Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016
31.8.2016 | 01:12
Skattaparadísin Írland
Það virðist að Apple inc. hafi borgað nánast ekki neitt í skatt af milljarða evra tekjum, sem voru skattaðar í gegnum aðal-skrifstofu sem hafði enga starfsmenn: Apple tax deal!
- "One subsidiary is Apple Sales International (ASI). It was structured so that all the profits on the sale of the iPhone and other Apple products in Europe, the Middle East, Africa and India were recorded in Ireland."
- "The other subsidiary is Apple Operations Europe, which manufactured certain computer lines."
- "When it came to tax, each operated in much the same way." - "...all profit was allocated to a head office which had no employees or premises and existed only on paper."
- "The particular advantage of the structure was that the head office was considered stateless for tax purposes, with no tax to be paid anywhere on profits attributed to it."
- "Citing figures released by the US Senate, the commission said ASI recorded a 16bn profit in 2011."
- All but 50m of the profit was allocated to the head office, and Apple paid 10m tax in Dublin on that."
- The tax rate on the 16bn profit was in effect 0.05 per cent in 2011 and the rate in effect declined to 0.005 per cent in 2014 even as profits grew."
Með því að skatta allar tekjur sem urðu til af starfsemi Apple Inc. í Evrópu - Miðausturlöndum og á Indlandi - í gegnum þessa aðal-skrifstofu, sem hafði enga starfsemi - enga starfsmenn, og var skilgreind sem "stateless" þ.e. að skattalega séð tilheyrðu tekjurnar engu landi.
Leiddi til þess að -- Apple Inc. heilt yfir hafi verið að borga langt undir 1% í skatt, af sínum raunverulega hagnaði.
- Skv. þessu hefur Írland gengið afskaplega hressilega langt í hegðan, sem verður ekki nefnd annað en -- hegðan skattaparadísar.
- Framkvæmdastjórn ESB hefur með því að dæma þetta fyrirkomulag Írlands við Apple Inc. ólöglegt skv. samkeppnisreglum ESB -- dæmt Apple Inc. til að greiða írskum stjórnvöldum 13 milljarða evra í vangoldinn skatt.
- Að auki, hefur Framkvæmdastjórnin, opnað á það að -- aðildarlönd þ.s. Apple hefur starfsemi önnur en Írland, opni á þá spurningu --> Hvort rétt sé að Apple skattleggi tekjur af starfsemi þar, í gegnum Írland.
- Hafandi í huga að fyrirtækjaskattar í Frakklandi eru 33% í stað 12,5% í Írlandi, 30% í Þýskalandi, 22% í Svíþjóð --> Gæti innheimtur eftir-á skatta reikningur Apple Inc. átt eftir að hækka hressilega til viðbótar.
Niðurstaða
Dálítið erfitt að hafa samúð með þessum ótrúlegu skattkjörum sem írska lýðveldið veitti Apple Inc. - þó svo að Apple Inc. hafi veitt 5þ. störf innan Írlands. Hafandi í huga, að líklega var Írland að aðstoða Apple Inc. við að fela réttmætar skatttekjur fyrir fjölda annarra landa - frá Indlandi, til Miðausturlanda, til annarra Evrópulanda - þaðan sem Apple Inc. hefur sókt sér hagnað -- sem það greiddi stærstum hluta alls engan skatt af.
- Áhugavert að Írland skuli í reynd hafa verið að reka sig sem skattaparadís.
--Þ.e. að erlend fyrirtæki starfandi þar, hafi hugsanlega raunverulega greitt verulega mikið lægri skatta, en hina opinberu 12,5%.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2016 | 02:35
Gæti stefnt í hörð átök milli Kúrda og Tyrkja í Sýrlandi
Það lísir ákveðinni örvæntingu -- áskorun Bidens, varaforseta Bandaríkjanna:
We call on all armed actors to stand down, - We want to make clear that we find these clashes in areas where Isil [Isis] is not located unacceptable and a source of deep concern.
- Málið er, að það sé afar ósennilegt að Bandaríkin velji sýrlenska Kúrda fram yfir Tyrki - jafnvel undir Erdogan; ef á reynir.
- Sem þíðir, að það geti algerlega verið, að Erdogan ætli fullkomlega að hundsa óskir stjórnvalda í Washington - þess efnis að Erdogan stöðvi sókn gegn YPG hernaðararmi sýrlenskra Kúrda.
- Þar með gæti áætlun Bandaríkjanna gegn ISIS innan Sýrlands -- hreinlega hrunið til grunna.
Græna svæðið - umráðasvæði sýrlenskra Kúrda
Ljósbrúna svæðið - umráðasvæði ISIS
Lítil gul svæði sem bent er á - sókn Tyrkja!
Ljósblá svæði - undir stjórn Damaskus stjórnarinnar
Sjá má einnig fljótið - Efrat á miðri mynd
Það sem bandaríkin óttast --> Væri stór-orrusta milli Kúrda og Tyrkja um, Manbij.
Borgin Manbij, má sjá sem -svartan díl- á svæði undir stjórn sýrl. Kúrda, Vestan-megin Efrat.
- Tyrkir hafa krafist þess, að Kúrdar hörfi til baka - yfir Efrat.
- Bandaríkin hafa hvatt þá einnig til þess, að nota Austur bakka Efrat sem takmörk síns umráðasvæðis til Vesturs.
Það eru einungis örfáar vikur síðan - Kúrdar með stuðningi hóps Súnníta þeirra þjálfun Bandaríkin höfðu kostað -- tóku Manbij. Aðgerð sem Bandaríkin lístu sem mikilvægu takmarki í sókn gegn yfirráðum ISIS.
- En stefnan var að halda smám saman áfram í humátt til -- Raqqa.
En nú virðist stefna í að það falli allt um sjálft sig.
Meginsókn Tyrkja virðist beinast að "enclave" sem sýrlenskir Kúrdar ráða Vestan Efrats
Það virðist veruleg hætta á að í stað þess að hörfa til baka, þá séu YPG liðssveitir sýrl. Kúrda -- að koma sér betur fyrir, undirbúa varnir Manbij.
- En Kúrdum gæti hreinlega dottið í hug, að láta á það reyna -- hversu mikið púður Erdogan er raunverulega til í að leggja í þessa sókn.
- Þ.e. hvort Erdogan væri raunverulega til í það mannfall, sem átök um Manbij væru líkleg að leiða til.
Hann virðist vera að nota -- hóp sýrl. uppreisnarmanna, sem berjast nú virðist undir stjórn hers Tyrklands -- sem byssufóður: Knowing the Risks, Some Syrian Rebels Seek a Lift From Turks Incursion.
En með því að auki -- þá skapar Erdogan þá hættu, að átök í Sýrlandi verði enn flóknari en þau hafa þó fram að þessu verið.
Ef skærusveitir uppreisnarmanna -- berjast við YPG sveitir Kúrda.
En milli þeirra hópar -- er gamalt hatur, sem auðvelt bersýnilega væri að æsa upp frekar.
- Það sé vel hugsanlegt að ef Tyrkir sækja alla leið að Manbij, að síðan geti bardagar um borgina staðið vikum - jafnvel mánuðum saman.
Meðan færi líklega nánast allur kraftur Kúrda í þau átök.
--Og auðvitað, Bandaríkin mundu neyðast til að hætta stuðnings aðgerðum við sýrl. Kúrda.
Útkoman væri þá sú, að sóknin gegn ISIS innan Sýrlands tæki endi, a.m.k. að sinni
Rétt að hafa í huga, að þessar vikurnar standa mjög harðir bardaga yfir um borgina -- Aleppo. Þar er fókus Írana - Rússa og Damaskus stjórnarinnar nú.
Tilraunir Damaskus stjórnarinnar til að sækja frekar fram gegn ISIS -- runnu út í sandinn fyrr í sumar, og hafa ekki hafist -að því er best verður séð- aftur.
- Ef síðan nú tilraunir Bandaríkjanna til að skipuleggja framsókn gegn ISIS innan Sýrlands -- einnig renna út í sandinn.
- Þá væri þar með, alfarið a.m.k. tímabundinn endir kominn á frekari sókn á landi gegn ISIS innan Sýrlands -- hvort sem sveitr sem styðja Assad stjórnina eiga í hlut, eða - sveitir sem Bandaríkin styðja.
Niðurstaða
Áætlun Obama stjórnarinnar gegn ISIS innan Sýrlands -- gæti verið við það að hrynja fullkomlega í rúst. Vegna aðgerða Erdogans er virðast einkum eða nær eingöngu beinast gegn sveitum sýrlenskra Kúrda, sem hafa sl. 1,5-2 ár verið megin bandamenn Bandaríkjanna innan Sýrlands - gagnvart ISIS.
Á hinn bóginn, þá hefur það leitt til sífelldrar stækkunar umráðasvæða YGP hernaðararms sýrl. Kúrda --> Sem ef að marka viðtöl NyTimes við sýrlenska uppreisnarmenn sem nú berjast undir stjórn -- Tyrkja. Er litið á með vaxandi tortryggni af Súnní Araba íbúa hluta Sýrlands. Þar sem YGP sveitir Kúrda hafi sókt inn á svæði meirihluta byggð Súnni Aröpum, þannig að YPG sveitirnar stjórni nú tölverðum svæðum sem ekki séu meirihluta byggð Kúrdum.
Þetta virðist Erdogan nú --> Færa sér í nyt, til að skapa klofning milli Kúrda og Súnní Araba. Væntanlega í því skyni, að skapa vandamál fyrir YGP sveitirnar á svæðum sem þær sveitir stjórna, þ.s. aðrir en Kúrdar búa meirihluta til.
- En hans meginmarkmið virðist vera að -- veikja hernaðararm sýrlenskra Kúrda!
--M.ö.o. að stjórnin í Ankara kjósi að álíta YGP hernaðararm sýrlenskra Kúrda, megin ógnina fyrir Tyrkland í samhengi Sýrlands átakanna.
Útkoman virðist líklega að verða sú -- að áætlun Obama gegn yfirráðasvæðum ISIS innan Sýrlands, býði hnekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rétt fyrir helgi hófst innrás tyrkneska hersins inn fyrir landamæri Sýrlands, á svæði er hefur um töluverða hríð verið undir stjórn -- ISIS samtakanna! Á hinn bóginn, þó svo að aðgerðir hers Tyrklands leiði líklega til þess að svipta ISIS samtökin sínu síðasta yfirráðasvæði meðfram landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þá virðist aðgerð Tyrklandshers -- frekar beint gegn YPG sveitum sýrlenskra Kúrda! En þær hafa fengið umtalsverða hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum sl. eitt og hálft ár, a.m.k. Sem ásamt loftárásum Bandaríkjanna á stöðvar og landsvæði undir stjórn ISIS - hefur gert YGP sveitum sýrlenskra Kúrda kleyft, að sækja verulega fram gegn ISIS og samtímis stækka sitt yfirráðasvæði.
- Það er það atriði, sífelld stækkun yfirráðasvæðis YGP sveita sýrlenskra Kúrda, sem hafi hleypt upp Tyrkjum -- en þeir líta á YPG sveitir Kúrda; sem -- hryðjuverka-afl.
Turkish army thrusts deeper into Syria, monitor says 35 villagers killed
Syrian rebels backed by Turkey advance into Kurdish territory
Ofnotkun orðalagsins -- hryðjuverkasveitir, er til vansa!
Í kalda-stríðinu, var oftast nær talað um --> Skæruliðasveitir, þegar um var að ræða fjölmenna hópa þ.e. frá nokkrum þúsundum upp í tugi þúsunda, sem ekki voru viðurkenndur her ríkis.
- Mér finnst það mun eðlilegra orðalag, þegar um er að ræða hreyfingar sem eru þetta fjölmennar, og bersýnilega geta ekki þrifist á því landsvæði sem þær stjórna -- nema að njóta líklega, einhvers stuðnings íbúa þess svæðis.
- Í mörgum tilvikum sé um að ræða, raunverulega uppreisnarhópa -- sem njóta fulltyngis a.m.k. hluta íbúa lands. Þannig, að um sé að ræða -- vopnaða uppreisn.
- Pútín var sá fyrsti að finna upp á þessari notkun hryðjuverkahugtaksins.
- En hann kallaði hersveitir Téténa í Téténíustríðinu ca. 2000, alltaf -- hryðjuverkasveitir.
- Þó svo að fullkomlega augljóst sé, að um var að ræða mjög víðtækan stuðning íbúa Téténíu við þær sveitir --> Svo almenna, að það sé nær því að tala um það, að Rússar hafi verið að fást við, almenna uppreisn íbúa þess landsvæðis, gegn rússneskum yfirráðum.
- Þegar verið er að kalla ---> Uppreisnarhreyfingar, hryðjuverkasveitir!
--> Er bersýnilega verið að misnota hryðjuverkahugtakið, í áróðursskyni.
Með sama hætti, greinilega eftir fyrirmynd Pútíns, kallar Assad alla uppreisnina gegn sér ---> Hryðjuverkasveitir, þannig að alltaf þegar ráðist er fram gegn uppreisnarhópum, er talað á þeim grunni að verið sé að berjast gegn -- hryðjuverkum.
Flughersveitir Rússa í Sýrlandi, nota alltaf sama orðalag --> Í reynd, gera þær engan greinarmun, þegar ráðist er að uppreisnarsveitum - eða ISIS.
---> Orðalagið haft það nákvæmlega sama, ráðist gegn hryðjuverkasveitum!
- Það þíðir auðvitað, að nær ómögulegt er að ráða í það af fréttatyllkynningum Rússa, á hverja er ráðist hverju sinni.
____________________
Erdogan af Tyrklandi --> Er nú að leika sama leik! Þ.e. að tala um baráttu gegn hryðjuverkum. Eins og Pútín og Assad segja alltaf frá sínum aðgerðum.
- Er Erdogan er að berja á YPG sveitum Kúrda!
Það er eiginlega ekki unnt að sjá skýrara dæmi um áróðurskennda notkun á tilteknu orðalagi.
Takmörkuð innrás Tyrklands í Sýrland, augljóslega mun flækja aðgerðir Bandaríkjahers gegn ISIS
- En fyrir skömmu síðan -- þá tóku sveitir Súnníta sem hafa fengið herþjálfun er Bandaríkin hafa kostað, í þjálfunarbúðum á yfirráðasvæði Kúrda.
- Og YPG sveitir sýrlenskra Kúrda -- borgina Manbij.
Þetta gæti hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Tyrklandsstjórn.
Því þá þar með voru sveitir YPG -- komnar með fótfestu Vestan meginn Efrat fljóts.
Eftir að innrás Tyrklandshers hófst fyrir helgi -- hafa Bandaríkin skipað YPG sveitunum að hörfa þegar yfir Efrat á, yfir á Austur bakka hennar.
Ég geri ráð fyrir að á sama tíma, séu Bandaríkin að beita Tyrkland þrýstingi um að takmarka sókn sína við -- línuna meðfram Efrat
Þá mundi Efrat verða að landamærum milli yfirráðasvæða!
- Með þessum hætti má a.m.k. fram að þessu túlka atburðarásina.
- Árásir Tyrklands hers á YGP sveitir yfir helgina, virðast markast af svæðum Vestan megin Efrat ár.
- M.ö.o. að Tyrklandsher sé að ýta YGP yfir ána!
Ástæða þess að þetta án efa flæki fyrir herför Bandaríkjanna gegn ISIS, er sú að líklega eru þær Súnníta sveitir þeirra þjálfun Bandaríkin hafa verið að kosta -- ekki nægilega sterkar til að halda áfram sókn gegn ISIS, ein-samlar.
_____________
Aftur á móti virðist Tyrkland líta á YGP -- sem stærri ógn heldur en ISIS, a.m.k. fyrir Tyrkland.
Tilgangur Tyrklands virðist vera sá!
Að forða því að YPG geti haldið áfram sókn sinni meðfram landamærum Tyrklands -- og á endanum sameinað yfirráðasvæði sitt. En sjá má gult svæði fyrir Vestan slitið frá hinu mun stærra yfirráðasvæði YPG -- af því svæði sem ISIS hefur ráðið fram að þessu enn.
- Það sé alls ekki leyndarmál, að sýrlenskir Kúrdar stefna að stofnun sjálfsstjórnarsvæðis.
- Vegna þess að YPG hreyfingin hafi unnið með PKK skæruhreyfingu tyrkneskra Kúrda á árum áður --> Samstarf sem Tyrkir telja enn til staðar.
- Þá telja Tyrkir að því er virðist, að samruni yfirráðasvæða YGP hreyfingarinnar alvarlega ógn við Tyrkland --> Þar sem að slíkt sjálfstjórnarsvæði Kúrda gæti hugsanlega veitt PKK virkan stuðning, gert baráttuna gegn PKK mun erfiðari en ella.
Ekki liggur enn fyrir hvort að markmið Tyrkja eru stærri en þau.
--Að hrekja YPG yfir Efrat!
En a.m.k. virðist það sennilegt!
Þar sem að stjórn Tyrklandshers á svæði markað af Efrat, og síðan á hina hlið af hinu mun smærra yfirráðasvæði YPG fyrir Vestan.
Ætti að duga til þess að hindra þann möguleika að sýrlenskir Kúrdar geti myndað eitt samfellt yfirráðasvæði.
Síðan væri það sennilega óskynsamlegt af Tyrklandsstjórn að fara í stærri aðgerð en þetta.
Niðurstaða
Ef þ.e. rétt að markmið Tyrklandshers er einungis að hindra sýrlenska Kúrda í því að sameina sín yfirráðasvæði innan Sýrlands í eitt samfellt -- undirbúningur undir stofnun sjálfstjórnarsvæðis. Þannig, að Efrat verði Vestur-landamæri hins stærra yfirráðasvæðis sýrlenskra Kúrda, gagnvart yfirráðasvæði Tyrklandshers.
Þá er það einungis -- "side benefit" að hrekja ISIS frá landamærunum við Tyrkland.
--Þá væntanlega fjarar aðgerð Tyrklandshers út á næstu dögum, eftir að her Tyrklands hefur lokið því að hrekja YGP sveitir sýrlenskra Kúrda yfir á Vestur bakka Efrat.
- Með því að þrýsta á báða aðila að miða við Efrat -- séu Bandaríkin væntanlega að gera sitt ítrasta til að halda ástandinu undir einhverri lágmarks stjórn.
Það er síðan spurning, hvað Tyrkland síðar ætlar að gera við þetta nýja yfirráðasvæði sitt innan Sýrlands? Einn möguleiki, að búa þar til flóttamannabúðir og færa þangað fjölmenna hópa sýrlenskra flóttamanna er leitað hafa til Tyrklands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 29.8.2016 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2016 | 23:02
Atlaga ESB gegn Google tekur á sig nýjar myndir
Nýjasta hugmyndin skv. frétt Financial Times: Europe plans news levy on search engines - er að evrópskar fréttaveitur og miðlar sem bjóða upp á lesið efni á vefnum; hafi rétt til að krefjast þess að fá peninga frá Google -- ef leitarvél Google birtir stutta búta úr efni frá þeim vefmiðlum í leitarniðurstöðum.
Ég held að þetta sé afskaplega slæm hugmynd!
- "At the heart of the draft copyright plan, news publishers would receive exclusive rights to make their content available online to the public in a move that would force services such as Google News to agree terms in a move that would force services such as Google News to agree terms."
- "Citing dwindling revenues at news organisations, the commission warns that failure to push on with such a policy would be prejudicial for . . . media pluralism, according to one internal document."
- Critics of the idea argue that similar efforts to charge Google for aggregating news stories have failed in both Germany and Spain."
- "Google responded to a mandatory levy in Spain by shutting down Google News in the country."
- "In Germany, many publishers opted to waive the charge in order to still appear on the search engines news results after suffering big drops in traffic."
Flestir sem nota Google - kannast sjálfsagt við það, að í leitarniðurstöðum --> Birtir Google oft 2-línur úr texta síðna sem koma upp í leit.
Ég get ekki ímyndað mér, að það sé slæmt fyrir síður -- að koma þannig upp í leit; að það birtist suttur útdráttur úr texta -- skaði þá ekki, heldur auki líkur á að sá sem framkvæmdi leit --> Opni þeirra síðu.
Þannig auki það líklega traffík á síður viðkomandi -- ef þeirra síður koma upp með þessum hætti í leitarniðurstöðum.
- Þó sannarlega selji Google auglýsingar sem birtast gjarnan meðfram leitarniðurstöðum.
- Þá sé þar með ekki verið að -- taka neinar tekjur af þeim síðum, sem koma upp í leitarniðurstöðum.
- Þvert á móti, þá séu þær tekjur sem Google þannig fær, fé sem mundi ekki leita til þeirra aðila -- hvort sem er.
- Og þar sem það auki traffík um þeirra síður, að koma upp í leit með þeim hætti --> Þá stuðli það samtímis að því, að þær síður geti frekar selt auglýsingar á sínum síðum.
Þarn sé m.ö.o. um að ræða fyrirbærið --> "Mutual Gain!"
Mjög margir virðast eiga mjög erfitt með það hugtak!
Sú hugmynd virðist mjög algeng -- að einhver annar hljóti að tapa, sbr. "Sero sum."
Mig grunar að enn eimi eftir af hinni -marxísku- hugsun, að gróði sé -- form af ráni.
--Sem leiði til þeirrar hugsunar, að gróði eins hljóti að vera tap annars!
Niðurstaða
Mér virðist þessi nýjasta aðför ESB að Google, vera dæmi um gamaldags hugsun - þ.e. að fólk sé fast í hugsunarfari sem sé í dag einfaldlega - úrelt. En það sé einungis unnt að skilja þessa nálgun -- ef menn virkilega halda að með því að græða á því að birta leitarniðurstöður á vefnum. Þá sé Google þar með -- að skaða aðra!
Þá virðast menn algerlega hafna hugtakingu -- "Mutual gain."
En ég virkilega sé ekki með hvaða hætti vefsíður skaðast af því, að Google í reynd vekur athygli á þeim í hvert sinn sem þær birtast í leitarniðurstöðum.
En óhjákvæmilega mundi Google bregðast við kröfum um að fá greitt fyrir það að birta 2-lína úrdrátt úr síðum, með þeim hætti -- að hætta að birta slíkan 2-ja lína úrdrátt.
--Þá verður síðar viðkomandi minna áberandi í leitarniðurstöðum, og þar með fær færri heimsóknir út á að birtast í leitarniðurstöðum.
--M.ö.o. sé ósennilegt að það leiddi til annarrar útkomu en taps fyrir þær síður er legðu fram slíka kröfu á Google.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2016 | 00:33
Noregur að setja upp mannhelda girðingu á landamærum við Rússland!
Mér finnst eiginlega stórmerkilegt að 5.500 sýrlenskir flóttamenn hafi ferðast í gegnum Rússland alla leið til landamæra Noregs við Rússland! Þar sem að þetta er virkilega ekki lítiðfjörlegt ferðalag! Síðan er ekki síður merkilegt, að ferðalag Sýrlendinganna - geti vart hafa farið fram án vitneskju eða vilja rússneskra stjórnvalda!
Norway Will Build a Fence at Its Arctic Border With Russia
Maður velti fyrir sér hvað Pútín gangi til að heimila þetta langa ferðalag Sýrlendinganna í gegnum Rússland!
- "The government says a new gate and a fence, about 660 feet long and 11 feet high and stretching from the Storskog border point..."
- "The fence will be built in the coming weeks, before winter frosts set in, to make it harder to slip into Norway via a forest."
- "Deputy Justice Minister Ove Vanebo defended the decision, calling the gate and fence responsible measures."
Eins og fram kemur í fréttinni - gerðist þetta 2015.
Engir Sýrlendingar hafi ferðast þessa leið í gegnum Rússland það sem af er þessu ári.
Þannig að ríkisstjórn Noregs er þá greinilega að loka á þennan möguleika!
Frekar en að hún sé að fást við einhverja - krísu sem sé bersýnilega viðvarandi.
Það sem þetta ef til vill segir okkur!
Að mögulegar ferðaleiðir flóttamanna séu ef til vill töluvert fleiri en margir halda. En við vitum að sumarið 2014 komu margir yfir Miðjarðarhaf yfir til Ítalíu frá Lýbýu.
2015, var megin straumurinn í gegnum Tyrkland síðan yfir Eyjahaf til Grikklands.
- Þó 5.500 sé einungis brotabrot af heildarstraumnum 2015.
Þá sýni þetta ef til vill okkur - að flóttamenn geti farið lengri leiðir, ef auðveldum fljótfærari leiðum er lokað.
En þ.e. t.d. alveg tæknilega mögulegt fyrir þá, að fara yfir Miðjarðarhaf þar sem hafið mjókkar móts við Spán.
Auðvitað að auki, geta flóttamenn siglt frá Tyrklandi út á Svartahaf -- síðan leitað til lands t.d. í Rúmeníu eða Búlgaríu.
- Menn mega ekki halda að það eitt að loka landamærum norðan við Grikkland -- augljóslega loki á alla möguleika flóttamanna til Evrópu.
Niðurstaða
Flóttaleið alla leið Norður til Noregs í gegnum Rússland virðist manni við fyrstu sýn svo afskaplega ólíkleg. En samt komu 5.500 flóttamenn þá leið til Noregs 2015. Sem eins og ég benti á, geti vart annað verið en að rússnesk stjórnvöld hafi vitað af.
Þetta sýni ef til vill fram á, að flóttamenn muni leita nýrra leiða til Evrópu - þegar leitast verði við að loka þeim leiðum sem einna mest hafa verið notaðar fram að þessu.
Örugglega til nokkrar auðveldari leiðir, en langa leiðin til Noregs í gegnum Rússland.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er auðvitað góð spurning -- akkúrat, hvað er heimsveldi? Ég mundi segja, land sem hafi hagsmuna að gæta í öllum heimsálfum!
- Rússland hefur raunverulega afar takmarkaða getu til að beita sér í landi, sem það deilir ekki landamærum með.
- Síðan þarf að muna að í dag -- skipta efnahagslegir hagsmunir ef e-h er, meira máli.
Rússland t.d. græðir efnahagslega séð --> Nákvæmlega ekki neitt á átökunum í Sýrlandi!
Þó að Rússland mundi vinna í einhverjum skilningi, fullnaðar sigur þar --> Mundi það ekki græða á því í efnahagslegum skilningi, eina einustu - rúbblu eða kópeka.
- Átökin í Sýrlandi fyrir Rússland --> Virðast 100% "national prestige issue."
- Þar sem, nákvæmlega engir efnahagslegir hagsmunir fyrir Rússland eru undir.
- Þá í hagrænum skilningi, er þátttaka Rússlands í átökum innan Sýrlands -- einungis, tap.
Öll lönd þurfi að gæta þess að stríð verði ekki of kostnaðarsamt -- þegar mikilvægir grunn hagsmunir þess eru ekki í húfi.
Um daginn kynnti Rússland sigri hrósandi, að það hefði hafið loftárásir á stöðvar andstæðinga Assads -- frá Íran --> Nú hefur Íran aftur á móti kynnt, að Rússland fái ekki frekar að nota aðstöðu innan Írans
Iran Revokes Russias Use of Air Base, Saying Moscow Betrayed Trust
Það sem þetta sýnir -- er hve viðkvæm valdastaða Rússlands er innan Mið-austurlanda. Stjórnvöld Rússlands virðast ekki hafa áttað sig á því hvernig yfirlýsing þeirra -- mundi spilast í innanlandspólitísku samhengi Írans.
Ef rússn. stjv. hefðu þagað yfir þessu!
Væru þeir sennilega enn að fljúga frá hinni írönsku herstöð.
En yfirlýsing rússneskra stjórnvalda - hafi leitt til þess, að gagnrýni reis upp innan Írans -- á þá ákvörðun að heimila Rússum að nota íranskan flugvöll til árása á annað land.
Maður verður að gera ráð fyrir því - að ákvörðun Írans um að loka á frekari heimildir Rússa til afnota á þeim flugvelli -- sýni að tortryggni innan Írans gagnvart Rússum, sé umtalsverð.
- Þó að Íranar vantreysti Bandaríkjunum.
- Virðast þeir einnig vantreysta Rússum!
Ákveðin togstreita sé sennilega í bandalagi Írans og Rússlands
Rússland t.d. hafi merkilega góð samskipti við Ísrael -- meðan að samskiptum Írans og Ísraels er rétt líst sem - fullum fjandskap.
Mig grunar að Rússlandsstjórn sé enginn sérstakur vinur Hezbollah - meðan að þau samtök eru mjög mikilvægur bandamaður Írans, og mikilvægur liður í þeirra áhrifum.
Rússland sé ekki með samskipti sem rétt sé líst sem fjandskap við Saudi Arabíu -- þó þar á milli sé sennilega, sterk tortryggni.
Rússland gæti vel verið til í að selja -- Assad.
Gegnt loforðum sem það treysti -- um að halda flotastöð sem Rússland hefur í Tartus.
Meðan að Íran hafi sennilega meiri þörf fyrir að halda í Assad, og Alavítastjórnina í Damaskus -- vegna þess að Íranar treysti því ekki að aðrir aðilar innan Sýrlands, tryggi Íran áframhaldandi aðgengi að Lýbanon og þar með Hezbollah.
- Sennilegt sé að traust Írans á Rússlandi -- sé afar takmarkað.
- Íran -sennilega með réttu- tortryggið á úthald Rússlands.
Líkur séu á að Rússland á einhverjum punkti - velji sér leið sem nái þess lágmarks markmiðum, með sem -- minnstum tilkotnaði.
Þar með, selji hagsmuni Írans.
Niðurstaða
Málið með bandalag Rússlands og Írans - sé það líklega vandamál. Að hagsmunir Írans og Rússlands, fara sennilega nærri eins oft í sitt hvora átt, og þeir fara saman. Að auki sé Íran ekki neitt endilega, náttúrulegur bandamaður Rússlands!
- Þannig séð hafa bæði Íran og Tyrkland sögulega séð -- verið keppinautar við Rússland um völd og áhrif á Kákasus svæðinu.
- Það sé ekkert víst, að Rússland vilji að Íran verði of öflugt, þar sem að þá gæti alveg hugsast, að Íran að nýju færi að leita inn á Kákasus svæðið, þar sem það réði stórum svæðum fram á 19. öld.
- Að einhverju leiti eigi það sama við um Tyrkland - frá sjónarhóli Rússlands.
Það geti þítt að hugsanlega vilji Rússland halda Tyrklandi og Íran uppteknu gagnvart hvoru öðru. En viðhalda sæmilegum friði milli Rússlands og þeirra beggja.
En ef bæði þessi lönd færu að fókusa á Kákasus svæðið - gæti það valdið Rússlandi erfiðleikum í því að halda í öll þau svæði þar sem Rússland enn drottnar yfir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2016 | 01:39
Ég held að það sé nauðsynlegt að takmarka með lögum - réttinn til að heimta greiddan arð úr einkafyrirtækjum
Vandinn sem ég vísa til, er hvernig arðgreiðslur hafa sl. 20-25 ár í vaxandi mæli virst vera úr tengslum við - raunverulega velgengni þess rekstrar, sem látinn er greiða arð.
Málið er, að ef greiddur arður er umfram þá eiginfjármyndun sem er í fyrirtæki --> Þá óhjákvæmilega, er eigið fé þess þar með - skert! Síðan skert áfram, ár frá ári!
Það hefur að sjálfsögðu margvíslegar neikvæðar afleiðingar!
Og sérstaklega ef þetta er útbreidd hegðan innan viðskiptalífsins!
Þá ná þær neikvæðu afleiðingar að hafa umtalsverðar þjóðfélagslegar afleiðingar!
Málið er, að þessi hegðan, geti vel hugsanlega að einhverju umtalsverðu leiti, skýrt tiltölulega lélegan hagvöxt á vesturlöndum sl. 20-25 ár eða svo!
Sannarlega geta aðrar skýringar - einnig komið til.
En ég tel að full ástæða sé að - of greiddur arður, geti verið hluta skýring!
- En ef eigið-fé fyrirtækis er skert, vegna þess að arðgreiðslur eru umfram ný-myndun eigin fjár. Tölum ekki um, ef þetta er gert - ár eftir ár.
- Þá hefur fyrirtæki lakari getu, t.d. til að fjármagna þróun nýunga, með eigin rektrarfé.
--Það getur auðvitað skert samkeppnishæfni þess til lengri tíma litið. - Að auki, þá grunar mig að skerðing eigin fjár, einnig skerði getu viðskiptalífs til launagreiðsla.
--Sem einnig getur skert langtíma samkeppnishæfni fyrirtækja, með þeim hætti, að þau geti síður greitt eftirsóttum starfskröfum þau laun sem slíkir eftirsóttir starfskraftar óska eftir, þar með síður haldið í - mikilvægt starfsfólk. - En til viðbótar þessu, ef sú hegðan er útbreidd innan viðskiptalífsins, að greiddur er út arður til eigenda hlutafjár, umfram ný-myndun eigin fjár - til komna fyrir tilstuðlan hagnað af rekstri félagsins eða fyrirtækisins.
--Þá sé vel hugsanlegt, að slík útbreidd hegðan, hafi einnig lamandi áhrif í víðara samhengi, á getu fyrirtækja - til að standa undir launagreiðslum!
--Þannig, að ef of-greiðsla arðs, er raunverulega mjög útbreidd -- jafnvel almenn; þá gæti þar með slík hegðan, að verulegu leiti skýrt launastöðnun á Vesturlöndum. - Síðan að auki, geti útbreidd of-greiðsla arðs, með því að skerða eigið fé.
--Einnig orsakað skerta samkeppnishæfni atvinnulífs, með því að draga úr getu atvinnulífs til að fjármagna rannsóknir og þróun, með eigin-fé.--Það geti einnig verið orsakaþáttur, í öfugþróun hagvaxtar - og lífskjara, þar með launa. - Þar með, geti sú hegðan, ef hún er nægilega útbreidd --> Verið hluta skýring, í hnignun atvinnulífs á Vesturlöndum <--> Í vaxandi samkeppni þess við Asíulönd.
- Þetta allt að auki, þíði að of greiddur arður, ef útbreidd hegðan innan viðskiptalífs; geti verið hluti af skýringu á vaxandi popúlisma á Vesturlöndum, með því að eiga sinn þátt í hnignun viðskiptalífs á Vesturlöndum seinni ár, og eiga sinn þátt í hnignun eða stöðnun lífskjara á Vesturlöndum - seinni ár.
- Svo auðvitað bætist við --> Að sennilega til viðbótar við þetta allt --> Sé of greiddur arður, ef útbreidd hegðan --> Hluta skýring á þeirri öfugþróun, að bilið milli ríkra og fátækra fer víkkandi á Vesturlöndum!
- Þar með, geti þessi hegðan, ef útbreidd - og því almennari; skýrt að verulegu leiti, vaxandi samfélags átök á Vesturlöndum!
- Það sé þar af leiðandi, mjög nauðsynlegt að taka á þeirri hegðan -- sem greiðsla arðs umfram rektrarlegar forsendur einkafyrirtækja sé!
- Að sjálfsögðu, ef réttur til greiðslu arðs, væri takmarkaður við rektrarlegar forsendur, þá hefst ramakvein frá eigendum hlutafjár --> T.d. að banna að prósenta arðs t.d. ef miðað er við heildar-rektrartekjur; sé umfram prósentu arðs af rekstri fyrirtækis miðað við heildar rekstrartekjur - áður en tekið sé tillit til skatta af reiknuðum arði.
En af mínu mati, sé þetta mjög nauðsynlegt aðgerð!
- Þetta muni bæta stöðu fyrirtækja, með því að gera þeim betur mögulegt að byggja upp sitt rektrarfé.
- Það með bæti það þeirra samkeppnishæfni, þ.s. þau geta betur haldið í mikilvæga starfskrafta - þ.e. þau hafa efni á hærri launum - auk þess að það einnig bæta samkeppnishæfni þeirra með þeim hætti, að þau ráði yfir meira fjármagni til að fjármagna rannsóknir og þróun - sem að sjálfsögðu er réttast að sé fjármagnað með fjármagni sem myndast af rekstrinum sjálfum.
- Þannig --> Að þessi aðgerð, tel ég að til lengri tíma litið; mundi stuðla að bættum hagvexti.
- Þar með, betri lífskjörum - til lengri tíma litið.
Hverjum er þetta að kenna?
Líklega útbreiðslu - fjárfestingasjóða, sem keppa sín á milli - í arðsemi. Sú samkeppni rökrétt leiði til þess, að þeir sjóðir leita allra leiða til þess að stuðla að sem mestum arðgreiðslum. Margir af þeim sjóðum í dag, ráða yfir ógrynni fjármagns - og gjarnan eiga hluti í mjög mörgum fyrirtækjum.
Það þíði, að áhrif þeirra nái sennilega vítt yfir gervallt viðskiptalífið á Vesturlöndum. Þeir hvetji til þeirrar hegðunar, að arðgreiðslum sé kippt úr samhengi við rektrarlegar forsendur. Til þess að auka sína eigin arðsemi --> Þá að sjálfsögðu, að kostnað -- langtíma aðrsemi viðskiptalífsins, þ.e. fyrirtækja almennt.
- Risastórir fjárfestingasóðir sem hafa stækkað gríðarlega á Vesturlöndum sl. 20-25 ár.
- Geta þar af leiðandi, í vaxandi mæli, hafað virkað sem --> Dauð hönd á atvinnulíf á Vesturlöndum almennt.
- Þetta sé málefni lögjafans að fást við.
- Og ég tel að lagasetning geti lagað þessa stöðu -- verulega.
Að sjálfsögðu lagar hún ekki öll vandamál!
- En þó að með lögum væri arður takmarkaður við mælanlegar rekstrarlegar forsendur.
- Þá gætu fjárfestingasjóðir -- samt áfram hvatt til þess, að fyrirtæki taki mikla áhættu með rekstur, í því skyni að auka -- rekstrarlegan hagnað til skamms tíma.
- Á hinn bóginn, sé það þó ekki eins varasamt -- þ.e. sú tiltekna hegðan.
- Ef þeir geta ekki lengur, krafist arðgreiðsla umfram -- raunverulegan mælanlegan rekstrarhagnað.
Þ.s. þá geta fyrirtæki frekar ráðið við áhættusamar ákvarðanir!
Án þess að það leiði til þess að þau fari í þrot.
En eitt sem fyrirtæki geta frekar gert!
Ef þeirra eigið fé vex -- þ.e. tekið á sig töp, án þess að það leiði þau í þrot.
Niðurstaða
Ég vísa því til næstu ríkisstjórnar - hver sú verður. Að taka á því vandamáli, sem of greiddur arður sé líklega fyrir viðskiptalífið á Íslandi.
Þó að ég telji þetta vera almennt vandamál á Vesturlöndum, þá getur litla Ísland einungis tekið á því vandamáli heima fyrir -- en þ.e. auðvitað möguleiki að með góðu fordæmi geti Ísland vakið athygli.
En ég er viss að á þessu vandamáli þurfi að taka á - alls staðar.
Það sé vel hugsanlegt þar af leiðandi - að gott fordæmi hér fái athygli.
Og hvetji fólk í öðrum löndum til dáða.
En einstaklingar í öðrum löndum hljóta einnig að átta sig á þessum vanda!
- Þetta gæti virkilega verið þáttur í því, að endurreisa samkeppnishæfni Vesturlanda gagnvart löndum í Asíu.
Kv.
20.8.2016 | 03:51
Líklega ekki rétt hjá Helga Hrafni, að ódýrara væri að heimila hælisleitendum að setjast hér að en að vísa þeim úr landi!
Það er auðvitað rétt ábending hjá honum að kostnaður við það ferli að vísa hælisleitendum úr landi er töluverður - vegna málaferla sem því vafstri fylgir ásamt lögfræðiaðstoð til viðkomandi meðan á því öllu stendur, þangað til að löglegar leiðir til að tefja brottvísun eða kollvarpa henni hafa verið kláraðar: Þingmaður telur kostnaðarsamara að senda hælisleitendur úr landi heldur en að veita þeim hæli.
En það eru sennilegir kostnaðarþættir sem má vera hann reikni ekki með!
Hann t.d. sennilega reiknar ekki með því, að sú ákvörðun að heimila öllum hælisleitendum að setjast hér að -- leiði til verulegrar fjölgunar hælisleitenda!
Eða, að hann telur að sú fjölgun mundi ekki verða -- umtalsverð!
Við þekkjum stefnu Íslands varðandi hælisumsóknir í gegnum árin, að langsamlega flestum er vísað úr landi skv. 1-lands reglu Dyflinnar samkomulagsins.
--Nema viðkomandi takist að sýna fram á málefnalegar ástæður í samræmi við ákvæði laga byggð á reglugrunni Flóttamannasáttmála SÞ - þess að veita viðkomandi hæli af mannúðarástæðum á Íslandi.
- Við þekkjum afleiðingar þess í Þýskalandi, er Kanslari Þýskalands ákvað að framfylgja ekki 1-lands reglunni -- undir þrýstingi frá S-Evr. ríkjum er höfðu hótað að hætta að taka við flóttamönnum er þannig væri vísað til þeirra til baka.
- Flóttamenn sumarið 2015 reyndust vera rúm milljón í Þýskalandi það ár!
Í kjölfarið reis upp veruleg óánægja innan Þýskalands, og Merkel hefur sætt umtalsverðu ámæli.
__Þó að rétt sé að taka fram, að ég sé ekki hvernig hún gat tekið aðra ákvörðun, er fyrir lá að löndin í S-Evr. mundu neita að taka við þeim til baka!
- Í tilviki Íslands -- liggur ekki fyrir nein slík hótun.
--Það væri því algerlega óþvinguð ákvörðun af okkar hálfu, að hætta að beita 1-lands reglunni!
- Punkturinn er sá, að þ.e. einmitt ástæða að ætla, að ef við hættum -- eins og Þýskaland gerði 2015, að framfylgja 1-lands reglunni.
- Þá gerist svipað, að það spyrjist út til flóttamanna, þannig að hælisleitendum til Íslands -- fjölgi sennilega mjög verulega!
Við skulum samt ekki mála skrattann á vegginn!
Það er dýrt að fara hingað -- fjöldinn yrði aldrei neitt í líkingu við það sem Þjóðverjar upplifðu sumarið 2015. Á hinn bóginn --> Þá yrði alveg örugglega erfitt fyrir okkur að glíma t.d. við það - ef 20þ. leituðu eitt sumarið til Íslands og óskuðu eftir hæli.
- Það sem þarf að muna eftir, að Íslendingar hafa aldrei viðhaft þá opnu stefnu sem Norðurlönd voru með um árabil.
- Heldur tekið einungis við þeim fjölda hælisleitenda --> Sem Ísland hefur vel ráðið við að koma í vinnu, aðstoða við aðlögun að samfélaginu; þannig að engin þau vandamál sem t.d. Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa lent í, hafa dunið yfir hér!
- Hér eru ekki -- jaðarsamfélög innflytjenda, sem lenda utan við samfélagið.
- Fá ekki vinnu -- ná ekki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu hér!
En það væri einmitt hættan, að ef hælisleitendum fjölgar það mikið --> Að kerfið á Íslandi, ræður ekki við það verkefni -- að veita þeim þá aðstoð sem þarf, til að koma þeim í vinnu - til að tryggja þeim menntun í tungumálinu sem talað er hér - sjá þeim fyrir húsaskjóli.
- Við skulum alls ekki vanmeta mikilvægi þess, að sá sem fær hæli - fái vinnu.
- En þá er viðkomandi stöðugt í samskiptum á sínum vinnustað.
- Það stuðlar mjög að tengingu við samfélagið -- að hafa vinnufélaga sem viðkomandi kynnist a.m.k. að einhverju leiti.
- Svo auðvitað það, að viðkomandi lendir ekki -- endalaust á "féló."
- En ef viðkomandi lenda utan vinnumarkaðar.
- Þá enda þeir á bótakerfi viðkomandi lands!
Ég held að það sé töluvert stórt lykilatriði -- að taka aldrei við fleirum en þeim, sem unnt er að tryggja með sæmilegu öryggi - starf.
Ef það færi að myndast á Íslandi -- jaðarhópur útlendinga utan samfélagsins, sem næðu ekki að mynda tengsl við samfélagið
Þá eru að auki líkur á að því fylgi -- veruleg félagsleg vandamál! Þar með, kostnaður vegna þeirra upphleðslu vandamála!
Síðan má ekki gleyma, að líklega endurtæki sig sagan frá Norðurlöndum - að ástand þ.s. verulegur fjöldi útlendinga myndaði jaðarsamfélag; yrði vatn á myllu hópa sem hvetja til útlendingahaturs.
Ekki síst, þá væru slíkum jaðarhópum, hætt við að enda í -- fátæktargildru. Og það gæti gert þá, viðkvæma fyrir -- áróðri öfgasamtaka.
Líkur á því að útlendingar mundu snúast gegn samfélaginu á Íslandi, mundu vaxa verulega -- tel ég; að ef það mynduðust jaðarsamfélög útlendinga sem lenda utan við.
- M.ö.o. gæti slík stefna sem Helgi Hrafn leggur til, leitt til vaxandi spennu milli vaxandi útlendingasamfélags er þá væri hér, og íbúa sem fyrir eru.
- Sem gæti stuðlað að verulegri fylgisaukningu flokka, sem berjast gegn aðflutningi fólks.
En sennilega gerðist það sama hér og í Skandínavíu og Danmörku, að andstaða við aðflutning útlendinga, mundi hratt vaxa innan samfélagsins -- sem síðan mundi birtast í sambærilega hratt vaxandi fylgi flokka sem mundu berjast gegn aðflutningi fólks hingað.
Niðurstaða
Með öðrum orðum, þá grunar mig að sú stefna sem Helgi Hrafn leggur til, mundi leiða til það mikils aðflutnings flóttafólks til Íslands - að í kjölfarið mundi rísa sterk bylgja útlendinga-andúðar á Íslandi eins og t.d. í Danmörku - er líklega mundi lísa sér eins og í Danmörku í hratt vaxandi stuðningi við og áhrifum flokka er mundu boða útlendingaandúð.
Ég er m.ö.o. því þeirrar skoðunar að sú stefnumörkun sem Helgi Hrafn leggur til, sé á hæsta máta óráðleg -- vegna þess, að ég vil ekki að Ísland verði fyrir sambærilegri bylgju útlendinga-andúðar og gætir í dag í Danaveldi, og vegna þess að ég vil ekki upplifa það samfélagslega umrót á Íslandi sem ég tel sennilegt að slík stefna mundi fram leiða.
Við erum að tala um kostnað -- sem er ekki, bara mældur í peningum!
- Ég er ekki endilega að segja -- það væri útlendingunum endilega að kenna það umrót er líklega yrði -- heldur sé það málið að þanþol okkar eigins samfélags sé ekki slíkt að það mundi geta leyst betur úr svo auknum aðflutningi en þetta!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2016 | 02:38
Stefnir í "crash and burn" hjá Donald Trump?
Sú afar óvenjulega staða virðist vera að myndast fyrir nk. forsetakosningar í Bandaríkjunum - að frambjóðandi Demókrata, Hillary Clinton, stefnir í að ná til sín -- meirihluta hvítra kjósenda sem hafa háskólapróf.
- "A Washington Post/ABC poll released this week found Mrs Clinton with a 53-37 per cent edge over Mr Trump with white university graduates in the swing state of Virginia, a group Mr Romney carried 54-44 per cent in 2012.
- "In Colorado, another state that just weeks ago seemed to be headed for a tight contest, she is winning 58-33 per cent with white university graduates, according to a Quinnipiac poll, with eight in 10 of that group declaring that they have an unfavourable view of the New York businessman turned economic populist."
Trump virðist aftur á móti halda -- sterku forskoti meðal hvítra, sem hafa litla menntun.
--Vandinn við þetta er sá fyrir Trump -- að hvítir með litla menntun, eru ekki lengur meirihluti hvítra.
- "The 2012 election marked the first in US history in which white voters with a high school education or less were not a majority of eligible voters."
- "This year the group represents just 45 per cent of the electorate, according to William Frey, a demographer at the Brookings Institution."
Síðan eru hvítir kjósendur heilt yfir -- minnkandi hlutfall kjósenda!
- "White voters were 88 percent of the electorate in the 1980 election, a figure that has declined a few percentage points every four years since then."
- "By 2012, the white vote was down to 72 percent."
- "Most estimates for 2016 put it at or below 70 percent."
Á sama tíma, er Trump að mælast með ótrúlegt -- á bilinu 0 - 1% fylgi meðal svartra.
--Og ekki meira en rétt rúmlega 20% meðal Bandaríkjamanna af spænskumælandi ætterni.
- Skv. þessu, er nýlegt velgengni Clinton meðal hvítra kjósenda --> Alvarleg ógn við möguleika Trumps á sigri.
- En hann þarf sennilega heilt yfir að ná til sín um -- 70% hvítra kjósenda; til að eiga möguleika á heildar sigri; vegna slaks fylgis hans meðal svartra og fólks af spænskumælandi ættum.
- Eftir því sem hann tapar meir meðal hvítra kjósenda sem eru vel menntaðir; því hærra hlutfall þarf hann að ná meðal fólks með minni menntun --> Það eru litlar líkur á að Clinton nái engum atkvæðum meðal þess hóps.
" Credit Kirk Irwin/Getty Images for Siriusxm"
Þegar á öllu þessu gengur, hefur Trump ákveðið að velja mikinn harðhaus, sem leiðtoga síns framboðs!
Val Trumps á Stephen Bannon stjórnarformanni Breitbart-News vefmiðilsins í forystu fyrir sitt framboð --> Bendir ekki til þess að Trump ætli sér að slaka á!
Áhugavert, að fram hefur komið í fréttum, að börn Trumps -- ætla að taka sér frý fram að kosningum; spurning hvort að karlinn sagði þeim að -- hætta að skipta sér af.
En Stephen Bannon, hefur í vefmiðlinum BreitbartNews, haldið á lofti um marg svipuðum boðskap, og Trump hefur haldið fram að þessu á lofti.
Þannig að ákvörðun Trumps að velja Bannon -- sem yfirstjórnanda.
Bendi sterklega til þess -- að Trump ætli frekar, að keyra enn meir á þeirri tegund af eitilharðri gagnrýni, og þeirri tegund af boðskap -- sem hann hefur fram að þessu, einblínt á.
- Ef það er svo að nýleg innreið Clinton í kjósendahóp hvítra, skýrist af því -- að verulegur fjöldi hvítra sé einfaldlega kominn með í kok af Trump.
- Má virkilega velta því upp -- hvort það sé rétt ákvörðun hjá Trump, að keyra enn dýpra í þann sama knérunn, er Trump hefur verið samfellt í -- síðan hann hóf sinn framboðsferil?
Niðurstaða
Viðbrögð Trumps við óhagstæðum könnunum sl. 2 vikur, virðast þau að auka hörkuna í boðskap síns framboð -- frekar en að slaka á klónni, og gera tilraun til að sækja inn á miðjuna!
En það hefur verið venja forsetaframboða, að þegar komið er í beint kapphlaup milli frambjóðenda stóru flokkanna --> Þá reyna báðir frambjóðendur að slást um miðjuna!
---> En Trump virðist alls ekki ætla sér að taka slíka tilraun.
Þó svo að fjöldi Repúblikana og sérfræðinga í framboðsmálum, hafi eindregið hvatt Trump til þess.
Þeir sem hafa verið að ráðleggja Trump með þessum hætti, virðast telja að hann tapi fyrir Clinton, ef hann söðlar ekki um!
En þ.e. greinilegt af ákvörðun Trump að ráða Bannon, að hann metur það með allt öðrum hætti.
Trump virðist veðja á það, að hann geti náð til sín verkamannafylgi af Demókrötum, og síðan atkvæðum þeirra hópa sem óttast innflytjendur og raunveruleg eða meint neikvæð áhrif hnattvæðingarinnar á vinnumarkaðinn innan Bandaríkjanna!
Margir sérfræðingar aftur á móti virðast skeptískir að það sé nóg!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.8.2016 | 03:04
Pláneta hugsanlega svipuð Jörðinni, fundin einungis 4,25 ljósára fjarlægð - hringsólandi um Proxima Centauri
Proxima Centauri er sú stjarna sem er næst Sólinni - af öllum stjörnum í vetrarbrautinni. Þannig að hafa tekist að finna plánetu sem talin er úr föstu bergi eins og Jörðin eða Mars eða Venus; líklega nægilega nærri Proxima Centauri, að fljótandi vatn á yfirborðinu telst hugsanlegt - þó að sjálfsögðu óstaðfest, sem þíðir einnig - líkur á lofthjúp, þó tilvist slíks sé enn óþekkt og þá að sjálfsögðu einnig, samsetning slíks -- er sennilega áhugaverðasti plánetu uppgötvun utan sólkerfisins, fram að þessu!
- 4,25 ljósára fjarlægð -- þíðir.
- Að hugsanlega væri unnt að senda geimkanna af stað frá Sólkerfinu, í humátt til Proxima Centauri -- þegar á þessari öld!
- Ef maður ímyndar sér - 10% af ljóshraða, þá tæki ferðin innan við 50 ár.
--Að sjálfsögðu skemmri tíma, því meiri hraða væri náð!
Earth-Like Planet Discovered Orbiting Proxima Centauri
Earth-like planet around Proxima Centauri discovered
Ímynduð pláneta á sporbaug um rauða dvergstjörnu
Pláneta nægilega nærri Proxima Centauri til að hafa fljótandi vatn og lofthjúp, væri samt um margt ólík Jörðinni!
- Proxima Centauri ca. 12% af massa Sólarinnar.
- Telst til rauðra dvergstjarna.
- Til þess að fá nægt ljós og hita, þarf pláneta að vera það nærri, að hún mundi alltaf snúa sömu hlið að Proxima Centauri -- sbr. "tidally locked."
- Skv. vísindamönnum, þarf það ekki endilega gera slíka plánetu óbyggilega - en ef hún hefur A)höf, og B)nægilega þykkan lofthjúp - þarf ekki að vera eins mikill og Jörðin hefur; þá sé hitadreifing milli hvela plánetunnar nægileg.
- Sólarljós á þeirri pánetu, væri samt til muna dimmra en á Jörðinni um hábjartan dag -- birtumagn líkara því sem er í kvöldhúmi, rétt áður en Sólin hverfur alveg undir sjóndeildarhringinn.
- Að auki, væri það -- rautt á litinn.
- Talið er að plöntur mundu vera svartar. En mjög dökkan lit þyrfti til, svo að nægu ljósi væri safnað.
- Rauð dvergstjarna, hefur fyrir utan smæð og lit -- þann galla, að við og við senda frá sér ákaflega öflug sólgos.
--Það öflug, að líf á plánetu á sporbaug - yrði að vera fært um að þola meiri geislun, en lífið á Jörðinni hefur þurft að aðlagast. - Proxima Centauri er nokkur hundruð milljón ára eldri en Sólin -- þannig að hið minnsta, hefur pláneta á sporbaug um Proxima Centauri, verið til nægilega lengi til þess að líf hafi haft yfrið nægan tíma til þróunar.
Það væri greinilega töluvert ólíkt að búa þarna!
Niðurstaða
Að finna plánetu um Alpha Centauri tvístyrnið, eða Proxima Centauri sem er örlítið nær Sólinni - hefur verið einn af æðstu draumum fjölmargra vísindaskáldsagna. Vegna að sjálfsögðu þess að engar stjörnur eru nær Sólinni - en þessar 3.
Plánetan um Proxima Centauri hefur ekki enn fengið nafn. En ef það mundi takast í framtíðinni að staðfesta tilvist lofthjúps og vatns í þeim lofthjúp. Þá mundi sú pláneta án vafa þegar verða megin fókus þeirra stjarnfræðinga - sem dreymir um að staðfesta tilvist lífs á plánetu utan Sólkerfisins.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar