Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017

Þjóðarmorð í gangi í Myanmar - aðfarir virðast ekki síður ljótar en aðfarir ISIS liða í Sýrlandi eða Írak

Skv. fréttum virðist víðtæk þjóðernishreinsun í gangi á Rohingya fólkinu sem býr á landsvæði nærri landamærum Bangladesh.
--Sennilega sætir enginn hópur í heiminum eins alvarlegum ofsóknum, og Rohingar í Rakhine héraði í Myanmar.
--Að mörgu leiti minnir þetta á atburði er urðu í Rúvanda á 10. áratug 20. aldar.
En þá hófst skipulögð morðalda gegn svokölluðu Tútsi fólki, af öðrum hóp - Hútúum.
Þeir hópar hafa eldað grátt silfur við og við í Rúvanda og Búrúndi, í ca. miðri Afríku.

Með sama hætti, virðast ofsóknir gagnvart Rohingya fólkinu - þrautskipulagðar.
Með sambærilegum hætti, og gerðist í Rúvanda -- eru ríkjandi stjórnvöld og embættismenn, sjálf þátttakendur í ódæðunum.

  • Þátttaka Aung San Suu Kyier sorgleg - miðað við að hún á árum árum barðist fyrir mannréttindum.
  • Það er greinilegt, að til staðar eru alvarlegir og djúpstæðir fordómar.

UN report details 'devastating cruelty' against Rohingya population in Myanmar's Rakhine province

Nearly 50,000 Rohingya flee violence in Myanmar

Thousands more Rohingya flee to border as Myanmar violence flares

This Is Why Tens Of Thousands Of People Are Fleeing Myanmar

  1. Fréttir virðast benda til þess, að víðtæk skipulögð hreinsunaraðgerð sé í gangi, þ.s. þorp Rohingya eru brennd - íbúar hraktir á flótta.
  2. Gerfihnattamyndir sýna fjölda þorpa brennandi á 10 svæðum nærri landamærum Bangladesh, á ca. 100km. belti.

Á sama tíma - hótar ríkisstjórn Burma alþjóða hjálparsamtökum öllu illu.
Fyrir meinta aðstoð við - hryðjuverkaöfl.

  • En hryðjuverkaöfl - virðist nýja tískuorðið, sem notað er af ríkisstjórnum, sem stunda það að berja á - minnihlutahópum, eða andstöðuhópum hvers konar.
  • Eða í þetta sinn, að heill minnihlutahópur - er skilgeindur, hryðjuverka-afl og þar með, réttdræpur.
  • Þannig, séu hjálparsamtök sem gera tilraun til að aðstoða Rohingya sökuð um - aðstoð við hryðjuverkamenn.

--Þetta er víðri fjarlægð frá því að vera heilbrigð viðbrögð stjórnvalda.
--Er ættu að hafa það hlutverk, að vernda almenna borgara - að stilla til friðar.
Frekar en að sjálf stunda skipulagðar ofsóknir og morð á hluta eigin íbúa.

Það sé áhugavert - að lög landsins beinlínis skilgreina Rohingya -- réttlausa með öllu!
--Þó þeir hafi lifað í landinu um aldir!

  1. Eina skýringin sem við blasi.
  2. Séu ólík trúarbrögð!

Þ.e. meirihluti landsmanna er búddatrúar - meðan Rohingyar eru íslamtrúar.
Í þessu tilviki eru búddar að skipulega ofsækja fámennan minnihluta hóp sem meirihluta eru íslamtrúar.
--Það sérkennilega við það, er að Búdda sjálfur - boðaði frið, að sjálfsögðu ekki hatur.

 

Niðurstaða

Skipulögð þjóðarmorð/hreinsanir eru sem betur fer ekki algengir atburðir. Þess vegna eðlilega stuða atburðir af því tagi heimssamfélagið er þeir gerast. Enn minnast menn atburða í Rúvanda er um 800þ. manns voru myrtir, og atburða í Bosníu er þúsundir Bosníu múslima karlmanna voru myrtir með skipulögðum hætti - með hryllingi.
--Það sem virðist í gangi gegn Rohingya fólkinu, virðist fullkomlega standast samanburð við þá atburði.

  1. Það er líklega komin næg ástæða, til að standa fyrir alþjóðlegum refsiaðgerðum gagnvart Myanmar.
  2. Og hugsanlegun ákærum gagnvart landstjórnendum fyrir glæpi gegn mannkyni.


Kv.


Bandaríkin að íhuga að skjóta niður næstu norðurkóreönsku eldflaugina sem yfirflýgur Japan eða Suður Kóreu

Þetta er spurning um hvað er unnt að gera - en flaugin sem N-Kórea skaut á loft þann 29/8 sl. flaug yfir Hokkædo eyju rétt fyrir sunnan borgina Sapporo -- í rúmlega 1000km. hæð. Allt í allt fór flaugin 2.700km áður en hún féll í hafið handan við Hokkædo eyju: North Korea launch increases focus on risky U.S. shootdown option.

Það virðist ljóst að með þessu eldflaugaskoti - sendir Kom Jon Un enn eina ferðina, upp réttan fingur til Donalds Trumps.
En fram að þessu, hefur einræðisherra N-Kóreu látið hótanir Bandaríkjastjórnar sem vind um eyru þjóta.

  1. Allar loftárásir eða hernaðarárásir af nokkru tagi, mundu án nokkurs vafa starta Kóreustríðinu að nýju.
  2. James Mattis hefur sjálfur kallað slíkt stríð "catastrophic."
  3. Á sama tíma, virðast efnahagsaðgerðir gegn N-Kóreu - ekkert gagn gera.
    --En rétt að benda á, að skv. vísbendingum hefur verið veruleg aukning í hagvexti N-Kóreu síðan Kim Jon Un tók við.
    --Hann virðist vera að loksins að fylgja einkaframtaks leið Kína, til að efla hagvöxt.
    --En ætlar sér greinilega ekki, slaka á ógnarstjórn Kimmanna þrátt fyrir eflingu hagkerfis.
  • En þ.e. punkturinn, hagkerfið raunverulega virðist vera að eflast: The truth about North Korea: it's booming.
    --Bersýnilega er Kína ekki tilbúið að beita N-Kóreu þeim efnahagsþrýstingi sem líklega virkar.
    --En ef Kína væri fullur þátttakandi slíkra aðgerða, væri líklega ekki hröð aukning í hagvexti í N-Kóreu eins og virðist reyndin.

Það má líta á það sem - enn stærri fingur upp réttan til Vesturlanda.
Að í N-Kóreu getur svokallað efnahagslegt flugtak verið hafið.
--En hinn ungi Kim Jon Un, sem skólaður var í Sviss í einkaskóla þar, getur hafa áttað sig á því.
--Að efnahagsleg uppbygging væri a.m.k. mikilvæg forsenda áframhaldandi valda Kim fjölskyldunnar.

Það er erfitt að finna sterkari kaldhæðni ofan í allt hitt!
Ef þ.e. raunverulega satt, að efnahagsleg flugferð er hafin í N-Kóreu.
--Samtímis og N-Kórea ítrekað réttir fram fingurinn, með eflingu kjarnorkuvopna.
--Og langdrægra eldflauga sem ítrekað er skotið á loft sl. mánuði.

U.N. condemns 'outrageous' North Korea missile launch, Pyongyang says more to come

US considering ‘all options’ over North Korea missile launch

 

Tilraun til að skjóta niður langdræga norður kóreanska eldflaug er ekki án áhættu!

Ég hef ekki trú á því að Kim Jong Un líti á slíkt sem "act of war."
Frekar það, að það væri raunverulegur möguleiki á því að "THAAD" kerfið mundi bregðast.

Það að Bandaríkin hafa formlega tekið það eldflaugavarnakerfi í notkun. Bendir auðvitað til þess að bandarísk hernaðaryfirvöld telja að það virki. Hinn bóginn, hefur líklega aldrei kerfið verið prófað með þeim hætti - að skjóta niður eldflaug sem einhver annar en Bandaríkin sjálf eiga.
--M.ö.o. er ekki vitað hversu "realistic" prófanir hafa verið.
--Þó það hljóti að vera að margar prófanir hafi farið fram, meðan kerfið var í þróun.
--Og það hljóti að hafa sýnt getu til að skjóta niður eldflaugar í prófunum, annars væru Bandaríkin ekki að koma þeim kerfum fyrir m.a. í Japan og S-Kóreu.

  1. Ef Bandaríkin næst skjóta niður eldflaug á lofti, eftir að hún er komin yfir S-Kóreu eða stefnir greinilega t.d. á Japan.
  2. Þá væru það líklega öflug mót skilaboð.

Til þess að tryggja að flaug sé skotin niður væri unnt að skjóta nokkrum gagnflaugum í einu.
Það væri auðvitað töluverður álitshnekkir ef eldflaugavarnarkerfið mundi bregðast.
Það er þá sú áhætta sem Bandaríkin mundu þá taka.
En skilaboðin ef tilraunin mundi heppnast - væru sterk.

  1. Það mundi draga mjög úr hugsanlegum fælingarmætti eldflauga Kims Jon Un - ef Bandaríkin mundu sanna með eftirminnilegum hætti.
  2. Að þau geta skotið þær flaugar niður á lofti, ef þeim sýnist svo.

Bandaríkin mundu ekki endilega þurfa að hóta hernaðarárás í kjölfarið.
En Kim hlyti að sjá í slíkri aðgerð ef hún heppnast, þá óbeinu hótun að Bandaríkin geti án áhættu fyrir þau sjálf -- hafið hernaðarárásir á N-Kóreu í öryggi þess að geta skotið flaugarnar hans niður.
--Þannig gæti hugsanlega slík aðgerð, einmitt knúið Kim Jong Un til að semja!
--Þ.e. ef Bandaríkin geta sannað að hann geti ekki verið 100% öruggur með sig, þó hann eigi flaugar sem geta borið kjarnorkuvopn.
--Þá hefur Kim þar með, meiri ástæðu til að gefa eftir a.m.k. að hluta.

Þar sem að í því tilviki geti hann ekki verið fullkomlega öruggur þó hann ætti nokkur stykki af kjanrorkuvopnaberandi langdrægum eldflaugum - að það væri algerlega örugg fæling á hugsanlega hernaðarárás frá Bandaríkjunum.

  • M.ö.o. velheppnað niðurskot á næstu flaug sem Kim Jon Un skýtur á loft yfir S-Kóreu eða í átt til Japan; gæti falið í sér virkilega öflug skilaboð.

 

Niðurstaða

Ég færi rök fyrir því að Bandaríkin, ef þau telja "THAAD" raunverulega virka, að þá ættu þau að taka þá ákvörðun að næsta eldflaug sem Kim Jong Un skýtur á loft í átt til Japans eða að næsta flaug sem Kim Jong Un hefur skotið á loft sem er að fljúga yfir S-Kóreönsku landsvæði; að slík flaug verði skotin niður.

Skilaboðin væru þá tvenns konar, þ.e. í annan stað til Kims Jong Un, að hann geti ekki verið algerlega öruggur um það að fæla Bandaríkin frá hernaðarárás á N-Kóreu; þrátt fyrir það ef Kim Jong Un tekst að fullþróa sínar eldflaugar, og á t.d. 10 stykki slíkar tilbúnar til flugtaks.

Og hins vegar til Bandaríkjamanna og bandamanna Bandaríkjanna, um það að Bandaríkin séu fær um að verja sig og sína, gegn svokölluðum "rogue powers."

--Það væri óneitanlega sterkt svar tel ég ef Bandaríkjamönnum mundi takast næst að skjóta slíka flaug niður.
--Ég vil meina, að ef eitthvað getur knúið Kim Jong Un til samninga, sé það slíkt andvar.

Ég held að með þessu væru Bandaríkin ekki að taka áhættu á stríði við N-Kóreu. Ég perónulega tel Kim Jong Un ekki þannig klikkaðan að hann sé "irrational" sannarlega ákaflega vondur einstaklingur sbr. morð hans á sl. ári á hálf bróður sínum í Malasíu, N-Kóreanskir flugumenn að verki.
--Ég lít því ekki svo á að líklega ómögulegt sé að fæla Kim Jong Un.
--M.ö.o. ef hann mundi sjá að hann getur ekki með 100% öryggi verið öruggur, þrátt fyrir kjarnorkuvopn.

Þá virðist mér ef eitthvað þvingar hann til að semja, þá væri það einmitt sú aðgerð að sanna fyrir honum það - að jafnvel með kjarnavopn geti hann ekki verið þess fullviss að vera algerlega öruggur.

 

Kv.


Fyrrum forsætisráðherra Tælands hefur flúið land - byltingarstjórn hersins við völd síðan 2014 hefur ekki enn endurreist lýðræði

Forsætisráðherrann fyrrum, Yingluck Shinawatra - er systir Thaksin Shinawatra er fyrst varð forsætisráðherra landsins 2001. En Thaksin Shinawatra var hrakinn í útlegð af hernum 2006.
Í 5-skipti alls hafa ríkisstjórnir flokks Shinawatra fjölskyldunnar verið hraktar frá völdum.
Fyrri flokkur fjölskyldunnar, var bannaður stjórnarskrárdómstól Tælands 2007 - þá strax stofnaður annar flokkur. En nýr flokkur var stofnaður stax sama ár, en einnig leystur upp af stjórnarskrárdómstól Tælands 2008. Þriðji flokkurinn, stofnaður það sama ár - hefur ekki verið bannaður a.m.k. enn með formlegum hætti.

M.ö.o. 3-valdarán hersins og 2-skipti sem má kalla, "judicial coup."
En síðan 2001, hafa flokkar Thaksin fjölskyldunnar, verið ráðandi pólitískir flokkar landsins.
--Ef almennar kosningar eru leyfðar, og kjósendur fá að ráða niðurstöðu.

  1. Tæland er því í þeirri merkilegu stöðu, að vinsælustu stjórnmálamenn landsins.
  2. Eru alltaf hraktir frá völdum - að því er best verður séð, með skipulögðum hætti.
    --Hvort sem beitt er stjórnarskrárdómstól landsins eða hernum.
    --En stjórnarskrárdómstólinn, virðist í tælensku samhengi, valdatæki - frekar en óháður dómstóll.

Deilurnar virðast annars vegar milli svæða innan Tælands.
Og hins vegar milli, ólíkra elíta þeirra svæða!

Eldri umfjallanir:

  1. 2014 - Tæland hefur nánast verið í samfelldri pólitískri krísu í rúman áratug
  2. 2016 - Herstjórnin í Tælandi fær nýja ólýðræðislega stjórnarskrá samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu er haldin var með ólýðræðislegri aðferð

https://ichef-1.bbci.co.uk/news/660/cpsprodpb/5ED6/production/_97487242_b51b2bd5-f84a-420b-a71f-bf78e8d1895f.jpg

Herstjórnin við völd síðan maí 2014, hefur ítrekað lofað nýjum kosningum - en ekki hefur orðið af þeim enn!

Ég held að vandamál ráðandi afla innan hersins - meðal konungsfjölskyldunnar og hefðbundinna elíta landsins - sé það, að engin leið sé að tryggja að almenningur í Tælandi kjósi rétt.

Herstjórnin, setti þó stjórnarskrá í stað þeirrar fyrri, 2016 - sem tryggir völd hersins óháð því þó kosið sé til þings, þ.s. herstjórnin skipar skv. þeirri stjórnarskrá það marga þingmenn að hún væri við völd samt áfram í landinu -- svokölluð "Öldungadeild" sem skipuð væri yfir hið kjörna þing.

  1. Þrátt fyrir að hafa gengið frá því fyrir ári - hafa ekki kosningar farið fram.
  2. Það eina sem mér kemur til hugar, er að herinn treysti sér ekki í það ástand - að óhjákvæmilega væri kjörið þing; skipað meirihluta til stuðningsmönnum Thaksin fjölskyldunnar.

--Eftir því sem ég best fæ séð, er grunn deilan í landinu - óleyst.

 

Eins og ég benti á 2014

Þá var hin pólit. snilld Thaksin Shinawatra - fólgin í því, að hann fór að verja skattfé ríkisins til uppbyggingar sveitahéraða landsins. Héröð sem fram að þeim tíma, höfðu verið mestu afskipt.
--Landið var fram að þeim tíma, með gríðarlegri svæðisbundinni misskipting hvað hagþróun varðar, þ.e. svæðin í kringum höfuðborgina voru efnahagslega þróuð meðan að í sveitahéröðum mátti enn víða finna sömu búskaparform og verið höfðu í aldir, og virkilega sára fátækt.
--Þátttaka íbúa sveitahéraða í kosningum var einnig tiltölulega lítilfjörleg, íbúar þeirra svæða höfðu lengst af lítil áhrif haft.
--En heilt yfir eru þau héröð - fjölmennari en hin gamla miðja Tælands eða "Síam" upphaflega konungsríkið.

Thaksin Shinawatra, varði peningum í þau svæði - þar varð hröð efnahagleg uppbygging undir hans stjórn - og íbúar þeirra svæða, svöruðu með því að kjósa flokk hans - yfirgnæfandi.

Framhalds stjórnir Shinawatra fjölskyldunnar, héldu fram svipaðri stefnu, að efla svæðin utan hinnar gömlu miðju nærri Bankok -- fengu áfram yfirgnæfandi kosningu íbúa sveitahéraðanna.

  1. Það sem ég botna ekki í, er af hverju flokkar andstæðinga Shinavatra fjölskyldunnar, hafa ekki leitað á þau atkvæða mið -- þ.e. leitast við að keppa um þau atkvæði.
  2. Þess í stað, hafa þeir fókusað á atkvæði frá svæðunum nærri höfuðborginni, notið stuðnings hefðbundinnar elítu þess er mætti kalla, gamla Síam -- og er ómögulegt reyndist að vinna í kosningum; beitt bolabrögðum til að fella stjórnir Shinavatra fjölskyldunnar.

--Eina sem ég kem auga á sem ástæðu, séu fordómar.
--Þ.e. að íbúar "gamla Síam" líti niður á íbúa - sveitahéraðanna.

  • "Gamla Síam" ráði nú í gegnum yfirstjórn hersins, og konungsdæmið.
  • En treysti sér ekki í kosningar, því það mundi birta þá staðreynd að stjórnendur landsins í raun og veru, njóta ekki stuðnings meirihluta landsmanna.

 

Til stóð að dæma Yingluck Shinawatra -- fyrrum ráðherra úr ríkisstjórn hennar nokkrum dögum fyrr dæmdur í 44 ára fangelsi!

Thailand's political trial of the decade explained

Thailand's Yingluck fled at the 'last minute' fearing harsh sentence, say aides

Thailand has no plan to revoke passports of former PM Yingluck, minister says

Fyrir kosningarnar 2011, hafði Yingluck Shinawatra lofað hrísgrjónabændum í Tælandi að tryggja tiltekið lágmarks verð fyrir hrísgrjón - í staðinn fékk tryggði flokkurinn sé yfirgnæfandi atkvæði hrísgrjónasvæða landsins -- Pheu Thai flokkurinn fékk örugga kosningu.
Kosningaloforðið, sem staðið var við, olli töluverðum kosnaði fyrir tælenska ríkið.
Og tælenska ríkið, eignaðir verulegar byrgðir af hrísgrjónum.
--Þessi skortur á dómgreind, eins og það kallast víst í ákærunni - virðist grunnurinn að dómsmálinu, og skv. orðrómi stóð til að dæma hana til 10 ára.

  • Þetta var auðvitað - pópúlismi.
  • En dýr kosningaloforð - þekkjast í mörgum lýðræðislöndum.

--Ég man þess ekki dæmi, að þau hafi leitt til valdaráns hers á Vesturlöndum - síðan dýr kosningaloforð í kjölfarið - notuð sem grundvöllur að dómsmáli.

Vegna þess hvernig dómstólum hefur virst í fortíðinni ítrekað vera beitt - sem hluta af póltík, frekar en sem tækjum til að viðhalda réttlæti.
Þá virðist ólíklegt að stuðningsmenn Thaksin fjölskyldunnar álíti dóma yfir meðlimum ríkisstjórnar Yingluck Shinawatra - réttláta.

  1. Þrátt fyrir allt, hafa ekki orðið nein alvarleg innanlands átök út af þessum langvarandi deilum.
  2. En enn sem fyrr, virðast þær deilur - óleystar.

--En ég fæ ekki betur séð, að þær snúist um völd yfir landinu.

Enn virðast flokkar er sækja fylgi sitt til gömlu miðju Tælands eða "gamla Síam" - ekki treysta sér til atkvæðaveiða til sveitahéraða.
Það er einhver djúpstæð hindrun til staðar - sem liggur í samfélaginu sjálfu!

  • Einhver djúpstæð viðhorf - annaðhvort fordómar eða hefðbundnar elítur sem vilja halda völdum eða svæðisbundinn kúltúr mismunur -- eða kannski allt í bland.

 

 

Niðurstaða

Tæland er ekki illa statt efnahagslega - 20. stærsta hagkerfi heims. Mig grunar að vandinn liggi í mun milli svæða, þ.e. menningu og einhverju leiti fordómum, og a.m.k. að hluta togstreitu um völd milli svæðisbundinna elíta. Að þeir sem réðu Tælandi lengi, hið "gamla Síam" geti ekki hugsað sér að stjórnendur landsins stjórni í valdi atkvæða frá öðrum landsvæðum - þar með, með hagsmuni þeirra svæða í fyrirrúmi.
Hinn bóginn, verði líklega ekki aftur snúið, svæðin er áður voru afskipt - séu það ekki lengur. Efnahagsleg uppbygging hafi náð þangað. Íbúar er þar áður fyrr voru lítt að skipta sér af stjórnun landsins - séu seinni ár með fullan áhuga á framtíð landsins og áhuga á því að kjósa.
--Það sé hin líklega ástæða þess, af hverju flokkar Shinavatra fjölskyldunnar hafa síðan 2001 alltaf virst nánast öruggir með sigur, ef kosið er.
--En í 5-skipti hefur ríkisstjórnum Shinavatra fjölskyldunnar verið bolað frá, með valdaránum hersins eða með notkun stjórnlagadómstóls landsins "judicial coup"; er virðist hafa virkað sem valdatæki frekar en dómstóll - sama um aðra dómstóla, að þeir virðast frekar fúnkera sem valdatæki þegar dómsmál tengjast hörðum pólit. deilumálum.

Það merkilega samt er, að þessi átök hafa ekki a.m.k. enn valdið meiriháttar vandræðum í landinu.
Efnahagur þess hefur ekki hrunið, heldur haldið áfram - á hægri uppleið þó upp á síðkastið.
--En hin eiginlega krísa virðist enn jafn óleyst sem fyrr.
--Það að herinn treystir sér ekki í kosningar, sýni það svo sannarlega.

  1. Kannski óttast herinn, að ef kosið yrði skv. þeirri stjórnarskrá sem herinn bjó til, er fékk í raun og veru mjög takmarkaðan stuðning kjósenda.
  2. Að það gæti skapað þau átök - þegar kosið væri þing, sem líklega meirihluta væri skipað andstæðingum herstjórnarinnar, svokölluð "Öldungadeild" skipuð af hernum síðan stöðugt breytti ákvörðunum hins kjörna þings.

--Ég held að augljóslega, þurfi að efna til stjórnlagaþings í landinu, semja eina stjórnarskrána enn -- í það sinn þurfi þeir sem deila að semja einhverja lausn á klofningnum innan landsins.
--Í því samhenginu, ætti að upphefja pólitíska dóma gegn fyrri ríkisstjórnum síðan 2006.

  • Spurning hvort möguleiki sé á því að menn hafi visku til slíks.

 

Kv.


Nicolas Maduro forseti Venezúela sakar Donald Trump um tilraun til að þvinga fram gjaldrot Venezúela

Ef einhver hefur verið að fylgjast með fréttum af samskiptum Bandaríkjanna og Venezúela, þá má vera að þeir einhverjir séu búnir að frétta af nýjum -- refsiaðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trumps gagnvart ríkisstjórn Venezúela.
--Þessar refsiaðgerðir virðast banna ríkisstjórn Venezúela, og ríkisolíufélagi Venezúela - að gefa út ný skuldabréf til sölu í Bandaríkjunum.
--Engar takmarkanir virðast lagðar á sölu áður útgefinna ríkisbréfa Venezúela eða eldri skuldabréf ríkisolíufélags Venezúela á bandarískum skuldabréfamörkuðum.

  1. Augljóslega takmarka aðgerðir af þessu tagi getu stjórnvalda Venezúela og ríkisolíufélags Venezúela - til að velta áfram skuldum með aðferðinni, að gefa út ný bréf í stað eldri.
  2. Þannig, að það er líklega rétt að þessar aðgerðir, auka líkur á ríkisþroti Venezúela.
    --En markaðir hafa nú allra síðustu ár, metið þrot Venezúela líklegt.
    --M.ö.o. einungis spurning um tíma!

Maduro Calls Venezuelan Bondholders to Meeting About U.S. Sanctions

Trump slaps sanctions on Venezuela; Maduro sees effort to force default

US imposes sweeping financial sanctions on Venezuela

Trump administration imposes sweeping sanctions on Venezuela

Trump ramps up sanctions pressure on Venezuela

 

Það er reyndar stórmerkilegt að Venezúela sé í gjaldþrotshættu!

En fljótt á litið skuldar Venezúela í reynd lítið: Venezuela Government Debt to GDP.

  1. Skýringanna hlýtur að vera að leita í alvarlegri óstjórn, þeirri staðreynd að gjaldeyristekjur Venezúela eru ca. 96% olía.
  2. Á sama tíma, eru skuldirnar stærstum hluta í dollar, þó landið skuldi Kína og Rússlandi einnig að einhverju lágu hlutfalli.
  3. Fljótt á litið er það ekki óskynsamt þ.s. olía er seld í dollurum.

Verðfallið á olíu 2015 um ca. helming, var að sjálfsögðu gríðarlegt högg.
--En það eitt dugar ekki til þess að skýra vandann!

Önnur olíulönd lentu í því sama - án þess að lenda í þetta erfiðum málum.
--En staða Venezúela er verri en Nígeríu, sem er þó ekki þekkt fyrir frábæra landstjórnendur í gegnum árin.

  1. Stór hluti vandans, er auðvitað - að Venezúela flytur nánast allt inn.
  2. Innflutningur keppir við greiðslur skulda!
  3. Innlend matvælaframleiðsla - hefur dregist mikið saman í landinu allra síðustu ár, þannig að þess í stað þarf að flytja inn mat.
  • Sumt væri fljótlegt að laga, með stefnubreytingu.

T.d. hefur stjórn Maduro viðhaft - verðstöðvun fyrirskipaða af stjórnvöldum a.m.k. síðan verðfallið varð 2015 - í tilraun til að vinna á óðaverðbólgu, á tilteknum krítískum fyrir heimili landsins þáttum, sérstaklega - matvælum.

Málið er, að líklega er sú verðstöðvun megin ástæða þess hungurs sem er í landinu, þó það geti fyrst í stað virst þversagnakennt.
--Það að skv. könnun 2016 léttust 2/3 landsmanna á bilinu 8-9kg. Sami fj. sagðist þurfa að sleppa að meðaltali úr einni máltíð per dag - vegna þess að eiga ekki fyrir því.

  1. Verðstöðvunin hefur leitt til þess, að bændur tapa á því að framleiða matvæli til almennrar sölu.
  2. Þar af leiðandi, hefur matvælaframleiðsla hrunið saman - er bændur upp til hópa svissa yfir í sjálfsþurftarbúskap.

--Með því að afnema verðstöðvunina, en matarverð er hvort sem er ofsalega hátt á svörtum markaði og skorturinn á mat þíðir að opinberu verslanirnar skammta hann í örsmáum skömmtum og eiga of lítið hvort sem er fyrir hvern og einn; mundi á skömmum tíma - endurreisa matarframleiðslu í landinu.
--Við það, mundi hið raunverulega verð á mat lækka, þ.s. framboð yrði aftur eðlilegt.
--Og innflutningur á mat mundi ekki keppa við - greiðslur opinberra skulda.

  • Fleira má nefna, sbr. að landið framleiðir ekki lengur - eigið sement. Svo það þarf allt að flytja inn -- sementsverksmiðja var yfirtekin af ríkinu, síðar lögð niður.
  • Sambærileg sorgarsaga hefur endurtekið margsinnis - þ.e. stjórnarflokkurinn í gegnum árin hefur ríkisvætt hátt hlutfall atvinnulífs.
    --A.m.k. einhverju leiti til að lama hægri sinnaða stjórnarandstöðu.
  • Í hvert sinn, settir stjórnarsinnar til að ráða þeim fyrirtækjum - þeir líklega frekar valdir vegna pólit. tengsla, en hæfni.
    --Þau fyrirtæki síðan keyrð niður í jörðina.

--Sambærilegt ferli sást í Zimbabve undir Rober Mugabe fyrir 20 árum!

  1. Ofan í allt þetta bætist, að olíuvinnslu hefur farið hægt hnignandi.
  2. Sl. 10 ár hefur olíuframleiðsla minnkað á bilinu 10-15%.

--Það auðvitað skaðar útflutningstekjur.

 

Gríðarlegur skortur er á nánast öllu í landinu, ekki einungis mat

Opinberar skuldir hafa verið í lækkunarferli - eins og sést á hlekknum að ofan.

En samt virðist markaðurinn - veðja á ríkisþrot sé yfirvofandi.

  1. "At this point our view is that the country can scrape by without defaulting this year, largely with the help of Chinese and Russian backing and by further squeezing imports. Next year is a tossup," - "said Raul Gallegos, an analyst with the consultancy Control Risks."
  2. "However, China has grown reticent to extend further loans because of payment delays and corruption."
  3. "Russia has been negotiating financing in exchange for oil assets in Venezuela, sources have told Reuters..."
  • "Venezuela's government has around $2 billion in available cash to make $1.3 billion in bond payments by the end of the year and to cover the import of food and medicine, according to documents reviewed by Reuters."

Skv. þessu, virðist Rússland bjóða peninga - gegn yfirtöku rússn. ríkisfyrirtækja á "oil assets" sem væntanlega þíðir - á einhverjum olíulyndum.
--Get vel skilið að Maduro hugsanlega hugnist ekki slíkt.

Kína skilst mér, að hafi lánað allra síðustu ár Venezúela -- gegn greiðslu í formi olíu.
--Skv. frétt hefur Venezúela greitt seint upp á síðkastið.

  1. Ríkið í Venezúela virðist ráða yfir mjög litlum gjaldeyris-sjóð, miðað við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem séu framundan!
  2. Þannig sé Venezúela í svipaðri stöðu - að skorta lausafé, eins og Ísland var í er Ísland leitaði til AGS 2008/9.

--Venezúela sé líklega í vandræðum með að afla sér lausafjár.
--Vegna þess, hversu landið sé í dag rosalega háð innflutningi með allt.

Það geti ekki safnað upp lausafjár-sjóði, vegna þess að allt fé sem ekki fer til að borga skuldir; þarf að fjármagna innflutning.

Ekkert af þessu er óleysanlegur hnútur!

  1. En landið þarf klárlega á aðstoð að halda, t.d. lán frá AGS - mundi snarlega lækka vaxtakröfu landsins; þ.s. AGS lánar á ca. 5,5% vöxtum.
    --En Venzúela verður í dag að borga til muna hærri vexti en það, hvort sem er.
  2. AGS mundi að sjálfsögðu leggja fram skilyrði -- þ.e. að hverfa frá afar óskynsamri stefnu, sbr. verðstöðvun sem t.d. í dag er örugglega megin hindrun fyrir innlenda matvælaframleiðslu.
    --Auk þess, að ekkert borgar sig að framleiða innan lands margt annað, meðan ríkið stýrir verðum.
  • Þá mundi einkahagkerfið taka við sér að nýju - matvælaframleiðsla komast í samt horf.
  • Landið gæti óskað eftir neyðaraðstoð til að fást við alvarlega sjúkdóms faraldra er hafa brotist út -- vegna skort á lyfjum.
  • Landið gæti fengið, neyðar-matarsendingar að auki, til að brúa bilið þar til innlend matvælaframleiðsla tekur við sér.

--Krísuna að stærstum hluta er unnt að leysa á skömmum tíma.
--Eitt kjörtímabil, segi ég!

Krísan sé megin hluta - sjálfskaparvíti.

 

Niðurstaða

Eina sambærilega dæmi þess að stjórnarstefna leiði fram ákaflega alvarlega stöðu í landi eitthvað í líkingu við stöðu Venezuela - er óstjórn Roberts Mugabe í Zimbabve, fyrir nú rúmum 20 árum.
Þar leiddi stjórnarstefna einnig til hruns innlenda hagkerfisins, og óðaverðbólgu.

Zimbabve hafði ekk olíu - en olían hélt Venezúela uppi til 2015, er verðfallið stóra varð.

Með skynsamri efnahagsstefnu hefði verðfallið aldrei leitt yfir Venezúela krísu neitt í líkingu við þá krísu sem nú er. Það hefði alltaf verið þungt efnahagslegt högg.
--En það er engin ástæða fyrir matvælaskorti í landi með ofgnótt af frábæru ræktarlandi, þ.s. loftslag er að auki hagstætt.
--Landið er að auki það fjölmennt, að það á að styðja við innlenda framleiðslu til innanlandsnota af margvíslegu tagi - það á ekki að þurfa að flytja nánast allt inn.

En stjórnarstefnan virðist nánast vísvitandi hafa verið í þá átt, að rústa einkahagkerfinu.
--Með ríkisvæðingu mjög mikils fjölda fyrirtækja í gegnum árin.

Síðan bætist við, verðstöðvun á margvíslegum nauðsynjum - eftir olíuverðhrunið 2015, sem leiðir til þess - að framleiðendur nauðsynja; geta ekki framleitt því opinbera verðið er undir framleiðslukostnaði - svo framleiðslan leggst af og bændur skipta í sjálfsþurftarbúskap.

M.ö.o. að samtímis því að gjaldeyristekjur skreppa saman - vex þörf landsins fyrir innflutning.
Útkoma "cash shortage" þ.e. ríkið lendir í vandræðum með erlendar skuldir vegna þess að það á ekki nægt lausafé, í skuldastöðu sem raunverulega er lág í alþjóðlegu samhengi.

--Það þarf einstaka óstjórn til þess að lenda í greiðsluvanda í þetta lágu skuldahlutfalli.

 

Kv.


Spurning hvort að Donald Trump beiti neitunarvaldi á -- sín eigin fjárlög?

Það áhugaverða er að það getur stefnt í -skuldaþaks- sennu í september. En þegar Bandaríkjaþing snýr úr sumarfrýi, fyrstu helgi í september. Þarf það að hefja strax umræðu um fjárlög!
--Sérstaklega þarf að lyfta svokölluðu skuldaþaki fyrir mánaðamót sept/okt.
--En Mnuchin hefur sagt fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa peninga til 29/9.

Trump blames fellow Republican leaders for debt ceiling 'mess'

Trump faults top Republicans for debt ceiling ‘mess’

 

Af hverju gæti Trump komið til huga að - beita neitunarvaldi?

  1. Um daginn, hótaði Trump að beita neitunarvaldi - ef fjárlagafrumvarpið, þegar það kemur frá þinginu, inniheldur ekki fjármögnun fyrir veggnum fræga á landamærum við Mexíkó - sem hann enn segist vilja reisa.
  2. Síðan, eru líkur á því að Repúblikanar sem vilja ganga lengst í niðurskurði Alríkisins - geri tilraun til þess, að hengja á fjárlagafrumvarpið - harkalegan niðurskurð.
    --Þannig að margvísleg önnur kosningaloforð Trumps verði ekki fjármögnuð hugsanlega heldur, sbr. aukning í framkvæmdum á vegum ríkisins - aukning fjárframlaga til hersins -- hugsanlega ekki bara veggurinn.

Þannig gæti það vel gerst, að ef Trump sér fram á að mikilvæg kosningaloforð - fái ekki fjármögnun.
Að hann beiti neitunarvaldi á eigin fjárlög!

Það gæti orðið áhugaverð senna!
--En Trump hefur verið að hníta í þingleiðtoga Repúblikana!
--Varla batna samskipti þeirra og Trumps - ef Trump fellir eigin fjárlagafrumvarp.

  1. Hingað til hefur það ekki gerst, svo ég viti til.
  2. Að þingið hafi ekki afgreitt skuldaþaks-hækkun, áður en skuldabréf renna út á gjalddaga.

--En það gæti valdið verulegum boðaföllum á skuldabréfamörkuðum, ef Bandaríkin yrðu -þó einungis tæknilega- "default."

Skuldakostnaður Bandaríkjanna þá líklega hækkaði um langa hríð á eftir.
--M.ö.o. að það hefði ekki, skammtíma-afleiðingar.

 

Niðurstaða

Trump virðist algerlega ófeiminn við að hníta í þingleiðtoga og þingmenn hans eigin flokks.
T.d. sagði hann:

"The only problem I have with Mitch McConnell is that, after hearing Repeal & Replace for 7 years, he failed! That should NEVER have happened!" 

McDonnel er þingleiðtogi Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings. McDonnel er örugglega ekki skemmt yfir því að vera kennt um þær ófarir.
En það einnig blasir við, að ef Trump mundi beita neitunarvaldi á eigin fjárlög - mundi hann einnig kenna um sínum eigin þingmönnum fyrir þær ófarir.
--M.ö.o. ekki samþykkja nokkra eigin sök.

Enn sem fyrr gildir, að Trump þarf að hafa stuðning þingmanna Repúblikana.
Annars nær hann engu í gegnum þingið.

Að auki, þarf hann einnig þeirra stuðning, til að hindra -- "impeachment."
--Trump getur því tekið nokkra áhættu, með því að standa í átökum við sína eigin þingmenn.

 

Kv.


Trump í ræðu sinni í Phoenix virtist vera egna til haturs gagnvart Latneskum Ameríkumönnum? Trump virtist, óttast að bandaríska þingið fjármagni ekki landamæravegginn sem hann lofaði á landamærum við Mexíkó

Í ræðu í borginni Phoenix - ræddi Trump m.a. um þann landamæravegg sem hann hefur lofað að reisa. Það má greinilega sjá í ummælum hans, að hann óttast að bandaríska þingið fjármagni ekki smíði hans!

Sjá: Here’s What Trump Said

Trump: "Build that wall. Now the obstructionist Democrats would like us not to do it. But believe me, if we have to close down our government, we're building that wall.
Let me be very clear to Democrats in Congress who oppose a border wall and stand in the way of border security: You are putting all of America's safety at risk. You're doing that. You're doing that."

Ummælin að Trump væri frekar til í að loka alríkinu - sköpuðu óróa á mörkuðum: Trump government shutdown threat draws criticism, unnerves markets.

  1. Það er þó óneitanlega sérstakt að Trump sjálfur komi fram með slíka hótun.
  2. En eru nokkrar líkur á því - að þingið mundi óttast slíka hótun?

--Ég man vel enn eftir vandræðum Obama forseta með þingið, sem eins og nú var með Repúblikanameirihluta.
--En þá notuðu þingmenn Repúblikana -- trekk í trekk, hótunina um að loka alríkinu, sem svipu á Obama!

Einhver annar en ég ætti að muna eftir dramanu - um skuldaþakið.

  1. Hótun þingmanna Repúblikana á Obama -- virkaði þannig, að þeir hótuðu því að samþykkja ekki nýjar útgjaldaheimildir fyrir Alríkið.
    --Tilgangur að þvinga Obama til að samþykkja meiri útgjaldaniðurskurð hjá alríkinu, en Obama hafði óþvingaðan vilja til að framkvæma.
  2. En Trump, getur einungis hótað -- að neita að skrifa undir fjárlagafrumvarp, er ekki inniheldur fjármögnun fyrir vegginn hans.
    --Hann hefur ekki nokkra aðra hótun!
  • Spurningin er þá -- hvort þingmennirnir hafa nokkra ástæðu til að hræðast þá hótun?

En það eru ekki bara, Demókratar - sem vilja hugsanlega ekki fjármagna vegginn.
Það eru einnig til Repúblikanaþingmenn - með svipaða afstöðu.

  1. Trump auðvitað sem forseti, ber æðstu ábyrgð á alríkinu.
  2. Það sé því óneitanlega sérstakt, að forsetinn hóti að loka hugsanlega -- ríkinu sem heyrir undir hann.

--Alríkið heyrir með engum beinum hætti á sama tíma undir þingið.
--Þingið ber enga beina ábyrð á því!

 

Ummæli Trumps um innflytjendur -- stuða mig!

Ath. ummælin vísa til ólöglegra innflytjenda frá Latnesku Ameríku, yfir landamæri Mexíkó.

  1. Trump: "All around the nation, I have spent time with the wonderful Americans whose children were killed for the simple reason that our government failed to enforce our immigration laws, already existing laws."
  2. Trump: "One by one we are finding the gang members, the drug dealers and the criminals who prey on our people. We are throwing them out of the country or we're putting the hell, fast in jail."
  3. Trump: "We are cracking down on these sanctuary cities that shield criminal aliens, finally."

Það sem stuðar mig í þessu, er að hann talar eingöngu um ólöglega innflytjendur í þessu samhengi.
Sem glæpamenn - eyturlyfjasala - morðingja -- meðlimi skipulagðra glæpahringja.

Þess konar framsetning - er klassísk aðferð til að leiða fram ofsareiði hjá þeim sem hlusta.
--En ég neita að trúa því, að milljónir ólöglegra innflytjenda séu upp til hópa verra fólk en annað fólk er býr innan Bandaríkjanna.

Að sjálfsögðu eru glæpamenn meðal þeirra!
--En glæpahneigð er hreint ekki óþekkt fyrirbæri meðal -- annarra íbúa Bandaríkjanna.

Þetta sé þar með, afskaplega subbuleg nálgun - að ræða erlenda ólöglega innflytjendur út frá þeim forsendum; að verið sé að úthýsa - glæpamönnum - eyturlyfjasölum og öðru því sambærilegu.

  • Mér virðist slíkt hreinlega ætlað - að ýta undir fordóma gagnvart fólki frá latnesku Ameríku.

Að sjálfsögðu þegar Donald Trump talar um fjölmennan hóps fólks, milljónir einstaklinga - með þessum hætti.
--Þá ýtir það undir umræðu um, fordóma Donalds Trumps.

Í mínum augum var þetta mjög fordómafull framsetning - afskaplega mikið svo!

 

Niðurstaða

Sannast sagna er ég ekki sjokkeraður yfir tali Trumps - um að loka frekar bandaríska alríkinu.
En ég er fullkomlega sjokkeraður yfir því hvernig hann talar um - ólöglega innflytjendur frá latnesku Ameríku.
--Hversu sjokkeraðir? Þetta minnir mig á ræður Adolf Hitlers er hann á seinni hl. 3. áratugarins og fyrri hluta 4. áratugarins -- hélt ræðu eftir ræðu, þ.s. hann kenndi gyðingum um margt sem hann sá sem galla á þýsku samfélagi.

En framsetning af því tagi sem Trump var með!
Ýtir undir hatur, gæti stuðlað að alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki af latnesku bergi brotið.
--Þannig minnir mig þetta á það er Hitler var að æsa upp Þjóðverja gegn gyðingum.

 

Kv.


Bandaríkin virðast föst í Afganistan - en skv. fréttum ætlar Trump að fjölga þar bandarískum hermönnum að nýju

Afganistan er eiginlega búið að vera land í samfelldu stríði síðan ca. 1978. En nokkru fyrir innrás Sovétríkjanna þar, hafði hafist innlend uppreisn gegn Sovétstuddri ríkisstjórn landsins, og leit út fyrir að ósigur ríkisstjórnarinnar væri yfirvofandi. Í stað þess að sætta sig við þá útkomu, virðist að leiðtogar Sovétríkanna - hafi tekið þá ákvörðun að senda sovéskar hersveitir inn í landið.
--Þær hersveitir tóku með hraði helstu borgir landsins, handtóku ríkisstjórn landsins og létu taka af lífi þann einstakling er hafði verið þjóðhöfðingi Afganistan um nokkurt skeið.
--Þess í stað skipuðu Sovétríkin nýja ríkisstjórn!

Eins og þekkt er, þá ákváðu Vesturlönd -- að styðja við uppreisn þá er hafði áður verið nærri því að taka völdin í landinu. Tók við mjög umfangsmikið skærustríð, milli hersveita Sovétríkjanna og uppreisnarmanna - er nutu stuðnings vopnasendinga frá Vesturlöndum.

Fyrir rest gáfust Sovétríkin upp á málinu - skömmu áður en Sovétríkin hrundu drógu þær hersveitir sínar út úr Afganistan; ríkisstjórn sú sem Sovétríkin höfðu stutt - entist um nokkra hríð.
--En fyrir rest var leiðtoga hennar veitt fyrirsát af uppreisnarmönnum, og hann veginn.

  1. Síðan tók við tímabil - sem verður að kalla, upplausn. Sem lyktaði með því - að nokkrum árum liðnum, að ný hreyfing reis upp; svokallaðir --> Talibanar, er náði völdum í stærstum hluta landsins á mjög merkilega skömmum tíma.
  2. Ákveðinn stöðugleiki var til staðar undir stjórn Talibana, á þeim svæðum landsins er Talibanar náðu undir sig, en Talibönum tókst aldrei alveg að ná öllu landinu -- en stjórn Talibana, eins og þekkt er, var óskaplega félagslega íhaldssöm -- sbr. að banna fólki að hlusta á Vestræna dæguarlagatónlyst, refsa konum fyrir að klæða ekki búrkum, konur voru grýttar fyrir hór, karlmönnum refsað fyrir að raka sig eða klippa sitt skegg, kvikyndasýningar bannaðar - leiksýningar, o.s.frv.
  3. Fyrir utan þetta, var Osama Bin Laden veitt skjól í landinu, og al-Qaeda.
    --Það var það atriði, er leiddi til innrásar Bush forseta í Afganistan síðla árs 2002, í kjölfar svokallaðs 9/11 atburðar.
    --Er Talibanar neituðu að úthýsa al-Qaeda úr Afganistan, og afhenda Osama Bin Laden.
  4. Á skömmum tíma, tókst Bandaríkjamönnum -- að steypa ríkisstjórn Talibana. Og koma nýrri ríkisstjórn til valda.
    --Alveg samfellt síðan eða 15 ár hafa Bandaríkin verið föst í Afganistan.
    --Í um áratug, voru NATO lönd með Bandar. - með fjölmennt herlið þar, til að berjast við Talibana.
    **En allt sem hefur verið reynt hefur ekki dugað til að vinna endanlegan sigur á Talibönum.
  5. Er nú svo komið, að í kjölfar þess að Obama ákvað á seinna kjörtímabili sínu -- að draga til baka megnið af bandarískum hermönnum, og NATO þjóðir drógu sitt herlið til baka einnig.
    --Að Talibanar aftur ráða mjög stórum landsvæðum innan Afganistan.
  6. Virðist algerlega ljóst, að ef Bandaríkin færu alfarið frá landinu - mundu Talibanar aftur ná þar völdum og það líklega á fremur skömmum tíma.
    --Í því skyni að forða þeirri útkomu, virðist ákvörðun um fjölgun herliðs vera tekin.

Trump takes ownership of stubborn Afghan conflict

Trump likely to approve modest troop increase for Afghanistan

 

Talibanar ráða um helming Afganistan!

https://afghanhindsight.files.wordpress.com/2016/08/control-nov2007resistance54pct-45.jpg?w=590&h=439

Niðurstaðan virðist sú að Bandaríkin vita ekki sitt rjúkandi ráð!

En vandamálið með Talibana er eiginlega - flóttamannabúðir sem enn eru reknar í Pakistan. Þar sem enn búa milljónir Afgana er ekki enn hafa snúið heim - eftir að þeir flúðu í kjölfar innrásar Sovétríkjanna rétt fyrir lok 8. áratugar 20. aldar.
--En Talibanar hafa getað notað þær flóttamannabúðir - sem þjálfunarbúðir fyrir nýja Talibana.

Fyrir utan það, hafa Talibanar notið stuðnings ættflokka í fjöllum í Pakistan nærri landamærum Afganistan.
--Þannig að þau svæði í Pakistan ásamt flóttamannabúðum þar.

Hafa veitt Talibönum öruggt skjól - ef þeir hafa þurft að hörfa, þ.s. þeir geta sent sjúka og særða Talibana, og þjálfað nýja kynslóð Talibana.

  1. Þessi stuðningur innan Pakistan -- óbein eða bein vernd Pakistans á Talibönum.
  2. Er það sem hefur gert Talibna - ósigrandi.
  • Bandaríkin hafa ekki treyst sér til þess, að framkvæma loftárásir innan Pakistan á þeim svæðum - að neinu ráði.
    --Þannig að þessi svæði, hafa verið - nærri algerlega örugg fyrir Talibana.

Fyrir bragðið hafa Talibanar alltaf getað risið upp aftur.
Ef þeim hefur verið veittir harðir ósigrar.

Þannig að þetta hefur verið stríðið endalausa.
Og fátt virðist benda til þess að það breytist í bráð.

  1. Ég sé enga lausn á þessu - þ.e. annaðhvort ógnarstjórn Talibana að nýju, og Afganistan aftur verður alþjóða skjól fyrir hryðjuverkasamtök af margvíslegu tagi.
  2. Eða, að Bandaríkin viðhalda hersveitum að nægilegum fjölda - til að halda þeirri ríkisstjórn Afganistans sem Bandaríkin styðja - við völd.
    --Það virðist leiða fram það ástand.
    --Að Bandaríkin sleppa ekkert frá landinu.

Þeirri pyllu virðist Donald Trump vera að kyngja.
Því að það eru engir góðir valkostir í boði.

 

Niðurstaða

Hvað Pakistan akkúrat gengur til með því að heimila Talibönum að hafa öruggt skjól í fjöllum Pakistans - veit ég ekki. En margar kenningar hafa flogið þar um, m.a. á þá leið að Pakistan haldi sig geta tryggt áhrif Pakistans innan Afganistan í gegnum tengsl við Talibana.
--Nokkurs konar Bandalag m.ö.o.

En það verður að skoðast á reikning Pakistans - að allar tilraunir til þess að ganga milli bols og höfuðs á Talibönum hafa mistekist.
Og að Talibanar séu í seinni tíð aftur orðnir það sterkir - að eina leiðin til að halda þeim frá völdum í Afganistan, er að Bandaríkin haldi áfram að hafa þar umtalverðan fjölda hermanna.

  1. Hver aftur á móti lagði Afganistan í rúst?
  2. Augljóslega hefur Afganistan meira eða minna verið í samfelldu styrrjaldar ástandi síðan 1978.
    --M.ö.o. nærri 40 ár.

Kv.


Paul G. Allen, meðstofnandi Microsoft - finnur herskip sem Bandaríkin misstu á lokadögum Seinni-styrrjaldar á 5.500m. dýpi á botni Kyrrahafs

Um er að ræða leyfarnar af beitiskipinu USS Indianapolis 9.800 tonna smíðað 1932 sem sökkt var af japanska kafbátnum i-58 þann 30/8/1945 -- Seinna-stríði lauk formlega 2/10/1945.

Japanski kafbáturinn i-58 sökkti Indianapolis með tveim tundurskeytum, og að sögn þeirra 316 er lyfðu af sökk skipið á einungis 12 mínútum. Um 400 eru taldir hafa farist í sprengingunum er urðu er tundurskeytin hæfðu.

800 alls eru sagðir fyrst í stað hafa lifað slysið af, flestir svamlandi á braki í sjónum -- en vegna mistaka í landi, er virðast hafa leitt til þess að upplýsingar um líklega staðsetningu skipsins glötuðust, réð einungis tilviljun því að þeir sem eftir lyfðu að þeim tíma liðnum var á endanum bjargað eftir nokkura daga volk í sjónum!

Ekkert neyðarkall barst frá skipinu, þ.s. skipið missti strax allt rafmagn við sprengingarnar - líklega að vélarrúm hafi fyllst nær samstundis.

Kallkerfi skipsins varð að auki óvirkt - þannig að ekki var unnt að gefa fyrirskipun um "abandon ship" nema með hrópum og köllum.

Sennilega hafa flestir strax áttað sig á því hvað var að gerast, og án þess að endilega heyra skipanir.

USSIndianapolis.org

USS Indianapolis: Media Contacts and Discovery Materials

Researchers Announce Wreckage from USS Indianapolis Located

 

Ljósmyndir af brakinu af Indianapolis á botni Kyrrahafs
--Brak með nafni skipsins tók af allan vafa!

Indy Spares Box

Að sögn Allen, er sjaldgæft að nafn skipsins sjáist á hlutum braks!

Two Anchor Windlass Mechanisms

Það geti því verið töluverð fyrirhöfn að komast að því stundum, hvaða skipsleyfar hafi fundist

A bell from USS Indianapolis

Líklegt að USS Indianapolis verði lýst - grafreitur á hafsbotni.

USS Indianapolis Anchor

 

Niðurstaða

Ekki heimsögulegur atburður endilega - en a.m.k. vita nú ættingjar þeirra sem fórust hvar gröf ættingja þeirra er ca. að finna á heimskortinu. Bandaríski sjóherinn ætlar að halda nákvæmri staðsetningu USS Indianapolis leyndri - svo að áhugasamir einkaaðilar fari ekki að róta hugsanlega síðar meir í flakinu. Líklegast að skipið verði lýst grafreitur og bannað að hreyfa við því.

 

Kv.


Hægfara stjórnarbylting í Hvíta-húsinu? Bannon látinn hætta!

Tek fram að ég fagna því að Bannon sé farinn - á hinn bóginn er brotthvarf hans samt sem áður ákaflega áhugavert; en það virðist greinilegt að Bannon varð undir í einvígi milli hans sjálfs og General John Kelly -- sem síðan rétt fyrir júlílok sl. hefur verið starfsmannastjóri Hvíta-hússins.

--Strax og kelly tók við af Spicer í hlutverki starfsmannastjóra, lét hann reka Scaramucci.
--Undanfarnar 2-vikur hefur greinilega verið í gangi, valdatafl innan Hvíta-hússins milli Kelly og Bannons, og nú hefur því lokið með, brotthvarfi Bannons.

Sarah Sanders: "White House Chief of Staff John Kelly and Steve Bannon have mutually agreed today would be Steve's last day,"

Trump dumps controversial chief strategist Bannon in latest upheaval

Bannon goes on offensive after White House ousting

http://samuel-warde.com/samuel-warde.com/wp-content/uploads/2017/08/McMaster-Bannon.jpg

Góð spurning hvaða breytingar verða innan Hvíta-hússins í kjölfarið!

Steve Bannon: “The Trump presidency that we fought for, and won, is over,” - “We still have a huge movement, and we will make something of this Trump presidency. But that presidency is over. It’ll be something else. And there’ll be all kinds of fights, and there’ll be good days and bad days, but that presidency is over.

Skv. því lítur Bannon sjálfur á þetta sem - vatnaskil.
Hann greinilega telur að brotthvarf hans - leiði fram miklar breytingar.

Það eru sjálfsagt breytingar til hins verra, skv. hans mati.

Ef maður íhugar hvaða - er líklegt að áhugi á því að hefja viðskiptastríð við Kína, minnki verulega; en Bannon lét einnig fara frá sér eftirfarandi:

  1. “The economic war with China is everything and we have to be maniacally focused on that,”
  2. “If we continue to lose it, we’re five years away, I think, 10 years at the most, of hitting an inflection point from which we’ll never be able to recover.” 

Bannon virðist sjá heiminn í ákaflega - svart/hvítum litum.
Heimsmynd hans virðist mótast af hugmyndum - um átök siðmenninga.

Hann virðist álíta - vestræna siðmenningu í stórhættu, gagnvart því sem hann lítur á sem - sókn múslima heimsins annars vegar og hins vegar siðmenninga Asíu að Vestrænni menningu.

Í hans augum, sé þetta hvorki meira né minna - en barátta fyrir sjálfri tilvist vestrænnar siðmenningar.

  • Hann virðist sjá allt út frá -- átökum.
  • Virðist líta á - verslun og viðskipti, sem einhvers konar - stríð.

Hann vildi m.ö.o. að Bandaríkin hegðuðu sér skv. því - að þau ættu í stríði í viðskiptum við stór lönd í Asíu og víðar. Skv. Bannon, hafi þau lönd sjálf hegðað sér með þeim hætti, Bandaríkin verið nokkurs konar fórnarlamb!

--Donald Trump talaði gjarnan í kosningabaráttu sinni á sambærilegum nótum.
--Og hótaði harkalegum einhliða viðskipta-aðgerðum gagnvart mikilvægum þjóðum.
--Ef þær létu ekki undan kröfum, um þ.s. hann þá nefndi - sanngjörn viðskipti.

  1. Þess vegna auðvitað óttaðist ég -- hnattrænt viðskiptastríð mundi hefjast, með valdatöku Donalds Trump í jan. á þessu ári.
  2. En það hefur ekki orðið af því.
  3. Og ef til vill, þíðir brotthvarf Bannons -- að ekki þurfi frekar að óttast það að Donald Trump forseti, láti verða af þeim hótunum er hann var með uppi á sínum tíma í forsetaslagnum fyrir forsetakosningarnar sl. haus.

--Það er auðvitað vel skv. mínu viti.
--Því hnattrænt viðskiptastríð - hefði valdið heimskreppu án nokkurs minnsta vafa!

  • Það hefði aldrei stuðlað að uppbyggingu Bandaríkjanna - heldur leitt fram djúpa kreppu þar einnig eins og víða annars staðar, ef slík stefna hefði leitt til verulegs niðurbrots heimsverslunar og viðskipta.

 

Niðurstaða

Útkoman sl. vikur virðist á þá leið að General John Kelly er nú einn valdamesti maðurinn í Bandaríkunum. Innan Hvíta-hússins er hann líklega sá valdamesti, fyrir utan forsetann sjálfan. Og forsetinn virðist haldinn verulegum athyglisbresti - þ.e. sjaldan halda athyglinni lengi við eitt tiltekið málefni lengi í einu.
Þar sem að Kelly ræður nú hverjir fá að hitta forsetann, þá getur mjög vel verið að hann hafi mjög mikil áhrif á persónu forsetans þessa dagana.
Breytingar innan Hvíta-hússins, virðast styrkja þá sem vilja áfram framhalda hefðbundinni stefnu Bandaríkjanna. Meðan að byltingarmennirnir er vildu umpóla stefnunni í margvíslegum atriðum, virðast nú á útleið -- áhrif slíkra hugmynda fjarandi.

 

Kv.


Ný ummæli Donalds Trumps um lætin í Charlotteville - leiða til afsagnar fjölda leiðtoga viðskiptalífsins úr stöðum ráðgjafa við ríkisstjórn Trumps

Atburðarásin í Charlotteville ætlar að draga töluverðan dilk á eftir sér fyrir Donald Trump, en á miðvikudag lokaði Trump tveim -- ráðgjafahópum sem í sátu fulltrúar viðskiptalífs Bandaríkjanna.
--Í kjölfar þess að ljóst var orðið að meirihluti þátttakenda var búinn að ákveða að hætta!
--Miðað við ummæli, er ljóst að viðbrögð Donalds Trumps við atburðarásinni í Charlotteville - er ástæða þeirra afsagna!

Útkoman er þar með sú, að fjöldi forsvarsmanna mikilvægra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum -- nú hafna því að sitja í ráðgjafahópum til aðstoðar núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna!
--Ég get einungis skilið það þannig, að Trump sé nú metinn - of heit kartafla!

Trump's Virginia comments last straw for disenchanted CEOs

Trump jettisons business councils after CEOs quit in protest

 

Hvað gerðist eiginlega í Charlotteville?

  1. Á þessu videói frá "Ruptly" - sjást hægri öfgamennirnir sem voru að mótmæla því að til stæði að fjarlægja styttu af - General Lee - er var yfirhershöfðingi svokallaðra Suður-ríkja í þrælastríðinu á 7. áratug 19. aldar.
  2. Það sést mæta vel - að fjöldi þeirra heldur á fána Ku-Klux-Klan, auk þess að merki þeirra samtaka sést einnig á hjálmum og skjöldum fjölda þátttakenda.
    --Klárlega voru þarna fjöldi meðlima Ku-Klux-Klan viðstaddir.
    Þar fyrir utan, má sjá nokkurn fjölda bera fána Suður-ríkjanna sálugu, auk þess að bregður við stöku - hakakrossfána!
    --M.ö.o. þetta eru - öfgahægrimenn. En engir aðrir fara um með merki Ku-Klux-Klan, eða hakakrssfána í mótmælum á opinberum vettvangi.

  1. Seinnna videóið er lengra - og gefur betri hugmynd um heildarmyndina á því sem gerðist - að auki sést mun betur til lögreglunnar á því; sést vel að lögreglan leitaðist við að halda mótmæla hópunum aðskildum.
  2. Stympingar - virðast ekki vera fjölmennar er þær eiga sér stað, þ.e. tiltölulega fáir úr hvorum hóp - virðast eiga þar þátt.
  3. Bersýnilega mikið um hróp og köll - hvors hópsins á hinn.

--Það sé þó líklega of sterkt, að tala um -- óeirðir.
--Lögreglan virðist mestu halda stjórn á þessu!

  1. Ég get ekki komið auga á það - hvorir eiga upptök af stimpingum.
  2. Á hinn bóginn, kem ég ekki heldur auga á það -- að það blasi við einhver árás "counter protesters" að -- öfgahægrimönnunum.

--Stimpingar virðast framkvæmdar af fáum - þær koma mér ekki sjónir sem, skipulagðar.
--Eitthvað sem gerist, þegar einhverjir fáir -- missa stjórn á sér!

M.ö.o. sé ég ekki einhverja - svaka árás hins mótmælahópsins, á öfgahægrimennina.
Ef marka má Donald Trump - voru þeir hræðilegir, réðust beint að saklausum öfgahægrimönnum!

Styttan umdeilda af General Lee og hermönnum hans

http://gettysburg.stonesentinels.com/wordpress/wp-content/uploads/2015/03/Virginia-4c_2183.jpg

Ný ummæli Donalds Trumps!

Ég sé ekki beint vísbendingu um þessa - árás - á öfgahægrimennina, sem hann talar um!
Mér finnst áhugavert, að hann sjálfur kallar -öfgahægrimennina- "alternative right."

Svo velt ég fyrir mér - hvað hann á við varðandi "without permit"? En það gilda sömu reglur í Bandar. og á Íslandi - að mótmæli séu heimil. Fyrir utan að ég tel afskaplega ósennilegt, að Demókratar sem ráða Charlotteville -- banni vinstri sinnum að mótmæla, meðan þeir amast ekki við mótmælum meðlima Ku-Klux-Klan.
--Þannig að ég held það sé augljóst rugl hjá karlinum þetta að þeir hafi þurft - leyfi.

Þegar hann talaði um - gott fólk í báðum hópum -- það virðist hafa stuðað marga, sérstaklega ef ummæli forstjóranna sem hættu í kjölfarið - eru skoðuð.
--Við skulum segja, að mjög margir efist um það, að meðlimir Ku-Klux-Klan, séu gott fólk.

Transcript: Trump Shifts Tone Again On White Nationalist Rally In Charlottesville

  1. TRUMP: "Ok what about the alt left that came charging — excuse me. What about the alt left that came charging at the, as you say, the alt right? Do they have any semblance of guilt? Let me ask you this, what about the fact they came charging, that they came charging with clubs in their hands, swinging clubs? Do they have any problem? I think they do. As far as I'm concerned, that was a horrible, horrible day. Wait a minute, I'm not finished. I'm not finished, fake news."
  2. TRUMP: "I will tell you something. I watched those very closely. Much more closely than you people watched it. And you have, you had a group on one side that was bad. And you had a group on the other side that was also very violent. And nobody wants to say that. But I'll say it right now. - You had a group, you had a group on the other side that came charging in without a permit and they were very, very violent."
  3. TRUMP: "I'm not putting anybody on a moral plane. What I'm saying is this. You had a group on one side and you had a group on the other and they came at each other with clubs and it was vicious and it was horrible and it was a horrible thing to watch. But there is another side. There was a group on this side, you can call them the left, you've just called them the left, that came, violently attacking the other group. So you can say what you want, but that's the way it is."
  4. TRUMP: "Well, I do think there's blame, yes, I think there's blame on both sides. You look at both sides. I think there's blame on both sides. And I have no doubt about it. And you don't have any doubt about it either. And, and if you reported it accurately, you would say it."
  5. TRUMP: "Excuse me. You had some very bad people in that group. But you also had people that were very fine people on both sides. You had people in that group, excuse me, excuse me, I saw the same pictures as you did. You had people in that group that were there to protest the taking down of, to them, a very, very important statue and the renaming of a park, from Robert E. Lee to another name."

 

Niðurstaða

Í kjölfarið á frammistöðu Trumps í umræðum um rás atburða í Charlotteville. Virðist klárt að Trump er orðinn enn umdeildari en áður -- var hann þó það ærið fyrir.
Ég held það sé alveg ljóst - að Repúblikana flokkurinn er ákaflega klofinn í afstöðu til Trumps í kjölfarið. En fjöldi þingmanna hans hefur hafnað ummælum Trumps - þar sem hann segir nú ítrekað, báða hópana sambærilega slæma. Auk þess virðist stuðningur við Trump - mjög áberandi meðal eldra fólks innan Repúblikanaflokksins, meðan að yngra fólk í honum styður hann að því er virðist síður.
En hafandi í huga, að General Lee fór fyrir her Suður-ríkjanna, að uppreisn þeirra snerist um það, að viðhalda þrælahaldi -- að vörn General Lee, snerist þá um að verja tilverurétt þrælahalds; á sama tíma og ljóst var að Norður-ríkin stefndu að algeru afnámi þess, sem síðar varð er þrælastríðinu lauk.
Þá þykir mjög mörgum það fullkomlega rangt, að skilgreina hópana jafnslæma - þ.e. hóp skipaðan meðlimum Ku-Klux-Klan, og nýnasista sbr. hakakrossa er einnig sjást -- og hins vegar hóp yfirlýstra andstæðinga fasisma og nýnasista.

En ég ítreka það, að almennt er viðurkennt að þrælahald var einn versti glæpur mannkynssögunnar.
Auk þess að vera versti bletturinn á sögu Bandaríkjanna!
--Enda er nú útlit fyrir, að fjöldi stytta af svokölluðum hetjum Suður-ríkjanna verði teknar niður á næstunni -- en 4-styttur hafa verið fjarlægðar síðan á Sunnudag: Confederate Monuments Are Coming Down.

Viðbrögð samfélagsins virðast á þá leið -- tökum þessi tákn Suðurríkjanna sálugu niður sem fyrst!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband