Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Venesúela tekur upp nauðungarvinnu

Amnesty International hefur ályktað gegn þessu framferði: Venezuela: New regime effectively amounts to forced labour.
Þessi aðgerð sýnir greinilega mjög hátt stig örvæntingar stjórnvalda, í landi þar sem matarskortur er orðinn alvarlegt vandamál -- þó að þar sé að finna mestu olíubyrgðir í heimi innan einstaks lands; og matarskortur er farinn að valda óeirðum.

  1. "The decree, officially published earlier this week, establishes that people working in public and private companies can be called upon to join state-sponsored organizations specialized in the production of food."
  2. "They will be made to work in the new companies temporarily for a minimum of 60 days after which their “contracts” will be automatically renewed for an extra 60-day period or they will be allowed to go back to their original jobs."

Ef ég skil þetta rétt - er tæknilega ekkert sem hindra stjórnvöld í því að endurnýja þvingunina á 60-daga fresti.

Þannig að ályktun Amnesty, þ.e. þrældómur - er eðlileg.

Í frétt Financial Times: Venezuela’s armed forces tighten grip as food crisis grows.

Hafa stjórnvöld í mjög auknum mæli látið - her landsins taka yfir mikilvæga grunnstarfsemi.

  1. "As well as taking charge of food production and distribution..."
  2. "...Venezuela’s ports have come under army control..."
  3. "...several government ministries now report directly to the defence minister and to Mr Maduro."

Ef maður hefur þetta í samhengi við forsetatilskipun um - vinnuþrælkun.
--Virðist augljóst, að akrar verða undir eftirliti hermanna - meðan að íbúum landsins er skipað að þrælka þar - væntanlega fyrir ekki neitt.

  • Ég man ekki eftir neinu sambærilegu tilviki -- nema í Kambútseu Pol Pots.
  • Þegar almenningi var haldið í vinnuþrælkun á ökrum landsins.

___Ég á þó ekki von á því, að Maduro fari einnig í þá skó Pol Pots - að hefja skipulögð fjöldamorð.

Með landið undir nánast beinni stjórn hersins - í gegnum forsetann. Þá virðist augljóst að lítið sé eftir af byltingu Chavezar heitins.

Ég einhvern veginn held að Chavez heitinn hljóti að snúa sér við í gröf, þegar skipulögð vinnuþrælkun vinnandi fólks í Venesúalea - virðist hafin.

En ástandið í landinu hefur sokkið hratt síðan hann lést!
___Nú er byltingin löngu búin að snúast í sína andhverfu.

Nú örugglega sakna menn þess ástand er var í landinu áður en þeir félagar Chavez og Maduro komust til valda -- en þó að margar þeirra stjórna er þá voru hafi verið spilltar og tekju-misskipting mikil - elítan auðug, þá var aldrei skortur á mat í landinu né fyrirskipuð vinnuþrælkun af hendi stjórnvalda til staðar.

 

Niðurstaða

Ástand mála í Venesúela er fullkomlega sorglegt. En ástandið er vel unnt að laga - með breytingu á stjórnarfari. Það er eiginlega erfitt að skilja hvernig unnt er að klúðra einu auðugusta landi frá náttúrunnar fari inn í svo hrikalega slæmt ástand.

Sérhvert vandamál er heimatilbúið - en aðgerðir stjórnvalda virðast einungis gera eitt; að grafa landið dýpra í svaðið!

Þ.e. erfitt að trúa því að þegar ástand mála er þetta djúpt sokkið.
Að það geti verið löng bið eftir sprengingu.

  • En ég er enn að óttast - innanlandsátök.
  • Auðvitað er hætta á stórri - bylgju flóttamanna til nágrannalanda.

Þegar stjórnarfarið á endanum hrynur til grunna.
__En þá virðist mér geta tekið við upplausnarástand er gæti varað um árafjöld.

 

Kv.


Xi Jinping leiðtogi Kína -- fyrirmynd Erdogans?

Ég velti þessu fyrir mér - er ég veitti athygli hvert sjónum Erdogans hefur nýjast verið beint, í þeim hreinsunum sem eru í gangi innan Tyrklands. En síðan Xi Jinping komst til valda innan Kína, hefur hann einmitt stundað umfangsmiklar hreinsanir -- í því formi að fjöldi aðila tengdir keppinautum innan valdaflokksins, hafa verið ákærðir fyrir spillingu.
--Þetta væri ekki grunsamlegt, ef það virtist ekki svo - að línan sé á þann veg, að þetta hendi eingöngu aðila sem hafa stutt þá fylkingu innan valdaflokksins er var á undan við völd, eða aðila er virðast hafa orðið undir í valdabaráttunni innan flokksins.

  • En punkturinn í þessu tilviki - snýr að þrýstingi sem markaðs-greinendur innan Kína urðu fyrir - fyrir nokkrum mánuðum; er víðtæk hræðsla var til staðar þess efnis að skammt væri í bólusprengingu innan efnahagslífsins innan Kína.
  • Þá virtist sem að - hver sá sem birti fréttir eða greiningar á markaðnum innan Kína, sem túlkaðar voru af aðilum nærri Xi Jinping - sem neikvæðar; ættu það á hættu að verða handteknir.

Recep Tayyip Erdogan’s purge extends from soldiers to a stock analyst

 

En skv. nýjustu fréttum, er Erdogan einmitt að beita markaðsgreinendur þrýstingi og hótunum um lögsókn!

  • "Mert Ulker, head of research at Ak Investment, the brokerage arm of Turkey’s second-biggest bank, was stripped of his licence by the Capital Markets Board over a research report he issued to investors after the July 15 putsch."
  1. "Mr Ulker’s report featured the standard predictions for the lira, the stock exchange and other economic indicators."
  2. "It also offered his analysis of the coup’s potential political impact and theories behind the perpetrators."
  • "In punishing Mr Ulker...the board...cited laws against insulting the institution of the presidency."
  • Other Turkish brokerage houses say they have also been asked to hand over copies of their client research in what one official said was an attempt to determine whether they had damaged the country’s market credibility."

En, ef menn virkilega vilja vera ósanngjarnir - geta þeir ákveðið að mistúlka sérhverja efasemd í greiningum greinenda um framtíðarhorfur í efnahagsmálum Tyrklands -- sem tilraun til að skaða hagsmuni landsins -- sem gæti t.d. hugsanlega flokkast undir landráð.

Og samtímis, sérhverja tilraun til að greina áhrifin af valdaránstilrauninni og þeim hreinsunum sem eru í gangi - á efnahag Tyrklands; sem árás á forsetann.

  • Þ.e. ein klassísk aðferð í einræðislöndum - að hafa t.d. lög um landráð, óljóst orðuð -> Þannig að því sé haldið afskaplega opnu, hvað geti talist slíkt.
  • Innan Tyrklands virðist meiðyrðalöggjöfin gagnvart embætti forseta - orðin afskaplega opin með sambærilegum hætti, þannig að unnt sé að túlka nánast hvaða skrif sem er, sem ekki fela í sér lof um forsetann; sem brot á þeim.

______Ég sé ekki endilega í þessum hreinsunum sannanir þess efnis, að Erdogan sé á leiðinni að gera Tyrkland að -- klerkaveldi.

_____Eiginlega svipar þessum hreinsunum til þess sem oft hefur áður gerst - einfaldlega í einræðislöndum, sbr. hvernig þeim um sumt svipar til hreinsana Xi Jinping.

En hann hefur beitt dómskerfinu í Kína -- að því er best verður séð, óspart til að klekkja á pólitískum andstæðingum, og sérhverjum þeim sem honum er í nöp við - nánast óháð tilefni að því er best verður séð.

 

Niðurstaða

Er Erdogan að breyta Tyrklandi í einræðisíki? Vísbendingum í þá átt fer hratt fjölgandi.
Á hinn bóginn, hafandi í huga að nálgun hans svipar til nálgunar einræðisherra almennt, sem og hegðunar - flokkseinræðislanda.
--Þá bendi þetta ekki endilega til þess að hann fyrirhugi klerkaveldi, eins og sumir halda fram.

 

Kv.


Kosningabaráttan í Bandaríkjunum að þróast í skrítna satíru

Sjálfsagt missti enginn af því, að Trump sagði eftirfarandi:

"“Russia, if you’re listening, I hope you’re able to find the 30,000 emails that are missing,” Mr. Trump said, staring directly into the cameras during a news conference. “I think you will probably be rewarded mightily by our press.”"

"Later in the news conference, when asked if he was really urging a foreign nation to hack into the private email server of Mrs. Clinton, or at least interfere in the nation’s elections, he dismissed the question. “That’s up to the president,” Mr. Trump said, before finally saying “be quiet” to the female questioner. “Let the president talk to them.”"

En þarna vísaði hann til fjölda e-maila sem Clinton hafnaði að senda yfir til FBI - er FBI var að rannsala e-mail mál Clintons.
-Að sögn, vegna þess að um - persónuleg einkasamskipti væri að ræða.

 

Hvað sem þessu gríni Trumps viðkemur

Þá virðist hafa verið framkvæmd skipulögð hakk árás á vefþjóna Demókrata flokksins.
Og mönnum virðist fúlasta alvara með þá ásökun -- að rússneskir aðilar hafi staðið að baki.
Taldir þeir sömu, og hafi fyrr á árinu staðið að baki hakk árás á Hvíta-húsið og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.

  • Engin leið að vita fyrirfram - sannleiksgildi þeirra ásakana!

En þ.e. a.m.k. ástæða að ætla, að Rússar hafi áhuga á að hjálpa Trump.
Vegna þess, að stefna Trumps - ef framkvæmd, gæti veitt Rússum margvísleg ný tækifæri til áhrifa!

Tölum ekki um, ef Trump mundi - taka Bandaríkin út úr NATO.
Þá stæði það sem eftir væri af NATO - eftir mjög veiklað.

Og Pútín ætti mjög raunhæfa möguleika þá á - að beita NATO lönd þrýstingi.
________

Það þarf ekki vera svo langt sem - að hefja stríð.
En þrýstingur getur tekið mörg form, allt frá efnahagsþrýstingi - yfir í notkun flugumanna til að skapa óróa og ringulreið, yfir í beitingu málaliða herliðs - til að skapa enn meiri óróa og ringulreið.
Meðan að Pútín mundi - eins og þegar kemur að átökum í A-Úkraínu - láta sem að þau tengist ekki Rússlandi eða nánar tiltekið stjórnvöldum í Kreml, með nokkrum hætti.

En gefa í skyn, að Rússland geti leyst málið -- ef tilteknar eftirgjafir eru veittar.
________

Pútín hefur lengi verið ósáttur við þá útkomu, að fyrrum leppríki Sovétríkjanna, hafa gengið í NATO. Og ekki síður, að þar fyrir innan eru einnig 3-lönd er áður voru innan landamæra Sovétríkjanna.

Ef hann telur sig hafa möguleika til að breyta þeirri útkomu að einhverju verulegu leiti til baka --> Þá er alveg ástæða að ætla að það geti vel verið satt - að Pútín sé að beita leyniþjónustu sinni til stuðnings, Trump.

 

 

Niðurstaða

Það virðast engin takmörk fyrir því hvað Trump er tilbúin að segja -- til að fá enn fleiri stríðsleturs fyrirsagnir. Maður veltir fyrir sér, hvert getur Trump farið þaðan - en hann virðist í stigmögnun frekar en hitt.
Og Clinton virðist á þeirri leið að dempa sér beint á bólakaf í þann leðjuslag, sem Trump er að bjóða upp á.
Líklegt virðist að Trump muni lengi enn vera til í að -- slá lægra.


Kv.


Mikilmennskubrjálæði Trumps - gæti leitt fram töluverða einangrun Bandaríkjanna, ásamt hnignun heimsvalda þeirra

En Trump og fylgismenn virðast hafa þá hugmynd að Bandaríkin séu sjálfur miðpunktur heimsins, að þau geti -hvorki meira né minna- en skipað heiminum fyrir verkum, sett heiminum skilyrði.

Þegar kemur að bandamönnum Bandaríkjanna, virðist Trump hafa þá hugmynd, að Bandaríkin geti krafist -- skatts af þeim, auk þess að hann virðist hafa þá hugmynd, að þau mundu sætta sig við þvingað viðskiptakerfi Merkantílískt í eðli sínu er hannað væri til þess að Bandaríkin eingöngu græði.

En ég bendi ykkur á að lesa mjög áhugavert viðtal við Trump: Donald Trump on NATO, Turkey’s Coup Attempt and the World -- þ.s. hann ítrekað tönnslast á orðalaginu "hvað höfum við upp úr þessu" -- það virðist miðpunktur hans nálgunar; að Bandaríkin eigi einungis að starfa með ríkjum - sem geta greitt Bandaríkjunum allan kostnaðinn sem hugsanlega á fellur ef Bandaríkin taka þátt í þeirra vörnum, og síðan eigi viðskiptafyrirkomulag það sem Bandaríkin búa við gagnvart þeim - að fela í sér nettó gróða Bandar.

  1. Á tímum Kalda-stríðsins, viðhöfðu svokölluð Sovétríki, stýrt og lokað viðskiptakerfi við svokölluð bandalagsríki -- sem stjórnað var gersamlega af miðstjórnarvaldi Sovétríkjanna.
  2. Þetta virðist eiginlega vera --> Hugmynd Trumps.
    --Einhvers konar COMECON fyrirkomulag, þ.s. með sambærilegum hætti færi fram nákvæmlega stýrð verslun, með nákvæmlega stýrðum skiptum á gæðum.
  • Merkilegt að hugsa til þess - að viðskiptamaðurinn Trump sé sennilega að leita til Sovétríkjanna sálugu.

______Og bandalagsríki Sovétríkjanna, voru - í raun og veru, ófrjáls leppríki.

  • En einhvern veginn, virðist Trump og fylgismenn, halda að það sama eigi við um bandalagsríki Bandaríkjanna -- að þau séu í reynd, ófrjáls leppríki.

Þess vegna geti hann, Trump, sett þeim stólinn fyrir dyrnar.
Skipað þeim fyrir verkum -- og ef hann sé nægilega ákveðinn, fái hann sitt fram.

  1. Svo virðist hann raunverulega halda, að hann geti beitt Kína einhverju svipuðu, þ.s. Kína sé svo háð Bandar.markaði.
  2. Þ.e. hann geti umpólað viðskiptum Kína við Bandaríkin -- eða hann mundi væntanlega hóta einhliða tollamúrum.
    --Að auki hótar hann að taka Bandaríkin út úr Heims-viðskiptastofnuninni, en einhliða tolla aðgerðir af því tagi sem hann talar um, eru brot á reglum "WTO."


Ef hann lætur verða af þessu -- þ.e. setur einhliða háa tollamúra; eftir að ég reikna fastlega með -- að kröfum hans verði algerlega hafnað!

Þá á að sjálfsögðu eftir að verða mjög harkalegt samskiptarof milli hvort tveggja í senn - bandalagsríkja Bandaríkjanna, og annarra landa svo sem Kína - sem einhliða tollamúrar Trumps muni einnig bitna á.

  1. Það getur mjög vel svo farið -- ef Bandaríkin undir stjórn Trumps, setja á einhliða tollamúra -- sem án vafa orsaka heimskreppu.
  2. Sem líklega veldur því að upp rís mjög sterk óánægjubylgja í fjölmörgum mikilvægum ríkjum heims - gagnvart Bandaríkjunum -- -- þegar bylgja atvinnuleysis hellist yfir.
    --Sú bylgja hellist einnig yfir í Bandar. sem ekki geta sloppið við þær kreppuafleiðingar heldur.--
    --Þá er sennilegt að upp rísi óánægjubylgja innan bandar. samfélags gegn Trump.--

  3. Að helstu viðskiptaríki heims, fyrir utan Bandaríkin -- leitist við að halda eins miklu af núverandi heimsviðskiptakerfi gangandi, og framast er mögulegt - án beinnar þátttöku Bandaríkjanna.
  4. M.ö.o. að leitast verði við, að einangra --> Bandaríki Trumps.
  • Það áhugaverða við þá sviðsmynd --> Að ef við gerum ráð fyrir að öðrum löndum takist þessi aðlögun, að eiga viðskipti sín á milli - án þátttöku Bandaríkjanna.
  • Þá er sennileg afleiðing --> Að stefna Trumps valdi því, að Bandaríkin -- hreinlega tapa þeim miklu áhrifum innan viðskiptakerfis heimsins, sem þau hafa haft undanfarna áratugi.
  • M.ö.o. að ófyrirséð afleiðing -frá sjónarhóli fylgismanna Trump og hans sjálfs- sé að í stað þess að styrkja valdastöðu Bandaríkjanna --> Þá leiði sú stefna að setja heiminum stólinn fyrir dyrnar, til -- stórfelldrar veikingar áhrifa Bandaríkjanna, innan heims kerfisins.

Ef við gerum ráð fyrir að þær ályktanir séu réttar!


Þá virðist sennileg afleiðing verða -- mikil valdatilfærsla frá Vesturlöndum til - einkum Kína, en einnig nokkru leiti til Indlands og einhverju leiti til Rússlands!

En -> Ef Bandaríkin, leitast við að einangra sig, segja sig frá viðskiptakerfi heimsins - sem þau sjálf bjuggu til.
Og önnur lönd, þ.e. Kína - Asíulönd - Evrópa - Suður-Ameríka - Afríka o.flr. --> Ákveða að einfaldlega halda kerfinu í gangi!

  • Þá rökrétt er það Kína -- sem verður megin þungamiðja viðskiptakerfisins, í stað Bandaríkjanna.
  • Völdin yfir því, og stjórn á því reglukerfi sem þar er að finna -- flytjast þá stórum hluta þangað.

___________Þetta gæti leitt til þess, að loksins hverfi heimurinn frá því dollarakerfi sem verið hefur -- en meðan að Bandaríkin hafa enn ráðið mestu innan heims-viðskiptakerfisins, hafa þau getað varið stöðu dollarsins.

En, ef Trump segir Bandaríkin frá heims-viðskiptakerfinu, þá hverfur einnig sú aðstaða sem Bandaríkin hafa fram að þessu haft - þar innan, til að verja stöðugt stöðu síns gjaldmiðils.

  • Kína mun örugglega nota tækifærið -- til að setja sinn gjaldmiðil í hásætið.


Renminbið -- verður kannski ekki alveg eins óskorað og Dollarinn hefur verið!

En evran er þarna til staðar áfram - svo jenið.
--En renminbi í kjölfarið gæti sókt gríðarlega hratt á!

Og fjöldi landa tekið það upp í viðskiptum sín á milli - í stað dollars viðskipta.

  1. Það gæti orðið ein megin afleiðing helstefnu Trumps.
  2. Að binda endi á veldi dollarsins --> Og völd Bandaríkjanna yfir heims-viðskiptum.

___Ég skal ekki segja að Bandaríkin verði einhver N-Kórea, en eins og sagt er á ensku "they won't prosper under Trump."

 

Niðurstaða

Margir hafa spáð yfirvofandi hruni veldis dollarsins, en allar spár um slíkt fram að þessu hafa ekki reynst á rökum reistar. En yfirgengilega heimskuleg stefna Trumps -- gæti einmitt haft þær afleiðingar - að binda endi á veldi dollarsins.
--Að auki gæti önnur megin afleiðing orðið sú, að Bandaríkin glati þeim miklu áhrifum innan heims viðskiptakerfisins - sem þau hafa fram að þessu haft, þ.e. ef Trump lætur virkilega verða af því, að segja sig úr því --> Þá rökrétt glata Bandar. samstundir stjórninni yfir því.

En vandi við mikilmennskubrjálæði Trumps - er, hann "eins og George Bush gerði á sínum tíma" stórfellt ofmetur raunverulega getu Bandaríkjanna; til að ráða yfir öllum hinum.

  • Ef Kína spilar í kjölfarið sig með snjöllum hætti --> Þ.e. gætir þess að ofmeta sína stöðu ekki --> Þá gæti Kína grætt mjög marga bandamenn sem Kína hefur fram að þessu ekki haft --> Í kjölfar þeirrar óánægjubylgju er mundi hefjast, ef Trump veldur heimskreppu.

Samtímis, ef Kína gætir að sér, gætir þess að notfæra sér ekki með of harkalegum hætti sína stöðu --> Þá er það vel hugsanlegt, að meðan að samskipti Bandaríkjanna mundu sennilega kulna mjög mikið við sína Bandamenn, og Evrópu.
--> Þá samtímis batni samskipti Kína við sömu lönd, verulega!

Ef Kína spilar sína stöðu af skynsemi, gæti Kína grætt mikla valdastöðu!
--Án umtalsverðrar andstöðu!

En þ.e. lykillinn, að Kína mundi einnig þurfa að gæta sín á --> Stöðu-ofmati.
_________
Ef Rússlands Pútíns --> Mundi spila sig með varfærni, þ.e. forðast þá mögulegu og huganlegu útkomu, að -- hefja átök við Evrópu - eða NATO lönd án Bandaríkjanna!

Þá gæti Rússland auðveldlega náð fram, endi bann aðgerða gegn Rússlandi.
Og raun samþykki Evrópu á því, að Rússland hafi -- áhrifasvæði innan Evrópu.
--T.d. Úkraínu og lönd er áður voru innan landamæra Sovétríkjanna.

  • Ef Pútín mundi gæta sín á --> Stöðu ofmati, gæti hann grætt veruleg aukin áhrif Rússlands, samtímis og stórfellt stöðu ofmat Trumps --> Mundi valda verulega miklum samdrætti raunverulega áhrifa og valda Bandaríkjanna.

 

Kv.


Rússland sakað um tilraun til þess að veikja framboð Clintons í von um sigur Trumps

Áhugaverðar ásakanir -- ég felli engan dóm á sannleiksgildi þeirra.
--En segi þó eitt, að ég get mögulega trúað þeim!
Því ég get alveg trúað því upp á stjórnvöld í Kreml, að vilja stuðla að sigri Trumps.

FBI investigates hacking of Democratic Party organization

Russia trail sees Moscow accused of wider aims

As Democrats Gather, a Russian Subplot Raises Intrigue

Released Emails Suggest the D.N.C. Derided the Sanders Campaign

 

Það virðist a.m.k. staðfest að e-mail vefur Demókrata flokksins var hakkaður af rússneskum aðilum

"Claire McCaskill, a Democratic senator from Missouri: “In the metadata you see that it’s been through Russian computers. The experts are saying this was Russia,” - “And it’s no question they’re doing this to try to impact our elections.”"

Það sem sérfræðingarnir eru að segja -- er að aðilinn sé rússneskur.

"But researchers have concluded that the national committee was breached by two Russian intelligence agencies, which were the same attackers behind previous Russian cyberoperations at the White House, the State Department and the Joint Chiefs of Staff last year."

Fyrst að aðilinn er talinn sá sami og hakkaði sig inn í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og vef Hvíta hússins -- en þær tölvuárásir voru taldar framkvæmdar undir handarjaðri rússnesku leyniþjónustunnar.

 

Af hverju eru rússnesk stjórnvöld að gera tilraun til að skaða framboð Clintons?

Ástæðurnar eru augljósar -- en nýlega þá sagði Trump að hann mundi ekki verja bandamenn Bandaríkjanna, ef þeir hefðu ekki greitt til Bandaríkjanna uppsetta kröfu um kostnað Bandaríkjanna af þátttöku Bandaríkjanna í vörnum viðkomandi lands -- sem Trump á enn eftir að nákvæmlega skilgreina.

Sjá texta viðtals: Donald Trump on NATO, Turkey’s Coup Attempt and the World.

  • Það auðvitað líklega veldur hruni NATO.

Sem Pútín hefur lengi dreymt um!

Að auki hefur Trump -- sagt, að hann muni líklega taka Bandaríkin út úr Heimsviðskiptastofnuninni.

 

Niðurstaða

Það ætti ekki að koma nokkrum á óvart, að Pútín vilji sigur Trumps -- þannig að fram að kosningum verða sennilega stjórnvöld Rússlands, með leyniþjónustuna í fullu starfi við að brjótast inn í vefþjóna Demókrata og annarra tengdum framboði Clintons.
Að auki virðist sennilegt að leyniþjónusta Rússlands, muni taka fullan þátt í þeirri ófræingarherferð gegn Clinton sem hefur um nokkurt skeið verið í gangi innan netheima.

En ef Trump eyðileggur NATO - og að auki neitar að verja fjölda NATO meðlima.
Þá færir hann Rússlandi þar með risa gjafir á silfurfati.

  • Mér virðist algerlega hugsanlegt, að Pútín geti endurreist a.m.k. að einhverjum hluta -- járntjaldið, í kjölfar gjafar Trumps.

 

Kv.


Alþjóðlega Ólympýunefndin fellur frá allherjar banni á rússneskt íþróttafólk - en á einungis 12 dögum þarf viðkomandi að sanna sakleysi sitt

Ákvörðun Alþjóðaólympýunefndarinnar: Decision of the IOC Executive Board concerning the participation of Russian athletes in the Olympic Games Rio 2016.

  1. Rússland getur kannski kallað þetta -- varnarsigur.
  2. Fáni Rússlands verður borinn inn á ólympýuleikana í Ríó.
  3. Rússneskir íþróttamenn fá nú 12-daga til að sanna sakleysi sitt, en skv. ákvörðuninni teljast allir rússneskir íþróttamenn - sjálfkrafa sekir nema sýnt sé fram á annað, m.ö.o. öfug sönnunarbyrði.
  4. En með því að heimila hverjum fyrir sig, að fá tækifæri að sanna sitt sakleysi - þá er tekið tillit til réttar hvers fyrir sig, a.m.k. að einhverju leiti.
  5. Það virðist komið undir sambandi hverrar greinar fyrir sig, að fella þetta mat.
  6. Á hinn bóginn, muni óháður mats maður skipaður af alþjóða nefndinni - fara yfir það mat í hvert sinn, það einungis gilda ef sá aðili sé sáttur við matið hverju sinni.
  7. Og þrátt fyrir þetta, verði sérhver rússneskur íþróttamaður sem fái keppnisheimild - undir viðbótar eftirliti og prófunum sem viðkomandi muni verða að skila af sér.
    --Annars muni keppnisréttur viðkomandi falla úr gildi, og árangur.

Vörn rússneskra yfirvald virtist fyrst og fremst felast í því, að vísa til þess - að önnur lönd væru einnig sek, m.ö.o. ekki í því beinlínis að hafna sekt - sem út af fyrir sig er áhugavert.

Á hinn bóginn, þó vitað sé að svindl tíðkist í öðrum löndum, þá er það sérstakt við tilvik Rússlands --> Þátttaka stjórnvalda sjálfra í svindlinu, þar á meðal með beitingu eigin leyniþjónustu - þátttöku Ráðuneytis Íþróttamála, og auðvitað hinnar opinberu rannsóknarstofu og starfsfólks hennar í svindlinu.

Út af því, hafi það verið niðurstaðan, að allir rússneskir íþróttamenn séu sjálfkrafa sekir -- vegna þess að þeir hafi starfað innan gjörspillts kerfis.

Þeir sem hafa aftur á móti keppt mikið erlendis, og geta vísað til prófa tekin á erlendum vettvangi, þar sem sýni hafa verið rannsökuð af aðilum utan Rússlands - sem njóta trausts Alþjóða Ólympýunefndarinnar; hafa þá það tækifæri sem vísað er til - að sýna fram á að þeir séu -hreinir.-

  • Það má m.ö.o. því vera að helstu rússnesku stjörnurnar fái að vera með.
  • Fyrir utan að hver sá sem einhvern tíma hefur fallið á prófi, fær ekki að vera með.

Þess vegna fékk ekki -Yuliya Stepanova- að vera með.
Þó hún hafi komið fram og vakið athygli á svindlinu.

Litið er á hana sem svikara þar af leiðandi af rússneskum aðilum.
-Það að hún fái ekki að vera með -- er því gagnrýnt af mörgum, að sú sem átti þátt í að afhjúpa svindlið - sé sett í skammarkrókinn ásamt hinum, sem höfðu þagað yfir því.

 

Niðurstaða

Vegna þess að hver íþróttamaður fær tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. En til þess að geta gert það - virðist sá eða sú þurfa að hafa keppt erlendis, og þar með tekið lyfjapróf á erlendri grundu - sem rannsökuð voru af aðilum utan Rússlands, af aðilum sem njóta trausts.
--Þá er útlit fyrir að það verði einhver hópur rússneskra íþróttamanna eftir allt saman á ólympýuleikunum í Ríó sem hefjast eftir 12 daga.
--Má reikna með mikilli spennu þessa 12 daga hjá íþróttafólkinu.

En hjá sérhverjum íþróttamanni er um tækifæri lífs viðkomandi gjarnan að komast á ólympýuleika.

 

Kv.


Hver smyglar olíu fyrir ISIS - og hvar endar hún?

Það áhugaverða er - ef marka má það sem -googl- hefur skilað, þá virðist mikið af olíusölu ISIS - flæða um olíusölukerfi heimastjórnarinnar í íraska Kúrdistan.
Einnig smygli margvíslegar mafíur á svæðinu - olíu fyrir ISIS.

  1. Ástæða þess að mikið af þessari olíu virðist -- eiga leið í gegnum Tyrkland.
  2. Virðist að henni sé smyglað -- saman við olíu sem heimastjórn Kúrda hefur fengið heimild tyrkenskra stjórnvalda til að dæla í gegnum olíuleiðslu sem liggur til Ceyhan í Tyrklandi, þar sem er olíuútflutningshöfn.

En sú leiðsla virðist hafa marga punka - þar sem unnt er að setja olíu inn á.
Menn mæta á vörubílum, hafa annað af tvennu þegar samkomulag við þá sem taka við henni eða mútur eru greiddar - svo blandað við olíu frá svæðum Kúrda.

  • Sennilega endar ISIS olía einnig innan Tyrklands, í gegnum aðrar smygleiðir -- undir stjórn svæðisbundinna mafía.
  • Einnig virðist magni olíu smyglað í gegnum Jórdaníu.

Smyglararnir gjarnan hiti upp olíuna - og blandi við aðra, til að fela upprunann.

-------Svo þarf að hafa í huga, að mikið af olíu er notuð á svæðum ISIS, af ca. 8 milljón heildaríbúafj. undir stjórn ISIS, og ISIS liðum sjálfum.

Svo auðvitað, er svartamarkaðs olía á boðstólum í Sýrlandi sjálfu.
__Selt vel undir markaðsverði!

Raqqa's Rockefellers

Þessi grein heldur því fram, að mikið af olíunni -- sem staldrar við í Ceyhan endi í Ísrael fyrir rest.

Israel buys most oil smuggled from ISIS territory - report

Þarna er endurtekin ásökun að miki af ISIS olíu endi í Ísrael --> Vegna þess að Ísraelar kaupi mikið af olíu, sem heimastjórn Kúrda í Írak, selur í gegnum Tyrkland.

12,000 Oil Smuggling Trucks Photographed Crossing Into Turkey From Iraq

Áhugaverð ásökun - - leyfi henni að fljóta með, að íraskir Kúrda umberi flæði vörubíla frá umráðasvæði ISIS. Get ekki fellt dóm á sannleiksgildi þess.

Islamic State smuggling Kirkuk oil via Kurdish middlemen: report

Þessi grein beinir einnig sjónum að -- kúrneskum millimönnum fyrir smygl á ISIS olíu.

 

Rétt að nefna ásökun frá RT sem flýgur í dag víða á netinu!

Most smuggled ISIS oil goes to Turkey, sold at low prices – Norwegian report

Skv. þessu á norskur aðili að hafa rannsakað olíusmygl að beiðni norskra stjórnvalda -- og norskur netmyðill hafa afhjúpað skjalið.

  1. Vandinn er sá, að þrátt fyrir netleit, hef ég ekki fundið neina umfjöllun um þetta mál!
  2. Sem ekki notar beint orðrétt -- tilvitnun RT.
  • M.ö.o. að sama RT(Russia Today)-fréttin hafi flogið víða.

En ég hef ekki fundið nokkra umfjöllun --> Sem nálgast málið úr annarri átt.
--M.ö.o. að mitt mat sé að þessi frétt sé --> Grunsamleg!

M.ö.o. að ég stórfellt efa að þessi meinta norska skýrsla sé yfir höfuð til.

___En ég hef séð nokkuð af net-umfjöllun, þ.s. þessi tilvitnun á að staðfesta sögusagnir þess efnis --> Að tyrknesk stjórnvöld taki þátt í olíusmygli ISIS!

  1. Á hinn bóginn, ég hef enga beina vísbendingu þess séð.
  2. Þvert á móti virðist mér að smyglið sé fullkomlega útskýranlegt, án þess að stjórnvöldum Tyrklands sé yfir höfuð blandað í málið.

___Einna helst ef til vill, að þau séu sek um -- ónógt eftirlit.

 

 

Niðurstaða

Að Kúrdar smygli ISIS - olíu er ekki endilega ótrúlegt. En t.d. Verkamannaflokkur Kúrdistan, sem er andstöðuhreyfing Kúrda innan Tyrklands -- þarf að sjálfsögðu að smygla öllum sínum vopnum til landsins. Og auðvitað þá hefur PKK ekki samstarf við tyrknesk stjórnvöld um smygl.
PKK starfar Sýrlandsmegin landamæranna, og einnig hefur hann einhver ítök Íraksmegin þeirra.
__Og þeir þurfa að fjármagna vopnakaup og smygl á vopnum!
Þetta er ekki ásökun heldur ábending.

Svo eru vísbendingar um það, að annað af tvennu sé veruleg spilling í gangi við flutning á olíu frá svæðum undir stjórn heimastjórnar Kúrda í Írak, eða að þeir umberi það að ISIS olíu sé smyglað í meðfram þeirra eigin olíuútflutningi í gegnum Tyrkland til hafnar í Ceyhan.
__Þá koma upp vangaveltur þess efnis, að gróðinn af því að kaupa olíuna á undirverði af ISIS - sé einfaldlega of freystandi.

  • Í umtalsverðri kaldhæðni, getur því ISIS olía að því marki sem henni er smyglað um olíuútflutning Kúrda verið að fjármagna samtímis -- starfsemi ISIS.
    --Og laun Peshmerga liða sem berjast m.a. við sveitir ISIS.

En það sem mér virðist er það -- að smyglið sé allt útskýranlegt án þess að blanda stjórnvöldum gannlanda Íraks og Sýrlands beint í málið. Efa t.d. að Ísrael hafi þá stefnu að kaupa olíu af ISIS - og ég stórfellt efast um sannleiksgild fullyrðinga Russia Today um meint tengsl tyrkneskra stjórnvalda við slíkt smygl.


Kv.


Trump sendir bandamönnum Bandaríkjanna, skýra aðvörun - ef þeir greiða ekki "tribute" kröfu þá sem hann ætlar að setja fram - hætti Bandaríkin undir hans stjórn að verja þá tilteknu bandamenn

Málið er að þetta er krafa um - "Tribute."
Það er, ef marka má hans umtal, ætlar hann að setja fram kröfu um tilteknar greiðslur fyrir þá þjónustu væntanlega sem hann metur af Bandaríkin inni af hendi til þeirra tilteknu landa; fyrir að staðsetja á þeirra landi tilteknar herstöðvar eða herstöð, ásamt hermönnum - vopnum og öðru til fallandi.

  • Hann virðist þannig séð, líta sömu augum á embætti forseta Bandaríkjanna - og það sitji faraó eða keisari; og nú ætlar keisarinn eða faraóinn - að heimta sitt "tribute."

Texti viðtals við Trump: Donald Trump on NATO, Turkey’s Coup Attempt and the World

  1. Eins og sést í þessu, eru viðhorf Trumps til varnarmála -- afar sérkennilegur grautur; en hann virðist tengja saman, utanríkisviðskipti <--> og varnir.
  2. Eins og kemur þarna skýrt fram -- spurning hans hvað höfum við haft upp úr þessu.
  3. Hann greinilega lítur svo á að kostnaður Bandaríkjanna við herstöðvar og hermenn víða um heim -- sé alltof mikill; það sjáist á hallarekstri bandar. ríkisins um nokkurt árabil, skuldasöfnun þess - sem og - viðskiptahalla Bandaríkjanna.
  • Ég velti fyrir mér t.d -- hvort að eitt af því sem hann hefur hug á að leggja fram kröfu um, vegna þess að hann eftir allt saman -- nefnir viðskiptahalla sem hluta vandamálsins.
  • Sé að gera kröfu um -- hagstæðari viðskiptajöfnuð við t.d. Japan - S-Kóreu, og Þýskaland.
    --En það eru þau helstu lönd meðal bandalagsríkja Bandar. sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla við.
  • Auk þess væntanlega samtímis, að krefjast -- hárra greiðsla fyrir hermenn á þeirra svæði, vopn sem þeir nota, og herstöðvar sem Bandaríkin reka á þeirra landsvæði.

Þegar hann segir -- sum löndin afar auðug!
Þá einnig koma vart önnur lönd til greina en þessi tilteknu.

-----------------------------------

SANGER: "...In our conversation a few months ago, you were discussing pulling back from commitments we can no longer afford unless others pay for them. You were discussing a set of alliances that you were happy to participate in.

TRUMP: And I think, by the way, David, I think they will be able to afford them.

SANGER: They may be.

TRUMP: We can’t.

SANGER: But I guess the question is, If we can’t, do you think that your presidency, let’s assume for a moment that they contribute what they are contributing today, or what they have contributed historically, your presidency would be one of pulling back and saying, “You know, we’re not going to invest in these alliances with NATO, we are not going to invest as much as we have in Asia since the end of the Korean War because we can’t afford it and it’s really not in our interest to do so.”

TRUMP: If we cannot be properly reimbursed for the tremendous cost of our military protecting other countries, and in many cases the countries I’m talking about are extremely rich. Then if we cannot make a deal, which I believe we will be able to, and which I would prefer being able to, but if we cannot make a deal, I would like you to say, I would prefer being able to, some people, the one thing they took out of your last story, you know, some people, the fools and the haters, they said, “Oh, Trump doesn’t want to protect you.” I would prefer that we be able to continue, but if we are not going to be reasonably reimbursed for the tremendous cost of protecting these massive nations with tremendous wealth — you have the tape going on?

SANGER: We do.

HABERMAN: We both do.

TRUMP: With massive wealth. Massive wealth. We’re talking about countries that are doing very well. Then yes, I would be absolutely prepared to tell those countries, Congratulations, you will be defending yourself.

SANGER: That suggests that our forward deployments around the world are based on their interests — they’re not really based on our interests. And yet I think many in your party would say that the reason that we have troops in Europe, the reason that we keep 60,000 troops in Asia, is that it’s in our interest to keep open trading lines, it’s in our interest to keep the North Koreans in check, you do that much better out away from the United States.

TRUMP: I think it’s a mutual interest, but we’re being reimbursed like it’s only in our interest. I think it’s a mutual interest. …

SANGER: We were talking about alliances, and the fundamental problem that you hear many Republicans, traditional Republicans, have with the statement that you’ve made is that it would seem to them that you would believe that the interests of the United States being out with both our troops and our diplomacy abroad is less than our economic interests in having somebody else support that. In other words, even if they didn’t pay a cent toward it, many have believed that the way we’ve kept our postwar leadership since World War II has been our ability to project power around the world. That’s why we got this many diplomats ——

TRUMP: How is it helping us? How has it helped us? We have massive trade deficits. I could see that, if instead of having a trade deficit worldwide of $800 billion, we had a trade positive of $100 billion, $200 billion, $800 billion. So how has it helped us?

SANGER: Well, keeping the peace. We didn’t have a presence in places like Korea in 1950, or not as great a presence, and you saw what happened.

TRUMP: There’s no guarantee that we’ll have peace in Korea.

SANGER: Even with our troops, no, there’s no guarantee.

TRUMP: No, there’s no guarantee. We have 28,000 soldiers on the line.

SANGER: But we’ve had them there since 1953 and ——

TRUMP: Sure, but that doesn’t mean that there wouldn’t be something going on right now. Maybe you would have had a unified Korea. Who knows what would have happened? In the meantime, what have we done? So we’ve kept peace, but in the meantime we’ve let North Korea get stronger and stronger and more nuclear and more nuclear, and you are really saying, “Well, how is that a good thing?” You understand? North Korea now is almost like a boiler. You say we’ve had peace, but that part of Korea, North Korea, is getting more and more crazy. And more and more nuclear. And they are testing missiles all the time.

SANGER: They are.

TRUMP: And we’ve got our soldiers sitting there watching missiles go up. And you say to yourself, “Oh, that’s interesting.” Now we’re protecting Japan because Japan is a natural location for North Korea. So we are protecting them, and you say to yourself, “Well, what are we getting out of this?”

SANGER: Well, we keep our missile defenses out there. And those missile defenses help prevent the day when North Korea can reach the United States with one of its missiles. It’s a lot easier to shoot down from there ——

TRUMP: We’ve had them there for a long time, and now they’re practically obsolete, in all fairness.

SANGER: Relatively new missile defenses would allow us ——

TRUMP: I’m only saying this. We’re spending money, and if you’re talking about trade, we’re losing a tremendous amount of money, according to many stats, $800 billion a year on trade. So we are spending a fortune on military in order to lose $800 billion. That doesn’t sound like it’s smart to me. Just so you understand though, totally on the record, this is not 40 years ago. We are not the same country and the world is not the same world. Our country owes right now $19 trillion, going to $21 trillion very quickly because of the omnibus budget that was passed, which is incredible. We don’t have the luxury of doing what we used to do; we don’t have the luxury, and it is a luxury. We need other people to reimburse us much more substantially than they are giving right now because we are only paying for a fraction of the cost.

SANGER: Or to take on the burden themselves.

TRUMP: Or, if we cannot make the right deal, to take on the burden themselves. You said it wrong because you said or — or if we cannot make the right deal for proper reimbursement to take on the burden themselves. Yes. Now, Hillary Clinton said: “I will never leave Japan. I will never leave Japan. Will never leave any of our ——” Well now, once you say that, guess what happens? What happens?

HABERMAN: You’re stuck.

TRUMP: You can’t negotiate.

HABERMAN: Right.

TRUMP: In a deal, you always have to be prepared to walk. Hillary Clinton has said, “We will never, ever walk.” That’s a wonderful phrase, but unfortunately, if I were on Saudi Arabia’s side, Germany, Japan, South Korea and others, I would say, “Oh, they’re never leaving, so what do we have to pay them for?” Does that make sense to you, David?

SANGER: It does, but we also know that defending the United States is a harder thing to do if you’re not forward-deployed.

TRUMP: By the way, and I know what I’m talking about is massive. If we ever felt there was a reason to defend the United States, we can always deploy, and it would be a lot less expense.

-----------------------------------

Hvann segist ætla að nálgast þetta eins og hann er vanur að nálgast - viðskiptasamninga!

Vandamálið er auðvitað, vegna þess að einungis hann og samráðherrar vita hver krafan verður á hvert ríki út af fyrir sig.
Að auki, að einungis þeir munu vita, á hvaða punkti þeir telja -- rétt að labba í burtu.

  1. Þá setur þetta gríðarlega óvissu um það, hvaða lönd Bandaríkin yrðu til í að verja áfram.
  2. En fullt af löndum í Evrópu - eru gersamlega ófær um eigin varnir, m.ö.o. ef andstæðingurinn er Rússland.
    --M.ö.o. þau hafa ekki burði til þess að koma sér upp her að nægilegri stærð, og nægilegum vopnabúnaði, til að verjast núverandi rússneskum her.
  3. Trump getur því sett þessi lönd í gríðarlegan vanda -- með sína fjárkröfu. En augljóst kosta vopnin sem Bandaríkin beita mikið -- meir en svo að flest löndin í A-Evrópu hafi sjálf efni á að útvega sér þau á fullu verði.
  • Engin leið m.ö.o. að fyrirfram vita -- hvort sum af fátækari löndum A-Evrópu, mundu yfir höfuð geta mætt þeim kröfum sem Trump fyrirhugar.

Takið eftir hvernig hann talar kaldranalega um S-Kóreu!

Það er sannarlega rétt <--> Að Kóresuskaginn gæti verið sameinaður í dag.
En það væri þá undir stjórn Kimmanna!

Vart væru Kimmarnir hógværari í uppbyggingu eldflaugavopna!
Ef þeir réður Kóreu allri!

Auðvelt að sjá lítilsvirðinguna í þessu -- gagnvart Kóreubúum.

  • Eins og honum sé sama um önnur lönd! Og aðrar þjóðir.
  1. Hann hefur t.d. talað gegn því, að Bandaríkin eigi að -- verja lýðræði í heiminum.
  2. Einnig virðist afstaða hans í viðskiptum -- fullkomlega, merkantílísk.
  • M.ö.o. er þetta afar gamaldags hugsun!

Hann horfir á málið eins og -- einvalds konungur gamla tímans.
Og horfir þá á málið eingöngu út frá því -- hvað höfum við upp úr þessu.

  1. Þá virðist hann horfa á það -- peningalega.
  2. Eins og einvaldskonungarnir, sem vildu skipuleggja mál þannig -- að peningarnir runnu frá nýlendunum, til miðjunnar í höfuðborg einvaldsins sjálfs.

 

Mig grunar að hann hugsi málin svo - að lönd sem þurfa varnir Bandaríkjanna séu ekki raunverulega sjálfstæð

Þannig að þá setur hann upp fjárkröfu á þau -- sem þau skulu borga.
Annars hætti Bandaríkin að verja þau!

Þannig er allt smættað í -- sero/sum -- þið borgið, eða við löbbum.

  1. Hann hefur lofað því hátíðlega kjósendum Bandaríkjanna, að undir hans stjórn muni smjör drjúpa af hverju strái --  efnahagur blómgast sem aldrei fyrr, o.s.frv.
  2. Á sama tíma, segist hann ætla að gerbreyta viðskiptasamningum Bandaríkjanna með þeim hætti, að viðskiptahalli verði útmáður.
  3. Og hann ætlar að heimta greiðslur fyrir varnir.
  • Hann virðist m.ö.o. hafa þá hugmynd, að með -þvingunum- og -hótunum- geti hann fengið nægilega mikið tribute til Bandaríkjanna.
  • Að þau geti setið -- eins og nýlenduveldi Evrópu forðum daga, og sópað til sín gullinu.

Augljóslega munu einna helst þau lönd -- beygja sig, sem eiga litla sem enga möguleika til að verja sig - sjálf.

  1. Þannig geti hann sennilega þvingað auðveldlega fram -tribute- greiðslur frá smærri löndum - sem eiga samt fyrir því að greiða uppsett -tribute.-
  2. Spurning um lönd, sem ekki eiga mikið -- Trump gæti virst að ekki sé eftir miklu að slægjast.
  3. Og ekki m.ö.o. þess virðis þar með, að verja þau -- því ekki sé þaðan að fá nægilegt "tribute" hvort sem er -- svo slíkt sé þess virði.

Þegar kemur að löndum sem geta varið sig!
Þá virðast líkur verulegar -- að þau hafni fjárkröfum Trumps.
Sem og að auki líklega kröfum hans þegar kemur að viðskiptasamningum.

 

Vandinn við þetta gagnvart NATO er sá -- að mörg NATO lönd geta ekki varið sig sjálf, auk þess að þau hafa ekki heldur efnahagslega burði til þess!

Eins og Trump virðist hugsa þetta eingöngu út frá --> Fjárhagslegum gróða Bandaríkjanna!
Enda sem viðskiptamaður væntanlega vanur að hugsa aðeins frá þeirri forsendu.

Þá sé sennilegt miðað við hvernig hann talar kuldalega til S-Kóreu!
Að það gæti verið að Kóreuskaginn - væri sameinaður --> Eins og það skipti litlu máli.

  1. Að hann eigi auðvelt með að ákveða að -- verja ekki lönd, sem honum virðist lítt frá efnahagslegum sjónarhóli, bitastætt í.
  2. Enda væntanlega, ekki nægilegt -- "tribute" frá þeim að hafa, hvort sem er.

Punkturinn er auðvitað sá -- að með þessu skapar Trump mikla augljósa óvissu um það hvort að undir hans stjórn mundu Bandaríkin verja t.d. A-Evrópulönd, sem t.d. Eystrasalt löndin sem augljóst eiga ekki mikið, og því -- lítið "tribute" frá þeim að hafa, eða Búlgaríu - Ungverjaland - Rúmeníu.
--Lönd sem einnig virðist ólíklegt að geti innt að hefni háar -"tribute"- greiðslur.

  1. Eins og hann talaði eins og það skipti litlu máli.
  2. Hvort að Kimmarnir hefðu lagt undir sig Kóreuskaga allann.

Þá virðist þar með mega ætla!
Að honum sé þar með slétt sama.

Þó að þau lönd geti ekki varið sig -- og verði þar með líklega fljótlega að velli lögð.

En það getur ekki verið nokkur vafi -- að ef Pútín telur Rússland komast upp með að taka yfir einhver ónefnd A-Evrópulönd, án átaka við Bandaríkin.
Þá muni Pútín láta til skarar skríða!

  1. Ef Trump sleppir hendi af þeim löndum í A-Evrópu, sem ekki geta í reynd greitt fullt verð fyrir sínar varnir.
  2. Þá getur enginn vafi verið um, að Pútín mun á skömmum tíma þvinga þau lönd, til að gerast rússnesk leppríki að nýju.

 

Ef svo óskaplega þröngsýn stefna verður ríkjandi í Bandaríkjunum!

Þá verður afleiðingin að sjálfsögðu mun meira tjón fyrir Bandaríkin -- en fylgdi stefnu Bush forseta. Miklu meira tjón.

  1. En þau lönd sem Pútín hirðir, og ganga honum á hönd, styrkja þá rússneska ríkið.
  2. Þ.e. meira skattfé rennur í sjóði Kremlverja - fleiri verksmiðjur verða undir þeirra stjórn, og þeir munu ráða yfir viðbótar mannafla.
  3. Þar með, þá mun Pútín í kjölfarið geta -- stækkað sinn herafla, allt í senn á lofti - á sjó og á landi
  • Bandaríkin komast þá að því.
  • Af hverju fyrri forsetar Bandaríkjanna eftir Seinna-stríð, tóku þá ákvörðun að tryggja varnir þessara landa.

Það þarf vart taka fram -- að Pútín snarlega leggur niður ranverulegt lýðræði í þeim löndum sem hann tekur yfir.
Og leggur þar með að nýju yfir -- þrælahlekkina sem forverar Pútíns lögðu yfir sömu lönd, þegar svokölluð Sovétríki réðu þeim löndum.

Með stærri herafla - með stærri efnahag!
Þá mun Rússland að nýju - hugsanlega geta beitt sér um heim allan að nýju!

Þar með mundi Trump gera Rússland mun skeinuhættara Bandaríkjunum og hagsmunum þess út um heim, en það hefur verið -- eftir að svokölluð Sovétríki liðuðust í sundur.

  • Ég er frekar viss að það mun kosta Bandaríkin mun meira fé, að bregðast við sterkara Rússlandi.
  • En það mundi kosta -- að viðhalda þeim varnarviðbúnaði sem Bandaríkin viðhafa í dag á landamærum NATO gagnvart Rússlandi.

________M.ö.o. virðist einkenna afstöðu Trumps - ótrúleg þröngsýni, og skammsýni.

 

Niðurstaða

Ég hef sagt áður, að Trump er -- Bush á turbo. En fyrir Bush vakti nákvæmlega sami hlutur. Það er -- að endurreisa veldi Bandaríkjanna.
Áætlun Bush til að sýna fram á mátt og meginn Bandaríkjanna -- var þó önnur.

En grunnhugmyndin var sú sama -- að gera Bandaríkin mikil aftur.
Þ.e. að baki var sú sama sýn, að Bandaríkjunum heafi hnignað, og þörf sé fyrir að snúa því snarlega við.

Að sjálfsögðu er stefna Trumps a.m.k. eins vanhugsuð og stefna Bush forseta.
Þó að tjónið sem Trump muni valda sé ekki akkúrat í sömu atriðum.
Þá verði það a.m.k. eins slæmt --> Mín skoðun er reyndar að tjónið muni verða meira, miklu meira!
____________________

En Bush kom ekki til hugar - að heimta "tribute."
Augljóslega þá mun þessi "tribute" stefna -- tvístra bandalagskerfi Bandaríkjanna í sundur og það á skömmum tíma, bandalagskerfi sem er -- mjög stór þáttur í áhrifamætti Bandaríkjanna.
En þ.s. Trump sér ekki, eða vill ekki sjá, eða er of þröngsýnn til að sjá --> Er að innan bandalagskerfis Bandaríkjanna, er verkaskipting.
Þetta hefur hingað til verið "mutually beneficial arrangement" þ.e. hefur ekki snúist um, einhliða gróða eins, eða einhliða tap annars.

  • En þ.e. fullkomlega rangt að viðskiptahalli Bandaríkjanna = jafngildi tjóni, en þ.e. algerlega snaröfugt að Bandaríkin græða á því að fá varning sem þau kaupa fyrir eigin peninga frá öðrum löndum - ódýrar en þau sjálf geta framleitt þann varning.
    --En sannleikurinn þar um mun fljótt sjást -- þegar stefna hans um að setja háa verndartolla á innfluttar vörur <--> Orsakar allt í senn án nokkurs vafa, kreppu í Bandaríkunum sjálfum + heimskreppu --> Og ég tel án vafa, nýtt Kalt-stríð við Kína, vegna þess að verndartollarnir líklega framkalla kreppu í Kína.
    --Kína stjórn sennilega mun þá gera Trump að óvini Kína nr. 1 - til að dreifa athygli eigin landsmanna, í kjölfar gríðarlegrar fjölgunar atvinnulausra.
  1. Það eru engir sem munu græða meir á því ef Trump leggur bandalagskerfi Bandaríkjanna í rúst.
  2. Heldur en Rússland og Kína.

Rússland af sinni hálfu mun á skömmum tíma, leitast við að leggja þrælkunarhlekkina á eins mörg fyrrum A-Evrópulönd, og Pútín metur sig framast komast upp með.
Og enginn vafi getur samtímis verið um, að Kína mun einnig af sinni hálfu - láta sverfa til stáls á Asíusvæðinu.
--Í kjölfar þess að Trump mundi starta kreppi í Kína - mundi Kína án efa ganga mjög hart, til að útvega sér nýjar bjargir! Til að bæta sér upp sitt tjón.

  • Næsti forseti Bandaríkjanna - að 4 árum liðnum.
  • Gæti litið mjög breytta heimsmynd.

____________________Ísland gæti lent í mikilli hættu!

En Ísland er eitt varnarlausasta land í heimi! Ísland augljóst gæti ekki greitt gríðarlega hátt "tribute." Þannig að frá sjónarhóli Trumps -- væri auðvelt að sjá að hann mundi fórna þessu pínulitla peði!

  1. Það gæti þegar gerst sumarið 2017.
  2. Að Ísland sé beitt mjög alvarlegum hótunum frá herra Pútín!
  • Næsta ríkisstjórn verður þá tekin við völdum!

Þ.e. Píratar <--> VG miðað út frá könnunum!

M.ö.o. 2017 gæti verið árið þegar lýðveldið Ísland tekur endi!
Þegar erlent einræðisríki tekur Ísland yfir - snarlega setur einhverja kvíslinga til valda, sem til eru að þjóna herranum í Kreml -- og láta svipuna ganga yfir landslýð skv. hans skipunum.

Miðað við umræðuna á netinu - gegn NATO.
Til stuðnings Pútín.

Er ég ekki í nokkrum vafa að slíka kvislinga er að finna á Íslandi, sem til væru að gera sennilega hvað sem herrann í Kreml mundi boða!

  1. Aldrei í lýðveldissögu Íslands, eða sjálfstæðissögu Íslands.
  2. Hefur meiri ógn stafað af tilteknum forsetaframbjóðanda fyrir sjálfa tilvist lýðveldisins sem og þess sjálfstæðis sem landið þó hefur haft.

 

PS: Áhugaverð skoðun: Donald Trump’s NATO comments are the scariest thing he’s said

 

Kv.


Erdogan lýsir yfir neyðarástandi

Það sem er áhugavert við þetta er að á 20. öld, þá stjórnaði fjöldi einræðisherra í nafni laga um neyðarástand. Algengasta formið var að völd voru fyrst tekin með byltingu - strax gefin út yfirlýsing um neyðarástand, því síðan aldrei formlega aflýst.
Þaðan í frá stjórnað skv. neyðarrétti - sem gjarnan í löndum leiddi til þess, að hver sem er gat verið handtekinn hvar sem er, ekki þurfti sannanir til að dæma viðkomandi - viðkomandi fékk ekki að hitta lögmann - eða hafa samband, o.s.frv.
Í fjölda dæma frömdu slíkar ríkisstjórnir gjarnan mikið af hryðjuverkum á eigin borgurum, þá er ég að vísa til pyntinga, drápa af hendi lögreglu og hers sem aldrei var refsað fyrir, að fólk hvarf og fannst kannski aldrei.

Dæmi, herforingjastjórnin er lengi sat í Argentínu, stjórn Pinochet lengi framan-af stjórnaði skv. neyðarlögum, eða meðan verið var að fremja megnið af þeim fjöldamorðum sem sú stjórn stóð fyrir.

  • Tek fram, að ég er alls ekki að fullyrða að nokkurt af slíku standi til hjá Erdogan!

Einfaldlega að benda á það að á 20. öld voru lög um neyðarástand misnotuð ákaflega herfilega í miklum fjölda dæma -- sérstaklega á tímum Kalda-stríðsins.

Erdogan Declares 3-Month State of Emergency in Turkey

Turkey&#39;s Erdogan announces three-month state of emergency

Áhugaverður tyrkneskur skríbent:

How the Internet Saved Turkey’s Internet-Hating President

Innlegg í umræðuna hvort þetta var alvöru valdaránstilraun -- hann greinilega efar ekki að svo hafi verið.

Turkish President Tayyip Erdogan speaks during a news conference following the National Security Council and cabinet meetings at the Presidential Palace in Ankara, Turkey, July 20, 2016. REUTERS/Umit Bektas

Haft eftir Erdogan!

  1. “The aim is to rapidly and effectively take all steps needed to eliminate the threat against democracy, the rule of law and the people’s rights and freedoms,”
  2. “This measure is in no way against democracy, the law and freedoms,”
  3. “On the contrary it aims to protect and strengthen them.”
  4. “We will remain within a democratic parliamentary system, we will never step away from it,”

Það verður auðvitað fylgst mjög vel með þeirri stefnu sem hreinsanir ríkisstjórnar hans virðast vera að taka -- en t.d. í Rússlandi Pútíns, þá er sannarlega enn þing - og reglulegar kosningar; en þingið í reynd ræður engu.

M.ö.o. Pútín hefur sýnt fram á, að unnt er að hafa lýðræði í leiktjaldastíl.
Án þess að kjósendur í reynd hafi val um annað en flokk Pútíns, og Pútín sjálfan.

  1. Ef ekki er höggvið frekar að hinni frjálsu pressu, en athygli hefur vakið að -- frjálsa pressan innan Tyrklands stóð með ríkisstjórninni, í gegnum valdaránstilraunina.
  2. Enginn stjórnmálamaður þekktur innan Tyrklands -- tók afstöðu með tilrauninni.
  • En gríðarlegt umfang hreinsana Erdogans vekur skiljanlegan ugg.

______Ef þ.e. svo að internetið hafi að einhverju verulegu leiti, bjargað Erdogan!

Þá einnig hefur þetta sýnt fólki ef til vill fram á -- að fyrst það var unnt að virkja fólk með hraði gegn valdaránstilraun.
Þá geti það allt eins einnig virkað á hinn veginn, að ef Erdogan -- seilist of langt.
Þá sé einnig unnt að virkja fólkið gegn honum.

En ég hef séð vangaveltur á þann veg - að þetta hafi verið "empowering" stund.
M.ö.o. að fólk hafi lært að það hafi afl!
Og í kjölfarið - ef til vill, þá þori það frekar!

Erdogan hafi samúð um hríð - en það geti snúist í höndunum á honum ef tyrkjum finnst hann ganga alltof langt.

 

Niðurstaða

Margir hafa sagt að nú sé hinsta stund lýðræðis innan Tyrklands komin. Miðað við rás atburða virðist margt til staðar - er bendi í þá átt!
Á hinn bóginn, sé það ef til vill óljóst hversu langt Erdogan vill í raun og veru ganga.
Óþarfi ef til vill að ákveða akkúrat núna að hann ljúgi að eigin þjóð, er hann segist ekki ætla að taka lýðræðið af henni.
Á hinn bóginn á móti, er það góð spurning akkúrat hvaða skilning hann leggur í lýðræði.

Fylgjast áfram með er sjálfsagt eina ráðleggingin sem maður getur veitt!

 

Kv.


Atburðarásin í Tyrklandi virðist varpa fram fleiri spurningum en fást svör við

Fyrsta spurningin er eðlilega -- hvort þetta var allt sviðsett, sem virðist að mjög margir virðist halda; þ.e. auðvitað með margvíslegum hætti unnt að rökstyðja slíkt.
Á hinn bóginn, þá mundi byltingartilraun sem hefði of fáa liðsmenn, og því ekki nægan styrk til að hafa betur, skila sennilega nákvæmlega sömu útkomu - þ.e. að byltingartilraun væri með hraði bæld niður, og síðan hefðust -- hreinsanir af hálfu stjórnvalda.
Síðan að auki hefur AKB flokkur Erdogans lengi haft erfið samskipti við dómarastétt landsins, þannig að það má vel vera að meðal raða AKB hafi verið búið fyrir alllögnu að sjóða saman lista yfir þá -- sem hentugt fyrir flokkinn væri að losna við.

  1. Það eina sem við vitum fyrir algerlega víst, að það eru hreinsanir í gangi.
  2. Og að Erdogan virðist hafa styrkt stöðu sína.

Hreinsanirnar eru frekar magnaðar!

Vast Purge in Turkey as Thousands Are Detained in Post-Coup Backlash

Turkey Seeks to Rid Education of Erdogan Opponents After Coup Attempt

  1. 18þúsund hafa verið handteknir, þ.e. 6þ. hermenn, 3þ. dómarar, 30 héraðsstjórar, 1/3 allra yfirforingja hersins og flotans, þar á meðal -- hernaðarfulltrúi Erdogans sjálfs.
  2. Að auki hafa önnur 17þ. verið reknir innan hersins og öryggissveita landsins.
  3. Á þriðjudag, var kynnt að 1500 háskólakennarar hefðu verið reknir, og 21þ. kennarar.

Það ræður auðvitað hver fyrir sig -- hvaða trúnaður er lagður á skýringar stjórnvalda Tyrklands, á því að verið sé að hreinsa út -- svokallaða Gulemista!
--Sem og auðvitað, hvern þann sem lagði á ráðin um valdaránstilraun hersins, meinta eða raunverulega.

Minnir mann á atburðarás frá einræðisríkjum á 20. öld!

En svokallaðar - hreinsanir fóru gjarnan einmitt við og við fram, þó voru þær jafnan miklu mun grimmari en þær hreinsanir sem nú eru í gangi innan Tyrklands.

  1. Hreinsanir Stalíns fólu yfirleitt í sér, sýndarréttarhöld - síðan aftökur, eða jafnvel, að margir voru teknir af lífi - án réttarhalda.
  2. Á Stalínistatímabilinu, voru aðferðir víðast með þeim hætti í ríkjum kommúnista.
  3. En eftir að því tímabili lauk -- urðu hreinsanir yfirleitt minna grimmar, þ.e. yfirleitt ekki að fólk væri tekið af lífi, heldur dæmt í fangabúðavist - eða útlegð í afskekktu héraði.
  • Það má segja að - hreinsanir Erdogans minni nokkuð á hreinsanir í ríkjum Kommúnista, á þeim síðari tímum.

Það voru alltaf nefndar einhverjar opinberar afskanir fyrir slíkum hreinsunum.
Og maður reiknaði alltaf með því, að raunveruleg ástæða - væri valdabarátta.

Nýjast hafa hreinsanir verið í gangi í Kínaveldi -- margir meðlimir valdaflokksins þar verið dregnir fyrir rétt, og dæmdir til langrar fangelsisvistar.

M.ö.o. að þetta minnir allt á atburðarás úr einræðisríki!

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort að atburðarás var sviðsett eða ekki, en þ.e. auðvitað freystandi ályktun -- þó ég ítreki að raunveruleg valdaránstilraun sem mundi misheppnast, mundi mjög sennilega einnig leiða til hreinsana.
--Og slíkri fylgir líklega svipuð niðurstaða, að Erdogan stæði eftir með pálmann í höndum.

Hvort tveggja getur vel verið <-> Þ.e. að Erdogan sé að græða á misheppnaðri tilraun til valdaráns, eða sú tilraun hafi verið sviðsetning hans sjálf.

Bersýnilega sýnir þetta algeran skort á trausti, þegar engin leið er að gera nokkurn greinarmun á því -- hvort sé sennilegra!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband