Samskipti Mexíkó og Bandaríkjanna í sinni verstu krísu í áratugi - eftir hótun um 20% toll frá talsmanni Trumps til að fjármagna landamæravegg, og eftir að forseti Mexíkó hætti við fund með Trump

Málið er að Trump stillti forseta Mexíkó - Pena Nieto - upp að vegg, er hann undirritaðu fyrirmæli þess efnis að hefja sem fyrst - byggingu nýs landamæraveggs skv. kosningaloforði Trumps.
--Og er Trump ítrekaði að Mexíkó mundi borga fyrir vegginn með einhverjum hætti.

Pena Nieto er honum var ljóst að Trump ætlaði ekki að gefa eftir - fingurbreidd.
Sló þá af - fyrirhugaðan viðræðufund með Trump í Washington.

  1. Trump virtist ekki veita Pena Nieto aðra möguleika.
  2. En að samþykkja - eða hafna, m.ö.o. engin málamiðlun í boði.

Eins og að Trump telji að Bandaríkin -- geti gefið Mexíkó fyrirmæli.
Sem síðan verði farið eftir.
--Eins og Mexíkó sé eitthvert -- veikt leppríki Bandaríkjanna!

http://i2.cdn.cnn.com/cnnnext/dam/assets/160831063930-trump-pena-nieto-split-exlarge-169.jpg

Það virðist virkilega að Trump líti á Mexíkó sem hund - sem Bandaríkin geti sparkað í að vild, og hundurinn Mexíkó muni einfaldlega láta það sér líka!

Um daginn benti Financial Times á nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Mexíkó

  1. "Soaring bilateral trade has turned Mexico into the US’s second-biggest export market..."
  2. "...equal to the Chinese, Japanese, German and UK markets combined."
  3. "US farmers have already warned of “devastating” consequences if international trade is disrupted..."
  4. "...and US agriculture employs twice as many as the car manufacturing sector Mr Trump wants to protect."
  5. "If he carries out his Mexico threats, he will not be able to sweep such considerations under the carpet for long."

Nú hótar talsmaður Trumps -- 20% tolli.

Trump threatens 20% import tax as Mexican president scraps summit

Haft er eftir Trump -- >

“Nafta has been a terrible deal,” - “Unless Mexico is going to treat us fairly and with respect, such a meeting would be fruitless,” - I want to go a different route. We have no choice.”

M.ö.o. segir hann, að fyrst að Mexíkó harðneitar að borga fyrir vegginn, og slóg af fundinn þar sem ræða átti deilur ríkisstjórna landanna tveggja -- það að Mexíkó m.ö.o. hafni því algerlega að ræða það formlega við Trump að greiða fyrir vegginn.
-Þá sé Trump ekki að hans mati sýnd tilhlýðileg virðing.
Og þá hafi hann ekki að eigin mati annan möguleika -- en að taka málin í sýnar hendur.

Skv. Spicer -- >

“We can . . . easily pay for the wall just through that mechanism alone,” -(20% toll)- “It is just an idea, nothing firm has been decided.”

http://geology.com/world/mexico-map.gif

Mexíkó er mjög stórt land og hefur 122 milljón íbúa

Þetta er ekki lengur - fátækt land, heldur það sem nefnist gjarnan "middle income."
--Hagur þess hefur batnað mikið síðan NAFTA samningurinn var gerður.

  1. Trump aftur á móti - fullyrðir blákalt að NAFTA samningurinn hafi einungis verið vondur fyrir Bandaríkin.
  2. Hann nefnir töluverðan viðskiptahalla, sem sönnun þess - að hans mati.

Hinn bóginn - er Mexíkó á sama tíma, einnig annað stærsta útflutningsland Bandaríkjanna!

Og rúmlega helmingur fylkja Bandaríkjanna - hefur Mexíkó sem sinn stærsta útflutningsmarkað.

Þ.e. ekkert undarlegt við það - löndin hlið við hlið.
Og viðskipti þeirra á milli hafa nú verið galopin fullkomlega - í töluverðan tíma.

  1. Punkturinn er sá, að það yrði einnig verulegt tjón innan Bandaríkjanna - á sama tíma.
  2. Ef viðskiptastríð leiðir til þess - að bæði löndin slá upp, háum tollamúrum þeirra á milli.

--En fyrst að Mexíkó er næst stærsta útflutningsland Bandaríkjanna.
--Þá klárlega heldur útflutningur til Mexíkó - uppi miklum fjölda starfa innan Bandaríkjanna.

  • Það sé því alls ekki svo, að tollar frá Mexíkó á móti tollum Trumps - valdi engum skaða innan Bandaríkjanna.

Kort sem sýnir landssvæði sem Mexíkó missti í stríðinu 1847!

http://www.umich.edu/~ac213/student_projects06/magsylje/mexicanwarmap.gif

Persónulega held ég að litlar sem engar líkur séu á að Mexíkó - gefi eftir

En framferði Trumps gagnvart Mexíkó - hefur hleypt af stað frekar stórri þjóðernissinnaðri bylgju innan Mexíkó -- sem þegar er farin að takmarka verulega svigrúm forseta Mexíkó.

Stríðið frá 1847 er þegar í uppryfjunarferli í fjölmiðlum innan Mexíkó - stríð sem var hreinlega landvinningastríð Bandaríkjanna gegn Mexíkó, þar sem Bandaríkin tóku stór landsvæði þar sem í dag - eru heilu fylkin, sbr. Kalifornía, Arizona, Nýja-Mexíkó, Utah, Nevada og Colorado.

Mikið af því landi var reyndar -- mjög strjálbýlt.
Og töluvert af því -- enn á þeim tíma, indíánaland.

Innan Bandaríkjanna fór síðan af stað mjög stórt átak til að nema þau svæði!

  • Bandaríkja-andúð er samt sem áður - gömul innan Mexíkó.

Og þarf minna til að vekja hana upp - frá svefni, en framferði Trumps þessa dagana.

  1. En málið sé, að Pena Nieto sennilega geti ekki gefið það eftir - sem Trump heimtar.
  2. Því að hann mundi þá ekki eiga nokkra möguleika, í næsta forsetakjöri.

--Það þurfi því ekki að efa það - að Pena Nieto ef Trump setur á einhliða toll.
--Mun svara í sömu minnt.

Þannig getur hafist -- "tit for tat" -- alla leið upp í hátolla-ástand, og nærri fullkomið samskiptarof milli landanna!

Efnahagsskaði fyrir bæði löndin - yrði verulegur!
--Sjálfsagt stærri Mexíkó megin landamæranna, en alls ekki þannig að hann sé - óverulegur Bandaríkjamegin, sbr. að Mexíkó sé 2-stærsta útflutningsland Bandaríkjanna!

 

Hver mundi borga fyrir einhliða 20% toll, ef Trump leggur hann á?

Vandinn er sá, að líklega er ekki unnt að kúpla út innflutningnum frá Mexíkó út -- ekki á skömmum tíma, líklega tæki það -- mörg ár.

  1. Þannig að 20% tollur frá Trump -- legði kostnaðinn af veggnum.
  2. Fyrst og fremst á bandaríska neytendur.

--M.ö.o. væri Mexíkó þar með ekki - að greiða fyrir vegginn!

 

 

Niðurstaða

Samskipti Mexíkó og Bandaríkjanna með öðrum orðum í miklu uppnámi. Hafandi í huga viðbrögð Trumps, sem sannarlega hljómuðu ekki að nokkru leiti dyplómatísk. Þá virðist manni samskipti landanna -- stefna í að versna frekar.

Hversu hratt kemur í ljós -- en viðskiptastríð landanna tveggja.
Væri þeim báðum til stórtjóns -- ekki þannig að Trump geti einhliða valdið Mexíkó tjóni.

Það mundi koma mér mjög á óvart - ef engin mótmæli verða fyrir framan Hvíta húsið.
Ef stefnir í að stefna Trumps - setji fjölda útflutningsstarfa innan Bandaríkjanna, í stórhættu.

En það er einmitt málið, að þó svo að Bandaríkin kaupi meir af Mexíkó - en Mexíkó kaupir af Bandaríkjunum; selja samt sem áður Bandaríkin það mikið ár hvert til Mexíkó að landið er samt - annað mikilvægasta útflutningsland Bandaríkjanna.

--Það einfaldlega þíði að líkleg hótun Mexíkó um tolla á móti.
Hefði raunverulegt bit!
Þetta sé því ekki eins einhliða og Trump virðist halda.

T.d. hafi landbúnaðargeirinn í Bandaríkjunum, mikil áhrif innan Repúblikanaflokksins - miðríki Bandaríkjanna væru líkleg að beita sína þingmenn þrýstingi.
--Mexíkó flytur inn gríðarlegt magn landbúnaðarvara ár hvert!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, munurinn er sá -- að Trump er að gera tilraun til að þvinga Mexíkó til að greiða fyrir vegg - sem Bandaríkin ætla að reisa innan sinna landamæra.
--Eða hvernig gat sá grundvallarmunur hafa farið framhjá þér.

Hinn bóginn er ágætt að þú nefndir vegginn gagnvart Gvatemala - því sá skilst mér að hafi dregið mjög úr traffík ólöglegra innflytjenda - yfir landamærin til Bandaríkjanna.
--Þar sem að stór hluti þeirra - var fólk frá Mið-Ameríku!

Þetta hefur vantað í umræðuna innan Bandaríkjanna -- að Mexíkó dróg mjög úr þessu vandamáli sem Trump er að tala um, fyrir nokkrum árafjöld -- einmitt með veggnum gagnvart Gvatemala.
--Og Bandaríkin hafa girt svæði meðfram landamærum við Mexíkó, víðast hvar í dag.

    • Það að ætlast til að Mexíkó greiði þennan vegg sem Trump ætlar að sé reistur -- er vægt sagt stórfurðuleg, þvingunartilaun gagnvart Mexíkó.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 27.1.2017 kl. 11:28

    2 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Ég held að Einar Björn haf alveg rétt fyrir sér þarna.

    Trump virðist vera haldinn alvarlegum ranghugmyndum um völd sín sem Forseti.

    Það var svo sem alveg ljóst frá byrjun að hann hélt að það væri verið að  kjósa forseta heimsins ,en ekki Bandaríkjanna.

    Það er ágætt að hann byrji á því að reka sig á að hann ræður ekki yfir heiminum,í viðskiftum sínumm við Mexikó frekar en í einhverjum slagsmálum við Kína eða Evrópu.

    Fyrir 15 árum hefði þetta getað gengið,enn í dag hefur heimurinn breist til batnaðar og nú geta ríki sem Bandaríkjin vilja beita ofríki ,leitað liðsinnis annarra stórvelda.

    Þetta á Trump eftir að átta sig á.

    Ég held því að þessi leiðangur Trumps sem felst í að láta Mexikó borga vegg,verði hrakför hin mesta.

    Líkleg viðbrögð Mexikóa er að þeir leggi toll á Bandarískar vörur og viðskiftahallinn aukist jafnvel enn meir,allavega tímabundið. Bandarískir neytendur borga svo vegginn með þessum sértæka tolli.

    Það verður spennandi að fylgjast með þessu prófmáli ,og vonandi bíður hann með aðgerðir gegn öðrum þjóðum þar til hann sér fyrir endann á þessu ævintýri

    það er í sjálfu sér ekkert sem mælir gegn því að reysa þennan vegg. Allir eru að reysa vegg þessa dagana,og tilgangur veggsins er eftir allt saman sá einn að framfylgja ríkjandi lögum um innflytjendur og kannski að draga éitthvað úr flutningi eiturlyfja.

    En ég held að þjóðir sem vilja reysa slíka veggi verði að borga þá sjálfar.

    Undantekning frá þessu er veggurinn sem Litháen ætlar að reysa á landamærum við Kaliningrad. Rússar hafa boðist til að útvega þeim efni í vegginn af því að ESB neitar að taka þátt í kostnaðinum

    Borgþór Jónsson, 27.1.2017 kl. 16:27

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (19.4.): 1
    • Sl. sólarhring: 5
    • Sl. viku: 758
    • Frá upphafi: 846639

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 694
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband