Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016

Utankjörstaða-atkvæði geta haft áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum

Það er misjafnt eftir fylkjum hvenær opnað er á utankjörstaða-atkvæðagreiðslu!
Mér skilst að fyrir forsetakosningarnar 2012, hafi nærri 32% þeirra sem kusu, verið búnir að greiða atkvæði - fyrir kjördag!

Það áhugaverða er - að niðurstöður slíkra utankjörstaða-atkvæða, virðast liggja fyrir strax.
Sem er óvenjulegt - en slíkt tíðkast alls ekki í Evrópu, sannarlega ekki hér!
--Þ.s. það getur haft áhrif á kosningahegðan, þeirra sem kjósa síðar!

Þannig hafi Obama getað séð af góðri útkomu í utankjörstaða atkvæðagreiðslum í Iowa og Nevada - að hann gæti fókusað krafta síns fólks á önnur fylki.

  1. Minnesota og South Dakota, 23. sept.
  2. Arizona og Ohio, 12 Okt.
  3. North Carolina og Florida, fljótlega á eftir.

Early voting in Waterloo, Iowa, in 2012. 

Skv. frétt: Early Voting Limits Donald Trump’s Time to Turn Campaign Around.

Er framboð Clinton mjög skipulagt í því, að notfæra sér - utankjörstaða atkvæði.
Og vinnur skipulega í því, að kynna þann möguleika fyrir líklegum kjósendum.
Og Demókrataflokkurinn, ætli að veita fólki aðstöðu til þess að greiða atkvæði.

Ef er að marka þessa frétt, þá sé framboð Donald Trump - með mun smærri umsvif og minna skipulag, er kemur að því að -- höfða til þeirra sem ætla að kjósa fyrir kjördag!

  • Nú er kominn 17/8 -- Minnesota og South Dakora, opna 23/9 á utankjörstaða-atkvæðagreiðslu.

Kappræður frambjóðendanna - hafi þó sögulega séð haft veruleg áhrif á þá kjósendur sem greiða atkvæði fyrir kjördag!

Kappræðurnar eru enn eftir - þannig að ef kjósendur telja Trump koma vel út, gæti það alveg átt eftir að skila sér inn í utankjörstaða-atkvæði.

 

Niðurstaða

Málið er nefnilega að kosningar hefjast í reynd ívið fyrr í Bandaríkjunum, en 8. nóvember nk. Það er að sjálfsögðu í samræmi við þá hefð sem þekkist í lýðræðislöndum, að veita kjósendum rétt til að kjósa fyrir kjördag.
--Eins og ég benti á, virðist þó að úrslit slíkra atkvæða - séu birt strax.
Sem ég veit ekki til að tíðkist utan Bandaríkjanna!
Þ.s. klárlega geti það haft áhrif á kosningahegðan annarra, og klárlega hefur áhrif á kosningabaráttu frambjóðenda!

 

Kv.


Malasíska farþegavélin sem fórst yfir Kyrrahafi 8. mars 2014, er talin hafa flogið þangað til eldsneyti þraut síðan hrapað í hafið

Þetta eru niðurstöður þeirra greininga er liggja fyrir á þeim gögnum sem unnt hefur verið að finna! Hafnað er fullyrðingum kanadísks sjálfstæðs greiningaraðila, er heldur fram umtalsvert annaarri söguskýringu, sjá:

Söguskýring, Larry Vance'There Is Absolutely No Mystery To What Happened'

Harðorð gagnrýni með mótrökum - Why the 60 Minutes TV programme was wrong

Umfjöllun um líklega lokaniðurstöðu - MH370 plummeted out of sky 'at up to 20,000ft a minute'

 

Flugmenn og flugvél!

http://i.telegraph.co.uk/multimedia/archive/02859/Malaysia_MH370_2859611k.jpg

Sú niðurstaða að vélin hafi orðið eldsneytislaus eftir að hafa flogið klukkustundum saman, að því er talið -- án þess að nokkur væri við stjórn. Á þeim klukkutímum hafi vélin flogið þúsundir kílómetra.

Ekki er vitað, af hverju vélinni var snúið við frá upphaflegri flugleið, frá Kuala Lumpur til Peking -- þess í stað flogið til baka, síðan yfir Malasíu og áfram suður yfir Kyrrahaf.

Sennilega verður það aldrei vitað!

En yfirvöld telja að vélin hafi verið á sjálfstýringu, er hún fórst - eftir að hafa klárað eldneytið. M.ö.o. að áhöfnin hafi ekki stjórnað henni á þeim punkti.

Það virðist því blasa við, að einhverjum tíma eftir að vélinni var snúið við frá upphaflegri flugleið -- hafi áhöfn einhverra hluta vegna, orðið óvirk.

Ástæður þess verði sennilega aldrei þekktar.

Ekki hafa fundist nokkrar áreiðanlegar sannanir þess, að áhafnarmeðlimur hafi - rænt vélinni, og síðan vísvitandi myrt farþega og áhöfn. Svo vísvitandi flogið vélinni í hafið!

 

Niðurstaða

Ef maður gerir ráð fyrir því að niðurstaðan sé rétt - þá hefur malasíska vélin splundrast í milljónir smáhluta við höggið er hún lenti á gríðarlegri ferð á hafinu. Slíkt högg hafi enginn getað lifað af. Síðan sé sennilega ólíklegt að nokkur tæki eða búnaður, t.d. flugritar - geti hafa sloppið óskaddaðir frá slíkri lendingu. Fyrir utan að afar ólíklegt sé að mögulegt væri yfir höfuð úr þessu að finna þá, þ.s. þeir séu löngu búnir að klára rafhlöður.

Líkur virðast á að aldrei verði unnt að svara með fullkomnu öryggi, hvað akkúrat gerðist sem leiddi til þeirrar atburðarásar er leiddi síðan til hins langa og á endanum, banvæna flugs vélarinnar fyrir áhöfn og farþega!

  • Vegna skorts á sönnunum um annað, verða flugmenn að teljast saklausir!

Kv.


Hugsanleg meginhætta með Pírata við stjórn getur verið að þröngt skilgreind réttlætismarkmið verði efnahagslegum markmiðum yfirsterkari

En -krafa um réttlæti- getur snúist upp í andhverfu sína -orðið ranglát- ef réttlætissýn viðkomandi, er of þröngt skilgreind.
Það sem ég hef áhyggjur af, þegar Píratar komast í stjórn sennilega eftir nk. kosningar, sé að í sókn eftir réttlæti - verði efnahagslegum markmiðum, hugsanlega fórnað.
Þannig að réttlætiskrafan, geti snúist í höndunum á ríkisstjórn Pírata.

 

Krafa sem nýtur vinsælda meðal Pírata, er að leggja af kvótakerfið!

Nú skulum við ímynda okkur, að tiltekin réttlætis-sjónarmið verði ofan á í kjölfarið.

  1. Að áhersla verði á að dreifa kvóta sem víðast um byggðir landsins meðfram sjó, m.ö.o. - byggðastefnuleg sjónarmið verði ofan á.
  2. Síðan grunar mig að andstaða við stór útgerðarfyrirtæki sé algeng meðal Pírata, þannig að samtímis getur verið, að sú afstaða ráði ferð -- að dreifa kvótanum á sem flesta smáa aðila og mögulegt er.

__Vandi við slíka stefnu, er að hún getur einmitt - verið ranglát frá öðrum sjónarmiðum.

  1. En kostnaður við útgerð að sjálfsögðu vex, ef aflanum er dreift á fleiri aðila. Án þess að auknar tekjur bersýnilega komi á móti.
    --Sem þíðir, að nettó afrakstur af útveginum þá minnkar, þar með tekjur ríkisins af honum.
  2. Væntanlega vex kostnaður einnig við vinnslu, þ.s. slík stefna væntanlega einnig hefði þá afleiðingu, að dreifa aflanum milli fleiri og smærri aðila.
    **Þannig væri stærðarhagkvæmni tekin út, og smáum minna hagkvæmum aðilum, mundi fjölga.
    --Þessi þáttur mundi einnig draga úr nettó afrakstri af sjávarútvegi, þar með tekjum ríkisins.

Byggða-samfélagsleg sjónarmið, útfærð með þessum hætti.
Með því að draga út skatttekjum ríkisins af sjávarútvegi og vinnslu, mundu augljóslega ógna margvíslegum öðrum félagslegum markmiðum -- er vinstri stjórn væri líkleg að vilja halda fram.

  • T.d. þeim markmiðum, að auka félagslegan stuðning við fólk í lægri tekjum, eða verja auknug fé til menntamála, eða auknu fé til heilbrigðismála.
  • Í þeim skilningi, gæti ofangreind stefnumörkun -- leitt til ranglætis.

 

Annað sem er vinsælt meðal Pírata, er svokölluð -- útboðsleið!

Vandi við stefnu Pírata þar, er að -- markmið takast á.

  1. En togstreita er milli aðila, sem vilja -- auka tekjur ríkisins af sjávarútvegi.
  2. Og þeirra sem vilja, dreifa aflanum sem mest og sem víðast.

__Þau markmið útiloka hvort annað!
__Svo skiptir auðvitað mjög miklu máli, til hversu langs tíma boðið væri upp á kvóta.

  • En meðal Pírata, er vinsælt að -- kvóti væri boðinn út til 1-árs í senn!

__En það er að sjálfsögðu, ósamrýmanlegt markmiðinu -- að hámarka afrakstur auðlyndarinnar.

Einna helst virðast þeir hrifnir af skammtíma leigu -- er vilja dreifa aflanum sem víðast, og vilja einnig að útgerðaraðilar séu sem flestir og sem smæstir.

  1. Það getur ekki nokkur vafi verið á því, að stóru útgerðarfyrirtækin, yrðu nær öll gjaldþrota á skömmum tíma, ef sú stefna væri tekin upp.
    --Að bjóða upp allan afla, en þá einungis til 1-árs í senn.
  2. Aftur á móti, ef menn vilja að uppboðsleið skapi hámörkun tekna ríkisins. Þá þarf að bjóða upp á kvóta - til nægilega langs tíma, til þess að lánskjör útgerðarinnar haldis viðráðanleg, svo að áfram verði unnt að fjárfesta í endurnýjun tækja.
    -- 20 ár í senn, tel ég ná slíku markmiði fram!

Ég held að mjög ósennilegt væri að meðal Pírata munsdi geta náðst sátt um útboð til svo langs tíma!

 

Af við gefum okkur að útboðsleið verði ofan á, og einungis afli boðinn til 1-árs í senn!

  1. Þá mundi það hafa þveröfug áhrif, að minnka verulega afrakstur þjóðarbúsins af sjávarauðlyndinni.
    --Þar með draga úr tekjum ríksins, sem mundi draga út getu ríkisstjórnarinnar, til að mæta öðrum félagslegum marmkiðum sínum.
  2. Það sem þarf að hafa í huga, er að lánskjör útgerðarfyrirtækja verða því óhagstæðari, sem óvissan um framtíðartekjur þeirra, vex.
    --Sama lögmál og á við um einstaklinga!**Ef t.d. viðkomandi hefur einungis öruggar tekjur 1-ár fram í tímann, þá er enginn að lána viðkomandi til lengri tíma en það.
    Augljóslega gætu einstaklingar þá ekki fjármagnað húsnæðiskaup.
    **Þetta virkar alveg eins fyrir útgerðir, að öruggar tekjur einungis 1-ár fram í tímann, mundu nær algerlega útiloka að mögulegt væri að fjármagna endurnýjun skipa og annars búnaðar.
  3. Ef menn íhuga rétta lengd -- útboðs samninga!
    Þá þarf að hafa þetta í huga, að því lengri sem samningur í boði er, því hagstæðari geta lánskjör útvegsfyrirtækja orðið - því lægri lántökukostnaður.
    --Þá auðvitað skapast svigrúm fyrir endurnýjun tækja, og auðvitað - hagnað.
    **Þarna verða menn að ákveða sig <--> Hvaða markmið að ráða, þ.e. að auka afraksturinn af auðlyndinni, eða stuðla að því þveröfuga - þá þess í stað að fókusa á einhver önnur markmið.
  4. Síðan að auki, þarf að hafa það í huga -- að útgerðir í dag flestar hverjar, selja sinn fisk fyrirfram. Það er, eru með langtíma samninga þar sem - tryggð afhending á fiski hefur verið boðin í staðinn fyrir betri verð. Kaupendur verið tilbúnir til þess að borga meira, gegn öruggri afhendingu fram í tímann.
    --Augljóslega geta fyrirtæki ekki boðið örugga afhendingu mörg ár, ef útboð væru einungis til 1-árs í senn.
    --Þá auðvitað, tapast þeir samningar er tryggja hærri verð - gegnt öruggri afhendingu árafjöld fram í tímann.
    --Þá auðvitað, minnkar afraksturinn af auðlyndinni, einnig vegna -- lækkunar fiskverðs. **Ef sú stefna yrði ofan á, að kvóti væri einungis til 1-árs í senn.
  5. Í þessu tilviki á svipað við, að því fleiri ár fram í tímann, sem útgerð getur boðið kaupendum örugga afhendingu --> Því hærri verð.
    Þannig að aftur <--> Verða menn að ákveða sig, hvaða markmið á að ráða - þ.e. aukning afraksturs af auðlynd <--> Eða að ákvörðun er tekin er leiðir til minnkaðs afraksturs meðan að einhverjum öðrum markmiðum er sinnt.

Umræðan meðal Pírata hefur mér virst afar neikvæð gagnvart sjávarútvegnum, sérstaklega útgerðinni.
Nánast eins og að fjölmargir meðlimir þess flokks, beinlínis vilji stærri útgerðarfyrirtæki, feig.

  1. Það markmið að drepa stærri fyrirtækin, næst sjálfsagt -- ef kvóti væri til 1-árs í senn --> Þá auðvitað væri unnt, að endurdreifa kvótanum til fjölda smárra aðila, ef það væri vilji stjórnarinnar.
  2. En þá í staðinn, mundu nettó tekjur af sjávarútveg minnka þ.e. kostnaður vaxa samtímis og tekjur minnka -- þar með tekjur ríkisins einnig.
  3. Höfum að auki í huga, að gjaldþrot stærri útgerðaraðila væri stórt högg fyrir bankakerfið -- þannig að langt í frá útilokað væri, að stefnan mundi þá hugsanlega skapa fjármálakrísu innan Íslands.
    --Ríkið gæti neyðst til að koma bönkunum til aðstoðar!
  • Því má ekki gleyma, að kjör allra Íslendinga skerðast ef afraksturinn af sjávarauðlyndinni, skerðist umtalsvert!

 

Niðurstaða

Mig grunar að átök um stefnuna í sjávarútvegi geti átt eftir að reynast ákaflega hörð -- ef vinstri stjórn Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar - tekur við eftir kosningar.
En meðan að mér virðist Píratar afar harkalega andstæðir sjávarútvegi eins og hann er stundaður í dag -- þá virðist mér meira að segja VG ekki nærri eins neikvæður gagnvart núverandi fyrirkomulagi, og enn síður Samfylking.

Átök gætu orðið milli flokkanna um það -- hvaða markmið ættu að verða ofan á, ef og þegar auðlyndastefnan í sjávarútvegi væri endurskoðuð. En ég er nokkuð viss, að Samfylking mundi vilja að stefna um uppboðsleið - mundi leiða til aukins afraksturs.

Meðan að mig grunar sterklega, að meira fylgi sé hjá Pírötum við það markmið, að drepa stóru útgerðarfyrirtækin - og síðan reka sjávarauðlyndina skv. félagslegum markmiðum, í stað marmkiða ætlað að stuðla að hámörkun afraksturs.
___________

En stefna sem mundi valda því að afrakstur samfélagsins af sjávarauðlyndinni skreppur verulega saman -- mundi samtímis augljóslega skaða önnur félagsleg markmið þau sem ríkisstjórnin gæti viljað halda á lofti, sbr. að minnka fátækt, setja aukið fé til menntamála, og aukið fé til heilbrigðismál - svo eitthvað sé nefnt.

  • Það mundi auðvitað ekki stuðla að vinsældum stjórnarinnar, að lækka kjör almennings.

 

Kv.


NyTimes veitir áhugaverða túlkun á af hverju Pútín er að skapa spennu við stjórnvöld Úkraínu akkúrat núna

Ég held hreinlega að þetta sé sennilegasta túlkunin sem ég hef séð - en túlkunin er sú að Pútín sé að stunda það sem nefnist -"brinkmanship"- þ.e. hann veit að skammt er eftir af forsetaferli Obama, og hann veit að Evrópusambandið hefur alls engan áhuga á því að stríðið í Úkraínu fari í fullan gang að nýju.

Signs of Trouble in Ukraine Prompt Question: What’s Vladimir Putin Up To?

  1. Með því að skapa spennuástand.
  2. Þá sé Pútín að vonast eftir að skapa sér -- sterka stöðu.
  3. Fyrir næstu samningalotu!

En rannsókn óháðra aðila hefur sýnt fram á, að Pútín hefur látið færa umtalsverðan herstyrk yfir til Krím-skaga!

  • "Digital Forensic Research Lab" -- sýnir fram á að dagana áður en Rússland hóf ásakanir gegn Úkraínu, að hafa staðið fyrir meintri hryðjuverkaárás innan skagans.
  • Þá hafi Rússlandsher verið byrjaður að færa töluverðan viðbótar liðsstyrk inn á skagann.

 

Takið eftir því hve samgönguleiðir milli Úkraínu og Krímskaga eru þröngar!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/5f/Physical_map_of_the_Crimea.jpg

Það er nefnilega punkturinn sem þeir sérfræðingar sem NyTimes ræddi við komu fram með.

  1. Að Krímskagi er órökrétt innrásarleið inn í Úkraínu.
  2. Því of auðvelt sé fyrir Úkraínuher að verjast innrás úr þeirri átt!

Það sé m.ö.o. mun sennilegra að liðslutningar Rússlandshers inn á skagann!
--Séu til þess eingöngu að skapa þá sýn, að Pútín gæti látið til skarar skríða.
--Í þeirri von, að það skapi Pútín sterka stöðu fyrir næstu samningalotu.

  • Pútín hafi verið orðinn óþolinmóður með samninga þá sem voru í gangi.
  • Því hvorki gekk né rak, um það að ná kröfum Rússlandsstjórnar í málum Úkraínu fram.

Með því að skapa spennu!
Með því að endurreisa stríðsóttann!
Með því að labba frá samningaborðinu, og samtímis vera með stríðsleiki á landamærum Úkraínu - - þ.e. fjölmenna heræfingu, og efla herstyrk Rússlands á Krímskaga!

  1. Þá vonist hann eftir því, að Obama verði tilbúinn til eftirgjafar, lokamánuðina í embætti.
  2. Og að Brussel muni verða tilleiðanleg, ef stjórnvöld í Bandaríkjunum reynast vera það.

En sérfræðingar NyTimes, telja að Pútín treysti frekar á Obama -- meti Trump sem óskrifað blað, og meti Clinton sem ógn!
Að Pútín sé nú að nota lokamánuði Obama í embætti, í von um að ná fram eftirgjöf í málefnum Úkraínu - í átt að skilgreindum hagsmunum stjórnvalda í Kreml.

  • Að sjálfsögðu vilja stjórnvöld í Kíev, ekki þær eftirgjafir sem Pútín heimtar.
  • En þær felast í raun og veru í því, að takmarka að umtalsverðu leiti sjálfstæði Úkraínu.
  • Og í því að Úkraína mundi sætta sig við það, að Pútín raunverulega héldi áfram að ráða landsvæðum með beinum hætti - sem tæknilega teldust tilheyra Úkraínu.

__Til að stjórnvöld Úkraínu sættust á slíkt.
Yrðu Washington og Brussel - - að leggjast á Kíev!

Hvorki Washington né Brussel, hafa viljað það fram að þessu.

  1. Hver veit -- kannski er túlkun NyTimes rétt, að Pútín sé að leita reyna á það, hvort að hótun um stríð --> Lokamánuði Obama forseta í embætti.
  2. Mundi leiða til þess, að Obama -- lyppist niður gagnvart Pútín.
  3. Pútín gæti þó orðið fyrir vonbrigðum þar um!
    --Og svo er það hitt, að "brinkmanship" getur alltaf endað í raunverulegu stríði.
    --Því rökrétt, ef menn leika háskaleiki, og mótaðilarnir eru tregir til eftirgjafar --> Þá er alltaf freystingin, að stíga eitt skref til.
    --Og þá geta menn á endanun lent þar, sem þeir ætluðu sér ekki!

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði, þá virðist mér túlkun þeirra sérfræðinga sem blaðamenn NyTimes ræddu við, sú sennilegasta sem ég hef séð fram að þessu -- eiginlega, líklega rétt!

En ég á erfitt að sjá hvað Pútín hefði upp úr nýju stríði.
En á hinn bóginn, þá er "brinkmanship" alltaf háskaleikur!
Og getur endað í stríðsátökum, þó þau hafi ekki verið fyrirhuguð!

 

Kv.


Hákarlinn virðist ná hæsta aldri allra hryggdýra

Þetta kemur fram í merkilegri rannsókn: Eye lens radiocarbon reveals centuries of longevity in the Greenland shark (Somniosus microcephalus). Sjá einnig: Greenland shark may live 400 years, smashing longevity record.

Skv. rannsókninni - er elsti einstaklingurinn sem greindist áður en sá lét lífið, á bilinu 272 - 512 ára, eða m.ö.o. 392 ± 120 ára.

Þetta er einfaldlega hæsti aldur burtséð frá því við hvaða af þeim tölum er við miðað sem vitað er til varðandi nokkra tegund með innri stoðgrind.

Skv. greiningunni, þá virðist kynþroska-aldur ekki síður einstakur, þ.e. 156 ± 22 ára.
-Örugglega ekki þekktur hærri kynþroskaaldur tegundar með innri stoðgrind.

https://boredomfiles.com/wp-content/uploads/2016/06/3-greenland-shark1.jpg

Þessi einstaki aldur virðist tengjast því að tegundin sé feykilega hægvaxta, samtímis að hún er með allra stærstu hákarlategundum sem þekktar eru í lífríki heimshafanna.

Litlar rannsóknir fram að þessu hafa farið fram á lífaldri tegundarinnar, eða akkúrat hverjar eru skýringar hins gríðarlega háa lífaldurs.

  • En mig grunar að áhugi vísindasamfélagsins muni aukast á hákarlinum í kjölfar þessara niðurstaðna.
  • En vísindamenn sem rannsaka tegunda-langlífi, eru m.a. að leita eftir genum sem stjórna því hvenær svokölluð öldrun hefst, m.ö.o. hvenær dýr tapa æskuþróttinum.

Það skildi þó ekki vera að rannsóknir á hákarl!
Geti verið lykillinn að uppgötvunum er tengjast frekari hugsanlegri lengingu æfilíka mannsins!

 

Niðurstaða

Ég hugsa að feykilegt langlífi þeirrar tegundar er á íslensku nefnist - hákarl. Hljóti að koma öllu vísindasamfélaginu á óvart. Fyrir utan að vera áhugaverðar niðurstöðu þegar kemur að rannsóknum á skýringum að baki mismunandi lífaldri tegunda. Þá auðvitað benda niðurstöðurnar til þess. Að hákarl sé sennilega ákaflega viðkvæmur fyrir veiðum! Vegna þess að viðkoma tegundar sem ekki verður kynþrosta fyrr en ca. 150 ára er augljóslega með endemum hæg -- þannig að hákarl gæti verið aldir að ná sér á strik að fullu eftir ofveiði.

 

Kv.


Spurning af hverju Rússland er að keyra upp spennu í Úkraínu núna allt í einu?

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum -- hefur leyniþjónusta Rússlands, sakað Úkraínustjórnvöld um að standa fyrir tilraunum til að vinna skemmdarverk á Krímskaga.
Ásakanir sem yfirvöld í Úkraínu hafna fullkomlega í öllum liðum.

  1. "...the Federal Security Service announced that one of its agents and a Russian soldier had been killed recently in clashes with what it described as Ukrainian forces in Crimea who were planning to carry out terrorist acts there."
  2. "A group of Ukrainian saboteurs was discovered over the weekend in the Crimean town of Armyansk, near the disputed border with Ukraine, the security agency, known as the F.S.B., said in a statement on its website."
  3. "Homemade explosives, mines, munitions and other weapons used by Ukraine’s military were discovered in the area, the statement said."
  4. "In another episode, the statement said, armed members of Ukraine’s special forces made two attempts to penetrate Crimea on Monday morning, helped by “massive shelling” from the Ukrainian territory."
    "The statement from the F.S.B., the successor agency to the Soviet-era K.G.B., said that a Ukrainian spy network had been dismantled and that several Russian and Ukrainian citizens had been arrested."
  5. "“The aim of terrorist acts and subversive actions was to destabilize the sociopolitical situation in the region ahead of federal and regional elections,”"

Pútín einnig skammaði úkraínsk stjórnvöld fyrir það sem hann kallaði:

  1. "...plotting terrorist attacks in Crimea, and threatened to respond." - "Mr. Putin, speaking at the Kremlin, said two Russian servicemen had been killed while confronting people he described as the plotters." - "“There is no doubt that we will not let these things pass,” Mr. Putin said in remarks broadcast on state television."
  2. "In response to the alleged operation, Mr Putin said he was pulling out of international peace talks on the conflict in eastern Ukraine. 

 

Það er einungis unnt að varpa fram tilgátum!

  1. Ein tilgátan væri, sbr. þ.s. fram kemur í yfirlýsingu Leyniþjónustu-Rússlands, að skammt er til héraðskosninga á Krímskaga.
    --Að yfirlýsingarnar standi í tengslum við þær fyrirhuguðu kosningar!
    M.ö.o. að verið sé að skapa andrúmsloft ógnar til að þjappa íbúum Krímskaga um þá stjórnendur skagans, sem stjórna honum - í nafni Pútíns.
    --Kannski hefur dregið úr vinsældum þeirra stjórnenda í seinni tíð.
    --Kannski hefur gætt vaxandi óánægju á skaganum meðal íbúa.
    En þegar skaginn var tekinn út úr Úkraínu, þá auðvitað rofnuðu efnahagsleg tengsl við það land sem hafði séð um grunnþarfir íbúa skagans um töluverða hríð - t.d. greiðslur ellilífeyris.
    Skaginn, tapaði vestrænum ferðamönnum er farnir voru að leita þangað.
    --Spurning hvort að Pútín hafi bætt íbúum það tjón að fullu, ef svo er ekki -- getur vel verið að íbúar séu langeygir orðnir eftir því bætta ástandi sem átti að ríkja á skaganum, eftir inngöngu í Rússland?
  2. Önnur tilgáta, gæti verið sú -- að Pútín ætli að endurvekja stríðsátök í A-Úkraínu, en Úkraínumenn hafa lengi óttast það, að Rússland vilji land tengingu milli umráðasvæða Rússlands í A-Úkraínu - svæða undir stjórna málaliða Rússlands þar - og Krímskaga!
    __En landtenging mundi gera það mun þægilegra fyrir Rússland, að tryggja íbúum skagans og herstöðvum þar -- nægar vistir og nauðsynjar.

Fyrst að Pútín hefur sagt sig frá núverandi friðarferli í Úkraínu.

Má vera, að í undirbúningi sé tilraun til þess að láta -- málaliðaher Rússa í A-Úkraínu, sækja fram til Suðurs frá Donetsk í átt til Krímskaga!

  1. Ásakanir um -- hryðjuverk, á stjórnvöld í Úkraínu.
  2. Gæti þá verið svokölluð "false flag" aðgerð.

M.ö.o. - yfirvarp!

Einungis tíminn getur svarað þessu!

 

Niðurstaða

Spurning hvort að stríðið sé að hefjast að nýju á næstunni í Úkraínu. Eða hvort að um sé að ræða tilraun til þess að þjappa íbúum svæða undir stjórn vildarvina Pútíns á Krímskaga - utan um þá leiðtoga sem stjórna skv. vilja Pútíns.
--Rétt fyrir svæðiskosningar!

 

Kv.


Víetnam setur upp vígbúnað sem ógnar nýjum flotastöðvum Kína á tilbúnum eyjum á Suðurkínahafi

Þetta kom fram í Reuters: Vietnam moves new rocket launchers into disputed South China Sea.
--En ef upplýsingarnar sem fram koma í féttinni eru réttar!
Þá virðist vígbúnaðarkapphlaup á Suðurkínahafi, vera að færast á nýtt stig.

En sl. 2 ár hefur Kína verið að smíða 3-eyjar. A.m.k. 2-þeirra hafa nú herstöðvar, þ.e. flugvöll og höfn. Stöðvar á 3-eyjunni enn í smíðum.

Kína hefur hegðað sér sem ruddi gagnvart réttindum nágrannalanda sinna Sunnan við Kína. Lætur sem að þau lönd eigi engin réttindi á svæðinu!

Kína virðist staðráðið í því að slá eign sinni á nær allt hafsvæðið, nánast upp að ströndum landanna sunnan við Kína.

Krafa Kína - sjá rauðu línuna!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/de/South_China_Sea_claims_map.jpg

Það sem Víetnam gerir með þessu, er að neita Kína um starfsöryggi á ný-smíðuðum stöðvum sínum á Suðurkínahafi

  1. "Vietnam has discreetly fortified several of its islands in the disputed South China Sea with new mobile rocket launchers capable of striking China&#39;s runways and military installations across the vital trade route, according to Western officials."
  2. "Diplomats and military officers told Reuters that intelligence shows Hanoi has shipped the launchers from the Vietnamese mainland into position on five bases in the Spratly islands in recent months, a move likely to raise tensions with Beijing."
  3. "The launchers have been hidden from aerial surveillance and they have yet to be armed, but could be made operational with rocket artillery rounds within two or three days, according to the three sources."

Augljóslega munu viðbrögð Víetnams -- auka spennu milli Víetnams og Kína.

Ég hugsa samt sem áður, að engum ætti að koma á óvart, að nágrannalönd Kína -- leitist við að mæta hernaðar uppbyggingu á svæðum --> Sem hin löndin telja sig eiga fullan rétt til.

  • Með því, að byggja upp sinn eigin herstyrk á móti.
  • Þá eru þau samtímis, að árétta sínar kröfur.
  • Leitast við að þrýsta á Kína til að semja við þau.

Auðvitað getur vaxandi spenna leitt til hernaðarátaka!
En grannar Kína hafa einungis þá valkosti, að mæta hernaðaruppbyggingu Kína.
Eða að "de-facto" gefast upp á að sækja rétt sinn!

Greinilega eru a.m.k. víetnömsk stjórnvöld ekki á þeim buxum að gefa eftir!

 

Niðurstaða

Þetta er merkileg þróun. Samtímis þróun sem ætti ekki að koma nokkrum manni að óvörum. Enda hefur það blasað við um nokkurt skeið. Að löndin við Suðurkínahaf fyrir utan Kína. Ef þau ætla sér að halda áfram að sækja rétt sinn gagnvart Kína. Þá eiga þau ekki annan valkost en þann -- að efla víbúnað sinn á svæðum sem eru umdeild. Sjá kort!

  • Suðurkínahaf gæti á nk. árum orðið eitt eldfimasta svæðið í heimi hér!

 

Kv.


Trump ítrekar loforð sitt að eyðileggja Parísarsamkomulagið gegn hitun lofthjúpsins, og vill afnám allra takmarkandi regla er tengjast nýtingu orkuauðlynda

Stefnuræða Trumps um efnahagsmál -- kveður á um miklar skattalækkanir á fyrirtæki, á hagnað einstaklinga, afnám erfðaskatta, lækkun tekjuskatta -- en einnig afnám margvíslegra takmarkandi regla.

Trump heldur enn í hugmyndir um að taka upp gildandi viðskiptasamninga Bandaríkjanna við önnur ríki -- Trump gerir enn kröfu um að viðskiptahalli Bandaríkjanna verði afnuminn.
--Viðskiptasamningum breytt þannig, að viðskiptaumhverfi verði að hans mati, hagstæðara fyrir Bandaríkin, að hans mati.

  • Heilt yfir verð ég að samþykkja þá gagnrýni - að heildaráhrif hugmynda Trumps --> Séu á þá leið, að útkoman verði mun líklegar í þá átt; að draga frekar úr hagvexti.
    --Reyndar, að líkleg útkoma verði kreppa!
  • Sem þíðir ekki, að ekki neitt sé í þessu, sem hafi öfug áhrif -- þ.e. til eflingar hagvaxtar.
  • Á hinn bóginn, séu neikvæð viðskipta-hugmynda Trumps það stór, að þau mundu vega upp og gott betur, öll þau önnur hugsanleg jákvæð áhrif sem sumir þættir efnahagsstefnu hans, geta skilað.

Donald Trump, Hoping to Change Subjects, Says He Will Bring Prosperity

"And on energy policy, Mr. Trump reiterated his pledge to tear up the Paris climate agreement and halt the United States’ payments to United Nations for programs to reduce global warming. He said energy regulations were killing manufacturing jobs."

  1. Trump virðist hafa ákaflega einhliða afstöðu -- til skuldbindinga Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum.
  2. Þ.e. að engu sé til fórnandi.


Tæknilega geta sumir þættir skattalækkunarhugmynd hans, hjálpað hagvexti

En engin leið er t.d. að sjá annað en að afnám erfðaskatts - einungis gagnist auðugu fólki, sbr:

"He did not mention that the estate tax currently exempts the first $5.45 million for an individual and $10.9 million for a married couple..."

M.ö.o. menn þurfa að vera afskaplega auðugir - til að lenda í þessum skatti.
__Afnám þessa skatts t.d. án vafa mundi gagnast börnum Trumps, síðar meir.

Tekjuskattslækkanir virðast einnig gagnast mun meir þeim sem hafa mestar tekjur en öðrum.

"Analysis by the Tax Foundation found that it would increase after-tax income for middle-income families (those in the 40th to 60th percentile) by 0.2 percent. It would increase after-tax income for the wealthiest 1 percent of Americans by 5.3 percent."

--------------

Ég kem ekki auga á það, að tekjuskattslækkanir sem einna helst gagnast þeim, er þegar eiga meiri peninga en þeir geta - nokkru sinni eytt.
--Skapi frekari hagvöxt.

  • En lækkun tekjuskatts á hagnað fyrirtækja í 15%.

Raunverulega gæti verið góð hugmynd.

 

Vandinn er barasta sá, að á móti -- þá eru neikvæð áhrif hugmynda Trumps er varðar viðskipti við útlönd, yfirgnæfandi!

  1. Hann segist ætla að -- hætta við samninga við ESB um fríverslunarsvæði yfir Atlantshafið.
  2. En einnig að hætta við sambærilegan samning, við fjölda landa við Kyrrahaf.
  3. Að auki, segist hann ætla -- að endursemja um NAFTA!
    --Sem hann telur ekki nægilega hagstætt Bandaríkjunum.
  4. Ef það er ekki nóg, vill hann enn -- taka upp viðskiptasamninga aðra í gildi, til að breyta viðskiptajafnvægi Bandaríkjanna við þau lönd -- sem Bandaríkin haga lengi haft viðskiptahalla gagnvart.

Trump m.ö.o. hefur ekki bakkað frá -- Zero/Sum -- hugsun sinni gagnvart utanríkisviðskiptum.

  1. Þetta er afskaplega einfalt, en til þess að færa til viðskipti t.d. milli Kína og Bandar. úr viðskiptahalla -- þyrfti verulegan toll.
    --Ég hef enga trú á því, að Kína samþykki slíkan, þ.e. það mikinn toll sem til þyrfti.
  2. Síðan fullkomlega misskilja -Trump-istar- afleiðingar slíkrar tollastefnu.
  • En afleiðing þess að setja verndartolla á þau lönd sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart.
  • Eru ekki þær að skapa hagvöxt.
  • Heldur þær, að skapa -- algerlega tafarlausa kreppu.

En viðskipti milli landanna eru í dag svo afskaplega flókinn vefur.
Að það er ekki á skömmum tíma unnt að vinda ofan af þeim vef á skömmum tíma.

  1. Í mörgum tilvikum er framleiðlan ekki til innan Bandar.
  2. Eða, að framleiðslugeta er langt undir því sem til þyrfti.
  3. Að auki, er orðið algengt að íhlutaframleiðendur -- þróa íhlutinn í samvinnu við endanlegan framleiðanda --> Sem þíðir, að ekki er unnt að fá sambærilegan hlut frá annarri verksmiðju.


Tollarnir hans Trumps muni því án nokkurs minnsta vafa - valda kreppu!

Vandinn er sá, að þeir skila neikvæðum áhrifum sínum --> Nánast samstundis.
--Þ.e. að hækka verðlag á því sem er framleitt í þeim löndum, sem lenda í tolli.

  1. Vegna þess að mikið af framleiðslunni -- er einfaldlega ekki mögulegt að færa til Bandaríkjanna á skömmum tíma.
  2. Þá væru það einmitt megin áhrif slíkrar tollastefnu:
    A) Að hækka verðlag, sem leiði til lækkaðra lífskjara.
    B) Að eyða störfum í verslunargeiranum, því hækkað verðlag mun að sjálfsögðu skila samdrætti í neyslu.
    C) Samdráttaráhrifin af tollastefnunni væru slík -- að þau drekktu öllum hugsanlegum jákvæðum áhrifum af stefnu Trumps.
  3. En í besta falli skila meint jákvæð áhrif sér á mörgum árum.
    A) Það tekur tíma að reisa nýjar verksmiðjur í Bandar.
    B) Það þíðir sannarlega nýja fjárfestingu -- en einnig að verðlagið helst hátt áfram, þ.s. að framleiðslan í nýju verksmiðjunum yrði að borga niður kostnaðinn af því að reisa þær + plús vegna hærri launa innan Bandaríkjanna.
    C) Sem þíðir að - lækkun lífskjara vegna hækkaðs verðlags; skilar sér ekki til baka! Ég meina --> Aldrei.
  4. Það tæki í besta falli mörg ár að vinna upp þau störf er mundu tapast í verslun, með hugsanlegum nýjum framleiðslustörfum.

Í stað þess að aukinn hagvöxtur skili ríkinu auknum veltutekjum.
Til að bæta því upp -- skattalækkanir.

  • Þá í staðinn, mundi efnahagssamdráttur vegna samdráttar í neyslu.
  • Leiða til minnkunar veltutekna ríkisins í Bandaríkjunum.
  • Þar með því, að er skattalækkanir leggjast þar við -->
    Væntanlega valda gríðarlegum rekstrarhalla alríkisins.
    Því hratt vaxandi skuldasöfnun alríkisins.

___Því má ekki gleyma, að Trump vill enn auka útgjöld til varnarmála!
Þ.e. færa þau til baka í það hlutfall af þjóðarframleiðslu er var 1993.

Þá að sjálfsögðu verðu hallinn -- enn enn stærri.
Og því skuldasöfnun!

  1. Trump gæti því tekist að hækka skuldir alríkisins það mikið.
  2. Að loksins bili traust heimsins á dollarnum.

 

Niðurstaða

Heildarútkoma efnahagsstefnu Trumps virðist enn vera sú sama og áður: A)Ný kreppa, innan Bandaríkjanna og einnig heimskreppa. B)Vegna efnahagssamdráttar mundi ríkishallinn í Bandaríkjunum óhjákvæmilega aukast - þar við bætast skattalækkana hugmyndir er frekar draga úr skatttekjum, og ekki má gleyma hugmyndum Trump um aukningu útgjalda til hermála. C)Það blasi því við -- algert met í hraðri skuldasöfnun hins sameiginlega ríkissjóðs Bandaríkjanna.

Þannig að Trump gæti hugsanlega tekist það sem fyrri forsetum Bandaríkjanna hefur fram að þessu ekki tekist - þ.e. að kalla fram missi á tiltrú heimsins á dollarnum.

 

Kv.


Herstjórnin í Tælandi fær nýja ólýðræðislega stjórnarskrá samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu er haldin var með ólýðræðislegri aðferð

Það sem vekur athygli við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar -- að þrátt fyrir að öll gagnrýni á tillögur um nýja stjórnarskrá hafi verið bönnuð í fjölmiðlum, og á netmiðlum einnig - að auki allir fundir gegn stjórnarskrártillögum hersins einnig bannaðir.

  1. Náði herinn samt einungis fram samþykki 61,4% þátttakenda.
  2. Þátttaka var einungis 55%.

____Aðferðin að sjálfsögðu minnkar mjög mikið - lögmæti hinnar nýju stjórnarskrár.

  1. En skv. henni, þá hefur ný Öldungadeild þingsins, sem herinn mun skipa.
  2. Neitunarvald á lög, sem meirihluti kjörinnar Fulltrúadeildar, mundi samþykkja.
  • Að sögn hersins, er pólitískur óstöðugleiki innan Tælands sl. 25 ár, spilltum stjórnmálamönnum að kenna!

____Það áhugaverða er, að herinn hefur nú 3-skipti steypt þjóðkjörinni ríkisstjórn.

Í öll skipti hefur verið um að ræða ríkisstjórn flokka sem tengjast fjölskyldu Thaksin Shinawatra.

  1. Glæpur þessara flokka, virðist fyrst og fremst sá, að hafa verið nærri ósigrandi við kjörborðið sl. 25 ár.
  2. Thaksin Shinawatra á sínum tíma, sá tækifæri í því að -- setja skattfé í það að þróa héröð inn til landsins sem þá voru fátæk sveitahéröð, með íbúum er höfðu litla kosningaþáttöku.
    --En fram að þeim tíma, var þróaði hluti Tælands nær einskorðaður við héröðin nærri höfuðborginni.
  3. Íbúar þeirra svæða sem fengu fé til að þróast - gerðust síðan mjög tryggir kjósendur flokka tengjda fjölskyldu Thaksin Shinawatra.

Það er mjög erfitt að skilja deilurnar í landinu -- en í stað þess að höfða til þessara kjósenda inn til landsins.
Þá virðast flokkar þeir sem sóktu fylgi til svæðanna nærri höfuðborginni -- hafa þess í stað stutt herinn í því, að --> Draga tennurnar úr lýðræðinu.

  • Mann grunar að eitthvað sé til í ásökunum þess efnis, að þeim svæðum sem tilheyra héröðum nærri höfuðborginni -- sé að finna elítu sem hafi verið vön að stjórna landinu.
  • Og hafi ekki áhuga á að sleppa þeim valdataumum.

Fyrst að þeim hafi ekki tekist að halda stjórn á landinu með lýðræðislegri aðferð.
Þá sé lausnin að -- takmarka til mikilla muna raunveruleg áhrif kjósenda!

Thai junta passes ballot box test with referendum win

Thai referendum: Military-written constitution approved

Sjá eldri umfjöllun mína: Tæland hefur nánast verið í samfelldri pólitískri krísu í rúman áratug

 

Niðurstaða

Það er sorgleg útkoma að elítan innan Tælands virðist ekki geta unað þeim niðurstöðum sem frjálsar lýðræðislegar kosningar leiða til innan Tælands. En ég lít svo á að það sé henni þvert á móti að kenna, sá óstöðugleiki sem hefur verið til staðar. En 3-skipti hefur réttkjörinni ríkisstjórn verið steypt af hernum sl. 25 ár!

Þeir sem hafi verið ósáttir hafi verið þeir sem töldu sig vera að missa spón úr sínum aski, vegna þeirra breytingar að héröð inn til landsins sem voru til samans fjölmennari en svæðin nærri höfuðborginni -- voru í reynd farin að stjórna landinu.

3-skipti stóðu slíkir hópar fyrir óspektum, sem í sömu skipti voru síðan notuð af hernum sem tilliástæður fyrir þörf fyrir að herinn mundi koma á röð og reglu.

 

Kv.


Uppreisnarmenn í Sýrlandi virðast óvænt hafa rofið umsátrið um Aleppo

Enn virðast fregnir ekki staðfestar - t.d. hafna fréttastofur stjórnvalda í Damaskus því gersamlega að uppreisnarmenn hafi tekið Ramousah herstöðina í Aleppo, segja þess í stað að árás uppreisnarmanna hafi verið hrundið með miklu mannfalli.

Á hinn bóginn, virðast sjónarvottar sem alþjóða fréttastofur hafa náð tengslum við - staðfesta a.m.k. það að uppreisnarmenn hafi náð herstöðinni að hluta.
En að á sama tíma, þó að fylkingar uppreisnarmanna er sóktu að stöðinni úr tveim áttum hafi náð saman, þá sé ekki komin -- örugg tenging milli svæða uppreisnarmanna og hverfa undir stjórn uppreisrnarmanna í Aleppo.

Það má einnig reikna með því, að fylkingar er styðja stjórnvöld í Damaskus, geri tilraun til gagnárásar -- til að enddurreisa umsátrið, ef það hefur sannarlega verið rofið.

Battle for key military base rages in Syria&#39;s Aleppo

Intense fighting as Syrian rebels break through Aleppo siege

Syria’s rebels unite to break Assad’s siege of Aleppo

Mynd tekin fyrir nokkrum dögum í kjölfar loftárásar!

 

Ef uppreisnarmenn ná að tryggja að nýju samgöngur við Aleppo

Þá væri það meiriháttar ósigur fyrir tilraunir stjórnarinnar - með stuðningi lofthernaðar frá Rússlandi, og hermanna samtímis frá íranska Byltingarverðinum og Hezbollah; að halda svæðum í Aleppo undir stjórn uppreisnarmanna í herkví.

Það mundi auðvitað, staðfesta veikleika stjórnarhersins -- sem hefur þrátt fyrir mikla aðstoð bæði úr lofti og á landi, frá hersveitum hliðhollum Íran.

Ekki gengið sérlega vel í því að sækja fram, t.d. fyrir nokkrum vikum þá mistókst gersamlega tilraun til sóknar í átt til Raqqa -- er ISIS sveitir gerðu gagnárás og hröktu hersveitir er studdu ríkisstjórnina á þeirri víglínu, alla leið aftur til baka.

Ef umsátrið um Aleppo -- mistekst einnig, en þar fer mun stærri tilraun.
Þá má reikna með því -- að "mórallinn" í liði stjórnarsinna, verði lakari í kjölfarið.

Samtímis að slíkur sigur væri vítamínsprauta fyrir uppreisnina.

 

Einn möguleiki væri sá, að þetta gæti stuðlað að því, að tilraunir til sátta í stríðinu verði hafnar að nýju!

En meðan að fylkingar er berjast -- trúa enn á hernaðarsigur.
Þá er rökrétt séð -- ómögulegt að ná fram samkomulagi um frið.

Þannig, að ef ósigur við Aleppo -- slær á sigur trú stjórnarsinna. Þá er það hugsanlegt, að í kjölfar slíks ósigurs; þá verði stjórnarsinnar tilbúnir til þess að gefa meir eftir við samningsborðið en þeir fram að þessu hafa verið tilbúnir til.

En síðustu sáttaumleitanir -- runnu eiginlega í sandinn, er atlaga stjórnarsinna að Aleppo hófst fyrir alvöru.

Kannski verða átökin um Aleppo -- fjörbrot tilrauna til að ljúka stríðinu með hernaðarsigri.

 

Niðurstaða

Til þess að unnt sé að ljúka átökum í Sýrlandi með sátt. Þá er það nauðsynlegt að helstu stríðsaðilar séu búnir að gefast upp á tilraunum til hernaðarlegs sigurs.
En meðan að aðilar trúa á sigur -- enn. Þá rökrétt, eru þeir ekki tilbúnir til að sýna nægilegan sveigjanleika í samningum, þannig að líkur séu á því að samningar leiði fram frið.

Þannig, að það staðfestist að umsátur stjórnarsinna um Aleppo hafi misheppnast.
Þá gæti það hugsanlega breytt afstöðu stjórnarsinna til sáttaumleitana.

Þannig aukið líkur á því að stríðinu ljúki við samningaborðið.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband