðum vísað til næsta dómstigs!
Skv. viðbrögðum talsmannsins lítur ríkisstjórnin svo á að með því að heimila ættingjum þeirra sem hafa sannarlega fengið varanlega landvist innan Bandaríkjanna frá þessum tilteknu löndum.
--Sé dómurinn að setja landsmenn innan Bandaríkjanna í hættu.
Sama afstaða gildi um það að dómurinn opnar á þann möguleika að þeir sem höfðu óskað eftir því fyrir gildistöku banns tilskipunar Trumps að koma til Bandaríkjanna sem flóttamenn.
--Að umfjöllun um mál þeirra, fái að halda áfram, sem opnar á þann möguleika að þeir komi til Bandaríkjanna eftir allt saman.
- Þetta verður að teljast harkaleg afstaða.
Niðurstaða
Ég get ekki skilið afstöðu ríkisstjórnar Trumps en með þeim hætti - að það sé sjálfkrafa álitið valda hættu fyrir þegna Bandaríkjanna; að fjöldi þeirra sem heimilt er að koma til Bandaríkjanna frá - Líbýu, Sómalíu, Jemen, Sýrlandi, Súdan og Íran -- vaxi.
Ég veit ekki til þess að ríkisstjórn Trumps hafi gert nokkra tilraun til þess að sanna slíka staðhæfingu. Nema með afar óbeinni tilvísun til ástands í þeim löndum eða til afstöðu ríkisstjórnar þess lands.
Hinn bóginn, hafa þessi lönd árum saman verið metin - áhættusöm. Þannig að fólk þaðan hefur árum saman þurft að ganga í gegnum - nálarauga skoðun áður en ferðaheimild er veitt.
Ég hef þar af leiðandi ekki betur getað séð en þessi ákveðna afstaða ríkisstjórnar Trumps - lýsi þá samtímis stórfelldri totryggni á hæfni starfsfólks sendiskrifstofa Bandaríkjanna og innflytjendayfirvalda í Bandaríkjunum sjálfum.
--Ríkisstjórnin sé hreinlega að segja að starfsfólk þeirra stofnana sé ófært að gæta öryggis þegna Bandaríkjanna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2017 | 00:17
Bandaríkin hafa lagt fyrir Öryggisráð SÞ - tillögu um stórhertar refsiaðgerðir á Norður Kóreu; en líklega öruggt að Kína beiti neitunarvaldi á þá tillögu
Ef tillaga Bandaríkjamanna næði fram að ganga í Öryggisráðinu - yrði hún þá samstundis alþjóðalög.
Og aðildarþjóðum SÞ - þar með skilt að framfylgja henni.
--Hinn bóginn eins og þekkt er hafa 5-þjóðir neitunarvald í Öryggisráðinu, þar á meðal Kína ásamt Rússlandi.
Mér virðist algerlega öruggt að Kína beiti neitunarvaldi á tillögu Bandaríkjanna, og líklega Rússland einnig.
Ef haft er í huga að Kína heldur á lofti allt annarri tillögu sem er sameiginleg tillaga Kína og Rússlands. En viðbrögð Nikki Hailey fulltrúa Bandaríkjanna innan Öryggisráðsins eru á þá leið að sameiginleg tilaga Kína og Rússlands - sé móðgun!
Auk þess sagði Pútín fyrr í vikunni að frekar refsiaðgerðir á Norður Kóreu svöruðu ekki tilgangi - - en Pútín sagði Norður-kóreumenn frekar mundu éta gras en að gefa eftir.
--Mér virðist viðbrögð Pútíns benda til þess að næsta öruggt sé að Rússland einnig beiti neitunarvaldi á tillögu Bandaríkjanna í Öryggisráðinu.
Lesa má út úr þessari tillögu að það séu Rússland og Kína sem halda Norður-Kóreu uppi!
U.N. mulls oil embargo on North Korea, textile export ban
- "The new draft U.N. resolution would ban exports to North Korea of crude oil, condensate, refined petroleum products, and natural gas liquids."
--"China supplies most of North Koreas crude. According to South Korean data, Beijing supplies roughly 500,000 tonnes of crude oil annually. It also exports 200,000 tonnes of oil products, according to U.N. data. Russias exports of crude oil to North Korea are about 40,000 tonnes a year." - "The new draft resolution would remove an exception for transshipments of Russian coal via the North Korean port of Rajin."
--"In 2013 Russia reopened a railway link with North Korea, from the Russian eastern border town of Khasan to Rajin, to export coal and import goods from South Korea and elsewhere." - The new draft resolution would impose a complete ban on the hiring and payment of North Korean laborers abroad."
--"Some diplomats estimate that between 60,000 and 100,000 North Koreans work abroad. - The draft resolution would ban textiles, which were North Koreas second-biggest export after coal and other minerals in 2016..."
--"Nearly 80 percent of the textile exports went to China." - "The assets of military-controlled airline, Air Koryo, would be frozen if the draft resolution is adopted."
--"It flies to Beijing and a few other cities in China, including Dandong, the main transit point for trade between the two countries. It also flies to Vladivostok in Russia. - "Along with blacklisting North Korean leader Kim Jong Un, the draft resolution would also impose a travel ban and asset freeze on four other senior North Korean officials."
- "The Workers Party of Korea and the government of North Korea would also be subjected to an asset freeze."
- "The draft resolution would allow states to intercept and inspect on the high seas vessels that have been blacklisted by the Security Council."
--"Currently nearly two dozen vessels are listed and the new draft text would add another nine ships."
Niðurstaða
Ef eins og ég reikna fastlega með að Xi Jinping og Pútín fyriskipi fulltrúum sínum í Öryggisráðinu að beita neitunarvaldi gegn tillögu þeirri sem Nicki Hailey lagði þar fram fyrir hönd Bandaríkjanna um stórfellt hertar refsiaðgerðir á Norður Kóreu.
--Þá gæti það stuðlað að frekari versnun samskipta Bandaríkjanna og við Rússland annars vegar og Kína hins vegar.
--Spurning einnig hvort að sú útkoma, sem mér virðist yfirgnæfandi líklegri en ekki, muni einnig auka stríðslíkur milli Bandaríkjanna og Norður Kóreu.
En það gæti vel gerst, ef Rússland og Kína, hindra Bandaríkin í því að ná fram verulegri herðingu efnahagslegra refsiaðgerða á Norður Kóreu.
- En það má sennilega alveg líta svo á að með slíku neitunarvaldi væru Xi og Pútín að taka afstöðu með Kim Jong Un -- gegn Donald Trump.
--Trump mundi líklega ekki taka því vel!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar