Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Sérstakur saksóknari hefur verið ráðinn til að rannsaka ásakanir gegn aðilum innan ríkisstjórnar Trumps!

Robert S. Mueller III, fyrrum yfirmaður FBI - er talinn hafa endurreist virðingu þeirrar stofnunar í kjölfar svokallaðs 9/11 atburðar. Hann var yfirmaður FBI frá 2001-2013, skipaður af George Bush en hélt áfram í gegnum fyrra kjörtímabil Obama - er óskaði eftir því að hann héldi áfram, þar til að deilur milli Obama og Repúblikana á þingi um það hver mundi síðan taka við FBI - voru leystar með samkomulagi um skipan James Comey - í hans stað.
 
Vegna þess að Mueller gegndi stöðu yfirmanns FBI einnig fyrra kjörtímabil Obama, þá virðist sátt á Bandaríkjaþingi - milli Repúblikana og Demókrata, um skipan Mueller sem sérstaks saksóknara.
 
 
 
 
  1. Sem sérstakur saksóknari, sé Mueller enn undir Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, og Rod Rosenstein - aðstoðar- eða vara-alríkissaksóknari Bandaríkjanna -- geti rekið hann.
  2. Þá hafi hann samt sem áður, meira sjálfstæði gagnvart Dómsmálaráðuneytinu -- en rannsakandi er væri starfsmaður þess.
"Mr. Mueller will be able to choose to what extent to consult with or inform the Justice Department about his investigation as it goes forward."
 
Hann sé sem sagt - sjálfstæður rannsakandi, þó hann sé áfram -tæknilega- undir ráðuneytinu.
 
Þetta er óneitanlega forvitnileg þróun - áhugavert að nú hafi þingmenn Repúblikana, látið undan kröfu Demókrata á þingi; sem lengi hafa nú barist fyrir skipan - sérstaks saksóknara til að rannsaka ásakanir gegn aðilum innan ríkisstjórnar Trumps, um meint eða raunveruleg óeðlileg tengsl við rússneska embættismenn - fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum.
  • Hávaðinn út af brottrekstri James Comey - er naut virðingar innan Repúblikana flokksins, jafnvel þrátt fyrir allt meðal Demókrata; sé líklega ástæða þess að þingmenn Repúblikana hafi loks sæst á ráðningu - sérstaks.

Um Mueller:

  1. "“He’s an absolutely superb choice,” said Kathryn Ruemmler, a former prosecutor and White House counsel under Mr. Obama. “He will just do a completely thorough investigation without regard to public pressure or political pressure.”" - "She added: “I cannot think of a better choice.”"
  2. "John S. Pistole, who served as the F.B.I.’s deputy director under Mr. Mueller, also praised the appointment." - "“You need an independent assessment of what the president has done, how he has done it and perhaps why he has done it,” said Mr. Pistole, who is now president of Anderson University in Indiana. “The appointment of Director Mueller is exactly what is needed to attempt to bring credibility to the White House when there are so many questions about the president’s actions and motives.”"

--Með ráðningu -sérstaks- vex Watergate lyktin af málum Trumps stjórnarinnar!

 

Niðurstaða

Rétt samt að nefna það, að ólíkt Watergate - liggur ekki fyrir neinn sannaður glæpur. Frekar er verið að rannsaka; a)Hvort glæpur var framinn af tilteknu tagi, og, b)Hvort að tilteknir aðilar hafi raunverulega verið þátttakendur í þeim meinta glæp.
--Í Watergate málinu, var glæpurinn sjálfur aldrei í vafa þ.e. innbrotið í höfuðstöðvar Demókrataflokksins, og það náðist í þá er frömdu sjálft innbrotið. Það sem síðan kom á eftir, þ.e. sjálf rannsóknin - snerist þá um að, sanna sök þeirra sem gáfu fyrirskipanir um þann glæp.

M.ö.o. sé hvort tveggja samtímis umdeilt, þ.e. hvort glæpur var framinn, og síðan - hvort tilteknir aðilar hafi komið við sögu.
--En sterkur orðrómur neitar að deyja - það að FBI og bandaríska þingið taki málið þetta alvarlega -samt sem áður- án sannaðs glæps; þíði samt sem áður ekki - að það geti ekki farið svo að rannsóknin á endanum geti ekki lognast út af, án þess að nokkuð yfir höfuð verði sannað.

--Brottrekstur James Comey, geti þó bent til þess að einhverjir í Hvíta-húsinu, telji sig hafa ástæðu til að óttast þær rannsóknir sem eru í gangi, þ.e. af hálfu FBI og þá sem þingið sjálft hefur rekið en nú vísað yfir til sérstaks saksóknara!

--M.ö.o. rannsókn FBI-sé rekin áfram fyrir utan rannsókn sérstaks!
--Sem þíði ekki endilega að óhugsandi sé að þær rannsóknir eigi skipti á gögnum.

 

Kv.


Trump virðist hafa óskað eftir við James Comey að FBI stöðvaði rannsókn á Michael Flynn, skömmu áður en Flynn var knúinn til afsagnar!

Þetta telst væntanlega til -afskipta af réttvísi- sem í flestum lýðræðislöndum er litið hornauga.
En eins og þekkt er, þá rak Donald Trump - Flynn fyrir rest.
--Skv. tilskipun um brottrekstur, vegna þess að Flynn hefði sagt Trump og Spicer aðstoðarmanni Trumps - ósatt um málavexti þá sem FBI var að rannsaka!

Trump asked Comey to shut down Flynn probe

Comey Memo Says Trump Asked Him to End Flynn Investigation

  1. Væntanlega muna einhverjir Íslendingar - að einn ráðherra í ríkisstjórn Íslands er sat á sl. kjörtímabili - var knúin til afsagnar, fyrir sambærilegar sakir - þ.e. afskipti af réttvísi.
  2. Sambærileg afskipti, teldust næg ástæða til afsagnar ráðherra - líklega í langsamlega flestum lýðræðisríkjum í Evrópu.

--Auðvitað mun Trump ekki segja af sér - langsamlega flestir stuðningsmenn hans eru líklegir að álíta þetta án mikils vafa - smámál!

Upplýsingarnar koma fram í - minnisblaði sem James Comey skrifaði.
Í bandarískum rétti, hefur skapast sú venja - að líta á minnisblöð yfirmanna FBI-sem sönnunargögn um innihald samræðna milli viðkomandi FBI-yfirmanna og annarra einstaklinga.

Skv. minnisblaðinu sagði Trump eftirfarandi við James Comey:

“I hope you can see your way clear to letting this go, to letting Flynn go,” ... “He is a good guy. I hope you can let this go.”

Skv. minnisblaðinu - sagði Comey einungis:

“I agree he is a good guy.”

En tjáði sig ekkert um -- meinta beiðni Donalds Trump.
--Og rannsóknin hélt áfram, og ekki löngu síðar - var Flynn knúinn til að hætta!

  1. Auðvitað er þetta 2-ja manna tal.
  2. Þetta minnisblað því engin - full sönnun!

--En ég er á því að James Comey sé líklegri til að segja sannleikann!
--Trump hefur langa sögu af - léttúð gagnvart því sem er satt og rétt!

 

Niðurstaða

Framkoma upplýsinga um minnisblað Comey - mun líklega ekki hafa nokkrar afleiðingar. Ég get a.m.k. ákaflega vel trúað Trump til þess að hafa lagt fram þá ósk, sem fram komi í minnisblaðinu. Og eins og ég sagði - hef mun meiri trú á líkum þess að James Comey segi sannleikann!
--Minnisblaðið að sjálfsögðu geti ekki talist - full sönnun!

 

Kv.


Spurning hvort að Xi Jingping - hafi mútað Trump, og Trump fjölskyldunni?

Það vakti athygli mína, mjög nýverið - glænýr viðskiptasamningur Bandaríkjanna við Kína.
--En sérstaklega fyrir það, að sá viðskiptasamningur - virðist bjóða upp á afar lítið fyrir Bandaríkin.
--Á sama tíma, er haft eftir Donald Trump -- orð þar sem hann, dásamar Xi Jinping, sem frábæran mann og góðan vin sinn.

  • Þetta eru óneitanlega mjög merkileg umskipti, samanborið við hvernig Trump talaði um Xi Jinping og Kína - fyrir örfáum mánuðum síðan, þ.e. minna en hálft ár.
    --Sjá umfjöllun: Trump gerir viðskiptasamning við Kína.

http://www.deccanherald.com/page_images/story_images/2017/04/08/605333_thump.jpg

Ein möguleg ástæða þessara stórfelldu umskipta, Donalds Trump - varðandi Kína og Xi Jinping --> Eru auðvitað mútur!

  1. Ivanka Trump brand secures China trademarks on day US president met Xi Jinping -- Ég stórfellt efa að kínverskir embættismenn hafi ekkert haft með það að gera, að ákvörðun sé tekin um að -- veita 3. vörumerkjum Invönku -- lögvernd.
    --En það þíði, að héðan í frá - séu þau vernduð skv. kínverskum lögum, og Ivanka getur beitt kínverskum dómstólum fyrir sig, til að stöðva - framleiðslu eftirlíkinga.
  2. China provisionally grants Trump 38 trademarks – including for escort service -- Nokkru fyrr eða í mars, þá fékk Donald Trump lögvernd fyrir 38 vörumerki undir hans nafni. Fyrirtæki Trumps upphaflega sóktu um lögverndun þessara vörumerkja - fyrir 10. árum. En, að sjálfsögðu fyrir hreina tilviljun -ha, ha, ha, ha- þá fæst þetta í gegn, eftir að Trump er orðinn forseti Bandríkjanna.
    --Eins og í tilviki dóttur hans - felast mjög mikil hugsanleg verðmæti í þessum viðurkenningum.
  3. Kushner Kin’s China Sales Pitch ‘Corruption, Pure and Simple’  -- Nýlega var haldið hóf í Sjanghæ borg, þ.s. systir Jared Kushner, eiginmans Invönku Trump, var að hvetja kínverska fjárfesta til að notfæra sér -- ákvæði í bandarískum lögum, til að fjárfesta innan Bandaríkjanna og fá í staðinn; varanlegt dvalarleyfi.
    --En ástæða þess að þetta þótti subbulegt - var að systir Jareds, var að hvetja til fjárfestinga í fasteignaverkefni í eigu Jared Kushner.
    ::Kínverskur aðili hafi verið milligönguaðili í því að standa fyrir þessu hófi, og smala saman hópi hugsanlegra fjárfesta.

 

Það er alveg ljóst, ef Trump hefði látið af hótunum sínum, er hann hélt á lofti við embættistökuna, sbr. háa einhliða tolla á Kína -- hefðu kínversk útflutningsfyrirtæki beðið stórtjón!

Við erum að tala um - geigvænlegar upphæðir.

Miðað við það, sé það lítið -- að bjóða fjölskyldu Trumps, og Trump sjálfum - mútur!

En mér virðist, í ljósi þeirrar augljóslega afar verðmætu fyrirgreiðslu sem Trump, og fjölskylda Trumps - hefur verið að fá frá kínverskum embættismönnum - upp á síðkastið.

  1. Þá gæti verið komin, önnur - og til muna ljótari skýring þess, af hverju Trump í dag virðist hættur við - viðskiptastríð gagnvart Kína.
  2. Og það að nú - fer hann fögrum orðum um leiðtoga Kína, Xi Jingping.

--Hann gerði Trumpinum gott, svo þá er Xi frábær.
--Og allt talið um Kína sem -- viðskiptaböðul --> Á leið í glatkistuna.

En kannski var Trump einfaldlega að fiska eftir -- mútum.
M.ö.o. að hótanir hans -- hafi verið "sales pitch" til stjórnenda Kína.
--Og Xi hafi áttað sig á því, að Trump væri að biðja um -- persónulega greiða!

  • Og þegar greiðarnir eru í höfn -- þá sé enginn í heiminum frábærari, en stjórnandi Kína - skv. Donald Trump.

Trump um Xi: “I’m dealing with a man, I think I like him a lot." - "I think he likes me a lot,” - “I mean, he’s a great guy.”

Kannski kom Xi til Washington, ekki síst til þess - að tjá Trump hluti, sem ekki var óhætt að ræða í gegnum síma.
--Þá er ég ekki að meina -- öryggismál eða deilur Bandaríkjanna og Kína.

 

Niðurstaða

Svei mér þá, ef ég hallast ekki að þeirri skýringu. Að Donald Trump hafi þegið mútur frá Kína. En það virðist mér óhugsandi, að það sé hrein tilviljun - að Donald Trump, og dóttir hans - fái allar þessar verðmætu fyrirgreiðslur frá kínverskum embættismönnum, mánuðina eftir að Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna! En líkur séu yfirþyrmandi í ljósi valdastöðu Trump fjölskyldunnar innan Bandaríkjanna, að þær ákvarðanir hafi farið upp valdapýramýtann innan Kína!
--Fundur Xi og Trump í Washington, hafi þá sennilega einfaldlega snúist um samkomulag þ.s. endanlega hafi verið gengið frá því -- hvert endanlegt verð Trump fjölskyldunnar væri, fyrir að falla frá fyrri hótunum Trumps gagnvart Kína.
--Sennilega ætli Trumpurinn sér - að auðgast hressilega persónulega á því að vera forseti Bandaríkjanna, og í leiðinni fái dóttir hans og tengdasonur að njóta þess með karlinum.

  • Þetta gæti verið - spilltasti forseti Bandaríkjanna, í seinni tíma sögu!

 

Kv.


Öldungardeildarþingmenn óska þess að Donald Trump afhendi þinginu upptökur af samtali Trumps við James Comey

Öldungardeildarþingmennirnir, Lindsey Graham og Senator Mike Lee fyrir Repúblikana, og Chuck Schumer fyrir Demókrata -- óskuðu þess formlega um helgina, að Trump afhenti þinginu upptökur af málsverði í Hvíta-húsinu, þar sem Donald Trump og James Comey áttu samtal.
--Það samtal hefur síðan James Comey var rekinn - orðið töluvert umdeilt.

Sl. föstudag -- tvítaði Trump:
“James Comey better hope that there are no ‘tapes’ of our conversations before he starts leaking to the press!”
--Sem óhætt er að segja að hafi vakið mikla athygli.

En Trump virðist greinilega - hóta Comey með ætlaðri tilvist slíkrar upptöku, af fundi Trumps og Comey yfir málsverði í Hvíta-húsinu, rétt fyrir mánaðamót jan./feb. sl.

Graham sagði:
"You can't be cute about tapes. If there are any tapes of this conversation, they need to be turned over," Graham told NBC's "Meet the Press"
Lee orðaði þetta sterkar:
"If there are recordings, Republican Senator Mike Lee of Utah told the "Fox News Sunday" program it was "inevitable" that they would be subpoenaed and the White House would have to release them."
Schumer tjáði sig með svipuðum hætti:
"Senate Democratic Leader Chuck Schumer said Trump must immediately provide Congress with any tapes and warned that destroying existing tapes would violate the law."

Ástæðan fyrir hótun Trumps, virðist vera frétt í sl. viku þar sem því var haldið fram að Trump hefði beitt Comey þrýstingi um að -- sverja persónulega fylgisspekt við hann, og Comey hafi svarað í 2-skipti að hann mundi alltaf tjá Trump það sem væri satt og rétt!

Að sjálfsögðu getur enginn vitað hvað fór fram í 2-ja manna tali.
Comey hefur sjálfur ekkert tjáð sig opinberlega um innihald þessa 2-ja manna tals.

Skv. fréttinni, hafði Comey sagt -- traustu samstarfsfólki innan FBI, hvað fór fram!
Og skv. fréttinni, hafi það opnað sig gagnvart fréttamönnum NyTimes - eftir brottrekstur Comey.

In a Private Dinner, Trump Demanded Loyalty. Comey Demurred

Auðvitað er engin leið að taka slíka frétt - sem heilagan sannleik!
--En viðbrögð Trumps við fréttinni, sbr. hótun hans til Comey.
--Hafi óneitanlega, vakið frekari áhuga á þeirri frétt.
Frekar fjölgað þeim sem íhuga sannleiksgildi hennar af alvöru, en fækkað þeim.

U.S. lawmakers ask Trump to turn over any Comey tapes

  1. Við skulum samt segja, að ég get vel trúað Trump til þess - að fara fram á "personal loyalty."
  2. En hann virðist einmitt vera - persónuleika týpan, sem líkleg sé að meta - persónulega fylgisspekt, ofar öllu öðru.

--Ég hef aftur á móti -- tröllatrú á heiðarleik James Comey.
--Eftir að hafa orðið vitni að -- ferli hans m.a. sem yfirmaður FBI.

  1. 2004 var James Comey "attorney general" alríkisins, undir George Bush -- þá varð fræg senna, er Comey neitaði að - endurnýja njósna prógramm "NSA" skv. beiðni Bush, nema breytingar yrðu gerðar á því - svo það stæðist lög: 2004 Showdown Shaped Reputation of Pick for F.B.I..
    --Fyrir að þora að standa í hárinu á Bush - varð Comey mjög frægur.
  2. Ég túlka það - hvernig Comey fór með mál Hillary Clinton --> Sem það að Comey leggi fyrst og fremst áherslu á að gera það sem er rétt --> Burtséð frá því hvort það hentar þekktum pólitíkus eða ekki --> En slík hegðan gerir hann auðvitað að hættulegum manni, í augum stórpólitíkusa --> En slíkur maður er auðvitað einmitt rétti maðurinn, í brúnni stofnunar eins og FBI -- sem á að vera sjálfstæð rannsóknarstofnun á glæpum sem ógna Bandaríkjunum.
  3. Eins og frægt er --> Þá ræsti Comey aftur rannsókn FBI-á e-mail máli Clinton -- örfáum vikum fyrir kosningar --> Það er alls ekki ólíklegt, að það hafi leitt til sigurs Donalds Trump --> En síðan, lokaði hann þeirri rannsókn aftur - án þess að óska eftir því að Hillary yrði kærð.
    --Þó að Trump hefði, eins og einnig er frægt, ítrekað hvatt hann til þess - lokadagana fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum.
  4. Það tek ég einfaldlega svo --> Að Comey, líti ekki á sig sem - þjón pólitíkusa --> Burtséð frá því, hvort sá er Hillary Clinton - eða - Donald Trump.
  • Að mínu mati -- sé Comey með fullkomlega hreinan skjöld í þessu máli.

--Ásakanir fylgismanna Trumps, enn þann dag í dag -- hreinlega forkastanlega fáránlegar.
--Það skemmtilega í því er það, að fylgismenn Hillary Clinton -- voru ekki síður óánægðir.

  • Það einmitt sýni það, að Comey sé ekki að þjóna hagsmunum - hvort sem eiga í hlut -- Clintonar eða Trump fjölskyldan.

Maður sem vill ekki þjóna í blindni!
Er einmitt hættulegur maður í augum pólitíkusa!

 

Niðurstaða

Engin leið er að vita á þesusm punkti - hvort að Donald Trump gerði tilraun til þess að fá James Comey til að lísa yfir persónulegri hollustu við hann, þegar þeir hittust í málsverði í Hvíta-húsinu rétt fyrir mánaðamót janúar/febrúar sl.

--Hinn bóginn, sé ég ekki hvað Trump hafði upp úr því, að hóta James Comey með tilvist hugsanlegra upptaka af samtölum hans við Comey á þeim málsverði.
--Comey hefur sjálfur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um það, hvað fór fram í því 2-ja manna tali.

Trump hafi fyrst og fremst, vakið athygli á umdeildri frétt - sem virðist hafa leitt til þeirra viðrbragða Trumps.

Og þau viðbrögð Trumps, hafa nú leitt til þess að nokkrir Öldungardeildarþingmenn, hafa hvatt Trump til þess að afhenda bandaríska þinginu slíkar upptökur -- einn þeirra meira að segja sagði, að þingið mundi annars líklega - formlega krefjast þess að fá þær.

--Það verði óneitanlega forvitnilegt að komast að því, hvort Trump raunverulega hefur í fórum sínum slíkar upptökur!
--Vegna þess að Comey hefur ekkert sjálfur sagt, þá á hann persónulega ekkert í húfi.

 

Kv.


Trump gerir viðskiptasamning við Kína

Þetta virðist fljótt álitið nokkurn veginn - "tit for tat" þ.e. eftirgjöf á móti eftirgjöf.

  1. Bandarísk kreditkortafyrirtæki - og bandarísk lánshæfismatsfyrirtæki, munu loks fá að starfa í Kína.
    --Rétt að taka fram, að skv. úrskurði "WTO Tribunal" frá 2012, átti Kína löngu að vera búið að opna á slík viðskipti -- við öll meðlimalönd Heims-viðskipta-stofnunarinnar.
    --Kína lofaði 2001 við inngöngu í "WTO" að það yrði opnað á þessi viðskipti - innan fárra ára frá inngöngu.
  2. Bandarískir bændur fá aftur að selja nautakjöt til Kína - en bann hefur verið til staðar síðan 2003.
  3. Bandaríkin fá að selja - náttúrugas til Kína.

Hvað fær Kína á móti?

  1. Kínverskir bændur munu fá að selja - soðið/eldað - kjúklingakjöt til Bandaríkjanna.
  2. Kínverskir ríkisbankar, fá loksins aðgengi að bandaríska fjármálamarkaðinum.
  3. Bandaríkin - munu taka þátt í ráðstefnu sem Kína heldur, um þróun svokallaðrar silkileiðar.
  4. Bandaríkin - hætta að tala opinberlega um, Kína sem -- ósanngjarnt viðskiptaland, sbr. "unfair trade."

US and China sign trade agreement

U.S., China agree to first trade steps under 100-day plan

Trump administration hails US-China trade deal

Xi Jinping og Donald Trump

http://fm.cnbc.com/applications/cnbc.com/resources/img/editorial/2017/04/06/104390067-GettyImages-665458294.1910x1000.jpg

Mér virðist þó ljóst - að þetta samkomulag hafi engin meiriháttar áhrif á heildarviðskipti Bandaríkjanna og Kína!

Helsti gróði Bandaríkjanna - gæti verið, útflutningurinn á nautakjöti.
En Kína kvá vera orðið - stærsti einstaki útflutningsmarkaðurinn, fyrir bandarískan landbúnað.

Síðan 2001, hafi Kína byggt upp mjög öflug þjónustufyrirtæki sem séu kínversk -- sem veiti kreditkortaþjónustu, og lánshæfismat.
--Í dag séu því bandarísk sambærileg fyrirtæki, að fara inn á - þroskaðan markað.
--Þar sem til staðar séu - keppinautar, sem séu búnir að koma sér vel fyrir.

Það hefði verið allt annað, ef Kína hefði opnað þetta fyrir t.d. -- heilum áratug.
--Eins og Kína hefði átt að gera, ef Kína hefði staðið við fyrirheit sem Kína samþykkti við inngönguna í "WTO."
--Þá væru líklega bandarísku fyrirtækin - stór í dag innan Kína, eins og víða annars staðar.

  • Gasútflutningur skipti litlu máli - því Bandaríkin hafi ekki umtalsvert magn af gasi í afgang, umfram - eigin neyslu.

Það verður að koma í ljós - hvort kínverskir ríkisbankar og lánshæfisfyrirtæki, geti átt öfluga innreið á bandarískan - fjármálamarkað.

Eða hvort, kínversks kjúklingakjöt verði eftirsókt!

Það sem sennilega skipti mestu máli fyrir Kína

Er að stjórnendum Kína - hefur líklega tekist, að afstýra þeim möguleika - sem virtist geta blasað við í ljósi hótana Trumps um viðskiptastríð -- skömmu eftir embættistökuna í janúar sl.
--Að Trump setji háa einhliða tolla á kínverskan útflutning til Bandaríkjanna!

  1. Í því ljósi, að verja hagsmuni risastórra kínverskra útflutningsfyrirtækja.
  2. Virðist mér eftirgjafir Kína - að þessu sinni.
  3. Lítilfjörlegar!

Áhugavert hvernig Trump talar nú um Xi Jinping:

“I’m dealing with a man, I think I like him a lot." - "I think he likes me a lot,” - “I mean, he’s a great guy.”

--Eins og Xi - hafi tekist að sjarmera Trump.

Trump talaði drjúgum um sig - sem "dealmaker" og þóttist munu endursemja um alla helstu viðskiptasamninga Bandaríkjanna við önnur ríki!

  • En mér virðist -- miðað við þessa útkomu.
  • Að Kína sé að sleppa -- ódýrt!

Þ.e. Kína --> Gefur að nýju loforð, sem Kína hefur áður gefið - og ekki staðið við.
Og Kína --> Heimilar aftur sölu á kjötafurðum til Kína, er Kína áður hafði heimilað - en síðar bannað.
Bandaríkin eru ekki a.m.k. þessa stundina - aflögu um gas!

Svo hvor hafði betur? Xi Jinping - eða - Donald Trump?

 

Niðurstaða

Það virðist ætla að stefna í það - að þær stórfelldu viðskiptahótanir gagnvart Kína sem Trump var með - rétt eftir embættistöku hans síðla janúar sl.
Verði að stormi í vatnsglasi - miðað við niðurstöðu nýs viðskiptasamnings Bandaríkjanna og Kína.

--Hvort hlær í dag? Xi Jinping - eða - Donald Trump?

 

Kv.


Spurning hvort Trump rekur einnig - "acting director Andrew McCabe" sem tekið hefur yfir sem æðstráðandi FBI

Ástæða þess að ég segi þetta - er að Andrew McCabe hefur í raun og veru sagt, Donald Trump fara með staðlausa stafi.
--Og í annan stað, var hann "defiant" er hann sagði -- engan geta stöðvað rannsóknarvinnu FBI!

Miðað við þau ummæli - er Andrew McCabe vart hátt skrifaður hjá herra Trump.
En eftir brottrekstur Donalds Trump á James Comey - hefur Andrew McCabe hlaupið í skarðið.

Andrew McCabe var næstráðandi James Comey

Áhugaverð ummæli Andrew McCabe!

  1. “I can confidently tell you that the majority — the vast majority — of FBI employees enjoyed a deep and positive connection with director Comey.”
    --> Sem virðist andæfa orðum Trumps þess efnis, að Comey hefði tapað trausti innan FBI.
  2. “There has been no effort to impede our investigation to date. Simply put, you cannot stop the men and women of the FBI from doing our job,”
    --> Skv. því virðist hann nánast segja - að starfsmenn FBI-mundu finna sér leiðir til að halda rannsókninni lifandi - þó tilraunir væru gerðar til að stöðva hana.
  3. "He vowed to inform the committee if the White House attempted to put political pressure on the FBI or on him personally over the agency’s probe."
    --> En McCabe sagði þetta, er hann bar vitni fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins, sem er með eigin rannsókn í gangi, samhliða rannsókn FBI.
  4. "Mr McCabe, CIA director Mike Pompeo, director of national intelligence Dan Coats, and National Security Agency director Mike Rogers all said they agreed with the intelligence committee’s assessment that Russia had interfered in the 2016 election."
    --> Ég skil þetta þannig, að McCabe ætli að halda áfram verki James Comey innan FBI-að keyra fram rannsókn FBI-á einstaklingum sem tilheyra ríkisstjórn Trumps.

--Það sé því góð spurning, hvort að Donald Trump hefur náð nokkru fram, með því að reka James Comey.
--Andrew McCabe hefur eiginlega með mjög skýrum hætti, í vitnaleiðslu sinni fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins --> Látið Trump vita að FBI-verði Trump ekki auðsveipt!

 

Niðurstaða

Í gær benti ég á það, að Trump gæti lent í vandræðum með FBI-ef hann gerði tilraun til þess, að setja yfir stofnunina yfirmann -- er væri hans maður, í tilraun til þess að koma FBI-beint undir Hvíta-húsið: Trump gæti lent í fleiri -> Lekamálum. Ef hann gerir tilraun til þess að binda endi á rannsókn FBI á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar hans.

Mér virðist viðbrögð Andrew McCabe - benda sterklega til þess.
Að sá grunur minn styðjist við góð rök!
--M.ö.o. að starfsmenn FBI-mundu leita leiða, til að eyðileggja allar tilraunir Trumps til þess að stöðva óþægilega rannsókn FBI-á málum einstaklinga er tilheyra ríkisstjórn Trumps.

 

Kv.


Trump gæti lent í fleiri -> Lekamálum. Ef hann gerir tilraun til þess að binda endi á rannsókn FBI á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar hans

En í þessu samhengi --> Er best að nota Watergate málið sem samanburð.
En það hrannast upp merkilega margir þættir, sem eru - keimlíkir.

  1. Nixon sannarlega rak ekki yfirmann FBI -- en J. Edgar Hoover lést 72. ára að aldri 1972 - sem Nixon notaði sem tækifæri til að setja mann sem hann persónulega treysti; sem yfirmann FBI.
    --Í tilraun sem Nixon fór ekkert leynt með, að koma FBI undir stjórn Hvíta-hússins.
  2. L. Patrick Gray - var á endanum neyddur til afsagnar apr. 1973, eftir að hann var staðinn að því að eyðileggja gögn - tengd Watergate rannsókninni; sem þá var í gangi innan FBI.
  • Tilraunir Nixons og Gray - til að þagga niður og binda endi á rannsókn FBI-á Watergate.

--Leiddi til sennilega frægasta leka sögunnar, þ.e. er einn af næstráðendum Gray's innan FBI - "associate director W. Mark Felt."
--Fór að leka gögnum í blaðamanninn, Bob Woodward, hjá Washington Post - undir dulnefninu "Deep Throat."

Með því að leka reglulega gögnum - sem Felt hafði aðgang að, sem einn af helstu yfirmönnum FBI.
--Þá hélt hann sögunni stöðugt lifandi í fjölmiðlum!
--Þannig viðhélt hann með lekum sínum stöðugt þrýstingnum á Hvíta-húsið!

  • Nixon var langt í frá - óvinsæll lengi framanaf.
    --Vann t.d. yfirburða kosningasigur eftir að Watergate málið var búið að gjósa upp síðla árs 1972.
  • En hann entist ekki lengi í embætti sitt seinna kjörtímbil.

Richard Nixon og Donald Trump

https://www.democracynow.org/images/story/55/34955/full_hd/S8_TRUMP_NIXON.jpg

Enn er að sjálfsögðu ekki vitað fyrir víst - að tilgangur Trumps sé að binda endi á óþægilegar rannsóknir FBI-á einstaklingum innan ríkisstjórnar hans!

En, einhver þarf þá að benda Trump á það, að Richard Nixon fór ekki vel út úr sinni tilraun á sínum tíma -- að skipa sinn mann í FBI.
--Og síðan gera tilraun til þess, að beita honum fyrir sinn vagn.
--Að loka á óþægilegar rannsóknir.

Trump hefur þegar orðið fyrir margvíslegum óþægilegum lekum - sem sennilegt virðist, að hafi komið úr röðum - starfsmanna CIA.

Manni hefur virst augljóst - að margir starfsmenn CIA - hafi persónulega verið reiðir Trump.
Fyrir það, með hvaða hætti Trump hefur talað um CIA - sérstaklega, og leynistofnanir Bandaríkjanna almennt.

En Trump beinlínis staðhæfði að CIA og aðrar leynistofnanir - væru ótrúverðugar.
Í kjölfar þess, að deilur risu upp um meint eða raunveruleg óeðlileg tengsl eða samskipti samstarfsmanna Trumps -- við sendiherra Rússlands, fyrir kosningar áður en Trump var orðinn forseti.

  • Rannsókn FBI-á þeim tengslum - er enn í gangi.

Mjög margir vilja meina - að tilgangur Trumps sé að binda endi á þá rannsókn.
Með því að skipa sinn eigin - mann yfirmann FBI.

--Tja, alveg með sama hætti, og Richard Nixon reyndi á sínum tíma.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að Trump hefur kynnt sér söguna í tengslum við Watergate málið. En það eitt, að hóta fólki innan ráðuneyta og stofnana - öllu illu, ef það lekur í fjölmiðla.
--Er langt í frá trygging þess, að það verði engir lekar.

Í tilviki FBI-er um að ræða stofnun með - stofnunar-kúltúr sem leggur áherslu á sjálfstæði stofnunarinnar.
Manni virðist því a.m.k. hugsanlegt, að ef Trump gerði sambærilega tilraun, og Richard Nixon.
Að koma beinni stjórn Hvíta-hússins á FBI. Þá gæti sambærileg - innri uppreisn innan FBI endurtekið sig. Og þeirri er Nixon lenti í, er háttsettur starfsmaður FBI-vísvitandi vann gegn markmiðum Nixons. Að binda endi á óþægilega rannsókn FBI-tengd Watergate málinu - með sinn mann innan FBI að vopni.

Þá m.ö.o. gætu lekamál hafist fyrir alvöru.

 

Kv.


Mjög forvitnileg ákvörðun Donald Trumps - að reka yfirmann FBI, formlega fyrir meint mistök tengd rannsókn á e-mail máli Hillary Clinton

Mjög margt er forvitnilegt við þessa ákvörðun -- en það fyrsta formlega, er ástæðan sem nefnd er sem réttlæting fyrir brottrekstri James Comey.
--En vísað er til orða - aðstoðar ríkissaksóknara, Rod Rosenstein:

"I cannot defend the Director's handling of the conclusion of the investigation of Secretary Clinton's emails, and I do not understand his refusal to accept the nearly universal judgment that he was mistaken,"

--Ákvörðun Trumps um brottrekstur --> Virðist ekki fylgja nein önnur útskýring.
En Trump sendi þó James Comey eftirfarandi orð:

While I greatly appreciate you informing me, on three separate occasions, that I am not under investigation, I nevertheless concur with [their] judgment . . . that you are not able to effectively lead the Bureau.”

Spurning akkúrat hvað ríkisstjórn Trumps, og Trump sjálfur, er að gagnrýna í sambandi við ákvarðanir James Comey í tengslum við -- ákvörðun Comey að binda endi á frekari rannsóknir á e-mail málum Hillary Clinton.

En Trump í kosningabaráttu sinni, hafði ítrekað lofað því - að taka aftur upp rannsókn á e-mailum Hillary Clinton -- í kosningabaráttu hans, var stöðugt tönnslast á "croocked Clinton" og talað um að koma henni í fangelsi - fljótlega eftir að Trump væri orðinn forseti.

  • Þannig, að það virðist a.m.k. hugsanlegt --> Að Comey sé rekinn fyrir að hafa, bundið endi á rannsóknir FBI á e-mail máli Hillary Clinton.

--Það sé hvað Rod Rosenstein eigi við!
Þegar hann segir -einhverja alla- vera ósammála ákvörðun Comey.

James Comey

  1. Sú kaldhæðni í þessu öllu, er sú -- að án mikils vafa, þá leiddi rannsókn undir handleiðslu James Comey á e-mailum Hillary Clinton -- fram sigur Donalds Trump.
  2. Sérstaklega ákvörðun hans, að opna rannsóknina aftur - örfáum vikum fyrir kjördag.

--Samt hefur verið ákaflega greinilegt, að Donald Trump - líkar ekki við James Comey.

In shock move, Trump fires FBI Director Comey

F.B.I. Director James Comey Is Fired by Trump

Trump ‘terminates’ FBI director James Comey

 

FBI er náttúrulega með í gangi rannsóknir á málum tengdum aðilum innan ríkisstjórnar Trumps

Það er náttúrulega spurningin sem allir munu spyrja - hvað verður um þær rannsóknir.

Ef Donald Trump -- gerir tilraun til þess, að ráða einhvern -augljóslega partisan- einstakling.
Sem hafi t.d. tjáð sig um þær rannsóknir -- og stutt viðhorf Trumps!

Þá er mjög sennilegt - að stórt "outcry" verði innan Bandaríkjanna.

En það hafa heyrst samlíkingar við -- Watergate.

  1. En í frægri sennu, gerði Nixon tilraun til þess að - reka sérstakan saksóknara, er hafði verið skipaður til þess að - rannsaka mál tengd ásökunum um misferli tengd Watergate málinu.
  2. Fyrst skipaði hann - saksóknara alríkisins að reka, hinn sérstaka saksóknara.
    --Þá sagði alríkissaksóknarinn af sér.
  3. Þá skipaði hann, aðstoðar aðalsaksóknara alríkisins - að gera hið sama.
    --Og sá sagði þá einnig af sér.
  4. En Nixon tókst fyrir rest að fá sitt fram.
    --En það reyndist afar fyrrískur sigur.

--Enn liggur ekkert fyrir um það, að tilgangur ríkisstjórnar Trumps!
--Sé að endir sé bundinn á rannsóknir FBI - á einstaklingum tengdum ríkisstjórn Trumps.

Það verður gríðarleg smásjá nú á hvern þann, sem Trump ætlar að skipa í starfið.

--En væntanlega þarf þingið að - staðfesta skipunina!

 

Niðurstaða

Sú spurning er væntanlega verður á marga vörum á næstunni. Sé hvort Donald Trump - sé nú að gera tilraun til þess, að grafa undan því sjálfstæði sem hefur verið í langan tíma - aðalsmerki FBI. Einmitt það sjálfstæði, áunnið FBI-það traust sem sú stofnun hefur.

Ef hún yrði sett undir - pólitíska stjórnun. Gæti það traust verið gersamlega eyðilagt á örskömmum tíma.

Trump gæti þá hugsanlega endað harkalega upp á kannt við þingið, ef þ.e. mat þingsins að hann sé að grafa undan 3-skiptingu valds innan Bandaríkjanna.

 

Kv.


Umboð Emmanuel Macron frá frönskum kjósendum - getur verið ívið veikara en virðist við fyrstu sýn

Kosninganiðurstaðan er mjög sannfærandi ósigur Marine Le Pen með 34% greiddra atkvæða fyrir Emmanuel Macron með 64% greiddra atkvæða.
Hinn bóginn er staða Macrons ef til vill ekki eins sterk og virðist við fyrstu sýn!

  1. Of the 20m voters who chose Mr Macron in the runoff, 43 per cent said they did so to bar Ms Le Pen from power, according to an Ipsos survey.
  2. Only 16 per cent of Macron voters said they backed his programme.
  3. A third said they liked his promise of “political renewal”.
  4. "Adding to the defiant mood, abstention reached 25 per cent,..."
  5. "...the number of blank votes hit a record at 12 per cent."
  • "This results in a fragile approval rating: 47 per cent the French “do not like” Mr Macron..."

Þetta geti bent til þess að Macron -- fái fáa hveitibrauðsdaga!
Og að líklega fái hann afar litla þolinmæði -- fjölmennra kjósendahópa!

 

Í næsta mánuði eru þingkosningar!

Þær fara fram í 2-lotum þ.e. 11. júní nk. -- fyrri umferð.
Síðan, 18. júní -- í þeim kjördæmum þar sem enginn náði meir en 50% atkvæða í fyrstu tilraun.

Þó að fljótt á litið fái "En Marche" byr í seglin vegna kosninganiðurstöðunnar.
--Kannanir hafa bent til þess að "En Marche" geti unnið allt að 280 þingsæti.
--Þegar 290 þarf fyrir hreinan meirihluta.

Hinn bóginn -- gæti kosningafyrirkomulagið, búið til þröskuld.
Þar sem óvíst væri -- að "En Marche" hefði endilega sigur í 2-umferð.

En það þarf ekki vera að "runoff" væri á móti "Front Nationale" eða róttækum vinstri flokki Mélenchon.
--Það gæti allt eins verið á móti - hægri mönnum eða sósíalistum.
Þá væri óvíst hvort að aðrir kjósendur mundu hópast um "En Marche."

  • Líkur virðast klárlega meiri heldur en minni, að Macron verði að stjórna með ríkisstjórn er væri -- samsteypustjórn.
  • Það mundi minna meir á -- stjórnir 4-lýðveldisins, en ríkisstjórnir þ.s. af er 5-lýðveldinu.

--Sumir óttast að framundan sé í Frakklandi, tími aukins pólitísks óstöðugleika.
Er gæti minnt á loka-ár 4-lýðveldisins.

Það er að sjálfsögðu ekki orðinn hlutur enn!

 

Niðurstaða

Þingkosningarnar í tveim lotum í júní, munu ráða því að stærstum hluta. Hve valdamikill forseti Emmanuel Macron raunverulega verður. En góð kosning "En Marche" sé alger lykilforsenda þess, að Macron eigi bærilega möguleika til þess - að fylgja stefnu sinni fram!

Ef hann þarf að mynda samsteypustjórn - gæti valið verið með hægri mönnum, eða sósíalistum.
--Hægri stjórn, gengi líklega mun lengra í átt til útgjaldaniðurskurðar hjá franska ríkinu.
--Væri væntanlega samtímis, líkleg til að viðhafa ívið harðari innflytjendastefnu.

Líklega mundi slík stjórn, snemma lenda upp á kannt við - vinstri sinnaða verkalýðshreyfingu, og því þurfa að búa við fjölmenn mótmæli skipulögð af sósíalistum og þeim sem eru lengra til vinstri.

Það kemur í ljós hvað Macron velur!

 

Kv.


Þrátt fyrir sannfærandi sigur Emmanuel Macron - sýnir árangur Marine Le Pen, að í Frakklandi kraumar mikil óánægja - sem verður áskorun fyrir yngsta forseta í lýðveldissögu Frakklands að glíma við

34,5% er besti árangur Þjóðfylkingarinnar eða "Front Nationale" til þessa, nærri 2-falt fylgi flokksins í tíð föðurs Marine Le Pen. Kosningagreiningar sýna að FN fékk mikið fylgi í Norður og Norð-Austur hluta Frakklands, þ.e. gömlum iðnhéröðum sem hafa séð betri tíma, þ.s. atvinnuleysi er líklega ofan við meðallag.
--Auk þess virðist FN hafa fengið mikið fylgi meðal yngra fólks.

Enda beindi Macron orðum sínum beint til þessara kjósenda!

  1. "I know the divisions in our nation, which have led some to vote for the extremes. I respect them,"
  2. "I know the anger, the anxiety, the doubts that very many of you have also expressed. It's my responsibility to hear them,"
  3. "I will work to recreate the link between Europe and its peoples, between Europe and citizens."

Með þessum orðum - kemur hann fram sem sá sem ætlar sér að byggja brýr.
Mér lýst mun betur á þessi viðbrögð en t.d. viðbrögð Donalds Trump í Bandaríkjunum - sem gjarnan talar eins og að -- skoðanir þeirra sem ekki kusu hann, skipti hann ekki máli.

En skoðanir fjölmennra kjósendahópa -- eiga alltaf að skipta forseta landsins, máli.

Macron wins French presidency, to sighs of relief in Europe

France's youngest leader since Napoleon

Macron’s policy pledges for France: ‘Neither left nor right’

https://www.thelocal.fr/userdata/images/article/30e1db5d4e608e2cec8f80ce0fd5ee4401ede8d6e05552706053c3c56bcabe22.jpg

Hver er stefna Macrons?

  1. Hann hefur fallið frá því að - lengja vinnuvikuna úr 35klst. - en talar nú um það að veita vinnuveitendum og vinnandi fólki - aukinn sveigjanleika með það að semja um yfirvinnu, og vinnutíma.
  2. Hann vill lækka tekjuskatta á fyrirtæki úr 34% niður í meðaltal ESB þ.e. 26%.
  3. Hann styður aukna fríverslun og þar með umdeilda fríverslunarsamninga - sem rifist hefur verið um.
  4. Hann ætlar að tryggja það að fjárlagahalli franska ríkisins verði ekki yfir 3% - samt ætlar hann að verja 50 milljörðum evra í það að efla hagkerfið, samtímis því að hann lofar 60 milljörðum evra yfir nk. 5. ára tímabil - í útgjaldaniðurskurð.
    --Verður að koma í ljós - hvernig hann lætur mótsagnir slíkrar stefnu ganga upp.
  5. Hann styður aukna samræmingu fjárlaga aðildarríkja - vill koma á sameiginlegum fjármálaráðherra ESB. Auk þess að hann vill aukna samræmingu evrusvæðis sjálfs - t.d. alvöru bankasamband. Og að hleypa nýju lífi í samband Frakklands og Þýskalands um uppbyggingu ESB. Auk þessa hafi hann áhuga á aukinni samræmingu löggjafar ESB í umhverfismálum milli aðildarríkja.
  6. Hann viðurkenni þó þörf fyrir umbætur innan stofnanaverks ESB, að mæta þurfi uppsafnaðri óánægju kjósenda þar um.
  7. Hann virðist algerlega andvígur þeirri hörku í innflytjendamálum - sem Marine Le Pen talaði fyrir, auk frambjóðanda hægri manna - Fillons. Hann segist vilja taka á móti -raunverulegum flóttamönnum- en senda aðra úr landi.
    --Sem væntanlega þíði - samt sem áður - að verulega aukinnar hörku verði beitt gegn þeim sem taldir séu fyrst og fremst í atvinnuleit, þ.e. á flótta frá fátækt og atvinnuleysi.
  8. Í utanríkismálum, talar Macron fyrir auknum fjárframlögum til - hermála þ.e. að framlög fari aftur í 2% af þjóðaframleiðslu. Talar fyrir aukinni samvinnu við Bandaríkin í öryggismálum á Mið-austurlandasvæðinu, og mikilvægi baráttunnar gegn ISIS.
    --Hann er sem sagt, bersýnilega á annarri línu en Le Pen -- sem talaði fyrir samvinnu við Rússland.

Með 65.5% greiddra atkvæða hafa franskir kjósendur veitt honum skýrt umboð.
Donald Trump hefur þegar sent honum heillaóskir með sigurinn, og auðvitað fjöldi annarra þjóðarleiðtoga.

 

Niðurstaða

Sjálfsagt rétt að óska Emmanuel Macron til hamingju með sigurinn. Yngsti forseti Frakklands í gervallri sögu Frakklands, þ.e. í allri lýðveldissögu Frakklands. Hrun samtímis framboðs helsta frambjóðanda hægri manna og framboðs helsta frambjóðanda vinstri manna. Hleypti Macron óvænt í þá stöðu -- að verða eina von miðjunnar í frönskum stjórnmálum.

Franskir kjósendur hafi fengið mjög skýra valkosti - þ.e. áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu ESB, stuðningur við NATO og samstarf við Bandaríkin - og auðvitað til mikilla muna mildari stefna gagnvart aðflutningi fólks til Frakklands.
Á móti að mótframbjóðandinn vildi helst að Frakklands segði skilið við ESB og evruna, ásamt því að Frakkland horfði frekar til samstarfs við Rússland - ekki má gleyma þeirri miklu hörku í innflytjendamálum sem Front Nationale stendur fyrir.

Niðurstaða kjósenda er algerlega skýr.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband