Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
6.5.2017 | 11:13
Emmanuel Macron sakar Rússa um hakkárás á framboðshreyfingu hans
Skv. fréttum virðist að 9-gígum af gögnum hafa verið stolið af vef framboðs herra Macron og dempt inn á vefinn Pastebin af aðila sem hafi skráð sig á þá síðu undir nafninu EMLEAKS.
--Að sögn Macron séu þetta e-mailar sem starfsmenn framboðsins og samstarfsmenn herra Macron hafi verið að senda sín á milli.
--Engar frekari upplýsingar liggja fyrir.
French candidate Macron claims massive hack as emails leaked
France enters quiet period after massive email hack
Engin leið að vita hvort þetta hefur nokkur hin minnstu áhrif
En skv. frönskum lögum -- geta opinberir embættismenn, og frambjóðendur nú ekki tjáð sig.
Að auki virðist -- haltu kjaftu gilda á fjölmiðla!
"France's electoral commission has ordered media not to publish contents of Emmanuel Macron's leaked campaign emails to avoid influencing the election."
T.d. neituðu franskir embættismenn að tjá sig um málið -- til þess að lenda ekki í hugsanlegri ákæru um að reyna að hafa áhrif á kosningarnar.
Hvorki Macron né Le Pen má þá skv. því -- tjá sig um málið!
--Kosningabaráttunni sé opinberlega lokið frá og með föstudag.
--Og það virðist auk þessa, að öll kosningatengd-umfjöllun sé bönnuð nú fram að kjöri á sunnudag.
--Sem sé sennilega hvers vegna, kosningaráð Frakklands hefur bannað formlega fjölmiðla umfjöllun um lekamálið!
Það komi líklega þó ekki í veg fyrir að margvíslegir -- netmiðlar taki málið fyrir.
--En geti hindrað dagblöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar.
--Sem geti orðið að fjalla mjög gætilega um það!
- Haltu kjaftu lögin --> Geta þar með hugsanlega hindrað að lekinn hafi nokkur umtalsverð áhrif.
- Síðan er hann einungis að koma fram --> 2-dögum fyrir kjördag.
Það vekur samt athygli að Emmanuel Macron sakar rússneska aðila um að standa að baki!
Vegna algers skorts á upplýsingum, er ekkert hægt segja frekar um málið!
Það minni þó að einhverju leiti á e-mail leka mál sem varð vegna hakkárásar á framboð Hillary Clonton, þegar leki varð úr höfuðstöðvum Demókrataflokksins.
- Ég hef þó ekki enn séð umræðu um -- meint hneyksli innan raða framboðs herra Macron.
Þó segir framboð Macrons -- "A spokesperson said the communications only showed the normal functioning of a presidential campaign, but that authentic documents had been mixed on social media with fake ones to sow doubt and misinformation."
M.ö.o. sagt að -- fölskum upplýsingum hafi verið blandað saman við - ekta netpósta.
--Engar frekari upplýsingar liggja fyrir!
--Það geti verið að tíminn sé einfaldlega runninn út.
--Fyrir nokkra slíka umræðu til þess að hafa nokkur umtalsverð áhrif.
Poll boost for Macron as French campaign enters final kilometre
- Skv. síðustu skoðanakönnunum birt á vikunni -- mælist herra Macron með 62% fylgi -- flokkur hans "En Marche" gæti fengið milli 249-286 þingsæti, en 290 þarf fyrir þingmeirihluta.
- Það væri virkilega óvæntur stórsigur -- ef algerlega út úr blámanum, flokkur sem ekki var til fyrir kosningar, allt í einu --> Nær hreinum þingmeirihluta.
Það væru sennilega óvæntustu úrslit í sögu franskra kosninga.
En Macron yrði valdamikill forseti, með því að flokkur hans réði öllu á þingi.
--Nú, ef hann vantar einungis fáein þingsæti upp á meirihluta, væri flokkur hans samt afar ráðandi á þingi --> Þó það þyrfti samstarfs við einn annan flokk --> Sem gerði Macron samt sem áður, valdamikinn --> Ef ekki fullkomlega einráðan!
Niðurstaða
Óvænt stefnir í þann möguleika að flokkur sem ekki var til áður en Emmanuel Macron lýsti yfir framboði, þ.e. flokkur Macrons "En Marche" verði annað af tvennu, langsamlega stærsti þingflokkurinn -- eða að sá flokkur nái meirihluta jafnvel.
Ef það fer með þeim hætti, að "En Marche" verður langsamlega stærstur - þannig að samstarf við lítinn flokk dugar - eða endar jafnvel með hreinan meirihluta.
--Þá yrði Emmanuel Macron valdamikill forseti!
--Og væri þá í aðstöðu til að standa við stóru orðin um --> Breytingar!
Eins og staðan í könnunum er loka dagana fyrir kjördag.
Virðist Marine Le Pen, ólíkleg til sigurs!
- Hinn bóginn, óvæntur leki á miklu magni E-maila frá "En Marche" flokki Macron.
- Sem Emmanuel Macron sakar rússneska aðila um að standa fyrir.
- Sá leki minnir að einhverju leiti á -- hakkárásir á framboð Hillary Clinton.
- Ekkert liggur þó enn fyrir, að hneyksli sé að rísa!
--En fullyrðingar framboðs Macron -- geti bent til þess að í gögnunum séu upplýsingar, falsaðar eða ófalsaðar, er geti orkað tvímælis.
En máliðþyrfti að verða afar hávært væntanlega í fjölmiðlum.
Til þess að eiga möguleika til þess, að hafa nokkur umtalsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna þetta örskömmu fyrir kosningar.
--Mig grunar að tíminn sé runninn út.
--Og að, haltu kjaftu lög, í Frakklandi á helstu fjölmiðla -- sem takmarki möguleika þeirra til að fjalla um málið, frá og með föstudag til sunnudags, líklega takmarki möguleika fjölmiðla til þess að taka málið fyrir -- fyrir kjördag ----> Nema hugsanlega, netmiðlar!
Hugsanlega rís eitthvað upp á nemiðlum -- héf hef a.m.k. ekki heyrt nokkra umfjöllun enn um meint eða raunveruleg hneyksli - úr röðum framboðs Emmanuel Macron.
Nema eitthvað stórt breytist á svo skömmum tíma -- virðist stefna í sigur Macrons.
--Kosningakerfið í Frakklandi virki allt öðruvísi en það bandaríska --> Í Frakklandi geti ekki orðið sambærileg niðurstaða, að frambjóðandi hafi sigur --> Með minnihluta heildaratkvæða.
- Ef hneyksli rís nú snögglega -- væru sennilega áhrif þess, einna helst til að draga úr kjörsókn --> En það þyrfti væntanlega að ná því að verða hávært.
- Nú svo afar skömmu fyrir kosningar virðast líkur á verulegum áhrifum slíks hneykslis - lítil!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2017 | 23:53
Fyrirhuguð opinber heimsókn Trumps til Saudi Arabíu og Ísraels - virðist líkleg að snúast um, samstöðu gegn Íran
Rétt að minna á það að í kosningabaráttunni, kallaði Trump --> Íran hættulegasta ríkið í Mið-austurlöndum, og það ríki sem ætti mestan þátt í útbreiðslu hryðjuverka!
--Afstaða sem auðvitað hljómar vel í eyru ráðamanna í Riyadh og Jerúsalem.
Auk þessa, gagnrýndi Trump - Obama fyrir þ.s. Trump vildi meina að hefði verið, slök samstaða ríkisstjórnar Obama með bandamönnum Bandaríkjanna!
--Þá átti trump án vafa við - Íran og Saudi Arabíu.
- Í ljósi þesa -- fannst mér alltaf merkileg gagnrýni þeirra er fullyrtu að Hillary Clinton, ef hún hefði náð kjöri, að hún hefði verið svo hættulegur forseti.
--Fremur skopleg afstaða í ljósi fundar Trumps sem fyrirhugaður er!
En ljóst virðist t.d. að Trump er þegar að ganga mun lengra en ríkisstjórn Obama gerði, í því að styðja stríð Saudi Arabíu -- í Yemen.
Að auki virðist sennilegt, að Trump formlega samþykki að selja svokallaðar -nákvæmnis sprengjur- til Saudi Arabíu -- sem Obama hafði neitað að selja, vegna stríðsins í Yemen.
Saudi Arabia says Trump visit to enhance cooperation in fighting extremism
Trump to visit Saudi Arabia and Israel on first foreign trip
Það virðist ljóst að umtalsverður stefnumunur er að koma fram á ríkisstjórn Donalds Trump, í samanburði við stjórn Obama!
En ríkisstjórn gagnrýndi töluvert stríðsrekstur Saudi Arabíu í Yemen -- vegna gríðarlegs mannfalls almennra borgara í loftárásum Saudi Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna á svæði í Yemen undir stjórn svokallaðrar -- Hútí fylkingar og araba hers undir stjórn fyrrum forseta landsins, Saleh.
--Þess vegna setti Obama bann á sölu - nákvæmnis sprengja.
En síðan Trump tók við, hafa Bandaríkin framið a.m.k. 2-umdeild strandhögg í landinu, annað sem leiddi til töluverðs mannfalls almennra borgara og nokkurs manntjóns þeirra sérsveitarmanna er framkvæmdu það strandhögg.
Og það virðist ljóst, að Trump mun afnema bann Obama við sölu - nákvæmnis sprengja til Saudi Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna.
- Trump hefur alltaf sagt samkomulag það sem ríkisstjórn Obama gerði við Íran -- svokallaður 6-velda samningur um kjarnorkumál -- herfilega slæmt.
--Trump meira að segja hefur látið vinna rannsókn, þ.s. rannsaka átti hvort Obama fór gegn hagsmunum bandarísku þjóðarinnar í málinu - ég hef þó ekki frétt af niðurstöðu þeirrar rannsóknar. - Fram að þessu, hefur Trump þó ekki slegið af þátttöku Bandar. í samkomulaginu.
--Þrátt fyrir harða gagnrýni á það.
Trump virðist vera að endurreisa fyrri afstöðu Bandaríkjanna til Írans.
--En hlutfallsleg þíða gagnvart Íran ríkti í tíð Obama, eftir gerð 6-velda samkomulagsins.
Aftur sé talað um, Íran sem hættulegasta land Mið-austurlanda, og nauðsyn um samstöðu með Ísrael og arabalöndunum við Persaflóa - gegn Íran.
--Þá afstöðu má rekja alla tíð aftur til írönsku byltingarinnar 1979.
Ég var að vonast til þess, að Clinton næði kjöri --> Og að hún mundi halda áfram með nokkurn veginn stefnu Obama í málinu.
--Þannig að þíðan milli Bandar. og Írans, gæti skotið frekari rótum.
Þess í stað - virðist Trump venda Bandaríkjunum til baka, til fyrri afstöðu - þá sem lengst af hefur verið ríkjandi síðan 1979.
Norður vs. Suður Yemen -- fyrir sameiningu landsins 1990!
Staða stríðsins í Yemen ca. í dag!
Niðurstaða
Þrátt fyrir að Donald Trump virðist vera að vinda klukkunni í Washington aftur til baka - til stefnu þeirra forseta gagnvart Íran er ríktu á undan Obama forseta.
--Þá á ég alls ekki von á því að aðgerðir Trumps gegn Íran -- verði harðari en aðgerðir fyrirrennara Trumps.
M.ö.o. ekkert stríð gegn Íran!
Líklega þíði þetta þó, að auknar líkur séu á því að Bandaríkin skipti sér með stórfellt auknum mæli, að stríðinu í Yemen -- þ.s. Yemen virðist nokkurn veginn aftur klofið í Norður og Suður Yemen.
--Eins og var fyrir 1990.
Takið eftir hvernig skipting Yemen í Norður og Suður Yemen, hefur risið aftur -- í ljósi þess að þau svæði sem bandalag Húthí fylkingarinnar og arabahers undir stjórn Saleh fyrrum forseta hins sameinaða Yemen; fara mjög nærri því að vera akkúrat sömu landsvæðin og áður hétu Norður Yemen.
--Mér virðist augljóst blasa við - að réttast væri að skipta landinu að nýju.
Það gæti bundið endi á átökin!
--Þetta fólk geti greinilega ekki búið saman í friði - í sameinuðu landi!
Punkturinn varðandi Norður og Suður Yemen -- sé það að íbúar þess svæðis er áður hét Norður-Yemen, virðast klárlega standa með þeim her, þ.e. bandalag Hútha og hermanna hliðhollum Saleh fyrrum forseta, sem verji það svæði nú gegn Saudi Arabíu og Sameinuðu-furstadæmunum.
--Þannig að ef Bandaríkin mundu senda her á svæðið, gætu þau blandað sér í átök --> Sem séu átök milli þjóðahópa.
Það gæti alveg endað sem sambærileg reynsla fyrir slíkan bandarískan her.
--Og þegar Ísrael hersat stór svæði í Lýbanon milli 1980 og 1990.
- Spurning hvort að Donald Trump -- kemur Bandaríkjunum inn í nýtt langvinnt stríð í múslimalandi?
A.m.k. hafði Obama vit á því að forðast slíkt.
--M.ö.o. hann sendi engan her til nokkurs Múslimalands í Mið-austurlöndum!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.5.2017 | 22:15
Spurning hvar Donald Trump mundi hitta Kim Jong-un?
Trump hefur sagt ákaflega margt, en nýleg ummæli Donalds Trump vekja eftirtekt!
If it would be appropriate for me to meet with him, I would absolutely, I would be honoured to do it, - Most political people would never say that but Im telling you under the right circumstances I would meet with him.
Skv. því telur Donald Trump það koma ágætlega til greina að hitta Kim Jong-un að máli.
--Hvað sem réttar kringumstæður annars væru: Trump says he would be honoured to meet N Koreas Kim Jong Un.
- Rétt að taka fram að síðan Kim Jong-un tók við völdum í N-Kóreu 2011.
- Hefur hann ekki farið út fyrir landsteina - né hitt nokkurn erlendan þjóðarleiðtoga yfir höfuð.
- Mig grunar að Kim Jon-un telji sér ekki óhætt að yfirgefa landið.
- Á sama tíma grunar mig að Donald Trump sé ekki tilbúinn að hitta Kim Jon-un í N-Kóreu.
Það þíði þó ekki endilega að slíkur fundur sé óhugsandi!
En það mætti hugsa sér að hann væri haldinn á stað á landamærum Norður og Suður Kóreu.
--En slíkir landamærastaðir eru til, sem notaðir hafa verið áður til fundahalda milli Norður og Suður Kóreumanna.
Slíkur fundur virðist þó ekki sérdeilis líklegur í augnablikinu.
--Alltaf góð spurning hvort unnt sé að fá N-Kóreumenn til að halda eitthvert samkomulag.
--En þeir hafa nokkrum sinnum áður undirritað sáttmála, en alltaf á endanum fundið tilliástæðu til þess að virða það ekki lengur, stundum nokkrum árum síðar.
- Það blasi því ekki endilega við mér að Donald Trump ætti að halda slíkan fund.
Niðurstaða
Miðað við sögu deilna við N-Kóreu, sé ég ekki persónulega mikinn tilgang í hugsanlegum fundi Trumps og Kim Jong-un. En vandinn sé að fá N-Kóreu til að halda undirritað samkomulag - til lengdar. Fram til þessa, hafi tilraunir til samkomulags alltaf endað með því að N-Kórea hefur fyrir rest fundið ástæðu til þess að hætta að virða gert samkomulag.
Kv.
1.5.2017 | 11:45
Veldi ISIS á hröðu undanhaldi
Skv. nýjustu fréttum, er árás hafin á bæinn Tabqa, sem er rétt við Tabqa-stífluna.
En ef horft er á kortið að neðan er Tabqa við vatnið sem er Vestan við Raqqa.
--M.ö.o. er þetta hluti af atlögu sem miðast við að þrengja hringinn að Raqqa.
--Eins og gert var fyrir einu ári við borgina Mosul í Írak.
U.S.-backed militias oust IS from Syria's Tabqa old city
Það er merkilegt að bera kortin saman, en þau eru tekin af: Islamic State and the crisis in Iraq and Syria in maps.
Skv. greiningu BBC hefur Islamic State tapað um 1/3 síns landsvæðis sl. 12 mánuði.
En þ.s. meira er -- innan skamms verður atlögunni að Mosul lokið: Iraqi commander says to complete capture of Mosul in May.
Þó Raqqa sé höfuðborg ISIS þá hefur Mosul verið demanturinn í veldi ISIS, vegna stærðar borgarinnar sem er umtalsvert stærri en Raqqa.
--Eftir fall hennar verður veldi ISIS Írakmegin -- mjög minnkað.
Skv. bandarískum hernaðaryfirvöldum - hefur ISIS flutt mikið af stjórnsýslu sinni frá Raqqa, sl. vikur og mánuði - til bæjarins Deir ez-Zur 90 km til Suð-vesturs frá Raqqa meðfram Efrat fljóti: ISIS moves its capital in Syria.
Skv. því er ISIS að undirbúa sig undir það að borgin Raqqa verði algerlega einangruð innan skamms.
--Það þíðir náttúrulega að ISIS er ekki endilega búið þó Raqqa og Mosul báðar falli.
--En þ.e. engin ástæða að halda ekki áfram með sóknina gegn ISIS, eftir að þær borgir veru báðar fallnar.
Skv. Bandaríkjunum - hafa hundruðir óbreyttra borgara fallið í loftárásum Bandaríkjanna á svæði undir stjórn ISIS - síðan atlagan gegn ISIS hófst fyrir 2-árum síðan: US military says at least 352 civilians killed in Iraq and Syria since 2014.
--Rétt að nefna að hópurinn -AirWar- nefnir töluna 3.164.
Það gæti einfaldlega stafað af -- mismunandi mati á því hvað telst óbreyttur borgari.
--En vitað er að tugir þúsunda ISIS liða hafa fallið í þessum loftárásum!
::Jafnvel þó miðað væri við hærri töluna, þá líklega eru Bandaríkin að leitast við að lágmarka tölu fallinna almenna borgara --> Rétt að nefna, yfir 500.000 er fallið hafa í átökum heilt yfir í Sýrlandi síðan borgaraátök hófust í ágúst 2011.
Niðurstaða
Ef málið er tekið saman, þá klárlega gengur atlagan gegn ISIS hægt en samt þó er hún að ganga.
Höfum í huga að Bandaríkin eru í samvinnu við stjórnvöld í Íraq annars vegar og Peshmerga liða íraskra Kúrda um atlöguna gegn ISIS í Íraqk.
Innan Sýrlands, hafa Bandaríkin samvinnu við IPG hernaðararm Sýrlenskra Kúrda, ásamt - Súnní liðssveitum sem þjálfaðar hafa verið upp, í þjálfunarbúðum á landsvæði Kúrda bæði í Sýrlandi og í Írak.
--Það eru nánar tiltekið þær hersveitir sýrlenskra súnníta, sem Bandaríkin hafa þá í reynd búið til og vopnað, sem eru að einangra borgina Raqqa og eru þessa stundina með atlögu í gangi að Tabqa.
--En fyrr á árinu, voru þær sveitir ferjaðar á þyrlum yfir á það svæði, til þess að búa til víglínu gegn ISIS á nýjum stað.
--Höfum einnig í huga, að væntanlega skiptir það máli að ná Tabqa stíflunni, en væntanlega án hennar hafa svæði ISIS þar fyrir sunnan - ekkert rafmagn.
Á þessu ári má væntanlega reikna með því að báðar borgir falli endanlega, þ.e. Mosul innan skamms og Raqqa. Að veldi ISIS undir loks ársins, verði vart svipur hjá sjón.
--Höfum í huga, að þetta er það hernaðarplan sem þegar var byrjað að framfylgja heilu ári áður en Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna --> Trump virðist a.m.k. ekki enn hafa gert á því nokkrar verulegar breytingar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar