Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
30.9.2017 | 21:36
Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði fer fram í Katalóníu gegn vilja stjórnvalda Spánar er reyna allt til að hindra og skemma framkvæmd
Eitt af vandamálunum er stjórnarskrá Spánar frá 1978 er segir - samband héraða við Spán órjúfanlegt. Stjórnarskrárdómstóll Spánar hefur fyrir bragðið lýst atkvæðagreiðsluna ólöglega. Ríkisstjórn Spánar með Mariano Rajoy í fararbroddi hefur ávalt sagt að það komi ekki til greina að heimila eða umbera að atkvæðagreiðslan fari fram.
--Ríkisstjórn Spánar hefur sent 5000 lögreglumenn, með fyrirskipanir um að tryggja að engar kosningamiðstöðvar verði settar upp í opinberum byggingum.
--Í sl. viku var fjöldi embættismanna héraðsstjórnar Katalóníu handteknir, fyrir óhlýðni við spænsk stjórnvöld og fyrir að umbera lögbrot.
--Á sama tíma var hald lagt á mikið magn kjörgagna af hálfu spanskra yfirvalda.
- Spænsk yfirvöld vilja meina að þau hafi lagt meira eða minna í rúst skipulag atkvæðagreiðslunnar.
Þrátt fyrir þetta segja 2/3 bæjar- og borgarstjóra í Katalóníu ætla heimila atkvæðagreiðslunni að fara fram.
--Búist er við miklum mannfjölda á götum og torgum helstu borga Katalóníu á sunnudag er atkvæðagreiðslan skal fara fram.
Og skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar segjast hafa virkjað varaáætlanir, að atkvæðagreiðslan fari fram. Virðist hugmynd skipuleggjenda að nota fjöldann til að torvelda ríkislögreglunni sitt starf.
Spain says most potential voting stations for Catalan vote closed
Catalans occupy 160 schools in bid to allow referendum
What happens after the Catalan vote takes place?
Ef allt fer sem horfir mætast stálinn sinn á sunnudag er atkvæðagreiðslan fer fram!
Áhugaverðasta spurningin snýr að héraðslögreglunni 17th. manna, ef þeir hafa sig lítt frammi er á reynir -- er vafasamt að 5.000 lögreglumenn - sem spænsk stjórnvöld sendu sérstaklega á vettvang, séu færir um að hindra að atkvæðagreiðslan fari fram.
En skipanir liggja fyrir frá spænskum yfirvöldum til lögreglumanna í héraðinu og þeirra sem spænsk yfirvöld sendu sérstaklega á vettvang - að gera allt til að hindra að atkvæðagreiðslan fari fram.
Catalonias economic strength fuels independence push
- Katalónía er auðugasta hérað Spánar, um 19% heildarhagkerfisins.
- Meðalhagsæld íbúa er vel yfir meðaltali spánar.
- Katalónía hafi á að skipa blómlegri iðnaði en önnur héröð Spánar.
- Og hafi Katalónía undanfarin ár fengið til sín hlutfallslega meiri erlendar fjárfestingu en önnur héröð Spánar.
Sumir telja að það sé ekki síst - hlutfallsleg efnahagsleg velsæld Katalóníu, er skapi áhugann á sjálfstæði frá Spáni. En mörgum í Katalóníu finnist blóðugt að sjá skattfé frá héraðinu fara til annarra héraða þ.s. skatttekjur er renna til Madrídar frá Katalóníu eru einnig ofan við meðaltal, vegna hlutfallslegs ríkidæmis héraðsins.
- Þetta auðvitað þíðir að það liggja miklir hagsmunir í því fyrir spænska ríkið, að halda í allt þetta skattfé.
- Og auðvitað fyrir fátækari héröð Spánar, að geta fengið hluta af því skattfé sem styrki frá ríkisstjórn Spánar.
--Líklega sé þar með stuðningur við sjálfstæði Katalóníu óverulegur utan Katalóníu sjálfrar.
Hinn bóginn virðist mér að harkan í nálgun spænskra stjórnvalda sé ekki líkleg til að sefa sjálfstæðisþorsta Katalóna. Það þveröfuga virðist mér sennilegt að ef spönskum stjórnvöldum tekst að hindra það að verulegu leiti að atkvæðagreiðslan fari fram, þá sé það líklegt að gera mörgum katalónskum sjálfstæðissinnum heitt í hamsi.
Niðurstaða
Það er ólíkt til að jafna nálgun stjórnvalda á Spáni og stjórnvalda í Bretlandi. En fyrir örfáum árum heimiluðu bresk stjórnvöld almenna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sú atkvæðagreiðsla eins og flestir ættu að muna fór þannig að naumur meirihluti greiddra atkvæða studdi áframhaldandi samband skotlands við Bretland.
--Bresk yfirvöld höfðu lofað fyrirfram að virða niðurstöðuna hvor sem hún yrði.
Mér virðist það sé alveg möguleiki til staðar að aðfarir spænskra stjórnvalda geti orsakað á einhverjum enda - átök við sjálfstæðissinnaða Katalóna. Þá meina ég átök sem feli í sér eitthvað meira en fjölmennar mótmælastöður á götum og torgum.
--Ef spænsk stjórnvöld vildu vera skynsöm, ættu þau að boða allar héraðsstjórnir Spánar til viðræðna um framtíðar fyrirkomulag sambands þeirra við Spán.
En lausnin getur vel legið í auknu sjálforræði, og því að héröð haldi eftir hluta skatttekna -- í stað þess að féð renni allt til Madrídar og einungis til baka í samræmi við vilja og dynnti stjórnvalda í Madríd.
--En það virðist að deilan við Katalóníu hafi byrjað sem deila um skattfé.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2017 | 12:01
Viðskiptahalli Bandaríkjanna hverfur af sjálfu sér á nk. 20-40 árum
Afleiðing tækniframfara en svokallað "additive manufacturing" eða "3D printing" er talið að verði praktísk aðferð í fjöldaframleiðslu -- margvíslegs neytendavarnings.
--Eftir því sem framleiðsla á varning breiðist út með þeirri aðferð.
--Muni þörf iðnríkja fyrir innflutning dragast saman.
Starfsmenn ING tóku saman eftirfarandi skýrslu: 3D Printing: Threat to global trade.
Þessi mynd er tekin úr henni -- Financial Times fjallaði einnig um málið:
3D printing to wipe out 25% of world trade by 2060 report.
Tvær sviðsmyndir eru dregnar upp!
Sérfræðingar ING segja að miðað við núverandi hraða á þróun þrívíddar-prenttækninnar, þá áætli þeir að 2060 muni útbreiðsla fjöldaframleiðslu með þeirri tækni - minnka alþjóðaverslun um 25%. Helmingur alls fjöldaframleidds varnings verði þá framleiddur með þrívíddar prentun.
Ef fjárfesting í þrívíddar prenttækni 2-faldaðist hver 5 ár mundi hraðinn á þróuninni aukast og sbr. sviðsmynd 2 á myndinni að ofan -- mundu sömu áhrif koma fram 2040.
- Fyrir iðnríkin þíði þetta að innflutningur minnki, að stórfelld aukning verði í varningi sem framleiddur sé í landinu sjálfu.
- Hinn bóginn sé aðferðin ekki mannaflafrek - tækin verði tölvustýrð og algerlega sjálfvirk.
Þannig að þó framleiðslan flytjist heim - skaffi það ekki framleiðslustörf.
Þó einhver fjöldi tæknimanna fái líklega störf við viðhald tækja. Og það verði þörf fyrir einhvern fjölda forritara að auki.
- Fyrir utan er önnur sjálfvirk framleiðslutækni í vexti.
- Ofangreint eru einungis áætluð áhrif af frekari útbreiðslu þrívíddar prenttækni.
--En útbreiðsla róbótískrar framleiðslutækni, en róbótar geta verið margt annað en 3-víddar prentarar, muni fylgja sambærileg áhrif - að færa framleiðsluna heim, að draga úr heims viðskiptum.
--Þessi tækni muni augljóslega breyta heiminum mikið, og langt í frá eru allar þær breytingar auðfyrirsjáanlegar.
Niðurstaða
Eins og ég hef áður bent á, þá sé afstaða Trumparanna í Hvítahúsinu einfaldlega úrelt. Framtíðartækni sé hvort sem er á næstu árum að færa framleiðsluna heim. Að smá þurrka út viðskiptahalla. En án þess að við það skapist þau framleiðslustörf sem Trumparinn hefur lofað.
Ég hugsa að megin áhrif brambolts Trumps verði þau að flýta fyrir þessari þróun.
Ég meina að ef fyrirtækin setja upp nýjar verksmiðjur í Bandaríkjunum.
Verði þær skv. nýjustu tækni - þ.e. eins róbótískar og mögulegt sé, þegar.
- En störfin sem hann lofaði verkamönnumum er kusu hann, líklega verði ekki til.
--Þó framleiðslan færðist að einhverju verulegu leiti til baka.
Það sé hin eiginlega ógn við framleiðslustörf, útbreiðsla framleiðslutækni sem krefjist ekki vinnandi handa.
--Það verði viðfangsefni nk. kynslóða, hvernig á að bregðast við hratt vaxandi atvinnuleysi sem líklega muni verða á nk. áratugum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2017 | 11:59
Erdogan með miklar hótanir á íraska Kúrda í kjölfar almennrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Allt í senn - stjórnvöld í Teheran, Bagdad og Ankara - hafa fordæmt almenna atkvæðagreiðslu í írösku Kúrdahéröðunum um sjálfstæði sem haldin var sl. mánudag. Skv. yfirvöldum í Erbil, höfuðstað íraskra Kúrda - birtist mjög eindreginn vilji íbúa til sjálfstæðis:
Erdogan cranks up warnings after Iraqi Kurdish independence vote
Baghdad piles pressure on Iraqi Kurds to reverse overwhelming independence vote
Erdogan ætlar að funda með stjórnvöldum í Bagdad!
Spurning hvað verður akkúrat rætt á þeim fundi: Turkey will deal with Iraqi central government, PMs to meet soon. Erdogan hefur þegar rætt við Pútín: Erdogan, Putin discuss Iraqi Kurdish referendum - Turkish presidential sources.
Auki bendi ég á þessa frétt: "We have the tap": Turkey's Erdogan threatens oil flow from Iraq's Kurdish area. Olíumarkaðir hafa áhyggjur: Oil climbs as tension over Iraqi Kurdistan rises.
Að mörgu leiti er núverandi ástand besta tækifæri Kúrda til sjálfstæðis, en ríkisstjórn Donalds Trump virðist hafa vopnað sveitir Kúrda enn betur en hafði verið gert í tíð Obama. Og bandaríkin virðast hafa komið sér vel fyrir á svæðum Kúrda -- skv. fréttum birtu tyrknesk yfirvöld kort af 10 bandarískum herstöðvum á svæði Kúrda í Írak.
--Þ.e. vitað þegar svokallað "Euphrates Shield" aðgerð Tyrkja var í gangi á sl. ári, komu bandarískar sveitir sér fyrir á svæði Kúrda nærri því svæði sem Tyrkjaher var - væntanlega til að stoppa í þann möguleika að Tyrklandsher mundi ráðast inn á svæði Kúrda í Sýrlandi.
Sveitir Kúrda hvort sem er í Írak, Peshmerga - eða Sýrlandi, YPG - borið hita og þunga af velheppnaðri gagnsókn gegn ISIS. Og er nú svo komið að sveitir ISIS hafa mestu verið þurrkaðar út í Írak, og umráðasvæði ISIS í Sýrlandi er mjög minnkað.
--Maður veltir fyrir sér hvað Bandaríkin eru að pæla, þá meina ég í lengra samhengi.
En Kúrdahéröðin eru farin að líta töluvert út eins og bandarískt "protectorate."
--Það virðist að Kúrdar geti vel sætt sig við slíkar lyktir mála.
Fyrir bragðið virðist bein hernaðarárás á Kúrda ekki líkleg
En Erdogan getur verið að skipuleggja samræmdar aðgerðir til þess að - efnahagslega svelta Kúrda héröð í Írak. Hótun um að Kúrdar muni bráðum ekki eiga fyrir - brauði í matinn.
- Þess vegna auðvitað hækkar á olíumörkuðum.
En þ.s. héröð Kúrda eru landlukt, þurfa þau á því að halda að olían fari um önnur lönd á leið til markaðar -- leiðsla sem liggur í gegnum Tyrkland, og önnur leiðsla sem liggur til Persaflóa í gegnum Írak.
--Tæknilega unnt að flytja olíu með tankbílum, en mun kostnaðarsamara.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu.
- En löndin í kring hafa skipulega um áratugi hindrað sjálfstætt Kúrdistan.
- Það sé hrun Sýrlands og Íraks, sem geri sjálfstætt Kúrdistan líklega mögulegt.
En Írak, sem enn dreymir um að hindra sjálfstæði Kúrda, Íran sem hefur fjölmenn Kúrdahéröð ásamt Tyrklandi þ.s. býr enn meiri fjöldi Kúrda -- telja sig hafa ástæðu til að kremja sjálfstæðishreyfingar Kúrda hvar sem þær birtast.
--Eftir að funda í Bagdad, ætti Erdogan einungis eftir að funda í Teheran.
--Til að samræma aðgerðir gegn Kúrdum.
Spurning hvort Bandaríkin gera eitthvað? En samræmdar aðgerðir af ofangreindu tagi, gætu ógnað þeirri stöðu sem þau hafa byggt upp í Kúrdahéröðum. Þau gætu sent hjálpargögn og mat með flugvélum, ásamt peningum -- til að halda Kúrdum á floti. Ef þau vilja!
--Það getur vel verið að þau einmitt geri slíkt.
Ekki endilega vegna þess að þau elski Kúrda - heldur lítur vaxandi mæli svo út að Kúrdar séu hentugir bandamenn fyrir Bandaríkin í Miðausturlöndum.
--Að vissu leiti gætu Kúrdahéröð orðið mótvægi við áhrif Írans á svæðinu.
Og með því að hafa áfram herstöðvar í Kúrdahéröðum, geta Kanar hindrað tyrkenska innrás í Kúrdahéröð.
Ekki víst að Bandaríkin hafi gríðarlega áhyggjur yfir pyrring Erdogans.
Niðurstaða
Hvað gerist í kjölfar sjálfstæðisatkvæðis í Kúrdahéröðum í Írak - er fullrar athygli vert. En meðan að Bandaríkin hindra hugsanlega tyrkneska innrás í Kúrdahéröð með staðsetningu bandarísks herliðs á svæðum Kúrda. Þá sé lítið annað í stöðunni fyrir Erdogan - en að samræma efnahagsaðgerðir gegn Kúrdum. Vegna þess að svæði Kúrda eru landlukt geta þær aðgerðir haft mikla virkni.
Bandaríkin á hinn bóginn geta haldið Kúrdum á floti, ef þau kjósa svo.
Í ljósi þess að Kúrdar virðast hafa verið mikilvægustu bandamenn Kana gegn ISIS.
Má vera að það verði einmitt svo -- ráðlegging; fylgjast með fréttum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2017 | 12:29
Stórsigur AfD í Þýskalandi flækir myndun næstu ríkisstjórnar Angelu Merkel! Ekki rétt að Merkel hafi búið til flóttamannakrísuna, en hún brást hún rétt við henni?
Ákvörðun Angelu Merkel sumarið 2015 að opna landamæri Þýskalands fyrir innflytjendum er mjög víða misskilin - en sú ákvörðun hefur verið ákaflega harkalega gagnrýnd. En útkoman varð sú að liðlega 1 milljón hælisleitenda og flóttamanna streymdi til Þýskalands.
- Málið var að Merkel var í ákaflega þröngri stöðu - gat einungis valið milli slæmra kosta.
--Spurningin var einungis - hvað var verri kosturinn. - En til að ryfja upp, hófst Sýrlandsstríðið 2011 - rúmlega 5 milljón Sýrlendinga flúðu átökin til nágrannalanda, flestir til Tyrklands en margir einnig til hinna nágrannalandanna.
- Frá og með 2012 var vaxandi straumur flóttamanna frá Sýrlandi til Evrópu - það bættist við annað aðstreymi fátæks fólks lengra að í atvinnuleit.
- Aðstreymið var þegar orðið mjög mikið 2014.
--Það var um haustið og veturinn það ár, sem kröfur Ítalíu og Grikklands, á þann veg að önnur ESB aðildarlönd deildu vandanum, urðu mjög háværar - en önnur ESB aðildarlönd höfðu fram að þeim tíma pent látið sem flóttamannavandinn væri ekki til, ekki tekið við flóttamönnum frá Ítalíu og Grikklandi, þar sem flóttamönnum fjölgaði hratt.
--Framvkæmdastjórn ESB samdi drög að samkomulagi þ.s. aðildarlöndin mundu deila flóttamönnunum milli sín í samræmi við reikniformúlu er tók mið af stærð lands og fjölmenni -- um vorið 2015 fór fram ein af þessum stóru ráðstefnum meðlimalanda ESB þ.s. rætt var slíkt samkomulag.
--Lyktir þess fundar var að það samkomulag var samþykkt í veginni atkvæðagreiðslu - gegnt andstöðu sérstaklega Ungverjalands.
- Þegar á reyndi neitaði forsætisráðherra Ungverjalands að taka þátt í samkomulaginu, og lokaði landamærunum snarlega.
--Samkomulagið hrundi þá um leið, því fj. annarra landa hætti þá einnig við þátttöku.
- Þegar þarna kom við sögu, sögðu fulltrúar Grikklands og Ítalíu Merkelu það -- að löndin mundu opna landamæri sín, heimila flóttamönnum að vafra yfir þau eins og þeim sýndist.
- Þegar þarna kom við sögu voru mörg hundruð þúsund flóttamanna og hælisleitenda staddir í Ítalíu og Grikklandi.
- Merkel tók þá snögga ákvörðun - án þess að ræða hana við fulltrúa landa í sínu næsta nágrenni, að taka við flóttamönnum er voru komnir til Grikklands og Ítalíu.
Þetta var auðvitað biðleikur hjá henni - en um sumarið 2015 hóf Merkel viðræður við Tyrkland.
En sumarið 2014 hafði megin flóttamannastraumurinn legið yfir Miðjarðarhaf. En vorið og sumarið 2015 lá hann þess í stað gegnum Tyrkland og yfir Marmarahaf til Grikklands.
Þó það væri gagnrýnt af mörgum þá náðist um haustið 2015 samkomulag við Erdogn af Tyrklandi, samkomulag sem tók gildi um vorið 2016 og hefur síðan virst nokkurn veginn virka.
- Ég veit þessa hluti vegna þess að ég hef fylgst mjög vel með fréttum af krísum innan ESB.
Margir hafa spurt sig, af hverju tók Merkel þessa ákvörðun?
- Hún var náttúrulega undir tímaþrýstingi, þ.e. Ítalía og Grikkland voru að opna landamæri sín í norður átt, hleypa hundruðum þúsunda flóttamanna lausum -- til að vafra um Evrópu.
- Þessi ákvörðun Grikklands og Ítalíu var augljós ógn við -- fyrirkomulag um ferðafrelsi innan ESB og opin landamæri milli aðildarríkjanna.
- En Grikkland og Ítalía - voru sjálf stödd í örvæntingar-ástandi. Þ.s. önnur aðildarlönd höfðu hreinlega fram að þeim tíma - leitt krísuna hjá sér. Meðan hafði vandinn safnast upp innan Grikklands og Ítalíu.
--Það var eins og að fj. fólks í Þýskalandi hefði aldrei frétt af flóttamannakrísu fyrr en sumarið 2015.
--Samt hafði hún verið að hrannast upp árin á undan.
--Köllum þetta, neyðarákvörðun Grikklands og Ítalíu, til að kalla fram viðbrögð. - Með því að ákveða að hleypa fólkinu til Þýskalands -- getur verið að Merkel hafi bjargað mikilvægum þætti innra markaðar ESB, þ.e. opnum landamærum.
--En um haustið 2015 fór fj. aðildarlanda ESB að loka landamærum sínum við Grikkland og Ítalíu.
--Klárlega var - Innri Markaðurinn sjálfur í stór hættu. - En með því að taka við 1.000.000 flóttamönnum rúmlega, þá minnkaði Merkel þrýstingin á - Innra-markaðinn, keypti sér sennilega tíma sem hún notaði til að semja við Erdogan! En Innri-markaðurinn er mjög mikilvægur fyrir þýskt atvinnulíf.
--Hann var greinilega í stórhættu.
--En viðbrögð hinna landanna hefðu örugglega orðið mun stærri, ef Þýskaland hefði ekki það ár tekið við bróðurparti aðstreymisins.
Um haustið og veturinn var síðan samið við Erdogan, og það samkomulag tók gildi snemma árs 2016.
Það var erfitt samkomulag, þíddi m.a. að ESB neyddist til að opna aftur á aðildarviðræður við Tyrkland -- þrátt fyrir að Tyrkland sé víðs fjarri því að uppfylla reglur ESB.
Kröfur Tyrklands leiddu auðvitað til þess að það tók allan veturinn að ná samkomulagi.
- En samkomulagið virðist virka.
- Það sést á því, að miklu færri flóttamenn hafa síðan streymt til ESB, þ.e. 2016 og 2017.
Sumarið 2017 hefur Merkel ásamt forsætisráðherra Ítalíu, verið að vinna með stjórnendum í Tripoli í Líbýu, til að minnka steymi flóttamanna yfir Miðjarðarhaf.
Það virðist hafa virkað a.m.k. að einhverju leiti: Spurning hvort Evrópuvirkið gegn flóttamönnum - gangi upp?
Mín skoðun er sú að Angela Merkel hafi gert sitt besta í þröngri stöðu.
Og lít ekki á harðar fordæmingar sem sanngjarnar!
- Merkel svaraði blaðamönnum sl. mánudag þannig: "If I consider that decision again, and think of what the alternatives were, for example using water cannon [on the refugees], I come to the conclusion that it was the best decision,"
- "But she was also at pains to stress her belief that the situation would not be repeated, due to mechanisms that had since been put in place, including humanitarian aid and the EUs controversial refugee deal with Turkey."
Mér virðist aðstæður raunverulega breittar, þ.e. samkomulagið við Tyrkland virðist halda. Flóttamenn hætta samt ekki að streyma að, en þeir hafa ekki gert það í nærri sama fjölda og áður en samkomulagið við Tyrkland tók gildi.
--Það samkomulag var algerlega verk Merkelar - mjög gagnrínt af mörgum, en virðist ganga upp.
En útkoman er sú að AfD vann stórsigur og Merkel er í erfiðri stjórnarmyndun!
- Kristilegir Demókratar....33%
- Þýskir kratar.............20,5%
- AfD.......................12,6%
- Frjálsir Demókratar.......10,7%
- Vinstri....................9,2%
- Grænir.....................8,9%
- Aðrir flokkar samanlagt....5,1%
En eftir mikið fylgistap vilja kratar ekki lengur stjórnarsamstarf. Þannig að Merkel þarf að mynda stjórn með Frjálsum Demókrötum og Grænum. Og það verður alls ekki auðvelt, þar sem stefna þeirra flokka í atriðum er á víxl. T.d. sé stefna Frjálsra og Græningja þveröfug í málefnum flóttamanna.
Germanys Jamaica option an arduous route for coalition hopefuls
Merkel faces tough coalition talks as nationalists enter German parliament
Merkel starts challenging task of trying to form coalition government
Það sem virðist hæfileiki Merkelar er að - finna miðjuna í pólitísku samstarfi.
Þannig að reikna má væntanlega með því að - stefnan gegn flóttamönnum verði harðari að einhverju leiti, en ekki að miklu leiti.
Frjálsir Demókratar vilja lægri skatta og setja sig fram sem atvinnulífsflokk.
Meðan að græningjar leggja áherslu á að leggja af kolabrennslu og flýta fyrir afnámi sprengiheyfla í bifreiðum.
--Það er búist við löngum samningaviðræðum.
--En talsmenn beggja flokka á mánudag þó þeir áður hafi talað niður þennan möguleika - voru gætnir í orðum, og lögðu á mánudag áherslu á hvað þeir séu sammála um, meðan þeir fóru færri orðum um ágreiningsmál en áður.
M.ö.o. virðast báðir nú vilja láta á það reyna hvort stjórnarmyndun með Kristilegum Demókrötum Merkelar gangi upp.
Niðurstaða
Til lengri tíma litið er hið eiginlega vandamál -tel ég- það að Miðjarðarhafið er fært yfir á litlum bátum -- nokkurn veginn hvar sem er frá suðurströnd Miðjarðarhafs. Það koma stormar við og við, en þeir eru ekki með tíðni storma á Atlantshafi né yfirleitt af sambærilegum vindstyrk. Oftast nær séu ríkjandi staðvindar stöðugir - breytilegir eftir árstímum. Veður flesta daga árs, mild. Síðan bætist við að fjarlægðir yfir ef siglt er beint í norður eru ekki það stórar.
Flóttamenn hafa margar leiðir yfir Miðjarðarhafið yfir til Evrópu. Þær auðveldustu eru þær stystu. En þeir geta alveg siglt beint til Frakklands - ef t.d. Frakkland lokaði við Appenina fjöll.
--Til þess að halda aftur af straumnum, þarf ESB líklega að múta stjórnvöldum allra landanna á strönd N-Afríku, með drjúgum fjárframlögum.
--Sl. sumar hefur ESB verið að styrkja stjórnina í Tripoli í Líbýu með slíkum fjárframlögum, gegnt því að þau hindri flóttamenn í því að leita út á hafið.
--En þess gætir þegar, að flóttastraumurinn sé að leita annarra leiða ekki síst yfir til Spánar. En öll suður-ströndin -ég ítreka- er fær yfir.
- Aftur á móti er engin leið að vita hversu vel slík lausn dugar til lengdar. Þar sem að flóttamenn eða fátækt fólk á leið til Evrópu þá safnast upp í þeim löndum í staðinn.
--ESB þyrfti þá væntanlega stöðugt að auka fjárframlög til landanna í N-Afríku.
--Eða að búa við þann möguleika, að þau slepptu snögglega miklum fjölda fólks yfir hafið.
Þetta auðvitað þíðir að ríkisstjórnir landanna á svæðinu, ekki einungis Tyrkland -- verða með öfluga leið til þess að kríja út peninga frá ESB.
En á sama tíma er erfitt að koma auga á hvað annað ESB getur gert.
Því klárlega vilja íbúar Evrópu margir hverjir ekki fá þetta fólk til sín.
En auðvelt er að sjá að uppsöfnun flóttamannabúða verður stórfelld í framtíðinni.
Þegar innan Líbýu blasir við sú útkoma að þeim er haldið við hræðilegar aðstæður.
--Þ.e. einmitt ein hættan, að þetta verði að -einangrunarbúðum- sbr. "concentration camps" með vopnuðum vörðum - varðturnum, gaddavír - jafnvel rafmagnsvír.
--Eiginlegum fangelsum fyrir flóttamenn.
Erfitt er að sjá að til lengri tíma ef sú er raunin að endirinn sé líklegur að vera góður.
Mér finnst líklegt að stór mannlegur harmleikur sé framundan, það getur tekið áratug fyrir krísuna að hefjast fyrir alvöru, en að þeim tíma liðnum gæti meira eða minna öll N-Afríka sprungið.
En auðvelt er að sjá að uppsöfnunin getur smám saman farið að ógna samfélagslegum friði innan landanna í N-Afríku - m.ö.o. ógnað innri stöðugleika þeirra landa fyrir rest, en talið er að fjölmennar flóttamannabúðir Palestínumanna innan Líbanon hafi raskað jafnvæginu í því landi og leitt til borgarastyrrjaldarinnar þar er stóð allan liðlangan 9. áratuginn.
--Sambærilegir hlutir gætu endurtekið sig í allri N-Afríku!
--Þá auðvitað mundi allt kerfið til varnar flóttamönnum þá endanlega hrynja í rjúkandi rústir.
-----------------
Fyrir utan þessar pælingar þá verður áhugavert að fylgjast með tilraunum Merkelar að mynda stjórn eftir kosningar. Það lítur ekki út fyrir að verða líklega auðvelt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2017 | 21:01
Frá hverjum mun enn nafnlaus flokkur Sigmundar Davíðs taka fylgi?
Augljósa svarið mundi einhver segja - frá Framsóknarflokknum; en það má alveg íhuga þá spurningu.
Sjá bloggfærslu Sigmundar Davíðs: Bréf til Framsóknarmanna, Sigmundur Davíð.
--En það má einnig velta því upp hvort SDG taki hugsanlega fylgi frá - Flokki Fólksins!
Eins og sést af lestri skýringa Sigmundar Davíðs, þá er hann með óskaplega harkalegar ásakanir gegn starfsfólki á skrifstofu Framsóknarflokksins og hugsanlega einhverju leiti að því fólki er vann fyrir Framsóknarflokkinn á umræddu flokksþingi -- sbr. ásakanir á þann veg að fólk hafi ekki fengið að mæta á þingið.
--Þ.s. ég var ekki þarna sjálfur, í það sinnið - ég get ekki svarað fyrir þetta.
--Hitt veit ég að hvert flokksfélag fær ekki að fara inn með nema ákveðinn fjölda, í hlutfalli við fjölda félaga í því félagi -- og það situr fólk í andyri og fer yfir lista með nöfnum, þegar fólk mætir og vill fá að fara inn í salinn; en þangað eðlilega mega einungis fara skráðir fulltrúar.
--Skv. þessum ásökunum, mætti fólk sem taldi sig vera í rétti til að mæta, en fékk ekki.
Fyrir þessu liggja að sjálfsögðu engar sannanir - einungis að því er virðist orð aðila er telja sig hafa verið fulltrúa með rétti, en skv. þeim lista er lá fyrir - voru þeir ekki slíkir!
--Enginn hefur stigið fram og viðurkennt að listum hafi verið skipt.
--Ég veit ekki betur en að listum sé skilað með tilteknum fyrirvara á skrifstofu flokksins.
Þá væntanlega beinist ásökunin að skrifstofu flokksins - meðan SDG sjálfur var þar enn formaður.
Fyrir utan þetta, virðist Sigmundur Davíð - taka því ákaflega harkalega ef einhver býður sig fram gegn honum í NA-Kjördæmi, en skv. hans orðum er það gerðist síðast - var það aðför að hans persónu.
--Nýverið kynnti Þórunn Egilsdóttir um framboð í 1. sæti í NA-Kjördæmi gegn Sigmundi Davíð - eins og sést af lestri greinar Sigmundar Davíðs - virðist hann taka því afar illa!
"Nú býður sami þingmaður sig fram aftur. Sem fyrr hvattur til dáða af þingmönnum flokksins í Suðurkjördæmi og öðrum úr hópnum sem staðið hafa að fyrri atlögum." - Öllu skynsömu fólki má vera ljóst hversu vitlaust það er að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eyða þeim skamma tíma sem er fram að kosningum í tilraun til að hrekja burtu þá sem ekki dansa eftir pípu hópsins sem endurheimti fyrri völd í flokknum fyrir ári."
M.ö.o. tekur hann þessum mótframboðum afar afar - illa! En hann virðist túlka það mótfamboð sem skipulagða atlögu að hans persónu -- eins og hann virðist túlka fyrra mótfamboð.
Hann talar einnig um mótframboð gegn Gunnari Braga í sama stíl.
"Atlagan að Gunnari Braga Sveinssyni er þegar langt komin, skipulögð og framkvæmd af þeim sem sáu um atburðarásina á flokksþinginu."
Það áhugaverða er að Gunnar Bragi hefur líst því yfir, að hann bjóði sig áfram fram fyrir Framsóknarflokkinn: Gunnar Bragi stefnir á sæti hjá Framsókn.
--Gunnar Bragi skv. því tekur ekki mótfamboði eins illa og SDG.
--Gunnar Bragi m.ö.o. ætlar að vera áfram í Framsókn.
- En ég fæ ekki betur séð, að það sem SDG talar um sem sannanir fyrir því að - - áfram sé skipulega vegið að sér, séu mótframboð gegn honum og þeim sem hann lítur á sem sitt fólk.
- Áhugavert ef SDG er að taka þeim mótframboðum það illa, að þau séu kornið sem að hans mati fylli mælinn og geri honum ófært um að vera áfram í Framsóknarflokknum.
Takið t.d. eftir því sem hann skrifar undir fyrirsögn: Valkostirnir.
--En það virðist sem sagt að hann líti á þetta allt sem persónuárásir, sbr. mótframboð - það að þurfa að standa í því að verja sitt sæti innan flokksins "sem vart er sérstaklega óvenjulegt í ísl. pólitík" - og þær útstrikanir er hann varð fyrir er voru nærri nægilega margar til að færa hann niður um sæti.
--Fyrir utan virðist hann ósáttur við ríkjandi stefnu flokksins, en segir þó ekki í hverju.
--Og hann virðist ósáttur við stöðu flokksins, sem hefur takmörkuð áhrif þessa dagana.
Til samans sé þetta það sem hann hafi ekki áhuga á að taka þátt í.
- Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað hann vill.
--En Framsókn þarf alltaf að semja við aðra flokka um stefnumál, ef mynda á samstjórn með öðrum.
--Og ráðuneyti eru ekki endilega mörg, þegar ekki er um að ræða 2-ja flokka stjórn.
- Hann talar um, róttæka rökhyggju sem stefnu.
--Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað það er.
Rétt að hafa í huga að Framsókn hefur aldrei almennt séð verið róttækur flokkur.
Róttækni og miðju-stefna, fer ekki saman! - Hann vill flokk sem stendur með því sem er rétt, og treystir sér til þess þó á móti blási.
--Það hljómar sem að ekki sé um miðjuflokk sem hann vill stofna.
--En róttækir flokkar með róttæk sjónarmið af einhverju tagi, geta tæknilega staðið vörð um þau -hvað sem tautar og raular- en það virkar yfirleitt ekki nema flokkar slíkir haldi sig utan ríkisstjórna.
Annars þurfa þeir að semja um mál, veita málamiðlanir.
En róttækni og málamiðlanir yfirleitt fer ekki saman. - Hann vill flokk sem standi vörð um grunngildi en standi þó fyrir framförum.
--Alltaf spurning hvað menn meina með grunngildum.
En ef hann spilar inn á þjóðernishyggju - þá yrði fljótt ljós ein möguleg meining.
Ef maður tekur mið af orðum Sigmundar Davíðs - gæti verið að hann sæki frekar að Flokki Fólksins! En mér virðist fljótt á litið stefna SDG töluvert önnur en dæmigerð Framsóknarstefna
En það fer afar oft saman að flokkar sem segjast standa vörð um grunngildi - taki þjóðernis sinnaðan pól á þá meiningu. Grunn-gildin m.ö.o. séu þjóðleg.
--Það má þó nálgast á fleiri en einn veg.
En þ.e. til jákvæð þjóðernishyggja, slík gæti t.d. lagt áherslu á þætti í þjóðlífi sem taldir eru í hættu á að glatast -- og/eða á vörn tungumálsins, sem gæti birst í aukinni áherslu á tungumálakennslu og áherslu á að verjast áhrifum ensku.
Neikvæð þjóðernishyggja gæti tekið þann pól í hæðina, að leggja áherslu á aðstreymi erlends fólks til Íslands - að teikna upp þá mynd af slíku fólki að það ógni íslenskum hefðum, gildum, ísl. tungu o.s.frv.
--Það liggur ekki fyrir hvorn pólinn SDG tekur.
Ekki hefur a.m.k. komið fram nokkuð þekkt nafn sem fer fram með SDG í hinn nýja flokk.
--Enginn þingmaður virðist ætla að fylgja SDG, a.m.k. enginn enn stigið fram.
--Lilja varaformaður sagðist harma ákvörðun Sigmundar Davíðs.
Ef það er rétt, að ónefndur flokkur Sigmundar Davíðs sæki fylgi til þjóðernissinnaðra Íslendinga.
Þá gæti hann einmitt reitt einhver atkvæði af Flokki Fólksins.
- Framsóknarflokkurinn ætti að eiga ágæta möguleika á því að verjast slíkri aðsókn -- með því að færa flokkinn til vinstri; t.d. leggja áherslu á velferðarmál.
- Bendi á að flokkurinn titlaði sig - velferðarflokk og félagshyggjuflokk, lengi á 10. áratugnum.
--Það gæti veitt Framsóknarflokknum tækifæri til að sitja í vinstri-stjórn sem líklega er framdunan!
--En sögulega séð hefur Framsóknarflokkurinn ávalt grætt fylgi á vinstri stjórnarsamstarfi.
Hinn bóginn verður Framsóknarflokkurinn líklega óvenju veikur flokkur í þetta sinn.
Það gæti veikt samningsstöðu hans og áhrif innan slíks samstarf.
Slíkt auðvitað skilar sömu áhrifum í samstarfi til hægri.
Niðurstaða
Mín skoðun er að Framsóknarflokkurinn ætti að verjast afleiðingum þess áfalls sem brottför Sigmundar Davíðs getur reynst vera, með þeim hætti að leggja áherslu á félagsleg málefni í komandi kosningum.
Eða með öðrum orðum, á velferðarmál.
En Framsókn hefur sögulega oft farið fram með þess konar áherslur.
Ef flokkur SDG væri á sama tíma með - þjóðernissinnaðar áherslur.
--Þá skapaðist nægileg fjarlægð milli þeirra flokka.
Þannig að flokkur SDG gæti þá í staðinn, orðið að ógn fyrir Flokk Fólksins, svokallaðan.
Brottfar SDG getur verið tækifæri fyrir Framsókn að horfa til vinstri.
En nú er vinstri sveifla akkúrat í augnablikinu, fólk horfir mjög til þarfar fyrir velferðarúrræði.
--Mig grunar í þessu geti legið tækifæri fyrir kosningarnar framundan.
Flokkurinn getur vart stefnt að öðru en að ná hugsanlega sama fylgi og síðast.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2017 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2017 | 13:45
Stefnir í drottun Vinstri Grænna í íslenskri pólitík? Vinstri stjórn eftir kosningar?
Eiginleg kosningabarátta er ekki hafin hjá flokkunum - en ef kosningar eru nærri mánaðamótum október/nóvember, hafa stjórnmálaflokkar ekki íkja mikinn tíma til þess að hreyfa að ráði til þá stöðu í könnunum er virðist birtast þessa dagana!
--Kosningabarátta á eftir klárlega að vera snörp og óvægin.
--Miðað við þessar tölur eru mál þau er fjölskylda formanns Sjálfstæðisflokks tengist að skaða.
Margir möguleikar í stjórnarmyndun
Ef fylgisstaða VG er raunverulega þetta sterk upp úr kjörkössum!
Þá væri VG a.m.k. á nk. kjörtímabili - verulega drottnandi flokkur í íslenskri pólitík. Og væri þá sá flokkur kominn í enn sterkari stöðu en Samfylking var um hríð undir stjórn - Sollu. Samfylking fékk einnig mikið fylgi í fyrstu kosningunum er haldnar voru eftir hrun þ.e. 2009. En hefur síðan hrunið og fátt bendi til þess að Samfylking eigi raunhæfa möguleika að rétta úr sér.
--En nú er eins og að kjósendur ætli að flykkja sér um VG.
--Eins og kjósendur flykktu sér um Samfylkingu þegar Jóhanna fór fyrir þeim flokki 2009.
- VG + Píratar + Samfylking - skv. þessu hafa mjög nauman meirihluta saman.
- En Framsókn eða Flokkur Fólksins geta tæknilega komið í stað Samfylkingar, og gefið traustari meirihluta.
- Persónulega mundi ég telja það geta a.m.k. tæknilega gengið upp, þ.e. VG + Píratar + Framsókn.
--Ef Framsókn treystir sér til.
--Og ef sæmilegur friður helst innan Framsóknar.
3-ja flokka stjórnir hafa oft starfað á Íslandi.
Síðasta stjórn var 3-ja flokka en með naumasta mögulega meirihluta.
3-ja flokka stjórnir með styrkari meirihluta hafa stundum náð að starfa allt kjörtímabil sitt.
Erfitt er að sjá að Bjarni Ben mundi vera formaður Sjálfstæðisflokks áfram ef þetta er útkoman!
Þeir sem þekkja vel til Sjálfstæðisflokks - mega koma með tillögur um það hver yrði hugsanlega næsti formaður. En ég á mjög erfitt með að sjá að BB - geti pólitískt séð lifað það af ef niðurstaða kosninga yrði nærri niðurstöðu nýjustu könnunar Félagsvísindastofnunar, könnun unnin fyrir MBL.
Niðurstaða
Það yrðu óneitanlega risastór pólitísk tíðindi á Íslandi ef VG - yrði langsamlega stærsti starfandi flokkurinn á þingi. Jafnvel þó það yrði einungis tímabundin útkoma, þ.e. eitt kjörtímabil. Þá væri það algerlega einstök staða fyrir þann flokk á Íslandi - sem er lengt til vinstri af starfandi þingflokkum.
En fyrirrennarar VG - aldrei nokkru sinni náðu þeirri stöðu.
Um hríð náði Samfylking að veita Sjálfstæðisflokki harða samkeppni, en sá flokkur var mun nær hinni pólitísku miðju stjórnmála.
Ef kosninganiðurstaða væri með þeim hætti að 3-ja flokka vinstri stjórn sé möguleg.
Væri það nánast öruggt sennilega að af slíkri stjórn mundi vera, auk þess að það mætti slá því föstu að formaður VG yrði í slíku tilviki forsætisráðherra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2017 | 19:25
Pútín að eftirláta Erdogan heilt hérað innan Sýrlands?
Rakst á þessa frétt við lestur erlendra frétta, en um er að ræða að Erdogan forseti Tyrklands var til svara er fréttamenn beindu að honum spurningum.
--Hann var á leið til fundar við Pútín að ræða frekar málefni Sýrlands.
--En 2 svör sem hann gaf eru virkilega áhugaverð!
Turkey to deploy troops inside Syria's Idlib - Erdogan
Hljómar sem að Pútín hafi samþykkt skiptingu á Sýrlandi
- "Under the agreement, Russians are maintaining security outside Idlib and Turkey will maintain the security inside Idlib region,"
- "The task is not easy ... With Putin we will discuss additional steps needed to be taken in order to eradicate terrorists once and for all to restore peace."
Erfitt að skilja svar Erdogans með öðrum hætti en að Pútín hafi lofað Tyrklandi - Idlib héraði.
Erfitt að skilja svar Erdogans með öðrum hætti en þeim að hann ætli í framtíðinni að senda tyrkneskar hersveitir inn í það hérað.
Síðan sl. sumar virðast fréttir benda til þess að hreyfing tengd al-Qaeda hafi Idlib hérað á valdi sínu, eftir að hafa stökkt á flótta eða ráðið niðurlögum annarra hópa innan svæðisins.
--En áður var þarna kraðak af mismunandi hópum.
--En við fall Aleppo borgar á sl. ári virðast hópar er áður voru sterkir hafa orðið fyrir miklu tjóni.
Það má velta því fyrir sér hvort Erdogan hafi samþykkt að taka við héraðinu, til þess að stöðva framrás kúrdneskra hersveita er hafa sl. 2 ár sífellt verið að stækka sitt yfirráðasvæði.
En mér sýnist hugsanlegt að ef Tyrklandsher stjórnar Idlib héraði -- sé settur tappi í hugsanlega drauma Kúrda til að ná til sjávar, alla leið.
- Hver veit - en a.m.k. losar Pútín sig við óþægilega pyllu.
- Það á auðvitað eftir að koma í ljós - hversu vel Tyrklandsher mundi ganga við það verk að ráðst inn í héraðið, en skæruliðar þeir sem þar ráða eru væntanlega eftir margra ára stríð orðnir afskaplega mjög - bardagareyndir.
- Ég held það sé langt síðan að Tyrklandsher hefur tekið þátt í alvarlegum bardögum.
--En með því að selja frá sér héraðið, þá þarf Pútín væntanlega ekki að hugsa um það frekar.
Niðurstaða
Spurning hvort það sé einfaldlega ekki snjallt af Pútín - að koma Idlib héraði yfir á Erdogan, fyrst að Erdogan virðist hafa haft vilja til að taka við því. En það mun örugglega kosta töluvert erfiði fyrir Tyrklandsher að ráðast þar inn og taka öll völd.
Það á auðvitað eftir að koma fram að hvaða leiti Erdogan er í raun og veru tilbúinn í slík stórræði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2017 | 19:35
Uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran væri slæm hugmynd fyrir Bandaríkin
Skv. fréttum er Donald Trump að íhuga hugsanlega uppsögn svokallaðs 6-velda (Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland, Bretland, Þýskaland) samkomulags við Íran: U.S. weighs whether to stay in Iran nuclear deal.
Sjá fyrri umfjöllun: Ég fagna samkomulagi Vesturvelda og Írans - Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!.
Helsta gagnrýnin á samninginn hefur verið á þá leið að hann útiloki ekki að Íran síðar meir geti hugsanlega að nýju endurreist sitt kjarnorkuprógramm.
--Það er algerlega rétt!
Trump og hægri sinnaðir Repúblikanar hafa kallað samninginn, einhliða Íran í hag og ósanngjarnan.
--Trump gekk svo langt í kosningabaráttu sinni að kalla Íran helstu uppsprettu óstöðugleika og hryðjuverka í Mið-austurlöndum, samninginn við Íran - hræðileg mistök.
Skv. Reuters virðist talið Trump hallast að afsögn samningsins, en talið líklegast að hann snúi málinu þannig - að hann muni lísa því yfir að Íran hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins.
--Síðan láta það til þingsins að segja samningnum upp.
Átök við Íran hefðu það alvarlega afleiðingar að ég tel þau óhugsandi
Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!
Vandamálið sem gagnrýnendur átta sig ekki á, er hve veik staða Vesturvelda var!
- Niðurstaða samnings sýni að samningsstaðan gagnvart Íran var einfaldlega veik - þ.e. tilraunir til að stöðva prógramm Írans höfðu allar beðið skipbrot.
- Íran var þrátt fyrir allar þær tilraunir mjög nærri því að ráða yfir nægu magni auðgaðs úrans til að geta hafið smíði kjarnasprengju -- þ.e. úrans sprengju, en kjarnasprengju má einnig smíða með plútoni svokallaða plútonsprengju.
Málið er að Íran hafði lært af mistökum annarra, sbr. og komið mikilvægustu þáttum sinnar áætlunar fyrir í fullkomlega sprengjuheldum byrgjum - undir fjöllum Írans.
--Þ.s. líklega ekki einu sinni kjarnasprengja hefði getað grandað þeim.
Bandaríski herinn var búinn að áætla, þ.e. í tíð George Bush, hvað þyrfti til að tortíma kjarnorkuprógrammi Írana -- George Bush lét ekki til skarar skríða.
--En áætlunin gerði ráð fyrir innrás á bilinu 40-60þ. manna herliðs bandarísks er mundi taka mikilvæg svæði í Íran þ.s. mikilvægir þættir kjarnorkuáætlunarinnar væru, og eyðileggja þau mannvirki.
--Síðan mundi herinn yfirgefa Íran.
- Augljóslega hefði slík aðgerð mjög miklar afleiðingar - þaðan í frá. Bandaríkin væru þá stödd í stórfelldri Mið-austurlanda styrrjöld.
- Og ég er nokkuð viss, að Íranar mundu reynast miklu mun erfiðari andstæðingar heldur en her Saddams Hussain -- fyrir utan að Íran er mjög fjöllótt.
- Og Íran mundi án vafa gera allt til að starta kjarnorkuprógramminu aftur í slíkri sviðsmynd, og líklega takast að smíða sprengju í formlegu stríðsástandi við Bandaríkin.
--Vart þarf að nefna hve hættuleg staða það gæti orðið.
Niðurstaðan er m.ö.o. sú að það var hreinlega ekki mögulegt að stöðva Íran.
Þannig að það varð að reyna "Blan B" að bjóða Íran -- gulrætur til að stoppa kjarnorkuprógramm sitt.
- Ég hef ekki heyrt neitt það "Plan C" frá gagnrýnendum sem líklega skilaði annarri niðurstöðu en þeirri.
- Að Íran mundi ræsa kjarnorkuprógramm sitt að nýju og fljótlega verða kjarnorkuveldi eins og Norður Kórea.
- Niðurstaða - að Bandaríkin væru þá stödd í tveim kjarnorkudeilum/krísum.
Það sé afar ósennilegt að Evrópa mundi fylgja Bandaríkjunum.
Ef Bandaríkin einhliða segja samkomulaginu upp fyrir sína parta.
Macron um daginn, varaði Trump við afsögn samningsins.
Benti einmitt á þá afleiðingu, að slík afsögn mundi einungis kalla yfir aðra kjarnorkukrísu.
--Málið sé einfaldlega það að kjarnorkusamkomulagið hafi verið skársta niðurstaða í boði.
--Það hafi ekki breyst!
Niðurstaða
Eins og ég hef áður rökstutt, tel ég að Bandaríkin mundu tapa sjálf á uppsögn kjarnorkusamkomulagsins, þar sem að fá ef nokkur lönd mundu fylgja Bandaríkjunum að máli með slíka einhliða uppsögn. Auk þess að líkur mundu stórfellt vaxa, ekki minnka, á því að Íran mundi raunverulega láta verða af því að ljúka smíði sinnar fyrstu kjarnorkusprengju -- úran sprengju líklegast.
Íran ræður yfir eldflaugum eins og Norður Kórea, ekki alveg eins langdrægum eða fullkomnum.
En íranskar eldflaugar líklega ná um öll Mið-austurlönd, og hugsanlega jafnvel til S-Evrópu.
--Bandaríkin mundu þá einfaldlega koma sér í þá verri stöðu, að þurfa að glíma við stöðuga kjarnorkuógn fyrir sín bandalagsríki á Mið-austurlanda svæðinu.
--Möguleiki á kjarnorkustríði innan samhengis Mið-austurlanda mundi geta skapast.
Mið-austurlönd eru nægilega hættuleg fyrir - takk fyrir!
Ef bátnum er ekki ruggað gagnvart Íran - er alls ekki öruggt að Íran síðar meir láti af smíði kjarnavopna - en ég tel það nærri fullkomlega öruggt að þau drífi sig í það ef samkomulaginu væri sagt upp.
Það er ekkert sam Bandaríkin geta raunverulega gert til að hindra eða stöðva Íran.
Þannig að það ætti að blasa við öllum, að engin skynsemi sé í því að rugga þessum bát!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2017 | 18:01
Spurning hvort Evrópuvirkið gegn flóttamönnum - gangi upp?
Í sumar hefur verið mikið flæði af Afríkufólki yfir Sahara auðnina til Líbýu - en ný stefna gagnvart flóttafólki er kemur til Líbýu yfi Sahara auðnina virðist hafa verið beitt síðan sl. sumar.
--Þ.e. að borga stjórnendum Líbýu fyrir að hindra flóttafólk frá því að leggja út á Miðjarðarhaf.
--Það safnast þá væntanlega þess í stað saman innan Líbýu!
Number of migrants arriving in Italy from Libya falls by half in July
Why Europe's Migrant Strategy Is an Illusion
Líbýa er í raun og veru skipt í -- 2 ríki, þ.e. Austur Líbýu eða Tripolitaniu og Vestur Líbýu eða Cyrenaicu
- Ég er hreinlega búinn að spá því um nokkurt skeið að þetta geti orðið varanlegur klofningur landsins í 2 - ríki.
- Enda verulegur munur milli landshelminganna, m.a. munur á samsetningu íbúa - sbr. megnið af Berbum er búa í Líbýu búa í vestur hlutanum samtímis því að austur hlutinn sé stærstum hluta arabískur.
--Fyrir utan er Cyrenaica svæðið í raun og veru fornt menningarsvæði sem hefur verið þekkt undir því nafni alla tíð aftur a.m.k. á 4. öld fyrir kristburð.
Hvað um það -- punkturinn er sá að það flækir málið af hafa tvær ríkisstjórnir, tvö þing og í raun og veru tvær höfuðborgir.
- Vestur höfuðborgin er auðvitað Tripoli.
- Austur höfuðborgin er Tobruk.
Í hvorri höfuðborg fyrir sig er þing - ríkisstjórn, og hvor ríkisstjórn ræður yfir her.
M.ö.o. er landið skipulagslega séð greinilega að þróast í 2 - ríki.
- Aðalátökin þeirra á milli hafa verið um olíulyndirnar -- virðist í seinni tíð Tobruk stjórnin ráða stærstu lyndunum.
- Virðst ekki síst tilkoma ISIS er um hríð réð landsvæði í kringum bæinn Sirte -- hafa veikt stöðu Tripoli stjórnarinnar, þannig að hún missti stjórn á megin hluta olíulyndanna.
ESB virðist síðan sl. sumar vera - að borga ríkisstjórninni í Tripoli fyrir að halda flóttamönnum á sínu landsvæði, auk þess að uppbygging flota hefur verið greidd af ESB
Fyrir utan þetta, virðist ríkisstjórn Ítalíu greiða tveim þekktum smygl hringjum á Líbýu strönd - peninga fyrir að smygla ekki fólki yfir; má líkja því við greiðslu "Danagjalda" í sögu Englands.
Það virðist ekki mikil langtíma hugsun í þessu - en fréttir hafa borist af því, að flóttamönnum sé haldið í líbýskum fangelsum við mjög ömurleg skilyrði. Jafnvel að flóttamenn gangi kaupum og sölum milli aðila -- gæti verið að skapast verslun þ.s. menn græða peninga per flóttamann sem haldið er.
Der Spiegel segir að skv. skýrlu frá utanríkisráðuneyti Þýskalands sé aðstæðum líkt við búðir nasista í Seinni Styrrjöld.
Meðferðin sé slík að ekkert Evrópuríki gæti löglega sjálft beitt því.
En augunum sé lokað í von um að vandamálið fari í burtu.
- Það má vera að verið sé að prófa vinsæla kenningu, sem er nokkurn veginn á þá leið, að ef flóttamönnum býður hræðileg vist - ef lokað er á ferðir þeirra til Evrópu.
- Ætti að vera unnt að sannfæra fólk um að hætta að koma.
--Nýi flotinn sem Tripoli stjórnin hefur byggt upp virðist síðan sl. sumar -- hafa stoppað sjálfstæð hjálparsamtök við það verk, að aðstoða flóttamenn á bátum.
--Meðan að hinn nýi floti Tripoli stjórnarinnar hafi sent bátana aftur að strönd Líbýu.
- Líklegast virðist að Tripoli stjórnin sé einfaldlega að taka við flóttamönnunum, meðan að peningarnir streyma frá Brussel.
- Hvernig síðan sé farið með þá, sýni að Tripoli stjórninni sé sama um þá að öðru leiti - en aðbúnaður bendi til þess að allur kostnaður sé skorinn við nögl.
Hvaða áhrif peningarnir sem streyma frá ESB - til Tripoli stjórnarinnar hafa síðan á átök hennar við Tobruk stjórnina til lengri framtíðar -- á eftir að koma í ljós.
En það ætti ekki að koma manni á óvart að þeir fari í kaup á vopnum.
--Það á síðan að sjálfsögðu eftir að koma einnig í ljós, hvort að flóttamannastraumurinn yfir til Líbýu yfir Sahara auðnina stöðvast.
--Ef það fréttist skv. kenningunni að farið sé hræðilega með flóttamenn.
Niðurstaða
Ítalía virðist hafa átt upptök af samvinnunni við Tripoli stjórnina - væntanlega vegna þess hvaða leið flestir flóttamennirnir sem streymdu til Líbýu og síðan yfir Miðjarðarhaf fóru. Skv. Der Spiegel virðist Angela Merkel hafa síðar ákveðið að veita stuðning við þessa tilraun.
--Engin leið sé að vita hvað gerist, en ef t.d. kenningin vinsæla stenst ekki.
--Flóttamenn hætta ekki að streyma að til Líbýu, gæti landið misst tökin á málum.
Eftir allt saman eru enn stríðsátök í gangi milli ríkisstjórnanna tveggja í landinu.
Mér virðist persónulega ekki blasa við nokkur önnur lausn en að viðurkenna skiptingu landsins er virðist -- "De Facto" þó hún sé ekki enn "De Juro."
Flóttamönnum er greinilega haldið við hræðilegar aðstæður -- sennilega mun verri skilyrði en t.d. flóttamönnum sé haldið í Tyrklandi.
--------------
Ps: Frétt Reuters segir Donald Trump vera að íhuga uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran: U.S. weighs whether to stay in Iran nuclear deal.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.9.2017 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2017 | 23:02
Mattis segir Bandaríkin stefna að dyplómatískri lausn á deilum um Norður-Kóreu, sama dag of Trump hótar ríkisstjórn landsins gereyðingu
Þetta hljómaði dálítið eins og "good cop - bad cop" þó að Trump virtist ekki meina hótun sína á þann veg að ráðist yrði á NK nema NK réðist að fyrra bragði á einhvern sinna granna.
Donald Trump - "The United States has great strength and patience, but if it is forced to defend itself or its allies, we will have no choice but to totally destroy North Korea. Rocket Man is on a suicide mission for himself."
Sennilega var Trump ekki að skjóta niður ummæli varnarmálaráðherra síns.
James Mattis - "We are dealing with the North Korea situation through the international process and we will continue to do so. Secretary Tillerson is leading the effort and we will hopefully get this resolved through diplomatic means,"
En afstaða hvors um sig útilokar ekkert endilega afstöðu hins.
- Það sé sjálfsagt ekkert endilega að því að nefna það opinberlega að ef NK réðist á einhvern sinna granna af fyrra bragði - hefði það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir NK.
- Á sama tíma og sama dag sé einnig sagt að - Bandaríkin séu tilbúin að ræða málin og leita lausna með friðsamlegri aðstoð annarra landa.
Why Trumps threat to totally destroy North Korea is extraordinary even for him
Mattis says U.S. effort on North Korea aims for diplomatic solution
If threatened, U.S. will 'totally destroy' North Korea, Trump vows
Donald Trump forseti og Marine General James Norman Mattis
Mér virðist að ef einhverntíma Trump alvarlega íhugaði stríð við Norður Kóreu sé hann orðinn afhuga því í seinni tíð
Stefnan hefur greinilega verið tekin á -- stigmagnandi refsiaðgerðir í samvinnu við önnur lönd sem mál Norður Kóreu varðar.
Þar sem að Rússland og Kína eru megin viðskiptalönd NK - sé ekki unnt að einangra NK nema í samvinnu við þau lönd.
Það að Bandaríkin hafa bersýnilega valið slíka samvinnu - um aukinn þrýsting á NK.
Feli í sér ákvörðun um að láta vera að gera tilraun til - stjórnarbreytingar í NK eða til þvingaðrar sameiningar Kóreuskagans.
Þar sem að Rússland og Kína virðast fram að þessu hafa staðið vörð um sjálfstæða tilveru NK frá SK.
- Það sem ég velti þó fyrir mér, að hvaða leiti stefna Trumps er önnur en stefna Obama?
- En Obama hafði engar áætlanir um átök við NK - Trump gjarnan gangrýndi Obama fyrir veikleika gagnvart NK.
- Að auki, lofaði Trump því að NK - mundi aldrei eignast langdrægar kjarnaflaugar er gætu borið kjarnaodd alla leið til Bandaríkjanna.
Punkturinn virðist sá að Trump virðist hafa loksins áttað sig á því að svigrúm Bandaríkjanna í málum NK er afskaplega í raun og veru takmarkað.
Og fyrir utan það, háð vilja annarra landa en Bandaríkjanna sjálfra.
Niðurstaða
Mig grunar að útkoman verði sú að ríkisstjórn Trumps gangi í litlu betur en ríkisstjórn Obama við það verk að koma taumhaldi á stjórnvöld í Norður Kóreu. En þegar öll kurl eru komin til grafar - eru það Rússland og Kína sem raunverulega ráða hversu hart er sorfið að stjórnvöldum í Pyongiang.
Mig grunar að Trump takist ekki að standa við loforð sitt að stoppa NK við það verk að eignast langdrægar flaugar er geta borið vopn til Bandaríkjanna.
--Sannarlega sé unnt fyrir Bandaríkin að herða refsiaðgerðir á NK.
--Hinn bóginn eru sennilega engin viðskipti hvort sem er milli Bandar. og NK - þannig að aðgerðir þurfa þá að beinast að erlendum fyrirtækum sem sinna viðsk. v. NK - þau fyrirtæki eru líkleg til að vera einkum kínversk eða rússnesk.
Viðskipti Bandar. og Rússlands eru einnig lítil. En mjög mikil viðsk. á hinn bóginn milli Bandar. og Kína. Þess vegna hafa Bandar. líklega litla möguleika til að beita Rússland þrýstingi til að minnka viðskipti sín við NK -- en það gætu verið möguleikar til þess að beita þrýstingi á kínversk fyritæki.
--Hins vegar óvíst að þau fyrirtæki sem versla v. NK séu í viðsk. v. Bandaríkin.
Endanlega niðurstaðan sé sennilega sú að áhrif Bandaríkjanna á NK - séu afar takmörkuð.
Þess vegna hafi NK svo lengi getað sent uppréttann fingurinn til Washington!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar