Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017

Trump greinilega bálreiður yfir vitnisburði Michael Flynn á föstudag, en í kjölfarið hefur snjóað Twítum frá Trump

Það fyrsta var eftirfarandi, þann 2. des:

Þetta þótti mörgum benda til þess, Trump væri að viðurkenna hafa vitað að Flynn hefði logið að FBI er hann rak Flynn.

Síðar daginn eftir bætti Trump við eftirfarandi:

Og síðan nokkrum mínútum síðar:

Bendi á að skv. niðurstöðu FBI-sem Comey kynnti 2016 eða fyrir forsetakosningarnar það ár; var það niðurstaða FBI að fjöldi eyddra meila væri í takt við eðlilega notkun - sjá gamla færslu: 30.000 e-mailar Clintons - stormur út af engu!

En hafið í huga að FBI - lét rannsaka alla diskana sem notaðir voru af Clinton. Með hátæknileiðum er unnt að framkalla eydda maila að nýju. Þær ræddu við þá sem sendu Clinton maila og fengu að líta á tölvur þeirra og þjóna. Skv. lýsingu Comey var þetta mjög ítarleg rannsókn.

Þannig að án vafa komst FBI að því, yfir hvaða tímabil mailum var eytt - sem sé af hverju matið sé að - um hafi verið að ræða, eðlilega noktun.

M.ö.o. eyði allir mailum, því annars fyllist allt af lesnum mailum. Ef viðkomandi fær mikinn fjölda meila dag hvern -- sé rökrétt að fjöldi daglegra eyddra meila sé töluverður.

  • 30.000 mailar eru ekki nema: 90 eyddir mailar per dag, ef miðað væri við 1 ár.
    --Og Clinton var lengur en eitt heilt ár, utanríkisráðherra.

M.ö.o. hefur þetta "controversy" um 30.000 eyddu mailana -- alltaf verið pólitísk froða.
Trump sé með pólitíska froðu er hann fullyrði að miklum fjölda maila hafi verið eytt - allt í einu - að um "coverup" sé að ræða.
--Engar vísbendingar um slíkt séu til staðar.

Trump sendi frá sér síðan eftirfarandi á sunnudag:

Næsti kom skömmu síðar:

Og hann bætti síðan um betur:

Sannast sagna kem ég ekki auga á nokkra skynsama ástæðu að efast um niðurstöðu FBI sem Comey kynnti 2016 - en eins og ég benti á að ofan; er fjöldi eyddra meila ekkert ótrúlegur - þegar mið er tekið af líklegum fjölda maila sem streymt hafa um þjóninn.

Megin spurningin sem FBI rannsakaði, var hvort unnt væri að sýna fram á tjón Bandaríkjanna - m.ö.o. það að Clinton rak meilana á þjóni í hennar einka-eign, hafi orsakað leka á leyndargögnum af vefþjóninum.

Svar Comey var einfaldlega að - FBI hefði ekki tekist að færa sönnur á slíkt.
Skv. lögum væri það smávægilegt brot - að hafa vistað mail gögn á einka-vefþjóni.

--En ef leyndargögn hefðu lekið með sannarlegum hætti, hefði það orðið að dómsmáli.

Comey taldi það líklegt að leyndargögn hefðu lekið - en þ.s. FBI þyrfti að sanna sekt, væri það mat Comey og stofnunarinnar að málið væri ekki hæft til dómtöku.

M.ö.o. hafi Clinton sloppið með skrekkinn.
--Ekkert bendi til þess að Clinton hafi persónulega með nokkrum hætti grætt á þessu.

  1. Ástæður þess að Trump talar þarna um "dishonest agent" er frásögn Comey af fundi sem hann átti með Trump í Hvíta-húsinu þ.s. einungis þeir tveir voru viðstaddir og því til frásagnar.
  2. Comey sagði Trump hafa óskað eftir því að Comey hætti að rannsaka Flynn.

Þess vegna vakti það svo mikla athygli -- er það virtist að Trump væri að ofan að viðurkenna að hafa vitað að Flynn hefði logið að FBI --> Er hann átti það samtal í Hvíta-húsinu við Comey.

Menn hafa sagt "obstruction of justice" þ.e. með þessu hafi Trump viðurkennt tilraun til að hindra framgang réttvísinnar - með því að vita Flynn hafa verið staðinn að "Federal crime" og hafa þá óskað eftir því við þáverandi yfirmann FBI að rannsókn FBI á Flynn væri hætt.

  1. Greinilega tekur lögfræðingur Trumps þetta alvarlega, því hann sagði á Sunnudag að það hefði verið hann, en ekki Trump, er hefði skrifað fyrsta Twítið umrædda; og baðst afsökunar á klaufaskap sínum við að semja textann.
  2. Margir líklega gruna að hann sé þarna að bjarga Trump úr klemmu. Því engin leið sé líklega þar með að sanna - að Trump hafi skrifað það tiltekna Twít.

Trump tweets about Russia probe spark warnings from lawmakers: "Trump’s attorney, John Dowd, told Reuters in an interview on Sunday that he had drafted the Saturday tweet and made “a mistake” when he composed it."

Margir líklega munu trúa því mjög hóflega að Dowd hafi raunverulega samið það Twít.

 

Niðurstaða

Endurtek að ég sé enga ástæðu að ætla að rannsókn FBI á mail máli Clintons hafi með nokkrum hætti farið óeðlilega fram. Þvert á móti virðist mér Comey hafa sýnt með því að hefja aftur rannsókn einungis 11 dögum fyrir kosningar - sem augljóslega kom Clinton afar illa. Að Comey var ekkert í því að gera Clinton greiða. Rétt að muna að Trump lofaði þá mjög Comey fyrir að hafa opnað rannsóknina að nýju. En síðan var henni aftur lokað rétt fyrir fyrir kosningar. Þá er líklegt að Clinton hafi ekki átt raunhæfa möguleika á að laga skaðann fylgislega séð.

Hinn bóginn var það ákaflega greinilegt að Trump vildi að rannsókn FBI héldi áfram, og henni lyktaði með dómsmáli -- Comey hafi þá aftur auðsýnt með því að loka málinu að nýju.
Að hann lét ekki heldur Trump þrýsta honum til að gera þ.s. hann taldi ekki rétt.

Mér virðist þar með þvert á móti, málið allt sýna að Comey hafi hagað málinu án tillits til póltísks þrýstings - hvort sem er frá Demókrötum eða Repúblikönum.

Comey virðist mér einmitt sjaldgæft dæmi um embættismann með raunverulegt "integrity."

Aftur á móti hefur Trump mjög lengi verið þekktur fyrir að fara mjög frjálslega með sannleikann -- twítin hans sýna einnig vel fram á það, m.ö.o. röflið að 30þ. mailum hafi allt í einu verið eytt eftir að þingið hefði óskað eftir þeim.

Það sé fullyrðing sem hann hafi nákvæmlega ekki neitt fyrir sér um - sérstaklega á sama tíma eftir að FBI hafði tjáð allt aðra niðurstöðu úr sinni rannsókn.

Ég trúi miklu mun fremur Comey en Trump.

  • Mér virðist hegðan Trumps um helgina honum sjálfum bersýnilega til minnkunar.

 

Kv.


Ástæða að ætla Michael Flynn hafi gert samkomulag við Mueller að vitna gegn sér mikilvægari aðila - spurning hversu nærri Donald Trump "special investigator" Mueller getur hoggið

Þú spyrja sig margir þeirrar spurningar - hvað felst akkúrat í þeim vitnisburði sem Micheal Flynn hefur boðið - sérstökum saksóknara Robert Mueller. En í eiðssvarinn viðurkenndi Flynn á föstudag hafa logið að FBI - sem telst minniháttar brot er varðar allt að 6 mánaða refsingu.

  1. Hinn bóginn benda nú nokkrir fjölmiðlar á, að Mueller hafi haft sannanir fyrir miklu mun alvarlegra athæfi á Flynn.
  2. Sem hefði getað þítt, 5 ára fangelsi.

M.ö.o. eru þeir að segja, Flynn hafa verið settan í krúfstykki - þeir fjölmiðlar vilja meina að skv. sínum heimildum, sé óhugsandi annað en að Mueller hafi samið við Flynn um að vitna gegn sér háttsettari manni.
--Þá samanborið við þá stöðu er Flynn áður hafði innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

  1. Ásökunin sem varðar 5-ára refsingur, snýr að mjög sérstöku plotti sem Flynn virðist hafa verið viðriðinn, að skipuleggja mannrán í samvinnu við ríkisstjórn Tyrklands - á Gulem klerki er býr í Bandaríkjunum.
  2. Skv. heimildum pressunnar erlendu - þá þáði Flynn 530þ.$ af tyrkneskum stjórnvöldum - talið að Flynn hafi brotið reglu í lögum, svokallaða "foreign agent" reglu. Sem kvá skilda bandaríska ríkisborgara - að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um það með formlegum hætti, ef þeir gerast "agentar" annarrar ríkisstjórnar.

Sjá umfjöllun WallStreeJournal: Mueller Probes Flynn’s Role in Alleged Plan to Deliver Cleric to Turkey.

Michael Flynn og Robert Mueller

http://politicaldig.com/wp-content/uploads/2017/08/cousel-mueller-flynn-docs.jpg

Spurningin stóra er því sú - hver var sá háttsetti embættismaður ríkisstjórnar Bandaríkjanna, sem Flynn viðurkennir að hann hafi verið í samskiptum við, er hann laug að FBI?

Fjölmiðlamennirnir álykta, að þegar Flynn samdi við Mueller - hafi hann hlotið að hafa falboðið upplýsingar á móti; og að á endanum hljóti hann hafa opnað sig alveg fyrir Mueller.
Ella hefði Mueller ekki samþykkt, að láta Flynn sleppa með að vera refsað fyrir mun smærra brot.

  • Enginn veit í raun og veru hver sá maður er.

En flestir fjölmiðlamennirnir virðast giska á eiginmann Invönku Trump - Jared Kushner.

Trump notes Flynn lied to FBI, says his actions during transition were lawful

Flynn’s indictment tightens the noose on Trump’s White House

Michael Flynn guilty plea: what happened and what it means

Flynn Flipped. Who’s Next?

Mueller investigation takes a big step closer to Donald Trump

Michael Flynn’s Guilty Plea: 10 Key Takeaways

Hinn bóginn vekur athygli að skv. vitnisburði Flynns - þá hafði Flynn ítrekað samskipti við Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum - en málið er að skv. vitnisburði Flynn bar hann skeiti milli núverandi forseta Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Rússlands, með milligöngu Sergei Kislyaks og Michael Flynn.

Það telst vera ólöglegt þ.s. á þeim tíma var Trump enn almennur borgari, að semja við erlent ríki um atriði tengdum utanríkismálum Bandaríkjanna.

Óvíst hve mikið veður þó sé unnt að gera út af því máli - þ.s. aldrei hefur verið refsað út á það lagaákvæði sem er um 200 ára gamalt "Logan Act."

  1. Síðan á væntanlega eftir að koma fram, hver er stóra sprengjan í vitnisburði Flynns.
  2. Sem leiddi til þess, að Mueller samþykkti "plea bargain" við Flynn.

En vanalega þíðir slíkt, ef samþykkt, að boðinn var vitnisburður gegn sér mikilvægara aðila.

 

Niðurstaða

Það helst sem má lesa úr rás atburða helgarinnar tengd rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Mueller - á málum tengd núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þá nánar tiltekið samskiptum aðila tengdum núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 er þeir aðilar höfðu einungis lagastöðu almenns ríkisborgara - við ríkisstjórn Rússlands í gegnum sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak.

Virðist vera að Mueller telji sig hafa nú verkfæri í höndum, m.ö.o. Michael Flynn.
Hvað akkúrat það er sem Flynn lofaði honum að vitna um, kemur væntanlega fram síðar.

En rás atburða getur verið að nálgast, áhugavert stig - með Micheal Flynn sem lykilvitni.

  1. Ég bendi á að ég hef áður sagt, óvíst að Trump klári sitt kjörtímabil.
  2. Fyrir utan, að því má við bæta, að óvíst sé hann klári nk. ár í embætti.

 

Kv.


Mun Mike Pompeo - verða utanríkisráðherra í stað - Rex Tillerson?

Sterkur orðrómur virðist í Washington að yfirvofandi sé að Donald Trump skipi Mike Pompeo - núverandi yfirmann CIA, utanríkisráðherra Bandaríkjanna "Secretary of State" í stað Rex Tillerson - fyrrum forstjóra Exon Mobile.

Þessi orðrómur hefur reyndar heyrst áður - en sterk undiralda virðist nú til staðar.

Trump considers replacing Tillerson with Pompeo

Trump considers plan to replace Tillerson with CIA chief - U.S. officials

Trump turnover - Tillerson would be latest to leave administration

Mattis on Tillerson departure: 'There's nothing to it'

Tillerson unaware of plan to oust him, Senator Corker says

 

Mike Pompeo og Rex Tillerson

https://thenypost.files.wordpress.com/2017/10/tillerson-pompeo-split-getty.jpg?quality=90&strip=all

Eins og kemur fram, kannast hvorki Mattis né Tillerson við sannleiksgildi þessa!

Pompeo er þekktur harðlínumaður - harður stuðningsmaður Ísrael, samtímis jafn gallharður andstæðingur Írans -- hann hefur að sögn látið frá sér ummæli þ.s. hann dásamar frammistöðu Trumps; sem líklega Trump hefur ekki þótt leiðinlegt að heyra.

Á sama tíma hefur Tillerson verið undir ámæli harðlínumanna innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna - fyrir meinta linkind gagnvart Norður-Kóreu og Íran, fyrir að styðja afstöðu Trumps gagnvart deilu Saudi-Arabíu við Quatar - ekki nægilega einarðlega, o.s.frv.

Þ.e. reyndar áhugavert að James Mattis virðist styðja Tillersons - en þeir tveir virðast hafa talað með svipuðum hætti innan ríkisstjórnarinnar; verið þannig séð "dúfurnar í hópnum."

Áhugavert að "Marine General" þekktur sem "Mad dog Mattis" sé - dúfan í hópnum ásamt Tillerson.

Það sýni sjálfsagt - hversu langt til hægri aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Bandaríkjanna virðast vera.

  1. Með Mike Pompeo sem utanríkisráðherra - mundi utanríkisráðuneytið án vafa tala með sama hætti og Donald Trump -- en Pompeo hefur komið fram sem einarður stuðningsmaður Trumps, meðan að Tillerson hefur ítrekað virst beita sér til þess að milda stefnu ríkisstjórnarinnar, að því er best verður séð - með stuðningi Mattis.
  2. Það þíddi þá, að harðlína forsetans í utanríkismálum, mundi þá væntanlega vera framfylgt í mun meira mæli en fram að þessu.

--Spurning hvort að síðar snúi Trump sér að því að setja sér þægari hershöfðingja yfir varnarmál.
--En ef Mattis fer úr ríkisstjórninni einnig - eitthvað síðar, væri væntanlega enginn eftir aðrir en já-menn Trumps, fyrir utan starfsmannastjóra Hvíta-hússins. Sem einnig er hershöfðingi.

Ef Trump endaði einungis með - já-menn í kringum sig. Þá mundi væntanlega enginn verða eftir til að tékka af Trump.

En Trump hefur sagt Íran t.d. helsta útbreiðsluland hryðjuverka í heiminum. Trump vill greinilega taka upp einarðan stuðning við stefnu Saudi-Arabíu gegn Íran. Og gegn Quatar þ.s. Bandaríkin hafa herstöð -- en PENTAGON og Mattis hafa viljað fara varlega í því máli. Því gæti einnig fylgt, stóraukinn stuðningur Bandaríkjanna við - stríð Saudi-Arabíu í Yemen.

Á sama tíma, ótékkaður af, mundu væntanlega líkur á átökum við Norður-Kóreu einnig vaxa. En Trump hefur ítrekað látið fara frá sér ummæli í þá átt - að Norður-Kórea yrði lögð í rúst ef átök hæfust, og fyrr í vikunni sagðist hann mundu "take care" á vandanum tengdum Norður-Kóreu.

Hvorir tveggja utanríkisráðherrann og varnarmálaráðherrann, hafa verið talsmenn varfærni í þeim málum -- a.m.k. séð í samhengi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að stefni í að utanríkisstefna Bandaríkjanna á nk. ári taki enn ákveðnari kúrs í harðlínuátt en fram að þessu. En ef Pompeo tekur við af Tillerson - mundi utanríkisstefna Bandaríkjanna án vafa með ómenguðum hætti fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Íran - ásamt hugmyndum Trumps um fulla samstöðu Bandaríkjanna með Saudi-Arabíu og Ísrael; í deilum þeirra landa á Mið-Austurlanda svæðinu.

Auk þessa að harka utanríkisstefnu Bandaríkjanna mundi þá væntanlega einnig fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Norður-Kóreu.

Ef Tillerson fer - væri Mattis einn eftir til að halda aftur af þeirri harðlínu. Þá gæti það sama endurtekið sig - að grafið yrði undan Mattis og Trump á endanum sannfærður um að skipta honum út fyrir hershöfðingja með skoðanir nær afstöðu Trumps sjálfs.

Ef Mattis yrði einnig skipt út fyrir fylgismann Trumps - væri þá enginn með ráðherrastöðu eftir til að halda á lofti öðrum sjónarmiðum; það yrði þá - já-manna ríkisstjórn.
--Þá væri kannski óhætt að segja - guð hjálpi okkur öllum!

  • En þ.e. alveg óhætt að segja Trump mun meiri harðlínumann, en Bush nokkru sinni var.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband