Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017

Sérfræðingar telja Norður-Kórea sé að nota rússneskan eldflaugamótor í sína nýjustu langdrægu eldflaug

Að sögn sérfræðinga í eldflaugamótorum og eldflaugatækni, sé það talið yfirgnæfandi líklegt að Norður-Kórea hafi fengið aðstoð erlendis frá, við þróun sinnar eldflaugatækni - nýverið.
Tveir möguleikar koma til greina, en sérfræðingarnir telja að eldflaugamótorinn sem NK-notar í sína nýjustu langdrægu eldflaug, sé af tiltekinni rússneskri gerð - þ.e. RD-250 eða RD-251.
--Einungis 2-verksmiðjur í heiminum smíða þá mótora.

North Korea missile parts linked to Ukraine

  1. Önnur í A-Úkraínu á yfirráðasvæði stjórnvalda, ekki fjarri svæðum  þ.s. bardagar hafa staðið milli stjórnvalda Úkraínu og hópa málaliða á vegum stjórnvalda Rússlands, svokallaðra uppreisnarmanna - eða það titla málaliðar stjórnvalda Rússlands sig.
    ",,,the KB Yuzhnoye design bureau and its closely linked Yuzhmash rocket factory in Ukraine."
  2. Hin í Rússlandi: "...the Energomash concern in Russia..."

"The RD-250 engines being used by North Korea also appear to have been skilfully modified, said Mr Ellemen — indicating that foreign engineers had been purposefully engaged in developing the engines for sale to the North Koreans."

  1. Vísbendingar séu m.ö.o. um að NK hafi fengið umtalsverða tækni-aðstoð, auk þess að hafa fengið sendingu af eldflaugamótorum -- frá annarri hvorri verksmiðjunni.
  2. Að líkindum, hafi tæknimenn annarrar hvorrar verksmiðjunnar - uppfært mótorana sem seldir voru til NK, skv. beiðni NK.
  • Það feli greinilega í sér - umtalsverða aðstoð við eldflaugaprógramm NK!

Maður heldur ekki á RD-250 undir arminum!

https://cdn-images-1.medium.com/max/1600/1*1-2BOhNcge08Kg98pg645Q.jpeg

Engin leið er að slá því föstu - hvort líklegra sé að verksmiðjan í A-Úkraínu, hafi staðið fyrir þessu - eða verksmiðjan í Rússlandi!

Hafandi í huga kaosið í A-Úkraínu, hluti svæðisins stjórnað af málaliðum stjórnvalda Rússlands - hernumið landsvæði eiginlega; meðan að annar hluti er enn undir stjórn stjórnvalda Úkraínu.
Þá beinast vangaveltur í þá átt - að tæknimenn úkraínsku verksmiðjunnar, hafi ef til vill tekið upp á þessu sjálfir - gegn dygri greiðslu frá NK.
--Þó það sé mögulegt, virðist mér það töluvert veik skýring!
--Það sé afar ósennilegt að stjv. Úkraínu hefðu áhuga á að taka þá áhættu, að gera stjórnvöldum í Washington þetta slæman grikk - enda mjög háð aðstoð Bandaríkjanna, eiga allt sitt undir því!

Hin skýringin -- Rússland; virðist mér miklu mun sennilegri. En hvers vegna Pútín mundi vilja gera þetta, blasi augljóslega við -- þ.e. kjarnorkuprógramm NK-veldur Bandaríkjunum vanda!
--Það væri þá að sjálfsögðu tilgangurinn að aðstoða NK-að skapa vandræði fyrir Bandaríkin.
--Þannig séð, einnig hefnd fyrir refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gagnvart Rússlandi.
Og auðvitað ekki síst, Rússland á mjög hæg heimatökin við það að koma eintökum af breyttum eldflaugamótor yfir til NK.

  1. Pútín hafi skýra ástæðu - þ.e. harma sem hann getur talið sig vilja hefna, sem og þá hina - áhuga á að veikja stöðu Bandaríkjanna í Asíu.
    --M.ö.o. allt sem skaði Bandaríkin, sé gróði Rússlands.
  2. Og augljóslega, sé Rússland best í stakk búið - að veita þessa aðstoð, eftir allt saman sá aðili sem þróaði upphaflega þennan eldflaugamótor.
    --Rússland býr enn af fjölda sérfræðinga í smíði og þróun eldflauga, mjög hæg heimatökin að veita NK-tækniaðstoð til að flýta fyrir eldflaugaprógrammi NK.

--Ef Pútín gerði þetta - þá örugglega er nánast fullkomlega ómögulegt að sanna sekt Rússlands.
--Pútín mundi því sennilega álíta slíka aðgerð - "low risk."
Fyrir utan að Pútín örugglega óttast ekki kjarnavopn NK - þ.s. hann örugglega telji Rússland ekki vera það land, sem NK-væri líklegt að beina sínum vopnum að!

Það hvaða land það er líklegast að vera - einmitt sé frekari vísbending til stuðnings tilgátunni um Rússland!


Nánar um það, með hvaða hætti Rússland getur grætt á því að smygla eldlfaugamótor til NK

  1. Fyrsta lagi, liggur gróði Rússlands í aukinni spennu í Asíu - en Pútín getur talið sig græða á því, með tvennum hætti.
  2. Þ.e. aukin spenna valdi einnig - vaxandi spennu milli Vesturvelda og Kína, og þar af leiðandi auki líkur á því að Kína, kjósi að halla sér að Rússlandi.
  3. Síðan, sé aukin spenna líkleg til þess að leiða fram frekari aukningu á vígbúnaði ríkja í Asíu - þar með talið Kína sjálfs.
    --Sem skapi líklega Rússlandi augljós tækifæri til frekari vopnasölu til Kína, er gæti vel numið tugum milljarða dollara að verðmætum.
    --Til samanburðar mundi það hafa kostað Rússland, tittlingaskít - að koma eldflaugamótorum til Norður-Kóreu, og veita tækniaðstoð.

Ef Bandaríkin ráðast á Norður-Kóreu, mundi Rússland -tel ég- græða ennþá meira.

  1. En fyrir það fyrsta, mundi slíkt stríð valda eyðileggingu Suður-Kóreu líklega samtímis, og Bandaríkin þá - tapa SK sem bandalagsríki.
  2. Líklega lentu Bandaríkin í stríði við Kína, a.m.k. tímabundið -- síðan ríkti kalt stríð milli Bandar. og Kína, þ.e. algert niðurbrot í samskiptum.
    --Gróði Rússlands af slíkri útkomu, væri þá sá að þá mundi Kína í enn frekari mæli, halla sér að Rússlandi en í fyrri sviðsmyndinni.
    --Það bandalag Rússlands og Kína, er Pútín virðist nú vilja - mundi alveg örugglega verða í því samhengi.
  3. Síðan yrðu Bandaríkin fyrir gríðarlegum alþjóðlegum álitshnekki, eftir að hafa lagt 2-lönd í rúst, valdið beint og óbeint dauða milljóna manna.
    --Tjónið af því fyrir stöðu Bandar. væri miklu mun meira, en af ákvörðun Bush 2003 að hefja ólöglegt stríð við Írak.
  4. Aðgerð Pútíns, að senda eldflaugahreyfla til NK - væri þá sambærilegt við það að -taflmaður- fórnaði peði í staðinn fyrir bætta stöðu á skákborðinu.

Ég tel Rússland græða í báðum tilvikum, þ.e. burtséð frá því hvort það verður af stríði milli Bandar. og NK - eða ekki.

Í samanburðinum, hafi það kostað tittlingaskít fyrir Rússland - að senda eldflaugahreyfla til NK.

Það sé það augljósa að Rússland sé það ríki er mest græði á útkomunni, er geri kenninguna að Rússland hafi skaffað hreyfilinn -- langsamlega miklu mun sennilegri.

Á sama tíma, væri áhætta fyrir stjórnvöld Úkraínu af því að gera Bandaríkjunum slíkan grikk - óskapleg í ljósi þess, að Úkraína á allt undir velvilja Bandaríkjanna.
--Það komi því alls ekki eiginlega til greina að stjv. Úkraínu hafi staðið að slíku.

 

Niðurstaða

Það að Norður-Kórea virðist hafa fengið sendingu af RD-250 eða RD-251 árið 2016, er virðast hafa verið smíðaðir sérstaklega fyrir NK - þ.s. þeir virðast breyttir frá upphaflegri gerð. Skýri að því er virðist þá snöggu stökkbreytingu í eldflaugatækni er hefur komið fram í nýlegum prófunum Norður-Kóreu, að Norður-Kórea virðist hafa þróað nýja og til mikilla muna fullkomnari langdræga eldflaug en Norður-Kórea hafði fram að þessu ráðið yfir.

Mér virðist miklu mun sennilegra að Rússland hafi staðið fyrir þessu, þ.s. einungis Rússland hafi ástæðu til að vilja gera Bandaríkjunum þá skráveifu - að hjálpa Norður-Kóreu með þessum hætti.
Fyrir utan það að Rússland er í miklu mun betri aðstöðu til að veita þá tækniaðstoð sem virðist hafa verið veitt, auk þess í til mikilla muna betri aðstöðu til að koma sendingunni af mótorum alla leið til Norður-Kóreu.

 

Kv.


Trump gagnrýndur fyrir það sem mörgum finnst tregða hans að gagnrýna hegðan hægri öfgamanna innan Bandaríkjanna

Þeir sem hafa verið að fylgjast með atburðum innan Bandaríkjanna, vita ef til vill af óeirðum er urðu sl. helgi í Charlotteville.
En undirrót þeirra er ákvörðun borgaryfirvalda það að fjarlægja styttu af - Generel Lee, sem var yfirhershöfðingi hers sambandsríkis svokallaðra Suðurríkja sbr. "Condederation" í svokölluðu Þrælastríði á 7. áratug 19. aldar.
--Sú stytta hefur lengi verið þyrnir í augum þeirra Bandaríkjamanna, er líta á það sem skammarlegt að hygla hverjum þeim með nokkrum hætti - er var í leiðtogastöðu meðal þeirra, er börðust fyrir því að viðhalda þrælahaldi svartra bandaríkjamanna.
--Í dag er þrælahald hjá langsamlega flestum íbúum Jarðar álitið alvarlegur glæpur gegn mannkyni.

  1. Ég er persónulega því sammála þeirri skoðun, að það sé rangt að hafa á torgum innan Bandaríkjanna, uppi styttur af leiðtogum Suðurríkjanna sálugu.
  2. Það væri nærri því það sama - og að innan Þýskalands væru styttur af mikilvægum foringjum svokallaðs 3ja-ríkis, uppi á torgum.
    --Slíkt væri algerlega óhugsandi að sjálfsögðu þar í landi.

Hópur hvítra sem kalla sig - þjóðernissinna - en margir aðrir nefna, fasista. Um helgina stóðu fyrir mótmælum gegn ákvörðun borgaryfirvalda í Charlotteville - að fyrirhuga að fjarlæga styttuna frægu.
Á sama tíma, mættu skoðana-andstæðingar hinna sjálfskildreindu - þjóðernissinna, til að andmæla mótmælum þeirra.
Og það voru átök þeirra hópa, sem skópu óeirðir helgarinnar í Charlotteville.

After criticism, White House says Trump condemns KKK, neo-Nazis

Charlottesville violence tests Trump's presidential mettle

Victim in Virginia melee wept for social justice, her boss says

 

Styttan umdeilda! Eins og sést þá bregður styttan hetjuljóma á Lee og hermenn hans, er voru að verja þrælahald á svörtum í Suðurríkjunum!

http://gettysburg.stonesentinels.com/wordpress/wp-content/uploads/2015/03/Virginia-4c_2183.jpg

Ímyndið ykkur að ef stytta sem brygði hetjuljóma á einhvern af helstu hershöfðingjum 3-ríkisins, og hermenn hans -- væri í þýskri borg, og rifist væri um að taka hana niður!

  1. Þessa styttu hefði auðvitað átt að taka niður fyrir lifandi löngu síðan! Það sést auðvitað á því, að þeir sem mótmæltu um helgina því að hún væri fjarlægð -- veifuðu fána Suðurríkjanna!
  2. Magnað, að það fólk hélt því fram -- að það væri sama og hatur á hvítu fólki, að vilja fjarlægja styttuna.

--Eins og það gerði sér ekki grein fyrir því - að það væri rangt að álíta hetju.
--Þann sem barðist fyrir því, að viðhalda þeirri verstu tegund af kúgun sem til er, þrælahaldi.

 

Umdeild orð Donalds Trumps

Donald Trump: “We condemn in the strongest possible terms this egregious display of hatred, bigotry and violence on many sides - on many sides,”

Vandamálið er -- að hann leggur að jöfnu, þá sem berjast gegn því að stytta sé tekin niður, sem varpar hetjuljóma á baráttu hvítra suðurríkjamanna - fyrir þrælahaldi.

Og þeirra, sem mættu einnig til að mótmæla - en til að mótmæla skoðunum af slíku tagi.

--Eins og það, að fyrirlíta skoðanir fólks, sem lítur upp til þeirra er fyrir meira en 100 árum - börðust fyrir því, að viðhalda þrælahaldi á svörtum.
--Sé jafngilt fyrirlitningu þeirra, sem líta upp til þrælahaldaranna í suðurríkjunum á sínum tíma, á hverjum þeim sem -- ekki deila þeirra skoðunum.

  1. Klárlega getur það ekki talist eðlilegt að líta það jafngilt - að fyrirlíta þá sem verður að líta svo á - að styðja þrælahald.
  2. Vs. fyrirlitningu þeirra er það virðast gera, á skoðunum meginsþorra Bandaríkjamanna, sem séu sammála því að fordæma skoðanir af slíku tagi.

Það sé ákaflega sérstakt svo vægt sé til orða tekið. Að Donald Trump virðist hafa virkilega fundist -- þessir tveir hópar, jafn-slæmir.
Enda var afstaða forseta Bandaríkjanna - gagnrýnd á Bandaríkjaþingi, og þá einnig af fjölmörgum Repúblikönum á þingi, ekki bara þingmönnum Demókrata.

"Republican Orrin Hatch, who has served as a senator for 40 years, referenced his brother, who was killed in World War II. - "We should call evil by its name. My brother didn't give his life fighting Hitler for Nazi ideas to go unchallenged here at home,"

 

Niðurstaða

Því verði ekki neitað að viðbrögð Trumps um helgina við atburðarás er var í gangi í borginni Charlotteville - vekja grunsemdir þess eðlis að Trump hafi samúð með skoðunum hægri öfgamannanna er mótmæltu fyrirhuguðu brottnámi styttu af General Lee á aðaltorgi þeirrar borgar.
Það verði að álíta skoðanir þeirra sem líta upp til General Lee, sem hæsta máta fyrirlitlegar, í ljósi þess hvað Lee og samstarfsmenn hans voru að verja.
Þannig, að ummæli Trumps þar sem hann greinilega leggur það jöfnu að mótmæla slíkum skoðunum, við það að þeir sem hafi slíkar skoðanir mótmæli brottnámi styttunnar -- verða að skoðast sem fullkomlega fyrirlitleg. Það álít ég alls ekki of harkalega túlkað.

  • Takið einnig eftir því, að bifreið var ekið um helgina inn í mótmælagöngu þeirra, er andmæltu skoðunum hægri öfgamannanna, og lést þar kona að nafni Heather Heyer.
    --Sá sem ók bifreiðinni, þekktur fyrir nýnaskískar skoðanir.

 

Kv.


Donald Trump virtist hóta Venezúela hugsanlegri innrás, eða a.m.k. hernaðarárás af einhverju tagi

Eins og allir vita, hefur virst í gangi ákveðin keppni í hótunum í formi hvassra orða milli Donalds Trumps og Kim Jong Un einvalds Norður Kóreu.

En glænýjar hótanir Donalds Trumps - koma eins og skrattinn úr sauðahúsi.
--Þó það verði að viðurkennast, að ástand mála í Venezúela virðist á hraðri niðurleið.

Og það er vissulega satt, að íbúar landsins séu hungraðir, sbr. tölulegar upplýsingar frá sl. ári, að 75% aðspurðra í útbreiddri könnun, töldu sig hafa léttst milli 8,5-9kg.
--Sama hlutfall, sagðist þurfa að sleppa úr einni máltíð per dag, vegna fjárskorts.

En margir telja að orð Trumps séu vatn á mylli einræðisherra Venezúela, Nicolas Maduro.
--Um það má þó sannalega rífast á hinn bóginn!

  • Rétt að hafa í huga, að síðast fóru Bandaríkin inn í S-Ameríkuland, í aðgerð gegn stjórnvöldum á Haiti árið 1994-1995, sem steypti herstjórn er þar hafði ráðið eftir byltingu hersins þar 1991.
    --Síðan þá hefur Haiti verið undir umsjón Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur haft þar þúsundir friðargæsluliða og hjálparstarfsmanna.
  • Þar á undan, aðgerð gegn forseta og þáverandi einræðisherra Panama - General Manuel Noriega sem er nýlega látinn í bandarísku fangelsi, sú innrás fór fram 1989.
    --Hef ekki fylgst með stjórnarfari í Panama síðan, nema að þar hafa farið fram kosningar með eðlilegum millibilum, síðan. En þekki ekki hversu lýðræðislegar þær eru - raunverulega.

https://s4.reutersmedia.net/resources/r/?m=02&d=20170811&t=2&i=1196779768&r=LYNXMPED7A1LY&w=940

"U.S. President Donald Trump speaks to reporters after meeting with Secretary of State Rex Tillerson, U.S. Ambassador to the United Nations Nikki Haley and National Security Adviser H.R. McMaster at Trump's golf estate in Bedminster, New Jersey U.S. August 11, 2017."

Trump threatens Venezuela with unspecified 'military option'

Trump will not rule out military option in Venezuela

  1. Donald Trump: Forseti Bandaríkjanna var að svara spurningum blaðamanna - “We have many options for Venezuela. And by the way I’m not going to rule out a military option,” - “This is our neighbour. You know we are all over the world, and we have troops all over the world in places that are very far away. Venezuela is not very far away and the people are suffering and they are dying,” - “A military option is certainly something that we could pursue.” 
  2. Vladimir Padrino, varnarmálaráðherra Venezúela: "It is an act of craziness. It is an act of supreme extremism. There is an extremist elite that rules the United States." - "As a soldier, I stand with the Venezuelan armed forces, and with the people. I am sure that we will all be on the front lines of defending the interests and sovereignty of this beloved Venezuela," - "The diplomatic corps is summoned to the foreign ministry for tomorrow, when it will release a communiqué addressing the imperial threat to Venezuela." 
    --M.ö.o. formlegt svar verði gefið út á sunnudag.
  3. Pentagon: "...insinuations by Caracas of a planned U.S. invasion were "baseless."
    --Pentagon hafnar því að undirbúningur fyrir innrás sé í gangi, eða sé hafinn.
  4. Senator Ben Sasse of Nebraska, a member of the Senate Armed Services Committee: "Congress obviously isn't authorizing war in Venezuela," - "Nicolas Maduro is a horrible human being, but Congress doesn’t vote to spill Nebraskans' blood based on who the Executive lashes out at today."
  5. Mark Feierstein, was senior aide on Venezuela matters to former U.S. president Barack Obama: "Maduro must be thrilled right now," - "It's hard to imagine a more damaging thing for Trump to say."

 

Græðir Nicolas Maduro á orðum Donalds Trumps?

Örugglega - hann hefur margsinnis haldið því fram, að Venezúela sé undir samfelldri árás -- m.ö.o. hans meinta "economic war" sem hann kennir um efnahagslegum óförum stjórnar hans.
--En þær hamfarir, eru nærri algerlega útskýranlegar með fullkomlega fáránlega slæmum ákvörðunum landstjórnanda Venezúela - fyrir utan lækkun olíuverðs. En málið er, að Venezúela er að koma þetta herfilega illa út úr olíukreppunni, vegna langrar raðar rangra stjórnvalds ákvarðana.
--Ástandið þarf ekki að vera nærri þetta slæmt -- ég meina, 75% landsmanna vannærður, í alvöru.

Orð Trumps - passa þá í þá söguskýringu Maduros, sem hann væntanlega túlkar í því samhengi - að árásir Bandaríkjanna á Venezúela - sem að sögn Maduro hafa nú staðið árum saman og smám saman undið upp á sig; séu nú að færast á það sem mætti kalla, næsta stig.
--En greinilega hafa Bandaríkin stjórnað öllu slæmu sem hefur komið fyrir Venezúela.
--En Maduro hefur notað Bandaríkin, sem klassískan blóraböggul.

  1. Það sem ég er að segja er - að orð Donalds Trumps, líklega fjölga þeim í Venezúela er trúa skýringum Maduro, um "economic warfare."
  2. Þannig gætu orð Trumps, haft þau megin áhrif -- að þjappa auknum fjölda íbúa í kringum Maduro.
    --Þrátt fyrir hörmungarnar í landinu.
  3. Og gera það með stjórnarandstöðu erfiðar fyrir.
    --En ef stjórnarandstaðan fordæmir ekki strax harkalega orð Trumps, gæti Maduro beitt sér gegn henni, sem nokkurs konar "5. herdeild" svikara. Ég efa ekki eina sekúndu, að hann mundi nota einhvern trega til að fordæma orð Trumps.

--Þrátt fyrir óskaplegar óvinsældir stjórnarinnar í Caracas -- en kannanir benda til nærri 80% landsmanna í andstöðu við Maduro.
--Væri mjög sennilegt að þjóðernishyggja blossaði upp, og almenningur mundi kjósa að verjast hernaðarinnrás.

  1. Hernaðaraðgerð gegn Venezúela, eða greinilegur undirbúningur undir slíkt, jafnvel einungis tal um slíkt frá Washington -- sé líklega vatn á myllu stjórnvalda í Caracas.
  2. Þannig að það besta sem Trump gæti nú gert!
    --Væri að gefa nýja yfirlýsingu helst strax á sunnudag - þ.s. hann tekur til baka orð sín um hugsanlega hernaðaraðgerð gegn Venezúela - segir þess í stað, að ekkert slíkt sé fyrirhugað og að ekki nokkurt slíkt komi til greina.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er sú, að orð sem Donald Trump lét falla á golf setri sínu í New Jersey, séu afar óskynsöm. Og muni fyrst og fremst vera skaðleg fyrir baráttu íbúa Venezúela gegn stjórnvöldum í Caracas. En þau séu líkleg til að notfæra sér orð Trumps - til þess að ófrægja andstöðuna sem einhvers konar bandaríska 5. herdeild gegn stjórnvöldum.
--M.ö.o. gætu orð Trumps verið notuð af Maduro sem afsökun, til að réttlæta enn harðari aðgerðir gegn stjórnarandstöðunni.
--En Maduro hefur nú skipað stofnun með ótakmörkuð völd, svokallað "stjórnlagaþing" - sú stofnun virðist ætla að nota svokallað "sannleiksráð" er virðist hafa starfað í nokkur ár án mikillar athygli -- sem dómstól til að dæma þá sem Maduro er í nöp við. Það sé þó ekki vitað, hve umfangsmiklar slíkar aðgerðir yrðu.

En Trump gæti hafa veitt Maduro þægilega afsökun - til að hefja sýndarréttarhöldin - sjá eldra blogg: Innbrot í herstöð, stuldur vopna, getur bent til óróa innan hers Venezúela.

  • Ég á því von á því, að stjórnarandstaðan í Venezúela -- muni á nk. dögum, fordæma orð Trumps. Ef þó ekki til annars, en til að afsanna líklegar ásakanir Maduro!
    --Stjórnarandstaðan gæti líka lofað því, að taka þátt í vörn landsins gegn hugsanlegri innrás.
    --Það væri ódýrt loforð og auðvelt að veita, því ég er eiginlega algerlega viss að engin slík innrás muni fara fram! Á því fremur von á að það verði líklega veitt af stjórnarandstöðunni.

En ég á ekki raunverulega von á því að nokkrar umtalsverðar líkur séu á bandarískri hernaðaraðgerð gagnvart Venezúela í formi innrásar, þrátt fyrir orð Trumps - en slík aðgerð mundi þurfa margra mánaða undirbúning, og því herliði þyrfti að safna einhvers staðar á landi innan nágrannalands Venezúela.

Þannig að það mundi ekki geta farið leynt, ef slíkur undirbúningur færi fram!
Fjölmiðlar hafa ekki orðið varir við nokkurt slíkt.
Þannig að það sé alveg klárt, a.m.k. sé enginn slíkur undirbúningur hafinn.
--Og það væri líklega ákaflega slæm hugmynd fyrir Bandaríkin, að fara með fjölmennan her þangað inn.

  • Ef Bandaríkin vilja styðja stjórnarandstöðuna -- eiga þau að gera það með algerri leynd.

 

Kv.


Þau skilaboð berast frá Kína, að tilraun til þess að bylta stjórnvöldum Norður Kóreu verði ekki umborin

Þessi skilaboð eru birt með hætti sem stjórnvöld Kína geta auðveldlega afneitað. En það sé alfarið útilokað - að ríkisfjölmiðill í Kína, sé að birta annað en það sem stjórnvöld þar samþykkja að sé birt.
--En með því, að birta skilaboðin sem ritstjórnargrein.
--Þá geta stjórnvöld Kína sent aðvaranir án þess að þau ríki sem eiga í hlut, þurfi að svara þeim aðvörunum með formlegum hætti.

Chinese paper says China should stay neutral if North Korea attacks first

 

Fyrst aðvörun til Norður Kóreu:

"China should also make clear that if North Korea launches missiles that threaten U.S. soil first and the U.S. retaliates, China will stay neutral,"

En NK hefur hótað því, að framkvæma árás af fyrra bragði - ef bandarísk árás er talin, yfirvofandi.
Síðan, virðist her NK vera að útbúa áætlun, um að skjóta fjórum eldflaugum í átt að Guam -- að sögn ætlað að lenda 40km. frá strönd eyjunnar.
--Bandaríkin gætu túlkað það sem árás.

  • Skýr aðvörun frá Kína til stjórnvalda NK - að framkvæma ekki slíka aðgerð.

 

Aðvörun til Bandaríkjanna:

"If the U.S. and South Korea carry out strikes and try to overthrow the North Korean regime and change the political pattern of the Korean Peninsula, China will prevent them from doing so."

Mjög skýr aðvörun!

  1. En síðast er bandarískur her fór inn í NK í svokölluðu Kóreustríði 1950-1953.
  2. Fór kínverskur her inn um hin landamæri NK -- og meginhluti stríðsins voru síðan átök milli herja Bandar. og Kína.

--M.ö.o. að Kína virðist segja - að ef ráðist verði með her inn í NK af hálfu Bandaríkjanna og Suður Kóreu --> Þá endurtaki sig líklega sagan frá 1950, er kínverskur her fór yfir hin landamærin á móti herjum Bandaríkjanna, til þess að hrekja hinn bandaríska her út fyrir landamæri NK.

  • M.ö.o. að -- innrás í NK. Þíði stríð við Kína.

--Vegna þess að aðvaranirnar eru birtar í fjölmiðli.
--Hafa kínversk stjórnvöld ekki með formlegum hætti, sagt þessa hluti.
--En enginn ætti að efast um það, að þetta kemur beint frá stjórnendum Kína.

 

Niðurstaða

Þ.e. þekkt að stjórnvöld Kína stunda það að - birta viðhorf stjórnvalda Kína til margvíslegra atriða á erlendri grundu. Í gegnum ríkisfjölmiðla Kína. Með þeim hætti, geta stjórnvöld Kína -- tjáð sig án þess að - önnur stjórnvöld þurfi með opinberum hætti að svara þeim skilaboðum.
--En menn væru afar heimskir ef menn mundu ekki taka slík skilaboð fullkomlega alvarlega.

Ég efast ekki eina sekúndu um það að Kína sé fullkomin alvara!
M.ö.o. að ef Donald Trump fyrirskipar innrás í NK - fái hann líklega yfir sig, einnig stríð við Kína eins og gerðist í tíð Trumans forseta er General Mc Arthur fór með herstjórn fyrir hönd Bandaríkjanna á Kóreuskaga.

 

Kv.


Trump hótar N-Kóreu eldi og brennisteini / N-Kórea hótar á móti að ráðast hugsanlega á Guam ef bandarísk árás er talin yfirvofandi

Það má segja að hótanir Donalds Trumps og Kim Jong Un -- hafi náð nýju stigi.

Donald Trump: "North Korea best not make any more threats to the United States. They will be met with fire and fury like the world has never seen,"

Svar N-Kóreu, sama dag: North Korea said on Wednesday it is "carefully examining" a plan to strike the U.S. Pacific territory of Guam with missiles..." - "...North Korea also said it could carry out a pre-emptive operation if the United States showed signs of provocation."

--Ég velti fyrir mér, hvort þetta var kolbikasvartur húmor af hálfu Kim Jon Un!
--En hann hefur með þessu, kallað "bluff" Donalds Trumps!

http://cdn.images.express.co.uk/img/dynamic/78/590x/Kim-Jong-Un-attack-Trump-US-world-war-740550.jpg

Trump warns North Korea will be met with 'fire and fury' if threatens U.S.

North Korea says seriously considering plan to strike Guam: KCNA

 

Mann grunar að leiðtogi N-Kóreu, hafi enga trú á því að Donald Trump fyrirskipi hernaðarárásir af fyrra bragði á N-Kóreu!

Þannig að Kim Jong Un - geti sagt nokkurn veginn, hvað sem er -- án þess að eiga árás raunverulega á hættu.

Að N-Kórea tali um hugsanlegt "pre emptive strike" -- virkar á mig sem húmor af svartasta tagi.
Frekar en líklegur raunveruleiki -- að N-Kórea framkvæmi slíka árás af fyrra bragði.

Þannig sé Kim Jong Un - að rétta fram fingurinn!

En málið er að líklega þarf Kim Jong Un - að hafa afar litlar áhyggjur að hafa af því að Bandaríkin láti verða af því, að hefja hernaðarárásir á N-Kóreu vegna uppbyggingar N-Kóreu á kjarnorkuvopnaberandi eldflaugum.

  1. Málið sé einfalt, að slík árás mundi starta Kóreustríðinu að nýju.
  2. Ekki sé unnt að reikna með öðru en að NK beiti sér af öllu afli.
  3. Yfirgnæfandi líkur því á mjög miklu manntjóni í S-Kóreu. En NK ræður yfir miklu magni hefðbundinna stórskotavopna er ná til fjölmennra borga innan SK.
  4. Ef Kim Jong Un beitir kjarnavopnum, og nær að gereyða einhverjum borga SK. Þá mundi bætast við -- geislavyrk ský á faraldsfæti er gætu náð yfir til Kína eða Japans.
  5. Manntjón yrði að sjálfsögðu óskaplegt í NK.

Manntjón líklegt að hlaupa á milljónum - sérstaklega ef kjarnorkuvopnum væri beitt.

Fyrir utan að þessi átök gætu startað 3. Heims Styrrjöldinni - en síðast er bandarískur her fór inn í N-Kóreu, fór kínverskur her þar inn á móti - og barðist við herafla Bandaríkjanna, sbr. Kóreustríðið frá 1950-1953.

--Það sé því ekki sérdeilis furðulegt - að NK raunverulega segi við Trump "up yours."

 

Niðurstaða

Ég sé ekki hvernig virðing Donalds Trumps batnar með stórkarlalegum yfirlýsingum sem ósennilegt sé að hann fylgi á eftir. En það með hvaða hætti N-Kórea svaraði Trump innan sama dags. Túlka ég þannig að N-Kórea trúi því ekki að Donald Trump sé líklegur til að gera alvöru úr sinni hótun.
--Annars hefði N-Kórea vart komið með sína djörfustu hótun, sem beint svar!

 

Kv.


Innbrot í herstöð, stuldur vopna, getur bent til óróa innan hers Venezúela

Atburðarás er varð á mánudag í Venezúela er mjög óljós - það virðist að hópur vopnaðra manna, í einkennisklæðum hers Venezúela, hafi ráðist inn á herstöð og náð óþekktu magni vopna.
Erfitt að vita hversu alvarlegur atburður það er, en stjórnvöld virðast lítt hafa sagt.
Mjög erfitt að vita að hvaða marki sé unnt að taka marki á fullyrðingum þess andstöðuhóps, er segist hafa skipulagt verknaðinn - en videó með tylft vopnaðra manna var dreift á samfélagsmiðla um svipað leiti og í því segist Capt. Juan Caguaripano - að andstöðuhópur innan hersins beri ábyrgð á verknaðinum: Vídeó.
Aftur á móti, fullyrtu stjórnvöld að um hefði verið að ræða, hóp almennra borgara í stolnum herklæðum - en Capt. Juan Caguaripano kvá hafa verið á handtökulista stjórnvalda síðan 2016.

Venezuela government and rebellious soldiers both claim victory in base attack

 

Árásin á herstöðina kemur degi eftir að stjórnlagaþing sem í sitja eingöngu stjórnarsinnar, tók til starfa á sunnudag!

Ég óttast að Venezúela sigli inn í hernaðarátakamynstur. En það ætti ekki að koma á óvart, eftir að mánaðalöng fjöldamótmæli er ekki virðast hafa skilað nokkrum minnsta árangri. Þrátt fyrir mannfall upp á marga tugi -- að hluti stjórnarandstæðinga sé að missa trú á vopnlausa byltingu.

  1. Stjórnin, í stað þess að mæta kröfum mikils meirihluta þjóðarinnar, þess í stað virðist ætla að herða tökin - til mikilla muna.
  2. Svokallað "stjórnlagaþing" virðist ætla að taka sér vald -- til að dæma í málum, m.ö.o. nokkurs konar "alþýðudómstóll" svipað t.d. og Robespierre viðhafði í frönsku byltingunni.

    "On Sunday, Maduro announced that a new "truth commission" created by the assembly had been installed to impose justice on those fueling the unrest that has wracked the country since early April": Military Base Attackers Will Get ‘Maximum Penalty,’ Says Maduro.

Ef þegar -stjórnlagaþingið- þingar aftur á miðvikudag, það lætur verða af því - að taka sér vald dómstóls, greinilega með blessun Nicolas Maduro.
Og fer að dæma stjórnarandstæðinga - án hefðbundins réttarhalds.

  • Þá væri það að hegða sér svipað og svokallaðir -byltingadómstólar- eða stundum einnig nefndir -alþýðudómsólar- þegar í byltingarástandi -- staðið er fyrir sýndarréttarhöldum.
  • Og fjöldi manns dæmdir án þess að fá möguleika til raunverulegrar málsvarnar!

--En með því að ógilda stjórnarskrána!
--Með því að skipa þess í stað - apparat með ótakmörkuð völd.

Þá líkist nú stjórnarfarið í Venezúela í vaxandi mæli því - er var til staðar í Rússlandi, rétt eftir seinni byltinguna 2017 - er Lenín tók völdin.
En með því að afnema stjórnarskrána, hefur Nicolas Maduro einnig - afnumið öll mannréttindi.
Þannig að þá getur hann - ef hann kýs þann farveg - hafið ferli sýndarréttarhalda gegn andstæðingum sýnum.

Það væri þá í takt við hvað gerðist í Rússlandi í kjölfar byltingarinnar, er bolsévikkar Leníns stóðu fyrir svonefndum -alþýðudómstólum- er virkuðu í reynd mjög svipað -- og réttarhöld þau er Robespierre hafði staðið fyrir í Frakklandi í tíð ógnarstjórnarinnar þar rétt í kjölfar frönsku byltingarinnar.

--Enn er þó ekki vitað, hversu harkalega Maduro hyggst ganga fram!
--Þ.e. hvort um væri að ræða, menn væru dæmdir í fangelsi.
--Eða, hvort menn væru dæmdir til dauða - síðan snarlega skotnir eins og í Rússlandi strax í kjölfar byltingar bolsévikka.

 

Niðurstaða

Ef Maduro stendur fyrir sýndarréttarhöldum á næstunni - þá við það líklega hrekst stór hluti stjórnarandstöðunnar í það far að verða, neðanjarðarhreyfingar. Árás á mánudag á herstöð í Venezúela gæti verið fyrsta eiginlega vísbending þess, að hluti stjórnarandstöðunnar sé að afla sér vopna - samtímis að leita sér fylgis meðal herafla landsins.

--Enn sem fyrr óttast ég borgaraátök í Venezúela.
--Sá ótti minn fer vaxandi, að borgaraátök séu yfirvofandi og það hugsanlega innan skamms.

En því harkalegar sem Maduro fer fram á næstunni, því hraðari verði tel ég þróun í átt til vopnaðra átaka -- þ.e. stað þess að kveða andstöðuna niður. Brjótist út borgarastríð -- m.ö.o. að Maduro virðist líklegur til að endurtaka mistök Assads 2011 er Assad, sem einnig stóð framan af frammi fyrir fjölmennum en óvopnuðum mótmælum, fyrirskipaði hernum að brjóta þau niður hvað sem það kostaði; og niðurstaðan varð að uppreisnin aflaði sér vopna úr vopnabirgðum hersins og hluti hermanna gekk í þeirra raðir.

 

Kv.


Jeff Sessions, bregst við hótunum Trumps um að reka hann, segist nú ætla að stórfellt auka áherslu Dómsmálaráðuneytisins á lekamál

Það virðist einhvern veginn alveg augljóst, að yfirlýsing Sessions um - stórsókn gegn lekum, séu líklega viðbrögð hans við ítrekuðum hótunum Trumps um að skipta honum út.
--Það er ekkert smáræðis áhersla sem á nú skv. orðum Sessions að leggja á leka í fjölmiðla.
--Ég meina, næstráðandi Sessions í ráðuneytinu og nýr yfirmaður FBI - eru persónulega skikkaðir til að hafa yfirumsjón með þeim rannsóknum.

Það liggur fyrir hótun, að blaðamenn geti fengið á sig lögsókn!

Trump administration declares war on leakers

Leak Investigations Triple Under Trump, Sessions Says

  1. Sessions: “I strongly agree with the president and condemn in the strongest terms the staggering number of leaks undermining the ability of our government to protect this country,”
  2. “We respect the important role that the press plays and will give them respect, but it is not unlimited,”
  3. “They cannot place lives at risk with impunity.”
  4. "The US Department of Justice has tripled its active leak investigations..." - “We are taking a stand,” - “This culture of leaking must stop.”
  5. "An in-house task force is “reviewing our policy on media subpoenas,”
  6. "...the attorney-general suggested that prosecutors may go after reporters."
  7. "The attorney-general has also ordered the 94 US attorneys offices around the country to prioritise leak probes..."
  8. "...the FBI has created a new counter-intelligence unit to zero in on media leaks."
  9. "As part of the crackdown, deputy attorney-general Rod Rosenstein and the new FBI director, Christopher Wray, will personally oversee all leak investigations."
  • "In a landmark 1971 decision, the Supreme Court ruled that the First Amendment protected the right of the New York Times to publish a classified Pentagon history of US involvement in the Vietnam war."

 

Það er enginn vafi að lekar hafa verið mjög tíðir í stjórnartíð Donalds Trumps!

Svo tíðir, að ég hef velt því fyrir mér fyrir alvöru - hvort leyniþjónustu starfsmenn, séu ekki vísvitandi að - beita sínum starfsaðferðum til að njósna um forsetann og hans liðsmenn, og leka því síðan í fjölmiðla.

En rétt er að ryfja upp, að Trump ítrekaði í forsetaslagnum sl. haust - kallaði CIA ótrúverðuga stofnun, og gaf í skyn að upplýsingar sem CIA kom á framfæri um meint eða raunveruleg afskipti stjórnvalda Rússlands að kosningaslagnum í Bandaríkjunum - væru lygar.

Mig hefur grunað - að leyniþjónustufólk sé ekki meðal þeirra óvina sem menn ætti að kjósa sér.
Það getur vel verið - að leyniþjónustufólk, hafi ákveðið að hefna sín á Trump.
Fyrir fólk með þekkingu á njósnum, er það væntanlega auðvelt að grafa upp og leka því.

  1. Rétt að hafa í huga, að fram að þessu - virðist lekar alltaf hafa verið á gögnum, er reyndust -- réttmæt í þeim skilningi að gögnin voru sönn, m.ö.o. ekki falskar upplýsingar.
  2. En lekarnir virðast fókusa á hvað - kemur ríkisstjórn Donalds Trumps illa.

--Það blasi ekki við mér að þeir lekar hafi fram að þessu - valdið öðrum skaða, en skaða á orðstír ríkisstjórnarinnar.
--Hafandi í huga hve víður rétturinn í Bandaríkjunum er til að birta - leka.
--Þá gæti það reynst þrautin þyngi að knýja fram hagstæðan dóm.

Það sé enginn vafi að ef Sessions ákærði blaðamanna hjá einum af stóru fjölmiðlunum, og leitaðist við að kæra hann til að gefa upp heimildamann sinn. Að þá yrði af því óskaplegur fjölmiðlasirkus, og fjölmiðillinn líklega mundi greiða málsvarnarkostnað síns blaðamanns.
--Fjölmiðillinn líklega álíta málið prófmál!

Hafandi í huga hvernig æðsti dómstóll Bandaríkjanna brást við máli 1971 er snerist um afhjúpanir tengdar Víetnam stríðinu -- þá gæti slíkt dómsmál reynst vera brött brekka fyrir Sessions.

 

Niðurstaða

Það kemur í ljós hvað verður raunverulega úr stórsókn Jeff Sessions gegn lekum. A.m.k. miðað við hvað kom fram í máli Sessions - verður gríðarlegu púðri varið í rannsóknir á lekum, í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og skv. fyrirskipun frá Sessions - af nýjum yfirmanni FBI.

Ef Sessions mundi hefja dómsmál gegn þekktum blaðamanni eins risafjölmiðilsins - mundi sennilega hefjast eiginlegt fjölmiðlastríð!
En þá meina ég, að ef menn telja fjölmiðlastríð hafa verið til staðar - gildi það fornkveðna "you ain't seen nothing yet" miðað við hvað líklega gerist í samskiptum ríkisstjórnar Bandaríkjanna núverandi og fjölmiðla í kjölfarið á því - ef slík málsókn mundi fara af stað.

--Og ef Sessions mundi tapa slíkri málsókn, mundi útkoman geta veikt orðstír stjórnarinnar og auðvitað Sessions sjálfs - töluvert í viðbót við hvað þegar hefur orðið.

 

Kv.


Bandaríska þingið að íhuga að þrengja frekar að völdum Donalds Trump

Ég sagði um daginn, að fyrst að bandaríska þingið hefur nú - tekið yfir hluta af völdum Donalds Trumps í eitt skipti; geti það endurtekið þann leik að öðru sinni.
--Og einmitt slíkt virðist geta verið í farvatninu!

Fyrri færslur um svipað mál:
Bandaríska þingið vísvitandi lokar á það að Donald Trump geti mildað nýjar hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Donald Trump sakar bandaríska þingið um stjórnarskrárbrot - þar á meðal þingmenn Repúblikana.

Sérstakur saksóknari Robert Mueller!

https://static01.nyt.com/images/2017/05/30/us/18mueller/18mueller-master768-v2.jpg

Málið snýr að sérstökum saksóknara sem skipaður var að beiðni bandaríska þingsins til að rannsaka mál tengd ásökunum um afskipti stjórnvalda Rússlands að forsetakosningunum 2016 - ekki síst hlutverk samstarfsmanna Donalds Trumps og hugsanlega hans fjölskyldu í því samhengi!

  1. Eins og þekkt er, þá rak Nixon forseti á sínum tíma - sambærilegan sérstakan saksóknara er hafði verið skipaður til að rannsaka Watergate hneykslið.
  2. Það er innan hefðbundins valdsviðs forsetans - að reka embættismenn sem starfa undir valdsviði bandaríska alríkisins.

""Our bill allows judicial review of any decision to terminate a counsel to make sure it's done for the reasons cited in the regulations rather than political motivation," said Republican Senator Lindsey Graham, who co-sponsored one of the bills with Democratic Senator Cory Booker."

  1. M.ö.o. hljómar þetta þannig - þeir félagar mundu vilja að þingið setti lög sem virkuðu með þeim hætti.
  2. Að ef Trump gefur út tilskipun um brottrekstur Roberts Mueller - taki sú tilskipun ekki strax gildi -- heldur yrði henni vísað til dómstóls til umfjöllunar.
  3. Síðan tæki dómari/dómarar afstöðu til þess, hvort ástæður til brottreksturs væru fyrir hendi!

--Það þíddi þá væntanlega, að réttur forseta til að reka - sérstakan saksóknara ef honum sýnist svo.
--Væri með þeim hætti, sniðgenginn!


Skv. nýjustu fréttum, getur verið stutt í að Robert Mueller gefi út ákærur!

Grand jury subpoenas issued in relation to Trump Jr., Russian lawyer meeting - sources

Það bendi til þess - að sonur Trumps forseta, Donald Trump yngri - verði líklega ákærður.
Eins og ég taldi sennilegt ekki fyrir löngu:

  1. Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum
  2. Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump
  3. Forseti Bandaríkjanna - afsakar son sinn, með þeim orðum - allir aðrir hefðu gert þetta

--Það skýri náttúrulega af hverju, það geti nú gerst að bandaríska þingið hreyfi sig í annað sinn.
--Til að takmarka völd Donalds Trumps forseta.

 

Niðurstaða

Það virðist margt benda til þess að fjöldi þingmanna Repúblikana - hafi gefist upp á sínum forseta. Fyrst að þeir hafa þegar unnið saman með þingmönnum Demókrata við það verk að takmarka völd forsetans í eitt skipti. Og að það bendi eitt og annað til þess, að þeir séu líklegir að höggva aftur í þann knérunn að minnka völd forsetans.
--Það er þróun sem forsetinn sín sjálfs vegna ætti að óttast.
--En svo lengi sem þingmenn Repúblikana verja forsetann gegn tillögum Demókrata um "impeachment" verður ekkert af því.

Ég hef fyrir margt löngu síðan bent á að það geti vel verið að Donald Trump klári ekki sitt kjörtímabil - m.ö.o. honum verði ítt til hliðar af þinginu! Sem þingið hefur heimild til að gera!
--En bandaríska stjórnarskráin tryggir að forseti Bandaríkjanna sé ekki einvaldur!

 

Kv.


Donald Trump sakar bandaríska þingið um stjórnarskrárbrot - þar á meðal þingmenn Repúblikana

Donald Trump er greinilega vægt sagt sáróánægður með lög sem bandaríska þingið samþykkti í sl. viku.
En það gerir þessi lög alveg einstök - er að þingið í raun og veru rænir völdum af Donald Trump.
En þingið í lögum um refsiaðgerðir á Rússland - vísvitandi stígur með fremur harkalegum hætti inn á það sem lengi hefur verið valdsvið forseta, í utanríkismálum!

Sjá: Bandaríska þingið vísvitandi lokar á það að Donald Trump geti mildað nýjar hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

  1. "Under the new sanctions bill, Mr Trump would no longer be allowed to lift sanctions against Russia, Iran or North Korea unilaterally."
  2. "Instead, he would need to provide a written letter to Congress explaining why he wanted to lift sanctions, after which Congress would have 30 days to consider whether it wants to honour the president’s request.

--Þingið sem sagt, tók af Trump réttinn, að hafa nokkuð um refsiaðgerðir á Rússland að segja!
--Þar sem að þingið samþykkti þessi lög með gríðarlega miklum meirihluta - sbr. Fulltrúadeild 419 atkvæði á móti 3 atkvæðum, Öldungadeild 98 atkvæði á móti 2 atkvæðum - þá er alveg ljóst að þingmenn Repúblikana miklum meirihluta til tóku þátt í þessari aðgerð þingsins -- að svipta trump þessu valdi!

Rétt að sýna Trump í vondu skapi!

https://hw.infowars.com/wp-content/uploads/2017/02/trump-brief.jpg

Trump var sáróánægður, er hann undirritaði lögin, og mótmælti aðgerð þingsins við tilefnið!

Trump Signs Russian Sanctions Into Law, With Caveats

Trump signs what he calls ‘seriously flawed’ bill imposing new sanctions on Russia

Trump grudgingly signs ‘flawed’ Russian sanctions bill

  1. Donald Trump: “This bill remains seriously flawed — particularly because it encroaches on the executive branch’s authority to negotiate,”
  2. Congress could not even negotiate a health care bill after seven years of talking."
  3. “I built a truly great company worth many billions of dollars. That is a big part of the reason I was elected. As president, I can make far better deals with foreign countries than Congress,”
  4. By limiting the Executive’s flexibility, this bill makes it harder for the United States to strike good deals for the American people, and will drive China, Russia, and North Korea much closer together,”
  5. The Framers of our Constitution put foreign affairs in the hands of the President ... “This bill will prove the wisdom of that choice,”
  6. "Yet despite its problems,” - “I am signing this bill for the sake of national unity. It represents the will of the American people to see Russia take steps to improve relations with the United States. We hope there will be cooperation between our two countries on major global issues so that these sanctions will no longer be necessary.”

Trump skaut þarna harkalega á sína eigin flokksmenn - en þingmenn Repúblikana hafa vissulega reynt í 7 ár samfellt, að búa til ný lög um heilbrigðistryggingar í stað "Affordable Care Act" gjarnan nefnt "Obama Care." En sú 7-ára tilraun rann út í sandinn í sl. viku.

Hann kvartar með skýrum hætti undan aðgerð þingsins - og því fylgir setning sem ég túlka sem, ásökun um stjórnarskrárbrot.

  • Hann átti engan valkost annan en að undirrita - þ.s. þingið hefði einfaldlega staðfest lögin aftur, og þar með lögin tekið gildi - án hans undirskriftar.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega ekki hægt að kalla þessa útkomu annað en - niðurlægingu fyrir Donald Trump. Að þingið taki sig til með yfirgnæfandi meirihluta beggja þingflokka. Að taka hreinlega yfir hluta af því valdsviði sem vanalega tilheyrir forseta Bandaríkjanna!
--Klárlega lýsir þetta vantrausti þingsins til forsetans!
--Og klárlega því að það vantraust nær nú til raða þingmanna Repúblikana.

Sem er atriði sem Trump þarf að hafa í huga.
En Trump hefur ekki efni á því að þingmenn Repúblikana snúist algerlega gegn honum!
--En þingið hefur vald sbr. "impeachment" til að svipta forseta Bandaríkjanna völdum, með formlegum hætti - til þess þarf að myndast þingmeirihluti fyrir þeirri aðgerð.
--Þess vegna er Trump varinn gagnvart "impeachment" svo lengi sem Repúblikanar standa á móti slíkri tillögu frá Demókrötum.

 

Kv.


Áhugaverð samantekt um ótrúlegt efnahagshrun Venezúela!

Plaggið sem ég datt niður á er eftir fyrrum ráðherra áætlanagerðar fyrir Venezúela, þannig að sá maður væntanlega veit eitthvað um ástandið í landinu: In Venezuela, an unprecedented economic collapse.

  1. Þjóðartekjur Venezúela eru 50% lægri en árið 2013, sbr. "GDI."
    --Miðað við þjóðarframleiðslu "GDP" er talan 40%.
    Þetta sé ívið stærri samdráttur en Rússland lenti í 1990-1994. Stærri samdráttur en Bandaríkin lentu milli 1929-1933.
  2. Innflutningur hefur minnkað um 75% milli 2013 og 2016.
    --Stórum hluta ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að nota gjaldeyri til að standa við erlendar skuldir.
    --En í staðinn, hefur vöruskortur í landinu að sjálfsögðu magnast, og valdið margvíslegum vanda svo sem að gjaldeyrir sé ófáanlegur til að flytja inn lyf og margvíslegar brýnar nauðsynjar.
    Svo stórfellt hrun í innflutningi standist einungis samanburð við vanda Mongólíu milli 1988-1992, og vanda Nígeríu milli 1982-1986.
  3. Lágmarks laun hafa lækkað um 75% að raunverðmæti milli 2012 - 2017.
    --En ef miðað er við svartamarkaðs gengi á dollar, sé verðfall lágmarkslauna 88%.
    Þau laun í dag dugi langt í frá fyrir lágmarks fæðuþörf fjölskyldu.
  4. Laun 82% teljast neðan við skilgreind fátæktarmörk 2014 árið 2016, aukning úr 48%.
  5. 74% íbúa Venezúela léttust um að meðaltali 8,6kg. árið 2016 skv. könnun er var gerð það ár - af völdum þess að þurfa sleppa úr einni máltíð per dag vegna fátæktar.
    --Gárungar kalla þetta, Maduro kúrinn.

Nicolas Maduro á enn einhverja stuðningsmenn!

https://c.o0bg.com/rf/image_960w/Boston/2011-2020/2017/07/31/BostonGlobe.com/National/Images/AFP_R429H.jpg

Miðað við nýjustu fréttir hafa þessar staðreyndir engin áhrif á Maduro:Nicolas Maduro Says he Will Radically Overhaul Venezuela's Political System

Stöðug fjöldamótmæli hafa staðið yfir í nokkra mánuði nú í Venezúela - skv. óháðum könnunum eru nærri 80% íbúa ósátt við stjórn Maduro.

En samt segir Maduro hróðugur hafa fengið stuðning íbúa við -- áframhaldandi ótakmarkaðri setu á valdastóli.

  1. "Venezuela's National Electoral Council said turnout in Sunday's vote was 41.53 percent, or 8,089,320 people."
  2. "The result would mean the ruling party won more support than it had in any national election since 2013, despite a cratering economy, spiraling inflation, shortages of medicine and malnutrition."

Í ljósi ástandsins í landinu - er pínu erfitt að trúa þessum opinberu tölum.

Til samanburðar kom eftirfarandi niðurstaða út úr - óháðri könnun!

"An exit poll based on surveys from 110 voting centers by New York investment bank Torino Capital and a Venezuela public opinion company estimated 3.6 million people voted, or about 18.5 percent of registered voters."

Því get ég trúað þ.e. að um 20% landsmanna - haldi enn tryggð við stjórnina, þrátt fyrir allt.
--Það passi við aðrar kannanir er hafa bent til nærri 80% andstöðu.

  • Ég stórfellt efa að nokkur leið sé að koma Maduro frá -- nema að einhvers konar bylting verði innan hersins gegn honum -- möguleiki sem getur alveg verið raunhæfur, í ljósi þess að laun óbreyttra hermanna hrökkva vart lengur fyrir mat fyrir eigin fjölskyldu.
    --Það hljóti því að vera útbreidd óánægja meðal almennra hermanna!
  • Eða með þeim hætti, að innalandsuppreisn vopnist og umbreytist í borgarastríð.
    --Ég óttast einmitt þann möguleika.

--Almennt séð geta ríkisstjórnir ekki unnið gegn svo fullkomlega yfirgnæfandi andstöðu.
--Ef stríð brýst út - en herinn t.d. alveg örugglega klofnar ef borgaraátök brjótast út, í ljósi þess hve almenn andstaðan virðist vera.

Það yrði þá rosalega "messy" með sumar hersveitir í annarri fylkingunni - - aðrar í hinni.
--Sambærilegt við það sem gerðist í Sýrlandi 2011, þegar átök þar fyrst í stað voru einungis milli Sýrlendinga sjálfra - áður en aðkomumenn mættu á svæðið.

 

Niðurstaða

Ástandið í Venezúela er hörmulegt - ég held að óhætt sé að segja að hvergi í heiminum a.m.k. eftir 2000 hafi sambærilegt efnahagslegt hrun átt sér stað. Hrun raunverðgildis launa er svakalegt - ég man ekki eftir því að nokkru sinni áður hafa frétt af því, að 3/4 landsmanna líði matarskort í landi sem a.m.k. á árum áður var sæmilega efnahagslega þróað.

Engin leið virðist vera að koma vitinu fyrir stjórnina í Caracas.
--Óttast því borgarastríð í landinu brjótist út!
--En örvænting mikils meirihluta íbúa hlýtur að vera óskapleg orðin.
--Þegar Maduro hundsar neyðina svo fullkomlega sem hann virðist gera.
Ætlar sér í stað þess að gefa eftir, herða tök stjórnar sinnar á landinu enn frekar.
Og láta alfarið vera að bjóða upp á nokkrar færar lausnir - sem þíðir versnandi ástand áfram.

Einhvern tíma hlýtur að verða sprenging - eiginlega hissa á langlundargeði íbúa!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband