Bandaríkin að íhuga að skjóta niður næstu norðurkóreönsku eldflaugina sem yfirflýgur Japan eða Suður Kóreu

Þetta er spurning um hvað er unnt að gera - en flaugin sem N-Kórea skaut á loft þann 29/8 sl. flaug yfir Hokkædo eyju rétt fyrir sunnan borgina Sapporo -- í rúmlega 1000km. hæð. Allt í allt fór flaugin 2.700km áður en hún féll í hafið handan við Hokkædo eyju: North Korea launch increases focus on risky U.S. shootdown option.

Það virðist ljóst að með þessu eldflaugaskoti - sendir Kom Jon Un enn eina ferðina, upp réttan fingur til Donalds Trumps.
En fram að þessu, hefur einræðisherra N-Kóreu látið hótanir Bandaríkjastjórnar sem vind um eyru þjóta.

  1. Allar loftárásir eða hernaðarárásir af nokkru tagi, mundu án nokkurs vafa starta Kóreustríðinu að nýju.
  2. James Mattis hefur sjálfur kallað slíkt stríð "catastrophic."
  3. Á sama tíma, virðast efnahagsaðgerðir gegn N-Kóreu - ekkert gagn gera.
    --En rétt að benda á, að skv. vísbendingum hefur verið veruleg aukning í hagvexti N-Kóreu síðan Kim Jon Un tók við.
    --Hann virðist vera að loksins að fylgja einkaframtaks leið Kína, til að efla hagvöxt.
    --En ætlar sér greinilega ekki, slaka á ógnarstjórn Kimmanna þrátt fyrir eflingu hagkerfis.
  • En þ.e. punkturinn, hagkerfið raunverulega virðist vera að eflast: The truth about North Korea: it's booming.
    --Bersýnilega er Kína ekki tilbúið að beita N-Kóreu þeim efnahagsþrýstingi sem líklega virkar.
    --En ef Kína væri fullur þátttakandi slíkra aðgerða, væri líklega ekki hröð aukning í hagvexti í N-Kóreu eins og virðist reyndin.

Það má líta á það sem - enn stærri fingur upp réttan til Vesturlanda.
Að í N-Kóreu getur svokallað efnahagslegt flugtak verið hafið.
--En hinn ungi Kim Jon Un, sem skólaður var í Sviss í einkaskóla þar, getur hafa áttað sig á því.
--Að efnahagsleg uppbygging væri a.m.k. mikilvæg forsenda áframhaldandi valda Kim fjölskyldunnar.

Það er erfitt að finna sterkari kaldhæðni ofan í allt hitt!
Ef þ.e. raunverulega satt, að efnahagsleg flugferð er hafin í N-Kóreu.
--Samtímis og N-Kórea ítrekað réttir fram fingurinn, með eflingu kjarnorkuvopna.
--Og langdrægra eldflauga sem ítrekað er skotið á loft sl. mánuði.

U.N. condemns 'outrageous' North Korea missile launch, Pyongyang says more to come

US considering ‘all options’ over North Korea missile launch

 

Tilraun til að skjóta niður langdræga norður kóreanska eldflaug er ekki án áhættu!

Ég hef ekki trú á því að Kim Jong Un líti á slíkt sem "act of war."
Frekar það, að það væri raunverulegur möguleiki á því að "THAAD" kerfið mundi bregðast.

Það að Bandaríkin hafa formlega tekið það eldflaugavarnakerfi í notkun. Bendir auðvitað til þess að bandarísk hernaðaryfirvöld telja að það virki. Hinn bóginn, hefur líklega aldrei kerfið verið prófað með þeim hætti - að skjóta niður eldflaug sem einhver annar en Bandaríkin sjálf eiga.
--M.ö.o. er ekki vitað hversu "realistic" prófanir hafa verið.
--Þó það hljóti að vera að margar prófanir hafi farið fram, meðan kerfið var í þróun.
--Og það hljóti að hafa sýnt getu til að skjóta niður eldflaugar í prófunum, annars væru Bandaríkin ekki að koma þeim kerfum fyrir m.a. í Japan og S-Kóreu.

  1. Ef Bandaríkin næst skjóta niður eldflaug á lofti, eftir að hún er komin yfir S-Kóreu eða stefnir greinilega t.d. á Japan.
  2. Þá væru það líklega öflug mót skilaboð.

Til þess að tryggja að flaug sé skotin niður væri unnt að skjóta nokkrum gagnflaugum í einu.
Það væri auðvitað töluverður álitshnekkir ef eldflaugavarnarkerfið mundi bregðast.
Það er þá sú áhætta sem Bandaríkin mundu þá taka.
En skilaboðin ef tilraunin mundi heppnast - væru sterk.

  1. Það mundi draga mjög úr hugsanlegum fælingarmætti eldflauga Kims Jon Un - ef Bandaríkin mundu sanna með eftirminnilegum hætti.
  2. Að þau geta skotið þær flaugar niður á lofti, ef þeim sýnist svo.

Bandaríkin mundu ekki endilega þurfa að hóta hernaðarárás í kjölfarið.
En Kim hlyti að sjá í slíkri aðgerð ef hún heppnast, þá óbeinu hótun að Bandaríkin geti án áhættu fyrir þau sjálf -- hafið hernaðarárásir á N-Kóreu í öryggi þess að geta skotið flaugarnar hans niður.
--Þannig gæti hugsanlega slík aðgerð, einmitt knúið Kim Jong Un til að semja!
--Þ.e. ef Bandaríkin geta sannað að hann geti ekki verið 100% öruggur með sig, þó hann eigi flaugar sem geta borið kjarnorkuvopn.
--Þá hefur Kim þar með, meiri ástæðu til að gefa eftir a.m.k. að hluta.

Þar sem að í því tilviki geti hann ekki verið fullkomlega öruggur þó hann ætti nokkur stykki af kjanrorkuvopnaberandi langdrægum eldflaugum - að það væri algerlega örugg fæling á hugsanlega hernaðarárás frá Bandaríkjunum.

  • M.ö.o. velheppnað niðurskot á næstu flaug sem Kim Jon Un skýtur á loft yfir S-Kóreu eða í átt til Japan; gæti falið í sér virkilega öflug skilaboð.

 

Niðurstaða

Ég færi rök fyrir því að Bandaríkin, ef þau telja "THAAD" raunverulega virka, að þá ættu þau að taka þá ákvörðun að næsta eldflaug sem Kim Jong Un skýtur á loft í átt til Japans eða að næsta flaug sem Kim Jong Un hefur skotið á loft sem er að fljúga yfir S-Kóreönsku landsvæði; að slík flaug verði skotin niður.

Skilaboðin væru þá tvenns konar, þ.e. í annan stað til Kims Jong Un, að hann geti ekki verið algerlega öruggur um það að fæla Bandaríkin frá hernaðarárás á N-Kóreu; þrátt fyrir það ef Kim Jong Un tekst að fullþróa sínar eldflaugar, og á t.d. 10 stykki slíkar tilbúnar til flugtaks.

Og hins vegar til Bandaríkjamanna og bandamanna Bandaríkjanna, um það að Bandaríkin séu fær um að verja sig og sína, gegn svokölluðum "rogue powers."

--Það væri óneitanlega sterkt svar tel ég ef Bandaríkjamönnum mundi takast næst að skjóta slíka flaug niður.
--Ég vil meina, að ef eitthvað getur knúið Kim Jong Un til samninga, sé það slíkt andvar.

Ég held að með þessu væru Bandaríkin ekki að taka áhættu á stríði við N-Kóreu. Ég perónulega tel Kim Jong Un ekki þannig klikkaðan að hann sé "irrational" sannarlega ákaflega vondur einstaklingur sbr. morð hans á sl. ári á hálf bróður sínum í Malasíu, N-Kóreanskir flugumenn að verki.
--Ég lít því ekki svo á að líklega ómögulegt sé að fæla Kim Jong Un.
--M.ö.o. ef hann mundi sjá að hann getur ekki með 100% öryggi verið öruggur, þrátt fyrir kjarnorkuvopn.

Þá virðist mér ef eitthvað þvingar hann til að semja, þá væri það einmitt sú aðgerð að sanna fyrir honum það - að jafnvel með kjarnavopn geti hann ekki verið þess fullviss að vera algerlega öruggur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er "THAAD"- varnarkerfið ekki löngu komið upp í Japan?

Ef jú; af hverju reyndi þá ekki á þetta kerfi nú síðast þegar n-kórea skaut sinni eldflaug yfir Japan?

Jón Þórhallsson, 30.8.2017 kl. 11:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt að benda á að radarstöðvar Bandaríkjanna sem stjórna THAAD kerfinu, hafa getað séð stefnu flaugar NK þar með séð að hún mundi lenda í sjónum, því ekki skapa hættu fyrir Japan.
--Maður ætti að gera ráð fyrir því, ef annað hefði blasað við t.d. að flaugin stefndi á Sapporo að þá hefði eldflaugavarnarkerfinu verið beitt.
**Bandarísk stjv. geta þó tekið þá ákvörðun - að skjóta samt niður slíkar flaugar er fljúga nærri Japan eða yfir Japan, þó engin hætta fylgi þeim - ef stefna þeirra er á haf.
**Hingað til hafa allar þessar flaugar endað í hagi - sem sennilegt virðist að sé vísvitandi gert af NK, eftir allt saman.
--Að ákveða að skjóta þær samt niður, væru skýr skilaboð frá Bandar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.8.2017 kl. 12:41

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég gæti trúað að ástæðan fyrir að Bandaríjamenn  eru svona tregir til að skjóta á flaugarnar ,sé að ef það af einhverjum ástæðum mistekst er það meiriháttar hneysa fyrir þá.

Þessi eldflaugavarnatækni er ekki mjög áreiðanleg ennþá, svo þetta gæti auðveldlega gerst.

Á hinn bóginn ef þetta tekst er það meiriháttar vesen fyrir N Kóreumenn.

Gæti jafnframt trúað að það sé miklvægara fyrir þjóðirnar á svæðinu að afla upplýsinga heldur en að granda flaugunum.

Borgþór Jónsson, 30.8.2017 kl. 19:35

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Æfingin skapar meistarann;

Við skorum á USAprófa kerfið ef að N-kórea heldur sínu brjálaði áfram.

Það eru engu að tapa en allt að vinna.

Jón Þórhallsson, 30.8.2017 kl. 22:02

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, Boggi minn - það veit ekki nokkur maður hér á netinu hver áreiðanleiki/óáreiðanleiki eldflaugavarnarkerfa raunverulega er -- umtalið á netinu er sennilega að öllu leiti vangaveltur.
**Það augljósa er einmitt það, að ef Bandar. sanna að þau virka - væri það klárlega stórt högg fyrir NK.
**Auðvitað það öfuga að ef þau virka ekki, að það mundi grafa undan - trúverðugleika Bandar.
Sannleikurinn getur legið þarna á milli - að þau hafi virkni, en að það sé aldrei öruggt þó að þau hæfi.
--Eins og ég benti á, geta Kanar sent fleiri en eina gagneldflaug til að granda einni.
--Til þess að auka líkur á að skora.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2017 kl. 00:18

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, já það getur verið heilmikill ávinningur fyrir Bandaríkin, að sanna fyrir heimsbyggðinni að uppbygging þeirra á eldflaugavarnarkerfum, sé ekki -- peningum kastað á glæ.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2017 kl. 00:19

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér sýnist við vera sammála aldrei þessu vant Einar.

Borgþór Jónsson, 31.8.2017 kl. 10:08

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur einnig verið að Kanar séu tregir til að beita þeim af þeirri viðbótar ástæðu, að líklega eru þetta ákaflega dýrar flaugar - - stykkið gæti vel verið á eitthvað á bilinu 10 - 20 milljón dollarar.
--Það eitt a.m.k. rökrétt dugar, til þess að þeim sé einungis beitt, þegar ekki er hætta á ferðum -- ef fyrirmæli komi um slíkt frá hæstu stöðum.
--Þannig ef Hvítahúsið mundi vilja senda NK skýr skilaboð með þeim kostnaðarsama hætti að skjóta niður eldflaug frá NK þó af henni stafi engin hætta, geti það vel verið að fyrirmæli um slíkt þurfi að koma beint frá Hvítahúsinu eða Varnarmálaráðherra Bandar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2017 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 254
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 337
  • Frá upphafi: 846975

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 322
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 231

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband