Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Bandarísk fyrirtæki hafa fundið aðferð til að spila með Trump

Aðferðin er afar einföld - en fyrirtækin hafa veitt því athygli, að Trump líkar að heyra að til standi að verja fé innan Bandaríkjanna, sem líklegt er að stuðla að nýjum störfum!
--Þau hafa að auki tekið eftir því, að Trump líkar að vinna!

Corporate America employs new tactics to avoid Trump ire

  1. “Everyone is asking, ‘what do you do if Trump puts out a tweet with an alternative fact?’”
  2. “People have understood that Donald likes to win and they need to play into that,”
  3. “The basic strategy is to look at whether you have made an nnouncement in the past that you can rehash”
  1. "PR executives pointed to how General Motors dealt with a January 3 tweet in which Mr Trump threatened to slap a “big border tax” on the carmaker if it continued to import vehicles manufactured in Mexico.
  2. Soon after, GM announced it would relocate part of its Mexican production to the US and pledged to invest $1bn in the US, safeguarding 1,500 jobs.
  3. Mr Trump immediately hailed the move as a big win.
  4. In reality, the carmaker had already been shifting work from Mexico to the US for some time.
  • “They repackaged old news,” - “There is nothing wrong with that and Trump thanked them for it.”
  • "Amazon, Ford, Fiat Chrysler, Foxconn and Bayer have all touted new jobs in the past few weeks."

----------------------

M.ö.o. er fjöldi fyrirtækja að - endurbirta gamlar viðskiptafréttir!
Sem segja það sem Trump vill heyra!

  1. Það er reyndar mjög forvitnilegt sú frétt, að GM-hafi verið að færa framleiðslu aftur til Bandaríkjanna um nokkurt skeið.
  2. Laun eru samt sem áður - mun lægri í Mexíkó.
  3. Það eina sem mér kemur til hugar sem sennileg skýring - sé að GM-sé að skipta yfir í verksmiðjur sem framleiða nær alfarið með róbótum.
  • Þá skipta laun ekki lengur máli!
  • Og mikilvægara verður aftur - að framleiða nær markaðnum.

M.ö.o. alveg rökrétt ákvörðun, þegar fyrirtæki eru farin að skipta yfir í að framleiða með róbótum!
--Að þá færist verksmiðjurnar til baka, þar sem markaðurinn er!

  1. Greinilega hafa fyrirtækin snúið rækilega á Trumparann!
  2. Fyrir utan að Trumparinn er líklega ekki nærri því að átta sig á því - að nýju verksmiðjurnar líklega verði með afar fámennu starfsliði.

 

Niðurstaða

Hugsa sér að þær fréttir sem stuðningsmenn Trumps - telja að sé sönnun þess að --> Tollhótanir Trumps séu að virka. Hafi upp til hópa verið ákvarðanir sem fyrirtækin voru flest hver búin að taka - mánuðum fyrr!
--Þá var ekki búið að kjósa Trump forseta!
Ath. flestir reiknuðu með sigri Clinton.
Svo þeir voru alls ekki að reikna fyrirfram við því að hann yrði forseti.

--Þetta kallast, að hafa manninn að - fífli.

Og hann verður örugglega lengi að átta sig á því, að nýja starfsemin innan Bandaríkjanna, muni framleiða með róbótum!
--Sem sýni fram á þá líklegu staðreynd!
Að tollhótanir Trumparans séu afar ólíklegar til að stuðla að verulegri fjölgun, verksmiðjustarfa.
Fyrirtækin, sem þegar séu farin að keyra á - róbótvæðingu, muni líklega fyrst og fremst bregðast við með þeim hætti -- að keyra hraðar á þá byltingarkenndu breytingu.

--> Trump m.ö.o. sé eins úreltur og nánast hægt er að vera!

 

Kv.


Það hefði verið fífldjarft að útskýra fyrirfram, hvernig ætti að framfylgja tilskipun Trumps - segir embættismaður ríkisstjórnar Bandaríkjanna!

Þetta verður að teljast algerlega einstök vörn embættismanns ríkisstjórnar -- en tilskipun Trumps um bann við komum ríkisborgara - Íran, Írak, Sýrlands, Jemen, Súdan, Líbýu, og Sómalíu - til Bandaríkjanna; sem eftir því best verður séð --> Tók tafarlaust gildi!
--Fylgdi greinilega alls engin útskýring á því, hvernig ætti að framfylgja henni.
--Afleiðing varð bersýnilega, að embættismenn á yfirvalda við komuna til landsins, gerðu sitt besta til að -- geta í eyðurnar.
--Sem að sjálfsögðu leiddi til þess - að framkvæmd var mjög mismunandi milli staða.
--Auk þess -- að fólk sem hefur varanlegt landvistarleyfi innan Bandaríkjanna; virtist ekki hafa verið undanskilið - miðað við það orðalag sem embættismenn í innflytjendaeftirliti virðast hafa getað séð.

  • Þetta leiddi að sjálfsögðu til -- ringulreiðar.

"We are as much in the dark as everybody else," said the border protection official at one of the largest U.S. airports."

How Trump's abrupt immigration ban sowed confusion at airports, agencies

  1. "There's a very strong nexus between our immigration and visa programs and terrorist plots and extremist networks inside the United States,"
  2. "It would be reckless and irresponsible to ... broadcast to the entire world the exact security measures you're going to take."
  • Þetta eru mjög -merkileg orð- en ég fæ ekki betur séð, en - embættismaður stjórnar Trumps - sé að saka innflytjenda-yfirvöld - jafnvel um, samvinnu við - hryðjuverka-öfl.
    --Eða a.m.k. sé að gruna starfsmenn þeirra a.m.k. um græsku.
  • --En hver væri annars tilgangur þess, að halda því algerlega leyndu fyrir starfsfólki - innflytjenda-yfirvalda Bandaríkjanna - hver innihald tilskipunar Trumps væri?
  • En erfitt er að útskýra þessa - þörf fyrir algera leynd, um innihald tilskipunarinnar -- nema að sá haldi - að hryðjuverka-sveitir hafi "infiltraded" innflytjenda-yfirvöld Bandaríkjanna.
    --Það væri áhugavert að vita, hvað sá maður telus sig hafa fyrir slíku.

En þessi algera leynd - veldur að sjálfsögðu þessi kaosi!
--Þ.s. að starfsmenn þeir sem áttu að framfylgja tilskipuninni - vissu ekki hvernig átti að leysa úr vafamálum.

Mér finnst þetta vægt sagt!
Afar merkileg tortryggni gagnvart starfsmönnum yfirvalda - sem lesa má í þessi orð.

 

Samkvæmt stjórn Trumps - var innleiðing tilskipunarinnar --> Árangursrík!

Trump aides call travel ban success despite broad criticism

  1. "Aides to U.S. President Donald Trump on Sunday called the implementation of a temporary travel ban on people from seven Muslim-majority countries a "massive success story" despite criticism from some top Republicans, protests and disarray at airports."
  2. "Senator Bob Corker, the Republican chairman of the U.S. Senate Foreign Relations Committee, said, however, that the application of the order was poorly implemented, particularly for green card holders, who have lawful permanent residence status."

Eina leiðin til að skilja þá hugsun - að innleiðingin hafi verið árangursrík.
--Er eiginlega að tengja það við þá hugsun sem fram kom í orðum embættismanns ríkisstjórnar Trumps.

Þar sem sá -- varði þá fullkomnu leynd sem virðist hafa verið um innihald tilskipunarinnar.
Fyrir formlega innleiðingu hennar -- er hún virðist hafa verið send til innflytjendayfirvalda samdægurs og hún skildi taka gildi.

  • En það eina sem getur réttlætt slíka aðgerð: Er fullkomið neyðarástand.
  • Og hitt, leyndin væri einungis rökrétt: Ef ástæða væri að ætla, að stofnanir innflytjenda-yfirvalda, væri "infiltraded."
    --Þannig að hryðjuverka-menn, vissu þá nánast um leið - hvernig ætti að spila á kerfið.

Ein og ég sagði að ofan -- finnst mér afar merkileg slík djúpstæð tortryggni, gagnvart starfsmönnum stjórnvalda - þeirra stofnana sem sjá um eftirlit með fólki við komuna til Bandaríkjanna.
--Ég tel mig ekki hafa heyrt neitt sem -- rökstyðji slíka tortryggni.

  1. En ef slíkur grunur - hefur engan málefnalegan stuðning --> Þá er að sjálfsögðu aðferðin, að senda út tilskipun án nokkurs hinn minnsta undirbúnings.
  2. Fullkomlega forkastanleg!

 

Niðurstaða

Mér finnst mjög forvitnilegur grunur birtast í orðum embættismanns ríkisstjórnar Trumps - hafandi í huga hvernig hann ver það að -- tilskipun Trumps sem Trump sjálfur kallar "extreme wetting" var send til yfirvalda sem sjá um eftirlit með komum til landsins.
--Án því er best verður séð, án þess að þær stofnanir í nokkru væru varaðar við, fyrirfram.
--Þ.e. án þess að starfsmenn þeirra, hefðu fengið fyrirfram kynningu á efni tilskipunarinnar.
Og þar með, án þess að vafamál um - framkvæmd tilskipunarinnar hefðu í nokkru verið íhuguð.

Persónulega efa ég stórfellt - að það hafi í raun og veru, verið góð ástæða - eins og embættismaður Trumps hélt fram; að beita þessari aðferð!
--Heldur hefði átt að fara venjulegu leiðina.
--Að gefa stofnunum sem eiga að sjá um að framfylgja nýjum reglum, a.m.k. fyrirfram kynningu á þeim, svo unnt væri að ræða það og síðan kynna - hvernig akkúrat ætti að framfylgja þeim.

Þess í stað -- hafa flogið frá embættismönnum Trump.
Það sem kalla verður -- eftir á skýringar, þ.s. embættismenn Trumps virðast vera að semja reglurnar um það - hvernig á að taka á vafamálum; eftir því sem þau vafamál - koma fram.

--Óneitanlega mjög sérstök aðferð!

 

Kv.


Tilskipun Trumps um ferðabann til Bandaríkjanna - virðist hindra ferðalög töluverðs fjölda löglegra íbúa Bandaríkjanna

Sjálfsagt hefur einhver frétt af tilskipun Trumps, sem hann kallar - "Extreme wetting" - sem tímabundið setur bann á ferðir ríkisborgara 7-múslima landa til Bandaríkjanna!
--Það sem virðist ekki hafa verið hugsað fyrir!
--Er að verulegur fjöldi fólks frá þeim tilteknu löndum.
--Býr þegar löglega innan Bandaríkjanna!

En eru enn með sinn ríkisborgararétt - ekki orðnir ríkisborgarar Bandaríkjanna!
--Tilskipun Trumps, virðist ekki hafa leitt inn -- undantekningu fyrir löglega íbúa Bandaríkjanna frá þessum 7-löndum, sem ekki eru enn orðnir ríkisborgarar Bandaríkjanna!

  1. Klúður?
  2. Eða var liðinu í kringum Trump - slétt sama?

Iraqis with U.S. ties are first to sue over Trump immigration order

--En þegar þú er orðinn - íbúi Bandaríkjanna, þá hefur þú réttarvernd skv. bandarískum lögum.
--Jafnvel þó þú hafir ekki enn - ríkisborgararétt.
Það má færa mjög gild rök fyrir því, að vandræði þau sem Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi -- lentu í; skapi þeim rétt á skaðabótum.

  • Darweesh, hafði starfað sem túlkur fyrir bandaríska sendiráðið í Írak, á Bush árunum - og gæti augljóslega verið í hugsanlegri hættu, ef hann þyrti að snúa aftur til Íraks.
  • Alshawi, er eiginmaður konu er starfaði fyrir - bandarískt verktakafyrirtæki í Írak, hún er í Houston Texas, búa hjónin þar.

Þessir tveir einstaklingar - eru þegar komnir með málsókn á hendur, bandaríska ríkinu.
--Það virðist blasa við að slík mál geti orðið mjög mörg.

Middle Eastern immigrants to U.S. confront upended lives

Þ.s. 52-þúsund manns, t.d. fengu langtímabúsetuleyfi innan Bandaríkjanna 2015, sem enn eru ríkisborgarar Íran, Írak, Sýrlands, Jemen, Súdan, Líbýu, eða Sómalíu.
--Árlega hafa milli 80-90þ. manns frá þeim löndum, ferðast til Bandar. sl. 10 ár.

  • Ekki kemur fram hversu margir þeir eru - sem búa löglega í Bandar. - en halda enn í sinn gamla ríkisborgararétt.

--En þetta hljómar þannig að þeir geti a.m.k. skipt - hundruðum þúsunda.

Þannig, eins og ég sagði, dómsmál gætu orðið ærið mörg!
--Þ.s. réttur þessa fólks er líklega fremur skýr fyrir lögum, mun bandar. ríkið líklega þurfa að punga út verulegu fé - í skaðabætur, síðar meir.

 

Trump virtist hinn bóginn líta á -kaosið- sem tilskipun hans bjó til --> Sem sönnun um gott dagsverk!

Trump - "It's working out very nicely. You see it at the airports, you see it all over," - "We're going to have a very, very strict ban and we're going to have extreme vetting, which we should have had in this country for many years."

Kaos á flugvöllum - fjöldi löglegra íbúa sennilega strandaður tímabundið utan landsteina, meðan skv. nýrri tilskipun skal farið yfir -- mál hvers og eins; þó svo að um sé að ræða - fólk með -varanlegan búseturétt.-
--Tímabundið væntanlega getur þó þítt - einhvern töluverðan tíma.

Þ.s. tilskipunin -- virðist send frá forsetaembættinu, án þess að gefa stofnunum Bandaríkjanna tækifæri - til að undirbúa málið.
--Hvað þá að segja, álit sitt.

Hundruðir þúsunda íbúa landsins - líklega þora ekki á næstunni að ferðast úr landi, meðan að -- þessi óvissa hangir yfir.

Þeir sem eru á ferðalögum erlendis - mjög líklega eiga bótarétt á hendur ríkinu.
--Því þeir komast ekki heim til sinna fjölskylda!
--Komast ekki til að gegna sínum störfum, o.s.frv.

  • Mig er farið að gruna - að það séu nánast engin takmörk á því, hversu stórt fífl Trump er.

En eitt og annað sem bendir til slíks hefur komið fram sl. daga.

  1. Sbr. að Trump fullyrðir -gegn sönnunum- að það hafi ekki komið færri á embættistöku hans, en þegar Obama var settur í embætti 2009.
    --Þó eru til myndir sem sýna þetta svart á hvítu.
  2. Síðan, fullyrðir hann að hann hafi unnið "the popular vote" í forsetakosningunum, það hafi verið stórfellt svindl - en ekkert bendir þó til þess að kosningatölur séu stórfellt rangar.
  3. Og ef þ.e. ekki nóg, þá hefur hann í viðtölum haldið því fram - að það séu engin vandræði milli hans og leynistofnana Bandaríkjanna -- þó fyrir skömmu líkti hann CIA við "Gestabo" þegar gögn láku í fjölmiðla -- um ásakanir gegn Trump, þó ekkert bendi sérstaklega til þess að þau gögn hafi lekið frá CIA eða einhverri annarri leynistofnun.

--Þetta er farið að hljóma óneitanlega - Orwellískt!
--Þar sem að ráðandi landsins, segir það sem honum sýnist, og gefur staðreyndum máls langt nef -- en í bók Orwells "1984" þá er lýst samfélagi þ.s. stjórnvöld hagræða sannleikanum að vild -- "sannleikur" er einfaldlega sú frásögn er hentar stjórnvöldum hverju sinni.

Þetta gefur manni ástæðu til að óttast það allra versta!
Varðandi ráðsmennsku Trumps á næstunni!

 

Niðurstaða

Kellyanne Conway, sem má kalla sérstakan "spinn-doktor" Trumps, notaði um daginn orðalagið "alternate fact" þegar hún hafnaði því að Trump hefði verið staðinn að lygum. Síðan þá, fer það orðalag "alternate fact" ljósum logum um netið.

"Alternate fact" - sé m.ö.o. þegar Trump fer með, þvætting.

Það alvarlega er, að Trump virðist raunverulega trúa - þvætting - í tilvikum.
Það einfaldlega geti verið ákaflega hættulegt!

Trump virðist lifa í - sýndarveruleika, þ.s. allt sem Trump gerir, er frábært.
Alveg sama, hversu mikil vandræði af hljótast, þá sé það allt -- enn eitt hatttrix fyrir Trump - í sýndarheimi Donalds.

Það m.ö.o. þíði, að Trump sé hugsanlega -- enn hættulegri en ég hef óttast.
Í mínum allra verstu martröðum!

Maðurinn sem stjórnar kjarnavopnum Bandaríkjanna - lyfir í sýndarveruleika!
--Nú hefur heimsbyggðin öll fulla ástæðu til að skjálfa á beinum!

 

Kv.


Bandalagsríkjum Bandaríkjanna bent á að standa með ríkisstjórn Bandaríkjanna, eða nöfn verði tekin niður, viðbrögð komi fram síðar

Þessi hótun kom fram á stuttum fundi með blaðamönnum þar sem nýr sendiherra Bandaríkjanna innan SÞ-kynnti sjónarmið sín, áður hún steig upp í pontu: New U.S. U.N. envoy warns allies: back us or we'll take names.

  1. Nikki Haley - "Our goal with the administration is to show value at the U.N. and the way that we'll show value is to show our strength, show our voice, have the backs of our allies and make sure that our allies have our back as well,"
  2. "For those that don't have our back, we're taking names, we will make points to respond to that accordingly," -- bætti nýr sendiherra Donald Trumps við!

Í "senate hearing" var haft eftir Haley: - "The United Nations is “often at odds with American national interests and American taxpayers,” Haley said, adding that she would use the “leverage” of potential cuts in U.S. funding to demand reform."

https://www-tc.pbs.org/weta/washingtonweek/sites/default/files/20160112-Nikki-Haley.jpg

Hótun augljóslega liggur í loftinu!

Það er freystandi að túlka orð Haley með eftirfarandi hætti!
--Fylgið línunni frá Washington!

Trump virðist álíta SÞ-gagnslítinn kjaftaklúbb, ef marka má - eigið tvít.

Hinn bóginn, virðist Haley vera að marka þá stefnu - að gera breytingar.
--Hvað það er sem ríkisstjórn Trumps vill breyta.

Rétt að benda á að Trump og hægri mönnum innan Bandaríkjanna - sem telja rétt að standa þétt við bakið á Ísrael. Finnst SÞ-gjarnan of hallt undir sjónarmið andstæðinga Ísraels.
--Trump t.d. gagnrýndi mjög harkalega þegar Obama - beitti ekki neitunarvaldi gegn ályktun þar sem aðgerðir ríkisstjórnar Ísraels í tengslum við frekari útbreiðslu landnemabyggða voru sagðar - brot gegn alþjóðalögum.

Viðbrögð Trumps voru: ""things will be different" at the United Nations after he took office on Jan. 20."

  1. Frekari gagnrýni á Ísrael verður greinilega ekki leyfð.
  2. Síðan verði hótun um -- niðurskurð framlaga Bandaríkjanna, notuð sem svipa - í viðleitni til að sveigja SÞ-nær vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

 

Mjög sennilegt virðist að ríkisstjórn Trumps verði títt undir gagnrýni innan SÞ!

En Trump hefur kallað "global warming hoax" - sýnir skv. fyrstu aðgerðum ríkisstjórnar hans, að til stendur að draga mjög úr áherslum - sem ætlað var að minnka framtíðar losun Bandaríkjanna.
--Á sama tíma vill hann auka sem mest olíuvinnslu, og ætlar að heimila vinnslu á svæðum sem fyrri ríkisstjórnir Bandaríkjanna, hafa tekið frá -- sem vernduð náttúruvætti.

  • Af mörgum löndum verði slíkar aðgerðir - óhjákvæmilega túlkaðar sem, ógn við baráttuna gegn hitun lofthjúpsins.

Þannig að tíð gagnrýni innan SÞ-sé nánast fullkomlega örugg!

Síðan fyrir utan það, hefur ríkisstjórn Trumps -- vægt sagt umdeilda afstöðu til alþjóða viðskiptasamninga -- sem eru studdir af flestum þjóðum innan SÞ.
--Það geti verið annar gagnrýni punktur sannarlega.

--Ef Haley ætlar þá að - hafa svipuna á lofti, til að þvinga fram önnur viðbrögð.
Þá verður sennilega áhugavert að fylgjast með viðbrögðum ríkja!

En Evrópulöndin - sem einnig eru bandamenn Bandaríkjanna - hafa lagt mikla áherslu á baráttumál tengd hitun lofthjúpsins.
--Síðan hafa sum þeirra a.m.k. -- hagstæðan viðskiptajöfnuð við Bandaríkin, en Trump virðist ávalt túlka hagstæðan viðskiptajöfnuð annars lands við Bandaríkin, sem "unfair trade."
--Þannig að það sannarlega getur verið að -- sérstaklega t.d. Þýskaland, verði beitt þrýstingi ekki ósvipað og Mexíkó nú - í því síðar.

--Mig grunar að það geti reynt á þessa hótun, að bandalagsríki Bandaríkjanna standi með Bandaríkjunum, eða -- nöfn verði tekin niður, og viðbrögð komi síðar.

 

Niðurstaða

"Aggressív" nálgun virðist ætla að vera -- stíll ríkisstjórnar Trumps. Þar sem - fremur skýrum hótunum sé beitt, og varað við husanlegum afleiðingum síðar.
--En eins og þetta birtist manni, sýnist mér að Trump muni ætlast til - skilyrðíslausrar hlíðni bandalagsríkja Bandaríkjanna!

Hingað til hafa bandalagsríki Bandaríkjanna, tekið sér þann rétt - að vera ósammála ef mikilvægir hagsmunir þeirra stangast á við hagsmuna túlkun ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
--Það gerist ekki sérdeilis oft.

En mér virðist að það geti virkilega reynt á þetta í forsetatíð Trumps, hafandi í huga að það bendi margt til þess - að Trump ætli í mikilvægum atriðum að ganga fremur harkalega á svig við mikilvæga hagsmuni fjölmargra hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna.

Hinn bóginn má þó fastlega reikna með því, að þau muni vera gætin í orðum; þangað til að hugsanlegar aðgerðir sem Trump hótaði í kosningabaráttu sinni - koma fram!
--Í þeirri veikun von, að Trump láti ekki af tilteknum hótunum.

  • En hættan að það kastist harkalega í kekki - sé þó greinilega til staðar.
    --En það fari eftir því, hvað af því sem Trump talaði um í kosningabaráttunni, hann stendur við!

 

Kv.


Samskipti Mexíkó og Bandaríkjanna í sinni verstu krísu í áratugi - eftir hótun um 20% toll frá talsmanni Trumps til að fjármagna landamæravegg, og eftir að forseti Mexíkó hætti við fund með Trump

Málið er að Trump stillti forseta Mexíkó - Pena Nieto - upp að vegg, er hann undirritaðu fyrirmæli þess efnis að hefja sem fyrst - byggingu nýs landamæraveggs skv. kosningaloforði Trumps.
--Og er Trump ítrekaði að Mexíkó mundi borga fyrir vegginn með einhverjum hætti.

Pena Nieto er honum var ljóst að Trump ætlaði ekki að gefa eftir - fingurbreidd.
Sló þá af - fyrirhugaðan viðræðufund með Trump í Washington.

  1. Trump virtist ekki veita Pena Nieto aðra möguleika.
  2. En að samþykkja - eða hafna, m.ö.o. engin málamiðlun í boði.

Eins og að Trump telji að Bandaríkin -- geti gefið Mexíkó fyrirmæli.
Sem síðan verði farið eftir.
--Eins og Mexíkó sé eitthvert -- veikt leppríki Bandaríkjanna!

http://i2.cdn.cnn.com/cnnnext/dam/assets/160831063930-trump-pena-nieto-split-exlarge-169.jpg

Það virðist virkilega að Trump líti á Mexíkó sem hund - sem Bandaríkin geti sparkað í að vild, og hundurinn Mexíkó muni einfaldlega láta það sér líka!

Um daginn benti Financial Times á nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Mexíkó

  1. "Soaring bilateral trade has turned Mexico into the US’s second-biggest export market..."
  2. "...equal to the Chinese, Japanese, German and UK markets combined."
  3. "US farmers have already warned of “devastating” consequences if international trade is disrupted..."
  4. "...and US agriculture employs twice as many as the car manufacturing sector Mr Trump wants to protect."
  5. "If he carries out his Mexico threats, he will not be able to sweep such considerations under the carpet for long."

Nú hótar talsmaður Trumps -- 20% tolli.

Trump threatens 20% import tax as Mexican president scraps summit

Haft er eftir Trump -- >

“Nafta has been a terrible deal,” - “Unless Mexico is going to treat us fairly and with respect, such a meeting would be fruitless,” - I want to go a different route. We have no choice.”

M.ö.o. segir hann, að fyrst að Mexíkó harðneitar að borga fyrir vegginn, og slóg af fundinn þar sem ræða átti deilur ríkisstjórna landanna tveggja -- það að Mexíkó m.ö.o. hafni því algerlega að ræða það formlega við Trump að greiða fyrir vegginn.
-Þá sé Trump ekki að hans mati sýnd tilhlýðileg virðing.
Og þá hafi hann ekki að eigin mati annan möguleika -- en að taka málin í sýnar hendur.

Skv. Spicer -- >

“We can . . . easily pay for the wall just through that mechanism alone,” -(20% toll)- “It is just an idea, nothing firm has been decided.”

http://geology.com/world/mexico-map.gif

Mexíkó er mjög stórt land og hefur 122 milljón íbúa

Þetta er ekki lengur - fátækt land, heldur það sem nefnist gjarnan "middle income."
--Hagur þess hefur batnað mikið síðan NAFTA samningurinn var gerður.

  1. Trump aftur á móti - fullyrðir blákalt að NAFTA samningurinn hafi einungis verið vondur fyrir Bandaríkin.
  2. Hann nefnir töluverðan viðskiptahalla, sem sönnun þess - að hans mati.

Hinn bóginn - er Mexíkó á sama tíma, einnig annað stærsta útflutningsland Bandaríkjanna!

Og rúmlega helmingur fylkja Bandaríkjanna - hefur Mexíkó sem sinn stærsta útflutningsmarkað.

Þ.e. ekkert undarlegt við það - löndin hlið við hlið.
Og viðskipti þeirra á milli hafa nú verið galopin fullkomlega - í töluverðan tíma.

  1. Punkturinn er sá, að það yrði einnig verulegt tjón innan Bandaríkjanna - á sama tíma.
  2. Ef viðskiptastríð leiðir til þess - að bæði löndin slá upp, háum tollamúrum þeirra á milli.

--En fyrst að Mexíkó er næst stærsta útflutningsland Bandaríkjanna.
--Þá klárlega heldur útflutningur til Mexíkó - uppi miklum fjölda starfa innan Bandaríkjanna.

  • Það sé því alls ekki svo, að tollar frá Mexíkó á móti tollum Trumps - valdi engum skaða innan Bandaríkjanna.

Kort sem sýnir landssvæði sem Mexíkó missti í stríðinu 1847!

http://www.umich.edu/~ac213/student_projects06/magsylje/mexicanwarmap.gif

Persónulega held ég að litlar sem engar líkur séu á að Mexíkó - gefi eftir

En framferði Trumps gagnvart Mexíkó - hefur hleypt af stað frekar stórri þjóðernissinnaðri bylgju innan Mexíkó -- sem þegar er farin að takmarka verulega svigrúm forseta Mexíkó.

Stríðið frá 1847 er þegar í uppryfjunarferli í fjölmiðlum innan Mexíkó - stríð sem var hreinlega landvinningastríð Bandaríkjanna gegn Mexíkó, þar sem Bandaríkin tóku stór landsvæði þar sem í dag - eru heilu fylkin, sbr. Kalifornía, Arizona, Nýja-Mexíkó, Utah, Nevada og Colorado.

Mikið af því landi var reyndar -- mjög strjálbýlt.
Og töluvert af því -- enn á þeim tíma, indíánaland.

Innan Bandaríkjanna fór síðan af stað mjög stórt átak til að nema þau svæði!

  • Bandaríkja-andúð er samt sem áður - gömul innan Mexíkó.

Og þarf minna til að vekja hana upp - frá svefni, en framferði Trumps þessa dagana.

  1. En málið sé, að Pena Nieto sennilega geti ekki gefið það eftir - sem Trump heimtar.
  2. Því að hann mundi þá ekki eiga nokkra möguleika, í næsta forsetakjöri.

--Það þurfi því ekki að efa það - að Pena Nieto ef Trump setur á einhliða toll.
--Mun svara í sömu minnt.

Þannig getur hafist -- "tit for tat" -- alla leið upp í hátolla-ástand, og nærri fullkomið samskiptarof milli landanna!

Efnahagsskaði fyrir bæði löndin - yrði verulegur!
--Sjálfsagt stærri Mexíkó megin landamæranna, en alls ekki þannig að hann sé - óverulegur Bandaríkjamegin, sbr. að Mexíkó sé 2-stærsta útflutningsland Bandaríkjanna!

 

Hver mundi borga fyrir einhliða 20% toll, ef Trump leggur hann á?

Vandinn er sá, að líklega er ekki unnt að kúpla út innflutningnum frá Mexíkó út -- ekki á skömmum tíma, líklega tæki það -- mörg ár.

  1. Þannig að 20% tollur frá Trump -- legði kostnaðinn af veggnum.
  2. Fyrst og fremst á bandaríska neytendur.

--M.ö.o. væri Mexíkó þar með ekki - að greiða fyrir vegginn!

 

 

Niðurstaða

Samskipti Mexíkó og Bandaríkjanna með öðrum orðum í miklu uppnámi. Hafandi í huga viðbrögð Trumps, sem sannarlega hljómuðu ekki að nokkru leiti dyplómatísk. Þá virðist manni samskipti landanna -- stefna í að versna frekar.

Hversu hratt kemur í ljós -- en viðskiptastríð landanna tveggja.
Væri þeim báðum til stórtjóns -- ekki þannig að Trump geti einhliða valdið Mexíkó tjóni.

Það mundi koma mér mjög á óvart - ef engin mótmæli verða fyrir framan Hvíta húsið.
Ef stefnir í að stefna Trumps - setji fjölda útflutningsstarfa innan Bandaríkjanna, í stórhættu.

En það er einmitt málið, að þó svo að Bandaríkin kaupi meir af Mexíkó - en Mexíkó kaupir af Bandaríkjunum; selja samt sem áður Bandaríkin það mikið ár hvert til Mexíkó að landið er samt - annað mikilvægasta útflutningsland Bandaríkjanna.

--Það einfaldlega þíði að líkleg hótun Mexíkó um tolla á móti.
Hefði raunverulegt bit!
Þetta sé því ekki eins einhliða og Trump virðist halda.

T.d. hafi landbúnaðargeirinn í Bandaríkjunum, mikil áhrif innan Repúblikanaflokksins - miðríki Bandaríkjanna væru líkleg að beita sína þingmenn þrýstingi.
--Mexíkó flytur inn gríðarlegt magn landbúnaðarvara ár hvert!

 

Kv.


Ásakanir Trumps um stórfellt kosningasvindl - virðast pólitískt spinn eingöngu

Þeir sérfræðingar sem hafa rannsakað forsetakosningarnar í Bandaríkjunum - hafa fram að þessu ekki fundið nokkrar hinar minnstu vísbendingar um -- víðtækt kosningasvindl.
--Þvert á móti virðist - svindl hafa verið með minnsta móti.

Trump segist samt sem áður, vilja opinbera rannsókn á því meinta kosningasvindli sem hann heldur á lofti að hafi farið fram: Trump's call for probe of voter fraud sparks backlash.

Trump - "I will be asking for a major investigation into VOTER FRAUD, including those registered to vote in two states, those who are illegal and....even, those registered to vote who are dead (and many for a long time),"

Enn sem fyrr þegar Trump varpar fram ásökunum á - Tvitter. Þá bauð hann ekki upp á nokkurt þeim ásökunum til stuðnings!
--Persónulega efa sér stórfellt, að þessar tilraunir Trump - séu honum sjálfum til framdráttar!

Skv. kosninganiðurstöðum - vann fékk Hillary Clinton 2,2 milljón atkvæði umfram Trump.
Þó að vegna óhagstæðrar dreifingar þeirra atkvæða milli fylkja - tapaði hún keppninni um kjörmenn, og þar með kosningunum sjálfum.
--Það virðist að Trump vilji kasta rýrð á trúverðugleika þeirrar kosninganiðurstöðu - í augum bandarískra kjósenda!

  1. Það er virkilega afskaplega óvenjulegt - að sigurvegari í forsetakosningum, sé með hávaðasamar ásakanir um - kosningasvindl.
  2. En vanalega koma slíkar ásakanir - frá þeim er tapa í kosningu.
  • Virðist fljótt á litið -- órökrétt af Trump að vera að þessu.
    --Þar sem að, ef honum tekst að útbreiða þá sýn, að forsetakjör sé spillt eða ótrúverðugt - gæti útbreiðsla slíkrar trúar meðal almennings --> Hitt hann sjálfan, allt eins!

Blaðamenn WashingtonPost framkvæmdu sína eigin kosningarannsókn: We checked Trump’s allegations of voter fraud. We found no evidence at all.

  1. Fljótt á litið virðist greining þeirra trúverðug - en þeir framkæma einfalda gagnareiningu í tölvu.
  2. Það ætti rökrétt séð, að duga til að veita vísbendingar -- ef raunverulega væri til staðar, svo útbreitt kosningasvindl, að Trump hafi í reynd unnið "the popular vote" - sem mundi krefjast þess að nærri 3-milljón atkvæði hefði verið, svindl.
  3. En þá ætti slík almenn skoðun, að veita vísbendingar - hvar undarleg kosningahegðan gæti verið til staðar.

--En ekkert birtist í þeim gögnum, er veiti hinar minnstu vísbendingar -- um óeðlilega kosningahegðan.

Tump virðist vitna í 2-greiningar, önnur frá 2012: Trump Won’t Back Down From His Voting Fraud Lie.

  1. Skv. þeirri greiningu, voru allt að 1,8 milljónir látinna einstaklinga enn á lista yfir skráða kjósendur.
  2. Hinn bóginn sagði rannsakandinn sjálfur -- "We found millions of out of date registration records due to people moving or dying, but found no evidence that voter fraud resulted. — David Becker."
    --M.ö.o. virðist Trump hafa rangt eftir honum!

Hin greiningin frá 2014, hefur verið dregin í efa: Trump’s Bogus Voter Fraud Claims

  1. En skv. hinni gagnrýndu greiningu - "Using data from the Cooperative Congressional Election Study, the researchers found that 14 percent of noncitizens who responded to the survey in 2008 and 2010 said they were registered to vote."
  2. Hinn bóginn svaraði sá er hafði safnað þeim gögnum er sú greining notaði, að rannsakandinn - hefði lesið rangt í þau gögn -:
    "“Their finding is entirely due to measurement error,” one of the authors, Stephen Ansolabehere of Harvard and the principal investigator of CCES, wrote to us in an email. “Measurement errors happen. People accidentally check the wrong box in surveys. The rate of such errors in the CCES is very small, but such errors do happen. And when they do happen on a question such as citizenship, researchers can easily draw the wrong inference about voting behaviors. Richman and Earnest extrapolate from a handful of wrongfully classified cases (of non-citizens).”" - “We asked people in successive years their citizenship. That minimizes the error. Upon doing so we find NO INSTANCES of voting among people stating consistently that they are non-citizens.” -"“The CCES conducts a panel (repeated interviews of people asking the same questions) and vote validation,” Ansolabehere said. “We found that NONE of the 85 individuals in the 2010-2012 panel survey who indicated that they were non-citizens in 2010 and again in 2012 in fact voted." - “The Richman and Earnest study is an incorrect use of the survey that we manage, and a false claim of evidence of non-citizen voting. It’s a dangerous, stray false-fact.”

Repúblikaninn Lindsay Graham, gagnrýndi áakanir Trumps harkalega: Graham blasts Trump after latest voter fraud claim.

  1. "I wasn't there, but if the President of the United States is claiming that 3.5 million people voted illegally, that shakes confidence in our democracy — he needs to disclose why he believes that,"
  2. "I would urge the President to knock this off; this is the greatest democracy on Earth, we're the leader of the free world, and people are going to start doubting you as a person if you keep making accusations against our electoral system without justification,"
  3. "This is going to erode his ability to govern this country if he does not stop it."

Graham kemur þarna með þann - augljósa mótpunkt.
--Að ásakanir Trumps - gætu grafið undan hans eigin trúverðugleika!

Það sé ábyrgðalaust - að kasta svo alvarlegum ásökum fram.
Án hinna minnstu sannana!
--Þegar menn kasta ítrekað fram - alvarlegum ásökunum án nokkurra gagna þeim til stuðnings; þá rökrétt getur slík hegðan -- grafið undan trausti á þeim, sem svo ítrekar gerir.

Þannig að ég held að ég taki undir þá hvatningu til Trumps frá Graham -- að hætta þessu.

 

Niðurstaða

Ég kem ekki auga á nokkurn hinn minnsta skynsaman tilgang hjá Trump - að ítreka ásakanir um víðtækt kosningasvindl í nýlega afstöðnum forsetakosningum. En fljótt á litið, virðist mér að tilraun Trumps til að kasta rýrt á - kosninganiðurstöðuna. Gæti allt eins hitt hann sjálfan!

Þetta virkar á mann eins og hann sé að gera tilraun til að kasta rýrð á þá útkomu að Clinton fékk fleiri atkvæði kjósenda -- þó hún tapaði í kjörmannakosningunni sem - skiptir öllu máli.
--Hinn bóginn, ef hann útbreiðir þá sýn meðal kjósenda - að kosningakerfinu sé ekki treystandi, þá blasi ekki endilega við -- að það skapi Trump sjálfum aukinn trúverðugleika.

Það, eins og ég sagði, gæti allt eins -- grafið undan trúverðugleika hans eigin sigurs í augum kjósenda!
--Enda margir í gegnum tíðina bent á að kjörmannakerfið - sé ósanngjarnt!

 

Kv.


4,8 milljónir starfa mundu tapast ef Trump fer í viðskiptastríð við Kína og Mexíkó

Þetta kemur fram í mjög áhugaverðri skýrslu - þ.s. höfundar leggja út frá hótunum Trumps um háa tolla á Kína, og háa tolla á Mexikó.
--Skýrsluhöfundar teikna upp 3-sviðsmyndir.
Ef maður miðar við sennilega sviðsmynd þ.s. Trump fyrirskipar háa tolla skv. nýlegum hótunum.
Og Mexíkó og Kína - svara með sömu tollum á móti á bandarískar vörur.

Er niðurstaða skýrslunnar um afleiðingar - eftirfarandi!

Assessing Trade Agendas in the US Presidential Campaign

  1. "In the  full trade war scenario, employment in 2019, the trough of the recession, falls by nearly 4.8 million private  sector  jobs, more than 4 percent below  baseline  private sector employment."
  2. In absolute terms, the largest job losses occur in nontrade service sectors, such as wholesale and retail distribution and sales, restaurants, and health care..." - "...fall in employment and income ripples through the community, depressing demand for cars, home improvements, restaurant meals, and purchases of nonessential goods..." - "Establishments providing those goods and services cut hours or lay off employees, causing millions of people whose jobs are not associated with international trade to lose their  jobs. The devastating effect on nonbusiness services sectors would inflict disproportionate hardship on low- skill, low-income workers."
  3. "Washington State is the worst affected, with 5 percent  private sector job loss, followed by California, Massachusetts, and Michigan in the 4.5–5 percent range. A  broad swath of states that includes Connecticut, Illinois, Indiana, Kentucky, Maryland, Minnesota, New  Hampshire, New Mexico, New York, North Carolina, Ohio, Pennsylvania, Rhode Island, Texas, Wiscon- sin, and Utah experience private sector employment declines of more than 4 percent."

Þær iðngreinar er verða fyrir mestu tjóni í formi fækkaðra starfa!

  1. High-speed drives and gear manufacturing 10.2%
  2. Construction equipment manufacturing 10%
  3. Iron and other metal ore mining 10%
  4. Semiconductor equipment manufacturing 9.7%
  5. Other metalwork  manufacturing 9.6%
  6. Fluid power equipment manufacturing 9.6%
  7. Plastics equipment manufacturing 9.6%
  8. Turbine manufacturing 9.5%
  9. Truck trailer manufacturing 9.5%
  10. Compressor manufacturing 9.4%
  11. Industrial furnace and oven  manufacturing 9.4%
  12. Aluminum production 9.4%
  13. Power, transmission, and transformer equipment manufacturing 9.4%

 

Má vera að það komi einhverjum á óvart - stærð efnahagstjónsins

  • Skv. skýrslunni - þá eru Mexikó og Kína samanlagt -- 1/3 allra heildarviðskipta Bandaríkjanna.

Efnahagshöggið skýrist þá af því.

  1. Þegar Trump setur háa tolla á varning frá þeim löndum -- hækkar verðið á þeim varningi innan Bandaríkjanna -- það eitt hefur áhrif til þess að minnka neyslu innan Bandaríkjanna, og þar með - fækka störfum í verslunar- og þjónustugeirunum.
  2. Þegar löndin 2-leggja háa tolla á móti á varning frá Bandaríkjunum -- þá verður við það högg sem lendir á fjölda bandarískra framleiðslufyrirtækja -- sem þá verða að skera niður, minnka við sig - hvort tveggja tapa Bandaríkin útflutningstekjum, og fjöldi fólks tapar vinnunni hjá útflutningsfyrirtækjunum sjálfum.
    --Það leiðir síðan yfir í neyslu, að hún dregst saman -- aftur með þessum hætti.
    --Sem aftur leiði til frekari fækkunar starfa í verslun og þjónustu.
    Þau viðbótar töpuðu störf auka frekar á höggið á hagkerfið - heilt yfir.
  3. Samdráttur verður þá í eftirspurn innan hagkerfisins -- eftir nánast öllu.
    --Sem birtist í töflum í skýrslunni sem samdráttur fyrirtækja í mjög margvíslegum greinum.
  4. Skatttekjur og útsvar -- eðlilega minnka í slíku ástandi. Sem þíðir hallarekstur sveitafélaga sem og ríkjanna - og auðvitað, alríkisstjórnarinnar að auki.
    --Skuldir alríkisins vaxa þá hratt, væntanlega!

Hafkerfið réttir aftur við sér -- síðar: Hagkerfið tekur nokkur ár að endurskipuleggja sig, og síðan snýr það aftur til hagvaxtar að þeim nokkrum árum liðnum.

  1. Hinn bóginn -- meðan að tollarnir sem Trump mundi setja, eru enn til staðar.
  2. Þá viðhaldast - hærri verð sem þeir tollar skapa.
  3. Sem viðheldur þá svo lengi sem þeir tollar eru til - minni neyslu af þeirra völdum en annars er til staðar, ef þeir tollar væru aflagðir.
  • Þannig færri störfum í sumum greinum, þ.e. verslun og þjónustu, en annars verða.

--Þannig mundu tollarnir halda áfram að -- raska hagkerfis ástandinu.
--Þó að hagkerfið mundi læra að lifa við tollana -- og snúa aftur til vaxtar, nokkrum árum síðar.

Ég held þó að ósennilegt væri að Trump forseti næði endurkjöri!
Vegna þess að ólíklegt væri að viðsnúningur mundi hefjast - innan tímaramma er gagnaðist honum til endurkjörs.
--Það sé af og frá - að sennilegt sé að breyting þessi skapi, nettó betra ástand í því síðar!

 

Niðurstaða

Þá erum við með áætlun um það, grófa þó, hversu djúpa kreppu innan Bandaríkjanna - Donald Trump skapar ef maður miðar út frá - fullu viðskiptastríði við Mexikó og Kína.
--Ath. ekki er tekið tillit til hugsanlegra viðskiptastríða við önnur lönd en þessi 2.

Þá er mið tekið af hótunum Trumps um tolla, þeim tölum um tolla sem hann sjálfur hefur nefnt.
--Og gefið að hann muni einmitt nota þær hótanir þ.e. setja tolla skv. akkúrat þeim hótunum.
--Síðan gefið að löndin 2-svari þeim tollum, með algerlega samskonar tollum á móti á framleiðslu frá Bandaríkjunum.

Svo er tjónið áætlað skv. því!

  1. Ég einfaldlega trúi því ekki að Trump haldi vinsældum sínum, í hagkerfisafleiðingum af þessu tagi.
  2. Heldur reikna ég fastlega með, hruni vinsælda - þar með að í kjölfarið verði hann ákaflega óvinsæll. Kannski að hann setji met í óvinsældum, jafnvel.

 

Kv.


Stjórn Donald Trump að - hóta hugsanlegu hafnbanni á athafnir Kína í Suður-kínahafi? Blasir hætta á kjarnorkustríði við heimsbyggðinni - síðar á þessu ári?

Í allri umræðunni um athafnir Kína í Suður-Kínahafi, hefur alfarið farið framhjá umræðunni - að Kína er langt í frá eitt í því að setja upp stöðvar á eyjum og skerjum á hafsvæðinu. En nágrannalönd Kína, hafa stundað sambærilegt athæfi árum saman, meðan þau hafa deilt sín á milli um -- mörg þeirra svæða á hafsvæðinu er þau telja sig eiga rétt til. Sem segir ekki að nákvæmlega enginn munur sé á aðgerðum Kína og þeirra; en það sé alveg nýtt að reisa flugvelli og flotahafnir - sem Kína hefur nú gert á a.m.k. þrem stöðum. Aðgerðir Kína eru bakkaðar uppi, af öllum styrk hins rísandi Kína -- sem þegar er orðið að risaveldi að mörgu leiti.

Nágrannalönd Kína - hafa ekki varið alveg sama púðri í sína aðstöðu! En þau hafa sbr. kort, aðstöðu á verulega fleiri stöðum! En þ.e. samt þess virði, að halda því til haga - að nágrannalöndin eru einnig að styðja við sínar kröfur, með uppsetningu aðstöðu á svæðinu!

http://www.smh.com.au/cqstatic/12z7v7/2905_spratly_map_729.png

Það þíðir - að það er ekki alveg rétt - að enginn annar sé að þessu, en Kína!

Trump White House vows to stop China taking South China Sea islands

White House spokesman Sean Spicer - "The U.S. is going to make sure that we protect our interests there," - "It’s a question of if those islands are in fact in international waters and not part of China proper, then yeah, we’re going to make sure that we defend international territories from being taken over by one country,"

Vikuna á undan sagði - Tillerson: We’re going to have to send China a clear signal that, first, the island-building stops and, second, your access to those islands also is not going to be allowed.”

Höfum í huga að Spicer var spurður út í svör Tillerson - vikunni á undan, þ.e. hvort að ríkisstjórnin sem heild; styddi þau sjónarmið.
--Svör Spicer þarf þá að huga í samhengi við svar Tillerson.

  1. Vandamálið er - að það blasir ekki við nein leið fyrir Bandaríkin til að - hindra frekari aðgerðir Kína til uppbyggingar stöðva á Suður-Kínahafi; sem ekki feli í sér það að Bandaríkin sendi mjög öflugan flota á svæðið --> Og beinlínis hindri aðgengi Kína að þeim svæðum.
  2. Sama gildi að sjálfsögðu um afnot þeirra eyja þar sem Kína hefur þegar uppbyggðar stöðvar - að vart verði þau afnot hindruð, nema með þeim hætti -- að Bandaríkin sendi inn á Suður-Kínahaf það mikinn herskipaflota ásamt flugher, að Bandaríkin geti með þeim hætti framkallað það - hindraða aðgengi.

Hérna má sjá eina af hinum umdeildu eyjum sem Kína hefur breytt í herstöðvar

http://i2.cdn.cnn.com/cnnnext/dam/assets/160217013519-china-south-china-sea-woody-island-exlarge-169.jpg

  1. Það þarf væntanlega ekki að nefna það, að slíkri aðgerð fylgdi raunveruleg hætta á hernaðarátökum milli Kína og Bandaríkjanna.
  2. Hættan er ekki síst sú -sjá kort að neðan- að Suður-Kínahaf er nægilega nærri strönd Kína, til þess að Kína geti beitt þar -- flugvélum sem mundu taka á loft frá strönd Kína.
  3. Síðan á Kína mikið magn af -eldflaugum- ætlað að granda skipum, og hefur framleitt umtalsverðan fjölda af flugvélum - sérsmíðaðar til árása á skip.
  4. Allur flugher Bandaríkjanna á svæðinu væri á -fljótandi flugvöllum- meðan að flugher Kína væri á - landflugvöllum.
  • Punkturinn er sá, að þ.e. ekki endilega augljóst - að Kína mundi ekki geta sökkt verulegum fjölda þessara skipa, ef í odda skærist.

https://www.aei.org/wp-content/uploads/2014/06/img-jacobs-china-figure-1_150127388623.png

Xian JH-7 -- er fjöldaframleitt vél sérhæfð sem árásarvél, aðallega "anti shipping"

http://media.moddb.com/images/groups/1/3/2044/408616_589721904388379_1630463620_n.jpg

Hún er út af fyrir sig ekkert sérstaklega merkileg - tæknilega sennilega sambærileg við "SEPECAT Jaguar" sem Bretland hefur tekið úr notkun.
--En hún þarf ekki endilega að vera það!
--Allt og sumt sem þær þurfa, er að nálgast flota Bandaríkjanna nægilega, til að geta skotið "cruise" flaugum sem þær geta borið - en Kína er með í fjöldaframleiðslu tæknilega fullkomnar slíkar ætlaðar til að granda skipum.

Svar bandaríska flotans, væru "air patrols" langt út frá flotanum og "radar flugvélar."

Að auki gæti Kína tæknilega -- einnig notað enn eldri týpu, sem enn er til!

Nanchang Q-5 -- flestu tilliti úreltar vélar!

http://defence-blog.com/wp-content/uploads/2015/08/Pakistan-Air-Force-retires-Q-5-attack-aircraft-made-in-China-2.jpg

Tilgangur að nota þær -hugsanlega líka- væri þá sá að fjölga þeim -skipa-eldflaugum- sem hægt væri að skjóta að flotanum, í einu.

Svo geta menn velt fyrir sér - hvort bein átök séu raunverulega líkleg!
En Kína hefur verið að leggja mikla áherslu á það í seinni tíð, að Suður-Kínahaf, sé kínverskt.
Kína á auðvitað sína eigin -- þjóðernissinna.

  1. Það sem maður velti fyrir sér, er það að nýja stjórnin í Washington - er óskaplega þjóðernissinnuð, samtímis því að hún virðist full af þeirri sýn, að Bandaríkin séu mest - best og hafi að auki líklega afar neikvæða sýn á Kína.
    --Manni virðist að þeir geti vanmetið hættuna í viðbrögðum Kína.
    --Ofmetið líkurnar á að Kína - gefi eftir.
  2. Á sama tíma, sé hætta á að kínversk þjóðernishyggja - geti bundið hendur núverandi leiðtoga Kína.
    --En ef hann mundi gefa eftir, þá þyrfti hann sennilega ekki að reikna með því að vera leiðtogi Kína - lengi í því kjölfari.
  • Líkur geta því verið á því, að Kína mæti með allt sitt lið á svæðið.
    --Það er, að fjölmenn "air patrols" verði af hálfu Kína.
    --Og kínversk skip, láti á það reyna - hvort að bandarísk skip eða flugvélar séu raunverulega tilbúin --> Til að beita vopnum til að hindra að kínversk skip sigli til eyjanna umdeildu.

M.ö.o. blasir við að þetta geti afar hratt - orðið að deilu, er væri fullkomlega eins hættuleg og Kúpudeilan á 7. áratugnum.
--Er Bandaríkin og Sovétríkin, voru hársbreidd frá stríðsátökum.

Þá bökkuðu Sovétríkin.
--En þ.e. virkileg hætta -virðist mér- að í þetta sinn, neiti báðir að blikka.
--Og rati beint út í hernaðarspennu er geti hratt farið úr böndum.

En þó að Kúpudeilan hafi endað vel <--> Þíðir það ekki endilega, að þessi deila það geri.
--Aftur eru 2-kjarnorkuveldi að deila!

 

Niðurstaða

Fólk almennt er ef til vill ekki enn farið að átta sig á því - hversu stutt geti verið í hættuástand sambærilegt við Kúpudeiluna á 7. áratugnum.
--Það er, að hættan á kjarnorkustríði, geti mjög sennilega blossað upp - og það mjög snögglega.

Í þetta sinn - geti meira að segja farið illa!
Þ.e. orðið kjarnorkustríð!

M.ö.o. gæti hættan á kjarnorkustríði - með valdatöku Donald Trump.
Verið meiri en hún nokkru sinni var - í Kalda-stríðinu.

Vegna þess að þeir sem stjórna nú í Washington, virðast hreinlega vera týpur - með "stuttan kveikiþráð."
--Sama tíma virðast líkur á - að þeir geri sér hreinlega ekki fulla grein fyrir hættunni sem þeir geta verið - ana út í.

En ef ég vitna í :Donald Trump and the New World Order

"Government officials in Berlin speak of an "astounding mixture of arrogance and naiveté" when discussing the conversations they have had with counterparts in the incoming administration."

Punkturinn sé sá, sem haft er eftir embættismönnum í Berlín - að enginn af þeim sem eiga að stjórna utanríkismálum Bandaríkjanna, virðist hafa nokkra reynslu á því sviði - né virðast þeir hafa mikla þekkingu á því sviði.
--Samtímis virðast þeir fullir af hugmyndum!

Sambland hroka og reynsluleysi!
Gæti reynst afar hættulegur kokteill!

Nú er eins og þeir ætli að ana með hraði í mjög hættulega milliríkjadeilu.
--Án þess að hafa sennilega rýnt fyrirfram í þær aðferðir sem beitt var í Kalda-stríðinu, þegar stýrt var í gegnum sambærilega hættu-atburði.

 

Kv.


Skrifstofustjóri Hvítahússins, kvartar undan ósanngjörnum fjölmiðlaárásum á Trump forseta - sem verði ekki umbornar

Umkvörtun Reince Priebus snýr að umfjöllun fjölmiðla um - embættistökudag Donald Trump, og mótmælagöngu þá sem haldin var daginn eftir.
--En fjölmiðlar hafa fjallað mikið um mjög fjölmenna - mótmælagöngu kvenna sem fór meðal annars fram í Washington á laugardag - en kvenna-göngur voru einnig farnar á laugardag í fjölda borga innan Bandaríkjanna, og að auki víða í Evrópu.

http://a.abcnews.com/images/US/GTY-womens-march-washington-4-jt-170121_mn_4x3_992.jpg

  • Ástæða umkvörtunar -Reince Priebus- virðist vera, samanburður á fjölda þeirra er þátt tóku í mótmæla-göngunni í Washington.
  • Og fjölda þeirra er mættu á athöfnina á og við lóð Hvítahússins, er Donald Trump var formlega settur í embætti.
  • Og á fjölda þeirra er mættu til embættistöku Obama 20. jan. 2009.

White House says media delegitimizing Trump, won&#39;t &#39;take it&#39;

Women lead unprecedented worldwide mass protests against Trump

Reince Priebus - "The point is not the crowd size. The point is the attacks and the attempt to delegitimize this president in one day. And we&#39;re not going to sit around and take it," - "We&#39;re going to fight back tooth and nail every day and twice on Sunday,"

Enginn hefur nákvæmar tölur -- en vísbendingar má þó finna í tölum neðanjarðarlestar kerfis Washington; en auðvitað fóru ekki allir sem þátt tóku með lest.

  1. "The Washington subway system reported 275,000 rides of as of 11 a.m. on Saturday."
  2. "The subway system said 193,000 users had entered the system by 11 a.m. on Friday,..."
  3. "...compared with 513,000 at that time during Obama&#39;s 2009 inauguration."

Ég er ekki klár á því - hvort pyrrar Priebus meir, að ívið fleiri virðast hafa mætt í mótmælagönguna daginn eftir.
Eða að það voru bersýnilega mun fleiri daginn er Obama var fyrst settur í embætti 2009.

Ég hugsa að þetta sé einungis byrjunin á gagnrýni fjölmiðla - með beinum eða óbeinum hætti á Donald Trump.
--En ég held að hann eigi eftir að verða umdeildasti forseti Bandaríkjanna - a.m.k. síðan Ronald Reagan.
--> Persónulega á ég von á því að Trump verði enn umdeildari en Reagan.

  • Það er eiginlega afar fátt sem Trump og Reagan eiga sameiginlegt.
  1. Aðgerðir Reagan líklega bundu endi á Kalda-stríðið, og elfdu Bandaríkin.
  2. Meðan að yfirgnæfandi líkur virðast á því að -- Trump hefji nýtt Kalt-stríð, og veiki Bandaríkin.

--Trump er þá frekar, anty Reagan!
--Einnig anty Reagan að því leiti, að öfugt við Reagan líklega veikir Trump Bandaríkin.

Það að báðir voru/eru umdeildir - er nánast það eina sem þeir eiga sameiginlegt.

  1. Það komi til af því, að -- sú röð viðskiptastríða sem Trump greinilega ætlar að standa fyrir, muni án nokkurs vafa --> Valda bandarísku hagkerfi, gríðarlega óskaplegu tjóni.
  2. Samtímis, nái hann mjög sennilega að verða mun óvinsælli -- en nokkur forseti nema hugsanlega Nixon - eftir að Watergate málið gaus upp.

--Þannig að ég á von á því, að deilur um Trump.
--Séu rétt að hefjast.

Það sem nú sé í gangi, séu einungis gárur í vatnsglasi.
Miðað við þau óskaplegu ósköp, þar á meðal í formi risstórra mótmæla-aðgerða, er síðar verði.

 

Niðurstaða

Ég er fullkomlega öruggur að sú stefna sem Trump lýsti yfir við embættistökuna, þar sem hann má segja að hafi --> Lýst yfir styrrjöld gagnvart heimsbyggðinni.
Sem rekin verði í formi - hvers viðskiptastríðsins á fætur eftir öðru. Ef hann fái því ráðið!
--Eigi eftir að gera Trump að umdeildasta forseta Bandaríkjanna - líklega fyrr og síðar.

Þegar viðskiptaátökin verða hafin fyrir alvöru - þá einnig, hefjist lætin fyrir alvöru.
Þetta sl. laugardag - hafi einungis verið, lítil upphitun.--En fullt af fólki mun missa spæni úr sínum öskum, ef Trump lætur verða af því - að hefja þessi viðskipta-stríð, eiginlega við flest stærri viðskiptalönd heimsins.

Þá er ég ekki -- endilega að tala um forsvarsmenn auðugra fyrirtækja. Heldur einnig verkafólk innan Bandaríkjanna --> Er gegnir störfum, sem geta tapast af völdum þeirra átaka!
--Þ.e. þegar hin löndin, væntanlega svara einhliða tollaðgerðum Trumps, með tollum á móti.

Þá verða útflutnignsstörf þau sem til eru í dag innan Bandaríkjanna, að stórum hluta í mjög raunverulegri hættu -- svo ég á við það að það verði fjöldi verkafólks þátttakendur í þeim mótmælum framtíðarinnar sem ég fullkomlega á von á!

 

Kv.


Ræða Trumps var hómilía til stuðnings, verndarstefnu -- m.ö.o. stefnir í að Trump verði Hoover, taka 2. Afleiðingar verndarstefnu Trumps verða örugglega þær nákvæmlega sömu

Afleiðingar verndarstefnu Hoover má leggja út sem --> Efnahagslegt sjálfsmorð!
--Af hverju afleiðingar svipaðrar stefnumörkunar ættu að vera aðrar á seinni tímum.
--Fæ ég ekki séð, mér virðist þvert á móti rökin mæla flest með, sömu eða svipuðum afleiðingum.

Ég er að vísa til þess sem kom fram í ávarpi Trumps forseta til þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar, sem hann flutti skömmu að aflokinni setningarathöfninni sjálfri.
Ræða sem óhætt er að segja að hafi verið samfelldur - reiðilestur, þar sem Trump endurtók ákæru annars vegar gagnvart stefnu fyrirrennara sinna í embætti - sem hann ákærði fyrir meint svik við eigin þjóð m.ö.o. fyrir að hafa gert aðrar þjóðir ríkari en Bandaríkin fátækari -algert kjaftæði að sjálfsögðu- og síðan aðra ákæru gagnvart embættismönnum þjóðarinnar og þingheimi í Washington - að hafa verið eins og blóðsuga í gegnum árin á eigin þjóð!
--Skv. eigin sögn tekur þetta allt enda!
--Trump muni stöðva blóðtökuna!
--Trump muni snúa öllu við til betri vegar.
--Trump muni gera Bandaríkin - velmegandi og velheppnuð að nýju.

Og hvernig -- svarið, verndarstefna!

M.ö.o. virðist mér ræðan ein samfelld hómilía til stuðnings ákaflega gamaldags hugmyndum, sem flestir töldu hafa dáið drottni sínum í kjölfar efnahags hamfaranna sem gengu yfir Bandaríkin, í kjölfar ákvörðunar Hoover forseta 1930 --> Að taka upp verndarstefnu.
En það voru einmitt afleiðingar verndarstefnu Hoover forseta sem voru slíkar, að hugmyndin um verndarstefnu sem megin kjarna í efnahagsstefnu Bandaríkjanna -- var dauð í rúm 80 ár.
--Til þess að vera endurvakin nú af herra Trump - eins og draugur úr forneskju.

Að sjálfsögðu verða afleiðingar verndarstefnu Trumps - þær sömu og afleiðingar verndarstefnu Hoover forseta -- eða af hverju ætti sama stefna að virka öðruvísi í dag?

Ræða Trumps í fullri lengd

TRUMP: Chief Justice Roberts, President Carter, President Clinton, President Bush, President Obama, fellow Americans and people of the world, thank you.

(APPLAUSE) We, the citizens of America, are now joined in a great national effort to rebuild our country and restore its promise for all of our people.

(APPLAUSE)

Together, we will determine the course of America and the world for many, many years to come. We will face challenges, we will confront hardships, but we will get the job done.

Every four years, we gather on these steps to carry out the orderly and peaceful transfer of power, and we are grateful to President Obama and First Lady Michelle Obama for their gracious aid throughout this transition. They have been magnificent. Thank you.

(APPLAUSE)

Today&#39;s ceremony, however, has very special meaning because today, we are not merely transferring power from one administration to another or from one party to another, but we are transferring power from Washington, D.C. and giving it back to you, the people.

(APPLAUSE)

For too long, a small group in our nation&#39;s capital has reaped the rewards of government while the people have borne the cost. Washington flourished, but the people did not share in its wealth. Politicians prospered, but the jobs left and the factories closed. The establishment protected itself, but not the citizens of our country. Their victories have not been your victories. Their triumphs have not been your triumphs. And while they celebrated in our nation&#39;s capital, there was little to celebrate for struggling families all across our land.

(APPLAUSE)

That all changes starting right here and right now because this moment is your moment, it belongs to you.

(APPLAUSE)

It belongs to everyone gathered here today and everyone watching all across America. This is your day. This is your celebration. And this, the United States of America, is your country.

(APPLAUSE)

What truly matters is not which party controls our government, but whether our government is controlled by the people.

(APPLAUSE)

January 20th, 2017 will be remembered as the day the people became the rulers of this nation again.

(APPLAUSE)

The forgotten men and women of our country will be forgotten no longer.

(APPLAUSE)

Everyone is listening to you now. You came by the tens of millions to become part of a historic movement, the likes of which the world has never seen before.

(APPLAUSE)

At the center of this movement is a crucial conviction, that a nation exists to serve its citizens. Americans want great schools for their children, safe neighborhoods for their families, and good jobs for themselves. These are just and reasonable demands of righteous people and a righteous public.

But for too many of our citizens, a different reality exists: mothers and children trapped in poverty in our inner cities; rusted out factories scattered like tombstones across the landscape of our nation; an education system flush with cash, but which leaves our young and beautiful students deprived of all knowledge; and the crime and the gangs and the drugs that have stolen too many lives and robbed our country of so much unrealized potential.

This American carnage stops right here and stops right now.

(APPLAUSE) We are one nation and their pain is our pain. Their dreams are our dreams. And their success will be our success. We share one heart, one home, and one glorious destiny. The oath of office I take today is an oath of allegiance to all Americans.

(APPLAUSE)

For many decades, we&#39;ve enriched foreign industry at the expense of American industry; subsidized the armies of other countries, while allowing for the very sad depletion of our military. We&#39;ve defended other nations&#39; borders while refusing to defend our own.

(APPLAUSE)

And spent trillions and trillions of dollars overseas while America&#39;s infrastructure has fallen into disrepair and decay. We&#39;ve made other countries rich, while the wealth, strength and confidence of our country has dissipated over the horizon.

One by one, the factories shuttered and left our shores, with not even a thought about the millions and millions of American workers that were left behind. The wealth of our middle class has been ripped from their homes and then redistributed all across the world.

But that is the past. And now, we are looking only to the future.

(APPLAUSE)

We assembled here today are issuing a new decree to be heard in every city, in every foreign capital, and in every hall of power. From this day forward, a new vision will govern our land. From this day forward, it&#39;s going to be only America first, America first.

(APPLAUSE)

Every decision on trade, on taxes, on immigration, on foreign affairs will be made to benefit American workers and American families. We must protect our borders from the ravages of other countries making our products, stealing our companies and destroying our jobs.

(APPLAUSE)

Protection will lead to great prosperity and strength. I will fight for you with every breath in my body and I will never ever let you down.

(APPLAUSE)

America will start winning again, winning like never before.

(APPLAUSE)

We will bring back our jobs. We will bring back our borders. We will bring back our wealth. And we will bring back our dreams.

(APPLAUSE)

We will build new roads and highways and bridges and airports and tunnels and railways all across our wonderful nation. We will get our people off of welfare and back to work, rebuilding our country with American hands and American labor.

(APPLAUSE)

We will follow two simple rules; buy American and hire American.

(APPLAUSE)

We will seek friendship and goodwill with the nations of the world, but we do so with the understanding that it is the right of all nations to put their own interests first. We do not seek to impose our way of life on anyone, but rather to let it shine as an example. We will shine for everyone to follow.

(APPLAUSE)

We will reinforce old alliances and form new ones and unite the civilized world against radical Islamic terrorism, which we will eradicate from the face of the Earth.

(APPLAUSE)

At the bedrock of our politics will be a total allegiance to the United States of America, and through our loyalty to our country, we will rediscover our loyalty to each other. When you open your heart to patriotism, there is no room for prejudice.

(APPLAUSE)

The Bible tells us how good and pleasant it is when God&#39;s people live together in unity. We must speak our minds openly, debate our disagreements honestly, but always pursue solidarity. When America is united, America is totally unstoppable.

(APPLAUSE)

There should be no fear. We are protected and we will always be protected. We will be protected by the great men and women of our military and law enforcement. And most importantly, we will be protected by God.

(APPLAUSE)

Finally, we must think big and dream even bigger. In America, we understand that a nation is only living as long as it is striving. We will no longer accept politicians who are all talk and no action, constantly complaining, but never doing anything about it.

(APPLAUSE)

The time for empty talk is over. Now arrives the hour of action.

(APPLAUSE)

Do not allow anyone to tell you that it cannot be done. No challenge can match the heart and fight and spirit of America. We will not fail. Our country will thrive and prosper again.

We stand at the birth of a new millennium, ready to unlock the mysteries of space, to free the earth from the miseries of disease, and to harness the energies, industries and technologies of tomorrow. A new national pride will stir ourselves, lift our sights and heal our divisions.

It&#39;s time to remember that old wisdom our soldiers will never forget, that whether we are black or brown or white, we all bleed the same red blood of patriots.

(APPLAUSE)

We all enjoy the same glorious freedoms and we all salute the same great American flag.

(APPLAUSE)

And whether a child is born in the urban sprawl of Detroit or the wind-swept plains of Nebraska, they look up at the same night sky, they will their heart with the same dreams, and they are infused with the breath of life by the same almighty creator.

(APPLAUSE)

So to all Americans in every city near and far, small and large, from mountain to mountain, from ocean to ocean, hear these words: You will never be ignored again.

(APPLAUSE) Your voice, your hopes, and your dreams will define our American destiny. And your courage and goodness and love will forever guide us along the way.

Together, we will make America strong again. We will make America wealthy again. We will make America proud again. We will make America safe again. And yes, together we will make America great again.

(APPLAUSE)

Thank you. God bless you. And God bless America.

(APPLAUSE)

Thank you.

(APPLAUSE)

God bless America.

(APPLAUSE)

Eins og kemur fram, þá lætur Trump eins og að Bandaríkin hafi orðið fátækari, meðan aðrar þjóðir hafi orðið ríkari!
Það er einfaldlega - fullkominn þvættingur!

  1. Trump er alltaf stöðugt að vísa til ástands sem var til staðar er hann var ungur maður, fyrir 50 árum síðan!
  2. Hann höfðar mjög til eldra fólks, sem upplyfir svipað.

En á þeim árum, sannarlega voru Bandaríkin -- helsta framleiðsluþjóð varnings til annarra þjóða, þ.e. heimsbyggðin keypti af Bandaríkjunum.

  1. En -sögufölsun Trumps er sú- að þetta var ekki ástand sem mögulegt var fyrir Bandaríkin að viðhalda.
  2. En það stafaði af því einfaldlega - að aðrar stórar iðnvæddar þjóðir, urðu fyrir óskaplegri eyðileggingu í Seinni Styrrjöld. Meðan að engin eyðilegging varð innan Bandaríkjanna sjálfra.
  3. Sem leiddi til þess ástands, sem ekki var til fyrir Seinna Stríð, og að sjálfsögðu hefði aldrei getað viðhaldist --> Nema Bandaríkin með einhverjum hætti, hefðu verið fær um að -- tryggja að aðrar þjóðir hefðu ekki, iðnvæðst - eða, endur-iðnvæðst.

Árin eftir Seinna-stríð, væntanlega hluti af þeirri stefnu sem Trump kallar nú svik

Þá viðhéldu Bandaríkin mjög rausnarlegri efnahagsaðstoð við mörg þeirra gömlu iðnríkja - sem urðu fyrir nánast fullkomnu tjóni í Seinna-stríði.
--En kenning sú sem þá var ríkjandi, var sú - að það væri hagur Bandaríkjanna sjálfra, að flíta fyrir enduruppbyggingu þeirra landa - sbr. Evrópu og Japan.

Að auki í gegnum nær allt Kalda-stríðið, þá studdu Bandaríkin mjög rausnarlega við margar bandalagsþjóðir sbr. S-Kóreu, Malasíu, Indónesíu, Tævan -- þ.e. efnahagslega.
--Það án nokkurs vafa, flýtti fyrir efnahagsuppbyggingu þeirra landa.

  1. Aftur ríkjandi kenning, að Bandaríkin sjálf græði á útbreiðslu velferðar.
  2. Trump virðist hreinlega - hafna þeirri kenningu.
  • Nefni dæmi t.d. hvernig Henry Ford, hækkaði laun eigin verkamanna - svo þeir gætu keypt framleiðslu þess fyrirtækis sem þeir unnu hjá.

Það var einmitt stefna Bandaríkjanna - að gera aðrar þjóðir ríkari.
Því það var hin ríkjandi kenning - að það skilaði sér aftur til baka til Bandaríkjanna.

  1. Málið er, að ég hafna því algerlega og fullkomlega.
  2. Að sú grunn stefna, hafi verið - afsönnuð.
  • Tel þvert á móti, stefnumótun Trumps - óskaplega þröngsýna.
  • Og að auki, án nokkurs vafa - ákaflega skaðlega.

Skaðleg stefna!

Það er algerlega ljóst af ræðu Trumps - að Trump er fullkomin alvara með þá átakastefnu sína við aðrar þjóðir - sem hann hyggst nú hefja á stall.
--Þ.e. að nú stefnir klárlega í það.
--Að Trump hefji langa röð viðskiptaátaka.

  1. Punkturinn er sá, að það eru engir sigurvegarar í slíkum átökum.
  2. Alltaf, tapa báðir aðilar.

Tökum t.d. Mexíkó sem dæmi:

  1. Tala sem oft hefur komið fram, að ca. 80% útflutnings Meíkó fer til Bandaríkjanna.
  2. Það sem sjaldnar kemur fram, er er að Mexíkó - er annað mikilvægasta útflutningsland Bandaríkjanna.

Rúmur helmingur fylkja Bandaríkjanna - hefur Mexíkó sem sitt helsta útflutningsland.

  1. Þetta þíðir einfaldlega, að viðskiptaátök milli Mexíkó og Bandaríkjanna, verða einnig -- líklega ákaflega skaðleg fyrir bandarískan efnahag.
  2. Þó að skaðinn verði ívið meiri Mexikómegin landamæranna.

Vissulega hafa mörg iðnaðarstörf farið til Mexíkó.
Hinn bóginn á móti, á sama tíma - hefur Mexíkó aukið kaup á varningi frá Bandaríkjunum.
Sem að sjálfsögðu hefur skapað - önnur störf á móti.
--Ekki störf í sömu iðngreinum sannarlega.
--En það eru störf, sem geta komist í hættu, ef viðskiptaátök við Mexíkó fara af stað.

Punkturinn er sá, að sama gildir um nánast allar þær helstu þjóðir, sem Trump vill hefja átök við, að þau átök verða samtímis skaðleg fyrir Bandaríkin og þær þjóðir!

Þetta var auðvitað hvað gerðist í tíð -- Hoover.
Og var hvers vegna, verndartollastefna Hoover varð að -- efnahagslegu "harakiri."

  1. Að sjálfsögðu gerist það sama, að verndartollastefna muni ógna strax miklum fjölda starfa innan Bandaríkjanna.
  2. Hún muni einnig ógna efnahag Bandaríkjanna - þ.e. Trump tekur nú við landi í uppsveiflu efnahagslega, en efnahagslega skaðleg stefna sem verndarstefna er -- væri mjög vel fær um að fullkomlega snúa því við yfir í samdrátt.
  3. Að auki, hefði sú stefna einnig efnahagslega skaðleg áhrif á þær aðrar þjóðir sem Trump mundi hefja slík átök við.
  • Þar sem um er að ræða - efnahaglega mikilvægar þjóðir fyrir heiminn.
  • Þá hefðu efnahagslega skaðlegar afleiðingar stefnu sem slíkrar - samtímis hjá þeim þjóðum og innan Bandaríkjanna.
    --Ágæta möguleika til að búa til heimskreppu.

Ég er oft búinn að tala um, og vara við -- Trumpkreppunni.
En þ.e. einmitt hvað er sennileg afleiðing slíkrar stefnumótunar -- heimskreppa.

  1. Ég er að tala um kreppu, sem má þá algerlega eigna herra Trump.
  2. Það þarf vart að efast um, að ef Trump býr til heimskreppu - með vísvitandi efnahagslega skaðlegri stefnu.

Þá verður hann óskaplega óvinsæll alþjóðlega séð.
--En einnig fyrir rest innan Bandaríkjanna.
Tja, alveg eins og Hoover varð!

 

Niðurstaða

Það stefnir í að Trump verði nánast allt það versta sem ég óttaðist -- þ.e. óskaplega efnahagslega séð skaðleg stefnumótun, ef maður gefur sér að hann nái að hrinda henni í framkvæmd.

Hinn bóginn er það langt í frá öruggt, og ekki endilega augljóslega líklegt.
En það sé algerlega klárt, að ef hann geri tilraun til að hrinda henni í framkvæmd.
Muni birtast óskapleg andstaða, þá meina ég - innan Bandaríkjanna sjálfra.

En þá vísa ég til þess gríðarlega fjölda fólks, sem hefur störf í húfi er geta tapast.
T.d. mundi viðskiptastríð við Mexíkó -- strax setja mjög mikinn fjölda starfa í landbúnaðargeiranum í stórhættu.
Það má þar með fastlega reikna með því, að landbúnaðargeirinn smali sínu fólki til Washington, til að mótmæla stefnu Trumps - ef eins og líklega verður að sú stefna ógni þeirra störfum. En landbúnaðargeirinn mundi tapa miklu á efnahagslegum átökum við Mexíkó.

Síðan eru það, útflutningsfyrirtæki innan Bandaríkjanna. En störf þar lentu mjög fljótt í stórfelldri hættu, þ.s. aðrar þjóðir -eins og varð í tíð Hoovers- klárlega mundu svara tollaaðgerðum Trumps - með tollum á móti.

  1. Þegar Trump færi í tolla-aðgerðir.
  2. Og aðrar þjóðir í tolla-aðgerðir á móti.

Þá væri gríðarleg hætta á að af stað færi hröð rennibraut fyrir heims hagkerfið, niður!
--Og það væri algerlega Trump að kenna.

-Efnahagslegt harakiri.-

M.ö.o. að sjálfsögðu geri slík stefna Bandaríkin - ekki auðugri.
--Heldur miklu mun fátækari!

Afleiðingarnar án vafa - koma fremur fljótt fram!
--Þ.e. neikvæðar afleiðingar þeirrar stefnu.

Þá rökrétt fjarar hratt undan stuðningi við Trump.
--Ég reikna því með, að Trump verði mjög orðinn einangraður inna Bandaríkjanna, eftir ca. 2 ár -- þ.e. seinni helming kjörtímabil yrði hann sennilega "lame duck."

Setti sennilega nýtt bandarískt met í óvinsældum!
--Á seinni helmingi kjörtímabils.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband